Hæstiréttur íslands

Mál nr. 548/2013


Lykilorð

  • Kynferðisbrot
  • Börn
  • Upptaka
  • Skaðabætur


Dómsatkvæði

                                     

Fimmtudaginn 21. nóvember 2013.

Nr. 548/2013.

Ákæruvaldið

(Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari)

gegn

X

(Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hrl.)

(Einar Gautur Steingrímsson hrl.

Björgvin Jónsson hrl. réttargæslumenn)

Kynferðisbrot. Börn. Upptaka. Skaðabætur.

X var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr., 199. gr., 2. mgr. 202. gr., 1. mgr. 206. gr., 209. gr., 3. mgr. 210. gr., 1. mgr. 210. gr. a, áður 4. mgr. 210. gr. og 2. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 auk tilraunar til brota gegn 199. gr., 2. mgr. 202. gr. og 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga, með nánar tilgreindri háttsemi gegn tólf stúlkum og fyrir vörslur á barnaklámi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að X hefði ekki áður gerst brotlegur við lög. Brot hans hefðu mörg og hefðu mörg þeirra verið til þess fallin að hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar, en margar stúlknanna voru mjög ungar þegar brotin áttu sér stað. Var talið að X hefði þannig haft yfirburðastöðu í aldri og þroska í samskiptum við þær og hefði hann nýtt sér þá stöðu. Þá var einnig litið til þess að þegar X framdi alvarlegasta brotið hefði hann aðeins verið 16. ára að aldri. Að þessu virtu og með vísan til 1., 2., 6. og 7. töluliða 1. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga var refsing X ákveðin fangelsi í 4 ár og 6 mánuði. Þá var X gert að sæta upptöku á tölvu auk þess sem honum gert að greiða stúlkunum miskabætur.

Dómur Hæstaréttar

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson.

Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 31. júlí 2013 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að ákærði verði sakfelldur fyrir þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í 3. lið II. kafla ákæru 8. mars 2013 og 3. lið I. kafla ákæru 4. apríl sama ár, en til vara að því er varðar síðarnefndan ákærulið að héraðsdómur verði ómerktur. Að öðru leyti er þess krafist að niðurstöður hins áfrýjaða dóms um einstaka liði í ákærunum verði staðfestar, en refsing ákærða þyngd.

Ákærði krefst aðallega sýknu, en til vara að refsing hans verði milduð. Þá krefst hann þess aðallega að einkaréttarkröfum verði vísað frá dómi, en til vara að þær verði lækkaðar.

Brotaþolar krefjast þess að ákærða verði gert að greiða þeim eftirfarandi fjárhæðir með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði: A 500.000 krónur, B 800.000 krónur, C 1.300.000 krónur, D 1.500.000 krónur, E 500.000 krónur, G 600.000 krónur, H 500.000 krónur, Q 2.500.000 krónur, S 800.000 krónur, U 500.000 krónur og V 500.000 krónur, en F krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms um einkaréttarkröfu sína.

Með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur að öðru leyti en því að gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 4. febrúar 2012 til 24. sama mánaðar og frá 18. janúar 2013 verður dregin frá refsingu hans.

Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanna brotaþola, sem ákveðin verður að meðtöldum virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði.

Dómsorð:

Héraðsdómur skal vera óraskaður að öðru leyti en því að gæsluvarðhaldsvist ákærða, X, frá 4. febrúar 2012 til 24. sama mánaðar og samfleytt frá 18. janúar 2013 skal draga frá refsingu hans.

Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 3.782.814 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns, 2.259.000 krónur, og þóknun réttargæslumanna brotaþola, Einars Gauts Steingrímssonar hæstaréttarlögmanns, 564.750 krónur og Björgvins Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 376.500 krónur.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 7. júní 2013.

             Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 8. mars 2013, á hendur:

,,X, kennitala [...],

[...], [...],

nú með dvalarstað í fangelsinu Litla-Hrauni,

fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum:

I.

Fyrir eftirtalin kynferðisbrot gegn A, kennitala [...], sem þá var 12 og 13 ára:

1.         Með því að hafa laugardaginn 24. apríl 2010, í samskiptum á internetinu við A, þá 12 ára, í gegnum samskiptaforritið MSN, undir notendanafninu [...], sagt henni að sýna ákærða brjóst sín, rass og kynfæri í vefmyndavél, sem hún gerði, og á meðan tekið 21 skjáskotsmynd á tölvuna af berum brjóstum, rassi og kynfærum A. Ákærði hafði framangreinda 21 mynd af A, sem sýna hana á kynferðislegan og klámfenginn hátt, í vörslu sinni í fartölvu af gerðinni Hewlett Packard allt til 3. nóvember 2011, er lögregla lagði hald á tölvu hans.

Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara við 209. gr. sömu laga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, og 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga, sbr. 6. gr. laga nr. 58/2012, sbr. áður 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga.

2.         Með því að hafa þriðjudaginn 16. nóvember 2010, í samskiptum á internetinu við A, þá 12 ára, í gegnum samskiptaforritið Skype, undir notendanafninu [...], beðið A nokkrum sinnum um að sýna ákærða rass sinn og brjóst í vefmyndavél, sem hún neitaði að gera.

Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga, en til vara við 209. gr. sömu laga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.

3.         Með því að hafa fimmtudaginn 25. ágúst 2011, í samskiptum á internetinu við A, þá 13 ára, í gegnum samskiptaforritið Skype, undir notandanafninu [...], sagt A ítrekað að sýna ákærða rass sinn og brjóst í vefmyndavél, sem hún neitaði að gera, og að hafa fróað sér fyrir framan hana í vefmyndavél, auk þess sem hann spurði hana hvort hún þyrði að hitta hann og snerta hann og bauð henni peninga fyrir að hitta hann og horfa á hann fróa sér.

Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga, 209. gr. sömu laga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.

II.

Fyrir eftirtalin kynferðisbrot gegn B, kennitala [...], sem þá var 14 ára:

1.         Með því að hafa þriðjudaginn 22. febrúar 2011, í samskiptum á internetinu við B, í gegnum samskiptaforritið Skype, undir notandanafninu [...], beðið B um að sýna ákærða brjóst sín og rass í vefmyndavél og tekið 13 skjáskotsmyndir á tölvuna af B vera að stunda sjálfsfróun. Ákærði hafði framangreindar 13 myndir af B, sem sýna hana á kynferðislegan og klámfenginn hátt, í vörslu sinni í tölvu af gerðinni Hewlett Packard allt til 3. nóvember 2011, er lögregla lagði hald á tölvu hans.

Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, en til vara við 209. gr. sömu laga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga, og 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga, sbr. 6. gr. laga nr. 58/2012, sbr. áður 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga.

2.         Með því að hafa mánudaginn 4. apríl 2011, í samskiptum á internetinu við B, á samskiptasíðunni tinychat.com, undir notandanafninu [...], fengið B til að sýna ákærða brjóst sín í vefmyndavél og kvaðst hann í samskiptunum vera að millifæra greiðslu fyrir sýninguna á bankareikning sem B gaf honum upp. Ákærði tók 34 skjáskotsmyndir á tölvuna af B sem sýna ber brjóst hennar. Ákærði hafði framangreindar 34 myndir af B, sem sýna hana á kynferðislegan og klámfenginn hátt, í vörslu sinni í fartölvu af gerðinni Hewlett Packard allt til 3. nóvember 2011, er lögregla lagði hald á tölvu hans.

Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, en til vara við 209. gr. sömu laga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga, og 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga, sbr. 6. gr. laga nr. 58/2012, sbr. áður 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga.

3.         Með því að hafa á árinu 2010 eða fyrri hluta ársins 2011 sýnt B ruddalegt og ósiðlegt athæfi er hann keypti kynlífstæki fyrir stúlkuna í versluninni Adam og Evu í Reykjavík og afhenti henni.

Telst þetta varða við 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.

4.         Með því að hafa á vormánuðum 2011 tælt B til annarra kynferðismaka en samræðis er hann hét henni 200.000 kr. fyrir kynferðislega myndatöku og fékk hana til að hitta sig til undirbúnings fyrir myndatökuna en ákærði sótti hana á bifreið að heimili hennar við [...] í Reykjavík og ók með hana í Klettagarða þar sem ákærði, í bifreiðinni, lét B fróa honum auk þess sem hann fróaði henni.

Telst þetta varða við 1. og 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. 

5.         Með því að hafa um nokkurt skeið haft í vörslu sinni átta myndir af B sem sýna hana á kynferðislegan og klámfenginn hátt í fartölvu af gerðinni Hewlett Packard, allt til 3. nóvember 2011, er lögregla lagði hald á tölvu hans.

Telst þetta varða við 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga, sbr. 6. gr. laga nr. 58/2012, sbr. áður 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga.

III.

Fyrir eftirtalin kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot gegn C, kennitala [...], sem þá var 15 ára:

1.         Með því að hafa í eitt skipti í aprílmánuði 2011 í ljósmyndaaðstöðu sem ákærði hafði til afnota að [...] í Reykjavík, tekið 12 myndir af C nakinni eða á g-strengsnærbuxum einum fata, þar á meðal myndir af brjóstum hennar, rassi og kynfærum. Ákærði hafði framangreindar 12 myndir af C, sem sýna hana á kynferðislegan og klámfenginn hátt, í vörslu sinni í fartölvu af gerðinni Hewlett Packard allt til 3. nóvember 2011, er lögregla lagði hald á tölvu hans.

Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga, 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga og 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga, sbr. 6. gr. laga nr. 58/2012, sbr. áður 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga.

