Hæstiréttur íslands
Mál nr. 262/2011
Lykilorð
- Sameignarfélag
- Félagsslit
|
|
Fimmtudaginn 8. desember 2011. |
|
Nr. 262/2011.
|
Eiríkur Ormur Víglundsson og Vélsmiðja Orms og Víglundar sf. (Hróbjartur Jónatansson hrl.) gegn Guðmundi Helga Víglundssyni (Jóhannes Sigurðsson hrl.) |
Sameignarfélög. Félagsslit.
G krafðist þess að staðfest yrði að slíta bæri V sf. og að tiltekinn lögmaður skyldi skipa skilanefnd fyrir félagið. Þá krafðist hann þess einnig að viðurkennt yrði að hann væri eigandi að 50% eignarhlut í V sf. og að hann ætti rétt á að fá helming þeirra eigna sem kæmu til úthlutunar við slit félagsins. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að þar sem G hefði ekki sýnt fram á það með haldbærum rökum að hann hefði eignast hlut í V sf. voru V sf. og E sýknaðir af kröfu hans um að hann væri eigandi að 50% hlut í sameignarfélaginu og þar með þeirri kröfu að við slit á því ætti hann að fá helming af þeim eignum sem kæmu til úthlutunar. Þó taldi Hæstiréttur að leggja bæri til grundvallar að G væri félagsmaður í sameignarfélaginu enda yrði hvorki af skilgreiningu laga nr. 50/2007 um sameignarfélög né öðrum ákvæðum laganna ráðið að félagsmaður í sameignarfélagi þyrfti að eiga eignarhlut í því heldur virtist gert ráð fyrir því að félagsmenn gætu samið sín á milli um það hvort á þá hve stóran hlut hver félagsmaður ætti enda þótt ábyrgð allra á skuldbindingum félagsins væri ótakmörkuð. Var niðurstaða héraðsdóms um viðurkenningu á því að slíta bæri V sf. því staðfest þar sem G hefði verið réttur aðili til að gera kröfu um slitin. Hins vegar var ekki fallist á þá kröfu G að tiltekinn lögmaður yrði skipaður í skilanefnd félagsins og að skiptin yrðu framkvæmd með nánar tilgreindum hætti þar sem í fundarboði því sem lá til grundvallar slitum félagsins var aðeins tilgreint að fyrir yrði tekin krafa G um slit á félaginu og var fundinum því ekki heimilt að taka aðrar mikilvægar ákvarðanir en þær sem þar voru tilgreindar.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Greta Baldursdóttir og Viðar Már Matthíasson.
Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 29. apríl 2011 og gera þá kröfu að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnda. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
I
Áfrýjandi, Vélsmiðja Orms og Víglundar sf., er sameignarfélag sem stofnað var árið 1973 af Víglundi Guðmundssyni og áfrýjanda Eiríki Ormi Víglundssyni. Víglundur var faðir áfrýjandans Eiríks Orms og stefnda og móðir þeirra var Eyrún Eiríksdóttir, eiginkona Víglundar. Hinn 28. desember 1977 gerðu Víglundur og Eyrún með sér erfðaskrá þar sem meðal annars er ákvæði þess efnis að eignarhluta þeirra í Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. skuli áfrýjandinn Eiríkur Ormur erfa, „enda afsali hann sér öllu erfðatilkalli til arfshluta í öðrum eignum“ þeirra og taki að sér ábyrgð og greiðslu á öllum skuldbindingum fyrirtækisins. Samtímis gerð erfðaskrárinnar undirrituðu áfrýjandi Eiríkur Ormur og tvær systur hans yfirlýsingu þar sem þau féllust á framangreint ákvæði erfðarskrárinnar varðandi sameignarfélagið. Stefndi ritaði ekki undir þar sem hann var ófjárráða á þessum tíma.
Samkvæmt félagssamningi um Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. milli Víglundar og áfrýjandans Eiríks Orms, sem móttekinn var hjá firmaskrá Reykjavíkur 25. júlí 1980 var eignarhlutur Eiríks Orms 80% en Víglundar 20%. Í samningnum er ákvæði um að andist annar þeirra sé hinum heimilt að halda rekstrinum áfram undir sama firmanafni og hafi ekkja eða erfingjar hins látna, ef þau vilji, rétt til að hlutur hins látna fái að standa áfram í félaginu með sömu skilmálum og greini í samningnum enda hafi þau sömu réttindi og beri sömu skyldur og aðrir félagsmenn.
Eftir andlát Víglundar mun Eyrún hafa fengið leyfi til setu í óskiptu búi þeirra hjóna. Þar með tók hún við eignarhluta Víglundar í sameignarfélaginu. Með tilkynningu Eyrúnar og áfrýjandans Eiríks Orms til firmaskrár Reykjavíkur í ágúst 1984 var þess óskað að þar sem Víglundur væri látinn yrði prókúra hans afmáð úr firmaskrá og jafnframt tilkynnt að framvegis myndi áfrýjandinn Eiríkur Ormur rita firmað. Með bréfi 30. september 1994 tilkynnti Eyrún til firmaskrár Reykjavíkur að aðild hennar að félaginu væri lokið og allar skuldbindingar félagsins frá og með birtingu tilkynningarinnar væru henni með öllu óviðkomandi. Á bréfið rituðu áfrýjandinn Eiríkur Ormur og stefndi að sá síðarnefndi hefði gerst aðili að sameignarfélaginu. Var ekki gengið frá skriflegum samningi milli þeirra við þessa inngöngu stefnda í félagið en í árituninni var tekið fram að áfrýjandinn Eiríkur Ormur og stefndi myndu ábyrgjast skuldbindingar félagsins báðir fyrir annan og annar fyrir báða.
Samkvæmt gögnum málsins stofnuðu áfrýjandinn Eiríkur Ormur og stefndi einkahlutafélagið Vélsmiðju Orms og Víglundar á árinu 2005 í þeim tilgangi að taka yfir rekstur sameignarfélagsins. Eignarhluti áfrýjanda Eiríks Orms var í fyrstu 70% í einkahlutafélaginu en stefnda 30%. Síðar keypti Vélsmiðja Orms og Víglundar sf. 99% hlutafjárins og eftir það átti áfrýjandi Eiríkur Ormur 0,7% og stefndi 0,3%.
Eyrún andaðist 25. apríl 2002 og fengu erfingjar hennar leyfi til einkaskipta. Erfingjar búsins voru fjögur börn hennar, áfrýjandinn Eiríkur Ormur, stefndi, Rannveig Víglundsdóttir og Stefanía Víglundsdóttur. Var skiptum á búinu lokið með einkaskiptagerð 4. júlí 2002. Hrein eign búsins nam samkvæmt skiptagerðinni rúmri 21 milljón króna. Meðal eigna var talið land og veiðiréttur í Skeggjastöðum og var verðmat þessara eigna tilgreint tæp ein milljón króna. Segir í einkaskiptagerðinni, sem allir erfingjar undirrituðu, að þeir hafi orðið einhuga um að skipta búinu þannig að í hlut áfrýjandans Eiríks Orms komi fjórðungur Skeggjastaðalands en að öðru leyti afsali hann sér arfi í samræmi við erfðaskrá 28. desember 1977. Var öðrum eignum skipt jafnt milli annarra erfingja. Eignarhluti í Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. var ekki talinn meðal eigna dánarbúsins og ekkert getið um að Eyrún hefði setið í óskiptu búi eftir eiginmann sinn.
Samkvæmt gögnum málsins gekk samstarf bræðranna, áfrýjandans Eiríks Orms og stefnda, vel frá upphafi og höfðu þeir báðir aðalatvinnu sína af starfsemi sameignarfélagsins og síðar einkahlutafélagsins. Á árinu 2009 kom upp ágreiningur milli þeirra sem ekki hefur reynst unnt að leysa. Í máli þessu snýst meginágreiningur aðila um hvort stefndi eigi eignarhlut í áfrýjandanum Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. og hver réttarstaða hans sé innan sameignarfélagsins.
