Hæstiréttur íslands

Mál nr. 385/2010


Lykilorð

  • Kynferðisbrot
  • Börn


Fimmtudaginn 3. febrúar 2011.

Nr. 385/2010.

Ákæruvaldið

(Sigríður Elsa Kjartansdóttir

settur vararíkissaksóknari)

gegn

Hilmi Frey Sigurðssyni

(Sveinn Andri Sveinsson hrl.)

(Berglind Svavarsdóttir hrl.

réttargæslumaður)

Kynferðisbrot. Börn

H var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa í september 2009, í nokkur skipti tælt stúlkuna A, sem þá var 17 ára gömul, til samræðis og gagnkvæmra munnmaka. Voru brotin talin varða við 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. H játaði fyrir héraðsdómi að hafa haft samfarir við A og gagnkvæm munnmök, greitt fyrir hana  flugfar, ekið með hana á gististað á landsbyggðinni, veitt henni áfengi og amfetamín, vitað um aldur hennar og bágar aðstæður. H, sem á umræddum tíma var 33 ára, neitaði á hinn bóginn að hafa tælt A til samræðis og nýtt sér yfirburði sína gagnvart henni sökum aldurs- og þroskamunar. Í héraðsdómi, sem staðfestur var í Hæstarétti, var talið sannað að í framferði H gagnvart A hefði falist tæling í skilningi 3. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940. Var H gert að sæta fangelsi í 12 mánuði og miskabætur til A  ákveðnar 800.000 krónur.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Ólafur Börkur Þorvaldsson.

Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 28. maí 2010 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að refsing ákærða verði þyngd.

A krefst þess að ákærða verði gert að greiða sér 3.000.000 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði.

Ákærði krefst aðallega sýknu og að einkaréttarkröfu verði vísað frá héraðsdómi, en til vara að refsing verði milduð og krafan lækkuð.

Með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur.

Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanna brotaþola, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og segir í dómsorði.

Dómsorð:

Héraðsdómur skal vera óraskaður.

Ákærði, Hilmir Freyr Sigurðsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 474.403 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 313.750 krónur, og þóknun skipaðra réttargæslumanna brotaþola, hæstaréttarlögmannanna Þórdísar Bjarnadóttur og Berglindar Svavarsdóttur, 62.750 krónur til hvorrar.

Dómur Héraðsdóms Suðurlands 21. maí 2010.

Mál þetta er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 12. janúar sl. á hendur ákærða, Hilmi Frey Sigurðssyni, kt.  [...], til heimilis að Tjaldhólum 28, Selfossi,

fyrir kynferðisbrot með því hafa kvöldi þriðjudagsins 22. september og aðfaranótt 23. september 2009 í leigubústað við [...], [...], í nokkur skipti tælt stúlkuna A, sem þá var 17 ára gömul, til samræðis og gagnkvæmra munnmaka.  Ákærði, sem vissi stúlkan átti við vímuefnavanda stríða og átti á þessum tíma vera á meðferðarheimili [...], greiddi fyrir hana flugfar frá [...] til Reykjavíkur og lét A hafa áfengi og fíkniefni þegar þau dvöldu í bústaðnum, auk þess sem hann nýtti sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni sökum aldurs- og þroskamunar.

Telst þetta varða við 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara við 2. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

 Þess er krafist ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Einkaréttarkrafa:

B, kt. [...], vegna ófjárráða dóttur sinnar A, krefst miskabóta að fjárhæð kr. 3.000.000 auk vaxta skv. 8. gr. laga  nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 23. september 2009 til 19. desember 2009 en með dráttarvöxtum  skv. 1. mgr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar.“

Málavextir.

Með bréfi dagsettu 25. september 2009 frá Félagsþjónustu [...] til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt að grunur léki á því að A, brotaþoli í máli þessu, hefði orðið fyrir kynferðislegri misnotkun.  Hún væri 17 ára gömul og dveldi á meðferðarheimilinu [...].  Hún hafi sögu um neyslu vímuefna frá 13 ára aldri og hafi oft greint frá kynferðislegri misnotkun.  Þann 22. september 2009 hafi hún strokið frá meðferðarheimilinu eftir að hafa verið í heimferðarleyfi helgina á undan.  Hún hafi farið með flugi til [...] þann 22. september og hafi hún átt að taka rútu þaðan á meðferðarheimilið kl. 6.  Hún hafi hins vegar farið beint aftur til Reykjavíkur með flugvél um kl. 19.  Hún hafi verið sótt á flugvöllinn og ekið upp á [...] þar sem maður sem hafi kallað sig Gutti hafi sótt hana, en brotaþoli hafi sagt að hún hefði kynnst þessum manni á einkamal.is.  Hann hefði borgað flugfarið fyrir hana og lofað henni áfengi og fíkniefnum ef  hún kæmi til hans.  Gutti hafi ekið brotaþola í sumarbústað á [...] og hafi hann verið með fulla ferðatösku af áfengi, fíkniefnum og kynlífstólum.  Hafi brotaþoli verið hrædd við manninn og aldrei sagst hafa samþykkt að stunda kynlíf með honum. 