2.         Með því að hafa föstudaginn 28. október 2011 í samskiptum á internetinu við C á samskiptavefnum Facebook, undir notandanafninu [...], látið af hendi við C tvær klámmyndir, sem sýna unglingsstúlku sjúga lim karlmanns, með því að senda henni myndirnar rafrænt á meðan samskiptum þeirra stóð.

Telst þetta varða við 3. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga.

3.         Með því að hafa á tímabilinu frá 1. ágúst til 13. október 2011 í samskiptum á internetinu við aðila sem ákærði taldi vera C, á samskiptavefnum Facebook, undir notandanafninu [...] eða [...], ítrekað sýnt af sér lostugt og ósiðlegt athæfi en ákærði bað hana að stunda með honum kynlíf, bauð henni peningagreiðslu fyrir nektarmyndatöku og kynmök, sagði henni að taka myndir af kynfærum sínum og rassi, meðal annars með hlut inni í kynfærum sínum, og senda honum rafrænt og bauðst til að gefa henni 100 myndir af nöktum stúlkum.

Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga, allt sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga.

4.         Með því að hafa á tímabilinu frá 28. október til 20. nóvember 2011 í samskiptum á internetinu við C, á samskiptavefnum Facebook, undir notandanafninu [...] eða [...], ítrekað sýnt henni lostugt og ósiðlegt athæfi en ákærði sendi henni kynferðislegar lýsingar, bað hana um að stunda með honum kynlíf og um að fá að taka myndir af því, bauð henni að sitja fyrir í nektarmyndatökum og bað hana að taka myndir af honum að stunda sjálfsfróun.

Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.

IV.

Fyrir kynferðisbrot gegn D, kennitala [...], sem þá var 16 ára, með því að hafa, í ágúst 2011, í samskiptum á internetinu við D, á samskiptavefnum Facebook, undir notandanafninu [...], heitið henni greiðslu gegn því að hún hefði önnur kynferðismök en samræði við karlmann, sem reyndist vera ákærði sjálfur. Ákærði, undir notandanafninu Fyrirsætu vantar, taldi D trú um að aðili nokkur vildi taka myndir af kynferðismökum hennar með karlmanni en með því skilyrði að áður en til myndatökunnar kæmi þyrfti hún að hitta karlmanninn til undirbúnings og hafa önnur kynferðismök við hann sem þau þyrftu að taka myndir af. D, sem kvaðst vera 18 ára í samskiptunum við ákærða, hitti karlmanninn, sem reyndist vera ákærði, í þessum tilgangi og vegna loforðs ákærða um greiðslu peninga, í þrígang í ágústbyrjun 2011 í Elliðaárdal, Fossvogsdal og á heimili ákærða að [...] í Reykjavík. Við kynferðismökin setti ákærði getnaðarlim sinn í munn D og hún setti fingur sinn, stilk af plöntu og þrjár gerðir af gervilimum inn í endaþarm hans. Ákærði hét D í upphafi greiðslu að fjárhæð 100.000 kr. en hækkaði fjárhæðina uns hann hét 300.000 kr. í lok ágústmánaðar, en innti greiðsluna ekki af hendi.

Telst þetta varða við 1. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

V.

Fyrir eftirtalin kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot gegn E, kennitala [...], sem þá var 13 ára:

1.         Með því að hafa þriðjudaginn 27. september 2011, í samskiptum á internetinu við E, í gegnum samskiptaforritið Skype, undir notandanafninu [...], fengið E til þess sýna ákærða brjóst sín og maga og tekið eina mynd sem sýnir hana í brjóstahaldara og aðra sem sýnir ber brjóst hennar og maga. Ákærði hafði framangreindar tvær myndir af E, sem sýna hana á kynferðislegan og klámfenginn hátt, í vörslu sinni í fartölvu af gerðinni Hewlett Packard allt til 3. nóvember 2011, er lögregla lagði hald á tölvu hans.

Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, en til vara við 209. gr. sömu laga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga, og 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga, sbr. 6. gr. laga nr. 58/2012, sbr. áður 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga.

2.         Með því að hafa þriðjudaginn 27. september og miðvikudaginn 28. september 2011, í samskiptum á internetinu við E, á samskiptavefnum Facebook, undir notandanafninu [...], sýnt E lostugt og ósiðlegt athæfi með því að hafa spyrja hana hvort hún vildi sitja fyrir í myndatöku á undirfötum og nakin.

Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.

3.         Með því að hafa föstudaginn 25. nóvember 2011, í samskiptum á internetinu við E, á samskiptavefnum Facebook, undir notandanafninu [...] eða [...], sýnt E lostugt og ósiðlegt athæfi með því að hafa spyrja hana kynferðislegra spurninga, meðal annars hvort hún væri með stóran rass og stór brjóst.

Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.

VI.

Fyrir eftirtalin kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot gegn F, kennitala [...], sem þá var 14 ára:

1.         Með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 1. október 2011, í samskiptum á internetinu við F, í gegnum samskiptaforritið Skype, undir notandanafninu [...], fengið F til að sýna ákærða rass sinn, maga og læri, en hún var einungis klædd g-strengsnærbuxum og bol sem  hún lyfti upp. Ákærði tók sex skjáskotsmyndir á tölvuna af F og hafði framangreindar sex myndir, sem sýna F á kynferðislegan og klámfenginn hátt, í vörslu sinni í fartölvu af gerðinni Hewlett Packard allt til 3. nóvember 2011, er lögregla lagði hald á tölvu hans.

Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, en til vara við 209. gr. sömu laga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga, og 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga, sbr. 6. gr. laga nr. 58/2012, sbr. áður 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga.

2.         Með því að hafa laugardaginn 1. október 2011, í Elliðaárdalnum í Reykjavík, í myndatöku sem ákærði og F höfðu sammælst um, fengið hana til þess að fækka fötum og tekið 18 myndir af rassi hennar og kynfærum þar sem hún klæddist einungis g-strengsnærbuxum og einnig tekið fjórar myndir þar sem hún klæddist brjóstahaldara og g-strengsnærbuxum. Ákærði hafði framangreindar 22 myndir af F, sem sýna hana á kynferðislegan og klámfenginn hátt, í vörslu sinni í fartölvu af gerðinni Hewlett Packard allt til 3. nóvember 2011, er lögregla lagði hald á tölvu hans.

Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, en til vara við 209. gr. sömu laga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga, og 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga, sbr. 6. gr. laga nr. 58/2012, sbr. áður 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga. 

3.         Með því að hafa á tímabilinu frá 1. október til 26. nóvember 2011, í samskiptum á internetinu við F, á samskiptavefnum Facebook, undir notandanafninu [...] eða [...], sýnt F lostugt og ósiðlegt athæfi með því að hafa í sjö skipti leitast við að fá F til þess að sitja fyrir í myndatöku hjá honum fáklædd, á undirfötum eða sundfötum.

Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.

4.         Með því að hafa sunnudaginn 13. nóvember 2011, í samskiptum á internetinu við F, á samskiptavefnum Facebook, undir notandanafninu [...], leitast við að fá F að sitja nakin fyrir í kynferðislegri myndatöku með karlmanni og sagt henni að hún fengi greiddar 800.000 kr. fyrir það.

Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga, en vil vara við 209. gr. sömu laga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.

VII.

Fyrir eftirtalin kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot gegn G, kennitala [...], sem þá var 15 ára:

1.         Með því að hafa aðfaranótt mánudagsins 24. október 2011, í samskiptum á internetinu við G, á samskiptavefnum Facebook, undir notandanafninu [...], sýnt G yfirgang og lostugt og ósiðlegt athæfi með því að spyrja hana kynferðislegra spurninga, meðal annars um kynlífsreynslu hennar, og leitast við að fá hana til að sýna ákærða sig á undirfötum einum fata í vefmyndavél, sem hún neitaði. Ákærði leitaðist einnig við að fá G þá um nóttina til að fara út af heimili sínu án vitneskju foreldra hennar og hitta hann og í því skyni bauðst hann til að gera eitthvað fyrir hana í staðinn og bauð henni 3.000 kr.

Telst þetta varða við 199. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga, 209. gr. sömu laga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.

2.         Með því að hafa mánudaginn 24. október, við undirgöng skammt frá söluturninum [...], [...] í Reykjavík, þar sem hann hafði mælt sér mót við G, káfað á rassi hennar innanklæða og kysst hana á munninn.

Telst þetta varða við 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

VIII.

Fyrir kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot gegn H, kennitala [...], sem þá var 14 ára, með því að hafa að kvöldi sunnudagsins 23. október og aðfaranótt mánudagsins 24. október 2011, í samskiptum á internetinu við H, á samskiptavefnum Facebook, undir notandanafninu [...], sýnt H yfirgang og lostugt og ósiðlegt athæfi með því að leitast við að fá hana til að sitja fyrir í myndatöku hjá honum á sundfötum og nakin og spyrja hana kynferðislegra spurninga, meðal annars um kynlífsreynslu hennar. Ákærði leitaðist einnig við að fá H síðla kvölds til að fara út af heimili sínu til þess að hitta hann og kyssa hann og í því skyni bauð hann henni 1.000 kr. og síðan 3.000 kr., og þrýsti að auki á hana til að hitta hann daginn eftir í sama skyni. Ákærði fékk H í framangreindum samskiptum til að opna samskiptasíðuna tinychat.com og reyndi í samskiptum á þeirri síðu að fá hana til að sýna honum brjóst sín í vefmyndavél.

Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga, 209. gr. sömu laga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að ákærði sæti upptöku samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga, sbr. 2. gr. laga nr. 149/2009, á fartölvu af gerðinni Hewlett Packard sem notuð var til framningu brota og lögregla lagði hald á (munaskrá 88280).

