Hæstiréttur íslands

Mál nr. 279/1999


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Miðvikudaginn 14

Miðvikudaginn 14. júlí 1999.

Nr. 279/1999.

Lögreglustjórinn í Reykjavík

(Hjalti Pálmason fulltrúi)

gegn

X

(Hilmar Ingimundarson hrl.)

Kærumál. Gæsluvarðhald. a. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. júlí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júlí 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 16. júlí 1999 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi.

Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júlí 1999.                                     

[...]

                Lögreglan kveður rannsókn málsins vera á frumstigi og því þyki nauðsynlegt vegna rannsóknarhagsmuna að kærði sæti gæsluvarðhaldi meðan á rannsókn málsins standi svo að hann hafi ekki tækifæri til að spilla sönnunargögnum eða hafa samband við aðra þá sem tengst gætu málinu eða komist undan.

                Verið sé að rannsaka ætlað brot kærða á 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem fangelsisrefsing liggi við.

                [...]

                Samkvæmt því sem fram er komið má ætla að fleiri séu um brot þetta. Með vísan til rannsóknargagna þykir fram kominn rökstuddur grunur um að kærði kunni að tengjast ætluðu broti á 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Er fallist á þau sjónarmið lögreglustjórans í Reykjavík að kærði kunni að torvelda rannsókn málsins, sem er skammt á veg komin, gangi hann laus.            

                Samkvæmt framansögðu verður krafa Lögrelustjórans í Reykjavík tekin til greina með vísan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr.19/1991, um meðferð opinberra mála, eins og hún er fram sett. 

Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan.

Úrskurðarorð:

                Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 16. júlí 1999 kl. 16:00.