II
Í hinum áfrýjaða dómi var niðurstaðan sú að teknar voru til greina viðurkenningarkröfur stefnda um að slíta beri Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. og að Jóhannes Sigurðsson hæstaréttarlögmaður skipi skilanefnd fyrir sameignarfélagið. Þá var enn fremur tekin til greina krafa stefnda um að viðurkennt væri að hann væri eigandi að 50% eignarhlut í sameignarfélaginu og að við slit á því fengi hann helming þess.
Eins og að framan er rakið átti áfrýjandinn Eiríkur Ormur 80% í sameignarfélaginu á móti 20% eignarhlutdeild föður síns Víglundar. Eftir andlát Víglundar tók ekkja hans Eyrún við hlut dánarbús hans í félaginu. Í félagssamningi þeim sem áfrýjandinn Eiríkur Ormur og faðir hans Víglundur gerðu með sér um sameignarfélagið er ákvæði þess efnis að við andlát annars hvors sé hinum heimilt að halda áfram rekstrinum undir sama firmanafni. Þá hafi ekkja eða erfingjar hins látna rétt til að hlutur hans fái að standa áfram í félaginu, með sömu skilmálum og greini í samningnum enda hafi þau sömu réttindi og skyldur og aðrir félagsmenn meðan svo er ástatt. Ekki var gerður skriflegur samningur milli áfrýjandans Eiríks Orms og stefnda af því tilefni, í september 1994, að móðir þeirra gekk út úr félaginu og stefndi gerðist aðili að því. Var látið við það sitja að tilkynna um aðild stefnda til firmaskrár Reykjavíkur en í tilkynningunni er ekkert getið um eignarhlut heldur eingöngu tekið fram að stefndi hafi gerst aðili að félaginu og að hann taki að sér ásamt áfrýjandanum Eiríki Ormi ábyrgð á skuldbindingum þess. Verður af þessu ráðið að aðilar hafi á þessum tíma litið svo á að stefndi kæmi inn í félagið í stað móður sinnar á þeim forsendum sem rakið er í fyrrgreindu ákvæði félagssamningsins og að samkomulag væri um að hlutur dánarbúsins stæði áfram í félaginu.
Við skipti á dánarbúi Eyrúnar á árinu 2002 var hið umdeilda sameignarfélag ekki talið upp meðal eigna búsins. Í skiptagerðinni kemur fram að áfrýjandinn Eiríkur Ormur afsali sér arfi að öðru leyti en sem varðar fjórðungs hlut í Skeggjastaðaðalandi, í samræmi við fyrrgreinda erfðaskrá foreldranna, en samkvæmt henni átti hann að fá eignarhlut föður síns í sameignarfélaginu gegn afsali á arfi að öðru leyti. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að hlutur í Skeggjastaðalandi hafi verið meðal eigna foreldranna þegar erfðaskráin var gerð en faðir Eyrúnar, Eiríkur Ormsson, undirritaði yfirlýsingu um hvernig skipta bæri landinu í nóvember 1980. Ákvæði erfðaskrárinnar um að áfrýjandinn Eiríkur Ormur afsalaði sér arfi verður ekki skilið á annan veg en að það afsal væri háð því að hann erfði eignarhlut föður síns í sameignarfélaginu. Með undirritun á skiptagerð þar sem vísað er til erfðaskrárinnar verður að líta svo á að stefndi hafi á þeim tíma fallist á fyrir sitt leyti að áfrýjandinn Eiríkur Ormur ætti að eignast hlut dánarbúsins í sameignarfélaginu.
Af málatilbúnaði stefnda má ráða að hann telji sig hafa eignast helmings hlutdeild í sameignarfélaginu með vinnuframlagi sínu en félagið hafi á þeim tíma er hann gekk inn í það verið að þrotum komið vegna fjárhagsörðugleika. Þar sem honum hafi tekist að byggja félagið upp þannig að fjárhagur þess hafi batnað og ekki hafi verið samið um önnur eignahlutföll eigi að miða við að hvor aðili eigi helming í félaginu. Gögn málsins renna ekki sérstökum stoðum undir fullyrðingu stefnda um að sameignarfélagið hafi á þessum tíma verið að þrotum komið vegna fjárhagsörðugleika. Þá verður heldur ekki af gögnum málsins ráðið að stefndi hafi með vinnuframlagi sínu lagt meira af mörkum til félagsins en hann fékk greitt fyrir í formi launa. Að öllu því virtu sem nú hefur verið rakið hefur stefndi ekki sýnt fram á það með haldbærum gögnum að hann hafi eignast hlut í Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. Verða áfrýjendur því sýknaðir af kröfu stefnda þess efnis að hann sé eigandi að 50% hlut í sameignarfélaginu og þar með þeirri kröfu stefnda að við slit á sameignarfélaginu eigi hann að fá helming af eignum þeim sem koma til úthlutunar.
Í málinu er ekki ágreiningur um að stefndi gerðist aðili að Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. á árinu 1994 og var það tilkynnt til firmaskrár Reykjavíkur svo sem áður greinir. Hugtakið sameignarfélag er nú skilgreint í 2. gr. laga nr. 50/2007 um sameignarfélög en þar segir að sameignarfélag samkvæmt lögunum sé samstarfsform sem byggist á samningi tveggja eða fleiri aðila um sameiginlega fjárhagslega starfsemi þar sem allir félagsmenn bera beina, óskipta og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins. Í 1. mgr. 7. gr. laganna er kveðið á um skyldu til að gera skriflegan félagssamning og í 2. mgr. er talið upp í 7 töluliðum hvað skuli að minnsta kosti greina í félagssamningi. Samkvæmt 6. tölulið skal tekið fram hvort félagsmenn skuli greiða framlag til félagsins og þá verðmæti þess. Hvorki af skilgreiningu laganna á hugtakinu sameignarfélag né öðrum ákvæðum þeirra verður ráðið að félagsmaður í sameignarfélagi þurfi að eiga eignarhlut í félaginu heldur virðist gert ráð fyrir því að félagsmenn geti samið sín á milli um hvort og þá hve stóran hlut hver félagsmaður eigi enda þótt ábyrgð allra félagsmanna á skuldbindingum félagsins sé ótakmörkuð. Verður að ætla að með þessum lagaákvæðum hafi verið lögfestar almennar reglur um sameignarfélög sem giltu fyrir setningu laganna. Verður því lagt til grundvallar að stefndi sé félagsmaður í sameignarfélaginu með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.
Að því virtu sem nú hefur verið rakið er stefndi réttur aðili til að gera kröfu um að félaginu verði slitið. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um viðurkenningu á að slíta beri áfrýjandanum Vélsmiðju Orms og Víglundar sf.
Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 50/2007 fer félagsfundur með æðsta vald í málefnum sameignarfélags samkvæmt því sem lög og félagssamningur kveða á um. Í 2. mgr. sömu greinar segir að allir félagsmenn eigi rétt á að sækja félagsfund og taka þar til máls. Þá segir í 1. mgr. 10. gr. laganna að boða skuli til félagsfundar með tryggum hætti og hæfilegum fyrirvara og að í fundarboði skuli greina málefni sem taka eigi til meðferðar á fundi. Í 2. mgr. segir að einstakir félagsmenn, stjórnarmenn og framkvæmdastjórar geti boðað til félagsfundar í því skyni að fá tiltekið mál tekið til meðferðar. Með skeyti 7. apríl 2010 boðaði stefndi áfrýjandann Eirík Orm til félagsfundar í sameignarfélaginu sem halda skyldi 14. apríl 2010 kl. 15. Kemur fram í fundarboði að á fundinum verði tekin fyrir krafa stefnda um slit á félaginu á grundvelli 38. gr. laga nr. 50/2007. Áfrýjandinn Eiríkur Ormur mætti ekki á fundinn. Samkvæmt fundargerð var tillaga stefnda um slit á sameignarfélaginu samþykkt. Þá var enn fremur samþykkt sú tillaga hans að Jóhannes Sigurðsson hæstaréttarlögmaður yrði skipaður í skilanefnd samkvæmt 39. gr. laga nr. 50/2007 og að Jóhannes myndi framkvæma skiptin samkvæmt 41. gr. laganna á þeim grundvelli að eignarhlutur sameigendanna tveggja væri 50% á hvorn. Í framangreindu fundarboði var einungis tilgreint það málefni að slíta beri sameignarfélaginu og gat fundurinn því við þessar aðstæður ekki tekið aðrar mikilvægar ákvarðanir en þar voru tilgreindar og verða áfrýjendur því þegar af þessari ástæðu sýknaðir af kröfu stefnda um að Jóhannes Sigurðsson hæstaréttarlögmaður skipi skilanefnd fyrir sameignarfélagið en í því felst að jafnframt er hafnað kröfu um að hann framkvæmi skiptin með tilgreindum hætti.
