Hæstiréttur íslands

Mál nr. 263/2016

Félagsstofnun stúdenta (Óskar Sigurðsson hrl.)
gegn
Kaupþingi ehf. (Anton B. Markússon hrl.)

Lykilorð

  • Kærumál
  • Fjármálafyrirtæki
  • Slit
  • Skaðabætur

Reifun

Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var að viðurkenna kröfu sem F hafði lýst við slit K ehf. Byggði F á því að K ehf. hefði með saknæmum og ólögmætum hætti vanrækt skyldur sínar samkvæmt eignastýringarsamningi aðila og lögum og reglum og með því valdið sér bótaskyldu tjóni. Í málinu hafði F freistað þess að færa sönnur á tjón sitt með dómkvaðningu matsmanns. Í matsgerðinni kom meðal annars fram að nánar tilgreindar fjárfestingar sjóðanna hefðu jafnvel leitt af sér tjón, en að hve miklu leyti tjón F yrði rakið til þess annars vegar en hruns bankakerfisins hins vegar væri nánast útilokað að leggja tölulegt mat á. Héraðsdómur taldi ekki unnt að fallast á með F að sú lækkun sem hefði orðið á verðmæti hlutdeildarskírteina hans eftir 6. október 2008 hafi getað talist tjón hans í skilningi lagareglna um skaðabætur. Þá taldi héraðsdómur að F bæri sönnunarbyrðina fyrir því að hann hefði orðið fyrir tjóni vegna saknæmrar háttsemi sem K ehf. hefði borið ábyrgð á að lögum. Hæstiréttur tók fram að F hefði ekki sýnt fram á að tjón hefði hlotist af saknæmri og ólögmætri háttsemi K ehf. Að því virtu og með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar var hann staðfestur.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir, Benedikt Bogason og Karl Axelsson.

Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. apríl 2016, en kærumálsgögn bárust réttinum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. mars 2016 þar sem hafnað var að viðurkenna kröfu sem sóknaraðili lýsti við slit varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess aðallega að viðurkennd verði krafa sín að fjárhæð 28.618.090 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 6. október 2008 til greiðsludags, en til vara að krafa sín verði viðurkennd að annarri lægri fjárhæð að álitum, og henni skipað í réttindaröð við slit varnaraðila samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991. Þá krefst sóknaraðili að viðurkennd verði krafa sín að fjárhæð 11.450 krónur og henni skipað í réttindaröð samkvæmt 114. gr. laga nr. 21/1991. Loks krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.

Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar en til vara að kröfur sóknaraðila verði stórlega lækkaðar. Þá krefst varnaraðili kærumálskostnaðar.

Að því gættu að sóknaraðili hefur ekki sýnt fram á að tjón hafi hlotist af saknæmri og ólögmætri háttsemi varnaraðila en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir, en við ákvörðun hans er litið til þess að samhliða máli þessu eru rekin fimm önnur mál milli sömu aðila um samkynja sakarefni.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

Sóknaraðili, Félagsstofnun stúdenta, greiði varnaraðila, Kaupþingi ehf., 200.000 krónur í kærumálskostnað.

 

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. mars 2016.

                Máli þessu, sem er ágreiningsmál við slitameðferð varnaraðila, var beint til dómsins með bréfi slitastjórnar varnaraðila 4. júlí 2011, sem barst héraðsdómi 20. sama mánaðar. Um lagagrundvöll vísaði slitastjórn til 2. mgr. 120., sbr. 171. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Málið er rekið samhliða fimm öðrum sambærilegum málum milli sömu aðila. Var það fyrst tekið til úrskurðar fimmtudaginn 3. desember 2015 en vegna anna dómara var úrskurður ekki kveðinn upp innan lögmæltra tímamarka. Málið var því endurflutt fimmtudaginn 25. febrúar sl. og tekið til úrskurðar að nýju. Við þann endurflutning upplýsti lögmaður varnaraðila um að slitameðferð hans hafi lokið með nauðasamningi sem orðið hafi bindandi 23. desember sl. Í kjölfarið hafi rekstrarformi félagsins verið breytt í einkahlutafélag og nafni breytt til samræmis.

                Sóknaraðili er Félagsstofnun stúdenta, Sæmundargötu 4, Reykjavík, en varnaraðili er Kaupþing ehf., Borgartúni 26, Reykjavík.

                Sóknaraðili krefst þess að krafa hans að fjárhæð 26.618.090 krónur, auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 6. október 2008 til greiðsludags verði viðurkennd við slitameðferð varnaraðila sem almenn krafa samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.

                Þá krefst hann þess að krafa hans á hendur varnaraðila að fjárhæð 11.450 krónur verði viðurkennd við slitameðferð varnaraðila sem eftirstæð krafa samkvæmt 114. gr. laga nr. 21/1991.

                Þá krefst hann málskostnaðar.

                Varnaraðili krefst þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar.

 

 

I

                Málavextir er þeir helstir að aðilar gerðu með sér samning 18. september 2003, um að varnaraðili tæki að sér eignastýringu fyrir sóknaraðila. Skyldi sú eignastýring fara fram í samræmi við ákvæði samningsins og fjárfestingastefnu sem undirrituð var sérstaklega 19. september 2003. Varnaraðila var með samningnum falið að kaupa fjármálagerninga fyrir fé sóknaraðila, annast innlausn þeirra og innheimtu afborgana, vaxta og verðbóta og að endurfjárfesta fyrir það fé sem innheimtist af verðbréfum sóknaraðila. Kom m.a. fram í samningnum að sóknaraðili gerði sér grein fyrir eðli verðbréfaviðskipta og þeirri áhættu sem þeim fylgi og að honum hafi verið gerð grein fyrir hættu á sveiflum í ávöxtun verðbréfa og að undirliggjandi eignir samningsins gætu rýrnað á samningstímanum.

                Samkvæmt fjárfestingastefnu skyldi miða við að fjármunum sóknaraðila yrði varið til fjárfestingar fyrir allt að 25% í hlutabréfum eða verðbréfasjóðum/fjárfestingasjóðum sem fjárfestu einkum í hlutabréfum, en að öðru leyti yrði fjárfest í skuldabréfum og víxlum eða verðbréfasjóðum/fjárfestingasjóðum sem fjárfestu einkum í skuldabréfum. Þá var jafnframt tekið fram að heimilt væri að ráðstafa fjármunum sóknaraðila inn á innlánsreikninga. Í fjárfestingastefnunni var og að finna nánari skilgreiningar á þeim fjármálagerningum sem varnaraðila var heimilt að fjárfesta í fyrir hönd sóknaraðila. Kom þar fram að með skuldabréfum væri átt við skuldabréf útgefin af ríkissjóði eða með ábyrgð ríkissjóðs og skuldabréf fyrirtækja sem skráð væru í viðurkenndri kauphöll. Jafnframt var heimilt að kaupa skuldabréf banka, sparisjóða, lánasjóða og fjárfestingastofnana ef þær störfuðu samkvæmt sérstökum lögum eða væru undir eftirliti fjármálaeftirlits í landi viðkomandi félags. Með hlutabréfum var sagt að átt væri við hlutabréf fyrirtækja sem skráð væru í viðurkenndri kauphöll og með víxlum átt við víxla útgefna af fyrirtækjum sem skráð væru í viðurkenndri kauphöll. Þó var jafnframt heimilt að kaupa víxla útgefna af bönkum, sparisjóðum, lánasjóðum og fjárfestingastofnunum, ef þær störfuðu samkvæmt sérstökum lögum eða væru undir eftirliti fjármálaeftirlits í landi viðkomandi félags.

                Í eignastýringarsamningi kemur m.a. fram að varnaraðili skuli varðveita verðbréf og önnur verðmæti sóknaraðila á öruggan og tryggan hátt. Honum  var þó heimilt að láta þriðja aðila annast fyrir sína hönd vörslu verðbréfa og annarra fjármuna sóknaraðila, sem og að sinna uppgjörum viðskipta og tengdum verkefnum, en tekið var fram að réttarsamband sóknaraðila og varnaraðila héldist óbreytt þótt varnaraðili nýtti sér þessa heimild. Varnaraðili hafi því borið ábyrgð gagnvart sóknaraðila þótt hann tæki ákvörðun um að útvista þeim verkefnum sem honum bar annars að sinna samkvæmt eignarstýringarsamningi aðila.

                Sóknaraðili kveður að í október 2008 hafi þeir fjármunir sem hann hafi verið með í eignastýringu hjá varnaraðila numið á annan milljarð króna. Af þeirri heildarfjárhæð hafi rúmar 850 milljónir króna verið bundnar í sex verðbréfa- og fjárfestingasjóðum; verðbréfasjóðnum ICEQ, fjárfestingasjóðnum Kaupthing Liquidity Fund EUR, verðbréfasjóðnum Kaupþing Úrvalsvísitölusjóði, fjárfestingasjóðnum Kaupþing Peningamarkaðssjóði, fjárfestingasjóðnum ÍS-15 og fjárfestingasjóðnum Kaupþing Hávaxtasjóði. Fyrir liggur að Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. (nú Stefnir hf.) annaðist rekstur umræddra sjóða. Vísar varnaraðili til þess í málavaxtalýsingu sinni að ekki liggi annað fyrir en að sá rekstur hafi verið í fullu í samræmi við ákvæði laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, þ.m.t. fjárfestingar sjóðanna, verðmætamat, innra eftirlit, útgáfa og innlausn hlutdeildarskírteina og útreikning innlausnarvirðis. Arion verðbréfavarsla hf. hafi annast umsjá og varðveislu eigna sjóðanna í samræmi við ákvæði laganna. Aðkoma varnaraðila að sjóðnum hafi aftur á móti takmarkast við sölu hlutdeildarskírteina þeirra, en varnaraðili hafi ekki haft beina aðkomu að fjárfestingum sjóðsins eða rekstri og kveðst varnaraðili mótmæla fullyrðingum sóknaraðila um annað. Af hálfu sóknaraðila er á hinn bóginn byggt á því að varnaraðili hafi í raun ekki aðeins átt heldur einnig stjórnað ofangreindum dótturfélögum sínum eins og nánar kemur fram í þeim kafla hér að neðan sem greinir málsástæður hans.

                Varnaraðili vísar til þess í greinargerð sinni að sóknaraðili hafi fengið á þriggja mánaða fresti sent yfirlit yfir þær eignir sem hann hafi á grundvelli eignastýringarsamnings við varnaraðila falið honum til fjárvörslu. Á yfirlitunum hafi komið fram m.a. upplýsingar um eignir sóknaraðila í hlutdeildarskírteinum í verðbréfa- og fjárfestingasjóðum og liggi ekkert fyrir um að hann hafi gert athugasemdir fyrr en með kröfulýsingu sinni við slitameðferð varnaraðila 30. desember 2009. Þá kemur fram í greinargerð varnaraðila að á eignastýringaryfirliti sóknaraðila 6. október 2008 komi fram að sóknaraðili hafi verið með 1.513.809.714 krónur í eignastýringu hjá varnaraðila. Samkvæmt sundurliðun á eignum sóknaraðila við sama tímamark hafi 372.440.265 krónur (24,6%) af eignum sóknaraðila verið bundnar í innlánum, 1.033.503.311 króna (68,27%) í skuldabréfum eða verðbréfa- og fjárfestingasjóðum sem fjárfestu einkum í skuldabréfum, 50.261.692 krónur (3,32%) í innlendum hlutabréfum eða verðbréfa- og fjárfestingasjóðum sem fjárfestu einkum í innlendum hlutabréfum og 57.604.446 krónur (3,81%) í erlendum hlutabréfum eða verðbréfa- og fjárfestingasjóðum sem fjárfestu einkum í erlendum hlutabréfum.

                Einn þeirra sjóða, sem varnaraðili keypti samkvæmt framansögðu hlutdeildarskírteini í fyrir hönd sóknaraðila, var fjárfestingasjóðurinn ÍS-15. Samkvæmt fjárfestingastefnu ÍS-15 var honum einkum ætlað að fjárfesta í hlutabréfum hlutafélaga sem skráð voru eða líklegt var að yrðu skráð í Kauphöll Íslands. Skyldu fjárfestingar einkum miðast við hlutabréf útgefin af félögum með dreifða eignaraðild og tryggan endursölumarkað. Viðmiðunarvísitala sjóðsins var Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands (ICEX15).

