Hæstiréttur íslands
Mál nr. 432/2001
Lykilorð
- Kærumál
- Gjaldþrotaskipti
- Útivist í héraði
- Frávísun frá Hæstarétti
|
|
Þriðjudaginn 4. desember 2001. |
|
Nr. 432/2001. |
Tryggvi G. Sveinbjörnsson (sjálfur) gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (enginn) |
Kærumál. Gjaldþrotaskipti. Útivist í héraði. Frávísun máls frá Hæstarétti.
Að kröfu S var bú T tekið til gjaldþrotaskipta. Sótti T ekki þing í héraði þegar krafa S var tekin fyrir og brast því heimild til kæru máls, sbr. dóm Hæstaréttar 1992:2028. Málinu var af þeim sökum vísað frá Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. nóvember 2001, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 26. október 2001, þar sem bú sóknaraðila var tekið til gjaldþrotaskipta. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til 1. og 2. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og honum dæmdur málskostnaður að mati Hæstaréttar.
Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti.
Sóknaraðili sótti ekki þing í héraði, þegar krafa varnaraðila um að bú hans yrði tekið til gjaldþrotaskipta var tekin fyrir á dómþingi 26. október 2001. Í dómi Hæstaréttar 1992, sem birtur er á bls. 2028 í dómasafni réttarins, voru ákvæði laga nr. 21/1991 skýrð með hliðsjón af reglum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála á þann veg, að heimild brysti til kæru máls, þegar þannig stæði á. Ber samkvæmt því að vísa máli þessu sjálfkrafa frá Hæstarétti.
Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur.
Dómsorð:
Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.
Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 26. október 2001.
Með kröfu dagsettri 8. október 2001 og móttekinni 12. s.m. krefst Jóhannes B. Björnsson hdl. fyrir hönd Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, kt. 430894-2189, Skeifunni 11, 108 Reykjavík, að bú Tryggva G. Sveinbjörnssonar, kt. 200357-3969, Hrísum, 601 Akureyri, verði tekið til gjaldþrotaskipta á grundvelli 65. gr. laga nr. 21, 1991.
Árangurslaust fjárnám hafi verið gert hjá skuldaranum þann 3. október 2001. Nemi skuld hans við kröfuhafa nú samtals kr. 1.261.715.
Álit dómsins:
Með vísan til þess sem að framan er rakið og er í fullu samræmi við gögn málsins er krafan um gjaldþrotaskipti tekin til greina.
Úrskurð þennan kvað upp Ásgeir Pétur Ásgeirsson, héraðsdómari.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð :
Bú Tryggva G. Sveinbjörnssonar, kt. 200357-3969, Hrísum, 601 Akureyri, er tekið til gjaldþrotaskipta.