Hæstiréttur íslands
Mál nr. 586/2012
Lykilorð
- Kynferðisbrot
- Börn
- Skaðabætur
|
|
Fimmtudaginn 24. október 2013. |
|
nr. 586/2012:
|
Ákæruvaldið (Stefanía G. Sæmundsdóttir settur saksóknari) gegn Berki Ragnarssyni (Brynjar Níelsson hrl.) (Einar Gautur Steingrímsson hrl. réttargæslumaður) |
Kynferðisbrot. Börn. Skaðabætur.
B var sakfelldur fyrir kynferðisbrot með því að hafa í að minnsta kosti eitt skipti haft kynferðismök við A, sem var 14 ára, gegn greiðslu. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir tilraun til kynferðisbrots með því að hafa mælt sér mót við A og farið með hann á afvikinn stað þar sem hann ætlaði að hafa við hann kynferðismök gegn greiðslu. Var háttsemi B annars vegar talin varða við 1. mgr. 202. gr. og 2. mgr. 206. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og hins vegar við framangreind ákvæði, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga. Var refsing B ákveðin fangelsi í 2 ár og 6 mánuði auk þess sem honum var gert að greiða A miskabætur.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson.
Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 28. ágúst 2012 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að refsing ákærða verði þyngd.
Ákærði krefst aðallega sýknu, en til vara að refsing verði milduð. Þá krefst hann þess aðallega að einkaréttarkröfu verði vísað frá héraðsdómi, en til vara að hún verði lækkuð.
A krefst þess að ákærða verði gert að greiða sér 1.800.000 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði.
Í I. kafla ákæru er ákærða gefið að sök að hafa í minnsta kosti eitt skipti haft kynmök við brotaþola með því meðal annars að hafa látið hann fróa sér. Brotaþoli hefur ekki borið þessar sakir á ákærða og verður hann því sýknaður af þeim sakargiftum.
Ákærði hefur mótmælt því að sér hafi verið ljóst að brotaþoli hafi verið 14 ára að aldri er ætluð brot ákærða hafi verið framin. Ákærði sagðist í skýrslu fyrir dómi hafa talið brotaþola „allt of“ ungan þegar sá síðarnefndi hafi boðið honum að hafa við sig kynmök í fyrsta skipti. Nánar spurður um hvort hann hafi séð að brotaþoli væri allt of ungur sagði ákærði: „Já, ég sá það strax, ég taldi kannski svona 15-16 ára gamall. Ég bara get ekki dæmt um það hvað unglingar eru gamlir í raun og veru. En þetta var svo augljóst.“ Þá neitaði ákærði því einnig aðspurður að eitthvað kynferðislegt hafi átt sér stað milli sín og brotaþola á heimili ákærða er brotaþoli kom þangað í heimsókn umrætt sinn, enda hefði hann ekki „kynmök við börn.“ Að þessu virtu er ljóst að ákærði gerði sér grein fyrir að drengurinn var allt of ungur, en engu að síður kannaði hann ekki nánar hversu gamall drengurinn var og lét sér það í léttu rúmi liggja. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða og heimfærslu brota hans til refsiákvæða.
Í álitsgerðum geðlæknis og sálfræðings sem eru meðal gagna málsins kemur fram að vandi brotaþola sé margþættur. Hann hafi meðal annars greint frá mikilli fíkniefnaneyslu og að hann hafi orðið fyrir alvarlegri kynferðislegri misnotkun allt frá 11 ára aldri af hálfu fjölda fullorðinna karlmanna. Kemur fram í álitsgerð geðlæknisins að brotaþola hafi um lengri tíma liðið „hörmulega“ og fundist hann sjálfur vera einskis nýtur. Mjög líklegt sé að þessi líðan sé bein afleiðing þess að hann hafi verið misnotaður kynferðislega. Þá segir í álitsgerð sálfræðingsins að einkenni brotaþola bendi til þess að hann uppfylli „greiningarskilmerki“ kvíða- og áfallastreituröskunar. Er samkvæmt framansögðu staðfest niðurstaða héraðsdóms um að brotaþoli eigi rétt á bótum úr hendi ákærða, enda var háttsemi hans til þess fallin að valda drengnum miska. Við ákvörðun bóta verður á hinn bóginn að hafa í huga að afleiðingar kynferðislegrar misnotkunar brotaþola mun einnig mega rekja til þess að fleiri menn hafi átt þar hlut að máli. Að þessu virtu og atvikum máls að öðru leyti eru bætur handa brotaþola hæfilega ákveðnar í héraðsdómi og skulu þær bera vexti eins og þar greinir.
Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verða staðfest.
Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði.
Hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp 3. ágúst 2012 og staðfesti héraðsdómur 14. september sama ár endurrit úr þingbók vegna allra þinghalda í málinu, þar á meðal af skýrslum sem gefnar voru við aðalmeðferð þess. Málsgögn, sem eru ekki mikil að vöxtum, bárust á hinn bóginn ekki Hæstarétti fyrr en 19. júní 2013. Þessi dráttur hefur ekki verið skýrður og er aðfinnsluverður.
Dómsorð:
Héraðsdómur skal vera óraskaður.
Ákærði, Börkur Ragnarsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 750.233 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns, 502.000 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Einars Gauts Steingrímssonar hæstaréttarlögmanns, 188.250 krónur
Dómur Héraðsdóms Vesturlands 3. ágúst 2012.
Mál þetta höfðaði ríkissaksóknari með ákæru 17. nóvember 2011 á hendur ákærða, Berki Ragnarssyni, [...], [...], [...]. Málið var dómtekið 29. júní 2012. Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt ákvæða 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008.
Í ákæru segir að málið sé höfðað gegn ákærða „fyrir kynferðisbrot framin gegn A, fæddum [...], sem þá var 14 ára:
I.
Á tímabili frá nóvember 2010 fram í janúar 2011, að [...]:
1. Með því að hafa að minnsta kosti í eitt skipti haft kynferðismök við A með því að láta hann fróa sér og sjúga á sér kynfærin og hafa við hann endaþarmsmök.
2. Með því að hafa í fyrrgreint skipti greitt A fyrir vændi barns með reiðufé, allt að kr. 20.000, sbr. lið I/1.
Telst ákæruliður I/1 varða við 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 40/1992, 4. gr. laga nr. 40/2003 og 11. gr. laga nr. 61/2007. Telst ákæruliður I/2 varða við 2. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 13. gr. laga nr. 61/2007 og 2. gr. laga nr. 54/2009.
II.
Tilraunir til kynferðisbrota að kvöldi sunnudagsins 26. mars 2011 á [...]:
1. Með því að hafa mælt sér mót við A skammt frá heimili hans að [...] og farið með hann á afvikinn stað við [...] og ætlað að hafa þar við hann kynferðismök.
2. Með því að hafa í fyrrgreint skipti ætlað að greiða A fyrir vændi barns með reiðufé, allt að kr. 10.000, sbr. lið II/1.
Telst ákæruliður II/1 varða við 1. mgr. 202. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga. Telst ákæruliður II/2 varða við 2. mgr. 206. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Einkaréttarkrafa:
Af hálfu B, kt. [...], vegna ólögráða sonar hennar, A, kt. [...], er krafist miskabóta að fjárhæð kr. 1.800.000 auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. september 2010 þar til mánuður er liðinn frá birtingu skaðabótakröfu þessarar en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags.“
Af hálfu ákærða er þess krafist að hann verði sýknaður af öllum ákæruatriðum. Þess er krafist að sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. Ákærði krefst frávísunar en til vara sýknu af kröfu B vegna ólögráða sonar hennar, A. Vegna einkaréttarkröfu gerir ákærði kröfu um málskostnað að skaðlausu úr hendi bótakrefjanda.
Málsatvik
Laugardaginn 26. mars 2011 kl. kl. 23.50 hringdi ákærði til lögreglunnar á [...] og tilkynnti að drengur að nafni A hefði stolið af sér veski með öllum hans skilríkjum, greiðslukortum og 25-30.000 krónum í peningum. Hefði A fengið far með honum frá [...] að [...] og á leiðinni hafi hann stolið veskinu úr vasa á jakka sem verið hafi í bifreiðinni. Ákærði kvaðst stundum hafa hitt A í [...] og að bróðir A sem ákærði kvaðst þekkja byggi einnig í [...]. Ákærði sagðist vera með símanúmer hjá A, [...], en sagðist ekki vita meira um hann. Lýsti ákærði A svo að hann væri 15-16 ára og örugglega samkynhneigður, hár og grannur með dökkt hár. Lögregla hafði samband við B til að kanna hvort hér væri um að ræða brotaþola en hann féll að lýsingu ákærða. Sagði hún að hann væri með símanúmerið [...]. Brotaþoli hefði ekki getað verið í [...] fyrr um kvöldið þar sem hann hefði aðeins skotist út í um 45 mínútur. Lögregla fór að heimili brotaþola að [...] þangað sem hann kom skömmu síðar. Brotaþoli kvaðst aðspurður hafa stolið veski ákærða og peningar, 13.500 krónur, sem móðir hans hefði fundið í herbergi hans hafi komið úr veskinu en hann hafi hent því uppi í [...] og sagðist vera búinn að eyða 1.000 krónum sem í því voru. Hann hafi talað við ákærða fyrr um kvöldið og boðið honum kynlíf gegn greiðslu og að ákærði hafi komið upp á [...] og þeir farið upp í [...] til þess að gera það. Hann hafi síðan ákveðið að stela veskinu frá ákærða og hlaupið í burtu með það. Lögregla fór með brotaþola upp í [...] þar sem hann vísaði á veskið sem lagt var hald á og farið með á lögreglustöð.