                Sóknaraðili byggir kröfugerð sína á að hann hafi átt hlutdeildarskírteini að innlausnarvirði 39.835.599 krónur í umræddum sjóði 6. október 2008 en við munnlegan málflutning kom fram hjá honum að þessi fjárhæð miði við 30. september sama ár. Af hálfu varnaraðila hefur verið vísað til þess að miðað við 6. október 2008 sé fjárhæðin 21.535.662 krónur en ekki 39.835.599 krónur eins og sóknaraðili haldi fram. Með innlausnarvirði hlutdeildarskírteina sjóðsins er átt við markaðsvirði samanlagðra eigna hans að frádregnum skuldum við innlausn, deilt niður á heildarfjölda útgefinna og óinnleystra hlutdeildarskírteina, sbr. reglugerð nr. 792/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði.

                Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. tók þá ákvörðun 6. október 2008 að fresta innlausn hlutdeildarskírteina í sjóðnum. Í kjölfarið hafi sjóðnum verið skipt upp í A og B flokk og hafi eignum hans verið ráðstafað í hvorn flokk fyrir sig á grundvelli seljanleika. A flokkur ÍS-15 hafi svo verið sameinaður A flokki Kaupþings Heildarvísitölusjóðs undir nafni þess fyrrnefnda. B flokknum hafi hins vegar verið slitið og hafi slitin miðast við 3. júní 2009. B flokkur sjóðsins hafi þá eingöngu innihaldið hluti í varnaraðila og Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Þann 30. desember 2009, þegar kröfulýsingarfrestur í bú varnaraðila hafi runnið út, hafi markaðsvirði hlutdeildarskírteina sóknaraðila í núverandi A flokki fjárfestingasjóðsins ÍS-15, numið 11.217.509 krónum. Mismunur þeirrar fjárhæðar og markaðsverðmæti þeirrar hlutdeildar sem sóknaraðili hafi átt við frestun innlausnar hafi því numið 28.618.090 krónum.

                Af hálfu varnaraðila er vísað til þess að sóknaraðili hafi ekki lagt fram fullnægjandi gögn um framangreindar greiðslur og uppskiptingu sjóðsins eða réttindi sem hann enn kunni að eiga í honum eða hvernig að öðru leyti líði slitum hans.

                Sóknaraðili lýsti kröfu þeirri er hann hefur uppi í máli þessu við slitameðferð varnaraðila 30. desember 2009. Slitastjórn hafnaði kröfunni og mótmælti sóknaraðili þeirri niðurstöðu. Ekki tókst að jafna ágreining milli aðila og var málinu því vísað til úrlausnar dómsins. Málið var þingfest 26. október 2011. Greinargerð var lögð fram af hálfu sóknaraðila 23. janúar 2012 og af hálfu varnaraðila 23. mars sama ár.

                Sóknaraðili málsins óskaði dómkvaðningar matsmanns með beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur 8. júní 2012. Matsþolar voru varnaraðili þessa máls, en einnig Stefnir hf. og Arion banki hf. Beiðnin fékk málanúmerið M-63/2012 hjá dómstólnum og var matsmaður dómkvaddur samkvæmt henni 1. febrúar 2013. Matsgerð er dagsett 25. júní 2015 og var lögð fram í máli þessu 29. sama mánaðar.  Matinu var ætlað að vera sönnunargagn í því máli sem hér er til úrlausnar og fimm samkynja málum sem rekin eru samhliða en einnig í málum sem sóknaraðili hefur höfðað á hendur Stefni hf. og Arion banka hf. vegna sömu lögskipta.

                Að því er mál þetta varðar var í matsbeiðni óskað svara við nánar tilgreindum spurningum er varða þann sjóð er mál þetta lýtur að.

                Óskaði matsbeiðandi eftir því að spurningum hans yrði svarað miðað við dagsetningarnar, 31. desember 2007, 31. mars 2008, 30. júní 2008, 30. september 2008 og 6. október 2008. Spurningarnar voru svohljóðandi ásamt svörum matsmanns:

„Fjárfestingarsjóðurinn ÍS-15:

  1. Hvert var verðmæti eigna fjárfestingarsjóðsins ÍS-15 á tilgreindum dögum, sundurliðað eftir:

  1.  Hlutabréfum skráðum í Kauphöll Íslands;

  2. Óskráðum innlendum hlutabréfum;

  3. Innlánum fjármálafyrirtækja og peningamarkaðsskjölum;

  4. afleiðum;

  5. öðrum fjármálagerningum;

  6. öðrum eignum;

Fjárhæðir í þúsundum króna

31.12.2007

31.03.2008

30.06.2008

30.09.2008

06.10.2008

Hlutabréf skráð í Kauphöll Íslands.

15.458.522

12.882.788

12.950.985

8.174.432

3.242.126

Óskráð innlend hlutabréf

0

0

0

0

0

Innlán

334.775

710.957

243.268

517.941

1.164.428

Afleiður

0

0

0

0

0

Aðrir  fjármálagerningar

54.985

1.594

132.023

199.509

201.618

Aðrar eignir

0

14.712

0

0

0

Heildareignir sjóðsins samtals

15.848.282

13.610.051

13.326.276

8.891.882

4.608.172

 

Til annarra eigna telst m.a handbært fé og aðrar eignir sem ekki eru tilgreindar sem fjárfestingaeignir.  Skuldaliðir eru ekki dregnir frá.

  1. Átti  verðbréfasjóðurinn á tilgreindum dögum hæfilegar og nægjanlega verðmætar eignir á móti metnu hámarkstapi af afleiðum samkvæmt b-lið 1. tölul. sbr. 1. mgr. 34 gr., sbr. 54. gr., þágildandi laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði nr. 30,2003. Ef svo var ekki, hversu mikið vantaði upp á?

Samkvæmt framlögðum gögnum fram að sjóðurinn var ekki með afleiðustöður á téðum dagsetningum og því spurningin ekki viðeigandi.

  1. Hversu stór hundraðshluti heildarfjárfestingar fjárfestingasjóðsins var á tilgreindum dögum bundinn í öðrum sjóðum en verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum?

Fjárhæðir í þúsundum króna

31.12.2007

31.03.2008

30.06.2008

30.09.2008

06.10.2008

Heildareignir sjóðs

15.848.282

13.610.051

13.326.276

8.891.882

4.608.172

Aðrir verðbréfasjóðir

0

0

0

0

0

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

0,0%

0,0%

0,0%

0,0%

0,0%

 

Samkvæmt framlögðum gögnum kom fram að sá hluti eigna sem var bundin í sjóðum var eingöngu bundin í verðbréfa- og fjárfestingasjóðum, eins og þeir eru skilgreindir í lögum nr. 30/2003.

  1. Hversu stór hundraðshluti eigna fjárfestingarsjóðsins var á tilgreindum dögum bundinn í verðbréfum og peningamarkaðsskjölum útgefnum af matsþola Kaupþingi hf.(þá Kaupþingi banka hf.)?

Fjárhæðir í þúsundum króna

31.12.2007

31.03.2008

30.06.2008

30.09.2008

06.10.2008

Heildareignir sjóðs

15.848.282

13.610.051

13.326.276

8.891.882

4.608.172

Verðbréf útgefin af Kaupþingi banka hf

5.538.738

4.676.696

4.383.085

3.142.182

0

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

34,9%

34,4%

32,9%

35,3%

0,0%

 

  1. Hversu stór hundraðshluti eigna fjárfestingarsjóðsins var á tilgreindum dögum bundinn í innlánum  matsþola Kaupþings hf.(þá Kaupþings banka hf.)?

Fjárhæðir í þúsundum króna

31.12.2007

31.03.2008

30.06.2008

30.09.2008

06.10.2008

Heildareignir sjóðs

15.848.282

13.610.051

13.326.276

8.891.882

4.608.172

Innlán hjá Kaupþingi banka hf.

334.775

710.957

243.268

317.335

683.177

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

2,1%

5,2%

1,8%

3,6%

14,8%

  1. Hversu stór hundraðshluti eigna fjárfestingarsjóðsins var á tilgreindum dögum bundinn í afleiðum matsþola Kaupþings hf.(þá Kaupþings banka hf.)?

Samkvæmt framlögðum gögnum kom fram að sjóðurinn var ekki með afleiðustöður á téðum dagsetningum og því spurningin ekki viðeigandi.

  1. Voru eignir fjárfestingarsjóðsins á tilgreindum dögum, m.a. að teknu tilliti til 1-6. matsliðar, í samræmi við fjárfestingarstefnu sjóðsins, sbr. útboðslýsingu hans og gildandi reglur sjóðsins á hverjum tíma, og innan þeirra fjárfestingartakmarkana sem um sjóðinn giltu, sbr. 54. gr., sbr.einkum 5. og 6. tölul. 30. gr., 34. gr., 35. gr., og 41. gr., þágildandi laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði nr. 30, 2003? Hafi svo ekki verið , að hvaða leiti fóru fjárfestingar fjárfestingarsjóðsins í bága við fjárfestingastefnu hans og þær fjárfestingatakmarkanir sem um sjóðinn giltu?

Samsetning sjóðsins

31.12.2007

31.03.2008

30.06.2008

30.09.2008

06.10.2008

Hlutabréf skráð í Kauphöll Íslands

98%

95%

97%

92%

71%

Innlán

2%

5%

2%

6%

25%

Aðrir fjármálagerningar

0%

0%

1%

2%

4%

Stefna sjóðsins

Hlutabréf skráð í Kauphöll Íslands

0% - 100%

0% - 100%

0% - 100%

0% - 100%

0% - 100%

Óskráð innlend hlutabréf

0% - 20%

0% - 20%

0% - 20%

0% - 20%

0% - 20%

Innlán

0% - 25%

0% - 25%

0% - 25%

0% - 25%

0% - 25%

Aðrir fjármálagerningar

0% - 10%

0% - 10%

0% - 10%

0% - 10%

0% - 10%

 

Samkvæmt framlögðum gögnum kom fram að sjóðurinn var ekki með virkar afleiðustöður innan sjóðsins. Þar með komu ekki til skoðunar ákvæði 5. og 6. tl. 30. gr. laga nr. 30/2003 né heldur ákvæði 34 gr. laga nr. 30/2003 um að nægjanlegar eignir hafa verið til staðar.

Samkvæmt framlögðum gögnum vegna ákvæða 54 gr. laga nr. 30/2003 um heimildir til fjárfestinga í einum útgefanda kom fram að sjóðurinn var innan sinnar eigin fjárfestingarstefnu og ákvæða laga um hámark eigna útgefnum af einum útgefanda að undanskildu einu tilfelli þar sem farið var yfir mörk 35% í hámarki í einum útgefanda, sbr. svar við  spurningu nr. 4 hér að ofan.

Við yfirferð matsmanns vegna ákvæða 41 gr. laga nr. 30/2003 um heimildir til skortsölu kom fram að sjóðurinn var ekki með, á téðum dagsetningum, viðskipti með skortstöður á eignum.

  1. Hafi fjárfestingar fjárfestingarsjóðsins farið í bága við fjárfestingarstefnu hans og þær fjárfestingartakmarkanir, sem um sjóðinn giltu, hver eru í hundraðshlutum metin áhrif þess á virði hlutdeildarskírteina í sjóðnum á tilgreindum dögum?

Sjóðurinn fór yfir lögbundin mörk þann 30.9.2008 um 0,3%.  Metin áhrif á virði hlutdeildarskírteina vegna þessa eru metin óveruleg þar sem allar eignir sjóðsins voru metnar á markaðsvirði þess tíma og mögulegt að selja þær á virkum markaði.

Samkvæmt framlögðum gögnum komu ekki fram önnur frávik sem fóru í bága við fjárfestingarstefnu hans og þær fjárfestingartakmarkanir, sem um sjóðinn giltu.“

                Einnig var óskað svara matsmanns við spurningum sem lutu að eignastýringarsamningi málsaðila og fjárfestingarstefnu þess samnings. Eftirfarandi eru spurningarnar ásamt svörum matsmanns:

„Eignastýringarsamningur og fjárfestingarstefna matsþola Kaupþings hf. og matsbeiðanda:

Matsmaður vill benda á að við samanburð á stöðum einstakra eigna eignastýringarsamnings við einstakar eignir í verðbréfa- og fjárfestingasjóðum, sem voru til skoðunar í þessari matsgerð, getur verið mismunur.  Kallað var eftir forsendum gangvirðismats eigna í verðbréfa- og fjárfestingasjóðum miðað við 6.10. 2008 en þær forsendur bárust ekki og eru gangverð þann 6.10. 2008 unnin í samræmi við gögn frá Arion banka hf  vegna bókhalds sjóðanna. Dæmi eru um niðurfærslur eigna í bókhaldi sjóðanna þann 6.10.2008, en rökin að baki þeirri niðurfærslu eru ekki til staðar né liggur fyrir að um tæmandi niðurfærslu eigna hafi verið að ræða.

