Hæstiréttur íslands
Mál nr. 132/2011
Lykilorð
- Kærumál
- Fjármálafyrirtæki
- Slitameðferð
- Frestur
- Kæruheimild
- Frávísun frá Hæstarétti
- Málskostnaður
|
Föstudaginn 18. mars 2011. |
|
|
Nr. 132/2011. |
Rawlinson & Hunter Trustees S.A. (Stefán Geir Þórisson hrl.) gegn Kaupþingi banka hf. (Andri Árnason hrl.) ABN AMRO Bank NV London Branch Abrams Capital Partners I LP ACMO S.a.r.l. Arrowgrass Distressed Opportunities Fund Ltd. Arrowgrass Investments S.a.r.l. Arrowgrass Master Fund Ltd. Arrowgrass Special Situations S.a.r.l. Aurelius Capital Master Ltd. Aurelius Capital Partners LP Aurelius Convergence Master Ltd. Baejarins Partners LLC Barclays Bank plc Baupost Group Securities LLC Borgartun Associates LLC Canyon Balanced Master Fund Ltd. Canyon Capital Finance S.a.r.l. Canyon-GRF Master Fund LP Canyon Special Opportunities Master Fund (Cayman) Ltd. Canyon Value Realization Fund LP Canyon Value Realization MAC 18 Ltd. CCM Pension-A LLC CCM Pension-B LLC CCM Pension-C LLC Centerbridge Credit Partners Master LP Centerbridge Credit Partners LP Centerbridge Special Credit Partners LP Cerberus Series Four Holdings LLC City Canyon Ltd. Citigroup Global Markets Ltd. Contrarian Emerging Markets LP Contrarian Long Short LP Credit Opportunities European Funding S.a.r.l. Crescent 1 LP CRS Fund Ltd. CVI GVF (Lux) Master S.a.r.l. Cyrus Opportunities Master Fund II Ltd. Cyrus Select Opportunities Fund Ltd. Deutsche Bank AG London Deutsche Bank AG - London Branch E.SUN Commercial Bank Ltd. Offshore Banking Branch Eton Park Fund Ltd. Eton Park Master Fund Ltd. FCCD Ltd. FCCO Ltd. FCOF Europe UB Securities Ltd. FCOF II Europe UB Securities Ltd. Fortelus Special Situations Master Fund Ltd. FPOF ICE LLC FTS SIP LP Future Fund Board of Guardians Geysir Advisors LLC Goldman Sachs International Goldman Sachs Lending Partners LLC Government Savings Bank GRF Master Fund LP Grindavik Fund LLC Gulfoss Partners LLC HFR Ed Select Fund IV Master Trust DTD 7/16/01 Highfields Capital I LP Highfields Capital II LP Highfields Capital III LP Hilcrest Investors Ltd. ING Life Insurance and Annuity Company ING USA Annuity and Life Insurance Company Keflavik Associates LLC King Street Acquisition Company LLC KSAC Europe Investments S.a.r.l. Laugavegur Partners LLC Lerner Enterprises LLC Lyxor/Canyon Value Realization Fund Ltd. Lyxor/York Fund Ltd. Lyxor/Third Point Fund Ltd. Merrill Lynch International Mizrahi Tefahot Bank Ltd. Mount Kellett Capital Partners Nomura International plc North Run Master Fund LP Oakhill Credit Alpha Master Fund LP OHA Strategic Credit Fund (Parallel I) LP OHA Strategic Credit Master Fund (Parallel II) LP OHA Strategic Credit Master Fund II (Offshore) LP OHA Structured Products Master Fund B LP OHA Structured Products Master Fund LP OHSF Funding II S.a.r.l. Perry GRF Master Fund LP Perry Partners International Inc. Perry Partners LP Perry Principals LLC Potter Netherlands Cooperatief U.A. Promontoria Holding VI B.V. Reliastar Life Insurance Company Saga Capital Fjárfestingarbanki hf. Sculptor Investments S.a.r.l. Silfra Fund LLC Silver Point Capital Fund LP Silver Point Offshore Master Fund LP SMBC Capital Markets Inc. Soltun Partners LLC SPCP Group LLC Strategic Credit Funding S.a.r.l. Strategic Value Master Fund Ltd. Stone Lion Portofolio LP SL Portofolio Investments LLC Swanbird & Co. (Nominee of Thrivent Financial for Lutherans) The Canyon Value Realization Fund (Cayman) Ltd. The Royal Bank of Scotland plc Thingvellir Fund LLC Third Point Loan LLC Third Point Offshore Master Fund LP Third Point Partners LP Third Point Qualified Partners LP Third Point Ultra Master Fund LP Thrivent Financial for Lutherans Venor Capital Master Fund Ltd. VR Global Partners LP Western Asset Management Company WGZ Bank Ireland plc WGZ Bank Luxembourg S.A. Whitecrest Partners LP York Enhanced Strategies Fund LLC York Event-Driven UCITS Fund York Global