Hæstiréttur íslands
Mál nr. 452/2005
Lykilorð
- Kærumál
- Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
|
Mánudaginn 24. október 2005. |
|
Nr. 452/2005. |
Lögreglustjórinn í Reykjavík(Egill Stephensen saksóknari) gegn X (Björgvin Jónsson hrl.) |
Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. október 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. október 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 28. október 2005 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími.
Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar.
Fallist er á með héraðsdómi að samkvæmt gögnum málsins liggi fyrir rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi átt aðild að innflutningi á umtalsverðu magni fíkniefna. Telja verður að ætluð háttsemi hans geti varðað fangelsi, ef sakir sannast. Í greinargerð sinni til Hæstaréttar hefur sóknaraðili skýrt hvaða rannsóknaraðgerðir séu fyrirhugaðar á næstu dögum. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms, er fallist á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi þann tíma sem í hinum kærða úrskurði greinir. Verður hann því staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. október 2005.
Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, [kt. og heimilisfang], skuli sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 28. október 2005, klukkan 16:00.
[...]
Samkvæmt gögnum málsins þykir vera rökstuddur grunur um aðild kærða að innflutningi talsverðs magns fíkniefna. Verður að telja að kærði geti torveldað rannsókn málsins gangi hann laus. Með vísan til framanritaðs og rannsóknargagna verður því fallist á að skilyrðum um gæsluvarðhald á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt og þykir ekki ástæða til að marka því skemmri tíma en krafist er. Ber því að verða við kröfu lögreglustjórans í Reykjavík eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði.
Greta Baldursdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.
Úrskurðarorð:
Kærði, X, [kt.], skal sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 28. október 2005, klukkan 16:00.