  1. Hver var á tilgreindum dögum hlutfallsleg skipting eigna matsbeiðanda, sem matsþoli Kaupþing hf. (þá Kaupþing banki hf.) hafði í eignastýringu, sundurliðað eftir:

  1. hlutabréfum skráðum í viðurkenndri kauphöll:

  2. Verðbréfasjóðum og/eða fjárfestingarsjóðum sem fjárfestu einkum í hlutabréfum skráðum í viðurkenndri kauphöll;

  3. Skuldabréfum í merkingu fjárfestingarstefnu matsþola Kaupþings hf. (áður Kaupþings banka hf.) og matsbeiðanda, dagsettrar 19. september 2003;

  4. verðbréfasjóðum og/eða fjárfestingasjóðum sem fjárfestu einkum í skuldabréfum í merkingu fjárfestingarstefnu matsþola Kaupþings hf. (áður Kaupþings banka hf.) og matsbeiðanda, dagsettrar 19. september 2003;

  5. inneign á innlánsreikningum.

  6. öðrum eignum?

Fjárhæðir í þúsundum króna

31.12.2007

%

31.03.2008

%

30.06.2008

%

30.09.2008

%

06.10.2008

%

Hlutabréf skráð í viðurkenndri kauphöll

8.801

1

0

0

0

0

0

0

0

0

Verðbréfasjóðir og fjárfestingarsjóðir sem fjárfestu einkum í hlutabréfum  skráðum í viðurkenndri Kauphöll

182.282

14

172.669

12

160.721

11

126.147

9

107.866

7

Skuldabréf í merkingu fjárfestingarstefnu matsþola Kaupþings banka hf.

73.132

5

76.281

6

49.939

3

54.234

4

48.313

3

Verðbréfasjóðir og/eða fjárfestasjóðir sem fjárfestu einkum í skuldabréfum

888.575

67

917.558

67

956.201

67

978.083

67

985.191

65

Innlán

176.987

13

211.376

15

272.054

19

290.444

20

372.440

25

Aðrar eignir

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

Samtals í eignastýringu

1.329.777

1.377.884

1.438.915

1.448.908

1.513.810

 

  1. Var samsetning eigna matsbeiðanda, sem matsþoli Kaupþing hf.(þá Kaupþing banki hf.) hafði í eignastýringu, á tilgreindum dögum, að teknu tilliti til 1. tölul., í samræmi við Stefnu B í fjárfestingarstefnu matsþola Kaupþings hf. (áður Kaupþings banka hf.) og matsbeiðanda, dagsettrar 19. september 2003? Ef svo var ekki , að hvaða leyti var samsetning eignanna ekki í samræmi við Stefnu B?

Fjárhæðir í þúsundum króna

31.12.2007

31.03.2008

30.06.2008

30.09.2008

06.10.2008

Hlutabréf og sjóðir sem fjárfestu í hlutabréfum – verðmæti

191.083

172.669

160.721

126.147

107.866

Heildareignir safnsins

1.329.777

1.377.884

1.438.915

1.448.908

1.513.810

Hlutfall hlutabréfa af heildarsafni

14%

13%

11%

9%

7%

 

Samkvæmt framlögðum gögnum kom fram að á tilgreindum dagsetningum var samsetning eigna matsbeiðanda  innan marka skv. Stefnu B í eignastýringarsamningi milli aðila dagsettum 19. september 2003.

  1. Hvernig skiptust eignir matsbeiðanda, sem matsþoli Kaupþing hf. (þá Kaupþing banki hf.) hafði í eignastýringu, hlutfallslega á tilgreindum dögum eftir:
  1. fjármálagerningum útgefnum af matsþola Kaupþingi hf. (áður Kaupþingi banka hf.);

  2. fjármálagerningum útgefnum af matsþola Stefni hf. (áður Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf.) eða verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum þar sem matsþoli Stefnir hf. (áður Rekstrarfélag Kaupþings banka hf.) var rekstrarfélag í skilningi I. kafla laga um verbréfasjóði og fjárfestingarsjóði nr. 30,2003;

  3. Fjármálagerningum útgefnum af öðrum útgefendum en greinir í a- og b- liðum?

Fjárhæðir í þúsundum króna

31.12.2007

%

31.03.2008

%

30.06.2008

%

30.09.2008

%

06.10.2008

%

Innlán hjá Kaupþingi

176.987

13

211.376

15

272.054

19

290.444

20

372.440

25

Útgefið af kaupþingi

4.364

0

0

0

0

0

0

0

0

0

Útgefið af sjóðum/ Rekstrarfélaginu

1.032.137

78

1.023.200

74

1.073.013

75

1.072.751

74

1.058.520

70

Útgefið af öðrum

116.290

9

143.308

11

93.848

6

85.712

6

82.850

5

Eignastýring samtals

1.329.778

1.377.884

1.438.916

1.448.907

1.513.810

 

 

Þegar litið er til útgefanda fjármálagerninga þótti rétt að sýna innlán sérstaklega. Innlán eru í raun veltustærð og eru skírteini vegna þess almennt ekki gefin út en öðru máli gegnir með peningamarkaðsinnlán, en eignastýringarsafn matsbeiðanda átti óbeint í peningamarkaðsinnlánum í gegnum fjárfestingar í sjóðum.

Einnig vil ég benda á að undir liðnum „Útgefið af sjóðum/Rekstrarfélaginu“ gefur að líta öll hlutdeildarskírteini í eignastýringarsafninu sem voru í rekstri Rekstrarfélagsins á þessum tíma, óháð því hvort Rekstarfélagið nýtti sér ákvæði 3 mgr. 23 gr. laga nr. 30/2003 um að félaginu sé ekki skylt að gefa út hlutdeildarskírteini nema eigendur þeirra óski eftir því.

Undir liðnum „Útgefið af öðrum“ eru m.a hlutdeildarskírteini í sjóðum sem reknir voru af rekstrarfélagi  Kaupþings banka í Lúxembourg.

  1. Að teknu tilliti til góðrar viðskiptavenju og bestu framkvæmdar, sbr. 5. og 18. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108, 2007, mögulegra hagsmunaárekstra sbr. 2. tölul. hér að framan, og fjárfestingarstefnu matsþola Kaupþings hf. (áður Kaupþings banka hf.) og matsbeiðanda, dagsettrar 19. september 2003, hver hefði á tilgreindum dögum verið áhættuminnsta og besta samsetning þeirra eigna sem matsþoli Kaupþing hf. (áður Kaupþing banki hf.) hafði í eignastýringu?

Við matsgerðina var áætlað að kanna þær ábendingar og athugasemdir sem gætu hafa komið frá eftirlitsaðilum, svo sem frá Fjármálaeftirlitinu og/eða innri- og ytri endurskoðendum.  Þrátt fyrir ítrekaða beiðni um slík gögn þá bárust þau ekki og vísast í því efni til fskj. 5 og 7.  Vegna þessa hefur matsmaður engar upplýsingar um hvort um hagsmunaárekstra hafi verið að ræða eða óeðlileg tengsl eða útvistun verkefna vegna reksturs verðbréfasjóða sbr. 17. og 18. gr. laga nr. 30/2003 um rekstur verðbréfasjóða.  Einnig er ekki unnt af fyrrnefndum ástæðum að leggja mat á hvort góð viðskiptavenja og besta framkvæmd hafi verið viðhöfð í samræmi við 5. gr. og 18. gr. laga nr.  108/2007. 

Svar við því hver hefði verið besta og áhættuminnsta samsetning þeirra eigna sem matsþoli hafði í eignastýringu á tilgreindum dögum hlýtur að taka mið af áhættuvilja og áhættusækni starfsfólks eignastýringar bankans.  Ljóst má vera að besta og áhættuminnsta samsetning fer ekki endilega saman með bestu arðsemi miðað við stefnu eigenda, þannig að það er í raun ekkert algilt svar við þessum vangaveltum.

Ég vil þó vekja athygli á eftirfarandi atriðum sem ég tel að gætu hugsanlega verið á skjön við ákvæði 5. gr. og 18. gr. laga nr.  108/2007. Annars vegar er um að ræða gerð afleiðusamnings 1. október 2008 og hins vegar hlutfall matsþola og tengdra aðila í eftirtöldum sjóðum.

Afleiðusamningur – verðbréfasjóður ISEQ

Til samningsins er stofnað samkvæmt uppgjörsgögnum þann 1. 10. 2008, með gildistíma til 16.10. 2008.  Markaðir á þessum tíma voru mjög óvenjulegir í ljósi áætlunar ríkisins um yfirtöku á 95% hlut í Glitnis.  Í ljósi þess verður að telja þessi viðskipti frekar óvenjuleg og hafi haft í för með sér töluverða áhættu fyrir sjóðinn.

Vegna tengsla er vert að benda á eignastöður sjóðanna í bæði Exista og SPRON.  Bein tengsl birtast einna helst í fréttum þegar SPRON tilkynnti um samrunaviðræður m.a. á heimasíðu sinni þann 30.4. 2008. Síðar, þann 1.07. 2008, var tilkynnt til Kauphallar Íslands samþykkt samrunaáætlun af stjórnum SPRON og Kaupþings banka hf.  Þó svo að ekki sé um reglubrot að ræða hefði eflaust átt að koma til álita þau miklu tengsl sem væru komin á milli þessara fyrirtækja við eignastýringu sjóðanna.  Vert er einnig að hafa í huga, sbr.  35.gr. laga 30/2003, en þar kemur fram að aðilar innan sömu samstæðu takist saman sem einn aðili við útreikning á hlutfalli útgefanda. 

Vegna Exista hf. eru tengsl ekki bein heldur óbein, miklar lánveitingar voru á milli Kaupþings banka hf og Exista hf. Exista hf. voru á þessum tíma, samanber skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.  Á þessum tíma var Exista hf. stærsti einstaki hluthafi bankans og í tengslum við samrunaáætlun SPRON og Kaupþings banka hf var kveðið á um í tengslum við skiptihlut að endurgjald fyrir hluthafa SPRON yrði hlutabréf í Kaupþingi banka hf. og hlutabréf í Existu hf.  Sjá hér fyrir neðan stöðumyndir úr tilteknum sjóðum á tilgreindum dagsetningum.

Verðbréfasjóður ISEQ

Fjárhæðir í þúsundum króna

31.12.2007

31.03.2008

30.06.2008

30.09.2008

06.10.2008

Heildareignir sjóðs

3.877.436

2.323.172

1.333.465

920.849

231.864

Verðbréf útgefin af Kaupþingi banka hf.

1.337.225

813.098

448.791

366.876

0

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

34,5%

35,0%

33,7%

39,8%

0,0%

Verðbréf útgefin af SPRON og Exista hf

237.031

103.763

48.984

64.269

36.393

Samtals SPRON, Exista og Kaupþing banki hf

1.574.256

916.861

497.775

431.145

36.393

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

40,6%

39,5%

37,3%

46,8%

15,7%

 

 

Hávaxtasjóðurinn

Fjárhæðir í þúsundum króna

31.12.2007

31.03.2008

30.06.2008

30.09.2008

06.10.2008

Heildareignir sjóðs

6.512.530

6.667.625

7.036.224

7.384.350

3.626.845

Verðbréf útg. af Kaupþingi banka hf

646.495

705.812

740.248

793.387

724.732

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

9,9%

10,6%

10,5%

10,7%

20,0%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verðbréf útgefin af SPRON

947.004

990.021

1.053.749

1.145.979

1.145.979

Útg. af SPRON og  Kaupþingi banka hf

1.593.499

1.695.833

1.793.997

1.939.366

1.870.711

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

24,5%

25,4%

25,5%

26,3%

51,6%

 

Úrvalsvísitölusjóður

Fjárhæðir í þúsundum króna

31.12.2007

31.03.2008

30.06.2008

30.09.2008

06.10.2008

Heildareignir sjóðs

2.679.447

2.243.837

1.885.240

1.449.611

313.518

Verðbréf útgefin af Kaupþingi banka hf.

