Hæstiréttur íslands

Mál nr. 416/2003


Lykilorð

  • Kynferðisbrot


Fimmtudaginn 4

 

Fimmtudaginn 4. mars 2004.

Nr. 416/2003.

Ákæruvaldið

(Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari)

gegn

X

(Sveinn Andri Sveinsson hrl.)

 

Kynferðisbrot.

Í héraðsdómi, sem staðfestur var með vísan til forsendna hans, var X sýknaður af ákæru fyrir brot gegn 194. gr. og 196. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein.

Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar af hálfu ákæruvaldsins 6. október 2003. Hann krefst þess að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru og dæmdur til refsingar.

Ákærði krefst þess að héraðsdómur verði staðfestur.

Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.

Allur kostnaður af áfrýjun héraðsdóms verður lagður á ríkissjóð eins og nánar greinir í dómsorði.

Dómsorð:

Héraðsdómur skal vera óraskaður.

Áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, X, fyrir Hæstarétti, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 200.000 krónur.

 

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 1. október 2003.

                Mál þetta, sem dómtekið var 5. september sl., er höfðað samkvæmt ákæru útgefinni af ríkissaksóknara hinn 13. desember 2002 á hendur X, [kennitala og heimilisfang], fyrir kynferðisbrot, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 8. desember 2001, á þáverandi heimili sínu að [...], þröngvað frænku sinni, Y, til annarra kynferðismaka en samræðis með því að þrýsta höfði hennar að getnaðarlim sínum, troða limnum upp í munn hennar og halda höfði hennar föstu á meðan ákærði hreyfði liminn til og frá, og að hafa sumpart notfært sér það að Y gat ekki spornað við kynmökunum sökum ölvunar.

                Þetta er talið varða við 194. gr. og 196. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. og 4. gr. laga nr. 40/1992.

                Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.

Af hálfu Y er krafist miskabóta að fjárhæð 2.000.000 króna auk vaxta og dráttarvaxta til greiðsludags samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 og þóknunar vegna réttargæslu.

                Verjandi ákærða krefst þess aðallega að ákærði verði alfarið sýknaður af kröfum ákæruvaldsins, en til vara að ákærða verði dæmd vægasta refsing sem lög leyfa. Hann krefst hæfilegra málsvarnarlauna og að sakarkostnaður verði felldur á ríkissjóð. Hann krefst þess að skaðabótakröfu verði hafnað, en til vara að henni verði vísað frá dómi

Málsatvik og sönnunargögn

Að kvöldi föstudagsins 7. desember sl. fékk brotaþoli í máli þessu, Y, leyfi hjá móður sinni, vitninu A, til að gista hjá vinkonu sinni, vitninu B. Komu þær ekki heim á umsömdum tíma. Samkvæmt samhljóða framburði stúlknanna höfðu þær útvegað sér landa. Þær hittu tvo bekkjarbræður sína, fyrst vitnið C og náðu síðan í vitnið D, annar vinur var á bifreið og ók þeim um. Ætluðu þau fyrst í samkvæmi í [...], en þegar þangað kom var lögregla að leysa samkvæmið upp. Y drakk talsvert af landa í bifreiðinni, að hluta óblandað, fann hún verulega á sér þegar hún steig út úr bifreiðinni. Hún hringdi í ákærða. Mæltu þau sér mót við DV-húsið þar sem ökumaðurinn skildi við krakkana. Fóru þau síðan öll saman í einstaklingsíbúð sem ákærði leigði í [...]. Þetta var eitt herbergi með stóru rúmi, litlu eldhúsborði og stólum við það og eldunaraðstöðu og bað­herbergi. Öll voru þau undir áfengisáhrifum og einhver drykkja átti sér stað í íbúðinni. Y, B, C og D voru 14 ára, en ákærði var 22 ára. Ber vitnunum saman um að kynlífshegðun hafi átt sér stað í rúminu sem þau hafi öll, að D undan­skildum, átt einhvern þátt í. Snýst mál þetta um það hvort ákærði þvingaði Y þar til munnmaka og notfærði sér þar að einhverju leyti ölvunarástand hennar. Dvöldu þau fjögur hjá ákærða til rúmlega eitt um nóttina. B, C og D fóru einu sinni eða tvisvar út úr íbúðinni í 10 til 30 mínútur í hvort sinn. Ber frásögnum þeirra ekki fyllilega saman um þetta, en þegar háttsemi sú sem ákært er vegna átti sér stað voru þau öll í herberginu. Er þau þrjú komu til baka úr ferð í hraðbanka var Y í áfengisdái. Tók B þá eftir því að buxur Y voru úthverfar og að hún var illa girt. Er hér var komið hringdi ákærði í vitnið E, móðursystur þeirra Y, kom hún á vettvang og stuttu síðar einnig vitnið A, móðir Y, en E hafði hringt í hana. Veittu þær því báðar athygli að buxur Y voru úthverfar og að hún var í einum sokki. Var Y flutt heim hálf rænulaus. Næsta morgun skýrði Y móður sinni frá því að ákærði hefði neytt hana til að eiga við sig munnmök. Síðar sama dag fór Y með móður sinni á Neyðarmótöku. Hinn 10. desember 2001 lagði vitnið A fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni Y. Kvað hún brotið hafa átt sér stað á [...] aðfararnótt laugardagsins 8. sama mánaðar. A tók fram að ákærði væri systursonur hennar. Ennfremur að faðir Y og faðir ákærða væru bræður. Ákærði var yfirheyrður af lögreglu 11. sama mánaðar og vitnin B, C og D hinn 13., og vitnið E 19. sama mánaðar. Hinn 20. sama mánaðar var tekin skýrsla af Y og vitninu B í sérútbúinni aðstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og voru þinghöld þessi tekin upp á myndbönd.

Í kæruskýrslu vitnisins A kemur fram að Y hafi fengið leyfi til að gista heima hjá vinkonu sinni, vitninu B, föstudagskvöldið 7. desember 2001. Samkomulag hefði verið um að stúlkurnar yrðu komnar heim um kl. 22.00. Hún kvaðst síðan aftur hafa rætt við móður B á bilinu frá kl. 22.00 til 22.30 og hafi hún þá fengi að vita að Y og B hefðu komið í augnablik þangað heim, og svo farið út aftur með þeim orðum að þær ætluðu að ná í gsm-síma B og þær kæmu til baka eftir nokkrar mínútur. Reyndust þær síðan hafa stungið af. Hún kvaðst hafa hringt í neyðarnúmer Barnaverndarnefndar Reykjavíkur til að tilkynna um þetta, en þar hafi henni verið ráðlagt að bíða og sjá hvort að Y myndi ekki skila sér heim. Hún hafi margreynt að hringja í gsm-síma Y, en slökkt hafi verið á símanum.

Um kl. 01.30 aðfararnótt laugardagsins 8. desember 2001 hafi systir hennar, E, hringt og þá verið á leiðinni í [...]. Hafi E sagt henni að ákærði hefði hringt til hennar og sagt að Y væri þar drykkjudauð. Hafi henni fundist einkennilegt að ákærði skyldi ekki hringja beint heim til hennar, en fram hafi komið hjá E að hann hefði ekki þorað því. Kvaðst hún strax hafa haldið í [...], en E hafi verið komin þangað á undan. Þar hafi Y legið í áfengisdái á hliðinni í rúmi í herbergi ákærða. Hún hafi verið fullklædd, í buxum, einum sokk og bol. Buxur hennar hafi verið á ranghverfunni, sem henni hafi fundist undarlegt. Ákærði hafi setið í stól við hlið rúmsins og verið nokkuð drukkin. Hann hafi engar sérstakar skýringar gefið á veru Y hjá honum. Kvað hún vitnin B, D og C hafa verið farin í burtu. Kvaðst hún hafa reynt að vekja Y, en hún hafi einungis kúgast og sýnt lítil viðbrögð. Þær E hafi dröslað Y út, en hún hafi ekki stigið í fæturna.

