Hæstiréttur íslands
Mál nr. 351/2013
Lykilorð
- Kærumál
- Afhending gagna
- Matsmenn
|
|
Fimmtudaginn 13. júní 2013. |
|
Nr. 351/2013.
|
A1988 hf. (Helga Melkorka Óttarsdóttir hrl.) gegn Samskipum hf. (Hörður Felix Harðarson hrl.) |
Kærumál. Afhending gagna. Matsmenn.
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem A hf. var gert að afhenda dómkvöddum matsmönnum tiltekin gögn vegna máls S hf. gegn A hf. Í dómi Hæstaréttar kom fram að A hf. hefði ekki fært haldbær rök fyrir þeirri staðhæfingu að honum væri óheimilt að afhenda gögnin vegna leyndarmála um viðskipti, sbr. d. lið 2. mgr. 53. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála eða af öðrum sökum. Þá hefði hann heldur ekki fært rök fyrir því að hann gæti sem vitni skorast undan vitnaskyldu um matsatriði eða að honum væri það óheimilt sbr. 3. mgr. 62. gr. sömu laga. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Benedikt Bogason og Þorgeir Örlygsson.
Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 17. maí 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. maí 2013 þar sem sóknaraðila var gert að afhenda dómkvöddum matsmönnum úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 3/2008 og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 70/2007 með trúnaðarupplýsingum og afritum af öllum þeim gögnum sem úrlausnirnar byggja á að meðtöldum nánar tilgreindum gögnum. Kæruheimild er í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Til vara er þess krafist að hinn kærði úrskurður verði ómerktur og lagt fyrir héraðsdóm að taka kröfu varnaraðila fyrir að nýju til lögmætrar meðferðar. Þá er krafist málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.
Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.
Samkvæmt gögnum málsins ákvað Samkeppniseftirlitið 17. desember 2007 með ákvörðun nr. 70/2007 að sekta Hf. Eimskipafélag Íslands, forvera sóknaraðila, vegna samkeppnislagabrota á tímabilinu 1999 til 2002 á mörkuðum fyrir reglubundnar áætlunarsiglingar milli Íslands og Evrópu annars vegar og Íslands og Norður-Ameríku hins vegar. Með úrskurði nr. 3/2008 frá 12. mars 2008 staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála þá ákvörðun að mestu leyti. Í máli þessu sækir varnaraðili sóknaraðila um skaðabætur vegna framangreindra samkeppnislagabrota. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 22. mars 2012 var varnaraðila heimilað, áður en málflutningur færi fram um frávísunarkröfu sóknaraðila, að afla mats dómkvaddra manna um hvort og hversu miklu tjóni varnaraðili hafi orðið fyrir vegna samkeppnislagabrota sóknaraðila. Var sá úrskurður staðfestur með dómi Hæstaréttar 16. maí 2012 í máli nr. 261/2012. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 20. júlí 2012 var fallist á kröfu varnaraðila um dómkvaðningu matsmanna á grundvelli framlagðrar matsbeiðni.
Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði lagði varnaraðili fram í þinghaldi 26. mars 2013 bókun þar sem þess var krafist að dómari úrskurðaði að sóknaraðila væri skylt að afhenda matsmönnum gögn sem matsmenn óskuðu eftir frá sóknaraðila og hann hefði umráð yfir. Með þeirri bókun var fylgiskjal sem hafði að geyma afrit tölvupóstsamskipta lögmanns varnaraðila og hinna dómkvöddu matsmanna. Þar kom fram staðfesting þeirra á því að vinna við matsgerðina gæti ekki haldið áfram nema fyrir lægju gögn fyrrgreindra mála hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála og gögn Samkeppniseftirlitsins með trúnaðarupplýsingum. Með hinum kærða úrskurði var krafa varnaraðila um skyldu sóknaraðila til að afhenda matsmönnum framangreind gögn tekin til greina.
Í 3. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991 kemur fram sú meginregla að þeim sem hefur umráð þess sem matsgerð lýtur að sé skylt að veita matsmanni aðgang að því nema hann megi skorast undan vitnaskyldu um matsatriði eða sé óheimilt að bera vitni um það. Eins og atvikum málsins háttar hefur sóknaraðili ekki fært haldbær rök fyrir þeirri staðhæfingu sinni að honum sé óheimilt að afhenda matsmönnum umrædd gögn vegna leyndarmála um viðskipti, sbr. d. liður 2. mgr. 53. gr. laga nr. 91/1991, eða af öðrum sökum. Þá hefur hann heldur ekki fært rök fyrir því að hann gæti sem vitni skorast undan vitnaskyldu um matsatriði eða að honum væri það óheimilt, sbr. niðurlagsákvæði 3. mgr. 62. gr. laganna. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Sóknaraðili, A1988 hf., greiði varnaraðila, Samskipum hf., 500.000 krónur í kærumálskostnað.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. maí 2013.
Mál þetta var þingfest 18. október 2011 en höfðað með áritun um birtingu stefnu 12. október 2011.
Stefnandi er Samskip hf., Kjalarvogi 7-15, Reykjavík, hér eftir nefndur matsbeiðandi.
Stefndi er A1988 hf., Korngörðum 2, Reykjavík, hér eftir nefndur matsþoli.
