Hæstiréttur íslands
Mál nr. 425/2016
Lykilorð
- Kærumál
- Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Reifun
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Karl Axelsson og Ingibjörg Benediktsdóttir settur hæstaréttardómari.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. júní 2016, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2016, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 30. júní 2016 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði ómerktur, til vara að hann verði felldur úr gildi, en að því frágengnu að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími.
Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar.
Varnaraðili reisir kröfu sína um ómerkingu á því að héraðsdómur hafi ekki fjallað um varnir sem teflt hafi verið fram og sóknaraðili ekki rannsakað mikilsverð atriði sem styrkja málatilbúnað varnaraðila. Þessi krafa er með öllu órökstudd og er henni hafnað.
Gögn málsins bera með sér að A voru sendar ítrekaðar hótanir með smáskilaboðum á tímabilinu frá 29. maí til 1. júní síðastliðinn úr símanúmerinu [...], sem varnaraðili er skráður fyrir. Í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær viðurkenndi hann að hafa notað þetta símanúmer síðastliðinn mánuð svo og að hafa verið skráður fyrir símanúmerinu [...], sem nú er skráð á 86 ára gamla konu. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á að fullnægt sé skilyrðum c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2016.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, allt til fimmtudagsins 30. júní nk. kl. 16:00.
Í greinargerð lögreglu kemur fram að með ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. mars sl., sem staðfest hafi verið með úrskurði héraðsdóms í máli nr. R-86/2016, hafi [...] verið gert að sæta nálgunarbanni og brottvísun af heimili stjúpdætra sinna B, kt. [...], og A, kt. [...], móður þeirra og eiginkonu sinnar, C, kt. [...], þannig að lagt hafi verið bann við því að hann kæmi á eða í námunda við lögheimili sitt og þeirra að [...] í Reykjavík, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimilið, mælt frá miðju hússins. Jafnframt hafi verið lagt bann við því að X veitti C, B og A eftirför, nálgaðist þær á almannafæri eða setti sig í samband við þær með öðrum hætti. Úrskurður héraðsdóms hafi verið staðfestur með dómi Hæstaréttar í máli nr. 198/2016.
Ákvörðun lögreglustjóra hafi grundvallast á því að X sé undir rökstuddum grun um að hafa í áraraðir brotið gegn mæðgunum með refsiverðum hætti og raskað friði þeirra. Um rökstuddan grun um ítrekuð kynferðisbrot, líkamlegt ofbeldi og hótanir sé að ræða, sbr. mál lögreglu nr. 007-2015-12698, 007-2016-15741 og 007-2015-15750. Rannsókn þessara mála sé nýlokið og verði þau send embætti héraðssaksóknara eins fljótt og unnt sé.
X hafi með ákvörðun lögreglustjóra, dags. 4. apríl sl., verið gert að sæta áframhaldandi nálgunarbanni og brottvísun af heimili í kjölfar þess að þær mægður hafi ítrekað tilkynnt um brot X gegn nálgunarbanninu og lagt fram kæru á hendur honum vegna brotanna. Ákvörðun lögreglustjóra hafi verið staðfest með úrskurði héraðsdóms í máli nr. R-120/2016 og hafi úrskurður héraðsdóms verið staðfestur með dómi Hæstaréttar í máli nr. 258/2016.
Með ákvörðun lögreglustjóra, dags. 2. maí, sl. hafi X aftur verið gert að sæta áframhaldandi nálgunarbanni og brottvísun af heimili í kjölfar ítrekaðra brota hans gegn nálgunarbanninu. Ákvörðunin hafi verið staðfest með úrskurði héraðsdóms í máli nr. R-149/2016. Með ákvörðun lögreglustjóri, dags. 30. maí sl., hafi X verið enn og aftur gert að sæta nálgunarbanni og brottvísun af heimili þeirra B og A og hafi ákvörðunin verið birt fyrir honum kl. 22:45 að kvöldi 30. maí sl.
Í framangreindum úrskurðum héraðsdóms og dómum Hæstaréttar séu efnisatriði málsins rakin með nánari hætti og atriði sem fram hafi komið við skýrslutökur af aðilum og vitnum málsins og sé einnig vísað til þess til stuðnings kröfu þessari.
