Hæstiréttur íslands

Mál nr. 511/2007


Lykilorð

  • Líkamsárás
  • Þjófnaður
  • Gripdeild
  • Fjársvik
  • Umboðssvik
  • Rán
  • Samverknaður
  • Hylming
  • Nytjastuldur
  • Stórfelld eignaspjöll
  • Húsbrot
  • Fíkniefnalagabrot
  • Umferðarlagabrot
  • Akstur sviptur ökurétti
  • Skilorð
  • Upptaka
  • Svipting ökuréttar


         

Fimmtudaginn 28. febrúar 2008.

Nr. 511/2007.

Ákæruvaldið

(Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari)

gegn

Davíð Þór Gunnarssyni

Ívari Aroni Hill Ævarssyni

Pétri Áskeli Svavarssyni

(Hilmar Ingimundarson hrl.)

Ágústi Má Sigurðssyni

(Kristján Stefánsson hrl.)

Jóni Einari Randverssyni og

Stefáni Blackburn

(Sveinn Andri Sveinsson hrl.)

 

Líkamsárás. Þjófnaður. Gripdeild. Fjársvik. Umboðssvik. Rán. Samverknaður. Hylming. Nytjastuldur. Stórfelld eignaspjöll. Húsbrot. Fíkniefnabrot. Umferðalagabrot. Akstur án réttinda. Skilorð. Upptaka. Svipting ökuréttar.

 

D var sakfelldur fyrir fjölda auðgunarbrota, nytjastuldi, húsbrot, brot gegn valdstjórninni og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Með brotum sínum rauf hann skilorð eldri dóms þar sem sex af níu mánaða fangelsisrefsingu var skilorðsbundin. Sá hluti var tekinn upp og dæmdur með og var refsing hans ákveðin fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Í var sakfelldur fyrir fjölda auðgunarbrota, þar af þrjú ránsbrot, nytjastuldi, stórfelld eignaspjöll ásamt umferðarlaga- og fíkniefnabrotum. Refsing hans var ákveðin þriggja ára fangelsi. Þá var P sakfelldur fyrir ýmis auðgunar- og umferðarlagabrot og hann dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar. J var einnig sakfelldur fyrir auðgunar-, umferðarlaga- og fíkniefnabrot og hann dæmdur í 14 mánaða fangelsi. Á var ennfremur sakfelldur fyrir þrjú ránsbrot. Fyrir Hæstarétt voru lagðar upplýsingar um að hann hefði breytt lífi sínu mjög til betri vegar auk þess sem hann hafði ekki áður verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi sem gat haft áhrif á ákvörðun refsingar. Með hliðsjón af þessu var refsing hans ákveðin skilorðsbundið fangelsi í 12 mánuði.  Að lokum var S sakfelldur fyrir þrjár líkamsárásir, ýmis auðgunarbrot, þar á meðal þrjú fullframin rán og eina ránstilraun, nytjastuld, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ein líkamsárásanna var fólskuleg og stórhættuleg og hefði hæglega getað leitt til bana þess sem fyrir henni varð. Á hinn bóginn var tekið tillit til þess að hann var á 15. og 16. aldursári þegar hann framdi brotin. Refsing hans var ákveðin fangelsi í fjögur ár.        

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson.

Ríkissaksóknari skaut málum á hendur ákærðu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 1. júní 2007, tveimur áfrýjunarstefnum 7. september 2007 og áfrýjunarstefnu 11. september 2007 í samræmi við yfirlýsingar ákærðu um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds sem krefst staðfestingar á sakfellingu ákærðu Davíðs Þórs, Ívars Arons, Péturs Áskels og Ágústs Más samkvæmt héraðsdómi 12. júlí 2007 auk staðfestingar á upptöku fíkniefna og greiðslu skaðabóta úr hendi Ívars Arons og Ágústs Más. Þá krefst ákæruvaldið staðfestingar á sakfellingu og ökuréttarsviptingu Davíðs Þórs samkvæmt héraðsdómi 23. febrúar 2007 og staðfestingar á sakfellingu Ívars Arons samkvæmt héraðsdómi 10. ágúst 2007. Héraðsdómi 16. ágúst 2007 er aðeins áfrýjað til endurskoðunar á refsingu Stefáns. Ákæruvaldið krefst í öllum tilvikum þyngingar á refsingu ákærðu.

Ákærði Davíð Þór krefst sýknu af IV., V., VIII. og XIII. lið ákæru 7. nóvember 2006, af IX. og XI. lið ákæru 16. nóvember 2006 sem dæmt var um 23. febrúar 2007, af I., II. og IV. lið ákæru 22. febrúar 2007, af VI. tölul. ákæru 22. mars 2007 og af ákærum 28. nóvember 2006 og 29. mars 2007 sem dæmt var um 12. júlí 2007. Þá krefst hann mildunar refsingar að öðru leyti og að gæsluvarðhald hans frá 12. janúar til 2. júlí 2007 og frá 28. nóvember 2007 komi til frádráttar refsingu.

Ákærði Ívar Aron krefst sýknu af XVII., XX., XXVII., XXX. og XXXIII. lið ákæru 22. mars 2007 sem dæmt var um 12. júlí 2007 og af 2. lið ákæru 16. júlí 2007 sem dæmt var um 10. ágúst, að refsing hans verði að öðru leyti milduð og að gæsluvarðhald hans frá 30. janúar til 2. júlí 2007, og frá 6. júlí sama árs komi til frádráttar refsingu. Þá krefst hann aðallega frávísunar á bótakröfu DD en til vara að miskabætur til hans verði lækkaðar.

Ákærði Pétur Áskell krefst sýknu af II. lið ákæru 22. febrúar 2007 sem dæmt var um 12. júlí 2007 og að refsing hans verði að öðru leyti milduð.

Ákærði Ágúst Már krefst þess aðallega að héraðsdómur 12. júlí 2007 verði ómerktur hvað hann varðar og að málinu verði vísað heim í hérað til nýrrar meðferðar. Til vara krefst hann sýknu af öllum kröfum ákæruvalds en að því frágengnu að refsing hans verði milduð og skilorðsbundin. Þá krefst hann þess að skaðabótakröfu CC verði vísað frá dómi og að skaðabótakröfu DD verði aðallega vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð.

Ákærðu Jón Einar og Stefán krefjast báðir mildunar refsingar og að gæsluvarðhald Stefáns 25. til 28. mars 2007, og frá 27. apríl sama ár komi til frádráttar refsingu.

Héraðsdómar 23. febrúar, 12. júlí og 10. ágúst 2007 voru kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjaness en héraðsdómur 16. ágúst 2007 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrir Hæstarétti hafa málin verið sameinuð.

Í tilkynningu Davíðs Þórs til ríkissaksóknara 23. mars 2007 um áfrýjun á dómi Héraðsdóms Reykjaness 23. febrúar 2007 tók áfrýjun málsins meðal annars til XI. liðar ákæru 16. nóvember 2006 fyrir þjófnað. Fyrir Hæstarétti kom fram sú afstaða ákæruvalds að ákærði hefði verið sýknaður af þessum ákærulið í héraði. Af því tilefni var af hálfu ákærða lýst yfir að fallið væri frá áfrýjun á þessum lið ákærunnar.

Ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt um aðstæður hinna ákærðu.

I.

Krafa ákærða Ágústs Más um ómerkingu dóms Héraðsdóms Reykjaness 12. júlí 2007 hvað hann varðar er byggð á því að ekki hafi verið skilyrði til þess að sameina mál sem höfðað var með ákæru 17. apríl 2007 og grein er gerð fyrir í héraðsdómi 12. júlí 2007, eldra máli. Ekki verður á þetta fallist þar sem héraðsdómara var heimilt að sameina málin og dæma sem eitt mál teldi hann það hagkvæmt, sbr. 3. mgr. 23. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.

Þá er krafa ákærða um ómerkingu einnig reist á því að héraðsdómur hefði átt að vera fjölskipaður samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 19/1991. Ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 19/1991 felur í sér heimild til að ákveða að þrír héraðsdómarar skuli skipa dóm í máli ef sýnt þykir að niðurstaða kunni að verulegu leyti að ráðast af mati á sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi. Eins og sönnunargögnum er háttað í málinu þykja ekki efni til að hnekkja mati héraðsdóms að þessu leyti. Ómerkingarkröfu ákærða er því hafnað.

II.

Í I. lið ákæru 22. febrúar 2007 er ákærða Davíð Þór gefið að sök að hafa brotist inn í einbýlishús við Þinghólsbraut í Kópavogi og stolið þaðan ýmsum munum sem nánar er lýst í hinum áfrýjaða dómi Héraðsdóms Reykjaness 12. júlí 2007. Ákærði neitaði sök bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Meðákærði Pétur Áskell bar fyrir dómi að hann myndi ekki eftir því að ákærði Davíð Þór hefði tekið þátt í innbrotinu. Þegar litið er til þessa og öðru leyti til gagna málsins verður ekki talið að fram sé komin lögfull sönnun þess að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er að sök gefin og verður hann því sýknaður, sbr. 45. gr. og 46. gr. laga nr. 19/1991.

Í IX. lið ákæru 16. nóvember 2006 er ákærða Davíð Þór gefið að sök að hafa framið fjársvik með því að hafa 4. september 2006 tekið út vörur í Fitjagrilli, Njarðvík, og greitt samtals 6.310 krónur samkvæmt þremur færslum með greiðslukortum sem stolið hafði verið úr bifreiðinni NNN. Ákærði neitaði sök bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Vitnið OOO bar fyrir rétti að hún hefði afgreitt ákærða Davíð Þór og vitað hver hann væri þar sem hún hefði oft séð hann. OOO bar kennsl á ákærða Davíð Þór við myndsakbendingu hjá lögreglu 6. október 2006 og benti þar ákveðið á mynd af honum. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms Héraðsdóms Reykjaness 23. febrúar 2007 verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða fyrir brot þau sem IX. liður fyrrnefndrar ákæru tekur til og um heimfærslu þeirra til refsiákvæðis.

Í XIII. lið ákæru 7. nóvember 2006 er ákærða Davíð Þór ásamt þremur öðrum gefinn að sök nytjastuldur fyrir að hafa heimildarlaust notað bifreið annars manns. Ákærði unir sakfellingu fyrir nytjastuld á bifreið sem tekin var í Reykjavík rétt fyrir miðjan september 2006 og ekið til Húsavíkur og ekki er hér til endurskoðunar. Á hinn bóginn hefur ákærði áfrýjað sakfellingu samkvæmt framangreindum XIII. lið í ákæru 7. nóvember 2006. Þar er honum gefið að sök að hafa 16. september 2006 tekið ófrjálsri hendi bifreiðina ÓÓÓ, þar sem hún stóð við húsið [...] á Húsavík, og ekið henni til Selfoss. Upplýst var fyrir Hæstarétti að hvorki ákærði Davíð Þór né meðákærðu að broti þessu áttu bifreið á þeim tíma er umræddur akstur átti sér stað. Ekki verður talið máli skipta hvort ákærði Davíð Þór var ökumaður bifreiðarinnar eða farþegi varðandi heimfærslu brotsins til 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fallist er á með héraðsdómi að eins og ferðatilhögun ákærða og samferðamanna hans var háttað frá Reykjavík til Húsavíkur hafi honum ekki getað dulist að bifreið sú, sem hann og samferðamenn hans nýttu til baka suður, hafi verið illa fengin og því um heimildarlaus not bifreiðarinnar að ræða. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms Héraðsdóms Reykjaness 23. febrúar 2007 verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða fyrir brot samkvæmt XIII. lið fyrrnefndrar ákæru og um heimfærslu þess til refsiákvæðis.

Með vísan til forsendna hinna áfrýjuðu dóma Héraðsdóms Reykjaness 23. febrúar og 12. júlí 2007 verður staðfest niðurstaða þeirra um sakfellingu ákærða Davíðs Þórs og heimfærslu brota hans til refsiákvæða samkvæmt IV., V. og VIII. lið ákæru 7. nóvember 2006, ákæru 28. nóvember 2006, II. og IV. lið ákæru 22. febrúar 2007, VI. lið ákæru 22. mars 2007 svo og ákæru 29. mars 2007.

III.

Í 2. lið ákæru 16. júlí 2007 er ákærða Ívari Aroni Hill gefin að sök tilraun til þjófnaðar, með því að hafa fimmtudaginn 5. júlí 2007 í auðgunarskyni gert tilraun til að brjótast inn í íbúðarhúsnæði við Hrísrima, með því að reyna að spenna upp útihurð. Ákærði hefur neitað sök bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Eitt vitni, PPP, bar að ákærði hefði staðið við útihurð við Hrísrima þegar vitnið kom úr vinnu umræddan dag. Vitnið lýsir því svo að þegar það hafi keyrt að húsinu hafi ákærði snúið að hurðinni, litið upp, horft á sig, stungið einhverju í vasa sinn og hlaupið síðan á brott. Hafi vitnið þá gengið að hurðinni og séð að hurðarhúnninn hafi verið dottinn af og skrapför verið á lásnum. Í lögregluskýrslu 6. júlí 2007 kemur fram að á vettvangi hafi komið í ljós að skemmdir hafi verið á hurðarhúni eftir einhvers konar verkfæri sem að líkindum hefði verið notað til að reyna að „rífa hurðina opna“ og hafi hurðarhúnninn legið á jörðinni. Framburður vitnisins er ekki á þá leið að það hafi séð ákærða reyna innbrot í umrætt sinn. Verður ákærði því sýknaður af þessum ákærulið.

Í XVII. lið ákæru 22. mars 2007 er ákærða Ívari Aroni Hill gefinn að sök nytjastuldur fyrir að hafa ásamt meðákærða í héraði Y notað bifreið annars manns Í, í heimildarleysi að morgni laugardagsins 27. janúar 2007 og ekið henni úr Kópavogi áleiðis til Keflavíkur uns lögregla stöðvaði aksturinn við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Ákærði krefst sýknu af þessum ákærulið með þeim rökum að hann hafi ekki vitað að Y hefði tekið bifreiðina ófrjálsri hendi. Ákærði Ívar Aron Hill var spurður fyrir rétti hvort hann hefði haft einhverja hugmynd um að Y hefði stolið umræddri bifreið. Því svaraði ákærði: „Mig grunaði það alveg, en ég vissi það ekki fyrir víst, ég vissi ekkert hver átti bílinn.“ Af svörum ákærða verður dregin sú ályktun að honum hafi mátt vera ljóst að langlíklegast væri að Y hefði tekið bifreiðina ófrjálsri hendi. Verður því fallist á með héraðsdómi að sakfella beri ákærða Ívar Aron Hill fyrir brot það sem hann er ákærður fyrir í þessum lið ákærunnar og er heimfærsla brotsins til refsiákvæðis staðfest.

Með vísan til forsenda hins áfrýjaða dóms Héraðsdóms Reykjaness 12. júlí 2007 verður staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða Ívars Arons Hill og heimfærsla  brota hans til refsiákvæða samkvæmt XX., XXVII., XXX. og XXXIII. lið ákæru 22. mars. 2007. Ákærðuliður XXX. verður þó staðfestur með þeirri athugasemd að ráðið verður af framburði meðákærðu í héraði Ý og ákærða sjálfs að hann hafi verið meðal farþega í bifreiðinni.

IV.

Í II. lið ákæru 22. febrúar 2007 er ákærða Pétri Áskeli gefinn þjófnaður að sök með því að hafa aðfararnótt föstudagsins 5. janúar 2007 brotist inn í iðnaðarhúsnæði að R í Hafnarfirði og stolið þaðan sex veggklukkum og fleiri munum sem nánar er lýst í hinum áfrýjaða dómi Héraðsdóms Reykjaness 12. júlí 2007. Við skýrslugjöf hjá lögreglu 6. janúar 2007 játaði ákærði Pétur Áskell greiðlega þetta brot. Við aðalmeðferð málsins mundi hann eftir að hafa farið að R en rak aftur á móti ekki minni til að hafa brotist inn í húsið og tekið þaðan muni. Ákærði bar við mjög slæmu minni og taldi sig hafa verið í „blackouti“ á þessum tíma en vefengdi ekki að hafa gefið lögregluskýrsluna. Þar sem skýrsla ákærða Péturs Áskels hjá lögreglu um framkvæmd innbrotsins styðst við lýsingu lögreglu á brotavettvangi og samræmist framburði vitnisins RR verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða Péturs Áskels samkvæmt ákærulið II fyrrnefndrar ákæru og heimfærsla brots hans til refsiákvæðis.

V.

Í A lið ákæru 17. apríl 2007 er ákærða Ágústi Má gefið að sök að hafa framið rán með því að hafa klukkan hálf sjö að morgni laugardagsins 28. október 2006 ásamt meðákærða Ívari Aroni veist að BB fyrir utan skemmtistaðinn Óðal í Austurstræti og beitt hann ofbeldi með því að skalla hann í höfuðið í þeim tilgangi að ná af honum fjármunum. Ákærði Ágúst Már neitaði sök fyrir dómi þótt hann viðurkenni að hafa þrýst á BB að taka út peninga úr hraðbanka með því að líta hann illu auga. Fyrir rétti bar ákærði Ágúst Már að meðákærði Ívar Aron Hill hefði talið hann á að taka þátt í að ræna BB. Hefði meðákærði Ívar Aron Hill síðan slegið til BB. Ákærði Ágúst Már viðurkenndi að hafa reynt að skalla BB en hélt að hann hefði ekki hitt hann. Við það hefði BB orðið mjög skelkaður og hefði meðákærði Ívar Aron Hill tekið af BB farsíma. Í lögregluskýrslu 23. febrúar 2007 hafði ákærði Ágúst Már aftur á móti viðurkennt að hafa skallað BB í andlitið. Við meðferð málsins hefur hann ekki mótmælt því að hafa gefið skýrslu um þetta hjá lögreglu. Samræmist skýrslan framburði meðákærða Ívars Arons Hill og skýrslu hans fyrir lögreglu 3. janúar 2007. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms Héraðsdóms Reykjaness 12. júlí 2007 verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða fyrir brot samkvæmt A lið fyrrnefndrar ákæru og um heimfærslu þess til refsiákvæðis.

Í lið B. 2 ákæru 17. apríl 2007 er ákærða Ágústi Má gefið að sök að hafa 31. október 2006 framið rán með því að hafa ásamt meðákærðu Ívari Aroni og Stefáni veist að CC á Brúnavegi við Kleifarveg og krafið hann um peninga eins og nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi 12. júlí 2007. Eins og þar segir bar ákærði Ágúst Már að meðákærði Ívar Aron Hill hefði talið hann á að taka þátt í að ræna CC  þegar þeir hefðu ásamt fleirum verið í bifreið á ferð um Reykjavík. Hefði hann fylgt meðákærðu Ívari Aroni og Stefáni þegar þeir yfirgáfu bifreiðina og hlupu að CC. Hefði meðákærði Ívar slegið CC í höfuðið og þegar hann hefði snúið sér við hefðu þeir allir þrír staðið andspænis honum og meðákærði Stefán hótað honum illu ef hann afhenti þeim ekki peninga. Þar sem hann hafði enga peninga á sér höfðu ákærðu á brott með sér farsíma hans. Í ljósi framburðar ákærða Ágústs Más verður að virða þátt hans í máli þessu sem samverknað með hinum ákærðu tveimur. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms Héraðsdóms Reykjaness 12. júlí 2007 verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða fyrir brot samkvæmt lið B. 2 fyrrnefndrar ákæru og um heimfærslu þess til refsiákvæðis

Með vísan til forsenda hins áfrýjaða dóms Héraðsdóms Reykjaness 12. júlí 2007 verður staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða Ágústs Más og heimfærsla  brots hans til refsiákvæðis samkvæmt lið B. 3 ákæru 17. apríl 2007.

VI.

Af framan hefur verið tekin afstaða til þeirra ákæruliða þar sem ákærðu hafa krafist sýknu fyrir Hæstarétti. Um aðra ákæruliði verða héraðsdómar óraskaðir.

Með hinum áfrýjaða dómi 23. febrúar 2007 var ákærða Davíð Þór gert að sæta fangelsi í 15 mánuði fyrir sex þjófnaðarbrot, tvær tilraunir til þjófnaðar, fjársvik með því að hafa framvísað greiðslukorti annars manns í viðskiptum í þrjú skipti, fjóra nytjastuldi á bifreiðum og þrjú umferðarlagabrot. Með hinum áfrýjaða dómi 12. júlí 2007 var ákærða Davíð Þór ennfremur gert að sæta fangelsi í 19 mánuði fyrir 10 þjófnaðarbrot, tvær tilraunir til þjófnaðar, gripdeild, þrjá nytjastuldi, húsbrot, brot gegn valdstjórninni og tvö umferðarlagabrot.

Með hinum áfrýjaða héraðsdómi 12. júlí 2007 var ákærða Ívari Aroni Hill gert að sæta fangelsi í 30 mánuði fyrir fjögur þjófnaðarbrot, eina tilraun til þjófnaðar, fjársvik með því að hafa framvísað greiðslukorti annars manns í viðskiptum í 27 skipti, þrjú rán, fimm nytjastuldi á bifreiðum, stórfelld eignaspjöll, fjögur fíkniefnabrot og eitt umferðarlagabrot. Með hinum áfrýjaða dómi 10. ágúst 2007 var ákærða Ívari Aroni Hill gert að sæta fangelsi í 45 daga fyrir tilraun til þjófnaðar og umferðarlagabrot.

Með hinum áfrýjaða dómi 12. júlí 2007 var ákærða Pétri Áskeli gert að sæta fangelsi í sex mánuði fyrir þrjú þjófnaðarbrot, tvö hylmingarbrot og tvö umferðarlagabrot.

Með sama dómi var ákærða Ágústi Má gert að sæta 14 mánaða fangelsi fyrir þrjú ránsbrot.

Með sama dómi var ákærða Jóni Einari gert að sæta 14 mánaða fangelsi fyrir fjögur þjófnaðarbrot, þrjár tilraunir til þjófnaðar, hylmingu, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot.

Með sama dómi var loks ákærða Stefáni gert að sæta 20 mánaða fangelsi fyrir þjófnað, tilraun til þjófnaðar, þrjú rán og nytjastuld á bifreið. Með hinum áfrýjaða dómi 16. ágúst 2007 var ákærða Stefáni ennfremur gert að sæta fangelsi í tvö og hálft ár fyrir þrjár líkamsárásir, tvö þjófnaðarbrot, tilraun til þjófnaðar, tilraun til ráns, nytjastuld, fíkniefnabrot og umferðarlaga­brot.

Brotaferill ákærðu er nægilega rakinn í héraðsdómi 12. júlí 2007.

Þó ber að nefna að ákærði Davíð Þór var dæmdur 25. október 2007 í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis hegningar- og umferðarlagabrot. Ákærði Pétur Áskell var dæmdur 11. október 2007 í Héraðsdómi Reykjavíkur í 7 mánaða fangelsi fyrir ýmis hegningar- og umferðarlagabrot. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 3. janúar 2008 var ákærði Pétur Áskell sviptur sjálfræði í tólf mánuði þar sem hann er talinn haldinn alvarlegum geðsjúkdómi og því ófær um að ráða högum sínum.

Hinn 6. júní 2006 var ákærði Davíð Þór dæmdur fyrir mörg auðgunarbrot og fíkniefnabrot í níu mánaða fangelsi, en fullnustu sex mánaða af refsingunni var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Með brotum sínum hefur ákærði Davíð Þór rofið skilorð  dómsins og ber því í samræmi við 60. gr. almennra hegningarlaga að taka upp skilorðsbundinn hluta refsingar hans og dæma hana með refsingu ákærða nú í samræmi við 77. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til 5. og 6. tölul. 1. mgr. 70. gr., 2. mgr. 70. gr., 72. gr., 77. gr. og 78. gr. sömu laga er refsing hans ákveðin fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Gæsluvarðhald hans frá 12. janúar til 2. júlí 2007 og frá 28. nóvember 2007 til uppkvaðningar dóms þessa kemur til frádráttar refsingu.

Með vísan til 5. og 6. tölul. 1. mgr. 70. gr., 2. mgr. 70. gr., 71. gr., 77. gr. og 255. gr. almennra hegningarlaga er refsing ákærða Ívars Arons Hill ákveðin fangelsi í þrjú ár. Gæsluvarðhald hans frá 30. janúar til 2. júlí 2007 og frá 6. júlí sama ár til uppkvaðningar dóms þessa kemur til frádráttar refsingu.

Með vísan til forsendna dóms Héraðsdóms Reykjaness 12. júlí 2007 og 3. mgr. 159. gr. laga nr. 19/1991 verður staðfest niðurstaða hans um refsingu ákærðu Péturs Áskels og Jóns Einars.

Ákærði Ágúst Már er tvítugur. Hann mun hafa breytt lífi sínu mjög til betri vegar frá því sem var er hann framdi brot sín. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð fram gögn um að hann hafi verið í meðferð á vegum S.Á.Á. og sæti nú eftirmeðferð hjá þeim samtökum. Jafnframt hafa verið lögð fram gögn sem sýna að hann hafi undanfarið stundað vinnu við beitingar og smíðar. Þau brot sem ákærði Ágúst Már er sakfelldur fyrir framdi hann á tímabilinu 28. - 31. október 2006, en hann hefur ekki áður verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi sem áhrif hefur á refsingu hans nú. Að þessu athuguðu og með vísan til 5. tölul. 1. mgr. 70. gr., 2. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í 12 mánuði og verður refsingin bundin almennu skilorði, eins og nánar greinir í dómsorði.

Ákærði Stefán, sem fæddur er 23. október 1991, hlaut dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur 15. maí 2007 fyrir hylmingu og var frestað ákvörðun refsingar hans skilorðsbundið í tvö ár frá birtingu dómsins að telja. Hann var á ný dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands 22. júní 2007 fyrir þjófnað, tilraun til þjófnaðar og fíkniefnalagabrot og var ákvörðun refsingar hans þá einnig frestað skilorðsbundið í tvö ár frá birtingu dómsins. Verður helst ráðið að þau mistök hafi verið gerð að mál það, sem dæmt var í Héraðsdómi Reykjavíkur 15. maí 2007, hafi verið dæmt upp og honum gerð tvisvar refsing fyrir sama brotið annars vegar með dómi Héraðsdóms Reykjaness 12. júlí 2007 og hins vegar með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. ágúst 2007 og verður litið til þess.

Líkamsárás ákærða Stefáns á leigubifreiðarstjórann QQQ 27. apríl 2007 vegur þyngst við ákvörðun refsingar hans. Ákærði sló QQQ í höfuðið tvisvar sinnum með hamri. Í framburði RRR, heila- og tauga­skurðlæknis, kom fram að brotið í höfuðkúpunni hafi verið eins og far eftir hamarshaus og hafi þurft mikið högg til þess að valda slíkum áverka. Hafi höggið valdið varanlegum vefjaskaða í heila sem leitt hafi til minnisskerðingar QQQ og eigi hann á hættu að fá flogaveiki af þessum sökum. Árás ákærða var bæði fólskuleg og stórhættuleg og hefði hæglega geta leitt til bana. Á hinn bóginn er til þess að líta að ákærði Stefán var 15 ára þegar hann framdi þetta brot. Þá var hann á 15. og 16. aldursári þegar hann framdi önnur þau brot sem hann er hér sakfelldur fyrir. Með vísan til 1. - 6. tölul. 1. mgr. 70. gr., 2. mgr. 70. gr., 2. tölul. 74. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga er refsing hans ákveðin fangelsi í fjögur ár. Gæsluvarðhald hans frá 25. til 28. mars 2007 og frá 27. apríl sama ár til uppkvaðningar dómsins kemur til frádráttar refsingu.

Ákvæði hinna áfrýjuðu dóma eru með vísan til forsendna þeirra staðfest um upptöku fíkniefna, greiðslu skaðabóta og ökuréttarsviptingu.

Þá eru staðfest ákvæði hinna áfrýjuðu dóma um sakarkostnað.

Ákærðu verða dæmdir til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins samkvæmt yfirliti ríkissaksóknara um sakarkostnað og ákvörðun Hæstaréttar um málsvarnarlaun skipaðra verjenda þeirra fyrir Hæstarétti, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði.

Dómsorð:

Ákærði, Davíð Þór Gunnarsson, sæti fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Frá dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 12. janúar til 2. júlí 2007 og frá 28. nóvember 2007 til uppkvaðningar dómsins.

Ákærði, Ívar Aron Hill Ævarsson, sæti fangelsi í þrjú ár. Frá dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 30. janúar til 2. júlí 2007 og frá 6. júlí 2007 til uppkvaðningar dómsins.

Ákærði, Pétur Áskell Svavarsson, sæti fangelsi í 6 mánuði.

Ákærði, Jón Einar Randversson, sæti fangelsi í 14 mánuði.

Ákærði, Ágúst Már Sigurðsson, sæti fangelsi í 12 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum þremur árum frá uppsögu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Ákærði, Stefán Blackburn, sæti fangelsi í fjögur ár. Frá dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 25. til 28. mars 2007 og frá 27. apríl 2007 til uppkvaðningar dómsins.

Hinir áfrýjuðu dómar skulu vera óraskaðir um skaðabætur, sviptingu ökuréttar, upptöku fíkniefna og sakarkostnað.

Ákærðu Davíð Þór Gunnarsson, Ívar Aron Hill Ævarsson og Pétur Áskell Svavarsson greiði hver fyrir sig 249.000 krónur til skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns. Ákærði Ágúst Már Sigurðsson greiði 373.500 krónur til skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns. Ákærðu Jón Einar Randversson og Stefán Blacburn greiði hvor um sig 186.750 krónur til skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns. Af öðrum áfrýjunarkostnaði skal Stefán Blacburn einn greiða 55.085 krónur, Ívar Aron Hill Ævarsson 19.165 krónur og Davíð Þór Gunnarsson 50.101 krónu. Annan áfrýjunarkostnað, 163.965 krónur, greiði ákærðu óskipt.

 

 

 

Dómur Héraðsdóms Reykjaness 12. júlí 2007.

Mál þetta var dómtekið 23. maí s.l. að loknum munnlegum málflutningi.

I. Kröfur Ákæruvaldsins.

Málið er með ákæru útgefinni 31. janúar 2007, höfðað gegn Davíð Þór Gunnarsssyni, kennitala 250688-3269,  Heiðarhvammi 3f, Keflavík, X, kennitala [...], [...], Reykjavík, Jóni Einari Randverssyni, kennitala 070782-4809, Barðastöðum 23, Reykjavík, Y, kennitala [...], [...], Keflavík, Z, kennitala [...], Furuvöllum 16, Hafnarfirði, og Pétri Inga Péturssyni, kennitala 040485-3339, Norðurvöllum 56, Keflavík,

fyrir eftirtalin refsilagabrot.

I.

Á hendur ákærðu Davíð Þór Gunnarssyni og X fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot með því að hafa aðfaranótt sunnudags 6. mars 2005 staðið saman að því, ásamt þriðja aðila, að taka bifreiðina Þ í heimildarleysi þar sem hún stóð á bifreiðastæði við [...], Skagafirði og gegn ákærða X fyrir að aka bifreiðinni án ökuréttar frá [...] til Akureyrar.

( M. nr. 024-2005-00913)

 

Telst  brot beggja ákærðu varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 sbr. lög nr. 20, 1956 og umferðarlagabrot ákærða X að auki við 1. mgr. 48. gr. sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987.

II.

Á hendur ákærðu Davíð Þór Gunnarssyni og X fyrir þjófnað með því að hafa aðfaranótt sunnudags 6. mars 2005 brotist í félagi inn í bifreiðarnar Æ og Ö sem stóðu á bifreiðastæði vestan við [...], Akureyri og stolið úr þeim einni kippu af bjór, 0.5 lítra, 4 stykkjum af Breezer, myndavél af tegund Canon, sem var í serstakri myndavélartösku, ásamt þremur linsum og leifturljósi og bakpoka sem í var fatnaður, en verðmæti myndavélabúnaðarins er um 300.000 krónur.

( M. nr. 024-2005-00913)

 

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

III.

Á hendur ákærðu Davíð Þór Gunnarssyni og X fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa á sama tíma og getið er í ákærulið II. Í þjófnaðarskyni reynt að brjótast inn í verslunina Esju, Norðurgötu 8, Akureyri, en innbrotstilraunin var stöðvuð af lögreglu eftir að nágrannar höfðu tilkynnt um hana.

( M. nr.024-2005-00913)

 

Telst þetta varða við 244. gr. sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

IV.

Á hendur ákærða Jóni Einari Randverssyni fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreiðum sviptur ökurétti um götur í Reykjavík á árinu 2006 svo sem hér er rakið:

A.       Bifreiðinni TTT aðfaranótt fimmtudags 10. ágúst um Suðurlandsbraut uns lögregla stöðvaði aksturinn á móts við Suðurlandsbraut 4.

(M. nr. 010-2006-39527)

B.        Bifreiðinni SSS að kvöldi föstudagsins 18. ágúst um Lækjargötu.

( M. nr. 010-2006-40359)

Teljast framangreind brot varða við 1. mgr. 48. gr. sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987 sbr. 1. gr. laga nr. 48, 1997.

V.

 [...]

VI.

 [...]

VII.

 Á hendur ákærðu Jóni Einari Randverssyni og Pétri Inga Péturssyni fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa að morgni 28. maí 2006 brotist inn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Sunnubraut 36, Keflavík, í því skyni að stela þar verðmætum og hafa losað skjávarpa að nokkru leyti af lofti skólastofu í skólanum.

(M. nr. 034-2006-5514)

 

Telst þetta varða við 244. gr. sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

VIII.

 Á hendur ákærðu Jóni Einari Randverssyni, Y og Davíð Þór Gunnarssyni fyrir þjófnað með því að hafa 28. júlí 2006 brotist inn í húsið V, Reykjavík og stolið þar tveimur tölvum, Acer fartölvu og HP tölvu.

( M. nr. 010-2006-36164)

Telst þetta varða við 244. gr.almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

IX.

[...]

X.

 [...]

XII.

 Á hendur ákærðu   Jóni Einari Randverssyni, Davíð Þór Gunnarssyni, Pétri Inga Péturssyni og Y fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því  að hafa að morgni 30. júlí 2006 haft í vörslum sínum í bifreiðinni T 1.36 grömm af amfetamíni er þrír þeir fyrrnefndu voru handteknir af lögreglu, en ökumaður bifreiðarinnar var ákærði Y.

( M. nr. 034-2006-8010)

Telst þetta varða við 2. gr. sbr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974 sbr. lög nr. 60, 1980 sbr. lög nr. 13, 1985 og 2. gr. sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld lyf nr. 233, 2001.

XIII.

 [...]

XIV.

 [...]

Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar.

Þá er þess krafist að dæmt verði að ákærðu samkvæmt lið XII. í ákæru, Jóni Einari Randverssyni, Davíð Þór Gunnarssyni, Pétri Inga Péturssyni og Y verði gert að sæta upptöku á 1.36 gr. af amfetamíni og að ákærða skv. lið XIV. í ákæru, Y, verði gert að sæta upptöku á 0.23 gr. af hassi samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld lyf nr. 233, 2001.

Eftirtalin skaðabótakrafa hefur verið gerð í málinu:

1. A gerir þá köfu að ákærðu í lið II. í ákæru, Davíð Þór Gunnarsson og X, greiði honum skaðabætur kr. 28.975.

Með ákæru útgefinni 22. febrúar 2007 er málið höfðað gegn Davíð Þór Gunnarssyni, kt. 250688-3269, Heiðarhvammi 3f, Keflavík, og Pétri Áskeli Svavarssyni, kt. 240580-3819, Bröttukinn 14, Hafnarfirði

fyrir eftirtalin hegningar- og umferðarlagabrot:

I.          (007-2007-1018)

Á hendur ákærðu báðum, fyrir þjófnað með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 4.  janúar 2007, brotist inn í einbýlishúsið að [...] í Kópavogi, með því spenna upp eldhúsglugga á bakhlið hússins og stolið þaðan tveimur dvd-spilurum, annars vegar af gerðinni Matrix og hins vegar Denver, talstöðvarsetti, kvikmyndatökuvél af gerðinni Thomson, hleðslutæki, ferðatösku, sem í var fatnaður, peningakassa og heimabíókerfi, sem ákærðu skildu eftir í forstofu hússins, en hugðust sækja daginn eftir.

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

II. (007-2007-1018)

Á hendur ákærðu báðum, fyrir þjófnað með því að hafa aðfaranótt  föstudagsins 5.  janúar 2007, brotist inn í iðnaðarhúsnæðið að R í Hafnarfirði, rými nr. 4, og stolið þaðan sex veggklukkum, samtals að verðmæti um 500.000 krónum, fjarstýrðum bensínbíl að verðmæti um 80.000 krónum, tveimur útvarpsbíltækjum, annars vegar af gerðinni Pioneer og hins vegar JVC, samtals að verðmæti 35.000 krónum, loftverkfærum að verðmæti um 40.000 krónum, magnara af gerðinni VR-3 að verðmæti 25.000 krónum og bilanatölvu að verðmæti 15.000 krónum.

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

III. (010-2006-46886)

Á hendur ákærða Davíð Þór, fyrir nytjastuld, með því að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 20. september 2006, tekið bifreiðina U í heimildarleysi, þar sem hún stóð við hús nr. [...] við [...]í Reykjavík, ekið henni viðsvegar um götur Reykjavíkur, án ökuréttinda, að bifreiðastæði við [...] þar sem lögregla hafði afskipti af honum.

Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 20, 1956 og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987.

IV. (010-2006-61110)

Á hendur ákærða Davíð Þór, fyrir þjófnað með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 2. desember 2006, brotist inn í húsnæði söludeildar Odda að Höfðabakka 3 í Reykjavík, með því að brjóta rúðu í útidyrahurð og stolið þaðan fartölvu af gerðinni Gateway að verðmæti 110.375 krónur.

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

V. (036-2006-14443)

Á hendur ákærða Davíð Þór, fyrir húsbrot, með því að hafa aðfaranótt mánudagsins 11. desember 2006, ruðst í heimildarleysi inn í bílskur að Q í Hafnarfirði, í því skyni að leita sér þar skjóls. 

Telst þetta varða við 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

VI. (010-2006-64753)

Á hendur ákærða Davíð Þór, fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa, aðfaranótt aðfangadags jóla 2006, í auðgunarskyni brotist inn í bensínafgreiðslu Olís að Álfabakka 7 í Reykjavík, með því að spenna þar upp hurð norðan megin við húsið, en komið var að ákærða, þar sem hann var læstur inní afgreiðslunni.

Telst þetta varða við 244. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

VII.      (036-2006-14726)

Á hendur ákærða Davíð Þór, fyrir gripdeild með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 19. desember 2006, á bensínafgreiðslustöð Essó við Lækjargötu í Hafnarfirði, dælt 43,8 lítrum af eldsneyti á bifreiðina P, að verðmæti 4.936 krónur og ekið á brott án þess að greiða.

Telst þetta varða við 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

 

Í málinu gerir [...], f.h. Olíufélagsins ehf., kt. 541201-3940, þá kröfu að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 4.936, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001 frá tjónsdegi, en síðan dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

VIII.     (007-2007-2181)

Á hendur ákærða Davíð Þór, fyrir þjófnað með því að hafa þriðjudaginn 9. janúar 2007, brotist inn í neðangreinda sumarbústaði í landi [...], Hvalfjarðarstrandarhreppi:

a)             að N, með því að brjóta rúðu í útidyrahurð og stolið þaðan 6 kílóa slökkvitæki og nokkrum flöskum af áfengi og bjór. 

(013-2007-234)

b)            að O, með því að spenna upp glugga við útidyrahurð og stolið þaðan heimabíókerfi af gerðinni ACE, Playstation leikjatölvu og nokkrum flöskum af áfengi og bjór.  (013-2007-235)

c)             að Ó, með því að brjóta rúðu í útidyrahurð og stolið þaðan 50 dvd-kvikmyndum, dvd-spilara, hljómflutningstækjum, gönguskóm, verkjalyfjum, vasahníf og áfengi. (013-2007-239)

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

IX.       (007-2007-2609)

Á hendur ákærða Davíð Þór, fyrir þjófnað með því að hafa aðfaranótt föstudagsins 12. janúar 2007, brotist inn í hárgreiðslustofuna Hárkó að Hlíðarsmára 11 í Kópavogi, með því að brjóta rúðu í útidyrahurð og stolið þaðan sjóðsvél af gerðinni Sharp Electronic, að verðmæti um 58.000 krónur, sem hafði auk þess að geyma skiptimynt að fjárhæð 24.682 krónur.

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

X.         (010-2006-58412)

Á hendur Pétri Áskeli, fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 16. nóvember 2006, ekið bifreiðinni M, sviptur ökurétti og ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja, frá vesturbænum í Reykjavík, uns akstri lauk við gatnamót Hamrahlíðar og Stigahlíðar.

Þetta telst varða við 2. mgr. 44. gr. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987.

XI. (010-2006-58205)

Á hendur Pétri Áskeli, fyrir hylmingu með því að hafa fimmtudaginn 16. nóvember 2006, í bifreiðinni M, haft í vörslum sínum rafhlöðuskrúfvél af gerðinni Hilti og rafmagnsskrúfvél af gerðinni Power craft, samtals að verðmæti um 120.000 krónur, en munum þessum var stolið í innbroti í nýbyggingu að L í Mosfellsbæ, þann 15. nóvember 2006.

Telst þetta varða við 1. mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

XII. (010-2006-58198)

Á hendur Pétri Áskeli, fyrir hylmingu með því að hafa fimmtudaginn 16. nóvember 2006, í bifreiðinni M, haft í vörslum sínum rafhlöðuskrúfvél af gerðinni DeWalt, hæðarmæli af gerðinni Mikrofin, vírklippur og stjörnuskrúfjárn, samtals að verðmæti um 200.000 krónur, en munum þessum var stolið í innbroti í vinnuskúr við K í Mosfellsbæ, þann 15. nóvember 2006.

Telst þetta varða við 1. mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

XIII. (010-2006-59680)

Á hendur ákærða Pétri Áskeli, fyrir þjófnað með því að hafa fimmtudaginn 23. nóvember 2006, brotist inn í einbýlishúsið að J í Mosfellsbæ, með því að spenna upp glugga við anddyri hússins og stolið stafrænni Samsung myndvél, rafmagnsgítar af gerðinni Oxter, Philishave rakvél, dvd-spilara af gerðinni Lenco, Sony heimabíokerfi, tveimur reiknivélum, hálsmeni, tveimur töskum og Playstation leikjatölvu.

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

XIV. (010-2006-65257)

Á hendur Pétri Áskeli, fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 28. desember 2006, ekið bifreiðinni I, sviptur ökurétti, um Bæjarháls í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði akstur hans.

Þetta telst varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987.

Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og Pétur Áskell verði jafnframt sviptur ökurétti samkvæmt 101. gr. umferðarlaga nr. 50, 198, sbr. 25. gr. laga nr. 44, 1993.

Með ákæru útgefinni 22. mars 2007 er málið höfðað gegn Davíð Þór Gunnarssyni, kt. 250688-3269, Heiðarhvammi 3f, Keflavík, Y, kt. [...],óstaðsettur í hús, Selfoss, Jóni Einari Randverssyni, kt. 070782-4809, Barðarstöðum 23, Reykjavík, Pétri Inga Péturssyni, kt. 040485-3339, Norðurvöllum 56, Keflavík, Ívari Aron Hill Ævarssyni, kt. 250686-2349, Stapagötu 20, Njarðvík, Stefáni Blackburn, kt. 231091-3009, Langholtsvegi 48, Reykjavík, og Ý, kt. [...], [...], Siglufirði,

fyrir eftirtalin brot:

I.          (034-2006-7979)

Á hendur ákærða Davíð Þór, fyrir þjófnað með því að hafa laugardaginn 29. júlí 2006, farið inn í hópferðabifreið Kynnisferða hf., þar sem hún stóð við bláa lónið við Svartsengi í Grindavík, og stolið þaðan peningaveski, armbandsúri, bakpoka, verkjalyfjum, sjónauka, tveimur 100 dollara seðlum, atvinnukafaraskírteini, eyrnalokkum, myndavél af gerðinni Nikon auk víðlinsu, neðansjávarmyndavél af gerðinni Nikonus, handtölvuorðabók, silfurarmbandi, Mastercard greiðslukorti, iPod-spilara auk hleðslutækis, sólgleraugum, sjóngleraugum og áfengisflösku, samtals að verðmæti um 390.860 krónum.

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

II.         (034-2006-7979)

Á hendur ákærðu Davíð Þór, Y, Jóni Einari og Pétri Inga, fyrir fjarsvik, með því að hafa í sameiningu laugardaginn 29. og sunnudaginn 30. júlí 2006, svikið út vörur í neðangreindum verslunum, samtals að fjárhæð 87.496 krónur, með því að framvísa ofangreindu greiðslukorti Catherinu Goldring og þannig heimildarlaust látið skuldfæra andvirði varanna á greiðslukortareikning hennar hjá Mastercard:

Kl. 10:46, Gallerí 17, Kringlunni, Reykjavík,       kr. 34.970

Kl. 14:54, Skífan, Kringlunni, Reykjavík,                    kr.   5.999

Kl. 15:16, Hagkaup, Kringlunni, reykjavík,                     kr.   2.548

Kl. 16:43, Exodus, Hverfisgötu 20, Reykjavík,       kr. 26.000

Kl. 17:28, Jack and Jones, Smáralind, Kópavogi,       kr. 14.980

Kl. 17:52, BT, Smáralind, Kópavogi,                                kr.      999

Kl. 00:31, Keiluhöllin Öskjuhlíð, Reykjavík,                    kr.    2.000

 

Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

III.        (010-2006-43574)

Á hendur ákærða Davíð Þór, fyrir þjófnað, með því að hafa föstudaginn 25. ágúst 2006, í verslun Hagkaupa í Kringlunni í Reykjavík, stolið tveimur nærbuxum og einu pari af sokkum, samtals að verðmæti 3.797 krónum, með því að stinga vörunum inn á sig og ganga með þær út úr versluninni.

