Hæstiréttur íslands

Mál nr. 146/2010


Lykilorð

  • Vátryggingarsamningur
  • Slysatrygging
  • Líkamstjón
  • Kröfugerð
  • Vanreifun
  • Frávísun frá héraðsdómi


Fimmtudaginn 2. desember 2010.

Nr. 146/2010.

Kristján Freyr Karlsson

(Einar Gautur Steingrímsson hrl.)

gegn

Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

(Kristín Edwald hrl.)

Vátryggingarsamningur. Slysatrygging. Líkamstjón. Kröfugerð. Vanreifun. Frávísun máls frá héraðsdómi.

K sótti um slysatryggingu hjá S sem samþykkti umsókn hans 19. mars 2002, en tveimur mánuðum síðar varð hann fyrir umferðarslysi. Fram til 31. janúar 2003 fékk K greidda dagpeninga að fjárhæð 1.648.050 krónur samkvæmt slysatryggingunni, en þá neitaði S frekari greiðslu af þeirri ástæðu að komið hafi í ljós að K hafi enn verið óvinnufær vegna fyrra umferðarslyss 2. október 2001 þegar hann sótti um slysatryggingu í mars 2002 og hafi hann gefið rangar upplýsingar um það í umsókn sinni um hana. S áskildi sér rétt til að endurkrefja K um fjárhæðina sem K hafði fengið í dagpeninga. Í október 2006 fékk K greiddar út bætur vegna slyssins 19. maí 2002 úr slysatryggingu ökumanns, sem hann hafði einnig hjá S. Í málinu krafðist K greiðslu bóta úr slysatryggingunni frá 19. mars 2002 og var aðalkrafa hans um greiðslu vikulegra dagpeninga úr slysatryggingunni fyrir tímabilið frá júní 2002 til desember 2004, auk bóta fyrir 25% varanlega læknisfræðilega örorku. Með varakröfu sinni leitaði hann greiðslu á 1.648.050 krónum sem S hafði tekið til sín með skuldajöfnuði við uppgjör bóta úr slysatryggingu ökumanns árið 2006, en um var að ræða þá fjárhæð sem S taldi sig hafa ofgreitt K vegna áðurgreindra dagpeninga. Í dómi Hæstaréttar var því hafnað að skilyrðum væri fullnægt til að S gæti neitað um greiðslu úr slysatryggingunni á þeim grunni að K hafi veitt rangar upplýsingar í umsókn um hana. Hins vegar var talið að slíkir annmarkar væru á kröfugerð og málatilbúnaði K að öðru leyti að óhjákvæmilegt væri að vísa málinu af sjálfsdáðum frá héraðsdómi.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 10. mars 2010. Hann krefst þess aðallega að stefnda verði gert að greiða sér 9.516.410 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 16. júní 2002 til 20. desember 2004, en af framangreindri fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst áfrýjandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 1.648.050 krónur með sömu vöxtum frá 27. október 2006 til greiðsludags. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem hann naut fyrir héraðsdómi.

Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en til vara að krafa áfrýjanda verði lækkuð og málskostnaður felldur niður.

I

Samkvæmt gögnum málsins varð áfrýjandi fyrir slysi þegar vörubifreið, sem hann ók vegna starfa sinna 2. október 2001, fór út af þjóðvegi. Við þetta mun hann meðal annars hafa hlotið liðhlaup í öxl og viðbeinslið og af þeim sökum verið óvinnufær og gengist undir sjúkraþjálfun. Hann leitaði 13. mars 2002 til stefnda og sótti um slysatryggingu, en í því skyni fyllti hann út staðlað eyðublað. Þar lýsti hann því að hann hefði að aðalstarfi akstur vörubifreiða, flutningabifreiða og langferðabifreiða, svo og að hann óskaði eftir að vátryggingarfjárhæð vegna dauða eða örorku yrði 10.000.000 krónur, en dagpeningar 50.000 krónur á viku til allt að þriggja ára að undangengnum fjögurra vikna biðtíma. Meðal þess, sem leitað var upplýsinga um á eyðublaðinu, var hvort umsækjandi hafi orðið fyrir slysi eða sjúkdómi og var fært í viðeigandi reit að áfrýjandi „fór úr viðbeinslið“ í bifreiðaslysi 2. október 2001, en því var svarað neitandi að „einhverjar varanlegar afleiðingar“ hafi hlotist af slysinu. Þar var jafnframt sett fram spurning um hvort umsækjandi væri „fullkomlega heilsuhraust(ur) og fyllilega vinnufær“ og svaraði áfrýjandi því játandi. Stefndi samþykkti þessa umsókn 19. mars 2002 meðal annars með þeirri athugasemd um sérstaka skilmála að afleiðingar umferðarslyss 2. október 2001 væru „undanþegnar áhættu félagsins.“

Fyrir liggur í málinu að áfrýjandi var ekki við vinnu á þeim tíma, sem hann tók þessa vátryggingu, og hafði hann sótt um endurhæfingarlífeyri úr almannatryggingum á grundvelli læknisvottorðs 12. febrúar 2002, þar sem sagði meðal annars eftirfarandi: „Lenti í bílslysi 5/10 og meiddist á öxl og ekki getað unnið síðan. Hefur jafnað sig mikið en er ennþá með smástall y. Acromiculoclav. liðnum og getur allar hreyfingar nema int. rot. um öxl takmörkuð og finnur til við álag post í öxl. Hann treystir sér ekki til að vinna og hefur verið í sjúkraþjálfun 3x í viku í 4 vikur núna og fengið styrkjandi æfingar og stabilitetsþjálfun f. öxl en finnst hann ekki geta treyst öxl og finnur ennþá til við ákv. hreyfingar ... Enn með verki og minni kraft í hæ. öxl og getur ekki treyst henni og getur þ.a.l. ekki horfið til fyrri starfa sem bílstjóri á vörubíl.“ Með bréfi Tryggingastofnunar ríkisins 3. apríl 2002 var áfrýjanda tilkynnt að honum væri veittur endurhæfingarlífeyrir frá 1. febrúar til 31. júlí sama ár.

Áfrýjandi varð aftur fyrir umferðarslysi 19. maí 2002 þegar hann ók bifhjóli aftan á kyrrstæða bifreið. Við þetta mun hann hafa hlotið slæm brot á úlnlið og sköflungi og legið um tíma á sjúkrahúsi af þeim sökum. Hann tilkynnti stefnda um þetta slys 30. júlí 2002 og leitaði greiðslu úr fyrrgreindri slysatryggingu. Að undangenginni gagnaöflun mun stefndi hafa orðið við þessari beiðni og hafið 27. september 2002 greiðslu dagpeninga frá 19. maí sama ár að telja. Fyrir liggur að áfrýjandi hafi fram til 31. janúar 2003 fengið dagpeninga frá stefnda að fjárhæð samtals 1.648.050 krónur. Á því tímabili barst stefnda læknisvottorð 13. desember 2002, þar sem þess var meðal annars getið að áfrýjandi hafi lent í bílslysi 2. október 2001, hlotið fyrrgreind meiðsl og „ekki getað unnið síðan vegna verkja í hægri öxl og skertar hreyfingar“, en af þessum sökum hafi hann þegið endurhæfingarlífeyri úr almannatryggingum í sex mánuði og verið í reglubundinni þjálfun þar til hann hafi aftur orðið fyrir umferðarslysi 19. maí 2002. Vegna þessa vottorðs beindi stefndi málinu til ráðgefandi læknis síns, sem mun hafa átt viðtal við áfrýjanda 5. febrúar 2003. Í vottorði læknisins sama dag var meðal annars greint frá slysi áfrýjanda 2. október 2001 og sagt að hann hafi verið í sjúkraþjálfun eftir það, en hann hafi ekki verið „búinn að jafna sig að fullu og talinn óvinnufær þegar hann lendir í slysinu“ 19. maí 2002. Í bréfi 27. febrúar 2003 var áfrýjanda tilkynnt með vísan til þessara tveggja læknisvottorða að stefndi teldi hann hafa veitt rangar upplýsingar í umsókn sinni um slysatryggingu 13. mars 2002 þegar hann lýsti því að hann væri fullkomlega heilsuhraustur og fyllilega vinnufær, en hefði stefnda verið kunnugt um það, sem fram kæmi í vottorðunum, hefði hann „aldrei samþykkt tryggingabeiðnina og tryggingin því ekki verið gefin út.“ Af þessum sökum lýsti stefndi því yfir að hann myndi ekki greiða áfrýjanda frekari bætur úr vátryggingunni og áskildi sér jafnframt rétt til að endurkrefja hann um fjárhæðina, sem þegar hafi verið greidd. Áfrýjandi mun hafa skotið þessari ákvörðun til tjónanefndar vátryggingafélaganna, sem lýsti sig sammála henni í áliti 26. mars 2003, og síðan til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, sem lauk málinu 4. júlí sama ár með þeirri niðurstöðu að bótaábyrgð væri ekki fyrir hendi samkvæmt vátryggingunni.

Af gögnum málsins verður ráðið að áfrýjandi hafi auk framangreindrar vátryggingar haft hjá stefnda slysatryggingu ökumanns vegna bifhjólsins, sem hann ók þegar hann varð fyrir slysinu 19. maí 2002. Vegna ágreinings, sem virðist hafa risið um líkamstjón áfrýjanda í tengslum við kröfu hans um bætur úr þeirri slysatryggingu, leituðu aðilarnir 28. júlí 2004 eftir áliti örorkunefndar. Samhliða því var borinn undir nefndina ágreiningur áfrýjanda við annað vátryggingafélag um mat á líkamstjóni hans vegna umferðarslyssins 2. október 2001. Í álitsgerð 25. janúar 2005 tók nefndin afstöðu til afleiðinga beggja slysanna og var þar komist að þeirri niðurstöðu að heilsufar áfrýjanda hafi 1. mars 2002 orðið stöðugt eftir fyrra slysið, sem hafi valdið 5% varanlegri örorku og varanlegum miska sem svaraði 7 stigum, en heilsufar hans eftir síðara slysið hafi orðið stöðugt 1. janúar 2003 og væru varanlegar afleiðingar þess 15% örorka og 18 miskastig. Áfrýjandi vildi ekki una þessari niðurstöðu og fékk 1. júlí 2005 dómkvadda menn, sem létu frá sér fara ódagsetta matsgerð, en henni virðist hafa verið lokið 27. febrúar 2006. Að því er fyrra slysið varðar töldu matsmenn að heilsufar áfrýjanda hafi orðið stöðugt 1. maí 2002 og hann hlotið af því 5% varanlega örorku og varanlegan miska sem svaraði 10 stigum, en eftir síðara slysið hafi heilsufar hans náð stöðugleika 1. janúar 2003 og varanlegar afleiðingar orðið 20% örorka og 25 miskastig. Á grundvelli þessarar matsgerðar gerði áfrýjandi kröfu á hendur stefnda 10. október 2006 um bætur úr slysatryggingu ökumanns og mun hafa tekist samkomulag um þær 27. sama mánaðar á þann hátt að áfrýjandi fengi greiddar samtals 8.928.292 krónur auk útlagðs kostnaðar af gagnaöflun. Við útborgun þessara bóta lýsti stefndi yfir skuldajöfnuði við áfrýjanda vegna dagpeninga að fjárhæð 1.648.050 krónur, sem hann fékk samkvæmt áðursögðu úr slysatryggingu vegna tímabilsins frá 19. maí 2002 til 31. janúar 2003 og stefndi taldi sig hafa ofgreitt, og kom sú fjárhæð gegn mótmælum áfrýjanda þar til frádráttar. Af gögnum málsins verður ekki séð að áfrýjandi hafi eftir þetta borið því við að hann ætti kröfu um bætur úr slysatryggingunni frá 19. mars 2002 vegna afleiðinga slyssins 19. maí sama ár fyrr en í aðdraganda þess að mál þetta var höfðað 30. desember 2008 til heimtu bóta af þeim sökum.