Finance Offshore BDH (Luxembourg) S.a.r.l. og Yorvik Partners LLP Rawlinson & Hunter Trustees S.A. gegn Kaupþingi banka hf. ABN AMRO Bank NV London Branch Abrams Capital Partners I LP ACMO S.a.r.l. Arrowgrass Distressed Opportunities Fund Ltd. Arrowgrass Investments S.a.r.l. Arrowgrass Master Fund Ltd. Arrowgrass Special Situations S.a.r.l. Aurelius Capital Master Ltd. Aurelius Capital Partners LP Aurelius Convergence Master Ltd. Baejarins Partners LLC Barclays Bank plc Baupost Group Securities LLC Borgartun Associates LLC Canyon Balanced Master Fund Ltd. Canyon Capital Finance S.a.r.l. Canyon-GRF Master Fund LP Canyon Special Opportunities Master Fund (Cayman) Ltd. Canyon Value Realization Fund LP Canyon Value Realization MAC 18 Ltd. CCM Pension-A LLC CCM Pension-B LLC CCM Pension-C LLC Centerbridge Credit Partners Master LP Centerbridge Credit Partners LP Centerbridge Special Credit Partners LP Cerberus Series Four Holdings LLC City Canyon Ltd. Citigroup Global Markets Ltd. Contrarian Emerging Markets LP Contrarian Long Short LP Credit Opportunities European Funding S.a.r.l. Crescent 1 LP CRS Fund Ltd. CVI GVF (Lux) Master S.a.r.l. Cyrus Opportunities Master Fund II Ltd. Cyrus Select Opportunities Fund Ltd. Deutsche Bank AG London Deutsche Bank AG - London Branch E.SUN Commercial Bank Ltd. Offshore Banking Branch Eton Park Fund Ltd. Eton Park Master Fund Ltd. FCCD Ltd. FCCO Ltd. FCOF Europe UB Securities Ltd. FCOF II Europe UB Securities Ltd. Fortelus Special Situations Master Fund Ltd. FPOF ICE LLC FTS SIP LP Future Fund Board of Guardians Geysir Advisors LLC Goldman Sachs International Goldman Sachs Lending Partners LLC Government Savings Bank GRF Master Fund LP Grindavik Fund LLC Gulfoss Partners LLC HFR Ed Select Fund IV Master Trust DTD 7/16/01 Highfields Capital I LP Highfields Capital II LP Highfields Capital III LP Hilcrest Investors Ltd. ING Life Insurance and Annuity Company ING USA Annuity and Life Insurance Company Keflavik Associates LLC King Street Acquisition Company LLC KSAC Europe Investments S.a.r.l. Laugavegur Partners LLC Lerner Enterprises LLC Lyxor/Canyon Value Realization Fund Ltd. Lyxor/York Fund Ltd. Lyxor/Third Point Fund Ltd. Merrill Lynch International Mizrahi Tefahot Bank Ltd. Mount Kellett Capital Partners Nomura International plc North Run Master Fund LP Oakhill Credit Alpha Master Fund LP OHA Strategic Credit Fund (Parallel I) LP OHA Strategic Credit Master Fund (Parallel II) LP OHA Strategic Credit Master Fund II (Offshore) LP OHA Structured Products Master Fund B LP OHA Structured Products Master Fund LP OHSF Funding II S.a.r.l. Perry GRF Master Fund LP Perry Partners International Inc. Perry Partners LP Perry Principals LLC Potter Netherlands Cooperatief U.A. Promontoria Holding VI B.V. Reliastar Life Insurance Company Saga Capital Fjárfestingarbanki hf. Sculptor Investments S.a.r.l. Silfra Fund LLC Silver Point Capital Fund LP Silver Point Offshore Master Fund LP SMBC Capital Markets Inc. Soltun Partners LLC SPCP Group LLC Strategic Credit Funding S.a.r.l. Strategic Value Master Fund Ltd. Stone Lion Portofolio LP SL Portofolio Investments LLC Swanbird & Co. (Nominee of Thrivent Financial for Lutherans) The Canyon Value Realization Fund (Cayman) Ltd. The Royal Bank of Scotland plc Thingvellir Fund LLC Third Point Loan LLC Third Point Offshore Master Fund LP Third Point Partners LP Third Point Qualified Partners LP Third Point Ultra Master Fund LP Thrivent Financial for Lutherans Venor Capital Master Fund Ltd. VR Global Partners LP Western Asset Management Company WGZ Bank Ireland plc WGZ Bank Luxembourg S.A. Whitecrest Partners LP York Enhanced Strategies Fund LLC York Event-Driven UCITS Fund York Global Finance Offshore BDH (Luxembourg) S.a.r.l. og Yorvik Partners LLP (enginn) |
Kærumál. Fjármálafyrirtæki. Slitameðferð. Frestun. Kæruheimild. Frávísun
máls frá Hæstarétti. Málskostnaður.