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

Í málinu gerir [...] þá kröfu, f.h. Hagkaupa hf., kt. 430698-3549, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 2.499, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en síðan dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

IV.        (010-2006-45815)

Á hendur ákærða Davíð Þór, fyrir þjófnað, með því að hafa að kvöldi fimmtudagsins 14. september 2006, í verslun 11-11 að Laugavegi 116 í Reykjavík, stolið skyrdós, kókómjólk og þremur pörum af sokkum, samtals að verðmæti 720 krónum.

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

V.         (034-2006-13037)

Á hendur ákærða Davíð Þór, fyrir nytjastuld, með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 19. desember 2006, tekið bifreiðina P til eigin nota í heimildarleysi, þar sem hún stóð við [...] í Keflavík, ekið henni til Reykjavíkur, þar sem lögreglan hafði afskipti af honum.

Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 20, 1956 og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987.

VI.        (010-2006-46886)

Á hendur ákærða Davíð Þór og Y, fyrir nytjastuld, með því að hafa í félagi aðfaranótt miðvikudagsins 20. september 2006, tekið bifreiðina U til eigin nota í heimildarleysi, þar sem hún stóð við hús nr. [...] við [...] í Reykjavík, ekið henni viðsvegar um götur Reykjavíkur, að bifreiðastæði við Háberg þar sem lögregla hafði afskipti af þeim.

Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 20, 1956.

VII.      (034-2005-10059)

[...]

VIII.     (035-2006-9360)

[...]

IX.       (010-2006-64366)

[...]

X.         (010-2006-64331)

[...]

XI.       (034-2006-13296)

[...]

XII.      (034-2006-13303)

[...]

      XIII.  (007-2007-5849)

[...]

XIV.     (007-2007-5622)

[...]

XV.      (007-2007-5766)

[...]

XVI.   (024-2007-659)

[...]

XVII.   (007-2007-5740)

Á hendur ákærðu Y og Ívari Aron, fyrir nytjastuld, með því að hafa í félagi að morgni laugardagsins 27. janúar 2007, í heimildarleysi tekið bifreiðina Í til eigin nota og ekið henni úr Kópavogi áleiðis til Keflavíkur, uns lögregla stöðvaði akstur þeirra við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði.

Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 20, 1956.

XVIII.  (024-2007-667)

Á hendur ákærðu Y og Ívari Aron, fyrir þjófnað með því að hafa, í félagi, aðfaranótt mánudagsins 29. janúar 2007, brotist inn í einbýlishúsið að H, [...] í Eyjafjarðarsveit, með því spenna upp krossviðarspjald í glugga á austurhlið hússins og farið þar inn og stolið þaðan bláu kúbeini.

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

XIX.  (024-2007-667)

Á hendur ákærðu Y og Ívari Aron, fyrir þjófnað með G, [...] í Eyjafjarðarsveit, með því spenna upp, með ofangreindu kúbeini, glugga í sambyggðum bílskúr hússins, og stolið þaðan 20” LCD flatskjá, 4 vélhjólahjálmum, leðurgalla af gerðinni Polaris, snjógalla af gerðinni Reima, snjósleðatösku, GPS-staðsetningartæki, tveimur myndavél, annars vegar af gerðinni Olympus og hins vegar Samsung, tölvu, auk tölvubúnaðar, heimabíókerfi af gerðinni Sony, tölvuprentara af gerðinni Canon, skartgripatösku, Bang og Olufsen heyrnatólum, leðurbuxum, 15” flatskjá af gerðinni Samsung, og ullarteppi. 

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

XX.      (024-2007-661)

Á hendur ákærða Ívari Aron og Y, fyrir nytjastuld, með því að hafa í félagi aðfaranótt mánudagsins 29. janúar 2007, tekið bifreiðina F til eigin nota í heimildarleysi, þar sem hún stóð á hlaðinu fyrir utan bæinn [...] í Hörgárbyggð í Glæsibæjarhreppi og ekið henni viðsvegar um Eyjafjarðarsveit, uns lögregla hafði afskipti af þeim á Akureyri um hádegisbilið umræddan dag.

Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 20, 1956.

XXI.  (024-2007-688)

Á hendur ákærðu Y og Ívari Aron, fyrir þjófnað með því að hafa, í félagi, að kvöldi þriðjudagsins 30. janúar 2007, brotist inn í einbýlishúsið að E  á Akureyri, með því spenna upp glugga á suðurhlið hússins og stolið þaðan flatskjá fyrir tölvu, fartölvu af gerðinni Sony, farsíma af gerðinni Nokia og hleðslutæki fyrir Nokia síma.

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

XXII.   (008-2007-2912)

Á hendur ákærða Ívari Aron, fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, fimmtudaginn 30. nóvember 2006, í húsi við É 29 í Keflavík átt 1,98 g af hassi, sem lögregla fann við húsleit, haft í vörslum sínum 1,52 g af amfetamíni, sem lögregla fann við líkamsleit á honum.

Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 13, 1985 og lög nr. 68, 2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233, 2001, sbr. reglugerð nr. 848, 2002.

XXIII.  (034-2006-13261)

Á hendur ákærða Ívari Aron, fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 27. desember 2006, við samkomuhúsið Stapann í Njarðvík, haft í vörslum sínum 1,52 g af amfetamíni, sem lögregla fann við líkamsleit á honum.

Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 13, 1985 og lög nr. 68, 2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233, 2001, sbr. reglugerð nr. 848, 2002.

XXIV.  (034-2006-13363)

Á hendur ákærða Ívari Aron, fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, föstudaginn 29. desember 2006, haft í vörslum sínum 25 stykki af vímuefninu LSD, sem lögregla fann við leit á honum í húsi nr. [...] við [...] í Keflavík. 

Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 13, 1985 og lög nr. 68, 2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233, 2001, sbr. reglugerð nr. 848, 2002.

XXV.   (010-2006-5740)

Á hendur ákærða Ívari Aron, fyrir þjófnað með því að hafa að morgni laugardagsins 27. janúar 2007, farið inn í bifreiðina D, þar sem hún stóð við [...] í Kópavogi, og stolið þaðan einkennisjakka lögreglu, lögregluhúfu, leðurhönskum, kortaveski með ökuskírteini og greiðslukorti og tækjabelti lögreglu, með táragasi, handjárnum, hnífi og tveimur vasaljósum, samtals að verðmæti 67.475 krónum. 

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

XXVI.  (007-2007-5849)

Á hendur ákærða Ívari Aron, fyrir fjársvik, með því að hafa sunnudaginn 28. og mánudaginn 29. janúar 2007, svikið út vörur í neðangreindum verslunum, samtals að fjárhæð 203.699 krónur, með því að framvísa vísakorti C og þannig heimildarlaust látið skuldfæra andvirði varanna á greiðslukortareikning hennar nr. [...] hjá Vísa:

Dagsetning

Tími

Söluaðili, staður,

Upphæð, kr.

28.01.2007

10:29

Hyrnan Veitingar, Borgarnesi,

  5.360,00

28.01.2001

10:48

Baula, Borgarnesi,

  6.990,00

28.01.2007

11:33

Staðarskáli, Hrútarfirði,

  2.280,00

28.01.2007

11:51

Staðarskáli, Hrútarfirði

  5.900,00

28.01.2007

13:30

K.S. Varmahlíð, Skagafirði

  8.768,00

28.01.2007

13:34

K.S. Varmahlíð, Skagafirði

  7.240,00

28.01.2007

15:54

Tiger Island, Akureyri

  4.400,00

28.01.2007

16:12

Nætursalan, Akureyri,

14.200,00

28.01.2007

16:42

Leirunesti, Akureyri,

  9.730,00

28.01.2007

16:57

Bifreiðastöð Oddeyrar, Akureyri,

13.400,00

28.01.2007

17:42

Penninn, Akureyri,

16.515,00

28.01.2007

18:03

Samkaup, Akureyri,

12.184,00

28.01.2007

16:26

Videobarinn, Akureyri,

  1.964,00

28.01.2007

18:37

10-11, Akureyri,

10.000,00

28.01.2007

18:41

Bónusvideo, Akureyri,

  7.190,00

28.01.2007

19:31

Olíufélagið, Leiruvegi, Akureyri,

  5.594,00

28.01.2007

19:34

Leirunesti, Akureyri,

  7.580,00

28.01.2007

21:08

Jón Sprettur, Viðjalundi, Akureyri,

  9.930,00

28.01.2007

21:57

Kaffi Amor, Akureyri,

15.000,00

28.01.2007

22:13

Leirunesti, Akureyri,

  7.290,00

29.01.2007

00:43

Kaffi Amor, Akureyri,

21.000,00

29.01.2007

02:40

10-11, Akureyri,

11.184,00

 

Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

Í máli þessu gera neðangreindir aðilar skaðabótakröfu á hendur ákærða:

1.        [...], gerir þá kröfu f.h. Samkaups Hyrnunnar, kt. 571298-3769, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 5.360, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

2.        [...], gerir þá kröfu f.h. Langholts ehf. Kt. 410799-2869, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 6.990, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

3.        [...], gerir þá kröfu f.h. Staðarskála, kt. 570671-0149, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 8.180, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

4.        [...], gerir þá kröfu f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, kt. 680169-5009, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 16.008, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

5.        [...], gerir þá kröfu f.h. Tiger ehf., kt. 561007-2780, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 4.400.

6.        [...], gerir þá kröfu f.h. Elfsen ehf., kt. 520905-3160, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 14.200, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

7.        [...], gerir þá kröfu f.h. Netten, kt. 530199-2319, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 24.600, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

8.        [...], gerir þá kröfu f.h. Bifreiðastöðvar Oddeyrar, kt. 440169-6949, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 13.400, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

9.        [...], gerir þá kröfu f.h. HP-veitinga ehf., kt. 620900-2570, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 9.930, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

10.     [...], gerir þá kröfu f.h. Pennans hf., kt. 451095-2189, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 36.515, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

11.     [...], gerir þá kröfu f.h. Samkaupa hf., kt. 571298-3769, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 12.184, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

12.     [...], gerir þá kröfu f.h. 10-11 hf., kt. 450199-3629, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 21.184, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

13.     [...], gerir þá kröfu f.h. Bónusvídeós ehf., kt. 621292-3159, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 7.190, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

14.     [...], gerir þá kröfu f.h. Olíufélagið ehf., kt. 541201-3940, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 5.594, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

15.     [...], gerir þá kröfu f.h. Kaffi Amor ehf., kt. 430205-0990, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 36.000, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

XXVII.  (024-2007-659)

Á hendur ákærða Ívari Aron, fyrir stórfelld eignaspjöll, með því að hafa aðfaranótt 29. janúar 2007 borið eld að sumarbústað í landi Höskuldsstaða í Eyjarfjarðarsveit , með þeim afleiðingum að eldhús- og baðinnrétting, innanhússpanell, gólfefni, einangrun, raflagnir og burðarvirki hússins stórskemmdust.

Telst þetta varða við 2.mgr. 257.gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

XXVIII.   (024-2007-661)

Á hendur ákærða Ívari Aron, fyrir umferðarlaga- og fíkniefnalagabrot, með því að hafa mánudaginn 29. janúar 2007, ekið bifreiðinni F, undir áhrifum ávana- og fíkniefna og óhæfur til að stjórna henni örugglega vestur Tryggvabraut á Akureyri og án ökuréttinda, að húsi nr. 3, þar sem lögregla hafði afskipti af honum og á sama tíma haft í vörslum sínum 1,84 g af amfetamíni, sem lögregla fann við líkamsleit.

Telst brot þetta varða við 1. og 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr. sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50,1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66, 2006, og 2. gr., sbr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 13, 1985 og lög nr. 68, 2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233, 2001, sbr. reglugerð nr. 848, 2002.

XXIX.  (007-2007-5849)

[...]

XXX.   (007-2007-5766)

Á hendur ákærða Ívari Aron og Ý, fyrir nytjastuld, með því að hafa í félagi sunnudaginn 28. janúar 2007, í heimildarleysi tekið bifreiðina B til eigin nota og ekið henni frá Reykjavík til Akureyrar.

Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 20, 1956.

XXXI.  (024-2007-688)

Á hendur ákærðu Ívari Aron, Ý og Y, fyrir nytjastuld, með því að hafa í félagi að kvöldi mánudagsins 30. janúar 2007, tekið bifreiðina Á til eigin nota í heimildarleysi, þar sem hún stóð við [...] á Akureyri og ekið henni áleiðis til Reykjavíkur, en lögreglan stöðvaði akstur þeirra við Varmahlíð í Skagafirði.

Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 20, 1956.

XXXII.  (024-2007-669)

Á hendur ákærðu Y, Ý og Ívari Aron, fyrir þjófnað með því að hafa, í félagi, að kvöldi þriðjudagsins 30. janúar 2007, farið inn í íbúðarhúsið að C á Akureyri og stolið þaðan svörtum frakka, fingravettlingum, kveikjara og Salem sígarettum.

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

XXXIII.  (010-2006-60501)

Á hendur ákærðu Jóni Einari, Stefáni og Ívari Aron, fyrir tilraun til þjófnaðar, að morgni miðvikudagsins 29. nóvember 2006, um kl. 07:30, með því að Jón Einar og Stefán fóru inn í afgreiðslu Landsbankans, að Kletthálsi 1 í Reykjavík, þar sem þeir, í auðgunarskyni, veltu út hraðbanka að verðmæti 1.500.000 krónum, sem innihélt 3.941.000 krónu í reiðufé,  og svo allir þrír í sameiningu reynt að koma hraðbankanum á pallbifreiðina Ó, sem meðákærða Ý ók.

Telst þetta varða við 244. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

Í málinu gerir [...] þá kröfu, f.h. Landsbankans hf., kt. 540291-2259, að ákærðu Jón Einar og Stefán, verði dæmdir til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 207.800.

XXXIV.  (010-2006-60501)

Á hendur ákærðu, Ý, fyrir hlutdeild í framangreindu broti (liður XXXIII) með því að hafa, veitt meðákærðu, Jóni Einari, Stefáni og Ívari Aron, liðsinni sitt í verki, með því að aka þeim að afgreiðslu Landsbankans að Kletthálsi 1, vitandi um fyrirætlanir þeirra um að stela ofangreindum hraðbanka.

Telst þetta  varða við 244. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr  almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

XXXV.  (010-2006-30522)

Á hendur ákærða Jóni Einari, fyrir hylmingu, með því að hafa sunnudaginn 25. júní 2006, haft í vörslum sínum fartölvu af gerðinni Hewlett Packard, þrátt fyrir að vita að um þjófstolinn mun var að ræða, en tölvunni var stolið í innbroti í húsnæði BYKO að Skemmuvegi 2 í Kópavogi 17. mars 2006.  

Telst þetta varða við 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

XXXVI.  (010-2006-57832)

Á hendur ákærða Jóni Einari, fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa, aðfaranótt mánudagsins 13. nóvember 2006, í auðgunarskyni brotist inn í bensínafgreiðslu Olís að Ánanausti í Reykjavík, með því að brjóta glugga á afturhlið húsnæðisins og skriðið þar inn, en komið var að ákærða á vettvangi

Telst þetta varða við 244. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

XXXVII.  (010-2006-64753)

Á hendur ákærða Jóni Einari, fyrir þjófnað með því að hafa, aðfaranótt aðfangadags jóla 2006, um kl. 03:30, brotist inn í bensínafgreiðslu Olís að Álfabakka 7 í Reykjavík, með því að spenna upp hurð á norðurhlið hússins og stolið þaðan símakortum að verðmæti 161.500 krónum

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

XXXVIII.  (010-2006-64771)

Á hendur ákærða Jóni Einari, fyrir þjófnað með því að hafa, aðfaranótt aðfangadags jóla 2006, um kl. 04:00, brotist inn í húsnæði bílasölunnar Plansins að Vatnagörðum 38 í Reykjavík, með því að brjóta rúðu í útidyrahurð, og stolið þaðan fartölvu af gerðinni Dell, HP-flatskjá og stafrænni myndavél af gerðinni Canon, samtals að verðmæti um 200.000 krónum.

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

XXXIX.  (010-2006-64774)

Á hendur ákærða Jóni Einari, fyrir þjófnað með því að hafa, að morgni aðfangadags jóla 2006, um kl. 07:00, brotist inn í skrifstofuhúsnæði BM Vallá að Bíldshöfða 7 í Reykjavík, með því að brjóta rúðu á norðurhlið hússins, og stolið þaðan flatskjá af gerðinni Dell að verðmæti um 30.00 krónum.

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

XL.      (007-2007-3125)

Á hendur ákærða Stefáni, fyrir nytjastuld, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. janúar 2007, tekið bifreiðina Ú til eigin nota í heimildarleysi og ekið henni, án ökuréttinda, frá Reykjanesbraut við Mjódd í Reykavík að heimili sínu að Langholtsvegi 48, þar sem hann skildi eftir bifreiðina.

Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 20, 1956 og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987.

XLI.  (024-2007-660)

Á hendur ákærða Stefáni, fyrir þjófnað með því að hafa, að kvöldi 28. janúar 2007, í söluturninum Nætursölunni að Strandgötu 6 á Akureyri, stolið farsíma af gerðinni Sony-Ericson, með því að taka símann, þar sem hann lá á borði, og ganga með hann út úr söluturninum.

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og að ákærðu Davíð Þór og  Y verði jafnframt sviptur ökurétti samkvæmt 101. gr. umferðarlaga nr. 50, 198, sbr. 25. gr. laga nr. 44, 1993, og jafnframt að framangreind fíkniefni, sem hald var lagt á, verði gerð upptæk samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233, 2001.

Með ákæru útgefinni 29. mars er málið höfðað gegn Davíð Þór Gunnarssyni, kennitala 250688-3269, Heiðarhvammi 3f, Reykjanesbæ, fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa að morgni fimmtudagsins 10. ágúst 2006 fyrir framan Fosshótel við Rauðarárstíg 18 í Reykjavík, slegið lögreglumanninn AA, sem þar var við skyldustörf, með krepptum hnefa hægra megin í andlitið með þeim afleiðingum að AA, hlaut 3x2 cm mar á kinnbein, mar á efra augnlok og hrufl og mar yfir gagnaugabeini.

Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 101/1976 og lög nr. 82/1998.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.

Með ákæru útgefinni 17. apríl 2007 er málið höfða gegn  Ágústi Má Sigurðssyni, kennitala 030787-3319, Lækjamótum 15, Sandgerði, Ívari Aroni Hill Ævarssyni, kennitala 250686-2349, Stapagötu 20, Reykjanesbæ og Stefáni Blackburn, kennitala 231091-3009, Langholtsvegi 48, Reykjavík,

fyrir eftirtalin ránsbrot framin í Reykjavík í október 2006:

A

Gegn ákærðu Ágústi Má og Ívari Aroni með því að hafa, um klukkan hálf sjö, að morgni laugardagsins 28. október:

Veist að BB, fæddum 1978, fyrir utan skemmtistaðinn Óðal í Austurstræti, og beitt hann ofbeldi með því að ákærði Ágúst Már skallaði BB í höfuðið og ákærði Ívar Aron sló hann í andlitið með krepptum hnefa, í þeim tilgangi að ná af honum fjármunum en ákærðu kröfðu BB um peninga sem hann hafði ekki handbæra. Ákærðu neyddu BB því næst til að fara í hraðbanka Landsbankans í Austurstræti þar sem þeir skipuðu honum að taka út reiðufé en er það tókst ekki tóku ákærðu af honum GSM farsíma af gerðinni Motorola sem þeir höfðu á brott með sér.

B

Gegn ákærðu öllum með því að hafa, um klukkan sex að morgni þriðjudagsins 31. október, eftir að hafa í félagi tekið ákvörðun um að fremja rán:

2. Veist að CC á Brúnavegi við Kleifarveg, og krafið hann um peninga, en áður hafði ákærði Ívar slegið hann í höfuðið og ákærði Stefán hótað honum lífláti. Ákærðu höfðu á brott með sér GSM farsíma af gerðinni Nokia í eigu CC.

3. Veist að DD við Hjallaland, skammt austan við Hörgsland, ákærði Ívar hótað honum lífláti og skipað honum að afhenda þeim veski sitt, en áður hafði ákærði Ívar slegið DD  í andlitið og rifið í hálsmál hans og ákærði Stefán sparkað í bak hans. Við þetta hlaut DD rispur á hálsi og roða á vinstri vanga. Ákærðu höfðu á brott með sér GSM farsíma af gerðinni Sony Ericsson í eigu DD.

Brot ákærðu teljast varða við 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar.

CC, kennitala [...], krefst skaðabóta úr hendi ákærðu að fjárhæð kr. 6.197.

DD, kennitala [...], krefst miskabóta úr hendi ákærðu að fjárhæð kr. 500.000 auk vaxta samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga frá 31. október 2006 til 1. mars 2007 en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags auk lögmannsþóknunar kr. 62.250 krónur með virðisaukaskatti.

Með ákæru útgefinni 17. apríl 2007 er málið höfðað gegn ZZ, kennitala [...], [...], Reykjavík, XX, kennitala [...], [...], Eyrabakka og Stefáni Blackburn, kennitala 231091-3009, Langholtsvegi 48, Reykjavík, fyrir rán með því að hafa um klukkan 02:40 aðfaranótt sunnudagsins 25. mars 2007, eftir að hafa í félagi tekið ákvörðun um að fremja rán, farið inn í verslunina 10-11 við Setberg í Hafnarfirði, ákærðu XX og Stefán með andlit sín hulin og vopnaðir dúkahnífum sem ákærði XX beindi að starfsmanni verslunarinnar, EE, fæddum 1988 og ákærði Stefán að félaga EE, FF, fæddum 1991, sem var að aðstoða EE í versluninni, auk þes sem ákærði Stefán hótaði að skera FF á háls. Ákærðu kröfðu starfsmenn verslunarinnar um peninga og með ógnandi framkomu neyddu þeir EE og GG, fæddum 1986, til að opna tvo peningakassa verslunarinnar, og tóku ákærðu ZZ og XX samtals kr. 41.000 úr kössunum sem ákærðu höfðu á brott með sér, auk fimm vindlingapakka og þriggja DVD mynddiska.

Brot ákærðu telst varða við 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar.

[...]

I.          (010-2006-35285)

[...]

II.         (010-2006-35285)

[...]

Í þinghaldi 23. apríl s.l. féll ákærandi frá ákærulið á hendur ákærða Pétri Inga í XII. lið ákæru merkt dskj. nr. 2.  Í þinghaldi 27. apríl s.l. afturkallaði ákæruvaldið V. og IX. ákærulið í ákæru merkt dskj. nr. 2.  Í sama þinghaldi var gerð sú breyting á ákæru merkt dskj. nr. 13, að fallið er frá kröfu um refsingu vegna aksturs undir áhrifum slævandi lyfja, svo sem gerð var krafa um í X. lið ákærunnar.  Þá var lögð fram nr. 78, ný ákæra á hendur ákærða Y og hún leiðrétt þannig, að bætt var við hana refsikröfu.  Í þinghaldi 23. maí s.l. féll ákærandi frá VIII. og X. ákærulið eingöngu gagnvart Davíð Þór.  Þá afturkallaði ákæruvaldið II. ákærulið í ákæru merkt dskj .nr. 28, eingöngu gagnvart ákærða Y.  Ennfremur voru afturkallaðir XII, XVI,, XVIII. og XXI. ákæruliður sömu ákæru gagnvart ákærða Y og XXXII. ákærulið sömu ákæru gagnvart ákærðu Ý.

 

I.  Í málinu hafa ákærður játað sök sem hér segir:

Ákærður Davíð Þór hefur játað sök í 1.-3. ákærulið ákæru merkt dskj. nr. 2, ákæruliðum 5-9 í sömu ákæru merkt dskj. nr. 13 og 1. og 3.-5. ákæruliðum í ákæru merkt dskj. nr. 28.

Ákærður X  játaði sök um þá verknaði sem hann er sakaður um í I-III. ákæruliðum ákæru merkt dskj. nr. 2.

Ákærður Jón Einar játaði sök um IV. og VII. liði ákæru merkt dskj. nr. 2 og um XXXIII., XXXV.-XXXIX. ákærulið merkt dskj. nr. 28.

Ákærður Y játar sök um þá verknaði sem lýst er í XIII. lið ákæru dómskj. nr. 2 og um verknaði sem lýst er í VII., XI. og XXXI. lið ákæru merkt dskj. nr. 28.

Ákærða Z hefur játað sök um þá verknaði sem hún er sökuð um í VI. lið ákæru merkt dskj. nr. 2 og svo um umferðarlagabrot það sem hún er sökuð um í ákæru merkt dskj. nr. 94.

Ákærður Pétur Ingi hefur játað sök um þá háttsemi sem honum er gefið að sök í II. lið ákæru merkt dskj. nr. 28.

Ákærður Ívar Aron játaði sök um verknaði sem lýst er í liðum 21,22,23,24,25 og 28 í ákæru merkt dskj. nr. 8.

Ákærður Pétur Áskell hefur játað sök um þá verknaði sem lýst er í liðum I,XI, XIII og XIV í ákæru merkt dskj. nr. 13.

Ákærða Ý játar sök um þá verknaði sem lýst er í XXIX. og XXX og XXXI lið ákæru merkt dskj. nr. 28.

Ákærður Stefán Blackburn hefur viðurkennt  að hafa framið þá verknaði sem hann er sakaður um í liðum XXXIII, XL og XLI í ákæru merkt dskj. nr. 28.

Ákærði ZZ og XX hafa báðir játað sök að því er varðar þátt þeirra í verknaðinum sem lýst er í ákæru merkt dskj. nr. 87.

Með játningu ákærðu, sem er í samræmi við rannsóknargögn málsins er nægilega sannað að þeir hafa gerst sekir um verknaði sem vísað er til hér að framan og rétt eru færðir til refsiákvæða í tilvitnuðum ákæruskjölum og er málið að þessu leyti dæmt samkv. heimild í 125. gr. laga nr. 19/1991.

 

II. Kröfur ákærðu við aðalmeðferð málsins.

Í málinu er þessar kröfur gerðar af hálfu ákærðu.

Ákærður Davíð Þór hefur gert þessar kröfur

1.  að hann verði sýknaður af I., II. og VI. ákærulið ákæru merkt dskj. nr. 13, af II. og VI. ákærulið í dskj. nr. 69.

2.  Að hann hljóti vægustu refsingu er lög leyfa.

3.  Gæsuvarðhald ákærða frá 12. janúar 2007 komi til frádráttar refsingu.

4. Bótakröfum að því er hann varðar verði vísað frá dómi.

5. Sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, það með talin hæfilega málsvarnarlaun til skipaðs verjanda hans Hilmars Ingimundarsonar hrl..

[...]

Af hálfu ákærða Jóns Einars er krafist sýknu af VIII. lið ákæru merkt dskj. nr. 2 og af I. lið ákæru merkt dskj. nr. 28, en að öðru leyti er krafist vægustu refsingar og að gæsluvarðhald komi til frádráttar henni. Þá er þess krafist að bótakröfunni á hendur honum verði hafnað og skipuðum verjanda hans Vilhjálmi  H. Vilhjálmssyni hdl. verði tildæmd hæfileg málsvarnarlaun.

[...]

[...]

Ákærður Ívar Aron gerði þessar kröfur.

1.  Að hann verði sýknaður af XVIII., XX., XXVI.-XXX., XXXII. og XXXIII. lið ákæru merkt dskj. nr. 28.

2.  Að ákærður hljóti að öðru leyti vægustu refsingu, sem jafnframt verði skilorðsbundin.

3.  Að gæsluvarðhald ákærða frá 30. janúar 2007 komi til frádráttar refsingu, ef til hennar kemur.

4.  Að bótakröfum á hendur ákærða verði vísað frá dómi.

5.  Að sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjói þ.m.t. málsvarnarlaun til skipaðs verjanda hans Hilmars Ingimundarsonar hrl..

Ákærður Pétur Áskell hefur krafist sýknu af II., X. og XII. lið ákæru merkt dskj. nr. 13, en að öðru leyti krafist vægustu refsingar.  Þá krefst hann þess, að sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda hans Hilmars Ingimundarsonar hrl.

Af hálfu ákærða XX og Stefáns Blackburn er krafist vægustu refsingar, sem verði skilorðsbundin að hluta eða öllu leyti.  Gæsluvarðhaldsvist þeirra komi til frádráttar refsingunni.  Þá er þess krafist að framkominni bótakröfu verði hafnað og einnig er krafist hæfilegra málsvarnarlauna til skipaðs verjanda þeirra Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. sbr. framlagt yfirlit.

[...]

Af hálfu Ágústar Más eru gerðar þessar kröfur.

1.  Að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvalds.

2.  Til vara að honum verði ekki gerð refsing eða refsiákvörðun verði frestað skilorðsbundið.

3.  Þá er til þrautavara krafist vægustu refsingar, sem verði skilorðsbundin.

4.  Þá er þess krafist að skaðabótakröfu á hendur ákærða verði vísað frá dómi.

  1. Loks er krafist hæfilegra málsvarnarlauna til skipaðs verjanda hans Kristjáns Stefánssonar hrl., sem verði lögð á ríkissjóð og taki þau einnig til þóknunar fyrir verjendastörf á rannsóknarstigi.
  2.  

[...]

Verður nú fjallað um þá ákæruliði þar sem ekki er fallist á sök að hluta eða að öllu leyfi.

III.  Ákærður Davíð Þór einn.

1.  Húsnæði söludeildar Odda að Höfðabakka 3, Reykjavík.

Laugardaginn 2. desember 2006 um kl. 04:10 barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um innbrot á framangreindan stað og þjófnað þaðan.  Er lögreglumenn komu á staðinn hittu þeir fyrir HH öryggisvörð, sem tjáði þeim að hann hafi komið á staðinn skömmu eftir að innbrotsboð bárust frá fyrirtækinu, en þá hafi sá eða þeir sem taldir gætu hafa staðið þarna að verki verið farnir.  Þarna hafði verið brotin rúða í útidyrahurð sem er á suðurhlið hússins og lá steinn á gólfinu fyrir innan dyrnar sem virtist hafa verið notaður til þess að brjóta rúðuna í hurðinni.  Það hafði svo verið farið inn í húsnæði söludeildar.  Var búið að róta til á borðum og svo hafði verið farið inn á skrifstofu framkvæmdastjóra fyrirtækisins II, sem tjáði lögreglunni að tekin hafi verið ein Gateway fartölva og tölvuskjár sömu tegundar.  Hann sýndi lögreglumönnunum upptökur úr öryggiskerfi fyrirtækisins og sjást þar tveir menn koma gangandi meðfram húsinu og svo kemur stór dökk amerísk bifreið upp að húsinu, sem mennirnir fara upp í og henni er svo ekið í burtu mjög hratt,  Skráningarnúmer sást ekki greinilega en gat verið [...].  Eftir að hafa skoðað upptökurnar grunaði lögreglumennina sem komu á staðinn að þarna væru ákærðu Davíð Þór og Jón Einar sem þeir höfðu séð við Gullöldina í Grafarvogi fyrr um nóttina.  Á tröppunum fyrir utan útidyrnar lágu tölvustandur og tengingar ásamt lyklaborði og í snjónum mátti sjá tvenn skóför og för eftir hjólbarða bifreiðar og voru þessi för ljósmynduð og mæld.

Við skýrslutöku hjá lögreglu kannaðist ákærður Jón Einar ekki við eða mundi eftir að hafa verið á þessum stað í greint sinn og var viss um að hann væri ekki annar þeirra manna sem sjáist á upptökunum úr öryggismyndavélkerfi Odda.  Ákærða Davíð Þór rámaði hins vegar í þetta og kvaðst hafa brotið rúðuna í útidyrahurðinni með sleggju og farið inn og tekið einn flatskjá og nánar aðspurður kvað hann það og geta verið að hann hafi tekið fartölvu.  Þá kom fram hjá honum, að hann hafi farið með þessa muni út í svarta bifreið, sem [...] hafi ekið, en YY er skráður eigandi bifreiðarinnar ÞÞ.  Hann mundi ekki hvað ákærður Jón Einari hafi gert og kom ekki fram að það væri hinn maðurinn, sem sást á upptökunni og vildi hann ekki upplýsa hver það var.

Við skýrslutöku hér fyrir dómi mundi ákærður Davíð Þór ekki eftir þessu né að hafa séð myndir úr öryggismyndavél hússins.  Hann kannaðist við undirskrift sína undir lögregluskýrslu og að hafa viðurkennt þetta, en mundi þetta ekki.

Vitnið JJ, lögreglumaður, kvaðst hafa tekið skýrslu af ákærða Davíð Þór og hafi honum verið sýnt myndskeið úr öryggismyndavélum hússins og kannaðist við sig á myndunum og játað brotið.

Með játningu ákærða hjá lögreglu sem er í samræmi við rannsóknargögn og vætti JJ, er nægilega sannað að ákærður hefur gerst sekur um framangreindan verknað sem varðar við 244. gr. almennra hegningarlaga.

 

2. Handtaka framan við Fosshótel við Rauðarárstíg 18 í Reykjavík.

Aðfaranótt fimmtudagsins 10. ágúst 2006 kl. 06:09 hafði lögreglan afskipti af ákærða Davíð Þór og Y vegna gruns um að þeir væru að reyna að fara inn í bifreiðar við framangreint hús í þjófnaðarskyni. Var þeim tilkynnt að vegna þessa gruns yrðu þeir að koma með niður á lögreglustöð og æstust þeir þá upp, og kemur fram í frumskýrslu lögreglu að er tveir lögreglumenn sem staðið hafi sitt hvoru megin við ákærða Davíð Þór hafi ætlað að taka um handleggi hans og leiða hann að lögreglubifreiðinni hafi hann orðið mjög æstur og slegið til þeirra og hafnaði eitt höggið á andliti lögreglumannsins AA, en auk þess reyndi hann ítrekað að slá til og sparka í lögreglumennina, sem unnu að handtökunni og varð að yfirbuga hann og handjárna.

Lögreglumaðurinn AA hafði leitað á slysa- og bráðadeild LSH vegna áverkanna sem hann hlaut af höggi ákærða Davíðs Þórs og er því lýst svo í læknisvottorði KK læknis.

"Hann er með töluvert mar á hægra kinnbeini 3x2 sm að stærð.  Einnig er hann með mar á efra augnloki, hrufl og mar yfir temporalbeini hægra megin.  Ekki grunur um brot á andlitsbeinum.  Við skoðun á baki er hann með eymsli í miðlínu yfir 4. og 5. brjósthryggjarlið.   Á þessu svæði eru eymsli í paravertebral vöðvum beggja megin, einkum hægra megin."

Ákærður Davíð Þór hefur hjá lögreglu kannast við að hafa lent í átökum við lögreglumenn í greint sinn er færa skyldi hann á lögreglustöð, en kvaðst þó hafa verið að bregðast við því að gripið hafi verið óþyrmilega í upphandlegg hans, er hann hafi verið að fara að tilmælum lögreglu um að ganga að lögreglubifreiðinni.  Hann hafi við þetta orðið pirraður og byrjað að berjast um og gæti verið að í þeim stympingum hafi lögreglumaður fengið laust högg og hafi það verið algjört óviljaverk og hafi ætlun hans ekki verið að slá lögreglumanninn.

Við skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst ákærður Y  hafa verið nokkuð drukkinn þegar lögreglan hafði afskipti af honum og ákærða Davíð Þór í greint sinn.  Hann sagðist muna eftir því að lögreglumenn hafi ráðist á ákærða Davíð Þór og snúið hann niður í jörðina, en treysti sér ekki til að lýsa því nánar og sagðist ekki hafa  tekið eftir því hvort lögreglumaður var sleginn af  ákærða Davíð Þór.

Davíð Þór mundi við skýslutöku fyrir dómi, að hafa kýlt AA lögreglumann en ekki með krepptum hnefa. Þarna hafi verið smáryskingar og lögreglumennirnir hafi ráðist að honum og hann þá óvart rekist með hendina í AA.  Hann neitaði samt að hafa slegið hann í andlitið og hann hafi ekki kýlt með krepptum hnefa.

Ákærður Y bar fyrir dómi að lögreglumennirnir hafi kýlt ákærða Davíð Þór að fyrra bragði og höggin komið á öxlina og hálsinn, sem valdi taugakippum og kvaðst hann skilja að ákærður Davíð  Þór hafi slegið til baka.  Þeir hafi verið sallarólegir, en það væri stuttur þráðurinn.  Hann kvað kýlingar lögreglumannanna hafa verið ástæðulausar.  Hann mundi ekki ástæðurnar fyrir afskiptum lögreglu, en fannst þetta gruggugt.  Hann mundi ekki eftir orðaskiptum þarna.

Vitnið AA, lögreglumaður kvaðst hafa farið í útkall vegna tveggja manna sem voru að sniglast í kringum hótelið við Rauðarárstíg.  Lögreglumennirnir, hann og LL komu þarna að.  LL fór að ræða við mann í bifreiðinni þarna hjá, en það fór að ræða við menn sem stóðu þarna við hótelið, bak við runna og létu lítið fyrir sér fara. Svo hafi komið bifreið með fleiri lögreglumenn.  Það og LL höfðu haft afskipti af mönnunum áður, þar sem ökumaður bifreiðarinnar, sem þeir voru á var próflaus.  Mennirnir voru æstari nú og vildu ekki neitt við þá ræða né neitt gera fyrir lögreglumanninn svo sem að svara spurningum eða hvað þeir væru að  gera þarna.  Þar sem hvorugur þeirra var með skilríki, var þeim sagt, að þeir yrðu að koma með upp á lögreglustöð.  Annar sagði að það væri ekkert mál, en  hinn brást illa við, æsti sig og vildi ekki koma með.  Vitnið  og LL höfðu staðið sitt hvoru megin við hann og honum verið sagt að hann hefði ekkert val, hann yrði bara að koma með þeim.  Tóku þeir í sitt hvora hendina á honum, en hann reif sig lausann frá LL og náði að kýla það í andlitið. Þeir héldu áfram að reyna að ná honum niður og urðu talsverð átök sem endaði með því að þeir setja hann niður í jörðina og setja á hann handjárn. Telur þetta ekki hafa verið  óviljaverk, það hafi verið slegið með krepptum hnefa.  Vitnið kvaðst hafa þekkt Davíð í sjón.  Ástæðu afskiptanna þarna á vettvangi voru að þarna fundust bíllyklar sem annar kastaði frá sér og þarna fannst og skrúfjárn, en í tilkynningu kom fram að þeir væru að sniglast í kringum bíla og að taka í hurðarhúna og lögreglumennirnir vildu fá skýringar.  Þarna voru engir aðrir menn.  Þeir fóru á vettvang frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu.  Annar mannanna kastaði frá sér bíllyklum og skrúfjárni.  Honum var tilkynnt að hann væri handtekinn er hann neitaði að koma með þeim.  Vitnið kannaðist ekki við að hafa slegið í öxl og háls ákærða Davíðs Þór, en það var með áverka á auga  glóðarauga og með tognun í baki.  Fram kom hjá AA að hann hefði engar afleiðingar eftir þessa árás í dag.  Þá kom fram að lögreglumennirnir voru í einkennisbúningi er handtakan fór fram.

Vitnið LL lögreglumaður, kvaðst hafa verið vitni að árásinni.  Hann og AA voru sendir að Rauðarárstíg á lögreglubifreið er tilkynnt hafði verið um tvo aðila, sem voru hugsanlega að brjótast inn í bifreiðar. Þeir komu að Fosshóteli, þar sem þeir rákust á þessa tvo aðila.  Kom fát á þá þegar komið var að þeim.  Þeir voru ekki með persónuskilríki né gátu gert grein fyrir sér á nokkurn hátt nema með nafni.  Meðan þeir voru að ræða við þá fannst í runna hjá þeim skrúfjárn.  Lögreglumönnunum þótti því vert að kanna málið betur, sérstaklega þar sem þeir könnuðust við annan aðilann gegnum söguna.  Þeim hafi verið greint frá því, að það þyrfti að fara með þá á lögreglustöð til að skoða málið aðeins betur.  Bæði af því að lögreglumennirnir fundu þetta skrúfjárn og af því að þeir gátu ekki gert grein fyrir sér á fullnægjandi hátt.  Þá varð Davíð Þór mjög æstur en Y var mjög rólegur. Davíð ætlaði að labba í burtu frá lögreglubifreiðinni. Þá bar lögreglumaðurinn sig til að taka í hendurnar á honum og leiða hann að lögreglubifreiðinni, en AA hélt í vinstri hendina, en um leið og Davíð Þór losaði hægri hendina, kýldi hann AA í sömu sveiflunni.  Það voru svo nokkur átök við að koma honum í tök.  Hann hafi ítrekað reynt að kýla þá báða og sparka í þá, en þeir náðu honum niður og settu hann í handjárn.  Þrátt fyrir það var hann mjög æstur og reyndi þrátt fyrir handjárnunina að komast í buxnavasann á sér, en þar fundu þeir hníf.  Þeir voru svo fluttir á lögreglustöðina.

Það kvað Davíð hafa rykkt hendinni svo að það missti takið á henni og vissi ekki hvort hún sveiflaðist beint í andlitið eða hann reiddi til höggs, en höggið endaði á kinnbeini AA. Meðan vitnið var að reyna að ná hendinni á honum aftur reyndi hann ítrekað að kýla aftur í andlitið á AA, svo þegar það var búið að ná í hendina á honum, fór hann að sparka.  Vitnið telur þetta hafa verið viljandi högg, það sá ekki hvort hann sló með krepptum hnefa.  Ástæðu þess að þeir voru að fela sig fyrir þeim vakti grunsemdir. Þeir þekktu Davíð Þór og þurftu ekki persónuskilríki til að fá staðfest hver hann væri.  Þeir sáu ekki AA slá Davíð Þór í öxl og háls áður en Davíð Þór sló, þeir sáu roða á vanga AA eftir þetta.

Með vætti vitnanna AA og LL lögreglumanna sem er mjög skilmerkilegt og með öðrum rannsóknargögnum málsins er sannað að ákærður hefur gerst sekur um framangreind brot gegn valdstjórninni, en ekki hefur verið sýnt fram á eða gert líklegt að lögreglumaðurinn AA hafi gefið tilefni til árásarinnar, né að ekki hafi verið full ástæða til handtökunnar.

Ákærður hefur með þessu gerst brotlegur við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 101/1976 og lög nr. 82/1998.

 

IV.  Ákærður Y einn.

[...]

Ákærður Y hefur við skýrslutöku hjá lögreglu neitað að eiga þátt í framangreindu innbroti í bifreiðina VV og hefur skýrt það svo að fartölvan og upptökuvélin skyldi finnast á heimili móður hans og dvalarstað hans svo að hann hafi keypt fartölvuna af einhverjum strák sem hafi komið inn í bifreið sem hann og meðákærðu Jón Einar og Davíð Þór voru í og er fram komið að hann hafi greitt 5000 krónur fyrir fartölvuna, en ákærður hefur ekki getað lýst stráknum sem seldi honum hann. Hvorki ákærður Jón Einar eða ákærður Davíð Þór hafa kannast við að hafa verið með honum í bifreið á þeim tíma er kaupin áttu að hafa átt sér stað né kváðust þeir vita neitt  um kaupin.  Þá tjáði hann lögreglu að móðir hans ætti Panasonic upptökuvélina, en hún hefur þvertekið fyrir það og borið að ákærði hafi komið með hana inn á heimili hennar.

Af skýrslu ákærða Z hjá lögreglu verður ekki beint ráðið að ákærður Y hafi komið með skjávarpa til hennar eða fengið að geyma hann heima hjá henni og verður frekar ráðið af framburði hennar að allt þýfi sem fannst í herbergi hennar hafi ákærður Jón Einar komið þar fyrir.

Við skýrslutöku fyrir dómi kannaðist ákærði við þá muni, sem stolið var úr VV og að hafa haft þá í vörslu sinni.  Hann taldi sig hafa keypt tölvuna, en var óviss með kvikmyndatökuvélina, neitaði að hafa hana í sínum fórum.  Hann mundi ekki eftir Panasonic upptökuvélinni, en taldi hana hafa getað verið í poka með fartölvan var í.

 

Framburður ákærða um að hann hafi keypt framangreint þýfi er ekki stutt neinum gögnum og verður í málinu talinn markleysa.

Telja verður að ákærða hafi verið fullljóst að þetta var þýfi og með því að hafa það í vörslum sínum hafi hann gerst brotlegur við 254. gr. almennra hegningarlaga, sbr. dskj. nr. 78.

[...]

