Hæstiréttur íslands
Mál nr. 14/2001
Lykilorð
- Kærumál
- Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
|
Föstudaginn 12. janúar 2001. |
|
Nr. 14/2001. |
Lögreglustjórinn í Reykjavík (Egill Stephensen saksóknari) gegn X (Hilmar Ingimundarson hrl.) |
Kærumál. Gæsluvarðhald. A liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. janúar 2001, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. janúar sl., þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 30. janúar nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími.
Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. janúar 2001.
Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess með vísan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, að kærði, X, [ . . . ], sæti áfram gæsluvarðhaldi, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 30. janúar nk. kl. 16.00.
Kærði mótmælir kröfu þessari.
[ . . . ]
Fram er komið að lögregla rannsakar alvarleg brot gegn fíkniefnalöggjöfinni og kærði er grunaður um að eiga aðild að þeim brotum sem geta varðað hann fangelsisrefsingu sbr. 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og lög nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni ef sök sannast. Rannsóknargögn benda til þess að kærði tengist þessum brotum og er rökstuddur grunur um aðild hans að þeim enda þótt hann neiti því. Fallast verður á það með lögreglu að brýnir rannsóknarhagsmunir séu fyrir hendi og hætta á því að kærði geti haft áhrif á vitni eða samseka ef hann gangi laus. Þykja því skilyrði a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 vera fyrir hendi og verður krafa lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald kærða tekin til greina eins og hún er fram sett og greinir í úrskurðarorði.
Greta Baldursdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð
Kærði, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi, til þriðjudagsins 30. janúar nk. kl. 16:00.