Með hliðsjón af málsatvikum verður málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti felldur niður.
Dómsorð:
Viðurkennt er að slíta beri áfrýjanda, Vélsmiðju Orms og Víglundar sf.
Áfrýjendur, Vélsmiðja Orms og Víglundar sf. og Eiríkur Ormur Víglundsson, eru sýknaðir af kröfu stefnda Guðmundar Helga Víglundssonar um að hann sé eigandi að 50% eignarhlut í Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. og að Jóhannes Sigurðsson hæstaréttarlögmaður skipi skilanefnd fyrir sameignarfélagið.
Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.
Dómur Héraðsdóms Reykjaness 1. febrúar 2011.
Mál þetta, sem tekið var til dóms 20. janúar sl. að afloknum endurteknum munnlegum málflutningi, var höfðað 20. maí 2010.
Stefnandi er Guðmundur Helgi Víglundsson, Erluási 15, Hafnarfirði.
Stefndu eru Eiríkur Ormur Víglundsson, Svöluási 48, Hafnarfirði og Vélsmiðja Orms og Víglundar sf., Kaplahrauni 14-16, Hafnarfirði.
Stefnandi krefst þess að dómurinn staðfesti að slíta beri Vélsmiðju Orms og Víglundar sf.
Þá er gerð krafa um að dómurinn staðfesti að Jóhannes Sigurðsson hrl., kt. 020460-3699, Ásbúð 21, Garðabæ skipi skilanefnd fyrir sameignarfélagið.
Stefnandi krefst þess einnig að viðurkennt verði með dómi að stefnandi sé eigandi að 50% eignarhlut í Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. og að við slit á félaginu eigi hann rétt á að fá helming af þeim eignum sem koma til úthlutunar við slit félagsins.
Loks krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir til þess að greiða stefnanda málskostnað.
Stefndu krefjast sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar.
I
Vélsmiðja Orms og Víglundar sf. var stofnuð árið 1973 af Víglundi Guðmundssyni og syni hans, stefnda Eiríki Ormi Víglundssyni. Árið 1984 lést Víglundur Guðmundsson og gerðist ekkja hans, Eyrún Eiríksdóttir, aðili að félaginu. Hinn 30. september 1994 gekk Eyrún úr félaginu og þann sama dag var tilkynnt til firmaskrár Reykjavíkur að stefnandi hefði gerst aðili að félaginu. Fram kemur í tilkynningunni að stefndi, Eiríkur Ormur Víglundsson, og stefnandi myndu ábyrgjast skuldbindingar félagsins báðir fyrir annan og annar fyrir báða. Ástæða þess að Eyrún Eiríksdóttir gekk úr félaginu var sú að skuldastaða félagsins var erfið og vildi hún fá frið fyrir innheimtumönnum félagsins.
Í greinargerð stefndu er rakið að með sameiginlegri og gagnkvæmri erfðaskrá hjónanna Víglundar og Eyrúnar Eiríksdóttur, dagsettri 28. desember 1977, hafi verið kveðið á um að það hjóna sem lengur lifði ætti rétt á að sitja í óskiptu búi, en eftir andlát beggja skyldi allur eignarhlutur búsins í félaginu Vélsmiðja Orms og Víglundar sf. renna til stefnda Eiríks, en á móti afsalaði stefndi Eiríkur Ormur sér tilkalli til arfs að öðrum eignum hjónanna og ábyrgðist greiðslu á öllum skuldum félagsins. Sama dag hafi stefndi Eiríkur Ormur og þeir af erfingjum hjónanna, sem þá hafi verið orðnir lögráða, undirritað yfirlýsingu sama efnis. Stefnandi hafi ekki verið orðinn lögráða á þessum tíma. Við andlát móður þeirra bræðra á árinu 2002 hafi dánarbúinu verið skipt í samræmi við erfðaskrá. Hafi öllum eignum búsins, öðrum en eignarhlut þess í stefnda Vélsmiðju Orms og Víglundar sf., verið skipt á milli systkina stefnda Eiríks Orms, þeirra Rannveigar, Stefaníu og stefnandans Guðmundar Helga, sbr. einkaskiptagerð dagsetta 4. júlí 2002. Hafi þar sérstaklega verið tekið fram að skiptin væru framkvæmd í samræmi við ákvæði erfðaskrár þeirra hjóna frá 1977 og að stefndi Eiríkur Ormur afsalaði sér öllu tilkalli til arfs eftir foreldra sína, að undanteknum hlut stefnda í Skeggjastaðalandi í Mosfellsbæ, sem hann hafi erft eftir afa sinn. Einkaskiptagerð þessi hafi verið undirrituð af öllum erfingjum hjónanna. Með undirritun sinni á gerðina og framkvæmd skiptanna hafi hlutur dánarbúsins í stefnda Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. að öllu leyti fallið til stefnda Eiríks Orms.
Í stefnu segir að bræðurnir hafi um áratugaskeið haft aðalatvinnu af starfsemi sameignarfélagsins og hafi samstarf þeirra verið mjög náið og gott í gegnum tíðina. Það hafi hins vegar breyst í júlímánuði 2009 þegar upp hafi komið ágreiningur á milli bræðranna um stjórnun og eignarhald á annars vegar stefnda, Vélsmiðju Orms og Víglundar sf., og hins vegar Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. Einkahlutafélagið sé í 99% eigu stefnda, Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. og því dótturfélag þess, auk þess sem stefnandi eigi beint 0,3% hlut í einkahlutafélaginu og stefndi Eiríkur Ormur eigi beint 0,7% hlut. Stefnandi hafi verið stjórnarformaður einkahlutafélagsins og framkvæmdastjóri.
Stefndu mótmæla harðlega þeirri staðhæfingu stefnanda að ágreiningur, sem risið hafi á milli þeirra um mitt sumar 2009, hafi verið um eignarhald og stjórnun félaganna tveggja. Hið rétta sé að ágreiningurinn hafi lotið að skiptingu á hlut stefnanda í landi Skeggjastaða. Afleiðing af þeirri deilu hafi verið sú að stefnandi hafi horfið frá vinnu um miðjan júlí 2009 og ekki snúið aftur til starfa. Í stefnu segir að frá því að ágreiningur aðila kom upp hafi stefndi Eiríkur Ormur ítrekað reynt að bola stefnanda út úr starfsemi félaganna og þannig gengið á rétt stefnanda sem sameiganda í sameignarfélaginu. Þá hafi hann ítrekað reynt með ólögmætum hætti að segja honum upp störfum sem framkvæmdastjóra einkahlutafélagsins og reynt að skipta um stjórn í félaginu með aðgerðum sem ekki hafi samræmst ákvæðum samþykkta einkahlutafélagsins og laga um einkahlutafélög. Í stefnu eru rakin nokkur tilvik þessu til skýringar og í greinargerð er skýrt frá sömu tilvikum en með öðrum hætti. Hafa málsaðilar m.a. deilt um vörslur og umráð stefnanda yfir bifreiðum í eigu sameignarfélagsins annars vegar og einkahlutafélagsins hins vegar.
Með símskeyti dagsettu 26. nóvember 2009 boðaði stefndi Eiríkur Ormur til stjórnarfundar í Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. mánudaginn 30. nóvember 2009. Ekki er getið um dagskrá fundarins í fundarboðinu. Með bréfi sama dag tilkynnti stefnandi að hann gæti ekki mætt til stjórnarfundar á þessum tíma og stakk upp á að fundurinn yrði haldinn þremur dögum síðar eða á öðrum tíma ef mikið lægi við. Óskaði stefnandi eftir því að stjórnarfundarboð yrðu gerð með dagskrá. Þeirri beiðni var hafnað og bókaði stefndi Eiríkur Ormur fund með einum stjórnarmanni þar sem bókað var um ráðningu sonar hans, Ólafs Jóns Ormssonar, sem framkvæmdastjóra og honum sjálfum veitt umboð til að boða til hluthafafundar til að kjósa nýja stjórn í félaginu. Í framhaldinu var tilkynnt til Hlutafélagaskrár að búið væri að ráða nýjan framkvæmdastjóra.