Einkaréttarkröfur:

Vegna ákæruliðar I:

Af hálfu I, kt. [...], vegna ólögráða dóttur hans, A, kt. [...], er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð 500.000 kr., auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. október 2010 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar til greiðsludags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun.

Vegna ákæruliðar II

Af hálfu J, kt. [...], vegna ólögráða dóttur hennar, B, kt. [...], er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð 800.000 kr., auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. október 2011 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar til greiðsludags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun.

Vegna ákæruliðar III

Af hálfu K, kt. [...], vegna ólögráða dóttur hennar, C, kt. [...], er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð 1.300.000 kr., auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. júní 2011 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar til greiðsludags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun.

Vegna ákæruliðar IV

Af hálfu L, kt. [...], vegna ólögráða dóttur hans, D, kt. [...], er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða brotaþola miskabætur skv. 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 að fjárhæð 1.500.000 kr., auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 1. júlí 2011, en síðan dráttarvaxta skv. 9. gr. vaxtalaga, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun.

Vegna ákæruliðar V

Af hálfu M, kt. [...], vegna ólögráða dóttur hennar, E, kt. [...], er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð 500.000 kr., auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. október 2011 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun.

Vegna ákæruliðar VI

Af hálfu N, kt. [...], vegna ólögráða dóttur hennar, F, kt. [...], er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð 500.000 kr., auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. október 2011 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun.

Vegna ákæruliðar VII

Af hálfu O, kt. [...], vegna ólögráða dóttur hennar, G, kt. [...], er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð 600.000 kr., auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 24. október 2011 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun.

Vegna ákæruliðar VIII

Af hálfu P, kt. [...], vegna ólögráða dóttur hennar, H, kt. [...], er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð 500.000 kr., auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 24. október 2011 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun.“

Önnur ákæra var gefin út á hendur ákærða 4. apríl 2013 þar sem ákært er

,,fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum:

I.

Fyrir eftirtalin kynferðisbrot gegn Q, kennitala [...], sem þá var 15 ára:

1.         Með því að hafa, í janúar 2008, í samkvæmi að [...] í Reykjavík, sprautað rjóma úr rjómasprautu á milli brjósta Q og er hún bað hann um að þrífa rjómann af, að hafa sleikt rjómann af henni.

Telst þetta varða við 199. gr. almenna hegningarlaga nr. 19/1940.

2.         Með því að hafa, í janúar 2008, að [...] í Reykjavík, með ólögmætri nauðung haft önnur kynferðismök en samræði við Q gegn hennar vilja, en Q að óvörum káfaði ákærði á kynfærum hennar innan klæða og setti fingur í leggöng hennar, þrátt fyrir að hún bæði hann að hætta og reyndi að færa hönd hans frá sér.

Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga.

3.         Með því að hafa, í lok janúar eða byrjun febrúar 2008, á heimili Q að [...] í Reykjavík, með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við Q gegn hennar vilja og þrátt fyrir að hún hefði sagt honum að hún vildi ekki kynferðislegt samneyti við hann. Ákærði togaði náttbuxur Q niður þar sem hún lá í rúmi sínu, ýtti nærbuxum hennar til hliðar og sleikti kynfæri hennar. Skömmu síðar settist ákærði í skrifborðsstól, fróaði sér, ýtti Q niður og lét hana sjúga lim hans. Því næst sagði hann henni að afklæðast og hafði hann við hana samræði um leggöng á gólfinu undir skrifborði og hélt henni niðri með því að leggja handlegg sinn yfir bak hennar, uns hann hafði sáðlát, auk þess sem hann reyndi að setja liminn í endaþarm hennar. Þá klíndi hann sæði á brjóst Q, togaði hana að sér og lét hana sjúga lim hans.

Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga.

II.       

Fyrir nauðgun, með því að hafa í lok októbermánaðar 2011, í bifreið sem lagt var nærri Rafstöðvarhúsinu í Elliðaárdal, með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft önnur kynferðismök en samræði við R, kennitala [...], sem þá var 18 ára, gegn hennar vilja, en ákærði girti niður um sig, fróaði sér, tók í hönd R og hélt utan um hönd hennar á meðan hann lét hana fróa sér, uns R náði að losa takið. Í kjölfarið, fyrir utan bifreiðina, ýtti ákærði R, sem var aðeins klædd í nærbuxur, upp að bifreiðinni, stóð aftan við hana og káfaði og kleip í berar rasskinnar hennar á meðan hann fróaði sér, uns hann hafði sáðlát.

Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga.

III.

Fyrir eftirtalin kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot gegn S, kennitala [...], sem þá var 16 ára:

1.         Með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 26. nóvember 2012, í samskiptum á internetinu við S, á samskiptavefnum Facebook, undir notandanafninu [...], sýnt henni lostugt og ósiðlegt athæfi með því að bjóða henni að sitja fyrir í nektarmyndatöku og sagt henni að hún fengi fyrir það greiddar 100.000 kr. fyrirfram, með því skilyrði að hún sýndi honum sig frá öllum hliðum á nærbuxum einum fata. Er S neitaði beiðnum ákærða um að sýna sig í vefmyndavél fékk hann hana til að taka myndir af sér á nærbuxum einum fata og senda honum rafrænt á meðan samskiptum þeirra stóð. S sendi ákærða 8 slíkar myndir af sér, sem sýna hana á kynferðislegan og klámfenginn hátt.

Telst þetta varða við 209. gr. og 2. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

2.         Með því að hafa aðfaranótt föstudagsins 20. desember 2012, í samskiptum á internetinu við S, á samskiptavefnum Facebook, undir notandanafninu [...], sýnt henni lostugt og ósiðlegt athæfi með því að bjóða henni að sitja fyrir í nektarmyndatöku, sem enginn myndi vita af, og spyrja hana um kynlífsreynslu hennar með orðunum „þú ert hrein ?“.

Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.

IV.      

Fyrir kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot gegn T, kennitala [...], sem þá var 16 ára, með því að hafa fimmtudaginn 13. desember 2012, í samskiptum á internetinu við T, á samskiptavefnum Facebook, undir notandanafninu [...], sýnt henni lostugt og ósiðlegt athæfi með því að bjóða henni 100.000 kr. fyrirframgreiðslu fyrir að sitja fyrir í nektarmyndatöku.

Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.

V.

Fyrir kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot gegn U, kennitala [...], sem þá var 16 ára, með því að hafa þriðjudaginn 18. desember 2012, í samskiptum á internetinu við U, á samskiptavefnum Facebook, undir notandanafninu [...], sýnt henni lostugt og ósiðlegt athæfi með því að bjóða henni 100.000 kr. fyrirframgreiðslu fyrir að sitja fyrir í nektarmyndatöku.

Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga. 

VI.

Fyrir kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot gegn V, kennitala [...], sem þá var 13 ára, með því að hafa föstudaginn 21. desember 2012, í samskiptum á internetinu við V, á samskiptavefnum Facebook, undir notandanafninu [...], sýnt henni lostugt og ósiðlegt athæfi með því að bjóða henni 100.000 kr. fyrirframgreiðslu fyrir að sitja fyrir í nektarmyndatöku.

Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Einkaréttarkröfur:

Vegna ákæruliðar I:

Af hálfu Q, kt. [...], er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 2.500.000 kr. auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. febrúar 2008 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun.

Vegna ákæruliðar II:

Af hálfu R, kt. [...], er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 700.000 kr. auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. nóvember 2011 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun.

Vegna ákæruliðar III:

Af hálfu Y, kt. [...], vegna ólögráða dóttur hennar, S, er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur skv. 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 að fjárhæð 800.000 kr. auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, sbr. 4. gr. sömu laga, frá 1. desember 2012, en síðan dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga, sbr. 9. gr. sömu laga, að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

Vegna ákæruliðar IV:

Af hálfu Z, kt. [...], vegna ólögráða dóttur hennar, T, kt. [...], er gerð krafa um á ákærða verði gert að henni miskabætur að fjárhæð 500.000 kr. auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 13. desember 2012 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að kærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun.

Vegna ákæruliðar V:

Af hálfu Þ, kt. [...], vegna ólögráða dóttur hans, U, kt. [...], er gerð krafa um á ákærða verði gert að henni miskabætur að fjárhæð 500.000 kr. auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 18. desember 2012 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að kærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun.

Vegna ákæruliðar VI:

Af hálfu Æ, kt. [...], vegna ólögráða dóttur hennar, V, kt. [...], er gerð krafa um á ákærða verði gert að henni miskabætur að fjárhæð 500.000 kr. auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 21. desember 2012 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að kærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun.“

Málin voru sameinuð. 

Verjandi ákærða krefst aðallega sýknu og að bótakröfum verði vísað frá dómi. Til vara er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakröfur sæti lækkun. Krafist er sýknu af upptökukröfu. Málsvarnarlauna er krafist úr ríkissjóði að mati dómsins.

Málavextir verða nú reifaðir varðandi hvern ákærulið um sig og niðurstaða í kjölfarið.

Við reifum málavaxta þar sem vísað til til tiltekins notandanafns á samskiptasíðum á netinu er viðkomandi notandanafn skáletrað.

Ákæra dagsett 8. mars 2013.

I.1.

Hinn 16. febrúar 2012, lagði I, faðir A, fram kæru á hendur ákærða vegna háttseminnar sem hér um ræðir. Tekin var skýrsla af A fyrir dómi 24. febrúar 2012. Hún kom fyrir dóminn undir aðalmeðferð málsins og verður vitnisburður hennar rakinn síðar.

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst engin samskipti hafa átt við A og hann hafi ekki verið undir notandanafninu [...] í netsamskiptum.

