Hæstiréttur íslands
Mál nr. 411/2014
Lykilorð
- Niðurfelling máls
- Málskostnaður
|
|
Fimmtudaginn 5. febrúar 2015. |
|
Nr. 411/2014.
|
Jónborg Sigurðardóttir (Ólafur Rúnar Ólafsson hrl.) gegn Drífu ehf. (Indriði Þorkelsson hrl.) |
Niðurfelling máls. Málskostnaður.
Eftir kröfu J var mál hennar á hendur D ehf. fellt niður fyrir Hæstarétti. Var J dæmd til að greiða málskostnað D ehf. fyrir Hæstarétti að kröfu félagsins.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Þorgeir Örlygsson og Guðrún Erlendsdóttir settur hæstaréttardómari.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 13. júní 2014. Með bréfi 4. febrúar 2015 tilkynnti áfrýjandi að hún félli frá áfrýjun héraðsdóms. Með bréfi sama dag óskaði stefndi eftir því að dómur gengi um málskostnað úr hendi áfrýjanda.
Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður málið fellt niður fyrir Hæstarétti.
Samkvæmt 2. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 verður áfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Mál þetta er fellt niður.
Áfrýjandi, Jónborg Sigurðardóttir, greiði stefnda, Drífu ehf., 450.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.