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu R um að máli hans gegn K hf. yrði frestað þar til niðurstaða lægi fyrir í dómsmáli sem R hafði höfðað í Bretlandi gegn K hf. Var um kæruheimild vísað til 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. e. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Talið var að samkvæmt gagnályktun frá h. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 yrði úrskurður um frestun máls ekki kærður til Hæstaréttar, sbr. 2. málslið 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991, en stoð fyrir kæruheimild yrði með engu mótin fundin í e. lið 1. mgr. 143. laga nr. 91/1991. Var málinu því vísað frá Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. febrúar 2011, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. mars sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. febrúar 2011, þar sem hafnað var kröfu Investec Trust (Guernsey) Ltd. og Bayeux Trustees Ltd. um að máli þeirra gegn varnaraðilanum Kaupþingi banka hf. yrði frestað þar til niðurstaða lægi fyrir í dómsmáli, sem þeir hafi höfðað í Bretlandi gegn varnaraðilanum. Sóknaraðili, sem kveðst í kæru hafa tekið vegna réttindaframsals við aðild að málinu af Investec Trust (Guernsey) Ltd. og Bayeux Trustees Ltd., vísar um kæruheimild til 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. e. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hann krefst að málinu verði frestað eins og að framan greinir, svo og að sér verði dæmdur málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður.
Varnaraðilinn Kaupþing banki hf. krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar.
Aðrir þeir, sem telja sig geta staðið til varnar í málinu og greindir eru að framan í heiti þess, hafa ekki látið það til sín taka fyrir Hæstarétti.
Eins og áður kom fram var með hinum kærða úrskurði hafnað kröfu Investec Trust (Guernsey) Ltd. og Bayeux Trustees Ltd. um að máli þessu yrði frestað. Samkvæmt gagnályktun frá h. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 verður úrskurður um það efni ekki kærður til Hæstaréttar, sbr. 2. málslið 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991, en stoð fyrir kæruheimild verður með engu móti fundin hér í e. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991, sem sóknaraðili hefur samkvæmt áðursögðu vísað til. Máli þessu verður því vísað frá Hæstarétti.
Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðilanum Kaupþingi banka hf. kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir, en við ákvörðun hans er tekið tillit til þess að kæra þessi er gersamlega að ófyrirsynju.
Dómsorð:
Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.
Sóknaraðili, Rawlinson & Hunter Trustees S.A., greiði varnaraðila Kaupþingi banka hf. 750.000 krónur í kærumálskostnað.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. febrúar 2011.
Investec Trust (Guernsey) Limited
og
Bayeux Trustees Limited
(Sigurður Guðjónsson hrl.)
gegn
Kaupþingi banka hf.,
(Andri Árnason hrl.)
