Hæstiréttur íslands
Mál nr. 539/2014
Lykilorð
- Kærumál
- Fjármálafyrirtæki
- Slit
- Lánssamningur
|
|
Fimmtudaginn 4. september 2014. |
|
Nr. 539/2014.
|
Ægisauður ehf. (Þorsteinn Einarsson hrl.) gegn Byr sparisjóði (Árni Ármann Árnason hrl.) |
Kærumál. Fjármálafyrirtæki. Slit. Lánssamningur.
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem leyst var úr ágreiningi um kröfur Æ ehf. við slit B. Árið 2005 festi Æ ehf. kaup á 47 fasteignum á Spáni, þegar þær voru í byggingu, og greiddi fyrir þær að hluta með fjármunum sem það fékk að láni frá B. Ágreiningur aðila laut að því hvort Æ ehf. hafi greitt lánið upp og ætti því fjárkröfur á hendur B við slit þess, vegna uppgjörs á sölu fasteignanna. Í úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti um annað en málskostnað, var öllum fjárkröfum sem Æ ehf. lýsti við slit B, hafnað.
Dómur Hæstaréttar
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Viðar Már Matthíasson og Þorgeir Örlygsson.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. ágúst 2014, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. júlí 2014, þar sem hafnað var að viðurkenna kröfur, sem sóknaraðili hafði lýst við slit varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að við slitin verði viðurkennd krafa sín aðallega að fjárhæð 427.793.883 krónur en til vara 139.186.462 krónur og verði henni skipað í réttindaröð aðallega samkvæmt 1. mgr. 109. gr. laga nr. 21/1991, til vara 112. gr. sömu laga, en að því frágengu 113. gr. þeirra. Þá krefst hann þess að viðurkennd verði krafa sín um dráttarvexti af framangreindum fjárhæðum frá 2. júlí 2010 til greiðsludags, sem verði skipað í réttindaröð samkvæmt 114. gr. laga nr. 21/1991. Hann krefst þess jafnframt að viðurkenndur verði réttur sinn til að skuldajafna kröfu sinni við kröfur varnaraðila á hendur sér, svo og að viðurkennt verði að krafa varnaraðila samkvæmt lánssamningi þeirra frá 31. janúar 2006 sé að fullu greidd. Loks krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.
Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti með kæru, sem dagsett var 24. júlí 2014. Hann krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar um annað en málskostnað, sem hann krefst úr hendi sóknaraðila fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur um annað en málskostnað, sem rétt er að aðilarnir beri hvor fyrir sitt leyti í héraði og í kærumáli þessu.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað.
Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. júlí 2014.
Þetta mál, sem barst dóminum, 27. apríl 2012, með bréfi slitastjórnar Byrs sparisjóðs, var þingfest 8. júní 2012 og tekið til úrskurðar 26. maí 2014.
Sóknaraðili, Ægisauður ehf., kt. [...], Vaðlabyggð 6, Akureyri, lýsti þremur fjárkröfum við slit varnaraðila, Byrs sparisjóðs í slitameðferð, kt. [...], Borgartúni 18, Reykjavík.
Endanleg fjárhæð hverrar kröfu um sig er þessi:
I.
Höfuðstóll 1. ágúst 2008 125.000.000 kr.
Innborgun 6. mars 2009 -50.000.000 kr.
Dráttarvextir frá 1. ágúst 2008 til 2. júlí 2010 38.884.022 kr.
Samtals 113.884.022 kr.
II.
Höfuðstóll 1.181.948 evrur
Dráttarvextir 28. mars 2008 til 2. júlí 2010 663.604 evra
Samtals 1.845.552 evrur
1.845.552 evrur x 156,38 kr. 288.607.421 kr.
III.
Höfuðstóll 137.271 evra
Dráttarvextir:
af 53.750 evrum frá 30. janúar 2009 til 2. júlí 2010,
af 33.300 evrum frá 5. maí 2009 til 2. júlí 2010 og
af 52.247 evrum frá 8. apríl 2010 til 2. júlí 2010, alls 24.530 evrur
Samtals 161.801 evra
161.801 evra x 156,38 kr. 25.302.440 kr.
Fjárkrafa sóknaraðila til vara nemur samtölu I. og III. kröfuliðar, 139.186.462 krónum.
Sóknaraðili krefst þess aðallega að viðurkennt verði að þessar fjárkröfur njóti stöðu í forgangsröð krafna sem sértökukröfur samkvæmt 109. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.
Hann krefst þess til vara að fjárkröfurnar njóti stöðu sem forgangskröfur samkvæmt 112. gr. laganna.
Til þrautavara krefst sóknaraðili þess að fjárkröfurnar njóti stöðu sem almennar kröfur samkvæmt 113. gr. laganna.
Sóknaraðili krefst einnig dráttarvaxta sem leggist á alla liði fjárkröfu hans frá 2. júlí 2010 til greiðsludags, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, en hann lýsir þeirri kröfu sem eftirstæðri kröfu, skv. 114. gr. laga nr. 21/1991.
Að auki krefst sóknaraðili þess að viðurkenndur verði réttur hans til þess að nýta framangreindar fjárkröfur að hluta eða öllu leyti til skuldajöfnuðar við kröfur sem varnaraðili kunni að eiga á hendur sóknaraðila.
Sóknaraðili krefst þess jafnframt að viðurkennt verði að krafa varnaraðila samkvæmt lánssamningi sparisjóðsins og sóknaraðila nr. 101ERLB060820004, dags. 31 janúar 2006, sé að fullu greidd.
Að lokum krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila.
Varnaraðili, Byr sparisjóður í slitameðferð, krefst þess að staðfest verði sú afstaða slitastjórnar að hafna öllum kröfum sem sóknaraðili lýsti við slit varnaraðila.
Til vara krefst varnaraðili þess að fjárkröfur sóknaraðila verði lækkaðar verulega og teljist í kröfuröð til almennra krafna samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991.
Varnaraðili krefst málskostnaðar úr hendi sóknaraðila svo og virðisaukaskatts á málflutningsþóknun.
Málavextir
Krafa sóknaraðila við slit varnaraðila varðar viðskipti með fasteignir í og við Torrevieja á Spáni. Málsaðilar leggja áherslu á ólíka þætti í lýsingu málsatvika og þykir því rétt að flétta saman frásögnum og áhersluatriðum beggja.
Fasteignakaup og lántaka
Sóknaraðili kveðst hafa keypt, í lok árs 2005, 47 fasteignir í byggingu á Spáni og fjármagnað þau kaup með láni frá Sparisjóði Hafnarfjarðar (sem varð Byr sparisjóður og síðar varnaraðili) að fjárhæð 1.750.000 evrur. Eigið framlag sóknaraðila vegna viðskiptanna hafi numið um það bil 1.400.000 evrum en sóknaraðili hafi í upphafi lagt til 15-20% af kostnaðarverði hverrar íbúðar. Allt þetta sé í meginatriðum staðfest í fram lagðri yfirlýsingu Bjarna Tómasar Jónssonar, þáverandi forstöðumanns erlendra verkefna hjá Byr sparisjóði, dags. 25. nóvember 2011.
Að sögn varnaraðila fóru forsvarsmenn sóknaraðila þess á leit við Sparisjóð Hafnarfjarðar, í október 2005, að hann kæmi að fjármögnun fasteignaverkefnis á Spáni. Hugmyndin hafi verið að keyptar yrðu um það bil 50 fasteignir af spænskum byggingarverktaka og eignirnar síðan endurseldar á hærra verði. Ráðgert var að verkefnið yrði fjármagnað þannig að spænskur banki lánaði 60%, íslenskur banki 20% og sóknaraðili legði sjálfur fram 20%.
Endurgreiðsla lánsins hefði átt að fara þannig fram að greiðslur vegna sölu fasteignanna rynnu sjálfkrafa til sparisjóðsins. Í tölvuskeyti forsvarsmanns sóknaraðila, 25. október 2005, til Bjarna T. Jónssonar, þáverandi starfsmanns sparisjóðsins, sé þessu lýst svona:
Tryggingar fyrir fyrirgreiðslu eru tvíþættar, annars vegar í formi veðsetningar sem nemur 2. veðrétti eftir 60% veðsetningu erlenda bankans auk uppsetningar á Escrow fyrirkomulagi sem „múlbindur“ allar sölutekjur eignanna, þar sem Abaco lagafirma hefur standandi fyrirmæli í samstarfi við erlenda bankann um sjálfvirkar millifærslur inn á reikning lánastofnunar hérlendis.
Með þessu móti hafi sparisjóðurinn átt að hafa tvíþætta tryggingu fyrir því að fá fjárfestingu sína endurgreidda, annars vegar með veði í fasteignunum á eftir veði frá spænskum banka sem lánaði 60% byggingarkostnaðarins og hins vegar hafi greiðslur vegna endursölu eignanna átt að greiðast beint til sparisjóðsins. Lán sóknaraðila hjá sjóðnum hafi átt að vera uppgreitt áður en byggingarverktakinn afhenti eignirnar.
Í lok janúar 2006 gerðu sóknaraðili og Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) lánssamning þar sem sjóðurinn lánaði sóknaraðila alls 1.750.000 evrur. Í 3. gr. samningsins segir:
3.1 Endurgreiða ber lánið að fullu á 2 árum frá útgreiðslu skuldbindingarinnar. Endurgreiðslur verða með 5 greiðslum og fyrstu 5 greiðslurnar verða vaxtagreiðslur og 1. greiðslan verður 30. júní 2006 og síðan á hverjum fjórum mánuðum, í þeim gjaldmiðlum sem lánið var veitt.
Samkvæmt ákvæðum lánssamningsins hafi lánið því einungis átt að vera til tveggja ára. Í 9. gr. samningsins segi um tryggingar fyrir láninu:
Lántaki veitir tryggingu fyrir láninu í samræmi við sérstaka yfirlýsingu lántaka og SPH...
Þessi yfirlýsing er dagsett 31. janúar 2006 og undirrituð af Agli Erni Arnarsyni fyrir hönd sóknaraðila og lántaka og Jóni Auðuni Jónssyni hrl. fyrir hönd SPH. Yfirlýsingin, sem er í lánssamningnum var undirrituð samtímis honum og er órjúfanlegur hluti hans. Í yfirlýsingunni segir að Ábaco Asesores muni starfa fyrir hönd sóknaraðila og Sparisjóðs Hafnarfjarðar sem fulltrúi þeirra gagnvart öllum þriðju aðilum í fasteignaviðskiptunum. Fram kemur í 2. gr. samkomulagsins að Ábaco hafi heimild til að ljúka nauðsynlegum færslum á bankareikningum sóknaraðila og sparisjóðsins sem og:
greiða út af þeim nauðsynlegar greiðslur til að ganga frá upphaflegum kaupum sóknaraðila frá Torrevisa, skipuleggja framtíðarlán á afhendingardegi hverrar fasteignar og að greiða til SPH umsamið lán til Ægisauður ehf.
Í 9. og 12. gr. yfirlýsingarinnar er tilgreint hvernig skuli ráðstafa greiðslum sem berast vegna umræddra eigna:
9. Ábaco Asesores skal að lokinni greiðslu á eftirstöðvum til Cajamurcia, SPH (útistandandi fjárhæð upphaflegs láns til Ægisauður ehf.) og öllum opinberum gjöldum ásamt lagaþóknun til Ábaco Asesores, greiða eftirstöðvar upphæðar inn á reikning SPH í Cajamurcia Bank sem jafngildir 90% af upphæðinni og hin 10% inn á reikning Ægisauður ehf. í Cajamurcia Bank. Þessi skipting greiðslna er gerð af hálfu Ábaco Asesores á grundvelli skriflegra fyrirmæla varðandi hverja einstaka sölu.
12. Þegar SPH hefur móttekið að fullu upphaflegt lán sitt með vöxtum, þóknunum og öðrum kostnaði (eins og lýst er í lánssamningi um EURO 1.722.500,- milli SPH og Ægisauður ehf.) skal SPH senda Ábaco Aseseores endanlega yfirlýsingu sem ógildir þessa vinnupunkta og heimilar full yfirráð Ægisauður ehf. yfir öllum útistandandi söluvirðum til nýtingar í samræmi við samning félagsins við Torrevisa, sem og að stýra fjármunum að eigin geðþótta.
Byr fær umboð til þess að annast sölu 25 eigna og semja um afhendingu 22 eigna
Í desember 2006 samþykkti Samkeppniseftirlitið samruna Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóðs vélstjóra. Í mars 2007 fékk þessi sameinaði sjóður nafnið Byr sparisjóður.
Að sögn varnaraðila hafði sóknaraðili, vorið 2007, ekkert greitt Byr sparisjóði en gjalddagar vaxta 30. júní og 30. október 2006 og 28. febrúar 2007 voru þá ógreiddir. Byggingaraðilinn hafi þegar afhent sóknaraðila íbúðir, en sóknaraðili hafi hvorki haft fjármagn til að greiða þau gjöld sem gjaldféllu við afhendingu íbúðanna né rekstur þeirra. Að mati Byrs sparisjóðs var jafnframt ljóst að lánamarkaðurinn á Spáni hefði lokast og að ekki myndi takast að endurfjármagna eða selja eignirnar áður en lánið til sóknaraðila félli í heild sinni í gjalddaga, 29. febrúar 2008. Ljóst hafi því verið að lánssamningur aðila yrði vanefndur og að sparisjóðurinn yrði að grípa til ráðstafana til að takmarka tjón sitt af viðskiptunum.
Í júní 2007 fóru starfsmenn á vegum Byrs sparisjóðs, ásamt Jóni Auðuni Jónssyni hrl., til Spánar til þess að fara yfir stöðu mála með starfsmönnum lögmannsstofunnar Ábaco Asesores, sem og með fulltrúa fasteignasölunnar MASA sem byggingarverktakinn átti. Starfsmenn þeirrar fasteignasölu höfðu komið að kaupum sóknaraðila á eignunum. Að sögn varnaraðila voru lán frá spænskum banka sem hvíldu á 1. veðrétti íbúðanna þá þegar komin í vanskil. Jafnframt hafi sparisjóðurinn ekki fengið nægar upplýsingar um að íbúðirnar hefðu verið afhentar sóknaraðila. Enn fremur hafi komið í ljós að ekki lægi fyrir lánsloforð frá spænskum banka um fjármögnun á verkefninu eftir að íbúðirnar væru tilbúnar, öfugt við það sem sparisjóðurinn hafi áður ályktað út frá upplýsingum sóknaraðila.