Daginn eftir hefði Y sagt henni frá því að hún hefði hringt í ákærða á föstudagskvöldið og spurt hann að því hvort að hún mætti koma með þrjá vini sína í heimsókn. Hann hefði verið því samþykkur. Hafi hún farið þangað ásamt B, D og C og verið komin í [...] um miðnætti. Hafi þau öll verið drukkin. Y hefði sagt henni að B hafi dregist að ákærða og haft á orði að hann væri sætur. Það hafi endað með því að ákærði og B hafi farið upp í rúm þar sem þau hafi haft kynmök. Fram hafi komið að B hafi fundist það vont, hún hafi beðið ákærða að hætta og hann hefði orðið við því. Ákærði hafi síðan beðið Y um að koma að tala við sig. Hún hefði neitaði í fyrstu, en eftir nokkurt þóf hafi hún látið til leiðast og farið upp í rúm til hans. Þegar hún hafi verið kominn upp í rúm til hans, hafi hann tekið um höfuð hennar og ýtt því niður að getnaðarlim sínum. Hún hafi reynt að ýta höfðinu í burtu, en hann hafi haldið höfðinu á henni niðri og látið hana sjúga á sér liminn. Hún hafi svo farið að kúgast, og kastað upp og svo dáið drykkjudauða. Geti hún ómögulega munað hvað gerðist eftir það.

Kvað hún Y hafa minnst þess að ákærði hefði verið að reyna að toga niður um hana buxurnar þegar hún fór upp í rúmið, en hún haldið á móti. Hafi hún ekki haft hugmynd um af hverju buxur hennar voru á ranghverfunni.

A kvaðst hafa rætt við D og C við Kringluna á laugardeginum 8. desember 2001, einhvern tímann eftir hádegi, hefðu þeir lýst því að ákærði hefði þvingað Y til munnmaka og sagt frá hótunum hans við þá. A kvaðst hafa farið með Y í skoðun á Neyðarmóttöku vegna nauðgunar á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 8. desember 2001. Daginn eftir, hinn 9. desember, um kl. 12.30 eða 13.00 hefði B komið heim til hennar, hefði hún sagst hafa séð Y sjúga liminn á ákærða, en að hún hefði ekki skipt sér frekar af því.

Með skýrslu Neyðarmóttöku vegna nauðgunar á Landspítala Fossvogi er staðfest að Y kom þangað í fylgd móður sinnar laugardaginn 8. desember 2001 kl. 18.00. Var hún skoðuð af Ebbu Margréti Magnúsdóttur lækni sem gerir skýrslu um málið. Brotamanni er þar lýst sem 22 ára frænda brotaþola og brotavettvangur heima hjá frændanum. Er haft eftir Y að hann hafi beitt hana ofbeldi með því að halda höfði hennar niðri. Skráir læknirinn eftir Y að þegar þau komu heim til ákærða hafi hann farið að hafa kynmök við vinkonu hennar fyrir framan hin og hafi vinkonunni fundist það vont og oft beðið hann um að hætta. Y hafi haft munnmök við C vin sinn og þegar ákærði og vinkonan hafi hætt hafi ákærði kallað á hana og beðið hana um að koma. Hafi hún ekki viljað það en farið samt, hann hafi verið undir sæng og ber að neðan. Hún hafi sest hjá honum og hann þá byrjað að reyna að taka hana úr buxunum. Þá hafi hann tekið höfuð hennar og ýtt því niður og látið hana totta sig. Hún hafi gert það þó að hún vildi það ekki. Síðan hafi hún staðið upp og ætlað á klósettið en hann hafi rekið hina krakkana burtu og sagst ætla að tala við Y. Hún hafi ekki fengið að komast ein á klósettið og þá farið og sótt krakkana og sagst ekki vilja vera ein þarna. Þau hafi komið inn og svo kvaðst hún ekki muna meira en ráma í að krakkarnir hafi verið að fara. Hún hafi svo vaknað er frænka hennar var að reyna að vekja hana og síðan hafi móðir hennar komið og farið með hana heim. Þegar hún hafi vaknað í morgun hafi hún sagt móður sinn hvað ákærði hafði látið hana gera og hafi henni liðið illa yfir því. Læknirinn lýsir ástandi Y þannig við skoðun að stúlkan sé frekar lokuð og líti málið ekki alvarlegum augum. Hún sé frekar fjarræn en svari spurningum og segi þokkalega frá því sem hún man. Hún forðist augnkontakt, sé ósamvinnuþýð í skoðuninni og við blóðprufutöku. Hún virðist líta upp til frænda síns og þori ekki annað en að gera það sem hann segi. Hafi samt liðið illa þennan dag yfir því sem gerðist og þurft að segja frá þessu. Ekki merki um áfengi eða vímu­efnanotkun. Í gátlista er merkt við að hún sé fjarræn, muni lítið, sé stíf og með ógleði. Hún hafi burstað tennur og skipt um föt, kastað upp og þurrkað sér áður en hún kom á Neyðarmóttöku. Engar sæðisfrumur fundust í sýni til smásjárskoðunar eða í nær­buxum. 

Hinn 20. desember 2001 fór fram þinghald þar sem tekin var skýrsla af brotaþola vegna máls þessa og fylgir það gögnum málsins á myndbandi. Þar skýrir Y svo frá að hún hafi ætlað að gista hjá B og þær hafi verið búnar að ákveða að fara í partý upp í [...] þetta föstudagskvöld, en þegar lögreglan var á staðnum hafi þau farið að rúnta niður í bæ. Hún kvaðst hafa verið með landa og byrjað að drekka í bílnum um hálfellefu leytið og fundið verulega á sér þegar hún fór út út bílnum. Hún kvaðst hafa hringt í ákærða sem hefði verið eitthvað pirraður, eitthvað búinn að drekka og verið að rífast við mömmu sína. Hann hefði sagst vera að fara heim að skipta um föt og hún hefði spurt hvort þau mættu ekki fara með honum, svo hefðu þau farið heim til hans og hefðu ekkert farið meira út. Hún taldi að hann hefði ekkert skipt um föt. Þarna hefði verið risarúm, þar hefðu B og ákærði og hún og C fyrst verið að kyssast, svo hefði B verið að biðja ákærða að hætta, en hann hefði fyrst ekki viljað það. Þau hefðu verið þarna fjögur í rúminu, B og ákærði og hún og C. Hún hefði verið að totta C. Ákærði hefði verið að reyna samfarir við B. B hefði svo farið að reykja hjá D við eldhúsborðið og þá hafi ákærði viljað fá hana til sín, en hún hefði viljað vera hjá C. Ákærði hefði togað tvisvar í hana og horft einhvern veginn þannig á C að hann hefði ekki þorað að gera neitt og sagt henni að fara til ákærða. Þá hefði hún farið og sest ofan á hann. Hann hafi ítrekað reynt að klæða hana úr buxunum, en hún hafi ekki viljað það. Þá hafi hann ýtt henni niður og ætlað að láta hana totta sig. Spurð hvernig hann hafi ýtt henni, svaraði hún: „Hann hélt mér bara niðri.“ Hann hefði ekki viljað sleppa henni og hún hafi ekki þorað annað en að totta hann. Eftir fimm eða tíu mínútur hafi hún hætt og farið á klósettið og svo muni hún ekki meira. Nánar spurð kvaðst hún hafa kastað upp og hann hafi komið og hjálpað henni. Hún kvaðst næst hafa munað eftir sér í bílnum með mömmu sinni. Nánar spurð um það sem þau gerðu áður, kvað hún ákærða eitthvað hafa verið að hóta strákunum að lemja þá þegar þau voru að fara upp stigann hjá honum, og svo hafi hann sagt krökkunum að fara út og verið eitthvað að tala við hana og ekki viljað hleypa henni einni á klósettið og „þá var hann bara að láta mig allsbera svona“ og þá hefði hún opnað dyrnar og hlaupið niður til að ná í krakkana og hefði dottið í stiganum og meitt sig. Hún kvað ákærða hafa reynt við sig einu sinni áður, en lýsti því annars í viðtalinu að þau hefðu verið góðir vinir, og henni hefði aldrei dottið í hug að hann myndi gera þetta. Spurð hvernig ákærði hefði verið klæddur í rúminu, kvað hún hann hafa verið farinn úr öllu, en verið með sængina yfir. Nánar spurð hvernig ákærði hefði ýtt henni niður sagði hún: „Ég bara man það ekki, hann bara hélt hausnum á mér niðri og ég var alltaf að reyna að færa mig svona frá.“ Hún kvaðst hafa verið hrædd við hann, en gat ekki skýrt hvers vegna. Spurð um hreyfingar sagði hún að hann hefði haldið höfðinu á sér og hreyft sig upp og niður. Ítrekað spurð kvað hún ákærða ekki hafa beðið sig að totta sig, hann hefði bara ýtt henni niður og hún hefði ekki viljað það. Þegar hann hefði verið að toga hana til sín hefði hann ekkert sagt af hverju hann vildi að hún kæmi. Síðan hefði hún farið á klósettið og svo fengið sér sígarettu hjá D. Ákærði hefði alltaf verið að reyna að toga hana til sín aftur, en hún hefði sagt: „bara nei, ég get, ég vil ekki, ég vil sitja hjá D.“ Hann hefði togað aftur í hana til sín og tekist það, hún hefði legið þarna á rúminu og ákærði hefði sagt strákunum að fara út, hún hefði séð krakkana fara út og svo muni hún ekki meira, næst muni hún eftir sér í bílnum.