ABN AMRO Bank NV, London Branch,
Abrams Capital Partners I, L.P.,
ACMO S.a.r.l.,
Arrowgrass Distressed Opportunities Fund Ltd.,
Arrowgrass Investments Sarl,
Arrowgrass Master Fund Ltd.,
Arrowgrass Special Situations Sarl,
Aurelius Capital Master, Ltd.,
Aurelius Capital Partners, LP,
Aurelius Convergence Master, Ltd.,
Baejarins Partners L.L.C.,
Barclays Bank plc,
Baupost Group Securities, L.L.C.,
Borgartun Associates, L.L.C.,
Canyon Balanced Master Fund, Ltd.,
Canyon Capital Finance Sarl,
Canyon-GRF Master Fund, LP,
Canyon Special Opportunities Master Fund (Cayman), Ltd.,
Canyon Value Realization Fund, LP,
Canyon Value Realization MAC 18, Ltd.,
CCM Pension-A LLC,
CCM Pension-B LLC,
CCM Pension-C LLC,
Centerbridge Credit Partners Master, L.P.,
Centerbridge Credit Partners, L.P.,
Centerbridge Special Credit Partners, L.P.,
Cerberus Series Four Holdings, LLC,
City Canyon Ltd.,
Citigroup Global Markets Limited,
Contrarian Emerging Markets L.P.,
Contrarian Long Short L.P.,
Credit Opportunities European Funding Sarl,
Crescent 1 L.P.,
CRS Fund Ltd.,
CVI GVF (Lux) Master S.a.r.l.,
Cyrus Opportunities Master Fund II Ltd.,
Cyrus Select Opportunities Fund Ltd.,
Deutsche Bank AG, London,
Deutsche bank AG-London Branch,
E.SUN Commercial Bank Ltd., Offshore Banking Branch,
Eton Park Fund Ltd.,
Eton park Master Fund, Ltd.,
FCCD Limited,
FCCO Limited,
FCOF Europe UB Securities Limited,
FCOF II Europe UB Securities Limited,
Fortelus Special Situations Master,
Fund Ltd.,
FPOF ICE LLC,
FTS SIP L.P.,
Future Fund Board of Guardians,
Geysir Advisors, L.L.C.,
Goldman Sachs International,
Goldman Sachs Lending Partners LLC,
Government Savings Bank,
GRF Master Fund, L.P.,
Grindavik Fund, LLC,
Gulfoss Partners, L.L.C.,
HFR Ed Select Fund IV Master Trust DTD 7/16/01,
Highfields Capital I LP,
Highfields Capital II LP,
Highfield Capital III LP,
Hilcrest Investors Ltd.,
ING Life Insurance and Annuity Company,
ING USA Annuity and Life Insurance Company,
Keflavik Associates, L.L.C.,
King Street Acquisition Company, L.L.C.,
KSAC Europe Investments S.a.r.l.,
Laugavegur Partners, LLC,
Lerner Enterprises, LLC,
Lyxor/Canyon Value Realization Fund Limited,
Lyxor/York Fund, Ltd.,
Lyxor/Third Point Fund Ltd.,
Merrill Lynch International,
Mizrahi Tefahot Bank Limited,
Mount Kellett Capital Partners,
Nomura International plc,
North Run Master fund, LP,
Oakhill Credit Alpha Master fund, L.P.,
OHA Strategic Credit Fund (Parallel I), L.P.,
OHA Strategic Credit Master Fund (Parallel II), L.P.,
OHA Strategic Credit Master Fund II (Offshore), L.P.,
OHA Structured Products Master Fund B, L.P.,
OHA Structured Products Master Fund, L.P.,
OHSF Funding II S.a.r.l.,
Perry GRF Master Fund, LP,
Perry Partners International Inc.,
Perry Partners, LP,
Perry Principals, LLC,
Potter Netherlands Cooperatief U.A.,
Promontoria Holding VI B.V.,
Reliastar Life Insurance Company,
Saga Capital Fjárfestingarbanki hf.,
Sculptor Investments S.a.r.l.,
Silfra Fund, LLC,
Silver Point Capital Fund, L.P.,
Silver Point Offshore Master Fund, L.P.,
SMBC Capital Markets, Inc.,
Soltun Partners L.L.C.,
SPCP Group, LLC,
Strategic Credit Funding S.a.r.l.,
Strategic Value Master Fund Limited,
Stone Lion Portofolio L.P.,
SL Portofolio Investments LLC,
Swanbird & Co. (Nominee of Thrivent Financial for Lutherans),
The Canyon Value Realization Fund (Cayman) Ltd.,
The Royal Bank of Scotland, plc,
Thingvellir Fund, L.L.C.,
Third Point Loan L.L.C.,
Third Point Offshore Master Fund L.P.,
Third Point Partners L.P.,
Third Point Qualified Partners L.P.,
Third Point Ultra Master Fund L.P.,
Thrivent Financial for Lutherans,
Venor Capital Master Fund Ltd.,
VR Global Partners, L.P.,
Western Asset Management Company,
WGZ Bank Ireland plc,
WGZ Bank Luxembourg S.A.,
Whitecrest Partners, L.P.,
York Enhanced Strategies Fund, LLC,
York Event-Driven UCITS Fund,
York Global Finance Offshore BDH (Luxembourg) S.a.r.l.,
og
Yorvik Partners LLP
(Kári Hólmar Ragnarsson hdl.)