Sunnudaginn 27. mars 2011 var tekin skýrsla af brotaþola hjá lögreglu að móður hans viðstaddri. Þar sagðist hann hafa sett auglýsingu á einkamálasíðu sökum þess að hann bráðvantaði peninga og ákærði hefði gefið sig á tal við hann á MSN um kl. 19.00. Hafi ákærði óskað eftir kynlífi gegn greiðslu 10.000 króna, sem brotaþoli hafi samþykkt og þeir ákveðið að hittast á [...]. Brotaþoli kvaðst hafa stundað kynlíf með ákærða nokkrum sinnum áður fyrir löngu síðan, einnig gegn greiðslu. Hafi hann vitað að ákærði væri með seðlaveskið á sér og ákveðið að hnupla því án þess að veita ákærða kynlíf. Ákærði hefði náð í sig á fólksbíl kl. 21.00 á [...] og þeir ákveðið að fara upp í [...] og leggja bifreiðinni þar við. Brotaþoli sagðist hafa farið í sleik við ákærða og tekið veskið þá upp úr brjóstvasanum. Hann hafi sagt ákærða að hann ætlaði að fara úr jakkanum og þá farið út úr bifreiðinni og hlaupið í burtu. Hafi ákærði öskrað og hlaupið á eftir sér en brotaþoli kvaðst hafa stungið hann af og farið heim til sín. Brotaþoli sagði að samkomulagið á milli þeirra hefði verið 10.000 krónur fyrir hvaða form af kynlífi sem ákærði vildi. Brotaþoli kvaðst hafa komið heim lafmóður eftir hlaupin og staðfesti móðir hans það en hún var heima er hann kom. Brotaþoli kvaðst vita að ákærði ætti heima í [...] rétt hjá [...]. Móðir brotaþola óskaði eftir að fram færi „fíkniefnatest“ og fékkst jákvæð svörun við THC og viðurkenndi brotaþoli neyslu á því efni kvöldið áður en hann kvaðst vera nýfallinn eftir góðan tíma í edrúmennsku. Lagt var hald á veski ákærða en í það hafi vantað nokkur þúsund krónur sem brotaþoli kvaðst hafa eytt. Sama dag lagði móðir ákærða fram kæru á hendur ákærða. Hún kvaðst lítið vita um samskipti brotaþola og ákærða annað en það sem brotaþoli hefði sagt henni. Brotaþoli hefði sagt henni að hann hefði platað ákærða til [...] með loforði um að stunda kynlíf með honum. Brotaþoli hefði sagt sér að hann hefði ekki ætlað sér að stunda kynlíf með ákærða en hann hefði ætlað sér að stela af honum veskinu. Ákærði væri gamall kúnni þ.e.a.s. brotaþoli hefði stundað kynlíf með ákærða áður og þá gegn greiðslu. Hún kvaðst vita til þess að brotaþoli hefði selt kynlífsþjónustu til fullorðinna karlmanna um nokkurn tíma og teldi hún ákærða vera einn af þeim.
Hinn 4. apríl 2011 fór fram skýrslutaka af brotaþola í Barnahúsi í Reykjavík sbr. a lið 59. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
Hann kvaðst hafa látið ákærða koma upp á [...] en hann hafi ætlað að stela veskinu af honum. Hann kvað ákærða heita Börk og að hann byggi rétt hjá [...] í [...]. Hann hafi ætlað að selja honum líkama sinn þ.e. að veita honum kynlífsþjónustu. Hann myndi ekki alveg hvernig hann hefði kynnst þessum manni og hvernig hann fékk hann á MSN. Hann myndi ekki af hverju hann var með hann á MSN. En hann hafi verið með hann þar og þeir byrjað að spjalla og brotaþoli boðið honum að kaupa sig. Hafi hann sagt ákærða að hann væri orðinn 14 ára þegar hann hafi selt sig honum fyrst og hinn talið það allt í lagi. Síðan hafi hann farið heim með ákærða og sofið hjá honum en ákærði síðan borgað honum og skutlað sér til baka. Nánar aðspurður sagði brotaþoli að ákærði hefði riðið sér í rassinn og kvaðst halda að hann hefði fengið sáðlát. Þeir hafi notað verjur. Nánar aðspurður sagði brotaþoli að hann myndi ekki hvort hann hafi sagt ákærða áður en hann hitti hann að hann væri 14 ára en hann hafi sagt honum það áður en þeir áttu samlíf. Hann hafi fengið 20.000 krónur í peningum fyrir greiðann. Hann minnti að þetta hefði gerst tvisvar eða einu sinni áður en þarna hefði hann verið að nefna fyrsta skiptið. Þetta hafi alltaf verið heima hjá ákærða nema þegar hann plataði hann upp á [...] og stal veskinu. Um það sagði brotaþoli að hann hefði sagt við ákærða að hann væri með aðstöðu heima hjá sér af því að foreldrar hans væru fyrir [...] eða eitthvað. Og hann mætti gera bara hvað sem væri með sér fyrir 10.000 kall. Brotaþoli kvaðst vita vegna heimsókna sinna hjá ákærða að hann væri alltaf með mikið af peningum í veskinu. Hafi brotaþoli því nefnt einhverja lága upphæð til þess að ákærði myndi koma. Hann hafi látið ákærða sækja sig í götu sem sé tveimur götum frá götu þeirri er brotaþoli býr í. Síðan hafi hann sagt við ákærða að hann hafi viljað fá 10.000 krónurnar. Hafi hann ætlað að láta ákærða borga sér áður en þeir færu inn í húsið og hlaupa síðan á brott. Ákærði hafi ekki viljað það og hafi brotaþoli sagt honum að fara upp í [...]. Þegar þangað var komið hefði hann sagt hvort þeir ættu ekki að fara aftur í bílinn. Síðan hafi þeir verið eitthvað að kyssast og ákærði hafi farið úr jakkanum áður en hann fór inn í bílinn. Síðan hafi þeir verið að kyssast og hafi brotaþoli farið í vasann á jakka ákærða og tekið veskið hans og sett í úlpuvasa sinn. Síðan hafi þeir verið að kyssast og brotaþoli sagst ætla að fara úr úlpunni. Ákærði hafi sagt honum að fara úr úlpunni og brotaþoli farið út úr bílnum en þegar ákærði hafi verið kominn úr skyrtunni hafi brotaþoli skellt hurðinni og hlaupið í burtu. Hann hafi hlaupið út í [...] og þegar þangað var komið hafi hann opnað veskið, tekið alla peningana og hent hinu út um allt og hlaupið í burtu. Þegar hann hafi verið að koma út úr [...] hafi hann séð bíl ákærða sem hafi farið út úr bílnum og hlaupið eftir honum en hann náð að stinga ákærða af. Hann hafi síðan farið heim til sín. Hann mundi ekki hversu miklir peningar hefðu verið í veski ákærða en hélt að það hefðu verið 15 20.000 krónur. Hann hafi keypt sér sígarettur og eitthvað fleira, hann hafi ekki eytt öllum peningunum heldur tekið eitthvað smávegis með sér út aftur en geymt hitt heima. Hann kvaðst hafa notað MSN [...] en hélt að ákærði hefði notað [...]. Þeir hafi mælt sér mót í gegnum MSN en líka stundum í gegnum síma. Það hafi þó verið í gegnum fyrri síma brotaþola sem hann hafi týnt. Ekki mundi brotaþoli númer síma þess sem hann týndi en taldi að móðir hans vissi það. Ekki kvaðst hann muna síma ákærða. Aðspurður um orðin Börkur kúnni [...] kvað brotaþoli það geta hafa átt við síma ákærða. Áður en ákærði hafi komið upp á [...] hafi hann sent einhver skilaboð í síma brotaþola og hann vísað ákærða hvert hann ætti að fara. Einnig að eftir að brotaþoli hefði hlaupið burtu með veskið hafi hann sent honum SMS boð um að skila veskinu. Brotaþoli hafi eytt því og hafi ákærði sent honum SMS um að brotaþola myndi ekki langa til að mæta [...] og hann vissi alveg hver brotaþoli væri. Síðan hafi brotaþoli fengið SMS eftir þetta um að þegar hann sæi hann næst ætlaði ákærði að drepa hann eða eitthvað í þá áttina. Ekki hefði ákærði hótað honum áður. Aðspurður um í hvers konar húsnæði ákærði byggi sagði brotaþoli að hann myndi ekki hvort það væri í einbýlishúsi eða ekki. Maður færi niður svona, hann búi eiginlega í kjallaraíbúð. Það séu tröppur úti upp í íbúð, tvær íbúðir eða eitthvað og síðan áður en komið sé að þá séu tröppur svona undir þær og maður fari þar inn. Þegar hann hafi hitt ákærða fyrst hafi ekkert verið í íbúðinni en hann hafi verið nýbúinn að sparsla í veggina og eitthvað svona dót. Síðan þegar hann hafi hitt ákærða í annað skipti hafi hann verið búinn að koma með fullt af myndum og svo hafi verið sófi og borð. Ekki hafi verið gluggakista heldur sylla steypt einhvern veginn niður og bækur hafi verið á henni allan hringinn. Kynlíf hafi átt sér stað inni í svefnherberginu en þar hafi verið rúm og einn skápur og fullt af drasli. Þetta hafi verið tvíbreitt rúm. Auk þess að eiga endaþarmsmök hefði brotaþoli tottað ákærða en ákærði hafi ekki tottað hann. Hafi ákærði átt endaþarmsmök við brotaþola en brotaþoli munnmök við ákærða.