961.641

901.184

793.181

638.863

0

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

35,9%

40,2%

42,1%

44,1%

0,0%

Verðbréf útgefin af SPRON og Exista hf

149.254

122.405

104.493

93.749

50.374

Samtals SPRON, Exista og Kaupþing banki hf

1.110.895

1.023.589

897.674

732.612

50.374

Hlutfall af eignum sjóðsins

41,5%

45,6%

47,6%

50,5%

16,1%

 

ÍS 15 fjárfestingarsjóður

Fjárhæðir í þúsundum króna

31.12.2007

31.03.2008

30.06.2008

30.09.2008

06.10.2008

Heildareignir sjóðs

15.848.282

13.610.051

13.326.276

8.891.882

4.608.172

Verðbréf útgefin af Kaupþingi banka hf

5.538.738

4.676.696

4.383.085

3.142.182

0

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

34,9%

34,4%

32,9%

35,3%

0,0%

Verðbréf útgefin af SPRON og Exista hf

1.634.759

1.318.784

1.148.588

869.344

665.007

Samtals SPRON, Exista hf og Kaupþing banki hf.

7.173.497

5.995.480

5.531.673

4.011.526

665.007

Hlutfall af eignum sjóðsins

45,3%

44,1%

41,5%

45,1%

14,4%

 

Peningamarkaðssjóður

 

Fjárhæðir í þúsundum króna

31.12.2007

31.03.2008

30.06.2008

30.09.2008

06.10.2008

Heildareignir sjóðsins

85.031.150

52.088.844

49.751.303

44.165.558

34.215.677

Verðbréf útgefin af Kaupþingi banka hf.

4.565.349

6.981.656

5.149.514

4.013.233

2.747.590

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

5,4%

13,4%

10,4%

9,1%

8,0%

Verðbréf útgefin af SPRON og Exista hf

11.232.079

4.324.833

3.812.031

4.138.424

3.388.635

Samtals SPRON, Exista og Kaupþing banki hf.

15.797.428

11.306.489

8.961.545

8.151.657

6.136.225

Hlutfall af eignum sjóðsins

18,6%

21,7%

18,0%

18,5%

17,9%

 

Kaupþing Liquidity Fund EUR

Fjárhæðir í þúsundum EUR

31.12.2007

31.03.2008

30.06.2008

30.09.2008

06.10.2008

Heildareignir sjóðs

111.546

48.501

28.946

19.282

18.588

Verðbréf útgefin af Kaupþingi banka hf.

6.949

5.098

5.669

5.684

5.726

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

6,2%

10,5%

19,6%

29,5%

30,8%

Verðbréf útgefin af SPRON og Exista hf

10.269

3.325

3.338

1.633

211

Samtals SPRON, Exista og Kaupþing banki hf

17.218

8.423

9.007

7.317

5.937

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

15,4%

17,4%

31,1%

37,9%

31,9%

 

  1. Að teknu tilliti til mats samkvæmt 7. tölul. A-liðar, 8. tölul. B-liðar, 7. tölul. C-liðar, 8. tölul. D-liðar, 8. tölul. E-liðar, 8. tölul. F-liðar og 1-4 tölul. G-liðar, hvert er metið heildartjón matsbeiðanda á árinu 2008 sem rekja má til eignastýringar matsþola Kaupþings hf. (þá Kaupþings banka hf.) annars vegar miðað við 30. september 2008 og hins vegar 6. október 2008?

Við yfirferð matsmanns var skilgreint að frávik eigna miðað við stefnu og vikmörk laga hafi ekki haft áhrif á mat á virði eigna þar sem þær voru allar færðar á markaðsvirði.  Hafa verður þó í huga dagsetninguna  6.10. 2008 þar sem ljóst er að markaðir lokast og stýring eigna þar með ómöguleg.  Einnig ber að hafa í huga að framlögð gögn sjóðanna bera ekki með sér samræmda yfirferð virðismats á þeim tíma og eflaust lá það mat ekki fyrir í mörgum tilfellum við lokun markaða þann 6.10. 2008. 

Beðið er um að leggja mat á heildartjón matsbeiðanda á árinu 2008, sem rekja má til eignastýringar matsþola Kaupþings banka hf annars vegar miðað við 30.09. 2008 og hins vegar 6.10. 2008.  Ef litið er til þeirra frávika frá lögum og/eða stefnu sjóðanna í svörunum hér að framan, að frátöldum dagsetningunum 30.09. 2008 og     6.10. 2008, þá eru þau metin óveruleg og ekki talin hafa leitt til tjóns á þeim dagsetningum.  Að því er varðar þær ábendingar sem fram koma í svari mínu við spurningu nr. 4, hér að ofan, þá tel ég að þau atriði hafi farið í bága við bestu framkvæmd og jafnvel leitt af sér tjón, en að hve miklu leyti það er vegna eignastýringar matsþola annars vegar og hruns bankakerfisins hins vegar er nánast útilokað að mínu mati að leggja tölulegt mat á.“

 

II

                Sóknaraðili byggir á því að hann hafi vegna ólögmætrar og saknæmrar háttsemi varnaraðila orðið fyrir tjóni, sem nemi þeirri fjárhæð sem krafa hans nemi. Kveðst sóknaraðili telja varnaraðila bera skaðabótaábyrgð á því tjóni. Byggir hann á að viðurkenna beri skaðabótakröfu hans sem almenna kröfu samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991 við slitameðferð varnaraðila og kröfu hans vegna gerðar kröfulýsingar sem eftirstæða kröfu samkvæmt 114. gr. sömu laga.

                Af hálfu sóknaraðila sé á því byggt að varnaraðili hafi vanrækt skyldur sínar samkvæmt eignastýringarsamningi aðila og lögum og reglum og með því valdið sóknaraðila bótaskyldu tjóni. Varnaraðili hafi tekið að sér vörslu og eignastýringu á fjármunum sóknaraðila og hafi þegið greiðslur fyrir. Hafi sóknaraðili því mátt vera í góðri trú um að varnaraðili myndi gæta hagsmuna hans í hvívetna.

                Sóknaraðili telji að dreifing áhættu við stýringu eigna hans hafi verið of lítil, enda hafi fé sóknaraðila einkum verið varið til kaupa á hlutdeildarskírteinum í verðbréfa- og fjárfestingasjóðum, sem reknir hafi verið af dótturfélagi varnaraðila og varnaraðili hafi farið með fulla stjórn á. Verði varnaraðili að bera fulla ábyrgð á þessum einhæfu fjárfestingum óháð brotum hans á fjárfestingastefnu og eignastýringarsamningi aðila og öðrum atvikum.

                Þá bendi sóknaraðili á að varnaraðila hafi stöðu sinnar vegna ekki geta dulist í hvað stefndi í íslensku efnahagslífi á haustmánuðum 2008. Hafi því hvílt enn ríkari skyldur á varnaraðila en ella að hafa hagsmuni sóknaraðila að leiðarljósi eins og honum hafi þó ævinlega verið skylt samkvæmt 19. og 2. mgr. 62. gr. laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði og 5. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Hafi varnaraðila því borið skylda til að koma eignum sóknaraðila í öruggt skjól og innleysa hlutdeildarskírteini hans óháð því hvort réttilega hafi verið staðið að kaupum á þeim. Hafi varnaraðili því ekki getað látið við það sitja að bíða og sjá til, enda hafi hann tekið sérstaklega að sér með samningi að stýra og gæta að eignum sóknaraðila. Varnaraðili hafi hins vegar ekki innleyst hlutdeildarskírteini sóknaraðila eða tryggt eignir hans og á því athafnaleysi verði hann nú að bera ábyrgð. Vísi sóknaraðili hér jafnframt til þeirrar meginreglu sem komi fram í 18. gr. laga nr. 108/2007 um að fjármálafyrirtæki skuli leita allra leiða til að tryggja bestu mögulega niðurstöðu fyrir viðskiptavini, sbr. og meginreglu 19. gr. sömu laga. Sóknaraðili árétti í þessu sambandi að hann hafi leitað til varnaraðila sem sérfræðings og verði ábyrgð varnaraðila að skoðast í því ljósi.

                Sóknaraðili byggi einnig á því að varnaraðili hafi brotið gegn þeirri fjárfestingastefnu, sem honum hafi borið að fylgja við fjárfestingar sínar fyrir hönd sóknaraðila, og þar með gegn eignastýringarsamningi aðila. Því beri varnaraðili skaðabótaábyrgð á því tjóni sem af samningsbroti hans hafi hlotist.

                Varnaraðila hafi verið heimilt að fjárfesta fyrir allt að 25% í hlutabréfum eða verðbréfa- eða fjárfestingasjóðum sem hafi einkum fjárfest í hlutabréfum. Að öðru leyti skyldi fjárfest í skuldabréfum og víxlum eða verðbréfa- eða fjárfestingasjóðum sem hafi einkum fjárfest í skuldabréfum. Þá hafi varnaraðila á hverjum tíma verið heimilt að ráðstafa fjármunum sóknaraðila inn á innlánsreikninga.

                Í byrjun október 2008 hafi heildarfjárhæð eignasafns sóknaraðila hjá varnaraðila numið á annan milljarð króna. Þar af hafi varnaraðili bundið rúmar 850 milljónir króna af fé sóknaraðila í sex fjárfestinga- og verðbréfasjóðum dótturfélags síns, Rekstrarfélags Kaupþings banka hf., þ.e. Kaupþingi Hávaxtasjóði, Kaupþingi peningamarkaðssjóði, verðbréfasjóðnum ICEQ, fjárfestingasjóðnum ÍS-15, Kaupþingi úrvalsvísitölusjóði og fjárfestingasjóðnum Kaupthing Liquidty Fund EUR. Byggi sóknaraðili á því að með því að binda svo stóran hluta af fjármunum sóknaraðila í nefndum sjóðum hafi varnaraðili brotið gegn eignastýringarsamningi aðila, enda hafi heildareignasamsetning þeirra sjóða sem um ræði farið í bága við þá fjárfestingastefnu sem varnaraðila hafi borið að leggja til grundvallar við meðferð sína á fjármunum sóknaraðila.

                Að því er varði fjárfestingasjóðinn ÍS-15 sérstaklega bendi sóknaraðili einnig á að tekið hafi verið fram í fjárfestingastefnu að með hlutabréfum væri átt við hlutabréf sem skráð væru í viðurkenndri kauphöll. Þá hafi jafnframt verið tekið fram að með skuldabréfum og víxlum væri átt við skuldabréf og víxla, sem útgefnir væru af fyrirtækjum sem skráð væru í viðurkenndri kauphöll. Þó hafi einnig verið heimilt að kaupa víxla og skuldabréf, sem gefin hafi verið út af bönkum, sparisjóðum, lánasjóðum og fjárfestingastofnunum, enda störfuðu þær samkvæmt sérstökum lögum eða væru ellegar undir eftirliti fjármálaeftirlits. Þrátt fyrir þetta hafi varnaraðili fjárfest fyrir hönd sóknaraðila í hlutdeildarskírteinum í fjárfestingasjóðnum ÍS-15, en sjóðurinn fjárfesti sjálfur ekki aðeins í skráðum hlutabréfum, heldur einnig óskráðum hlutabréfum, peningamarkaðsskjölum og öðrum óskilgreindum fjármálagerningum. Með því að verja  fjármunum sóknaraðila til kaupa á hlutdeildarskírteinum í fjárfestingasjóðnum ÍS-15 hafi varnaraðili því brotið gegn þeirri fjárfestingastefnu, sem honum hafi borið að leggja til grundvallar við meðferð sína á fjármunum sóknaraðila, og þar með einnig gegn eignastýringarsamningi aðila. Byggi sóknaraðili á því að varnaraðili beri skaðabótaábyrgð gagnvart sér á því tjóni sem af hafi hlotist.