Brotaþoli fór í fylgd móður sinnar á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis 24. september 2009 og er haft eftir henni að Gutti hafi sagst vera með hótel á [...] og hafi hann viljað fá vinkonur hennar með og hefði hann verið með ferðatösku með kynlífsdóti, græjum til að binda, áfengi og amfetamín.  Þegar þau hafi komið í sumarbústaðinn hafi Gutti farið úr öllum fötum og horft á hana.  Hún hafi orðið mjög hrædd þegar hún hafi séð í hvaða aðstæður hún væri komin.  Hún hafi fengið áfengi og amfetamín og hafi hann haft samfarir við hana bæði um leggöng og endaþarm.  Hún hafi reynt að streitast á móti þegar hann hafi reynt endaþarmsmökin og greindi frá því að hún [..].  Hún kvað hann hafa sett járnstykki í endaþarm sinn, einnig annars konar aðskotahluti bæði í endaþarm og leggöng.  Þá hafi hún á einhverju tímabili um nóttina verið bundin á höndum um úlnliði.  Þau hefðu haft gagnkvæm munnmök og þá hefði hann notað smokk í byrjun en í lokin fengið sáðlát í leggöng án smokks.  Hún hafi farið í bað um miðja nótt og náð að læsa sig inni á baðherbergi.  Hafi kynlífsathafnirnar haldið áfram eftir það, hann tekið Viagra töflur og gefið henni.  Hún kvaðst hafa reynt að hringja í vinkonur sínar og náð í C og sagt henni að hjá henni væri maður sem væri að leita að vinum hennar í kynlífsleiki.  Gutti hafi morguninn eftir ætlað að keyra hana á Reykjavíkurflugvöll, en hún hafi farið úr bifreiðinni í [...].

Við læknisskoðun á neyðarmóttöku kom í ljós að brotaþoli var með marblett á vinstri úlnlið og þreifieymsli yfir báðum úlnliðum.  Þá var hún með þreifieymsli yfir vöðvum vinstra megin við brjósthrygg  sem talinn var stífleiki eftir að  hafa verið bundin sérlega fast á vinstri úlnlið.  Þreifieymsli fundust við kviðskoðun og þá var brotaþoli einnig aum í vinstri nára og líklega tognuð.  Þá fundust langsum sprungur í leggöngum og sprunga/sár í leggangsopi með smá blæðingum og [..], að öðru leyti var hann eðlilegur.  Þá var krækja á brjóstahaldara rifin.  Þá er því lýst í skýrslu frá neyðarmóttöku að stúlkan gráti í viðtali, sé vansæl og með dauðahugsanir.  Henni hafi liðið mjög illa eftir að þetta gerðist, hún hafi haft martraðir og dreymt Gutta.  Þá hafi hún verið viðkvæm og stutt í grátinn.

Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu 2. október sl.  og skýrði svo frá að hún hefði komist í samband við mann á einkamal.is sem hefði kallað sig Gutta og hafi hann fljótlega farið að tala um kynlíf.  Hún hafi farið til [...] 22. september og hafi hún átt að fara í vist eða meðferð að [...].  Hún kvað Gutta hafa vitað að hún væri komin til [...] og hefði hann boðist til þess að kaupa fyrir hana flug til Reykjavíkur og til baka aftur svo þau gætu farið á djammið.  Hún kvaðst hafa samþykkt þetta, flogið til Reykjavíkur og hitt Gutta.  Hafi hann sagt að þau væru að fara að djamma í sumarbústað og hafi þau ekið að hótelinu við [...].  Hafi þau farið inn í sumarbústað þar og hafi Gutti sest nakinn hjá henni og opnað ferðatösku sem hann hafi verið með.  Efst í töskunni hafi verið áfengi sem hann hafi boðið henni og einnig hafi  hann verið með amfetamín sem hún hafi neytt.  Hún kvaðst hafa klætt sig úr hlýrabol en ekki úr nærbuxum en þau hefðu átt venjulegar samfarir í rúminu og hefði Gutti notað smokk.  Hún sagðist hvorki hafa neitað samförunum né játað, en þær hefðu tekið um tíu mínútur.  Gutti hafi þá farið í töskuna og tekið út alls konar kynlífstæki og hafi henni fundist þetta vera ógeðslegt.  Hafi hún sagt Gutta að hún hefði engan áhuga á þessu en hann hefði ekki hlustað á hana heldur sett gervilim í leggöng hennar.  Hann hafi þá farið að fikta við endaþarm hennar með gervilim [..].  Hún kvaðst hafa margbeðið hann um að láta endaþarminn vera og sagt honum hvers vegna.  Hann hafi hætt en byrjað aftur og hafi þetta margendurtekið sig.  Hún kvaðst í fyrstu hafa streist á móti en hann hafi ekki hlustað á hana.  Hún kvað Gutta hafa notað alls konar bindingsgræjur og hafi hann bundið hana einu sinni á höndum.  Hann hafi átt við hana samfarir bæði í leggöng og endaþarm og þá hafi hann látið hana hafa við sig munnmök.  Hafi þessu lokið með því að hann hafi fengið sáðlát í leggöng hennar.  Hún kvaðst áður hafa lent í svipuðuð aðstæðum, eða nauðgun á [...] árinu áður. 

