Hæstiréttur íslands

Mál nr. 406/2004


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Miðvikudaginn 6

 

Miðvikudaginn 6. október 2004.

Nr. 406/2004.

Lögreglustjórinn í Reykjavík

(Egill Stephensen saksóknari)

gegn

X

(Guðrún Sesselja Arnardóttir hdl.)

 

Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

 

X var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. september 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum 4. október sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. september 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 13. október 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar.

Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.

Samkvæmt gögnum þeim sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt hefur varnaraðili játað að hafa átt aðild að einu þeirra brota, sem eru til rannsóknar vegna máls þessa og styðja gögn málsins þá játningu. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Kærumálskostnaðar verður ekki dæmdur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. september 2004.

Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur í dag gert kröfu þess efnis að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, sæti gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 13. otkóber 2004, kl. 16.00.

[...]

Lögregla kveður að verið sé að rannsaka ætluð brot kærða í félagi við aðra á fíkniefnalöggjöfinni sem getur varðað hann þungri fangelsisrefsingu ef sannast.  Rannsóknargögn málsins, svo sem framburðarskýrslur annarra manna sem sætt hafa rannsókn, benda til aðildar kærða að innflutningi talsverðs magns fíkniefna til Íslands. 

Samkvæmt því þykir vera fyrir hendi rökstuddur grunur um aðild kærða að verknaði sem fangelsisrefsing er lögð við.  Þá má ætla að kærði kunni að geta torveldað rannsókn málsins gangi hann laus.  Eru því uppfyllt skilyrði a-liðar 103. gr. laga nr. 19,1991.  Ber því að fallast á kröfu lögreglustjórans í Reykjavík eins og hún er fram sett, en miðað við umfang málsins þykja ekki efni til að marka gæsluvarðhaldinu skemmri tíma.

Hervör Þorvalsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.

Úrskurðarorð:

Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 13. otkóber 2004, kl. 16.00.