Lagt var hald á tölvu ákærða 3. nóvember 2011. Við rannsókn hennar fannst notandanafnið [...]. Spurður fyrir dómi um þetta kunni ákærði ekki aðra skýringu á því en þá að hann hafi ekki getað fylgst með því sem gerðist við tölvu hans er haldin voru partý á heimili hans. Hver sem er hafi getað farið í tölvuna.

Meðal gagna málsins eru skjáskotsmyndir sem teknar voru á tölvu ákærða og sýna ber brjóst, rass og kynfæri A. Ákærði ítrekaði að hann kannaðist ekki við samskiptin við hana.

Undir rannsókn málsins var tekin skýrsla af A. Hún kvaðst ekki muna eftir þessu, en gæi sem sagðist búsettur á Akureyri og kallaði sig [...] og væri fæddur árið 1991 hefði haft samband við hana á MSN. Þau hafi í fyrstu rætt á almennum nótum, en síðan hafi viðmælandinn [...] farið að sýna sig í vefmyndavél og fékk hana til hins sama. Hún hafi sýnt á sér brjóstin þótt hún myndi ekki eftir þessu. Hann hafi fróað sér fyrir framan netmyndavélina. Hún kvaðst hafa sagt viðmælanda sínum aldur sinn og að hún væri fædd árið 1997. Hún kvaðst hafa notað nafnið [...] í þessum samskiptum. Hún kvað 97 í nafninu gefa til kynna fæðingarárið og viðmælandinn ætti að átta sig á því. Hún kvaðst aldrei hafa hitt þennan aðila. A kvaðst aðeins hafa haft samband við þennan aðila í gegnum MSN en hún hafi ekki átt Skype á þessum tíma.

Skjáskotsmyndirnar sem í ákæru greinir liggja frammi. Við skýrslutökuna fyrir dómi baðst A undan því að skoða þær. Henni var gerð grein fyrir því að myndirnar væru af henni eða einhverjum öðrum, en myndirnar koma frá [...]. Henni var gerð grein fyrir því að á myndunum sæjust meira en brjóst. Hún kvaðst ekki muna eftir þessu. Hún gæti hafa sýnt meira en brjóstin.

             Vitnið A lýsti því er hún tók að hafa samskipti við aðila með notandanafnið [...] frá [...] á MSN á þessum tíma er hún var 12 ára gömul. Viðmælandinn hafi beðið hana um að sýna brjóst sín, rass og kynfæri í vefmyndavél sem hún gerði.  Hún hafi notað tiltekið nafn í samskiptunum og sé það nafnið sem kemur fram á endurriti samskiptanna, en þau gögn liggja frammi. Hún kvað samskiptunum við [...] rétt lýst í þessum ákærulið, en hún kvaðst aldrei hafa séð framan í [...], viðmælanda sinn á MSN, og hún kvaðst aldrei hafa séð ákærða fyrr en við skýrslutökuna fyrir dómi er hann var viðstaddur. Spurð hvort hún hafi verið þvinguð til að bera sig, kvaðst hún ekki hafa þorað öðru. Hún hafi aldrei gefið til kynna að hún væri mótfallin þessu. Viðmælandinn hafi spurt sig um aldur og hún sagst vera fædd árið 1997.

Niðurstaða I.1.

             Samskiptin sem hér um ræðir fundust við rannsókn á tölvu ákærða, og  skjáskotsmyndirnar sem hér um ræðir. Skýringar ákærða á tilvist þessara gagna í tölvu hans eru fráleitar og ótrúverðugar og verður niðurstaðan ekki byggð á þeim. Vitnisburður A er trúverðugur og bar hún um að hafa greint viðmælandanum, [...], frá aldri sínum, auk þess sem notandanafn hennar í samskiptunum [...] gefi aldurinn til kynna. Hún sé fædd árið 1997 og hafi því verið 12 ára gömul er samskiptin áttu sér stað. Er með þessu sannað að ákærði vissi eða mátti vita aldur viðmælanda síns. Það er mat dómsins að skjáskotsmynd eins og hér um ræðir, beri að virða sem ljósmynd og að skýra beri 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga svo að ákvæði taki yfir slíka myndatöku. Að þessu virtu er sannað með því að samskiptin sem um ræðir voru geymd í tölvu ákærða og með stoð í trúverðugum vitnisburði A, en gegn neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um háttsemi þá sem í þessum ákærulið greinir og er brot hans rétt fært til refsiákvæða eins og aðalkrafa ákæruvaldsins tekur til.

I.2.

Ákærði kvaðst ekki muna eftir þessum samskiptum. Hann kvaðst hafa notað notandanafnið [...] í samskiptaforritinu Skype, en hann muni ekki eftir að hafa notað [...]. Ákærði skoðaði samskiptin sem hér um ræðir, en endurrit þeirra liggur frammi, en þau fundust við rannsókn á tölvu ákærða. Hann hvorki kannaðist við þessi samskipti né mundi eftir þeim og kvað langt um liðið.

             Vitnið A kvaðst hafa verið í sambandi við [...] á Skype eins og hér er lýst, en hún kvaðst ekki hafa vitað að það væri sami aðilinn og [...] sem rætt var um í 1. ákærulið að framan. Hún kvað sig ráma í það að viðmælandi sinn hafi beðið hana um að sýna sér rass og brjóst í vefmyndavél. Hún mundi þetta illa, en hún kvaðst aldrei hafa séð framan í viðmælandann [...].

Niðurstaða I.2.

Ákærði mundi ekki eftir að hafa notað notandanafnið [...], en hann hafi hins vega notað notandanafnið [...] í netsamskiptum. Netsamskiptin sem hér um ræðir fundust í tölvu ákærða og er þannig sannað að ákærði átti þessi samskipti við A á þessum tíma. Samskiptin sem um ræðir áttu sér stað um sjö mánuðum eftir samskiptin sem var lýst í næsta ákærulið á undan en engin sýnileg tengsl eru á milli þeirra þannig að unnt sé að slá því föstu að ákærði hafi vitað, eða mátt vita, að viðmælandinn í þessum samskiptum hafi verið A sem þá var 12 ára gömul en hún vissi ekki hver viðmælandi hennar var. Er samkvæmt þessu sannað með netsamskiptunum sem fundust í tölvu ákærða að hann átti samskiptin við A, en sýknað er af þeim hluta ákærunnar að ákærði hafi vitað að viðmælandinn var 12 ára gömul. Hefur ákærði með ummælunum sem í ákæru greinir gerst sekur um brot gegn 209. gr. almennra hegningarlaga.

I.3.

Ákærði kvaðst hafa notað notandanafnið [...] á Skype. Hann kvaðst hins vegar ekki muna eftir samskiptunum sem lýst er í þessum ákærulið. Hann skoðaði samskiptin sem um ræðir, en þau liggja frammi útprentuð. Hann kvaðst þar sjá að fæðingardagur A sé [...] 1990 og hann hafi því talið viðmælandann sér eldri. Í hinum útprentuðu samskiptum sem um ræðir kemur fram að [...] sem átti í samskiptum við ákærða spyr [...] hvers vegna hann heiti nú [...]. Svar sem hún fékk er efnislega þannig að viðmælandinn hafi þurft nýtt notandanafn þar sem [...] var ekki að virka. Fyrir dómi var ákærði beðinn um að skýra þessi ummæli. Kvað hann sér sýnast að þetta væri einhver kaldhæðni og endurtók að hann væri ekki [...] svo sem rakið var undir ákærulið 1. Öll ummælin og samskiptin sem í þessum ákærulið greinir voru borin undir ákærða og mundi hann ekki eftir þeim og neitaði sök.

Vitnið A mundi ekkert eftir samskiptunum við [...] eins og hér er lýst og hún mundi ekki notandanafn sitt á Skype. Fram kom að A mundi þessi samskipti illa eða alls ekki, en samskiptin voru kynnt henni ítarlega fyrir dóminum. Hún mundi ekki hvort hún hefði skráð aldur sinn ranglega á Skype og hún mundi ekki eftir að aldur sinn hafi borið á góma í samskiptunum við myndatöku.

A lýsti áhrifum þessa á sig og fram kom að hún átti áður við vanda að stríða.

Fyrir liggur sálfræðivottorð A, dagsett 2. maí 2013. Í vottorðinu er m.a. lýst kvíða, depurð, skömm og reiði sem séu þekkt einkenni þolenda kynferðisbrota. Þóra Einarsdóttir sálfræðingur ritaði vottorðið. Hún kom fyrir dóminn, skýrði það og staðfesti.

I.3.

Ákærði mundi ekki eftir þessum samskiptum og neitar sök. Samskiptin sem hér um ræðir fundust í tölvu ákærða og er þannig sannað að hann átti þessi samskipti við viðmælandann sem gekk undir notandanafninu [...].

Vitnið A man ekki eftir þessum samskiptum og hún mundi ekki eftir því að hafa notað notandanafnið sem hér um ræðir, en ítarlega var farið yfir þessi samskipti með henni fyrir dómi. Þótt viðmælandi ákærða í þetta sinn hafi spurt hann að því að hvers vegna hann héti nú [...] en ekki [...], felst ekki í því sönnun um að ákærði hafi þarna verið að ræða við A sem hvorki man eftir samskiptunum, né að hafa notað notandanafnið sem um ræðir. Er samkvæmt þessu ekki upplýst í málinu hver viðmælandi ákærða í greint sinn var. Að þessu virtu er ósannað, gegn eindreginni neitun ákærða, að hann hafi framið háttsemina sem hér um ræðir og ber að sýkna hann.

II.

Hinn 3. febrúar 2012, lagði J, móðir B, fram kæru á hendur ákærða vegna háttseminnar sem hér um ræðir. Tekin var skýrsla af B fyrir dómi 10. febrúar 2012. Hún kom fyrir dóminn undir aðalmeðferð málsins og verður vitnisburður hennar rakinn síðar.