V. Ákærður Ívar Aron einn.

1. Misnotkun á Vísagreiðslukorti MM.

Laugardaginn 27. janúar s.l. var brotist inn í íbúðarhúsnæðið að NN í Reykjavík og þaðan m.a. tekið framangreint greiðslukort sbr. kafli IV liður 6 hér að framan.  Ákærður Ívar Aron sagði hjá lögreglu að hann hafi á þessum tíma verið undir áhrifum áfengis og rivotril og mundi ekki eftir framangreindu innbroti og vildi því ekki þræta fyrir að hann hafi verið þarna og jafnvel brotist þar inn.  Hann mundi ekki hvernig hann komst yfir greiðslukort MM en kannaðist við að hafa framvísað því í viðskiptum á nokkrum stöðum á leiðinni frá Reykjavík til Akureyrar og svo á Akureyri.  Hann sagðist hafa notað greiðslukortið til að svíkja út greiðslur svo sem fram komi í yfirliti frá Vísa um úttektir eftir að greiðslukortinu var stolið, en sagði ákærðu Ý einnig hafa misnotað greiðslukortið.  Misnotkunin hafi þó aðallega verið af hans hálfu og sagðist hann taka á sig misnotkunina að öllu leyti, nema ákærða Ý kannaðist við eitthvað af henni.  Ákærður fór yfir greiðsluseðlana sem fylgdu kærum þeirra, sem verslað var við með kortinu.  Hann kannaðist við að hafa skrifað undir alla greiðsluseðlana vegna viðskiptanna sem hann er ákærður fyrir, nema viðskiptin við Kaffi Amor, en greiðsluseðlar vegna þeirra voru ekki undirritaðir og vildi hann ekki neita því, en taldi þó frekar að Ý ætti hlut að máli.  Ákærða Ý mundi ekki til þess að hafa notað Vísakortið í sambandi við þessi viðskipti, þó að hún kunni að hafa verið með Vísakortið í sinni vörslu á þessum tíma.

Í skýrslu sinni hjá lögreglu viðurkenndi hún að hafa misnotað greiðslukortið í nokkur skipti, svo sem hún er sökuð um í ákæru merkt dskj. nr. 28 XXIX. lið.  Þá lýsir hún meðnotkun ákærða Ívars Arons með greiðslukortið sem samræmist því, að hann hafi notað þau í viðskiptum, svo sem hann hefur gengist við.

Við skýrslutöku fyrir dómi var ákærður nokkuð óviss í framburði sínum, mundi eftir að hafa notað kortið, gat ekki staðfest að hafa notað það í öll skiptin sem hann er sakaður um, en vísar til skýrslu sinnar hjá lögreglu, sem hann staðfestir.  Hann hafi verið í slæmu ástandi á þessum tíma og geti hvorki neitað né játað.

Ákærður hefur verið nokkuð óöruggur í framburði sínum um þetta ákæruefni, en þegar játning hans hjá lögreglu og staðfestingar hans á henni hér fyrir dómi og svo skýrslu meðákærða Ý er virt, þykir komin nægileg sönnun um að ákærður hefur gerst sekur um framangreinda misnotkun á greiðslukorti MM og með því gerst brotlegur við 248. gr. almennra hegningarlaga.

 

2.  Sumarbústaður í landi OO í Eyjafjarðarsveit.

Mánudaginn 29. janúar s.l. um kl. 01:58 var lögreglunni á Akureyri tilkynnt að eldur væri laus í framangreindum bústað og er lögreglumenn komu á staðinn um 10 mínútum síðar  sást  reykur leggja frá bústaðnum, en engan opinn eld var að sjá. Mikill reykur var inni í bústaðnum og einnig lagði mikinn reyk frá þakskeggi.  Það tók slökkviliðið skamma stund að ráða niðurlögum eldsins, en lengri tíma að slökkva glóðina í lofti og í austurvegg.  Bústaðurinn var mikið skemmdur eftir brunann og voru eldsupptök talin  vera í eldhúskróknum.  Á staðnum var PP, sem býr að [...], sem er í sjónlínu frá bústaðnum, sem er í eigu foreldra hennar.  Þau höfðu verið í bústaðnum um daginn, en yfirgefið hann milli kl. 16:00 og 16:30 og hefði heiti potturinn sem þarna er verið tómur.  PP sem tilkynnti um brunann hafði séð merki um að eldur væri í bústaðnum um það leyti, sem hún var að ganga til náða.  Faðir hennar [...] kom á staðinn og leit aðeins inn í bústaðinn eftir brunann og saknaði sjónvarps sem þar átti að vera og sagði umgengnina benda til þess að þarna hefðu verið einhverjir óvelkomnir á ferð.  Við vettvangsrannsókn kom í ljós að opnanlegt fag á norðvesturglugga var opið og búið að losa stormjárnið frá.  Þar undir var blautt moldarbeð og voru sjáanleg skóför tveggja aðila, sem höfðu komið af bílastæðinu og gengið í moldarbeðið.  Dragför með mold voru upp vegginn undir glugganum, þar sem farið hafði verið inn um gluggann.  Skóförin voru mæld og ljósmynduð.  Þá var búið að fylla heita pottinn og var vatnið ennþá heitt er rannsóknin fór fram.  Mikil óreiða blasti við inni í bústaðnum og var búið að brjóta sjónvarpið sem lá undir eldhúsborðinu og annað var á rúi og stúi.  Af  brunaferlinum mátti ráða að eldurinn hafði komið upp í króknum milli vasksins og eldavélarinnar og þaðan hafi eldurinn farið upp í sperrurnar í loftinu. Engin ummerki voru um að rafmagnstæki gætu hafa orsakað íkveikjuna.

Skömmu eftir vettvangsrannsóknina voru ákærðu Ívar Aron, Ý og Y handtekin vegna innbrota í hús skammt frá brunastaðnum og voru þau jafnframt grunuð um íkveikjuna í sumarbústaðnum.

Fram er komið að ákærður Ívar Aron hafði verið í þessum bústað áður með barnsmóður sinni og syni og þau þá leigt bústaðinn á tímabilinu í kringum 17. júní 2006.  Fram kom í skýrslu Ý að ákærður Ívar Aron átti frumkvæðið að fara í bústaðinn og hann hefur viðurkennt að hafa brotist inn í hann með því að rífa upp opnanlegan glugga á norðvesturhlið bústaðarins.  Ákærður Y hefur lítið sem ekkert getað sagt um hvað gerðist í bústaðnum og hefir borið fyrir sig að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna og því ekki klár á því sem gerðist.  Ákærður Ívar Aron neitaði í fyrstu að hafa kveikt í bústaðnum, en hélt því svo fram að það hafi verið óvart. Ákærða Ý sem meðákærðu ber saman um að  hafi ekki verið undir áhrifum vímuefna, hefur skýrt svo frá hjá lögreglu að hún hafi í greint sinn ekið meðákærðu Ívari Aron og Y að sumarbústaðnum og hún lagt bifreiðinni sem hún var á á stæði við bústaðinn, en ákærðu Ívar Aron og Y hafi  gengið að bústaðnum og komið litlu seinna út um hurðina og ákærður Ívar Aron svo komið til hennar og viljað fá hana inn í bústaðinn en hún tregðast við, en svo að lokum farið inn með honum.  Þau hafi verið þarna inni í smástund og talað saman og ákærði Ívar Aron farið út að athuga með heita pottinn.  Þau höfðu farið aftur til Akureyrar á Kaffi Amor, þar sem ákærðu hafi keypt áfengi og þau svo farið aftur í bústaðinn og verið búin að vera þar um það bil hálftíma þegar ákærðu hafi sleppt sér. Ákærður Y hafi byrjað að henda einhverju sem var á eldhúsborðinu niður á gólf og ákærður Ívar Aron fór upp á loft og byrjaði að henda dóti niður á gólfið og hafði hún þá farið út, en Y hafði þá byrjað að kasta öllu  lauslegu sem hann sá á gólfið.  Hún hafði litið að næsta bæ, en er hún hafði litið að bústaðnum aftur, hafi hún séð að Ívar Aron var búinn að kveikja í einhverju, sem hann hélt á.  Hann hafi staðið við eldhúsvaskinn, verið með kveikjara og spreyjaði úr honum og það komið logi þegar hann gerði það.  Hún hafði ekki séð ákærða Y kveikja í neinu, en hann hafi staðið rétt hjá Ívari Aroni við eldhúsborðið er hann gerði þetta.  Hún kvað Ívar Aron hafa verið búinn að drekka mikið og verið búinn að éta um 10 "rivo", en Y hafi verið búinn að drekka og taka amfetamín í nefið.  Hún var spurð hvers vegna þeir hafi kveikt í bústaðnum og sagði hún að þeir hafi talað um að þeir þyrftu að gera þetta, svo að ekki væri hægt að rekja slóðina þeirra og ekki væri hægt að finna neitt DNA eða svoleiðis.  Hún vissi ekki hvers vegna þeir slepptu sér.  Ákærður Ívar Aron mundi ekki hvernig hann kveikti í bústaðnum, en taldi lýsingu ákærðu Ý rétta þarna.

Hann mundi ekki til að þeir hafi verið búnir að kveikja í einhverju áður en kviknaði í bústaðnum og aðspurður um tilgang með íkveikjunni, sagði hann að það hafi verið óvart að þetta gerðist.

Þá kom fram hjá Ý, að eftir að hún sá Ívar Aron  halda á einhverju sem hann hafi verið búinn að kveikja í við eldhúsvaskinn, hafi hún öskrað á Ívar Aron að hætta þessu og koma út, en hann neitað og það liðið um 20 mínútur, þar til hann og Y komu út. Er hún hafi svo ætlað að aka á brott hafi ákærður beðið hana að bíða, gengið upp að pallinum og grýtt einhverju í eldhúsrúðuna, svo að hún brotnaði.  Eftir það hafði ákærða Ý ekið á brott áleiðis til Akureyrar og um leið séð smá eld í bústaðnum.

Ákærður Ívar Aron kannaðist við skýrslutöku hér fyrir dómi að hafa verið í bústaðnum, en neitaði að hafa játað að hafa kveikt í honum.  Honum var bent á að hann hafi játað þetta fyrir dómi á Akureyri.  Hann kvaðst ekki hafa játað þessu, heldur sagt lögreglu að það hlyti að vera rétt, fyrst þeim (lögreglunni) hafi verið sagt það, en hann hafi viljað losna úr gæslu eftir þrjá sólarhringa í yfirheyrslu.  Hann vissi ekki hver hafi kveikt í bústaðnum, en það hafi ekki verið eldur í honum, er þau fóru þaðan og var hann 100% viss um það.  Hann kvað ástæðuna fyrir játningunum hjá lögreglu þá, að hann hafi ekki vitað hver var að bera sakir á hann og hann verið í miklum fráhvörfum er skýrslan var tekin.  Hann hafnaði því að hafa átt þátt í íkveikjunni.  Hann mundi ekki eftir að hafa í síðari skýrslu hjá lögreglu sagst hafa kveikt óvart í bústaðnum, en hann hefði sagt hvað sem var til að komast út.

Hann kvað þau, þ.e. hann, Ý og Y hafa verið að drekka og neyta fíkniefna inni í bústaðnum og ekki verið með eld eða reykt þarna og ekki hafi verið kveikt á gaseldavél vegna matreiðslu.

Ý bar fyrir dómi og sagðist muna eftir þessu atviki, en kvaðst þó ekki vita hvor hafi kveikt í bústaðnum, ákærður Ívar Aron eða Y.  Hún kvaðst hafa séð ákærða Ívar Aron kveikja sér í vindling, en ekki hafa séð hann leggja eld í bústaðinn.  Hún kvað engan eld hafa verið í bústaðnum þegar hún ók í burtu.  Hún kvaðst ekki vita hver hafi kveikt í bústaðnum.  Hún kannaðist við að skýrsla hennar hjá lögreglu hafi verið borin undir hana hjá dómara á Akureyri og hún staðfesti hana.

Ákærður Y sagðist ekki muna eftir þessu, annað en hann hafi verið þarna í heita pottinum.

Vitnið ÁÁ, lögreglumaður á Akureyri kvaðst hafa tekið skýrslur af ákærða Ívari Aron vegna bruna í sumarbústaðnum og í seinni skýrslunni hafi hann viðurkennt að hafa kveikt í bústaðnum og að hafa brotið rúðu í eldhúsglugga.  Vitnið kvaðst hafa komið á brunavettvang og skoðað hann.  Það kvað eldsupptök ókunn, en ljóst að kviknað hafi í eldhúskróknum.  Það kvað sjálfsíkveikju vera útilokaða.  Það kvað hafa verið rafmangseldavél í bústaðnum, ekkert benti til þess, að kviknað hafi í út frá rafmagni.

Í málinu þykir mega byggja alfarið á skýrslu ákærða Ívars Arons og Ý hjá lögreglunni á Akureyri, sem þau staðfestu fyrir dómi þar.  Vettvangsrannsóknin sýndi í meginatriðum fram á að frásgön Ý er rétt eða fær staðist. Samkvæmt frásögn hennar og af framburðum ákærðu Ívars Arons og Y er ljóst að ákærðu Ívar Aron og Y höfðu notað fíkniefni í stórum stíl og neyttu svo áfengis í framhaldi af því.  Af lýsingu Ý er ljóst að á þá rennur æði eftir þetta og þeir ganga þarna berserksgang svo sem ummerki bera með sér.  Ý greindi frá því, að ákærðu hafi talið sig þurfa að kveikja í bústaðnum, svo að ekki væri unnt að rekja slóð þeirra og ekki að finna neitt DNA eða svoleiðis.

Þegar virt er hegðun ákærðu á undan, svo sem lýsing Ý á meðferð ákærða Ívars Arons á eldi rétt eftir að hún fór út úr bústaðnum, treg viðbrögð ákærðu um að hætta er hún öskraði til þeirra og játning ákærða Ívars Arons, þykir ekki fara á milli mála og verður að teljast nægjanlega sannað að hann kveikti í bústaðnum og að það var ekki slys.  Brot hans á rúðu í eldhúsglugganum er þau voru að fara frá bústaðnum bendir til þess að hann hafi viljað tryggja að eldurinn slokknaði ekki vegna súrefnisskorts.

Með þessum verknaði hefur ákærður Ívar Aron gerst brotlegur við 2. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga.

 

3.  Heimildarlaus taka og notkun bifreiðarinnar B.

Laugardaginn 27. janúar s.l. var tilkynnt um stuld á bifreiðinni B sem var á bifreiðastæði við hús nr. [...] við [...] í Reykjavík, en talið var að hún hafi verið tekin á tímbilinu frá kl. 10:00 um nóttina þar til kl. 08:00 um morguninn, sbr. IV-8 hér að framan.  Kveikjuláslyklarnir af bifreiðinni höfðu verið á efri hæð hússins þar sem  hafði og verið farsíminn o.fl. sem hafði verið tekið.  Ákærði Ívar Aron, Ý og Y voru handtekin af lögreglu hjá bifreiðinni 29. janúar s.l. á bílaplani á Akureyri.  Upplýst er að ákærða Ý hafði ekið bifreiðinni frá Reykjavík til Akureyrar og þar um bæinn og nærsveitir.  Fram kom hjá Ý að ákærðu XX og Y hafi stolið bifreiðinni B einhversstaðar uppi í Breiðholti og hún ekið bifreiðinni frá einhverju fjölbýlishúsi nálægt Laugarásbíó.

Við skýrslutöku hafa bæði ákærður Y og Ívar Aron neitað því að hafa tekið bifreiðina og ákærður Y kvaðst aldrei hafa komið inn í hana.  Ákærður Ívar Aron kvaðst aðfaranótt 27. janúar s.l. hafa hitt ákærðu á þessum bíl á Vatnsenda í Kópavogi og hafði hann engar skýringar á því hver hafi stolið bílnum, en taldi sig vita að ákærða Ý hafi ekki gert það.

Ákærður Ívar Aron sagði fyrir dóminum að hann hafi ekki stolið þessari bifreið, meira verið á Volkswagen bifreið og aðallega á jeppanum.  Hann kvaðst ekki vita hvernig Ý tengdist þessari bifreið, né að hún hafi tekið hana í heimildarleysi.

Ákærðu hafa ekki getað lýst hvernig þau eru komin að bifreiðinni, en að virtum framburði ákærðu Ý um að hún hafi fengið bifreiðina frá ákærðu og að henni hafi verið stolið, og þykir ekki varhugavert að telja  að ákærður Ívar Aron hafi átt þátt í hinni heimildarlausu töku á bifreiðinni og með því brotið gegn 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga sbr. lög nr. 82/1998.

 

VI.  Ákærður Pétur Áskell einn.

Fimmtudaginn 16. nóvember 2006 kl. 18:54 var ákærður Pétur Áskell ásamt ÉÉ handtekinn eftir að lögreglan hafði haft afskipti af þeim þar sem þeir voru sofandi í bifreiðinni M, sem ekið hafði verið upp á gangstétt við gatnamót Stigahlíðar og Hamrahlíðar.  Ökumaður bifreiðarinnar var ákærður Pétur Áskell, en hann og ÉÉ voru í annarlegu ástandi og var grunur um að Pétur Áskell hefði ekið bifreiðinni undir áhrifum.

Ákærður Pétur Áskell sem á þessum tíma var sviptur ökurétti var færður fyrir lækni á lögreglustöðina í Reykjavík, sem skoðaði hann og tók úr honum blóðsýni til rannsóknar.  Fram kom hjá ákærða við handtökuna að þýfi væri í bifreiðinni og heimilaði hann lögreglu leit í bifreiðinni, en við hana fundust aðallega rafmagnsverkfæri og voru sum þeirra merkt [...] og höfðu verið tekin úr vinnuskúr á vinnusvæði fyrirtækisins, sem brotist var inn í aðfararnótt 15. nóvember 2006 og tilheyrðu þessir munir þýfi úr fyrirtækinu: DeWatt rafhlöðuborvél, Mikrofin hæðarmælir, rauðar stórar vírklippur og skrúfjárn.  Fleiri verkfæri voru samt í bifreiðinni, svo sem borvélar, stingsög o.fl.

Við skýrslutöku hjá lögreglu hefur ákærður viðurkennt að hafa í greint sinn ekið bifreiðinni M úr vesturbænum í Reykjavík, en tekið inn rivotril og kókaín áður en aksturinn hófst, en meðan hann hafi verið að aka bifreiðinni hafi hann allt í einu fundið til mikillar þreytu, þannig að hann hafi ákveðið að leggja sig og lagt sig í bifreiðinni uppi á gangstétt við Hamrahlíð, þar sem hann hafi sofnað í bifreiðinni. Hann sagðist þó ekki hafa fundið til áhrifa fíkniefna eða örvandi eða deyfandi lyfja við aksturinn.  Ákærður var í X. lið ákæru merkt dskj. nr. 13, sakaður um að hafa ekið bifreiðinni M sviptur ökurétti og undir áhrifum slævandi lyfja, en síðar var fallið frá ákæru um lyfjaakstur og er játning um sviptingarakstur og skilyrði til að dæma það samkvæmt 125. gr. laga nr. 19/1991.

Ákærður kvað þýfið sem var í bifreiðinni þannig til komið.  Hann kvaðst hafa verið að aka tveimur kunningjum sínum, þeim [...] og [...], þ.e. ÍÍ, [...], Reykjavík og ÓÓ, [...], Hafnarfirði og þeir beðið hann um að stoppa í Mosfellsbæ.  Þar hafi þeir brotist inn í nokkra vinnuskúra og ákærður beðið í bifreiðinni.  Hann kvað verkfærin sem þeir ÓÓ og ÍÍ stálu hafa verið sett í farangursrými bifreiðarinnar.  ÍÍi og ÓÓ hafa ekki gengist við þessu broti.

Ákærður Pétur kvaðst fyrir dómi ekki vita hvar hann fékk þessi verkfæri, en hafi verið búinn að lána bifreiðina heilmikið og var honum bent á að þeim hafi verið stolið úr vinnuskúr.  Hann viðurkenndi að hafa haft verkfærin í bifreiðinni, þó að hann hafi vitað að þau væru þýfi.  Hann kvaðst nú vera í afplánun á refsingu sem hafi verið skilorðsbundin skv. dómi, en hann hann rofið skilorðið.

Með játningu ákærða hér fyrir dómi, en hún er í samræmi við rannsóknargögn málsins er nægilega sannað að hann hefur gerst sekur um hylmingu svo sem hann er sakaður um í ákæru á dskj. nr. 13/XII og hefur hann með því gerst brotlegur við 1. mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga.

 

VII.  Ákærðu Davíð Þór og Pétur Áskell saman.

Innbrot í iðnaðarhúsnæði að R í Hafnarfirði.

Föstudaginn 5. janúur s.l. var tilkynnt um innbrot í iðnaðarhúsnæði að R í Hafnarfirði, en húsnæðinu er skipt upp í sex einingar og hafði verið brotist inn í einingu nr. 4 með því að fara inn um glugga á innkeyrsluhurð á einingu nr. 3 og svo brjóta gat á millivegg sem skilur að einingar 3 og 4 og fara svo inn um gatið í einingu nr. 4.  Eigandi einingar nr. 4 er [...], [...], Hafnarfirði og er hann þarna með vinnuaðstöðu í sambandi við úrsmíðar o.fl. og saknaði hann auk fleiri muna hluta þeirra sem taldir eru upp í ákæru merkt dskj. nr. 13, II. liður.

Um svipað leyti hafði verið brotist inn í einbýlishús að ÚÚ, Kópavogi og  leiddi rannsókn lögreglu á þessum málum til þess að húsleit var gerð í kjallaraíbúð að ÖÖ, Reykjavík, þar sem megnið af þeim munum, sem teknir höfðu verið í innbrotunum fundust, en húseigandi þar upplýsti að ÆÆ, [...], Reykjavík, hefði fengið afnot af kjallaraíbúðinni til að geyma þessa muni, en hann var grunaður um aðild að innbrotinu að ÚÚ, en hann viðurkenndi að hafa komið þangað um það leyti eða áður en innbrotið var framið og verið þá með ákærða Davíð Þór og strák sem heitir QQ og þeir ætlað þarna í samkvæmi, en þeir verið flæmdir frá partíinu.  Fram kom að hann hafi komið á bifreið, sem RR ætti, sem hann þekkti vel og væri systir vinkonu hans Gerðar.

RR sem er til heimilis að [...] í Reykjanesbæ gaf skýrslu hjá lögreglu 5. janúar s.l. og lýsti hún atvikum svo, að hún hafi verið í samkvæmi og þar hafi verið vinur hennar ÆÆ ásamt fleirum.  ÆÆ hafi beðið hana að lána sér bíl, en hún hafi sagt honum að hún treysti honum ekki fyrir bifreiðinni og hún yrði því að vera með honum og hann samþykkt það.  Þau höfðu farið á bifreiðinni SS og í för með þeim hefði verið Pétur "tattú" sem sé tengdur ÆÆ og hann búi í vesturbæ Reykjavíkur og Davíð Þór sem sé jafn gamall henni og búi í Keflavík.  Hún sagði þá hafa verið mjög dópaða og í annarlegu ástandi.  Þau höfðu svo farið í Hafnarfjörð að stað rétt hjá Álverinu og benti hún á götuna [...] á götukorti sem henni var sýnt.  Hún sagði þau hafa farið að einhverjum bílskúrshurðum og stöðvaði bifreiðina í nokkurri fjarlægð frá þeim. Hún kvað ekkert hafa verið rætt um innbrot á leiðinni og hún spurt hvað þau væru að gera, en ekki fengið neitt svar. Þau hafi farið þarna öll út úr bifreiðinni og kvaðst hún hafa séð strákana reyna að fara inn um glugga, en það ekki tekist og hún þá séð þá reyna að komast inn um hurð, en hún þá farið aftur í bílinn og sest í farþegasætið.  Eftir heillanga bið að því er henni fannst, hafi strákarnir komið með eitthvað dót, sem þeir settu í bifreiðina, en svo var farið að einhverju skoti, þar sem þeir höfðu sett út meira dót, sem og var sett í bifreiðina.  Hún vissi ekki nákvæmlega hvað þetta var, en hún hafi séð antikklukku með pendúl og einhver úr og einhverja stóra kassa.  Hún sagði þau hafa farið með þýfið í kjallaraherbergi vestur í bæ, þar sem vinur ÆÆ búi og var farið með allt þýfið þar inn,en svo ekið með Pétur heim, en hin fóru heim til ÆÆ, þar sem hún sofnaði, en hún sagðist hafa verið í mikilli neyslu, tekið spítt, kókaín og mogadonlyf.

Ákærður Pétur Áskell hefur við skýrslutöku hjá lögreglu viðurkennt að vera þátttakandi í bæði innbrotinu í einbýlishús á ÚÚ Kópavogi og í íðnaðarhúsnæði að R, Hafnarfirði með ÆÆ og ákærða Davíð Þór. 

Aðfaranótt 5. janúaur s.l. hafi þeir ásamt RR farið frá Kópavogi að R í Hafnarfirði í þeim tilgangi að stela, en hann vissi af torfæruhjóli þar, sem hann hugðist taka.  Ákærður Pétur Áskell kvaðst hafa að pikka upp lás á hurð með skrúfjárni og hníf, en ekki tekist, en svo séð að ÆÆ og Davíð Þór voru komnir inn í húsnæðið og höfðu brotið sér leið í gegnum trévegg að aðstöðunni sem þeir ætluðu inn í.  Á annarri hæð hússins voru margar veggklukkur og þeir tekið þær og farið með út í bifreiðina um bakdyr.  Þeir hafi svo farið beinustu leið að ÖÖ í Reykjavík og sett klukkurnar inn í eldhús í kjallaraíbúð, sem félagi  ÆÆ hafi verið með.

Ákærður Davíð Þór neitaði við skýrslutöku hjá lögreglu að eiga þátt í framangreindu innbroti og því neitaði og ÆÆ, [...], Reykjavík.

Þá skýrði TT, sem er með kjallaraíbúð að ÖÖ, Reykjavík að kunningi hans, sem upplýstist síðar að var ÆÆ, hafi tvívegis fengið að geyma hjá honum þýfi í eldhúsi kjallaraíbúðarinnar og í síðara skiptið verið um kl. 06:30 að morgni 5. janúar s.l. og hafi hann þá verið með fangið fullt af klukkum, sem og farið hafi inn í eldhúsið og hafi tveir strákar verið með honum.

Ákærður Pétur mundi ekki eftir þessu innbroti hér fyrir dómi, en sagði að ef það hafi gerst þá hafi hann verið í mjög annarlegu ástandi.  Hann hafi farið  á þennan stað og kunni  að hafa brotist þarna inn en hafi verið búinn að neyta MDMA taflna og muni lítið eftir því sem gerðist.  Hann vissi af torfæruhjóli en tók það ekki.  Hann mundi ekki að ákærði Davíð Þór hafi verið með.

RR bar vitni í málinu og lýsti atvikum mjög á sama veg og hjá lögreglu.  Vitninu fannst þýfið aðallega vera skartgripir og svoleiðis, en gerði sér þó grein fyrir að þetta væru töluverð verðmæti.  Hún kvað Jón Einar og ákærðu Davíð Þór og Pétur Áskel alla hafa tekið þátt í þessu og farið með þýfið í hús vestur í bæ.  Ákærður Davíð Þór kannaðist ekki við að hafa tekið þátt í þessu innbroti og taldi þetta einhverja vitleysu í meðákærða Pétri Áskeli.

Þegar virtur er vitnisburður RR og TT, sem bar um að ÆÆ hafi tvívegis komið með þýfi í geymslu, en um var að ræða þýfi úr húsinu ÚÚ og R, en tveir strákar þá verið með honum, og ákærðu hafi játað þátttöku í innbrotinu að ÚÚ og einnig þegar litið er til játningar ákærða Péturs verður að telja næga sönnun fram komna um að ákærðu tóku þátt í þessu innbroti saman og hafa með því gerst brotlegir við 244. gr. almennra hegningalraga.

 

VIII. Ákærðu Davíð Þór, Jón Einar og Pétur Ingi saman.

I.  Greiðslukort UU og notkun þess.

Framangreint greiðslukort var í eigu hjónanna [...] og UU frá Bandaríkjunum og var meðal þeirra muna sem þau höfðu skilið eftir í hópferðabifreið Kynnisferða hf., er þau fóru í Bláa Lónið við Svartsengi í Grindavík 29. júlí 2006, en ákærður Davíð Þór hefur játað að hafa framið þetta þjófnaðarbrot sem lýst er í I. ákærulið ákæru merkt dskj. nr. 28.

Ákærðu voru á þessum tíma saman í bifreiðinni T og handléku saman þá muni, sem ákærður Davíð Þór hafði tekið úr hópferðabifreiðinni og þeir fara svo saman í þá verslunarstaði sem tilgreindir eru í II. ákærulið sdskj. nr. 28 og er greiðslukortið notað til kaupa á fatnaði og öðrum varningi og þjónustu og er fram komið að flestir ákærðu njóta góðs af, en við skýrslutöku hjá lögreglu hafa allir neitað að hafa notað kortið og skrifað undir greiðslukvittanir nema ákærði Pétur Ingi, sem kannaðist við að hafa greitt fyrir vörurnar sem keyptar voru í Gallerí 17, Kringlunni, Skífunni í Kringlunni og Exodus á Hverfisgötu 20, Reykjavík og kannaðist við undirskrift sína á greiðslunótunni.  Hann sagði að annaðhvort hann eða ákærður Jón Einar hafi greitt fyrir vörur sem voru í Hagkaup með greiðslukortinu, en kannaðist þó ekki við undirskriftina á greiðslunótunni, sem hans skrift.

Á öllum verslunarstöðunum voru eftirlitsmyndavélar, en upptökurnar höfðu ekki verið varðveittar svo lengi, að nota mætti þær í þessu máli og hafði þeim verið eytt eða tekið yfir þær á myndbandinu, engum vitnisburðum er heldur til að dreifa frá afgreiðslufólki verslananna.

Ákærður Davíð Þór kvaðst fyrir dómi muna eftir þessu greiðslukorti, en kvaðst ekki hafa notað það.  Hann kvaðst heldur ekki vita hver hafi notað það en hann hafi fengið eitthvað af fatnaðinum sem keyptur var með kortinu.  Hann mundi ekki hvern hann lét fá kortið, en mundi eftir því að hafa verið með meðákærða í Kringlunni, Exodus, BT og Keiluhöllinni.

Ákærður Jón Einar kannaðist ekki við að hafa notað kortið, heldur hafi ákærður Pétur Ingi verið með kortið og notað það, og kvaðst hann ekki hafa notið neins af því sem fékkst með notkun þess.  Hann kvað enga fleiri hafa notað kortið.

Í þinghaldi 23. apríl s.l. viðurkenndi ákærður Pétur að hafa notað kortið en ákærður Jón Einar hafi verið með honum.

Í máli þessu skortir frekari gögn til upplýsinga um þátt ákærða Davíðs Þórs og Jóns Einars um notkun greiðslukortsins en ekki liggja fyrir upptökur úr eftirlitsmyndavélum hlutaðeigandi verslana, né skýrslur af starfsmönnum, og verði þeir því ekki sakfelldir fyrir þessa mistnotkun og sýknaðir af þessum ákærulið.

Á grundvelli játningar Péturs Inga verður hann sakfelldur fyrir að hafa framvísað greiðslukortinu og því greitt fyrir úttekt á vörum í Gallerí 17 í Kringlunni, Skífunni í Kringlunni og Exodus við Hverfisgötu og hefur hann með því gerst brotlegur við 248. gr. almennra hegningarlaga.

 

IX.  Ákærðu Davíð Þór og Y saman.

Nytjastuldur í bifreiðina ÞÞÞ.

Miðvikudaginn 20. september 2006 var lögreglan kvödd að [...] í Reykjavík vegna innbrota í bifreiðina ÆÆÆ og nytjastulds eða þjófnaðar á bifreiðinni ÞÞÞ.  AAA, húsráðandi taldi að bifreiðinni ÞÞÞ hafi verið stolið eftir kl. 01:30 um nóttina, en þá fór hann að sofa og kvað húsið hafa verið ólæst og lyklar höfðu verið á lyklaspjaldi í anddyrinu, eða þar hengi hann þá vanalega.  Hann kvað bifreiðina ÞÞÞ hafa verið í innkeyrslunni við húsið.  Lögreglumennirnir sem komu á vettvang svipuðust um eftir bifreiðinni í Breiðholti og öðrum hverfum en fundu ekki,en þeir hættu leitinni kl. 15:00.  Aðfaranótt fimmtudagsins 21. september s.l. laust eftir kl. 10:30 veittu lögreglumenn, sem voru staddir í Hábergi athygli bifreiðinni ÞÞÞ, þar sem hún var kyrrstæð á bifreiðastæði í Hábergi og voru stöðuljós hennar tendruð og sváfu ákærðu þar.  Ákærðu vöknuðu er barið var í glugga bifreiðarinnar ökumannsmegin og var þeim skipað að opna bifreiðina, en þeir hlýddu því ekki heldur steig ákærður Davíð Þór sem var ökumaður á bensíngjöfina og ók á brott og var bifreiðinni þá veitt eftirför, sem endaði með því, að bifreiðinni var ekið á kyrrstæða bifreið ÖÖÖ á Neðstabergi og voru ákærðu í framhaldi af því handteknir.

Við skýrslutöku af ákærða Davíð Þór hjá lögreglu kom fram að hann og meðákærði Y hafi verið saman í Breiðholtinu að leita sérð að bifreið og farið í sitt hvota áttina.  Ákærði Y hafi svo komið til hans með bíllykla og þeir farið saman í bifreiðina, hann og Davíð Þór ekið henni á brott.  Hann kvaðst hafa og farið inn í bifreiðina ÆÆÆ við VVV, en hún hafi verið ólæst og hann tekið  hluti úr henni.   Hann kvaðst ekki hafa farið inn í húsið að VVV.  Hann kvaðst ekki vera með ökuréttindi og fundið til vímuáhrifa við akstur bifreiðarinnar.

Við skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst ákærður Y hafa fundið lykla að bifreiðinni ÞÞÞ fyrir utan eitthvað hús, en kvaðst ekki hafa farið inn í húsið að VVV í Reykjavík, en hann kvaðst hafa verið með ákærða Davíð Þór.

Ákærður Davíð Þór kvaðst fyrir dómi ekki muna eftir þessu atviki, né afskiptum lögreglu.  Hann kvaðst ekki hafa stolið bifreiðinni og mundi ekki hver ók.

Ákærður Y kvaðst á þessum tíma hafa verið í neyslu og mundi ekki eftir þessu.  Hann rámaði í að hafa verið stöðvaður við Háberg.  Hann hafi ekki ekið, en hann hafi fundið lyklana, en mundi ekki meir.

Vitnið BBB lögreglumaður tók skýrslu af ákærða Davíð Þór vegna ætlaðs nytjastuldar á framangreindri bifreið og hafi hann viðurkenn að hafa verið á bifreiðinni og að félagi hans hafi komið með lyklana og staðfesti vitnið að rétt væri haft eftir ákærða í skýrslunni.

Með framburðum ákærðu og rannsóknargögnum er sannað að þeir taka bifreiðina ÞÞÞ saman án heimildar og ákærður Davíð Þór ekur henni víðsvegar um götur Reykjavíkur.  Ákærðu hafa með þessu gerst brotlegir við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga.

 

X.  Ákærður Jón Einar og Y saman.

1.  Húsið V, Reykjavík.

Föstudaginn 28. júlí 2006 um kl. 18:31 var lögreglu tilkynnt um innbrot á framangreindum stað.  Þar á vettvangi var rætt við CCC, sem þar býr.  Hann tjáði þeim,  að er hann hafi komið úr vinnu kl. 16:10, hafi útidyrahurðin verið opin og er hann hafi farið inn og um húsið, hafði hann séð að búið var að taka fartölvu hans af gerðinni Acer og einnig hefði verið rótað í vinnuherbergi föður hans, en ekki vissi hann hvort fartölva hans hafði verið tekin, en hún finnist ekki.  Í ljós kom við vettvangskönnun lögreglu, að opnanlegt fag í glugga á bakhlið neðri hæðar hússins hafði verið tekið úr glugganum með því að rífa stormjárnin laus frá gluggakarminum og hafði það verið lagt á stéttina til hliðar við gluggann.

Á staðinn kom DDD, rannsóknarlögreglumaður hjá Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík og rannsakaði hann vettvang.  Á innanverðu opnanlegu glugggafagi, sem tekið hafði verið úr glugganum fundust partar af förum eftir fjóra fingur og voru förin þannig staðsett, að það benti til þess, að tekið hafi verið um gluggafagið til að losa það af lömum.  Fingraförunum var lyft upp með Mikrosil og merkt Far nr. 1. 

Í innanverðum gluggapóstinum fyrir neðan gluggaopið fundust för eftir þrjá fingur og voru förin eins og hlutaðeigandi hefði staðið fyrir utan gluggann og gripið í gluggapóstinn til að vega sig inn í húsið.  Fingraförin voru lyft upp með Mikrosil og voru merkt Far nr. 2.

Fingraför "Far nr. 2: voru samkennd við fingraför ákærða Jóns Einars, en samstæða fannst ekki við fingraför merkt "Far nr. 1 í fingrafarasafni lögreglunnar í Reykjavík.  15. ágúst 2006 voru tekin fingraför af ákærða Y og voru þau send Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík til rannsóknar og samanburðar við samstæður á vettvangsförum úr óupplýstum málum. Fingrafar  merkt "Far nr. 1, virtist vera eftir litla fingur hægri handar ákærða Y.

Ákærður Y hefur við skýrslutöku hjá lögreglu borið að hann hafi verið í samkvæmi í húsi við Ingólfstorg hjá manni sem kallaður sé Elli. Þar hafi og verið ákærðu Jón Einar, Davíð Þór og Pétur Ingi.  Hafi þessi Elli beðið þá strax um að ná í tölvur fyrir sig, en hann vissi ekki hvort hann hafi bent á ákveðið heimilisfang.  Hann kvaðst hafa farið á rúntinn með strákunum og þeir skoðað einhver hús og taldi hann að ákærður Davíð Þór hafi ráðið ferðinni.  Hann farið inn í húsið og komið út með tvær tölvur.  Ákærður Y kvaðst sjálfur ekki hafa farið inn í húsið, en viðurkenndi að hafa gengið í kringum það og virt það fyrirsér.  Hann taldi að tölvurnar hafi farið til Ella og kvaðst ekki vita hvað fékkst fyrir þær, en hann hafi engan ágóða hlotið af þessu.  Aðspurður um bifreiðina T sagði hann að ákærður Jón Einar hafi reddað bifreiðinni og fengið hana hjá Eysteini félaga sínum.  Við síðari skýrslutöku var ákærða Y bent á, að fingraför hans hafi fundist við vettvangsrannsókn að V og kvaðst hann hafa komið með höndum við glugga og svalarhurð, en neitaði samt að hafa farið þar inn og vildi ekki nafngreina þá sem farið hafi þar inn.  Hann kvaðst hafa komið við gluggann þegar hann hafi kíkt á eftir þeim sem farið hafi inn í húsið.

Ákærður Jón Einar hefur þrátt fyrir að fingraför hans fundust á opnanlega faginu ekki vilja kannast við að hafa verið að V í greint sinn og tengir fingraförin við heimsókn í húsið á öðrum tíma,  Ákærður Davíð Þór hefur heldur ekki kannast við að hafa farið inn í húsið og hélt því fram hjá lögreglu að hann hafi verið heima hjá Ella skakka þegar ákærðu Jón Einar og Y hafi farið í þessa bílferð.  Ákærður Pétur Ingi hefur og neitað að hafa farið að V í greint sinn.

Fram er komið að íbúi að V hafði orðið var við ferðir nokkra stráka á aldrinum 18-20 ára við V og þeir verið á ljósblágrænni smábifreið og það verið um kl. 14:00 og hafði einn þeirra verið hávaxinn með derhúfu og verið að horfa inn um glugga við hlið útihurðar að V.  Þá hafði annar nágranni skráð hjá sér skráningarnúmer bifreiðarinnar sem hafi verið T og hafði honum þótt ferðir ökumanns og farþega grunsamlegar.

Ákærður Jón Einar hefur ekki kannast við það að hafa farið inn í þetta hús og hafði enga skýringu á því hvers vegna að fingraförin hanns finnast þarna.  Ákærður Y kannaðist ekki heldur við þetta og mundi ekki eftir því sem haft var var eftir honum.

DDD, rannsóknarlögreglumaður, EEE rannsóknarlögreglu-maður og FFF fingrafarafræðingur staðfesti niðurstöður sínar um fingrafararannsóknir.

Með niðurstöðum fingrafararannsóknar, sem staðfest hefur verið hér fyrir dómi er ljóst að fingraförin eru af ákærðu og verksummerki og staðsetning fingrafaranna benda til að tekið hafi verið um gluggafagið til að losa það og tekið hafi verið um gluggapóstinn til að vega sig inn í húsið og þykja því framburðir ákærðu um að þeir hafi ekki farið inn í húsið vart fá staðist.  Engin skýring er á því af hverju ákærði Y hverfur frá fyrri framburði hjá lögreglu en samkvæmt honum fór hann, ákærður Jón Einar og fleiri í þjófnaðarleiðangur að V, á bifreið sem ákærður Jón Einar lagði til.  Það þykja því það sterkar líkur fyrir þátttöku ákærðu í þessu innbroti að telja megi framkomna lögfulla sönnun um þátttöku þeirra í því og hafa þeir með því gerst brotlegur við 244. gr. almennra hegningarlaga.

 

XI.  Ákærður Y og Ívar Aron saman.

1. Heimildarlaus taka og notkun bifreiðarinnar Í.

Að morgni laugardagsins 27. janúar s.l. var akstur bifreiðarinnar Í stöðvaður á Reykjavíkurvegi við Stöðina í Hafnarfirði, þar sem hún var ljóslaus að aftan.  Í bifreiðinni var lögreglutækjabelti og vaknaði grunur um að það væri þýfi, en brotist hafði verið inn í bifreið lögreglumanns fyrr um morguninn og þaðan tekið samskonar belti. Ökumaður bifreiðarinnar var ákærður Ívar Aron, en farþegi var ákærður Y.  Ákærður Ívar Aron tjáði lögreglunni að hann vissi ekki hver væri eigandi bifreiðarinnar en taldi hana stolna.  Hann sagðist hafa tekið við akstri bifreiðarinnar af ákærða Y í Hafnarfirði við eina af verslunum 10-11, þar sem hann hafi verið með vinkonu sinni ákærðu Ý.

Í ljós kom af bifreiðinni Í hafði verið stolið frá UUU í Kópavogi og höfðu lyklarnir að henni verið á borði í eldhúsi á heimili eigandans þar, en hann sagðist ekki hafa heimilað ákærðu afnot bifreiðarinnar.  Bifreiðin sem tækjabelti lögreglu var stolíð úr var við [...] í Kópavogi.

Við skýrslutökur hjá lögreglu sagði Ívar Aron meðákærða Y hafa tekið bifreiðina Í og verið á henni í Hafnarfirði, er hann tók við akstrinum.  Hann sagði að hann, ákærða Ý og ákærður Y hafi verið saman við Desjakór, en svo hafi einhver talið sig sjá löggubíl og þau þá forðað sér en hann þá brotist inn í bifreiðina D og tekið tækjabelti lögreglubifreiðarinnar o.fl.

Ákærður Y kannaðist hvorki við að hafa tekið bifreiðina Í eða að hafa ekið henni, né að hafa verið með ákærðu Ívari Aroni og Ý í greint sinn.

Ákærður Ívar Aron kvaðst hér fyrir dómi muna vel eftir þessu.  Hann kvaðst hafa verið með meðákærða Y í bílnum, en hafi ekki stolið honum.  Hann kvaðst hafa verið með meðákærðu Ý annarsstaðar í 10-11 verslun í Hafnarfirði um 10 mínútum áður en þeir voru stöðvaðir.  Hann kvað ákærða Y hafa komið á bifreiðinni þangað og hann Ívar Aron, farið upp í bifreiðina þar.  Hann grunaði  að Y hafi stolið bifreiðinni, þar sem hann átti ekki bifreið.

Ákærður Y kvaðst ekki muna eftir því að hafa komið á bifreiðinni til ákærða.

Í máli þessu liggur fyrir að ákærðu voru á bifreiðinni Í, er lögreglan hafði afskipti af akstri hennar 27. janúar s.l. en þá kom í ljós að henni hafði verið stolið.  Hvorugur ákærðu hafa kannast við að hafa tekið bifreiðina eða geta gert grein fyrir því á fullnægjandi hátt hvernig þeir voru að henni komnir. Ljóst er að hér er um heimildarlausa töku á bifreiðinni að ræða, sem gögn málsins hníga að, að ákærðu séu viðriðnir, en þeir voru báðir við þann stað sem bifreiðinni hafði verið lagt og verða þeir því báðir gerðir ábyrgir fyrir töku hennar og hafa þeir með því gerst brotlegir við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga.

 

2.  Heimildarlaus taka bifreiðarinnar og notkun bifreiðarinnar F.

Mánudaginn 29. janúar s.l. um kl. 08:05 var lögreglunni tilkynnt um stuld á bifreiðinni F, kóngablá, Toyota Landcruiser, sem staðið hafði á hlaðinu utan við bæinn GGG í Glæsibæjarhreppi, en lyklar að bifreiðinni höfðu verið geymdir í skál inni í anddyri hússins, en húsið var ólæst.  Um hádegisbilið sama dag fannst bifreiðin í porti verslunarinnar Ellingsen við Tryggvagötu á Akureyri og stóð ákærður Ívar Aron við bifreiðina er lögregluna bar að og var hann handtekinn í framhaldinu vegna gruns um nytjastuld á bifreiðinni, en vitni voru að akstri ákærða Ívars Arons frá Landflutningum við Tryggvabraut inn á Tryggvagötu og eftir henni að Olís og inn á bifreiðastæðið þar og yfir kantstein og út af planinu til norðurs, þar til bifreiðin stöðvaðist í snjóskafli norðan við framangreint port.  Í bifreiðinni var ætlað þýfi úr innbroti í H, sbr, ákæruliður nr. XVIII í dskj. nr. 25.