Með hliðsjón af stöðu mála hafi verið ákveðið að Byr fyndi leiðir til að selja þær 25 íbúðir sem sóknaraðili hefði þegar fengið afhentar. Jafnframt hafi verið ákveðið að sóknaraðili framseldi dótturfélagi Byrs, Costa Properties ehf., réttindi sín og skyldur, samkvæmt 22 kaupsamningum um þær eignir sem byggingarverktakinn hafði ekki enn afhent. Þetta hafi verið gert til þess að takmarka tjón Byrs, enda starfsmönnum hans orðið ljóst að tap yrði af þessari lánveitingu.
Tuttugu og tvær íbúðir seldar Pyttum ehf.
Að sögn sóknaraðila krafðist Byr þess að sóknaraðili félli frá kaupum á 22 íbúðum á Spáni og að félag á vegum sparisjóðsins, Costa Properties ehf., yrði kaupandi eignanna. Sóknaraðili hafi fallist á kröfu Byrs og 1. ágúst 2007 hafi verið undirritað samkomulag aðila um yfirtöku sparisjóðsins á þessum eignum. Í því samkomulagi hafi falist að Costa Properties ehf. tæki yfir réttindi og skyldur samkvæmt kaupsamningum sóknaraðila um fyrrgreindar fasteignir. Jafnframt hafi verið samkomulag um að selja þessar eignir og ráðstafa söluverðinu á svofelldan hátt:
Byr og/eða Costa Properties ehf. skyldi fá í sinn hlut umsýslugjald sem nema skyldi 2% af söluverði eignanna.
Þá skyldu eftirstöðvar kaupverðs greiddar sem og áhvílandi veðskuldir. Sóknaraðili hafi í upphafi lagt fram 785.440 evrur til greiðslu útborgunar vegna kaupa á eignunum. Samkvæmt samkomulaginu skyldi það eigið fé endurgreitt við sölu eignanna um leið og eftirstöðvar kaupverðs yrðu greiddar.
Þá skyldi allur kostnaður vegna sölu eigna greiddur, lögfræðikostnaður o.fl.
Þá skyldi ráðstafa nægilega miklu af eftirstöðvum söluverðs eigna til uppgjörs lánssamnings sóknaraðila við Byr sparisjóð að höfuðstól 1.750.000 evrur.
Loks skyldi eftirstöðvum söluverðs eftir greiðslu þess sem áður er greint skipt á milli sóknaraðila og Byrs þannig að sóknaraðili fengi 80% og Byr sparisjóður 20%.
Að sögn varnaraðila var gerður samningur, 1. ágúst 2007, þar sem var útfærð nánar yfirtaka Costa Properties ehf. á réttindum og skyldum sóknaraðila, vegna eignanna 22. Í honum hafi sérstaklega verið tekið á því hvernig skyldi ráðstafa söluandvirði eignanna. Þar sé svofellt ákvæði:
Costa Properties tekur við söluandvirði allra eignanna og ráðstafar því. Skal ráðstöfuninni hagað með þeim hætti að fyrst skal greiða kaupverð eignanna að fullu, síðan áhvílandi veðskuldir og allan kostnað af eignunum, sölu þeirra, lögfræðiaðstoð eða annað sem til fellur vegna viðskiptanna í heild. Þá skal ráðstafað nægilega miklu til uppgjörs lánssamnings Ægisauðs ehf. við BYR (áður SPH) vegna kaupa á íbúðunum, dags. 31. janúar 2006, að höfuðstóli 1.750.000. Að þessu loknu skal þeim hagnaði sem af viðskiptunum verður skipt á milli Ægisauðs ehf. og Costa Properties ehf. eða BYRS sparisjóðs, ef dótturfélagið hefur verið selt, í samræmi við fyrra samkomulag Ægisauðs og Byrs. Af hagnaðarhlut Ægisauðs skal síðan ráðstafa nægilega miklu til að greiða upp allar aðrar skuldir félagsins við BYR sparisjóð áður en eftirstöðvarnar eru greiddar félaginu.
Sóknaraðili telur því skýrt af samningnum að áður en til skoðunar kæmi að greiða sóknaraðila nokkuð, skyldi fyrst gera upp lán hans hjá Byr, samkvæmt lánssamningi dags. 31. janúar 2006 að höfuðstól 1.750.000 evrur. Það hafi verið í samræmi við fyrra samkomulag sóknaraðila og Byrs, sem sé fylgiskjal með lánssamningnum, og í samræmi við venjur og verklagsreglur hjá Byr sem og öðrum lánastofnunum. Jafnframt komi fram að yrði hagnaður af viðskiptunum, sem hafi á þessum tíma verið orðinn fjarlægur möguleiki, yrðu allar skuldir sóknaraðila við Byr sparisjóð gerðar upp áður en sóknaraðila yrði greitt nokkuð. Ekki verði séð að gert hafi verið frekara skriflegt samkomulag um uppgjör greiðslna eftir þetta. Þess vegna mótmæli varnaraðili harðlega staðhæfingum sóknaraðila um samkomulag annars efnis, enda hafi aldrei staðið til að inna nokkra greiðslu af hendi til sóknaraðila áður en skuldir hans við Byr yrðu gerðar upp.
Byr sparisjóður hafi þegar hafist handa við að reyna að selja þessar 22 eignir. Í mars 2008 hafi hann selt Pyttum ehf. hluti sína í félaginu Costa Properties ehf. Í niðurlagi samningsins segi:
Aðilar undirrita þennan kaupsamning með þeim fyrirvara:
Að fyrirhuguð lánveiting vegna íbúðanna á Spáni gangi eftir.
Seljandi mun þegar í stað leita eftir samþykki fyrir lánveitingu umsamdra fjárhæða.
Lánveitingin hafi ekki gengið eftir og kaupin hafi því gengið til baka. Í kjölfarið, 19. ágúst 2009, hafi verið gert sérstakt samkomulag um uppgjör. Varnaraðili mótmæli því að í umræddum viðskiptum, sem hafi aldrei komist raunverulega á, felist sala á hlutum í félaginu eins og sóknaraðili haldi fram. Því hafi aldrei komið til uppgjörs á lánssamningi sóknaraðila og Byrs.
Samningur sóknaraðila og Byrs, 1. ágúst 2007, um yfirtöku Byrs á öllum réttindum og skyldum sóknaraðila vegna eignanna 22 sýni jafnframt að ekki hafi neinir fjármunir átt að renna til sóknaraðila, þótt af sölunni hefði orðið. Hefði orðið hagnaður, hefði hlut sóknaraðila í honum verið ráðstafað til greiðslu skulda félagsins hjá Byr.
Tuttugu og fimm íbúðir seldar Ártúni og Erusi
Að sögn sóknaraðila var það fyrir tilstuðlan og milligöngu Byrs að hann seldi 25 íbúðir af fyrrgreindum 47, 18. júní 2008. Þau viðskipti hafi verið hluti af viðskiptum aðila sem voru ótengdir sóknaraðila en tengdir Byr. Salan hafi farið fram þannig að kaupendurnir hafi yfirtekið þann hluta úr 1.750.000 evra láninu sem hvíldi á umræddum eignum. Yfirtakan skyldi færð inn sem lækkun á láni Ægisauðs að fjárhæð 138.464.256 kr. Auk þessa skyldi greiða fyrir íbúðirnar eins og síðar verði rakið.
Af þessum 25 hafi 15 íbúðir verið framseldar einkahlutafélögum í eigu Fasteignafélagsins Ártúns ehf. Það félag hafi nýtt þær eignir í viðskiptum við Hrauneignir. Þau einkahlutafélög heiti: PM1 ehf., PM2 ehf., PM3 ehf., PM4 ehf., PM5 ehf., PM6 ehf., PM7 ehf., PM8 ehf., PM9 ehf., EG100 ehf., EG200 ehf., EG300 ehf., EG400 ehf., EG500 ehf. og EG600 ehf. Samkvæmt samkomulagi aðila, sem Bjarni Tómas Jónsson, starfsmaður Byrs hafi staðfest, skyldu sóknaraðila greiddar 75.000.000 kr. fyrir nettó-eignarhlut félagsins í fyrrgreindum 15 íbúðum, eða 5.000.000 kr. í nettó-hlut fyrir hverja íbúð. Byr hafi stýrt þessum viðskiptum og frágangi allra skjala. Hann skyldi enn fremur ganga frá uppgjöri. Samkomulag hafi verið um að Byr tæki við söluverði eignanna, þar með talið hluta sóknaraðila, 75.000.000 kr., og greiddi sóknaraðila þá fjárhæð eða nýtti hana eftir atvikum til greiðslu skulda sóknaraðila við sjóðinn og þá samkvæmt samkomulagi við sóknaraðila.
Að sögn sóknaraðila voru aðeins greiddar 50.000.000 kr. af umsaminni fjárhæð og sú fjárhæð lögð inn á reikning félagsins hjá Byr sparisjóði, 6. mars 2009. Fyrir liggi að Fasteignafélagið Ártún ehf. hafi lokið viðskiptum sínum við Hrauneignir ehf. meðal annars um fyrrgreindar 15 íbúðir á Spáni. Kaupverð þeirra hafi verið greitt í þeim viðskiptum og greitt Byr, sem stýrði þeim viðskiptum og uppgjöri þeirra. Byr hafi hins vegar ekki staðið sóknaraðila skil á öllum þeim fjármunum og því sé þess nú krafist að varnaraðili efni þá skyldu. Allt þetta sé í meginatriðum staðfest í yfirlýsingu, Bjarna Tómasar Jónssonar, 25. nóvember 2011.
Í sambærilegum viðskiptum, einnig 18. júní 2008, hafi sóknaraðili selt 10 aðrar íbúðir sínar á Spáni, félögunum ES1 ehf., ES2 ehf. og ES3 ehf., en Byggingafélagið Erus ehf. hafi átt þau öll. Það félag hafi nýtt þessar íbúðir í viðskiptum sínum við Lindareignir ehf. og eftir atvikum við önnur félög og hafi Byr stýrt þeim viðskiptum. Samkvæmt samkomulagi um sölu eigna sóknaraðila skyldu honum greiddar 50.000.000 kr. fyrir eignarhlut félagsins í fyrrgreindum 10 íbúðum, eða 5.000.000 kr. í nettó-hlut fyrir hverja íbúð. Byr sparisjóður hafi séð um frágang allra skjala og skyldi ganga frá uppgjöri. Jafnframt hafi verið samkomulag um að sparisjóðurinn tæki við söluverði eignanna, þar með talið hluta sóknaraðila, 50.000.000 kr., og greiddi félaginu þá fjárhæð eða eftir atvikum nýtti þá fjárhæð til greiðslu skulda sóknaraðila við sjóðinn og þá samkvæmt sérstöku samkomulagi við sóknaraðila.
Skemmst sé frá að segja að Byr hafi vanefnt með öllu að greiða sóknaraðila fyrrgreindar 50.000.000 kr. en þá fjárhæð skyldi greiða 1. ágúst 2008. Sóknaraðila sé ekki kunnugt um annað en að í viðskiptum Byggingafélagsins Erusar ehf. hafi kaupverð íbúðanna verið að fullu greitt og afhent Byr sparisjóði sem hafi hins vegar ekki staðið sóknaraðila skil á þeim fjármunum og því sé varnaraðili krafinn um efndir þeirrar skyldu. Allt þetta er í meginatriðum staðfest í yfirlýsingu, Bjarna Tómasar Jónssonar, 25. nóvember 2011.
Varnaraðili tekur fram að í kaupsamningunum um eignirnar 25, sem voru undirritaðir 18. júní 2008, segi að kaupandi eignanna yfirtaki áhvílandi lán og inni af hendi greiðslu til Byrs sparisjóðs. Á forsíðu samninganna segi nákvæmlega:
Whereby the Buyer will pay the remaining unpaid amount ... This payment is to be made to Byr savings bank, which will use the payment to pay off the Sellers debts to Byr, according to agreed contract between the Seller and Byr savings bank.
Varnaraðili telur skýrt af kaupsamningum um þessar eignir að greiðslur kaupverðs skyldi greiða Byr sparisjóði, sem myndi ráðstafa þeim upp í skuld sóknaraðila við sparisjóðinn. Það sé í samræmi við samkomulag aðila 1. ágúst 2007.
Kaupsamningsgreiðslur vegna íbúðanna 25 hafi verið færðar til bókar hjá Byr sem innborganir inn á skuld sóknaraðila, samkvæmt fyrirmælum Bjarna Tómasar Jónssonar, þáverandi starfsmanns Byrs. Að sögn varnaraðila námu innborganirnar 920.640 evrum og hafi þær því engan veginn nægt til greiðslu skuldar sóknaraðila við Byr sem var samkvæmt lánssamningi upphaflega að fjárhæð 1.750.000 evrur.
Sóknaraðili kveðst hafa greitt fjármagnstekjuskatt á Spáni en þegar íbúðirnar 25 voru seldar, 18. júní 2008, hafi sóknaraðili átt að fá 137.271 evru endurgreidda. Með samkomulagi sóknaraðila við Byr hafi endurgreiðsla skattsins verið lögð á bankareikning Byrs á Spáni, 53.750 evrur 30. janúar 2009, 33.300 evrur 5 maí 2009 og 52.247 evrur 8. apríl 2010.
Byr sparisjóður og Pyttir ehf. gerðu, 19. ágúst 2009, með sér samkomulag um að rifta kaupunum á öllu hlutafé í Costa Properties ehf. sem þeir höfðu gert einu og hálfu ári áður, 28. mars 2008. Félagið Costa Properties og eignirnar 22 voru því komnar aftur í hendur Byrs.
Byr sparisjóður sendi sóknaraðila tilkynningu um gjaldfellingu tryggingarvíxla 10. september 2009 vegna viðskipta félagsins við sjóðinn. Í svari sóknaraðila, 23. september 2009, segir að félagið telji sig eiga háar fjárhæðir inni hjá sjóðnum sem sjóðurinn hafi ekki enn fært inn á reikninga félagsins. Félagið teldi sig algerlega laust undan skuldbindingum vegna lánsins sem það tók 31. janúar 2006. Í fyrsta lagi þar sem Costa Properties ehf. hafi yfirtekið öll réttindi og skyldur vegna 22 eigna, 1. ágúst 2007, en sá hagnaður sem hafi hlotist af sölu þeirra eigna til Pytta ehf., 28. mars 2008, hafi ekki verið gerður upp. Hins vegar hafi félagið selt 25 eignir í júní 2008 og hafi hinn hluti lánsins þá verið yfirtekinn af kaupendum. Jafnframt eigi enn eftir að gera upp við sóknaraðila 75.000.000 kr. af þeim 5.000.000 kr. sem greiða hafi átt sóknaraðila fyrir hverja eign við þá sölu. Í bréfinu er ítrekað kallað eftir fullnaðaruppgjöri á viðskiptum sóknaraðila við sparisjóðinn.