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa þekkt B lengi. Þau hafi bæði haft samband um netið, auk þess sem þau hafi hist. Hann kvaðst ekki muna mikið eftir samskiptunum við hana, en þau hafi ekki verið af kynferðislegum toga. B hafi sagst vera 16 ára gömul er samskipti þeirra áttu sér stað.

II.1

Ákærði kvaðst ekki hafa verið í samskiptum við B undir  notandanafninu sem hér um ræðir og neitaði sök. Notandareikningur á Skype sem hér um ræðir fannst við rannsókn á tölvu ákærða. Hann kvaðst ekki geta skýrt það öðruvísi en hann gerði og rakið var við ákærulið I. 1, að framan að hver sem er hafi getað farið í tölvu ákærða og farið inn á Skype og rætt við hvern sem er. Hann mundi ekki hvort haldin var veisla á heimili hans þann dag, þ.e. 22. febrúar 2011, en þá áttu þessi samskipti sér stað. Ákærði skoðaði samskiptin sem hér um ræðir og kannaðist ekki við þau og nefndi að B, sem þar greinir, sé fædd [...] 1992. Ákærði skoðaði skjáskotsmyndir sem hér um ræðir. Hann kannaðist ekki við þær en nefndi að sambærilegar myndir af B væru á nafngreindum vefsíðum. Hann kvaðst hafa fengið slíkar myndir sendar, auk þess sem hann kvaðst hafa halað niður einni mynd.

Vitnið B mundi lítið eftir netsamskiptunum við [...], en þó mundi hún eftir samskiptunum 22. febrúar 2011, er háttsemin sem í þessum ákærulið greinir var viðhöfð. Hún kvaðst hafa verið undir áhrifum er þetta átti sér stað, en hún þekkti sig á skjámyndunum sem liggja frammi meðal gagna málsins. Hún kvaðst telja að ákærði hafi vitað aldur sinn þótt hann hafi ekki verið ræddur milli þeirra.              Vitnið Ö lýsti því að hún hafi látið B, vinkonu sinni, í té bankareikning sem hún gaf upp til þeirra sem B hafði tiltekin samskipti við á netinu.

Fyrir liggur sálfræðivottorð B, dags. 6. maí 2013. Þorbjörg Sveinsdóttir sálfræðingur ritaði vottorðið, hún staðfesti það og skírði fyrir dóminum.

Niðurstaða II.1

Ákærði neitar sök. Skype samskiptin sem hér um ræðir fundust í tölvu ákærða og er þannig sannað að hann átti þessi samskipti við B á þeim tíma sem hér um ræðir, en skýringar ákærða eru að engu hafandi sem fyrr um það að hver sem er hafi getað átt samskiptin hafi viðkomandi verið gestkomandi á heimili ákærða á þessum tíma. Ákærði kvaðst hafa talið B hafa verið 16 ára gamla á þessum tíma og að hún hafi greint sér svo frá. Á tölvugögnum má ráða að B hafi skráð fæðingardag sinn, [...] 1992. B taldi ákærða vita aldur sinn þótt það hafi ekki verið rætt milli þeirra. Er samkvæmt því sem nú hefur verið rakið, gegn neitun ákærða, ósannað að hann hafi vitað að B var 14 ára gömul er þessi samskipti áttu sér stað. Þá er sannað með samskiptunum sem liggja frammi og með vitnisburði B, en gegn neitun ákærða, að samskiptin voru efnislega eins og lýst er í ákærunni. Myndirnar fundust í vörslum ákærða við leit í tölvu hans sem lagt var hald á. Er samkvæmt þessu sannað að ákærði hafi gerst sekur um háttsemi þá sem í þessum ákærulið greinir, utan að ósannað er að ákærði hafi vitað að B var 14 ára gömul er þetta átti sér stað.

Brot ákærða varða við þau lagaákvæði sem varakrafa ákæruvaldsins lýtur að.

II.2

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa verið [...] í samskiptunum við B á þessum tíma. Hann neitaði að hafa greitt inn á reikning eins og ákært er fyrir. Hann mundi ekki eftir þessum samskiptum, en hann kannaðist við notandanafnið [...]. Hann kvaðst ekki muna eftir myndunum. Þær gætu hafa komið af öðrum vefsíðum sem hann nefndi. Hann kvaðst ekki hafa tekið skjáskotsmyndirnar og ekki sjáist á þeim af hverjum þær séu.

Vitnið B mundi eftir þessum samskiptum. Hún hafi átt að sýna sig eins og lýst er í í ákærunni, sem undirbúning fyrir stóra myndatöku. Viðmælandinn [...] hafi beðið sig um að framkvæma það sem lýst er í ákærunni og það hafi hún gert. Hún kvað viðmælandann hafa ætlað að leggja inn greiðslu á reikning Ö, vinkonu sinnar, en verið var að greiða fyrir það sem hún gerði. B kvað 32 skjáskotsmyndir sem um ræðir vera af sér. Hún kvað öruggt að [...] hafi tekið skjáskotsmyndirnar og rökstuddi hún hvers vegna hún væri viss um það.

Niðurstaða II.2

Ákærði neitar sök. Netsamskiptin sem hér um ræðir fundust í tölvu ákærða og einnig ljósmyndirnar sem hér um ræðir og kannaðist ákærði við að hafa notað notandanafnið [...]. Með þessu er sannað og með trúverðugum vitnisburði B og með stoð í vitnisburði Ö, en gegn neitun ákærða, að hann hafi framið þá háttsemi sem hér um ræðir, utan að ósannað er að ákærði hafi vitað að B var aðeins 14 ára gömul á þessum tíma og um aldurinn vísast til umfjöllunar í niðurstöðukafla næsta ákæruliðar á undan.

Háttsemi ákærða samkvæmt þessum ákærulið varðar við þau lagaákvæði sem varakrafa ákæruvaldsins lýtur að í ákæru.

II.3

Ákærði neitar sök, en kvaðst að beiðni B hafa keypt fyrir hana kynlífstæki eða 3 cm gervilim á 1.000 krónur.

Vitnið B kvað ákærða hafa keypt kynlífstæki fyrir sig á árinu 2010. Hugsanlega hafi hún beðið ákærða um að kaupa þetta og gæti framburður ákærða um það verið réttur.

Niðurstaða II.3

Ákærði kvaðst hafa keypt kynlífstækið að beiðni B sem kvað það geta verið rétt hjá ákærða. Ekkert liggur fyrir í þessum ákærulið um vitneskju ákærða um aldur B á þessum tíma. Er þannig ósannað að ákærði hafi með háttsemi sinni sýnt háttsemi sem varðar við tilvitnuð ákvæði barnaverndarlaga í ákæru og ber að sýkna ákærða af þessum ákærulið.

II.4

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hvorki minnast þess að hafa boðið B peningagreiðslu fyrir kynferðislega myndatöku né að hafa boðið henni upp á myndatöku. Þá hafi hann ekki sótt hana á heimili hennar eins og lýst er í ákærunni.

Vitnið B kvaðst um þetta leyti hafa verið í miklum samskiptum á netinu við [...] og komið hafi fram að hana vantaði peninga til að fjármagna fíkniefnaneyslu sína á þessum tíma. Hún kvað þau ákærða hafa rætt saman á facebook og hún hafi ákveðið að slá til vegna fjárþarfar sinnar. Ákærði hafi sótt hana á heimili hennar við [...] og ekið í Klettagarða, en hún taldi að hún væri að fara í kynferðislega myndatöku þar sem ákærði hafði heitið henni 200.000 krónum eins og lýst er í ákærunni. Þar hafi hann látið hana fróa honum, auk þess sem hann fróaði henni eins og lýst er í ákærunni, en þau hafi farið úr fötum áður en þetta átti sér stað aftur í bifreiðinni sem var rauður sportbíll að hennar sögn, þótt hún væri ekki viss um það. Þetta hafi tekið stutta stund og ók ákærði henni heim eftir þetta.

B lýsti aðstoð sem hún hefur leitað sér eftir þetta, en hún kvaðst hafa verið kvíðin og þunglynd. Hún fór í meðferð og gengur vel síðan.

Niðurstaða II.4

Ákærði neitar sök. B er ein til frásagnar um það sem hún kvað hafa átt sér stað. Vitnisburður hennar fær ekki þá stoð í öðrum gögnum málsins sem þarf til þess að unnt sé að leggja hann til grundvallar niðurstöðunni gegn eindreginni neitun ákærða. Er samkvæmt þessu ósannað að ákærði hafi gerst sekur um háttsemina sem í þessum ákærulið greinir og ber að sýkna hann.

II.5

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa séð þrjár myndanna sem um ræðir á facebook síðu B. Aðrar myndir hafi hann séð á tveimur nafngreindum netsíðum. Ákærði skýrði myndasöfnun af netinu og skilja mátti ákærða þannig að þetta tengdist umfjöllun um hann sjálfan á netsíðum sem um ræðir og einelti sem hann varð þar fyrir. Hann hafi safnað myndunum í ákveðna möppu í tölvu sinni í því skyni að leggja fram ásamt kæru vegna eineltisins sem hann kvaðst hafa orðið fyrir á netsíðunum. Myndir af B hafi verið meðal þessara mynda að sögn ákærða.

Niðurstaða II.5

Sannað er með rannsókn á tölvu ákærða, þar sem myndirnar sem hér um ræðir fundust, að ákærði hafði þær í vörslum sínum á þeim tíma sem í ákæru greinir. Varðar þessi háttsemi ákærða við þau lagaákvæði sem í ákæru greinir.

III.

Hinn 1. febrúar 2012 lagði K, móðir C, fram kæru á hendur ákærða vegna háttseminnar sem í þessum kafla ákæru greinir.

