Hæstiréttur íslands
Mál nr. 53/2006
Lykilorð
- Kærumál
- Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
|
|
Fimmtudaginn 9. febrúar 2006. |
|
Nr. 53/2006. |
Hjálmar Baldursson(Kristján Stefánsson hrl.) gegn Njáli Skarphéðinssyni Bryndísi Vilhjálmsdóttur og Tryggingamiðstöðinni hf. (enginn) |
Kærumál. Frávísun felld úr gildi.
Felld var úr gildi frávísun héraðsdóms á tiltekinni dómkröfu H á hendur N, J og T þar sem krafan þótti ekki vanreifuð.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Guðrún Erlendsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. janúar 2006, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kært er ákvæði í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 6. janúar 2006 um að vísa frá dómi kröfu sóknaraðila á hendur varnaraðilum um „svokallaða tímabundna örorku“, en varnaraðilar voru í dóminum sýknaðir af kröfum hans að öðru leyti. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að lagt verði fyrir héraðsdóm að taka framangreinda dómkröfu hans til efnismeðferðar.
Varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti.
Skýrlega greinir í stefnu málsins að krafa sú sem sætti frávísun er krafa um bætur fyrir tímabundið atvinnutjón, sett fram á grundvelli 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ekki er unnt að fallast á með héraðsdómara að eins og málatilbúnaði sóknaraðila sé háttað teljist krafa hans vanreifuð svo að frávísun varði. Verður hið kærða frávísunarákvæði því fellt úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka fyrrgreinda dómkröfu sóknaraðila til efnismeðferðar.
Dómsorð:
Hið kærða ákvæði héraðsdóms um frávísun dómkröfu sóknaraðila, Hjálmars Baldurssonar, á hendur varnaraðilum, Njáli Skarphéðinssyni, Bryndísi Vilhjálmsdóttur og Tryggingamiðstöðinni hf., er fellt úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka kröfuna til efnismeðferðar.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 6. janúar 2006.
Mál þetta, sem dómtekið var 21. desember 2005, er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Hjálmari Baldurssyni, kt. 150545-2699, Lóuási 9, Hafnafirði gegn Njáli Skarphéðinssyni, kt. 080877-3749, Herjólfsgötu 2, Hafnarfirði, Bryndísi Vilhjálmsdóttur, kt. 030665-2959, Þúfubarði 13, Hafnarfirði, og Tryggingamiðstöðinni hf., kt. 660269-2079, Aðalstræti 6-8, Reykjavík, með stefnu, sem birt var 11. mars 2004.
Dómkröfur stefnanda eru að stefndu verði in solidum dæmd til að greiða stefnanda skaðabætur sem þannig eru settar fram:
„Bætur
|
Varanleg örorka |
|
kr. 3.639.718,oo |
|
+ 6% |
|
" 218.383,oo |
|
|
|
kr. 3.858.101,oo |
|
Þjáningabætur |
" 440.860,oo |
|
|
Miski |
“ 252.175,oo |
kr. 693.035,oo |
|
|
Samtals |
kr. 4.551.136,oo |
4,5% af 693.035 frá 20.5. 2000 til 31.8 2001 en af kr. 4.551.136 frá þeim degi til 1. febrúar 2002, en dráttarvöxtum skv. 6. gr. l. nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags.
Til frádráttar innb. 14.10. 2002
|
kr. 2.985.051,oo |
|
|
" (396.677,oo) |
|
|
kr. 2.588.374,oo |
|
Tímabundin örorka
Val 1.
Tímabil 20. maí 2000 31. ágúst 2001.
Aðallega er krafist óskertra heildarlauna staðgengils er nam á árinu 2000
|
Frá 20. maí áramóta |
|
kr. 5.100.124,oo |
|
Á árinu 2001 frá áramótum til 31. ágúst |
|
" 5.296.561,oo |
|
|
|
Kr. 10.396.685,oo |
|
Vegna dagvinnu 2000 |
|
" 485.286,oo |
|
Vegna dagvinnu 2001 |
|
" 379.370,oo |
|
|
|
Kr. 11.261.341,oo |
|
+ 6% |
|
" 675.680,oo |
|
|
|
Kr. 11.937.021,oo |
|
Til frádráttar |
kr. 723.708,oo |
|
|
|
" 651.765,oo |
|
|
|
" 231.608,oo |
kr. 1.607.081,oo |
|
|
|
Kr. 10.329.040,oo |
+ 4,5% ársvextir frá 20. maí 2000 til 1. febrúar 2002 en dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags.
