Hæstiréttur íslands

Mál nr. 159/2016

Héraðssaksóknari (Björn Þorvaldsson saksóknari)
gegn
X (Kristján Stefánsson hrl.)

Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008

Reifun

Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson, Benedikt Bogason og Karl Axelsson.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. febrúar 2016, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 26. febrúar 2016, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 4. mars 2016 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi.

Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.                               

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 26. febrúar 2016.

                Héraðssaksóknari hefur í dag krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurði að X, kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, allt til föstudagsins 4. mars 2016 kl. 18:00.  Þess er krafist að X verði látinn vera í einrúmi á meðan á gæsluvarðhaldi stendur.

                Krafan er reist á a lið 1. mgr. 95. gr. og b lið 1. mgr. 99. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og meint brot kærða eru talin varða við 155., 248. og 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Kærði mótmælir kröfunni og krefst þess til var að gæsluvarðhaldi verið markaður skemmri tími. Til þrautavara að kærða verði einungis gert að sæta farbanni.

                Í greinargerð með kröfunni segir að á grundvelli 17. gr. laga nr. 64/2006 hafi  peningaþvættisskrifstofu embættis Héraðssaksóknara borist tilkynning um ætlað peningaþvætti. Málið hafi verið var sent héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar, sbr. 3. tl. 8. gr. reglugerðar nr. 626/2006 um meðhöndlun tilkynninga um ætlað peningaþvætti.

                Samkvæmt tilkynningunni, sem dagsett sé 24. febrúar 2016, virðist sem erlendur aðili hafi komist yfir upplýsingar um fiskútflutning A ehf. sem er fiskvinnslufyrirtæki í [...] og sendi meðal annars gáma með sjávarafurðum til [...].

                Óþekktur aðili, sem gefi sig út fyrir að vera fyrirsvarsmaður A ehf., hafi sent greiðslufyrirmæli með tölvupósti þess efnis að greitt skuli á reikning B ehf. og þannig hafi greiðslan ekki borist til seljanda vörunnar, A ehf. Fyrirsvarsmaður B ehf. sé X. Um sé að ræða tvær greiðslur, aðra að fjárhæð 31.000.000 króna og hina að fjárhæð 22.000.000 króna. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðast þessir óþekktu aðilar hafa aðgang að reikningum B ehf. í gegnum Y sem síðan hafi millifært fjármunina á aðra reikninga og taki hluta þeirra út í reiðufé. Samkvæmt gögnum lögreglu hafi tekist að rekja millifærslurnar til ákveðinnar IP tölu sem að öllum líkindum tengist tölvubúnaði Y.

                Talið sé að aðilarnir hafi brotist inn í pósthólf viðskiptavinar A ehf. í [...] og tekið yfir og stjórnað samskiptum þar á milli. Þegar aðilarnir sjái að A ehf. hafi sent pöntun til viðskiptavinarins sendi þeir kröfu á viðskiptaaðilann með breyttum greiðsluupplýsingum og stýri þannig greiðslum á eigin reikning þaðan sem peningarnir séu millifærðir eða teknir eru út í reiðufé.

Greining leiði í ljós að þann 29.01.2016 kl.13:20 séu millifærðar á reikning 526-26-8512 í eigu  B ehf. 31.599.105 krónur með eftirfarandi hætti:

„03.02.2015 kl. 12:32 eru 6.319.691 teknar út af reikningi [...]-[...]-[...] í reiðufé.

05.02.2015 kl. 09:54 eru 23.000.000 millifærðar af reikningi [...]-[...]-[...] á reikning [...]-[...]-[...].  Færslan er merkt Y.

05.02.2015 kl. 10:00 eru 5.000.000 millifærðar af reikningi [...]-[...]-[...]. Færslan er merkt Y - líklega reikningur í Arion banka.

05.02.2015 kl. 10:01 eru 3.000.000 millifærðar af reikningi [...]-[...]-[...]. Færslan er merkt Y - líklega reikningur í Arion banka.

05.02.2015 kl. 10:02 eru 4.000.000 millifærðar af reikningi [...]-[...]-[...]. Færslan er merkt Y - líklega reikningur í Arion banka.

05.02.2015 kl. 13:14 eru 9.000.125 millifærðar af reikningi [...]-[...]-[...]. Færslan er merkt - Millif.sami reikningseigandi, að öðru leiti ekki merkt.

05.02.2015 kl. 15:24 eru 2.100.000 millifærðar af reikningi [...]-[...]-[...]. Færslan er merkt - 0019 05

05.02.2015 kl. 15:39 eru 1.100.125 millifærðar af reikningi [...]-[...]-[...]. Y - líklega reikningur í Arion banka.

08.02.2015 kl. 13:55 eru 360.000 millifærðar af reikningi [...]-[...]-[...]. Færslan er merkt Y - líklega reikningur í Arion banka.

15.02.2015 kl. 13:37 eru 500.125 millifærðar af reikningi [...]-[...]-[...]. Færslan er merkt Y - líklega reikningur í Arion banka.