Rannsókn lögreglu á símagögnum brotaþola og upplýsingar frá Flugfélagi Íslands um það hver hefði greitt fargjald hennar frá [...] til Reykjavíkur leiddu til þess að ákærði var yfirheyrður hjá lögreglu 13. október sl.  Hann kvaðst hafa kynnst brotaþola í gegnum vefsíðuna einkamal.is í ágúst eða september.  Hefði komið fram hjá henni að hún væri í sumarbústað einhvers staðar nálægt [...] og hefði hún viljað að hann reddaði henni fari til Reykjavíkur svo hún gæti djammað með honum.  Hefði hún marghringt í hann og hefði hann látið undan og keypt fyrir hana flugfar til Reykjavíkur.  Ákærði neitaði í fyrstu að hafa farið með brotaþola á [...9 en við frekari yfirheyrslur viðurkenndi hann það og viðurkenndi jafnframt að hafa haft samfarir við hana þar.  Skýrði hann neitun sína þannig að hann hefði verið að halda framhjá konu sinni.  Hann kvaðst hafa haft meðferðis áfengi og 2 g af amfetamíni, „dildó“, og egg sem nota eigi við snípinn.  Hann kvaðst hafa gefið brotaþola áfengi og neytt amfetamíns með henni.  Hann neitaði því að hafa hvatt brotaþola til að fá vinkonur hennar til þess að stunda kynlífsleiki á [...] en hann kvað brotaþola hafa sagt við vinkonu sína í síma að hún ætlaði sko að ríða í nótt.  Þær hafi talað um neyslu með sprautum og þá hafi hún sýnt honum sprautuför á handlegg sínum.  Hann kvaðst hafa haft samfarir við hana í 2 skipti og hafi hann notað smokk í bæði skiptin.  Hann kannaðist ekki við að hafa haft endaþarmsmök við hana en þau hafi haft munnmök hvort við annað.  Þá kannaðist hann ekki við að hafa bundið hana og hann kannaðist ekki við að hafa átt við endaþarm hennar.  Hann kannaðist við að hafa stungið kynlífsleikföngum í leggöng hennar en hún hafi verið samþykk því og virst spennt fyrir kynlífinu.  Hann kvaðst hafa vitað að hún væri 17 ára gömul.  Við yfirheyrslu yfir ákærða 19. nóvember sl. kom fram að hann hafi vitað að brotaþoli hefði átt að vera á meðferðarheimili fyrir norðan.  Honum hafi brugðið þegar hann sá hana, hún hafi verið klædd eins og hún væri að fara á djammið og hafi hár hennar verið í óreiðu.  Hann hafi á þessum tímapunkti verið farinn að sjá eftir þessu en haldið áfram út af einhverri spennufíkn.  Þegar á hólminn hafi verið komið hafi hann upplifað að það væri erfitt fyrir hann að hætta við allt saman eftir að hafa verið búinn að kaupa flugmiða fyrir brotaþola og koma henni til Reykjavíkur.

Lagt hefur verið fram í málinu vottorð sálfræðingsins D dags. 24. mars sl. Þar kemur fram að brotaþoli hafi greint frá fyrri áföllum, erfiðleikum og óæskilegri hegðan sinni, hún hefði orðið fyrir einelti í skóla, henni hefði verið nauðgað af óþekktum manni á [...] og hún hefði sprautað sig með Ritalini með óhreinni nál.  Hafi fyrri reynsla hennar valdið henni margs háttar sálrænum erfiðleikum s.s. þunglyndi og kvíða.  Hún kvað brotaþola hafa verið í bráðri sjálfsvígshættu í kjölfar atburðarins í sumarbústaðnum við [...].  Þá bentu klínískt mat og matskvarðar ótvírætt til þess að hún hafi verið og sé enn með áfallastreituröskun.  Sálræn einkenni hennar í kjölfar áfallsins samsvari einkennum sem þekkt séu hjá fólki sem upplifað hafi alvarleg áföll eins og líkamsárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir.  Það sé ljóst að hún hafi þann 22. september upplifað mikla ógn og hrylling sem hafi valdið henni og valdi enn umtalsverðri truflun á líðan og virkni og auk þess eyðilagt að því er virðist allt sem áunnist hefði á rúmu ári á meðferðarheimilunum [...] og [...].