Í þinghaldi í máli þessu hinn 4. október 2012 voru að ósk matsbeiðanda dómkvaddir tveir sérfróðir og óvilhallir matsmenn til að meta ætlað tjón matsbeiðanda vegna markaðsatlögu, missis viðskipta við tiltekna viðskiptamenn, lækkana á verðum til tiltekinna viðskiptamanna og vegna einkakaupasamninga og tryggðarafslátta. Var lagt fyrir matsmennina að ljúka gerð matsins svo fljótt sem verða mætti og eigi síðar en 15. mars 2013 en málinu var hins vegar frestað til 26. sama mánaðar. Í þinghaldi þann dag lagði matsbeiðandi fram bókun þar sem þess var aðallega krafist að dómari úrskurðaði að matsþola bæri skylda til að afhenda dómkvöddum matsmönnum gögn sem matsmenn óska eftir frá matsþola og hann hefur umráð yfir. Var þess krafist að matsþola væri gert skylt að afhenda öll gögn, hverju nafni sem þau nefnast, og lúta að matsgerð í máli þessu, með trúnaðarupplýsingum. Krefst matsbeiðandi þess að skylda þessi nái a.m.k. til afhendingar úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnisála nr. 3/2008 og ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 70/2007 með trúnaðarupplýsingum og afritum af öllum þeim gögnum, sem úrlausnirnar byggjast á, þ.m.t.:
I. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 17. desember 2007, í máli nr. 70/2007:
1) Markaðshlutdeild Eimskips í gámaflutningum og stórflutningum (innflutningur, útflutningur og heildarhlutdeild), sbr. bls. 33.
2) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Sandblástur og málmhúðun hf., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 37-38.
3) Allar upplýsingar úr samningi, Eimskips við Formaco ehf., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 38.
4) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Héðinn hf., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 38-39.
5) Allar upplýsingar varðandi tilboð Eimskips til Eðals ehf., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 39.
6) Allar upplýsingar varðandi útboð Ríkiskaupa og Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 40-41 og 182-183.
7) Allar upplýsingar varðandi útboð Heklu hf., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 41-42.
8) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 42-43.
9) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við World Minerals Ísland ehf. o.fl., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 44-45.
10) Allar upplýsingar úr umsögn Eimskips, dags. 8. september 2006, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 80-83.
11) Allar upplýsingar um tekjur og flutningsmagn Eimskips og Atlantsskipta í töflum 2, 2A, 2B, 3, 3A, 3B, 4, 4A, 4B, 5, 5A, 5B, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 107-110.
12) Nákvæm heildarvelta markaðarins 1999-2002, sbr. bls. 111.
13) Nákvæmt magn í tonnum 1999-2002, sbr. bls. 111.
14) Nákvæm markaðshlutdeild 1999-2002, sbr. bls. 111.
15) Nákvæm markaðshlutdeild í flutningum milli Íslands og Evrópu m.v. magn, sbr. bls. 111 og 125-126.
16) Nákvæm markaðshlutdeild í flutningum milli Íslands og Norður-Ameríku m.v. magn, sbr. bls. 111 og 125-126.
17) Nákvæm markaðshlutdeild í innflutningi/útflutningi frá/til Norður-Ameríku m.v. tekjur, sbr. bls. 111 og 125-126.
18) Allar upplýsingar úr athugasemdum Eimskips við andmælaskjal, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 112.
19) Lækkun verðs á sjóflutningi, sbr. bls. 114.
20) Hlutdeild innflutningsmarkaðar af heildarmarkaði m.v. magn, sbr. bls. 115.
21) Heildartekjur Atlantsskipa 1999-2002 í töflu 7, sbr. bls. 121.
22) Heildareignir Atlantsskipa 1999-2002 í töflu 8, sbr. bls. 121.
23) Eigið fé Atlantsskipa 1999-2002 í töflu 9, sbr. bls. 122.
24) Kaup stærsta viðskiptavinar Eimskips á flutningaþjónustu, sbr. bls. 128.
25) Kaup 10 stærstu viðskiptavina Eimskips á flutningaþjónustu, sbr. bls. 128.
26) Kaup 50 stærstu viðskiptavina Eimskips á flutningaþjónustu, sbr. bls. 128.
27) Velta 10 stærstu viðskiptavina Eimskips, sbr. bls. 128.
28) Allar upplýsingar úr samningi Eimskips við Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar ehf., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 188-189.
29) Upplýsingar Eimskips um 50 stærstu viðskiptavini, sbr. m.a. bls. 128.
30) Afsláttur Eimskips til viðskiptavina, sbr. bls. 228-229 (nmgr. 260-262).
31) Allar upplýsingar úr tölvubréfi Ásu Kristbjargar Karlsdóttur, dags. 30. júlí 2001, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 231.
32) Heildartekjur Eimskips vegna sjóflutninga á skilgreindum markaði 1999-2002, sbr. bls. 232.
33) Heildarmagn Eimskips vegna sjóflutninga á skilgreindum markaði 1999-2002, sbr. bls. 232.
34) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Sölufélaga garðyrkjumanna ehf. og tengd fyrirtæki og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 232-235.
35) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Búr ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 236-237.
36) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Byko ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 237-239.
37) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Daníel Ólafsson ehf. og Lind ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 239-241.
38) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Dynjanda ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 241-242.
39) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Fiskiðjuna Skaðfirðing ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 242-244.
40) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Gólf, loft og veggi ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 244-246.
41) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Hampiðjuna hf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 246-248.
42) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 248-249.
43) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Hita ehf. og Sindra-stál hf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 252-254.
44) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við ING ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. 254-255.
45) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Íslensk-ameríska og tengd félög og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 255-257.
46) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Íslensku umboðssöluna hf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 257-258.
47) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Flutningamiðlunina Jóna hf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 258-260.
48) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Karl K. Karlsson hf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 260-262.
49) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Kassagerðina hf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 262-263.
50) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Kísiliðjuna hf. og World Minerals Ísland ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 263-267.
51) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Mata ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 267-270.
52) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Nathan & Olsen og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 270-272.
53) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Norðurál og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 272-276.
54) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Odda hf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 277-278.
55) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Pfaff-Borgarljós ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 278-279.
56) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við P. Samúelsson ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 279-281.
57) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Sölku sjávarafurðir ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 281-283.
58) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 283-287.
59) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við SÍF og Saltkaup og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 287-291.
60) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Veiðarfærasöluna Dímon og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 291-292.
61) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Vífilfell ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 292-294.
62) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 294-298.
63) Magn í tonnum á ársgrundvelli tilgreindra samninga Eimskips í töflu 10, sbr. bls. 299-303.
64) Samanlögð velta Eimskips í áætlunarflutningum á sjó milli Íslands og Evrópu annars vegar og Íslands og Norður-Ameríku hins vegar árin 2000-2002, sbr. bls. 342.
65) Velta Eimskips árið 2006, sbr. bls. 342.
66) Tekjur Eimskips vegna sjóflutninga milli Íslands og Evrópu annars vegar og Íslands og Norður-Ameríku hins vegar árið 2006, sbr. bls. 342.
67) Allir samningar Eimskips við eftirtalin félög, sem Samkeppniseftirlitið og/eða áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafa undir höndum, sbr. m.a. bls. 333-337:
1. Aalborg Portland.
2. Austurbakka.
3. Á. Guðmundsson.
4. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.
5. Álfaborg.
6. Ávaxtahúsið Nýtt og ferskt.
7. Bako.
8. Bergdal.
9. BES.
10. Bifreiðar- og landbúnaðarvélar.
11. Blendi.
12. Brek.
13. Búr.
14. Byko.
15. Ceres.
16. Danfoss.
17. Daníel Ólafsson (Danól) og Lind.
18. Dreifingu.
19. Dynjanda ehf. Útgerð.
20. Fisco.
21. Fiskiðjuna Skagfirðing.
22. Flísabúðina.
23. Flotlagnir.
24. Flutningsmiðlunina Jóna.
25. Formaco.
26. Fóðurblönduna, Kornax og Mjólkurfélag Reykjavíkur.
27. Fönix.
28. Garra.
29. GH heildverslun.
30. Glóbus.
31. Gólf, loft og veggi (GLV).
32. Guðmund Arason.
33. Gúmmívinnustofuna.
34. H. Filipsson.
35. Hampiðjuna.
36. Harald Böðvarsson.
37. Harviðarval.
38. Hegas.
39. Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar.
40. Heildverslunina Álfaborg.
41. Heklu.
42. Héðin.
43. Hvítlist.
44. ING.
45. Íslenska verslunarfélagið.
46. Íslensk-ameríska og tengd fyrirtæki.
47. Íslenskan harðvið.
48. Íslensku umboðssöluna.
49. Jóhann Ólafsson.
50. Karl K. Karlsson.
51. Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar.
52. Kísiliðjuna og World Minerals Ísland.
53. Kjarnavörur.
54. Kraftvélar.
55. Línuna.
56. Marel.
57. Mata.
58. Málma.
59. Málmtækni.
60. Meistaravörur.
61. Merkúr.
62. Nathan & Olsen.
63. Norðurál.
64. Nýherja.
65. Odda.
66. Ofnasmiðjuna-Rými.
67. P. Samúelsson.
68. Panelhús.
69. Pétur Pétursson.
70. Pfaff-Borgarljós.
71. Pönnu-Pizzu.
72. Raflagnir Íslands.
73. Rekstrarvörur.
74. Ræsi.
75. S. Guðjónsson.
76. S. Helgason.
77. Samhenta-Kassagerð.
78. Sandblástur og málmhúðun.
79. Seglagerðina Ægi.
80. Sindra-stál.
81. SÍF.
82. Sláturfélag Suðurlands.
83. Smiðjutorg (Habitat).
84. Sól-Víking.
85. Spor.
86. Stálskip.
87. Steinullarverksmiðjuna.
88. Súperbygg.
89. Sölku sjávarafurðir.
90. Sölufélag garðyrkjumanna og tengd fyrirtæki.
91. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
92. Tempru.
93. Tékk-Kristal.
94. Valdimar Gíslason (VGÍ).
95. Veiðarfærasöluna Dímon.
96. Vífilfell.
97. Þórsbrunn.
98. Ölgerðina Egil Skallagrímsson.
II. Úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 12. mars 2008, í máli nr. 3/2008:
1) Vægi tíu stærstu viðskiptavina Eimskips, bls. 10 (nmgr. 1).
2) Mismunur á markaðshlutdeild Eimskips og Samskipa miðað við magn, bls. 29 (nmgr. 2).
3) Mismunur á markaðshlutdeild Eimskips og Samskipa miðað við tekjur, bls. 29 (nmgr. 3).
4) Markaðshlutdeild Eimskips miðað við tekjur árin 1999-2002, bls. 60 (nmgr. 4).
5) Markaðshlutdeild Atlantsskipa miðað við tekjur árin 1999-2002, bls. 60 (nmgr. 6).
6) Markaðshlutdeild Eimskips miðað við magn árin 1999-2002, bls. 60 (nmgr. 7).
7) Markaðshlutdeild Atlantsskipa miðað við magn árin 1999-2002, bls. 60 (nmgr. 9).
8) Allar upplýsingar úr tölvubréfi, dags. 14. febrúar 2001, milli starfsmanna Eimskips, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 90-91 (nmgr. 10-12).
9) Allar upplýsingar úr flutningasamningi Eimskips og Nathan & Olsen og tengdra fyrirtækja, Ekran ehf. og Hagver ehf., dags. 9. september 2002, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 94-95.
10) Allar upplýsingar úr flutningasamningi Eimskips við Banana ehf., dags. í maí 2001, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 95.
11) Allar upplýsingar úr tölvubréfum starfsmanna Eimskips, dags. 11. og 13. júlí 2001, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 95-97.
12) Allar upplýsingar úr flutningasamningi Eimskips við Kassagerðina, dags. 9. febrúar 2002, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 100-101.
13) Allar upplýsingar úr flutningasamningi Eimskips við Íslensku umboðssöluna hf., dags. 21. nóvember 2001, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 101.
14) Allar upplýsingar úr flutningasamningi Eimskips við Odda hf., dags. 22. mars 2002, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 101-102.