Tímabundin örorka
Val 2.
|
10.396.609 x 231/300 |
= |
kr. 8.005.451,oo |
|
+ dagvinna 2000 |
|
" 485.286,oo |
|
dagvinna 2001 |
|
" 379.370,oo |
|
|
|
kr. 8.870.107,oo |
|
fengnar bætur |
|
" (1.607.81,oo) |
|
|
|
Kr. 7.263.026,oo |
+ 4,5% ársvextir frá 20. maí 2000 til 1. febrúar 2002 en dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags.
|
Til frádráttar 15.10 2004 |
|
kr. 3.655.497,00 |
|
Auk vaxta |
|
" 1.881.989,oo |
|
|
|
Kr. 5.537.486,oo |
Auk þess er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda að mati dóms.“
Dómkröfur stefndu eru aðallega að stefndu verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda og stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins. Til vara er krafist verulegrar lækkunar á stefnufjárhæð og málskostnaður verði látinn niður falla. Ef bætur verða að einhverju leyti tildæmdar er þess krafist að bætur fyrir þjáningar og varanlegan miska beri 4,5% ársvexti frá 20. maí 2000 til 31. ágúst 2001 og samanlögð bótafjárhæð frá þeim degi til endanlegs dómsuppsögudags, en frá þeim degi til greiðsludags er fallist á að tildæmd bótafjárhæð beri dráttarvexti skv. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Til þrautavara er gerð sama krafa og greinir í varakröfu að öðru leyti en því að tildæmd bótafjárhæð beri dráttarvexti skv. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 frá þingfestingardegi, 11. mars 2004, til greiðsludags.
Helstu málavextir eru að stefnandi varð fyrir því fjórum sinnum á árunum 1999 og 2000 að ekið var á bifreið er hann ók. Fyrst 8. janúar 1999, í annað skiptið 13. apríl 1999, í þriðja skiptið 27. september 1999 og loks í fjórða skiptið 20. maí 2000. Fyrsta slysið varð er ökutæki, sem vátryggt var hjá Tryggingu hf., var ekið á bifreið stefnanda - en upplýst er að vátryggingastofn þess var sameinaður vátryggingastofni stefndu, Tryggingamiðstöðvarinnar hf., 1. nóvember 1999. Annað slysið varð er bifreið, sem vátryggð var hjá IBEX Motor Policies at Lloyds, var ekið á bifreið stefnanda og þriðja slysið varð er bifreið, er vátryggð var hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf., var ekið á bifreið stefnanda. Fjórða og síðasta slysið varð er bifreið, sem vátryggð var hjá stefndu, var ekið á bifreið stefnanda.
Upplýst er að áður en stefnandi lenti í ofangreindum slysum, starfaði hann sem 2. vélstjóri á frystitogaranum Snorra Sturlusyni RE-219, sem gerður er út af Granda hf.. Með bréfi 28. desember 2000 sagði útgerðarfélagið stefnanda upp störfum sem vélstjóra á togaranum vegna „langvarandi veikinda“ stefnanda.
Af hálfu stefnda segir að vorið 1999 hafi þótt ljóst að stefnandi yrði óvinnufær um nokkurn tíma af völdum fyrstu tveggja slysanna og ekki hafi bætt úr skák þegar hann lenti í þriðja slysinu í september sama ár. Hafi á þessum tíma verið vandasamt að greina að hve miklu leyti rekja mætti óvinnufærni stefnanda til hvers tjónsatburðar fyrir sig. Til að auðvelda uppgjör bóta fyrir tímabundið atvinnutjón stefnanda - bæði fyrir hann sjálfan og ekki síður fyrir þau tryggingafélög sem hlut áttu að máli - hafi stefnandi og tryggingafélögin fallist á að Trygging hf. ( síðar Tryggingamiðstöðin hf.) skyldi annast uppgjör bóta fyrir tímabundið atvinnutjón sem síðan yrði jafnað á hvert tjón, þegar örorkumat lægi fyrir.