Þann 16. júní 2009 veitti Fjármálaeftirlitið Byr sparisjóði fyrst frest til að auka eiginfjárgrunn sinn að lágmarki skv. 84. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 4. mgr. 86. gr. laganna. Af þessum sökum er 16. júní 2009 jafnframt frestdagur í slitameðferð varnaraðila, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 5. gr. laga nr. 44/2009. Fjármálaeftirlitið skipaði sparisjóðnum bráðabirgðastjórn, 22. apríl 2010, með heimild í 100. gr. a í lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, sbr. 4. gr. laga nr. 44/2009. Með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins var jafnframt öllum eignum hans ráðstafað yfir í félagið Byr hf., sem var síðar sameinað Íslandsbanka hf. Krafa Byrs sparisjóðs á hendur sóknaraðila á grundvelli lánssamnings, 31. janúar 2006, færðist því upphaflega yfir til Íslandsbanka hf., en var síðar framseld varnaraðila sem á nú kröfuna.
Störfum bráðabirgðastjórnar lauk, 2. júlí 2010, þegar Héraðsdómur Reykjavíkur skipaði Byr sparisjóði slitastjórn samkvæmt heimild í 4. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 5. gr. laga nr. 44/2009. Uppkvaðning úrskurðarins markar jafnframt upphafsdag slitameðferðar varnaraðila, sbr. 2. málslið 3. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. málslið 3. mgr. 6. gr. laga nr. 44/2009.
Slitastjórnin gaf út innköllun til skuldheimtumanna sem birtist í fyrra sinn í Lögbirtingablaði 13. júlí 2010. Kröfulýsing sóknaraðila við slit varnaraðila barst 13. október 2010. Með tölvupósti, 9. nóvember 2010, var sóknaraðila tilkynnt að kröfum hans við slit varnaraðila væri hafnað. Lögmaður sóknaraðila mótmælti afstöðu slitastjórnar sama dag. Afstaða slitastjórnar var nánar kynnt sóknaraðila með bréfi 8. desember 2010. Fundur til lausnar ágreinings aðila, 25. mars 2011, bar ekki árangur og því sendi slitastjórn ágreininginn héraðsdómi til úrlausnar.
Með yfirlýsingu, 29. maí 2013, staðfesti Íslandsbanki að 22 íbúðir, sem Ægisauður keypti af byggingafyrirtækinu Torrevisa AS, hafi verið seldar Costa Invest ehf. Þar segir að söluverðið, 190.000.000 kr., hafi einungis nægt til að greiða niður hluta af skuld Costa Properties við bankann.
Málsástæður sóknaraðila
Sóknaraðili byggir fyrsta lið fjárkröfu sinnar á því að í viðskiptum með 25 eignir af þeim 47 sem hann hafi keypt, að hluta til fyrir lánið frá Sparisjóði Hafnarfjarðar, hafi hann átt að fá greiddar 5.000.000 kr. fyrir hverja íbúð. Af þeim 125.000.000 kr. sem hann hafi átt að fá greiddar, 1. ágúst 2008, hafi hann fengið 50.000.000 kr. greiddar, 6. mars 2009. Hann krefjist því greiðslu afgangsins 125.000.000 kr., svo og dráttarvaxta af honum, frá 1. ágúst 2008 til 6. mars 2009 og af 75.000.000 kr. frá þeim degi til greiðsludags.
Krafa sóknaraðila vegna þessa liðar sundurliðast þannig:
Höfuðstóll 1. ágúst 2008 125.000.000 kr.
Innborgun 6. mars 2009 -50.000.000 kr.
Dráttarvextir til 2. júlí 2010 38.884.022 kr.
Samtals 113.884.022 kr.
Í afstöðubréfi slitastjórnar varnaraðila, 8. desember 2010, sé framangreindri lýsingu ekki mótmælt og telji sóknaraðili að líta beri svo á að hún sé óumdeild í málinu. Hins vegar virðist varnaraðili einungis byggja á því að krafan, það er 125.000.000 kr., sé að fullu uppgreidd, en hærri fjárhæð, 138.464.256 kr., hafi verið ráðstafað inn á lán sóknaraðila.
Þessu mótmæli sóknaraðili enda sé alls óskyld þessum kröfulið greiðsla að fjárhæð 138.464.256 kr. Hún hafi gengið upp í lán Ægisauðs, upphaflega að fjárhæð 1.750.000 evrur. Samkomulagið hafi, eins og áður segi, verið þannig að þegar framangreind félög hafi tekið yfir íbúðirnar hafi þau jafnframt tekið yfir þann hluta úr 1.750.000 evra láninu sem hvíldi á umræddum eignum. Yfirtakan hafi verið færð inn sem þessi lækkun á láni Ægisauðs að fjárhæð 138.464.256 kr. Ljóst sé að greiðsla inn á það lán hafi ekkert að gera með kröfulið samtals að fjárhæð 125 milljónir króna. Skylda varnaraðila samkvæmt samningi til að greiða þá fjárhæð sé sjálfstæð og óháð skyldu umræddra félaga til yfirtöku á lánum.
Sóknaraðili krefst þess aðallega að þessi kröfuliður verði viðurkenndur sem sértökukrafa á grundvelli 109. gr. laga nr. 21/1991. Eins og áður segi hafi Byr sparisjóður stýrt fyrrgreindum viðskiptum, frágangi allra skjala og hann skyldi ganga frá uppgjöri. Samkomulag hafi verið um að Byr tæki við söluverði eignanna, þar með talið hluta sóknaraðila.
Þessir fjármunir, séu sannanlega eign sóknaraðila og hafi varnaraðila borið að skila þeim um leið og þeir bárust. Sóknaraðili telji ljóst að fjármunirnir hafi skilað sér til Byrs frá fyrrgreindum félögum og að líta beri á Byr einungis sem nokkurs konar millilið sem hafi borið að veita fjármununum viðtöku, halda þeim aðgreindum og loks afhenda sóknaraðila. Samkvæmt þessu sé fjárkrafan sértökukrafa samkvæmt 109. gr. laga nr. 21/1991 við slit varnaraðila.
Samkvæmt 11. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti skuli fjármálafyrirtæki halda fjármálagerningum viðskiptavina tryggilega aðgreindum frá eignum fjármálafyrirtækisins. Þá skuli fjármálafyrirtæki jafnframt halda öðrum fjármunum viðskiptavina tryggilega aðgreindum frá eignum fjármálafyrirtækisins, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna. Þessu ákvæði sé ætlað að treysta réttarstöðu viðskiptavina við greiðsluörðugleika fjármálafyrirtækja, einkum þegar fjármálafyrirtæki hafi tekið að sér eignastýringu eða fjárvörslu. Þannig tengist ákvæðið 109. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., eins og fram komi í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 108/2007. Samkvæmt þessu ákvæði hafi varnaraðila borið að halda fjármunum sérgreindum frá öðrum eignum varnaraðila og hafi svo ekki verið gert eigi sóknaraðili ekki að gjalda fyrir það.
Til vara sé kröfunni lýst sem forgangskröfu samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991, sbr. einkum 7. tölulið þeirrar greinar. Varnaraðila hafi borið að halda fjármunum sóknaraðila aðgreindum frá eigin fé og beri af þeim sökum meðal annars að fallast á varakröfu sóknaraðila. Til þrautavara sé kröfunni lýst sem almennri kröfu samkvæmt 113. gr. laganna.
Sóknaraðili byggir annan lið fjárkröfu sinnar á því að þegar dótturfélag Byrs, Costa Properties ehf., hafi yfirtekið kaupsamninga um 22 af þessum 47 eignum, 1. ágúst 2007, hafi átt að endurgreiða honum 80% af hreinum eftirstöðvum söluverðs, þegar tækist að selja eignirnar.
Fyrir liggi að varnaraðili hafi, 28. mars 2008, selt Pyttum ehf. alla hluti sína í Costa Properties ehf. Söluverð hlutanna, að greiddum eftirstöðvum kaupverðs, veðskuldum o.fl. hafi numið 1.477.436 evrum. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðili greiði sér 80% af eftirstöðum kaupverðsins, 1.181.948 evrur, auk dráttarvaxta frá 28. mars 2008. Þessi krafa byggist á samkomulagi aðila, 1. ágúst 2007, um skiptingu hagnaðar af sölu eignanna eða hluta í Costa Properties ehf. Sóknaraðili áréttar að samkomulagið hafi Jón Auðunn Jónsson og Bjarni Tómas Jónsson undirritað. Í meginatriðum sé þetta allt staðfest í yfirlýsingu, Bjarna Tómasar, þáverandi forstöðumanns erlendra verkefna hjá varnaraðila, dags. 25. nóvember 2011.
Krafa sóknaraðila samkvæmt þessum lið kröfulýsingar nemi 1.845.552 evrum og sundurliðist þannig:
Höfuðstóll 1.181.948 evrur
Dráttarvextir 28. mars 2008 til 2. júlí 2010 663.604 evrur
Samtals 1.845.552 evrur
1.845.552 evrur x 156,38 kr. 288.607.421 kr.
Í afstöðubréfi slitastjórnar varnaraðila, 8. desember 2010, sé byggt á því að íbúðirnar hafi aldrei verið seldar og því hafi engin greiðsluskylda stofnast. Þessu mótmæli sóknaraðili. Í samningi aðila, 1. ágúst 2007, segi meðal annars:
Costa Properties mun þegar í stað gera allar tiltækar ráðstafanir til þess að selja íbúðirnar, hvort heldur verður einstaka eignir eða eignirnar í heild. Til greina kemur að BYR sparisjóður selji Costa Properties og leysi þannig til sín andvirði eignanna.
Einmitt þetta hafi gerst með samningi, 28. mars 2008, en með honum hafi varnaraðili selt Pyttum ehf. alla hluti sína í Costa Properties ehf. Við þessa sölu hafi því stofnast greiðsluskylda samkvæmt samningi aðila. Í afstöðubréfi slitastjórnar varnaraðila, 8. desember 2010, segi um þetta atriði:
Sá kaupsamningur gekk hins vegar ekki eftir og því var fallið frá þeim kaupsamningi með samkomulagi sem undirritað var þann 19. ágúst 2009.
Sóknaraðili byggi á því að jafnvel þótt rétt reynist að „fallið hafi verið frá“ umræddum kaupsamningi hafi það engin áhrif á greiðsluskyldu varnaraðila skv. framangreindu. Sóknaraðili byggi á því að um leið og bindandi kaupsamningur hafi verið undirritaður hafi greiðsluskyldan stofnast í samræmi við skýr ákvæði samnings aðila, 1. ágúst 2007. Sóknaraðila varði ekkert um það hvað hafi farið fram milli Byrs og Pytta ehf. í kjölfarið, þar á meðal hvort „fallið hafi verið frá samningnum“ hvað svo sem felist í því orðalagi. Hafi Byr sparisjóður og Pyttir ehf. samið síðar um það sín á milli að salan gengi til baka (fallið frá samningi) sé augljóst að greiðsluskyldan hafi stofnast enda hafi Costa Properties ehf. í millitíðinni verið í eigu Pytta ehf. og félagið því óumdeilanlega selt.
Þess beri að geta að Costa Properties ehf. sé samkvæmt hlutafélagaskrá ekki lengur í eigu varnaraðila heldur Íslandsbanka hf., eins og fram lögð útprentun sýni. Því sé ljóst að félagið hafi verið framselt. Jafnframt skori sóknaraðili á varnaraðila að sýna fram á, með framlagningu gagna, að umræddar íbúðir Costa Properties ehf. hafi ekki aftur verið seldar þriðja aðila út úr félaginu. Varnaraðili hafi hingað til hafnað því að veita sóknaraðila slíkar upplýsingar.
Sóknaraðili krefjist þess aðallega að þessi kröfuliður verði viðurkenndur sem sértökukrafa á grundvelli 109. gr. laga nr. 21/1991, til vara sem forgangskrafa á grundvelli 112. gr. og til þrautavara sem almenn krafa á grundvelli 113. gr. sömu laga. Fyrir stöðu kröfunnar í kröfuröð færi sóknaraðili sömu rök og fyrir stöðu fjárkröfu sinnar í kröfulið I.
Sóknaraðili krefst þess í þriðja lagi að varnaraðili greiði honum 137.271 evru auk dráttarvaxta frá 8. október 2008 til 2. júlí 2010. Með þessu krefjist sóknaraðili endurgreiðslu skatta sem hann greiddi á Spáni en Byr sparisjóður fékk síðar endurgreidda. Þeir skattar hafi verið endurgreiddir vegna sölu sóknaraðila á umræddum 25 íbúðum og hafi Byr tekið við þeirri endurgreiðslu með samþykki sóknaraðila. Þeir fjármunir hafi verið lagðir inn á reikning varnaraðila á Spáni, en sóknaraðili hafi átt þá fjármuni. Byr hafi samkvæmt samkomulagi borið að ráðstafa þeim fjármunum til sóknaraðila og leggja inn á reikning félagsins hér á landi. Varnaraðili hafi ekki enn skilað sóknaraðila þessum fjármunum og krefjist sóknaraðili þess nú að fjármunirnir verði afhentir honum. Krafa sóknaraðila vegna þessa nemi 161.801 evru og sundurliðist þannig:
Höfuðstóll 137.271 evra
Dráttarvextir:
af 53.750 evrum frá 30. janúar 2009 til 2. júlí 2010
af 33.300 evrum frá 5. maí 2009 til 2. júlí 2010 og
af 52.247 evrum frá 8. apríl 2010 til 2. júlí 2010, alls 24.530 evrur
Samtals 161.801 evra
161.801 evra x 156,38 kr. 25.302.440 kr.
Sóknaraðili telur kröfuna þess eðlis að hún falli undir 109. gr. laga nr. 21/1991. Byr hafi borið að halda þessari endurgreiðslu skatts aðgreindri frá öðrum fjármunum sínum og skila beint til sóknaraðila. Þessir fjármunir séu sannanlega eign sóknaraðila og hafi Byr borið að skila þeim um leið og þeir bárust. Því beri að líta á Byr einungis sem eins konar millilið sem hafi borið að veita fjármununum viðtöku, halda þeim aðgreindum og loks afhenda þá sóknaraðila. Samkvæmt þessu sé krafan sértökukrafa við slitin samkvæmt 109. gr. laga nr. 21/1991. Til vara sé kröfunni lýst sem forgangskröfu, samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991, og til þrautavara sem almennri kröfu, samkvæmt 113. gr. laganna. Sóknaraðili styður kröfu sína um röðun fjárkröfunnar í kröfuröð sömu rökum og hann færði fyrir fjárkröfu sinni í kröfulið I.