Þann 27. nóvember 2009 lagði stefndi, Eiríkur Ormur Víglundsson, fram tvær aðfararbeiðnir hjá Héraðsdómi Reykjaness, annars vegar fyrir hönd Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. og hins vegar fyrir hönd stefnda, Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. Með beiðnum þessum var þess krafist að ein bifreið í eigu einkahlutafélagsins og tvær í eigu stefnda, Vélsmiðju Orms og Víglundar sf., sem voru í vörslum stefnanda skyldu teknar úr vörslum hans. Stefnandi mótmælti þessari aðgerð.
Með tölvubréfi dagsettu 1. desember 2009 gerði lögmaður stefnanda Hlutafélagaskrá grein fyrir þróun mála og hélt því fram að stefndi Eiríkur Ormur hefði brotið á rétti stefnanda með því að halda stjórnarfund þar sem hann hafi verið einn viðstaddur og tekið ákvarðanir sem ekki hafi uppfyllt skilyrði samþykkta einkahlutafélagsins og því hafi fundurinn ekki verið bær til að taka ákvörðun um ráðningu nýs framkvæmdastjóra. Hlutafélagaskrá ríkisskattstjóra lýsti því á hinn bóginn yfir í tölvubréfi sama dag að ákvarðanir fundarins hafi verið lögmætar.
Með símskeyti 7. desember 2009 boðaði stefnandi til félagsfundar í sameignarfélaginu. Í fundarboðinu er tekið fram að fundurinn verði haldinn 10. desember 2009, kl. 09.00. Samkvæmt fundarboðun var dagskrá fundarins í fyrsta lagi að fjalla um heimild til þess að fara með atkvæðisrétt stefnda, Vélsmiðju Orms og Víglundar sf., á hluthafafundum í Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. Í öðru lagi að fjalla um heimildir til ráðstöfunar á eignum félagsins og fjármunum og í þriðja lagi önnur mál.
Hinn 9. desember 2009 boðaði stefndi, Eiríkur Ormur Víglundsson, til fundar í sameignarfélaginu með fundarboði sem barst stefnanda kl. 17.00 þann dag. Í fundarboðinu var tekið fram að fundurinn yrði haldinn þann 10. desember 2009 og að hann myndi hefjast kl. 8.30. Samkvæmt fundarboðun átti að fjalla um brottvikningu stefnanda úr félaginu. Þar kom jafnframt fram að tilefni brottvikningar stefnanda úr félaginu væri að stefnandi hefði brotið af sér gagnvart félaginu með því að neita að skila eignum félagsins þrátt fyrir margítrekaðar áskoranir.
Með bréfi lögmanns stefnanda til stefndu, dags. 10. desember 2009, var stefndu tilkynnt að engar forsendur væru fyrir því að taka ákvörðun af þessum toga þar sem skilyrði fyrir slíkri ákvörðun væru ekki fyrir hendi. Þá var tilkynnt að stefnandi myndi ekki mæta til fundarins þar sem honum væri ekki heimilt að fjalla um ákvörðun af þessu tagi. Stefndi Eiríkur Ormur bókaði í fundargerð þá kröfu sína að stefnanda skyldi vikið úr félaginu. Var einnig bókað að stefndi Eiríkur Ormur samþykkti þá kröfu. Kveðst stefndi Eiríkur Ormur hafa gert þetta til að verja réttmætar kröfur sameignarfélagsins um að stefnandi skilaði aftur eignum þess, m.a. með aðför og innsetningu í bifreiðarnar, og til þess að reyna að skapa báðum félögum starfsfrið. Stefnandi segir hins vegar að ljóst sé að engar forsendur hafi verið fyrir þessari bókun stefnda Eiríks Orms og ljóst sé að markmið hennar hafi verið að brjóta með ólögmætum hætti á rétti stefnanda sem sameiganda.
Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í málinu nr. A-178/2009, sem kveðinn var upp 11. febrúar 2010, var hafnað kröfu stefnda, Vélsmiðju Orms og Víglundar sf., um að tvær bifreiðar yrðu teknar úr vörslum stefnanda.
Þann 22. febrúar tók Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra við tilkynningu um stofnun eignarhaldsfélagsins VOOV ehf. Þar kemur fram að stefndi Eiríkur Ormur er stofnandi, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri félagsins. Í 5. gr. stofnskrár félagsins kemur fram að hlutafé félagsins sé 10.314.053 krónur og að það greiðist með því að stefndi Eiríkur Ormur leggi inn allar eignir Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. sem hann sé eini eigandi að.
Í bréfi Sýslumannsins í Reykjavík til stefnda Eiríks Orms Víglundssonar, dagsettu 17. mars 2010, er greint frá því að tilkynning um brottvikningu stefnanda yrði afmáð úr Firmaskrá Reykjavíkur og skráningu breytt til fyrra horfs.
Með símskeyti stefnanda til stefnda, Eiríks Orms Víglundssonar, dagsettu 7. apríl 2010, var boðað til félagsfundar í Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. miðvikudaginn 14. apríl 2010 kl. 15.00. Jafnframt er þar tilkynnt að tekin verði fyrir krafa stefnanda um slit á sameignarfélaginu á grundvelli 38. gr. laga nr. 50/2007 um sameignarfélög. Í þinghaldi málsins þann 15. apríl 2010 var lögð fram svohljóðandi bókun stefnda Eiríks Orms: “Vegna skeytis stefnanda, dags. 7. apríl 2010, þar sem boðað er til félagsfundar í stefnda Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. er því harðlega mótmælt, að stefnandi hafi heimild til að koma fram f.h. stefnda með þessum hætti. Engu að síður, fellst stefndi Eiríkur O. Víglundsson á kröfu stefnanda um að Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. verði tafarlaust slitið og krefst þess að afstaða hans verði bókuð. Jafnframt féll stefndi frá öllum kröfum um lögboðna eða samningsbundna fresti og teljist félaginu slitið hér og nú. Í ljósi þessa er þess krafist að málinu verði tafarlaust vísað frá dómi, ex officio á grundvelli 25. gr. eml. þar sem stefnandi hefur ekki lengur neina hagsmuni af því að fá leyst úr kröfum sínum þar sem andlag kröfugerðarinnar er ekki lengur til staðar. Jafnframt krefjast stefndu málskostnaðar úr hendi stefnanda, en kostnaður stefndu af málinu til dagsins í dag, nemur kr. 523.000,-.” Við svo búið var málinu frestað til munnlegs málflutnings um frávísunarkröfu stefndu. Með úrskurði dómsins, dagsettum 30. júní 2010, var hafnað frávísunarkröfu stefndu í málinu.
Fyrir dómi gáfu skýrslu stefnandi, Guðmundur Helgi Víglundsson, stefndi Eiríkur Ormur Víglundsson, svo og Haukur Gunnarsson löggiltur endurskoðandi.
II
Stefnandi kveður kröfur sínar byggja á því að honum hafi einhliða verið heimilt að krefjast slita á sameignarfélaginu samkvæmt b-lið 38. gr. laga nr. 50/2007 um sameignarfélög. Stefndu hafi brotið verulega gegn réttindum stefnanda sem félagsmanns. Þá hafi stefndi, Eiríkur Ormur, gróflega misnotað sér aðstöðu sína í félaginu til þess að brjóta á réttindum stefnanda og að auki hafi hann með ólögmætum hætti reynt að skjóta eignum félagins undan. Því krefjist mikilvægar ástæður þess að félaginu verði slitið. Til vara sé byggt á því að stefnanda hafi af sömu ástæðum verið heimilt að krefjast slita samkvæmt a-lið 1. mgr. 38. gr. laga um sameignarfélög vegna verulegra vanefnda á félagssamningi.