Þá hefur verið lagt fram læknisvottorð E geðlæknis dags. 21. mars sl. Í niðurstöðu hans segir að brotaþoli hafi frá a.m.k. [..] ára aldri átt við vanda að stríða sem væri dæmigerður fyrir fórnarlömb eineltis. Helstu einkenni þess séu kvíði, þunglyndiseinkenni, mikil árvekni eða ofurgát, tilfinningalegur óstöðugleiki m.a. með reiði eða pirringi, svefntruflanir, vantraust á umhverfi, endurminningar um atburðina.   Þessi einkenni geti skipst á við tilfinningalegan dofa eða tilfinningalega flatneskju sem séu bjargráð gagnvart yfirþyrmandi tilfinningalegri hleðslu sem einstaklingar eineltis og áfalla finni fyrir.  Eftir alllanga meðferð á BUGL og meðferðarheimili [...] á [...] í [...], þar sem hún hafi dvalið í eitt ár, hafi meiri stöðugleiki virst skapast en nokkru sinni áður.  Strax eftir gróft kynferðisofbeldi hafi líðan hennar versnað mikið og eftir kynferðisofbeldið í september 2009 hafi hún orðið fyrir svo miklu áfalli að fótunum virtist hafa verið kippt undan henni og hefði hún þurft að dvelja um nokkurra mánaða skeið á meðferðarheimilum. 

Framburður ákærða og vitna fyrir dómi.

Ákærði skýrði svo frá fyrir dómi að hann hefði kynnst brotaþola í gegnum einkamal.is í ágústmánuði og hefði hún sagst vera ein í sumarbústað.  Hann kvaðst hafa vitað að hún væri 17 ára gömul en hún hafi ekki sagt honum þá frá högum sínum.  Hann hefði ekki heyrt í henni fyrr en nokkru síðar er hann sá í símanum sínum að hún hefði reynt að hringja í hann, en það hafi verið um viku áður en þau hittust.  Þau hafi haft samband 22. september og hafi hún þá sagt að hún væri hjá vini sínum að djamma á [...].  Þau hafi rætt um að hittast og djamma saman og neyta áfengis og fíkniefna.  Þá hafi þau rætt um að stunda kynlíf saman en ekki hafi verið farið nánar út í það.  Hann kvaðst hafa greitt fyrir hana flugfar frá [...] og mælt sér mót við hana í Reykjavík.  Hún hefði sagt honum að hún ætti að vera á meðferðarheimili fyrir norðan og hefði hún sagt að hún hefði verið í einhverju rugli.  Hún hafi sagt frá því sem hún hefði lent í, verið í sprautum og harðari fíkniefnum og hefði hún sýnt sér ummerki eftir sprautur.  Hann kvað hana hafa verið sjúskaða, útlifaða og þá hafi hún virkað eins og þunn eða lítið búin að sofa.  Hann kvaðst ekki hafa vitað að hún væri að flýja úr meðferðinni.  Þau hafi ekið austur að [...] og á leiðinni hafi hún talað um að hún ætlaði aldeilis að fá sér að ríða.  Hann kvaðst hafa haft meðferðis áfengi og 2 g af amfetamíni og eitthvað af kynlífsleikföngum sem hann kvaðst hafa keypt nokkrum dögum áður.  Hún hafi neytt áfengis og amfetamíns, þau hafi hlustað á tónlist og síðan farið að stunda kynlíf.  Hafi þau haft samfarir, í fyrstu án kynlífstækja og þá hafi þau átt gagnkvæm munnmök.  Hann kvaðst síðar hafa notað kynlífsleikföngin á brotaþola, en hann kvaðst ekki hafa sett þau í endaþarm hennar.  Þá neitaði hann því að hafa bundið hana.  Hann kvaðst ekki hafa haft samfarir við hana í endaþarm.  Hafi verið um þrjú til fjögur skipti að ræða með samþykki hennar og hafi hann notað smokk en ekki í síðasta skiptið, en hún hafi átt frumkvæðið að þeim samförum.  Hafi þetta staðið í um fjóra tíma, en löng hlé hafi verið á milli.