22.02.2015 kl. 15:42 eru 145.000 millifærðar af reikningi [...]-[...]-[...]. Færslan er merkt Y - líklega reikningur í Arion banka.

23.02.2015 kl. 15:27 eru 200.000 teknar út af reikningi [...]-[...]-[...] í reiðufé.“

Taflan hér fyrir neðan dragi saman feril í peningafærslum:

Dagur

Tími

Upphæð

Tegund 

Af reikning

Á reikning

Merking

03.02.2016

12:32

6.319.691

Seðlar

 [...]-[...]-[...]

 

Seðlar

05.02.2016

09:54

23.000.000

Millifært

  [...]-[...]-[...]

[...]-[...]-[...]

Y

05.02.2016

10:00

5.000.000

Millifært

[...]-[...]-[...]

Arion banki

Y

05.02.2016

10:01

3.000.000

Millifært

[...]-[...]-[...]

Arion banki

Y

05.02.2016

10:02

4.000.000

Millifært

[...]-[...]-[...]

Arion banki

Y

05.02.2016

13:14

9.000.125

Millifært

[...]-[...]-[...]

?

Millif.sami reikningseigandi

05.02.2016

15:24

2.100.000

Millifært

[...]-[...]-[...]

[...]-[...]-[...]

[...]-[...]-[...]

05.02.2016

15:39

1.100.125

Millifært

[...]-[...]-[...]

Arion banki

Y

08.02.2015

13:55

360.000

Millifært

[...]-[...]-[...]

Arion banki

Y

15.02.2015

13:37

500.125

Millifært

[...]-[...]-[...]

Arion banki

Y

22.02.2015

15:42

145.000

Millifært

[...]-[...]-[...]

Arion banki

Y

23.02.2015

15:27

200.000

Seðlar

[...]-[...]-[...]

 

Seðlar

Samtals

31.626.066

 

 

Greining leiðir í ljós að þann 22.02.2016 kl. 09:21 sé millifærðar á reikning [...]-[...]-[...] í eigu  B ehf. krónur 22.252.196.

23.02.2015 kl. 10:27 séu 22.050.000 millifærðar af reikningi [...]-[...]-[...] á reikning [...]-[...]-[...].  Færslan sé merkt Y.

                Ætluð brot teljist geta varðað við 155. gr., 248. gr., og 264. gr. um almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

                Á næstu dögum séu fyrirhugaðar skýrslutökur af nokkrum einstaklingum, sem ýmist hafi stöðu sakbornings eða vitnis í þeim málum sem til rannsóknar eru.  Talið sé nauðsynlegt að kærði sæti gæsluvarðhaldi þann tíma sem fyrirhugaðar yfirheyrslur standa yfir. 

                Við yfirheyrslur yfir X hafi komið fram að hann hafi móttekið fjármuni og tekið við fyrirmælum um ráðstöfun fjárins. Ekki hafi þó verið upplýst hvaðan þau fyrirmæli séu fengin eða í þágu hvers fjármunanna var ráðstafað. X og Y, kt. [...] beri ekki saman um þau atriði.

                Með vísan til framangreinds sé talið nauðsynlegt að kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar málsins þar sem ætla megi að gangi hann laus muni hann torvelda rannsókn málsins með því að hafa áhrif á samseka og/eða vitni og /eða skjóta undan gögnum sem sönnunargildi hafa í málinu og hafa enn ekki verið haldlögð. Þyki þannig nauðsynlegt að vernda rannsóknarhagsmuni málsins með því að X sæti gæsluvarðhaldi og sömu rök talin standa til þess að hann verði látinn vera í einrúmi meðan á gæsluvarðhaldi stendur.

                Til rannsóknar séu ætluð brot gegn XVII., XXVI. og XXVII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, einkum 155. gr. um skjalafals, 248. gr. um fjársvik og 264. gr. um peningaþvætti, en hin tilgreindu brot gegn almennum hegningarlögum geti varðað allt að átta ára fangelsi hið fyrst nefnda en tvö síðarnefndu allt að sex ára fangelsi.

                Um heimild til gæsluvarðhalds er vísað til a liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og til b liðar 1. mgr. 99. gr.  sömu laga hvað varðar kröfu um einangrun.  Verði ekki fallist á kröfu um gæsluvarðhald er gerð krafa um að sakborningi verði bönnuð brottför af landinu með vísan til 1. mgr. 100. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.

Þegar litið er til gagna málsins er fallist á með saksóknara að kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot gegn 248. og 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem varðað getur fangelsisrefsingu. Rannsókn málsins er á frumstigi og töluverðir rannsóknarhagsmunir í húfi. Haldi kærði óskertu frelsi sínu gæti hann torveldað rannsókn málsins, m.a. með því að hafa áhrif á framburð vitorðsmanna eða vitna. Með vísan til a liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er því fallist á kröfu lögreglustjóra um gæsluvarðhald með þeim hætti sem nánar greinir í úrskurðarorði.

Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.

Úrskurðarorð:

                Kærði, X, kt. [...], skal sæta gæsluvarðhaldi, allt til föstudagsins 4. mars 2016 kl. 16:00.

                Kærði skal sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.