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa þekkt C lengi og hann hafi vitað að hún var 15 ára gömul á þeim tíma sem í ákæru greinir.

III.1

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa tekið myndirnar af C að hennar beiðni, þar á meðal nektarmyndir. Ákærði kvað sjást á ljósmyndunum að C situr fyrir af fúsum og frjálsum vilja. Ákærði kvaðst þannig hafa tekið ljósmyndirnar sem hér um ræðir að hennar beiðni og að myndirnar hafi verið í tölvu sinni eins og í ákæru greinir.

Vitnið C kvaðst hafa kynnst ákærða á facebook. Þau kynni leiddu til þess að hún fór til ákærða í myndatöku í apríl 2011, en móðir hennar skutlaði henni þangað og ræddi þá einnig við ákærða. Hún kvað ákærða hafa spurt sig um aldur og hún sagt að hún væri 15 ára gömul. Eftir það voru þau ákærðu tvö á staðnum. Hafi hann sagt móður hennar að hún gæti treyst sér og það yrði ,,ekkert bull og eitthvað svoleiðis“. Hún kvaðst hafa tekið með sér föt til að nota við myndatökurnar. Hún hafi haft fataskipti og ákærði tekið af henni ,,venjulegar myndir fyrst“. Myndir eins og rætt hafi verið um að hann tæki. Síðan hafi hann tekið að biðja hana að fara úr öllum fötum nema nærbuxum. Hún lýsti því síðan hvernig ákærði bað hana stöðugt um að fækka fötum og hvernig henni leið við þetta. Hún kvað sér hafa liðið illa og hún kvaðst ekki hafa getað talið sig geta bakkað út úr aðstæðum sem komnar voru upp þótt henni hafi ekki fundist þær í lagi. Hún lýsti því er ákærði tók þarna myndir af rassi hennar, brjóstum og kynfærum. Hún lýsti vanlíðan sinni meðan á þessu stóð.

Fyrir liggur að C hafði samskipti við ákærða eftir þennan atburð og ekki er að sjá í gögnum neitt um það að hún hafi verið ósátt við myndatökuna sem hér um ræðir. Spurð um skýringar á þessu fyrir dómi kvaðst hún hafa verið verið hrædd við ákærða. Hún hafi ekki viljað gera neitt honum á móti skapi. Hún hafi ekki vitað hvort hann myndi skaða hana meira eða koma heim til hennar. Vegna hræðslu hafi hún látið sem ekkert væri. Það skýri áframhaldandi netsamskipti við hann.

Hún lýsti aðstoð sem hún hefur leitað sér vegna afleiðinga af háttsemi ákærða að hennar sögn.

Vitnið K, móðir C, kvað dóttur sína hafa greint sér frá samskiptum sínum við ákærða á facebook og að hann vildi taka myndir af henni. K lýsti ráðstöfunum sínum í kjölfarið meðal annars því að hún ræddi við ákærða á facebook og í síma og úr varð að hún ók C til ákærða á [...] þar sem taka átti myndir af C. Þar ræddi hún við ákærða sem var þarna einn og var viðstödd er hann tók nokkrar myndir af C í fötum. Aldrei stóð annað til en að C yrði mynduð í fötum og hafi það verið rætt við ákærða. Hún hafi greint ákærða frá aldri C, en fram kom hjá ákærða að hann vissi aldur hennar. K kvaðst síðan hafa farið í verslun í nágrenninu og ætlað að koma strax aftur, en bíll hennar bilaði og úr varð að faðir C sótti hana á [...]. Í millitíðinni hringdi hún í C og spurði hana hvort allt væri í lagi og svo virtist hafa verið að sögn K. Hún kvaðst hafa fengið sendar myndir af C og allt virst í lagi þangað til lögreglan hafði samband við hana og greindi frá myndum af C sem fundist höfðu í tölvu ákærða. Hún hafi þá áttað sig á því sem gerst hafði. Hún lýsti áhrifum sem samskipti C við ákærða höfðu. C hafi leitað sér aðstoðar vegna þessa og lýsti hún því.

Meðal gagna er læknisvottorð C, dagsett 7. maí 2013. Gunnar Ingi Gunnarsson heimilislæknir ritaði vottorðið. Fram kemur í því að C leitaði til Gunnars Inga hinn 23. janúar sl. og hafi hún þá verið í miklu andlegu uppnámi. Hún hafi greint frá því að líðanin væri vegna kynferðislegs ofbeldis nokkru áður. Gunnar Ingi skýrði og staðfesti læknisvottorðið fyrir dómi.

Niðurstaða III.1

Ákærði neitar sök og kvað myndirnar sem hér um ræðir hafa verið teknar samkvæmt ósk C. Vitnið C hafði samskipti við ákærða eftir myndatökuna og ekkert kemur þar fram um að hún hafi er myndirnar voru teknar verið ósátt við myndatökuna og það verður heldur ekki ráðið af ljósmyndunum. Skýringar hennar síðar eru ekki til þess fallnar að breyta því sem ákærði mátti halda er myndirnar voru teknar. Það er samkvæmt þessu mat dómsins að ósannað sé, gegn eindreginni neitun ákærða, að hann hafi vitað á verknaðarstundu að myndatakan hafi verið gegn vilja C. Er ákærði samkvæmt þessu sýknaður af broti gegn 209. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði vissi aldur C eins og rakið var. Hann hefur því með háttsemi sinni gerst sekur um brot gegn öðrum þeim lagaákvæðum sem í ákæru greinir, en ljósmyndirnar sem um ræðir fundust í tölvu ákærða 3. nóvember 2011.

III.2

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa sent C myndirnar tvær sem hér um ræðir. Hann hafi gert það eftir að hafa spurt hana á facebook hvort hún vildi fá þær sendar. Hann hafi sent þær eftir að hún sagðist vilja fá þær. Vísaði ákærði um þetta til fyrirliggjandi endurrita um facebook-samskipti þeirra C.

Vitnið C lýsti samskiptunum við ákærða sem í þessum ákærulið greinir. Hún kvaðst ekki hafa beðið ákærða um að fá myndirnar sendar. Hún kvaðst hafa verið búin að gleyma þessum atburði er hún gaf skýrsluna fyrir dómi.

Niðurstaða III.2

Ákærði játar að hafa sent C tvær klámmyndir eins og hér er lýst. Með því hefur ákærði gerst sekur um brotið sem um ræðir og varðar háttsemin við 3. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga eins og í ákæru greinir.

III.3

Ákærði kannast við samskiptin sem hér um ræðir. Hann kvaðst hafa spurt viðmælanda sinn á vinalegum nótum hvort hún þekkti einhverja stelpu sem væri til í að koma í myndatöku með C einungis á nærbuxum eða nakin. Viðmælandinn hafi sagt já við þessu. Síðar í samskiptunum segir [...], sem er ákærði, ,,get reddað þér kannski 40.000 kr. fyrir myndatöku ef þú vilt“. Spurður um þetta fyrir dómi tók ákærði fram að þau C hefðu verið í kynferðislegu sambandi. Það sem hann hafi átt við með boðinu hafi verið það að C gæti sjálf selt ljósmyndirnar á tiltekinni netsíðu sem ákærði lýsti. Aldrei hafi staðið til að hann greiddi henni fyrir myndatökuna. Í samskiptunum sem hér um ræðir er á einum stað rætt um 3.000 krónur. Ákærði kvað ekki hægt að skilja þau samskipti svo að hann væri að bjóða 3.000 krónur fyrir nektarmyndatöku og neitaði því. Í tilvitnuðum samskiptum þennan dag skrifar ákærði ,,ja og þú veist vel það fréttist ekkert ef við ríðum svo ríðum og ekki vera búa til afsakanir með að vilja ekki ríða mér þú færð 3 þús og ég fæ drátt“. Spurður um þessi ummæli kvaðst ákærði ekki hafa verið að bjóða greiðslu fyrir kynmök. Það hafi hann aldrei gert. Ákærði kvaðst reikna með því að hann hafi skuldað viðmælandanum 3.000 krónur og hann ætlaði að greiða skuld sína. Á einum stað í samskiptunum skrifar ákærði ,,myndirðu ekki ríða fyrir skó“ og í framhaldinu er kynferðislegt spjall. Ákærði kveður ekkert af því sem þarna er rætt hafa átt sér stað. Þá er rætt um myndatöku af kynfærum, m.a. með hlut inni í kynfærum sínum. Ákærði kannaðist við þessi skrif. Samskiptin sem um ræðir hafi farið fram með fúsum og frjálsum vilja beggja.

Samskiptin sem hér um ræðir komu þannig til að einhver aðili braust inn á facebook C og þóttist vera hún í samskiptunum við ákærða sem lýst er í ákæruliðnum. Ákærði kveðst ekki muna hvort hún hafi nefnt þetta í samskiptunum við sig. Það gæti þó verið.

Vitnið C mundi eftir því er brotist var inn á facebook síðu hennar á þessum tíma og að viðmælandinn hafi þá haft samskipti við ákærða eins og hér er lýst en hún kvaðst ekki hafa átt þessi samskipti við ákærða sjálf.

Niðurstaða III.3

Ákærði neitar sök en kvað þessi samskipti hafa átt sér stað. Þau hafi verið að vilja beggja. Skýringar ákærða á því sem kemur fram í netsamskiptunum, og lýst er í ákæru og rakið var að framan, eru fráleitar og að engu hafandi og verður niðurstaðan ekki byggð á þeim. Skýringar ákærða um að hann hafi skuldað viðmælandanum peninga eru fráleitar eins og flest í hans framburði um þennan ákærulið. Það er mat dómsins að ef samskiptin sem um ræðir eru lesin í heild hafi ákærði með þeim gerst brotlegur á þann hátt sem í þessum ákærulið greinir, en hann taldi sig vera í samskiptum við C og er háttsemin því rétt færð til refsiákvæða í ákærunni.