Í skýrslu Ívars Arons hjá lögreglu kemur fram að ákærður Y hafi komið til hans og ákærðu Ý á jeppanum.  Hann sagðist ekki vita hvaðan ákærður Y hafi tekið jeppann eða hvort hann hafi fengið hann lánaðan.  Hann kvaðst hafa farið úr bifreiðinni sem Ý var á og lagt var við Hlíðarbæ á Akureyri yfir í Landcruiser bifreiðina, sem ákærður var á og hann ekið að húsunum við [...] nr. 3 og 5 svo sem lýst er hér á eftir.  Þýfið úr því innbroti höfðu þeir sett í Landcruiser jeppann og fóru svo að Landflutningum og lögðu  jeppann þar rétt hjá og settu hluta af þýfinu í bifreiðina sem ákærða Ý var í, en þeir höfðu kvatt hana á staðinn.  Ákærður Ívar Aron sagðist eftir það að hafa ekið Landcruisernum upp í Landflutninga við Tryggvabraut, en svo hafi Ý allt í einu hringt í hann og sagt að lögreglan væri komin á staðinn og hann þá reynt að stinga hana af. 

Er ákærður Y var fyrst spurður um nytjastuldinn á bifreiðinni F og kannaðist hann ekki við að hafa verið með meðákærða og Ý  hjá   Landflutningum í greint sinn en seinna sagðist hann kannski hafa verið í jeppanum í 5 mínútur, en ákærður Ívar Aron hafi ekið honum að Landflutningum, en hann kvaðst hafa farið þangað í þeim erindagjörðum að senda mömmu sinni föt.

Síðar er framburður Ívars Arons var borinn undir hann sagði hann það vel geta verið að hann hafi tekið einhvern jeppa og svo brotist inn, en vísaði til þess, að hann hafi ekki verið með fullri rænu og hafi ekki verið með á nótunum í tvo til þrjá daga og ekki verið í góðu ástandi.

Ákærður Ívar Aron kvaðst fyrir dómi ekki hafa verið í þessari bifreið, en var þó bent á játningu hans um sakarefnið hjá lögreglu sbr. dskj. nr. 28 XXXVIII. lið.  Hann kvaðst þá ekki hafa vitað hvar meðákærði Y hafi tekið bifreiðina eða að hann hafi tekið hana í heimildarleysi.  Hann hafi á þessum tíma verið með strákum inni á Akureyri.

Ákærður Y kannaðist ekki við að hafa tekið bifreiðina og væri framburður ákærða Ívars Arons rangur.

Ákærðu hafa hvorugur viljað kannast við nytjastuldin á bifreiðinni, en hafa engar haldbærar skýringa á því í málinu, hvernig þeir voru komnir að henni.  Upplýst er að ákærður Ívar Aron var að aka bifreiðinni og framburður hans um að meðákærði Y hafi sótt hann á bifreiðinni að Hlíðarbæ styðst ekki við framburð Ýr, þar eð hún kvaðst hafa ekið þeim að Hlíðarbæ við Akureyri, en þar hafi þeir beðið hana að stoppa, þar sem þeir ætluðu að redda sér um bíl og komu skömmu seinna á bláum jeppa.

Að þessu virtu þykir ekki varhugavert að telja næga sönnun fram komna um að ákærðu hafi saman tekið bifreiðina í heimildarleysi og ekið og hafa þeir með því gerst brotlegur við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga sbr. lög nr. 20/1956.

 

3.  Einbýlishúsið G úr landi [...] í Eyjafjarðarsveit.

Mánudaginn 29. janúar s.l. var lögreglunni á Akureyri tilkynnt um að brotist hafi verið inn í tvö hús við [...]  í landi [...] í Eyjafjarðarsveit.  Þarna var um að ræða hús nr. [...] og hús nr. [...] við [...].  Tveir lögreglumenn fóru á staðinn og kom í ljós að H er einbýlishús í byggingu og hafði verið spennt upp krossviðarspjald á austurhlið hússins og farið þar inn.  Ekkert hafði samt verið tekið nema kúbein, sem notað var við að brjótast inn í hús við G, en þar var spennt upp opnanlegt fag í glugga í bílskúr á austurhlið hússins og farið þar inn.  Ummerki voru um að farið hafi verið um allt húsið, rótað til og sturtað úr skúffum í hjónaherbergi, sjónvarpsherbergi, stofu og forstofu.  Talið var að tekið hafi verið á millilofti tölvuturn og Sony heimabíó með hátölurum, en úr hjónaherbergi hafði verið  tekinn 20" LCD flatskjár af gerðinni Panasonic.  Þá hafði verið tekið úr bílskúr Garmin GPS staðsetningartæki og lítil Molita borvél.  Á vettvangi voru greinileg hjólför eftir jeppa og fólksbifreið og sýnilegt að jeppanum hafði verið ekið afturábak austur með norðurhlið hússins.  Þá voru greinileg skóför allt í kringum húsið og við gluggann þar sem brotist var inn.  Hjólförin og skóförin voru mynduð.  Svo sem lýst er í lið 2 hér á undan voru ákærðu Ívar Aron, Ý og Y handtekin vegna gruns um nytjastuld á bifreiðinni F, sem ákærður Ívar Aron hafði ekið rétt áður að Flutningamiðstöð Norðurlands við Tryggvabraut og voru í bifreiðinni munir sem taldir voru úr innbrotinu úr einbýlishúsinu að G.  Þegar ákærðu voru handtekin við Flutningamiðstöðina kom í ljós að ákærður Y hafði komið með þrjá stóra pakka inn í afgreiðsluna, sem hann ætlaði að senda suður og kom fram á fylgibréfi með kössunum, sem hann hafði útbúið, að sendandi var hann og einnig viðtakandi, sem var með heimilisfang að [...], Selfossi.  Lögreglan lagði hald á þessa kassa sem reyndust vera meginhluti þýfisins sem tekið var úr einbýlishúsinu að G, auk þess sem eitthvað af því var í jeppabifreiðinni F og eru þessir munir taldir upp í XIX. lið ákæru merkt dskj. nr. 28.

Ákærður Ívar Aron hefur við skýrslutöku hjá lögreglu viðurkennt að hafa brotist inn í einbýlishúsið G, ásamt ákærða Y og lýsir atvikum svo:  Hann ruglar númerunum á húsunum, en ekki fer á milli mála, að þar sem talað er um H, er átt við G.  Hann kvað Y hafa tekið hann í greint sinn upp í Landcruiser jeppann, sem hann var á við Hlíðarbæ, þar sem hann hafði verið í Skodabifreiðinni hjá ákærðu Ý  Hann sagði ákærða Y hafa ekið að einbýlishúsunum við [...].  Hann hafi farið að húsi nr. [...], (á að vera nr. [...]) og tekið þar kúbein og svo hafi hann farið að húsi nr. [...], (á að vera nr. [...]) þar sem hann hafi spennt upp glugga á bílskúrnum og farið þar inn og svo opnað venjulega hurð á bílskúrnum og hleypt ákærða Y inn og þeir farið báðir um allt húsið og tóku til hluti sem settir voru í jeppann og minntist sérstaklega að hafa tekið tölvu, heimabíó og skrautgripi úr svefnherberginu, en hjálmarnir og gallarnir hafi verið í bílskúrnum og einnig minntist hann þess að tekin hafi verið stór Heimsatlas og Íslandsatlasbók.  Þeir höfðu svo farið á jeppanum að Flutningamiðstöð Norðurlands og lagt henni þar og beðið þar í nokkra klukkutíma og svo var hringt í ákærðu Ý og hafi hún verið beðin að koma á Skodanum til þeirra og var megnið af þýfinu sett í bifreið hennar og ekið með það að afgreiðslu Flutningamiðstöðvarinnar.  Ákærða Ý kvaðst ekki hafa tekið þátt í innbrotinu að G, eða vita hvernig það var framkvæmt.  Hún kvaðst í umrætt skipti hafa farið á Skodabifreiðinni að Hlíðarbæ og ákærðu Ívar Aron og Y verið með.  Þar hafi þeir farið úr bifreiðinni og viljað redda sér bíl og komið eftir smátíma á bláum jeppa og sagt henni að bíða þarna.  Hún sagðist þá hafa sofnað þarna í bílnum.   Hún hafði svo vaknað um morguninn og hringt í strákana, sem beðið hafi hana að koma að Hagkaupum og hafði ákærði Ívar Aron komið á móti henni og beðið hana að aka á bak við þar sem ákærður Y var í bláa jeppanum og hann sýnt henni þrjá motorhjólahjálma og jakka, sem ákærður Ívar Aron var að máta.  Hún kvað þá hafa verið búna að setja eitthvað dót í kassa, sem hún vissi ekki hvað var, en farið var með að Landflutningum og hafi þeir farið á jeppanum og hún fylgt á eftir á Skodanum.  Hún sagði þá ekki hafa tjáð sér hvaðan dótið væri komið, heldur hafi þeir talað um að þeir væru með eitthvað þýfi upp á einhverja peninga og þeir hefðu stolið þessu í einhverju húsi.

Ákærður Y kannaðist í fyrstu ekki við að hafa brotist inn í húsið að G, og bar fyrir sig minnisleysi.  Hann sagði þó vel geta verið að hann hafi brotist þarna inn, en hann hafi tekið inn rivotril og eitthvað af sýru, auk þess að drekka áfengi og því ekki verið í góðu ástandi.  Hann mundi þó eftir að hafa  verið með kassa í höndunum í afgreiðslunni hjá Landflutningum.

Ákærður Ívar Aron hefur fyrir dómi viðurkennt að hafa framið þetta innbrot ásamt meðákærða Y og þeir tekið þá muni sem hurfu þaðan.

Ákærður Y kvaðst ekki muna eftir að hafa þarna átt hlut að máli og væri framburður ákærða Ívars Arons þvættingur.  Hann vissi ekki hvað var í kössum, sem voru haldlagðir er hann, ákærður Ívar Aron og Ý voru handtekin á afgreiðslu Landflutninga á Akureyri og voru merktir honum.  Hann kvaðst hafa verið með ákærða Ívari Aron og verið í trippi og muni bara brot og brot af því sem gerðist.  Hann kannaðist ekki við að hafa farið inn í G og tekið þessa muni þar.

Með framburði ákærða Ívars Arons, sem játar sök, sem og skýrslu Ý og rannsóknargögnum um að þýfið var í bifreiðinni F og kössum merktum ákærða Y og voru stílaðir á hann og heimilisfang hans á Selfossi og sendast áttu með bifreiðum Landflutninga, þykir nægilega sannað og fer ekki milli mála að ákærðu tóku saman þátt í innbrotinu að G og tóku þaðan þá muni sem upptaldir eru í ákæru dskj. nr. 28/XIX og hafa þeir með því gerst brotlegir við 244. gr. almennra hegningarlaga.

 

XII.  Ákærðu Jón Einar, Stefán Blackburn og Ívar Aron saman.

Afgreiðsla Landsbankans  á Kletthálsi í Reykjavík.

Miðvikudaginn 29. nóvember 2006 kl. 07:47 var lögreglunni tilkynnt um innbrot í Landsbankanum að Kletthálsi í Reykjavík og voru lögreglumennirnir komnir á staðinn kl. 07:50, þar sem þeir hittu starfsmann Öryggismiðstöðvarinnar, sem sýndi þeim ummerkin á vettvangi.  Anddyri bankans er  í suðausturhorni hússins og snýr í austur. Á hægri hönd þegar komið var inn í anddyri hafði verið hraðbanki sem færður hafði verið til og lá á hliðinni fyrir utan útidyrnar, en klippt hafði á rafmagnssnúrur, símasnúrur og fleira, sem tengdist hraðbankanum.  Hraðbankinn hafði verið  í prófíllínu og límdur niður.  Á gólfi og við útidyrahurð mátti sjá dragför að þeim stað, þar sem hraðbankinn lá. Blóðbletti mátti sjá á hraðbankanum, á stéttinni fyrir framan innganginn og á vegg í anddyrninu, þar sem hraðbankinn hafði staðið.  Rannsóknarlögreglumenn frá Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík komu á staðinn og könnuðu vettvang og tóku myndir af honum og tóku sýni af blóðblettum.  Eftir að upptökur úr eftirlitskerfi bankans höfðu verið skoðaðar varð greint að þarna höfðu ákærður Jón Einar og Stefán Blackburn staðið að verki og voru þeir handteknir og teknar af þeim lögregluskýrslur um atvikin svo og ákærðu Ívari Aroni og Ý.  Fram kom hjá þeim, að þau höfðu verið saman í gráum Musso pallbíl og var ætlunin að sækja ákærða Davíð Þór, sem var að losna af Litla-Hrauni.  Hafði ákærða Ý ekið bifreiðinni, sem hún hafði fengið lánaða til þessa. Þau, hún, ákærðu Ívar Aron og Stefán voru í bifreiðinni og ók hún með þá til Keflavíkur til að sækja ákærða Jón Einar, sem hafði beðið þau að koma með sér að sækja Davíð Þór.  Það var ekið til Keflavíkur, Jón Einar sóttur og haldið til Reykjavíkur. Þegar þangað kom sagði ákærður Ívar Aron, að ákærður Jón Einar hafi farið að tala um hraðbanka sem væri auðvelt að losa, og beðið þau að fara þangað.  Þegar þangað var komið hafi ákærður Jón Einar spurt hvort hann ætlaði að koma með, en ákærður Ívar Aron sagst ætla að vera inni í bílnum og verið  þar með ákærðu Ý, meðan ákærður Jón Einar og Stefán voru úti.  Ákærður Jón Einar sagði þá ákærðu hafa fengið þessa hugmynd að stela hraðbankanum og eitt leitt af öðru.  Hann kvað þá Stefán hafa farið þar inn þar sem hraðbankinn var, en hann hafi verið svo þungur, að þeir hafi bara komið honum rétt út fyrir anddyrið.  Hann hafði þá náð í ákærða Ívar Aron sem hafi komið og reynt að hjálpa þeim en það ekki gengið.  Ákærður Jón Einar hafði misst hraðbankann á puttann á sér og voru blóðblettirnir á staðnum eftir hann.  Ákærður Stefán kvaðst hafa farið inn í bankann með ákærða Jóni Einari og þeir klippt á snúrurnar, en þá hafi kerfið farið í gang.  Hraðbankinn hafi reynst þyngri en þeir héldu.  Hann hafði ætlað að taka hann á móti ákærða Jóni Einari, en hann þá bara dottið niður, en þeir náð að ýta honum út og reynt að lyfta honum upp, en ekki getað það og þá farið.  Ákærður Ívar Aron kvað meðákærðu Jón Einar og Stefán hafa komið til hans eftir að þeir voru komnir með hraðbankann út fyrir anddyrið og beðið hann að hjálpa þeim að halda á hraðbankanum.  Hann hafði reynt að hjálpa þeim að lyfta honum en það ekki gengið, og hann þá sagt þeim að gleyma þessu og þeir hlaupið inn í bílinn, en ákærður Jón Einar hafi misst hraðbankann á puttann á sér og hafi blætt úr honum.  Ákærðu Stefán og Jón Einar könnuðust við myndirnar af sér úr eftirlitskerfi bankans.

Fram kom, að ákærður Jón Einar reiknaði með að það væru 1-2 milljónir króna í bankanum.  Fram kom hjá ákærðu Ý, að ákærður Jón Einar hafi beðið hana að fara að ákveðnum banka vegna þess að hann ætlaði að ræna hraðbanka þar.  Hún hafði ekkert ratað í Reykjavík og hann því bent henni á hvert hún ætti að fara og þegar komið var inn á bílaplanið við bankann hafi hann sagt henni að leggja upp við vegginn og vera kyrr þar. Eftir 5-10 mínútur hafi þeir komið til baka og ákærður Jón Einar verið allur blóðugur á höndunum og sagt henni að aka á brot og þá verið haldið að Litla-Hrauni að sækja ákærða Davíð Þór.

Ákærður Jón Einar viðurkenndi fyrir dóminum að hafa ætlað að taka hraðbakann, en mundi þetta óljóst.  Hann kvaðst hafa verið á bifreið sem ákærða Ý ók og þau verið á leiðinni á Litla-Hrauni.  Hann kvaðst halda að það hafi ekki verið rétt, að stela ætti þessum hraðbanka.  Þetta hafi verið hugmynd, en mundi ekki hverjum hafi dottið þetta í hug.  Hann mundi heldur ekki að hann og ákærður Stefán hafi fært bankann eða að ákærður Ívar Aron hafi aðstoðað.  Hann mundi að ákærða Ý ók en mundi ekkert eftir ákvörðunartökunni um þetta, né að ákærða Ý hafi tekið þátt í henni og taldi voðalítinn möguleika á því að hún hafi tekið afstöðu í svona máli, hún væri passív manneskja.

Ákærður Ívar Aron kvaðst fyrir dóminum muna eftur þessu atviki.  Hann hafi verið í bifreið með meðákærða, en ekki vitað að til hafi staðið að ræna þessum hraðbanka, heldur hafi átt að fara á Litla-Hraun.  Svo hafi verið stoppað á þessum stað, hjá Landsbankanum að Kletthálsi og ákærðu Stefán og Jón Einar farið út og inn í anddyri bankans og þeir svo komið út og beðið hann að hjálpa sér að færa hraðbankann.  Hann kvaðst hafa farið út, en þeir hafi ekki reynt að færa hann.  Hraðbankinn hafi verið á stéttinni fyrir utan bankann þegar hann kom út og ákærður Jón Einar búinn að missa hann á hendina á sér og blóð út um allt og ekki verið reynt að fjarlægja hann.  Hann kvað ekkert hafa verið rætt í bifreiðinni áður um hvað til stóð og hann og Ý, ekki vitað af því, að Jón Einar vissi af þessum stað.  Ákærður Jón Einar hafi beðið Stebba að koma með sér inn í bankann og þeir losað hraðbankann og velt honum út.  Ívar Aron kvaðst ekki hafa vitað af þessu fyrr en Jón Einar hafi komið hlaupandi út að bifreiðinni og beðið hann að hjálpa sér.  Hann hafi setið inni í bifreiðinni, þegar opnuð var hurð hennar og sagt, "þú verður að hjálpa okkur, þú verður að hjálpa okkur".  Það hafi verið steinveggur þarna fyrir framan anddyrið, svo að þau hafi ekki séð hvar var búið að gera.  Hann var ekki 100% viss um að ákærði Jón Einar hafi vitað af þessum stað fyrirfram, hann hafi beðið um að stoppað yrði við hraðbankann og hafi þetta getað verið skyndiákvörðun.  Hann hafi verið mjög ölvaður.  Hann kvað bifreiðina ekki hafa ekið mjög nálægt bankanum því að þurft hafi að færa hraðbankann út fyrir steinvegginn.

Ákærða Ý kvaðst hafa ekið pallbíl með meðákærða Jón Einar, Ívar Aron og Stebba og ætlað að fara að Litla-Hrauni.  Hún kvað ákærða Jón Einar hafa vísað veginn að þessum hraðbanka og þegar þangað var komið, hafi Jón Einar og Stebbi hlaupið þar inn, en svo beðið Ívar Aron að hjálpa sér. Hún kvaðst hafa sagt Ívari Aroni að fara ekki út og hann hlýtt í fyrstu, en svo farið út.  Hún kvaðst ekki hafa séð hvað þeir aðhöfðust, en þeir hafi komið hlaupandi eftir smástund og þá ekið á brott.  Hún sagði nú að þetta hafi ekki verið rætt í bifreiðinni, að það ætti að ræna þessum hraðbanka og Jón Einar ekkert minnst á það, er hann vísaði henni veginn að honum.  Henni var vísað á lögregluskýrslu hennar um þetta atvik og sagðist hún þá fyrst hafa vitað hvað til stóð, þegar Jón Einar og Stefán hafi beðið Ívar Aron að hjálpa sér og hún þá vitað hvað var í gangi.  Hún kvaðst ekkert vita um þátt Ívars Arons nema að hann fór út.

Vitnið HHH, lögreglumaður tók skýrslu af ákærðu Ý og staðfesti að rétt væri haft eftir henni í lögregluskýrslunni.  Það staðfesti og skýrsluna af Ívari Aroni.

Ákærður Stefán Blackburn játaði þátttöku sína í að reyna að stela hraðbankanum og bar vitni um þátt meðákærðu.  Hann kvað þau öll hafa verið á leið að Litla-Hrauni að sækja Davíð Þór og hafi ekið framhjá eða að þessum hraðbanka og Jón Einar  þá spurt hann, hvort hann þyrði að brjótast inn eða væri eitthvað hræddur.  Þegar hann hafi  neitað því, hafi Jón Einar spurt, hvort hann vildi stela hraðbankanum þarna og hann játað því og þá hafi þeir stoppað fyrir utan bankann og hann og Jón Einar farið inn í bankann.  Þeir losað snúru og ætlað að halda á honum út, en hann verið alltof þungur og hann dottið á hliðina og þeir ýtt honum út, en ekki náð að lyfta honum upp til að koma á pallbílinn og því ekið í burtu.  Hann kvað þá hafa verið að ræða þetta í bifreiðinni, en þetta samt verið skyndiákvörðun.  Hann kvað Ý og hafa heyrt þetta.  Hann kvað Ívar Aron hafa komið til aðsðstoðar eftir að hraðbankanum hafði verið ýtt út og hann reynt að lyfta honum með þeim, en þeir hafi ekki getað það og þá farið aftur in í bifreiðina.  Hann taldi Ý hafa vitað hvað til stóð.  Henni hafi verið sagt fyrirfram, að til stæði að taka bankann og verið sagt að leggja bifreiðinni þannig, að auðvelt væri að koma hraðbankanum upp á bílinn.  Hann kvað þá Jón Einar hafa rætt um þetta í bifreiðinni, en hún hafi tekið þátt í umræðunni, en þeir hafi talið það að allir hafi átt að heyra það að þau yrðu að setja skóna í prjónasokka, svo að ekki finndust skóför og þeir gert það.  Það mundi ekki til þess að Ý legði neitt til, en allir í bílnum hafi verið frekar ruglaðir og hann segir að hann hafi ekki verið í mikilli vímu, en spíttaður.

Með játningu ákærðu Jóns Einars og ákærða Stefáns Blackburn og rannsóknargögnum málsins er sannað að þeir gerðu tilraun til að stela framangreindum hraðabanka, en urðu frá að hverfa, þar sem það var þeim ofviða að lyfta honum upp til að færa hann upp á pallbílinn.

Í málinu hafa ákærðu horfið nokkuð frá skýrslu sinni hjá lögreglu varðandi þátt ákærðu Ívars Arons og Ý í brotinu.  Með vætti JJ rannsóknarlögreglumanns og HHH lögreglumanns hér fyrir dómi, er staðfest að rétt væri haft eftir ákærðu í lögregluskýrslu sem tekin var af þeim.

Ekki er fullnægjandi skýring á því hvers vegna ákærðu hverfa frá framburðinum um tildrög ránsins og verður byggt á því, sem haft er eftir ákærðu hjá lögreglu og samkvæmt því er sannað að ákærður Ívar Aron hafi tekið þátt í tilrauninni með því að ætla að reyna að koma hraðbankanum upp á pallbílinn og jafnframt verður að telja í ljós leitt að ákærða Ý hafi vitað hvað til stóð er hún ók með ákærðu að hraðbankanum.  Ákærður Jón Einar, Ívar Aron og Stefán Blackburn hafa með þessu gerst brotlegir við 244. gr sbr. 20. gr. en ákærða Ý við 244. gr. sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga.

 

XIII. Ákærður Ágúst Már og Ívar Aron saman við Óðal Club og hraðbanka Landsbankans Austurstræti, Reykjavík.

Laugardaginn 28. október 2006 kom BB, [...], Reykjavík á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík og tilkynnti um að tveir menn hefðu þvingað hann til að láta kreditkort í hraðbankann við skemmtistaðinn Óðal í Austurstræti og hótað sér öllu illu, ef hann tæki ekki peninga út úr hraðbankanum. Kom þarna fram hjá BB að hann hafi verið að koma út af skemmtistaðnum Óðali, er tveir menn hafi komið að honum og sagt honum að taka út peninga úr hraðbankanum. Hann hafði sagt að hann myndi ekki pin númerið og slegið inn vitlaust númer tvisvar. Hann hafði tekið til fótanna og komist inn í leigubifreið sem var þarna hjá, og var honum svo ekið á lögreglustöðina, taldi hugsanlegt að mennirnir hefðu tekið af honum kreditkort frá Landsbankanum. Hann lýsti öðrum manninum sem ljóshærðum um 180 sm á hæð með breitt nef og hafi hann haft sig meira í frammi með hótanir. Hann taldi mennina ekki hafa beitt sig ofbeldi, en hótað honum öllu illu og taldi þá undir áhrifum fíkniefna, en hann var sjálfur mjög ölvaður, er hann kom á lögreglustöðina.

BB lýsti atvikum nánar í skýrslu til lögreglu 28. mars sl. Þá kemur fram, að mennirnir tveir hafi komið að honum, þar sem hann var staddur fyrir utan Óðal í Austurstræti og strax farið að ýta við honum og ekki hleypt honum í burtu. Þeir hafi verið með hrindingar og haft í hótunum við hann. Hann hafi einnig verið sleginn í andlit og á eyra og togað hafi verið harkalega í eyra. Hann taldi annan manninn hafa verið undir áhrifum örvandi efna og hafi hann verið mjög ör og árásargjarn og reynt ítrekað að  ganga í skrokk á honum, en hinn sem verið hafi rólegri og reynt að halda aftur af hinum. Hann sagðist bæði hafa reynt að róa mennina með orðum og ganga burt, en án árangurs. Hann sagðist hafa fengið eitt eða fleiri högg í andlitið og togað hefði verið harkalega í eyra hans og hann tekinn kverkataki. Hann kvaðst aldrei hafa slegið á móti. Eftir skamma stund hafi þeir byrjað að ná af honum verðmætum og verið báðir virkir í því. Þeir hafi byrjað á því að taka af honum farsímann og allt reiðufé sem hann var með á sér. Því næst hafi þeir leitt hann að næsta hraðbanka og krafðist þess að hann tæki út peninga. Allan tímann hafi hann verið undir stöðugum hótunum um alvarlegar líkamsmeiðingar yrði hann ekki samvinnuþýður. Hann sagðist hafa slegið inn rangt leyninúmer þegar að hraðbankanum var komið en mennirnir orðið æstari við það. Þeir hafi staðið yfir honum, haldið honum stundum og hótað stöðugt.

Þegar upptökur í öryggismyndavélakerfi hraðbankans voru skoðaðar sáust myndir af BB og ákærðu og könnuðust ákærðu við myndirnar og að þeir væru af þeim og BB.

Tekin var sjálfstæð skýrsla af ákærðu hjá lögreglu og ber þeim saman um að hafa ráðist að BB í því skyni að fá hann til að afhenda þau verðmæti sem hann væri með og síðar til að þvinga hann til að taka út peninga úr hraðbankanum með greiðslukorti. Þeir kveða lýsingu BB í meginatriðum rétta á atvikum. Ákærður Ágúst sagði það ekki rétt að þeir hafi strax ráðist á BB heldur hafi þeir fyrst talað við hann, sem svo hafi leitt til átaka, sem þeir hafi átt upptökin að. Þá mundi ákærður Ágúst ekki til þess að BB hafi verið tekinn hálstaki og hann sagði það ekki rétt að annar þeirra ákærðu hafi haft sig meira í frammi, þeir hafi báðir tekið þátt í árásunum og ákærði Ívar Aron þó heldur meira. Ákærður Ívar Aron sagðist hafa verið sá rólegi sem BB talar um og jafnframt átt hugmyndina um að staldra aðeins við en fá sér að reykja. Hann kvað þá enga peninga hafa fengið hjá BB, en hann játaði því að hafa haft í hótunum við hann um að beita hann líkamsmeiðingum. Báðir ákærðu neituðu að hafa tekið greiðslukort af BB.

Ákærðu hefur greint á um hver hafi átt upptökin af árásinni á BB. Ákærður Ágúst Már kvað ákærða Ívar Aron hafa átt frumkvæðið að árásinni og hann neitað að taka þátt í henni, en ákærður Ívar Aron benti honum á, að þeir gætu með því fengið pening fyrir fíkniefnum og hann þá samþykkt það, þar sem hann hafði neytt talsvert af fíkniefnum fyrr um kvöldið og verið tilbúinn að fá meira. Hann kvað upptökin þau að þeir hafi fyrst gefið sig á tal við BB, en ákærður Ívar Aron þá verið með leiðindi við hann og byrjað að hóta honum og málin þá þróast í það að þeir hafi ráðist á BB.

Ákærður Ívar Aron sagði fyrst að BB hafi verið að rífa kjaft við þá ákærðu og þeir þá ákveðið að ganga í skrokk á honum. Síðar sagði hann þá hafa séð BB vera að rífast við einhvern annan mann og þeir þá ákveðið að ráðast á BB og kenna honum lexíu. Þetta fær ekki stoð í framburði BB. Ákærður Ívar sagði ekki hafa verið í huga þeirra í fyrstu að ræna BB, en sú hugmynd hafi vaknað fljótlega og hafi það verið hugmynd ákærða Ágústs Más, sem spurt hafi BB hvort hann væri með einhverja peninga og hann neitað því. Ákærðu ber nokkuð saman um að þá hafi ákærður Ívar Aron kýlt manninn í andlitið og svo hafi Ágúst skallað hann í andlitið og hann þá fallið á jörðina og beðist vægðar. Þegar í ljós hafi komið að hann hafi ekki verið með neina peninga heldur greiðslukort, kvað ákærður Ívar Aron þá hugmynd hafa kviknað hjá þeim báðum, að fara með hann að hraðbankanum og freista þess að ná út peningum. Ákærður Ágúst Már kvað ákærða Ívar Aron hafa í framhaldi af því að BB féll í jörðina heimtað peninga af honum, og er í ljós hafi komið að hann var einungis með kort meðferðis, hafi hann fengið hugmyndina um að fara með BB í hraðbankann.

BB bar vitni í málinu og lýsti atvikum mjög á sama veg og hjá lögerglu.  Vitnið hélt fast við  að það hafi verið tekið hálstaki og þannig að það hafi misst andann og svo hafi hann verið annaðhvort sleginn eða snúinn niður í jörðina.  Vitnið kvaðst hafa fengið högg í andlitið, en gat ekki sagt til um hvort það var skallað.  Það kvað það ekki rétta staðhæfingu sem fram kom í frumskýrslu lögreglu að það hafi ekki verið beitt ofbeldi.  Það kvaðst hafa verið með skrámur á hálsi og marbletti í andliti eftir árásina, en hafði ekki farið til læknis út af því.

Ákærðu skýrðu frá atvikum hér fyrir dómi í meginatriðum á sama veg og hjá lögreglu, þó að þeir fegri hlut sinn og hvor um sig haldi því fram, að annar hafi haft sig minna í frammi en hinn.

Ákærður Ágúst Már var nú ekki viss hvort hann hafi hitt BB, er hann skallaði til hans og sagðist nú hafa ógnað BB meir með augnaráði.

Ákærður Ívar Aron kvaðst muna lítið, en játaði sök og kvað meðákærða Ágúst Má hafa skallað BB í upphafi og hann hafi síðar dregið BB að hraðbankanum og skipað honum að taka út.

Í málinu þykir sannað með framburði ákærðu og vætti BB sem og rannsóknargögnum málsins að ákærðu ráðast að BB og fá hann með líkamsmeiðingum og hótunum um að beita þeim til að hann afhendi þeim fémæti sem hann var með og jafnframt fengu þeir hann til að reyna að taka út peninga úr hraðbankanum svo sem lýst er í ákæru dskj. nr. 80-A og hafa með því gerst brotlegur við 252. gr. almennra hegningarlaga.

 

 

XIV. Ákærðu Ágúst Már, Ívar Aron og Stefán Blackburn saman.

1. Árás á CC á Brúnavegi við Kleifarveg í Reykjavík.

Þriðjudaginn 31. október 2006 var óskað aðstoðar lögreglu vegna yfirstaðins ráns gagnvart CC, í [...], Reykjavík. CC tjáði lögreglunni, að hann hafi verið á Brúnavegi við Kleifarveg og verið að laga blaðberabúnað sem hann var með, þegar þrír strákar hafi komið aftan að honum og hann verið sleginn. Hann hafi svo verið spurður hvort hann væri með eitthvað fémætt á sér og einn strákanna hafi sagt að ef hann hlýddi ekki mundu þeir drepa hann. Á meðan á þessu stóð hefðu tveir aðrir strákar komið að. Hann kvað þá alla hafa verið frekar rólega meðan þetta gekk yfir þó að einn þeirra, sem hann taldi að hafi slegið hann og spurt hafi um fémæti, hafi verið æstur. CC sagðist ekki hafa beint óttast strákana sem réðust á hann og laust höggið á hnakkann gefið til kynna að þeir væru meira að hóta honum. Hann hafði látið þá fá farsímann sem hann var með, höggheldan Nokia síma af minni gerð og þeir þá farið á brott allir fimm saman og farið í bifreið á bifreiðastæði Hrafnistu sem svo var ekið á brott. Hann sagði að sá sem hann hélt að hefði slegið sig og verið æstur og haft sig mest í frammi hafi verið 180-183 sm. á hæð með stuttklippt brúnt hár, sólbrúnn og verið í hvítri skyrtu með röndum eða hugsanlega köflótt. Sá sem hótað hafi honum lífláti hafi verið um 170 sm. á hæð, búlduleitur, brúnhrokkinhærður og hugsanlega í blárri peysu.

Eftir að lögreglan hafði kannað notkun á farsíma CC og svo farsíma úr öðru ránsmáli, vaknaði grunur um að ákærður Ívar Aron hafi staðið að árásinni á CC, en rakin var notkun hans á farsíma úr síðara málinu.

Hann neitaði í fyrstu allri aðild að þessu máli, en skýrði svo frá við skýrslutöku hjá lögreglu fimmtudaginn 30. nóvember sl. að þeir hafi verið saman fimm strákar og kærasta hans, ákærða Ý og þau verið í bifreið eins strákanna, Stefáns að nafni sem var með þeim og ók. Hann vissi ekki föðurnafnið hjá Stefáni, sem hann kallaði Stebba og var úr Keflavík, en hin hafi verið ákærður Ágúst Már og Stefán Blackburn og strákur að nafni III úr Sandgerði. Þau hafi öll verið frá Suðurnesjunum nema Stefán Blackburn og hafi þau verið að skemmta sér í Reykjavík og verið öll í neyslu nema ökumaður. Svo hafi þau verið búin með öll fíkniefni og alla peningana og þau þá ákveðið að aka um og reyna að finna einhvern sem væri á ferðinni og ræna hann. Um þetta hafi þau verið öll sammála nema ákærða Ý, sem  hafi verið mikið á móti þessu. Þeir hafi svo ekið um Reykjavík og verið í Laugaráshverfinu er þeir hafi séð fyrstu manneskjuna sem var á ferðinni og stokkið á hana og rænt hana.  Þetta hafi verið karlmaður sem var að bera út blöðin. Þeir hafi verið fjórir sem stukku á hann, þ.e. hann , ákærðu Stefan Blackburn og Ágúst Már og svo III, en ökumaðurinn og ákærða Ý hafi verið eftir í bifreiðinni. Maðurinn hafi ekki verið með neina peninga, svo þeir hafi tekið af honum síma (farsíma). Þetta hafi verið höggheldur sími, sem hann hafi notað sama dag, en svo hafi hann lánað hálfsystur sinni hann, en hann sagðist hafa tekið símann handa sér. Nánar spurður hver hafi átt hugmyndina um að ræna blaðburðarmanninn mundi hann það ekki, sagði þetta hafa dottið einhvern veginn upp, en vildi þó meina að það hafi verið þeir fjórir sem réðust á hann.

Ákærður Stefán Blacburn lýsti atvikum á svipaðan hátt hjá lögreglu. Þau hafi verið fimm saman, þ.e. hann, ákærður Ívar og ákærða Ý og svo einhverjir strákar sem hann þekkti ekki. Hann kvað þau hafa vantað eitthvað að drekka en þau hafi verið búin með allt áfengi og alla peninga og þau því ákveðið að ræna blaðburðarmanninn til að ná í peninga. Hann kvað þá Ívar Aron hafa farið út úr bifreiðinni og ráðist á blaðburðarmanninn. Hann kvað þau hafa hálf frosið þegar þau komu að honum, en hann hörfað aftur á bak en þeir haldið að hann ætlaði að ráðast á þá. Stefán kvaðst hafa öskrað, "komdu með peningana, eða ég stúta þér eða drep þig," allavega hafi hann hótað honum. Blaðburðarmaðurinn hafi sagt að hann væri ekki með neina peninga og þeir þá sagt honum að koma með það sem hann væri með og hann þá látið þá fá símann sinn og þeir forðað sér. Ákærður Stefán kvaðst hafa átt hugmyndina að ráninu og sagt ökumanninum að stoppa þegar hann sá blaðburðarmanninn við Laugarábíó og hann hlaupið út og ákærður Ívar komið honum til hjálpar. Hann sagði að Gústi og hinn strákurinn hafi ekki tekið þátt í ráninu, þeir hafi bara staðið þarna, án þess að gera neitt.

Ákærða Ý sagði að hún hafi verið með ákærðu Ívari Aroni, Ágústi Má og Stefáni Blackburn og svo Róbert sem hún vissi ekki föðurnafn á né á Stefáni sem hafi verið ökumaður og eigandi bifreiðarinnar sem þau voru á. Þau höfðu verið á rúntinum og verið búin að rúnta lengi, þegar ákærðu Ívar Aron, Ágúst Már og Stefán Blackburn hafi farið út úr bifreiðinni, en hún og ökumaður hafi verið í bifreiðinni og hafi Stefán ekið áfram, en svo snúið við og þau þá séð að þeir Ívar, Stefán og Gústi voru að ræna einhvern náunga. Hún sagðist þá hafa farið út úr bifreiðinni og öskrað á þá að hætta þessu og þeir þá komið til baka með einhvern farsíma, sem þeir tóku af náunganum. Hún sagðist ekki vita hver hafi átt hugmyndina að þessu ráni, en það hafi ekki verið hún, en hún mundi segja ákærðu Ívar, Ágúst og Stefán Blackburn. Hún mundi ekki hvort Róbert hafi tekið þátt í ráninu eða farið út úr bifreiðinni.

Ákærður Ágúst sagði þau sex sem áður er getið hafa verið saman í grænni BMW bifreið sem JJJ hafi ekið og verið búinn að rúnta um Keflavík og Reykjavík í nokkurn tíma. Þau hafi verið peningalaus og ætlað að ná sér í peninga fyrir fíkniefnum. Þegar þau hafi séð þennan blaðbera á Brúnavegi hafi þau stoppað bifreiðina og farið fimm út úr bifreiðinni og hann, ákærður Ívar og Stefán Blackburn og svo Róbert, en Ý hafi staðið álengdar og hafi ekki tekið þátt í árásinni. Hann sagði ákærða Ívar hafa komið aftan að honum og slegið hann í höfuðið með hnefanum eða lófanum og hann ætlað að snúast til varnar og slegið til hans, en hann ýtti honum frá sér. Þeir hafi svo gengið fyrir hann fjórir og ákærður Ívar spurt hvort hann væri með peninga, en hann neitað því og ákærður Ívar því spurt hann hvort hann væri með eitthvað annað. Hann hafi sagst vera með síma og Ívar þá sagt honum að koma með hann og blaðberinn rétt honum hann og þeir farið í burtu. Hann sagðist ekki hafa heyrt neinar hótanir. Hann sagði að ákærðu Ívar og Stefán Blackburn hafi átt hugmyndina að ráninu, en þau samt öll talað um þetta, en hann viljað komast hjá þessu, en hann orðið að taka þátt og ákærðu Ívar og Stefán talað þá til. Ákærður Ívar hafi ráðist á blaðberann, en þau hin tekið þátt í ráninu án þess að ráðast á blaðberann.

Þau III, [...], Reykjavík og JJJ gáfu og skýrslu hjá lögreglu og kom fram hjá JJJ hann hafi ekið III og ákærðu Ívari, Stefáni, Ágústi og Ý um Keflavík og Reykjavík. Hann kvað þau allt í einu hafa stokkið öll út úr bifreiðinni í hverfi sem hann þekkti ekki og sagðist hann ekki hafa fylgst með og vissi ekki hvað þau voru að gera né sagðist hann hafa hlustað á það sem þau voru að tala um í bifreiðinni.

III skýrði frá mjög á sama veg um ferðir  bifreiðarinnar og fram hefur komið hér að framan. Hann sagðist ekkert hafa orðið var við áform um að þau hafi ætlað að ræna einhvern og ekki tekið þátt í því. Hann sagðist hafa ekið um í bifreiðinni með Stefáni ökumanni og ekki farið út fyrr en ránið var afstaðið og strákarnir voru að koma til baka. Hann kvaðst hafa heyrt inni í bifreiðinni að ákærður Ívar hafi átt hugmyndina að ráninu og ráðist á blaðburðarmanninn og Gústi fylgt honum eftir. Hann kvaðst ekki vita hvort ákærður Stefán Blackburn hafi líka átt hugmyndina að ráninu.

 

2. Árás á DD við Hjallaland í Reykjavík.

Þriðjudaginn 31. október 2006 kl. 09:59 var framangreindur DD fyrir árás og var hann rændur GSM síma. Hann var þá að vinna við blaðburð og kom fram í tilkynningu hans til lögreglu að um hafi verið að ræða fimm til sex menn á svörtum BMW, sem ekið hafi brott af vettvangi. DD tjáði lögreglunni að hann hafi verið að bera út Morgunblaðið og verið staddur í Hjallalandi skammt austan við Hörgsland, er hann hafi heyrt í mönnum fyrir aftan sig og orðið var við að einhver hljóp upp aftan að honum og kýldi hann í andlitið hægra megin og því fylgt eftir af öðrum aðila. Hann hafi séð þann sem sló hann í andlitið og hefði hann eftir þetta rifið í hálsmálið á honum, en sá hafi verið um 175 sm á hæð, klæddur grárri peysu, í svörtum buxum og með svarta derhúfu á höfði. Hann hafi skipað honum að afhenda sér veskið. Hann svarar því til að hann væri blaðburðarmaður og ekki með veski, en hann þá skipað honum að afhenda sér gsm síma hans, ella myndi hann drepa hann. DD sagðist hafa verið skelfingu lostinn og afhent honum símann Sony Ericson - 4150, sem væri að verðmæti um krónur 40.000. Hann hafði svo séð á eftir mönnunum, þar sem þeir hlupu út Hjallaland að svörtu BMW bifreiðinni, sem lagt hafði verið við innkeyrslu við gatnamót Hjallalands og Hörgslands og hefðu þeir beðið þar tvær til þrjár mínútur og  svo ekið á brott í bifreiðinni. DD var rauður á hálsi og smá roði var við munnvik og leitaði hann síðar þennan dag á slysa- og bráðadeild Landspítalans Fossvogi og segir svo í samantekt um meiðsli hans í vottorði KKK, sérfræðilæknis „um er að ræða 26 ára gamlan mann, sem varð fyrir árás fimm manna við störf sín sem blaðberi Morgunblaðsins um kl. 06:00 komudag. Kemur á slysa- og bráðadeild Landspítalans níu tímum síðar. Hann reyndist vera með væg áverkamerki á hálsi og höfði. Áverkar samrýmast sögu.“

Áverkunum er lýst svo í vottorðinu að um sé að ræða fimm rispur á hálsi vinstra megin, það er svo roði neðan við vinstra eyra og vinstri vanga 1-2 x 4 sm á stærð.

Í ljós kom, að þessu ráni stóðu sömu menn og lýst er í lið 1 hér að framan og var það framkvæmt með svipuðum hætti.

Ákærður Ívar Aron sagði hjá lögreglu að þetta rán hafi verið nákvæmlega eins og fyrra ránið og ástæðan sú sama. Þeir hafi verið svekktir að hafa ekki náð í neina peninga í fyrra ráninu og verið að aka um Fossvogshverfi er þau hafi séð mann bera út og þeir stokkið fjórir á hann, þeir sömu og í fyrra skiptið og þeir stolið af honum síma, þar sem hann hafi ekki verið með neina peninga. Hann kvað þá hafa sagt það sama við þennan blaðburðarmann og þann fyrri, komdu með peningana eða við stútum þér. Hann sagði að eins og í fyrra málinu hafi þeir sem réðust á blaðburðarmanninn átt hugmynd að ráninu þ.e. hann, Stefán Blackburn, Ágúst og III. Hann kvaðst hafa tekið símann og eignað sér hann.

Ákærðu Stefán Blackburn, Ágúst Már og Ý og svo III og JJJ báru við skýrslutöku hjá lögreglu um atvik með svipuðum hætti og í sambandi við fyrra málið. Þeir hafi verið allir saman um þetta og að ákærða Ý hafi ekki tekið þátt í ráninu. Ágúst Már sagði eins og við fyrra málið, að ákærðu Ívar og Stefán hafi átt hugmyndina að ráninu en þeir svo talað hann og III til.

Ákærður Stefán kvað þá alla hafa ákveðið þetta rán, og sagði fyrst að hann hafi átt hugmyndina að því en síðar kom fram að ákærði Ívar ætti og hlut að máli en Gústi og III hafi staðið hjá án þess að gera neitt. Hann sagðist hafa verið búinn að drekka töluvert á þessum tíma og farið að svífa mikið á hann en  hann kvaðst þó muna að hafa kýlt gaurinn.