Ákærði sagði í skýrslu sinni hjá lögreglu hinn 29. mars 2011 að laugardagskvöldið 26. mars hafi hann ekið til [...] og á leiðinni hafi hann tekið fótgangandi ungling sem var að húkka sér far upp í bílinn. Hafi hann ekið til [...] og sett hann úr hjá [...]. Hann hafi síðan tekið eftir því er hann var kominn heim að veski hans var horfið úr jakkavasa hans og þá hringt til lögreglunnar. Hann hafi ekki átt neitt erindi á [...], hann hafi verið einn á ferð og ekið frá [...]. Hann sagði nánar aðspurður að hann hefði tekið drenginn upp í bílinn rétt við [...] en þar hafi drengurinn verið einn á gangi. Þegar framburður brotaþola um að þeir hefðu mælt sér mót þar sem brotaþoli ætlaði að veita kynlífsþjónustu var borinn undir hann sagði ákærði það vera tóma þvælu. Hann hafi talið sig kannast við drenginn og þess vegna tekið hann upp í rétt við [...]. Hafi hann talið sig hafa séð hann í [...]. Um það hvernig drengurinn hefði vitað hvar ákærði ætti heima sagði hann að hann gæti hafa séð það á korti sem verið hafi í veski hans. Ákærði hafði enga skýringu á því hvers vegna drengurinn hafði símanúmer hans í síma sínum. Hann neitaði því að hafa hringt í drenginn en kvaðst hafa sent honum SMS skilaboð. Hann gat með engu móti skýrt hvar hann fékk símanúmer drengsins. Nánar aðspurður kvaðst hann ekki vita til að nokkur símasamskipti hafi verið á milli þeirra. Ákærði taldi að hann hafi hitt brotaþola um kl. 22.00.
Ákærði var yfirheyrður af lögreglu að nýju hinn 12. júlí 2011. Spurður um kynni sín af brotaþola sagðist hann hafa hitt hann á vefsíðunni einkamál.is og spjallað við hann á MSN. Hann hefði engin önnur kynni af brotaþola. Hann hefði hitt hann á [...]. Brotaþoli hafi boðið honum heim og ákærði ákveðið að hitta hann en séð að hann væri allt of ungur. Þeir hefðu ekið afsíðis þar sem hann kvaðst hafa farið út úr bílnum til að pissa en brotaþoli verið horfinn úr bílnum þegar ákærði kom aftur. Um tilgang ferðarinnar á [...] sagði ákærði að talað hefði verið um kynlíf en hann kvaðst hafa talið brotaþola vera lögráða. Hann kvaðst ekki muna hvort þetta hefði átt að vera kynlíf gegn greiðslu. Nánar aðspurður sagði hann þetta vera einu samskipti hans við brotaþola. Brotþoli hefði látið hann fá símanúmer sitt. Spurður um þá frásögn brotaþola að hann hefði a.m.k. tvisvar sinnum komið á heimili ákærða og að ákærði hefði á bæði skiptin haft samfarir við hann í endaþarm og brotaþoli haft munnmök við hann sagði ákærði það rangt. Ákærða var bent á að brotaþoli hefði lýst íbúð hans þannig að lögregla teldi engan vafa á að hann hefði komið þangað inn. Ákærði sagði að einhver ljóshærður strákur hafi komið til hans í desember á síðasta árið áður. Hann hefði kynnst honum á MSN og strákurinn hafi síðan hringt í hann og komið í heimsókn. Ákærði kvaðst hafa gefið honum peninga en séð að hann væri of ungur og ekkert hafi gerst. Ákærði sagði að þetta hlyti að hafa verið brotaþoli en hann hafi ekki þekkt hann aftur. Framburður brotaþola var ítrekað borinn undir ákærða sem kvað hann rangan. Hann hafði enga skýringu á símasambandi hans við síma móður brotaþola hinn 9. janúar 2011. Ítrekað aðspurður kvað ákærði að eina skiptið sem hann væri viss um að hafa hitt brotaþola hafi verið þegar hann kom á [...] hinn 26. mars 2011 þegar brotaþoli stal af honum veskinu. Hann hafi þá komið í kynlífstilgangi en myndi ekki hvort talað hefði verið um greiðslu. Hann lýsti þeim sem kom heim til hans í nóvember eða desember 2010 þannig að hann hefði verð frekar hávaxinn, ljóshærður, mjög grannur og klæddur í hermannabuxur. Ákærði hafi verið að “djúsa” þegar þetta gerðist. Hafi strákurinn hringt og beðið um að fá að koma. Þeir hafi áður verið í sambandi á MSN og hann hljóti að hafa fengið númer hans þar.
B, móðir brotaþola, sagði í skýrslu sinni hjá lögreglu hinn 11. apríl 2011 að brotaþoli hafi farið út um kvöldmatarleytið hinn 26. mars 2011 og sagst ætla upp í [...] til þess að hreyfa sig. Hann hefði verið í neyslu annað slagið en þó virst reyna að hugsa um heilsuna. Á að giska 45 mínútum seinna hafi hann komið heim móður og másandi og sagt að hann hefði hlaupið til að fá sem mesta hreyfingu. Hann hefði beðið um að fá að gista hjá vinkomu sinni og fengið leyfi til þess. Hann hafi gleymt símanum sínum heima. Hún hefði skoðað í símann og séð að þar hefði verið SMS merkt Börkur kúnni og þar hafi staðið „skilaðu veskinu mínu.“ Hún hafi fundið 13-14.000 krónur í skúffu í herbergi sonar síns og skömmu síðar hafi lögregla hringt og sagt frá því að maður hefði hringt og sakað brotaþola um að hafa stolið veski sínu. Lögregla hefði komið heim til þeirra og brotaþoli skömmu síðar og strax viðurkennt að hafa tekið veskið. Hann hafi haft samband við ákærða og mælt sér mót við hann undir því yfirskyni að hann ætlaði að selja ákærða kynlífsþjónustu. Þegar þeir ákærði hafi verið byrjaðir að kyssast og ákærði verið kominn úr að ofan hafi brotaþoli stolið veskinu og hlaupið í burtu. Hann hafi sagt móður sinni að ákærði væri gamall kúnni. Hann hafi selt ákærða sig tvisvar til þrisvar áður en þetta var. B sagðist hafa fundið út hver ákærði væri og sýnt brotaþola mynd af honum og brotaþoli sagt að þetta væri maðurinn sem hann hefði selt sig.
Skýrslur ákærða og vitna fyrir dómi
Ákærði neitaði sök. Hann kvaðst ekki þekkja brotaþola neitt en hafa spjallað við hann á netinu. Þá hafi þeir hist. Annars vegar rétt eftir að ákærði var fluttur í [...] og svo á [...]. Það hafi verið í nóvember eða byrjun desember 2010 sem þeir hittust í [...] og 26. mars 2011 á [...]. Í fyrra skiptið hafi þeir verið að spjalla og ákærði greinilega gefið upp heimilisfang sitt því brotaþoli hafi birst þar og sagst búa þarna í [...]. Hann hafi stoppað í u.þ.b.10 mínútur og borið því við að einhverjir væru á eftir sér sem hann skuldaði peninga. Ákærði hafi verið með 2-3.000 krónur í veskinu sem hann hafi gefið honum en hann hafi vorkennt brotaþola. Síðan hafi brotaþoli boðið sér í heimsókn en ákærði hafi talið að þetta væri bara maður frá [...]. Hann sagði að hann hefði verið nýbúinn að mála þegar brotaþoli kom til hans í nóvember desember 2010. Þeir hafi talað saman í svona 10 mínútur. Þeir hafi átt tölvusamskipti áður en svo hafi hann bara komið þarna. Hann hafi ekki hringt á undan sér og það hafi bara verið í eitt skipti. Spurður um hvað hafi farið þeim á milli sagði ákærði að hanna hafi náttúrlega boðið honum sjálfan sig og ákærði bara sagt „nei takk þú ert allt of ungur“. Þá hafi hann verið búinn að ljúga til um aldur eins og hann hefði alltaf gert. Hann hafi strax séð að brotaþoli væri of ungur kannski svona 15-16 ára gamall. Hann geti ekki dæmt um hvað unglingar séu gamlir í raun og veru. En þetta hafi verið svo augljóst. Brotaþoli hafi boðið ákærða sig en hann bara sagt nei takk. Þá hafi hann farið að tala um það að hann skuldaði einhverjum peninga sem væru á eftir sér og hótuðu að berja hann og ákærði sagt honum að hann hefði enga peninga. Síðan hafi hann gefið honum þessi tvö eða þrjú þúsund sem hann hefði verið með í veskinu. Síðan hafi hann ekkert heyrt meira frá honum. Ekki hafi þeir verið í meira spjalli á netinu alla vega ekki undir því nafni sem brotaþoli gaf upp þá. Ekki heldur í síma svo ákærði viti. Um það skipti er þeir hittust 26. mars 2011 sagði ákærði að þeir hefðu verið í sambandi á vefsíðunni einkamál.is. Brotaþoli hafi vísað honum veginn heim til sín sem náttúrlega hafi ekki verið rétt því þegar ákærði kom þangað hafi honum fundist hann kannast eitthvað við hann en ekkert meira, kannski að hann hefði séð hann einhvern tíma. Hann hafi ekkert verið að spá neitt í það og þá séð að þetta væri sama sagan. Hann væri allt of ungur. Ákærði hafi spurt hvort hann mætti skreppa inn og fara á klósettið af því að hann væri í spreng að pissa. Brotaþoli hafi þá sagt að bróðir hans væri að koma með kærustuna og ákærði spurt til hvers hann hefði verið að bjóða ákærða þangað. Hann ætli ekki að fara að pissa úti á miðri götu, fólk hafi verið á gangi þarna. Þá hafi brotaþoli sagt við hann að hann skyldi sýna honum leið. Um tilgang ferðarinnar sagði ákærði að þeir hefðu talað um kynlíf og svona en hvort komið hefði til álita að greiða brotaþola fyrir sagði ákærði að það gæti vel verið hann geti hvorki játað því né neitað.