II

Eins og nánar greinir í héraðsdómi reisir stefndi kröfu sína um sýknu af aðalkröfu áfrýjanda á 1. mgr. 6. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga, sem giltu þegar áfrýjandi varð fyrir áðurgreindu slysi 19. maí 2002. Samkvæmt því ákvæði gat vátryggingafélag orðið laust mála samkvæmt vátryggingarsamningi að fullnægðum þeim skilyrðum annars vegar að vátryggingartaki hafi gefið rangar upplýsingar við gerð samningsins og hins vegar að ætla mætti að félagið hefði ekki tekið á sig vátrygginguna ef það hefði haft rétta vitneskju um málavexti.

Að því er varðar fyrra skilyrði þessa ákvæðis liggur fyrir samkvæmt áðurnefndu læknisvottorði 12. febrúar 2002 að áfrýjandi hafði á þeim tíma ekki getað unnið frá því að hann varð fyrir slysi 2. október 2001. Þetta var sem fyrr greinir áréttað í öðru læknisvottorði 13. desember 2002, auk þess sem þar kom efnislega fram að áfrýjandi hafi enn verið óvinnufær á þeim tíma, sem hann varð fyrir slysi öðru sinni 19. maí sama ár. Áfrýjandi mun á grundvelli fyrra læknisvottorðsins hafa fengið endurhæfingarlífeyri úr almannatryggingum á tímabilinu frá 1. febrúar til 31. júlí 2002. Að þessu virtu orkar ekki tvímælis að í skilningi 1. mgr. 6. gr. laga nr. 20/1954 voru gefnar rangar upplýsingar í umsókn áfrýjanda til stefnda 13. mars 2002 um slysatrygginguna, sem málið varðar, þegar þar var svarað játandi spurningu um hvort áfrýjandi væri fullkomlega heilsuhraustur og fyllilega vinnufær.

Um síðara skilyrðið samkvæmt fyrrnefndu lagaákvæði er þess að gæta að í umsókn áfrýjanda var getið um að hann hafi lent í umferðarslysi 2. október 2001 og hlotið tiltekin meiðsl. Þegar tekið er tillit til þess að stefndi samþykkti umsóknina með áskilnaði um að afleiðingar þessa slyss væru undanþegnar áhættu hans verður ekki séð hverju það hefði breytt fyrir hann ef upplýsingar í umsókninni um heilsufar áfrýjanda og vinnufærni hefðu verið réttar, enda hefur því ekki verið borið við í málinu að slysið 19. maí 2002 verði í einhverju rakið til heilsubrests hans af völdum fyrra slyssins. Í umsóknareyðublaðinu, sem áfrýjandi fyllti út, var ekki leitað upplýsinga um hvort umsækjandi gegndi launuðu starfi og verður því ekki séð hvernig máli geti skipt, sem stefndi heldur fram, að hjá sér hafi á þessum tíma gilt óskráð vinnuregla um að selja ekki manni, sem ekki væri útivinnandi, slysatryggingu með skilmálum um dagpeninga vegna tímabundinnar óvinnufærni. Um það skilyrði 1. mgr. 6. gr. laga nr. 20/1954, sem hér um ræðir, verður þó fremur öðru að líta til þess að þótt stefndi hafi 27. febrúar 2003 neitað um frekari greiðslu dagpeninga samkvæmt slysatryggingunni krafði hann áfrýjanda 7. maí sama ár um greiðslu iðgjalda vegna hennar fyrir tímabilið frá 1. mars 2003 til 1. mars 2004 og greiddi áfrýjandi þau 13. maí 2003. Að þessu var vikið í athugasemdum, sem stefndi sendi 27. júní 2003 til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í tilefni af áðurnefndu málskoti áfrýjanda, með eftirfarandi orðum: „Þess skal loks getið að fyrir misskilning var almenn slysatrygging Kristjáns Freys endurnýjuð hinn 1. mars s.l. þar sem láðst hafði að segja vátryggingunni upp eftir að félaginu bárust þær upplýsingar sem hér að framan greinir. Um er að ræða sjálfvirka keyrslu við endurnýjun vátrygginga, en þær eru sjálfkrafa endurnýjaðar ef ekki eru gerðar ráðstafanir til þess að segja þeim upp.“ Þrátt fyrir að stefnda hafi með þessu gefist tilefni til síðbúinna viðbragða sumarið 2003 fór það svo að í þinghaldi í máli þessu 4. maí 2009 var upplýst af hans hálfu að slysatryggingin væri þá enn í gildi með óbreyttum skilmálum, en einnig liggur fyrir í gögnum málsins að á árunum 2007 og 2008 hafi áfrýjanda tvívegis verið greiddar bætur úr þessari vátryggingu, svo og að iðgjöld hafi verið greidd árlega af henni. Ekki verður litið á þetta á annan veg en þann að stefndi hafi í verki ítrekað látið í ljós eftir að uppvíst varð um rangar upplýsingar í umsókn áfrýjanda um slysatrygginguna að stefndi væri allt að einu reiðubúinn til að taka í sig vátrygginguna í skilningi 1. mgr. 6. gr. laga nr. 20/1954 og getur í þeim efnum engu breytt að hann hafi á þessu tímabili öllu látið uppi aðra afstöðu í eitt skipti, en það gerðist þegar hann neytti þessarar mótbáru til að víkjast undan frekari bótagreiðslum til áfrýjanda. Er því ekki fullnægt skilyrðum þessa lagaákvæðis til að telja stefnda hafa losnað undan skuldbindingum sínum samkvæmt samningi við áfrýjanda 19. mars 2002 um slysatrygginguna.

Eins og sundurliðað er í hinum áfrýjaða dómi finnur áfrýjandi fjárhæð aðalkröfu sinnar á þann hátt að reiknað er með umsömdum vikulegum dagpeningum úr slysatryggingunni fyrir tímabilið frá 16. júní 2002 til 19. desember 2004, sem hann telur að nemi samtals 6.824.015 krónum að meðtöldum verðbótum samkvæmt vátryggingarskilmálum. Að auki krefst hann þar bóta fyrir 25% varanlega læknisfræðilega örorku, sem svari til varanlegs miska samkvæmt reglum skaðabótalaga nr. 50/1993, en með sams konar verðbótum séu þær bætur að fjárhæð 2.692.395 krónur. Með varakröfu leitar áfrýjandi á hinn bóginn greiðslu á 1.648.050 krónum, sem stefndi tók til sín með skuldajöfnuði vegna ofgreiddra dagpeninga við uppgjör bóta 27. október 2006 úr slysatryggingu ökumanns. Um þann hluta aðalkröfu áfrýjanda, sem snýr að greiðslu dagpeninga úr slysatryggingunni sem mál þetta varðar, verður að líta til þess að þeirra er krafist sem næst til ársloka 2004 með þeirri skýringu einni í héraðsdómsstefnu að „af framlögðum læknisfræðilegum gögnum í málinu má ráða að starfsorkuskerðing hefur a.m.k. verið til 20.12.2004“. Ekki er að sjá hver þessi læknisfræðilegu gögn eru, en sem fyrr greinir komust bæði örorkunefnd og dómkvaddir matsmenn að þeirri niðurstöðu að 1. janúar 2003 hafi heilsufar áfrýjanda orðið stöðugt með tilliti til afleiðinga slyssins 19. maí 2002, sbr. 1. mgr. 2. gr. skaðabótalaga. Í sundurliðun kröfu áfrýjanda um dagpeninga er meðal annars ráðgert að fram til mánaðamóta janúar og febrúar 2003 hefði honum borið að fá samtals 1.665.844 krónur úr hendi stefnda. Allt að einu er óumdeilt í málinu að stefndi hafi fram að þessu tímamarki greitt áfrýjanda í raun 1.648.050 krónur í dagpeninga, sem stefndi tók síðan aftur með skuldajöfnuði, en á þessu misræmi í útreikningnum verða engar skýringar fundnar í málatilbúnaði áfrýjanda. Enn er þess að gæta að áfrýjandi hefur ekki skýrt á hvaða grunni hann telji sig eiga rétt á dráttarvöxtum af vikulegri fjárhæð dagpeninga eftir því, sem þeir féllu í gjalddaga á tímabilinu frá 16. júní 2002 til 19. desember 2004, þrátt fyrir að stefndi hafi staðið honum skil á dagpeningum til loka janúar 2003, en þegar stefndi beitti skuldajöfnuði til endurgreiðslu þessara dagpeninga 27. október 2006 voru ekki reiknaðir vextir af þeim úr hendi áfrýjanda. Í héraðsdómsstefnu var nánast engin grein gerð fyrir kröfu hans um bætur úr slysatryggingunni vegna varanlegrar örorku, en þar kom þó fram í umfjöllun um „bætur vegna tímabundinna þátta“ án frekari skýringa að áfrýjandi teldi vegna tilvísunar í vátryggingarskilmálum til miskatafla örorkunefndar að niðurstaða dómkvaddra matsmanna um 25 stiga varanlegan miska hans af völdum slyssins væri „fyllilega nothæf“ til að ákveða bætur fyrir varanlega örorku. Í sundurliðun aðalkröfu í stefnunni var síðan þrátt fyrir þetta gerð krafa um 10.769.579 krónur í bætur að því er ætla verður vegna þessa þáttar, en sú fjárhæð hefði því aðeins getað átt við að varanleg örorka áfrýjanda hefði verið metin 100%. Samkvæmt endurriti úr þingbók héraðsdóms var þetta fyrst leiðrétt í síðari ræðu lögmanns áfrýjanda við aðalmeðferð málsins í tilefni af athugasemdum stefnda við kröfugerð hans. Þegar þetta allt er virt eru slíkir annmarkar á málatilbúnaði áfrýjanda að óhjákvæmilegt er að vísa málinu af sjálfsdáðum í heild frá héraðsdómi, en ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað skulu þó standa óröskuð.

Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti.

Dómsorð:

Máli þessu er vísað frá héraðsdómi.

Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað áfrýjanda, Kristjáns Freys Karlssonar, skulu vera óröskuð.

Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur fimmtudaginn 10. desember 2009 í máli nr. E-

I

Mál þetta, sem dómtekið var 25. nóvember 2009, var höfðað 30. desember 2008.  Stefnandi er Kristján Freyr Karlsson, Skálagerði 9, Reykjavík, en stefndi er Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Kringlunni 5, Reykjavík.