Í gær hafi B haft samband við lögreglu og verið í miklu uppnámi. Hún hafi sagst vera hrædd um líf sitt. Hún hafi sagt að hún væri nýkomin í vinnuna og að X væri kominn með enn eitt símanúmerið og væri að brjóta nálgunarbannið með því að senda henni líflátshótanir í smáskilaboðum. Hafi hún sagt að hann hafi byrjað að senda henni hótanir um leið og honum hafi verið sleppt úr haldi lögreglu daginn áður eftir að hann hafi verið handtekinn fyrir meint brot gegn nálgunarbanninu. Skömmu síðar hafi A hringt í lögreglu frá heimili sínu og sagt að X væri að senda henni hótanir frá nýju símanúmeri eða símanúmerinu [...].
Teknar hafi verið myndir af hótun sem send hafi verið til B með smáskilaboðum í gær úr símanúmerinu [...] og sé hún svohljóðandi:
Sent 1. júní 2016 kl. 13:23: „Nú verdur tú drepin B bid við vinnu tína tú ert ad boga rangara manneskjur“
Þá hafi verið teknar myndir af skilaboðum sem send hafi verið til B úr síma [...] dagana 29., 30. og 31. maí sl. og komi þar fram grófar hótanir, m.a. eftirfarandi skilaboð:
Sent 31. maí: „Nú eru dagar ykkar taldir nu fai thid ad kenna a thvi nu eru thid daudar B og“
Símanúmerið [...] sé á já.is skráð á 86 ára konu sem hafi hvorki kannast við X né númerið og hafi ekki verið með farsíma sl. 20 ár. Samkvæmt upplýsingum frá [...] sé númerum sem ekki hafi verið í notkun í meira en tvö ár endurúthlutað og þeir sjái að notkun á þessu númeri hafi hafist í janúar sl.
X hafi verið handtekinn þann 1. júní 2016 kl. 14:16 í framhaldi af framangreindu símtali frá B. Tveir símar hafi verið í fórum X þegar hann hafi verið handtekinn, S: [...] og S: [...] og sé hann skráður fyrir báðum þessum númerum. Í veski sem X hafi verið með á sér við handtöku hafi fundist 3 símkort. Eitt þeirra sé S: [...]. Eftir sé að finna út númerin á hinum tveimur kortunum. Bíll X [...] hafi verið haldlagður þegar hann hafi verið handtekinn 01.06.2016. Í bílnum hafi fundist sími í farangursrými en ekkert símkort hafi fundist. Símkort hafi fundist í hólfi milli sæta bílsins. Eftir sé að finna út númer þess símkorts.
Að mati lögreglu sé X undir sterkum grun um fjölmörg önnur brot gegn nálgunarbanninu og hótanir í garð A og B sem séu til þess fallnar að vekja hjá þeim ótta um líf, heilbrigði eða velferð þeirra auk þess að hafa móðgað þær og smánað með stórfelldum ærumeiðingum, sbr. eftirfarandi mál lögreglu:
„007-2016- 31238
Þann 31. maí sl. var X handtekinn kl. 17:16 þar sem hann sat í bifreið sinni við vesturgafl [...] að [...], þar sem þær mæðgur búa, en skv. ákvörðun um nálgunarbann, dags. 30. maí sl. sem hafði verið birt fyrir honum, má hann ekki koma á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimili mæðgnanna, mælt frá miðju hússins. Skv. mælingu lögreglumanns var hann 44 metra frá miðju íbúðar mæðgnanna. Rúmum klukkutíma áður eða kl. 16:05 hafði C haft samband við lögreglu og beðið um skjóta aðstoð vegna manns sem væri að hringja dyrabjöllunni hjá henni þrátt fyrir að búið væri að brottvísa honum af heimilinu og hann í nálgunarbanni. Af framburði kærða sjálfs og vitna er ljóst að umrætt sinn fór hann alla leið inn í forstofuna á [...] en fór eftir að vera rekinn á brott. X var sleppt að lokinni yfirheyrslu.
007-2016-18620
A hefur lagt fram kæru vegna ítrekaðra brota X gegn nálgunarbanninu með því að veita henni og B eftirför og nálgast þær á almannafæri og senda fjölda smáskilaboða sem mörg innihalda grófar hótanir í hennar garð.