Hann sagðist engar upplýsingar hafa haft um brotaþola áður en hann fór en hafi talið að hann væri lögráða þar sem hann hafi sagst vera einn heima og varla fari nokkur að skilja eftir 14 ára krakka einan. Hann hafi verið í spreng og hafi brotaþoli vísað honum veginn. Það hafi verið eitthvað stutt frá því sem þeir fóru úr íbúðahverfinu. Brotaþoli hafi komið með honum til þess að sýna honum leiðina en ákærði hafi ekkert ratað þarna. Hann hafi bara boðist til að sýna ákærða hvert hann ætti að fara en þetta hafi ekki verið neitt kynferðislegt. Aðspurður um hvort ekki hefði verið nær að fara bara inn á einhverja sjoppu eða bensínstöð sagði ákærði að hann hefði verið þarna í miðju íbúðahverfi og í spreng. Eftir að þeir hafi verið komnir á staðinn hafi ákærði farið út úr bílnum og þegar hann kom til baka hafi brotaþoli verið horfinn. Hafi ákærði við svo búið ekið heim. Eftir að þangað hafi verið komið hafi hann tekið jakkann sinn sem legið hafi í aftursætinu, farið inn og ætlað að leggja veskið á sófaborðið eins og hann sé vanur en þá hafi það ekki verið þarna. Hann hafi leitað í bílnum en ekkert fundið og tekið að gruna brotaþola Hann hafi reynt að hringja í sama númer og áður en brotaþoli bara hlegið að sér í símann. Ákærði hafi ætlað að gefa honum kost á að skila veskinu honum hafi verið sama um allt annað. Brotaþoli hafi gefið ákærða upp símanúmerið þegar hann var að vísa ákærða veginn áður en hann fór af stað. Hann kvaðst hafa hringt í neyðarlínuna en sambandið hafi slitnað af því að hann hafi verið orðinn inneignarlaus. Hann hafi bara tilkynnt lögreglunni að strákur sennilega 15-16 ára gamall hefði stolið veski ákærða. Er hann hringdi til lögreglu, kl. 23.50 hafi hann ítrekað verið búinn að reyna að ná í brotaþola í símann en hann hafi viljað gefa honum kost á að skila veskinu. Hann hafi nafngreint brotaþola og sagt að hann hefði fyrr um kvöldið stolið af honum veski. Hann hafi einnig gefið upp símanúmer brotaþola. Hann hefði sagt ósatt um að brotaþoli hefði fengið far með honum frá [...] að [...] og stundum hitt hann í [...]. Hann hafi skáldað þetta upp því að hann hafi viljað hafa einkalíf sitt í friði. Hann hafi orðið að segja eitthvað þegar hann var spurður og þetta hafi bara verið það sem honum hafi dottið í hug. Hann kvaðst einnig hafa logið í skýrslu sinni 29. mars 2011 einfaldlega út af því að hann hafi alltaf verið að reyna að vernda einkalíf sitt. Þá hafi það aðallega verið út af því að hann vildi ekki að krakkarnir hans kæmust að því að hann væri tvíkynhneigður. Það sé ekki rétt að hann hafi fengið símanúmer brotaþola í gegnum [...], [...] hafi ekki vitað neitt. Þá hafi það verið hans feill að segja að brotaþoli hefði verið á puttanum að húkka far rétt fyrir utan [...] og komið með ákærða að bænum. Hann hafi gefið skýrslu að nýju hinn 12. júlí 2011 og kvaðst ekki muna annað en að talað hefði verið um miskabætur og hann hafi sagt að brotaþoli væri ennþá að og að hann yrði stoppaður í eitt skipti fyrir öll. Hann hafi ekki áttað sig á því að þetta var sami drengurinn og hafi komið heim til hans í [...] fyrr en hann hafði séð myndir af honum. Hann hafi verið ljóshærður og svo dökkhærður og allt öðru vísi. Engin samskipti hafi verið á milli þeirra milli þeirra tveggja skipta sem ákærði sagði að þeir hefðu hist svo ákærði viti en hann hefði náttúrlega verið að tala við fullt af fólki á netinu. Aðspurður um hvort hann kannaðist við að eitthvað kynferðislegt hafi verið á milli þeirra í heimsókn í [...] svaraði hann. „Aldrei, ég stunda ekki kynmök við börn. Það eru alveg hreinar línur“. Þá hefði hann ekki átt mök við brotaþola í bílnum við [...]. Aðspurður um hvað hafi farið þeim á milli í síma 26. mars og einu sinni daginn eftir hinn 27. mars sagði ákærði að ekkert hafi farið þeirra á milli daginn eftir því að hann hefði ekki svarað. Spurður um samtal 27. mars, klukkan 11:20, sem hafi staðið í 313 sekúndur, sagði ákærði að hann hafi örugglega verið að tala við símsvara eða hann hefði ekkert heyrt í honum. Hann hafi verið leggja skilaboð fyrir hann um að skila veskinu. Hann hafi sagt inn á þetta að hann myndi örugglega geta komist að því hver hann væri því [...] sé frá [...]. Hann hafi bara verið að gefa honum kost á því að skila veskinu. Hann hafi aldrei talað við brotaþola. Um símasamskipti við síma móður ákærða 9. janúar 2011 sagði ákærði að hann hefði ekki hugmynd um það. Hann kannaðist greinilega ekkert við þetta númer eða neitt. Um það að í síma brotaþola sé símanúmer ákærða merkt með heitinu Börkur kúnni hafði ákærði enga skýringu. Aðspurður um hvenær hann flutti í [...] sagði ákærði það hafa verið í byrjun nóvember 2010. Hann hafi standsett íbúðina og verið að því í mánuð. Íbúðin hafi verið tilbúin síðast í nóvember eða byrjun desember. Hann hafi málað og gert við. Hann hafi spurt brotaþola hvernig honum litist á þetta eða eitthvað svoleiðis og sagt honum að hann væri búinn að leggja tæplega mánaðar vinnu í þetta. Hann hafi rætt þetta við brotaþola þegar hann kom í [...]. Hann hafi komið þarna einu sinni. Aðspurður um hvort þeir hafi rætt fleira sagði ákærði að hann hefði verið að djúsa þetta kvöld og brotaþoli hafi stoppað í 10 mínútur í mesta lagi og um leið og ákærði hefði gefið honum þessar 2000 eða 3000 krónur hafi hann farið. Brotaþoli hafi sagst vera 18 ára eins og alltaf. Ekki mundi ákærði hvort hann vissi nafnið á honum. Aðspurður um þá frásögn sína hjá lögreglu að brotaþoli hefði hringt til hans áður en brotaþoli kom í [...] sagði ákærði að þeir hefðu spjallað í síma. Þeir hafi talað saman á netinu og brotaþoli gefið honum upp símanúmer og sennilega hafi hann hringt í brotaþola. Spurður um þau ummæli hans fyrr í skýrslu hans að brotaþoli hafi komið óvænt án þess að láta ákærða vita sagði ákærði að hann hafi ekki boðið honum. Hann hafi bara spurt hvar hann ætti heima og ákærði sagst búa í [...] því hann hafi sagst vera í [...] og búa þar. Hann hafi fyrst vitað aldur brotaþola er lögregla hafi sagt honum hann. Hann kvaðst ekki hafa tekið eftir því að drengurinn á [...] hafi verið sá sami og í [...] af því að hann hafi litið allt öðru vísi út. Drengurinn sem hafi komið í [...] hafi verið ljóshærður en upp á [...] hafi hann verið dökkhærður. Hann hafi ekki lagt þetta saman í samhengi einfaldlega út af því að þarna sé [...] og hann ekki þekkt neinn frá [...] nema [...]. Hann kvaðst hafa verið í netsamskiptum um kynlíf við fólk. Sumir séu að selja sig þarna það sé oft á tíðum sem að honum hafi verið boðið það. Fólk skiptist á símanúmerum, hann hafi bæði fengið SMS sent frá ýmsum mönnum og hafi sent sjálfur, það hafi verið hringt í hann og hann hafi hringt þó hann hafi ekki hitt viðkomandi. Hann hafi kynnst karlmönnum á netinu ýmist án þess að stunda með þeim kynlíf og stundað kynlíf en ekki greitt. Hann kvaðst skammast sín fyrir kynhneigð sína og finnst ekki allt í lagi að þetta leyndarmál sé opinbert af því að hann vilji að þetta sé hans einkamál í hans einkalífi.