15) Allar upplýsingar úr flutningasamningi Eimskips við Flutningsmiðlunina Jóna hf., dags. 15. september 1999, sbr. bls. 103.
16) Allar upplýsingar úr flutningasamningum Eimskips við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 103-105.
17) Allar upplýsingar úr flutningasamningi Eimskips við SÍF og Saltkaup, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 106-107.
Til vara krefst matsbeiðandi þess að matsþola verði gert að afhenda matsbeiðanda umrædd gögn.
Í báðum tilvikum krefst matsbeiðandi málskostnaðar.
Matsþoli krefst þess að framangreindum kröfum matsbeiðanda verði hafnað.
Málflutningur um framangreindan ágreining aðila fór fram 18. apríl sl. og var málið þá tekið til úrskurðar að þessu leyti.
I.
Dómkröfur matsbeiðanda í stefnu eru þær aðallega að matsþoli verði dæmdur til að greiða honum skaðabætur að fjárhæð 3.686.743.433 krónur með vöxtum og dráttarvöxtum, til vara að matsþoli verði dæmdur til að greiða honum skaðabætur að fjárhæð 1.154.497.189 krónur með vöxtum og dráttarvöxtum og til þrautavara að matsþoli verði dæmdur til að greiða honum skaðabætur að mati dómsins með vöxtum og dráttarvöxtum. Í öllum tilvikum er þess krafist að matsþola verði gert að greiða málskostnað að skaðlausu.
Í greinargerð matsþola er aðallega krafist frávísunar málsins frá dómi, til vara sýknu af öllum kröfum matsbeiðanda og til þrautavara að kröfur matsbeiðanda verði stórlega lækkaðar. Í öllum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi matsbeiðanda.
Matsbeiðandi lagði fram bókun í fyrsta þinghaldi hjá dómara málsins eftir framlagningu greinargerðar matsþola þar sem þess var óskað að málinu yrði frestað til framlagningar matsbeiðni af hálfu stefnanda. Matsþoli mótmælti því að málflutningur um frávísunarkröfu hans færi ekki fram fyrr en eftir að matsgerðar dómkvaddra matsmanna hefði verið aflað. Kom þar jafnframt fram sú afstaða hans að ekki yrði bætt úr ágöllum á málatilbúnaði í stefnu með matsgerð eins og matsbeiðandi virtist byggja þá kröfu sína á. Úrskurður í þessum þætti málsins var kveðinn upp 22. mars 2012 þar sem matsbeiðanda var heimilað að afla mats dómkvaddra matsmanna áður en málflutningur færi fram um kröfu matsþola um frávísun málsins frá héraðsdómi. Matsþoli kærði úrskurðinn til Hæstaréttar Íslands 4. apríl sama ár og með dómi réttarins uppkveðnum 16. maí sama ár var hinn kærði úrskurður staðfestur með vísan til forsendna héraðsdóms.
Matsbeiðandi lagði fram matsbeiðni ásamt fleiri gögnum í þinghaldi málsins 5. júní 2012 en í þinghaldi 29. sama mánaðar mótmælti matsþoli matsbeiðni matsbeiðanda og krafðist þess að henni yrði hafnað. Með úrskurði uppkveðnum 20. júlí 2012 var fallist á kröfu matsbeiðanda um dómkvaðningu matsmanna á grundvelli framlagðrar matsbeiðni.
Í matsbeiðni er það rakið, að í málinu hafi matsþoli gert ágreining um tjónsútreikning matsbeiðanda og sé tilgangur matsbeiðninnar sá að sanna tjón matsbeiðanda vegna þeirra samkeppnisbrota Eimskips hf., sem mál þetta snúist um, í samræmi við ákvæði laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Vísar matsbeiðandi í stefnu til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 70/2007 frá 17. desember 2007 um að sekta Eimskip vegna samkeppnislagabrota á tímabilinu 1999-2002 á mörkuðum fyrir reglubundnar áætlunarsiglingar milli Íslands og Evrópu annars vegar og Íslands og Norður-Ameríku hins vegar. Hafi áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfest þá ákvörðun að mestu leyti með úrskurði nr. 3/2008, dagsettum 12. mars 2008, en sektarfjárhæð hafi þó verið lækkuð. Kveður matsbeiðandi kröfu sína um dómkvaðningu matsmanna lúta að því að fá lagt mat á það, hvort og þá hve miklu tjóni matsbeiðandi hafi orðið fyrir vegna umræddra samkeppnisbrota.
Í matsbeiðni eru settar fram tvær nánar sundurliðaðar matsspurningar. Er þess óskað að hinir dómkvöddu matsmenn láti í té ítarlegt, skriflegt og rökstutt álit á því í fyrsta lagi, hvort og þá hve miklu tjóni í krónum talið matsbeiðandi hafi orðið fyrir vegna markaðsatlögu Eimskipa á tímabilinu 1999-2011 og einnig að metið verði sérstaklega hvort og þá hve miklu tjóni í krónum talið matsbeiðandi hafi orðið fyrir á tímabilinu 1999-2011 vegna missis viðskipta við tilgreinda viðskiptavini og vegna lækkana á verðum til tiltekinna viðskiptamanna. Í öðru lagi er krafist mats á því hvort og þá hve miklu tjóni, í krónum talið, matsbeiðandi hafi orðið fyrir vegna einkakaupasamninga og tryggðarafslátta rekstraraðila Eimskipa á tímabilinu 1999-2011. Þá verði metið sérstaklega hvort og þá hve miklu tjóni, í krónum talið, matsbeiðandi hafi orðið fyrir á tímabilinu 1999-2011 vegna einkakaupasamninga og tryggðarafslátta rekstraraðila Eimskipa við tilgreinda viðskiptamenn.