III sagðist hafa farið þarna út úr bílnum, en snúið við eftir að strákarnir voru komnir nokkuð frá og farið aftur inn í bifreiðina. Hann kvað þau Ý hafa séð lítið af þessu. Hann sagði sem fyrr að ákærður Ívar hefði átt hugmyndina að ráninu og ráðist á blaðburðarmanninn, en Gústi hafi fylgt honum eftir, en þetta hafi hann ekki séð, en heyrt um í bifreiðinni. Hann sagðist ekki vita hvort þau hafi öll staðið að ákvörðuninni um þetta rán. Hann hafði verið búinn að drekka bjór og Morgan og var sæmilega fullur.

Ákærða Ý lýsti atvikum svo, að strákarnir hafi séð einhvern blaðburðarmann, á stað sem hún þekkti ekki og bifreiðinni þá verið lagt og strákarnir farið út á milli húsa og komið aftan að blaðburðarmanninum. Ákærður Ívar hafi slegið hann í höfuðið með hnefanum og tekið af honum símann. Hún kvað þá ákærðu, Ágúst Má, Ívar Hill og Stefán Blackburn hafa farið út úr bifreiðinni, en mundi ekki hvort III hafi tekið þátt í ráninu. Hún var á því að hugmyndina að ráninu hafi átt ákærðu Ívar Aron, Ágúst Már og Stefán Blackburn.

JJJ sagðist muna eftir þessu ráni. Ákærða Ý hafi hringt í hann og beðið hann að koma í götuna fyrir neðan til að taka þau inn í bílinn og hann þá séð hvað var í gangi. Þeir hafi verið utan í einhverjum manni og hann séð að Ívar kýldi hann og annar sparkaði í hann, en sá ekki hver það var, en hann hafði séð fótlegg fara fram að  manninum. Þau hafi öll virst taka þátt í þessu, staðið öll rétt við manninn nema Ý sem hafi staðið um 3 metrum frá og verið að tala í síma. Þegar þau hafi svo komið aftur í bifreiðina til hans hafi hann öskrað og skammast út í þau og heimtað að fara heim, og þau viljað fara á fleiri staði, en hann ekið þeim til Keflavíkur. Eftir seinna ránið hafi þau verið með síma, sem þau hafi talað um að væri rándýr. Hann vissi ekki hver hafði átt hugmyndina að ráninu, en taldi það geta verið rétt, að ákærður Ívar hafi fengið hana.

Fram kom hjá DD, að hann hafi orðið mjög hræddur og haldið að þeir ætluðu að fara með hann eitthvað í burtu. Hann hafi rifið sig lausan, þegar tekið var í peysuna hans og hafi hann rispað sig á hálsinum. Hann hafi farið að skjálfa og liðið mjög illa. Hann sagðist hafa óttast um líf sitt meðan á ráninu stóð. Hann sagði að sér brygði við allt núna þ.e. 31/10 ´06 og væri skíthræddur að fara í blaðburð daginn eftir, þar sem hann væri hræddur við að þeir kæmu aftur.

Í málinu báru bæði CC og DD vitni og lýstu atvikum mjög á sama veg og hjá lögreglu og var vitnið CC visst um að einu þeirra sem réðust að honum hafi hótað honum lífláti og lýsir honum eins og hjá lögreglu.

DD kvaðst og hafa orðið fyrir líflátshótunum, en taldi að sá sem slegið hafi hann í andlit hafi og verið með þessa hótun.

Ákærðu Ágúst Már, Ívar Aron og Stefán Blackburt hafa gefið skýrslu hér fyrir dómi og vitni báru Ý og JJJ og er framburður þeirra í meginatriðum í samræmi við skýrslur þeirra hjá lögreglu sem raktar voru hér að framan.

Fram kom hjá Ý, að ákærður Ívar Aron hafi kýlt í bæði skiptin, en hún hafi ekki séð ákærða Stefán Blackburn slá í síðara skiptið en hann hafi sparkað.  Hún hafði ekki heyrt neinar líflátshótanir.

Vitnið JJJ bar að í síðara skiptið hafi það séð að blaðberinn var kýldur og sparkað var í hann.  Það hafði ekki greint hver hafi kýlt hann, en það hafi ekki verið ákærði Stefán Blackburn og mundi ekki hvort hann hafi sparkað í hann.

Ákærður Ívar Aron kvaðst nú í fyrra skiptið hafa komið aftan að blaðberanum, stokkið á hann og tekið hann niður, en kannaðist nú ekki við að hafa slegið hann.  Hann kvað árásina í síðara skiptið hafa verið með svipuðum hætti.  Hann mundi ekki eftir að hafa slegið blaðberann þá, en hann hafi verið sleginn, en kvaðst þó muna lítið núna og mundi ekki til þess að hann hafi slegið blaðberann í höfuðið.  Hann kvaðst vita, að ákærður Stefán  Blackburn hafi ekki verið með líflátshótun í fyrra skiptið og mundi ekki til þess, að hann hafi sparkað í síðara skiptið, en gat ekki fullyrt að hann hafi ekki gert það.

Ákærður Ágúst Már kvað ákærða Ívar Aron hafa átt hugmyndina að ráninu og í bæði skiptin stokkið á eftir blaðberanum  og verið með hótanir í annað skiptið og ákærður Stefán hótað einhverju illu í síðara skiptið.  Í síðara skiptið hafi meðákærðu slegist og dottið niður í runna, en það staðið hjá.

Ákærður Stefán Blackburn kannaðist við að í fyrra skiptið hafi hann, Ívar Aron og Ágúst Már ráðist að blaðberanum til að taka af honum símann með valdi og þeir allir tekið fullan þátt í því, en hann þó ekki séð meðákærða Ívar Aron slá  blaðberann í höfuðið.  Hann kannaðist nú ekki við að hafa hótað blaðberanum lífláti og skýrði játningu sína hjá lögreglu þar um á því, að hann hafi verið í mjög annarlegu ástandi er hann gaf skýrsluna, en hann kvað blaðberanum hafa verið gert skiljanlegt að það væri betra fyrir hann að afhenda allt sem hnn væri með, annars yrði hann beittur ofbeldi.  Hann kannaðist ekki við að neinn annar hafi verið með líflátshótanir.  Hann kvað ákærða Ágúst Má hafa staðið við hliðina á þeim, en ekkert aðhafst.

Hann kvað árásina í síðara skiptið hafa verið með svipuðum hætti og sú fyrri.  Hann kannaðist ekki við að hafa kýlt blaðberann og neitaði að hafa sparkað í hann, né að hafa séð annan gera það.  Hann hafði ekki séð Ívar slá eða sparka í blaðberann.  Hann kvað engu ofbeldi hafa verið beitt og blaðberanum verið gert ljóst, að ef hann léti þá ekki fá það sem hann væri með, yrði að fara hina leiðina, að beita ofbeldi.

Í málinu er sannað með framburði ákærðu, vætti vitna og rannsóknargögnum að ákærðu veittusst tvívegis að blaðberunum og fá þá með líkamsmeiðingum og ógnandi framkomu til að afhenda þeim þau verðmæti sem þeir voru með.  Ekki þykir í ljós leitt að Ágúst Már hafi haft sig mikið í frammi en byggt er á því að ákærður Ívar Aron hafi slegið báða blaðberana og að ákærður Stefán Balckburn hafi hótað CC  lífláti.

Ákærðu hafa með þessu brotið gegn 252. gr. almennra hegningarlaga.

 

XV. Ákærðu ZZ, XX og Stefán Blackburn saman.

Rán í versluninni 10-11 við Setberg í Hafnarfirði.

Sunnudaginn 25. mars sl. kl. 02:42 barst lögreglunni tilkynning um þrjá grímuklædda menn, sem væru að fara inn í verslunina 10-11 í Setbergi í Hafnarfirði og  svo í framhaldi af því hafi borist árásarboð frá versluninni. Þeir sem höfðu tilkynnt um þetta voru á staðnum og sáu sömu menn hlaupa út úr versluninni og fara í bifreið, sem lagt var austan megin við verslunina og var bifreiðinni svo ekið þaðan á brott. Lýsing var gefin á bifreiðinni og stuttu síðar var akstur bifreiðarinnar ÚÚÚ, Toyota Avensis, sem samræmdist lýsingunni stöðvaður. Vitni sem voru á vettvangi er brotið átti sér stað, tjáðu lögreglunni, að mennirnir sem grunaðir voru um ránið úr versluninni hefðu ekið á bifreiðinni ÚÚÚ, sem væri af tegundinni Toyota Avensis. Í bifreiðinni voru ákærðu ZZ, XX og Stefán Blackburn sem voru  í framhaldi af þessu handteknir og færðir á lögreglustöð. Við frumathugun lögreglu á brotastað, kom í ljós, að þarna hafði vopnað rán átt sér stað og höfðu tveir mannanna verið grímuklæddir, þ.e. með lambhúshettu á höfði, svo að ekki sást í andlitið og hafi þeir báðir verið með dúkahníf, sem þeir hafi ógnað með.

Menn frá rannsóknardeild og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu komu á staðinn og rannsökuðu vettvang. Þá voru upptökur og eftirlitsmyndavélar skoðaðar varðandi það myndskeið er ránið átti sér stað á, en þrettán myndavélar voru til staðar í versluninni og hafa myndir úr upptökuvélunum verið lagðar fram í málinu. Þá voru ljósmyndir teknar í versluninni og af rannsóknargögnum.

Eftir því sem fram kom á vettvangi hafði atburðarásin við ránið verið sú, að maður með rauða derhúfu hafði komið gangandi inn í verslunina og voru starfsmenn hennar þá að raða hlutum í hillur. Maðurinn hafði gengið að afgreiðsluborði númer 1 sem var innst í versluninni og hafði þá einn starfsmanna EE gengið að til að aðstoða hann. Í því höfðu tveir grímuklæddir menn með dúkahnífa í hendi komið inn í verslunina. Annar þeirra otaði hnífnum að EE og hafði svo tekið í hann og skipað honum að opna peningaskúffu á afgreiðsluborði númer 1. Eftir að hann hafði opnað skúffuna hafi maðurinn tekir peninga úr sjóðvél og vindlinga úr skúffu sem er þar fyrir neðan, en hinn grímuklæddi maðurinn hafði tekið fjármuni og vindlinga úr afgreiðsluborði númer 2. Fram kom að grímuklæddu mennirnir höfðu verið í hettupeysum og með lambhúshettu yfir andlitinu með gati fyrir augun. Grímuklæddu mennirnir höfðu gefið starfsmönnum fyrirmæli um að setjast á gólf verslunarinnar og höfðu svo hlaupið út. Á myndum úr eftirlitsmyndavélum, sést er mennirnir koma inn í verslunina og er þeir fara úr henni, og einnig hegðun þeirra inni í versluninni þ.á.m. er einn mannanna með dúkahníf á lofti.

Ákærðu hafa hjá lögreglu og hér fyrir dómi viðurkennt að hafa staðið saman að framangreindu ráni og hafa sammælst um það. Þeir höfðu fyrst ætlað að ræna verslun 11-11 við Skúlagötu í Reykjavík, en hætt við það, sennilega vegna þess að móðir ákærða XX vann þar, þó að hún væri ekki á vakt og svo var mikil umferð þarna. Þá var ákveðið að ræna verslunina 10-11 í Setbergi í Hafnarfirði en þar var minni umferð. Ákærðu höfðu hittst heima hjá ákærða ZZ kvöldið fyrir ránið og höfðu frá kl. 22:00 verið við neyslu á rivotril, sem er flogaveikislyf sem hafa róandi áhrif, til að koma sér í vímu og tóku þrjár til fimm töflur hver, nema Stefán kannaðist ekki við lyfjaneyslu. Ákærðu voru peningalausir, en eftir að þeir, allavega XX og ZZ voru komnir í vímuástand eftir neyslu rivotrils, sóttust þeir eftir meiri vímuáhrifum og var þá ákveðið að ræna einhvern stað, til að fá peninga fyrir fíkniefnum. Fram kom hjá ákærða ZZ að hann hafi verið með tvo dúkahnífa í skál heima hjá sér sem ákærðu XX og Stefán hafi tekið. Hann kvaðst ekki hafa hulið andlit sitt, en það hafi XX og Stefán gert með húfum sem þeir höfðu á höfði. XX sagðist hafa verið í dökkbrúnum anorakkjakka og verið með svarta húfu á höfði, sem var með götum fyrir augu, og hafði hann klippt þessi göt löngu áður. Hann hafði verið með sólgleraugu og sett húfuna þar yfir. Stefán sagðist og hafa verið með svarta húfu með götum fyrir augun, sem hann hafði klippt löngu áður og svo var hann í svartri hettupeysu. Þeir höfðu báðir verið með dúkahníf er þeir fóru inn í verslunina og ákærður Stefán sagðist hafa haldið á honum í hendinni. Ákærðu ber saman um að tilgangur með því að taka dúkahnífana hafi verið að leggja áherslu á að um rán væri að ræða og að þeir yrðu teknir alvarlega, og að ránið gengi fljótara fyrir sig, hins vegar hafi ekki verið ætlunin að beita hnífunum eða valda fólki skaða.

Ákærður ZZ lýsti atvikum svo að er þeir hafi komið inn í verslunina hafi XX og Stefán tekið upp dúkahnífana og hafi þeir ógnað starfsmönnum verslunarinnar með dúkahnífunum, með því að setja þá upp að líkama þeirra og gerði hann ráð fyrir að þeir hafi verið eitthvað ógnandi. Kallað hafi verið til starfsmanna að þeir ættu að opna sjóðvélarnar og taldi hann Stefán hafa fengið starfsmann til að opna sjóðvél 1.  ZZ sagðist hafa kallað til starfsmanns og sagt honum til að drullast til að opna sjóðvél 2, en þar var ekkert að gerast og hafði starfsmaðurinn opnað sjóðvélina og hann tekið þar nokkra 500 króna seðla, sennilega þrjá 5.000 króna seðla og smámynt. Hann vissi þó ekki hve mikla peninga hann hafði tekið, en var ekki búinn að telja þá er ákærðu voru handteknir. Hann hafði og tekið tvo vindlingapakka, en eftir þetta höfðu þeir farið út úr versluninni og ekið á brott. Hann kannaðist ekki við að starfsmönnum eða viðskiptavinum hefði verið hótað að þeir yrði skornir á háls, það eina sem kallað hafi verið var „opnið peningakassana“.

Honum voru sýndar myndir úr eftirlitsvélum verslunarinnar og kannaðist við sig og meðákærðu.

Ákærður, XX sagði hjá lögreglu að hann og meðákærðu ZZ og Stefán Blackburn hafi allir gengið saman inn í verslunina og hann farið milli afgreiðslukassa 1 og 2, en þar hafi staðið starfsmaður verslunarinnar.  Í fyrstu hafi hann staðið fyrir framan starfsmann og sagt, "heldurðu að þetta sé eitthvað grín, opnaðu kassann."  Næst hafi hann tekið í axlir stafsmannsins með annarri hendinni og gefið honum skipanir um að opna peningaksssann.  Hann mundi ekki hvort hann hafi verið með dúkahnífinn í höndunum eða vasanum, en taldi að hann gæti fullyrt að hann hafi ekki otað hnífnum að starfsmanninum, sem gengið hafi eitthvað illa að opna afgreiðslukassa 1, en þegar það tókst hafði hann séð nokkra 500 króna og 1000 króna seðla og smámynt. Hann hafði tekið seðlana og eitthvað af smámyntinni úr afgreiðslukassanum og sett í úlpuvasa sinn og svo tekið nokkra vindlingapakka, sem voru við sjóðvélina.  Hann hafði ekki fylgst með meðákærðu ZZ og Stefáni meðan á þessu stóð, átt nóg með sig.  Hann hafði svo gefið skipanir til starfsmanna verslunarinnar að þeir ættu ekki að hreyfa sig og allir ákærðu svo hlaupið út og ekið á brott.  Það kom honum á óvart að haft var eftir vitni að hann hafi beint opnum hnífi að starfsmanni, en taldi samt að það væri rétt og ekki vildi hann þræta fyrir að vera ógnandi og að hafa haldið á dúkahnífnum í andlitshæð, en það kæmi fram á myndbandsupptökunum úr versluninni.

Hann kannaðist ekki við að hafa ógnað viðskipavini með opnum dúkahníf né að hafa sagt við hann, að ef hann hreyfði sig yrði hann skorinn á háls, né heyrði hann meðaákærðu ZZ eða Stefán viðhafa þessa hótun.  Hann bar kennsl á sig og meðákærðu ZZ og Stefán á myndum úr myndbandsupptökukerfi verslunarinnar.

Ákærður Stefán sagðist hafa farið inn í verslunina á sama tíma og meðákærðu ZZ og XX og hann ekki haft neitt sérstakt hlutverk nema að ræna búðina með þeim og labba svo út.  Hann kvaðst hafa gengið að fyrsta starfsmanninum sem hann sá og skipað honum að leggjast niður, sem starfsmaður hafi gert.  Þetta hafi verið við Coca Cola kælinn og hann haldið á hnífnum í hendinni og taldi hann að maðurinn hafi hlýtt vegna þess að hann hafi séð, að hann ætti enga möguleika.  Hann hafði litið aftur fyrir sig en þá séð að ákærður ZZ stóð yfir einhverjum öðrum starfsmanni og XX  hafi verið að tæma peningaskúffu á einum afgreiðslukassanum sjálfur eða lét starfsmann gera það fyrir sig,  Hann hafði ekki séð hversu margir peningakassar voru tæmdir, en hafði beðið eftir því að kallað yrði í hann að drífa sig út og þegar kallið kom hafi hann flýtt sér með meðákærðu út úr versluninni og þeir ekið á brott.  Hann kannaðist ekki við að hafa ógnað viðskiptavini verslunarinnar með gráum opnum dúkahníf og hótað að skera hann á háls ef hann hreyfði sig né kvaðst hann hafa heyrt meðákærðu viðhafa þessa hótun.

Ákærða voru sýndar myndir úr öryggismyndavélakerfi verslunarinnar og kannaðist við sig á myndunum.

Hjá lögreglu gáfu skýrslu vitnin GG, kt. [...], [...], Kópavogi, EE, kt. [...], [...], Reykjavík, starfsmenn verslunarinnar og FF, kt. [...], [...], Hafnarfirði og LLL, kt. [...], [...], Garðabæ, sem voru viðskiptavinir verslunarinnar og voru staddir inni í versluninni er ránið átti sér stað og var FF að hjálpa þar til.  Símaskýrsla var tekin af öðrum starfsmönnum og viðskiptavinum, er samræmi í megindráttum í skýrslu þeirra.

EE sagðist hafa verið að fylla kæli með gosflöskum þegar ránið átti sér stað og þrír menn komu inn.  Tveir mannanna höfðu verið með húfu á höfði og huldu andlit sín, en sá þriðji hafi ekki verið með neitt á höfði og huldi ekki andlit sitt og lýsti hann útliti þeirra þannig:

Aðili 1, hafi verið með svarta skíðahúfu með göt fyrir augu, en lokað fyrir munninn, klæddur í dökkan anorak og dökkar buxur.  Hann var í dökkum buxum, með svarta snjóbrettahanska á höndum og með sólgleraugu á höfði.  Hann hélt á hvítum dúkahníf með hnífsblaðið úti ca 3-5 sm.  Nokkuð breiðvaxinn eða klæddur í mikinn fatnað, hæð um 180 sm. Ljóst er af því, sem fram er komið í málinu, að hér er um að ræða ákærða XX.

Aðili 2, hafi og verið með svarta skíðahúfu með götum fyrir augu og munn.  Taldi hann hafa verið í hönskum  og verið með svipaða líkamsbyggingu og aðili 1 og um 180 sm á hæð og á þessi lýsing við ákærða Stefán Blackburn.

Aðili 3,  hafi verið dökkhærður ca 180 sm og 25-30 ára.  Hann var með rauða derhúfu, dökkklæddur og virkaði skítugur og er hér um að ræða ákærða ZZ.

Þegar rakið verður úr skýrslu EE hér á eftir verða aðilarnir tilgreindir með nöfnum.

EE sagðist fyrst hafa séð ákærða ZZ og boðið honum gott kvöld.  Hann hafi virst stressaður eins og eitthvað væri að fara að gerast.  Rétt á eftir hafi hinir tveir komið inn.  Ákærður ZZ hafi þá gengið að endakassa 3 (aftan við).  Ákærður XX hafði gengið að EE milli kassa 1 og 3 og ákærði Stefán fylgt á eftir á milli afgreiðslukassa.  EE hafði hörfað aftur og hafði þá XX tekið með höndum um fatnað hans þ.e. brjóst og öxl og ýtt við honum.  EE  hafði þá séð að XX var með dúkahníf í hægri hendi og glitti vel í hnífsblaðið.  EE hafði reynt að spyrna aðeins við þegar XX ýtti honum aftur á bak.  XX hafði beint að honum hnífnum og þeir farið að hlið kassa 1.  Þá hafði XX sleppt hægri hendi af fatnaði hans, en haldið honum með vinstri hendi.  EE sagði að XX  hafi sett olnboga sinn aftur eins og hann væri að gera sig líklegan til að stinga hann og hann þá haldið hnífnum í ca 30-40 sm frá líkama hans í andlitshæð.  EE hélt að XX hafi sagt hættu á að streitast á móti.  EE  hafði þá séð, að best var að fara að vilja mannsins, sem farið hafi með hann að afgreiðslukassa 1-2 og beðið hann að opna peningaskúffur.  EE hafði stimplað vitlaust númer í kassann vegna þess hve stressaður hann var og XX þá kallað "fljótur, fljótur, heldurðu að þetta sé eitthvað grín".  EE hafði þá opnað peningaskúffuna og XX tekið peningana úr skúffunni, um 15-23 þúsund krónur og svo hafi hann tekið 4-6 pakka af Marlboro vindlingum.  EE hafði ekki fylgst með ákærðu Stefáni og ZZ, en hafði þó séð ZZ taka peninga úr afgreiðslukassa 2, sem GG hafði opnað fyrir honum, en þar áttu að vera um 40.000 krónur.  XX hafi svo skipað honum að leggjast niður, en hann ekki orðið við því þar sem honum fannst það skrýtið, en þó gerði hann sig líklegan til að beygja sig.  Þegar ákærðu voru að fara út hafði ZZ sagt með rólegri röddu ,,ef þið eltið okkur", en ekki lokið við setninguna þar eð þeir hafi strax svarað að þeir ætluðu ekki að elta þá.  Hann taldi ránið hafa tekið eina til eina og hálfa mínútu.  Hann sagðist hafa orðið verulega hræddur og óttast ákærðu.  Honum fannst árásin beinast að honum, þegar honum var hótað með hnífnum og hann óttast að XX  myndi stinga hann með hnífnum.

FF skýrði svo frá, að hann væri kunningi EE og kæmi oft í verslunina og hjálpaði þá til, þó að hann væri ekki starfsmaður.  Hann sagðist hafa verið skammt frá Coka Cola kælinum, sem væri skammt frá afgreiðslukössunum.  Hann hafi þá séð tvo menn koma inn í verslunina, sem voru með dökkar húfur á höfði og hafi ekkert sést í andlit mannanna, en göt hafi verið á húfunum fyrir augu og munn.  Mennirnir hafi talað með hárri og skipandi röddu.  Annar mannanna hafi gengið til hans og verið í um eins meters fjarlægð.  Hann hafi haldið á gráum dúkahníf og hnífsblaðið á honum verið út um 3-5 sm.  Hann hafi staðið beint á móti honum og haldið hnífnum að honum og var á móts við maga hans í 20-40 sm fjarlægð frá honum.  Maðurinn hafi verið ógnandi og skipað honum að fara niður.  Hann hafði á þessum tíma staðið upp við kæli eða klakabox, en ekki getað hörfað aftur á bak.  Hann hafði lyft höndum frá líkanum til merkist um að hann ætlaði ekki að gera neitt, en hafði samt farið niður á gólfið.  Maðurinn hafði þá sagt við hann. "Ef þú hreyfir þig, þá sker ég þig á háls."  Maðurinn hafði svo gengið að afgreiðslukössunum, en hann mundi ekki hvorum.  Hann gat heldur ekki nefnt nein einkenni á manninum eða sagt til um hæð hans, en hann hafi verið dökkklæddur og með hanska.  Hann hafði séð hinn manninn mjög stuttan tíma og vissi ekki hvort hann var með hníf eða berhentur.  Hann vissi ekki hvernig mennirnir opnuðu peningakassann og sagðist ekki hafa verið með gott sjónsvið yfir mennina og ekki séð þegar þeir fóru út úr versluninni.

Honum hafði liðið heldur illa meðan á þessu stóð og óttaðist mennina.  Hann hafði orðið mjög hræddur þegar honum hafi verið hótað af öðrum manninum að hann yrði skorinn á háls og farið að skjálfa af hræðslu.  Honum fannst árásin beinast að honum og taldi því að mennirnir væru til alls líklegir og gætu gert honum mein.

Í máli þessu liggur að mestu leyti fyrir játning ákærðu og hafi þeir komið fyrir dóm og lýst atvikum mjög á sama veg og hjá lögreglu.

Ákærður ZZ kvað dúkahnífana hafa verið notaða til að fylgja eftir því að peningakassarnir yrðu opnaðir.  Hann mundi ekki hver hafi stungið upp á ráninu eða hvort það var sameiginleg ákvörðun.  Hann kvaðst ekki hafa haft í hótunum við starfsmenn verslunarinnar og mundi ekki eftir því að hafa heyrt þá hótun frá ákærða Stefáni Balckburn, "ef þú hreyfir þig, þá sker ég þig á háls."

Fram kom hjá ZZ, að hann hafi verið búinn að vera í mikilli neyslu, en verið edrú síðustu 7-8 mánuðina, hann hafi fallið í lyfjaneyslu með meðákærðu.

Ákærður XX mundi lítið eftir atvikum núna, en kannaðist við að hafa verið með ákærðu. Hann sagðist ekki hafa opnað dúkahnífinn. Hann kvaðst hafa tekið í starfsmann verslunarinnar og sagt honum að opna kassann og þá haldið á hnífnum.  Hann hafði ekki heyrt líflátshótun frá ákærða Stefáni Blackburn.

Ákærður Stefán Blackburn kvaðst hafa verið með dúkahníf sem hafi verið nær því lokaður, haldið á honum og sýnt hann fólkinu, sem var að vinna í versluninni, en ekki beint eða otað honum að því, en látið það vita að honum væri alvara.  Hann kvaðst ekki hafa hótað starsmanni að skera hann á háls og aðrir sem voru með honum ekki verið með slíkar hótanir.

Í málinu báru vitni starfsmennirnir GG, EE og viðskiptavinurinn FF og lýstu þeir atvikum mjög á sama veg og kemur fram hér að framan.  Vitnið FF heldur fast við að honum hafi verið hótað að hann yrði skorinn á háls ef hann hreyfði sig og blaðið verið úti á dúkahnífnum hjá þeim sem viðhafði hótunina.

Vitnið EE hafði ekki heyrt líflátshótun, en því verið sagt frá henni eftir á.  Það kvað manninn sem veittist að því hafa haldið hnífnumn í andlitshæð og otað honum að því.

Vitnið GG hafði heldur ekki heyrt líflátshótunina.  Það lýsti atvikum nánar þannig að fyrst hafi komið inn í verslunina maður, sem hafi staðið þar, án þess að gera nokkuð og ekki sagt neitt.  Eftir að samstarfsmaður þess, EE hafði farið til að athuga hvort hann gæti afgreitt manninn hafi komið tveir aðrir menn inn, klæddir hettuúlpum og með hulið yfir höfuðið og voru með hnífa.  Þeir hafi ýtt starfsmanni að einum afgreiðslukassanum, en annar hafi gengið fram hjá kassanum að FF, þar sem hann var að raða upp í kæli.  Þeir hafi svo sagt að þetta væri ekkert grín, heldur ekta rán.  EE hafi opnað peningakassa eftir smá basl við það.  Vitnið var hálfvankað smá stund og fór svo að hinum kassanum og ætlaði að ýta á viðvörunarhnappinn, en varð fyrir truflun og bakkað frá.  Það hafði svo farið aftur að kassanum og sett niður viðvörunarhnappinn og opnað kassann, en þá hafi komið að, sá sem fyrstu kom inn og hafi hann tæmt kassann.  Mennirnir hafi svo gengið að dyrunum og sagt þeim að leggjast á gólfið og hlaupið út.  Það kvaðst hafa séð a.m.k. einn dúkahníf, þetta hafi verið venjulegur dúkahnífur og blaðið á honum verið úti um 2-3 bil.  Það kvað manninn sem kom fyrst inn hafa ekki verið hettuklæddan og gengið inn sem venjulegur viðskiptavinur og sagt mjög lítið.

Með framburði ákærðu, vætti vitna, rannsóknargögnum málsins er sannað að ákærðu þvinguðu starfsmenn verslunar 10-11 í Hafnarfirði til að opna peningakassa verslunarinnar með því að ógna þeim með dúkahnífum, sem þeir héldu á lofti og otuðu í átt að starfsmönnum og auk þess að ógna þeim á annan hátt, en þeir tóku úr kössunum þá peninga sem í þeim voru auk nokkra pakka af vindlingum.

Ákærði ZZ var þó ekki vopnaður né grímuklæddur og hafði sig minna í frammi, en tók samt þátt í ráninu.

Framburður vitnisins FF, um að ákærður Stefán Blackburn hafi verið með líflátshótanir við hann, fær ekki stoð í framburði annarra vitna og gegn neitun ákærða Stefáns þykir það ekki nægilega sannað.

Ákærðu hafa með þessum verknaði gerst brotlegir við 252. gr. almennra hegningarlaga.

 

XV.  Refsingar, skaðabætur o.fl.

Við refsiákvörðun í málinu verður að líta til þess í sambandi við auðgunarbrotin, að ákærðu eru í sumum tilfellum margir saman sem er metið til refsiþyngingar og einnig er um margítrekuð brot að ræða, þannig að til álita kemur 255. gr. almennra hegningarlaga. Sumir ákærðu hafa borið fyrir sig að þeir hafi neytt flogaveikislyfsins rivotril með áfengi og öðrum fíkniefnum og orðið við það mjög kærulausir og skeytingarlausir um athafnir sínar. Þetta afsakar ekki brot þeirra, en er til skýringar í málinu.  Í málinu verður nú vísað til sakaferils ákærðu í sambandi við refsimatið.

Ákærði Davíð Þór sem er 19 ára og hefur frá 15. febrúar 2006 hlotið 4 dóma, þar sem honum hefur verið gerð refsing fyrir brot á almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni og hefur hann í allt verið dæmdur til að sæta fangelsi í 18 mánuði, greiða 60.000 krónur í sekt og verið sviptur ökurétti í 8 mánuði.  Í síðasta dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 23. febrúar s.l. var ákærður dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. gr., sbr. 20. gr. , 249. gr. og  248. gr, 1. mgr. 259. gr. og 1. mgr. 159. gr.  almennra hegningarlaga og brot á umferðarlögum og var í dómnum dæmdur upp skilorðsbundin hluti samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 29. september 2006, 6 mánaða fangelsi, en refsingin í heild var 9 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 252. gr. almennra hegningarlaga.  Brot þau sem ákærður er nú sakfelldur fyrir eru öll framin fyrir uppkvaðningu dóms frá 23. febrúar s.l. og verður refsing hans því ákveðin með hliðsjón af 78. gr. almennra hegningarlaga og með tilliti til hinna ítrekuðu tíðu brota á 244. gr. almennra hegningarlaga, þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 19 mánuði og komu gæsluvarðhaldsvist hans frá 12. janúar 2007 til 2. júlí 2007 til frádráttar refsingunni.

[...]

Ákærður Jón Einar er nú 25 ára og hefur frá árinu 1998 hlotið 6 dóma, þar sem honum hefur í allt verið gert að sæta fangelsi í allt 30 mánuði og 15 daga og greiða 30.000 krónur í sekt fyrir brot á almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni.  Síðasti dómurinn er dómur Héraðdóms Reykjaness frá 23. febrúar s.l., en þá var hann dæmdur til að sæta fangelsi í 6 mánuði fyrir brot á 244. gr. og 244. gr. sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga og 48. gr. umferðarlaga, en 23. nóvember 2006, hafði hann við sama dómstól verið dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir brot á sömu lagagreinum, auk brota á 217. og 248. gr. almennra hegningarlaga, öðrum ákvæðum umferðarlaga og lögum um ávana- og fíkniefni.  Brot þau sem ákærður er nú sakfelldur fyrir eru framin fyrir uppkvaðningu dóms 23. febrúar s.l. og verður nú ákveðin með hliðsjón af 78. gr. almennra hegningarlaga og þegar tekið er tillit til þess, að ákærður fremur sum þjófnaðarbrotin í félagi með öðrum, og hin tíðu brot sýna einbeittan brotavilja og tilraun hans til að stela hraðbankanum er stórfellt brot og þykir refsing hans nú hæfilega ákveðin fangelsi í 14 mánuði.

Ákærður Ívar Aron er 21 árs og hafa verið gerðar við hann 2 sáttir fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni og honum gert að greiða 134.500 krónur í sekt 20. janúar 2004 og 40.500 krónur 31. janúar 2004.

Refsing ákærða í máli þessu er ákveðin með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga og verður það metið til refsiþyngingar að ákærður var í félagi með fleirum við sum brotin, þátttakan í tilrauninni til að stela hraðbankanum er stórfellt brot sem og ránsbrotin og þykir refsing hans að þessu virtu hæfilega ákveðin  fangelsi í 30 mánuði og komi gæsluvarðhaldsvist hans frá 30. janúar 2007 til 2. júlí 2007 til frádráttar refsingunni.

Ákærður Pétur Ingi er 22 ára og hefur frá árinu 2002 hlotið 5 dóma fyrir brot á almennum hegningarlögum o.fl. og í heild verið dæmdur í 6 mánuða og 10 daga fangelsi.  Síðasti dómurinn er frá 21. febrúar 2005, 100 daga fangelsi skilorðsbundið í 2 ár fyrir brot á 244.gr. sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga og með fjársvikabroti því sem ákærður er sakfelldur fyrir nú hefur hann rofið skilorð frá 21. febrúar 2005 og verður sá dómur nú dæmdur upp og honum ákveðin refsing fyrir bæði málin í einu lagi og þykir hún hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði og þykir mega fresta fullnustu á 4 mánuðum af þeirri refsingu og falli hún niður að liðnum 3 árum haldi ákærður almennt skilorð samkvæmt 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 22/1955.

[...]

Ákærður Pétur Áskell er 27 ára gamall og hefur frá árinu 1996 hlotið 4 dóma þar sem honum er í allt gert að sæta fangelsi í 11 mánuði og 20 daga, aðallega fyrir brot á 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga og svo fyrir brot á 244., 263. og 257. gr. sömu laga.  Þá hefur honum verið gerð nokkrum sinum refsing fyrir brot á lögum nr. 65/1974 og einnig umferðarlarögum og þykir refsing hans með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga hærilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði.

[...]

Ákærður Stefán Blackburn er 15 ára og hlaut dóm fyrir Héraðsdómi Suðurlands 22. júní s.l., þar sem refsiákvörðun var frestað skilorðsbundið í 2 ár fyrir brot á 244. gr. 244. gr. sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga og fíkniefnalagabrot.  Með vísun til 60. gr. almennra hegningarlaga verður málið samkvæmt dómi þessum dæmt upp og bæði málin dæmd í einu lagi.  Það verður metið til þyngingar refsingunni að ákærður fremur flest brotin í félagið með öðrum, ránsbrotin og tilraun til að stela hraðbankanum eru alvarleg brot, þar sem fram kemur einbeittur brotavilji hjá ákærða, en til lækkunar kemur ungur aldur ákærða.  Að öllu virtu þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 20 mánuði og kemur gæsluvarðhald frá 25.-28. mars s.l. til frádráttar refsingunni.  Ákærður kveðst hafa verið í óhóflegri fíkniefnaneyslu allt frá 12 ára aldri og kveðst aldrei hafa farið í meðferð.  Hann er nú í gæsluvarðhaldi vegna alvarlegrar líkamsárásar og eru ekki skilyrði þrátt fyrir ungan aldur til að skilorðsbinda refsinguna.

[...]

Ákærður Ágúst Már er 20 ára og hefur einungis verið gert að greiða sekt 10. september 2004 fyrir umferðarlagabrot, 50.000 krónur.

Refsing ákærða verður ákveðin með hliðsjón af 77. gr.almennra hegningarlaga, en um er að ræða þrjú ránsbrot og þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 14 mánuði og eru ekki skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna.

Samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 ber ákærði Y að hlíta upptöku á 0,23 g af hassi og ákærður Ívar Aron á 4,88 g af amfetamíni og 25 skt. af fíkniefninu L.S.D.

Samkvæmt 101. gr. umferðarlaga sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 ber að svipta ákærða Y ökurétti í 3 mánuði frá dómsbirtingu.

Í málinu eru gerðar eftirfarandi skaðabótakröfur.

A, [...], Akureyri hefur gert kröfu um 28.975 krónur í bætur frá ákærða Davíð Þór og X, sbr. dskj. 2-II.

Staðreynt var í skýrslu lögreglu að hægri framrúða bifreiðarinnar Ö var brotin og fylgir kröfunni reikningur vegna rúðuskiptanna.  Fallist er á að þetta  er kostnaður sem ákærðu bera ábyrgð á og er krafan tekin til greina.

Olíufélagið hf., kt. 541201-3940, gerir kröfu á hendur ákærða Davíð Þór um bætur að fjárhæð 4.936 krónur auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá tjónsdegi 19. desember 2006, þar til að mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, sbr. dskj. nr. 13-VII.

Ákærður hefur játað þetta brot og krafan í samræmi við brot hans og er tekin til greina.  Krafan var ekki birt á rannsóknarstigi og er upphafstími dráttarvaxta því miðaður við þingfestingu málsins 30. mars 2007.

Hagkaup hf., kt. 430698-3549, gerir kröfu á hendur ákærða Davíð Þór um bætur að fjárhæð 24.990 krónur, auk vaxta skv. 8. gr. laga  nr. 38/2001 frá 25. ágúst 2006 til 3. september 2006, er krafan var kynnt ákærða og dráttarvexti skv. 9. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags.

Ákærður hefur samþykkt þessa kröfu og er hún tekin til greina.

[...]

Í málinu eru gerðar eftirfarandi kröfur á hendur ákærða Ívari Aroni í sambandi við fjársvik þau sem hann er sakfelldur fyrir sbr. ákærulið XXVI á dómskjali nr. 28.

[...], kt. [...], gerir kröfu f.h. Samkaups Hyrnunnar, kt. 571298-3769, um skaðabætur að fjárhæð kr. 5.360, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

[...], kt. [...], gerir kröfu f.h. Langholts ehf. Kt. 410799-2869, um skaðabætur að fjárhæð kr. 6.990, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

[...], kt. [...], gerir kröfu f.h. Staðarskála, kt. 570671-0149, um skaðabætur að fjárhæð kr. 8.180, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

[...], kt. [...] gerir kröfu f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, kt. 680169-5009, um skaðabætur að fjárhæð kr. 16.008, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

[...], kt. [...], gerir  kröfu f.h. Tiger ehf., kt. 561007-2780, um skaðabætur að fjárhæð kr. 4.400.

[...], kt. [...], gerir kröfu f.h. Elfsen ehf., kt. 520905-3160, um skaðabætur að fjárhæð kr. 14.200, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

[...], kt. [...], gerir kröfu f.h. Netten, kt. 530199-2319, um skaðabætur að fjárhæð kr. 24.600, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

[...], kt. [...] gerir kröfu f.h. Bifreiðastöðvar Oddeyrar, kt. 440169-6949, um skaðabætur að fjárhæð kr. 13.400, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

[...], kt. [...], gerir kröfu f.h. HP-veitinga ehf., kt. 620900-2570, um skaðabætur að fjárhæð kr. 9.930, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

[...], kt. [...], gerir kröfu f.h. Pennans hf., kt. 451095-2189, um skaðabætur að fjárhæð kr. 36.515, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

[...], kt. [...], gerir kröfu f.h. Samkaupa hf., kt. 571298-3769, um skaðabætur að fjárhæð kr. 12.184, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

[...], kt. [...], gerir kröfu f.h. 10-11 hf., kt. 450199-3629, um skaðabætur að fjárhæð kr. 21.184, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

[...], kt. [...], gerir kröfu f.h. Bónusvídeós ehf., kt. 621292-3159, um skaðabætur að fjárhæð kr. 7.190, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

[...], kt. [...], gerir kröfu f.h. Olíufélagið ehf., kt. 541201-3940, um skaðabætur að fjárhæð kr. 5.594, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

[...], kt. [...], gerir  kröfu f.h. Kaffi Amor ehf., kt. 430205-0990, um skaðabætur að fjárhæð kr. 36.000, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá tjónsdegi, en svo dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

Allar þessar kröfur miðast við þær fjárhæðir sem ákærða Ívari Aroni tókst að taka út í vörum o.fl. með framvísun á greiðslukortinu og eru nú teknar til greina, en upphafstími vaxta skv. 8. gr. vaxtalaga miðast við 29. janúar 2007, en upphafstími dráttarvaxta við 23. mars 2007, en þá var mánuður liðinn frá því að honum voru birtar kröfurnar.

Landsbanki Íslands, Austurstræti 11, Reykjavík gerir kröfu á hendur ákærða Jóni Einari og Stefáni Blackburn að fjárhæð 207.800 krónur vegna viðgerðar á hraðbanka Landsbankans að Kletthálsi 1.  Bótakrafan er ekki studd neinum reikningum heldur aðeins áætlun og er vísað frá dómi vegna vanreifunar.

CC, [...], Reykjavík gerir kröfu um bætur að fjárhæð 6.197 krónur á hendur ákærðu Ágústi Már, Ívari Aroni og Stefáni Blackburn vegna skemmda sem urðu á símkorti, heyrnartóli og hulstri farsímans sem hann var með er á hann var ráðist.  Kröfu þessari er í hóf stillt og verða skemmdir þessar raktar til árásarinnar og er krafa þessi tekin til greina.

DD, [...], Reykjavík gerir kröfu á hendur ákærðu Ágústi Má, Ívari Aroni og Stefáni Blackburn að fjárhæð 500.000 krónur í miskabætur auk vaxta skv. 16. gr. skaðabótalaga frá 31. október 2006 til 1. mars. 2007, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludag. Þá er krafist 62.250 króna í lögmannsþóknun að meðtöldum virðisaukaskatti.

Fallist er á að árásin hafi verið hrottafengin og ógnvekjandi og valdið brotaþola verulegu andlegu áfalli.  Hins vegar verður ekki án frekari gagna fallist á hærri miskabætur en 200.000 krónur og 62.250 krónur í lögmannsþóknun.

Í málinu ber að dæma ákærðu til að greiða skipuðum verjendum sínum málsvarnarlaun og þóknun fyrir verjendastörf á rannsóknarstigi sem hér segir:

Ákærður Davíð Þór Gunnarsson, greiði skipuðum verjanda sínum Hilmari Ingimundarsyni hrl. málsvarnarlaun og verjandalaun á rannsóknarstigi sem ákveðast 1.050.000 krónur með virðisaukaskatti.

Ákærður Pétur Áskell Svavarsson greiði skipuðum verjanda sínum Hilmari Ingimundarsyni hrl. sem ákveðast 130.000 krónur í málsvarnarlaun að meðtöldum virðisaukaskatti.

[...]

Ákærður Jón Einar Randversson, greiði skipuðum verjanda sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hdl. málsvarnarlaun og verjandalaun á rannsóknarstigi sem ákveðast 800.000 krónur með virðisaukaskatti.

[...]

Ákærður Ívar Aron Hill Ævarsson, greiði skipuðum verjanda sínum Hilmari Ingimundarsyni hrl. málsvarnarlaun og þóknun fyrir verjandalaun á rannsóknarstigi sem ákveðast 690.000 krónur með virðisaukaskatti.

Ákærður Pétur Áskell Svavarsson, greiði skipuðum verjanda sínum Hilmari Ingimundarsyni hrl. málsvarnarlaun sem ákveðast 130.000 krónur með virðisaukaskatti.

Ákærður Stefán Blackburn, greiði skipuðum verjanda sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hdl. málsvarnarlaun sem ákveðast 230.000 krónur með virðisaukaskatti.

Ákærður Stefán Blackburn, greiði áður skipuðum verjanda sínum Guðmundi B. Ólafssyni. málsvarnarlaun og þóknun fyrir verjandastörf á rannsóknarstigi sem ákveðast 160.000 krónur með virðisaukaskatti.

[...]

Ákærður Ágúst Már Sigurðsson, greiði skipuðum verjanda sínum Kristjáni Stefánssyni hrl. málsvarnarlaun sem ákveðast 320.000 krónur með virðisaukaskatti.

Dóm þennan kveður upp Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari.

 

DÓMSORÐ

Ákærður, Davíð Þór Gunnarsson sæti fangelsi í 19 mánuði og kemur gæsluvarðhaldisvist ákærða frá 12. janúar 2007 til 2. júlí 2007 til frádráttar refsingunni.

[...]

Ákærður Jón Einar Randversson, sæti fangelsi í 14 mánuði.

[...]