Eftir að þetta mál hafi komið upp hafi hann verið í sambandi við brotaþola á netinu en brotaþoli hafi þá verið kominn [...]. Hann hafi ekki vitað en grunað að þetta væri brotaþoli og fengið vissu fyrir því vegna þess að símanúmer brotaþola kom upp. Ákærði var spurður um samskipti þeirra í júlímánuði 2011 en fram kemur á útskrift af samskiptum þeirra að ákærði spurði um aldur og brotaþoli svaraði að hann væri 18 ára. Hann hafi reynt að spyrja um aldur í svona samtölum nema þetta hafi persónur yfir þrítugu. Það sé ekki alltaf en í fleiri tilvikum spyrji hann um aldur. Spurður um fyrri tölvusamskipti í nóvember eða desember 2010 áður en brotaþoli kom á heimili ákærða sagði hann hefði kynnst brotaþola á einkamál.is en það sé eina svona síðan sem hann hafi verið á. Rætt hafi verið um kynlíf en ekki mundi ákærði eftir því að rætt hafi verið um greiðslu. Hins vegar hafi honum oft verið boðið kynlíf gegn greiðslu en fyrst og fremst hafi hann engin efni á því að borga fyrir kynlíf. Ákærði kvað að brotaþoli hefði alltaf sagst vera 18 ára og vísaði þar til þess sem kom fram í MSN samskiptum þeirra.
Brotaþoli sagði í skýrslu sinni fyrir dómi að hann þekkti ákærða. Hann hefði kynnst honum á MSN en mundi ekki nákvæmlega hvenær það var. Þeir hafi hittst svona þrisvar til fjórum sinnum. Í fyrsta sinn hafi það verið heima hjá ákærða og síðan á [...]. Ekki mundi hann hvenær þeir hittust í fyrsta sinn. Um fund þeirra á [...] sagðist hann hafa talað við ákærða á MSN og einhvern veginn platað hann út í það að koma á [...] til þess að hitta sig til þess að fá kynlíf gegn greiðslu. Hann hafi komið að götunni [...] og sótt sig. Þeir hafi líka talað saman í síma en brotaþoli mundi ekki um hvað annað en að hann væri að koma. Brotaþoli hafi sagt ákærða að hann mætti gera hvað sem væri við hann fyrir tíuþúsund krónur. Brotaþoli hafi sagt ákærða að keyra upp í [...] og keyra þar framhjá eða alveg á [...] og þar. Hann hafi ekið þangað og þar hafi brotaþoli spurt hvort það væri hægt að fara aftur í til þess að gera þetta og hann hafi gert það. Svo hafi þeir verið eitthvað að kyssast og brotaþoli hafi stolið veskinu og hlaupið í burtu. Hann hafi vísað ákærða á að fara upp í [....] til þess að geta verið í friði. Hann var spurður um hvort hann myndi eftir því að ákærði hafi talað um að hann þyrfti að fá að komast á klósett og pissa og svaraði því neitandi. Hann hafi séð sér færi á að ná veskinu úr jakkanum eftir að þeir hafi verið byrjaðir að kyssast í bílnum. Hann hafi tekið veskið og sagst ætla að fara úr jakkanum og farið svo út úr bílnum til þess. Ákærði hafi farið úr skyrtunni og hafi hann þá skellt hurðinni og hlaupið í burtu. Ákærði hafi hlaupið á eftir sér að [...] sem sé þarna fyrir neðan [...] en ekki náð honum. Hann hafi öskrað á hann að skila veskinu. Hann hafi sent sér SMS með einhverjum hótunum en ekki mundi brotaþoli nákvæmlega hvað stóð í þeim. Lögreglan hafi síðan haft samband við hann þetta kvöld og hafi hann farið með henni upp í [...] að leita að veskinu. Þeir hafi fundið það en brotaþoli hafði tekið alla peningana úr því en hent hinu. Peningarnir hafi fundist í herbergi brotaþola en hann hefði eytt einhverju af þeim
Það hafi verið um kl. 9 sem þeir ákærðu hittust um kvöldið. Aðspurður um það er brotaþoli hitti ákærða á heimili hans sagði brotaþoli að það hafi verið af sömu ástæðum það er að stunda samfarir gegn greiðslu. Þeir hafi ákveðið það á MSN. Ákærði hefði sótt sig hjá [...] hjá [...]. Þeir hefðu haft samfarir, endaþarmsmök og munnmök og brotaþoli hefði fengið borgað fyrir það. Ákærði hefði haft endaþarmsmök við brotaþola og brotaþoli munnmök við ákærða. Ekki mundi brotaþoli eftir að meira kynferðislegt hefði farið á milli þeirra. Hann hefði fengið greitt tíu til fimmtán þúsund krónur fyrir þetta. Nánar aðspurður sagði brotaþoli að það gæti staðist að það hafi verið tuttugu þúsund krónur. Hann hafi verið 14 ára gamall þegar þetta átti sér stað. Ákærði hafi vitað það vegna þess að brotaþoli hefði sagt honum það. Ekki mundi brotaþoli nákvæmlega hvenær hann sagði ákærða aldur sinn en það hafi verið áður en þeir höfðu kynferðismök saman. Aðspurður um hvort hann hefði selt kynlífsþjónustu í talsverðan tíma og hvort hann hefði sagt rétt til um aldur sinn eða sagst vera eldri en hann var sagði brotaþoli að hann hefði sagst vera eldri en alltaf sagt það á endanum þegar hann hitti þá. Hann kvaðst halda að yfirleitt segði hann réttan aldur þegar hann hitti þá. Hann kvaðst minna að hann hefði sagt ákærða rétt til um aldur sinn af því að hann væri vanur að gera það. Hann sagði að honum hefði liðið illa eftir þau skipti sem hann hitti ákærða þetta hafi bara verið hræðilegt allt saman. Sér líði bara ágætlega í dag þetta sé allt að koma til hélt hann. Aðspurður um hvaða símanúmer hann hafi notað veturinn 2010 til 11 sagðist brotaþoli ekki muna það, hann hafi ekki verið með sama símanúmer. Hann kannaðist við að hafa haft símasamband við ákærða en mundi ekki hvort það hafi í öllum tilvikum verið í framhaldi af MSN samskiptum. Aðspurður um samskipti á tímabilinu frá því að hann kom heim til ákærða og fram að fundi þeirra á [...] sagði ákærði að þau hafi verið svona stundum og stundum á MSN. Hann hafi reynt að pæla rosalega lítið í því þegar hann hafi verið að stunda vændi. Hann kvaðst hafa merkt ákærða í síma sínum sem Börkur kúnni en sagðist ekki vita af hverju en það hafi verið í kjölfar þess að ákærði keypti af honum vændi. Brotaþoli sagðist hafa verið með breytilegan háralit ýmist ljósan eða dökkan. Hann lýsti aðstæðum heima hjá ákærða þannig að þetta væri eiginlega kjallaraíbúð. Gengið væri alveg niður og svo um fyrstu hurðina sem komið sé að. Þar komi nokkrar aðrar hurðir og svo hafi alltaf verið kassar þarna einhversstaðar í horninu. Svo minni hann að það sé stigi öðrum megin þegar komið sé inn og svo hurðin hans. Síðan svefnherbergið hans um fyrstu hurð til vinstri eftir að komið sé inn í íbúðina. Svo hafi verið klósett um næstu hurð og svo ef haldið sé áfram sé komið inn í inn í stofuna sem hafi verið vinstra megin. Svo hafi verið borðstofuborð þarna einhversstaðar. Svona hafi verið umhorfs í íbúðinni í þau skipti sem hann hafi komið í hana. Samt hafi ákærði verið að breyta einhverju í síðasta skiptið sem brotaþoli kom. Hann hafi verið nýfluttur og verið að vinna eitthvað í íbúðinni. Í fyrsta skipti hafi hann verið nýfluttur en svo hafi hann verið að vinna eitthvað í íbúðinni svo þegar brotaþoli hafi hitt hann í síðasta skipti. Nánar aðspurður um þá lýsingu í fyrri skýrslu hans að í fyrsta skipti hafi ákærði verið að vinna við að mála og sparsla og ekkert verið en þegar hann hafi komið seinna hafi verið komið fullt af myndum, sófi og borð, sagði brotaþoli að hann myndi ekki nákvæmlega hvernig þetta hafi verið það sé svo langt síðan þetta hafi verið. Spurður um hvernig auglýsingar hans á einkamál.is hljóðuðu sagðist brotaþoli ekki muna það, hann hafi verið með margar auglýsingar þar. Bara að hann væri ungur strákur og svona en hann myndi ekki nákvæmlega hvernig þær hljóðuðu. Þar komi fram að hann sé 18 ára en svo segi hann þeim að „adda“ sér á MSN og þá segi hann þeim yfirleitt aldur sinn. Hann haldi að aldurslágmark inn á einkamál.is sé 18 ár. Brotaþoli kvaðst vita að það væri refsivert að kaupa vændi og viðkomandi gæti þurft að borga bætur ef hann keypti þjónustu af brotaþola en hann hefði lítið pælt í því. Ekki mundi hann hvort þeir ákærðu notuðu verjur en hann gerði það yfirleitt. Hann kvað ákærða hafa haft sáðlát. Hann minnti að veggirnir á íbúð ákærða hefðu verið grá hvítir. Kynlíf hafi þeir stundað í svefnherbergi ákærða. Aðspurður af verjanda um atvik á [...] sagðist brotaþoli muna að veskið hafi verið í vasanum og svo hafi jakkinn legið í aftursætinu. Hann hafi þreifað á jakkanum og leitað veskið uppi í jakkanum. Ákærði hafi ekki tekið eftir að veskið var horfið. Ákærði hafi vitað að veskið var horfið er hann hljóp á eftir brotaþola. Brotaþoli kvaðst ekki muna hvernig hann var klæddur á [...], kvaðst halda að hann hefði verið í peysu og buxum. Hann haldi að hann hafi haldið á veskinu. Um þá frásögn hans í Barnahúsi að hann hefði sett veskið í úlpuvasa og verið í úlpu sagði brotaþoli að það hlyti að vera þannig en hann muni þetta ekki, hann sé ekkert rosa mikið að leggja það á minnið hvar hann geymi hlutina. Hann kvaðst ekki hafa verið með mjög marga viðskiptavini á netinu en nokkra þó. Ákærði hafi alltaf borgað og aðspurður um hvers vegna hann hefði viljað ræna ákærða og missa hann sem viðskiptavin sagði brotaþoli að hann hefði ekki viljað gera þetta lengur. Hann hafi verið búinn að minnka þetta rosalega mikið. Spurður um netfangið [...] kannaðist hann við samskipti frá júlí 2011. Þar segist hann vera 18 ára. Hann kvaðst ekki vita að hann hafi verið í samskiptum við ákærða þarna. Hann hafi fengið símanúmer ákærða þannig að ákærði hafi sagt honum þegar þeir hittust í fyrsta skiptið. Þeir hafi talað sig saman á MSN en ekki hringt sig saman. Hann hafi skráð hann sem Börkur kúnni eiginlega strax. Hann hafi týnt símanum þar sem þetta hafi verið skráð. Hann hefði aldrei verið í sambandi við ákærða um síma þann er hann hafði á [...]