I
Mál þetta var þingfest 26. október 2010, en þá var lagt fram bréf slitastjórnar Kaupþings banka hf., móttekið 16. ágúst sama ár, þar sem óskað var dómsmeðferðar vegna ágreinings um lýsta kröfu sóknaraðila, Investec Trust (Guernsey) Limited og Bayeux Trustees Limited, á hendur Kaupþingi banka hf. Erindinu var beint til héraðsdóms á grundvelli 120. gr., sbr. 171. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.
Í bréfi slitastjórnar er kröfu sóknaraðila þannig lýst: „Krafan er tvískipt. Annars vegar er um að ræða skaðabótakröfu í tengslum við rétt á söluhagnaði vegna sölu á Somerfield, svokallað „Somerfield Proceeds“. Byggir kröfuhafi á því að Kaupþing hafi fallist á að kröfuhafi fengi söluhagnað í stað þess að hann yrði nýttur til að greiða upp lán til að koma í veg fyrir að kröfuhafi myndi „blokka“ söluna. Kröfunni er aðallega lýst sem sértökukröfu skv. 109. gr. laga nr. 21/1991 en til vara skv. 113. gr. laga nr. 21/1991. Hins vegar er um að ræða skaðabótakröfu sem byggir á því að Kaupþing hafi með sviksamlegum hætti (e. false and fraudulent representations) fengið kröfuhafa til að fjárfesta og leggja inn fjármuni/eignir í strúktúrinn „Oscatello Joint Venture“ í desember 2007 og mars 2008. Þeirri kröfu er lýst sem almennri kröfu skv. 113. gr. laga nr. 21/1991.“
Slitastjórn Kaupþings banka hf. hafnaði kröfunni með þeim rökstuðningi að kröfuhafar hefðu ekki sýnt fram á að þeir ættu réttmæta skaðabótakröfu á hendur Kaupþingi banka hf. Þá var ekki talið að ákvæði 30., 33. og 36. gr. samningalaga nr. 7/1936 ættu við. Sóknaraðilar mótmæltu afstöðu varnaraðila til kröfunnar, en ágreiningur varð ekki jafnaður.
Með bréfi til varnaraðila 12. júlí 2010 tilkynntu sóknaraðilar að þeir féllu frá þeim hluta kröfunnar er fjallar um svokallað „Somerfield Proceeds“. Samkvæmt því lýtur ágreiningur aðila að því hvort, og þá að hvaða marki, viðurkenna beri skaðabótakröfu sóknaraðila sem grundvölluð er á því að Kaupþing banki hf. hafi með rangri upplýsingagjöf fengið sóknaraðila til að fjárfesta og leggja inn fjármuni/eignir í strúktúrinn „Oscatello Joint Venture“ í desember 2007 og mars 2008.
Tekið er fram í bréfi slitastjórnar að auk slitastjórnar og sóknaraðila eigi Réttur Aðalsteinsson & Partners aðild að málinu fyrir hönd ýmissa kröfuhafa.
Í þinghaldi í málinu 19. nóvember sl. lagði lögmaður sóknaraðila fram skriflega beiðni um að meðferð málsins yrði frestað þar til niðurstaða lægi fyrir í bresku dómsmáli sem sóknaraðilar hefðu höfðað gegn varnaraðila o.fl. 1. júlí 2010 fyrir High Court of Justice, Queens Bench Division, Commercial Court í Bretlandi. Varnaraðilar höfnuðu þessari beiðni og kröfðust þess að sóknaraðilum yrði gert að leggja fram greinargerð af sinni hálfu. Dómari ákvað að fresta málinu til 2. febrúar sl. og gefa lögmönnum þá kost á að flytja málið munnlega um fram komna kröfu sóknaraðila. Að því búnu var málið tekið til úrskurðar um þann þátt málsins.