Dómkröfur stefnanda eru aðallega að stefnda verði gert að greiða honum 9.516.410 krónur auk vanskilavaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 50.204 krónum frá 16.6.2002 til 23.6.2002, af 100.407 krónum frá þeim degi til 30.6.2002, af  150.611 krónum frá þeim degi til 7.7.2002, af 201.041 krónu frá þeim degi til 14.7.2002, af 251.471 krónu frá þeim degi til 21.7.2002, af 301.901 krónu frá þeim degi til 28.7.2002, af 352.331 krónu frá þeim degi til 4.8.2002, af 402.807 krónum frá þeim degi til 11.8.2002, af 453.282 krónum frá þeim degi til 18.8.2002, af 503.757 krónum frá þeim degi til 25.8.2002, af 554.233 krónum frá þeim degi til 1.9.2002, af 604.436 krónum frá þeim degi til 8.9.2002, af 654.640 krónum frá þeim degi til 15.9.2002, af 704.844 krónum frá þeim degi til 22.9.2002, af 755.048 krónum frá þeim degi til 29.9.2002, af 805.251 krónu frá þeim degi til 6.10.2002, af 855.704 krónum frá þeim degi til 13.10.2002, af 906.157 krónum frá þeim degi til 20.10.2002, af 956.609 krónum frá þeim degi til 27.10.2002, af 1.007.062 krónum frá þeim degi til 3.11.2002, af 1.057.786 krónum frá þeim degi til 10.11.2002, af 1.108.511 krónum frá þeim degi til 17.11.2002, af 1.159.235 krónum frá þeim degi til 24.11.2002, af 1.209.959 krónum frá þeim degi til 1.12.2002, af 1.260.593 krónum frá þeim degi til 8.12.2002, af 1.311.227 krónum frá þeim degi til 15.12.2002, af 1.361.861 krónu frá þeim degi til 22.12.2002, af 1.412.494 krónum frá þeim degi til 29.12.2002, af 1.463.128 krónum frá þeim degi til 5.1.2003, af 1.513.807 krónum frá þeim degi til 12.1.2003, af 1.564.486 krónum frá þeim degi til 19.1.2003, af 1.615.165 krónum frá þeim degi til 26.1.2003, af 1.665.844 krónum frá þeim degi til 2.2.2003, af 1.716.704 krónum frá þeim degi til 9.2.2003, af 1.767.565 krónum frá þeim degi til 16.2.2003, af 1.818.425 krónum frá þeim degi til 23.2.2003, af 1.869.285 krónum frá þeim degi til 2.3.2003, af 1.920.054 krónum frá þeim degi til 9.3.2003, af 1.970.824 krónum frá þeim degi til 16.3.2003, af 2.021.593 krónum frá þeim degi til 23.3.2003, af  2.072.363 krónum frá þeim degi til 30.3.2003, af 2.123.133 krónum frá þeim degi til 6.4.2003, af 2.174.445 krónum frá þeim degi til 13.4.2003, af 2.225.758 krónum frá þeim degi til 20.4.2003, af 2.277.071 krónu frá þeim degi til 27.4.2003, af 2.328.384 krónum frá þeim degi til 4.5.2003, af 2.379.765 krónum frá þeim degi til 11.5.2003, af 2.431.145 krónum frá þeim degi til 18.5.2003, af 2.482.526 krónum frá þeim degi til 25.5.2003, af 2.533.907 krónum frá þeim degi til 1.6.2003, af 2.585.197 krónum frá þeim degi til 8.6.2003, af 2.636.487 krónum frá þeim degi til 15.6.2003, af 2.687.777 krónum frá þeim degi til 22.6.2003, af 2.739.067 krónum frá þeim degi til 29.6.2003, af 2.790.358 krónum frá þeim degi til 6.7.2003, af 2.841.693 krónum frá þeim degi til 13.7.2003, af 2.893.029 krónum frá þeim degi til 20.7.2003, af 2.944.364 krónum frá þeim degi til 27.7.2003, af 2.995.699 krónum frá þeim degi til 3.8.2003, af 3.046.967 krónum frá þeim degi til 10.8.2003, af 3.098.234 krónum frá þeim degi til 17.8.2003, af 3.149.502 krónum frá þeim degi til 24.8.2003, af 3.200.770 krónum frá þeim degi til 31.8.2003, af 3.252.037 krónum frá þeim degi til 7.9.2003, af 3.303.259 krónum frá þeim degi til 14.9.2003, af 3.354.482 krónum frá þeim degi til 21.9.2003, af  3.405.704 krónum frá þeim degi til 28.9.2003, af 3.456.926 krónum frá þeim degi til 5.10.2003, af 3.508.511 krónum frá þeim degi til 12.10.2003, af 3.560.095 krónum frá þeim degi til 19.10.2003, af 3.611.679 krónum frá þeim degi til 26.10.2003, af  3.663.264 krónum frá þeim degi til 2.11.2003, af 3.715.097 krónum frá þeim degi til 9.11.2003, af 3.766.931 krónu frá þeim degi til 16.11.2003, af 3.818.764 krónum frá þeim degi til 23.11.2003, af 3.870.598 krónum frá þeim degi til 30.11.2003, af  3.922.431 krónu frá þeim degi til 7.12.2003, af 3.974.332 krónum frá þeim degi til 14.12.2003, af 4.026.234 krónum frá þeim degi til 21.12.2003, af 4.078.135 krónum frá þeim degi til 28.12.2003, af 4.130.036 krónum frá þeim degi til 4.1.2004, af 4.182.096 krónum frá þeim degi til 11.1.2004, af 4.234.156 krónum frá þeim degi til 18.1.2004, af 4.286.215 krónum frá þeim degi  til 25.1.2004, af 4.338.275 krónum frá þeim degi til 1.2.2004, af 4.390.358 krónum frá þeim degi til 8.2.2004, af 4.442.440 krónum frá þeim degi til 15.2.2004, af 4.494.522 krónum frá þeim degi til 22.2.2004, af 4.546.605 krónum frá þeim degi til 29.2.2004, af 4.598.687 krónum frá þeim degi til 7.3.2004, af 4.650.611 krónum frá þeim degi til 14.3.2004, af 4.702.535 krónum frá þeim degi til 21.3.2004, af 4.754.459 krónum frá þeim degi til 28.3.2004, af 4.806.383 krónum frá þeim degi til 4.4.2004, af 4.858.601 krónu frá þeim degi til 11.4.2004, af 4.910.819 krónum frá þeim degi til 18.4.2004, af 4.963.038 krónum frá þeim degi til 25.4.2004, af 5.015.256 krónum frá þeim degi til 2.5.2004, af 5.067.768 krónum frá þeim degi til 9.5.2004, af 5.120.281 krónu frá þeim degi til 16.5.2004, af 5.172.793 krónum frá þeim degi til 23.5.2004, af 5.225.306 krónum frá þeim degi til 30.5.2004, af 5.277.818 krónum frá þeim degi til 6.6.2004, af 5.330.761 krónu frá þeim degi til 13.6.2004, af 5.383.703 krónum frá þeim degi til 20.6.2004, af 5.436.646 krónum frá þeim degi til 27.6.2004, af 5.489.588 krónum frá þeim degi til 4.7.2004, af 5.542.938 krónum frá þeim degi til 11.7.2004, af 5.596.288 krónum frá þeim degi til 18.7.2004 af  5.649.638 krónum frá þeim degi til 25.7.2004, af 5.702.988 krónum frá þeim degi til 1.8.2004, af 5.756.089 krónum frá þeim degi til 8.8.2004, af 5.809.190 krónum frá þeim degi til 15.8.2004, af 5.862.291 krónu frá þeim degi til 22.8.2004, af 5.915.392 krónum frá þeim degi til 29.8.2004, af 5.968.493 krónum frá þeim degi til 5.9.2004, af 6.021.593 krónum frá þeim degi til 12.9.2004, af 6.074.694 krónum frá þeim degi til 19.9.2004, af 6.127.795 krónum frá þeim degi til 26.9.2004, af 6.180.896 krónum frá þeim degi til 3.10.2004, af 6.234.224 krónum frá þeim degi til 10.10.2004, af. 6.287.551 krónu frá þeim degi til 17.10.2004, af 6.340.878 krónum frá þeim degi til 24.10.2004, af 6.394.206 krónum frá þeim degi til 31.10.2004, af 6.447.533 krónum frá þeim degi til 7.11.2004, af 6.501.268 krónum frá þeim degi til 14.11.2004, af 6.555.002 krónum frá þeim degi til 21.11.2004, af 6.608.737 krónum frá þeim degi til 28.11.2004, af 6.662.472 krónum frá þeim degi til 5.12.2004, af 6.716.320 krónum frá þeim degi til 12.12.2004, af 6.770.167 krónum frá þeim degi til 19.12.2004, af 6.824.015 krónum frá þeim degi til 20.12.2004, af 9.516.410 krónum frá þeim degi til greiðsludags.

Til vara er þess krafist að stefnda verði gert að greiða stefnanda 1.648.050 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 27. október 2006 til greiðslu­dags. 

Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað eins og mál þetta sé ekki gjafsóknarmál.

Dómkröfur stefnda eru aðallega að hann verði sýknaður af kröfu stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað.  Til vara krefst stefndi þess að krafa stefnanda verði lækkuð verulega og að málskostnaður verði felldur niður.

II

Málavextir eru þeir helstir að hinn 2. október 2001 lenti stefnandi í umferðarslysi.  Í slysinu meiddist hann á hægri öxl og fékk heilahristing.  Þá fékk hann mar á brjóst­kassa, mar á olnboga og framhandlegg auk þess sem hann tognaði á hálsi.  Var hann óvinnufær eftir slysið og hafði ekki hafið störf á ný þegar hann lenti í öðru umferðarslysi hinn 19. maí 2002.

Í millitíðinni, eða hinn 13. mars 2002 fyllti stefnandi út umsókn um almenna slysatryggingu hjá stefnda.  Meðal þeirra spurninga sem svara þurfti í umsókninni var hvort umsækjandi hefði orðið fyrir slysi og svaraði stefnandi þeirri spurningu játandi og upplýsti um fyrrgreint umferðarslys 2. október 2001 og kvaðst farið úr viðbeinslið í slysinu.  Þá svaraði hann játandi þeirri spurningu hvort hann væri „fullkomlega heilsuhraustur og fyllilega vinnufær“.  Stefndi féllst á útgáfu almennrar slysatrygg­ingar til handa stefnanda hinn 19. mars 2002 með þeirri athugasemd að afleiðingar sem rekja mætti til bílslysa sem stefnandi hefði lent í 27. maí 1991 og 2. október 2001 væru undanþegnar áhættu félagsins.  Umrædd vá­trygging gerði ráð fyrir greiðslu 50.000 króna í dagpeninga á viku og þriggja ára bótatíma, auk örorkubóta og dánarbóta að fjárhæð 10.000.000 króna vegna hvors um sig.

Eins og áður greinir lenti stefnandi í umferðarslysi 19. maí 2002 er hann ók bifhjóli sínu aftan á bifreið sem stöðvaðist skyndilega þegar hann beygði til hægri inn á aðrein frá Bústaðavegi að Kringlumýrarbraut til suðurs.  Var stefnandi fluttur á slysadeild Land­spítala-háskólasjúkrahúss og kom í ljós að hann hafði hlotið brot á vinstra hné og vinstri úlnlið.  Eftir að stefnda hafði borist læknisvottorð sem staðfesti áverka stefn­anda og óvinnufærni hans af völdum slyssins 19. maí 2002 voru stefnanda greiddir dagpeningar úr almennu slysatryggingunni frá 16. júní 2002 til 31. janúar 2003 samtals að fjárhæð 1.648.050 krónur.

Stefndi kveðst hafa fengið í hendur læknisvottorð Elínborgar Bárðardóttur hinn 13. desember 2002 þar sem fram hafi komið að stefnandi hefði enn verið óvinnufær vegna slyssins í október 2001 þegar hann varð fyrir slysinu 19. maí 2002.  Í kjölfarið hafi stefndi óskað eftir því að stefnandi færi í skoðun til Guðmundar Björnssonar læknis og í greinargerð Guðmundar 5. febrúar 2003 kemur fram að stefnandi hafi, á þeim tíma er hann lenti í slysinu í maí 2002, verið í sjúkraþjálfun og hafi hann á þeim tímapunkti ekki verið búinn að jafna sig að fullu og verið talinn óvinnufær.

Stefndi tilkynnti stefnanda með bréfi 27. febrúar 2003 að hann myndi ekki greiða stefnanda frekari bætur úr slysatryggingunni og áskildi sér rétt til að endurkrefja stefnanda um þegar greiddar bætur.  Var þessi ákvörðun stefnda rökstudd með vísan til þess að verulegt ósamræmi væri á milli umsóknar stefnanda um vátryggingu og þeirra upplýsinga sem hann hefði veitt Guðmundi Björnssyni lækni.  Þá kom fram í bréfinu að hefði stefnda verið kunnugt um óvinnufærni stefnanda á þeim tíma er hann óskaði eftir tryggingunni hefði stefndi ekki samþykkt umsóknina.  Þá kemur einnig fram í bréfinu að stefnda væri kunnugt um að stefnandi hefði verið metinn til 75% örorku.  Kveður stefndi að komið hafi í ljós að framan­greindar upplýsingar um 75% örorku stefnanda hefðu verið byggðar á misskilningi en það atriði hefði ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun stefnda um að hafna bótaskyldu.

