Hæstiréttur íslands

Mál nr. 500/2017

Þrotabú Steingríms Wernerssonar (Helgi Birgisson lögmaður)
gegn
Íslandsbanka hf. (Stefán A. Svensson lögmaður)

Lykilorð

  • Niðurfelling máls
  • Málskostnaður

Reifun

Eftir kröfu þrotabús S var mál þess á hendur Í hf. fellt niður fyrir Hæstarétti. Var þrotabú S dæmt til greiðslu málskostnaðar fyrir réttinum að kröfu Í hf.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir, Benedikt Bogason og Karl Axelsson.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 10. ágúst 2017.  Með bréfi til réttarins 14. febrúar 2018 tilkynnti skiptastjóri áfrýjanda að fallið væri frá áfrýjun málsins. Af hálfu stefnda er gerð krafa um málskostnað fyrir Hæstarétti.

Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 190. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður málið fellt niður fyrir Hæstarétti.

Samkvæmt 2. mgr. 130. gr., sbr. 190. gr. laga nr. 91/1991 verður áfrýjanda gert að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Mál þetta er fellt niður.

Áfrýjandi, þrotabú Steingríms Wernerssonar, greiði stefnda, Íslandsbanka hf., 800.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.