II
Eins og áður greinir krefjast sóknaraðilar þess að meðferð málsins verði frestað þar til niðurstaða liggur fyrir í bresku dómsmáli sem þeir höfðuðu gegn varnaraðila, Kaupþingi banka hf., o.fl. 1. júlí 2010 fyrir High Court of Justice, Queens Bench Division, Commercial Court í Bretlandi. Þá krefjast þeir málskostnaðar úr hendi varnaraðila. Byggist krafan á því að fyrir hinum breska dómstóli sé nú til umfjöllunar hliðstæður ágreiningur og í þessu máli, að hluta til milli sömu aðila, og muni úrslit þess dómsmáls hafa verulega þýðingu fyrir það álitaefni sem hér sé til úrlausnar. Kröfu sinni til stuðnings vísa sóknaraðilar til 3. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og 1. mgr. 22. gr. laga nr. 68/1995, um Lúganósamninginn um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum.
Sóknaraðilar benda einnig á að mál þetta sé rekið samkvæmt ákvæðum 120. gr., sbr. 171. gr. laga nr. 21/1991, og hafi málið verið höfðað við þingfestingu þess 26. október 2010, sbr. 1. mgr. 176. gr. sömu laga. Þar sem stefna í breska dómsmálinu hafi verið birt slitastjórn varnaraðila 5. júlí 2010 sé ljóst að það mál hafi verið höfðað áður en ágreiningsmál þetta hafi verið höfðað. Í fyrrnefnda málinu hafi Kaupþing banki hf. gert kröfu um frávísun málsins, m.a. á þeim grundvelli að breskir dómstólar hefðu ekki vald til þess að dæma um ágreininginn vegna slitameðferðar varnaraðila, Kaupþings banka hf. Niðurstöðu um þá kröfu sé að vænta í þessum mánuði. Þá telja sóknaraðilar óumdeilt að ágreiningur aðila í hinu breska dómsmáli svipi mjög til þess ágreinings sem hér sé til umfjöllunar, og vísa í því sambandi til framlagðrar stefnu og samantektar lögmanns sóknaraðila í Bretlandi. Byggja þeir einnig á því að efni hins breska dómsmáls varði úrslit þessa máls verulega í skilningi 3. mgr. 102. gr. laga nr. 21/1991, en jafnframt að kröfur í báðum ágreiningsmálunum teljist skyldar kröfur í skilningi 3. mgr. 22. gr. laga nr. 68/1995, um Lúganósamninginn. Verði máli þessu ekki frestað þar til úrslit liggi fyrir í hinu breska dómsmáli telja þeir hættu á að fram komi tvær ósamrýmanlegar niðurstöður um sama sakarefnið. Leggja sóknaraðilar áherslu á að markmið þeirra sé að færa fram niðurstöðu dómstólsins í hinu breska dómsmáli til stuðnings kröfum þeirra í máli þessu. Þótt ákvæði laga um slitameðferð, þ.m.t. tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2001/24/EB, og ákvæði laga um fjármálafyrirtæki og gjaldþrotaskipti leiði til þess að um slit íslensks fjármálafyrirtækis skuli fara að íslenskum lögum, þá leiði almennar reglur kröfuréttar og lagaskilaréttar til þess að við úrlausn þessa máls muni reyna á inntak erlendra réttarreglna. Telja sóknaraðilar víst að í niðurstöðu hins breska dómsmáls muni felast sönnun fyrir réttarreglum í Bretlandi, sem þeim sé nauðsynlegt að leiða í ljós í því ágreiningsmáli sem hér sé til úrlausnar. Í því efni vísa þeir til 2. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.
Sóknaraðilar benda loks á að samkvæmt fyrirliggjandi samningi hafi aðilar samið um að breskar efnisreglur ættu við um ágreining sem kynni að rísa á grundvelli hans, en einnig hafi þeir sammælst um lögsögðu breskra dómstóla í því skyni að jafna ágreiningsefni sín.
III
Varnaraðili, Kaupþing banki hf., krefst þess að hafnað verði kröfu sóknaraðila um frestun málsmeðferðar, en að sóknaraðilum verði þess í stað veittur skammur frestur til að skila greinargerð í málinu. Þá krefst hann málskostnaðar.
