Hæstiréttur íslands

Mál nr. 269/2004


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Föstudaginn 25

 

Föstudaginn 25. júní 2004.

Nr. 269/2004.

Lögreglustjórinn í Reykjavík

(Egill Stephensen saksóknari)

gegn

X

(Björn Þorri Viktorsson hdl.)

 

Kærumál. Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

 

Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Ólafur Börkur Þorvaldsson.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. júní 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. júní 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 4. ágúst 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verður felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími.

Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.

Fallist er á með héraðsdómara að fyrir hendi sé sterkur grunur um að varnaraðili hafi framið brot, sem að lögum getur varðað allt að 12 ára fangelsi, sbr. 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 32/2001. Samkvæmt því verður hinn kærði úrskurður staðfestur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. júní 2004.

 

             Ár 2004, miðvikudaginn 23.  júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Sigurði H. Stefánssyni héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður þessi.

             Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X, [...], verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi.

             Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að kærði hafi verið handtekinn 24. maí sl. vegna gruns um innflutning fíkniefna.  Við komu kærða til landsins á þeim tíma hafi fundist á honum ætluð fíkniefni, en um sé að ræða 981,69 grömm af amfetamíni og 993,50 grömm af kókaíni en fyrir liggi nákvæm greining rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði um tegund og styrkleika efnisins, sbr. matsgerðir frá 18. þ.m.

             [...]

 

             Samkvæmt framangreindu er rökstuddur grunur um að kærði hafi framið brot sem sem getur varðað allt að 12 ára fangelsi sbr. 173.gr. a almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

             Skilyrði eru því fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 og ekki ástæða til að marka því skemmri tíma en krafist er. Er því fallist á fram komna kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald eins og nánar greinir í úrskurðarorði.

 

Úrskurðarorð:

             Kærði, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi allt þar til dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til miðviku­dagsins 4. ágúst 2004  klukkan 16:00.

 

                                                                                        Sigurður Hallur Stefánsson