Hæstiréttur íslands
Mál nr. 301/2000
Lykilorð
- Kærumál
- Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
|
Fimmtudaginn 3. ágúst 2000. |
|
Nr. 301/2000. |
Lögreglustjórinn í Reykjavík(Egill Stephensen saksóknari) gegn X(Hilmar Ingimundarson hrl.) |
Kærumál. Gæsluvarðhald. a. liður 103. gr. laga nr. 19/1991.
X var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. ágúst 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. júlí 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 5. september nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími.
Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.
Fallist verður á með héraðsdómara að þörf sé frekara gæsluvarðhalds yfir varnaraðila vegna rannsóknar málsins. Verður henni gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 22. ágúst 2000 kl. 16.00.
Dómsorð:
Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 22. ágúst 2000 kl. 16.00.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. júlí 2000.
Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X, kt. [...], með lögheimili að [...] en nú gæslufangi, verði á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 úrskurðuð til að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 5. september nk. kl. 16:00 vegna gruns um brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
[...]
Samkvæmt framansögðu er kærða undir rökstuddum grun um að hafa framið brot gegn XXIII. kafla almennra hegningarlaga. Þá verður fallist á það með lögreglunni að kærða gæti torveldað rannsókn málsins, ef hún hefði óskert frelsi. Það er því niðurstaða dómsins að taka til greina kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um að hún skuli sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 5. september nk. kl. 16:00 með vísan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.
Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.
Úrskurðarorð:
Kærða, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 5. september nk. kl. 16:00.