Hæstiréttur íslands

Mál nr. 15/2001


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Föstudaginn 12

 

Föstudaginn 12. janúar 2001.

Nr. 15/2001.

Lögreglustjórinn í Reykjavík

(Egill Stephensen saksóknari)

gegn

X

(Guðmundur Ó. Björgvinsson hdl.)

                                                   

Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. janúar 2001, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. janúar sl., þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 23. janúar nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími.

Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.

Að virtum gögnum málsins verður að fallast á með sóknaraðila að rökstuddur grunur sé fyrir hendi um að varnaraðili eigi þátt í þeim ætluðu fíkniefnalagabrotum, sem greint er frá í úrskurði héraðsdómara. Með þessari athugasemd verður hinn kærði úrskurður staðfestur með vísan til forsendna hans.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. janúar 2001.

Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X, [ . . . ], verði á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 23. janúar nk. kl. 16.00.

[ . . .]

Verið er að rannsaka ætluð brot kærða gegn lögum um ávana- og fíkniefni  nr. 65/1974 sem eftir atvikum gæti varðað við 173. gr. a almennra hegningarlaga. Rannsókn málsins er á frumstigi.  Kærði hefur neitað sakargiftum.

Með vísan til alls ofanritaðs þykir rétt sbr. a-lið 1. mgr. 103. gr. laga 19/1991 að verða við kröfu lögreglustjórans í Reykjavík, enda ljóst af gögnum málsins að yfirheyra þarf kærða frekar svo og samseka og/eða vitni og ljóst er að hann getur torveldað rannsókn málsins gangi hann laus.  Er því krafa lögreglunnar tekin til greina eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði.

Greta Baldursdóttir hérðasdómari kvað upp úrskurðinn.

 

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 23. janúar nk. kl. 16:00.