Skv. símagögnum sést að þann 29. maí sl. voru send 17 smáskilaboð í síma hennar úr símanúmerinu [...] sem er skráð á X. Í eftirfarandi skilaboði sem sent var úr númerinu kemur fram hótun um líkamsmeiðingar:
Sent 29. mai 2016: „Stelpurnar eru alveg brjaladar thær alla ad na ther og bua til ur ther spitalamat eftir thad sem thu gerdir theim i [...]skola“
Skv. símagögnum sést að á tímabilinu 7. til 21. maí sl. voru send 37 skilaboð í síma A úr símanúmerinu [...] en símkortið fannst í fórum X í gær, sbr. framangreint. Langflest skilaboðanna innihalda grófar hótanir í garð A, m.a. eftirfarandi skilaboð:
1. Sent 8. maí 2016 kl. 00:28:47: „I em going to cill you to night you ser a bat thett“
2. Sent 18. maí 2016 kl. 16:45:15: „I will cill you and you gonna dei“
3. Sent 20. maí 2016 kl. 13:06:47: „I will will cill you“
4. Sent 20. maí 2016 kl. 13:13:55: „I cill you too“
5. Sent 21. maí 2016 kl. 13:13:55: „I will libs your pussy“
007-2016-18589
B hefur lagt fram kærur vegna ítrekaðra brota X gegn nálgunarbanninu með því að veita henni og A eftirför og nálgast þær á almannafæri og senda fjölda smáskilaboða sem mörg innihalda grófar hótanir í hennar garð.
Skv. símagögnum sést að á tímabilinu 28. mars til 16. apríl sl. voru send 36 skilaboð í síma B úr númerinu [...] sem X er skráður fyrir. Skv. símagögnum sést að á tímabilinu 21. mars sl. til 17. apríl sl. voru send 238 smáskilaboð í síma hennar úr símanúmerinu [...] sem er skráð á X. Mörg skilaboðanna innihalda grófar hótanir í garð hennar, m.a. eftirfarandi skilaboð:
6. Sent 12. apríl 2016: „Thu verdur skorin fra raskati og upp ad haus fra haus og nidur litlu tutturnar sem mjolka ekkert og nidur ad pussunni thini B“
7. Sent 12. apríl 2016: Nu verdi thid daud og mirt i koldu.
8. Sent 10. apríl 2016: „Mennirnir munu koma veridi viss eða bida fyrir utan heima hja ykkur og nunu leika ser med ykkur their eru bunir ad fa myndir af ykkur B og A.“
9. Sent 10. apríl 2016: „Thu verdur ekki pikublaut thu verdur blodblaut thegar mennirnir koma“
10. Sent 10. apríl 2016: „ Og thaunga pika a B mun blæða“
11. Sent 10. apríl 2016: „ Thessi menn mun rida B og A i oll gott sem their sja“
12. Sent 10. apríl 2016: „B thad kemur madur ad heimsækja thid i dag eda kvold hann ætlar ad rida thraungri pikuni thinni“
Skv. símagögnum sést að á tímabilinu 16. apríl til 21. maí sl. voru send 134 smáskilaboð úr símanúmerinu [...] í síma B, símkortið fannst í fórum X í gær, sbr. framangreint. Langflest skilaboðanna innihalda grófar hótanir í hennar garð, m.a. eftirfarandi skilaboð:
1. Sent 16. apríl 2016 kl. 23:08:42: „Tu mund deiga i nott tussam tin og dreft“
2. Sent 17. apríl 2016 kl. 9:52:29: „Litlu omurlegu brjostin verd skorinn af og haft til synis fyrir ad mjolka ekkert fyrir börn“
3. Sent 18. apríl 2016 kl. 01:02:11: „Nú er ég fyrir utan og kem inn að drepa ykkur druslurnar“
4. Sent 24. apríl 2016 kl. 09:38:28: „Nú er ég búin ad komast ad tví hvar tu vinnur og nú vérdur let ad drepa thig“
5. Sent 16. maí 2016 kl. 00:41:26: „I hang you up your pussy and leu you bleed ut“
6. Sent 16. maí 2016 kl. 14:14:17: „You will be killed and hung on shined and are bleed“
7. Sent 16. maí 2016 kl. 14:17:52: „And your sister too cot from the pussy and up to bregst“
8. Sent 16. maí 2016 kl. 00:41:26: „I hang you up your pussy and leu you bleed ut“
9. Sent 16. maí 2016 kl. 00:41:26: „I hang you up your pussy and leu you bleed ut“
10. Sent 21. maí 2016 kl. 16:19:55: „I will kill you toonight“
11. Sent 21. maí 2016 kl. 16:32:22: „I will libs your pussy“
007-2016- 18586
Skv. útskrift úr heimasíma C eru 566 hringingar úr símanúmeri X í heimasímann á tímabilinu 7. mars til 21. mars 2016. Skv. útskrift úr farsíma C hefur X einnig hringt í hann auk þess að senda henni 18 smáskilaboð.
Kærði hafi neitað sök í skýrslutökum vegna málanna og það hafi hann einnig gert í skýrslutöku fyrr í dag. Hann hafi játaði að hafa farið inn á stigaganginn á [...] í Reykjavík þann 1. júní sl. en neitað að það væri brot á nálgunarbanni.