Brotaþoli skýrði svo frá fyrir dómi að hún hefði kynnst ákærða í gegnum netið og þau hefðu einnig verið í símasambandi.  Hún kvaðst hafa verið á leiðinni á [...] og verið komin til [...].  Þar kvaðst hún hafa farið að drekka og rætt við ákærða í síma.  Hafi þau talað um að djamma í Reykjavík og hafi hann ætlað að koma með fíkniefni.  Hún mundi ekki hvort kynlíf hafi borið á góma en hún kvað ákærða hafa vitað að hún væri í meðferð.  Ákærði hafi boðist til að borga flugfar fyrir hana til Reykjavíkur og hafi hún flogið til Reykjavíkur.  Þar hafi F nokkur [...] sótt hana og ekið henni til ákærða þar sem hann var staddur hjá [...].  Hann hafi rætt um að fara í einhvern sumarbústað og hafi hann beðið hana um að taka vinkonur sínar með.  Hún kannaðist ekki við að hafa talað um kynlíf í bílnum á leiðinni en hana grunaði að það stæði til að stunda kynlíf.  Þegar þau voru komin í bústaðinn hafi ákærði opnað tösku og hafi verið áfengi og kynlífstæki í henni.  Þá hafi hann verið með amfetamín meðferðis sem hún hafi neytt auk áfengis.  Ákærði hafi fljótlega klætt sig úr fötunum og hefðu þau haft samfarir.  Hún kvaðst ekki hafa látið ákærða vita að hún væri mótfallin samförunum í fyrstu en hann hefði haldið áfram og þá hafi það verið gegn vilja hennar.  Hann hefði þá gert ýmislegt við hana sem hann ekki mátti gera og kvaðst hún hafa gert honum það ljóst.  Hann hefði notað kynlífstækin á hana og hefði þetta staðið alla nóttina.  Hún hefði dottið út á köflum og frosið.  Ákærði hefði sett tæki í endaþarm hennar og kvaðst hún hafa beðið hann að gera það ekki vegna þess að [..].  Þau hefðu farið úr bústaðnum um morguninn og hefði hún farið úr bíl ákærða í [...].  Hún kvað sér hafa liðið mjög illa eftir þetta atvik og ætti hún mjög erfitt með að rifja upp atvikið í viðtölum við sálfræðinga.  Þá hefði hún farið í mjög mikla fíkniefnaneyslu eftir þetta, miklu meiri neyslu en hún hefði verið í áður.  Hún kannaðist við að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á [...] og hafa reynt að vinna úr því hjá sálfræðingum og geðlækni.  Hún kvaðst hafa náð að vinna úr því máli. 

Vitnið B, móðir brotaþola, skýrði svo frá fyrir dómi að brotaþoli hafi flogið til [...] og hafi hún átt að fara í [...].  Hún hafi verið nýkomin úr læknisaðgerð vegna afleiðinga nauðgunar sem hún hafi lent í á [...] vorið 2008.  Hafi hún þurft að fara í [...].   Hún kvað brotaþola hafa orðið fyrir einelti frá [...] en árið 2009 hefði verið henni mjög gott fram að atvikinu.  Sá árangur sem náðst hefði þá hefði horfið á einum sólarhring og tengdi vitnið það umræddu atviki.  Hún hefði aldrei verið í daglegri neyslu en eftir atvikið væri hún gjörbreytt og í mikilli neyslu.  Hún hefði aftur byrjað að meiða sig og væri ástand hennar hryllilegt, hún væri langþreytt og týnd, vildi lítið tala um atvikið og sæi ekkert framundan.  

Vitnið F skýrði svo frá í símaskýrslu fyrir dómi að hann hefði kynnst brotaþola á netinu og kvaðst hann hafa vitað að hún hefði verið á meðferðarheimili.  Hann kvaðst hafa sótt hana á flugvöllinn í Reykjavík að beiðni hennar og ekið henni þangað sem hún vildi fara.  Hann hafi séð að hún hafi verið undir áhrifum en áttaði sig ekki á því hvort það væri af völdum áfengis eða fíkniefna.    Hún hafi talað um að hitta einhvern sem hún hefði kynnst á netinu.  Hann kannaðist ekki við að hafa rætt um kynlíf við brotaþola. 

Vitnið G skýrði svo frá í símaskýrslu fyrir dómi að brotaþoli hefði hringt í sig og sagt að hún væri á hótelherbergi með einhverjum strák.  Hafi hún spurt hvort vitnið vildi koma þangað ásamt kærasta sínum, þar væri nóg af spítti, áfengi og einhverju dóti.  Vitnið kvað brotaþola hafa hljómað þannig að það væri ógeðslega gaman.  Hún hafi sagt að strákurinn væri yfir þrítugt og væri hún yfirleitt með mönnum á þeim aldri.  Vitnið kvað brotaþola eiga erfitt með að neita ef henni er boðið áfengi.

Vitnið H skýrði svo frá fyrir dómi að hann hefði kynnst brotaþola á fundi fyrir óvirka fíkla fyrir um einu ári.  Hann kvaðst hafa sótt brotaþola til [...] snemma morguns að beiðni hennar eftir umrætt atvik.  Hún hefði verið í hringja í sig áður, örugglega 10 sinnum og kvaðst hafa verið í sumarbústað með einhverjum náungum og hefði hún neytt amfetamíns.  Hann kvað hana verið mjög sjúskaða, hárið í óreiðu og hafi hann ekið henni heim til vitnisins.  Hún hafi dvalið þar í 5-10 mínútur og gengið síðan heim til sín.  Hún hafi sagt að henni liði ógeðslega illa en hún hafi ekki lýst því sem gerðist.