Stefnandi, Tryggingarmiðstöðin hf., tjónsfulltrúi Lloyds á Íslandi og Sjóvá-Almennar Tryggingar hf. fengu læknana Júlíus Valsson og Ragnar Jónsson til að meta tímabundna óvinnufærni, þjáningartímabil, varanlegan miska og varanlega örorku af völdum hvers slyss fyrir sig. Samkvæmt matsgerð þeirra, dags. 1. febr. 2002 og leiðréttingu matsgerðar 7. ágúst 2002 var niðurstaða þeirra þessi:
I. Umferðarslysið þann 8. janúar 1999:
1. Tímabundið atvinnutjón vegna umferðarslyssins þ. 8. janúar 1999, skv. 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, telst vera 100% frá 8. janúar 1999 til 13. apríl 1999.
2. Varanlegur miski af völdum umferðarslyssins þ. 8. janúar 1999, samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 10% (tíu af hundraði).
3. Varanleg örorka af völdum umferðarslyssins þ. 8. janúar 1999, samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 20% (tuttugu af hundraði).
4. Tjónþoli telst ekki hafa verið rúmfastur eftir slysið en veiku í skilningi skaðabótalaga frá 8. janúar 1999 til 13. apríl 1999. Eftir þann tíma telst ástand hans hafa verið orðið stöðugt og var þá ekki að vænta frekari bata.
II. Umferðarslysið þann 13. apríl 1999:
1. Tímabundið atvinnutjón vegna umferðarslyssins þ. 13. apríl 1999, skv. 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, telst 100% frá 13. apríl til 27. september 1999.
2. Varanlegur miski af völdum umferðarslyssins þ. 13. apríl 1999, samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 5% (fimm af hundraði).
3 Varanleg örorka af völdum umferðarslyssins þ. 13. apríl 1999, samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 10% (tíu af hundraði).
4. Tjónþoli telst ekki hafa verið rúmfastur eftir slysið en veikur í skilningi skaðabótalaga frá 13. apríl 1999 til 27. september 1999. Eftir þann tíma telst ástand hans hafa verið orðið stöðugt og var þá ekki að vænta frekari bata.
III. Umferðarslysið þann 27. september 1999:
1. Tímabundið atvinnutjón vegna umferðarslyssins þ. 27. september 1999, skv. 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, telst 100% til 15. apríl 2000.
2. Varanlegur miski af völdum umferðarslyssins þ. 27. september 1999, samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er enginn.
3. Varanleg örorka af völdum umferðarslyssins þ. 27 september 1999, samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er engin.
4. Tjónþoli telst ekki hafa verið rúmfastur eftir slysið en veikur í skilningi skaðabótalaga frá 27. september 1999 til 15. apríl 2000. Eftir þann tíma telst ástand hans hafa verið orðið stöðugt og var þá ekki að vænta frekari bata.
IV. Umferðarslysið þann 20. maí 2000:
1. Tímabundið atvinnutjón vegna umferðarslyssins þ. 20. maí 2000, skv. 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 telst vera 100% frá 20. maí 2000 til 31. ágúst 2001.
2. Varanlegur miski af völdum umferðarslyssins þ. 20. maí 2000, samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 5% (fimm af hundraði).
3. Varanleg örorka af völdum umferðarslyssins þ. 20. maí 2000, samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er 10% (tíu af hundraði).
4. Tjónþoli telst ekki hafa verið rúmfastur eftir slysið en veikur í skilningi skaðabótalaga frá 20. maí 2000 til 31. ágúst 2001. Eftir þann tíma telst ástand hans hafa verið orðið stöðugt og var þá ekki að vænta frekari bata.