. Ekki vissi hann hvernig nafnið Börkur kúnni hefði komist í nýja símann en taldi að það hefði getað verið á kortinu eða eitthvað. Nánar aðspurður um fund þeirra ákærða á [...] sagði brotaþoli að þeir hefðu verið búnir að ákveða að ákærði keypti af honum kynlífsþjónustu fyrir tíu þúsund krónur. Spurður um hvers vegna hann hefði ekki staðið við það sem samið var um sagði brotaþoli að þetta hafi snúist um að plata ákærða upp á [...] svo að hann gæti fengið veskið hans. Hann hafi tekið peningana af því að hann hafi verið í neyslu. Líðan hans hafi ekki verið sérstaklega góð á þessum tíma og hann hafi viljað fara þessa leið og hætta vændinu. Spurður um hvenær hann hefði sagt ákærða að hann væri 14 ára sagðist hann vera viss um að það hafi verið áður en til kynmaka kom á milli þeirra ákærða. Hann er spurður um þann framburð ákærða að hann hafi staðið í þeirri trú að brotaþoli væri eldri í bæði skiptin sem þeir hafi hist og að þegar hann hafi séð hve ungur brotaþoli hafi hann hætt við að eiga kynmök við brotaþola. Brotaþoli kvað nei við og sagði þetta hafi ákærði aldrei gert. Aðspurður um hvort ákærði hafi sett aldur brotaþola fyrir sig svaraði brotaþolandi játandi og sagði að þeir hefðu talað um það. Hann var spurður um hvort hann teldi einhverjar líkur á því, er ákærði hitti hann á [...], að ákærði hafi ekki vitað að brotaþoli væri sá sami og hann hitti á heimili sínu. Brotaþoli svaraði því neitandi það hafi verið alveg ljóst að þeir hefðu hist áður og þekktust er þeir hittust á [...]. Um símal úr síma ákærða í síma móður ákærða hinn 9. janúar 2011 kvaðst ákærði ekki muna það alveg en hann hefði stundum verið með síma móður sinnar.
Aðspurður um hvers vegna brotaþoli segðist vera 17 og 18 ára í tölvusamskiptum sem greinir á dskj. nr. 9 sagðist brotaþoli bara hafa gert það til þess að lokka þá til að tala meira við sig en það myndi fæla þá frá ef hann gæfi upp réttan aldur. Hann minnti að samskipti þeirra ákærða hefðu byrjað á einkamál.is, hann minnti að ákærði hafi sent sér MSN sitt á einkamál.is og verið að svara auglýsingu frá sér. Hann var ekki viss um hvort þeir töluðu saman í síma eftir það. Þeir hafi ekki verið búnir að tala saman í síma áður en brotaþoli kom til ákærða í [...] í fyrsta sinn. Þetta hafi yfirleitt bara verið á MSN. Þeir hafi þó eflaust talað saman í síma áður en þeir hittust á [...]. Brotaþoli kvaðst hafa nálgast ákærða á MSN en ekki öfugt. Hann ætlaði að þeir hefðu talað tvisvar saman í síma. Ákærði hefði sótt sig í bíl á bensínstöð í [...] og minnti hann að það hefði verið ákveðið í gegnum MSN. Hann kvað ákærða ekki hafa búið langt frá bensínstöðinni. Hann mundi ekki hvers konar bíll þetta var. Brotaþoli taldi að hann hafi dvalið um klukkustund hjá ákærða umrætt sinn. Ákærði hafi ekið sér aftur til baka á sama stað. Í þetta sinn hefði hann veið hjá vinkonu sinni en í hin skiptin hafi ákærði hitt hann á bensínstöðinni og ákærði sótt hann í öll skiptin á sama bíl. Þegar þeir hafi hist á [...] hefðu þeir líka bara verið í samskiptum á MSN. Ekki mundi brotaþoli hvort ákærði var á sama bíl þegar hann kom á [...]. Hann minnti að ákærði hefði verið í brúnum jakka köflóttri skyrtu en ekki hvernig buxurnar voru. Ekki mundi hann hvernig ákærði var klæddur er brotaþoli kom til hans í [...]. Ákærði man ekki hvort ákærði var drukkinn er hann var hjá honum en hann hafi fengið sér rosalega oft að drekka. Yfirleitt hafi brotaþoli sjálfur verið undir áhrifum fíkniefna.
B, móðir brotaþola, kvað tildrög þess að hún lagði fram kæru hinn 28. mars 2011 þau að brotaþoli hafi farið út um kvöldmatarleytið og verið úti í svona þrjú korter og þegar hann hafi komið til baka hafi hann verið móður og másandi. Er hún hafi spurt hvort hann hafi verið að flýta sér hafi hann sagst hafa verið að skokka. Svo hafi kvöldið liðið og hann farið eitthvað út aftur og inn aftur og svo út aftur. Á þessum tíma hafi hann verið í neyslu. Hún hafi farið inn í herbergi hans, opnað skúffu og fundið þar peningaseðla 15 eða 20.000 krónur. Eftir að hún hafi verið nýkomin fram hafi lögregla hringt í hana og sagt henni maður að nafni Börkur hafi hringt og sagt að brotaþoli hafi stolið veskinu hans. Lögreglan hafi síðan farið með hann og hann bent þeim á hvar hann hafi hent veskinu. Meðan á þessu stóð hafi góður vinur þeirra, C, farið yfir síma brotaþola og þau hafi séð SMS frá ákærða sem hafi verið merktur í símann sem Börkur kúnni og skilaboðin hafi verið „skilaðu veskinu mínu“. Í framhaldinu hafi brotaþoli viðurkennt að hafa lokkað ákærða upp á [...] með því að hann gæti fengið allt sem að hann vildi fyrir 10 þúsund kall. Hafi hún ákveðið að kæra þetta. Brotaþoli hafi komið heim með C og síðan farið með lögreglunni niður á stöð og svo upp í [...]. Hún kvað sjálfsmynd brotaþola lélega vegna neyslu hans og kynferðislegrar misnotkunar sem hann hefði mátt sæta ekki bara út af þessu máli heldur fleirum. Hún hafi frétt fyrst um að brotaþoli væri að selja sig þegar hann var um 13 ára gamall og hefði byrjað í neyslu 11 ára að aldri. Hann hafi sagt henni að hann hefði hitt ákærða áður og farið heim til hans. Um fund þeirra á [...] minnti hana að þeir hafi haft samband á MSN og brotaþoli platað hann upp eftir með því að hann gæti fengið allt fyrir 10.000 krónur. Hana minnti að brotaþoli hafi verið í einhverri yfirhöfn hinn 26. mars annað hvort í jakka eða úlpu. Það hafi ekki verið algengt að hann færi út að skokka. Er hún komst að vændi hafi hún farið með það beint í félagsmálastjórann á [...] en þau hafi búið í [...]. Kæra hefði verið lögð fram en ekkert komið út úr því. Brotaþoli hafi aldrei sagt neitt frá því en hann hafi farið í Barnahús út af þessu.
Vitnið Helgi Garðar Garðarsson, geðlæknir á barna- og unglingageðdeild LSH staðfesti greinargerð þá dagsetta 10. júní 2011 er hann vann fyrir lögregluna á [...]. Hann kvaðst hafa verið ábyrgur læknir í máli brotaþola á göngudeild BUGL. Þeir hefðu verið að sinna honum í einhverja mánuði. Hann kvaðst í raun og veru enga ástæðu hafa til að draga það í efa að brotaþoli hefði selt sig og stundað vændi. Hann væri mjög trúverðugur þegar hann greini frá þessu. Þetta hafi ótvírætt haft mikil áhrif á líðan hans. Hann sé barn að aldri ennþá. Og enda þótt hann hafi verið farinn út í lífið óeðlilega snemma þá hafi verið höggvið í sama svöðusár og að einhverju leyti mun dýpra en þau sár sem séu fyrir. Barn á þessum aldri eigi undir engum kringumstæðum að vera farið að lifa kynlífi, til þess sé ekki kominn neinn persónuþroski til þess að rúma þann tilfinningalega kraft sem vakni upp við svona atburði. Dómgreind brotaþola og getu til að gera greinarmun á réttu og röngu þegar komi að mati hans og þátttöku í aldurssvarandi athöfnum og hegðun virðist vera ábótavant. Hann hafi hins vegar aldrei fengið það á tilfinninguna að frásagnir brotaþola væru ekki trúverðugar, hann hefði verið mjög trúverðugur í sinni frásögn. Um atvik á [...] hafi brotaþoli sagst hafa ætlað að verða sér úti um peninga og hefði haft samband við mann sem hefði keypt af honum kynlífsþjónustu áður. Hann hafi farið upp í bíl hjá manninum tekið af honum peninga og hlaupið á brott en maðurinn kært hann og þá hafi þetta komist upp.