Vitnið C gaf símaskýrslu fyrir dómi og kannaðist við að brotaþoli hafi hringt í sig og spurt hvort hún vildi koma að djamma með sér.  Hún hafi hringt um kvöldið og þá sagt að hún væri með einhverjum gæja á einhverju hóteli.   Hún hafi farið að gráta vegna lítils sambands milli hennar og vitnisins.  Hún mundi ekki eftir að hún hafi rætt sérstaklega um manninn og henni fannst ekki að brotaþoli væri óánægð eða leið yfir því að vera með manninum.  Vitnið kvaðst hafa spurt hvort hún hefði sofið hjá gæjanum og hefði hún játað því. 

Vitnið E, geðlæknir á BUGL, gaf símaskýrslu fyrir dómi og staðfesti læknisvottorð sitt.  Hann kvað brotaþola hafa átt við vandamál að stríða um nokkurra ára skeið.  Heldur hafi farið að rofa til hjá henni eftir meðferð sem hún hafi farið í.  Eftir umrætt atvik hafi orðið mikill tilfinningalegur óstöðugleiki í lífi hennar, sjálfskaðandi hegðun sem hefði verið hlé á.  Hún hefði sögu um fyrri áföll og þeir sem lenda aftur í áföllum væru í enn meiri hættu að þróa með sér áfallastreitueinkenni.  Gætu síðari áföll því valdið enn alvarlegri einkennum.  Hún endurlifði atburðina og væri haldin yfirþyrmandi spennu.  Hann kvaðst ekki hafa séð brotaþola í verra ástandi en hún var eftir atburðinn og hefði þurft að vaka yfir henni.  Hann kvað þurfa ansi víðtæk meðferðarúrræði til að brotaþoli nái sér aftur á strik.  Hann kvað sér kunnugt um atvikið á [...] en hann kvað ekki hafa verið minnst á það í vottorðinu þar sem ekki hafi verið formað beint hvernig vottorð var beðið um.  Hann kvað áhrifin af því atviki gera hana útsettari fyrir því sem gerist síðar og hefði þá enn meiri áhrif.

Vitnið D, sálfræðingur gaf símaskýrslu fyrir dómi og staðfesti vottorð sitt.  Hún kvað brotaþola vera á svipuðum stað og hún hafi verið þegar hún fékk hana til meðferðar eftir umrætt atvik.  Hún kvað ýmsar vísbendingar um að umrætt atvik hefði aukið á vanda hennar.  Hún kvað neyslu hennar hafa aukist mikið eftir atvikið og hefði það leitt til þess að hún hefði ekki getað nýtt sér sálfræðilega meðferð.   Hún gat ekki metið áhrifin af atvikinu á [...] á brotaþola en fjöldi áfalla bætti ekki ástandið.  Hún taldi einkenni brotaþola frekar tengjast hinu nýja áfalli en atvikið í [...] væri frekar í fjarska hjá henni. 

Vitnið I, sálfræðingur, gaf símaskýrslu fyrir dómi og skýrði svo frá að hann hefði starfað hjá [...] og hefði hann séð brotaþola á leið út í flugvél sem var á leið til Reykjavíkur.  Hann hafi talað við hana og sagt henni að fara á meðferðarheimilið en hún hafi alls ekki viljað það.  Hann taldi að hún hefði verið búin að neyta áfengis en hún hafi ekki gefið aðrar ástæður en þær að henni þætti ekki gaman á meðferðarheimilinu og vildi fara aftur í bæinn.  Hún hafi ekki sagt hvað hún ætlaði að gera í bænum.  Hann kvaðst hafa haft samband við barnaverndaryfirvöld og beðið um að tekið yrði á móti henni við komuna til Reykjavíkur.

Vitnið J, læknir á Neyðarmóttöku, gaf símaskýrslu fyrir dómi og staðfesti aðkomu sína að málinu og vottorð sem hún ritaði.  Hún staðfesti að ekki  hefðu sést áverkar utan á endaþarminum en ekki sjáist í slímhúðina þar og því ekki hægt að fullyrða hvort áverkar væru þar eða ekki.  Áverkar í leggöngum bentu hins vegar til þess að þeir væru af völdum einhvers tækis.

Niðurstaða.

Ákærða er gefið að sök að hafa að kvöldi 22. september og aðfaranótt 23. september 2009 tælt brotaþola, sem þá var 17 ára gömul, í nokkur skipti til samræðis og gagnkvæmra munnmaka.  Er talið að ákærði hafi vitað að stúlkan hafi átt við vímuefnavanda að stríða og hafi átt á þeim tíma að vera á meðferðarheimili, hann hafi greitt fyrir hana flugfar frá [...] til Reykjavíkur og látið hana hafa áfengi og fíkniefni þar sem þau dvöldu í leigubústað við [...] og jafnframt er honum gefið að sök að hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni sökum aldurs- og þroskamunar.  Brot ákærða er talið varða við 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga en samkvæmt þeirri lagagrein varðar það fangelsi allt að 4 árum að tæla barn yngra en 18 ára til samræðis eða annarra kynferðismaka með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt.

