Hæstiréttur íslands
Mál nr. 529/2002
Lykilorð
- Kærumál
- Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
|
Mánudaginn 2. desember 2002. |
|
Nr. 529/2002. |
Lögreglustjórinn í Reykjavík(Egill Stephensen saksóknari) gegn X (Jón Egilsson hdl.) |
Kærumál. Gæsluvarðhald. A liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.
X var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. nóvember 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. nóvember 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 17. desember nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími.
Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. nóvember 2002.
Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 17. desember 2002 klukkan 16.00.
Í greinargerð lögreglustjóra segir að kærði hafi verið handtekinn í dag vegna gruns um aðild að innflutningi fíkniefna.
[...]
Rannsóknargögn benda til þess að kærði hafi átt aðild að broti sem getur varðað hann fangelsisrefsingu samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65,1974 og 173 gr. a almennra hegningarlaga nr. 19,1940. Rannsókn þáttar hans í máli þessu er á frumstigi og þykja skilyrði a-liðar 1.mgr. 103. gr. laga nr. 19,1991 um meðferð opinberra mála vera fyrir hendi hér. Krafa lögreglustjórans er því tekin til greina eins og hún er fram sett.
Allan Vagn Magnússon héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð:
Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 17. desember 2002 klukkan 16.00.