                Sóknaraðili leggi áherslu á að meta verði heildstætt fjárfestingar varnaraðila fyrir hans hönd á grundvelli nefnds eignarstýringarsamnings. Þannig hafi varnaraðili ekki aðeins farið gegn samningi aðila með því að binda fjármuni sóknaraðila í fjárfestingasjóðnum ÍS-15, heldur einnig með því að fjárfesta í öðrum verðbréfa- og fjárfestingasjóðum, svo sem nánar sé rakið í greinargerðum sóknaraðila í öðrum þeim málum er lúti að kröfum sóknaraðila í bú varnaraðila og rekin séu samhliða máli þessu. Fjárfesting varnaraðila í fjárfestingasjóðnum ÍS-15 hafi hins vegar falið í sér sjálfstætt brot, enda hafi fjárfestingar sjóðsins ekki verið í samræmi við fjárfestingastefnu eignarstýringarsamnings aðila.

                Hefði varnaraðili farið eftir þeirri fjárfestingastefnu, sem honum hafi borið að leggja til grundvallar, hefði tjón sóknaraðila orðið mun minna, en um hið gagnstæða verði varnaraðili að bera sönnunarbyrði enda hafi það verið hann sem brotið hafi gegn samningi aðila. Sóknaraðili árétti í þessu sambandi að hann hafi leitað til varnaraðila sem sérfræðings og verði ábyrgð varnaraðila að skoðast í því ljósi.

                Sóknaraðili bendi jafnframt á að meðferð varnaraðila á fjármunum sóknaraðila hafi ekki aðeins farið í bága við títtnefnda fjárfestingastefnu, heldur hafi varnaraðili engan reka gert að því að leiðrétta hina ólögmætu meðferð á fjármunum sóknaraðila, ekki einu sinni eftir að ljóst hafi verið orðið að miklar blikur væru á lofti í íslensku efnahagslífi.

                Sóknaraðili byggi einnig á því að varnaraðili hafi ekki aðeins brotið gegn eignarstýringarsamningi aðila með fjárfestingum í trássi við samninginn, heldur hafi hann í raun og veru farið með yfirráð Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. Hafi varnaraðili því stjórnað fjárfestingum þeirra sjóða, sem rekstrarfélagið hafi haft með höndum til hagsbóta fyrir varnaraðila og aðila honum tengdum, en til tjóns fyrir sóknaraðila sem viðsemjanda sinn og almennan hlutdeildarskírteinishafa.

                Í þessu sambandi bendi sóknaraðili á að í stjórn Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. hafi á hverjum tíma setið lykilstjórnendur og –starfsmenn varnaraðila, ýmist sem aðal- eða varamenn, þar á meðal Andri Vilhjálmur Sigurðsson, lögmaður á lögfræðisviði varnaraðila, Birgir Örn Arnarsson, forstöðumaður áhættustýringar- og útlánaeftirlitssviðs varnaraðila, Helgi Sigurðsson, forstöðumaður og síðar framkvæmdastjóri lögfræðisviðs varnaraðila, Ragnar Jónasson, lögmaður á lögfræðisviði og síðar forstöðumaður lögfræðiráðgjafar varnaraðila, Eggert Páll Ólason, lögfræðingur á lögfræðisviði varnaraðila, og Þórarinn Sveinsson, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs varnaraðila. Ítök varnaraðila í Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf. hafi því ekki aðeins verið eignarlegs eðlis heldur einnig stjórnunarlegs.

                Framangreint fyrirkomulag hafi verið í fullkominni andstöðu við 1. mgr. 8. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti þar sem mælt sé fyrir um að fjármálafyrirtæki skuli gera allar tiltækar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar skaði hagsmuni viðskiptavina þess, sbr. og 19. gr. reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. Þvert á móti hafi hagsmunir varnaraðila ráðið því að keypt hafi verið hlutdeildarskírteini fyrir hönd sóknaraðila í sjóðum dótturfélags varnaraðila, sem varnaraðili hafi haft fulla stjórn á. Hafi hagsmunir sóknaraðila verið þar að engu hafðir.

                Sóknaraðili byggi á því að með framangreindri háttsemi sinni hafi varnaraðili í krafti yfirburðastöðu sinnar gagnvart dótturfélaginu brotið gegn 13. gr. samþykkta Rekstrarfélags Kaupþings banka hf., þar sem kveðið sé á um að stjórn félagsins fari með málefni félagsins. Með því að varnaraðili hafi í raun stjórnað Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf. hafi hann svipt stjórn félagsins raunverulegu sjálfstæði og hafi þar með brotið gegn stjórnskipan þess í trássi við framangreint ákvæði samþykktanna.

                Með sama hætti byggi sóknaraðili á því að varnaraðili hafi með háttsemi sinni sem raunverulegur stjórnandi Rekstrarfélags Kaupþings banka hf., brotið gegn ákvæðum laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Vísi sóknaraðili m.a. í þeim efnum til 68. gr. laganna, sem kveði á um að málefni félags skuli vera í höndum félagsstjórnar. Jafnframt sé vísað til 76. gr. laganna sem mæli fyrir um að félagsstjórn megi ekki gera neinar þær ráðstafanir sem séu til þess fallnar að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað félagsins. Þá megi félagsstjórn ekki framfylgja ákvörðunum hluthafafundar eða annarra stjórnaraðila félagsins ef ákvarðanirnar séu ógildar vegna þess að þær brjóti í bága við lög eða félagssamþykktir. Sóknaraðili byggi ennfremur á því að háttsemi varnaraðila hafi falið í sér brot gegn 95. gr. laga nr. 2/1995, sem kveði á um að hluthafafundur megi ekki taka ákvörðun sem sé til þess fallin að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins.

                Í íslenskum rétti sé viðurkennt að til ábyrgðar móðurfélags geti komið í tilvikum sem þessum bæði á grundvelli almennra reglna skaðabótaréttarins og ákvæðis 2. mgr. 134. gr. laga nr. 2/1995. Þar sé kveðið á um að hluthafi sé skyldur til að bæta tjón sem hann af ásetningi eða stórfelldu gáleysi hafi valdið félaginu, öðrum hluthöfum eða þriðja aðila með broti á ákvæðum laganna eða samþykktum félagsins. Megi í þeim efnum vísa til dóms Hæstaréttar, sem birtur sé í dómsafni réttarins frá árinu 2003 á bls. 1060, þar sem fallist hafi verið á skaðabótaskyldu móðurfélags sem með saknæmum og ólögmætum hætti hafi misnotað sér aðstöðu sína gagnvart dótturfélagi með þeim afleiðingum að kröfuhafar dótturfélagsins hafi hlotið tjón af.

                Af hálfu sóknaraðila sé á því byggt að varnaraðili hafi í raun haft svo mikil ítök og yfirráð yfir dótturfélagi sínu, Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf., að sjálfstæði síðarnefnda félagsins hafi í raun ekkert verið og megi því líta svo á að um eitt félag hafi verið að ræða. Byggi sóknaraðili á því að samsama verði varnaraðila dótturfélagi hans og gera hann ábyrgan fyrir athöfnum dótturfélagsins og þeim ákvörðunum sem það formlega hafi tekið, en aðeins fyrir tilstilli og vilja varnaraðila í krafti þeirra eignar- og stjórnunarlegu yfirburða sem hann hafi haft yfir því. Um slíka ábyrgð hluthafa á félagi megi að nokkru vísa til Hæstaréttardóms frá árinu 1993, sem birtur sé á blaðsíðu 1653 í dómasafni réttarins frá því ári.

                Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fram hafi komið um rekstur sjóða á vegum Rekstrarfélags Kaupþing banka hf. í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins í október 2008, hafi miklir misbrestir verið á því að farið hafi verið að settum lögum og reglum við rekstur sjóðanna. Þannig byggi sóknaraðili á því að varnaraðili hafi sem eigandi, móðurfélag og raunverulegur stjórnandi Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. misnotað stöðu sína með þeim hætti að fjármunir sjóðanna hafi verið notaðir til þess að fjármagna rekstur varnaraðila og tengdra aðila. Hafi sú fjármögnun farið fram með þeim hætti að sjóðir rekstrarfélagsins hafi fjárfest að miklum meirihluta í bæði innlánum varnaraðila og aðila honum tengdum, svo og fjármálagerningum sem þessir aðilar hafi gefið út. Hafi hlutdeildarskírteinishafar sjóðanna því í raun verið látnir fjármagna rekstur varnaraðila og annarra aðila honum þóknanlegra án nokkurs tillits til hagsmuna skírteinishafanna sjálfra.

                Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengda atburði sé fjallað um eignasamsetningu nokkurra þeirra sjóða sem Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. hafi séð um rekstur á, þ. á m. Kaupþings Peningamarkaðssjóðs, en í þeim sjóði hafi sóknaraðili átt hlutdeildarskírteini. Í umfjöllun um nefndan sjóð í skýrslunni, sbr. kafla 14.5.4, komi m.a. fram að hluti af stærstu skuldum sjóðsins hafi verið tengdur varnaraðila í gegnum eignatengsl og/eða stórar áhættuskuldbindingar. Stórum hluta heildareigna sjóðsins hafi verið varið til að fjárfesta í varnaraðila og félögum honum tengdum. Þannig hafi þetta hlutfall verið um og yfir 50% af heildareignum sjóðsins á seinni helmingi ársins 2006, en talsvert hærra á árinu 2008. Í skýrslunni sé þetta talið vekja upp spurningar um sjálfstæði rekstrarfélagsins gagnvart varnaraðila.

                Sóknaraðili byggi á því að varnaraðili hafi með saknæmum og ólögmætum hætti hlutast til um fjárfestingar í nefndum sjóði dótturfélags síns, Rekstrarfélags Kaupþings banka hf., á kostnað eðlilegrar áhættudreifingar og skuldaraáhættu og þar með hagsmuna hlutdeildarskírteinishafa. Telji sóknaraðili að það sama hafi verið uppi á teningnum hvað varði aðra sjóði rekstrarfélagsins. Hafi þetta m.a. verið í freklegri andstöðu við 1. mgr. 8. gr. laga nr. 108/2007 og 19. gr. reglugerðar nr. 995/2007.

                Af hálfu sóknaraðila sé jafnframt byggt á því að með áður lýstri háttsemi hafi varnaraðili brotið gegn fjölmörgum ákvæðum laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði. Hafi athafnir varnaraðila komið í veg fyrir að að Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. gæti verið óháð í störfum sínum, sbr. meginreglu 2. mgr. 15. gr. laganna. Þá hafi háttsemi varnaraðila einnig farið gegn 18., sbr. 17. gr. laganna, en eins og áður segi hafi varnaraðili annast sölu hlutdeildarskírteina sjóðsins og hafi komið fram sem viðsemjandi gagnvart hlutdeildarskírteinishöfum þrátt fyrir að hagsmunir hans færu bersýnilega gegn hagsmunum rekstrarfélagsins og eigenda hlutdeildarskírteina sjóðsins. Sóknaraðili byggi ennfremur á því að háttsemi varnaraðila hafi falið í sér brot gegn ákvæði 19. gr. laganna um góða viðskiptahætti og venjur, svo og þeim ákvæðum laganna sem takmarki fjárfestingaheimildir verðbréfasjóða, sbr. F-lið II. kafla laga nr. 30/2003, sbr. og IV. kafla reglugerðar nr. 792/ 2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði, enda hafi fjármunum sjóðsins verið varið til fjárfestinga til hagsbóta fyrir varnaraðila og aðila honum tengdum, í andstöðu við framangreind ákvæði um takmarkanir á fjárfestingaheimildum slíkra sjóða.

                Svo sem áður greini hafi varnaraðili séð um kaup og sölu hlutdeildarskírteina í sjóðum dótturfélags síns, Rekstrarfélags Kaupþings banka hf., og hafi komið fram út á við gagnvart viðskiptavinum sem viðsemjandi þeirra. Samkvæmt því hafi varnaraðila borið í störfum sínum fyrir sóknaraðila að gæta að ákvæðum laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Í framangreindu hafi falist að varnaraðila hafi borið að sinna störfum sínum í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum með trúverðugleika fjármálamarkaðarins og hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi, sbr. 5. gr. laga nr. 108/2007. Þá hafi varnaraðila sömuleiðis borið að gera allar tiltækar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar sköðuðu hagsmuni viðskiptavina hans, sbr. 8. gr. laganna, en þær skyldur séu nánar útfærðar í reglugerð nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. m.a. 19., 20. og 21. gr.