Stefnandi felldi sig ekki við þá afstöðu stefnda að hafna frekari greiðslum bóta og var ágreiningnum skotið til tjónanefndar vátryggingafélaga sem komst að þeirri niður­stöðu í máli nr. 254/03 að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum virðist stefnandi hafa verið óvinnufær vegna slyssins í október 2001 þegar hann sótti um slysatryggingu hjá stefnda.  Þar sem stefnandi hefði ekki gefið upplýsingar í samræmi við fyrirliggjandi gögn greiðist ekki bætur, með vísan til 6. gr. þágildandi laga nr. 20/1954 um vátryggingasamninga, þar sem fyrir liggi að vátrygging hefði ekki verið veitt ef full­nægj­andi upplýsingar hefðu legið fyrir.

Var stefnanda tilkynnt um þessa niðurstöðu 26. mars 2003.  Lögmaður stefn­anda sendi stefnda bréf 7. maí 2003 og gerði athugasemdir við ýmislegt sem fram kom í bréfinu frá 26. mars 2003 og skoraði á stefnda að breyta afstöðu sinni.  Því hafnaði stefndi með bréfi 12. maí 2003.  Skaut stefnandi málinu til úrskurðanefndar í vátrygginga­málum hinn 11. júní 2003.  Var niðurstaða nefndarinnar, 4. júlí 2003, á sama veg og niðurstaða tjónanefndarinnar.

Stefnandi kveðst hafa gefið réttar upplýsingar eftir bestu samvisku og vitund þegar hann fyllti út umsókn sína um slysatryggingu hjá stefnda 13. mars 2002.  Hann hafi ráðfært sig við sölumann stefnda, Arnar Sveinbjörnsson, áður en hann fyllti út umsóknina.  Hann hafi á þeirri stundu verið fyllilega hraustur og vinnufær enda nánast búinn að fá vinnu hjá ÁF-húsum ehf.  Þetta komi heim og saman við vottorð Elínborgar Bárðardóttur læknis frá 12. febrúar 2002. 

Stefnandi óskaði eftir mati örorkunefndar vegna beggja slysanna og er álitsgerð hennar dagsett 25. janúar 2005.  Í niðurstöðum nefndarinnar kemur fram að stöðug­leikapunktur vegna fyrra slyssins hafi verið 1. mars 2002, varanlegur miski 7% og varanleg örorka 5%.  Þá er það álit nefndarinnar að stöðugleikapunktur vegna síðara slyssins hafi verið 1. janúar 2003, varanlegur miski 18% og varanleg örorka 15%. 

Stefnandi óskaði eftir dómkvaðningu matsmanna vegna beggja slysanna og hinn 1. júlí 2005 voru Sigurjón Sigurðsson læknir og Jörundur Gauksson lögmaður dómkvaddir til starfans.  Niðurstaða matsmanna er eftirfarandi:

Slys 2. október 2001

Stöðugleiki: 1. maí 2002

Tímalengd óvinnufærni: frá slysdegi til 1. maí 2002

Þjáningabætur: frá slysdegi til 1. maí 2002, þar af 1 dagur rúmliggjandi

Varanlegur miski: 10 stig

Varanleg örorka: 5%

Slys 19. maí 2002

Stöðugleiki: 1. janúar 2003

Tímalengd óvinnufærni: frá slysdegi til 1. janúar 2003

Þjáningabætur: frá slysdegi til 1. janúar 2003, þar af 10 dagar rúmliggjandi

Varanlegur miski: 25 stig

Varanleg örorka: 20%

Stefnandi fékk leyfi til gjafsóknar hinn 25. ágúst 2005.

Samkvæmt gögnum málsins átti stefnandi rétt á greiðslu úr slysatryggingu ökumanns frá stefnda vegna slyssins frá 19. maí 2002.  Með tölvupósti 27. október 2006 var lögmanni stefnanda tilkynnt að þar sem stefnanda hefðu verið greiddar 1.648.050 krónur í dagpeninga án þess að bótaréttur hefði verið fyrir hendi teldi stefndi rétt að skuldajafna áður greiddum dagpeningum upp í greiðslu úr slysatryggingu ökumanns og var framangreind fjárhæð dregin frá greiðslunni.  Samkvæmt umræddum tölvupósti átti stefnandi kröfu úr slysatryggingu ökumanns að fjárhæð 8.828.292 krónur og að frádregnum ofgreiddum dagpeningum hafi honum verið greiddar 7.189.242 krónur.

III

Stefnandi kveður stefnda byggja höfnun sína á að greiða úr samningsbundinni vátryggingu á 6. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingasamninga sem hafi gilt þegar umræddur samningur hafi verið gerður og vátryggingaratburðurinn átti sér stað.  Til að tryggingarfélag geti hafnað því að greiða bætur þurfi eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt:

1.        Að upplýsingarnar hafi verið rangar. 

2.        Að stefndi hafi borið fyrir sig hinar röngu upplýsingar án ástæðulausrar tafar.

3.        Að upplýsingarnar hafi verið gefnar gegn betri vitund.

4.        Að stefndi hefði ekki veitt tryggingarverndina af framangreindum sökum og fyrir því beri stefndi sönnunarbyrðina. 

Þurfi öll framangreind skilyrði að vera fyrir hendi svo að stefndi sé laus úr ábyrgð.  Telur stefnandi að ekkert þessara skilyrða sé fyrir hendi.

Samkvæmt bréfi stefnda, 27. febrúar 2003, byggi stefndi höfnun sína á því annars vegar að stefnandi hafi verið óvinnufær vegna slyss frá 2. október 2001 þegar slysið hinn 19. maí 2003 varð en stefnandi hafi svarað því játandi í tryggingarbeiðni 13. mars 2002 að hann væri fullkomlega heilsuhraustur og fyllilega vinnufær á þeim degi.  Hins vegar byggi stefndi á því að stefnandi hafi verið metinn með 75% örorku þegar hann hafi sótt um trygginguna.

Síðara atriðið um 75% örorkuna hafi þegar verið hrakið, sbr. bréf Tryggingastofnunar ríkisins frá 14. apríl 2003 og sé þessi staðhæfing því röng.  Samkvæmt 8. gr. laga nr. 20/1954 hafi stefndi takmarkaðan tíma til að bera fyrir sig þau atriði sem 6. gr. laganna taki til.  Á því sé byggt að það leiði af 1. mgr. 24. gr. laga nr. 20/1954 að stefndi hafi aðeins haft 14 daga til þess.   Hafi sá tími verið liðinn þegar stefndi sendi umrætt bréf enda hafi greinargerð Guðmundar Björnssonar læknis legið fyrir hinn 5. febrúar 2003.  Þar að auki hafi önnur, áður útgefin læknisvottorð, borist stefnda löngu fyrr.  Meðal annars skuli á það bent að læknisvottorð Elínborgar Bárðardóttur sé dagsett 13. desember 2002.  Því hafi næstum liðið tveir og hálfur mánuður þar til stefndi hafi borið þau atriði fyrir sig. 

Hafi stefndi ekki stöðvað greiðslur á meðan hann kannaði málið og hafi í reynd fallist á að þessi atriði myndu standa í vegi fyrir greiðslum úr vátryggingunni.  Þá hafi stefndi einnig endurnýjað trygginguna og þar með hafi komist á samningur um að hún væri í gildi.  Þar með geti stefndi ekki lengur borið fyrir sig neitt þessara atriða.

Af fyrrgreindu ákvæði 8. gr. laganna sé ljóst að stefndi geti ekki á síðari stigum borið fyrir sig ný atriði sem hann hefði getað borið fyrir sig í öndverðu, s.s. ef fyrri röksemdir þrjóti.

Þegar stefnandi hafi fyllt út umsóknina hafi hann talið sig fullkomlega vinnufæran og hafi hann verið búinn að sækja um vinnu.  Hafi hann ekki talið sig vera í verra líkamlegu ásigkomulagi en hver annar og hafi hann talið sig vera færan í flestan sjó og að bjart væri framundan hjá sér.  Stefnandi hafi upplýst um umrætt slys og talið sig vera búinn að jafna sig eftir það og hafi hann engu leynt fyrir stefnda.

Andstætt skaðabótaréttinum sé í vátryggingarrétti ekki notaður „bonus pater“ mælikvarði á upplýsingagjöf heldur sé mælikvarðinn einstaklingsbundinn, þ.e. viðhorf viðkomandi einstaklings.   Stefnandi hafi litið svo á að hann væri að segja satt og rétt frá.  Á minnisblaði, MEMO-25.09.2008, séu upplýsingar sem skráðar séu eftir stefn­anda á skrifstofu lögmanns hans og sjáist á blæbrigðum minnispunktanna hvernig stefnandi hafi hugsað þegar hann tók trygginguna og beri að skoða minnispunkta þessa sem aðilaskýrslu hans.  Í þessu sambandi skuli tekið fram að sölumenn hjá stefnda séu á árangurstengdum greiðslum.  Þannig sé lifibrauð þeirra fólgið í að selja sem flestar tryggingar og hafi þeir fjárhagslega hagsmuni af því að selja tryggingar og fegra umsóknir þótt ekki standi steinn yfir steini.  Hugsanleg bakfærsla breyti engu því í fæstum tilfellum verði tjón.  Fái sölumennirnir þá sitt lifibrauð en vátryggingartaki lifi í þeirri trú að um gilda tryggingu sé að ræða.  Með þessu sé ekki verið að ætla umræddum sölumanni eða öðrum að starfa óheiðarlega en vitundin um lifibrauðið geti haft töluverð óbein og ómeðvituð áhrif á sölumennina. 

Varðandi það skilyrði að stefndi hefði ekki veitt tryggingarvernd ef spurningunum hefði verið svarað öðruvísi bendir stefnandi á að stefndi hafi haldið áfram að veita tryggingarverndina.  Í öðru lagi hafi stefndi undanþegið sig afleiðingum bílslyssins frá 2. október 2001.  Því hafi afleiðingar þess slyss ekki átt að stöðva trygginguna. Sönnunarbyrðin sé á stefnda um að tryggingin hefði ekki verið veitt ef rangar upp­lýsingar hefðu verið gefnar.  Í bréfi stefnda frá 27. júní 2003 komi fram sá skilningur að ekki hefði verið samþykkt að borga dagpeninga ef stefndi hefði vitað meira um slysið frá 2001.  Þessu sé mótmælt sem röngu og ósönnuðu.  Í 2. mgr. 16. gr. trygg­inga­skilmálanna komi fram að stefndi bæti ekki slys sem verði rakin til bæklunar.  Með vísan til þessa ákvæðis og að stefndi hafi undanþegið sig bótum vegna tímabundins missis starfsorku sé ljóst að stefndi hafi verið tryggður í bak og fyrir gegn því að slysið gæti haft áhrif á dagpeningagreiðslur.  Sama eigi við um varanlega örorku.

Í umræddu bréfi stefnda frá 27. júní 2003 segi að í sumum tilvikum sé fólki við slíkar aðstæður boðin til kaups slysatrygging með bótum fyrir varanlega örorku en án dagpeninga.  Hugsanlegt sé að félagið hefði fallist á að selja stefnanda slysatryggingu með örorkubótaþætti og verulegu álagi á iðgjald, en það sé óvíst og hefði farið eftir því hvað nánari skoðun hefði leitt í ljós.

Miðað við orsakareglu 6. gr. laga nr. 20/1954 verði stefndi því samkvæmt þessu að greiða bætur fyrir varanlega örorku enda samkvæmt þessu ósannað að sú trygging hefði ekki verið veitt.  Komi „pro rata“ reglan ekki til álita þar sem iðgjöld hafi verið ákvörðuð með hliðsjón af fyrri meiðslum stefnanda.  Hafi stefndi haldið áfram að veita trygginguna eftir að þetta mál hafi komið upp og hafi stefndi greitt stefnanda úr tryggingunni vegna síðar tilkomins slyss. 