Í afstöðubréfi slitastjórnar varnaraðila, 8. desember 2010, segi að slitastjórn hafi leitað til þeirra aðila sem komu að málinu fyrir Byr sparisjóð á sínum tíma og kannist þeir ekki við neitt slíkt samkomulag. Því sé kröfuliðnum hafnað. Þetta sé athyglisvert í ljósi yfirlýsingar Bjarna Tómasar Jónssonar, þáverandi forstöðumanns erlendra verkefna hjá Byr, 25. nóvember 2011, en þar segi:
Þá er mér kunnugt um að Byr hafi fengið endurgreidda skatta 137.271 evrur sem Ægisauður ehf. hafði áður greitt og er mér ekki kunnugt um að Byr hafi endurgreitt Ægisauði ehf. þá greiðslu.
Fyrir liggi að Bjarni hafi að öllu leyti séð um framangreind verkefni fyrir hönd Byrs og því verði að hafna því sem segi í afstöðubréfi slitastjórnarinnar. Ljóst sé að framangreind skylda hvíldi á varnaraðila eins og fram kemur í yfirlýsingu Bjarna og að sú skylda hafi aldrei verið efnd.
Sóknaraðili krefst þess jafnframt að viðurkennt verði að krafa varnaraðila samkvæmt lánssamningi sparisjóðsins og sóknaraðila nr. 101ERLB060820004, dags. 31. janúar 2006, sé að fullu greidd.
Eins og áður sé rakið hafi Sparisjóður Hafnarfjarðar (sem síðar varð Byr sparisjóður) lánað sóknaraðila 1.750.000 evrur með þessum lánssamningi. Það lán hafi verið veitt vegna kaupa sóknaraðila á fyrrgreindum 47 íbúðum á Spáni, eins og rakið hafi verið. Lánið skyldi að fullu greitt innan tveggja ára. Eins og áður greini hafi sóknaraðili, fyrir tilstilli varnaraðila, selt 25 fasteignir af 47 og skyldi lánið um leið lækka sem næmi hlutfallinu 25/47, enda hafi varnaraðili fengið það hlutfall lánsins að fullu greitt með ráðstöfun fyrrgreindra 25 fasteigna.
Þá áréttar sóknaraðili að Byr sparisjóður hafi, 28. mars 2008, selt Pyttum ehf. alla hluti sína í Costa Properties ehf., en síðarnefnda félagið hafi keypt 22 íbúðir af sóknaraðila eins og fyrr greini. Með sölu allra hluta sinna í Costa Properties ehf. hafi varnaraðili að fullu greitt 22/47 hluta af fyrrgreindu láni til sóknaraðila og vísar sóknaraðili því til stuðnings meðal annars til samkomulags aðila dags. 1. ágúst 2007.
Með ráðstöfun fyrrgreindra 47 fasteigna hafi sóknaraðili að fullu greitt upp lán tekið hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar upphaflega 1.750.000 evrur og krefst þess að viðurkennt verði að krafa varnaraðila samkvæmt þeim lánssamningi sé að fullu greidd.
Kröfum sínum til stuðnings vísar sóknaraðili til reglna samninga- og kröfuréttar. Þá vísar hann til laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Krafa hans um málskostnað styðst við ákvæði XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. lög nr. 21/1991 og lög nr. 161/2002.
Málsástæður varnaraðila
Varnaraðili krefst þess aðallega að staðfest verði sú afstaða slitastjórnar hans að hafna öllum kröfum sóknaraðila við slit varnaraðila. Til vara krefst hann þess að krafa sóknaraðila verði lækkuð verulega og teljist almenn krafa, skv. 113. gr. laga nr. 21/1991. Þá telur varnaraðili að ekki skuli fallast á þá kröfu sóknaraðila að fjárkröfur hans beri dráttarvexti. Séu slíkir vextir lagðir á beri að telja þá til eftirstæðra krafna, sbr. 114. gr. laga nr. 21/1991.
Sóknaraðili skipti fjárkröfum sínum í þrjá kröfuliði og fylgi varnir varnaraðila þeirri röð.
Kröfuliður I að fjárhæð 113.884.022 kr.
Krafa sóknaraðila um greiðslu 113.884.022 kr. varði sölu 25 íbúða sóknaraðila til 18 einkahlutafélaga. Sóknaraðili haldi því fram að Byr sparisjóði hafi verið skylt að greiða honum 125.000.000 kr. vegna sölu eignanna, en hafi einungis greitt 50.000.000 kr. og eftirstöðvarnar séu ógreiddar. Varnaraðili mótmæli því að gert hafi verið samkomulag þess efnis sem sóknaraðili haldi fram. Varnaraðili mótmæli því að greiðslur hafi átt að berast sóknaraðila vegna sölu eignanna og telji sig hafa gert upp við sóknaraðila að fullu, með því að færa kaupsamningsgreiðslur sem innborgun inn á lán sóknaraðila hjá Byr sparisjóði.
Sóknaraðili hafi lagt fram kaupsamninga um 23 af þessum 25 eignum máli sínu til stuðnings. Í kaupsamningunum komi fram að kaupverð eignanna sé ákveðin tala, t.d. 168.600 evrur, sbr. kaupsamning milli sóknaraðila og PM 1 ehf. um íbúð nr. 1125 í Punta Marina. Greiðsla kaupverðs hafi átt að felast í yfirtöku áhvílandi lána frá spænskum banka á 1. veðrétti, sem og áhvílandi lána frá Byr á 2. veðrétti. Sérstaklega sé tekið fram að eftirstöðvar skyldu greiðast Byr, sem myndi ráðstafa greiðslunni upp í skuld sóknaraðila við Byr, sbr. samkomulag þess efnis milli sóknaraðila og Byrs, sem sé fylgiskjal með lánssamningi, undirritað 31. janúar 2006.
Kaupsamningsgreiðslur hafi verið færðar til bókar hjá Byr sem innborganir inn á skuld sóknaraðila, samkvæmt fyrirmælum Bjarna Tómasar Jónssonar, þáverandi starfsmanns Byrs. Innborganirnar hafi alls numið 920.640 evrum. Því sé ljóst að þær hafi engan veginn nægt til greiðslu skuldar sóknaraðila við Byr sparisjóð sem nam upphaflega 1.750.000 evrum.
Varnaraðili mótmæli því sérstaklega sem röngu og ósönnuðu að í viðskiptunum hafi falist að greiða ætti sóknaraðila milligjöf að fjárhæð 5.000.000 kr. fyrir hverja íbúð, enda sé það ekki í samræmi við fjárhæðir tilgreindar í umræddum kaupsamningum.
Varnaraðili mótmæli því einnig að í þessum viðskiptum hafi falist sjálfstæð krafa sóknaraðila á hendur Byr sparisjóði um greiðslu. Kaupsamningsgreiðslurnar komi til frádráttar skuld sóknaraðila samkvæmt lánssamningnum 31. janúar 2006. Með þeim hafi verið greitt inn á skuld sóknaraðila samkvæmt þessum lánssamningi, en sá samningur sé ekki enn að fullu uppgerður og hafi verið í vanskilum frá því í júní 2006, sbr. 3. gr. samningsins.
Jafnvel þótt fallist yrði á forsendur sóknaraðila, sem varnaraðili telji ekki réttar, liggi fyrir að sóknaraðili skuldi varnaraðila enn verulegar fjárhæðir. Á fram lögðu skjali hafi varnaraðili reiknað út skuld sóknaraðila við varnaraðila miðað við 6. febrúar 2013 út frá forsendum sóknaraðila. Samkvæmt þeim útreikningi nemi skuld sóknaraðila við varnaraðila 84.184.222 kr. Útreikningurinn byggist á því að höfuðstóll lánssamningsins sé 1.750.000 evrur og að til frádráttar uppreiknaðri lánsfjárhæð komi 920.640 evrur vegna yfirtöku kaupenda á lánum sem og 125.000.000 kr. Framangreint yfirlit sé einungis lagt fram sem sýnidæmi en í því felist ekki á neinn hátt að varnaraðili viðurkenni þessa útreikningsaðferð sóknaraðila.
Varnaraðili telji ofangreindan útreikning eingöngu fela í sér uppreikning á láninu. Til viðbótar láninu sjálfu hafi varnaraðili þurft að greiða umtalsverðar fjárhæðir fyrir sóknaraðila vegna íbúðanna áður en þær hafi verið seldar með kaupsamningunum, 18. júní 2008. Varnaraðili hafi þannig þurft að greiða af spænskum lánum sóknaraðila, sem og ýmis opinber gjöld á Spáni til að koma í veg fyrir að fasteignirnar yrðu seldar á nauðungarsölu þar í landi. Ekki hafi verið tekið tillit til þeirra greiðslna í ofangreindum útreikningi.
Því sé ljóst að sóknaraðili skuldi varnaraðila enn umtalsverða fjármuni vegna umræddra viðskipta, þótt fallist yrði á að ákveðnar fjárhæðir kæmu til frádráttar skuld sóknaraðila við varnaraðila. Því beri að hafna kröfum sóknaraðila.
Fallist dómurinn ekki á aðalkröfu varnaraðila um sýknu og telji varnaraðila standa í skuld við sóknaraðila vegna þeirra krafna sem sóknaraðili hafi sett fram í þessu máli byggir varnaraðili á því að hann geti að minnsta kosti nýtt sér framangreinda kröfu samkvæmt lánssamningnum, samtals að fjárhæð 84.184.222 kr. sem gagnkröfu til skuldajöfnuðar á móti kröfum sóknaraðila, þar sem skilyrði slíks skuldajöfnuðar séu uppfyllt, sbr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þessi málsástæða um sýknu og skuldajöfnuð eigi einnig við til að mæta annarri og þriðju fjárkröfu sóknaraðila. Varnaraðili telur kröfu sína, samkvæmt lánssamningnum 31. janúar 2006, í raun mun hærri og áskilur sér rétt til að leggja fram upplýsingar um það á síðari stigum málsins.
Kröfuliður II að fjárhæð 1.845.552 evrur
Önnur fjárkrafa sóknaraðila um greiðslu 1.845.552 evra varði yfirtöku Costa Properties ehf. á réttindum sóknaraðila samkvæmt kaupsamningum um 22 íbúðir á Spáni. Sóknaraðili haldi því fram að allt hlutafé í Costa Properties ehf. hafi verið selt Pyttum ehf., 28. mars 2008. Sóknaraðili haldi því enn fremur fram að söluverð hlutanna hafi verið 1.477.436 evrur eftir að eftirstöðvar kaupverðs, veðskuldir og fleira hafi verið greitt. Sóknaraðili haldi því að auki fram að varnaraðila beri að greiða honum 80% af „hagnaði“ vegna kaupanna, 1.181.948 evrur. Þá reikni sóknaraðili dráttarvexti ofan á umrædda kröfu.
Varnaraðili mótmæli þessari kröfu sóknaraðila aðallega á þeirri forsendu að umrædd sala hafi ekki farið fram þar sem kaupin hafi verið gerð með fyrirvörum sem hafi ekki gengið eftir.
Byr sparisjóður, sem seljandi, og Pyttir ehf., sem kaupandi, hafi 28. mars 2008 gert kaupsamning um allt hlutafé í félaginu Costa Properties ehf. með fyrirvörum og skilyrðum. Tekið hafi verið fram í samningnum að Pyttir ehf. væru ekki þinglýstur eigandi allra þeirra fasteiga sem hafi átt að afhenda Byr sem greiðslu . Einnig hafi verið tekið fram að kaupsamningurinn væri háður því skilyrði að samkomulag næðist við VBS-fjárfestingarbanka hf. um skilmálabreytingu og skuldskeytingu tiltekinna skuldbindinga. Að endingu hafi verið settur sá fyrirvari við samninginn að fyrirhuguð lánveiting vegna íbúðanna á Spáni gengi eftir:
Aðilar undirrita þennan kaupsamning með þeim fyrirvara:
Að fyrirhuguð lánveiting vegna íbúðanna á Spáni gangi eftir.
Seljandi mun þegar í stað leita eftir samþykki fyrir lánveitingu umsamdra fjárhæða.
Fyrirhuguð lánveiting á Spáni hafi ekki gengið eftir og því hafi aldrei orðið af kaupunum. Samkomulag hafi verið gert um uppgjör, 19. ágúst 2009, þar sem greiðslur hafi verið látnar ganga til baka og ekkert hafi því orðið úr þessari sölu félagsins Costa Properties ehf. til Pytta ehf. Þar sem kaupsamningurinn hafi ekki öðlast gildi, hafi sóknaraðili ekki eignast neina kröfu á hendur Byr sparisjóði vegna þessa. Málsástæðu sóknaraðila þess efnis sé mótmælt harðlega.
Sóknaraðili hafi jafnframt bent á að samkvæmt ársreikningi Costa Properties sé allt hlutafé þess félags nú í eigu Íslandsbanka hf. og telji sóknaraðili ljóst að „einhvers konar framsal hafi átt sér stað á félaginu“. Hann skori jafnframt á varnaraðila að sýna fram á, með framlagningu gagna, að umræddar íbúðir Costa Properties hafi ekki aftur verið seldar þriðja aðila út úr félaginu.
Með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, 22. apríl 2010, hafi Byr sparisjóði verið skipuð bráðabirgðastjórn, sem síðar varð slitastjórn, og öllum eignum sparisjóðsins ráðstafað yfir í félagið Byr hf., þar á meðal félaginu Costa Properties ehf. Byr hf. hafi síðar sameinast Íslandsbanka hf. Varnaraðili mótmæli því að í þessu sameiningarferli hafi falist sala umræddra 22 íbúða eða sala hlutafjár Costa Properties eins og sóknaraðili gefi í skyn. Þetta hafi verið yfirfærsla eigna í kjölfar stjórnvaldsákvörðunar en ekki frjáls viðskipti.
Varnaraðili vísar jafnframt til ársreiknings félagsins Costa Properties ehf. vegna ársins 2011. Þar komi fram að félagið eigi fasteignir á Spáni. Þar komi einnig fram að eigið fé félagsins sé verulega neikvætt, enda séu skuldir vegna fasteignanna orðnar talsvert hærri en ætlað markaðsverð þeirra. Því liggi fyrir að af sölu fasteignanna verði enginn hagnaður sem hægt verði að ráðstafa inn á lán sóknaraðila við bankann. Það sé með öllu óskiljanlegt hvernig sóknaraðili eigi að geta hagnast á sölu eignanna á meðan lánin, sem hann fékk hjá varnaraðila, séu enn ógreidd og tjón varnaraðila umtalsvert vegna lánveitingarinnar.
