Hæstiréttur íslands
Mál nr. 503/2002
Lykilorð
- Kærumál
- Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
|
Þriðjudaginn 12. nóvember 2002. |
|
Nr. 503/2002. |
Lögreglustjórinn í Reykjavík(Egill Stephensen saksóknari) gegn X (Ólafur Sigurgeirsson hrl.) |
Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.
X var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. nóvember 2002. Kærumálsgögn bárust réttinum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. nóvember 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 29. nóvember nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími.
Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. nóvember 2002.
Ár, föstudaginn, er á dómþingi, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjatorg af Sigurði H. Stefánssyni héraðsdómara, kveðinn upp svofelldur úrskurður.
Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess [að] X verði með vísan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála gert að sæta gæsluvarðhaldi til föstudagsins 29. nóvember nk. kl. 16.00.
[...].
Verið er að rannsaka ætlað brot kærða en samkvæmt gögnum málsins telst vera rökstuddur grunur um að það varði við lög um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 og eftir atvikum 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem getur varðað kærða fangelsisrefsingu ef sannast. Rannsókn málsins er á frumstigi og er fallist á að kærði gæti torveldað hana, svo sem með því að hafa áhrif á vitni eða samseka, færi hann frjáls ferða sinna.
Samkvæmt a lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála er fallist á kröfu lögreglustjórans í Reykjavík eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði.
Sigurður H. Stefánsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð
Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 29. nóvember nk. kl. 16.00.