                Ljóst sé af því sem fyrr sé rakið að varnaraðili hafi misnotað stöðu sína sem móðurfélag og raunverulegur stjórnandi Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. og hafi freklega brotið gegn ofangreindum ákvæðum laga nr. 108/2007 og reglugerðar nr. 995/2007 til tjóns fyrir sóknaraðila og aðra hlutdeildarskírteinishafa sjóða rekstrarfélagsins.

                Sóknaraðili byggi jafnframt á því að varnaraðili hafi í krafti yfirráða sinna yfir Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf. komið því til leiðar að farið hafi verið gegn fjárfestingastefnu og reglum fjárfestingasjóðsins ÍS-15 þvert á hagsmuni hlutdeildarskírteinishafa. Samkvæmt útboðslýsingu sjóðsins hafi það verið markmiðið með útgáfu hans að fjárfesta einkum í hlutabréfum hlutafélaga sem skráð væru, eða líklegt væri að yrðu skráð í Kauphöll Íslands. Fjárfestingar skyldu aðallega miðast við hlutabréf útgefin af hlutafélögum sem hefðu dreifða eignaraðild og tryggan endursölumarkað. Viðmiðunarvísitala sjóðsins væri úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hf. og myndi sjóðurinn beina fjárfestingum sínum að þeim fjárfestingakostum sem að mati rekstrarfélagsins væru líklegastir til að skila sem bestri ávöxtun. Sjóðurinn hefði hins vegar ekki það að markmiði að fjárfesta í mörgum félögum heldur hygðist hann einblína á traust og arðvænleg fyrirtæki og myndi sjóðurinn því yfirleitt samanstanda af tiltölulega fáum félögum.

                Að öðru leyti hafi fjárfestingaheimildir sjóðsins takmarkast samkvæmt sérstakri töflu sem birt hafi verið í útboðslýsingu sjóðsins og ákvæðum laga nr. 30/2003 um fjárfestingaheimildir fjárfestingasjóða.

                Af hálfu sóknaraðila sé á því byggt að brotið hafi verið gegn ofangreindri fjárfestingastefnu ÍS-15 til hagsbóta fyrir varnaraðila en til tjóns fyrir hlutdeildarskírteinishafa sjóðsins. Sé og áréttað  að fjárfestingastefna ÍS-15 hafi ekki farið saman við þá fjárfestingastefnu sem legið hafi til grundvallar eignastýringarsamningi aðilanna. Hafi varnaraðila því ekki verið heimilt yfirhöfuð að leggja fjármuni sóknaraðila í nefndan sjóð.

                Sóknaraðili bendi á að sem starfsleyfisskyldu fjármálafyrirtæki, sbr. 3. gr., sbr. og IV. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, hafi varnaraðila borið að starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði, sbr. 19. gr. laganna. Hafi varnaraðila verið skylt að hafa trúverðugleika fjármálamarkaðarins og hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi, sbr. 2. mgr. 62. gr. og 19. gr., sbr. 1. mgr. 52. gr., laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði og 5. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Sömu skyldur hafi hvílt á varnaraðila samkvæmt 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

                Með því að handstýra fjárfestingum sjóða dótturfélags síns, Rekstrarfélags Kaupþing banka hf., hafi varnaraðili brotið gegn þessum ákvæðum, til hagsbóta fyrir sig og tengda aðila, en á kostnað almennra hlutdeildarskírteinishafa sjóðanna, þ. á m. sóknaraðila.

                Af hálfu sóknaraðila sé því jafnframt haldið fram að brotið hafi verið gegn jafnræði hlutdeildarskírteinishafa í aðdraganda þess að innlausnum hlutdeildarskírteina í greindum sjóði hafi verið frestað 6. október 2008. Sóknaraðili telji einsýnt að fjármunir sjóðsins hafi snarlækkað síðustu vikurnar fyrir frestun innlausnar, sem m.a. sjáist af hinu lága endurgreiðsluhlutfalli sjóðsins. Þannig hafi auðseljanlegar eignir verið seldar fyrst til að mæta auknum innlausnum, en illseljanlegri eignir setið eftir á kostnað þeirra hlutdeildarskírteinishafa sem ekki hafi stokkið til og innleyst skírteini sín áður en innlausnum í sjóðinn hafi verið frestað.

                Að mati sóknaraðila hafi borið að nýta ákvæði í reglum sjóðsins, sbr. og 2. mgr. 27. gr. og 2. mgr. 53. gr. laga nr. 30/2003, til þess að fresta innlausnum og gæta þannig að jafnræði og hagsmunum allra hlutdeildarskírteinishafa sjóðsins, sbr. áðurnefnda 2. mgr. 15. gr. laganna. Hafi í öllu falli borið að selja eignir sjóðsins eftir seljanleika þeirra í réttum hlutföllum, en aðeins með því móti hefði verið unnt að gæta hagsmuna allra hlutdeildarskírteinishafa sjóðsins, sbr. nefnda 2. mgr. 15. gr. laga nr. 30/2003.

                Með sömu rökum og áður hafi verið rakin byggi sóknaraðili á því að varnaraðili beri ábyrgð gagnvart sóknaraðila á vanrækslu dótturfélags síns, Rekstrarfélags Kaupþings banka hf., að þessu leyti.

                Samkvæmt framansögðu megi ljóst vera að varnaraðili hafi nýtt sér stöðu sína sem móðurfélag Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. til hagsbóta fyrir sig og tengda aðila. Hafi það falið í sér saknæma háttsemi af hans hálfu og beri varnaraðili því skaðabótaábyrgð á því tjóni sem sóknaraðili hafi orðið fyrir. Þá liggi jafnframt fyrir að varnaraðili hafi brotið gegn eignastýringarsamningi aðilanna, enda hafi hann farið út fyrir þá fjárfestingastefnu sem honum hafi borið að leggja til grundvallar og hafi ekki gætt hagsmuna sóknaraðila í aðdraganda hrunsins. Hafi varnaraðili þvert á móti tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni sóknaraðila, m.a. með fjárfestingum í eigin fjármálagerningum og tengdra aðila.

                Sóknaraðili árétti að engu skipti í þessu sambandi hver hafi raunverulega annast þau verkefni sem varnaraðili hafi tekið að sér fyrir hönd sóknaraðila samkvæmt samningi aðilanna. Breyti það engu um ábyrgð varnaraðila gagnvart sóknaraðila, enda hafi varnaraðili staðfest ábyrgð sína sérstaklega í samningi sínum við sóknaraðila, sbr. 3. gr. samningsins, sbr. og 7. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

                Verði ekki fallist á málsástæður sóknaraðila um að varnaraðili hafi raunverulega farið með stjórn Rekstrarfélags Kaupþings banka hf., leiði af framangreindu að varnaraðili beri eftir sem áður skaðabótaábyrgð gagnvart sóknaraðila á þeirri ólögmætu og saknæmu háttsemi sem lýst sé hér að framan og Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf. kunni að einhverju leyti að verða kennt um.

                Sóknaraðili telji tjón sitt nema fjárhæð skaðabótakröfu sinnar. Hann hyggist engu að síður sanna með öflun matsgerðar að hve miklu leyti fjárfestingar Kaupþings Úrvalsvísitölusjóðs hafi verið í ósamræmi við bæði þá fjárfestingastefnu, sem lögð skyldi til grundvallar eignarstýringu varnaraðila, svo og fjárfestingastefnu og reglur sjóðsins sjálfs og þar með þau lagaákvæði sem rakin hafi verið hér að ofan. Sóknaraðili krefjist þess jafnframt að krafa hans vegna ritunar kröfulýsingar að fjárhæð 11.450 krónur verði viðurkennd sem eftirstæð krafa við slit varnaraðila, sbr. 114. gr. laga nr. 21/1991. Þarfnast sú krafa ekki sérstakrar umfjöllunar.

                Máli sínu til stuðnings vísi sóknaraðili til laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., einkum 113. gr., 114. gr., en einnig 5. þáttar laganna. Þá vísi sóknaraðili til laga nr. 2/1995 um hlutafélög, einkum 2., 68., 76., 95. og 134. gr. laganna og til meginreglna íslensks skaðabótaréttar. Sóknaraðili vísi ennfremur til laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, einkum 19. gr. laganna og til ákvæða laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, sbr. einkum 1., 5. og 8. gr. laganna. Þá vísi sóknaraðili til laga nr. 30/2003um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði, einkum 15., 17., 18., 19., 27. og 54. gr., en einnig til II. kafla. Sóknaraðili vísi aukinheldur til ákvæða reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. einkum 19., 20. og 21. gr. og til ákvæða reglugerðar nr. 792/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði, sbr. einkum IV. kafla. Þá vísi sóknaraðili jafnframt til laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, en um kröfu varnaraðila um málskostnað vísist til 130. gr. þeirra laga, sbr. og 173. gr. laga nr. 21/1991.

III

                Varnaraðili krefst þess að öllum kröfum sóknaraðila í málinu verði hafnað, enda hafi sóknaraðili ekki sýnt fram á að hann eigi réttmæta skaðabótakröfu á hendur honum. Sóknaraðili hafi í engu sýnt fram á að varnaraðili hafi að einhverju leyti brotið gegn skyldum sínum samkvæmt samningi aðila um eignastýringu eða að nokkur önnur skilyrði séu til þess að skaðabótaábyrgð verði felld á varnaraðila. Sóknaraðili hafi hvorki sýnt fram á tilvist eða umfang hins ætlaða tjóns né orsakasamband þess við ætlað saknæmt og ólögmætt atferli á ábyrgð varnaraðila.

                Af málatilbúnaði sóknaraðila megi ráða að krafa hans um skaðabætur miði að því að gera hann eins settan og ef greitt hefði verið úr úr umræddum sjóði miðað við það dagsgengi hlutdeildarskírteina í honum, sem síðast hafi gilt áður en lokað hafi verið fyrir innlausn hlutdeildarskírteina 6. október 2008. Af  hálfu varnaraðila sé bent á að samkvæmt eignastýringaryfirliti 6. október 2008 hafi markaðsvirði hlutdeildarskírteina sóknaraðila í ÍS-15 numið þá 21.535.662 krónum en ekki 39.835.599 krónum eins og haldið sé fram í greinargerð sóknaraðila. Þá sé jafnframt bent á að sóknaraðili kunni að hafa fengið eða muni fá frekari greiðslur fyrir hlutdeildarskírteini en innlausnarverðmæti í A flokki sjóðsins við lok kröfulýsingafrests í bú varnaraðila, en kröfugerð sóknaraðila í málinu grundvallast á mismun þessara tveggja fjárhæða. Þar af leiðandi verði ekkert fullyrt um ætlað tjón sóknaraðila. Þá bendi varnaraðili jafnframt á að sóknaraðili hafi engin rök fært fyrir því að verðmæti hlutdeildarskírteinanna hafi átt að haldast óbreytt eftir 6. október 2008, í kjölfar hruns efnahagskerfis þjóðarinnar sem orsakað hafi bersýnilega lækkun á verðmæti eigna sjóðsins. Þá skorti verulega á að sóknaraðili hafi fært fullnægjandi rök fyrir því að hann hafi átt að verða eins settur við slit sjóðsins og ef greitt hefði verið úr sjóðnum miðað við skráð innlausnarverðmæti hlutdeildarskírteina í honum 6. október 2008 þannig að líta megi á mismun þeirrar fjárhæðar og þeirrar fullnaðargreiðslu sem sóknaraðili hafi þegið við slit sjóðsins sem fjártjón. Sóknaraðili hafi kosið að grundvalla kröfugerð sína á hendur varnaraðila á ætluðum brotum varnaraðila gegn eignastýringarsamningi aðila, án þess að sýna með nokkru móti fram á að samhengi sé á milli framkvæmdar eignastýringarinnar annars vegar og lækkunar á innlausnarverðmæti hlutdeildarskírteina sóknaraðila hins vegar. Samkvæmt framansögðu hafi sóknaraðila því hvorki tekist að afmarka nægilega ætlað tjón sitt né að sýna fram á að það megi rekja til einhverrar saknæmrar og ólögmætrar háttsemi varnaraðila. Þar af leiðandi sé óhjákvæmilegt að hafna öllum kröfum sóknaraðila í málinu.