Rannsókn málanna sé nánast lokið. Að mati lögreglu sé kærði undir sterkum grun um að hafa síðustu mánuði ítrekað brotið gegn 232. gr., 233. gr. og 233. gr. b. almennra hegningarlaga en kærði hafi sætt brottvísun af heimili sínu og nálgunarbanni frá 7. mars sl. Þá séu einnig til meðferðar hjá embættinu meint ítrekuð kynferðis-, ofbeldis- og hótanabrot hans., sbr. mál lögreglu nr. 007-2016-12698, 007-2016-15741 og 007-2015-15750.
Að mati lögreglu séu yfirgnæfandi líkur á því að kærði muni halda áfram afbrotum gangi hann frjáls ferða sinna og sé talið nauðsynlegt að verja þær B og A gegn árásum hans í ljósi ítrekaðra hótana í þeirra garð um líflát og líkamsmeiðingar. Það sé því talið nauðsynlegt að hann sæti gæsluvarðhaldi meðan málum hans sé ólokið. Hann hafi sýnt einbeittan brotavilja og ekki látið af háttsemi sinni þrátt fyrir ítrekuð afskipti lögreglu og fyrirmæli þar um. Telji lögregla ljóst að kærði muni ekki fá skilorðsbundinn dóm vegna fjölda mála sem um ræðir og alvarleika þeirra.
Með vísan til framangreinds sé það mat lögreglustjóra að uppfyllt séu skilyrði til að kærði sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli c- og d- liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
Með vísan til alls framangreinds, framlagðra gagna og c- og d-liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála sé þess krafist að krafan nái fram að ganga.
Niðurstaða:
Í greinargerð lögreglu kemur fram að með ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. mars sl., sem staðfest hafi verið með úrskurði héraðsdóms í máli nr. R-86/2016, hafi varnaraðila verið gert að sæta nálgunarbanni og brottvísun af heimili stjúpdætra sinna, B og A, móður þeirra og eiginkonu hans, C, þannig að lagt hafi verið bann við því að hann kæmi á eða í námunda við lögheimili sitt og þeirra að [...] í Reykjavík, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimilið, mælt frá miðju hússins. Jafnframt hafi verið lagt bann við því að hann veitti C, B og A eftirför, nálgaðist þær á almannafæri eða setti sig í samband við þær með öðrum hætti. Úrskurður héraðsdóms hafi verið staðfestur með dómi Hæstaréttar í máli nr. 198/2016.
Byggt var á því að varnaraðili sé undir rökstuddum grun um að hafa í áraraðir brotið gegn mæðgunum með refsiverðum hætti og raskað friði þeirra. Einnig sé rökstuddur grunur um ítrekuð kynferðisbrot, líkamlegt ofbeldi og hótanir varnaraðila og rannsókn tilgreindra mála sé nýlokið og þau verði send embætti héraðssaksóknara eins fljótt og unnt sé.
Varnaraðila hafi enn með ákvörðun lögreglustjóra, dags. 4. apríl sl., verið gert að sæta áframhaldandi nálgunarbanni og brottvísun af heimili í kjölfar þess að þær mægður hafi ítrekað tilkynnt um brot hans gegn nálgunarbanninu og lagt fram kæru á hendur honum vegna brotanna. Úrskurður héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu á ákvörðun lögreglustjóra hafi verið staðfestur með dómi Hæstaréttar í máli nr. 285/2016.
Með ákvörðun lögreglustjóra, dags. 2. maí, sl. hafi varnaraðila aftur verið gert að sæta áframhaldandi nálgunarbanni og brottvísun af heimili í kjölfar ítrekaðra brota hans gegn nálgunarbanninu. Ákvörðunin hafi verið staðfest með úrskurði héraðsdóms í máli nr. R-149/2016. Með ákvörðun lögreglustjóri, dags. 30. maí sl., hafi varnaraðila verið enn og aftur gert að sæta nálgunarbanni og brottvísun af heimili þeirra B og A og hafi ákvörðunin verið birt fyrir honum kl. 22:45 að kvöldi 30. maí sl.
Þá kemur fram að varnaraðili hafi í gær enn raskað friði B sem óttaðist um líf sitt og varnaraðili væri kominn með nýtt símanúmer og sendi henni líflátshótanir í smáskilaboðum. Hann hafi byrjað að senda henni hótanir um leið og honum hafi verið sleppt úr haldi lögreglu daginn áður eftir að hann hafi verið handtekinn fyrir meint brot gegn nálgunarbanninu. Einnig væri varnaraðili að senda hótanir frá nýju símanúmeri.