Stefnandi gerir svofellda grein fyrir tölulegri kröfugerð sinni:

Bætur vegna tímabundinna þátta:

Samkvæmt skilmálum tryggingarinnar sé biðtími fjórar vikur og bótatími 152 vikur.  Mat örorkunefndar frá 25. janúar 2005 gefi ekki vísbendingu um hvenær dagpeninga­tímabili ljúki.  Ástæðan sé sú að slysið sé þar metið samkvæmt skaðabóta­lögum.  Matsgerð dómkvaddra matsmanna frá 1. júlí 2005 sé haldin sömu annmörk­um.  Sam­kvæmt skilmálum tryggingarinnar skuli greiða starfsorkumissi, sbr. 20. gr. skilmál­anna.  Starfsorkumissir sé hugtak sem sé notað hjá lífeyrissjóðum og Trygg­inga­stofnun með svipuðum eða eins hætti hjá tryggingarfélögunum.  Þar miðist starfsorku­missirinn fyrst og fremst við þau störf sem menn hafi áður unnið og sé þeim ætlaður tími til að endurhæfa sig og finna sér annað starf, óháð svokölluðum stöðug­leika­punkti skaðabótalaga.  Í skaðabótalögum gildi hins vegar sú regla að barningur á vinnumarkaði fyrst eftir slys, þótt heilsufar sé orðið stöðugt, reiknist inn í varanlega örorku.  Í tilfelli stefnanda taki hins vegar við bætur samkvæmt miskatöflu.  Af framlögðum læknisfræðilegum gögnum í málinu megi ráða að starfsorkuskerðing hafi að minnsta kosti verið til 20. desember 2004, sbr. innheimtubréf frá 10. október 2006, en þá hafi stefnandi hafið störf hjá Stálsmiðjunni.  Samkvæmt skilmálunum hafi þá fyrst komið til greina að krefja um varanlega örorku.  Samkvæmt grein 19.1 í skilmálum stefnda sé miðað við miskatöflur örorkunefndar og sé matsgerð dóm­kvaddra manna fyllilega nothæf til þess og þar sé varanlegur miski talinn vera 25% stig.  Megi þetta ráða af grein 12.2 í skilmálum þar sem gert sé ráð fyrir vísitölubótum frá slysdegi til uppgjörsdags sem taki ekki við fyrr en dagpeninga­greiðslum ljúki.  Samkvæmt vátryggingarskilmálum skyldu greiðslur verðbætast og vísist um verð­bætur til neðangreindrar töflu:

Dags.                     Fjárhæð         Vísitala         Uppreiknað                    Saldó

16.6.2002                   50.000                221,8                50.204                   50.204

23.6.2002                   50.000                221,8                50.204                 100.407

30.6.2002                   50.000                221,8                50.204                 150.611

7.7.2002                     50.000                222,8                50.430                 201.041

14.7.2002                   50.000                222,8                50.430                 251.471

21.7.2002                   50.000                222,8                50.430                 301.901

28.7.2002                   50.000                222,8                50.430                 352.331

4.8.2002                     50.000                223                   50.475                 402.807

11.8.2002                   50.000                223                   50.475                 453.282

18.8.2002                   50.000                223                   50.475                 503.757

25.8.2002                   50.000                223                   50.475                 554.233

1.9.2002                     50.000                221,8                50.204                 604.436

8.9.2002                     50.000                221,8                50.204                 654.640

15.9.2002                   50.000                221,8                50.204                 704.844

22.9.2002                   50.000                221,8                50.204                 755.048

29.9.2002                   50.000                221,8                50.204                 805.251

6.10.2002                   50.000                222,9                50.453                 855.704

13.10.2002                 50.000                222,9                50.453                 906.157

20.10.2002                 50.000                222,9                50.453                 956.609

27.10.2002                 50.000                222,9                50.453              1.007.062

3.11.2002                   50.000                224,1                50.724              1.057.786

10.11.2002                 50.000                224,1                50.724              1.108.511

17.11.2002                 50.000                224,1                50.724              1.159.235

24.11.2002                 50.000                224,1                50.724              1.209.959

1.12.2002                   50.000                223,7                50.634              1.260.593

8.12.2002                   50.000                223,7                50.634              1.311.227

15.12.2002                 50.000                223,7                50.634              1.361.861

22.12.2002                 50.000                223,7                50.634              1.412.494

29.12.2002                 50.000                223,7                50.634              1.463.128

5.1.2003                     50.000                223,9                50.679              1.513.807

12.1.2003                   50.000                223,9                50.679              1.564.486

19.1.2003                   50.000                223,9                50.679              1.615.165

26.1.2003                   50.000                223,9                50.679              1.665.844

2.2.2003                     50.000                224,7                50.860              1.716.704

9.2.2003                     50.000                224,7                50.860              1.767.565

16.2.2003                   50.000                224,7                50.860              1.818.425

23.2.2003                   50.000                224,7                50.860              1.869.285

2.3.2003                     50.000                224,3                50.770              1.920.054

9.3.2003                     50.000                224,3                50.770              1.970.824

16.3.2003                   50.000                224,3                50.770              2.021.593

23.3.2003                   50.000                224,3                50.770              2.072.363

30.3.2003                   50.000                224,3                50.770              2.123.133

6.4.2003                     50.000                226,7                51.313              2.174.445

13.4.2003                   50.000                226,7                51.313              2.225.758

20.4.2003                   50.000                226,7                51.313              2.277.071

27.4.2003                   50.000                226,7                51.313              2.328.384

4.5.2003                     50.000                227                   51.381              2.379.765

11.5.2003                   50.000                227                   51.381              2.431.145

18.5.2003                   50.000                227                   51.381              2.482.526

25.5.2003                   50.000                227                   51.381              2.533.907

1.6.2003                     50.000                226,6                51.290              2.585.197

8.6.2003                     50.000                226,6                51.290              2.636.487

15.6.2003                   50.000                226,6                51.290              2.687.777

22.6.2003                   50.000                226,6                51.290              2.739.067

29.6.2003                   50.000                226,6                51.290              2.790.358

6.7.2003                     50.000                226,8                51.335              2.841.693

13.7.2003                   50.000                226,8                51.335              2.893.029

20.7.2003                   50.000                226,8                51.335              2.944.364

27.7.2003                   50.000                226,8                51.335              2.995.699

3.8.2003                     50.000                226,5                51.268              3.046.967

10.8.2003                   50.000                226,5                51.268              3.098.234

17.8.2003                   50.000                226,5                51.268              3.149.502

24.8.2003                   50.000                226,5                51.268              3.200.770

31.8.2003                   50.000                226,5                51.268              3.252.037

7.9.2003                     50.000                226,3                51.222              3.303.259

14.9.2003                   50.000                226,3                51.222              3.354.482

21.9.2003                   50.000                226,3                51.222              3.405.704

28.9.2003                   50.000                226,3                51.222              3.456.926

5.10.2003                   50.000                227,9                51.584              3.508.511

12.10.2003                 50.000                227,9                51.584              3.560.095

19.10.2003                 50.000                227,9                51.584              3.611.679

26.10.2003                 50.000                227,9                51.584              3.663.264

2.11.2003                   50.000                229                   51.833              3.715.097

9.11.2003                   50.000                229                   51.833              3.766.931

16.11.2003                 50.000                229                   51.833              3.818.764

23.11.2003                 50.000                229                   51.833              3.870.598

30.11.2003                 50.000                229                   51.833              3.922.431

7.12.2003                   50.000                229,3                51.901              3.974.332

14.12.2003                 50.000                229,3                51.901              4.026.234

21.12.2003                 50.000                229,3                51.901              4.078.135

28.12.2003                 50.000                229,3                51.901              4.130.036

4.1.2004                     50.000                230                   52.060              4.182.096

11.1.2004                   50.000                230                   52.060              4.234.156

18.1.2004                   50.000                230                   52.060              4.286.215

25.1.2004                   50.000                230                   52.060              4.338.275

1.2.2004                     50.000                230,1                52.082              4.390.358

8.2.2004                     50.000                230,1                52.082              4.442.440

15.2.2004                   50.000                230,1                52.082              4.494.522

22.2.2004                   50.000                230,1                52.082              4.546.605

29.2.2004                   50.000                230,1                52.082              4.598.687

7.3.2004                     50.000                229,4                51.924              4.650.611

14.3.2004                   50.000                229,4                51.924              4.702.535

21.3.2004                   50.000                229,4                51.924              4.754.459

28.3.2004                   50.000                229,4                51.924              4.806.383

4.4.2004                     50.000                230,7                52.218              4.858.601

11.4.2004                   50.000                230,7                52.218              4.910.819

18.4.2004                   50.000                230,7                52.218              4.963.038

25.4.2004                   50.000                230,7                52.218              5.015.256

2.5.2004                     50.000                232                   52.512              5.067.768

9.5.2004                     50.000                232                   52.512              5.120.281

16.5.2004                   50.000                232                   52.512              5.172.793

23.5.2004                   50.000                232                   52.512              5.225.306

30.5.2004                   50.000                232                   52.512              5.277.818

6.6.2004                     50.000                233,9                52.943              5.330.761

13.6.2004                   50.000                233,9                52.943              5.383.703

20.6.2004                   50.000                233,9                52.943              5.436.646

27.6.2004                   50.000                233,9                52.943              5.489.588

4.7.2004                     50.000                235,7                53.350              5.542.938

11.7.2004                   50.000                235,7                53.350              5.596.288

18.7.2004                   50.000                235,7                53.350              5.649.638

25.7.2004                   50.000                235,7                53.350              5.702.988

1.8.2004                     50.000                234,6                53.101              5.756.089

8.8.2004                     50.000                234,6                53.101              5.809.190

15.8.2004                   50.000                234,6                53.101              5.862.291

22.8.2004                   50.000                234,6                53.101              5.915.392

29.8.2004                   50.000                234,6                53.101              5.968.493

5.9.2004                     50.000                234,6                53.101              6.021.593

12.9.2004                   50.000                234,6                53.101              6.074.694

19.9.2004                   50.000                234,6                53.101              6.127.795

26.9.2004                   50.000                234,6                53.101              6.180.896

3.10.2004                   50.000                235,6                53.327              6.234.224

10.10.2004                 50.000                235,6                53.327              6.287.551

17.10.2004                 50.000                235,6                53.327              6.340.878

24.10.2004                 50.000                235,6                53.327              6.394.206

31.10.2004                 50.000                235,6                53.327              6.447.533

7.11.2004                   50.000                237,4                53.735              6.501.268

14.11.2004                 50.000                237,4                53.735              6.555.002

21.11.2004                 50.000                237,4                53.735              6.608.737

28.11.2004                 50.000                237,4                53.735              6.662.472

5.12.2004                   50.000                237,9                53.848              6.716.320

12.12.2004                 50.000                237,9                53.848              6.770.167

19.12.2004                 50.000                237,9                53.848              6.824.015

20.12.2004          2.5000.000                237,9           2.692.395              9.516.410

Varakrafa:

Hinn 27. október 2006 hafi stefndi endurgreitt sjálfum sér 1.648.050 krónur í uppgjöri úr slysatryggingu ökumanns vegna slyssins 2. október 2001.  Á því sé byggt að engin skilyrði hafi verið til slíkrar endurgreiðslu.  Í fyrsta lagi með vísan til málsástæðna í stefnu þessari.  Í öðru lagi með vísan til reglna um endurheimtu ofgreidds fjár en engin skilyrði hafi verið til að endurkrefja um framfærslufé þetta sem greitt hafði verið af hendi fyrirvaralaust.  Verði ekki fallist á aðalkröfu sé byggt á því að sú skuldajöfnun sem fram hafi farið hinn 27. október 2006 hafi ekki verið heimil.

Um lagarök vísar stefnandi til almennra reglna kröfu- og samningsréttar auk þágildandi laga um vátryggingarsamninga nr. 20/1954 með síðari breytingum.  Þá vísar hann til tryggingasamnings aðila um almenna slysatryggingu, sbr. skírteini nr. 500713.  Kröfu um málskostnað styður stefnandi við XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 1. mgr. 130. gr. laganna.  Kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun byggir stefnandi á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.