Öllum kröfum sóknaraðila um endurgreiðslu vegna meintrar sölu eignarhluta Byrs sparisjóðs í Costa Properties ehf. til Pytta ehf., eða annarra aðila, sé því hafnað.
Kröfuliður III að fjárhæð 137.271 evra
Þriðja fjárkrafa sóknaraðila við slit varnaraðila um greiðslu 137.271 evru varði endurgreiðslu skatta vegna sölu 25 íbúða á Spáni. Sóknaraðili haldi því fram að hann hafi átt kröfu til umræddrar endurgreiðslu, en varnaraðili hafi tekið við greiðslunni og átt að skila sóknaraðila henni samkvæmt samkomulagi beggja. Sóknaraðili leggi ekki fram nein gögn um að greiðslan hafi átt sér stað, hvað þá heldur að varnaraðili hafi tekið við henni og því sé þessari kröfu mótmælt sem rangri og ósannaðri.
Varnaraðili mótmæli því að Byr hafi fengið þessa greiðslu, en varnaraðili hafi ekki fundið nein gögn í bókhaldi sínu um að greiðslan hafi nokkurn tíma borist sparisjóðnum.
Jafnframt mótmæli varnaraðili því að honum hefði borið að greiða sóknaraðila þessa fjármuni, hefðu þeir borist varnaraðila. Því sé enn fremur hafnað að umræddir fjármunir hafi verið í eigu sóknaraðila og að líta hafi átt á varnaraðila sem millilið sem hafi borið að veita fjármununum viðtöku, halda þeim aðgreindum og skila til sóknaraðila.
Þegar ofangreint fé eigi að hafa verið lagt á reikning Byrs hafi lán sóknaraðila hjá Byr (áður Sparisjóði Hafnarfjarðar), vegna kaupa á umræddum íbúðum, að öllu leyti verið fallið í gjalddaga. Sóknaraðili hafi því skuldað Byr gríðarlega fjármuni. Eins og fram komi í samningum aðila hafi það verið skýrt að lán Byrs skyldi greitt áður en nokkrar greiðslur yrðu inntar af hendi til sóknaraðila. Það sé rauður þráður í gegnum alla skjalagerð sem snúi að þessum viðskiptum og í samræmi við almennar venjur í lánaviðskiptum.
Þetta megi sjá í yfirlýsingu Ægisauðs, SPH og Ábaco Asesores, gr. 8, 9 og 12, en yfirlýsingin teljist hluti af lánssamningnum 31. janúar 2006, sem og í samningi aðila frá 1. ágúst 2007. Þá sé sérstök heimild til skuldajöfnunar í j-lið 10. gr. lánssamnings aðila en þar segi:
Skuldajöfnun. Ef um er að ræða vanefndir á greiðslu fjárhæðar samkvæmt samningnum á gjalddaga, hefur lánveitandi rétt til að skuldajafna með skírskotun til innistæðu í einhverjum gjaldmiðli, eða einhvers reiknings sem lántaki kann að eiga hjá lánveitanda.
Því sé ljóst að þótt Byr sparisjóði hefði borist þessi greiðsla, hefði honum samt ekki verið skylt að afhenda sóknaraðila umræddar fjárhæðir. Ofangreindar samningsheimildir séu til viðbótar hinni almennu skuldajöfnunarheimild, sem hafi einnig verið fyrir hendi samkvæmt meginreglum kröfuréttar.
Af þessum ástæðum hafni varnaraðili öllum kröfum sóknaraðila vegna þessa kröfuliðar.
Fyrri viðurkenningarkrafa sóknaraðila heimild til skuldajöfnuðar
Varnaraðili hafnar kröfu sóknaraðila um að viðurkenndur verði réttur hans til að skuldajafna kröfum sínum að hluta eða öllu leyti við kröfur sem varnaraðili kunni að eiga á hendur sóknaraðila. Varnaraðili byggi á þeirri forsendu að sóknaraðili eigi ekki neina fjárkröfu við slit varnaraðila eins og rakið hafi verið. Varnaraðili viti ekki betur en að allar greiðslur sóknaraðila hafi verið bókaðar sem innborganir á lán hans hjá Byr sparisjóði.
Síðari viðurkenningarkrafa sóknaraðila lánssamningur sé að fullu greiddur
Varnaraðili hafnar jafnframt þeirri fullyrðingu sóknaraðila að krafa varnaraðila samkvæmt lánssamningi sparisjóðsins og sóknaraðila nr. 101ERLB060820004, 31. janúar 2006, sé að fullu greidd. Varnaraðili telji fullsannað og fyrirliggjandi að skuld sóknaraðila samkvæmt lánssamningnum sé enn ógreidd.
Eins og rakið hafi verið hafi Byr sparisjóður (áður Sparisjóður Hafnarfjarðar) lánað sóknaraðila alls 1.750.000 evrur með lánssamningi 31. janúar 2006. Því til viðbótar hafi Byr sparisjóður þurft að leggja fram umtalsverða fjármuni vegna lánsins, þar á meðal greiðslur til erlendra kröfuhafa, greiðslur opinberra gjalda og svo framvegis. Þótt ekki væri tekið tillit til þess kostnaðar og þótt fallist yrði á fyrstu fjárkröfu sóknaraðila við slit varnaraðila, næmi skuld sóknaraðila samkvæmt lánssamningnum engu að síður 84.184.222 kr.
Varnaraðili mótmælir sérstaklega þeirri málsástæðu sóknaraðila að þar sem láninu hafi verið varið til greiðslu kaupverðs 47 íbúða, og þar sem Byr sparisjóður hafi fengið til sín andvirði 47 íbúða, ýmist með greiðslu fjármuna eða með afhendingu eignanna, hljóti lánið að vera uppgreitt. Varnaraðili telji þessa málsástæðu sóknaraðila fjarstæðukennda og hafni henni algjörlega. Veitt hafi verið lán í peningum (evrum) og til tryggingar fjárkröfunni hafi verið veð í ákveðnum fasteignum. Þótt varnaraðili hafi síðar neyðst til að leysa til sín umræddar fasteignir, eftir að lánssamningur aðila var fallinn í vanskil, þýði það ekki að umræddur lánssamningur sé uppgreiddur. Slíkt gengi gegn öllum venjum í lánsviðskiptum sem og skriflegum samningum sóknaraðila og Byrs sparisjóðs.
Eins og fram sé komið sé lánssamningur aðila langt frá því uppgerður. Því beri að hafna dómkröfu sóknaraðila þess efnis að viðurkennt sé að krafa varnaraðila sé að fullu greidd.
Varakrafa varnaraðila fjárhæð kröfu
Verði ekki fallist á aðalkröfu varnaraðila, krefst hann þess að krafa sóknaraðila við slit varnaraðila verði lækkuð verulega og að hafnað verði greiðslu dráttarvaxta.
Varakrafa varnaraðila lækkun fjárhæðar kröfu
Varnaraðili telji sig hafa gert fullnægjandi grein fyrir því hvernig innborgunum inn á lán Byrs sparisjóðs til sóknaraðila hafi verið ráðstafað, sbr. ofangreindan kafla. Sé ekki fallist á aðalkröfu varnaraðila, sé ljóst að kröfur sóknaraðila geti ekki numið þeirri fjárhæð sem krafist sé. Með vísan til þeirra málsástæðna sem varnaraðili hafi fært fyrir aðalkröfu sinni sé þess því krafist að fjárkröfur sóknaraðila verði lækkaðar verulega.
Varakrafa varnaraðila greiðsla dráttarvaxta
Varnaraðili mótmæli dráttarvaxtakröfum sóknaraðila sérstaklega sem vanreifuðum og röngum. Sóknaraðili rökstyðji ekki kröfur sínar um dráttarvexti þar á meðal ekki á hvaða grunni þær kröfur byggist. Hann rökstyðji ekki heldur hvernig hann finni upphafsdag dráttarvaxta í hverju tilviki fyrir sig. Í dráttarvaxtakröfum sóknaraðila sé hvorki vísað til tiltekins vaxtafótar né lagaákvæða, að frátalinni kröfu um dráttarvexti frá 2. júlí 2010 til greiðsludags. Að öllu framangreindu virtu telji varnaraðili mjög skorta á að málatilbúnaður sóknaraðila uppfylli meginreglur einkamálaréttarfars um glöggan og skýran málatilbúnað, sbr. d- og e-liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, hvað þetta varðar. Þess vegna beri að vísa frá dómi öllum kröfum sóknaraðila um greiðslu dráttarvaxta.
Sé ekki fallist á að vísa kröfum sóknaraðila um dráttarvexti frá dómi, krefjist varnaraðili sýknu af þeim kröfum. Sóknaraðili hafi ekki sýnt fram á að gjalddagi krafna hafi verið ákveðinn á þann hátt sem tilgreindur er í 1. mgr. 5. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Þá liggi ekki fyrir að sóknaraðili hafi krafið varnaraðila um greiðslu á þann hátt sem sé áskilinn í 3. mgr. 5. gr. sömu laga. Því sé ekki hægt að sjá á hvaða hátt varnaraðila verði gert að greiða dráttarvexti af kröfu þótt hann yrði dæmdur til að greiða kröfuna. Þar af leiðandi beri að sýkna varnaraðila af öllum kröfum sóknaraðila um greiðslu dráttarvaxta.
Varakrafa varnaraðila rétthæð kröfu
Verði ekki fallist á aðalkröfu varnaraðila um sýknu krefst hann þess að kröfur sóknaraðila teljist almennar kröfur, sbr. 113. gr. laga nr. 21/1991. Varnaraðili telji það leiða af ákvæðum XVII. kafla laga nr. 21/1991 að allar kröfur, sem sé lýst við slit fjármálafyrirtækis, teljist til almennra krafna, skv. 113. gr. laganna, nema þeim sé sérstaklega veittur forgangur með ákvæðum 109.-112. gr. laganna eða þær séu eftirstæðar skv. 114. gr. laganna. Varnaraðili byggi á því að kröfur sóknaraðila falli ekki undir ákvæði 109. eða 112. gr. laganna eins og sóknaraðili haldi fram. Varnaraðili byggi einnig á því að ákvæði 109. og 112. gr. í lögum nr. 21/1991 séu undantekningarákvæði frá þeirri meginreglu laganna að eignum bús skuli skipta jafnt á milli kröfuhafa búsins og því beri að beita þröngri lögskýringu við mat á því hvort viðurkenna eigi að réttindi falli undir 109. eða 112. gr. laganna.
Ekki 109. gr. laga nr. 21/1991
Varnaraðili fellst ekki á að kröfur sóknaraðila séu kröfur utan skuldaraðar, sbr. 109. gr. laga nr. 21/1991, eins og sóknaraðili krefjist. Varnaraðili byggi á því að kröfur sóknaraðila uppfylli ekki lögmælt skilyrði ákvæðisins eins og það sé samkvæmt orðanna hljóðan og hafi verið túlkað í dómaframkvæmd eins og nánar verði vikið að.
a. Kröfur sóknaraðila
Sóknaraðili krefjist þess að kaupsamningsgreiðslur, sem hann telji sig hafa átt að fá greiddar við gerð kaupsamninga um 25 íbúðir á Spáni í júní 2008, verði afhentar utan skuldaraðar. Þá haldi sóknaraðili fram endurgreiðslukröfu vegna meintrar sölu á öllu hlutafé félagsins Costa Properties til Pytta ehf. Að endingu krefjist sóknaraðili greiðslu 137.271 evru sem hann telji Byr hafa átt að greiða honum vegna endurgreiðslu frá spænskum skattayfirvöldum.
Varnaraðili mótmæli öllum kröfum sóknaraðila, en sé fallist á einhverja þeirra telji varnaraðili þó ljóst að skilyrði 109. gr. laga nr. 21/1991 séu ekki uppfyllt. Skilyrði 109. gr. felist einkum í því að kröfuhafi þurfi að sanna beinan eignarrétt sinn að umræddum fjármunum og í vörslum þrotabúsins þurfi að vera sérgreind eða afmörkuð fjárhæð sem hugsanlegt eignarréttartilkall geti beinst að. Meintar kröfur sóknaraðila uppfylli hvorugt þessara skilyrða.
b. Ekki beinn eignarréttur
Sá sem krefjist afhendingar sérgreindrar peningafjárhæðar utan skuldaraðar við gjaldþrotaskipti þurfi að sýna fram á beinan eignarrétt sinn að fjármununum. Varnaraðili telji sóknaraðila ekki hafa sýnt fram á að þetta skilyrði sé uppfyllt.
Það komi skýrt fram í þeim 25 kaupsamningum sem sóknaraðili byggi fyrstu fjárkröfu sína á, að þær greiðslur sem kaupandi eigi að inna af hendi skuli greiddar varnaraðila sem muni nota fjármunina til að greiða skuld sóknaraðila við varnaraðila, í samræmi við fyrirliggjandi samning þeirra. Sóknaraðili hafi því þegar afsalað sér rétti sínum til slíkra greiðslna nokkru áður en þær átti að inna af hendi. Sóknaraðili eigi því ekki beinan eignarrétt að slíkum fjármunum.
Vegna annarrar fjárkröfu sóknaraðila sé ljóst að með samningi dagsettum 1. ágúst 2007 hafi sóknaraðili framselt réttindi sín og skyldur samkvæmt kaupsamningi um þær 22 íbúðir sem sóknaraðili hafði fest kaup á, til dótturfélags Byrs, Costa Properties ehf. Sóknaraðili hafi því hvorki átt beinan eignarrétt í umræddum íbúðum, né í hlutafé félagsins Costa Properties ehf.
Vegna þriðju fjárkröfu sinnar hafi sóknaraðili ekki heldur lagt fram gögn sem sýni fram á eignarrétt hans að þeim greiðslum og sé því mótmælt sem röngu og ósönnuðu að sá eignarréttur hafi nokkurn tíma stofnast.
c. Ekki sérgreindir fjármunir
Þótt fallist væri á að sóknaraðili ætti beinan eignarrétt að fjármunum hjá varnaraðila vegna ofangreindra krafna, sé ekki í vörslum búsins sérgreind eða afmörkuð peningafjárhæð sem hugsanlegt eignarréttartilkall sóknaraðila geti beinst að. Þá hafi slíkir fjármunir ekki verið sérgreindir í vörslum varnaraðila þegar slitastjórn kom að búinu og því sé ekki hægt að fallast á kröfur sóknaraðila.