                Jafnframt bendi varnaraðili á að sóknaraðili hafi á þriggja mánaða fresti frá gerð eignastýringarsamningsins verið send yfirlit um þær eignir sem hann hafi falið varnaraðila til fjárvörslu en á þeim yfirlitum hafi m.a. komið fram upplýsingar um eignir sóknaraðila í formi hlutdeildarskírteina í verðbréfa- og fjárfestingasjóðum. Sóknaraðili byggi í málinu á því að fjárfesting varnaraðila í slíkum sjóðum hafi falið í sér brot gegn eignastýringarsamningi aðila. Engu að síður hafi sóknaraðili engum athugasemdum hreyft við þeim fjárfestingum fyrr en í kröfulýsingu við slitameðferð varnaraðila 30. desember 2009. Í ljósi þessa tómlætis sóknaraðila telji varnaraðili útilokað að líta megi á fjárfestingar varnaraðila í verðbréfa- og fjárfestingasjóðum sem brot gegn eignastýringarsamningi aðila.

                Varnaraðili kveðst alfarið hafna því að starfsmenn hans hafi vanrækt skyldur sínar samkvæmt eignastýringarsamningi aðila og lögum og reglum og valdið með því sóknaraðila bótaskyldu fjártjóni, sem sé grundvöllur kröfugerðar sóknaraðila.

                Varnaraðili hafni fullyrðingu sóknaraðila um að dreifing áhættu á fjárfestingum sóknaraðila hafi verið of lítil, sem rangri og ósannaðri. Þá sé jafnframt hafnað fullyrðingu um að um einhæfar fjárfestingar hafi verið að ræða, en fjármunum sóknaraðila hafi verið ráðstafað til fjárfestinga í sex mismunandi verðbréfa- og fjárfestingasjóðum, sem hver um sig hafi haft yfirlýsta fjárfestingastefnu.

                Meðal helstu kosta sjóða um sameiginlegar fjárfestingar, s.s. verðbréfa- og fjárfestingasjóða, sé að sjóðirnir séu taldir stuðla að áhættudreifingu og að þeir séu reknir á grundvelli starfsleyfis stjórnvalda, undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins og samkvæmt yfirlýstri fjárfestingastefnu. Slíkum sjóðum hafi með lögum nr. 30/2003 verið veittur einkaréttur á viðtöku fjár frá einstaklingum og lögaðilum til sameiginlegra fjárfestinga í fjármálagerningum á grundelli áhættudreifingar samkvæmt fjárfestingastefnu. Eigandi hlutdeildarskírteina í slíkum sjóðum eigi rétt til að njóta ávinnings af öllum eignum sjóðanna í réttu hlutfalli við það fjármagn sem hann leggi sjóðnum til sameiginlegra fjárfestinga.

                Áhætta sóknaraðila af fjárfestingum í hlutdeildarskírteinum í sjóðum sem reknir hafi verið af Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf. verði því ekki metin á grundvelli þess að fjármunum sóknaraðila hafi aðeins verið ráðstafað til fjárfestinga í sex slíkum sjóðum, heldur sé nauðsynlegt að líta til fjárfestingastefnu hvers sjóðs fyrir sig og eignasafns hans. Þegar það sé gert sé augljóst að fjárfestingar varnaraðila í umræddum sjóðum hafi verið allt annað en einhæfar og sé öllum fullyrðingum sóknaraðila þess efnis mótmælt sem röngum.

                Þá bendi varnaraðili á að engu máli skipti í framangreindu samhengi að rekstrarfélag sjóðanna hafi verið dótturfélag varnaraðila, enda hafi Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. verið sjálfstætt fjármálafyrirtæki sem hafi annast daglegan rekstur verðbréfa- og fjárfestingasjóða samkvæmt lögum nr. 30/2003 og samþykktum félagsins. Fullyrðingum sóknaraðila þess efnis að varnaraðili hafi farið með fulla stjórn á rekstrarfélaginu sé mótmælt sem röngum og ósönnuðum, sem og því að það geti leitt til skaðabótaskyldu varnaraðila í málinu.

                Með sama hætti hafni varnaraðili alfarið þeirri fullyrðingu sóknaraðila, að hann eða starfsmenn hans hafi með nokkru móti getað séð fyrir hrun íslensks efnahagslífs haustið 2008 þannig að varnaraðila hafi borið sjálfstæð skylda til að innleysa hlutdeildarskírteini sóknaraðila.

                Í fjárfestingastefnu sóknaraðila, sem undirrituð hafi verið með eignastýringarsamningi aðila, komi fram að heimilt sé að fjárfesta fyrir allt að 25% í hlutabréfum eða verðbréfasjóðum/fjárfestingasjóðum sem fjárfesti einkum í hlutabréfum. Að öðru leyti skuli fjárfest í skuldabréfum og víxlum eða verðbréfasjóðum-/fjárfestingasjóðum sem fjárfesti einkum, en ekki einvörðungu, í skuldabréfum. Jafnframt sé heimilt að ráðstafa fjármunum inn á innlánsreikninga. Samkvæmt fjárfestingastefnunni sé með skuldabréfum átt við skuldabréf útgefin af ríkissjóði eða með ábyrgð ríkissjóðs, skuldabréf fyrirtækja sem skráð séu í kauphöll og skuldabréf fjármálafyrirtækja. Með hlutabréfum sé átt við hlutabréf fyrirtækja sem skráð séu í kauphöll og með víxlum sé átt við víxla sem útgefnir séu af slíkum fyrirtækjum eða fjármálafyrirtækjum.

                Varnaraðili telji einsýnt að allar fjárfestingar sem gerðar hafi verið á grundvelli eignastýringarsamnings aðila hafi verið í fullu samræmi við ákvæði samningsins og fjárfestingastefnu sóknaraðila sem höfð skyldi til viðmiðunar.

                Hvað varði fjárfestingasjóðinn Kaupþing ÍS-15 sérstaklega skuli bent á að samkvæmt fjárfestingastefnu sjóðsins hafi honum einkum verið ætlað að fjárfesta í hlutabréfum hlutafélaga sem hafi verið skráð eða líklegt hafi verið að yrðu skráð í Kauphöll Íslands. Einkum skyldu fjárfestingar sjóðsins miðast við hlutabréf útgefin af hlutafélögum með dreifða eignaraðild og tryggan endursölumarkað. Fjárfestingastefna sóknaraðila hafi heimilað varnaraðila m.a. að fjárfesta í fjárfestingasjóðum sem fjárfesti einkum, en ekki einvörðungu, í hlutabréfum. Fullyrðingar sóknaraðila þess efnis að fjárfestingastefna eignastýringasamningsins hafi ekki heimilað fjárfestingar í fjárfestingasjóðnum ÍS-15 eigi því ekki við rök að styðjast.

                Ekki hafi verið sýnt fram á annað en að eignir fjárfestingasjóðsins ÍS-15 hafi samanstaðið af eignum sem varnaraðila hafi samkvæmt eignastýringarsamningi aðila verið heimilt að fjárfesta í beint eða í gegnum verðbréfa- eða fjárfestingasjóði. Fjárfesting varnaraðila í hlutdeildarskírteinum í sjóðnum geti því á engan hátt hafa leitt til fjártjóns fyrir sóknaraðila.

                Samkvæmt greinargerð sóknaraðila grundvalli hann skaðabótakröfu sína jafnframt á þeirri staðhæfingu að varnaraðili hafi „í raun og veru farið með yfirráð Rekstrarfélags Kaupþings banka hf.“ og þannig stjórnað fjárfestingum sjóða félagsins til tjóns fyrir sóknaraðila. Báðum fullyrðingum sé alfarið mótmælt af hálfu varnaraðila sem röngum og ósönnuðum.

                Jafnvel þó sóknaraðila tækist, gegn mótmælum varnaraðila, að sýna fram á að sjálfstæði Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. hafi ekki verið nægilegt gagnvart varnaraðila þá hafi honum í engu tilliti tekist að færa sönnur á að eigna- og stjórnunarleg tengsl varnaraðila við rekstrarfélag sjóðanna hafi valdið sóknaraðila skaðabótaskyldu fjártjóni.

                Hvergi í greinargerð sóknaraðila komi skýrt fram hvort og þá hvernig varnaraðili eigi að hafa stjórnað fjárfestingum fjárfestingasjóðsins ÍS-15 til tjóns fyrir sóknaraðila. Þá komi enn síður fram hvort og þá hvernig stjórn rekstrarfélags sjóðanna hafi gengið erinda varnaraðila og hafi aflað honum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað félagsins, hvað þá hvernig þær ákvarðanir geti orðið grundvöllur að skaðabótakröfu sóknaraðila. Vísi varnaraðili m.a. til fjárfestingastefnu og eignasamsetningar fjárfestingasjóðsins ÍS-15 en hvort tveggja hafi samanstaðið af eignum sem varnaraðila hafi verið heimilt að fjárfesta í samkvæmt fjárfestingastefnu eignastýringarsamnings aðila. Þá bendi varnaraðili jafnframt á að fjárfestingasjóðurinn ÍS-15 hafi eins og aðrir sjóðir sömu tegundar verið starfræktur samkvæmt lögum nr. 30/2003 og lotið innra eftirliti, innri endurskoðun og eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Vegna tilvísunar sóknaraðila til 2. mgr. 134. gr. laga nr. 2/1995 og dóms Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 292/2003 bendi varnaraðili á þá staðreynd að sóknaraðili hafi ekki verið kröfuhafi dótturfélags varnaraðila, Rekstrarfélags Kaupþings banka hf., heldur hafi hann átt rétt til að njóta ávinnings af öllum eignum þeirra sjóða sem félagið hafi rekið í réttu hlutfalli við það fjármagn sem hann hafi lagt þeim til sameiginlegra fjárfestinga, sem hann hafi gert við slit sjóðsins.

                Af greinargerð sóknaraðila í málinu verði ekki ráðið hvort hann vilji grundvalla kröfugerð sína á ætlaðri ólögmætri og saknæmri háttsemi starfsmanna varnaraðila eða Rekstrarfélags Kaupþings banka hf., sem sóknaraðili vilji að ósekju samsama varnaraðila. Raunar verði ekkert ráðið um hvaða háttsemi það sé sem sóknaraðili telji að hafi valdið því tjóni sem hann vilji fá bætt, þ.e. lækkun á innlausnarverðmæti hlutdeildarskírteina í fjárfestingasjóðnum ÍS-15, og skorti því mjög á að sóknaraðili hafi fullnægt þeim lágmarksskilyrðum sem verði að vera fyrir hendi svo skaðabótaábyrgð verði felld á varnaraðila. Varnaraðili telji aftur á móti augljóst að hvorki fjárfestingar varnaraðila á grundvelli eignastýringarsamnings aðila né rekstur Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. á fjárfestingasjóðnum ÍS-15 hafi leitt til lækkunar á innlausnarvirði hlutdeildarskírteina í sjóðnum. Hún hafi einfaldlega verið óumflýjanleg afleiðing efnahagshrunsins haustið 2008 sem líta megi á sem óviðráðanleg ytri atvik, en samkvæmt eignastýringarsamningi aðila hafi varnaraðili verið undanþeginn hvers kyns tjóni vegna slíkra atvika.

                Fullyrðingum sóknaraðila þess efnis að varnaraðili hafi „sem eigandi, móðurfélag og raunverulegur stjórnandi Rekstrarfélags Kaupþings banka hf.“ misnotað stöðu sína með þeim hætti að fjármunir sjóðanna væru notaðir til þess að fjármagna rekstur varnaraðila og tengdra aðila sé mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Eins og áður hafi komið fram telji varnaraðili að rekstur sjóðanna og fjárfestingar þeirra hafi verið í fullu samræmi við yfirlýstar fjárfestingastefnur þeirra og því hafi hvorki varnaraðili né rekstrarfélag sjóðanna sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi sem leitt hafi til þeirrar verðmætarýrnunar á innlausnarverðmæti hlutdeildarskírteina í sjóðunum frá 6. október 2008 til slita þeirra, sem sóknaraðili telji skaðabótaskylt fjártjón.