IV

Kröfu um sýknu byggir stefndi á því að stefnandi hafi veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar við gerð umsóknar um almenna slysatryggingu þann 13. mars 2009 og eigi hann því ekki rétt á bótum úr tryggingunni samkvæmt 1. mgr. 6. gr. þágildandi laga nr. 20/1954 um vátryggingasamninga sem í gildi hafi verið á þeim tíma sem hér um ræðir, sbr. og 7. gr. vátryggingaskilmála.

Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 20/1954 losni vátryggingafélag undan greiðslu­skyldu sinni hafi vátryggingartaki gefið rangar upplýsingar og ætla megi að félagið hefði ekki tekið á sig vátrygginguna hefði það haft rétta vitneskju um málavexti.  Stefndi telji að skilyrði fyrir beitingu þessa ákvæðis séu uppfyllt í þessu máli.

Stefnandi hafi gefið stefnda rangar upplýsingar um heilsufar sitt og vinnufærni í umsókn sinni um almenna slysatryggingu hinn 13. mars 2002.  Á eyðublaðinu hafi verið að finna eftirfarandi spurningu: ,,Ertu fullkomlega heilsuhraust(ur) og fyllilega vinnufær?“  Hafi stefnandi svarað þessari spurningu játandi með því að merkja við jákvætt svar í viðeigandi reit á umsóknareyðublaðinu.  Þá hafi stefnandi ritað undir svohljóðandi yfirlýsingu á eyðublaðinu: ,,Ég undirritaður() votta hér með að svör mín við framangreindum spurningum eru samkvæmt bestu vitund, rétt og sannleik­anum samkvæmt og þar eru ekki undanskilin atriði er kynnu að skipta máli við mat áhættunnar. [...]“

Telur stefndi að þegar stefnandi fyllti út umsóknina hafi hann hvorki verið fullkom­lega heilsuhraustur né fyllilega vinnufær og hafi hann vitað eða átt að vita að með því að svara spurningunni játandi hafi hann veitt rangar upplýsingar.  Að mati stefnda bendi margvísleg gögn málsins til þess að stefnandi hafi verið óvinnufær vegna bílslyss sem hafi átt sér stað 2. október 2001 þegar hann hafi fyllt út umrædda umsókn.  Þessu til stuðnings vísist til þess að í læknisvottorði Elínborgar Bárðardóttur heimilislæknis, 13. desember 2002, komi fram að stefnandi hafi lent í bílslysi 2. október 2001 og hafi hann meiðst á hægri öxl og ekki getað unnið síðan vegna verkja í öxl og skertra hreyfinga.  Eftir að stefnda hafi borist þetta læknisvottorð hafi hann óskað eftir því að stefnandi færi í læknisskoðun hjá Guðmundi Björnssyni, sérfræðingi í endurhæfingar­lækningum.  Sú skoðun hafi farið fram 5. febrúar 2003 og hafi komið fram í samtali stefnanda og læknisins að stefnandi hefði verið óvinnufær vegna þess bílslyss sem hann lenti í 2. október 2001 þegar seinna slysið átti sér stað 19. maí 2002.  Þannig segi orðrétt í greinargerð læknisins þar sem fjallað sé um fyrri heilsufarssögu stefnanda: ,,Það er saga um umferðarslys þann 20.10.01, meiddist á hægri öxl og var greindur með liðhlaup í ytri viðbeinslið hægra megin. Hann var eftir það í sjúkra­þjálfunarmeðferð og var ennþá talinn óvinnufær þegar hann lendir í slysi því sem hér er fjallað um.“

Í málinu liggi jafnframt fyrir frekari gögn sem staðfesti óvinnufærni stefnanda á þessum tíma.  Fram komi í tveimur læknisvottorðum Elínborgar Bárðardóttur, annars vegar vottorði sem gefið hafi verið út rúmlega einum mánuði áður en stefnandi hafi fyllt út umsókn um slysatryggingu og hins vegar vottorði sem gefið hafi verið út rúmlega tveimur mánuðum áður, að stefnandi sé enn óvinnufær vegna slyssins í október 2001 og þjáist af verkjum.  Segi í lýsingu læknisins á ástandi stefnanda í vottorði 11. janúar 2002 að hann hafi lent í bílslysi og slasast á öxl.  Hann treysti sér ekki til að vinna eins og er vegna verkja sem komi við álag.  Þá segi í vottorði sama læknis vegna umsóknar stefnanda um endurhæfingarlífeyri 12. febrúar 2002 að hann hafi lent í bílslysi og meiðst á öxl og ekki getað unnið síðan.  Þá liggi fyrir að Tryggingastofnun ríkisins hafi byggt ákvörðun sína frá 3. apríl 2002, um að veita stefnanda endurhæfingarlífeyri frá 1. febrúar til 31. júlí 2002, á því að hann væri óvinnufær vegna bílslyssins í október 2001.

Samkvæmt þessu telji stefndi ljóst að þær upplýsingar sem stefnandi gaf um heilsufar sitt og vinnufærni í umsókn um almenna slysatryggingu hafi verið rangar.  Stefnandi hafi ekki verið fullkomlega heilsuhraustur og fyllilega vinnufær á þessum tíma svo sem hann hafi haldið fram í umsókninni.  Þvert á móti beri fyrirliggjandi gögn með sér að stefnandi hafi verið óvinnufær á þessu tímamarki og að heilsufar hans hafi verið bágborið vegna áverka sem hann hlaut í bílslysinu 2. október 2001.  Þá hafi stefnandi sótt um endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins á þessu tímamarki, en sá lífeyrir sé greiddur einstaklingum sem búi við bágborið heilsufar vegna slyss eða sjúkdóms þar til unnt sé að meta varanlega örorku þeirra.

Stefndi telur tilvísanir stefnanda til yfirlýsinga ÁF-húsa ehf., 5. maí 2003, og Björns & Guðna hf., 28. apríl 2003, þýðingarlausar í máli þessu.  Eigi þessar yfirlýsingar það sammerkt að vera ritaðar rúmu ári eftir að stefnandi fyllti umrædda beiðni út og hafi þær ekki nokkra þýðingu við mat á því hvort stefnandi hafi veitt rangar upplýsingar.  Jafnvel þó talið yrði sannað að stefnandi hafi sótt um vinnu á þessum tíma breyti það ekki þeirri staðreynd að hann taldist, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, hvorki vera fullkomlega heilsuhraustur né fyllilega vinnufær á þessu tímamarki.  Verði ekki séð að stefnandi hafi á umræddum tíma nánast verið búinn að fá vinnu hjá ÁF-húsum ehf. og aðeins hafi verið spurning um hvenær hann hæfi störf.  Sé þessi fullyrðing stefnanda ekki í samræmi við gögn málsins en í yfirlýsingu ÁF-húsa hf. segi að stefnandi hafi sótt um störf hjá félaginu í maí 2002, þ.e. um einum og hálfum mánuði eftir að umsóknin hafi verið fyllt út.  Geti þessi yfirlýsing því ekki haft nokkra þýðingu í málinu, enda skipti eingöngu máli hvernig heilsufari og vinnufærni stefnanda hafi verið háttað þann 13. mars 2002.

Stefndi byggir á því að hefði stefnandi veitt réttar og fullnægjandi upplýsingar um heilsufar sitt hefði umsókn hans um almenna slysatryggingu verið hafnað.  Þessu til stuðnings sé vísað til þess að samkvæmt þeim vinnureglum sem voru í gildi hjá stefnda á þessum tíma hafi einstaklingum sem ekki hafi verið útivinnandi ekki verið seldar slysatryggingar með vikulegum bótum.  Hefðu réttar upplýsingar legið fyrir hefði því aldrei komið til þess að stefndi veitti stefnanda vátryggingu sem gerði ráð fyrir vikulegum dagpeningagreiðslum í þrjú ár.  Þessu til stuðnings sé vísað til þeirrar afstöðu stefnda sem sé lýst í greinargerð starfsmanns stefnda til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum 27. júní 2003.  Í öllu falli telji stefndi ljóst að uppfyllt sé það skilyrði 1. mgr. 6. gr. laga nr. 20/1954 að ætla megi að félagið hefði ekki tekið á sig vátryggingu hefði það haft rétta vitneskju um málavexti og raunsanna mynd af heilsufari stefnanda.

Tilvísun stefnanda til 2. og 3. mgr. 16. gr. vátryggingaskilmála sé mótmælt enda verði ekki séð að þetta ákvæði, sem fjalli um möguleika á málskoti vegna ágreinings um bótaskyldu, tengist ágreiningi málsaðila.  Þá sé því mótmælt að 2. mgr. 6. gr. laga nr. 20/1954 eigi við í málinu, enda sé ekki tilefni til að ætla að stefndi hefði tekið á sig umrædda vátryggingu með öðrum kjörum hefði hann haft réttar upplýsingar um heilsufar og vinnufærni stefnanda.  Hér skipti öllu máli að stefnanda hefði aldrei staðið til boða vátrygging, sem geri ráð fyrir dagpeningum, hefðu réttar upplýsingar legið fyrir.

Vegna tilvísunar stefnanda til þess að stefndi hafi haldið áfram að veita trygginguna eftir að málið kom upp skuli upplýst að fyrir misskilning hafi tryggingin verið endurnýjuð eftir að stefnda hafi borist upplýsingar um ranga upplýsingagjöf stefnanda.  Um hafi verið var að ræða sjálfvirka endurnýjun þar sem láðst hafi að gera ráðstafanir til að segja tryggingunni upp.

Vegna þeirrar málsástæðu stefnanda að hann hafi litið svo á að hann hefði sagt satt og rétt frá telur stefndi því fara fjarri að stefnandi hafi ekki vitað eða mátt vita að upplýsingar sem hann gaf í umsókninni væru rangar og ófullnægjandi. Nægi í því sambandi að vísa til þess að stefnandi hafi margsinnis, fyrir töku tryggingarinnar, leitað til lækna að eigin frumkvæði vegna verkja sem hrjáðu hann og meðal annars óskað eftir endurhæfingarlífeyri vegna þessa.  Sé því ljóst að 5. gr. laga nr. 20/1954 geti ekki komið til álita eins og máli þessu sé háttað.  Láti stefnandi í það skína til stuðnings þessari málsástæðu að starfsmenn stefnda hafi með einhverjum hætti haft áhrif á það hvernig stefnandi hafi fyllt út umsókn um trygginguna.  Þessu sé harðlega mótmælt, enda sé það á ábyrgð þeirra sem sæki um vátryggingu að veita réttar upplýsingar og sé það áréttað á umsóknareyðublaðinu þar sem vátryggingartaka sé gert að skrifa undir yfirlýsingu um að svör við spurningum séu samkvæmt bestu vitund og sannleikanum samkvæmt.

Stefndi mótmælir harðlega skilningi stefnanda á 8. gr. og 1. mgr. 24. gr. laga nr. 20/1954, en það fái alls ekki staðist að halda því fram að þessi ákvæði leiði til þess að stefndi hafi eingöngu fjórtán daga til að bera fyrir sig 1. mgr. 6. gr. laganna.  Stefnda hafi fyrst orðið kunnugt um óvinnufærni stefnanda þegar honum hafi borist læknis­vottorð Elínborgar Bárðardóttur, dagsett 13. desember 2002,  en vottorðið hafi borist stefnda samdægurs.  Hafi stefndi þó ekki viljað byggja höfnun á frekari bótagreiðslum eingöngu á þessu læknisvottorði og því hafi verið ákveðið að stefnandi færi í skoðun hjá Guðmundi Björnssyni lækni.  Eftir að greinargerð Guðmundar hafi legið fyrir hinn 5. febrúar 2003 hafi málið farið til hefðbundinnar skoðunar hjá starfsmönnum stefnda og hafi stefnanda verið tilkynnt um þá ákvörðun stefnda, að frekari bætur yrðu ekki greiddar, innan þriggja vikna.  Hafi málsmeðferð stefnda að öllu leyti verið með eðlilegum hætti og sé ljóst að ákvörðun stefnda hafi verið tekin án ástæðulausrar tafar.

