Hæstiréttur íslands

Mál nr. 450/1999


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Mánudaginn 15

Mánudaginn 15. nóvember 1999.

Nr. 450/1999:

Lögreglustjórinn í Reykjavík

(Egill Stephensen saksóknari)

gegn

X

(Sigurmar K. Albertsson hrl.)

Kærumál. Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. nóvember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. nóvember 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 15. mars 2000 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hafnað verði kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald, en til vara að því verði markaður skemmri tími. Þá er krafist kærumálskostnaðar.

Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. nóvember 1999.

Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess með vísan til a- liðar 1. mgr. og 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 að X, [...], verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans þó eigi lengur en til miðvikudagsins 15. mars n.k., kl. 16.00. Til vara er þess krafist að kærða verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 22. desember n.k., kl. 16.00.

[...]

Samkvæmt því sem hér að framan hefur verið rakið er fallist á það með lög­reglu­stjóra að sterkur grunur sé um að kærði hafi framið brot, er geti að lögum varðað allt að 10 ára fang­elsi, sbr. 173. gr. a alm. hegningarlaga, og brotið sé þess eðlis að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Skilyrðum 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála er því fullnægt og verður því fallist á aðalkröfu lögreglustjóra og kærði úrskurðaður til að sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til 15. mars nk. kl. 16:00.

Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.

Úrskurðarorð

Kærði, X, kt. [...], sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til 15. mars 2000, kl. 16:00.