Af hálfu stefnda segir að félagið hafi álitið rétt að ljúka uppgjöri bóta vegna slysanna tveggja sem að félaginu snéru á grundvelli matsgerðarinnar. Þau trygginga-félög sem báru ábyrgð á slysunum 13. apríl 1999 og 27. september 1999, þ.e. IBEX Motor Policies at Lloyds og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., hafi hins vegar ekki viljað gera upp tjón vegna þessara slysa á grundvelli matsgerðarinnar, a.m.k. ekki er vörðuðu tímabundið atvinnutjón. Hafi þá brostið forsendur fyrir samkomulaginu um að félögin jöfnuðu greiðslum fyrir tímabundið atvinnutjón stefnanda þegar örorkumat lægi fyrir og um leið grundvöllur fyrir þeim bótagreiðslum sem stefndi hafði greitt til stefnanda. Félagið hafi þá neyðst til að gera upp tjón stefnanda af völdum slysanna 8. janúar 1999 og 20. maí 2000 m.a. með þeim hætti að allar greiðslur, sem inntar höfðu verið af hendi, voru dregnar frá báðum tjónunum eins og efni stóðu til jafnvel þótt þær hefðu verið sérstaklega tilgreindar sem bætur vegna fyrra slyssins.
Þann 14. október kveðst stefnda hafa greitt stefnanda „fullnaðarbætur“ vegna beggja slysanna. Bætur vegna slyssins 8. janúar 1999 hafi numið samtals 9.528.783 krónum auk vaxta og kostnaðar. Að teknu tilliti til tjónsdagsverðmætis innborgana hafi eftirstöðvar tjónsins þá numið 636.266 krónum, en nánar hafi bæturnar sundurliðast þannig:
|
Tímabundið atvinnutjón 8.1.99-13.4.99 |
kr. 2.616.432 |
|
|
Laun frá vinnuv. 8.1.99-13.499 |
- kr. 1.441.849 |
|
|
Bætt af TM 15.4.99-3.6.99 |
- kr. 1.174.583 |
kr. 0 |
|
Þjáningabætur (940 x 96) |
|
kr. 90.240 |
|
Varanlegur miski (5.366.000 x 10% x 100%) |
|
kr. 536.600 |
|
Varanleg örorka (6.037.000 x 10 x 20% x 64%) |
|
kr. 7.727.360 |
|
Tjónsdagsverðmæti innborgana 21.2.00-15.5.00 |
|
- kr. 2.012.854 |
|
Tjónsdagsverðmæti innborgana 24.11.99-18.1.02 |
|
- kr. 6.154.153 |
|
Vextir 8.1.1999-9.10.2002 (187.193 x 7,71%) |
|
kr. 14.433 |
|
Innhþókn. ás 24,5% vsk. (stofn kr. 9.528.783) |
|
kr. 437.640 |
|
Samtals |
|
kr. 639.266 |
Vegna slyssins 20. maí 2000 hafi bætur numið samtals 7.988.250 krónum auk vaxta og kostnaðar. Þann 14. október 2002 hafi eftirstöðvar tjónsins numið 2.985.051 krónu að teknu tilliti til tjónsdagsverðmætis innborgunar, en nánar hafi bæturnar sundurliðast þannig:
|
Tímab. atvtjón 20.5.00-31.8.00 |
kr. 5.443.073 |
|
|
Greiðslur frá lífeyrissjóði (1.086.273 x 60%) |
-kr. 651.764 |
|
|
Greiðslur frá sjúkrasjóði |
- kr. 723.708 |
|
|
Sjúkradagp og endurhæflífeyrir frá TR. |
- kr. 412.104 |
|
|
Bætt af TM 3.6.99-21.2.00 |
- kr. 3.655.497 |
kr. 0 |
|
Þjáningabætur (940 x 469) |
|
kr. 440.860 |
|
Varanlegur miski (3.759.452 x 4403/3282 = 5.043.500 x 5%) |
|
kr. 252.175 |
|
Varanleg örorka (5.798.500 x 6.277 x 10%) |
|
kr. 3.639.718 |
|
Tjónsdagsverðm. innborgunar á þjáningar og varanl.miska |
|
- kr. 693.035 |
|
Tjónsdagsverðm. innborgunar á varanlega örorku |
|
- kr. 1.174.600 |
|
Vextir 31.8.01 til 9.10.02 (2.465.118 x 5.00%) |
|
kr. 112.256 |
|
Innheimtuþóknun ás. 24,5% vsk. (stfn kr.7.988.250) |
|
kr. 396.677 |
|
Samtals |
|
kr. 2.985.051 |
Þann 15. október 2004 greiddi stefndi stefnanda frekari fjárhæð í bætur og skýrði greiðsluna í bréfi til lögmanns stefnanda en þar segir m.a.:
Það er eindregin skoðun félagsins að Hjálmar hafi fengið tjón sitt að fullu bætt með því uppgjöri sem fram fór af hálfu félagsins þann 14. október 2002 að öðru leyti en því að vera kann að ekki hafi verið heimild til að greiða bætur fyrir tímabundið atvinnutjón af völdum slyssins með greiðslum fyrir sams konar tjón sem félagið greiddi vegna óvinnufærni Hjálmars fyrir slysið í maí 2000.