III.4

Ákærði kannaðist við samskiptin sem hér um ræðir, en neitar sök. Eins og rakið var kvaðst hann hafa vitað að C var 15 ára gömul á þessum tíma. Hann kvað það sem hann skrifaði á facebook síðuna um kynlífsmyndir hafa verið hugmyndir sem aldrei voru framkvæmdar. Þá kvað hann ekki unnt að meta nektarmyndatöku sem kynferðislega myndatöku. Hann hafi átt við listræna myndatöku.  Hann kannaðist við samskiptin sem hér um ræðir, en kvað þau sem fyrr samskipti tveggja einstaklinga sem eigi sér stað af fúsum og frjálsum vilja beggja.

Vitnið C mundi eftir þessum samskiptum við ákærða á facebook eins og lýst er í þessum ákærulið og kvað lýsinguna þar rétta.

Niðurstaða III.4

Ákærði vissi um aldur C er þessi samskipti áttu sér stað, en ákærði hefur játað að hafa átt samskiptin við C. Eins og ummælunum er háttað við C, sem var barn að aldri, telur dómurinn sannað gegn neitun ákærða að hann hafi með háttsemi sinni gerst sekur um brot gegn lagaákvæðunum sem í ákæru greinir.

IV.

Hinn 4. maí 2012, lagði D fram kæru á hendur ákærða vegna háttseminnar sem í þessum kafla ákæru greinir.

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst kannast við D, en ekki muna eftir samskiptunum sem hér um ræðir, en þau D hafi stundað kynlíf saman, m.a. á heimili ákærða. Hann kvaðst hafa hitt D í janúarmánuði sl. Þau hafi þá verið saman á skemmtistað hér í borg ásamt vinkonu hennar og ákærði hafi ekki séð þá að eitthvað væri að. Ákærði kannast við samskiptin við D undir notendaheitunum sem lýst er í þessum ákærulið þar sem ákærði nafngreinir að hann greiði 100.000 krónur. Kvaðst ákærði hafa átt við það að hún gæti sjálf selt ljósmyndirnar, sem hann tæki, á tiltekinni netsíðu. Síðar í samskiptunum, er fjárhæðin hækkar, kvaðst ákærði hafa átt við það sama og rakið var. D gæti selt myndirnar sjálf. Ákærði kvaðst aldrei hafa boðið henni greiðslu fyrir kynmök eða eitthvað annað af kynferðislegum toga. Fram kemur í samskiptunum sem hér um ræðir að ákærði sé milligönguaðili fyrir aðila, eins og lýst er í ákærunni. Spurður um þetta kvað ákærði þennan aðila vera erlendan mann sem haft hafi samband við sig er hann var staddur á landinu. Hann kvaðst ekki muna nánar eftir þessum manni en ákærði kvaðst hafa hitt hann ,,á djamminu í miðbænum“. Ákærði kvað myndirnar og kynlífsmyndskeið sem liggja frammi og sýna athafnirnar sem lýst er í ákærunni vera myndir af þeim D í kynlífsathöfnum. Myndirnar hafi aðeins verið fyrir þau tvö. Þau hafi stundað kynlífið saman af fúsum og frjálsum vilja og þau væru bæði fyrir svipaða hluti í kynlífinu, eins og ákærði bar, og D hafi tekið kynlífsmyndskeiðið sem vísað er til í ákærunni.

Vitnið D kvað ákærða hafa dúkkað upp á facebook síðu sinni á þeim tíma sem í ákæru greinir undir notandanafninu [...]. Hann hafi boðið sér 100.000 krónur fyrir kynmök með öðrum manni sem reyndist ákærði sjálfur eins og lýst er í þessum ákærulið. Hún kvaðst hafa verið atvinnulaus og ákveðið að taka tilboðinu, en hún kvað sig hafa vantað peninga til að geta heimsótt móður sína í [...]. Hún hafi hitt ákærða þrisvar sinnum eins og lýst er í ákærunni og ákærði hafi viðhaft þá háttsemi sem þar greinir. Hún lýsti fyrsta fundi þeirra ákærða í Elliðaárdal þar sem ákærði ljósmyndaði hana. Næsti fundur þeirra var í Fossvogsdal þar sem ákærði tók af henni ljósmyndir. Þá hafi hann spurt hana hvort þau ættu ekki að gera það, en hún hafi sagt nei. Hann hafi þá ýtt henni niður í grasið og haft við hana mök. Hún lýsti því að hún hafi þurft á peningunum að halda og ákærði hafi stöðugt hækkað tilboð sitt. Hún kvaðst þá hafa hugsað að hún væri hvort sem er búin að gera svo margt að eitt skipti enn skipti ekki máli. Hún hafi hins vegar aldrei fengið greitt. Hún kvaðst hafa sagt ákærða að hún væri 18 ára gömul. Síðar kvaðst hún ekki muna þetta vel.

Meðal gagna málsins eru ljósmyndir sem sýna mestan hluta háttsemi ákærða sem lýst er í þessum ákærulið.

D lýsti áhrifum háttsemi ákærða á sig. Hún kvaðst hafa verið undir læknishendi á geðdeild. Hún lýsti tilraunum til að vinna sig út úr þessu og ýta þessari reynslu frá sér.

             Vitnið Á kvað D, vinkonu sína, hafa sagt sér frá því sem átti sér stað. Hún lýsti því að hún hafi stundum rætt við ákærða á facebook er D komst ekki sjálf að tölvunni fyrir einhverra hluta sakir. Hún lýsti því að komið hafi fram í þessum samskiptum að D ætti að hitta karlkyns módel til að undirbúa myndatöku. Þá hafi D greint sér frá því að ákærði hafi látið hana setja eitthvað inn í rassinn á sér. Þetta hafi gerst inni í skógi og D hafi farið úr fötunum að ósk ákærða. Þá hafi komið fram að maðurinn hafi boðið D 300.000 krónur, eins og lýst er í ákærunni. Hún kvaðst hafa rætt við aðila sem kallaði sig áhugaljósmyndara, en hún vissi ekki hver þessi aðili var í raun.

Fyrir liggur sálfræðivottorð D, dagsett 7. maí 2013. Í vottorðinu segir m.a. að líðan D sé lýsandi fyrir afleiðingar sem algengar séu hjá einstaklingum sem beittir hafa verið kynferðisofbeldi. Þóra Björt Sveinsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, ritaði vottorðið og staðfesti það og skýrði fyrir dóminum.

Niðurstaða IV

Ákærði hefur viðurkennt samskiptin við D á netinu, eins og lýst er í þessum kafla ákærunnar. Hann hefur gefið skýringar á því hvað hann átti við er hann nefndi peningagreiðslur. Skýringar ákærða eru að mati dómsins fráleitar og ótrúverðugar og verða ekki lagðar til grundvallar niðurstöðunni, enda koma þær alls ekki heim og saman við netsamskiptin sem um ræðir, séu þau lesin í heild. Vitnisburður D er trúverðugur og fær stoð í gögnum málsins, svo sem netsamskiptunum og vitnisburði Á, auk þess sem vitnisburðurinn fær góða stoð í ljósmyndum og myndum sem liggja frammi. Ljóst er af því sem rakið var að D lét undan ákærða vegna loforða hans um greiðslu, eins og í ákæru greinir. Er samkvæmt þessu sannað með vitnisburði D og með stoð í vitnisburði Á og með hliðsjón af sýnilegum sönnunargögnum sem rakin voru, gegn neitun ákærða, að ákærði hafi gerst sekur um háttsemi þá sem í þessum ákærulið greinir og eru brot hans rétt færð til refsiákvæðis í ákærunni.

V.

Hinn 30. janúar 2012 lagði M, móðir E, fram kæru á hendur ákærða vegna háttseminnar sem í þessum ákærulið greinir.

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa átt í netsamskiptum við E, en lítið muna eftir því annað en að hún væri frá [...].

V.1

Ákærði kvaðst hafa notað notandanafnið sem hér um ræðir, en hann muni lítið eftir þessum samskiptum. Hann kvaðst í upphafi þeirra ekki hafa gert sér gein fyrir því að E væri 13 ára gömul. Er aldur hennar kom í ljós hafi hann dregið til baka allt sem áður var rætt um varðandi nekt. Ákærði kvaðst ekki muna eftir því að hafa tekið myndirnar sem hér um ræðir, en myndirnar fundust í tölvu ákærða, svo sem í ákæru greinir. Ákærði kunni að hafa tekið skjáskotsmynd fyrir slysni. Hann kvaðst hafa átt marga eldri og yngri vini á facebook og tók fram að yngri einstaklingar en 15 ára ættu ekki að geta skráð sig á facebook. Hann kvað aldur E ekki hafa komið fram á netsíðu hennar.

Vitnið E kom ekki fyrir dóminn undir aðalmeðferðinni. Hún gaf skýrslu fyrir dómi 10. febrúar 2012. Þar lýsti hún því að hún hefði farið úr að ofan fyrir framan netmyndavél á Skype og að sér hefði liðið illa við þetta. Hún kvaðst hafa sagt viðmælandanum að hún væri 13 ára gömul. E kvaðst einnig hafa rætt við einhvern sem kallaðist „[...]“ á facebook. Sá aðili hafi rætt við vinkonu hennar um að taka myndir af þeim. Aðspurð hvers konar myndir hafi verið um að ræða sagði hún, venjulegar myndir eins og þegar maður fer í myndatöku. Vitnisburður E um tilvikin sem í þessum þremur ákæruliðum greinir er mjög óskýr og erfitt að ráða nokkuð af honum um það sem gerðist í þessum samskiptum utan að hún hafi ,,flassað“, eins og hún bar, eða farið úr að ofan.