                Varnaraðili ítreki sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á annað en að allar fjárfestingar fjárfestingasjóðsins ÍS-15 hafi verið í fullu samræmi við yfirlýsta fjárfestingastefnu sjóðsins, sem aftur hafi samrýmst fjárfestingastefnu eignastýringarsamnings aðila. Telji varnaraðili því ekkert benda til þess að áhættudreifing sjóðsins hafi verið óeðlileg og skuldaráhætta meiri en sóknaraðili hafi mátt gera ráð fyrir samkvæmt eignastýringarsamningi aðila. Varnaraðili telji því vandséð hvernig Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. eigi að hafa brotið gegn lögum og fjárfestingastefnu sjóðsins til tjóns fyrir sóknaraðila, hvað þá að það hafi verið gert að undirlagi varnaraðila.

                Varnaraðili mótmæli sérstaklega tilvísun sóknaraðila til skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem sönnunargagns um umdeildar staðhæfingar sóknaraðila í málinu, en Hæstiréttur Íslands hafi í málinu nr. 561/2010 tekið af öll tvímæli um að skýrslan teljist ekki fullnægjandi sönnunargagn í skilningi laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

                Varnaraðili hafni því alfarið að brotið hafi vegið gegn jafnræði hlutdeildarskírteinishafa fjárfestingasjóðsins ÍS-15 áður en lokað hafi verið fyrir innlausn 6. október 2008 og bendi jafnframt á að jafnvel þó sýnt yrði fram á slíka mismunun þá hafi ekki verið á forræði varnaraðila að koma í veg fyrir hana. Varnaraðili bendi á að það hafi verið á forræði Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. að taka ákvörðun um að loka fyrir innlausnir eða fresta þeim samkvæmt reglum sjóðsins, sbr. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 30/2003, en ekki varnaraðila. Sjóðurinn hafi verið opinn fyrir innlausnir allra hlutdeildarskírteinishafa allt þar til lokað hafi verið fyrir þær 6. október 2008. Þá hafi varnaraðili ekki talið neina ástæðu til að innleysa hlutdeildarskírteini sóknaraðila í sjóðnum við fyrra tímamark enda hafi viðskipti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti í kauphöll og eignasamsetning sjóðsins þannig háttað að ekki hafi verið nein knýjandi ástæða til breytinga á fjárfestingum sóknaraðila, s.s. vegna fjárfestingastefnu eignastýringarsamningsins.

                Sá annmarki sé á málatilbúnaði sóknaraðila í greinargerð hans til dómsins að rökrétt samhengi skorti á milli einstakra málsástæðna og kröfugerðar hans. Eigi þetta ekki síst við um þá málsástæðu er lúti að ætlaðri mismunun við frestun innlausna, enda megi vera ljóst að hugsanleg mismunun hlutdeildarskírteinishafa í aðdraganda þess að lokað hafi verið fyrir innlausnir í sjóðnum leiði ekki til þess að sóknaraðili eigi tilkall til að fá greidda sömu fjárhæð og þeir sem innleyst hafi hlutdeildarskírteini sín, heldur ætti sóknaraðili undir slíkum kringumstæðum rétt á því að fá greidda aðra lægri fjárhæð fyrir hlutdeildarskírteini sín í samræmi við það sem allir hlutdeildarskírteinishafar hefðu fengið að gættu því jafnræði sem sóknaraðili telji að ekki hafi verið gætt.

                Sóknaraðili virðist í greinargerð sinni grundvalla skaðabótakröfu sína á hendur varnaraðila jöfnun höndum á reglum kröfuréttarins um skaðabætur innan samninga, vegna ætlaðra brota varnaraðila gegn ákvæðum eignastýringarsamnings aðila, og reglna skaðabótaréttarins um skaðabætur utan samninga, vegna ætlaðrar saknæmrar og ólögmætrar háttsemi Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. við stjórn og rekstur fjárfestingasjóðsins ÍS-15 sem sóknaraðili telji varnaraðila eiga að bera ábyrgð á.

                Eins og málinu sé háttað yrði grundvöllur hugsanlegrar skaðabótaábyrgðar varnaraðila í málinu í báðum tilvikum hinn sami, þ.e. fyrir hendi þurfi að vera saknæm háttsemi hjá þeim sem tjóni valdi auk þess sem orsakatengsl verði að vera til staðar á milli þeirrar háttsemi og þess tjóns sem bóta sé krafist fyrir.

                Til að skaðabótakrafa sóknaraðila geti náð fram að ganga verði hann því að sýna fram á tilvist og umfang þess fjártjóns sem hann vilji fá bætt og orsakatengsl milli þess og saknæmrar og ólögmætrar háttsemi varnaraðila eða einhvers sem hann beri ábyrgð á. Varnaraðili telji augljóst að sóknaraðila hafi í engu tekist að sýna fram á að framangreindum skilyrðum skaðabótaábyrgðar sé fullnægt.

                Þannig hafi sóknaraðila ekki tekist að sýna fram á að varnaraðili hafi brotið gegn ákvæðum eignastýringarsamnings aðila þegar fjárfestingastefna hans sé borin saman við fjárfestingastefnu og eignasafn þeirra sjóða sem um ræði. Sóknaraðila hafi heldur ekki tekist að sýna fram á ætlaða misnotkun varnaraðila á sjóðunum í eigin þágu eða mismunun við frestun innlausna hlutdeildarskírteina. Enn síður hafi sóknaraðila tekist að sýna fram á að nokkuð samhengi sé á milli framangreinds og þeirrar lækkunar sem orðið hafi á innlausnarverðmæti hlutdeildarskírteina sóknaraðila frá 6. október 2008 fram til 30. desember 2009 og þar til sjóðnum hafi verið slitið, en það sé tjónið sem sóknaraðili hafi krafist að fá bætt úr hendi varnaraðila. Þá skorti jafnframt á að sóknaraðili geri fullnægjandi grein fyrir að hve miklu leyti hann hafi fengið eða eigi von á að fá greitt úr sjóðnum vegna hlutdeildarskírteina sinna.

                Með vísan til alls framangreinds telji varnaraðili einsýnt að hafna verði öllum kröfum sóknaraðila í málinu telji dómurinn sér á annað borð fært að taka afstöðu til kröfugerðar sóknaraðila eins og hún sé sett fram.

                Kröfu sóknaraðila um dráttarvexti af kröfufjárhæðinni sé sérstaklega mótmælt, enda eigi hún sér enga stoð í tilvitnuðu ákvæði laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þá stangist upphafsdagur dráttarvaxta í kröfugerð sóknaraðila á við málatilbúnað sóknaraðila að öðru leyti, en sóknaraðili grundvalli kröfugerð sína á þeim mismun sem verið hafi á innlausnarverðmæti hlutdeildarskírteina hans í sjóðnum 6. október 2008 og þeirrar greiðslu sem hann síðar hafi þegið vegna þeirra.

                Um lagarök vísi varnaraðili til almennra meginreglna kröfuréttarins um skilyrði skaðabóta innan samninga og almennra meginreglna skaðabótaréttarins, einkum um skilyrði skaðabótaábyrgðar, sakarregluna, orsakatengsl og eigin sök. Þá vísi varnaraðili jafnframt til meginreglna samninga- og kröfuréttar um skuldbindingargildi samninga og efndir loforða og til laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu að því er varði dráttarvexti og upphafsdag þeirra. Krafa um málskostnað grundvallist á 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.           

IV

                Eins og rakið er ítarlega hér fyrr tók varnaraðili, sem þá var starfandi fjármálafyrirtæki, að sér, samkvæmt samningi, að annast fjárfestingar fyrir hönd sóknaraðila fyrir fjármuni sem sóknaraðili lagði til. Þá liggur fyrir að á grundvelli umrædds samnings fjárfesti varnaraðili fyrir hönd sóknaraðila í sex fjárfestinga- og verðbréfasjóðum, sem reknir voru af dótturfélagi varnaraðila sem þá hét Rekstarfélag Kaupþings banka hf., en heitir nú Stefnir hf. og er ekki lengur í eigu varnaraðila. Er mál þetta eitt sex mála sem rekin hafa verið samhliða þar sem sóknaraðili krefur varnaraðila um bætur vegna verðlækkunar hlutdeildarskírteina í þessum sjóðum. Fyrrnefnt rekstrarfélag starfaði á grundvelli laga nr. 30/2003 og var sjálfstætt fjármálafyrirtæki. Sóknaraðili byggir á því að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna fjárfestinga varnaraðili fyrir hans hönd í umræddum sex sjóðum. Lýsti hann fjárkröfu vegna þessa við slitameðferð varnaraðila, sem hann hefur ítrekað í greinargerð sinni til dómsins í máli þessu, að fjárhæð sem nemur mismun á innlausnarvirði hlutdeildarskírteina þeirra sem  hann átti í umræddum sjóðum er lokað var fyrir innlausn þeirra í byrjun október 2008 og þeirrar fjárhæðar sem hann hafi fengið greidda úr viðkomandi sjóðum. Allir höfðu þessir sjóðir fjárfestingastefnu sem kvað á um að fjárfest skyldi í nánar greindum fjármálagerningum. Í samningi aðila um eignastýringu kom m.a. fram að sóknaraðili gerði sér grein fyrir því að þeir fjármálagerningar sem keyptir yrðu fyrir hans hönd væru áhættusamir og að tap gæti orðið á fjárfestingunni. Verður því að telja liggja fyrir að sóknaraðili gat ekki gengið út frá því sem vísu að fjárfesting hans lækkaði ekki í verði. Er þegar af framangreindum ástæðum ekki unnt að fallast á með sóknaraðila að sú lækkun sem varð á verðmæti hlutdeildarskírteina hans eftir 6. október 2008 geti talist tjón hans í skilningi lagareglna um skaðabætur. Fær þessi skilningur m.a. stoð í forsendum dóma Hæstaréttar 25. nóvember 2010 í málum nr. 726-749/2009 og í dómi réttarins 18. febrúar 2011 í máli nr. 22/2011.

                Sóknaraðili freistaði þess að færa sönnur á tjón sitt með dómkvaðningu matsmanns og er niðurstaða matsgerðar rakin hér fyrr að því er hún snertir sakarefni máls þessa. Er það niðurstaða matsmanns að hann telur að í nánar greindum tilvikum hafi sumir hinna umræddu sjóða átt of hátt hlutfall eigna sinna í fjármálagerningum útgefnum af einum aðila, varnaraðila, og aðilum sem matsmaður telur tengda honum. Þá telur matsmaður að gerð nánar tilgreinds afleiðusamnings sem gerður var í einum umræddra sjóða felið í sér frávik frá bestu framkvæmd. Það telur matsmaður einnig að eignarhald umfram lagaheimildir í einum útgefanda feli í sér frávík frá bestu framkvæmd. Kemur þá fram í matsgerð að framangreint hafi „jafnvel leitt af sér tjón, en að hve miklu leyti það [sé] vegna eignastýringar matsþola annars vegar og hruns bankakerfisins hins vegar [sé] nánast útilokað að […] leggja tölulegt mat á.“

                Sóknaraðili ber sönnunarbyrði fyrir því að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna saknæmrar háttsemi sem varnaraðili ber ábyrgð á að lögum. Hér að framan er um það fjallað að það getur ekki, eins og hér stendur á, talist tjón í skaðabótaréttarlegum skilningi að hlutdeildarskírteini sóknaraðila lækkuðu í verði. Með vísan til niðurstöðu matsgerðarinnar, sem ítarlegar er rakin hér fyrr, er það mat dómsins að sóknaraðila hafi ekki tekist í málinu sönnun þess að hann hafi orðið fyrir tjóni sem rakið verði til þeirrar háttsemi sem sóknaraðili telur saknæmra og nánar er rakin í málatilbúnaði hans.

                Þegar af þeim ástæðum sem að framan eru raktar verður kröfum sóknaraðila hafnað.         

                Með hliðsjón af framangreindum málsúrslitum verður sóknaraðila gert að greiða varnaraðila málskostnað sem þykir hæfilega ákveðin sú fjárhæð sem nánar greinir í úrskurðarorði. Við þá ákvörðun hefur verið tekið tillit til þess að mál þetta er eitt af sex samkynja málum sem rekin hafa verið samhliða fyrir dómnum.

                Af hálfu sóknaraðila fluttu málið Teitur Már Sveinsson hdl. en af hálfu varnaraðila Guðmundur Siemsen hdl.

                Halldór Björnsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

                Framangreindri kröfu sóknaraðila, Félagsstofnunar Stúdenta, sem lýst var við slitameðferð varnaraðila Kaupþings ehf. er hafnað.

                Sóknaraðili greiði varnaraðila 250.000 krónur í málskostnað.