Við aðalmeðferð málsins neitaði ákærði X allri sök. Hann kvað vin sinn hafa boðið sér í samkvæmi þetta kvöld og hafi hann verið á leið heim til að taka sig til þegar Y hafi hringt. Vinur hans hafði beðið hann um að flýta sér, og einnig sagst eiga áfengi, en sjálfur hefði hann verið blankur. Hann hafi því sagt að krakkarnir mættu bara vera smá stund. Hann kvaðst hafa farið í sturtu eftir að þau voru öll komin í íbúð hans og verið lengi að taka sig til eins og hans sé háttur. Þegar honum var bent á að þau hefðu komið um ellefu og um klukkan eitt hefði hann hringt í E, kvað hann þennan tíma samrýmast því að hann hefði verið að flýta sér því hann væri mjög pjattaður. Hann hafi síðan komið inn í herbergið og þá séð að einhver hreyfing var undir teppi hægra megin í rúminu og hafi hann spurt hvað væri í gangi. Þar hafi verið Y og C en hann vissi ekki hvað þau voru að gera. Y hafi þá sagt honum að vinkonu hennar fyndist hann sætur. Síðan hafi hlutirnir skeð mjög snöggt. B hafi setið á rúminu og tekið í buxurnar hans og togað hann niður á rúmið. Hún hafi síðan þuklað ber kynfærin á honum og farið niður með höfuðið og gælt við hann. Honum hafi þótt þetta óþægilegt vegna þess að Y, frænka hans, hafi verið þarna og þetta hafi ekki gengið lengra. Síðar spurður harðneitaði hann að hafa átt samfarir við B og neitaði að hafa verið nakinn. Stuttu síðar hafi Y verið að gráta yfir því að B væri með C. Hafi hann reynt að hugga hana og sagt að hún ætti betra skilið. Síðan minntist hann þess að hafa komið inn í herbergið og hefði Y þá legið þversum yfir rúmið og eins og hún væri búin að kasta upp og hafi hún verið drykkjudauð. Nánar spurður um hvernig Y hefði verið þetta kvöld, kvað hann hana fyrst hafa verið hressa, síðan sára og loks áfengisdauða.

Hann kvaðst þá hafa hringt í móðursystur sína, vitnið E, og lýsti nákvæmlega samtali þeirra. Kvað hann hana hafa sagt sér að banna krökkunum að fara áður en hún kæmi. Þetta hafi verið vegna þess að Y hafi verið í slæmum félagsskap á þessum tíma. Krakkarnir hafi ætlað að stinga af en hann hafi hótað þeim ef þau færu. Hann kvað það ekki vera rétt að krakkarnir þrír hefðu farið út úr íbúðinni um kvöldið eða í hraðbanka, hann kvaðst ekki hafa verið einn með Y. Þegar E kom hafi hún spurt hvort Y hefði tekið einhver eiturlyf. Síðan hafi móðir Y, vitnið A, komið og hafi hún verið hrædd. Hún hafi spurt hann hvers vegna Y væri í öfugum buxunum og hvort hann „hefði verið að ríða henni.“ Hann kvaðst hafa sagt við hana: „ertu vitlaus, þetta er frænka mín.“ Y hafi rankað við sér þarna og sagt að ákærði hefði verið að hjálpa henni. Hann kvaðst ekki hafa tekið eftir að Y væri í öfugum buxunum fyrr en að E nefndi það. Hann kvaðst harðneita að hafa átt kynferðislega við Y, hvorki kysst hana á munninn né verið í „keleríi“ við hana uppi í rúmi, né annað. Spurður hvers vegna hann hefði ekki hringt í móður Y, þá kvaðst hann hafa verið hræddur um að hún myndi kenna sér um, henni væri ekki vel við sig og kenndi sér um allt sem yngri sonur hennar gerði. Spurður um áfengisneyslu sína kvaðst hann hafa verið búinn að drekka tvo til þrjá bjóra. Hann kannaðist við að hafa drukkið nokkuð mikið á þessu tímabili. Hann kvað krakkana hafa drukkið eitthvað í íbúðinni.

Spurður um samskipti þeirra Y kvað hann þau hafa verið góða vini, Y hafi stundum hringt í hann og hann í hana. Kvað hann Y hafa átt erfitt á þessum tíma og hefði hann hlustað á hana en aðrir hafi skammað hana. Eftir þennan atburð hefði hún tvisvar komið til föður síns í [...], sem búi þar í sama bæ og hann, og hafi þau hist og heilsast. Spurður hverja hann teldi ástæðu þess að Y væri að bera á hann rangar sakir ef þeim væri vel til vina, þá kvað hann það vera móður hennar sem væri að reyna að verða sér úti um peninga. Spurður hvort hann hefði reynt við Y fyrir þetta kvöld, neitaði hann því.

Ákærði var yfirheyrður hjá lögreglu 11. desember 2001. Þar neitaði hann að hafa framið kynferðisbrot gagnvart Y, hann kvaðst ekkert hafa átt við hana kynferðislega, enda væru þau frændsystkin. Framburður hans hjá lögreglu var nánast samhljóða framburði hans fyrir dóminum.

Ákærði var aftur yfirheyrður af [...] lögreglunni vegna málsins 16. október 2002. Neitaði hann þar alfarið öllum sakargiftum. Kvaðst hann ekki hafa skýringu á framburði Y og kvað vitnin sem báru um þetta "ljúga" og sagði "þau eru fábjánar, dópistar." Kvaðst hann telja ástæðu þessara ásakana á hendur sér vera að þau væru á höttunum eftir einhvers konar skaðabótum frá íslenska ríkinu.