Hefur Tryggingamiðstöðin hf. afráðið að inna nú af hendi greiðslu til Hjálmars sem samsvarar tímabundnu atvinnutjóni hans vegna slyssins 20.5.2000 og nemur bótafjárhæðin kr. 3.655.497 auk vaxta og kostnaðar. Um útreikning fjárhæðarinnar vísast m.a. til greinargerðar TM í fyrrgreindu dómsmáli (dskj. nr. 21, bls. 6), en að meðtöldum vöxtum og kostnaði nemur greiðslan sem nú er innt af hendi samtals kr. 6.096.152 sem nánar sundurliðast svo:
|
Tímab. atvtjón 20.5.2000-31.8.2001 |
|
3.655.497 kr. |
|
Vextir 1.1.2001-15.9.2002 (3.655.497x7,81%) |
285.494 kr. |
|
|
Dráttarv. 15.9.2002-15.10.2004 (3.940.991x40,51%) |
1.596.495 kr. |
1.881.989 kr. |
|
Málskostnaður ás. 24,5% vsk. |
|
531.666 kr. |
|
Samtals |
|
6.069.152 kr. |
Það athugast að 38,58% staðgreiðsla skatts, kr. 1.410.291, er dregin af bótafjárhæðinni þannig að greiðsla beint til Hjálmars nemur 2.245.206 auk vaxtanna og málskostnaðar og hefur upphæðin verið lögð inn á bankareikning þinn nr. 606-26-303. Það athugist að bótafjárhæðin sjálf að teknu tilliti til frádreginnar staðgreiðslu er á sérstakri skaðabótakvittun (kr. 2.245.206) og vextirnir og málskostnaður (samtals kr. 2.413.655) á annarri, sbr. meðfylgjandi skaðabótakvittanir.
Hvað varðar upphafstíma vaxta þá er á það bent að mjög erfitt er að koma því við að finna nákvæmlega út hvenær bætur vegna hverrar einstakrar launagreiðslu gátu fyrst komið til greiðslu og þá m.a. með hliðsjón af lögbundnum frádráttarliðum skv. 2. mgr. 2. gr. skaðabótalaga. Til einföldunar og hagræðis er því miðað við að heildartjónið vegna tímabundinnar óvinnufærni beri vexti af skaðbótum skv. 16. gr. skaðabótalaga frá u.þ.b. miðju tímabili sem óvinnufærnin varð, eða frá 1.1.2001.
Þá hefur Tryggingamiðstöðin hf. ennfremur afráðið að greiða Hjámari eftirstöðvar bóta fyrir þjáningar, varanlegan miska og varanlega örorku vegna slyssins 8.1.1999 að því marki sem greiðslur fyrir tímabundið atvinnutjón voru nýttar til greiðslu á þessum bótaliðum við uppgjörið 14. október 2002. Um var að ræða greiðslur að tjónsdagsverðmæti kr. 2.012.854 sem auk vaxta frá slysdegi og eftirstöðva innheimtu-þóknunar nema samtals kr. 3.134.694 er nánar sundurliðast svo:
|
Eftirst. bóta f. þján., varanl. miska og varanl. ör. |
|
2.012.854 kr. |
|
Vextir 8.1.1999-15.9.2002 (2.012.854x7,57%) |
|
152.373 kr. |
|
Dráttarv 15.9.2002-15.10.2004 (2.165.227x40,51%) |
877.133 kr. |
1.029.506 kr. |
|
Eftirst. innheimtuþóknunar ás. 24,5% vsk. |
|
92.334 kr. |
|
|
|
|
|
Samtals |
|
3.134.694 kr. |
Bætur þessar hafa nú í dag verið lagðar inn á fyrrgreindan bankareikning þinn, sbr. meðf. skaðabótakvittun.