Samkvæmt framangreindu telur stefndi ljóst að skilyrði fyrir beitingu 1. mgr. 6. gr. laga nr. 20/1954 séu uppfyllt. Verði ekki fallist á að stefnandi hafi gefið rangar upplýsingar í umsókn sinni byggi stefndi á því að hann hafi að minnsta kosti af stórkostlegu gáleysi látið hjá líða að skýra frá atvikum sem honum hafi mátt vera ljóst að skiptu máli fyrir stefnda, sbr. 7. gr. laga nr. 20/1954.  Samkvæmt ákvæðinu skuli slíkt metið sem svo að rangar upplýsingar hafi verið gefnar, sbr. 6. gr. laganna, og um röksemdir að baki þessari málsástæðu vísist til framangreindra röksemda eftir því sem við geti átt.

Verði ekki fallist á sýknukröfu stefnda sé gerð krafa um verulega lækkun bóta.  Að mati stefnda sé sá bótatími sem miðað sé við í stefnu of langur og hafi stefnandi ekki sýnt fram á að skilyrði hafi verið til greiðslu dagpeninga í þennan tíma, en fyrir því beri hann sönnunarbyrði.  Þá hafi heldur ekki verið sýnt fram á orsakatengsl milli starfsorkumissis stefnanda og þess slyss sem mál þetta eigi rætur að rekja til, enda hafi stefnandi verið óvinnufær vegna fyrra slyss á þeim tíma sem slysið átti sér stað.

Þá sé kröfu um dráttarvexti jafnframt mótmælt en engin rök séu færð fyrir kröfunni eða upphafstíma vaxtanna í stefnu.

Stefndi mótmælir varakröfu stefnanda sem órökstuddri og vanreifaðri, auk þess sem hún eigi ekki við rök að styðjast þar sem skilyrði skuldajöfnunar hafi verið uppfyllt. Hafi stefndi greitt stefnanda 1.648.050 krónur úr almennri slysatryggingu í trausti þess að réttar upplýsingar hefðu verið veittar í umsókn og að bótaskylda hefði verið fyrir hendi.  Með úrskurði úrskurðarnefndar í vátryggingamálum hafi því verið slegið föstu að bótaskylda væri ekki fyrir hendi með vísan til 6. gr. laga nr. 20/1954.  Hafi stefndi þar með öðlast rétt til að endurkrefja stefnanda um greiðsluna og hafi hann því átt gilda gagnkröfu þegar að bótauppgjöri úr slysatryggingu ökumanns hafi verið komið.  Í samræmi við þetta hafi stefndi lýst yfir skuldajöfnuði með tölvupósti 27. október 2006 og hafi þær dagpeningagreiðslur sem átt höfðu sér stað verið dregnar frá bótum úr slysatryggingu ökumanns.

Um sé að ræða samrættar kröfur, þ.e. kröfur sem eigi rætur að rekja til sama atviks, sbr. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, enda kröfurnar báðar raktar til þess umferðarslyss sem stefnandi lenti í hinn 19. maí 2002.  Viðurkennt sé að réttur til skuldajafnaðar sé víðtækari en almennt tíðkist í slíkum tilvikum, en að mati stefnda hafi öll skilyrði skuldajafnaðar verið fyrir hendi eins og atvikum hafi verið háttað.  Hafi verið um að ræða gagnkvæmar kröfur sem jafnframt hafi verið sambærilegar, enda báðar peningakröfur.  Þá hafi gagnkrafa stefnda verið lögvarin krafa í þeim skilningi að stefnanda hafi verið skylt að efna hana og vísist um það til ofangreindra röksemda.  Þar að auki hafi kröfurnar verið hæfar til að mætast þar sem hægt hafi verið að krefjast greiðslu þeirra á þessu tímamarki.  Þá verði ekki séð að nokkuð komi í veg fyrir að heimilt hafi verið að lýsa yfir skuldajöfnuði vegna þessara samrættu krafna, en það falli í hlut stefnanda að sýna fram á slíkt.

Um lagarök vísar stefndi einkum til þágildandi laga nr. 20/1954 um vátrygginga­samninga og almennra reglna vátryggingaréttar.  Jafnframt vísar hann til meginreglna skaðabótaréttar, einkum um sönnun tjóns.  Þá vísar hann til meginreglna kröfuréttar um skuldajöfnuð.  Um vexti vísar stefndi til laga nr. 38/2001 um vexti og verð­tryggingu og um málskostnað vísar hann til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

V

Við aðalmeðferð málsins vakti lögmaður stefnda athygli á því að óútskýrt væri í stefnu hvers vegna höfuðstóll kröfu með gjalddaga 20. desember 2004 væri 10.000.000 króna en hefði verið fram að því 50.000 krónur fyrir hverja viku frá 16. júní 2002.  Taldi lögmaðurinn að kröfugerð stefnanda að þessu leyti væri verulega vanreifuð og að rétt væri að vísa þessum kröfulið frá dómi ex officio.  Lögmaður stefnanda upplýsti að þessi kröfuliður, að fjárhæð 10.000.000 króna með gjalddaga 20. desember 2004, væri vegna varanlegrar örorku.  Í kjölfarið ákvað lögmaður stefnanda að lækka höfuðstól þessa kröfuliðar um fjórðung vegna mats hinna dómkvöddu matsmanna um að varanlegur miski væri 25 stig.  Lögmaður stefnda mótmælti ekki lækkun kröfunnar en ítrekaði að krafan væri vanreifuð þar sem málatilbúnaður stefnanda benti ekki til þess að verið væri að gera kröfu um bætur vegna varanlegrar örorku og ætti því að vísa þessum kröfulið frá dómi ex officio.  Þá benti lögmaðurinn á að varanleg örorka stefnanda vegna slyssins 19. maí 2002 hefði af dómkvöddum matsmönnum verið metin 20% en ekki 25% eins og stefnandi virðist byggja á.

Fallast má á það með stefnda að kröfugerð stefnanda að því er varðar varanlega örorku er óskýr og lítið sem ekkert rökstudd í stefnu.  Þannig eru allir kröfuliðir í aðalkröfu stefnanda felldir undir kafla sem ber heitið „bætur vegna tímabundinna þátta“  Vart verður krafa vegna varanlegrar örorku talin krafa vegna tímabundinna þátta.  Hins vegar má af málatilbúnaði stefnanda ráða að hann byggi á því að starfsorkuskerðing hans hafi að minnsta kosti verið til 20. desember 2004 og þá fyrst hafi komið til greina að krefja um bætur fyrir varanlega örorku.  Þá var framsetning kröfunnar útskýrð í aðalmeðferð og þar sem hún þykir ekki hafa takmarkað varnir stefnda þykja ekki efni til að vísa kröfulið þessum frá dómi ex officio.

Eins og fram er komið snýst meginágreiningur aðila í máli þessu um það hvort stefnda hafi verið rétt að hafna bótagreiðslum á grundvelli slysatryggingar sem stefnandi keypti hjá stefnda, á þeim forsendum að stefnandi hafi gefið rangar upplýsingar í umsókn um tryggingarnar þegar hann svaraði þeirri spurningu játandi að hann væri fullkomlega heilsuhraustur og fyllilega vinnufær. 

Þrátt fyrir að dagsetningar þeirra tjónsatburða sem fjallað er um í máli þessu séu mjög á reiki í gögnum málsins er óumdeilt að bætur þær sem stefnandi krefur stefnda um í máli þessu varða tjón það sem stefnandi varð fyrir í umferðarslysinu 19. maí 2002 en kröfur sínar byggir stefnandi á slysatryggingu þeirri sem hann keypti hjá stefnda 13. mars 2002. 

Í 1. mgr. 6. gr. þágildandi laga um vátryggingasamninga nr. 20/1954, sem eiga við um viðskipti aðila, segir að hafi vátryggingartaki gefið rangar upplýsingar, er öðruvísi standi á en segi í 4. og 5. gr. laganna, sé félagið laust mála ef ætla megi að það hefði ekki tekið á sig vátrygginguna, hefði það haft rétta vitneskju um málavexti.  Í 4. gr. laganna er fjallað um það þegar vátryggingartaki hefur sviksamlega gefið rangar upp­lýsingar og í 5. gr. er fjallað um að vátryggingarfélagið sé skuldbundið ef ætla má að vátryggingartaki hafi, er vátryggingin var tekin, hvorki vitað né mátt vita að upp­lýsing­ar er hann gaf væru rangar.  Í málinu er ekki byggt á því að 4. gr. laganna eigi við.

Eins og áður er rakið fyllti stefnandi út umsókn um almenna slysatryggingu hjá stefnda hinn 13. mars 2002 og þar svaraði hann þeirri spurningu játandi að hann væri fullkomlega heilsuhraustur og fyllilega vinnufær.  Í málinu liggja frammi allnokkur læknisvottorð, meðal annars vottorð Elínborgar Bárðardóttur, heimilislæknis stefnanda.  Í læknisvottorði hennar 11. janúar 2002 kemur fram að stefnandi hafi í bílslysinu 2. október 2001 slasast á öxl og að hann treysti sér ekki til að vinna eins og er vegna verkja sem komi við álag og gerir hún ráð fyrir að hann verði frá vinnu í mánuð til viðbótar.  Þá kemur fram í vottorði Elinborgar 12. febrúar 2002 að stefnandi hafi ekki getað unnið frá því að hann lenti í slysinu í október 2001.  Hann hafi jafnað sig mikið en treysti sér ekki til að vinna og hafi verið í sjúkraþjálfun þrisvar sinnum í viku síðustu fjórar vikurnar og hafi hann fengið styrkjandi æfingar.  Þá kemur fram að stefnandi sé enn með verki og minni kraft í hægri öxl og hann geti ekki treyst henni og geti því ekki horfið til fyrri starfa sem bílstjóri á vörubíl.  Sé fyrirhugað að hann haldi áfram í sjúkraþjálfun í nokkra mánuði og að áætluð tímalengd meðferðar sé 3-6 mánuðir.  Í vottorði Elínborgar, sem dagsett er 13. desember 2002, er enn vísað til umrædds slyss 2. október 2001 og að stefnandi hafi ekki getað unnið síðan vegna verkja í hægri öxl og skertrar hreyfingar.  Þá hafi hann verið á endurhæfingarlífeyri og reglubundinni þjálfun en ekki síðastliðna 2 ½ mánuði þar sem hann hafi lent í öðru slysi 19. maí 2002. 

Í greinargerð Guðmundar Björnssonar læknis frá 5. febrúar 2003, sem stefndi bað um vegna umferðarslyssins 19. maí 2002, kemur fram að stefnandi hafi lent í slysi í október 2001 og meiðst á hægri öxl og hafi hann verið greindur með liðhlaup í ytri viðbeinslið hægra megin.  Hafi hann eftir það verið í sjúkraþjálfunarmeðferð og hafi hann ennþá verið talinn óvinnufær þegar hann lenti í slysinu 19. maí 2002.

Þá liggur fyrir að Tryggingastofnun ríkisins byggði ákvörðun sína hinn 3. apríl 2002 um að veita stefnanda endurhæfingarlífeyri frá 1. febrúar til 31. júlí 2002 á því að stefnandi væri óvinnufær vegna slyssins í október 2001, en samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins á dómskjali nr. 73 er heimilt að greiða endurhæfingar­lífeyri þegar ekki verður séð hver varanleg örorka verður eftir sjúkdóm eða slys.

Í skýrslu sinni fyrir dómi kom fram hjá stefnanda að hann hafi, á þeim tíma sem hann sótti um þá tryggingu sem hér er til umfjöllunar, getað unnið störf þar sem öxlin væri ekkert notuð, þ.e. vinnu þar sem alls ekkert reyndi á öxlina.  Þá kom fram hjá honum að hann hafi ekki treyst sér til að fara að vinna akkúrat á þessum tíma en hann hafi verið farinn að hugsa sér til hreyfings við að leita að vinnu sem hentaði  honum.