Af hálfu Kaupþings banka hf. er á því byggt að mál þetta hafi verið höfðað með móttöku kröfulýsingar frá sóknaraðila, 30. desember 2009, og því löngu fyrir málshöfðun sóknaraðila á hendur varnaraðila í Bretlandi. Því til stuðnings vísar hann til 6. mgr. 117. gr. laga nr. 21/1991, þar sem segi að kröfulýsingu fylgi sömu áhrif og ef mál hefði verið höfðað um kröfuna á þeirri stundu. Regla þessi hafi mikla þýðingu, enda mæli hún fyrir um tiltekin réttaráhrif kröfulýsingar, sem stofnist á því tímamarki sem þar greini. Með kröfulýsingunni hafi sóknaraðilar jafnframt fallist á að beina ágreiningi aðila í þann farveg sem mælt sé fyrir um í lögum nr. 21/1991, enda hafi þeim ekki staðið annað til boða, sbr. 1. mgr. 116. gr. sömu laga. Telur hann ranga þá ályktun sóknaraðila að miða skuli upphaf málshöfðunar við þingfestingu ágreiningsmálsins fyrir Héraðsdómi, sbr. 1. mgr. 176. gr. laga nr. 21/1991, og bendir á að yrði niðurstaðan sú gætu erlendir kröfuhafar höfðað mál í öðru ríki á hendur þrotabúi í því skyni að tefja skiptameðferð og afla sér betri stöðu en aðrir kröfuhafar. Slíkt samrýmist ekki reglum gjaldþrotalaga um jafnræði kröfuhafa og fari að auki í bága við ákvæði tilskipunar nr. 2001/24 /EB. Um leið áréttar hann að ágreiningur aðila lúti að tiltekinni kröfu, sem sóknaraðilar hafi lýst við slit varnaraðila, og geti aðeins dómstóll heimaríkis varnaraðila leyst úr þeirri kröfu.
Varnaraðili byggir einnig á því að 3. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, eigi aðeins við í þeim tilvikum er einkamál skarist. Því sé ekki hér að heilsa. Þá mótmælir hann því að ákvæði 1. mgr. 22. gr. Lúganósamningsins geti átt við, enda sé berum orðum tekið fram í samningnum sjálfum, sbr. 2. tl. 2. mgr. 1. gr. hans, að hann gildi ekki um gjaldþrotameðferð. Enn fremur telur varnaraðili óljóst hvað raunverulega vaki fyrir sóknaraðilum með því að óska eftir frestun málsins, og bendir á að sóknaraðilar hafi lýst því yfir að ágreiningur aðila sé í báðum tilvikum hinn sami. Hins vegar megi helst skilja rök sóknaraðila þannig að þeir vilji leita lögfræðiálits eða sönnunar um réttarreglu fyrir hinum breska dómstóli, í því skyni að leggja það álit fram í þessu ágreiningsmáli. Telur hann að slíkt fái vart staðist almennar reglur einkamálaréttarfars.
Aðrir varnaraðilar taka undir sjónarmið Kaupþings banka hf. hér að ofan og krefjast þess að hafnað verði kröfu sóknaraðila um frestun málsins.
IV
Eins og rakið er hér að framan lýstu kröfuhafarnir Investec Trust (Guernsey) Limited og Bayeux Trustees Limited kröfu við slit varnaraðila. Kröfulýsingin er dagsett 29. desember 2009 og árituð um móttöku varnaraðila 30. sama mánaðar. Slitastjórn varnaraðila hafnaði kröfunni. Þar sem ekki tókst að jafna ágreining aðila um afstöðu slitastjórnar til viðurkenningar hennar var málinu vísað til úrlausnar Héraðsdóms Reykjavíkur á grundvelli 2. mgr. 120. gr. og 171. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Var ágreiningsmálið þingfest fyrir dóminum 26. október 2010.
Sóknaraðilar halda því fram að fresta beri meðferð málsins þar til niðurstaða liggur fyrir í dómsmáli sem þeir höfðuðu fyrir breskum dómstóli gegn varnaraðila í júlímánuði 2010, og því nokkru áður en mál þetta var þingfest fyrir dóminum. Fullyrða þeir að ágreiningur aðila í Bretlandi sé hinn sami og í þessu máli og að hluta til milli sömu aðila, og muni úrslit hins breska dómstóls hafa verulega þýðingu fyrir það álitaefni sem hér sé til úrlausnar. Kröfunni til stuðnings vísa þeir til 3. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991 og 1. mgr. 22. gr. laga nr. 68/1995, um Lúganósamninginn um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum. Í síðarnefnda ákvæðinu segir að ef skyldar kröfur eru gerðar fyrir dómstólum í tveimur eða fleiri samningsríkjum geti hver dómstóll, annar en sá sem mál er fyrst höfðað fyrir, frestað málsmeðferð sinni meðan málin eru til meðferðar á fyrsta dómstigi.
Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 68/1995 er tekið fram að Lúganósamningurinn gildi um einkamál, þar á meðal verslunarmál, án tillits til þess hvaða dómstóll fer með mál. Í 2. tl. 2. mgr. sömu greinar segir hins vegar að samningurinn gildi ekki um gjaldþrot, nauðasamninga eða sambærilega málsmeðferð.
Ágreiningur málsaðila, sem hér er til úrlausnar, sætir sérstakri meðferð samkvæmt fyrirmælum laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., og fellur málið því utan þess að teljast einkamál í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 68/1995, sbr. og 1. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Af þeirri ástæðu, en ekki síður með vísan til áðurnefnds ákvæðis Lúganósamningsins um að hann gildi ekki um gjaldþrotameðferð, verður hvorki fallist á að ástæða sé til að fresta meðferð þessa máls á grundvelli 1. mgr. 22. gr. laga nr. 68/1995 né 3. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991.
Samkvæmt 1. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum, sbr. 6. gr. laga nr. 44/2009, gilda við slit fjármálafyrirtækis sömu reglur og við gjaldþrotaskipti um gagnkvæma samninga þess og kröfur á hendur því, að öðru leyti en því að dómsúrskurður um að það sé tekið til slita leiðir ekki sjálfkrafa til þess að kröfur á hendur því falli í gjalddaga. Þá segir í 4. mgr. sömu greinar að ákvæði XVIII. kafla og 5. þáttar laga um gjaldþrotaskipti o.fl. gildi um meðferð krafna á hendur fjármálafyrirtæki við slit þess. Í XVIII. kafla laga nr. 21/1991 er m.a. að finna reglur um að dómsmál verði ekki höfðað í héraði gegn þrotabúi, nema mælt sé fyrir um heimild til þess í lögum, um nauðsyn kröfulýsingar og áhrif vanlýsingar.
Varnaraðili, Kaupþing banki hf., er með lögheimili og varnarþing hér á landi. Í því felst ekki aðeins að íslensk lög gilda um slit fyrirtækisins, heldur einnig að leysa skuli úr ágreiningsmálum vegna lýstra krafna á hendur fyrirtækinu fyrir íslenskum dómstólum. Slík málsmeðferð styðst og við ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2001/24/EB frá 4. apríl 2001, um endurskipulagningu og slit lánastofnana, sbr. 1. mgr. 10. gr. tilskipunarinnar og f) lið 2. mgr. sömu greinar. Þar sem leiða ber ágreining aðila til lykta fyrir íslenskum dómstólum, í þessu tilviki Héraðsdómi Reykjavíkur, þykja engin rök til að fallast á kröfu sóknaraðila um að fresta málinu og bíða niðurstöðu í dómsmáli sem þeir hafa höfðað gegn varnaraðila, Kaupþingi banka hf., í Bretlandi. Verður kröfunni því hafnað.
Samkvæmt 1. mgr. 177. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., skal héraðsdómari gefa sóknaraðila kost á að skila greinargerð í málum sem þessum. Í ákvæðinu er rætt um skamman frest í þessu skyni, án nánari leiðbeininga. Hefur dómari því nokkurt svigrúm til ákvörðunar um lengd frestsins. Þegar haft er í huga umfang þessa máls þykir rétt að veita sóknaraðilum frest til þess að skila greinargerð sinni og gögnum til föstudagsins 4. mars nk. kl. 09.15. Verður málið þá tekið fyrir að nýju í dómsal 302.
Ákvörðun málskostnaðar bíður efnisúrlausnar.
Ingimundur Einarsson héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð:
Hafnað er kröfu sóknaraðila, Investec Trust (Guernsey) Limited og Bayeux Trustees Limited, um að meðferð þessa máls verði frestað þar til niðurstaða liggur fyrir í dómsmáli sem þeir hafa höfðað gegn varnaraðila, Kaupþingi banka hf., í Bretlandi.
Sóknaraðilum er veittur frestur til að skila greinargerð í málinu til föstudagsins 4. mars 2011, kl. 09.15.
Ákvörðun málskostnaðar bíður efnisúrlausnar.