Vitnið A, móðir Y, skýrði dóminum svo frá að E systir hennar hefði hringt í hana klukkan rúmlega 01.00 og sagt að Y væri í áfengisdái hjá ákærða. Vitnið kvaðst hafa flýtt sér á staðinn og þegar hún kom hafi Y legið á rúminu, buxur hennar hafi verið „upp og niður“ og hún í einum sokki. Hafi henni þótt þetta mjög skrýtið, sem og það að ákærði skyldi ekki hafa hringt í hana. Y hafi verið búin að vera í óreglu þarna um nokkurn tíma. Það hafi gengið brösulega að koma Y út, en þær hafi verið komnar heim um tvöleytið. Morguninn eftir hafi Y vilja tala við hana þegar hún vaknaði og sagt henni frá því sem hefði gerst kvöldinu áður. Hefði hún sagst hafa hringt í ákærða og spurt hvort hún og vinir hennar mættu koma í heimsókn og hann hefði samþykkt það. Hann hefði reynt að taka niður um hana buxurnar nokkrum sinnum og hún hefði streist á móti og svo hefði hann þvingað höfðinu á henni niður, og hún hefði sogið á honum kynfærin, hún hefði streist á móti en ekki getað það, sennilega út af drykkju. Eftir þetta hefði hún lítið munað eftir sér, annað en að hún hefði kúgast. Sagði hún Y hafa liðið mjög illa yfir þessu um morguninn og verið miður sín. Vitnið kvað sér hafa verið brugðið og hefði hún farið með Y á Neyðarmóttöku og einnig hitt krakkana á laugardeginum. Eftir að hafa heyrt frásögn þeirra hefði hún kært málið. Hún taldi að C hefði sagt að þau hefðu séð ákærða halda höfðinu á henni niðri. Frásögn krakkanna hefði staðfest það sem Y hefði sagt um morguninn. Vitnið kvaðst einnig hafa rætt við systur sína, móður ákærða, en kvaðst ekki vera alveg viss hvort hún hefði gert það áður eða eftir að þær fóru á Neyðarmóttökuna, en seinna um daginn hafi hún hitt krakkana og síðan kært málið, hún hefði viljað hitta krakkana fyrst til að vera viss, málið væri erfitt vegna fjölskyldutengslanna.

Nánar spurð um aðkomu sína á staðnum kvaðst hún hafa verið mjög reið þegar hún kom til ákærða um nóttina og hafa brugðið við að sjá Y í ranghverfum buxunum og engum sokk og í þessu ásigkomulagi. Hafi henni þótt mjög skrýtið að koma þarna inn. E hafi sagt við hana að nærbuxur Y hefðu verið eitthvað snúnar. Hún kannaðist við að hafa sagt við ákærða eitthvað á þá leið hvort hann hefði riðið Y og staðfesti tilsvör ákærða eins og hann hefur lýst þeim. Hún kannaðist ekki við fullyrðingu ákærða um að einhverjir samskiptaörðugleikar hefðu verið á milli hennar og ákærða. Hún kvað ákærða greinilega hafa verið undir einhverjum áhrifum. Hún kvað hafa verið gott á milli Y og ákærða, hún kvaðst vita að hún hefði nokkrum sinnum farið á [...] þar sem hann vann, hún kvaðst ekki hafa vitað til þess að hann hefði nokkurn tíma verið með kynferðislega tilburði við Y. Hún sagði stöðu Y í dag vera góða, hún væri búin að taka sig vel á og ætti nú að fara í langtímameðferð, en þær væru ekki alveg sammála um þörfina fyrir það. Hún kvaðst nokkrum sinnum hafa reynt að ræða þetta við Y, en henni finnist það mjög óþægilegt og vilji helst gleyma þessu. Faðir hennar og ákærði búi í sama bæ úti í [...], þetta sé lítill staður sem fjölskyldan búi á og finnist Y óþægilegt að hitta ákærða og föður hans. Y ásaki sjálfa sig og hugsi að þetta hefði ef til vill ekki komið fyrir ef hún hefði ekki verið að drekka. Spurð um hvað Y hafi sagt henni um þau C í umrætt sinn, kvað hún Y hafa sagt að þau hefðu verið að kela fyrr um kvöldið, hún hafi ekki nefnt munnmök í því sambandi við sig. Spurð um samskipti sonar síns og ákærða kvað hún þau hafa verið talsverð og upp og ofan eins og gengur. Kvaðst hún ekki hafa haft afskipti af þeim að öðru leyti en því, að á tímabili þegar ákærði hafi verið nokkuð mikið að drekka hafi hún sagt við son sinn að vera ekki að umgangast hann mikið. 

Skýrsla var tekin af vitninu hjá lögreglu þegar hún kærði málið, og er hún rakin hér að framan.

Vitnið C, fæddur 1987, kvaðst lítið muna í dag eftir þessu kvöldi þar sem langt væri um liðið og hann hefði verið drukkinn. Hann kvaðst hafa komið heim til ákærða þetta kvöld með Y, B og D. Þeir D hefðu aðallega verið í símaleik og Y og B og ákærði að spjalla, síðan hafi hann farið út úr íbúðinni í eitt skipti ásamt D og B og hafi þau verið úti í um hálfa klukkustund, þegar þau hafi komið til baka hafi Y verið brennivínsdauð. Hann kvað þau öll hafa drukkið þetta kvöld og játaði því að Y hefði verið mikið drukkin. Hann kvaðst minnast þess að B og ákærði hefðu verið eitthvað að kyssast og að ákærði og Y hefðu verið eitthvað að kyssast. Spurður um skýrslutöku hjá lögreglu vegna málsins kvaðst hann ekki muna hvað hann sagði þar en það hefði örugglega verið satt. Hann kvað engin samráð hafa verið á milli þeirra krakkanna um framburð hjá lögreglu. Þau þrjú, hann, B og D hafi verið saman allan tímann, en Y og ákærði ein einhverja stund. Hann kvaðst muna að hafa hitt móður Y áður en hann gaf skýrslu hjá lögreglu, en kvaðst ekki muna orðaskipti. Þegar vitninu hafði verið kynnt lögregluskýrslan kvaðst hann ekki muna eftir samskiptum B og ákærða eins og þar er lýst, en ítrekaði að hann hefði skýrt rétt frá. Hann kvaðst þó muna að ákærði var ber að ofan. Kynntur framburður sinn um atlot ákærða og Y kvað hann þetta rifjast upp fyrir sér og kvaðst hafa séð Y totta ákærða. Þetta hefði verið undir sæng, „en maður sá það samt.“ Beðinn um að skýra þetta, kvað hann það hafa sést til dæmis á hreyfingunum og að það hafi sést að ákærði héldi um höfuðið á henni. Ítrekað spurður kvaðst hann muna að þau hefðu verið undir sæng og hann hefði haldið um höfuðið á henni, en reyndist svo ekki viss um það þegar gengið var á hann. Hann kvaðst muna að ákærði hefði rekið þau út og sagt þeim að koma aftur eftir hálftíma eða 45 mínútur. Þegar þau komu aftur hafi Y verið brennivínsdauð í rúminu. Hann kvaðst einnig muna að þegar frænka Y kom hafi hún sagt að buxurnar á Y væru öfugar. Hann kvaðst ekki muna hvort ákærði var klæddur þegar þau komu aftur. Hann kvað D hafa farið í hraðbankann og þau tvö með honum, og minnti hann að D hefði ælt þá, hann hefði verið rosalega drukkinn. Þetta hefði verið eitt af fyrstu skiptunum sem þeir voru að drekka. Spurður um það sem haft er eftir Y í skýrslu Neyðarmóttöku, að hún hafi áður en þetta gerðist með ákærða „haft munnmök við C vin sinn,“ svaraði hann „já, já við kysstumst.” Spurður hvort það væri það eina sem hefði gerst, sagðist hann muna það þannig. Hann kannaðist einnig við að hafa kysst B þarna. Hann kvað þau Y vera góða vini, og nokkru eftir þetta hefðu þau verið saman í stuttan tíma. Hann kvaðst ekki hafa hugmynd um hvort ákærði hefði farið í sturtu. Hann kvað þau hafa farið út úr íbúðinni einu sinni, þá hafi þau farið í hraðbankann til að ná í peninga fyrir leigubíl. Stuttu eftir að þau komu inn aftur hafi frænka Y komið. Spurður aftur um það sem hann áður sagði að ákærði hefði rekið þau út, sagði hann að þau hefðu ætlað í hraðbankann og hefðu ætlað að taka Y með, en ákærði hefði viljað láta hana bíða og þau ættu bara að fara þrjú. Í lögregluskýrslu hafði hann borið að þau hefðu verið 10 til 15 mínútur í burtu, inntur eftir þessu ósamræmi kvaðst hann ekki viss. Nánar spurður um það hvað átti sér stað á milli ákærða og Y, kvað hann það eina sem hann sá hafa verið að þau ákærði voru undir sæng, en þá hafi hún ekki verið dauð og ákærði hafi verið drukkinn, hann hefði ekki vitað hvort Y vildi þetta eða ekki. Hún sagði aldrei: „nei, hættu“ en hann viti samt ekki hvort hún vildi þetta. Ákærði og Y hafi verið í rúminu en þau hin í eldhúsinu, þau hafi séð þetta en þó ekki vitað hvað fór á milli þeirra Y og ákærða. Vitninu voru sýndar myndir úr íbúðinni, fannst vitninu að borðið hefði verið lengra frá rúminu. Hann kvað þau hafa verið dálítið vandræðaleg þegar þau sáu þetta og hafi þeir D verið í símanum til þess að vera ekki að horfa á. Þau hafi verið að reyna að sjá þetta ekki, en samt hafi þau alveg séð þetta. Y hafi verið ógeðslega drukkin, en hann hafi ekki séð hvort hann þvingaði hana, en hann hafi verið ýtnari en hún. Hann kvaðst myndu halda að ákærði hefði verið að misnota hana, en hann viti það ekki. Spurður hvað honum hafi fundist um þetta, svaraði vitnið að hann hefði verið 14 ára og sér hefði fundist þetta óeðlilegt.