Stefndi Eiríkur Ormur hafi ítrekað gengið á rétt stefnanda með aðgerðum sem samrýmist ekki ákvæði laga um sameignarfélög og laga um einkahlutafélög. Ávirðingar Eiríks Orms séu að nokkru raktar í lýsingum á málsatvikum. Hér sé látið nægja að lýsa helstu ávirðingunum sem stefndi hafi orðið uppvís að:
1. Með því að reyna skjóta undan eignum stefnda, Vélsmiðju Orms og Víglundar sf., með því að reyna að stofna eignarhaldsfélagið VOOV ehf. en hlutafé félagsins hafi átt að greiðist með því að stefndi, Eiríkur Ormur, legði persónulega inn allar eignir Vélsmiðju Orms og Víglundar sf.
2. Með því að hafa framkvæmt ólögmæta ákvörðun um brottvikningu stefnanda úr félaginu og sent inn ólögmæta tilkynningu til Firmaskrár Reykjavíkur um brottvikningu stefnanda úr félaginu.
3. Með því að fara að heimili stefnanda ásamt syni sínum og taka ófrjálsri hendi bíl sem sé í eigu sameignarfélagsins og hafi réttilega verið í vörslum stefnanda. Þetta gerði stefndi, Eiríkur Ormur, þrátt fyrir að Héraðsdómur Reykjaness hafi 11. febrúar síðastliðinn úrskurðað að aðför væri ekki heimil í bifreiðar í eigu sameignarfélagsins sem væru í vörslum stefnanda.
4. Með því að halda því fram að stefnandi sé ekki eigandi að Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. í lögskiptum við aðra aðila þrátt fyrir að skráningarskjöl sýni ótvírætt fram á eignaraðild stefnanda.
5. Með því að hafa ítrekað reynt með ólögmætum hætti að bola stefnanda úr störfum framkvæmdarstjóra og stjórnarmanns dótturfélagsins, Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf.
6. Með því að loka prókúruumboði stefnanda á bankareikningum í eigu Vélsmiðju Orms og Víglundar sf., og Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf., loka fyrir símanúmer sem stefnandi hafði sem starfsmaður félaganna og með því að fyrirskipa endurskoðanda félaganna að veita stefnanda ekki fjármálalegar upplýsingar um félögin.
7. Með því að stöðva launagreiðslur til stefnanda sem hann átti rétt á sem starfsmaður félaganna.
Af þessu sé ljóst að útlokað sé að aðilar haldi samstarfi í félaginu áfram. Stefnandi hafi gert ítrekaðar tilraunir til þess að slíta samstarfi aðila með samningum. Þar sem stefndi, Eiríkur Ormur, hafi ekki viljað viðurkenna að stefnandi sé eigandi að sameignarfélaginu hafi allar slíkar tilraunir farið út um þúfur. Vegna þessarar afstöðu hans sé ekki raunhæfur kostur fyrir stefnanda að segja sig úr félaginu og eina úrræðið gegn yfirgangi stefnda, Eiríks Orms, sé að slíta félaginu. Stefndi, Eiríkur Ormur, hafi með grófum hætti reynt að skjóta eignum félagsins undan og á allan hátt hindrað stefnanda í að nýta þau réttindi sem hann hafi sem félagsmaður í sameignarfélaginu. Brýnt sé því að krafa um félagsslit verði samþykkt þannig að eðlileg og sanngjörn slitameðferð geti farið fram.
Krafan um skipan slitastjórnar byggi á því að sú tillaga hafi verið samþykkt á félagsfundi lögum samkvæmt og að í bókun stefnda fyrir dómi felist viðurkenning á þeim ákvörðunum sem teknar voru á fundinum. Hið sama gildi um kröfu stefnanda um að eignarhlutur hans í félaginu sé 50% og að hann eigi að fá úthlutað af eignum félagsins í samræmi við þau hlutföll, en hún teljist einnig samþykkt með bókuninni. Krafan um 50% eignarhlutdeild sé einnig byggð á því að þegar stefnandi hafi gengið inn í félagið á árinu 1994 hafi ekkert verið mælt fyrir um það hver eignarhlutföll þeirra ættu að vera. Félagið hafi á þeim tíma verið að þrotum komið vegna fjárhagserfiðleika en engu að síður hafi stefnandi tekið á sig fulla og óskipta ábyrgð á skuldbindingum félagsins. Í þessu hafi falist gríðarleg fjárhagsleg áhætta. Þar sem stefnanda hafi tekist að byggja félagið upp þannig að fjárhagur þess hafi batnað beri honum að fá hlutdeild í þeirri eignaaukningu til jafns við stefnda, Eirík Orm Víglundsson. Enginn samningur hafi verið gerður á milli sameigendanna á þeim tíma eins og verið hafði milli fyrri eigenda. Á því sé byggt að þar sem ekki hafi verið samið um önnur eignarhlutföll í byrjun eigi að miða við að hvor aðili um sig eigi helming í félaginu.
Því sé hafnað að við skipti á dánarbúi móður þeirra bræðra hafi stefnandi samþykkt að hann ætti engan hlut í sameignarfélaginu. Eins og skiptagerðin í dánarbúinu sýni hafi ekkert verið um þau mál fjallað í skiptagerðinni. Eignarhlutir í sameignarfélaginu komi þar hvergi fram enda hafi þeir ekki verið í eigu dánarbúsins heldur bræðranna sjálfra. Í erfðaskrá forelda þeirra bræðra frá 28. desember 1977 komi fram að Eiríkur Ormur eigi að erfa eignarhluta þeirra í sameignarfélaginu, sem hafi verið 20% samkvæmt félagssamningi. Skilyrði þessa skyldi vera að stefndi Eiríkur Ormur afsalaði sér öllu erfðatilkalli úr búi þeirra að öðru leyti og að hann tæki að sér ábyrgð á og greiðslu á öllum skuldbindingum fyrirtækisins. Ef erfðaskránni hefði verið fylgt hefði stefndi, Eiríkur Ormur, einn átt að taka við skuldum félagsins. Fyrir liggi að stefnandi hafi til jafns við stefnda, Eirík Orm, tekið ábyrgð á skuldum fyrirtækisins. Þá hafi stefndi, Eiríkur Ormur, ekki afsalað sér erfðatilkalli við skiptin því hann hafi fengið hluta af eignum búsins í sinn hlut við skiptin. Þá sé ítrekað að umræddur eignarhlutur hafi ekki verið í búinu þegar það hafi komið til skipta. Móðir þeirra hafi afsalað sér hlutnum til þess komast undan ábyrgð á skuldum félagsins. Stefnandi hafi gengið inn í félagið og tekið yfir ábyrgð á þessum skuldum til að búið losnaði undan þeim. Það sé ósanngjörn niðurstaða að stefnandi, sem hafi tekið á sig skuldbindingar félagsins þegar það hafi verið nánast gjaldþrota og byggt það upp hörðum höndum, eigi ekki að fá neina hlutdeild í eignamynduninni. Stefndi, Eiríkur Ormur, sem hafi greinilega ekki treyst sér til að uppfylla skilyrði í erfðaskrá um að taka ábyrgð á greiðslum skulda félagsins og afsala sér arfi, þegar fjárhagserfiðleikar hafi steðjað að fyrirtækinu. Það sé ósanngjarnt að koma núna fram með kröfur um að hann eigi að fá þá eignaaukningu sem hafi orðið til vegna starfa stefnanda í félaginu og þess að hann hafi tekið ábyrgð á skuldbindingum þess. Slík niðurstaða sé ólögmæt og algerlega óviðunandi.
Hvað lagatilvísanir varðar kveðst stefnandi byggja kröfur sínar á lögum nr. 50/2007 um sameignarfélög, einkum 1. mgr. 38. gr. Kröfuna um málskostnað byggi stefnandi á ákvæðum XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Mál þetta sé rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness samkvæmt heimild í 1. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 33. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
III
Stefndu byggja kröfu sína um sýknu meðal annars á aðildarskorti, bæði til sóknar og varnar, svo og á vanhæfi stefnanda til ákvarðanatöku í nafni stefnda Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. Þar sem kröfur stefnanda byggi allar á einum og sama atburði tekur rökstuðningur stefndu til þeirra í heild, nema annað sé sérstaklega tekið fram.