Eins og áður er rakið voru hinn 4. október 2012 dómkvaddir tveir sérfróðir og óvilhallir matsmenn til að meta ætlað tjón matsbeiðanda samkvæmt matsbeiðni. Var í þinghaldinu lagt fyrir hina dómkvöddu matsmenn að ljúka matinu svo fljótt sem verða mætti og eigi síðar en föstudaginn 15. mars 2013. Með bókun matsbeiðanda, sem lögð var fram í þinghaldi málsins 26. mars sl., er fylgiskjal sem er afrit tölvupóstssamskipta lögmanns matsbeiðanda og hinna dómkvöddu matsmanna. Þar kemur fram staðfesting matsmannanna á því að vinna við matsgerðina geti ekki haldið áfram fyrr en fyrir liggi gögn máls áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 3/2008 og mál Samkeppniseftirlitsins nr. 70/2007 með trúnaðarupplýsingum.
II.
Matsbeiðandi byggir kröfur sínar í þessum þætti málsins á ákvæðum 3. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Vísar hann til þess að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að fara þessa leið til að leitast við að fá lokið vinnu dómkvaddra matsmanna við umbeðna matsgerð, án tillits til þess hvort matsmennirnir gætu í skjóli framangreinds lagaákvæðis notið sjálfstæðrar heimildar til að setja fram slíka ósk.
Matsbeiðandi bendir á að matsþoli hafi verið aðili að báðum þeim stjórnsýslumálum, sem umbeðin gögn eru hluti af málsgögnum í, og sé matsþoli því með öll gögnin undir höndum, þ. á m. úrlausnir samkeppnisyfirvalda með trúnaðarupplýsingum. Matsgerðin lúti beinlínis að því að meta tjón vegna þeirra samkeppnislagabrota, sem um sé fjallað í stjórnsýslumálunum. Sé þegar af þeirri ástæðu ljóst að skilyrði framangreinds lagaákvæðis séu uppfyllt og að matsþola sé skylt að veita matsmönnum aðgang að gögnunum.
Þá byggir matsbeiðandi á því að matsþola væri ekki heimilt að skorast undan vitnaskyldu eða óheimilt að bera vitni um þessi atriði, sbr. 3. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991. Beri þá sérstaklega að líta til þess að um það bil 11-14 ár séu nú liðin frá því umrædd samkeppnislagabrot áttu sér stað. Matsþoli starfi ekki lengur á markaði fyrir áætlunarsiglingar milli landa og geti engir viðskiptahagsmunir réttlætt að slíkum upplýsingum sé haldið frá matsmönnum.
Jafnframt bendir matsbeiðandi á að bæði efnis- og formvarnir matsþola í greinargerð byggist á því að fleiri gögn vanti svo hægt sé að leggja mat á tjón matsbeiðanda. Þá sé í greinargerðinni einnig gerður ágreiningur um að stjórnvaldsákvarðanirnar feli í sér sönnun á bótaskyldri háttsemi samkvæmt sakarreglunni. Því hljóti frumgögn um hina bótaskyldu háttsemi að hafa aukna þýðingu. Af þessu sé ljóst að allir viðkomandi aðilar, þ.e. matsaðilar báðir og matsmenn, telji aðgang að gögnum samkeppnismálanna tveggja vera nauðsynlegan svo hægt sé að leggja mat á tjón matsbeiðanda. Matsbeiðandi tekur þó fram að þar sem hann hafi sjálfur ekki aðgang að umbeðnum gögnum, geti hann ekki sagt til um það, að hve miklu leyti gögnin hafi þýðingu fyrir matsgerðina. Það eitt ætti að nægja að dómkvaddir matsmenn hafi óskað eftir gögnunum til að skylt væri að afhenda þau. Verði því ekki gerð sú krafa til matsbeiðanda að hann þurfi fyrirfram að sanna þýðingu hvers og eins skjals fyrir niðurstöðu matsgerðarinnar. Bendir matsbeiðandi á að það hljóti að vera ljóst að gögn um það, hversu lengi brot hafi varað, hafi grundvallarþýðingu við mat á lengd tjónstímabils.
Loks vísar matsbeiðandi til þess að nauðsynlegt sé fyrir varnaðaráhrif samkeppnislaga að tjónþolar eigi raunhæfa möguleika á því að afla sér gagna um bótaskylda háttsemi til að geta haldið fram bótakröfum á hendur gerendum.
Kröfu sína um málskostnað byggir matsbeiðandi á 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.
III.
Matsþoli byggir mótmæli sín gegn kröfum matsbeiðanda í þessum þætti málsins á því að ekkert komi fram í framlögðu afriti af tölvupóstum hinna dómkvöddu matsmanna hvers vegna þeir þurfi umbeðin gögn við vinnu sína við matsgerðina. Þá beri að hafna kröfum matsbeiðanda með vísan til ákvæða 3. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Ágreiningslaust sé að matsbeiðandi geti gert þær kröfur, sem ágreiningur aðila í þessum þætti málsins lúti að, en hins vegar beri að hafna þeim þar sem hér eigi við undantekningarákvæði lagagreinarinnar. Bendir matsþoli á að um gögn aðila gildi ákvæði 2. mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991 en ekki sé á því byggt af hálfu matsbeiðanda í máli þessu, heldur einvörðungu á framangreindri 3. mgr. 62. gr. laganna.