Með þeim bótagreiðslum sem hér að framan greinir er um að ræða fullnaðaruppgjör á bótum til Hjálmars vegna slysanna 8.1.1999 og 20.5.2000. Að því marki sem Tryggingamiðstöðin hf. hefur greitt bætur til Hjálmars vegna tímabundins atvinnutjóns, sem stafar af slysum þeim sem hann varð fyrir 13.4.1999 og 27.9.1999, öðlast félagið rétt Hjálmars á hendur þeim aðilum sem bótaskyldir eru vegna þeirra, svo sem tjónfulltrúa Lloyds á Íslandi og Sjóvá-Almennum tryggingum hf., sbr. 1. mgr. 22. gr. skaðabótalaga.
Að síðust þá athugist að með framangreindri leiðréttingu á uppgjörinu vegna slyssins 8.1.1999 er fallið frá því að nýta greiðslur, sem upphaflega voru inntar af hendi til greiðslu á tímabundnu atvinnutjóni, til greiðslu á bótum fyrir þjáningar, varanlegan miska og varanlega örorku. Hinar upphaflegu greiðslur fyrir tímabundið atvinnutjón munu því eftirleiðis standa óhaggaðar sem slíkar. Í þessu felst að brostnar eru forsendur fyrir því að staðgreiðsla skatta, sem dregin var af greiðslunum hverju sinni, verði nú endurgreidd Hjámari.
Stefnandi byggir á því að 20. maí 2000 hafi bifreiðinni PY-536 verið ekið harkalega aftan á bifreið er stefnandi ók. Bifreiðin PY-536 hafi verið tryggð lögboðinni ábyrgðar-tryggingu hjá stefnda. Samkvæmt mati tveggja bæklunarlækna hafi stefnandi hlotið tímabundið atvinnutjón vegna slyssins frá 20. maí 2000 til 31. ágúst 2001 og 5% varanlega örorku skv. 5. gr. skaðabótalaga og 5% varanlegan miska skv. 4. gr. skaðbótalaga. Þá hafi stefnandi talist veikur í skilningi 3. gr. skaðbótalaga frá 20. maí til 31. ágúst 2001 eða í 469 daga, en stöðugleikapunkti hafi verið náð 31. ágúst 2001.
Stefndu byggja á því að hafa bætt líkamstjón stefnanda vegna slyssins 20. maí 2000 að fullu.
Varðandi kröfu stefnanda um bætur fyrir varanlega örorku vísa stefndu til þess að fyrir slysið 20. maí 2000 hafði stefnandi ekki unnið í rúma 16 mánuði vegna afleiðinga fyrri slysa. Óvenjulegar aðstæður hafi því verið fyrir hendi þannig að árslaun til ákvörðunar bóta fyrir varanlega örorku bar að meta sérstaklega, sbr. 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Skerðing starfsorku vegna fyrri slysa, 8. janúar og 13. apríl 1999 (samtals 30%), leiði líkur að því að aflahæfi stefnanda í maí 2000 hafi verið mun minna en það var fyrir slysið 8. janúar 1999. Stefndu hafi þó miðað við hámarkslaun miðað við vísitölu í ágúst 2001 (4229/3282), þegar heilsufar var orðið stöðugt vegna slyssins 20. maí 2000, eða 5.798.500 kr. - Bent er á að í lok ágúst 2001 hafi stefnandi verið 56 ára og 108 daga gamall. Aldursstuðull við útreikning örorkubótanna sé því 6,277, skv. töflu í 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. skaðabótalaga. Að teknu tilliti til lögbundinna frádráttarliða og innborgana hafi stefndu innt af hendi fullar bætur fyrir varanlega örorku stefnanda af völdum slyssins.