Eins og málatilbúnaður stefnanda sé lagður fyrir dóminn, byggi stefnandi kröfur sínar um slit á félaginu, skipun slitastjórnar og afmörkun eignarhluta í félaginu á því, að á félagsfundi, sem hann hafi boðað til í aprílmánuði 2010 og haldinn hafi verið 14. apríl sama ár hafi honum á grundvelli 38. gr. laga nr. 50/2007 um sameignarfélög verið heimilt að krefjast þessa. Eins og 38. gr. laganna beri skýrt með sér, sé það eingöngu félagsmaður í sameignarfélagi sem geti krafist þess á félagsfundi, að félagi verði slitið, sbr. ákvæði laganna. Eins og staðan sé í dag, og hafi verið þegar til fundarins hafi verið boðað og hann haldinn, hafði stefnandi verið rekinn úr félaginu með lögmætri ákvörðun félagsfundar 10. desember 2009. Sú ákvörðun hafi verið tilkynnt firmaskrá 11. desember 2009 og auglýst í Lögbirtingablaðinu 31. desember sama ár, auglýsing nr. 2009020883. Stefnandi hafi de facto viðurkennt þessa ráðstöfun, meðal annars með því að tilkynna, að þar sem lög hafi hindrað að hann tæki þátt í þeirri umræðu sem fram hafi farið á fundinum myndi hann ekki mæta og í framhaldi af því að höfða mál fyrir dóminum á hendur stefndu, Eiríki Ormi Víglundssyni og Vélsmiðju Orms og Víglundar sf., í því skyni að fá þeirri ákvörðun hnekkt. Ákvörðuninni hafi þannig ekki verið hnekkt og sé stefnandi þar af leiðandi ekki félagsmaður í hinu stefnda félagi. Stefnanda skorti því allt hæfi til þess að boða til fundar í félagi sem hann hafi verið rekinn úr, hvað þá að taka ákvarðanir í þess nafni eða gera aðrar ráðstafanir sem varða rekstur og/eða starfsemi þess.
Fundargerð frá umræddum fundi svo og allar samþykktir sem þar hafi verið gerðar og sagðar séu í nafni Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. séu því markleysa. Því beri að sýkna stefndu sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Þá kveðast stefndu einnig byggja sýknukröfu sína á því, að hinu stefnda félagi hafi í raun verið slitið löngu áður en ofannefndur fundur þann 14. apríl hafi farið fram. Með ákvörðun stefnda Eiríks Orms sem hafi verið tekin 1. febrúar 2010, um að slíta sameignarfélaginu Vélsmiðja Orms og Víglundar, og leggja allar eignir þess inn í nýtt eignarhaldsfélag, hafi hinu stefnda félagi í raun verið slitið. Líta verði á þann dag sem hinn raunverulega slitadag þess. Ákvörðun þessi hafi verið tilkynnt firmaskrá og þó hún hafi ekki enn verið birt sé stefnanda fullkunnugt um þessa ráðstöfun, enda upplýsingar um slit félagsins meðal þeirra gagna sem stefnandi byggi málatilbúnað sinn á. Hið stefnda félag geti þar af leiðandi ekki átt aðild í máli þessu, þar sem það sé í raun ekki lengur til, og ljóst sé að efnisdómur verði ekki kveðinn upp gegn því. Á sama hátt, þegar horft sé til málatilbúnaðar stefnanda, sé aðild stefnda, Eiríks Orms Víglundssonar, alfarið reist á því að hann hafi verið í fyrirsvari fyrir félagið, en engar kröfur séu gerðar á hendur honum persónulega eða stefndu in solidum. Aðild hans að máli þessu sé afleidd aðild, þ.e.a.s. að honum sé stefnt sem forsvarsmanni félags, sem ekki sé lengur til. Vegna þess hvernig málatilbúnaðar stefnanda sé úr garði gerður, hafi stefndi Eiríkur engu að síður kosið að taka til varna á þann hátt sem gert sé, þ.e.a.s. fyrir sína hönd og félagsins, en það beri á engan hátt að skilja sem samþykki eða viðurkenningu á því, að hið stefnda félag sé enn við lýði. Af þessum sökum beri að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda.
Stefnandi geri þá kröfu, að viðurkenndur verði 50% eignarhlutur hans í eignum Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. og ber fyrir sig samþykkt meints félagsfundar þann 14. apríl 2010 um þessa kröfu. Stefndi Eiríkur Ormur bendi á, að hvergi í gögnum málsins sé að finna neina sönnun fyrir eignarhluta stefnanda í Vélsmiðju Orms og Víglundar sf., hvort heldur sé 50% eða annar hlutur. Þvert á móti liggi skýrt fyrir, að samkvæmt félagssamningi hafi stefndi Eiríkur Ormur verið eigandi að 80% hluta í sameignarfélaginu á móti 20% hlut föður hans. Í sameiginlegri og gagnkvæmri erfðaskrá þeirra hjóna komi skýrt fram vilji þeirra beggja að við andlát þess langlífara skyldi hlutur dánarbúsins í stefnda Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. í einu og öllu hverfa til stefnda Eiríks Orms enda afsalaði hafi hann sér arfstilkalli til annarra eigna dánarbúsins. Skyldi hann jafnframt taka á sig ábyrgð og greiðslu á öllum skuldbindingum félagsins. Í skjali viðfestu erfðaskránni, undirrituðu af öllum erfingjum öðrum en stefnanda, hafi þeir lýst yfir samþykki sínu við þessari ráðstöfun. Þá komi sérstaklega fram í umræddri yfirlýsingu, að stefndi Eiríkur Ormur hafi lýst því yfir að hann tæki að sér allar skuldbindingar sem vélsmiðjunni tilheyrðu. Þar sem stefnandi hafi verið ólögráða á þeim tíma sem umrædd erfðaskrá og yfirlýsing hafi verið gerð, hafi hann verið bundinn af þessari ráðstöfun á grundvelli almennra reglna um forræði foreldra á fjárhagsmálefnum barna sinna. Hvað sem öðru líði hafi stefnandi fallist á ákvæði erfðaskrárinnar og yfirlýsingarinnar með því að rita athugasemdarlaust undir skiptagerð dánarbúsins á árinu 2002.
Við andlát Víglundar árið 1984, hafi dánarbúið og erfingjar þess virt umrædd ákvæði í erfðaskrá hjónanna. Engin breyting hafi orðið þar á þó stefnandi kæmi inn í sameignarfélagið 1994 í stað móður sinnar. Tilkynning til firmaskrár þann 30. september 1994 verði á engan hátt skilin sem framsal á hlut dánarbúsins til stefnanda eins og hann haldi fram. Í tilkynningunni sé hvergi minnst á sölu á hlut dánarbúsins eða annað framsal á honum til stefnanda eða einhvers annars. Stefnandi hafi alla sönnunarbyrði fyrir hinu gagnstæða.
Til viðbótar skuli það sérstaklega áréttað, að þegar skipti hafi loks farið fram á dánarbúi þeirra hjóna á árinu 2002 hafi í einu og öllu verið farið eftir ákvæðum erfðaskrárinnar eins og skýrt komi fram á skiptagerðinni. Þó stefndi Eiríkur Ormur hafi tekið í arf hluta af Skeggjastaðalandi, þá hafi það verið að ósk afa stefnda Eiríks Orms að hann fengi ákveðinn skika af því landi og hafi honum sérstaklega verið ánafnaður umræddur skiki. Hafi það í raun verið dánarbúinu óviðkomandi þó svo að fara hafi þurft þessa leið. Hafi stefnandi talið að með þessu væri verið að brjóta gegn ákvæðum erfðaskrárinnar, hafi honum borið að gera athugasemd um það á þeim tíma.
Stefndi Eiríkur Ormur hafni því alfarið, að stefnandi hafi með einhverjum hætti unnið sér inn eignarhlut í sameignarfélaginu eins og haldið sé fram í stefnu. Hið rétta sé, að stefnandi hafi komið inn í félagið sem fulltrúi dánarbúsins og unnið sem óbreyttur starfsmaður í vélsmiðjunni fram að þeim tíma að rekstur hennar hafi verið færður yfir í einkahlutafélagið á árinu 1998. Frá þeim tíma hafi stefnandi ekki haft nein afskipti af sameignarfélaginu eða starfsemi þess og allar ákvarðanir og ráðstafanir sem þurft hafi að gera í þess nafni hafi verið teknar af stefnda Eiríki Ormi. Frá árinu 1998 hafi stefnandi alfarið og eingöngu unnið í þágu einkahlutafélagsins. Stefnandi hafi aldrei lagt sameignarfélaginu til fé, eða ábyrgðir af neinu tagi, eða hafi orðið að sæta ábyrgðum í nafni sameignarfélagsins, þó svo að hann hafi af nauðsyn verið skráður aðili að því.