Vitnið gaf skýrslu hjá lögreglu 13. desember 2001, nokkrum dögum eftir atburðinn. Þar lýsti hann aðdraganda þess að þau fóru til ákærða á sama hátt og Y gerði. Hafi þau verið með bjór og landa. Hafi Y orðið verulega drukkin í bílnum. Hann lýsti íbúðinni þannig að salerni hafi verið á hægri hönd við herbergisdyrnar, en við gluggann tvíbreitt rúm, en í hinum endanum vaskur, hilla og eldhúsborð. Hann kvaðst hafa veitt því athygli að ákærði var í glasi. Hann kvað ákærða og B hafa byrjað samfarir og hefði hún ekki verið mótfallin í fyrstu en svo viljað hætta og farið að reykja í eldhúskróknum. Hann kvað ákærða hafa beðið Y um að setjast hjá sér. Hann hafi þá annað hvort verið í nærbuxum eða nakinn, hann hafi legið á bakinu í rúminu. Y hafi sest hjá honum og kvaðst hann hafa veitt því athygli að ákærði var að reyna að toga hana úr buxunum. Hún hafi komið í veg fyrir það með því að halda buxunum uppi og hafi greinilega ekki viljað fara úr þeim. Þarna hafi Y verið ofurölvi og nærri því ósjálfbjarga. Sagði hann að hver sem er hefði getað fengið Y til að gera hvað sem var á þessum tíma. Það næsta sem hann hefði tekið eftir var að Y var byrjuð að totta getnaðarliminn á ákærða. Hann kvaðst hafa séð að hann hélt um höfuð hennar með báðum höndum. Hann treysti sér ekki til að segja til um hvort að munnmök þessi fóru fram með vilja Y, enda hafi þetta gerst undir sæng. Honum hafi þó fundist eins og ákærði væri að notfæra sér ástand Y. Y hafi svo hætt að totta á ákærða liminn og virst lognast út af í rúminu vegna ölvunar. Hún hafi síðan staðið upp og farið á salernið og ákærði hafi farið með henni þangað, en lagst svo í rúmið aftur. Aðspurður mundi hann ekki hvort að ákærði var í fötum þegar hann fór á salernið á eftir Y. Á þessum tímapunkti kvaðst hann hafa verið að tala um það við D hvort að þeir ættu ekki að drífa sig heim með leigubíl. Hann lýsir síðan að þau hafi þrjú farið út úr íbúðinni og að þau hafi farið í hraðbankann. Eins og frásögn hans er skráð virðist vera um tvö skipti að ræða og hann kveðst í lokin ekki vera viss hvort að ákærði hafi verið að hneppa að sér buxunum þegar þau komu inn eftir að hafa beðið fyrir utan húsið eða þegar þau komu inn eftir að hafa tekið peninga út úr hraðbankanum. Þetta hafi þó gerst í annað skiptið.

Vitnið B, fædd 1987, kvað þau fjögur, Y, C og D og hana sjálfa, hafa verið saman þetta kvöld. Hún kvaðst ekki muna hvort Y hringdi í ákærða eða hann í hana, en þau hafi farið heim til ákærða, sem hafi búið í pínulitlu herbergi og þau hafi verið búin að vera að drekka um kvöldið. Fyrst hafi þau verið að spjalla, en Y hafi liðið illa og farið að gráta og þá hafi ákærði rekið þau út. Spurð hvað hafi verið búið að gerast áður, sagði hún að Y hefði verið búin að hafa munnmök við hann undir sænginni, það hefði verið greinilegt. Beðin um að lýsa þessu nánar sagðist hún hafa séð höfuðið á henni undir sænginni og hendurnar á honum á höfðinu á henni. Maður hafi séð það að hann ýtti henni. Hún sagðist sjálf hafa verið búin að kyssa ákærða. Hún mundi ekki hvort þeirra átti frumkvæði að því. Hún kvað það ekki rétt hjá ákærða að hún hefði togað ákærða til sín á rúmið og hneppt frá buxnaklaufinni hans og ætlað að hafa við hann munnmök. Hún kvaðst ekki muna hvort ákærði var klæddur. Eftir að þau Y hafi haft munnmök hafi hún verið grátandi og hann hafi rekið þau út því hann vildi tala við Y. Þegar þau komu aftur hafi ákærði verið að klæða sig í nærbuxurnar en Y hafi legið og kannski verið áfengisdauð. Hafi þau reynt að vekja hana, en svo hafi ákærði hringt í frænku þeirra. Aðspurð kvað hún ákærða hafa reynt að hafa samfarir við sig, en hún hefði ekki viljað það. Nánar spurð um þetta kvaðst hún ekki muna það núna hvort hann byrjaði á því, það séu tvö ár síðan og hún sé ekki viss. Hún kvaðst ekki hafa getað séð hvort Y var að reyna að komast frá ákærða þegar þau höfðu munnmök. Hún kvað ákærða þá hafa legið á bakinu og Y verið ofan á. Hún kvaðst ekki muna hvernig þetta byrjaði hjá Y og ákærða. Hún mundi að Y hafði þurft að kasta upp og minnti að hún sjálf og ákærði hefðu verið að reyna að aðstoða hana. Þegar þau hafi komið til baka hafi Y legið á bakinu á endanum á rúminu, og hún viti ekki hvort hún var meðvitundarlaus eða hvað. Y hafi verið illa girta, það hafi verið ólíkt Y. Spurð hvað hún meinti með því að hún væri illa girt, kvað hún Y ekki hafa verið þannig áður um kvöldið, buxurnar hefðu verið úthverfar, miðinn utan á, og buxurnar líka skakkar. Aðspurð kvað hún Y og C eitthvað hafa verið búin að vera að dúlla sig saman, en minntist ekki munnmaka á milli þeirra. Ítrekað spurð kvað hún hafa sést að ákærði hélt Y, þó þau væru undir sæng. Það hefði sést á hreyfingunni að hún var að streitast á móti. Hún kvaðst hafa setið á stól í eldhúsinu. Aðspurð sagðist hún ekkert hafa viljað skipta sér af þessu, hún hafi ekki vitað hvort hún var að sjá rangt. En henni sjálfri hafi fundist að hann væri að þvinga hana, en hún hafi ekki vitað hvað Y fannst. Ítrekað spurð sagði hún að hún hefði ekki verið viss. Þær Y hafi talað eitthvað um þetta á eftir, en hún kvaðst ekki muna það orðrétt hvað Y sagði, en hún hefði sagt að ákærði hefði þvingað hana til að gera eitthvað sem hún vildi ekki gera. Spurð hvort hvort hún hefði talað við móður Y, mundi hún það ekki vel.  Sjálf sagðist hún ekki hafa verið að kela við aðra stráka þetta kvöld. Hún kvaðst viss um að ákærði fór ekki í sturtu meðan þau voru þarna, en kvaðst ekki muna hvort hann ætlaði eitthvað út. Aðspurð minnti hana að þau hefðu farið tvisvar út út íbúðinni. Hún sagðist viss um að ákærði hefði rekið þau út í það skipti sem þau fóru í hraðbankann og taldi að þau hefðu þá verið í 10 til 15 mínútur.