Vitnið C kannaðist við að hafa aðstoðað móður brotaþola við að skoða síma brotaþola. Hann hafi verið í kaffi hjá henni og hún fundið peninga í herbergi brotaþola og þau athugað og séð SMS skilaboð í síma hans. Þar hafi verið skilaboð frá ákærða meðal annars. Hann mundi ekki hvort nafn ákærða hafi verið auðkennt með orðinu kúnni en sagði að lögreglan á [...] hafi fengið símann í hendur.
Vitnið Þorbjörg Sveinsdóttir, sálfræðingur í Barnahúsi staðfesti greinargerðir sínar, dagsettar 30. ágúst 2011 og 19. apríl 2012. Hún kvaðst hafa haft kynni af brotaþola í töluverðan tíma og hann hafi komið í alls 26 viðtöl til hennar. Það hafi tekið langan tíma að hefja meðferð hann hafi átt mjög erfitt með að treysta fólki og verið mjög lokaður í upphafi viðtala og í rauninni hafi hann ekki haft trú á að það væri hægt að gera neitt fyrir sig til að hjálpa sér að líða betur og þess háttar. En svo hafi þetta farið að ganga betur. Hún hafi lagt fyrir hann sálfræðilega spurningalista um ýmis atriði og það hafi verið samræmi á milli þess sem komi fram í viðtölum við hann og þess sem komi síðan í niðurstöðum þessara sjálfsmatskvarða þannig að það sé í fullu samræmi við það sem að hann er síðan að lýsa um eigin líðan. Hann hafi mjög skaddaða sjálfsmynd og mjög lélega sjálfsvirðingu og sé mjög tamt að kenna sér um ýmislegt varðandi eigin líðan. Hann upplifi skömm og sektarkennd sem séu algeng einkenni meðal barna og unglinga sem sætt hafi kynferðislegu ofbeldi. Hann beri öll merki þess að hafa orðið fyrir kynferðisbrotum. Vandi þessa drengs sé mjög fjölþættur, hann hafi verið í mjög mikilli fíkniefnaneyslu þrátt fyrir verulega ungan aldur og farið mjög hratt í mjög mikla neyslu sem sé líka algengt meðal barna sem hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Hann hafi rætt við vitnið eftir skýrslutöku í Barnahúsi og sagt því að hann hefði verið í sambandi við mann sem að áður hefði borgað honum peninga fyrir kynlíf og hann vissi til þess að sá einstaklingur sem sé ákærði í þessu máli væri með pening á sér. Hann hafi ekki stundað neitt kynferðislegt með ákærða á þeim tíma og tekið það skýrt fram að hann í rauninni hafi bara ætlað sér að ná í pening fyrir næsta skammti. Þeir hefðu mælt sér mót og hann hefði hitt ákærða og síðan tekið af honum veskið og hlaupið í burtu og tekið peningana úr veskinu. Hann sagði vitninu frá því að hann hefði hitt hann í einhver skipti áður og þá töluvert löngu áður og hann hafi sagst ekki muna hvort hann hafi verið orðinn 14 ára eða hvort hann hafi ennþá verið 13 ára þegar að það var fyrst. Ekki hefði hann sagt frá upphafi þeirra samskipta og hafi lítið vilja ræða þau einungis sagt að þetta hafi verið einhver sem hefði áður borgað honum pening og að hann hefði verið í mjög mikilli neyslu á þeim tíma og í fleiri efnum heldur en bara kannabis. Líðan brotaþola hafi náttúrlega bara verið skelfileg og hann sé þjakaður af kvíða- og streitueinkennum sem trufli hann á hverjum degi. Þessi einkenni séu ennþá til staðar hjá honum hann hafi verið að vinna bug á áfallastreituröskunareinkennum sem að hann sjálfur tengi fyrst og fremst ekki við vændið heldur við nauðgun sem hann hafi orðið fyrir en það atvik er ekki til meðferðar hér.
Vitnið Brynjar Emilsson, sálfræðingur á geðdeild Landspítalans var til þess kvaddur af dóminum í framhaldi af matsbeiðni verjanda að svara þeim spurningum hvort afstaða ákærða til kynhneigðar sinnar gæti hafa haft áhrif á fyrstu viðbrögðum hans við rannsókn lögreglu á þeim brotum sem er ákærður fyrir og hvort ákærði sé haldinn barnagirnd (pedophiliu).
Fyrri spurningu í matsbeiðni svaraði vitnið í skýrslu sinni þannig að það teldi fá rök koma fram í sögu ákærða sem bentu til þess að afstaða hans til kynhneigðar geti skýrt fyrstu viðbrögð hans við rannsókn lögreglu. Þá taldi hann fáar vísbendingar koma fram um það að ákærði sé haldin barnahneigð.
Í skýrslu sinni fyrir dómi kvaðst hann hafa unnið skýrsluna eftir gögnum frá lögreglu sem komið hafi með beiðninni og síðan hafi hann hitt ákærða í fjögur skipti, rætt við hann og lagt fyrir hann sálfræðileg próf. Hann var spurður um það, sem fram kemur í matsgerðinni, að seinni útskýringar varðandi samskipti ákærða við brotaþola hafi verið á tíðum óljósar, stangist á og virki ótrúverðugar og þau fjögur atriði sem honum hafi fundist undirstrika þetta. Hann svaraði því þannig að það sé oft þannig að þegar verið sé að athuga fortíðina hjá fólki sé reynt að fara betur í það sem stangast á við upplýsingar eða mönnum finnist vanta meiri upplýsingar um og þessi fjögur atriði hafi staðið upp úr hjá vitninu. Spurður um það hvort það sé í samræmi eða ósamræmi við kynhneigð ákærða að hafa kynferðisleg samskipti við 14 ára dreng sagðist vitnið ekki getað svarað þeirri spurningu og ekkert fullyrt um það hvort það sem að ákærða er gefið af sök sé í samræmi eða ósamræmi við hans kynhneigð eftir því sem hann viti um hana.
Vitnið Garðar Axelsson, lögreglumaður kvað ákærða hafa hringt og tilkynnt að drengur hafi stolið veskinu sínu, A eða [...]. Hann hafi verið að skutla honum frá [...] og upp á [...]. Það hefðu verið peningar og skilríki í veskinu og hann hefði stolið því úr jakkanum sínum á leiðinni. Síðan hafi lögreglan farið að vinna í málinu og fundið út að þetta væri brotaþoli. Ákærði hafi í rauninni bara gefið upp símanúmer fyrst og ekki sagst vita frekari deili á honum, hann héti A og hann væri með símanúmerið hans. Síðan hafi komið í ljós að það hefði ekki getað verið að brotaþoli hafi verið í [...] á þessum tíma. Þeir hafi farið heim til brotaþola, talað þar við móður hans og stuttu seinna hafi brotaþoli komið heim. Hann hefði sagst hafa hitt ákærða og farið með honum upp í [...] og hafa boðið ákærða kynlíf fyrir greiðslu en ekkert gert og stolið veskinu og hlaupið í burtu. Síðan hafi þeir farið með brotaþola og fundið veskið. Vitnið staðfesti lögregluskýrslu sína um atvik sem fyrir liggur í málinu.
Vitnið Helgi Pétur Ottesen, lögregluvarðstjóri kvaðst hafa verið varðstjóri á vaktinni þegar vitnið Garðar og Trausti hafi farið í málið. Brotaþoli hafi komið á lögreglustöðina til viðtals og vitnið vísar til skýrslu sinnar um það en skömmu síðar hafi vitnið Viðar Stefánsson lögreglufulltrúi tekið við málinu. Hann kvað brotaþola hafa sagt að hann hefði fengið ákærða til þess að hitta sig þarna eftir samskipti á MSN, uppi í [...] á [...] eða eitthvað svoleiðis. Lögreglan hafi tekið síma sem brotaþoli hafi verið með og skoðað betur.
Vitnið Trausti Freyr Jónsson, lögreglumaður kvað lögreglu hafa borist símhringing frá ákærða sem hafi tilkynnt að veskinu hans hefði verið stolið. Hann hafi verið að skutla strák ofan úr [...] og að [...]. Þessi strákur hafi stolið veskinu og hafði ákærði nafn á honum, símanúmer og lýsingu. Þegar lögregla hafi skoðað símanúmerið hafi þeir séð þetta var brotaþoli. Fóru vitnið og vitnið Garðar Axelsson upp á [...] þar sem brotaþoli býr og hittu móður hans. Hún kvað ekki geta staðist að hann hafi verið fyrir sunnan því hann væri búinn að vera heima allt kvöldið og nýskroppinn út. Meðan þeir voru þarna hafi hann komið heim og þegar gengið var á hann með þetta hafi hann viðurkennt að hann hafi hitt Börk en uppi í [...] og hann hafi stolið veskinu hans. Hann hafi farið upp í [...] til þess að bjóða kynlífsgreiða gegn greiðslu. Í kjölfarið hafi hann viðurkennt að hann hafa tekið veskið og boðist til þess að sýna þeim hvar það væri því hann væri ekki með það á sér. Hann hafi farið með þeim upp í [...] og vísað á það.