Ákærður Pétur Ingi Pétursson sæti fangelsi í 6 mánuði, en fresta skal fullnustu á 4 mánuðum af refsingunni og falli hún niður að liðnum 3 árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 22/1955.

Ákærður Ívar Aron Hill Ævarsson sæti fangelsi í 30 mánuð og komi gæsluvarðhaldsvist hans frá 30. janúar 2007 til 2. júlí 2007 til frádráttar refsingunni.

Ákærður Stefán Blackburn sæti fangelsi í 20 mánuði og komi gæsluvarðhaldsvist hans frá 25. mars 2007 til 28. mars 2007 til frádráttar refsingunni.

[...]

Ákærður Pétur Áskell Svavarsson sæti fangelsi í 6 mánuði.

Ákærður Ágúst Már Sigurðsson sæti fangelsi í 14 mánuði.

[...]

Ákærður Ívar Aron Hill Ævarsson, sæti upptöku á 4,88 g af amfetamín og 25 stk. af vímuefninu LSD.

Ákærður Davíð Þór Gunnarsson greiði eftirtöldum aðilum bætur:

1.             Davíð Þór og X  greiði saman A, [...], Akureyri 28.975 krónur.

2.         Olíufélaginu hf., kt. 541201-3940 4.936 krónur auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 39/2001 frá 19. desember 2006 til 30. mars 2007, en dráttarvaxta skv. 9. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags.

3.         Hagkaupum hf., kt. 430698-3549, 24.990 krónur og vexti skv. 8. gr. laga nr. 39/2001 frá 25. ágúst s.l. til 3. september s.l., en dráttarvaxta skv. 9. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags.

                [...]

                Ákærður Ívar Aron Hill Ævarsson, greiði eftirtöldum aðilum þessar bætur:

1. Samkaupum vegna Hyrnunnar, kt. 571298-3769, 5.360 krónur. 

2. Langholti ehf. kt. 410799-2869, 6.990 krónur.

3. Staðarskála, kt. 570671-0149, 8.180 krónur.

4. Kaupfélagi Skagfirðinga, kt. 680169-5009, 16.008 krónur.

5. Tiger ehf., kt. 561007-2780, 4.400 krónur.

6. Elfsen ehf., kt. 520905-3160, 14.200, krónur.

7. Netten, kt. 530199-2319, 24.600 krónur.

8. Bifreiðastöð Oddeyrar, kt. 440169-6949, 13.400 krónur.

9. HP-veitingum ehf., kt. 620900-2570, 9.930 krónur.

10. Pennanum hf., kt. 451095-2189, 36.515 krónur.

11. Samkaupum hf., kt. 571298-3769, 12.184 krónur.

12. 10-11 hf., kt. 450199-3629, 21.184 krónur.

13. Bónusvídeó ehf., kt. 621292-3159, 7.190 krónur.

14. Olíufélaginu ehf., kt. 541201-3940, 5.594 krónur.

15. Kaffi Amor ehf., kt. 430205-0990, 36.000 krónur.

 

Allar kröfurnar bera vexti skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 29. janúar s.l. til 23. mars s.l. en dráttarvexti skv. 9. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags.

Bótakröfu Landsbanka Íslands, Austurstræti 11, Reykjavík, að fjárhæð 207.800 krónur er vísað frá dómi.

Ákærðu Ágúst Már, Ívar Aron og Stefán Blackburn greiði CC, [...], Reykjavík 6.197 krónur.

Ákærðu Ágúst Már, Ívar Aron og Stefán Blackburn greiði DD, [...], Reykjavík 200.000 krónur auk 62.250 krónur í lögmannsþóknun og greiði vexti skv. 16. gr. skaðabótalaga af fjárhæðinni frá 31. október 2006 til 1. mars 2007 en dráttarvexti frá þeim degi til greiðsludags.

Ákærður Davíð Þór Gunnarsson, greiði skipuðum verjanda sínum Hilmari Ingimundarsyni hrl. í málsvarnarlaun og verjandalaun á rannsóknarstigi 1.050.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.

Ákærður Pétur Áskell Svavarsson greiði skipuðum verjanda sínum Hilmari Ingimundarsyni hrl. 130.000 krónur í málsvarnarlaun að meðtöldum virðisaukaskatti.

[...]

Ákærður Jón Einar Randversson, greiði skipuðum verjanda sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hdl. í málsvarnarlaun og verjandalaun á rannsóknarstigi 800.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.

[...]

Ákærður Pétur Ingi Pétursson, greiði skipuðum verjanda sínum Ásbirni Jónssyni hdl. í málsvarnarlaun 105.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.

Ákærður Ívar Aron Hill Ævarsson, greiði skipuðum verjanda sínum Hilmari Ingimundarsyni hrl. í málsvarnarlaun og þóknun fyrir verjandalaun á rannsóknarstigi  690.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.

Ákærður Pétur Áskell Svavarsson, greiði skipuðum verjanda sínum Hilmari Ingimundarsyni hrl. í málsvarnarlaun 130.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.

Ákærður Stefán Blackburn, greiði skipuðum verjanda sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hdl. í málsvarnarlaun  230.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.

Ákærður Stefán Blackburn, greiði áður skipuðum verjanda sínum Guðmundi B. Ólafssyni. málsvarnarlaun og þóknun fyrir verjandastörf á rannsóknarstigi 160.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.

[...]

Ákærður Ágúst Már Sigurðsson, greiði skipuðum verjanda sínum Kristjáni Stefánssyni hrl. málsvarnarlaun 320.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.

 

 

Dómur Héraðsdóms Reykjaness 23. febrúar 2007.

Mál þetta er höfðað með tveimur ákærum sýslumannsins í Keflavík dagsettum 7. nóvember og 16. nóvember 2006 og ákæru sýslumannsins í Kópavogi dagsettri 28. nóvember sama ár. Ákæra 7. nóvember 2006 var þingfest gagnvart ákærðu Y og Davíð Þór Gunnarssyni 10. nóvember sl., en gagnvart ákærðu A og B þann 29. sama mánaðar. Síðastnefndan dag var einnig þingfest ákæra 16. sama mánaðar og var það mál sameinað þessu. Þá var ákæra 28. nóvember þingfest gagnvart ákærða Y þann 5. janúar sl. en gagnvart ákærða Davíð Þór þann 15. janúar sl. og var það mál einnig sameinað þessu í kjölfarið. Fór aðalmeðferð fram 15. janúar og var fram haldið þann 17. sama mánaðar og málið þá tekið til dóms....

I.

Í Ákæru dagsettri 7. nóvember 2006 er mál höfðað gegn Davíð Þór Gunnarssyni, kt. 250688-3269, Heiðarhvammi 3f, Reykjanesbæ, Y, kt. [...], [...], Reykjanesbæ, A, kt. [...],  [...], Reykjavík og B, kt. [...], [...], Reykjanesbæ „fyrir eftirtalin refsilagabrot framin á árinu 2006:

I.

Á hendur ákærða Davíð Þór fyrir þjófnað með því að hafa 6. júlí í versluninni Samkaup, Krossmóa 1, Reykjanesbæ, stolið orkudrykk og tvennum íþróttasokkum. (Mál nr. 034-2006-7088)

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

II.

Á hendur ákærða Davíð Þór fyrir umferðarlagabrot með því að hafa aðfaranótt 8. júlí ekið bifreiðinni P undir áhrifum áfengis og án ökuréttar um götur á Akranesi uns lögregla stöðvaði aksturinn á Kalmannsbraut, Akranesi, en í blóði ákærða mældist 1,01 ‰ alkóhóls. (Mál nr. 012-2006-2479)

Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 100. gr. og 101. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

III.

Á hendur ákærða Davíð Þór fyrir þjófnað með því að hafa 14. júlí stolið pela af „Opal vodkaskoti“ í vínbúð ÁTVR að Hafnargötu 51, Reykjanesbæ. (Mál nr. 034-2006-07409)

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

IV.

Á hendur ákærða Davíð Þór fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot með því að hafa aðfaranótt 9. ágúst tekið bifreiðina X við Stóragerði 17, Akureyri, ófrjálsri hendi og ekið henni, án ökuréttar, að hesthúsum við Kaldárselsveg ofan Hafnarfjarðar, þar sem bifreiðin fannst 10. ágúst. (Mál nr. 024-2006-6281)

Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 48. gr., sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

V.

Á hendur ákærða Davíð Þór fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa 10. ágúst brotist inn í fyrirtækið Dagur Group, Skeifunni 17, Reykjavík, í þeim tilgangi að stela þar verðmætum. (Mál nr. 010-2006-38526)

Telst þetta varða við 244. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

VI.

[...]

VII.

Á hendur ákærða Davíð Þór Gunnarssyni fyrir þjófnað og umboðssvik með því að hafa 27. ágúst stolið kvenveski í eigu C að [...], Garði, en í því voru m. a. Sony Ericson farsími, kr. 1.500, 10 bandaríkjadalir, 4 debetkort og eitt kreditkort og farið með óþekktum aðila í hraðbanka í Sparisjóðinn í Sandgerði, en sá aðili tók út úr hraðbankanum kr. 22.000 og tók ákærði við hluta fjárins úr hendi þess aðila við hraðbankann. (Mál nr. 034-2006-9052)

Telst þetta varða við 244. gr. og 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

VIII.

Á hendur ákærðu Davíð Þór og Y fyrir þjófnað með því að hafa 28. ágúst farið inn í húsið Y, Reykjanesbæ og stolið þar eftirtöldum munum: Skólatösku með námsgögnum, armbandi, buddum með erlendri smámynt, perlufesti, skartgripaskríni með eyrnalokkum og hringjum, 4 vegabréfum, 2 peningaveskjum, 3 pörum af eyrnalokkum, hálsmeni, 5 áfengisflöskum, 2 stýripinnum fyrir leikjatölvur, straumbreyti, 6 Sony Playstation leikjum, DVD mynd, Adidas bakpoka, Vivitar 28-210 myndavélarlinsu, 7 gömlum íslenskum peningaseðlum, 23 erlendum peningaseðlum, skartgripaboxi með 2 pörum af gylltum eyrnalokkum, silfurhring með grænum steini, hring með hvítum steini, gylltum eyrnalokkum með hvítum steinum, 2 gylltum ermahnöppum, karlmannsúri, 2 kvenarmbandsúrum, 2 leikjatölvum og stafrænni myndavél af Casio gerð. (Mál nr. 034-2006-09064)

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

IX.

[...]

X.

[...]

XI.

                [...]

XII.

Á hendur ákærðu B, Y, Davíð Þór og A fyrir nytjastuld með því að hafa um miðjan september stolið bifreiðinni Þ af gerðinni Ford 150 við [...], Reykjavík, ekið bifreiðinni til Húsavíkur, þar sem hún fannst við áhaldahús Húsavíkurbæjar 18. september. (Mál nr. 025-2006-02442)

Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

XIII.

Á hendur ákærðu A, B, Y og Davíð Þór fyrir nytjastuld með því að hafa 16. september stolið bifreiðinni ÓÓÓ þar sem hún stóð við húsið Höfðaveg 26, Húsavík og ekið á bifreiðinni til Selfoss. (Mál nr. 025-2006-02419)

Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

XIV.

Á hendur ákærðu A, Y og Davíð Þór fyrir þjófnað með því að hafa 19. september brotist inn í Félagsheimilið Árnes, Gnúpverjahreppi, og stolið þar peningaskáp með kr. 250.000, tveimur vegabréfum, tösku með kr. 10.843, veski með kreditkorti og tveimur debetkortum, turntölvu, 15” flatskjá, skjávarpa, tónlistartölvu, geisladiskamöppu, 4 áfengisflöskum, kr. 30.000, HP fartölvu og 12 strengja gítar, 3 sígarettukartonum, 4 spennubreytum, 2 tölvumúsum, 2 kúrekahöttum, handtösku, snyrtitösku, 54 50 cl. Thule bjórdósum, 6 flöskum af Bacardi Breezer, 5 kókflöskum, 9 20 ml. flöskum Unterberg, flösku af Campari Mix Lime, 2 vasaljósum og London Docks vindlapakka. (Mál nr. 033-2006-08129)

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

XV.

[...]

Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar. Þá er þess krafist að ákærði Davíð Þór Gunnarsson verði sviptur ökurétti, sbr. 101. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og að Y verði gert að sæta upptöku á 4,95 g. af kannabisefni og 0,35 g. af tóbaksblönduðu kannabisefni, sbr. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974.

Eftirtaldar skaðabótakröfur eru í málinu:

1. Áfengis og tóbaksverslun ríkisins gerir kröfu um að ákærða Davíð Þór Gunnarssyni verði gert að greiða kr. 2.460 í skaðabætur. Krafist er vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2002 frá tjónsdegi en síðan dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. (III. liður ákæru)

2. Dagur Group, Skeifunni 17, Reykjavík, gerir kröfu um að ákærða Davíð Þór Gunnarssyni verði gert að greiða skaðabætur kr. 27.525 auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi 10. ágúst 2006, en síðan dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. (V. liður ákæru)

3. D gerir þá kröfu að ákærðu B, Y, Davíð Þór og A verði gert að greiða honum skaðabætur, kr. 271.384 ásamt hæstu lögleyfðu dráttarvöxtum frá birtingu bótakröfu til greiðsludags. (XII. liður ákæru)

4. Getið er í lögregluskýrslu að E, [...], Húsavík, geri kröfu um að ákærðu B, Y, Davíð Þór og A verði gert að greiða henni kr. 150.000 vegna skemmdar á bifreiðinni Q, afnota og kostnaðar við að nálgast bifreiðina á Selfossi. (XIII. liður ákæru)

5. F, [...], Selfossi, gerir kröfu um að ákærðu Davíð Þór, Y og A verði gert að greiða henni skaðabætur kr. 415.260 og að greiddir verði hæstu lögleyfðu vextir á þá upphæð frá birtingu bótakröfu til greiðsludags. (XIV. liður ákæru)“

 Með ákæru dagsettri 16. nóvember 2006 er mál höfðað gegn Jóni Einari Randverssyni, kt. 070782-4809, Hverfisgötu 27, Reykjavík, Y, kt. [...], [...], Reykjanesbæ, Z, kt. [...], [...], Hafnarfirði, Davíð Þór Gunnarssyni, kt. 250688-3269, Heiðarhvammi 3 f, Reykjanesbæ og A, kt. [...],  [...], Reykjavík, „fyrir eftirtalin refsilagabrot á árinu 2006:

I.

Á hendur ákærðu Jóni Einari Randverssyni og Y fyrir þjófnað með því að hafa að kvöldi 11. ágúst farið inn í húsið að S, Reykjanesbæ, og stolið þar Sony myndavél, 2 minniskortum, Sony myndavélatösku, Sony myndbandsupptökuvél, Canon 35 mm myndavél með leifturljósi, Samsung digitalmyndavél, Dell fartölvu, 2 Ipod spilurum ásamt Ipod dock, um kr. 118.000 í peningum, 2 armbandsúrum, geisladiskum ótilgr. fjölda og tveimur töskum. (Mál nr. 034-2006-08465)

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

II.

Á hendur ákærðu Z fyrir hilmingu, með því að hafa í ágúst tekið við til geymslu í bifreiðinni TTT og á heimili sínu, R, Hafnarfirði, hluta af þýfi sem ákærðu Jón Einar og Y öfluðu með broti sem ákært er fyrir í lið I. í ákæru þessari. (Mál nr. 034-2006-08465)

Telst þetta varða við 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

III.

Á hendur ákærðu Jóni Einari Randverssyni og Y fyrir þjófnað með því að hafa í ágúst brotist inn í íbúðarhúsið T, Grindavík, og stolið þar fartölvu gerð ASUS í tösku, Sony videomyndavél með 2 linsum, Canon myndavél, 2 armbandsúrum, 2 hálsmenum, 2 armböndum, tvennum eyrnalokkum, gullhring með rauðum steini, setti giftingarhringa, tvennum ermahnöppum, bindisnælu, veski með greiðslukortum og 8-9.000 krónum í peningum, svörtu veski með 50-60 evrum, 2 veggplöttum, 3 hvítum herraskyrtum, 2 hvítum smokingskyrtum, bláum herrajakka, leðurhönskum, kuldahúfu, gönguskóm, 66° N kuldagalla, náttslopp, peningabauk með ótilgreindri fjárhæð. (Mál nr. 034-2006-08487)

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

IV.

Á hendur ákærðu Z, með því að hafa í ágúst tekið við til geymslu í bifreiðinni TTT og á heimili sínu, R, Hafnarfirði, hluta af þýfi sem ákærðu Jón Einar og Y öfluðu með broti sem ákært er fyrir í lið III. í ákæru þessari. (Mál nr. 034-2006-08487)

Telst þetta varða við 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

V.

Á hendur ákærðu Jóni Einari Randverssyni og Davíð Þór Gunnarssyni fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa aðfaranótt 13. ágúst brotist inn í húsið T, Vogum, Vatnsleysustrandarhreppi, verið búnir að safna ýmsum munum saman í húsinu en horfið frá er lögregla kom að þeim og handtók þá. (Mál nr. 034-2006-08505)

Telst þetta varða við 244. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

VI.

[...]

VII.

Á hendur ákærða Davíð Þór Gunnarssyni fyrir þjófnað og nytjastuld með því að hafa 5. september brotist inn í íbúð U, Keflavík og stolið þar kvenmannsfatnaði og síma metið samtals að verðmæti kr. 186.700 og auk þess stolið lyklum að bifreiðinni V, tekið hana í heimildarleysi og ekið henni án ökuréttar þar til lögregla hafði afskipti af ákærða 8. september þar sem hann var að aka bifreiðinni. (Mál nr. 034-2006-09426)

Telst þetta varða við 244. gr. og 1. mgr. 159. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

VIII.

[...]

IX.

Á hendur ákærða Davíð Þór Gunnarssyni fyrir fjársvik með því að hafa 4. september tekið út vörur í Fitjagrilli, Njarðvík, og greitt fyrir kr. 3.000 með greiðslukorti nr. 1109-2600-7408 og samtals kr.3.310 í tveimur færslum með greiðslukorti nr. 1155-2601-1187, en kortunum hafði verið stolið úr bifreiðinni Ú, sbr. lið VIII. hér að ofan. (Mál nr. 034-2006-09406).

Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

X.

Á hendur ákærða Jóni Einari Randverssyni fyrir þjófnað fyrir að hafa 22. ágúst stolið Casio EX-Z60 myndavél og DVD mynddiski, Live at the Budokan með Ozzie Osborne, í verslun Samkaupa, Krossmóa 4, Reykjanesbæ.

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

XI.

Á hendur ákærðu Jóni Einari Randverssyni og Davíð Þór Gunnarssyni fyrir þjófnað með því að hafa aðfaranótt 22. ágúst brotist inn á skrifstofu Tryggingafélagsins Varðar, Hólmgarði 2, Keflavík og stolið þar peningaskáp, kr. 10.000, ávísunum og ýmsum skjölum og gögnum. (Mál nr. 034-2006-08804)

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

XII.

Á hendur ákærða Jóni Einari Randverssyni fyrir umferðarlagabrot með því að hafa 22. ágúst ekið bifreiðinni TTT  um götur í Reykjanesbæ sviptur ökurétti. (Mál nr. 034-2006-08804)

Telst þetta varða við 48. gr. sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

XIII.

[...]

Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar.

Þá er þess krafist að ákærðu Z verði gert að sæta upptöku á 0,74 grömmum af amfetamíni og ákærðu A verði gert að sæta upptöku á 14,4 grömmum af kannabisefni, sbr. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974.

Eftirtaldar skaðabótakröfur eru gerðar í málinu:

1. F, kt. [...], krefst þess að ákærðu Jón Einar Randversson og Y greiði honum skaðabætur kr. 228.729 ásamt hæstu lögleyfðu vöxtum og dráttarvöxtum skv. „ákvörðun vaxtalaga“ frá tjónsdegi til greiðsludags. (Mál nr. 034-2006-08487)

2. G, kt. [...], gerir skaðabótakröfu að fjárhæð kr. 139.965 á hendur ákærðu Jóni Einari Randverssyni, Davíð Þór Gunnarssyni og Z. (Mál nr. 034-2006-08585)

3. H, kt. [...], krefst skaðabóta úr hendi ákærðu Jóns Einars Randverssonar og Davíðs Þórs Gunnarssonar, kr. 60.000, auk vaxta samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá tjónsdegi 22.8.2006 en síðan dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga til greiðsludags. (Mál nr. 034-2006-08804)“

 

Með ákæru dagsettri 28. nóvember 2006 er mál höfðað á hendur Y og Davíð Þór Gunnarssyni

„I.

Á hendur báðum ákærðu fyrir þjófnað, með því að hafa fimmtudaginn 10. ágúst 2006, um og upp úr kl. 17:30, í sameiningu stolið einum Wrangler gallabuxum, einum Likita Banana boxerbuxum, einum herrabol, einu pari af sokkum og einum prjónaherratrefli úr verslun Hagkaupa í Smáralind við Hagasmára í Kópavogi, samtals verðmæti varnings kr. 13.096.

II.

[...]

Telst háttsemi ákærðu í I. lið varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en háttsemi ákærða Y í II. lið telst varða við ákvæði 1. mgr. 217. gr. sömu laga.

Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar.

Þá gerir [...], kt. [...], bótakröfu f.h. Hagkaupa hf. kt. 430698-3549, að fjárhæð samtals kr. 11.498, á hendur báðum ákærðu sbr. liður I. að ofan. Krafist er vaxta samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 10. ágúst 2006, en síðan dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.“

 

Fyrir dómi játaði ákærði Davíð Þór Gunnarsson afdráttarlaust sök varðandi ákæruliði I., II., III. og XIV. í ákæru dagsettri 7. nóvember 2006. Hann hafnaði hins vegar bótakröfum vegna framangreindra liða III. og XIV. Þá játaði ákærði jafnramt sök varðandi liði V. og VII. í ákæru dagsettri 16. sama mánaðar, en hafnaði bótakröfu vegna liðar V. Ákærði krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af IV., V., VII., VIII., XII. og XIII. lið ákæru dagsettrar 7. nóvember 2006 og ákæru dagsettrar 28. nóvember sama ár. Þá krefst hann einnig sýknu af IX. og XI. lið ákæru dagsettrar 16. nóvember sama ár. Að öðru leyti krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa og verði hún skilorðsbundin að öllu leyti eða að hluta samkvæmt 57. gr. eða 57. gr. a. laga nr. 19/1940. Þess er krafist að gæsluvarðhald ákærða frá 21. september til 10. nóvember komi til frádráttrar refsivist, ef til komi. Þá krefst hann þess að bótakröfum verði vísað frá dómi og að sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði þar með talin réttargæslu- og málsvarnarlaun.

Ákærði Y játaði fyrir dómi sök varðandi ákæruliði VI. og XV. í ákæru 7. nóvember. Hann féllst á upptökukröfu en hafnaði bótakröfum. Ákærði neitaði hins vegar sök varðandi ákæru 16. nóvember og hafnaði bótakröfum. Hann játaði sök varðandi lið II. í ákæru 28. nóvember en neitaði sök varðandi ákærulið I og hafnaði bótakröfu.

Ákærði krefst sýknu af þeim ákæruliðum þar sem hann hefur neitað sök, en að öðru leyti að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa og að hún verði skilorðsbundin. Þá krefst hann frávísunar bótakrafna þar sem þær séu vanreifaðar og munir sem um ræðir í I. lið ákæru 28.  nóvember hafi ekki verið lagðir fram í réttinum. Þá krefst hann málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda sínum, sem greiðist að öllu leyti, eða að hluta, úr ríkissjóði.

Ákærði Jón Einar Randversson játaði fyrir dómi sök varðandi ákæruliði V., X., XI. og XII. í ákæru 16. nóvember, en neitaði sök varðandi ákæruliði I. og III. í sömu ákæru. Hann krefst aðallega sýknu af þeim ákæruliðum þar sem hann neitar sök og að bótakröfu vegna ákæruliðar III. verði vísað frá dómi. Að öðru leyti krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa og til frádráttar dæmdri refsingu komi gæsluvarðhald, sem hann hafi sætt vegna málsins. Þá krefst hann málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda sínum sem greiðist úr ríkissjóði og verði við ákvörðun þeirra verði tekið tillit til starfa verjandans á rannsóknarstigi málsins.

[...].

 

II.

Hafður verður sá háttur á að fjallað verður um sönnunarfærslu um hvern ákærulið fyrir sig í þeirri röð sem þeir birtast í ákæruskjölum og lýst niðurstöðu um sakarmat og heimfærslu til refsiákvæða varðandi hvern þeirra. Samantekt verður um refsimat gagnavart hverjum ákærðu fyrir sig í sérstökum kafla. Í öllum tilvikum er um atvik að ræða sem gerðust á árinu 2006 og dagsetningar eiga við um það ár nema  annað sé sérstaklega tekið fram.

 

Ákæra 7. nóvember 2006

Ákæruliðir I – III: (málanúmer lögreglu 034-2006-7088, 034-2006-2479 og 034-2006-07409)

Ákærði Davíð Þór Gunnarsson játaði skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt ákæruliðum I., II. og III, sem að framan er lýst, og er játning hans í samræmi við fyrirliggjandi sakargögn. Verður hann því sakfelldur fyrir greinda háttsemi, sem er rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæruskjali.

Ákæruliður IV. (málanúmer lögreglu 024-2006-06281)

Ákærði Davíð Þór hefur neitað sök samkvæmt þessum lið ákæru en viðurkennir þó að hafa verið farþegi í umræddri bifreið frá Akureyri til Hafnarfjarðar.

Í lögregluskýrslum kemur fram að tilkynnt hafi verið þann 9. ágúst að bifreiðinni U, Nissan Navara, hafi verið stolið þar sem hún hafi staðið fyrir utan húsið að [...], Akureyri. Kvaðst I, umráðamaður bifreiðarinnar, hafa læst henni um klukkan 22 að kvöldi 8. ágúst en hún hafi verið horfin morguninn eftir. Er haft eftir I að aukalyklar að bifreiðinni hafi verið geymdir ofan á þvottavél í bílskúr við húsið en hægt hafi verið að komast inn í bílskúrinn í gegn um ólæsta tengibyggingu. Hafi hann veitt því athygli eftir að bifreiðin hvarf að umræddir aukalyklar hafi verið horfnir. Þá liggur fyrir skýrsla lögreglunnar í Hafnarfirði um að fyrrnefnd bifreið hafi fundist við hesthús að Hlíðarþúfum við Kaldárselsveg í Hafnarfirði þann 10. ágúst. Bifreiðin hafi þar verið mannlaus og kveikjuláslyklar ekki verið sjáanlegir.

Í lögregluskýrslu sem tekin var af ákærða þann 10. ágúst er eftir honum haft að hann viðurkenni að hafa tekið umrædda bifreið og að hafa ekið henni til Hafnarfjarðar og að hann hafi lagt bifreiðinni í hesthúsahverfi í Hafnarfirði, sem ekki sé langt frá stórri Essó stöð. Hann hafi þar yfirgefið bifreiðina og haldið á brott. Þá er eftir honum haft að hann hafi stungið kveikjláslyklum bifreiðarinnar í vasann en hafi hent frá sér lyklunum á jörðina þegar hann hafi verið handtekinn að morgni 9. ágúst ásamt Y.

Þá er haft eftir ákærða að hann hafi farið inn í ólæst hús á Akureyri og séð þar bíllykla á þvottavél. Hann hafi farið út á bifreiðastæði með lyklana og hafi ýtt á fjarstýringuna á lyklunum og hafi þá séð ljós blikka á bifreiðinni U. Hafi hann tekið bifreiðina og ekið henni að tjaldstæði á Akureyri og náð þar í dót. Nokkrir krakkar hafi komið upp í bifreiðina og hann síðan ekið sem leið lá til Hafnarfjarðar þar sem hann hafi skilið bifreiðina eftir, eins og áður var lýst. Hann hafi neitað að gefa upp hverjir hafi verið með honum í bifreiðinni.

Síðastrakinn framburður var borinn undir ákærða fyrir dómi og gaf hann þær skýringar á breyttum framburði sínum nú að hann hafi ekki langað að fara í einangrun þannig að hann hefði sagst hafa gert það sem annar gerði. Kvað hann aðspurður það ekki sitt að segja frá því hver hafi þá gert þetta. Ákærði kvaðst þó viðurkenna að hann hafi verið í umræddri bifreið þegar henni var ekið frá Akureyri eins og að framan er lýst. Hann kvað sig og félaga sinn hafa verið fasta á Akureyri og hafa viljað komast til Reykjavíkur. Félagi hans hafi síðan komið á þessum bíl og ákærði hafi farið upp í hann einhversstaðar á Akureyri. Hann vildi ekki nafngreina þennan félaga sinn. Þá kom fram í framburði hans fyrir dómi að meðákærði Y hefði verið einn þeirra sem verið hafi með í för, en ákærði neitaði að upplýsa hverjir aðrir hefðu verið þarna með honum. Þegar borið var undir ákærða að lykill bifreiðarinnar hafi fundist undir aftursæti í bifreiðinni TTT, kvað hann það ekki rétt, lykillinn hefði fundist liggjandi á jörðinni nálægt einhverjum stað utan dyra þar sem ákærði hefði verið handtekinn.

Samkvæmt skýrslum lögreglu var ákærði Davíð Þór handtekinn á ætluðum innbrotsstað að T, Vogum, ásamt Z og Jóni Einari Randverssyni þann 13. ágúst. Bifreiðin TTT í eigu framangreindrar Z var fyrir utan húsið og sat hún í bifreiðinni. Í kjölfar handtöku heimilaði Z leit í bifreiðinni og samkvæmt leitar- og haldlagningarskýrslu, sem fyrir liggur í málinu fannst, meðal annars, bíllykill undir aftursæti bifreiðarinnar. Reyndist bíllykillinn vera að bifreiðinni U. Staðfesti Í lögreglumaður þetta í skýrslu fyrir dómi, en skýrsla hans um leitina er meðal gagna málsins, sem og skýrsla hans um umrædda kveikjuláslykla og hvernig þeim hafi verið komið til rétts eiganda bifreiðarinnar. Um sakarefni tengt framangreindu innbroti að T, Vogum er fjallað í V. lið ákæru 16. nóvember, en leit og haldlagning muna í fyrrnefndri bifreið tengist einnig sakarefnum í ákæruliðum I til IV í sömu ákæru og er nánar fjallað um þau síðar.

Ákærði hefur játað fyrir dómi að hafa verið farþegi í framangreindri bifreið þegar henni var ekið frá Akureyri til Hafnarfjarðar. Í skýrslu sinni hjá lögreglu sem að framan er lýst lýsir hann aðstæðum og aðferð við töku bifreiðarinnar sem kemur heim og saman við lýsingu eiganda hennar á því hvar lyklar að bifreiðinni voru og hvernig unnt var að nálgast þá. Í ljósi þessa verður að telja í hæsta máta ótrúverðuga þá skýringu ákærða á játningu sinni fyrir lögreglu að hann hafi aðeins játað til að forðast gæsluvarðhald og hafi því játað á sig eitthvað sem annar hafi gert. Þá fundust lyklarnir í bifreið sem ákærði var á ásamt tveimur öðrum á ætluðum innbrotsstað, eins og að framan er lýst. Fyrir liggur að ákærði hefur aldrei tekið ökupróf og er því ökuréttindalaus. Með vísan til þess að framan greinir verður ákærði því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem lýst er í V. lið ákærunnar og er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða.

Ákæruliður V.  (málanúmer lögreglu 010-2006-38526)

Í frumskýrslu lögreglu 10. ágúst, kemur fram að lögregla hafi að morgni þess dags verið kölluð til vegna innbrots í fyrirtækið Dagur Group ehf. að Skeifunni 17, Reykjavík. Hafi lögreglumenn hitt fyrir á vettvangi starfsmann fyrirtækisins sem greint hafi frá því að öryggiskerfi hafi farið í gang um klukkan þrjú um nóttina og hafi öryggisverðir farið á staðinn. Þeir hafi ekki talið efni til aðgerða þar sem þeir hafi ekki séð nein merki um innbrot. Kvaðst starfsmaðurinn hins vegar hafa séð þegar hann kom til vinnu um morguninn að spenntur hafi verið upp gluggi og ummerki hafi verið um að einhver hefði farið inn. Hafi því verið ákveðið að kalla til lögreglu. Kvað starfsmaðurinn að ekki væri að sjá að neitt hefði verið tekið af verðmætum, en nokkrar skemmdir hafi verið unnar á glugganum. Kemur fram í skýrslunni að þekktir innbrotsaðilar hafi verið handteknir snemma um morguninn í tengslum við annað mál og væru í fangageymslu. Þar sem góð skóför hafi fundist á vettvangi hafi verið ákveðið að bera skó þessarra manna saman við þau skóför. Hafi skór sem Davíð Þór Gunnarsson hafi verið í við handtöku passað við skóförin á vettvangi og hafi þeir því verið færðir til tæknideildar. Í skýrslu tæknideildar lögreglu um rannsókn á vettvangi er greint frá að fundist hafi skóför og einnig fingraför. Ummerki hafi verið um að opnanlegt gluggafag hafi verið spennt upp og tvö stormjárn gluggans brotin. Skóför hafi verið á gluggakarmi og hafi þau bæði vísað út og inn, einnig hafi verið skófar á skrifborði. Þá hafi fundist fingraför á gluggakarmi. Skóför hafi verið mynduð og fingraförum lyft og þau send til rannsóknar. Þá liggur fyrir skýrsla FFF fingrafarasérfræðings hjá lögreglunni í Reykjavík, þar sem fram kemur að fingraför, sem tekin hafi verið á vettvangi, samræmist fingraförum af löngutöng og baugfingri ákærða, Davíðs Þórs Gunnarssonar.  FFF staðfesti skýrslu sína fyrir dóminum. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa sjálfur lyft fingraförunum á vettvangi en hann hafi framkvæmt samanburð á þeim fingraförum sem honum hafi verið send og þau samræmst fingraförum ákærða.

Í skýrslu hjá lögreglu sem sögð er tekin síðdegis 10. ágúst viðurkenndi ákærði að hafa framið umrætt innbrot. Kvaðst hann hafi spennt upp glugga á skrifstofu og hafa farið inn í skrifstofuhúsnæðið og síðan út aftur án þess að taka neitt. Hafi hann ekki nennt að dröslast með eitthvað dót með sér. Hann kvaðst hafa verið einn á ferð.

Í skýrslu sinni fyrir dómi hvarf ákærði frá framangreindri játningu sinni. Kvaðst hann þá ekkert muna eftir þessu og ekki muna eftir að hafa gefið skýrslu. Gaf hann ekki aðrar skýringar á fráhvarfi sínu frá játningu þeirri sem höfð er eftir honum í lögregluskýrslu.

Samkvæmt fingrafararannsókn sem skýrsla er um í málinu fundust á vettvangi fingraför ákærða. Þá liggur fyrir að hann viðurkenndi verknaðinn hjá lögreglu í skýrslu sem tekin var af honum strax eftir atburðinn. Ákærði ber nú við minnisleysi en hefur að öðru leyti ekki skýringar varðandi fráhvarf sitt frá framangreindri játningu. Verður að telja á grundvelli niðurstöðu framangreindrar fingrafararannsóknar, sem fær stoð í játningu ákærða við skýrslutöku hjá lögreglu daginn eftir atburðinn, og annarra gagna málsins að fram sé komin í málinu sönnun þess að ákærði hafi framið þann verknað sem honum er gefinn að sök í þessum ákærulið. Verður hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi og er hún réttilega heimfærð til refsiákvæðis í ákæruskjali.

Ákæruliður VI. (málanúmer lögreglu 034-2006-8457)

[...]

Ákæruliður VII. (málanúmer lögreglu  034-2006-9052)

Ákærði Davíð Þór hefur neitað sök varðandi þennan ákærulið. Hann kannaðist hins vegar við að vera annar þeirra manna sem sjást á myndum úr eftirlitsmyndavél við tilgreindan hraðbanka þar sem peningar eru sagðir teknir út af einu þeirra bankakorta sem stolið hafi verið og nánar greinir í þessum lið ákæru. Ekki liggja fyrir í málinu önnur gögn er tengja ákærða við umræddan þjófnað og engin vitni hafa verið leidd um þennan ákærðulið. Af fyrrgreindum eftirlitsmyndum sést maður, sem ekki hafa verið borin kennsl á, taka fjármuni út úr hraðbankanum og ákærði sést taka við einhverju úr hans hendi. Ákærði kveðst ekki hafa vitað að kortið sem notað hafi verið hafi hugsanlega verið stolið, en að rétt sé að hann hafi farið þarna með félaga sínum. Hann mundi ekki eftir að hafa tekið við peningum úr hendi mannsins, sem hann kvað heita Jón Óla, en kvað það geta verið. Framburður ákærða fyrir dómi er í samræmi við þann framburð er hann gaf hjá lögreglu. Neitaði hann þar staðfastlega að hafa framið umræddan þjófnað, en viðurkenndi að hann hefði komið í umræddan hraðbanka með félaga sínum sem hafi verið að taka út peninga. Framburði hans um nafn félagans hefur hins vegar ekki borið saman. Í skýrslu sinni hjá lögreglu kallaði hann manninn Óla, en fyrir dómi Jón og breytti þeim framburði aðspurður um misræmið á þann veg að maðurinn heiti Jón Óli.

Í málinu liggja ekki fyrir önnur gögn, sem tengja ákærða við sakarefnið, en framangreindar myndir úr eftirlitsmyndavél við hraðbanka Sparisjóðsins í Sandgerði. Verður á grundvelli þeirra gagna ekki talið sannað, gegn eindreginni neitun ákærða að hann hafi gerst sekur um þann þjófnað sem honum er gefinn að sök í nefndum ákærulið. Þá verður heldur ekki talið sannað að ákærði hafi vitað að kort það sem félagi hans notaði til að ná í peninga í umrætt sinn hafi verið illa fengið og verður hann því einnig sýknaður vegna ætlaðra umboðssvika í umrætt sinn.

 

Ákæruliðir VIII og IX. (málanúmer lögreglu 034-2006-09064)

Í framangreindum ákærulið VIII er ákærðu Davíð Þór og Y gefið að sök að hafa framið innbrot að Ý, Reykjanesbæ, en í ákærulið IX er ákærðu A gefin að sök hilming með því að hafa tekið við og geymt nánar tilgreint þýfi úr nefndu innbroti. Verður samhengis vegna fjallað um þessa ákæruliði í einu lagi.

Í frumskýrslu lögreglu er 29. ágúst er frá því greint að J hafi tilkynnt um innbrot og þjófnað að heimili sínu að Ý, Reykjanesbæ, sem átt hafi sér stað síðdegis 28. ágúst. Er haft eftir tilkynnanda að yngri sonur hennar hafi komið heim úr skólanum kl. 14:15 og hafi lagt frá sér skólatösku en farið svo út. Hún hafi sjálf komið heim um 14:50 og eldri sonur hennar skömmu síðar og sá yngri eftir það. Hafi þau þá veitt því athygli að ýmsir munir hafi verið horfnir úr húsinu, þar á meðal leikjatölvur, tölvuleikir og skólataska sú sem fyrr var minnst á. Var lögreglu tilkynnt um málið. Lögreglumenn sem komið hafi á vettvang hafi meðal annars leitað upplýsinga hjá nágrönnum og hafi einn þeirra greint frá að hafa séð vínrauða fólksbifreið með brotinni afturrúðu, sem búið hafi verið að líma með límbandi, standa utan við húsið að [...]. Hafi bifreiðin staðið þarna frá því um klukkan 14:30 til 15:00. Í bifreiðinni hafi setið í farþegasæti, ung grannvaxin, dökkhærð stúlka. Kemur þá fram að lögreglumenn hafi talið sig vita um hvaða bifreið hafi verið þarna að ræða og hafi þeir farið að [...] þar sem skráður eigandi bifreiðarinnar L eigi heima og hafi bifreiðin staðið þar. Hafi þá verið náð í fyrrnefnt vitni og hafi það staðfest að um væri að ræða sömu bifreið og það hafði áður lýst að staðið hefði í [...] á fyrrgreindum tíma. Skömmu síðar hafi ákærðu Davíð Þór, Y og A verið handtekin þar sem þau hafi setið í bifreiðinni þar sem hún stóð við [...]. Einnig hafi verið í bifreiðinni B. Hafi hún heimilað leit að K, en við leitina hafi fundist eitthvað af þýfi úr framagreindu innbroti, m.a. skartgripir, vegabréf, áfengi og skólataska.

Af gögnum verður ráðið að ákærðu voru handtekin laust fyrir klukkan 19 þann 28. ágúst og fór leit fram að K í beinu framhaldi af því, að fenginni undirritun B á leitarheimild. B, sem er systir ákærða Y, mun vera búsett að K, ásamt móður þeirra. Í vitnaskýrslu M rannsóknarlögreglumanns, sem nánar er rakin hér síðar, kom fram að móðir B og Y hafi verið stödd erlendis á umræddum tíma og ekki hafi reynst unnt að ná sambandi við hana. Þá liggur fyrir í málinu að B hefur undirritað leitarheimild varðandi bifreiðina L.

Í málinu liggur fyrir skýrsla M rannsóknarlögreglumanns, sem hann staðfesti fyrir dómi, um leit og haldlagningu á heimili B á umræddum tíma.

Kemur þar meðal annars fram að í fataskáp í stofu hafi fundist skólataska með námsgögnum heimilismanns að Ý, en einnig hafi verið í töskunni nánar tilgreindir skartgripir og fleira. Er töskunni gefið númerið A-01 í skýrslunni og munum sem í henni fundust undirnúmerin A-01-1 til A-01-05. Þá kemur fram að fundist hafi, að því er virðist í sama fataskáp, gulur plastpoki, merktur Bónus. Í honum hafi verið rusl, en einnig ýmsir persónulegir munir, þar á meðal ýmis persónuskilríki, tengd heimilisfólki að Ý. Er plastpokanum gefið númerið A-02 í skýrslunni, en munum sem í honum fundust undirnúmerin A-02-1 til A-02-23. Þá er getið um áfengisflöskur sem fundist hafi, nokkrar við kommóðu í stofu, en ein í fataskáp í stofu og fengu flöskurnar númerin A-03 til A-07. Þá er getið tveggja stýripinna fyrir Play-station leikjatölvu og straumbreyti fyrir samskonar tölvu, sem og  6 tölvuleikjadiska og eins DVD mynddisks, sem fundist hafi í stofu við sjónvarp, eða í kommóðuskúffu í stofu. Fengu hlutirnir númerin A-08 til A-11. Einnig hafi fundist Adidas bakpoki, svartur og grár og í honum hafi verið myndavélarlinsa og lyf merkt heimilismanni að Ý. Loks er getið annars vegar um gamla íslenska peningaseðla sem fengu númerið A-13 og erlendra peningaseðla, meðal annars frá Bangladesh og Líbanon, sem fundist hafi í skál ofan á ísskáp og fengu þeir númerið A-14.

Þá liggur fyrir dóminum leitar- og haldlagningarskýrsla É, rannsóknarlögreglumanns, sem hann staðfesti fyrir dómi, og gerð var 29. ágúst, í tengslum við yfirheyrslu yfir ákærðu A. Framvísaði ákærða við yfirheyrsluna munum úr handtösku sinni, sem sagt er að hún hafi haft meðferðis er hún var handtekin. Er frá því greint að ákærða hafi viðurkennt að í töskunni væru meðal annars munir, sem hún eða ákærði Davíð Þór hefðu tekið af borði á K og sett í töskuna. Hafi ákærða framvísað nokkrum munum úr töskunni, sem að mati rannsakara gætu tengst umræddu máli. Var um að ræða tvö skartgripabox með nánar tilgreindum skartgripum, tveir gylltir ermahnappar, lítil svört taska (myndavélartaska) og þrjú armbandsúr. Voru mununum gefin númerin AÓE-01 til AÓE-07.

Af skýrslum lögreglu má ráða að heimilisfólk að Ý, endurþekkti nánast alla þá muni sem hald var lagt á við framangreinda húsleit. Þá voru einnig borin kennsl á alla þá muni sem samkvæmt framansögðu fundust í handtösku ákærðu A, utan tvö hálsmen sem heimilisfólk að Ý kannaðist ekki við. Fyrir liggur skýrsla lögreglunnar um verðmætamat eiganda á þeim munum sem um ræðir. Er þar gerð grein fyrir því að munir sem skilað hafi sér aftur hafi alls verið 69 að tölu og að áætluðu verðmæti eiganda samtals 228.900 krónur. Þeir hlutir sem ekki hafi skilað sér hafi verið Play-station 2 tölva að verðmæti 15.000 krónur, PSP leikjatölva að verðmæti 30.000 krónur og stafræn myndavél að verðmæti 36.000 krónur eða samtals 81.000 krónur. Heilarverðmæti muna nemi því 309.900 krónum.

Fyrir hádegi 29. ágúst var tekin skýrsla hjá lögreglu af ákærða Davíð Þór Gunnarssyni. Neitaði hann þar allri aðild að umræddu innbroti og kvaðst ekki muna eftir ferðum sínum daginn áður. Hann hafi verið með ákærðu A og Y. Aðspurður um hvort hann hafi verið að koma frá K þegar hann hafi verið handtekinn kvaðst hann minna það, en ekki muna hvenær hann hafi komið þangað. Ákærði kvað þau hafa verið að tala saman þar. Þá kvaðst hann hafa hitt A og Y við Sparisjóðinn í Keflavík um klukkan 16:00 í gær en kvaðst ekki muna hvert þau hafi svo farið eða hvernig.