Vitnið gaf skýrslu hjá lögreglu 13. desember 2001 og lýsti aðdragandanum að því að þau fóru til ákærða og húsnæðinu á sama hátt og fram er komið. Hjá lögreglu sagði hún að þau ákærði hefðu fljótlega farið að kela í rúminu. Ákærði hefði klætt sig úr öllum fötunum og svo klætt hana úr að neðan. Þau hefðu síðan átt samfarir í rúminu, en henni hefði fundist það vont og beðið hann því um að hætta. Hún hefði ekki átt von á því að hann myndi fara upp á hana, heldur bjóst einungis við að þau myndu kyssast og svoleiðis. Hann hafi ekki hætt kynmökunum þrátt fyrir beiðni hennar. Á meðan á þessu stóð hefðu C og Y setið á gaflinum á rúminu, en D við borð í eldhúskróknum. Að öðru leyti var frásögn hennar í samræmi við það sem hún bar fyrir dóminum. Hjá lögreglu kemur einnig fram að þau hafi ætlað að hafa Y með sér þegar þau ætluðu í bankann og síðan að fara heim, en ákærði hafi ekki viljað leyfa þeim það, þá hafi þau þrjú farið í hraðbankann. Einnig kemur fram að ákærði hafi farið að ásaka þau um að hafa gefið Y eiturlyf og hafi þau rifist vegna þessa.

Hinn 20. sama mánaðar var tekin rannsóknarskýrsla af vitninu fyrir dómi. Samræmi er í framburði hennar þar og í því sem hér að framan er rakið, hún ber þar eins og í lögregluskýrslunni að ákærði hafi haft við hana samfarir. Einnig ber hún að Y hafi liðið illa eftir að hún átti munnmök við ákærða.

Vitnið D, fæddur 1987, kvað þau fjögur hafa farið heim til ákærða umrætt kvöld. Allir nema hann hafi verið uppi í rúminu og honum hefði ekki fundist neitt að því. Hann kvað ákærða og B hafa átt samfarir í smátíma, hann kvaðst lítið hafa verið að horfa á. Spurður um áfengisneyslu kvaðst hann hafa verið léttur. Kvaðst hann lítið muna eftir þessu í dag. Y og ákærði hafi verið að kyssast. Þau hafi öll verið með sæng yfir sér. Y og C hafi líka verið að kyssast. Hann kvaðst ekki muna í hvaða röð þetta var. Hann kvaðst ekki muna eftir hvort Y hafði munnmök við ákærða, en eitthvað við C. Nánar spurður kvaðst hann bara hafa séð sængin upp og niður. Hann hefði lítið verið að fylgjast með þessu. Hann kvað þau einu sinni hafa farið út í hraðbaka í 10 til 15 mínútur, en mundi ekki að ákærði hefði rekið þau út. Hann kvaðst minnast þess að hafa gefið lögregluskýrslu vegna málsins og sagðist hafa munað eftir þessu þá, en nú séu liðin tvö ár. Hann hefði þá bara sagt það sem hann sá. Við yfirlestur skýrslunnar fyrir dómi rifjuðust atvik ekki nánar upp fyrir honum. Hann kvaðst þó muna að ákærði hefði verið að spenna beltið þegar þau komu aftur frá bankanum. Spurður hvort hann hefði séð einhvern þvingaðan til að gera eitthvað sem hann vildi ekki gera, neitaði hann því. Hann kvaðst núna bara muna að hafa séð Y og ákærða kyssast. Hann minntist þess að hafa hitt móður Y fljótlega eftir þetta og þau hafi rætt það sem hafði gerst og hún hafi spurt hvort þau væru til í að vera vitni.

Vitnið gaf skýrslu hjá lögreglu 13. desember 2001. Skýrði hann frá aðdraganda þess að þau fóru til ákærða og frá húsnæðinu á sama hátt og hin höfðu gert. Í fyrstu hafi þau spjallað saman. Eftir nokkra stund hafi ákærði og B farið að kyssast. Ákærði hafi síðan slökkt ljósið og klætt B úr buxunum, þau hafi síðan haft kynmök í smástund. Hann hafi heyrt B segja að þetta væri vont og að hún vildi þetta ekki. Ákærði hafi sagt henni að hætta að hugsa um þetta og slappa af. Þau hafi haldið áfram í smátíma eftir þetta. Síðan lýsir hann því, að eftir þetta hafi ákærði kallað á Y og beðið hana um að koma. Y hafi verið blindfull. Ákærði og Y hafi síðan farið að kyssast. Ákærði hafi legið á bakinu allsnakinn, hann hafi tekið um höfuð Y og dregið það niður að getnaðarlim sínum. Eftir það hafi hún byrjað að totta á honum liminn. Þetta hafi staðið í u.þ.b. tvær mínútur. Y hafi svo staðið upp og sagst vorkenna honum, D, fyrir að vera einn þarna. Hún hafi síðan farið inn á salernið. Á meðan Y hafi verið á salerninu hafi ákærði beðið þau B og C að fara út úr herberginu og bíða fyrir utan. Þau hafi orðið við því og beðið í u.þ.b. tíu mínútur fyrir utan húsið. Eftir það hafi Y komið til þeirra og sagst vilja fara heim. Y hafi virst líða illa og sagt m.a. við B: „Ég hata þig.“ Þau hafi síðan farið upp í herbergið aftur. Ákærði hafi verið þar, hann hafi verið klæddur í buxur, en ber að ofan. Spurður kvaðst hann ekki vita hvort að Y hefði verið því mótfallin að totta liminn á ákærða, a.m.k. hefði hún ekkert sagt. Hann tók fram að hann hefði þó ekki verið neitt sérstaklega að fylgjast með því hvort að hún væri þessu mótfallin enda hafi hann verið upptekinn í símanum við að tala við kunningja sinn. Ferðinni í bankann lýsti hann eins og hin vitnin, einnig því að þau hefðu ætlað að taka Y með. Hún hefði verið drykkjudauð þegar þau komu til baka og hann hefði ekki getað vakið hana. Hann kvaðst hafa veitt því athygli að ákærði var kominn í peysu þegar þau komu til baka og var að renna upp buxnaklaufinni. Ákærði hefði síðan farið að ásaka þau um að gefa Y eiturlyf og síðan hringt í frænku sína.