Að lokum bendi stefndi Eiríkur Ormur á, að hvernig sem á málið sé litið, og jafnvel þó svo ólíklega fari, að stefnanda hafi verið talið heimilt að boða til hins umdeilda félagsfundar þann 14. apríl 2010, þá hafi fundurinn verið ófær um að taka neina þá ákvörðun sem varðaði sameignarfélagið. Bendi stefndi á að samkvæmt félagssamningi þá þurfi undirskrift beggja aðila til allra meiriháttar ráðstafana. Í 12. gr. laga nr. 50/2007 um sameignarfélög segi jafnframt að ákvörðun á félagsfundi skuli tekin með samþykki allra félagsmanna. Það sé eingöngu í þeim tilvikum þar sem sérstaklega sé kveðið á um afl atkvæða í félagssamningi að heimilt sé að taka ákvörðun þrátt fyrir fjarveru félagsmanns. Slíkt ákvæði sé hvergi að finna í félagssamningi þeim sem gilti fyrir stefnda, Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. Í því ljósi og þar sem stefndi Eiríkur hafi verið fjarverandi á fundinum 14. apríl 2010, hafi fundurinn ekki verið bær til að taka neina ákvörðun sem varðaði málefni félagsins.
Í þessu sambandi bendi stefndi jafnframt á að samkvæmt skýru ákvæði 10. gr. laga um sameignarfélög, beri við boðun félagsfunda að greina þau málefni sem taka á til meðferðar á fundinum. Í fundarboði stefnanda hafi eingöngu verið getið um kröfu hans til slita á félaginu. Þegar af þessari ástæðu hafi verið útilokað að taka til afgreiðslu eða ákvörðunar önnur málefni en í fundarboðinu sjálfu greini. Þá bendi stefndi Eiríkur Ormur að lokum á, að í ljósi almennra hæfisreglna, svo og ákvæða sameignarfélagslaga þá hafi stefnandi verið með öllu vanhæfur til að taka einn og einhliða ákvörðun um eignarhlut í hinu stefnda félagi.
Eins og fram hafi komið, hafi stefnandi höfðað mál á hendur sömu aðilum með stefnu sem þingfest hafi verið 13 janúar 2010 vegna málefna aðila. Ekkert sé fram komið í máli þessu sem bendi til annars, en að stefnanda hafi á því tímamarki verið unnt að hafa uppi kröfur um slit á félaginu og önnur þau atriði sem um sé fjallað í máli þessu. Fari svo ólíklega, að stefnanda verði dæmt sakarefni þessa máls, beri með tilvísun til 4. mgr. 130. gr., sbr. 2. mgr. 27 gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að fella málskostnað niður á hendur stefndu. Til viðbótar þeim lagatilvísunum sem að framan sé getið vísa stefndu til ákvæða laga 42/1903, einkum II. kafla laganna.
IV
Í máli þessu gerir stefnandi meðal annars kröfu um slit á sameignarfélagi Vélsmiðju Orms og Víglundar samkvæmt heimild í b-lið 38. gr. laga nr. 50/2007 um sameignarfélög. Stefndu krefjast sýknu og byggja á aðildarskorti til sóknar og varnar. Aðeins félagsmaður geti krafist slita á sameignarfélagi á grundvelli 38. gr. laga nr. 50/2007 um sameignarfélög. Stefnandi hafi verið rekinn úr félaginu 10. desember 2009 og hafi því hvorki verið bær til að boða til fundar í sameignarfélaginu, né til að setja fram kröfu um slit félagsins samkvæmt 38. gr. laganna. Brottvikning stefnanda úr félaginu girði fyrir það að hann geti sett fram kröfu um slit félagsins og geti hann ekki verið aðili að málinu. Þá hafi stefndi, Eiríkur Ormur Víglundsson, samþykkt slit á félaginu og með ákvörðun dagsettri 1. febrúar 2010 tilkynnt slit félagsins til firmaskrár og óskað eftir að það yrði afmáð úr firma- og fyrirtækjaskrá. Málinu sé því ranglega beint að sameignarfélaginu þar sem eini eigandi félagsins hafi lýst því yfir að því sé slitið. Samkvæmt 37. gr. laga nr. 50/2007 um sameignarfélög teljist sameignarfélagi þegar slitið ef félagsmenn eru færri en tveir. Beri því að sýkna stefndu á grundvelli aðildarskorts samkvæmt 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Með dómi réttarins í dag í máli númer E- 59/2010 milli sömu aðila er komist að þeirri niðurstöðu, að kröfu stefnanda beggja málanna, að ákvörðun félagsfundar stefnda, Vélsmiðju Orms og Víglundar sf., frá 10. desember 2009 um að víkja stefnanda úr sameignarfélaginu að kröfu og samkvæmt samþykki stefnda Eiríks Orms hafi verið ógild frá upphafi og sé markleysa þar sem ekki hafi verið uppfyllt nauðsynleg skilyrði 36. gr. laga nr. 50/2007 til að víkja stefnanda úr félaginu. Er þannig við það miðað í máli þessu að stefnandi sé eigandi að sameignarfélaginu ásamt stefnda, Eiríki Ormi Víglundssyni, en báðir eru skráðir sem slíkir, eins og staðfest er með bréfi Sýslumannsins í Reykjavík dagsettu 17. mars 2010. Af því leiðir að félaginu telst ekki hafa verið slitið samkvæmt 37. gr. laga nr. 50/2007, eða fyrir ákvörðun stefnda Eiríks Orms, þannig að gilt sé að lögum. Er því hafnað kröfu stefndu um sýknu á grundvelli aðildarskorts.
Krafa stefnanda um slit sameignarfélagsins var sett fram á félagsfundi sem stefnandi boðaði til með símskeyti dagsettu 7. apríl 2010. Til fundarins var boðað samkvæmt heimild í 2. mgr. 10. gr. laga nr. 50/2007 og frá því greint að tekin yrði fyrir krafa stefnanda um slit á sameignarfélaginu. Fundurinn var haldinn 14. apríl sama ár. Stefndi Eiríkur Ormur mætti ekki til fundarins. Í fundargerð frá fundinum kemur fram að ástæður fyrir kröfu stefnanda um slit á félaginu sé að brotið hafi verið gróflega á hagsmunum stefnanda meðal annars með því að reyna að víkja honum úr félaginu og skjóta eignum sameignarfélagsins undan með því að reyna að setja þær í einkahlutafélag í eigu stefnda Eiríks Orms. Á fundinum gerði stefnandi tillögu um að Jóhannes Sigurðsson hæstaréttarlögmaður yrði skipaður í skilanefnd fyrir félagið samkvæmt 39. gr. laga nr. 50/2007 um sameignarfélög og að skiptin yrðu framkvæmd þannig að eignarhlutur hvors sameiganda yrði 50% á hvorn. Með bókun dagsettri 15. apríl 2010 mótmælti stefndi Eiríkur Ormur því að stefnandi hefði heimild til að koma fram fyrir hönd sameignarfélagsins með þessum hætti, en féllst á kröfu stefnanda um að stefnda, Vélsmiðju Orms og Víglundar sf., yrði tafarlaust slitið. Í samræmi við þá afstöðu stefnda Eiríks Orms verður tekin til greina án frekari umfjöllunar sú krafa stefnanda að staðfesti verði að slíta beri Vélsmiðju Orms og Víglundar sf.