Fyrir dómi neitaði ákærði Davíð Þór aðild að innbrotinu og kvaðst ekki vita hver hefði framið það. Aðspurður um þann framburð A hjá lögreglu að hún hafi tekið við hlutum úr þessu innbroti frá honum og Y kvaðst hann ekki geta skýrt það. Hann hafi ekki látið A hafa neina hluti úr þessu innbroti. Kannaðist ákærði við að hafa verið handtekinn ásamt A í viðkomandi bíl á umræddum tíma, en neitaði staðfastlega að hafa framið innbrotið.

Skýrsla var tekin af ákærða Y hjá lögreglu síðdegis 29. ágúst og var skýrslan tekin upp á mynddisk, sem liggur fyrir í málinu. Er í skýrslunni haft eftir honum að þeir ákærði Davíð og hann hafi farið inn í húsið að Ý. Ákærða A hafi verið með þeim, en hún hafi beðið út í bíl á meðan. Kvaðst ákærði hafa farið með meðákærða Davíð inn bakdyramegin, um dyr sem hafi verið ólæstar og opnar. Þegar inn hafi verið komið hafi þeir farið að skoða sig um, hvor í sínu lagi. Kvaðst Y hafa fundið einhverjar áfengisflöskur og farið að sötra af þeim og síðan tekið þær og sett í tóma tösku. Kvaðst hann aðspurður ekki hafa tekið neitt annað. Hann hafi farið upp á aðra hæðina en ekki litist á neitt þar, en um leið og hann hafi komið þaðan hafi meðákærði Davíð farið upp. Hann kvaðst ekkert hafa verið að fylgjast með Davíð eða hvað hann hafi gert. Kvaðst Y ekki hafa meikað þetta og farið út og ekki hafa viljað vera lengur þarna inni. Hann hafi farið út bakdyramegin, yfir grindverk og á næstu lóð og inn á götu og inn í bíl. Davíð hafi komið fimm mínútum seinna, með fullt af drasli. Er frá því greint að Y hafi verið sýndar tveir bakpokar, munir sem í leitar- og haldlagningarskýrslu fengu númerin A-01 og A-12. Hann kvað fyrrnefnda pokann vera þann sem Davíð hafi tekið en sjálfur hafi hann tekið þann síðarnefnda. Þá kvað Y þau hafa farið heim til sín að K. Þar hafi Davíð sturtað úr bakpokunum og í ljós hafi komið alls konar skartgripir og persónuskilríki. Kvað Y sér ekki detta í hug að taka persónuskilríki. Aðspurður um gamla íslenska peningaseðla kvaðst Y eiga þá sjálfur og hafa safnað þeim síðan hann var lítill. Þá kannaðist hann ekki við útlenda peningaseðla sem verið hafi í skál á ísskáp. Kvaðst Y eiga Play-station leiki sem fundist hafi við leitina.

Í skýrslu sinni fyrir dómi kvaðst ákærði Y ekkert kannast við þetta mál. Mundi hann ekki eftir að hafa verið handtekinn umræddan dag. Lesin voru fyrir ákærða meginatriði þeirrar skýrslu sem síðast var rakin en hann kvaðst ekki minnast neins af því sem þar er eftir honum haft. Hann kannaðist þó við undirritun sína á skýrsluna, en tók fram að hann væri lesblindur og því væri ekkert að marka staðfestingu hans á skýrslunni þar sem hann gæti ekki með góðu móti lesið hana yfir. 

Á mynddiski sem fyrir liggur í málinu og dómari hefur skoðað er hljóð- og myndupptaka af áðurraktri skýslu ákærða Y fyrir lögreglu. Má þar sjá og heyra að ákærði skýrði frá atburðum með þeim hætti sem í skýrslunni greinir og að í lok yfirheyrslunnar var skýrslan lesin fyrir hann frá orði til orðs áður en hann staðfesti hana með undirritun sinni.

Ákærða A gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu síðla kvölds 28. ágúst í kjölfar handtöku. Liggur fyrir í málinu mynddiskur með upptöku af skýrslutökunni. Neitaði hún við þá skýrslutöku allri vitneskju eða aðild að innbroti að Ý. Hún kvaðst hafa vaknað um klukkan tvö um daginn hjá einhverjum vini sínum sem hún ekki vildi nafngreina. Þá kvaðst hún hafa eitthvað farið í banka en síðan hitt vini sína ákærðu Y og Davíð heima hjá mömmu Y, eftir að hún og Y hafi mælt sér þar mót í síma. Um mínútu síðar hafi þau farið út í bíl og þá hafi lögreglan handtekið þau.

Næsta dag var A yfirheyrð að nýju og var sú skýrsla einnig tekin upp á mynddisk, sem liggur fyrir í málinu. Var ákærða þá með meðferðis handtösku þá sem áður er frá greint. Kvaðst hún í fyrstu ekki vilja breyta fyrri framburði sínum, en kvað annaðhvort sig eða ákærða Davíð hafa látið dót í veski hennar. Hafi þau ætlað til Reykjavíkur og Davíð ekki verið með neitt til að geyma dót í. Hafi því annaðhvort þeirra tekið dót af borði og sett í veski hennar. Aðspurð um hvar þetta hafi verið kvaðst hún ekki vita það, en það hafi verið á staðnum sem munirnir hafi fundist. Er þess þá getið í skýrslunni að rannsakari biðji ákærðu um að sýna sér muni sem settir hafi verið í veski hennar. Hafi hún þá tekið uppúr veskinu muni sem áður hefur verið lýst og lögregla gaf númerin AÓE-01 til AÓE-07. Þá hafi hún tekið upp úr töskunni dúkahníf sem hún hafi sagst hafa tekið úr einhverri nýbyggingu í síðustu viku. Kemur þá fram í skýrslunni að rannsakari kynni ákærðu að vitni hafi séð til hennar sitjandi í bílnum L, sem staðsettur hafi verið í [...]  í gær. Kvaðst ákærða þá vera tilbúin að breyta framburði sínum og viðurkenndi að hún hefði verið í þessum bíl í gær á umræddum stað og að ákærðu Y og Davíð hafi verið með henni. Ákærða kvaðst ekki vilja segja til um það hver hefði ekið bifreiðinni en það hafi ekki verið hún. Kvað hún Y og Davíð hafa farið út úr bifreiðinni á umræddum stað og hafi hún spurt hvort hún ætti að koma með en þeir hafi sagt nei. Kvaðst hún hafa beðið í langan tíma þangað til þeir hafi komið aftur. Hafi þeir þá komið með eitthvað drasl. Þá hafi bifreiðinni verið ekið heim til mömmu Y þar sem þeir hafi byrjað að tína eitthvað drasl upp úr tösku. Hún kvað þá hafa sett eitthvað dót í töskuna hennar og síðan hafi þau ætlað að fara til Reykjavíkur en lögreglumenn hafi komið og handtekið þau áður en þau hafi komist af stað. Þá kvaðst hún ekki hafa vitað þegar Davíð og Y fóru út úr bílnum að þeir hafi ætlað að brjótast inn og hún hafi ekki tekið þátt í innbrotinu og hún hafi ekki sett það dót í töskuna sína sem þar hafi verið. Það hafi aðrir gert. Þá kvaðst hún vilja taka fram að eitt hálsmen sem hún lýsti nánar og var í töskunni væri hennar eign. Hún kvað systur Y, B hafa átt að aka bifreiðinni á fyrirhugaðri ferð til Reykjavíkur, en kvaðst ekki vita hver hafi ekið bifreiðinni frá [...] að [...].

Í framburði sínum fyrir dómi kvaðst ákærða A ekkert muna eftir atburðinum eða að hafa tekið við þeim munum sem upp eru taldir í ákæru. Kvaðst hún muna eftir að hafa verið sett í fangaklefa á umræddum tíma en að hún muni ekkert eftir handtöku eða skýrslugjöf. Hún kannaðist hins vegar við undirskrift sína á lögregluskýrslur sem fyrir liggja í málinu og fyrr eru raktar. Ákærða gaf þá skýringu á minnisleysi sínu að hún hafi verið í mikilli neyslu og muni ekkert eftir þessu tímabili. Kvaðst hún hafa verið í meðferð að Háholti í Skagafirði frá því í september.

M rannsóknarlögreglumaður kom fyrir dóminn sem vitni og staðfesti þær skýrslur sem hann gerði í tengslum við rannsókn umrædds máls. Kvaðst hann hafa unnið að rannsókn innbrots að Ý. Um hafi verið að ræða innbrot í heimahús, þar sem sést hafi til bifreiðar fyrir utan. Þegar lögregla hafi komið á vettvang hafi lögreglumenn gengið í nærliggjandi hús til að spyrjast fyrir um mannaferðir og fljótlega hafi komið í ljós að nágranni hafi séð til bifreiðar, sem svari til lýsingar á bifreið sem að vitnið hafi vitað til að ákærði Y og systir hans hefðu stundum verið á. Það hafi verið sérkennandi við þennan bíl að það hafi verið brotin í honum afturrúða og bætt með plasti. Í framhaldi af þessu kvaðst M hafa farið með öðrum lögreglumanni og keyrt fram hjá heimili foreldra systkinanna og bíllinn hafi verið þar skammt frá. Þá kvaðst M hafa beðið hinn lögreglumanninn að fara og ná í fyrrnefndan nágranna til staðfestingar á því að um væri að ræða sama bíl. Hafi svo verið gert og umræddur nágranni staðfest að um sama bíl hafi verið að ræða og hann hafi veitt athygli kyrrstæðum í [...] fyrr um daginn. Kvað M að sig minnti að ákveðið hafi verið að vakta húsið og bílinn. Hann hafi ekki verið við þá vöktun en þegar hann hafi komið síðar á staðinn þá hafi verið búið að handtaka aðila, í eða við bílinn. Þá hafi verið búið að fara inn á heimili foreldra systkinanna og tryggja ástandið þar, en þetta hafi verið fólk sem hann hafi kannast við sem óreglufólk. Farið var inn á þetta heimili, að K, til húsleitar með leyfi B, systur ákærða Y. Móðir þeirra hafi verið erlendis en B hafi fallist á að veita húsleitarheimild. Staðfesti vitnið skýrslur sem hann hafi gert í málinu, meðal annars skýrslu um leit og haldlagningu að K. Þá kvaðst vitnið hafa tekið skýrslu af ákærða Y og þar hafi hann gengist við innbrotinu og viðurkennt að hafa farið þarna inn ásamt meðákærða Davíð Þór.

Þá kom É, rannsóknarlögreglumaður, fyrir dóminn sem vitni. Kvaðst hann hafa komið að umræddri rannsókn, með þeim hætti að hafa farið í húsleit að K, kjallaraíbúð og hafa tekið síðari lögregluskýrsluna af ákærðu A. Bar É að við yfirheyrsluna hafi ákærða framvísað munum úr innbroti að Ý, þegar gengið hafi verið á hana, en munina hafi hún tekið upp úr tösku sem hún hafi haft meðferðis þegar hún hafi verið handtekin. Um skýrslutökuna kvaðst vitnið hafa gert lögregluskýrslu og haldlagningarskýrslu um þá muni sem ákærða hafi framvísað úr veski sínu.  Kvað vitnið ákærðu A hafa orðið margsaga um það hvernig munirnir hafi komist í veski hennar. Hafi hún ýmist sagt að ákærði Davíð Þór hafi sett þá þar, eða hún sjálf. Þá kvað vitnið ákærðu hafa virðurkennt að hún hefði verið í bifreið með Y og Davíð Þór og að bifreiðinni hefði verið lagt fyrir utan Ý, þeir hafi þar farið út og hún beðið. Þeir hafi komið til baka eftir nokkurn tíma og hafi þá verið með eitthvað dót með sér. Þá hafi verið farið á bifreiðinni að K og þar hafi munir sem þeir hafi tekið verið settir í veski hennar. Kvað vitnið að ákærða A hefði ekki sagt berum orðum að hún hafi vitað að um þýfi hafi verið að ræða.

Niðurstaða varðandi ákærulið VIII.

Ákærði Davíð Þór hefur frá upphafi neitað allri aðild að umræddu innbroti en fyrir dómi viðurkenndi hann þó að hafa verið handtekinn á umræddum stað og tíma ásamt meðákærða Y og A sem ákærð er í ákærulið IX. Hefur ákærði borið að hann hafi verið nýbúinn að hitta þau tvö þegar handtakan hafi átt sér stað. Bar hann í skýrslu sinni fyrir lögreglu að hann hefði hitt þau við Sparisjóðinn í Keflavík um klukkan fjögur síðdegis og að þegar þau hafi verið handtekin hafi þau verið að koma frá K. Þar hafi þau verið að tala saman.

Ákærði Y neitaði fyrir dómi allri aðild að innbrotinu og kvaðst ekkert muna eftir atvikinu, eða að hafa verið yfirheyrður um það. Í málinu liggur sem fyrr segir fyrir lögregluskýrsla af ákærða Y, sem tekin var upp á mynddisk. Lýsir hann þar hvernig hann og meðákærði Davíð Þór hafi farið inn í umrætt hús, eins og að framan er rakið. Þeir hafi síðan ekið að heimili móður hans og farið þar inn með þá hluti sem teknir hafi verið.

A, sem ákærð er í ákærulið nr. IX, kvaðst fyrir dómi ekkert muna eftir umræddum atvikum. Í síðari lögregluskýrslu sinni þar sem hún framvísaði munum úr innbrotinu, sem geymdir voru í tösku hennar, lýsti hún málsatvikum með svipuðum hætti og ákærði Y varðandi það hvernig þau, ásamt ákærða Davíð hafi farið á tiltekinni bifreið að [...] og þar hafi hún beðið í bifreiðinni um stund og þeir tveir síðan komið til baka með eitthvað dót. Síðan hafi verið haldið heim til mömmu Y.

Eins og að framan greinir fundust alls 69 hlutir, sem reyndust eign íbúa að Ý, annar vegar við húsleit að K og hins vegar í handtösku A. Fór húsleitin fram í beinu framhaldi af handtöku ákærðu í bifreið fyrir utan framangreint hús. Af fyrirliggjandi gögnum má sjá að frá því að innbrotið var framið og þar til ákærðu voru handtekin liðu einungis um þrjár klukkustundir.

Fráhvarf ákærða Y og ákærðu A frá játningum sínum sem skráðar eru í lögregluskýrslur byggir að þeirra sögn á algeru minnisleysi þeirra um umrædda atburði. Játningar þeirra fyrir lögreglu verða hins vegar að teljast trúverðugar og eru lýsingar þeirra tveggja á atburðarás sem þar koma fram í innbyrðis samræmi um þá þætti atburðarásarinnar sem þau bæði skýra frá. Eykur það mjög á sönnunargildi umræddra skýrslna að fyrir liggja í málinu mynddisksupptökur sem dómari hefur skoðað og eru hinar skriflegu skýrslur sem lögreglumenn hafa staðfest fyrir dómi í samræmi við það sem á upptökunum sést og heyrist. Þegar framangreint er virt í samhengi verður talið að sannað sé að ákærðu Davíð Þór og Y hafi í sameiningu gerst sekir um þá háttsemi sem lýst er í nefndum ákærulið og er brot þeirra þar rétt heimfært til refsiákvæðis.

Niðurstaða varðandi ákærulið nr. IX.

Með vísan til þess sem rakið er hér næst á undan varðandi ákærulið nr. VIII verður talið sannað að ákærða A hafi verið með í veski sínu við handtöku muni úr nefndu innbroti og að henni hafi ekki getað dulist að þeir munir, sem taldir eru upp í ákæruskjali og nánar er lýst hér að framan, hafi verið illa fengnir. Verður ákærða því sakfelld fyrir þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæruskjali og er þar réttilega heimfærð til refsiákvæðis.

 

Ákæruliður X og XI (málanúmer lögreglu 010-2006-45098)

[...]

 

Ákæruliður XII (málanúmer lögreglu 025-2006-02442)

Af fyrirliggjandi gögnum er ljóst að bifreiðinni Þ var stolið þar sem hún stóð við heimili eiganda síns, D, að [...], Reykjavík. Liggur ekki ljóst fyrir nákvæmlega hvenær þetta átti sér stað en í málinu liggur fyrir ljósmynd úr eftirlitsmyndavél Spalar í Hvalfjarðargöngum, sem tekin var 15. september klukkan þrjú að morgni. Þann 18. september var tilkynnt um að bifreiðin stæði mannlaus við áhaldahús Húsavíkurbæjar og væru kveikjuláslyklar í henni.

Öll ákærðu viðurkenndu fyrir dómi að hafa farið frá Reykjavík til Húsavíkur á umræddri bifreið, en enginn kannaðist við að hafa tekið hana ófrjálsri hendi, eða að hafa vitað að hún væri stolin. Þá gat enginn ákærðu gert grein fyrir því hver hafi ekið bifreiðinni norður. Aðspurð kváðust þau ekki hafa velt því neitt sérstaklega fyrir sér hvernig bifreiðin var fengin. Ákærði Davíð Þór og ákærða A báru bæði um að ákærði Y hafi komið á bifreiðinni, en þau hafi þá verið stödd hjá bróður A á Bústaðaveginum.

Ekki þykir ástæða til að rekja frekar fjarstæðukenndar skýringar ákærðu á því hvernig þau hafi öll verið sér gersamlega ómeðvituð um það hvaðan umrædd bifreið var upprunnin og hvernig þau hafi ýmist verið sofandi meðan á ökuferðinni stóð, eða hafi ekki velt því sérstaklega fyrir sér hver ætti hana. Verður lagt til grundvallar að ákærðu hafi ekki getað dulist að bifreið sú sem þau fóru saman á var illa fengin og þykir einnig mega leggja til grundvallar að þau hafi staðið saman að verki. Skiptir þá engu, eins og atvik máls þessa liggja fyrir, hver ákærðu tók bifreiðina í upphafi eða hver ók henni í umræddri ökuferð. Var hagnýting ákærðu allra á bifreiðinni með sama hætti og teljast þau því öll sönn að sök í þessum ákærulið og er háttsemi þeirra réttilega heimfærð til refsiákvæðis í ákæruskjali.

Ákæruliður XIII (málanúmer lögreglu 025-2006-02419)

Af gögnum málsins má ráða að bifreiðin Q, í eigu E, var tekin ófrjálsri hendi þar sem hún stóð við húsið að [...], Húsavík,  annaðhvort að kvöldi 15. september eða aðfaranótt 16. sama mánaðar. Ákærðu A, Davíð og Y voru á umræddri bifreið þegar þau voru handtekin í kjölfar innbrots sem fjallað er um í ákærulið nr. XIV og þau hafa öll viðurkennt fyrir dómi.

Með sama hætti og um ákærulið XII hafa öll ákærðu viðurkennt að hafa farið með bifreiðinni frá Húsavík og suður um heiðar. Ákærði Davíð Þór taldi þó fyrir dómi að hann hefði komið í bifreiðina á Akureyri en ekki Húsavík. Í lögregluskýrslu af ákærðu A lýsir hún því að hún hafi tekið umrædda bifreið þar sem bifreiðin hafi staðið fyrir utan eitthvað hús, með kveikjuláslyklum í. Hún hafi ekið bifreiðinni stuttan spöl, en þá hafi meðákærða B tekið við akstrinum þar sem hún sé með bílpróf. Fyrir dómi vék ákærða A frá þessum framburði. Ákærða B hefur ekki kannast við að atburðir hafi verið með þessum hætti. Framburður allra ákærðu er með sama marki brenndur um þennan ákærulið og áður sagði um ákærulið nr. XII. Enginn kannast við að hafa tekið bifreiðina, eða hafa vitað að hún hafi verið illa fengin. Þá kannast enginn við að hafa ekið henni eða að vita hver það hafi gert. Bera ákærðu ýmist við minnisleysi eða að þau hafi ekkert verið að velta svona hlutum fyrir sér á leiðinni.

Þykir ekki ástæða til að rekja framburði ákærðu nánar varðandi það hver tók í upphafi umrædda bifreið og hver hafi ekið henni. Verður talið með sama hætti og á grundvelli sömu röksemda og fram koma hér fyrr varðandi ákærulið nr. XII að ákærðu geti ekki með nokkru móti hafa dulist að bifreið sú sem þau nýttu til farar sinnar suður um heiðar hafi verið illa fengin. Verður aðild þeirra, hvers og eins, að töku bifreiðarinnar ekki skilin að og verður lagt til grundvallar að þau hafi sameiginlega tekið hana ófrjálsri hendi og nýtt hana með þeim hætti sem lýst er í þessum lið ákæru. Verða þau því sakfelld fyrir þá háttsemi sem lýst er í þessum lið ákæru og réttilega er heimfærð til refsiákvæðis í ákæruskjali.

Ákæruliður XIV (málanúmer lögreglu 033-2006-08129)

Ákærðu hafa öll játað fyrir dómi að hafa átt þátt í því innbroti sem lýst er í greindum ákærulið, en hafa að nokkru gefið misvísandi skýringar á þætti sínum í verknaðinum. Ákærði Y tók þó fram að hann hefði aðeins tekið áfengi þegar hann hafi farið inn í félagsheimilið og gengið síðan með það út, en meðákærði Davíð hafi haft sig mun meira í frammi og tekið aðra þá hluti sem teknir hafi verið. Skýringar ákærða Y á því hver hafi tekið hvað þykja ekki skipta máli varðandi sakfellingu hans og meðákærðu í umrætt sinn. Stóðu ákærðu öll að nefndu innbroti og hafa viðurkennt það skýlaust. Hefur það ekki þýðingu við sakarmat hver tók nákvæmlega hvern þann hlut, sem tekinn var, eða hvort einhver hafði sig þar meira í frammi en annar. Bótakrafa tjónþola vegna þessa nemur 415.000 krónum.

Þykja því fram komnar skýlausar játningar um þennan ákærulið og eru þær í samræmi við sakargögn. Verða ákærðu því sakfelld fyrir þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í þessum lið ákæru og er þar réttilega heimfærð til refsiákvæðis. 

Ákæruliður XV (málanúmer lögreglu 033-2006-08398)

 [...]

 

Ákæra 16. nóvember 2006

Ákæruliðir I, II, III, IV og V (málanúmer lögreglu 034-2006-08465 og 034-2006-08487 og 034-2006-08505)

Er fjallað um alla þessa ákærulið í einu lagi, samhengis vegna, þar sem ákærðu Jón Einar og Davíð Þór voru handteknir við tilraun til innbrots að T, Vogum, en þeir hafa viðurkennt það brot, sbr. V. lið ákæru, en við leit sem fram fór í bifreið ákærðu Z og í kjölfarið á heimili hennar, fundust hlutir sem teknir höfðu verið í innbrotum þeim sem um ræðir í ákæruliðum I og III. Á vettvangi við T var bifreið í eigu ákærðu Z og sat hún þar í henni. Var hún einnig handtekin sem grunuð í umræddu máli. Þá fundust einnig munir úr þessum innbrotum nokkru síðar við húsleit á dvalarstað ákærða Y. Ákærðu Z er í ákæruliðum II og IV gefin að sök hilming með því að hafa tekið til geymslu í bifreið sinni og heimili hluti sem ákærðu Y og Jón Einar hafi stolið í innbrotum annars vegar að S, Reykjanesbæ og hins vegar að T, Grindvík og fjallað er um í ákæruliðum I og III í ákærunni.

Ákæruliður I, aðdragandi:

Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að tilkynnt hafi verið um innbrot að S, Reykjanesbæ um eða eftir miðnætti aðfaranótt 12. ágúst. Kemur þar fram að húsið hafi verið skilið eftir mannlaust og ólæst um klukkan 20:30 um kvöldið en laust eftir miðnætti þegar heimilismaður hafi komið í húsið hafi hann veitt því athygli að farið hefði verið inn og verðmæti tekin. Voru taldir upp í skýrslunni þeir hlutir sem heimilismenn söknuðu þá þegar, en eftir þeim var haft að ekki væri um tæmandi lista að ræða. Í málinu liggur fyrir mat húsráðanda að S, um verðmæti muna, þar á meðal peninga sem teknir hafi verið og er það að fjárhæð 476.803 krónur.

Þá liggur fyrir í málinu að hlutir sem heimilisfólk að S, endurþekkti sem sína, fundust í bifreið ákærðu Z og á heimili hennar og einnig fannst I-pod spilari í þeirra eigu á dvalarstað ákærða Y. Þá vísaði ákærða Z lögreglumönnum á hluti, sem faldir höfðu verið undir palli fyrir utan hús við sömu götu. Voru þar á meðal vegabréf íbúa að S.

Ákæruliður III, aðdragandi:

Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að um hádegi laugardaginn 12. ágúst hafi verið tilkynnt um innbrot í íbúðarhúsið að T, Grindavík. Hafi lögreglumenn farið á staðinn og skoðað verksummerki. Hafi rúða við útihurð verið brotin og af aðkomu á vettvangi hafi mátt ráða að farið hefði verið um allt húsið og mikið rótað í öllum skápum og skúffum. Haft var eftir tilkynnanda að nýrri fartölvu hefði verið stolið, videoupptökuvél og einhverjum skartgripum, en að öðru leyti hafi hann ekki getað sagt til um hvort einhverju öðru hefði verið stolið þar sem foreldrar hans, sem byggju í húsinu, væru ekki heima. Þá kemur fram að skömmu fyrir innbrotstilkynninguna hafi verið tilkynnt um þýfi í porti við Fjölbrautarskólann í Keflavík. Hafi lögreglumenn farið þar á staðinn og fundið pillubox merkt íbúa að T, tvö myndaalbúm og lyfseðil merktum sama einstaklingi.

Íbúar að T, endurþekktu þá muni sem að framan eru taldir sem og nokkra muni sem fundust í bifreið ákærðu Z við leit, sem og nokkra muni sem fundust á heimili hennar. Þá könnuðust íbúar við giftingarhringasett, en annar hringurinn var tekinn af ákærða Jóni Einari en hinn af ákærðu Z  í kjölfar handtöku. Fartölva sem fannst við húsleit á dvalarstað ákærða Y reyndist vera í eigu heimilismanns að T. Munir sem þannig skiluðu sér voru samkvæmt mati eigenda að verðmæti um 200.990 krónur en verðmæti muna sem ekki hafi skilað sér auk kostnaðar vegna skemmda nemi 228.729 krónum.

Ákæruliður V, aðdragandi:

Í frumskýrslu lögreglu greinir að aðfaranótt sunnudagsins 13. ágúst klukkan 02:31 hafi lögreglumenn verið í venjubundnu eftirliti í Vogum. Gáfu vegfarendur sig á tal við lögreglumenn og töldu sig hafa orðið vara við grunsamlegar mannaferðir við T, Vogum. Fóru lögreglumenn þangað og stóðu ákærðu Jón Einar og Davíð Þór að verki við innbrot í húsið, eins og þeir hafa viðurkennt. Bifreið ákærðu Z stóð fyrir utan og sat hún í bifreiðinni. Á vettvangi sást að gluggi hafði verið spenntur upp og farið hafði verið um allt húsið og fjölmargir munir höfðu verið teknir og settir í poka víðs vegar um húsið. Voru þau þrjú handtekin og í kjölfarið úrskurðuð í gæsluvarðhald. Voru þau auk síðastnefnds innbrots grunuð um framangreind innbrot að S og T, enda fundust, Z. Þá fundust munir úr innbrotunum nokkru síðar við húsleit á dvalarstað ákærða Y.

Skýrslur af ákærðu og vitnum varðandi framangreinda ákæruliði:

Fyrir dómi viðurkenndi ákærði Jón Einar að hafa komið með þá muni sem fundust á heimili ákærðu Z heim til hennar. Kvaðst hann hafa fengið umrædda muni hjá einhverjum manni sem hann ekki vildi nafngreina. Ákærði neitaði hins vegar alfarið aðild að þeim innbrotum að S og T, sem áður er lýst. Ákærði kvaðst á umræddum tíma hafa dvalið á heimili ákærðu Z og hafa haft afnot af bifreið hennar. Hins vegar taldi hann að fleiri hefðu haft afnot bifreiðarinnar og hann hefði ekki komið með þá hluti sem fundist hafi í bifreiðinn og tengdust framangreindum innbrotum og viti ekki hvernig þeir hafi borist í bifreiðina. Nánar  aðspurður um giftingarhringi sem teknir hafi  verið við yfirheyrslu, annars vegar af honum, en hins vegar af ákærðu Z, kvaðst hann hafa tekið ýmislegt dót sem í fólk hafi komið með í bifreiðina. Hann gat ekki gefið skýringar á því hvaða fólk væri hér um að ræða. Hann kvaðst hafa verið að fá hluti frá fólki og láta þá af hendi, kaupa og selja. Framburður hans var í heild ruglingslegur og í litlu samhengi. Bar ákærði við minnisleysi um einstaka atburði. Ákærði neitaði einnig við skýrslutöku hjá lögreglu aðild að fyrrnefndum innbrotum.

Ákærði Y neitaði fyrir dómi að hafa tekið þátt í umræddum innbrotum en skýringar hans á atburðarás voru losaralegar og í litlu samhengi. Hafði ákærði einnig neitað sök í skýrslum sínum hjá lögreglu.

Ákærða Z kvaðst fyrir dómi lítið muna af umræddum atburðum. Hún kvað ákærða Jón Einar hafa dvalið á heimili sínu á umræddum tíma og það dót sem fundist hafi á heimili hennar hafi komist þangað fyrir tilstuðlan ákærða Jóns Einars. Þá kvaðst hún ekki geta vitað hverjir hefðu komið með þá muni í bifreið hennar sem þar hafi fundist. Hún kvaðst einnig ekki hafa á þeim tíma haft ástæðu til að ætla að munir sem ákærði Jón Einar hafi komið með á heimili hennar hafi verið annað en hans persónulegu munir. Kvaðst ákærða lítið muna eftir því tímabili sem um ræðir.

Í skýrslu lögreglu sem tekin var af ákærðu Z lýsti hún atburðarás með þeim hætti að á föstudagskvöldi 11. ágúst hafi verið hringt í hana og hún beðin um að koma að tilteknu húsi við [...] í Reykjanesbæ. Hafi hún farið þangað og hitt þar fyrir ákærðu Jón Einar og Y. Hafi þeir sett eitthvað dót í bifreið hennar, en áður hafi hún séð þá koma fyrir einhverju dóti undir palli við umrætt hús, sem standi autt. Hafi þau að því loknu farið til Grindavíkur til að heimsækja ættingja ákærðu. Kvað Z þau hafa heimsótt umræddan ættingja og verið þar stutta stund. Hafi þetta verið um klukkan 22 um kvöldið. Mundi hún eftir að þau hafi verið þar öll saman og síðan muni hún að þau hafi ekið brott frá Grindavík og taldi hún að eftir það hefði hún farið heim að sofa. Hún kvaðst minnast þess að ákærði Jón Einar hafi komið mun síðar inn að sofa en hún og hafi hann gefið henni þá skýringu að hann hafi sofnað úti í bifreiðinni, en Jón Einar mun hafa dvalið á heimili hennar á þessum tíma. Umrædd skýrsla var tekin upp á mynddisk sem liggur fyrir í málinu og hefur dómari horft á upptökuna.

É, rannsóknarlögreglumaður, gaf vitnaskýrslu í málinu. Lýsti hann því að hann hefði tekið lögregluskýrslu af ákærðu Z og hafi hann einnig farið með henni á stað við [...], þar sem hún hafi vísað á muni sem tengst hafi innbroti að S. Hafi munirnir verið undir palli þannig að ógjörningur hafi verið að finna þá ef menn hafi ekki vitað af þeim. Kvað vitnið sig hafa farið á þennan stað með ákærðu Z eftir að hún hafi viðurkennt í skýrslutöku að hafa náð í ákærðu Jón Einar og Y á umræddan stað á föstudagskvöldið. Kvaðst vitnið einnig hafa komið að leit í bifreið ákærðu Z og á heimili hennar. Kom og fram að vitnið taldi að sumt af þeim munum sem fundist hafi á heimili Z hafi verið þannig að talist gætu persónulegir munir en einnig hafi verið þarna hlutir sem ekki gat dulist að væru þýfi. Vitnið staðfesti skýrslur sem það hafði gert í málinu.

Niðurstaða varðandi ákæruliði I og III.

Fyrir liggur í málinu að innbrot að S átti sér stað föstudagskvöldið 11. ágúst, en innbrot að T, síðar sömu nótt. Þá liggur fyrir að kvöldið eftir þegar ákærðu Jón Einar, Z og Davíð Þór voru handtekin við innbrotstilraun í Vogum voru hlutir úr nefndum fyrri innbrotum í bifreiðinni og jafnframt voru þau Jón Einar og Z með hvort sinn giftingarhringinn sem stolið hafði verið í Grindavík. Ákærða Z bar fyrir lögreglu að hún hefði farið til Grindavíkur umrætt kvöld ásamt ákærðu Jóni Einari og Y, eftir að hafa náð í þau í nágrenni við húsið að S. Að ábendingu ákærðu Z fundust munir við nánar tilgreint hús sem tengdust heimilismönnum að S. Þá er þess getið í skýrslum að bifreið ákærðu Z hafi sést á eftirlitsmyndavél við Fjölbrautarskóla Suðurnesja aðfaranótt 12. ágúst og sést hafi að einhverju dóti hafi verið kastað úr bifreiðinni. Þegar dótið var skoðað mun hafa komið í ljós að um hafi verið að ræða muni úr innbroti í T. Nánar tilgreindir munir sem teknir voru á báðum þessum stöðum fundust á dvalarstað ákærða Y nokkru síðar.

Þegar gögn málsins eru virt í samhengi og með tillti til framburðar ákærðu Z fyrir lögreglu, sem fær stoð í öðrum gögnum málsins, verður að telja fram komna sönnun þess að ákærðu Jón Einar Randversson og Y hafi gerst sekir um þá háttsemi sem lýst er í þessum liðum ákæru og er þar réttilega heimfærð til refsiákvæðis.

Niðurstaða varðandi ákæruliði II og IV

Ákærða Z hefur fyrir dómi borið að hún hafi talið að munir sem hafi fundist á heimili hennar og í bifreið hennar hafi komið frá ákærða Jóni Einari og henni hafi ekki verið ljóst að um þýfi hafi verið að ræða. Með vísan til þess sem að framan greinir um aðdraganda handtöku ákærðu og skýringar sem hún gaf fyrir lögreglu verður að telja að henni hafi ekki getað dulist og umræddir munir sem fundust á heimili hennar og í bifreið hennar hafi verið illa fengnir. Verður hún því sakfelld fyrir þá háttsemi sem greinir í greindum töluliðum ákæru og er þar réttilega heimfærð til refsiákvæðis.

Niðurstaða varðandi ákærulið V

Ákærðu Jón Einar og Davíð Þór játuðu skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í nefndum ákærulið og samræmast játningar þeirra sakargögnum. Verða þeir því sakfelldir fyrir þá háttsemi sem í ákæru greinir og er þar réttilega heimfærð til refsiákvæðis.

Ákæruliður VI (málanúmer lögreglu 034-2006-08505)

[...]

Ákæruliður VII (málanúmer lögreglu 034-2006-09426)

Ákærði Davíð Þór Gunnarsson játaði skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ofangreindum ákærulið og samræmist játning hans sakargögnum. Verður hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi og er hún réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæruskjali.

Ákæruliður VIII (málanúmer lögreglu 034-2006-09406)

[...]

Ákæruliður IX (málanúmer lögreglu 034-2006-09406)

Ákærði Davíð Þór hefur staðfastlega neitað sök varðandi þennan ákærulið.

Fyrir dóm komu tvö vitni, Æ og OOO. Staðfestu þau bæði að ákærði Davíð Þór hefði verið sá maður sem notaði á umræddum tíma þau greiðslukort sem í ákæru greinir til að taka út vörur í Fitjagrilli, en vitnin eru bæði starfsmenn á nefndum veitingastað. Fór fram fyrir lögreglu myndsakbending og þekktu vitnin þar bæði ákærða Davíð Þór sem manninn sem notað hafi greiðslukortin í umrætt sinn og staðfestu vitnin þetta fyrir dómi. Liggur fyrir í gögnum málsins að umrædd greiðslukort voru notuð á umræddum tíma og teknar af þeim þær fjárhæðir sem í ákæru greinir. Með vísan til framanritaðs verður ákærði Davíð Þór sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í nefndum ákærulið og er þar réttilega heimfærð til refsiákvæðis.

Ákæruliður X (málanúmer lögreglu 034-2006-08873)

Ákærði Jón Einar Randversson játaði skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ofangreindum ákærulið og samræmist játning hans sakargögnum. Verður hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi og er hún réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæruskjali.

Ákæruliður XI (málanúmer lögreglu 034-2006-08804)

Ákærði Jón Einar Randversson játaði fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ofangreindum ákærulið en vildi taka fram að einungis hefði verið um að ræða 6.000 krónur í peningum en ekki 10.000 krónur, eins og í ákæru greini og að hann hafi verið einn að verki. Samræmist játning hans að öðru leyti sakargögnum.

Ákærði Davíð Þór Gunnarsson hefur hins vegar neitað sök. Meðákærði Jón Einar bar fyrir dómi, eins og áður segir, að hann hefði staðið einn að verki í umrætt sinn. Aðspurður um framburð vitnis í lögregluskýrslu um að vitnið hefði séð hann fara út ásamt meðákærða Davíð Þór og að þeir hafi komið saman til baka og þá haldið á peningaskáp, sem tekinn hafi verið í umræddu innbroti, kvað hann Davíð Þór ekki hafa farið með sér en hann hafi hitt Davíð þegar hann hafi verið að bera peningaskápinn inn á dvalarstað sinn og hafi Davíð hjálpað honum að bera skápinn inn. Kvaðst Jón Einar hafa staðið einn að því að opna skápinn.

Ekki voru leidd nein vitni af ákæruvaldsins hálfu um þennan ákærulið. Verður því ekki talið að komin sé fram sönnun fyrir dómi um sekt meðákærða Davíðs Þórs gegn eindreginni neitun hans, sem einnig er studd af framburði meðákærða.

Þá verður talið að eins og sönnunarfærslu ákæruvaldsins er háttað verði ekki lagt til grundvallar að ákærði Jón Einar hafi tekið peninga að hærri fjárhæð en hann viðurkennir sjálfur. Verður ákærði því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum ákærulið að því frátöldu að aðeins verður talið að auk annarra muna sem greinir í ákæru hafi verið um 6.000 krónur í peningum að ræða.

Ákæruliður XII (málanmúmer lögreglu 034-2006-08804)

Ákærði Jón Einar Randversson játaði skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ofangreindum ákærulið og samræmist játning hans sakargögnum. Verður hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi og er hún réttilega heimfærð til refsiákvæðis í ákæruskjali.

Ákæruliður XIII (málanúmer lögreglu 034-2006-08804)

[...]

 

Ákæra 28. nóvember 2006

Ákærði Davíð Þór neitaði því fyrir dómi að hafa framið þann þjófnað sem honum er gefinn að sök í fyrri lið ákærunnar. Viðurkenndi hann þó að hafa verið á umræddum stað og tíma ásamt meðákærða Y og að hann hafi verið meðvitaður um það hvað meðákærði hafi verið að gera. Y hafi gengið út úr verslun með poka sem í hafi verið einhver föt. Þá hafi komið einhverjir öryggisverðir, sem sagt hafi þeim að koma með sér. Pokinn hafi fundist, það hafi orðið slagsmál og síðan hafi lögregla komið.

Ákærði Y viðurkenndi að hafa verið sá sem labbaði út úr versluninni með umræddan poka og að í honum hafi verið eitthvað sem meðákærði Davíð Þór hafi verið búinn að tína saman. Kvaðst hann ekki hafa stolið þessu en aðeins labbað með pokann út.

Fyrir lögreglu játuðu báðir ákærðu aðild sína að umræddum þjófnaði. Ekki voru leidd fyrir dóminn vitni að umræddri atburðarás. Af framburði ákærðu verður hins vegar ekki annað ráðið en þeir hafi báðir verið þarna saman á ferð og gert sér grein  fyrir að vörur sem í umræddum poka hafi verið hafi verið stolnar. Dugar þeim ekki í þessu sambandi að vísa hvor á annan, um það hver hafi tínt vörurnar saman í poka, og verða þeir sakfelldir fyrir að hafa staðið saman að þeim verknaði sem þeim er gefinn að sök í fyrri lið ákæru og er háttsemi þeirra rétt heimfærð til refsiákvæðis í ákæruskjali.

Ákærði Y viðurkenndi þá háttsemi sem honum er gefin að sök í síðari lið nefndrar ákæru, en gaf þá skýringu að hann hefði verið að svara fyrir sig. Hann hefði verið sleginn og hafi slegið til baka. Verður hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í nefndum lið ákæru og er hún réttilega heimfærð til refsiákvæðis. Þar sem ekki voru leidd af ákæruvaldsins hálfu vitni að umræddum atburði verður hins vegar við refsiákvörðun lagt til grundvallar að umrædd árás ákærða hafi átt sér þann aðdraganda sem hann lýsir sjálfur.

 

III

Ákærði Davíð Þór Gunnarsson er 18 ára gamall og samkvæmt sakavottorði, fékk hann dóm þann 15. febrúar 2006 fyrir þjófnað og brot á lögum um ávana- og fíknefni, en ákvörðun refsingar hans var þar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þann 6. júní sama ár var hann dæmdur fyrir fjölmörg brot og dæmdur til 9 mánaða fangelsis, en fullnustu sex mánaða af refsingunni var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Var refsing samkvæmt fyrrnefnda dómnum þar ákveðin með. Af sakavottorði má ráða að þann 29. nóvember sl. hafi ákærði lokið afplánun óskilorðsbundna hluta refsingar samkvæmt dóminum. Nú síðast var hann dæmdur til greiðslu sektar fyrir þjófnað og brot á lögum um ávana- og fíkniefni þann 29. september 2006, en við þá refsiákvörðun var fyrrnefndur skilorsdómur látinn halda sér.

Ákærði Davíð hefur samkvæmt því sem að framan greinir verið sakfelldur í máli þessu fyrir sex þjófnaðarbrot og tvær tilraunir til slíkra brota, einu sinni fyrir ölvunarakstur og í þrígang fyrir akstur án ökréttar. Þá hefur hann verið sakfelldur fyrir nytjastuld fjórum sinnum og einnig fyrir eitt fjársvikabrot. Í sex framangreindra tilvika hefur hann framið brot sín í félagi við aðra. Hann hefur hins vegar verið sýknaður af ákæru um umboðssvik í eitt skipti og þjófnað í tvígang.

Með brotum sínum nú hefur ákærði rofið skilorð dóms frá 6. júní 2006 og ber því í samræmi við ákvæði 60. gr almennra hegningarlaga að taka upp skilorðsbundinn hluta refsingar samkvæmt þeim dómi og dæma hann með refsingu ákærða nú í samræmi við reglur 77. gr. almennra hegningarlaga.

Brot ákærða eru mörg og framin á tiltölulega stuttu tímabili og sýna einbeittan brotavilja hans. Er þetta virt honum til refsiþyngingar sbr.5. og 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Virt verður honum til mildunar refsingar að hann er ungur að árum en að öðru leyti á hann sér ekki málsbætur. Ákærði framdi mörg þeirra brota sem um ræðir í samvinnu við aðra ákærðu og hefur það áhrif til refsiþyngingar, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Að öllu framangreindu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 15 mánuði. Með hliðsjón af brotaferli ákærða og fjölda þeirra brota sem hann nú er sakfelldur fyrir þykja engin efni til, þrátt fyrir ungan aldur hans, að skilorðsbinda þá refsingu. Gæsluvarðhald ákærða sem hann sætti vegna rannsóknar þeirra mála sem hér er dæmt um, frá 14. til 16. ágúst og 21. september til 10. nóvember 2006, kemur til frádráttar dæmdri refsingu.

Ákærði hefur samkvæmt því sem nánar greinir hér að framan gerst sekur ölvunarakstur og verður því sviptur ökurétti í 8 mánuði frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, sbr. 101. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

[...]

Ákærði Jón Einar Randversson er 24 ára og á að baki nokkurn sakarferil. Hefur hann frá árinu 1998 fengið fimm dóma fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Þá hefur í tvígang gengist undir viðurlagaákvörðun um greiðslu sektar vegna brota á sömu lagabálkum. Þá hefur hann þrisvar gengist undir sektargreiðslur hjá lögreglu, í tvígang vegna brota á umferðarlögum en einu sinni vegna þjófnaðar og brota á lögum um ávana- og fíkniefni. Þann 23. nóvember sl. var ákærði dæmdur í fangelsi í 14 mánuði í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir tvær líkamsárásir, þjófnað, tilraun til þjófnaðar í tvígang, fjársvik, brot á lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa í vörslum sínum fíkniefni í þrjú skipti og brot á umferðarlögum með því að aka bifreið í þrígang sviptur ökurétti og einu sinni ölvaður, með 1,28‰ ethanóls í blóði. Þá var hann sviptur ökurétti ævilangt frá 5. ágúst 2008 að telja. Taldist ákærði með brotum sínum þá hafa rofið skilorð níu mánaða dóms sem hann fékk 26. júlí 2005, vegna þjófnaðar, nytjastuldar og meiri háttar líkamsárásar, auk brota á umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni, og var sá dómur því dæmdur upp.