Varnaraðili mótmælir því sérstaklega að Byr hafi átt að teljast „eins konar milliliður sem bar að veita fjármununum viðtöku, halda þeim aðgreindum og loks skila til sóknaraðila“. Byr sparisjóður hafi ekki leikið slíkt hlutverk í þeim viðskiptum sem fram fóru og að ofan er lýst. Staðhæfingum um slíkt sé vísað á bug.
Varnaraðili bendi á að ákvæði 109. gr. laga nr. 21/1991 sé undantekningarákvæði frá þeirri meginreglu laganna að eignum bús skuli skipta jafnt á milli kröfuhafa búsins. Því beri að beita þröngri lögskýringu við mat á því hvort viðurkenna eigi að réttindi falli undir 109. gr. laganna.
Ekki forgangskrafa, sbr. 112. gr. laga nr. 21/1991
Sóknaraðili krefjist þess til vara að kröfur hans séu forgangskröfur sbr. einkum 7. tölulið 112. gr. laga nr. 21/1991. Varnaraðili mótmæli því harðlega að umrætt ákvæði eigi við í þessu máli. Ákvæði 7. töluliðar 112. gr. eigi við um kröfur til eða vegna meðferðar fjár sem þrotamaður hafi haft í vörslum sínum sem opinber sýslunarmaður með sjálfstæða fégæslu. Varnaraðili mótmæli því að skilyrði greinarinnar séu uppfyllt. Varnaraðili hafi ekki haft fé sóknaraðila í sínum vörslum á þann hátt sem áskilið sé í ákvæðinu.
Varnaraðili bendi á að ákvæði 112. gr. laga nr. 21/1991 sé undantekningarákvæði frá þeirri meginreglu laganna að eignum bús skuli skipta jafnt á milli kröfuhafa búsins. Því beri að beita þröngri lögskýringu við mat á því hvort viðurkenna eigi að réttindi falli undir 112. gr. laganna.
Almenn krafa sbr. 113. gr. laga nr. 21/1991
Eins og áður sé rakið, geti kröfur sóknaraðila hvorki talist kröfur samkvæmt 109. né 112. gr. laga nr. 21/1991. Því verði kröfur varnaraðila samkvæmt kröfulið I-III, séu þær á annað borð taldar vera fyrir hendi, að teljast almennar kröfur, sbr. 113. gr. laga nr. 21/1991. Kröfur um vexti og fleira sem fallið hafa í gjalddaga eftir 2. júlí 2010 teljist þó eftirstæðar kröfur, sbr. 114. gr. laga nr. 21/1991 og 101. og 102. gr. laga nr. 161/2002.
Fyrirsvar slitastjórnar styður varnaraðili við 4. mgr. 101. gr. og 103. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, sbr. XIX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Vegna aðal- og varakröfu sinnar vísar varnaraðili einkum til almennra reglna kröfuréttarins um greiðslu fjárskuldbindinga og til ákvæða samningalaga nr. 7/1936. Varakrafa varnaraðila, varðandi rétthæð kröfu, byggist jafnframt á lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti, einkum 113. gr. laganna. Varnaraðili vísar einnig til XVI. og XVII. kafla sömu laga, sem og sérstaklega ákvæða 109., 112., 113. og 114. gr. laganna. Kröfur varnaraðila byggja einnig á lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, einkum 84., 86., 101. og 102. gr. laganna. Kröfu sína um málskostnað styður varnaraðili við 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991 og ákvæða XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun er reist á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Varnaraðili sé ekki virðisaukaskattskyldur og því sé nauðsynlegt að taka tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun málskostnaðar.
Niðurstaða
Í þessu máli bera málsaðilar undir dóminn þríþættan ágreining um fjárkröfu sem sóknaraðili, Ægisauður, lýsti við slit varnaraðila, Byrs sparisjóðs.
Ágreiningurinn varðar uppgjör vegna sölu 47 eigna á Spáni sem sóknaraðili festi kaup á, 19. desember 2005 þegar þær voru í byggingu, og greiddi meðal annars fyrstu greiðslu með fjármunum sem hann fékk að láni, 31. janúar 2006, frá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Þeim sparisjóði, var við sameiningu við sparisjóð Vélstjóra, gefið nafnið Byr sparisjóður en varnaraðili leiðir rétt sinn frá honum.
Sóknaraðili framseldi dótturfélagi Byrs sparisjóðs, Costa Properties, kauprétt að 22 af þessum 47 íbúðum, 1. ágúst 2007. Það félag seldi Pyttum ehf. eignirnar, 28. mars 2008. Um uppgjör vegna þessa framsals fjallar 2. liður fjárkröfu sóknaraðila.
Sóknaraðili seldi nánar tilgreindum félögum 25 íbúðir, 18. júní 2008. Um uppgjör vegna þeirra viðskipta snýst 1. liður fjárkröfu sóknaraðila. Sóknaraðili telur að svo hafi um samist við Byr að hann fengi í sinn hlut 5.000.000 kr. af söluverði hverrar íbúðar, sem hann telur hafa verið hreina eign sína af verðmæti íbúðanna, alls 125.000.000 kr. Byr hafi einungis greitt 50.000.000 kr. og því beri varnaraðila að greiða honum það sem eftir standi.
Þessu til stuðnings hefur sóknaraðili lagt fram yfirlýsingu Bjarna Tómasar Jónssonar sem var forstöðumaður erlendra verkefna hjá Byr sparisjóði frá 1. september 2007 til og með 31. ágúst 2009. Þar lýsir hann meðal annars yfir því að samkomulag hafi verið með sóknaraðila og Byr þess efnis að sóknaraðila yrðu greiddar 5.000.000 kr. sem nettó-eignarhlutur í íbúðunum.
Varnaraðili mótmælir þeim þáttum þessarar yfirlýsingar sem samrýmist ekki skriflegum samningum sem hafa verið lagðir fram. Hann vísar til 9. og 12. gr. fylgiskjals með lánssamningi 31. janúar 2006, Umboðs/Ávísunar 18. júní 2007 og kaupsamninga um eignirnar, 18. júní 2008. Þessi skjöl séu öll samhljóma um það að greiðslur, sem fáist fyrir íbúðirnar, skuli fyrst nýta til að greiða kaupverð þeirra að fullu, síðan veðskuldir, allan kostnað vegna sölu, lögfræðikostnað og annan mögulegan kostnað. Eftir það skuli gera upp lánssamning sóknaraðila við sparisjóðinn. Þetta greiðslufyrirkomulag sé staðfest af Jóni Auðuni Jónssyni hrl., lögmanni SPH og síðar Byrs, sem hafi ýmist samið þessi skjöl eða undirritað þau. Þegar íbúðirnar hafi verið seldar hafi einungis lítill hluti af þessu verið greiddur, 920.640 evrur, og því engin forsenda til þess að greiða sóknaraðila neitt. Þar fyrir utan sé þess hvergi getið í þessum skjölum að áður en sóknaraðili hefði greitt allt sem honum, sem lántaka, bæri að greiða vegna lántökunnar og íbúðarkaupanna bæri Byr sparisjóði, sem lánveitanda, að greiða honum 5.000.000 kr. fyrir hverja þessara 25 íbúða.
Fyrst þarf því að taka afstöðu til þess hvort sóknaraðili hafi yfirhöfuð átt hreina eign í íbúðunum þegar þær voru seldar, eins og hann gengur út frá.
Málsaðilar hafa lagt fram mjög rýrar upplýsingar um kaupin á íbúðunum. Með kröfulýsingu fylgdi þó tölvuskeyti frá Rafael Llorens, starfsmanni fasteignasölunnar MASA, á Torrevieja, sent 14. nóvember 2007, til starfsmanna Byrs, annars fyrirsvarsmanns málsaðila og lögmanns á lögmannsstofunni Ábaco. Því fylgdi yfirlit yfir grunn-kaupverð þeirra 22 eigna sem koma við sögu í 2. lið fjárkröfu sóknaraðila, 8 í Arenales del Sol og 14 í Torrevieja. Á yfirlitinu kemur fram kaupverð, skattur (VAT) sem nemur 7% af grunnverði, kostnaður í tveimur liðum, alls 5.020 evrur vegna íbúðanna í Arenales del Sol og 5.175 evrur vegna íbúðanna í Torrevieja. Með þessum viðbótarkostnaði nam samanlagt heildarverð hverrar íbúðar því um það bil 110% af grunnkaupverðinu. Jafnframt er yfirlit yfir innborganir á íbúðirnar. Það sýnir annars vegar innborgun sem nemur 20% grunnkaupverðsins og hins vegar innborgun sem nemur 15% þess, alls 35%. Enn fremur er tilgreind fjárhæð þess sem er ógreitt svo og hversu háa fjárhæð á að greiða byggingarverktakanum. Handskrifað er á blaðið að 15%-greiðslan sé framlag sóknaraðila. Verður þá ekki önnur ályktun dregin af þessu yfirliti en að 20%-greiðslan sé lánið frá Byr.
Með kröfulýsingunni lagði sóknaraðili einnig kvittanir fyrir greiðslum sínum inn á kaupverð 30 íbúða af þessum 47, sem inntar voru af hendi 23. mars 2006. Fjárhæðir sem þar eru tilgreindar og varða íbúðirnar 22 á yfirlitinu frá Rafael Llorens eru sömu fjárhæðir og samsvara 20% af grunnkaupverðinu.
Af þessum gögnum og upplýsingum um grunnkaupverð íbúðanna 25, sem voru seldar 18. júní 2008, má reikna út þá fjárhæð sem samsvarar þeim 20% sem eru hlutdeild af láni Byrs, en það reynist sama fjárhæð og sóknaraðili greiddi inn á þær 23. mars 2006 eins og kvittanir sýna, og síðan 15% framlag sóknaraðila.
Heildargrunnverð íbúðanna 25 nam 4.603.200 evrum. Tuttugu hundraðshlutar (20%) af þeirri fjárhæð eru 920.640 evrur. Það er sú fjárhæð sem var færð inn á lán sóknaraðila miðað við 1. ágúst 2008. Á fram lögðu yfirliti yfir afborganir af láninu var stuðst við gengið 150,4 enda þótt skráð gengi evru hjá Seðlabanka Íslands, 1. ágúst 2008, hafi verið um það bil 123,5 kr. Þar sem gengið 150,4 er óútskýrt verður ekki stuðst við það hér en opinber skráning gengis þess í stað lögð til grundvallar.
Hafi framlag sóknaraðila til kaupa á íbúðunum 25 verið hið sama og framlag hans vegna íbúðanna 22 eða 15% af grunnkaupverði nam heildarframlag hans 690.480 evrum. Þegar það er reiknað yfir í íslenskar krónur á gengi söludags, 18. júní 2008, eins og það var skráð hjá Seðlabanka Íslands en þá kostaði evran um það bil 124 krónur, samsvarar það (690.480 x 124) 85.619.520 krónum. Sé 25 deilt í þessa fjárhæð nam eigið framlag sóknaraðila til grunnverðs hverrar íbúðar að jafnaði 3.424.781 krónu. Grunnverð ódýrustu íbúðarinnar af þessum 25 var 168.600 evrur. Af því nema 15% 25.290 evrum. Eigið framlag sóknaraðila í þeirri íbúð, reiknað yfir í íslenskar krónur á söludegi, nam (25.290 x 124) 3.135.960 krónum. Grunnverð dýrustu íbúðarinnar af þessum 25 var 193.700 evrur. Af því nema 15% 29.055 evrum. Eigið framlag sóknaraðila í þeirri íbúð, reiknað yfir í íslenskar krónur á söludegi, nam (29.055 x 124) 3.602.820 krónum. Hefði eigið framlag sóknaraðila verið 15% vantar 1,5-2 milljónir upp á að eigið framlag hans til hverrar íbúðar samsvari 5 milljónum sem sóknaraðili gengur út frá að hafi verið nettó-eignarhlutur hans á þessum tíma.
Sóknaraðili segist hafa lagt 15-20% eigin fjár til kaupverðs íbúðanna. Væri gengið út frá því að hann hefði lagt fram 20% af grunnkaupverði til kaupa á íbúðunum 25 næmi það 920.640 evrum. Sú fjárhæð, reiknuð yfir í íslenskar krónur á gengi söludags, 18. júní 2008, nam (920.640 x 124) 114.159.360 krónum. Sé 25 deilt í þá fjárhæð nam eigið framlag sóknaraðila til hverrar íbúðar að jafnaði 4.566.375 krónum og hefði hrein eign hans þá verið tæplega hálfri milljón króna lægri en hann gengur út frá.
Til þess að grafast fyrir um hver kynni að hafa verið hrein eign sóknaraðila í íbúðunum 25 þykir næst mega líta til fjárhæðar þeirra greiðslna sem kaupendurnir inntu af hendi. Vegna þessara íbúða eru einungis lögð fram afrit 23 kaupsamninga. Þeir veita þó minni upplýsingar en ætla mætti þar sem ekki fylgir neinum þeirra sundurliðun kaupverðs.
Um ákvörðun verðs og greiðslu segir þetta:
Whereby both parties agree that the purchase value of the property is valued at Euros [grunnkaupverð, breytilegt].
Whereby the Buyer confirms that he will take over the Spanish senior loan from Bancaja and mortgages on the property as issued and provided previously by the bank according to the terms/conditions already established and detailed in each mortgage.
So the final calculation of the payment will be:
Purchase price amount first mortgage pending the day of signing amount second mortgage.
This is however pending formal approval by the Spanish bank and provided that the Buyer is accepted by the Spanish bank.
Whereby the Buyer will take over a second mortgage held by Byr savings bank.
Whereby the Buyer will pay the remaining unpaid amount (calculated on basis of figures available 18th of June amount of approximately Euros [fjárhæð reiðufjár, breytileg]). This payment is to be made to Byr savings bank, which will use the payment to pay off the Sellers debts to Byr, according to agreed contract between the Seller and Byr savings bank.
Grunnkaupverðið, tilgreint í hverjum samningi, er á bilinu 168.600193.700 evrur. Það er sama kaupverð og sóknaraðili virðist hafa samið um við byggingarverktakann Torrevisa S.A. miðað við fylgiskjal með skjali sem kallað er Umboð/Ávísun.
Fyrirsvarsmaður sóknaraðila, Egill Örn Arnarson Hansen, bar að sóknaraðili hefði fengið langtímalán frá spænskum banka vegna íbúðanna 25. Framburður hans verður ekki skilinn á annan veg en þann að það hafi numið 60% af grunnkaupverðinu þótt í bréfi hans til fulltrúa SPH, 21. október 2005, hafi verið gengið út frá því að langtímalán spænsks banka næmi 80%. Lánið frá Byr nam 20% kaupverðsins eins og fram er komið. Það sem eftir stóð var greitt með reiðufé.