Ákærði hefur viðurkennt að hafa haft samfarir við brotaþola og þá hefur hann viðurkennt að hafa greitt flugfarið fyrir hana, sótt hana og ekið með hana að [...].  Hann hefur jafnframt kannast við að hafa vitað um aldur hennar og veitt henni áfengi og amfetamín.  Hann kvaðst einnig hafa vitað að hún ætlaði á meðferðarheimili en hann kvaðst ekki hafa vitað að hún hefði strokið þaðan.  Ákærði hefur neitað að hafa átt endaþarmsmök við hana og jafnframt hefur hann neitað að hafa bundið hana.  Þessi ætlaða háttsemi ákærða er ekki hluti af atvikalýsingu í ákæru og kemur því ekki til frekari skoðunar.

Ákærða er ekki gefið að sök að hafa beitt brotaþola neinni nauðung, úrlausnarefnið hér er hvort ákærði hafi tælt hana til samræðis og nýtt sér yfirburði sína gagnvart henni sökum aldurs- og þroskamunar.  Ákærði hefur borið að hún hefði sagt honum á leiðinni að hún hefði verið í einhverju rugli.  Hún hafi sagt frá því sem hún hefði lent í, verið í sprautum og harðari fíkniefnum og hefði hún sýnt sér ummerki eftir sprautur.  Hann kvað hana hafa verið sjúskaða, útlifaða og þá hafi hún virkað eins og þunn eða lítið búin að sofa. 

Vitnið G skýrði svo frá brotaþoli hefði hringt í sig og sagt hún væri á hótelherbergi með einhverjum strák.  Hafi hún spurt hvort vitnið vildi koma þangað ásamt kærasta sínum, þar væri nóg af spítti, áfengi og einhverju dóti.  Vitnið kvað brotaþola hafa hljómað þannig það væri ógeðslega gaman.  Hún hafi sagt strákurinn væri yfir þrítugt og staðfesti vitnið hún væri yfirleitt með mönnum á þeim aldri.   Vitnið C kannaðist við brotaþoli hafi hringt í sig og spurt hvort hún vildi koma djamma með sér.  Hún hafi hringt um kvöldið og þá sagt hún væri með einhverjum gæja á einhverju hóteli.   Hún hafi farið gráta vegna lítils sambands milli hennar og vitnisins.  Hún mundi ekki eftir hún hafi rætt sérstaklega um manninn og henni fannst ekki brotaþoli væri óánægð eða leið yfir því vera með honum.

Brotaþoli virðist hafa tekið þá ákvörðun sjálf fara ekki aftur á meðferðarheimilið þrátt fyrir hún væri komin til [...] og bendir ekkert til þess ákærði hafi hvatt hana til þess.  Hins vegar er ljóst ákærði vissi hvernig högum stúlkunnar var háttað og þá skýrði hún honum frá fíkniefnaneyslu sinni og sýndi honum ummerki þeirra á líkama sínum.  Þá greiddi ákærði flugfar fyrir stúlkuna og gerði ráðstafanir til þess hitta hana þegar hún væri komin til Reykjavíkur.  Ákærði var á þessum tíma 33 ára gamall en brotaþoli 17 ára og er því ljóst töluverður aldurs- og þroskamunur var á þeim.  Hann lofaði henni áfengi og fíkniefnum og fór með hana á gististað úti á landi í því skyni hafa við hana samfarir.  Þegar litið er til alls þessa og sérstaklega bágra aðstæðna brotaþola sem ákærða var kunnugt um, verður telja nægilega sannað í framferði ákærða gagnvart brotaþola eins og því hefur verið lýst hér framan hafi falist tæling í skilningi 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga með síðari breytingum.

Samkvæmt sakavottorði ákærða sættist hann á sektargreiðslu árið 2007 fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöf. 

Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði.  Ekki þykja efni til skilorðsbinda refsinguna.

Einkaréttarkrafa.