Vitnið Viðar Stefánsson lögreglufulltrúi kvaðst hafa tekið við rannsókn málsins eftir að frumskýrslur lágu fyrir. Rannsókn hafi falist í yfirheyrslu á sakborningi og vitnum.
Hann hafi yfirheyrt ákærða tvisvar sinnum, í fyrra skiptið í [...] en þá hafi ákærði ekkert kannast við sakarefnið. Í seinni skýrslutökunni hafi hann sagst hafa ætlað til [...] í þeim tilgangi að notfæra sér brotaþola kynferðislega en það hafi ekki orðið vegna þess að hann hafi verið rændur og ræninginn hlaupið á brott. Hann hafi komið ágætlega fyrir. Hann hafi þó orðið margsaga í þessum skýrslutökum, þannig að fyrst hafi hann ekki kannast við neitt síðan í seinni skýrslutökunni, er vitnið hafi borið undir hann samskipti og fyrri samskipti og það að drengurinn hafi haft símanúmerið hans, hafi hann engu svarað um það og skýringin á ferð hans upp á [...] verið sú að hann hafi ætlað að skoða bæinn en hann var á lánsbíl og réttindalaus þannig að sér hafi fundist það heldur ótrúleg skýring, þar að auki hafi verið myrkur. Í seinni skýrslutöku hafi hann skýrt frá því að hann hefði mælt sér mót við brotaþola eftir samskipti á MSN. Hann kvað tölvu ákærða og tölvu brotaþola eða móður hans hafa verið rannsakaðar. Þá skoðaði vitnið ekki sjálfur síma brotaþola en hafi séð lista sem móðir brotaþola hafi komið með uppskrifaðan úr símanum.
Vitnið Jónas Hallgrímur Ottósson lögregluvarðstjóri kvaðst hafa tekið eina skýrslu af móður brotaþola og farið yfir símtalaskrá sem lögregla hafi fengið frá símafyrirtæki. Við skoðun á símtalaskrá og skrá yfir SMS samskipti hafi fundist símtöl á milli síma brotaþola og síma ákærða og síma móður brotaþola og síma ákærða. Hann kvaðst ekki hafa séð síma brotaþola þar sem stæði Börkur kúnni við símanúmer ákærða en hann hafi hringt til vitnisins C og fengið þetta staðfest.
Vitnin Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður og D, [...] og E, [...], gáfu skýrslur fyrir dómi, en ekki eru efni til að rekja framburð vitnanna.
NIÐURSTAÐA
Ákærða er í I. kafla ákæru gefið að sök kynferðisbrot gegn brotaþola, sem fæddur er [...], á tímabili frá nóvember 2010 fram í janúar 2011, að [...] með því að hafa að minnsta kosti í eitt skipti haft kynferðismök við brotaþola með því að láta hann fróa sér og sjúga á sér kynfærin og hafa við hann endaþarmsmök og með því að hafa í umrætt skipti greitt A fyrir vændi barns með reiðufé, allt að kr. 20.000.
Ákærði neitar sök. Hann hefur viðurkennt að brotaþoli hafi komið á heimili hans að [...] í [...]. Framburður hans um samskipti þeirra í [...] og þá einkum aðdraganda þeirra hefur verið hvarflandi og sagði hann ýmist að brotaþoli hafi komið til hans án þess að gera boð á undan sér og hins vegar að þeir hefðu talað saman í síma. Brotaþoli hafi boðið ákærða að hafa kynmök, en ákærði hafi hafnað því þar sem hann hafið séð að ákærði væri allt of ungur.
Brotaþoli gaf skýrslu um atvik í Barnahúsi hinn 4. apríl 2011 og einnig fyrir dómi við aðalmeðferð málsins. Frásögn brotaþola um atvik hefur verið stöðug og trúverðug. Hefur hann haldið staðfastlega við frásögn sína um atvik og lýsti húsakynnum ákærða þannig að ljóst þykir að hann hafi komið í íbúð hans a.m.k. einu sinni. Framburður ákærða um óvænta komu brotaþola og um það að hann hafi afhent brotaþola peninga án þess að hann þekkti hann nokkuð, er drengurinn kom að [...], þykir aftur á móti ótrúverðugur. Verður framburður brotaþola lagður til grundvallar hér og telst sannað að ákærði hafi haft kynferðismök við brotaþola gegn greiðslu eins og lýst er í ákæru og að brotaþoli hafi áður greint ákærða frá því að hann væri einungis 14 ára gamall. Samkvæmt framansögðu þykir liggja fyrir fullnægjandi sönnun um að ákærði hafi gerst sekur um þau brot sem honum eru gefin að sök í I. kafla ákæru og telst háttsemi hans þar rétt færð til refsiákvæða.
Í II. kafla ákæru er ákærða gefin að sök tilraun til kynferðisbrota að kvöldi sunnudagsins 26. mars 2011 á [...] með því að hafa mælt sér mót við brotaþola skammt frá heimili hans að [...] og farið með hann á afvikinn stað við [...] og ætlað að hafa þar við hann kynferðismök og með því að hafa í fyrrgreint skipti ætlað að greiða brotaþola fyrir vændi barns með reiðufé, allt að kr. 10.000.
Ákærði hefur neitað sök. Hann hefur viðurkennt að hafa farið til [...] í umrætt sinn með það fyrir augum að eiga kynlíf með brotaþola sem hann kveðst hafa talið annan aðila. Kvaðst hann hafa hætt við áform sín er hann hitti brotaþola, enda hafi hann séð að hann væri of ungur.
Brotaþoli gaf skýrslu um atvik í Barnahúsi 4. apríl 2011 og fyrir dómi og hefur frásögn hans um atvik verið stöðug og trúverðug. Sú skýring ákærða að hann hafi ekið með dreng sem hann taldi undir aldri á afvikinn stað til þess að kasta þar af sér vatni eftir að hafa gert sér ferð til [...] úr [...] í því skyni að kaupa af honum vændi er ótrúverðug og ósennileg. Telur dómurinn að vegna fyrri samskipta þeirra hafi brotaþoli sett sig í samband við ákærða í því skyni að hafa af honum fé eins og brotaþoli hefur borið um og hljóti ákærða að hafa verið það ljóst að um sama dreng var að ræða er þeir hittust á [...]. Ákærði var við rannsókn lögreglu margsaga um atvik 26. mars 2011 og er sú skýring ákærða að hann hafi leitast við að dylja kynhneigð sína með rangri frásögn sinni ekki tæk. Samkvæmt framansögðu þykir liggja fyrir fullnægjandi sönnun um að ákærði haf gerst sekur um þau brot sem honum eru gefin að sök í II. kafla ákæru og telst háttsemi hans þar rétt færð til refsiákvæða.
Ákærði hefur ekki verið sakfelldur áður fyrir brot sem hér skipta máli. Brotaþoli er óharðnaður unglingur sem verið hafði í neyslu fíkniefna og þrátt fyrir að hann hafi leitað leiða til að fjármagna fíkniefnaneyslu sína með þeim hætti sem fram kemur í máli þessu verður ekki fram hjá því litið að hann var einungis 14 ára gamall er atvik málsins urðu og sjálfsvirðing hans og sjálfsvitund skert vegna lífernis hans. Ákærði er maður á sextugsaldri og var í yfirburðaaðstöðu gagnvart brotaþola vegna aldursmunar og reynslu. Þykir hann hafa brotið gróflega gagnvart brotaþola án þess að eiga sér málsbætur. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði.
Réttargæslumaður hefur krafist miskabóta að fjárhæð 1.800.000 krónur, auk vaxta. Er vísað til þess að brotaþoli hafi orðið fyrir kynferðisbroti af hálfu ákærða. Hafi verknaðurinn leitt til verulegs tjóns fyrir brotaþola. Um lagarök er vísað til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Með vísan til niðurstöðu um sakfellingu fyrir kynferðisbrot og kaup á vændi er það niðurstaða dómsins að framferði ákærða í greint sinn hafi valdið brotaþola miska. Á hann rétt á skaðabótum vegna háttsemi hans á grundvelli 26. gr. laga nr. 50/1993. Í ljósi atvika málsins og dómvenju á réttarsviðinu þykja bætur þessar hæfilega ákveðnar 800.000 krónur. Fjárhæð dæmdra skaðabóta ber vexti eins og í dómsorði greinir.
Loks verður ákærða með vísan til 1. mgr. 218. gr. laga nr. 88/2008 gert að greiða sakarkostnað, samkvæmt yfirliti ákæruvalds, en málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola samkvæmt ákvörðun dómsins. Þær greiðslur þykja hæfilega ákveðnar að meðtöldum virðisaukaskatti svo sem greinir í dómsorði. Jafnframt verður ákærða gert að greiða ferðakostnað verjandans.
Allan V. Magnússon héraðsdómari kveður upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Ragnheiði Harðardóttur og Sigurði Gísla Gíslasyni héraðsdómurum.
D Ó M S O R Ð:
Ákærði, Börkur Ragnarsson, sæti fangelsi í tvö ár og sex mánuði.
Ákærði greiði B v/A miskabætur að fjárhæð 800.000 krónur ásamt vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 31. desember 2010 til 12. ágúst 2011 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Steins S. Finnbogasonar, héraðsdómslögmanns, 818.300 krónur, og ferðakostnað verjandans, 37.300 krónur. Þá greiði ákærði þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Gunnhildar Pétursdóttur, að fjárhæð 398.463 krónur.
Ákærði greiði sakarkostnað samkvæmt yfirliti sækjanda að fjárhæð 299.000 krónur.