Í kaupsamningunum 18. júní 2008 eru því þrjár breytur: lánið frá spænska bankanum, lánið frá Byr og reiðufé. Í hverjum kaupsamningi er tilgreind ákveðin fjárhæð sem stóð eftir þegar þessi tvö lán höfðu verið dregin frá grunnkaupverðinu. Sú lægsta er 12.880 evrur en sú hæsta 35.852 evrur. Ómögulegt er að átta sig á því hvernig þessar fjárhæðir eru fundnar en þær endurspegla ekki neitt hlutfall af grunnkaupverði eignanna. Eins og áður greinir vantar tvo kaupsamninga inn í málið. Samanlögð fjárhæð þessarar milligjafar, reiðufjár, sem sóknaraðili átti að fá en var greidd Byr til þess að Byr gæti látið hana ganga til greiðslu skulda sóknaraðila við Byr nemur samanlagt 606.232 evrum. Sé ályktað út frá milligjöf í kaupsamningum, þar sem grunnverð er það sama og í þeim tveimur kaupsamningum sem ekki liggja fyrir, gæti þessi fjárhæð numið 662.992 evrum. Sú fjárhæð, reiknuð yfir í íslenskar krónur á gengi söludags, samsvarar (662.992 x 124) 82.211.008 krónum. Sé 25 deilt í þá fjárhæð samsvarar milligjöfin, reiðuféð, fyrir hverja íbúð 3.288.440 krónum að jafnaði.
Hvort sem horft er til framlags sóknaraðila sem 15% eða 20% af grunnkaupverðinu eða litið til þeirrar fjárhæðar, milligjafar, sem kaupendurnir inntu af hendi í reynd nær framlag sóknaraðila ekki þeirri fjárhæð sem hann gengur út frá, að minnsta kosti ekki sé miðað við gengi evru á söludegi eignanna en þá hafði það hækkað verulega frá því að lánið var tekið.
Sóknaraðili hefur ekki haldið því fram að eigið framlag hans til kaupanna hafi numið hærra hlutfalli af grunnkaupverði en 20%. Þess var áður getið að meðalframlag hans vegna hverrar íbúðar hefði samkvæmt því hæst getað samsvarað 4.566.375 krónum. Innborgun 920.640 evra, 1. ágúst 2008, inn á lán sóknaraðila hjá Byr sýnir að kaupendurnir tóku einvörðungu yfir höfuðstól skuldarinnar en enga vexti. Þá átti sóknaraðili eftir að greiða en fyrsti vaxtagjalddagi samkvæmt lánssamningnum, 31. janúar 2006, var 30. júní 2006, næsti fjórum mánuðum síðar og svo koll af kolli en höfuðstóllinn féll í gjalddaga 29. febrúar 2008, samkvæmt gögnum sem varnaraðili lagði fram. Samkvæmt samningnum bar lánið 4M Libor-vexti að viðbættu 3% álagi en dráttarvextir námu 4M Libor-vöxtum að viðbættu 4% vanskilaálagi.
Miðað við þær upplýsingar sem voru dóminum, eins og öllum almenningi, tiltækar um 4M Libor-vexti fyrir evrur á vaxtagjalddögum, af gagnasíðu bandaríska seðlabankans í St. Louis, sýnist dóminum að á lánið í heild hafi fallið frá lántökudegi, 31. janúar 2006, fram að 28. febrúar 2008, þegar átti að greiða höfuðstól þess, vextir sem námu ríflega 270.000 evrum. Dráttarvextir frá fyrsta gjalddaga vaxta, 30. júní 2006, til lokadags, 29. febrúar 2008, hafi numið tæplega 240.000 evrum. Á höfuðstólinn höfðu því, 29. febrúar 2008, fallið vextir og dráttarvextir sem námu ríflega 500.000 evrum. Samkvæmt fram lögðum gögnum var höfuðstóll þess hluta lánsins sem fór til kaupa á íbúðunum 25 skráður inn á lánið 1. ágúst 2008 þannig að frá gjalddaga höfuðstóls og fram til þess dags lögðust enn frekari vextir og dráttarvextir á lánið. Ekki hafa verið lagðar fram upplýsingar um að afgangur höfuðstólsins, sá hluti sem gekk til kaupa á íbúðunum 22, hafi verið greiddur.
Til viðbótar vöxtum bar sóknaraðila að greiða Byr margvíslegan kostnað, til dæmis 2% umsýslugjald fyrir sölu hverrar íbúðar fyrir sig samkvæmt Umboði/Ávísun 18. júní 2007. Söluverð íbúðanna var 4.603.200 evrur og nam umsýslugjaldið því (0,02 x 4.603.200) 92.064 evrum.
Í kaupsamningunum um eignirnar 25 segir þetta um greiðslu kostnaðar:
The Seller will consume all costs related to the formal work needed to be done via the legal assistance of the legal firm Ábaco Asesores in Torrevieja as well as the payment of all official taxes and fees related to this purchase.
The Seller will consume all costs related to the formal work needed to be done via any third party in Iceland i.e. individuals, companies or official entity.
Eins og þarna kemur fram, og er einnig áréttað í lánssamningnum, bar sóknaraðila að greiða þóknun lögmannsstofunnar Ábaco en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hversu há hún kunni að hafa verið.
Að auki bar sóknaraðila að greiða kostnað sem félli til á Íslandi vegna kaupanna. Elías Hákonarson, fyrirsvarsmaður sóknaraðila, bar að þegar gerðir hefðu verið samningar við Ártún og Erus, sem keyptu íbúðirnar 25, hafi þurft að þinglýsa íbúðunum yfir á hlutafélög og hafi Byr lánað sóknaraðila fyrir þeim kostnaði.
Sóknaraðila bar jafnframt að greiða skatta og gjöld sem tengdust kaupum á íbúðunum. Eins og áður er greint lagðist 7% skattur (VAT) á íbúðirnar 22 en ósagt skal látið hvort hann lagðist jafnframt á þær 25 sem seldar voru 18. júní 2008. Hefði hann gert það hefði hann numið (0,07 x 4.603.200) 322.224 evrum.
Sóknaraðili hefur ekki heldur mótmælt því að lán hans frá spænska bankanum hafi verið komin í vanskil og Byr hafi þurft að leggja út fyrir þeim.
Í framburði fyrir dómi kom einnig fram að Byr hefði lánað sóknaraðila 5.000.000 kr. til þess að tryggja að önnur lánastofnun drægi til baka kröfu um töku bús sóknaraðila til gjaldþrotaskipta.
Gögn sýna að fjárhæð sem samsvarar höfuðstóli þess hluta lánsins frá Byr sem gekk til kaupa á íbúðunum 25 hafi verið greidd inn á lánið. Varnaraðili hefur ekki lagt fram gögn um það að sú fjárhæð reiðufjár sem kaupendurnir inntu af hendi til Byrs, hvort sem hún nam 662.992 evrum eða lægri fjárhæð, hafi verið færð sem innborgun á lán sóknaraðila hjá sjóðnum.
Sóknaraðili hefur hins vegar ekki heldur borið því við að allur sá kostnaður sem honum bar að greiða og vextir séu uppgreiddir.
Egill Örn, fyrirsvarsmaður sóknaraðila, bar að sóknaraðila hefðu, 6. mars 2009, verið greiddar 50 milljónir króna af þeim 125 milljónum sem hafi átt að greiða honum 1. ágúst 2008. Þær hafi verið nýttar til þess að greiða fasteignagjöld á Spáni og kostnað við umsýslu og yfirfærslu eignanna frá sóknaraðila yfir í hlutafélögin sem voru skráð fyrir eignunum 25.
Fyrir dómi bar Bjarni Tómas, starfsmaður Byrs, að hann minnti helst að 50 milljónirnar hefðu verið nýttar til að greiða rekstur íbúðanna á Spáni.
Þar sem ekki er við fram lögð gögn að styðjast og framburður vitnis og fyrirsvarsmanns er misvísandi verður ekkert ályktað um afdrif þessara 50 milljóna króna sem Byr mun hafa greitt sóknaraðila.
Þegar litið er til alls þess kostnaðar sem hvíldi á sóknaraðila að greiða gekk verulega á eigið fjárframlag hans til kaupa á íbúðunum og verður ekki með nokkru móti séð að hrein eign hans hafi nokkurn tíma samsvarað 5.000.000 kr. í hverri íbúð að jafnaði.
Hins vegar telur dómurinn ekki ólíklegt að sóknaraðili hafi vænst þess að af eigin framlagi hans til kaupa á þessum íbúðum stæði einhver fjárhæð eftir. Í því efni er til tvenns að líta: Annars vegar ritaði Bjarni Tómas, starfsmaður Byrs, Agli, fyrirsvarsmanni sóknaraðila, tölvuskeyti 21. desember 2007, þar sem segir: „Minntu mig á að ég þarf að láta Costa Properties yfirtaka 22/47 hluta láns Ægisauðs.“ Hins vegar að tveimur og hálfum mánuði áður en íbúðirnar 25 voru seldar hafði Byr selt Pyttum ehf. dótturfélag sitt Costa Properties ehf. og með því íbúðirnar 22, 28. mars 2008. Framlögð gögn sýna að þær voru seldar á ríflega 24% hærra verði (4.881.510 evrur) en nam því grunnverði sem sóknaraðili hafði keypt þær á (3.927.200 evrur). Hann mátti því áætla, tækist kaupandanum að fjármagna kaupin og þau gengju eftir, að sá hluti lánsins frá Byr sem var nýttur til að kaupa þær eignir, svo og vextir og áfallinn kostnaður, greiddist að talsverðu leyti.
Áður er rakið að eigið framlag sóknaraðila nam ekki 5.000.000 kr. á þeim tíma þegar íbúðirnar voru seldar, þótt gengi krónunnar hefði hækkað verulega frá því að lánið var tekið. Hver svo sem var rétt fjárhæð eigin framlags sóknaraðila í hverri íbúð sýna framlögð gögn að vextir og margvíslegur kostnaður hafði tekið verulegan toll af þeirri hreinu eign. Ekki verður séð að neinar frekari innborganir hafi komið inn á lánið.
Verður þá næst vikið að 2. lið í fjárkröfu sóknaraðila. Þá fjárkröfu byggir hann á því að með framsali á kauprétti sínum að 22 af þessum 47 íbúðum til dótturfélags Byrs, Costa Properties ehf., 1. ágúst 2007, hafi verið samið um að 80% af eftirstöðvum söluverðs eignanna, þegar allur kostnaður hefði verið greiddur, skyldi ráðstafað til hans. Byr hafi selt Pyttum félagið Costa Properties 28. mars 2008. Hagnaður af þeirri sölu hafi numið 1.477.436 evrum og hafi Byr borið að greiða sóknaraðila 80% af þeirri fjárhæð.
Varnaraðili hafnar þessari kröfu. Í fyrsta lagi hafi salan á félaginu Costa Properties ehf. til Pytta ehf. gengið til baka þar sem kaupandinn hafi gert fyrirvara um fjármögnun sem hafi að lokum ekki fengist. Í öðru lagi hefði það sem fékkst fyrir eignirnar, þegar þær voru loks seldar, átt að renna til greiðslu skulda sóknaraðila við Byr svo sem til greiðslu höfuðstóls lánsins, vaxta og kostnaðar.
Í samningnum 1. ágúst 2007 segir að Ægisauður muni framselja réttindi sín og skyldur samkvæmt 22 kaupsamningum til dótturfélags Byrs, Costa Properties ehf. Samkvæmt fram lögðum tölvupósti frá Maríu Wiedemann lögmanni og framburði Egils Arnar, fyrirsvarsmanns sóknaraðila, endursendi sóknaraðili lögmannsstofunni Ábaco kaupsamninga um eignirnar og staðfesti jafnframt heimild til þess að eiginfjárframlag sóknaraðila færi á milli. Lögmannsstofan hafi gengið frá því að Costa Properties keypti eignirnar af byggingarverktakanum í stað sóknaraðila.
Eins og áður greinir ritaði Bjarni Tómas, starfsmaður Byrs og stjórnarmaður í Costa Properties, Agli Erni, fyrirsvarsmanni sóknaraðila, tölvupóst 21. desember 2007 þar sem hann segir: „Minntu mig á að ég þarf að láta Costa Properties yfirtaka 22/47 hluta láns Ægisauðs.“ Bjarni bar fyrir dómi að hann hefði litið svo á að Costa Properties hefði tekið yfir greiðslu höfuðstóls þess láns sem SPH veitti sóknaraðila 31. janúar 2006. Hins vegar megi deila um það hvort sú yfirtaka hefði átt að fara í gegn þar sem skilyrðið um fjármögnun kaupa Pytta ehf. hafi aldrei verið uppfyllt og kaupin því gengið til baka.
Í framsalssamningnum, 1. ágúst 2007, er þess ekki getið berum orðum að Costa Properties taki yfir lán sóknaraðila hjá Byr. Í samningnum segir um ráðstöfun söluandvirðis eignanna: „Skal ráðstöfuninni hagað með þeim hætti að fyrst skal greiða kaupverð eignanna að fullu, síðan áhvílandi veðskuldir og allan kostnað af eignunum, sölu þeirra, lögfræðiaðstoð eða annað sem til fellur vegna viðskiptanna í heild. Þá skal ráðstafað nægilega miklu til uppgjörs lánssamnings Ægisauðs ehf. við BYR, (áður SPH), vegna kaupa á íbúðunum, dags. 31. janúar 2006, að höfuðstóli 1.750.000,00.“ Úr þessum texta verður ekki heldur lesið að ráðgert hafi verið að Costa Properties tæki yfir greiðslu þess hluta lánsins sem var nýttur til að kaupa þessar eignir.
Af framburði Bjarna Tómasar verður ráðið að hann hafi talið vafa leika á því hvort sú afstaða hans að það bæri að láta Costa Properties yfirtaka 22/47 af láninu hefði verið rétt þar sem slík yfirtaka væri bundin því að sala Byrs á Costa Properties gengi eftir.
Vitnið Jón Auðunn Jónsson, lögmaður og stjórnarmaður í Costa Properties, sem samdi samninginn, gerðan 1. ágúst 2007, bar að það hefði aldrei staðið til að Costa Properties tæki að sér að greiða lán sóknaraðila hjá Byr.