Brotaþoli er orðin fjárráða en hún krefst miskabóta samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga fjárhæð 3.000.000 króna úr hendi ákærða ásamt nánar tilgreindum vöxtum.  Réttargæslumaður brotaþola hefur rökstutt bótakröfuna með þeim hætti brot ákærða hafi verið mjög alvarlegt, hann hafi narrað unga brotna unglingsstúlku í sumarbústað og misnotað hana kynferðislega á hrottafenginn og ófyrirleitinn hátt með því binda hendur hennar og hafa ítrekað við hana kynferðismök í leggöng og endaþarm og hafi í engu skeytt beiðni hennar um hætta  vegna sársauka.  Þá hafi hann haft munnmök við brotaþola og látið hana hafa munnmök við sig og gefið henni áfengi og fíkniefni.  Þá hafi ákærði vitað brotaþoli hafi verið í endurhæfingu vegna fíknar sinnar og hafi hann notfært sér gróflega veikleika hennar og ginnt hana á „djammiðmeð það markmiði misnota hana kynferðislega á grófan og ófyrirleitinn hátt.  Brotið hafi valdið brotaþola gríðarlegum miska.  Hún hafi verið lögð í einelti sem barn og unglingur og leiðst út í áfengis- og fíkniefnaneyslu en hafi verið í meðferð til þess tökum á lífi sínu.  Henni líði gríðarlega illa og með miklar sjálfsvígshugsanir.  óvíst hún nái sér nokkurn tíma fullu en kynferðisleg misnotkun mjög alvarlegt brot þar sem ákærði hafi brotið gróflega gegn lífi, líkama, friði og kynfrelsi brotaþola.

Í málinu liggja fyrir vottorð um hagi brotaþola og kemur þar fram m.a. í vottorði D sálfræðings  að hún stríði við áfallastreituröskun og ljóst sé að hún hafi upplifað mikla ógn og hrylling sem hafi valdið henni umtalsverðri truflun á líðan og virkni og auk þess eyðilagt að því er virðist allt sem áunnist hefði á rúmu ári á meðferðarheimilum.  Þá kemur fram í vottorði E geðlæknis að hún orðið fyrir svo miklu áfalli að fótunum virtist hafa verið kippt undan henni og hefði hún þurft að dvelja um nokkurra mánaða skeið á meðferðarheimilum. 

Fram hefur komið í máli þessu að brotaþoli telur sig hafa orðið fyrir kynferðisbroti á [...] vorið 2008.   Vitnið D gat ekki metið áhrifin af atvikinu á [...] á brotaþola en taldi að fjöldi áfalla bætti ekki ástandið.  Hún taldi einkenni brotaþola frekar tengjast hinu nýja áfalli en atvikið í [...] væri frekar í fjarska hjá henni.  Vitnið E kvað sér hafa verið kunnugt um atvikið á [...] en hann kvaðst ekki hafa minnst á það í vottorðinu þar sem ekki hafi verið formað beint hvernig vottorð var beðið um.  Hann kvað áhrifin af því atviki gera hana útsettari fyrir því sem gerist síðar og hefði þá enn meiri áhrif.  

Ljóst er að brotaþoli átti við veruleg vandamál að stríða áður en ákærði braut gegn henni og þá verður ekki horft fram hjá því að hún telur sig hafa orðið fyrir kynferðisbroti á [...] vorið 2008.  Hins vegar hefur verið upplýst hér fyrir dómi að hún var á batavegi þegar fundum hennar og ákærða bar saman og ljóst er að brot ákærða gagnvart henni hefur haft mjög alvarleg áhrif á heilsu hennar.  Er því sannað að brotaþoli hafi orðið fyrir miska af völdum ákærða.  Með hliðsjón af öllu framansögðu og með vísan til 26. gr. skaðabótalaga þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 800.000 krónur og bera þær vexti eins og í dómsorði greinir. 

Sakarkostnaður.

Samkvæmt yfirliti yfir sakarkostnað er útlagður sakarkostnaður samtals 371.429 krónur  og með vísan til 1. mgr. 218. gr. laga um meðferð sakamála verður ákærði dæmdur til greiðslu þeirrar fjárhæðar.

Með vísan til sömu lagagreinar ber að dæma ákærða til greiðslu málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Brynjólfs Eyvindssonar hdl., 600.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.  Þá greiði ákærði einnig þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Gunnhildar Pétursdóttur hdl., 279.238 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, sbr. 48. gr. og 216. gr. laga um meðferð sakamála, vegna starfa hennar á rannsóknarstigi málsins og við að halda fram kröfunni fyrir dómi.  

Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri kveður upp dóm þennan.   Dómsuppkvaðning hefur dregist fram yfir lögbundinn frest en dómari og sakflytjendur töldu ekki þörf endurflutnings, sbr. 1. mgr. 184. gr. laga um meðferð sakamála. 

Dómsorð:

Ákærði, Hilmir Freyr Sigurðsson, sæti fangelsi í 12 mánuði.

Ákærði greiði A 800.000 krónur í miskabætur auk vaxta skv. 8. gr. laga  nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 23. september 2009 til 19. desember 2009 en með dráttarvöxtum  skv. 1. mgr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.

Ákærði greiði útlagðan sakarkostnað, 371.429 krónur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Brynjólfs Eyvindssonar hdl., 600.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Gunnhildar Pétursdóttur hdl., 279.238 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.