Af framangreindum gögnum þykir ljóst að þegar stefnandi sótti um þá slysatryggingu sem hér um ræðir var hann hvorki fullkomlega heilsuhraustur né fyllilega vinnufær heldur benda gögn málsins þvert á móti til þess að heilsufar hans hafi verið fremur bágborið.  Vangaveltur lögmanns stefnanda og vitnisins Elínborgar Bárðardóttur heimilislæknis stefnanda, við skýrslutöku af þeirri síðarnefndu við aðalmeðferð málsins, um sjö árum eftir að vottorð hennar voru gefin út, að stefnandi hafi verið gróinn sára sinna og að óvinnufærni hans hefði á þessum tíma frekar verið huglægt mat stefnanda sjálfs en mat læknisins þykja ekki til þess fallnar að hnekkja þeim læknisfræðilegu gögnum sem að framan er vitnað til og gefin voru út í kjölfar læknisskoðunar á stefnanda á sínum tíma. 

Að öllu því virtu sem að framan er rakið gaf stefnandi stefnda rangar upplýsingar um heilsufar sitt og vinnufærni.  Mátti stefnda vera það fullljóst að þessar upplýsingar væru rangar, enda blasir við að sá sem getur ekki unnið störf þar sem beita þarf öxlinni verður vart talinn fyllilega vinnufær eða fullkomlega heilsuhraustur.  Það sama á við ef stefnandi treysti sér ekki til þess að fara að vinna strax, var rangt að svara umræddum spurningum um heilsufar og vinnufærni með þeim hætti sem stefnandi gerði.  Þá liggur fyrir að stefnandi hafði leitað margoft til lækna eftir slysið í október 2001 og áður en hann sótti um trygginguna og var enn í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna þess.  Þykir því ljóst að 5. gr. laga nr. 20/1954 á ekki við í máli þessu.

Þá verður ekki séð að yfirlýsingar þær sem stefnandi hefur lagt fram vegna umsókna hans um vinnu, annars vegar hjá Birni & Guðna hf. og hins vegar hjá ÁF-húsum ehf. hafi nokkra þýðingu gegn framangreindum læknisvottorðum sem eru afdráttarlaus.  Þá er þess að geta að yfirlýsing ÁF-húsa hf. ber með sér að stefnandi hafi sótt þar um vinnu í maí 2002 og í yfirlýsingu Björns & Guðna hf. verður ekki ráðið hvenær nákvæmlega stefnandi sótti þar um vinnu en það á að hafa verið einhvern tímann á tímabilinu 8. -20. mars 2002.  Miðað við framburð stefnanda sjálfs fyrir dómi var hann einungis farinn að hugsa sér til hreyfings varðandi vinnu þegar hann sótti um trygginguna 13. mars 2002.

Stefnandi ritaði sjálfur undir umsóknina og þar með ritaði hann undir yfirlýsingu um að svör hans við þeim spurningum sem í umsókninni voru væri svarað samkvæmt bestu vitund, rétt og sannleikanum samkvæmt og þar væru ekki undanskilin atriði sem kynnu að skipta máli við mat áhættunnar.  Á þeim forsendum samþykkti stefndi umsókn stefnanda.  Á umsókn þessari ber stefnandi ábyrgð og þykir hann ekki hafa lagt fram haldbær gögn um að starfsmaður stefnda beri að einhverju leyti ábyrgð á því að spurningum hafi verið svarað í umsókninni eins og raun ber vitni.  Þá hefur stefnandi heldur engin haldbær gögn lagt fram sem renna stoðum undir þær vangaveltur hans að starfsmenn stefnda hafi vegna hagsmuna sinna af sölu trygginga haft áhrif á það hvernig stefnandi svaraði spurningum í umsókninni. 

Samkvæmt framansögðu er ljóst að fullnægt er því skilyrði 1. mgr. 6. gr. laga nr. 20/1954, til að bótaskylda stefnda falli niður, að stefnandi gaf rangar upplýs­ingar.  Þá er það jafnframt skilyrði samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna að ætla megi að vátrygginga­félagið hefði ekki tekið á sig vátrygginguna, hefði það haft rétta vitneskju um málavexti.  Stefndi kveður að hefði stefnandi veitt réttar upplýsingar hefði tryggingin ekki verið veitt.   Á þessum tíma hafi verið í gildi vinnureglur hjá stefnda þess efnis að einstaklingum sem ekki voru útivinnandi hafi ekki verið seldar slysatryggingar með vikulegum dagpeningagreiðslum í þrjú ár.  Þetta staðfesti starfs­maður stefnda, Guðný Gunnarsdóttir, fyrir dómi.  Kom fram hjá henni að ekki hefði verið kallað eftir gögnum um laun þegar dagpeningar væru ekki hærri en 50.000 krónur.  Samkvæmt umsókn stefnanda 13. mars 2002 er fyllt út í reitinn: „Aðalstarf“: Vörubílstjóri, flutningabílstjóri og rútubílstjóri. Þá er spurningu um hvort umsækj­andi stundi einnig önnur störf svarað neitandi.  Má skilja umsókn stefnanda þannig að hann hafi á þessum tíma verið útivinnandi en fyrir liggur að svo var ekki.

Enda þótt stefndi hafi haldið áfram fyrir mistök að veita trygginguna eftir að hann komst að því að stefnandi hafði gefið rangar upplýsingar þykir það ekki sýna fram á að stefndi hefði þrátt fyrir rangar upplýsingar stefnanda samþykkt trygginguna. Liggur fyrir að umrædd trygging endurnýjast sjálfkrafa ef henni er ekki sagt upp en stefndi hefur borið að láðst hafi að segja tryggingunni upp.   Af framansögðu þykir stefndi hafa sýnt fram á að ætla megi að hann hefði ekki tekið á sig umrædda vátryggingu hefði hann haft réttar upplýsingar.  Þá eru engin haldbær gögn því til stuðnings að stefndi hefði tekið á sig umrædda tryggingu með öðrum kjörum.  Ekki verður séð hvernig tilvísun stefnanda til 2. og 3. mgr. 16. gr. tryggingaskilmála stefnda varðar ágreiningsefni þetta enda er þar fjallað um leiðir til að skjóta ágreiningi til tjónanefndar vátryggingarfélaganna og áfrýja úrskurði tjónanefndar til úrskurðar­nefndar í vátryggingarmálum.

Samkvæmt 8. gr. laga nr. 20/1954 segir að vilji vátryggingafélag bera fyrir sig eitthvert þeirra atvika er ræðir um í 5.-7. gr. skuli það, er það hafi fengið vitneskju um þau, skýra vátryggingartaka án ástæðulausrar tafar frá því að hve miklu leyti það vill neyta réttar þess er umræddar greinar veiti því.  Stefnandi byggir á því að það leiði af 1. mgr. 24. gr. laga nr. 20/1954 að stefndi hafi aðeins haft 14 daga til að bera fyrir sig þau atriði sem 6. gr. laganna taki til og sá tími hafi verið liðinn þegar stefnanda hafi verið tilkynnt um þá ákvörðun stefnda að hætta bótagreiðslum.  Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laganna má krefja um greiðslu bóta 14 dögum eftir að vátryggingarfélagið átti þess kost að afla þeirra upplýsinga er þörf var á til þess að meta vátryggingaratburðinn og ákveða upphæð bótanna.  Framangreint ákvæði fjallar þannig um hvenær unnt er að krefjast bóta og verður ekki með nokkru móti séð hvernig ákvæðið tengist 8. gr. laganna sem leggur þær skyldur á vátryggingarfélagið að skýra frá því án  ástæðulausrar tafar ef bera á fyrir sig þau atriði sem tilgreind lagaákvæði taki til.  Stefndi þykir hafa sýnt fram á að hann fékk ekki upplýsingar um óvinnufærni stefnanda fyrr en með læknisvottorði Elínborgar Bárðardóttur 13. desember 2002 og þá strax óskaði hann eftir að stefnandi færi í skoðun til Guðmundar Björnssonar læknis.  Þegar greinargerð hans lá fyrir 5. febrúar 2003 var málið skoðað af starfsmönnum stefnda og stefnanda tilkynnt um ákvörðun stefnda með bréfi 27. febrúar 2003.  Liðu því ekki nema þrjár vikur frá því að stefndi fékk greinargerð Guðmundar þar til stefnanda var skýrt frá ákvörðun stefnda.  Verður því ekki annað séð en að stefndi hafi sinnt þeirri skyldu sinni að skýra stefnanda án ástæðulausrar tafar frá þeirri ákvörðun sinni að hætta að greiða bætur á grundelli slysa­tryggingarinnar.

Að öllu því virtu sem nú hefur verið rakið verður stefndi sýknaður af aðalkröfu stefnanda og þegar af þeirri ástæðu eru ekki efni til að fjalla frekar um fjárhæð hennar eða einstaka kröfuliði hennar.

Stefnandi gerir varakröfu um greiðslu á 1.648.050 krónum sem stefndi hafi endurgreitt sjálfum sér er hann dró þá fjárhæð frá bótum til stefnanda vegna slysatryggingar ökumanns hinn 27. október 2006.  Fallast má á það með stefnda að rökstuðningur stefnanda fyrir kröfunni er rýr.  Þó þykir ljóst hvers hann krefst og á hvaða máls­ástæðum sú krafa byggir.  Kveður stefnandi að engin skilyrði hafi verið til þessarar endurgreiðslu og vísar um það til „málsástæðna í stefnu þessari.“  Þá vísar hann til reglna um endurheimtu ofgoldins fjár en engin skilyrði hafi verið til að endurkrefja um framfærslufé þetta sem greitt hafði verið fyrirvaralaust.  Telur hann því skuldajöfnuð óheimilan.

Af gögnum málsins er ljóst að umræddar bætur úr slysatryggingu ökumanns voru vegna umferðarslyssins 19. maí 2002 en ekki vegna umferðarslyssins 2. október 2001 eins og haldið er fram í stefnu.  Stefndi hafði greitt stefnanda dagpeninga á grundvelli margnefndar slysatryggingar sem stefnandi sótti um 13. mars 2002.  Með vísan til þeirrar niðurstöðu málsins að stefndi hefði ekki samþykkt trygginguna ef stefnandi hefði gefið réttar upplýsingar er ljóst að stefnandi fékk ranglega greiddar bætur að fjárhæð 1.648.050 krónur og átti stefndi því gilda gagnkröfu á stefnanda þegar kom að greiðslu hans til stefnanda úr slysatryggingu ökumanns.

Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki annað ráðið en að stefnda hafi verið heimilt að  skuldajafna ofgreiddum bótum til stefnanda við bótagreiðslur stefnda til stefnanda úr slysatryggingu ökumanns, enda hefur ekki verið sýnt fram á það af hálfu stefnanda að skilyrði skuldajafnaðar hafi ekki verið fyrir hendi í umræddu tilviki.

Að því virtu sem nú hefur verið rakið verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda í máli þessu.

Þrátt fyrir þessa niðurstöðu þykir eftir atvikum rétt að málskostnaður falli niður.  Gjafsóknarkostnaður stefnanda, sem er málflutningsþóknun lögmanns hans, sem þykir hæfilega ákveðin 800.000 krónur, og hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisauka­skatts, greiðist úr ríkissjóði.

Af hálfu stefnanda flutti málið Einar Gautur Steingrímsson hrl. en af hálfu stefnda flutti málið Ásgerður Ragnarsdóttir hdl.

Greta Baldursdóttir héraðsdómari kveður upp dóminn.

D Ó M S O R Ð

Stefndi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., er sýknaður af öllum kröfum stefnanda, Kristjáns Freys Karlssonar.

Málskostnaður fellur niður.  Gjafsóknarkostnaður stefnanda að fjárhæð 800.000 krónur, sem er málflutningsþóknun lögmanns hans, greiðist úr ríkissjóði.