Orðalag samningsins bendir ekki til þess að Costa Properties hafi átt að taka yfir greiðslu höfuðstóls lánsins. Annar stjórnarmaður félagsins telur að það hafi aðeins átt að gera tækist Byr að selja félagið og hinn segir að það hafi aldrei verið ráðgert. Að virtum þessum sönnunargögnum er ekki fallist á að skuldaraskipti hafi orðið að þeim hluta höfuðstóls lánsins sem lagður var til kaupa á þessum eignum.
Eins og fram er komið hafa ekki verið lagðar fram upplýsingar um að afgangur höfuðstóls lánsins, sá hluti sem gekk til kaupa á íbúðunum 22, hafi verið greiddur.
Í samningnum 1. ágúst 2007 segir jafnframt: „Af hagnaðarhlut Ægisauðs skal síðan ráðstafa nægilega miklu til að greiða upp allar skuldir félagsins við BYR sparisjóð áður en eftirstöðvar eru greiddar félaginu.“
Að mati dómsins verður ekki úr samningnum um framsal eignanna 22 til Costa Properties lesið að hvort sem tilraunir Byrs og Costa Properties um sölu eignanna gengju eftir eða ekki ætti sóknaraðili rétt til vænts hagnaðar af tilraunum til að selja eignirnar. Þar sem samningur Byrs við Pytti ehf. gekk ekki eftir og Byr fékk því ekki neitt fé sem hann gat nýtt til þess að ráðstafa í samræmi við það fyrirkomulag sem var samið um í samningnum, 1. ágúst 2007, á sóknaraðili ekki neina kröfu á hendur varnaraðila á grundvelli samningsins við Pytti 28. mars 2008. Í því sambandi getur ekki haft nein áhrif að Byr veitti Pyttum ráðrúm í nánast 18 mánuði til þess að fá fjármögnun fyrir kaupunum.
Hér getur ekki heldur haft þýðingu þótt fyrirsvarsmenn sóknaraðila fullyrði að þeim hafi ekki verið kunnugt að sala Byrs til Pytta hafi ekki gengið eftir fyrr en varnaraðili lagði fram greinargerð í þessu máli, 15. apríl 2013, hátt í fjórum árum eftir að kaupin gengju til baka, 19. ágúst 2009. Rétt er að halda því til haga að Bjarni Tómas, starfsmaður Byrs og stjórnarmaður í Costa Properties, kvaðst hafa látið fyrirsvarsmenn sóknaraðila vita af því að kaupin hefðu gengið til baka um leið og samkomulag þess efnis var undirritað.
Í þessum lið fjárkröfu sinnar krafðist sóknaraðili þess í upphafi að eiginfjárframlag hans yrði dregið frá þeirri fjárhæð sem hann taldi hreinan hagnað af sölunni, 1.477.436 evrur, og honum greidd 80% hlutdeildar af þeirri fjárhæð sem þá væri eftir. Við aðalmeðferð lagði sóknaraðili fram skjal þar sem fjárkrafa hans samkvæmt þessum lið var lækkuð og kvaðst hann nú einungis krefjast 80% hlutdeildar í hreinum hagnaði af sölunni.
Eins og fram er komið var, með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 22. apríl 2010, öllum eignum Byrs sparisjóðs ráðstafað yfir í félagið Byr hf., þar á meðal félaginu Costa Properties ehf. Byr hf. sameinaðist síðar Íslandsbanka hf.
Vitnið Snæbjörn Sigurðsson, starfsmaður Íslandsbanka og nú stjórnarmaður í Costa Properties ehf., staðfesti fyrir dómi að íbúðirnar 22 hefðu verið seldar félaginu Costa Invest ehf. fyrir 190.000.000 kr. Ekki kom fram hvenær það var þannig að ekki er unnt að reikna kaupverðið yfir í evrur.
Samkvæmt samkomulaginu 1. ágúst 2007 skyldi Costa Properties taka lán til þess að gera upp við byggingarverktaka og veðhafa. Samkvæmt yfirlýsingu Snæbjörns nægði söluverðið ekki til að greiða fyrir það lán. Þá greiddist jafnframt ekkert inn á lán sóknaraðila hjá Byr.
Krafa sóknaraðila samkvæmt 2. lið fjárkröfu grundvallast á hlutdeild í hagnaði af sölu íbúðanna. Þar sem þær voru ekki seldar með hagnaði er kröfu hans samkvæmt þeim lið hafnað.
Víkjum þá aftur að 1. lið í fjárkröfu sóknaraðila sem byggist á því að honum hefði verið lofað, þegar þær seldust, 18. júní 2008, að hann fengi greiddan nettó-hlut sinn í þeim, 5.000.000 kr. í hverri, alls 125.000.000 kr. Fram var komið að eigið framlag sóknaraðila nam ekki 5.000.000 kr. á þeim tíma þegar íbúðirnar voru seldar. Jafnframt sýna gögn málsins að á lánið og íbúðirnar féllu vextir og margvíslegur kostnaður, sem sóknaraðila bar að greiða en hann hafði fengið að láni hjá Byr. Hafði þá gengið verulega á hreina eign sóknaraðila þótt ekki verði fullyrt að hún hafi verið uppurin.
Staðfest hefur verið að fyrir íbúðirnar 22 fengust, þegar þær loksins seldust, 190.000.000 kr. Jafnframt er staðfest að sú fjárhæð nægði ekki til að greiða það lán sem var boðað í samningnum, 1. ágúst 2007, að Byr tæki til þess að greiða byggingarverktakanum og hann nýtti jafnframt til þess að létta veðum af eignunum þannig að selja mætti þær veðbandalausar.
Þetta þýðir að enn er ógreiddur sá höfuðstóll lánsins sem sóknaraðili tók, 31. janúar 2006, og var nýttur til að festa kaup á þessum 22 eignum. Þykir þá ekki leika vafi á því að ekki hafi verið forsendur, sem áttu sér stoð í samningsbundnu fyrirkomulagi um greiðslu innborgana, fyrir því að veita loforð þess efnis sem sóknaraðili byggir á að honum hafi verið gefið. Það er alkunna að fjármálafyrirtæki eru ekki góðgerðarstofnanir og mátti sóknaraðili ekki gera ráð fyrir að hann ætti rétt til gjafar úr hendi Byrs.
Af þessum sökum verður að hafna 1. lið í fjárkröfu sóknaraðila.
Það er þriðja fjárkrafa sóknaraðila við slit varnaraðila að honum verði greiddir skattar sem sóknaraðila voru endurgreiddir á tímabilinu 3. janúar 2009 til 30. mars 2010. Í bréfum lögmanns sóknaraðila á Spáni er skatturinn kallaður fjármagnstekjuskattur (capital gains tax).
Fyrirsvarsmaður sóknaraðila, Egill Örn, bar að þetta væru svonefndir IAV-skattar. Á þeim tíma þegar íbúðakaupin hafi farið af stað hafi verð eigna á Spáni næstliðin ár hækkað stöðugt milli ára. Af þeim sökum hafi spænska ríkið tekið 3% af kaupverði eigna og haldið því til haga. Hafi ekki myndast hagnaður við endursölu eigna hafi þessi 3% verið endurgreidd.
Framlögð gögn sýna að söluverð eignanna þegar sóknaraðili seldi þær, 18. júní 2008, var það sama og þegar hann keypti þær, 23. mars 2006. Samkvæmt því varð ekki hagnaður af sölunni. Miðað við framburð fyrirsvarsmannsins var því uppfyllt skilyrði fyrir endurgreiðslu skattsins. Grunnverð íbúðanna 25 nam alls 4.603.200 evrum. Þrír hundraðshlutar (3%) af þeirri fjárhæð eru 138.096 evrur en framlögð gögn sýna að á bankareikning sóknaraðila hjá Banco de Valencia var á árunum 2009 og 2010 greidd fjárhæð sem nam 137.271 evru svo og að sú fjárhæð varð millifærð á reikning Byrs í þremur færslum 30. janúar 2009, 5. maí 2009 og 8. apríl 2010. María Wiedemann, lögmaður sóknaraðila og Byrs á Spáni, sá um það. Í bréfi hennar til fyrirsvarsmanns sóknaraðila, 10. september 2008, kemur fram að hún telji sóknaraðila verða að hafa samráð við Byr eigi að endurgreiða honum þessa skatta. Byr hafi lagt út fyrir þeim svo og heildarfjárhæð þeirrar greiðslu sem var krafist til þess að sala íbúðanna 25 gæti gengið í gegn.
Eins og áður er frá greint þykir sóknaraðili ekki hafa sýnt fram á að allar skuldir hans við Byr vegna lánsins, 31. janúar 2006, séu greiddar. Þar sem ráðstafa skyldi öllum greiðslum, sem fengust vegna sölu íbúðanna, inn á lánið til þess að greiða þær skuldir verður ekki fallist á að fjárhæð sem samsvarar endurgreiðslu þessa skatts eigi að renna til sóknaraðila. Af þessum sökum er 3. lið fjárkröfu hans hafnað.
Sóknaraðili krefst þess jafnframt að viðurkennt verði að krafa varnaraðila samkvæmt lánssamningi sparisjóðsins og sóknaraðila nr. 101ERLB060820004, dags. 31 janúar 2006, sé að fullu greidd.
Enda þótt kaupendur eignanna 25 hafi, 1. ágúst 2008, tekið yfir greiðslu þess hluta höfuðstóls lánsins sem var nýttur til kaupa á þeim eignum er komið fram að hvorki hafi verið greiddir vextir, nema þá að hluta til, né margvíslegur kostnaður. Jafnframt er komið fram að við sölu á eignunum 22 gengu engir fjármunir upp í lán sóknaraðila hjá Byr. Af þessum sökum er ekki hægt að fallast á að krafa varnaraðila samkvæmt þessum lánssamningi sé að fullu greidd.
Dómurinn hefur þannig hafnað því að varnaraðila beri að greiða sóknaraðila 75.000.000 kr. sem eftirstöðvar hreinnar eignar hans í 25 íbúðum sem hann seldi 18. júní 2008. Því hefur jafnframt verið hafnað að tilraun til að selja 22 aðrar eignir hafi skapað sóknaraðila rétt til hlutdeildar í væntum hagnaði af þeirri sölutilraun. Ekki hefur heldur verið fallist á að sóknaraðili eigi rétt til þess að fá endurgreiddan fjármagnstekjuskatt. Að auki hefur því verið hafnað að lán sem sóknaraðili tók hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, 31. janúar 2006, sé uppgreitt. Þar sem öllum fjárkröfum sóknaraðila hefur verið hafnað þarf ekki að taka afstöðu til stöðu krafnanna í kröfuröð. Jafnframt þarf ekki að taka afstöðu til þess hvort honum sé heimilt að nýta fjárkröfur sínar til skuldajöfnuðar við kröfur sem varnaraðili kunni að eiga á hendur honum.
Þá er ekki annað eftir en taka afstöðu til málskostnaðar. Að mati dómsins var málið verulega vanreifað af beggja hálfu og hefði því verið vísað frá af þeim sökum hefði það ekki borist sem ágreiningsmál við slit varnaraðila.
Sóknaraðili, sem byggir á því að hann hafi átt nettó-eignarhlut í íbúðunum 25 þegar þær voru seldar, 18. júní 2008, sem samsvaraði 5.000.000 kr. í hverri þeirra, lagði ekkert fram um að sú hefði getað verið raunin. Varð dómurinn að leggja í tímafreka vinnu til þess að reikna og álykta út frá þeim upplýsingum sem þó var að hafa úr gögnum málsins og upplýsingar almenningi aðgengilegar, svo sem um gengi evru, hvort einhver fótur væri fyrir þeirri fullyrðingu.
Varnaraðili byggir á því að forsendur krafna sóknaraðila séu ekki komnar fram þar sem sóknaraðili skuldi honum enn umtalsverða fjármuni. Þrátt fyrir að varnaraðili sé fjármálafyrirtæki lagði hann ekki fram neina útreikninga, sem gagn er að, hvorki á vöxtum, dráttarvöxtum né kostnaði, hvort heldur hann stafar af lögmannsþóknun, opinberum gjöldum eða sköttum hérlendis eða erlendis. Þess í stað varð dómurinn að leggja í tímafreka útreikninga á grundvelli þeirra rýru upplýsinga sem voru lagðar fram og annarra sem eru almenningi aðgengilegar, svo sem um 4M Libor-vexti á evru, til þess að geta haft einhverja yfirsýn yfir hversu háar fjárhæðir þetta gætu verið.
Þetta dómsmál snýst einvörðungu um fjárhæðir og hver hafi skuldað hverjum hvað hvenær og hver hafi greitt hverjum hvað hvenær. Í slíkum málum verður að gera þá kröfu til fjármálafyrirtækja að þau leggi fram fullnægjandi gögn sem stuðla að því að unnt sé að komast að vitrænni niðurstöðu.
Varnaraðili samdi alla samninga sem byggt er á, greiddi allan þann fjölbreytilega kostnað sem til féll og tók við öllum greiðslum. Hann hefði því átt að geta gefið afar skýrt yfirlit yfir öll þessi viðskipti.
Annar fyrirsvarsmanna sóknaraðila skoraði, 23. september 2009, á varnaraðila að gera hreint fyrir sínum dyrum, og veita fullnægjandi upplýsingar um viðskiptin og afhenda öll gögn sem þýðingu hefðu. Þetta var ítrekað í kröfulýsingu, 13. október 2010. Að mati dómsins hefði þetta mál ekki komið fyrir dómstóla hefði varnaraðili tekið sér tíma til að færa fjárhagslegar staðreyndir málsins á blað og leggja það fyrir sóknaraðila.
Af þessum sökum verður að leggja það á varnaraðila að greiða sóknaraðila málskostnað. Ekki verður séð að starfsemi sóknaraðila njóti undanþágu frá greiðslu virðisaukaskatts, skv. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 og verður því ekki tekið tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun þóknunarinnar. Að teknu tilliti til kostnaðar við þýðingar skjala þykir þóknunin hæfilega ákveðin 1.575.000 krónur.
Ingiríður Lúðvíksdóttir, settur héraðsdómari, kveður upp þennan úrskurð.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð
Öllum fjárkröfum sem sóknaraðili, Ægisauður ehf., lýsti við slit varnaraðila, Byrs sparisjóðs, er hafnað.
Hafnað er þeirri kröfu að viðurkennt verði að krafa varnaraðila samkvæmt lánssamningi Sparisjóðs Hafnarfjarðar og sóknaraðila, nr. 101ERLB060820004, dags. 31. janúar 2006, sé að fullu greidd.
Varnaraðili greiði sóknaraðila 1.575.000 kr. í málskostnað.