Brot þau sem ákærði er hér sakfelldur fyrir eru framin á tímabilinu 11. til 22. ágúst sl. og eru því framin fyrir uppkvaðningu síðastnefnds dóms frá 23. nóvember sl. og verður honum því ákvarðaður hegningarauki í samræmi við reglur 78. gr. almennra hegningarlaga og hliðsjón höfð af 77. gr. sömu laga. Hefur ákærði verið fundinn sekur í þessu máli um fjögur þjófnaðarbrot og eina tilraun til þjófnaðar, í þremur tilvikum hefur hann verið í félagi við aðra ákærðu, en virða verður það til þyngingar refsingu sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hefur ekki látið skipast við refsingar og hefur á stuttu tímabili gerst sekur um þjófnaði sem í þremur tilvikum felast í því að fara inn á heimili fólks og stela þar umtalsverðum verðmætum og valda þar tjóni sem ekki verður að öllu leyti bætt með fé. Verður framangreint virt ákærða til refsiþyngingar, sbr. 5. og 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði á sér ekki málsbætur og með hliðsjón af sakarferli hans og þess sem að framan getur, þykir refsing hans nú hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Til frádráttar dæmdri refsingu kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti við rannsókn þeirra mála sem hér er um dæmt, frá 14. til 16. ágúst 2006. 

IV.

          Skaðabótakröfur í málinu eru allar vanreifaðar og því ekki unnt að leggja á þær dóm á grundvelli fyrirliggjandi gagna, enda umfang málsins slíkt að ekki vannst tóm til að flytja málið um þær sérstaklega eins og nauðsynlegt hefði verið og þykir af þeim sökum ekki annað fært en að vísa þeim frá dómi.

Á grundvelli sakfellinga ákærðu ber samkvæmt 165. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála að dæma þau til greiðslu sakarkostnaðar. Af hálfu ákæruvaldsins hefur þess ekki verið gætt að leggja fyrir dóminn yfirlit sakarkostnaðar eins og skylt er samkvæmt 2. mgr. 168. gr. sömu laga. Hefur dómari því farið yfir sakargögn og tekið saman þann kostnað sem samkvæmt þeim hefur orðið til við rannsókn málsins.

Ákærða Davíð Þór Gunnarssyni verður gert að greiða allan sakarkostnað málsins sem er á rannsóknarstigi samtals að fjárhæð 131.446 krónur. Er þar um að ræða í fyrsta lagi kostnað vegna blóðrannsóknar að fjárhæð 22.892 krónur vegna ákæruliðar nr. II í ákæru 7. nóvember, í öðru lagi þóknun tilnefnds verjanda ákærða, Hilmars Ingimundarsonar hrl., vegna ákæruliða nr.  V, VII og VIII í sömu ákæru samtals að fjárhæð 41.324 krónur, í þriðja lagi þóknun tilnefnds verjanda ákærða, Óskars Sigurðssonar hrl., vegna ákæruliðar nr. XIV í sömu ákæru að fjárhæð 33.615 krónur og loks í fjórða lagi þóknun tilnefnds verjanda ákærða, Hilmars Ingimundarsonar hrl., vegna ákæruliðar VII í ákæru 16. nóvemer að fjárhæð 33.615 krónur. Reikningar vegna þessa liggja fyrir í málinu og bera með sér að hafa verið sendir til greiðslu. Þá verður honum gert að greiða verjendaþóknun og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hrl., sem þykir hæfilega ákveðin samtals 622.500 krónur.

[...]

Ákærða Jóni Einari Randverssyni verður gert að greiða allan sakarkostnað, sem er annars vegar þóknun skipaðs verjanda hans, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar héraðsdómslögmanns, á rannsóknarstigi og hins vegar málsvarnarlaun sama verjanda vegna meðferðar málsins fyrir dómi, sem þykir hæfilega ákveðin samtals 498.000 krónur.

[...]

Halldór Björnsson, settur héraðsdómari kveður upp dóminn.

 

 D ó m s o r ð :

Ákærði Davíð Þór Gunnarsson sæti fangelsi í 15 mánuði, en til frádráttar komi að fullri dagatölu gæsluvarðahald sem hann sætti frá 14. til 16. ágúst og 21. september til 10. nóvember 2006.

             Ákærði Y sæti fangelsi í 18 mánuði, en til frádráttar komi að fullri dagatölu gæsluvarðhald sem hann sætti frá 21. september til 8. desember 2006.

Ákærði Jón Einar Randversson sæti fangelsi í 6 mánuði, en til frádráttar refsingunni komi að fullri dagatölu gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 14. til 16. ágúst 2006.

Ákærða A sæti fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Ákærða B sæti fangelsi í einn mánuð en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Ákærða Z sæti fangelsi í einn mánuð en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Ákærði Davíð er sviptur ökurétti í 8 mánuði frá uppkvaðningu dómsins að telja.

Ákærði Y sæti upptöku á 4,95 g. af kannabisefni og 0,35 g. af tóbaksblönduðu kannabisefni.

Ákærða A sæti upptöku á 14,4 g. af kannabisefni.

Ákærða Z sæti upptöku á 0,74 g. af amfetamíni.

Skaðabótakröfum á hendur ákærðu er vísað frá dómi.

Ákærði Davíð greiði sakarkostnað sem leiddi af málinu 131.446 krónur, sem og verjendaþóknun og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 622.500 krónur.

Ákærði Y greiði sakarkostnað sem leiddi af málinu 73.736 krónur, sem og þóknun Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns 65.736 krónur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns, 373.500 krónur.

Ákærði Jón Einar greiði þóknun og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar héraðsdómslögmanns 498.000 krónur.

Ákærða A greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 186.750 krónur.

Ákærða B greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 186.750 krónur.

Ákærða Z greiði þóknun og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns Vilhjálms H. Vilhjálmssonar héraðsdómslögmanns, 186.750 krónur.

 

 

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 16. ágúst 2007.

             Mál þetta sem dómtekið var þann 9. ágúst sl., er höfðað með ákæru útgefinni af Ríkissaksóknara 12. júlí sl., á hendur ákærða, Stefáni Blackburn, kt. 231091-3009, Langholtsvegi 48, Reykjavík, fyrir eftirgreind brot framin í Reykjavík árið 2007 nema annað sé tekið fram:

             1. Fyrir þjófnað með því að hafa að morgni fimmtudagsins 7. desember 2006 stolið 12 kg af Nóa konfekti að verðmæti kr. 20.748 úr vörumóttöku verslunarinnar Bónus, Iðufelli 2.

             Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

             2. Fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa að morgni sunnudagsins 1. apríl, er lögregla hafði afskipti af ákærða að Z, haft í vörslum sínum 3 töflur af vímuefninu MDMA.

             Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002.

             3. Fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 14. apríl reynt, í félagi við tvo aðra menn, að brjótast inn í myndbandaleiguna Bónusvídeó, Laugalæk 2, í því skyni að stela verðmætum, en ákærði og samverkamenn hans hurfu af vettvangi þegar öryggiskerfi verslunarinnar fór í gang.

             Telst þetta varða við 244. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

             4. Fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og tilraun til ráns með því að hafa aðfaranótt föstudagsins 27. apríl við Stakkholt slegið leigubifreiðastjórann QQQ, kt. [...], tvisvar í höfuðið með klaufhamri og reynt að neyða út úr honum peninga, en QQQ komst undan ákærða án þess að láta af hendi fjármuni. Við árásina hlaut QQQ skurð hægra megin á hnakka og sár hægra megin á höfði rétt ofan ennis með undirliggjandi broti á höfuðkúpu  og innanbastsblæðingu.      

             Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. og 252. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981.

             5. Fyrir þjófnað, nytjastuld og umferðarlagabrot með því að hafa að morgni föstudagsins 27. apríl, í Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg, spennt upp skáp í búningsklefa laugarinnar og stolið þaðan kveikjuláslyklum að bifreiðinni X, leðurbuddu með smámynt og armbandsúri, allt í eigu A, og því næst tekið bifreið A, X af gerðinni Nissan X-Trail, ófrjálsri hendi þar sem hún stóð á bifreiðstæði við Sundhöllina og ekið henni að heimili sínu við Langholtsveg 48 án þess að hafa öðlast ökuréttindi og svo óvarlega að hann ók niður götuvita á Sæbraut við Klettagarða, auk þess sem ákærði var undir slævandi áhrifum klónazepams (Rivotril ®) við aksturinn og í þvagi hans mældist metýlfenídat og tetrahydrókannabínólsýra í kjölfar akstursins, en þau efni eru ávana- og fíkniefni sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði og af þeim sökum telst ákærði hafa verið óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega.

             Telst þetta varða við 244. gr. og 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og 1. mgr. 4. gr., 2. mgr. 44. gr., 1. og 2. mgr. 45. gr. a og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með áorðnum breytingum.

             Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.”

Málavextir

             Ákærði hefur játað sök að því er tekur til ákæruliða 1–3 og 5.  Hefur hann orðið sekur um verknaði þá sem þar er lýst og réttilega eru þar færðir til refsiákvæða. 

             Að því er tekur til ákæruliðar 4 segir ákærði hann réttan að öðru leyti en því að hann kveðst ekki hafa ætlað að ræna QQQ  þegar hann réðst á hann. 

             Fyrir liggur að ákærði og ZZ tóku sér far með leigubíl frá bensínstöðinni N1 í Lækjargötu í Hafnarfirði, aðfaranótt föstudagsins 27. apríl sl., og létu aka með sig að Stakkholti í Reykjavík.  Sat ákærði í aftursæti en ZZ í framsætinu.  Báðir voru þeir félausir.  Þegar bíllin hafði numið staðar, um kl. 02.15, sló ákærði bílstjórann, QQQ, tvisvar með klaufhamri í höfuðið.  Ákærði og ZZ  stigu út úr bílnum og hið sama gerði QQQ, þótt vankaður væri.  Ákærði og ZZ hurfu á braut en lögregla og sjúkralið komu á staðinn eftir að tilkynnt hafði verið um atburðinn til lögreglunnar.  Var QQQ fluttur á slysadeild Fossvogs-spítala og þar gert að meiðslum hans.  Er þeim lýst svo í læknisvottorði að framantil á höfðinu, hægra megin og rétt ofan ennis, hafi verið höggvið sár, sem gæti verið eftir haus á hamri.  Þá hafi verið um 3 cm skurður á hnakka.  Þá segir þar að maðurinn hafi verið með ógleði og höfuðverk og fljótlega fengið krampa.  Við sneiðmyndatöku hafi komið í ljós innkýlt brot undir sárinu við ennið og einnig innanbastsblæðing.  Hafi þetta verið alvarlegur áverki og maðurinn þegar verið settur í aðgerð. 

             Í málinu er einnig aðgerðarlýsing RRR heila- og taugaskurðlæknis.  Segir þar svo: „Aðfaranótt 27.04.2007 kemur leigubílstjóri á slysadeild, sem hefur orðið fyrir líkamsárás.  Telur sjálfur að hann hafi verið barinn í höfuðið með hamri.  Hann krampar endurtekið.  Fer í CT af höfði sem sýnir innkýlt brot, aftarlega hátt uppi frontalt hæ. megin, með brotlínur sem ganga niður á basis.  Brotsprunga aftur á við líka frá þessu innkýlda broti og epidural hematom undir.  Við skoðun á húðinni er hann með sem sagt höggsár yfir þessum áverka, sem nær í gegnum húðþykktina og svo annað fyrir aftan eyrað hæ. megin sem líka nær í gegnum húðþykktina en hefur ekki náð að brjóta beinið.  Hann keyrist til aðgerðar.

Aðgerðarlýsing

             Hann hefur fengið sýklalyf og er nú svæfður, intuberaður og með magasondu. Með höfuðið á grjónapúða og hæ. vanga upp, raka ég mest allt hár af höfðinu hæ. megin.  Opna síðan með bogalaga skurði frontalt aftur á við og niður fyrir framan hæ. eyrað og fletti húðinni fram.  Sjáum nú innkýlda brotið en það er vöðvi yfir því þannig að ég lít ekki svo á að þetta sé contaminerað brot.  Fletti temporalis-vöðvanum fram á við og set í sjálfhaldandi haka. Sé innkýlda brotið og set nú borholu fyrir aftan það, nærri basis og saga út allt brotið þannig að ég get lyft því í einu lagi.  Smá vætl þarna undir en ekkert stærra epidural hematom. Það hreinsast og Surgicel sett þarna undir og verður næstum haemostasi. Duran er mjúk og ekki grunur um stærra hematom þarna undir, þannig að hún er ekki opnuð.

             Nú nota ég Lexcel og hamar til að rétta úr brotunum og þegar þau eru í flukti þá festi ég brotin með 3 craniofix klemmum í defectinn og síðan blanda ég beinmylsnu og Tisseal saman og set í skarð meðfram beinflekanum. Þannig að þetta lítur þokkalega út.  Síðan set ég temporalis-vöðvann yfir og sauma hann að aftanverðu og síðan loka ég húðinni með stökum saumum í undirlag og hefti í húð. Rofið í húðinni yfir brotinu hafði ég lokað að innanverðu með Vicry-saumum og síðan heftum að utanverðu.  Að lokum skolum við sárið aftan við eyrað og heftum það saman.  QQQ  flyst á gjörgæslu og verður vakinn þar.“

             Ákærði neitaði því í lögregluskýrslu sem tekin var 27. apríl að hafa ætlað að ræna bílstjórann eða að hafa heimtað af honum peninga.  Kvaðst hann hafa fyllst skelfingu þegar bílstjórinn læsti bílnum á áfangastað.  Áréttaði hann þetta í lögreglu-skýrslu 7. maí sl. og sagði þá einnig að hann myndi ekki eftir því að hafa verið að ræða um það nokkrum dögum fyrr við þá B og ZZ að ræna leigubílstjóra.

             Í lögregluskýrslu sem tekin var af ZZ kl. 15.30, 27. apríl sl., var haft eftir honum að ákærði hefði slegið bílstjórann tvisvar í höfuðið og svo heimtað af honum peninga.  Ákærði hefði áður verið búinn að tala um að ræna allt og alla og verið í vímu af rivotril-töflum.  Hann hefði þó ekki talað um að ræna þennan tiltekna bílstjóra þegar þeir settust í bílinn.  Þá hefði hann talað um að hann væri með peninga fyrir ökugjaldinu.  Þá sagði hann í skýrslu daginn eftir að nokkrum dögum fyrr hefði ákærði verið að tala um að ræna leigubílstjóra.  Kvaðst hann hafa aftekið þetta og minnti hann að hið sama hafi gert B, sem hafi verið með þeim.

             Í skýrslu sem tekin var af B Þór 27. apríl sl. var haft eftir honum að nokkrum dögum fyrir atburðinn hefðu þeir þrír verið saman og þá hefðu þeir hinir verið að ræða um að ræna leigubílstjóra.  Kvaðst B hafa aftekið að eiga þátt í slíku og því hafi ekkert orðið úr þessu. 

             Verður nú gerð grein fyrir því sem fram er komið í málinu fyrir dómi.

             Ákærði neitar því, eins og fyrr segir, að hafa ætlað að ræna leigubílstjórann.  Hann kveðst hafa verið undir áhrifum fíkniefna og ekki muna mjög vel eftir atvikum.  Hann segir ætlunina hafa verið að stinga bílstjórann af án þess að greiða leigugjaldið þegar þeir væru komnir niður í bæ.  Hann kveðst svo hafa fengið „einhverja paranoju“ yfir sig þegar þangað kom og fundist eins og bílstjórinn ætlaði ekki að leyfa þeim að fara og hringja á lögregluna en hjá lögreglu sagði hann að bílstjórinn hefði þegar hér var komið læst öllum hurðum bílsins.  Hann kveðst þá hafa slegið til bílstjórans eins og lýst sé í ákærunni.  Ákærði segir það rangt að hann hafi heimtað peninga af leigu-bílstjóranum og segist hann muna þetta fyrir víst.  Hann neitar því að hafa, nokkrum dögum áður, verið búinn að ræða við þá ZZ og pilt að nafni B um að ræða leigubílstjóra, eins og fram hafi komið hjá þeim.  Hann segist hafa hirt hamarinn úr bíl á Strandgötu á leið sinni á bensínstöðina.  Hafi hann ekki stolið hamrinum af neinni sérstakri ástæðu, heldur bara til þess að taka eitthvað.   Hann kveðst ekki minnast þess að hafa sagt það sem haft er eftir honum hjá lögreglu að hafa tekið hamarinn til þess að verja sig fyrir innheimtumönnum fíkniefnasala.  Segist hann enda hafa verið undir fíkniefnaáhrifum þegar hann gaf skýrsluna og ekkert muna eftir henni.  Þá segir hann það aldrei hafa hvarflað að sér að ræna leigubílstjóra.

             QQQ leigubifreiðarstjóri hefur komið fyrir dóm og sagt að rétt áður en komið var á áfangastað hafi piltarnir spurt hvort hann væri með „posa“.  Kveðst hann svo hafa verið að setja bílinn í „parkinn“ eftir að hafa numið staðar þegar hann hafi skyndilega fengið á sig högg.  Hafi hann spurt piltinn hvað hann væri að gera og svo komið sér út úr bílnum þótt hann væri vankaður.  Pilturinn sem hafi setið frammi í hafi ekkert haft sig í frammi og horfið á braut en hinn pilturinn hafi gert sig líklegan að fara á eftir honum.  Kveðst hann hafa spurt piltinn hvað hann væri að gera en pilturinn þá svarað: „Þegiðu og komdu með peningana, helvítis fíflið þitt“, eða eitthvað í þá veru.  Hann segist svo hafa komist á brott frá piltinum.  Hann segist hafa orðið fyrir minnisskerðingu af þessum áverka og einnig fái hann höfuðverk og svima annað veifið.  Treysti hann sér ekki til þess að aka með farþega af þessum sökum. 

             ZZ hefur komið fyrir dóm og skýrt frá því að þeir ákærði hafi ætlað sér að „stinga bílinn af“ þegar komið væri á áfangastað.  Segir vitnið að bílstjórinn hafi líklega vitað að þetta stæði til því hann hafi gripið í vitnið þegar það ætlaði að fara úr bílnum.  Hafi ákærði þá slegið bílstjórann í höfuðið.  Annars segist vitnið lítið muna eftir þessum atvikum vegna vímuefnaáhrifa.  Hann kveðst ekki hafa vitað að ákærði væri með hamar á sér.  Hann kveðst ekki minnast þess að ákærði hafi heimtað peninga af leigubílstjóranum.  Þegar honum er bent á að hann hafi sagt í lögregluskýrslu að hann minnti að ákærði hefði heimtað peninga af bílstjóranum segist hann hafa verið ruglaður í yfirheyrslunum hjá lögreglu eftir töfluát. Hann segist hafa átt greiða leið úr bílnum sem hafi verið ólæstur.  Hann segir það aldrei hafa komið til tals hjá þeim ákærða að ræna leigubílstjóra.

             B hefur komið fyrir dóm sagt frá því að hann hafi hitt ákærða og ZZ 2-3 dögum fyrir þennan atburð.  Hafi þá komið til tals að ræna einhvern leigubílstjóra en vitnið kveðst hafa verið því andvígur og þá hafi ákærði orðið því afhuga.  Þá hafi ákærði einnig verið búinn að tala um að stinga af án þess að greiða leigugjald fyrir akstur.  Hann kveður ákærða hafa sagt sér eftir atburðinn á spjallrás á netinu að hann hefði ekki nennt því að stinga leigubílstjórann af og því hefði hann barið hann.  Ákærði hafi verið uppdópaður af „rivotril“-áti á þessum tíma.

             C rannsóknarlögreglumaður hefur skýrt frá því að hann hafi handtekið ákærða á heimili sínu um morguninn og hann þá verið í mjög annarlegu ástandi.

             D lögreglumaður, sem kom á vettvang, segir bílstjórann hafa verið vankaðan eftir höggið.  Hann minnir að bílstjórinn hafi talað um einhverjar hótanir og að þær hafi verið út af leigugjaldinu.  Ekki muni hann hvort maðurinn hafi talað um rán í þessu sambandi.

             RRR, heila- og taugaskurðlæknir, sem gerði að áverkanum á QQQ, hefur komið fyrir dóm og skýrt frá því að áverkinn hafi verið yfir fremri hluta heilans, hægra megin.  Sé sá staður viðkvæmur fyrir krömpum, enda hafi Björn fengið tvo mjög slæma krampa meðan hann var á slysadeildinni þar sem heilinn hafi legið undir mikilli ertingu sem hafi þurft að aflétta sem fyrst.  Hafi því þurft að framkvæma bráðaðgerð á honum, enda geti menn dáið af því að fá krampa.  Þá hafi verið lítilsháttar blæðing til staðar.  Þá sé höfuðáverki af þessu tagi almennt lífshættulegur.  Við myndatöku 4. maí hafi komið í ljós að undir sárinu hafði orðið lítilsháttar vefjaskaði á heilanum, eins og búast mátti við, enda hafi þetta verið mikill áverki.  Ekki komi á óvart þótt QQQ finni til minnisskerðingar enda séu minnis-stöðvar heilans undir þessum stað.  Vefjaskemmdin í heilanum sé varanleg.  Þá geti leitt af henni flogaveiki en á það reyni yfirleitt ekki fyrr en um 12 mánuðum eftir áverkann.  Staðsetning áverkans á QQQ auki líkurnar á því og séu líkurnar í þessu tilviki um 30%.  Hann segir brotið á höfuðkúpunni hafa verið eins og far eftir hamarshausinn og hafi þurft mikið högg til þess að valda slíkum áverka.

             E rannsóknarlögreglumaður, sem yfirheyrði ákærða og ZZ 27. apríl sl. hefur skýrt frá því að ákærði hafi virst vera hæfur til þess að gefa skýrslu í umrætt sinn.  Hann hafi verið í annarlegu ástandi um morguninn þegar hann var handtekinn en af honum runnið þegar hann var yfirheyrður.  Hafi verjandi hans og fulltrúi barnaverndarnefndar enda ekki gert athugasemdir við að það væri gert.  Þá hafi ZZ virst vera í góðu ástandi þegar hann var yfirheyrður.  Hafi frásögn hans verið skýr og greinargóð og heildstæð.

Niðurstaða

             Sem fyrr segir viðurkennir ákærði að hafa ráðist á QQQ, leigubíl-stjóra og barið hann tvö högg í höfuðið með hamri svo að af hlutust þeir áverkar sem lýst er í ákærunni og gögnum málsins.  Telst þetta vera sannað í málinu.

             Ákærði neitar því að hafa ætlað að ræna leigubílstjórann og neitar því að hafa krafið hann um peninga.  Þá neitar hann því að hafa talað um það að ræna leigubíl-stjóra við þá ZZ og B.  ZZ bar það hjá lögreglu að áður en þeir fóru í bílferðina hefði ákærði verið búinn að tala um það að ræna allt og alla og verið mjög ör og æstur eftir að hafa tekið inn um 10 töflur af lyfinu rivotril.  Þá bar þeim ZZ og B saman um það hjá lögreglu, að nokkrum dögum fyrir atburðinn hefði ákærði talað um að ræna leigubíl-stjóra.  Þetta hefur B staðfest fyrir dómi en ZZ  hefur hins vegar sagt að þetta sé ekki rétt.  Hefur hann sagst hafa verið ruglaður af töfluáti þegar hann gaf skýrsluna, sem þó sé rétt eftir honum höfð.  Lögreglumaður sá sem yfirheyrði ZZ hefur hins vegar borið fyrir dómi að hann hafi verið vel á sig kominn þegar hann gaf skýrsluna.  Skýring vitnisins á þessum breytta framburði þykir ekki vera trúverðug og ekkert er fram komið í málinu sem bendir til þess að ekki hafi verið rétt staðið að því að yfirheyra vitnið.  Þykir mega hafna þessum breytta framburði og telja sannað með skýrslum þessara vitna, þrátt fyrir neitun ákærða, að hann hafi verið í ránshugleiðingum dagana fyrir atburðinn fram að því að þeir ZZ  fór í bílferðina.  QQQ hefur sagt að ákærði hafi krafið hann um peninga eftir að hann barði hann með hamrinum og hið sama bar ZZ hjá lögreglu.  Hann hefur hins vegar dregið úr því fyrir dómi og sagt að hann muni þetta ekki og ber við vímurugli eins og fyrr er sagt.  Þykir dóminum þetta fráhvarf vitnisins heldur ekki trúverðugt.  Ber að hafna því með sömu rökum og gert var hér að framan.  Telst því vera sannað með skýrslum þessara vitna, þrátt fyrir neitun ákærða, að hann hafi krafið QQQ um peninga eftir hamarshöggin.  Loks liggur það fyrir að ákærði hafði tekið með sér klaufhamarinn í bílferðina og að hann beitti honum á QQQ um leið og bíllinn hafði numið staðar.  Þykir vera sannað, þrátt fyrir neitun ákærða, að hann hafi ráðist á QQQ  í því skyni að ræna hann peningum. 

             Árás ákærða var stórhættuleg, hefði hæglega getað leitt til bana.  Hefur ákærði orðið sekur um brot gegn 2. mgr. 218. gr. og 252., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga.

Refsing og sakarkostnaður

             Ákærði, sem er 15 ára gamall, hefur þegar hlotið þrjá refsidóma, tvo skilorðsdóma í maí og júní á þessu ári og ennfremur 20 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm í síðasta mánuði.  Refsingu hans ber að tiltaka sem hegningarauka við þessa dóma sem nú dæmast upp og þykir refsingin, með vísan til þess hve brot ákærða er stórfellt, en einnig til þess hversu ungur hann er, vera hæfilega ákveðin fangelsi í 2 ½ ár.  Frá refsingunni ber að draga gæsluvarðhaldsvist sem ákærði hefur sætt frá 27. apríl sl., 111 daga.

             Dæma ber ákærða til þess að greiða málsvarnarlaun til verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., 550.000 krónur, sem dæmast með virðisaukaskatti.  Ekki er kunnugt um annan kostnað af málinu.

Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn.

                                DÓMSORÐ:

Ákærði, Stefán Blackburn, sæti fangelsi í 2 ½ ár.  Frá refsingunni ber að draga gæsluvarðhaldsvist, sem ákærði hefur sætt frá 27. apríl sl., 111 daga.

Ákærði greiði málsvarnarlaun til verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., 550.000

 

 

Dómur Héraðsdóms Reykjaness 10. ágúst 2007.

Mál þetta, sem dómtekið var 8. þ.m., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu útgefinni 16. júlí 2007 á hendur Ívari Aroni Hill Ævarssyni, kt. 250686-2349, Stapagötu 20, Reykjanesbæ, „eftirtalin brot framin í Reykjavík og Kópavogi í júlí 2007:

1.                   Þjófnað, miðvikudaginn 4. júlí á bifreiðastæði við Landspítala-háskólasjúkrahús við Hringbraut, með því að brjóta rúðu í bifreiðinni X og stela veski og snyrtiveski úr henni, samtals að verðmæti kr. 14.500.

         Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

2.                   Tilraun til þjófnaðar, með því að hafa fimmtudaginn 5. júlí í auðgunarskyni gert tilraun til að brjótast inn í íbúðarhúsnæði að A, með því að spenna upp útihurð, en ákærði hvarf frá þegar til hans sást.

         Telst brot þetta varða við 244. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

3.                   Umferðarlagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 5. júlí ekið bifreiðinni Þ án þess að hafa ökuréttindi og undir áhrifum ávana- og fíkniefna og óhæfur til að stjórna henni örugglega á bifreiðastæði við Hagkaup í Smáralind, Kópavogi þar sem akstri lauk.

         Telst brot þetta varða við 1. og 2. mgr. 45. gr. a og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006.

 

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/1993.“

Í upphafi aðalmeðferðar féll ákæruvaldið frá ákærulið nr. 1 og ákærulið nr. 3 að því er varðar akstur bifreiðar undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Ákærði játaði fyrir dómi að hafa ekið bifreiðinn Þ án þess að hafa ökuréttindi, sbr. það sem eftir stendur af ákærulið nr. 3.

Ákærði krefst aðallega sýknu af ákærulið nr. 2, en til vara að honum verði ekki gerð sérstök refsing. Þá krefst hann þess að komi til þess að honum verði gerð fangelsisrefsing komi gæsluvarðhald er hann hefur sætt frá 6. júlí 2007 til frádráttar að fullri dagatölu. Einnig krefst hann hæfilegra réttargæsluþóknunar og málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda sínum, vegna vinnu verjandans á rannsóknarstigi og fyrir dómi og að kostnaður þessi, ásamt öðrum sakarkostnaði verði greiddur úr ríkissjóði.

I.

Við aðalmeðferð málsins gaf skýrslu, auk ákærða, vitnið, A.

Í frumskýrslu lögreglu varðandi ákærulið nr. 2 kemur fram að lögregla hafi verið kölluð að Y um klukkan 16:18 þann 5. júlí sl. vegna þess að maður hefði verið að reyna að brjótast þar inn. Þegar lögregla hafi komið á vettvang hafi tekið á móti þeim tilkynnandi, A. Hafi hann sagst hafa séð mann reyna að brjótast inn um svalahurð á íbúð 0101 á fyrstu hæð norðanmegin. Eigandi íbúðarinnar hafi ekki verið heima. Er haft eftir A að maðurinn hafi verið klæddur í rauða peysu og þegar hann hafi séð að verið var að fylgjast með honum þá hafi hann farið á brott og verið sóttur á rauðri bifreið, sem A hélt að gæti verið af Toyota gerð með númerið Z. Þá er haft eftir A að hann hafi séð manninn vera að taka númeraplötu af bílnum áður en hann og félagar hans hafi lagt af stað.

Þá kemur fram í skýrslunni að á vettvangi hafi verið skemmdir á hurðarhúni eftir einhverskonar verkfæri sem hefði verið notað til að reyna að rífa hurðina opna. Hurðarhúnninn hafi legið á jörðinni. Við eftirgrennslan hafi komið í ljós að framangreint skráningarnúmer tilheyri hvítri Toyota Avensis bifreið.

Í frumskýrslu lögreglu varðandi ákærulið nr. 3 kemur fram að um klukkan 19:14 hafi lögregla verið kölluð að Smáralind vegna ökumanns sem hafi verið sofandi í bifreið, sem hafi verið kyrrstæð beint fyrir framan inngang Hagkaups í Smáralind. Hafi öryggisverðir reynt að vekja manninn en án árangurs.

Reyndist þetta vera ákærði og sat hann í ökumannssæti rauðrar Skodabifreiðar með fastanúmerið Ö. Framan á bifreiðinni var hins vegar skráningarmerkið Z en ekkert skráningarmerki aftaná. Eins og fyrr er komið fram hefur ákærði viðurkennt að hafa ekið umræddri bifreið á umræddan stað, en ákærði er án ökuréttinda. Ákærði var í kjölfarið handtekinn.

Einnig liggur fyrir í málinu skýrsla um myndsakbendingu þar sem vitnið A valdi mynd af ákærða úr safni 9 mynda, sem mynd af þeim manni sem hann hafi séð í umrætt sinn við Y.

Við skýrslugjöf hjá lögreglu neitaði ákærði að hafa verið á ferð við Y þennan dag og kvaðst hafa fengið umrædda bifreið lánaða um klukkustund áður en lögregla hafði afskipti af honum við Smáralind. Kvaðst ákærði ekki hafa vitað að bifreiðin hafi verið á röngum skráningarnúmerum og að hann myndi ekkert eftir hvað hann hefði verið að gera fyrr um daginn. Þá mundi hann ekki hvar hann hefði fengið bifreiðina lánaða.

Fyrir dómi skýrði ákærði svo frá að hann hefði fengið umrædda bifreið lánaða, hjá eiganda hennar, Ásgeiri að nafni, að því er hann  taldi um það bil klukkutíma fyrir handtöku og hafi það verið nálægt Langholtsvegi. Kvað ákærði aðspurður að hann minnti að hann hafi verið staddur í húsi nálægt gatnamótum Langholtsvegar og Kleppsvegar um klukkan fjögur umræddan dag, í nágrenni við Shellstöðina. Taldi að húsið væri nr. [...] við Kleppsveg, en þar búi vinur hans á neðri hæð, B að nafni. Kvaðst ekki vera búinn að þekkja hann lengi en viti að hann heiti B og búi þarna á horninu. Nánar aðspurður kvað ákærði að hann minnti að hann hefði verið þarna en gæti ekki fullyrt það með vissu. Ákærði kvaðst hafa tekið inn Rivotril og Mogadon þennan dag og hafi hann verið undir áhrifum þeirra allan daginn. Ákærði áréttaði að þó hann myndi ekki með fullri vissu hvar hann hefði verið um klukkan fjögur þennan dag þá væri hann þess fullviss að hann hefði ekki verið í Grafarvogi og þvertók fyrir það að hann hefði verið á umræddri bifreið á þeim tíma og taldi að eigandi bifreiðarinnar myndi geta staðfest það. Ákærði staðfesti að myndir af  honum sem lagðar voru fram af hálfu ákæruvaldsins sýndu hvernig hann var klæddur er hann var handtekinn umræddan dag. Ákærði kvaðst aðspurður af verjanda sínum ekki kannast við að eiga eða hafa gengið með silfurskreytt belti sem vitni hafi nefnt í skýrslu hjá lögreglu. Þá hafnaði hann því að hann ætti eða hefði gengið með mosagræna hermannaderhúfu, sem sama vitni hafi nefnt í skýrslu hjá lögreglu.

Við skýrslugjöf hjá lögreglu 11. júlí sl. skýrði vitnið A svo frá að hann hefði verið um klukkan 16:00 þann 5. júlí sl., ásamt kærustu sinni C, að koma heim til sín að Y og hafi verið að keyra fram hjá húsinu. Hafi hann og C séð mann standa við svalahurð á jarðhæð. Hafi þau ekið inn á bílastæðið við húsið og hafi séð manninn standa enn við svalahurðina. Kannist vitnið við konuna sem þarna búi og viti til þess að hún búi ein og hafi verið í útlöndum á þessum tíma. Þegar maðurinn hafi orðið þeirra var hafi hann hlaupið í burtu. C hafi einnig séð manninn. Maðurinn hafi verið „skopparalegur“ til fara. Í gallabuxum og í rauðri hettupeysu með grænum eða brúnum, mjóum þverröndum. Hann hafi verið krúnurakaður og með brúnt hár að því er vitninu sýndist. Kvað vitnið að sér hefði sýnst maðurinn vera með silfurskreytt belti, að hann væri 26 til 27 ára og frekar hávaxinn. Eftir að maðurinn hafi hlaupið á brott hafi vitnið farið aðeins inn í íbúð sína en C hafi séð rauðan bíl aka fram hjá húsinu og hafi fólk í bílnum horft að umræddri íbúð í Y. Þá hafi áðurnefndur maður verið í bílnum ásamt öðrum strák og stúlku. Hafi þau ekið frá Langarimanum og inn í botnlangann. Eftir að vitnið hafi verið búið að hringja á lögregluna hafi það ætlað að fara upp í Spöng. Hafi það ekið að gatnamótum Langarima og Hrísrima og hafi þar séð rauðu bifreiðina aftur. Hafi vitnið þá séð fyrrnefndan mann að nýju, en þá hafi hann verið kominn með hermannaderhúfu (mosagræna) á höfuð sér. Hafi vitnið einnig séð strákinn og stúlkuna sem C hafi minnst á við vitnið að hún hefði séð. Þegar vitnið hafi borið að hafi skottlok bifreiðarinnar verið opið og hafi vitnið séð strákinn vera að handleika númeraplötu sem hann hafi svo sett í aftursæti bifreiðarinnar. Kvaðst vitnið ekki geta lýst stráknum eða stúlkunni. Vitnið kvað að þar sem það hafi séð rauða bílinn þarna hafi það ekið að lögreglustöðinni við Langarima. Hafi komið lögreglubifreið á staðinn og hafi hún mætt rauða bílnum. Hafi vitnið tekið eftir því að númeraplötu hafi vantað aftan á rauða bílinn en framan á bílnum hafi verið annaðhvort númerið [...] eða Z. Lögregla hafi ekið inn Hrísrimann og hafi vitnið farið á eftir lögreglunni og hafi látið vita að lögreglubifreiðin hefði mætt bifreiðinni sem gerandinn hafi verið í. Hafi vitnið ekki séð rauða bílinn meira eftir það.

Fyrir dómi lýsti vitnið A málavöxtum þannig að hann hafi umræddan dag verið að koma heim til sín að Y um tuttugum mínútur yfir fjögur að lokinni vinnu. Þegar hann hafi keyrt framhjá húsinu hafi hann séð að einhver maður hafi staðið upp við hurðina á íbúð á neðstu hæð, sem vísi út á veginn. Honum hafi fundist þetta einkennilegt en hafi ekið áfram og inn á bílastæði. Þegar hann hafi komið þangað hafi maðurinn litið upp á vitnið og hafi síðan hlaupið í burtu. Kvaðst vitnið ekki hafa hugsað meira út í það en hafa gengið upp að hurðinni og hafa þá séð að hurðarhúnninn hafi verið dottinn af og skrapför hafi verið inn í lásnum. Þá kvaðst vitnið hafa farið inn og hringt á lögregluna, þar sem það hafi vitað að íbúi í viðkomandi íbúð hafi ekki verið heima. Eftir þetta hafi vitnið ætlað að fara út og upp í Spöng og þegar það hafi verið að keyra út úr Hrísrima inn á Langarima hafi vitnið séð að þar hafa sami maður staðið á bílastæði ásamt tveimur öðrum við rauðan bíl. Kvaðst vitnið hafa ekið inn á bílastæði við 10-11 við Langarima þar sem það hefði séð að lögreglubíllinn hafi verið að koma. Þar hafi vitnið beðið og fylgst með. Þá hafi vitnið séð að tekin hafi verið númeraplata og sett í aftursæti rauðu bifreiðarinnar. Síðan hafi rauðu bifreiðinni verið ekið burt og lögregla hafi komið á staðinn stuttu síðar. Aðspurt kvað vitnið manninn sem staðið hafi við hurðina hafa verið frekar hávaxinn, snoðklipptur, í rauðri hettupeysu með röndum og gallabuxum. Um bifreiðina sagði vitnið að hún hafi verið rauð, gæti hafa verið gamall Volkswagen Golf, fjögurra dyra. Bílnúmerið mundi vitnið ekki nákvæmlega en talan hafi verið 088, á númeraplötunni að framan en engin númeraplata hafi verið að aftan. Þegar borinn var undir vitnið framaburður þess hjá lögreglu um að bílnúmerið hafi verið Z staðfesti vitnið að það hefði verið númerið sem það sá. Borin var undir vitnið skýrsla með myndum varðandi myndsakbendingu sem vitnið framkvæmdi hjá lögreglu og staðfesti vitnið að það hefði bent á mynd af ákærða sem mynd af þeim manni sem það hefði séð standa við umrædda hurð. Kvaðst vitnið vera alveg visst í sinni sök og kvað einnig aðspurt að ákærði, sem sat í réttarsalnum, væri sá maður sem um ræddi. Þá voru bornar undir vitnið myndir sem lögregla tók af ákærða í kjölfar handtöku umræddan dag og staðfesti vitnið að þetta væri maðurinn sem hann hefði séð. Verjandi ákærða innti vitnið eftir því af hvaða ástæðum haft væri eftir vitninu í frumskýrslu að hinn grunaði hefði verið í rauðri peysu, en í síðari skýrslu hafi hann talað um hettupeysu og getið um að hún hafi verið með röndum. Vitnið kvaðst hafa lýst peysunni sem rauðri hettupeysu, með röndum alveg frá upphafi en kvaðst ekki kunna skýringar á því hvers vegna þetta væri svo haft eftir því í frumskýrslu. Þá staðfesti vitnið aðspurt það sem eftir því var haft í lögregluskýrslu um að umræddur maður hafi verið með silfurskreytt belti og einnig að þegar vitnið hafi séð manninn í annað sinn, þá standandi við bifreiðina, hafi maðurinn verið kominn með mosagræna hermannaderhúfu á höfuð sér. Þegar vitnið var spurt nánar út í hvað það hefði séð manninn gera við hurðina, kvað það manninn hafa staðið mjög nálægt hurðinni, eins og hann héldi á einhverju í höndunum og þegar vitnið hafi lagt inn á bílastæðið þá hafi maðurinn stungið einhverju í vasann og hlaupið burt. Vitnið var einnig spurt um það sem eftir því var haft í skýrslu um myndsakbendingu um að það hefði beitt útilokunaraðferð við að þekkja manninn á myndinni. Skýrði vitnið svo frá að það hefði talið þetta vera manninn en eftir að hafa skoðað vandlega aðrar myndir sem því hafi verið sýndar hafi það orðið alveg visst í sinni sök. Kallaði vitnið þetta útilokunaraðferð.

II.

Ákærði hefur sem áður er lýst neitað því að hafa verið á ferð í Y í umrætt sinn og hefur sagst hafa verið á umræddum tíma í tilteknu húsi. Af hans hálfu hafa hins vegar ekki verið leidd nein vitni máli hans til stuðnings.

Í máli þessu nýtur aðeins við framburðar eins vitnis. Sá vitnisburður er hins vegar greinargóður og skýr og hefur vitnið fullyrt að ákærði sé sá maður sem það sá við hurð að umræddri íbúð að Y. Vitnið lýsti því einnig að það hefði skoðað hurðina og séð að hurðarhúnn hafi verið losaður og hafi húnninn legið þar hjá og á læsingunni hafi verið skrapför. Þykir framburður þessa vitnis trúverðugur og fær einnig stoð í öðrum gögnum. Hefur vitnið lýst klæðnaði þess manns sem um ræddi og kemur sú lýsing heim og saman við klæðnað ákærða þegar hann var handtekinn síðar sama dag. Þá hefur vitnið einnig lýst bifreið þeirri sem það sá og fær sú lýsing samræmst þeirri bifreið sem ákærði var á þegar hann var handtekinn. Gefur það framburði vitnisins aukinn trúverðugleika að það lýsti með greinargóðum hætti sérkennum bifreiðarinnar sem samræmast ástandi hennar þegar lögregla kom að henni. Bifreiðin er rauð, skráningarnúmer sem á henni var er Z og aðeins var eitt skráningarnúmer á henni og var það að framan eins og vitnið bar. Á grundvelli framanritaðs verður talið að komin sé fram í máli þessu lögfull sönnun fyrir því að ákærði hafi verið þarna á ferð á umræddum tíma. Þá verður og talið að ákærði hafi í umrætt sinn verið að reyna að brjóta upp hurð að umræddri íbúð. Verður ákærði því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í 2. tölulið ákæru. Þykja engin efni til að fallast á það með verjanda ákærða að háttsemi þessa beri að heimfæra undir 231. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og verður háttsemin heimfærð undir 244. gr., sbr. 20. gr. sömu laga eins og ákæruvaldið krefst.

Ákærði hefur eins og að framan greinir játað að hafa ekið bifreið án þess að hafa ökuréttindi á bifreiðastæði við Hagkaup í Smáralind, Kópavogi þann 5. júlí 2007 og er sú játning í samræmi við fyrirliggjandi sakargögn. Verður hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi og varðar brotið við 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 58/1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga.

Samkvæmt sakavottorði ákærða gerði hann sátt hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði um greiðslu 134.000 króna sektar vegna fikniefnalagabrots þann 20. janúar 2004 og 31. janúar 2007 gerði hann sátt hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um greiðslu 45.500 króna sektar vegna fíkniefnalagabrots. Þann 12. júlí sl. var ákærði dæmdur í 30 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjölmörg brot m.a. á almennum hegningarlögum og mörg brotin framin í félagi við aðra. Ákærði hefur lýst yfir áfrýjun dómsins. Vegna þess máls sat ákærði í gæsluvarðhaldi frá 30. janúar til 2. júlí 2007.

Brot sem ákærði er nú sakfelldur fyrir eru framin þremur dögum eftir að hann var laus úr gæsluvarðhaldi samkvæmt framansögðu og meðan hann beið enn dóms þess sem áður er getið um. Þykir þetta lýsa ófyrirleitni og einbeittum brotavilja ákærða. Verður ákærða nú gerður hegningarauki í samræmi við 78. gr. almennra hegningarlaga við þann dóm og þykir refsing hans nú hæfilega ákveðin fangelsi í 45 daga.

Vegna þessa máls og einnig með vísan til fyrrnefnds dóms frá 12. júlí sl. hefur ákærði sætt gæsluvarðhaldi frá 6. júlí sl. og rennur það út við uppkvaðningu þessa dóms í samræmi við ákvæði 106. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Kemur gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt til frádráttar dæmdri refsingu að fullri dagatölu eins og nánar greinir í dómsorði.

Ákæruvaldið féll frá hluta krafna sinni í upphafi aðalmeðferðar, m.a. vegna ákæruliðar nr. 3. um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Verður sakarkostnaður vegna blóðrannsóknar á ákærða 79.299 krónur því lagður á ríkissjóð. Að öðru leyti þykja ekki efni til að fella sakarkostnað á ríkissjóð og verður ákærða gert að greiða annan sakarkostnað að fullu sem eru þóknun skipaðs verjanda hans, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns á rannsóknarstigi og málsvarnarlaun verjandans, sem ákvarðast í einu lagi að meðtöldum virðisaukaskatti, eins og nánar greinir í dómsorði.

 

             Halldór Björnsson settur héraðsdómari dæmir mál þetta.

D ó m s o r ð :

Ákærði, Ívar Aron Hill Ævarsson, sæti fangelsi í 45 daga.

Til frádráttar dæmdri refsingu kemur gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt vegna málsins frá 6. júlí 2007 til dagsins í dag.

Kostnaður vegna rannsóknar á blóðsýni, 79.299 krónur greiðist úr ríkissjóði.

Ákærði greiði þóknun og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 311.250 krónur.