Matsþoli vísar til þess að málsaðila sé ávallt heimilt að skorast undan vitnaskyldu og því beri, þegar af þeirri ástæðu, að hafna kröfum matsbeiðanda. Þá vísar matsþoli til ákvæða d-liðar 2. mgr. 53. gr. laga nr. 91/1991 þar sem fram komi að vitni sé óheimilt, án leyfis þess sem í hlut eigi, að svara spurningum um leyndarmál um viðskipti sem það hefur komist að í starfi. Fyrir liggi að um viðskiptaleyndarmál sé að ræða og þess vegna hafi þau ekki verið birt í úrlausnum stjórnvalda. Um sé að ræða upplýsingar um verð og viðskiptakjör ýmissa fyrrum viðskiptavina matsþola. Bendir matsþoli á að þótt hann sé ekki í samkeppni við matsbeiðanda lengur, hafi allir þessir samningar verið framseldir til annarra aðila, m.a. Eimskipa, og því geti verið að sumir samninganna séu enn viðskiptaleyndarmál. Ljóst sé að Samkeppniseftirlitið hafi litið svo á að verðlagning á markaði sé slíkt leyndarmál. Þá sé í umræddum skjölum að finna upplýsingar um viðskiptavini matsþola. Hafi áfrýjunarnefnd í úrskurði sínum frá 2008 talið slíkar upplýsingar viðskiptaleyndarmál, þótt þær væru eldri en fimm ára.
IV.
Eins og áður er rakið hafa verið dómkvaddir tveir sérfróðir og óvilhallir matsmenn til að meta ætlað tjón matsbeiðanda samkvæmt framlagðri matsbeiðni. Samkvæmt fylgiskjali með bókun matsbeiðanda, dagsettri 26. mars sl., telja þeir sig ekki geta haldið áfram vinnu sinni við matsgerðina nema fyrir liggi gögn annars vegar úr máli áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 3/2008 og hins vegar úr máli Samkeppniseftirlitsins nr. 70/2007 ásamt trúnaðarupplýsingum, sem matsbeiðandi gerir í þessum þætti málsins kröfu um að verði afhent matsmönnum eða honum sjálfum. Af hálfu matsþola hefur því ekki verið mótmælt að hann hafi umbeðin gögn í fórum sínum.
Í framlagðri matsbeiðni er þess m.a. óskað að dómkvaddir matsmenn láti í té ítarlegt, skriflegt og rökstutt álit um tjón matbeiðanda vegna markaðsatlögu rekstraraðila Eimskipa á tímabilinu 1999-2011 með vísan til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Þá er farið fram á að metið verði sérstaklega hvort og þá hve miklu tjóni matsbeiðandi hafi orðið fyrir á sama tímabili vegna missis viðskipta við tiltekna viðskiptamenn, lækkana á verðum til tilgreindra viðskiptavina og tjón matsbeiðanda vegna einkakaupasamninga og tryggðarafslátta, eins og í matsbeiðni er nánar gerð grein fyrir. Í tengslum við síðastnefndan lið matsspurninga er þess óskað að metið verði sérstaklega hvort og þá hve miklu tjóni matsbeiðandi hafi orðið fyrir á umræddu tímabili vegna einkakaupasamninga og tryggðarafslátta rekstraraðila Eimskipa við tilgreinda viðskiptamenn.
Áður er greint frá því að ekki er ágreiningur um það að stefnandi geti samkvæmt 3. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, gert þær kröfur sem hér eru til úrlausnar. Hefur matsbeiðandi lögvarða hagsmuni af því að fara þessa leið í því skyni að fá lokið matsgerð samkvæmt matsbeiðni sinni. Hins vegar byggir matsþoli á því að hér verði að líta til undantekningarákvæðis lagagreinarinnar sem feli í sér að þar sem matsþola sem aðila máls verði aldrei gert skylt að bera vitni í málinu, beri þegar af þeirri ástæðu að hafna umræddum kröfum matsbeiðanda. Þá vísar matsþoli til ákvæða d-liðar 2. mgr. 53. gr. laga nr. 91/1991 en sum þessara gagna að minnsta kosti feli í sér viðskiptaleyndarmál.
Samkvæmt ákvæðum 62. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, er það meginregla að þeim, sem hefur umráð þess sem matsgerð lýtur að, er skylt að veita matsmanni aðgang að því nema hann megi skorast undan vitnaskyldu um matsatriði eða sé óheimilt að bera vitni um það. Ber að skýra undantekningu frá þeirri reglu þröngri skýringu. Ágreiningslaust virðist að þau gögn, sem dómkvaddir matsmenn telja nauðsynlegt að fá lögð fram svo þeir geti lokið vinnu sinni við matsgerðina, eru málsgögn vegna samkeppnisbrota sem talin eru að framin hafi verið fyrir allmörgum árum og lúta ekki að núverandi viðskiptahagsmunum matsþola. Ekkert liggur hins vegar ljóst fyrir að þessu leyti né að því er varðar efni þeirra. Ber matsþoli því sönnunarbyrðina fyrir þeim fullyrðingum sínum að honum sé óheimilt að afhenda matsmönnum umrædd gögn vegna viðskiptaleyndarsjónarmiða eða af öðrum sökum og einnig af því að hann gæti sem vitni skorast undan vitnaskyldu um matsatriði eða að honum væri það óheimilt, sbr. ákvæði d-liðar 2. mgr. 53. gr. laga nr. 91/1991, svo sem hann heldur fram. Hefur sú sönnun ekki tekist eins og málið horfir nú við að þessu leyti.
Í ljósi meginreglu 62. gr. laga nr. 91/1991 um að þeir, sem hafa umráð þess sem matsgerð lýtur að, sé skylt að veita matsmanni aðgang að því, verður ekki fallist á það með matsþola að hér ráði úrslitum að ekki komi fram skýring á því í tölvupóstum hinna dómkvöddu matsmanna hvers vegna þeir teldu sig þurfa umbeðin gögn við vinnu sína við matsgerðina. Verður þeirri málsástæðu matsþola því hafnað.
Að öllu framangreindu virtu og með vísan til ákvæða 62. gr. laga nr. 91/1991 er það því niðurstaða dómsins að taka beri aðalkröfu matsbeiðanda til greina að því er varðar þau gögn, sem þar eru talin upp, eins og nánar greinir í úrskurðarorði.
Rétt þykir að ákvörðun málskostnaðar bíði efnisdóms.
Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð:
Matsþola, A1988 ehf., er skylt að afhenda dómkvöddum matsmönnum úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 3/2008 og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 70/2007 með trúnaðarupplýsingum og afritum af öllum þeim gögnum, sem úrlausnirnar byggja á, með trúnaðarupplýsingum, þ.m.t.:
I. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 17. desember 2007, í máli nr. 70/2007:
1) Markaðshlutdeild Eimskips í gámaflutningum og stórflutningum (innflutningur, útflutningur og heildarhlutdeild), sbr. bls. 33.
2) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Sandblástur og málmhúðun hf., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 37-38.
3) Allar upplýsingar úr samningi, Eimskips við Formaco ehf., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 38.
4) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Héðinn hf., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 38-39.
5) Allar upplýsingar varðandi tilboð Eimskips til Eðals ehf., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 39.
6) Allar upplýsingar varðandi útboð Ríkiskaupa og Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 40-41 og 182-183.
7) Allar upplýsingar varðandi útboð Heklu hf., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 41-42.
8) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 42-43.
9) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við World Minerals Ísland ehf. o.fl., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 44-45.
10) Allar upplýsingar úr umsögn Eimskips, dags. 8. september 2006, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 80-83.
11) Allar upplýsingar um tekjur og flutningsmagn Eimskips og Atlantsskipta í töflum 2, 2A, 2B, 3, 3A, 3B, 4, 4A, 4B, 5, 5A, 5B, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 107-110.
12) Nákvæm heildarvelta markaðarins 1999-2002, sbr. bls. 111.
13) Nákvæmt magn í tonnum 1999-2002, sbr. bls. 111.
14) Nákvæm markaðshlutdeild 1999-2002, sbr. bls. 111.
15) Nákvæm markaðshlutdeild í flutningum milli Íslands og Evrópu m.v. magn, sbr. bls. 111 og 125-126.
16) Nákvæm markaðshlutdeild í flutningum milli Íslands og Norður-Ameríku m.v. magn, sbr. bls. 111 og 125-126.
17) Nákvæm markaðshlutdeild í innflutningi/útflutningi frá/til Norður-Ameríku m.v. tekjur, sbr. bls. 111 og 125-126.
18) Allar upplýsingar úr athugasemdum Eimskips við andmælaskjal, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 112.
19) Lækkun verðs á sjóflutningi, sbr. bls. 114.
20) Hlutdeild innflutningsmarkaðar af heildarmarkaði m.v. magn, sbr. bls. 115.
21) Heildartekjur Atlantsskipa 1999-2002 í töflu 7, sbr. bls. 121.
22) Heildareignir Atlantsskipa 1999-2002 í töflu 8, sbr. bls. 121.
23) Eigið fé Atlantsskipa 1999-2002 í töflu 9, sbr. bls. 122.
24) Kaup stærsta viðskiptavinar Eimskips á flutningaþjónustu, sbr. bls. 128.
25) Kaup 10 stærstu viðskiptavina Eimskips á flutningaþjónustu, sbr. bls. 128.
26) Kaup 50 stærstu viðskiptavina Eimskips á flutningaþjónustu, sbr. bls. 128.
27) Velta 10 stærstu viðskiptavina Eimskips, sbr. bls. 128.
28) Allar upplýsingar úr samningi Eimskips við Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar ehf., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 188-189.
29) Upplýsingar Eimskips um 50 stærstu viðskiptavini, sbr. m.a. bls. 128.
30) Afsláttur Eimskips til viðskiptavina, sbr. bls. 228-229 (nmgr. 260-262).
31) Allar upplýsingar úr tölvubréfi Ásu Kristbjargar Karlsdóttur, dags. 30. júlí 2001, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 231.
32) Heildartekjur Eimskips vegna sjóflutninga á skilgreindum markaði 1999-2002, sbr. bls. 232.
33) Heildarmagn Eimskips vegna sjóflutninga á skilgreindum markaði 1999-2002, sbr. bls. 232.
34) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Sölufélaga garðyrkjumanna ehf. og tengd fyrirtæki og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 232-235.
35) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Búr ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 236-237.
36) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Byko ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 237-239.
37) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Daníel Ólafsson ehf. og Lind ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 239-241.
38) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Dynjanda ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 241-242.
39) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Fiskiðjuna Skaðfirðing ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 242-244.
40) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Gólf, loft og veggi ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 244-246.
41) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Hampiðjuna hf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 246-248.
42) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 248-249.
43) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Hita ehf. og Sindra-stál hf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 252-254.
44) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við ING ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. 254-255.
45) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Íslensk-ameríska og tengd félög og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 255-257.
46) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Íslensku umboðssöluna hf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 257-258.
47) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Flutningamiðlunina Jóna hf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 258-260.
48) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Karl K. Karlsson hf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 260-262.
49) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Kassagerðina hf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 262-263.
50) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Kísiliðjuna hf. og World Minerals Ísland ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 263-267.
51) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Mata ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 267-270.
52) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Nathan & Olsen og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 270-272.
53) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Norðurál og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 272-276.
54) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Odda hf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 277-278.
55) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Pfaff-Borgarljós ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 278-279.
56) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við P. Samúelsson ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 279-281.
57) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Sölku sjávarafurðir ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 281-283.
58) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 283-287.
59) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við SÍF og Saltkaup og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 287-291.
60) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Veiðarfærasöluna Dímon og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 291-292.
61) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Vífilfell ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 292-294.
62) Allar upplýsingar úr samningum Eimskips við Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf. og öðrum gögnum, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 294-298.
63) Magn í tonnum á ársgrundvelli tilgreindra samninga Eimskips í töflu 10, sbr. bls. 299-303.
64) Samanlögð velta Eimskips í áætlunarflutningum á sjó milli Íslands og Evrópu annars vegar og Íslands og Norður-Ameríku hins vegar árin 2000-2002, sbr. bls. 342.
65) Velta Eimskips árið 2006, sbr. bls. 342.