Teknar hafi verið myndir af hótun sem send hafi verið til B með smáskilaboðum í gær úr símanúmerinu [...] með líflátshótunum. Þá liggja jafnframt fyrir myndir af skilaboðum til B með grófum hótunum
Þá hafi verið teknar myndir af skilaboðum sem send hafi verið til B úr síma [...] dagana 29., 30. og 31. maí sl. og komi þar fram grófar hótanir, en símanúmeri sé skrá að 86 ára gamla konu sem hafi hvorki kannast við varnaraðila né númerið og hafi ekki verið með farsíma sl. 20 ár. Samkvæmt upplýsingum frá [...] sé númerum sem ekki hafi verið í notkun í meira en tvö ár endurúthlutað og þeir sjái að notkun á þessu númeri hafi hafist í janúar sl.
Varnaraðili hafi í gær, 1. júní 2016 kl. 14:16, verið handtekinn í framhaldi af framangreindu símtali frá B og þá haft í fórum sínu tvo síma með tilgreindum númerum sem hann sé skráður fyrir og þrjú símkort. Tveir símar hafi verið í fórum varnaraðila þegar hann hafi verið handtekinn, S: [...] og S: [...] og sé hann skráður fyrir báðum þessum númerum. Í veski sem varnaraðila hafi verið með á sér við handtöku hafi fundist 3 símkort. Eitt þeirra sé S: [...] en eftir sé að finna út númerin á hinum tveimur kortunum. Í bíl varnaraðila sem hafi verið haldlagður við handtöku símkort en eftir sé að finna símanúmer þess. [...] hafi verið haldlagður þegar hann hafi verið handtekinn 01.06.2016. Í bílnum hafi fundist sími í farangursrými en ekkert símkort hafi fundist. Símkort hafi fundist í hólfi milli sæta bílsins. Eftir sé að finna út númer þess símkorts.
Að mati lögreglu er varnaraðili undir sterkum grun um fjölmörg önnur brot gegn nálgunarbanninu og hótanir í garð A og B sem séu til þess fallnar að vekja hjá þeim ótta um líf, heilbrigði eða velferð þeirra auk þess að hafa móðgað þær og smánað með stórfelldum ærumeiðingum. Í greinargerð eru rakin fjölmörg tilvik og kærur vegna ítrekaðra brota varnaraðila gegn nálgunarbanni gagnvart B. Rannsókn málanna sé nánast lokið. Að mati lögreglu sé kærði undir sterkum grun um að hafa síðustu mánuði ítrekað brotið gegn 232. gr., 233. gr. og 233. gr. b. almennra hegningarlaga en kærði hafi sætt brottvísun af heimili sínu og nálgunarbanni frá 7. mars sl. Þá séu einnig til meðferðar hjá embættinu meint ítrekuð kynferðis-, ofbeldis- og hótanabrot hans.
Með vísan til greinargerðar lögreglu og gagna málsins er fallist á það mat lögreglu að yfirgnæfandi séu líkur á því að kærði muni halda áfram afbrotum gangi hann frjáls ferða sinna og nauðsynlegt sé að verja þær B og A gegn árásum hans í ljósi ítrekaðra hótana í þeirra garð um líflát og líkamsmeiðingar. Það sé því fallist á með hliðsjón af margítrekuðum og alvarlegum ætlaðra brota varnaraðila nauðsynlegt að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi meðan málum hans sé ólokið, að öðrum kosti muni hann halda áfram framangreindri háttsemi sinni. Hann hafi sýnt einbeittan brotavilja og ekki látið af háttsemi sinni þrátt fyrir ítrekuð afskipti lögreglu og fyrirmæli þar um.
Með hliðsjón af því sem rakið hefur verið er rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi ítrekað brotið gegn 232. gr., 233. gr. og 233. gr. b. almennra hegningarlaga, en brot ef sönnuð geta varðað fangelsi allt að 2 árum.
Samkvæmt því sem rakið hefur verið verðu telja að uppfyllt séu skilyrði til að kærði sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli c- og d- liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Telja verður að af hálfu lögreglu sé gætt meðalhófs varðandi kröfu um gæsluvarðhald og ekki efni til að fallast á að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími.
Er því fallist á kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eins og hún er fram sett.
Þórður Clausen Þórðarson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð
Fallist er á kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að kærða, X, kt. [...], verður gert að sæta gæsluvarðhaldi, allt til fimmtudagsins 30. júní nk. kl. 16:00.