Vitnið E kvaðst vera móðursystir bæði ákærða og brotaþola. Hún kvaðst ekki muna þetta mjög vel núna. Ákærði hefði hringt í sig umrætt kvöld og sagt að Y og einhverjir krakkar væru þar, og hann vildi ekki að móðir Y vissi af því, og hafi beðið hana að aðstoða sig við að koma henni heim. Hún kvaðst hafa farið strax af stað og hringt í móður Y á leiðinni á staðinn. Þegar hún kom þangað hafi Y verið hálf rænulaus og froðufellandi. Kvaðst hún hafa haft mestar áhyggjur af því að Y hefði tekið einhver eiturlyf, en krakkarnir hafi sagt að hún hefði aðeins drukkið landa. Kvað hún það hafa verið áfall að sjá Y í þessu ástandi og hún hefði mest verið að hugsa um það. Þegar ákærði hringdi hefði hún sagt honum að láta krakkana ekki fara fyrr en hún kæmi. Hún hefði síðan leyft krökkunum að fara. Þegar mamma Y kom hefði hún strax farið að spá í hvernig Y liði. Y hefði verið í buxunum úthverfum og aðeins í einum sokki. Minnti hana að ákærði hefði sagt að annar strákanna hefði reynt að komast upp á Y og hefði hann reiðst við það og reynt að stoppa það. Hún kvað A hafa verið reiða og hefði hún spurt ákærða hvers vegna Y væri í öfugum buxunum, hún kvaðst ekki muna hverju ákærði svaraði. Hún taldi að samskipti Y og ákærða hefðu verið mjög góð fyrir þennan atburð og kvaðst alls ekki hafa orðið vör við að ákærði sýndi henni einhvern kynferðislegan áhuga. Hún kvaðst síðan hafa reynt að blanda sér ekki í málið. Hún kvað ákærða hafa verið undir einhverjum áhrifum. Hún kvaðst ekki muna hvernig hann var klæddur. Krakkarnir hafi lítið tjáð sig. Hún hafi ekki spurt þau um hvað gerðist þarna á staðnum. Viðbrögð Y hafi verið mjög dræm, en hún hafi eitthvað rankað við sér og sagt að hún vildi ekki hitta mömmu sína því hún yrði reið. Þegar A kom hafi hún verið að ranka betur við sér og beðið mömmu sína fyrirgefningar. Aðspurð kannaðist hún við að A hefði spurt ákærða hvort hann hefði verið að ríða Y og að það væri rétt að Y hefði sagt að ákærði hefði leyft þeim að koma og hefði verið að hjálpa sér. Spurð um samband Y og ákærða eftir þetta, kvað hún ákærða fljótlega hafa farið út til [...] og hún hefði ekki umgengist þau saman, en hún hefði heyrt að þau gætu verið í sama herbergi. Þetta mál væri leiðinlegt og gerði umgengni í fjölskyldunni erfiðari.

Vitnið gaf skýrslu hjá lögreglu 19. desember 2001 og var framburður hennar þar í samræmi við framangreint.

Vitnið Ebba Margrét Magnúsdóttir, læknir, kvaðst hafa verið við störf á Neyðarmóttöku slysadeildar þegar brotaþoli kom þangað. Hún kvaðst ekki muna sjálfstætt eftir málinu í dag enda tvö ár liðin síðan. Aðspurð kvað hún það hafa verið vinnureglu sína að skrifa jafnóðum frásögn skjólstæðings um málsatvik og láta viðkomandi síðan lesa það yfir. Það sem segi um að brotaþoli hafi litið upp til ákærða og hafi ekki litið atburðinn alvarlegum augum sé ályktun sín af samtali þeirra og framkomu brotaþola. Tilfinning hennar og mat á þessum tíma hafi verið að stúlkan hefði gert eitthvað sem hún vildi ekki gera, en þorði ekki annað en að gera það. Alkóhólrannsókn hafi ekki verið gerð vegna þess að engin merki hafi verið um áhengis- eða vímuefnanotkun. Það hefði þó verið hægt. Sýni hafi ekki verið tekin vegna þess tíma sem liðinn var. Fyrstu viðbrögð einstaklings séu að reyna að þvo þetta í burtu. Þarna hafi verið 14 ára gömul stúlka, sem var hrædd og dálítið ósamvinnuþýð. Stúlkunni hafi þótt þetta erfitt og hafi það haft áhrif á rannsóknina. Nánar spurð um hvað „ósamvinnuþýð“ merkti, kvað hún stúlkuna hafa verið hrædda við nálar, enginn væri neyddur í rannsókn. Hún hafi ekki horft í augu viðmælanda. Taldi vitnið þetta lýsa því hvernig stúlkunni leið, en ekki vera merki um að hún hafi ekki verið að segja satt. Ítrekaði vitnið að þarna hafi verið um 14 ára barn að ræða, sem hafi þótt erfitt að tala um þetta og verið með samviskubit. Með orðalaginu að hún „hafi ekki litið atburðinn alvarlegum augum“ kvaðst vitnið hafa átt við að stúlkan hafi verið kæruleysisleg þegar hún tjáði sig og vitnið hafi verið hissa á lýsingunni á atburðinum, til dæmis að margir hafi verið saman í herbergi.

Vitnið F, móðir ákærða, kom fyrir dóminn. Hún kvað A systur sína og móður Y hafa haft samband daginn eftir um hádegisbilið og hafi þær hist á heimili E. Hún kvaðst ekki muna hvað þeim fór nákvæmlega á milli, en A hafi tilkynnt henni að hún teldi að ákærði hefði líklega nauðgað Y. Þetta hefði verið erfið stund fyrir þær báðar og hafi þær báðar grátið. Hún hafi sagt A að hún yrði að gera það sem hún teldi rétt. Um samskipti Y og ákærða kvaðst hún vita það að Y hefði verið tvo mánuði úti í [...] sl. sumar, hún hefði verið samferða sér út og hafi komið tvisvar í mat að eigin hvötum, kvaðst hún ekki hafa fundið erfiðleika þeirra í milli.

Ákærði kom aftur fyrir dóminn og var inntur eftir afstöðu sinni til sakarefnisins í ljósi framburðar vitnanna, sem hann hafði hlýtt á. Hann kvaðst ítreka fyrri framburð sinn, og neitaði því að hann hefði kysst Y nema á kinnina, og neitaði að hafa verið með Y undir sæng, nema að hún hefði verið við hliðina á honum í rúminu.

Brotaþoli, Y, kom fyrir dóminn. Hún kvaðst muna smá hvað gerðist þarna. Hún kvaðst muna eftir því að ákærði og B hefðu verið komin upp í rúm og hún hefði verið að „dúlla“ með C. Ákærði hefði ætlað að sofa hjá B, sem hefði ekki viljað það og farið. Ákærði hefði þá sagt henni að koma og tala við sig. Hún hefði sagt „nei“ og C hefði sagt „hún verður bara hér,“ en þá hefði hann horft svona á C svo hann gerði ekki neitt og hún hefði farið til hans, því hún hélt að hann ætlaði bara að tala við hana. En þá hefði hann reynt að taka niður um hana buxurnar nokkrum sinnum. Svo hefði hann dregið hana niður. Hún kvaðst ekki muna eftir að þau hafi kysst, en hún hafi tottað ákærða. Hún kvaðst hafa reynt að taka höfuðið upp en ekki sagt neitt. Hún hafi ekki getað lyft höfðinu upp af því að hann hélt því. Spurð hvort hann hafi getað áttað sig á því að hún vildi losna, sagði hún það vera því hún hefði „ýtt hausnum geðveikt fast upp.“ Ítrekað spurð kvaðst hún alveg viss um að ákærði hefði áttað sig á því að hann hefði verið að gera þetta gegn hennar vilja. Henni hefði fundist hann beita miklum krafti. Hún kvaðst hafa verið búið að drekka um hálfan brúsa af landa og verið „ansi drukkin.“ Hún sagðist hafa hitt ákærða eftir þetta og engin illska væri á milli þeirra. Einu sinni hefði ákærði hringt í hana um nótt nokkrum kvöldum áður en þetta gerðist og spurt hvort hún vildi vera með honum, en hún hefði neitað því. Spurð hvers vegna hún hefði verið hrædd þarna við ákærða, kvaðst hún ekki vita það, en strákarnir hefðu sagt henni að hann hefði hótað þeim. Hún kvaðst ekkert sérstaklega hafa verið að fylgjast með ákærða og B, en sagði rétt að það hefðu ekki orðið neinar samfarir. Hún sagðist hafa sagt mömmu sinni allt sem hafði skeð og sagðist hafa sagt satt og rétt frá þegar skýrsla var tekin af henni. Hún kvaðst ekki muna eftir að hafa sagt neitt við mömmu sína í [...]. Hún kvaðst muna eftir að hafa sest hjá D en ekki muna eftir að hafa sagt við D að hún vorkenndi honum. Spurð hvernig þetta hafi hætt með ákærða, kvaðst hún ekki muna það, en hún haldi að hann hafi sleppt. Hún kvað ákærða hafa setið á rúminu þegar hún fór til hans, en verið liggjandi þegar þau voru að gera þetta, hún kvaðst ekki muna hvort hann var í fötum. Hún kvaðst ekki muna eftir að krakkarnir færu út. Hún kvaðst telja að hún hafi ekki verið undir sæng fyrst, en hún hélt að ákærði hefði sett sæng yfir þau þegar þau voru byrjuð. Spurð hvort ákærði hafi ætlað í party, þá kvaðst hún hafa hringt í hann og spurt hvort þau mættu koma og hann hafi sagt ekkert mál. Hún kvaðst ekki muna hvort hann fór í sturtu. Spurð um líðan síðan kvað hún sér ekki hafa liðið sérstaklega vel, en hún væri að reyna að hugsa ekki um þetta, hún hefði farið til sálfræðings. Spurð hvernig hefði gengið að hitta ákærða út í [...], sagði hún að þau hefðu bara sagt „hæ“ - henni hefði þótt óþægilegt að hitta hann.