66) Tekjur Eimskips vegna sjóflutninga milli Íslands og Evrópu annars vegar og Íslands og Norður-Ameríku hins vegar árið 2006, sbr. bls. 342.
67) Allir samningar Eimskips við eftirtalin félög, sem Samkeppniseftirlitið og/eða áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafa undir höndum, sbr. m.a. bls. 333-337:
1. Aalborg Portland.
2. Austurbakka.
3. Á. Guðmundsson.
4. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.
5. Álfaborg.
6. Ávaxtahúsið Nýtt og ferskt.
7. Bako.
8. Bergdal.
9. BES.
10. Bifreiðar- og landbúnaðarvélar.
11. Blendi.
12. Brek.
13. Búr.
14. Byko.
15. Ceres.
16. Danfoss.
17. Daníel Ólafsson (Danól) og Lind.
18. Dreifingu.
19. Dynjanda ehf. Útgerð.
20. Fisco.
21. Fiskiðjuna Skagfirðing.
22. Flísabúðina.
23. Flotlagnir.
24. Flutningsmiðlunina Jóna.
25. Formaco.
26. Fóðurblönduna, Kornax og Mjólkurfélag Reykjavíkur.
27. Fönix.
28. Garra.
29. GH heildverslun.
30. Glóbus.
31. Gólf, loft og veggi (GLV).
32. Guðmund Arason.
33. Gúmmívinnustofuna.
34. H. Filipsson.
35. Hampiðjuna.
36. Harald Böðvarsson.
37. Harviðarval.
38. Hegas.
39. Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar.
40. Heildverslunina Álfaborg.
41. Heklu.
42. Héðin.
43. Hvítlist.
44. ING.
45. Íslenska verslunarfélagið.
46. Íslensk-ameríska og tengd fyrirtæki.
47. Íslenskan harðvið.
48. Íslensku umboðssöluna.
49. Jóhann Ólafsson.
50. Karl K. Karlsson.
51. Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar.
52. Kísiliðjuna og World Minerals Ísland.
53. Kjarnavörur.
54. Kraftvélar.
55. Línuna.
56. Marel.
57. Mata.
58. Málma.
59. Málmtækni.
60. Meistaravörur.
61. Merkúr.
62. Nathan & Olsen.
63. Norðurál.
64. Nýherja.
65. Odda.
66. Ofnasmiðjuna-Rými.
67. P. Samúelsson.
68. Panelhús.
69. Pétur Pétursson.
70. Pfaff-Borgarljós.
71. Pönnu-Pizzu.
72. Raflagnir Íslands.
73. Rekstrarvörur.
74. Ræsi.
75. S. Guðjónsson.
76. S. Helgason.
77. Samhenta-Kassagerð.
78. Sandblástur og málmhúðun.
79. Seglagerðina Ægi.
80. Sindra-stál.
81. SÍF.
82. Sláturfélag Suðurlands.
83. Smiðjutorg (Habitat).
84. Sól-Víking.
85. Spor.
86. Stálskip.
87. Steinullarverksmiðjuna.
88. Súperbygg.
89. Sölku sjávarafurðir.
90. Sölufélag garðyrkjumanna og tengd fyrirtæki.
91. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
92. Tempru.
93. Tékk-Kristal.
94. Valdimar Gíslason (VGÍ).
95. Veiðarfærasöluna Dímon.
96. Vífilfell.
97. Þórsbrunn.
98. Ölgerðina Egil Skallagrímsson.
II. Úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 12. mars 2008, í máli nr. 3/2008:
1) Vægi tíu stærstu viðskiptavina Eimskips, bls. 10 (nmgr. 1).
2) Mismunur á markaðshlutdeild Eimskips og Samskipa miðað við magn, bls. 29 (nmgr. 2).
3) Mismunur á markaðshlutdeild Eimskips og Samskipa miðað við tekjur, bls. 29 (nmgr. 3).
4) Markaðshlutdeild Eimskips miðað við tekjur árin 1999-2002, bls. 60 (nmgr. 4).
5) Markaðshlutdeild Atlantsskipa miðað við tekjur árin 1999-2002, bls. 60 (nmgr. 6).
6) Markaðshlutdeild Eimskips miðað við magn árin 1999-2002, bls. 60 (nmgr. 7).
7) Markaðshlutdeild Atlantsskipa miðað við magn árin 1999-2002, bls. 60 (nmgr. 9).
8) Allar upplýsingar úr tölvubréfi, dags. 14. febrúar 2001, milli starfsmanna Eimskips, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 90-91 (nmgr. 10-12).
9) Allar upplýsingar úr flutningasamningi Eimskips og Nathan & Olsen og tengdra fyrirtækja, Ekran ehf. og Hagver ehf., dags. 9. september 2002, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 94-95.
10) Allar upplýsingar úr flutningasamningi Eimskips við Banana ehf., dags. í maí 2001, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 95.
11) Allar upplýsingar úr tölvubréfum starfsmanna Eimskips, dags. 11. og 13. júlí 2001, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 95-97.
12) Allar upplýsingar úr flutningasamningi Eimskips við Kassagerðina, dags. 9. febrúar 2002, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 100-101.
13) Allar upplýsingar úr flutningasamningi Eimskips við Íslensku umboðssöluna hf., dags. 21. nóvember 2001, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 101.
14) Allar upplýsingar úr flutningasamningi Eimskips við Odda hf., dags. 22. mars 2002, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 101-102.
15) Allar upplýsingar úr flutningasamningi Eimskips við Flutningsmiðlunina Jóna hf., dags. 15. september 1999, sbr. bls. 103.
16) Allar upplýsingar úr flutningasamningum Eimskips við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf., sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 103-105.
17) Allar upplýsingar úr flutningasamningi Eimskips við SÍF og Saltkaup, sem afmáðar hafa verið, sbr. bls. 106-107.
Ákvörðun um málskostnað bíður efnisdóms.