Á framangreindum félagsfundi í sameignarfélaginu 14. apríl 2010, kom fram tillaga um að Jóhannes Sigurðsson hæstaréttarlögmaður yrði skipaður í skilanefnd við slit á félaginu. Samkvæmt 39. gr. laga nr. 50/2007 um sameignarfélög skal félagsfundur taka ákvörðun um skipti. Þá getur félagsmaður gert kröfu um að félagsfundur kjósi skilanefnd með einum eða fleiri mönnum eftir nánari ákvörðun félagsfundar. Var þetta gert eins og fram er komið og Jóhannes Sigurðsson hrl. kosinn á fundinum í skilanefnd félagsins. Framlagt símskeyti með boðun félagsfundar í umrætt sinn staðfestir að mati dómsins að boðun fundarins var með þeim hætti sem fyrir er mælt í 10. gr. laga nr. 50/2007 um sameignarfélög og því gild að lögum. Stefnandi var á þessum tíma félagsmaður í sameignarfélaginu og er fundurinn að mati dómsins lögmætur þrátt fyrir fjarveru stefnda, Eiríks Orms Víglundssonar. Að þessu virtu verður tekin til greina krafa stefnanda um staðfestingu á skipun skilanefndar við slit á sameignarfélaginu eins og nánar greinir í dómsorði.
Í málinu gerir stefnandi einnig þá kröfu að viðurkennt verði að hann sé eigandi að 50% eignarhlut í Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. og að við slit á félaginu eigi hann rétt á að fá helming af þeim eignum sem koma til úthlutunar við slitin. Stefndu hafa á hinn bóginn mótmælt því að stefnandi hafi verið eignandi að Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. og er málatilbúnaður stefndu og kröfur öðrum þræði reistur á því að stefnandi hafi ekki verið félagsmaður í sameignarfélaginu heldur aðili. Er sú fullyrðing í andstöðu við kröfu stefnda, Eiríks Orms Víglundssonar, á félagsfundi 10. desember 2009 að víkja stefnandi “tafarlaust úr félaginu” Þá liggur fyrir að stefnandi er skráður eigandi að sameignarfélaginu hjá firmaskrá og er við það miðað við úrlausn þessa máls að stefnandi hafi gerst sameigandi að félaginu með tilkynningu til firmaskrá Reykjavíkur, dagsettri 30. september 1994, þar sem stefnandi tókst á hendur ábyrgð á skuldbindingum félagsins til jafns við stefnda Eirík Orm. Við það er einnig miðað að sameignarfélag sé félag í eigu tveggja eða fleiri félagsmanna og því komi ekki til álita að stefndi Eiríkur Ormur hafi verið eini eigandi félagsins frá árinu 1994.
Í félagssamningi sem Víglundur Guðmundsson og stefndi Eiríkur Ormur Víglundsson gerðu með sér og skráður var í firmaskrá 25. júní 1980, kemur fram að þeir reki vélsmiðju í félagi svo og annan skyldan atvinnurekstur undir firmanafninu Vélsmiðja Orms og Víglundar sf. Fram er tekið að hlutur Eiríks Orms nemi 80% en hlutur Víglundar 20% og skuli ágóða og halla af starfsemi félagsins skipt eftir sömu hlutföllum, en gagnvart lánadrottnum skyldu þeir ábyrgjast skuldir félagsins að óskiptu. Eftir andlát Víglundar árið 1984 var tilkynnt til firmaskrár af ekkju hans, Eyrúnu Eiríksdóttur, að firmað yrði eftirleiðis ritað af stefnda, Eiríki Ormi. Þann 30. september 1994 tilkynnti Eyrún firmaskrá að aðild hennar að rekstri sameignarfélagsins væri lokið. Jafnframt var tilkynnt að stefnandi hefði gerst aðili að sameignarfélaginu. Tekið var fram í tilkynningunni, sem undirrituð er af Eiríki Ormi Víglundssyni og Guðmundi Helga Víglundssyni, að stefnandi og stefndi Eiríkur Ormur ábyrgist skuldbindingar félagsins báðir fyrir annan og annar fyrir báða.
Óumdeilt er í máli þessu að stefnandi og stefndi Eiríkur Ormur gerðu ekki með sér skriflegan samning jafnhliða því að stefnandi tók á sig ábyrgð á skyldum sameignarfélagsins og gagnstætt því sem var í félagssamningi feðganna Víglundar og stefnda Eiríks Orms frá 1980 eru eignarhlutföll ekki tilgreind sérstaklega í tilkynningu þeirra bræðra til firmaskrár Reykjavíkur, þegar stefnandi kom í stað móður sinnar sem eigandi sameignarfélagsins. Þar er tekið fram að bræðurnir ábyrgist skuldbindingar félagsins, báðir fyrir annan og annar fyrir báða. Verður ákvæði þetta ekki skilið öðru vísi en svo en að eignarhlutföll bræðranna í sameignarfélaginu hafi frá þessum tíma verið söm og jöfn, enda ábyrgjast báðir allar skuldbindingar félagsins samkvæmt tilkynningunni.
Fram er komið að þegar Eyrún Eiríksdóttir gekk út úr sameignarfélaginu og stefnandi tók við þá hafi fjárhagsstaða félagsins verið fremur slæm. Enn fremur að stefnandi og stefndi Eiríkur Ormur hafi lagt að jöfnu fram vinnu sína í þágu sameignarfélagsins og þegið sambærilegt endurgjald fyrir. Af hálfu stefnda Eiríks Orms hefur verið haldið fram að hann hafi oft lagt félaginu til fé en það hafi stefnandi aldrei gert. Þessa fullyrðingu stefnda Eiríks Orms telur dómurinn ósannaða enda nýtur engra ganga við í málinu, hvorki ársreikninga né annarra upplýsinga um fjármál eða fjárhag félagsins sem staðfest geta þessa fullyrðingu stefnda. Verður stefndi látinn bera hallann af því.
Samkvæmt framangreindu liggur fyrir að stefnandi og stefndi Eiríkur Ormur sömdu ekki um eignarhlutföll sín á milli í félaginu þegar stefnandi tók við aðild að félaginu. Að mati dómsins þykir því rétt að miðað við að þá hafi tekið við nýr samningur milli bræðranna sem var ekki skriflegur og að hlutdeild þeirra í arði félagsins og ábata af rekstri þess sé jöfn. Jöfn ábyrgð þeirra á skuldbindingum félagsins og jafnt framlag og launagreiðslur, sem ekki er deilt um að hafi verið jafnar, staðfesta að mati dómsins jafna eignaraðild bræðranna að sameignarfélaginu. Verður samkvæmt þessu tekin til greina krafa stefnanda um að viðurkennt verði að stefnandi sé eigandi að 50% eignarhlut í Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. og að við slit á félaginu eigi hann rétt á að fá helming af þeim eignum sem koma til úthlutunar við slitin.
Það þykir ekki breyta þessari niðurstöðu þótt sá vilji komi fram í sameiginlegri erfðaskrá hjónanna Eyrúnar Eiríksdóttur og Víglundar Guðmundssonar frá 28. desember 1977 að við andlát þess langlífara skuli hlutur dánarbúsins í sameignarfélaginu hverfa til stefnda Eiríks Orms, enda afsali hann sér erfðatilkalli að öðru leyti. Í einkaskiptagerð í dánarbúi Eyrúnar Eiríksdóttur frá 4. júlí 2002 er ekki getið um eignarhluta í sameignarfélaginu og verður þá við það að miða að sá eignarhlutur hafi ekki verið í búinu, þegar skiptin fóru fram, heldur í eigu stefnda Eiríks Orms og stefnanda í samræmi við tilkynningu þeirra og móður þeirra til firmaskrár Reykjavíkur, sem dagsett er 30. september 1994.
Í samræmi við þá niðurstöðu dómsins að framan að kröfur stefnanda í málinu eru teknar til greina og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefndu in solidum gert að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Er þá tekið mið af því að samhliða þessu máli hafa sömu aðilar rekið dómsmál sín á milli um tengt álitaefni, málið nr. E- 59/2010.
Jón Höskuldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.
Dómsorð:
Staðfest er að slíta beri Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. og Jóhannes Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, kt. 020460-3699, Ásbúð 21, Garðabæ skipi skilanefnd fyrir sameignarfélagið.
Viðurkennt er að stefnandi, Guðmundur Helgi Víglundsson, sé eigandi að 50% eignarhlut í Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. og að við slit á félaginu eigi hann að fá helming af þeim eignum sem koma til úthlutunar við slit félagsins.
Stefndu greiði stefnanda 500.000 krónur í málskostnað.