Niðurstaða

                Ákærði neitar sök og fullyrðir að ekkert kynferðislegt hafi átt sér stað á milli hans og Y.

                Y heldur því fram að ákærði hafi neytt hana til að hafa munnmök við sig. Hún hafi verið hjá C og verið hrifin af honum, en ákærði hafi krafist þess að hún kæmi til hans í rúmið, hafi hún þráast við en látið undan, enda hafi ákærði togað í hana og C hafi sagt henni að fara til hans. Kvað hún ákærða hafa horft þannig á C að hann hefði ekki þorað annað. Ákærði hefði síðan ítrekað reynt að toga niður um hana buxurnar en hún hefði getað haldið á móti. Loks hefði hann þvingað hana til munnmaka með því að taka um höfuð hennar og ýta því að limnum og haldið því föstu svo hún komst ekki undan, þó að hún „ýtti geðveikt fast.“ Í rannsóknarskýrslunni kemur fram að hann hafi síðan hreyft sig upp og niður. Hún kveðst ekki muna mikið meira. Y sagði móður sinni frá atburðinum morguninn eftir og endurtók sögu sína á Neyðarmóttöku, og við skýrslutöku fyrir dómi og loks nú við aðalmeðferð. Hefur frásögn hennar verið staðföst.

                Frásögn Y hefur verið staðfest af þremur vitnum, B, C og D, sem öll voru í sama herbergi, að því leyti að þau telja sig öll viss um að munnmök hafi átt sér stað. Bera þau að ákærði og brotaþoli hafi verið undir sæng, en það hafi sést að hann hélt um höfuð hennar og hreyfingar hafi borið þess vitni hvað átti sér stað.

                Framburður ákærða, brotaþola og vitna er ítarlega rakinn hér að framan og þykir ekki ástæða til að endurtaka hann. Við mat á vætti vitnanna verður annars vegar að hafa í huga að þau voru aðeins 14 ára gömul þegar atvikið átti sér stað og að síðan eru liðin tæp tvö ár. Þá verður einnig að hafa í huga að ákærði og brotaþoli eru tengd nánum fjölskylduböndum í báðar ættir.

                Ákærði var 22 ára, þykir ljóst að hann, þó ungur væri, hafði mikla yfirburði í hópnum. Unglingum 14 ára þykir almennt 22 ára piltur vera fullorðinn maður. Þá kemur fram í skýrslum vitnanna að þeim hafi fundist hann eitthvað ógnandi. Ákærði var undir áfengisáhrifum þetta kvöld. Fram kemur í skýrslu vitnisins C að þetta hafi verið eitt af fyrstu skiptunum sem a.m.k. þeir strákarnir drukku, en jafnframt er komið fram að Y hafði verið í óreglu um tíma. Y og ákærði voru náin frændsystkin og verður ekki annað ráðið af framburði þeirra og annarra en að samband þeirra hafi verið einlægt og nokkuð náið.

Með framburði vitnanna B, C og D er sannað að ákærði greinir rangt frá kynferðislegum athöfnum á milli hans og Y umrætt kvöld og einnig þykir sannað með vætti þeirra, en gegn mótmælum ákærða, að þau þrjú fóru a.m.k. einu sinni út úr íbúðinni í nokkra stund. Þá fær frásögn hans um að hann hafi verið að fara í samkvæmi, og verið í langan tíma að taka sig til fyrir það, enga stoð í framburði vitnanna. Þykir framburður ákærða því í heild vera ótrúverðugur.

Framburður Y þykir hins vegar trúverðugur, hún hefur verið sjálfri sér samkvæm og skýrsla hennar hefur stoð í framburði vitnanna B, C og D, skýrslu Neyðarmóttöku og vætti móður hennar. Ljóst er að Y var búin að drekka talsvert magn af landa, að miklu leyti óblandað, þannig að hún var dauða­drukkin þegar hin meinta þvingun átti sér stað, enda féll hún stuttu síðar í áfengisdá. Hún kveðst hafa verið hrifin af vitninu C og upplýst er að rétt áður en ákærði vildi fá hana til sín í rúminu, var hún að kyssa og gæla við C. Verður við þessar aðstæður sérstaklega og vegna frændseminnar að telja þá fullyrðingu hennar trúverð­uga um að hún hafi ekki sjálfviljug tekið þátt í atlotum ákærða.

Þrátt fyrir framangreint mat á trúverðugleika aðila, stendur dómurinn frammi fyrir þeim vanda að meta hvort ákærði hafi beitt Y þvingun í umrætt sinn. Dómurinn telur ljóst að ákærði hafi beitt yfirburðum sínum í krafti aldurs og stöðu sem eldri frændi og trúnaðarvinur Y og einnig vegna ölvunarástands Y. Þótt ekki sé vefengd sú frásögn Y að hún hafi streist á móti, þá verður ekki framhjá því litið að þrjú vitni voru að atvikinu, sem ekki treysta sér til þess að staðfesta að þvingun hafi átt sér stað. Þá lætur hún, að þessu afstöðnu, þau orð falla við D, samkvæmt framburði hans hjá lögreglu, að hún vorkenni honum að vera útundan í samkvæminu, þó var hún einnig grátandi þarna á eftir og kastaði upp og féll stuttu síðar í áfengisdá. Við þessar aðstæður verður þó ekkert fullyrt um ástæður fyrir líðan hennar. Að öllu þessu virtu og í ljósi þess að framburður sjónarvotta er óljós að því er þvingunarþáttinn varðar, þá er það niðurstaða dómsins að ákærði verði að njóta vafa um það hvort þvingun hafi átt sér stað. Einnig verður að telja ósannað, þrátt fyrir vætti um verulega ölvun Y, að þannig hafi verið ástatt um hana að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum, enda var hún með fullri meðvitund á meðan atvikið átti sér stað. Með vísan til 45. og 46. gr. laga nr. 19/1991 er ákærði því sýknaður af ákæru í máli þessu eins og háttseminni er þar lýst.

Með vísan til framangreindrar niðurstöðu er skaðabótakröfu vísað frá dómi.

Allur sakarkostnaður skal greiðast úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, ákvarðast 200.000 krónur. Þóknun réttargæslumanns brotaþola, Helgu Leifsdóttur héraðsdómslögmanns, ákvarðast 100.000 krónur.

Af hálfu ákæruvaldsins var málið flutt af Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara.

Hjördís Hákonardóttir, Sigríður Ingvarsdóttir og Valtýr Sigurðsson héraðsdómarar kváðu upp dóminn.                                                           

D Ó M S O R Ð :

Ákærði, X, skal vera sýkn saka.

Skaðabótakröfu Y er vísað frá dómi.

Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 200.000 krónur og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Helgu Leifsdóttur héraðsdómslögmanns, 100.000 krónur.