Varðandi kröfu stefnanda um bætur fyrir þjáningar og bætur fyrir varanlegan miska vísa stefndu til þess að hafa þegar greitt þær.
Ályktunarorð: Ekki er ágreiningur um bótaábyrgð stefndu vegna umferðarslyss er stefnandi varð fyrir 20. maí 2000. Upplýst er að stefnandi hafði áður tognað á hálsi í þremur öðrum slysum á tæpum 16 ½ mánuði eða 8. janúar, 13. apríl og 27. september 1999 og hafði hann ekki náð fullum bata er hann varð fyrir slysinu í maí 2000. Hafði hann skömmu áður dvalist í u.þ.b. sex vikur eða fram í miðjan apríl 2000 að Reykjalundi og að áliti meðferðarlæknis var þá talið ljóst að stefnandi gæti ekki horfið til fyrri starfa á næstunni.
Eins og greint var frá fengu stefnandi, stefndi, Tryggingamiðstöðin hf., tjónsfulltrúi Lloyds á Íslandi og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. læknana Júlíus Valsson og Ragnar Jónsson til að meta tímabundna óvinnufærni, þjáningartímabil, varanlegan miska og varanlega örorku stefnanda af völdum umræddra fjögurra umferðarslysa. Í matsgerð 1. febrúar 2002 er fjallað um hvert þeirra fyrir sig svo sem farið var fram á og afleiðingar þess fyrir heilsufar stefnanda. Þá er upplýst að lögmaður stefnanda óskaði síðar eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir tímabundinni tapaðri starfsgetu stefnanda m.a. vegna slyssins 20. maí 2000, en í matsgerðinni 1. febrúar 2002 var tímabundið atvinnutjón ekkert talið vera. Með bréfi 7. ágúst 2002 lýstu matsmenn yfir leiðréttingu á matsgerðinni frá 1. febrúar 2002 sem m.a. fól í sér að tímabundið atvinnutjón stefnanda vegna umferðarslyssins 20. maí 2002 var metið 100% frá 20. maí 2002 til 31. ágúst 2001.
Ekki er ágreiningur um að varanleg örorka stefnanda vegna slyssins 20. maí 2000 reiknist tíu af hundraði né að heilsufar vegna slyssins hafi orðið stöðugt 31. ágúst 2001. Þá eru aðilar sammála um að bætur fyrir varanlega örorku nemi 3.639.718 kr. Þá er ekki ágreiningur um að bætur fyrir þjáningar skuli nema 440.860 kr. og bætur fyrir varanlegan miska nema 252.175 kr.
Fallist verður á með stefndu að þeir hafi greitt að fullu bætur ásamt vöxtum fyrir varanlega örorku, þjáningar, skv. 3. gr. skaðabótalaga, og varanlegan miska vegna slyssins 20. maí 2000 með greiðslum 25. september 2002 og 14. október 2002. Jafnframt verður fallist á með stefndu að ekki séu lagaskilyrði til að leggja 6% álag á launaviðmiðun samkvæmt 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga vegna mótframlags vinnuveitanda í lífeyrissjóð.
Kröfur stefnanda um frekari bætur fyrir „tímabundna örorku“ eru án viðhlítandi rökstuðnings og verður þeim vísað sjálfkrafa frá dómi.
Rétt er að málskostnaður fyrir héraðsdómi falli niður. Er þá litið til þess að stefnda, Tryggingamiðstöðin hf., greiddi stefnanda innheimtuþóknun að fjárhæð 396.677 kr. þann 14. október 2002 og málskostnað að fjárhæð 531.666 kr. vegna uppgjörs 15. október 2004.
Páll Þorsteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn.
DÓMSORÐ:
Stefndu, Tryggingamiðstöðin hf., Njáll Skarphéðinsson og Bryndís Vilhjálmsdóttir, skulu vera sýkn af kröfum stefnanda, Hjálmars Baldurssonar, um skaðabætur fyrir varanlega örorku, þjáningar, skv. 3. gr. skaðabótalaga, og varanlegan miska vegna slyss er stefnandi varð fyrir 20. maí 2000.
Kröfum stefnanda um bætur fyrir svokallaða tímabundna örorku er vísað frá dómi.
Málskostnaður fellur niður.