Niðurstaða V.1

Ákærði vissi aldur E og samskiptin sem hér um ræðir liggja fyrir. Skýring ákærða um að hann hafi tekið skjáskotsmynd fyrir slysni er ótrúverðugur og fær ekki stoð í samskiptunum sem lýst var.

Það er mat dómsins að sannað sé með netsamskiptunum sem hér um ræðir og rakin voru og með ljósmyndum sem ákærði tók og með stoð í vitnisburði E,svo langt sem hann nær, en gegn neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um háttsemina sem í þessum ákærulið greinir og eru brot hans rétt færð til refsiákvæða í ákærunni, en lagt var hald á ljósmyndirnar sem um ræðir í tölvu ákærða 3. nóvember 2011.

V.2

Ákærði neitar sök. Hann kannaðist við þessi samskipti. Hann kvað það sem hér um ræðir hafa komið til tals áður en ákærði vissi um aldur E sem hann taldi að minnsta kosti 15 ára gamla. Strax og aldurinn varð ljós hafi hann dregið það sem hér um ræðir til baka. Ákærði kvaðst hafa talið E eldri. Í samskiptunum segir ákærði: ,,ég bid samt ekki verður bara minnst í undirfötum.“

V.3

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa notað notandanafnið sem hér um ræðir, en lítið muna eftir þessum samskiptum, en hann kvað þau hafa átt sér stað.

Vitnið M, móði E, kvað hana ekki vilja ræða þetta mál. Hún hafi alveg lokað á það. M kvaðst hafa fengið vitneskju um málið er lögreglan hringdi í hana í janúar 2012 og greindi frá því að ljósmyndir af E hefðu fundist í tölvu X [...]. Hún lýsti ráðstöfunum sem gerðar voru í framhaldinu, m.a. hjá Barnaverndarnefnd. Hún nefndi að E hefði beðið sig að keyra sig til Reykjavíkur í september 2011 til að X [...] gæti myndað hana. Hún hafi sagt dóttur sinni að þetta kæmi ekki til greina. Hún kvað greinilegt að samskiptin hefðu haldið áfram á facebook. M lýsti slæmum áhrifum samskiptanna við ákærða á dóttur sína.

Fyrir liggur sálfræðivottorð E sem Gylfi Jón Gylfason ritaði. Vottorðið er dagsett 8. maí 2013. Gylfi kom fyrir dóminn og skýrði og staðfesti vottorðið sem fjallar um getu E til að gefa skýrslu fyrir dómi í máli þessu. Í vottorðinu er lýst takmarkaðri getu E til að vitna í málinu og helgast það af þroskaskerðingu og slökum málþroska hennar. Af þessum sökum kom E ekki fyrir dóminn undir aðalmeðferð málsins. Af skýrslutökunni sem tekin var af E, og rakin var að framan, eru þessir annmarkar augljósir.

Niðurstaða V. 2 og 3

Ákærði bar um samskiptin við E og vissi hann um aldur hennar. Endurrit samskiptanna sem hér um ræðir liggja frammi. Er sannað með þeim og að hluta með stoð í vitnisburði E, en gegn neitun ákærða, að hann hafi með háttsemi sinni sem í þessum ákæruliðum greinir gerst brotlegur við lagaákvæðin sem í ákærunni greinir og er þá litið til þess að E var aðeins 13 ára gömul á þessum tíma.

VI.

Hinn 6. febrúar 2012 lagði N, móðir F, fram kæru á hendur ákærða vegna háttseminnar sem í þessum kafla ákærunnar greinir.

VI.1

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst lengi hafa verið í samskiptum við F á netinu og hann kannist við samskiptin sem hér um ræðir þótt hann muni ekki efni þeirra. Hann kvaðst hafa vitað aldur F og kemur það fram í endurriti netsamskipta þeirra. F hafi ekki talið myndirnar sem um ræðir klámfengnar eða kynferðislegar eins og lýst er í ákærunni. Ákærði kvaðst hafa tekið myndirnar sem hér um ræðir, en myndirnar voru vistaðar í tölvu ákærða, eins og rakið er í ákærunni. Hann mundi ekki tilefnið. Það gæti hafa verið fyrir slysni og skýrði ákærði hvers vegna hann taldi svo vera.

Vitnið F kvað samskiptin við ákærða hafa byrjað á facebook 1. október 2011, er hún var 14 ára gömul, og kvaðst hún hafa sagt ákærða frá aldri sínum. Sér hafi fundist spennandi að ræða við ákærða og ekki hafi breytt neinu um það þótt hann hafi verið nokkrum árum eldri en hún, en hann hafi sagt henni aldur sinn. Þau ákváðu að hittast og hafi hún ákveðið að taka móður sína með þar sem hún hafi ekki viljað vera ein þar sem ákærði var töluvert eldri. Úr varð að þau ákærði hittust í Seljahverfi þar sem hann tók af henni andlitsmyndir, en móðir hennar beið afsíðis á meðan. F lýsti facebook samskiptum þeirra í kjölfarið. Hún kvað þetta hafa leitt til þess að þau mæltu sér mót í Elliðaárdal 1. október 2011, sbr. ákærulið 2. Þar hafi ákærði ætlað að taka ljósmyndir af henni þar sem mynda átti maga- og bakvöðva og hún kvaðst hafa áhuga á líkamsrækt. Ákærði hafi tekið myndirnar, en hún hafi fundið fyrir pressu frá honum um að hún fækkaði fötum, sem hún gerði. Hún kvað systur sína hafa verið með sér í för í þetta sinn, en hún hafi beðið afsíðis meðan myndatakan fór fram. Hún kvaðst fyrst hafa séð í skýrslutöku hjá lögreglunni myndir sem ákærði tók í þetta skipti, en það hafi verið myndir sem teknar voru er hún skipti um föt og nærmyndir af rassi og kynfærum hennar er hún klæddist g-strengs nærbuxum. Áður hafi ákærði sent henni myndir, sem voru flottar að hennar sögn. Hún kvaðst þarna hafa séð að ákærði misnotaði traust hennar og tók myndir sem hún reiknaði ekki með. Hún kvaðst hafa skoðað myndirnar í myndavél eftir myndatökuna, en ekki séð sumar myndanna, svo sem nærmyndir af rassi og kynfærum. Þá kvaðst hún hafa séð skjáskotsmyndir af Skype sem ákærði hafi tekið af henni. F kvað ákærða hafa boðið sér 800.000 krónur fyrir nektarmyndatöku, en þetta boð hafi komið frá ákærða á facebook 13. október 2011, sbr. ákærulið 4. Aðdragandinn hafi verið sá að hann hafi viljað fá að sjá líkama hennar sem hún sýndi í vefmyndavél. Þá hafi hann tekið myndirnar og lýsti hún slæmum áhrifum þessa á sig, er hún sá myndirnar sem um ræðir við skýrslutöku hjá lögreglu. Nánar spurð um 800.000 króna greiðsluna kvaðst hún ekki viss um það hvort ákærði ætlaði að greiða þá fjárhæð.

F lýsti slæmum áhrifum sem samskipti við ákærða höfðu á hana og rakin hafa verið. Hún kvaðst hafa leitað sér sálfræðiaðstoðar vegna þessa og sú aðstoð vari enn.

Vitnið N, móðir F, lýsti því er hún fór með F í myndatöku hjá ákærða í fyrsta skipti, en F hafi hitt ákærða tvisvar sinnum. Hún hafi rætt aldur hennar við ákærða og vissi hann að hún var 14 ára gömul. Hún kvaðst hafa rætt við ákærða í síma áður en hún fór með dóttur sinni til fundar við hann, en fram kom hjá honum að hann hafi ekki viljað að hún kæmi með dóttur sinni þar sem það gæti truflað. Ákærði hafi tekið myndirnar meðan hún beið afsíðis og fóru þær mæðgur heim eftir 15 til 20 mínútur. Ákærði sendi síðan fínar myndir af F að sögn hennar. Stuttu síðar hafi ákærði haft samband við F og úr varð að hún hitti hann í Elliðaárdal. N kvaðst ekki hafa komist með, en dóttir hennar fór þá með F, systur sinni, en hún kvað þá hafa myndast ákveðið traust eftir fyrri myndatökuna sem hún lýsti. Hún lýsti fötunum sem F átti að hafa meðferðis. Hún kvað systurina hafa átt að bíða afsíðis meðan ákærði myndaði F og hafi systirin beðið í bíl ákærða á meðan. Hún kvaðst ekki hafa vitað hvað gerðist og ekki hafa fengið að sjá myndirnar sem ákærði tók í Elliðaárdalnum. Hún kvað afleiðingar samskiptanna við ákærða hafa verið slæmar fyrir F og lýsti hún erfiðleikum hennar í skóla þess vegna og félagslegri einangrun og fleiru. F hafi leitað sálfræðiaðstoðar sem hún lýsti.

Vitnið Ð, systir F, kom fyrir dóminn og lýsti því er hún fór með F, systur sinni, til fundar í Elliðaárdal þar sem taka átti myndir af F. Hún kvaðst hafa farið með henni þar sem móðir þeirra komst ekki en til stóð venjuleg myndataka eins og áður er móður þeirra fór með F. Hún kvaðst hafa beðið á bekk meðan ákærði og F fóru afsíðis. Spurð kvað hún sér ekki hafa verið bannað að fylgjast með, en hún hafi fundið fyrir því að pressa var á hana að fylgjast ekki með myndatökunni. Hún kvað sér hafa verið orðið kalt og hafi ákærði þá boðið henni inn í bíl sinn, sem hún þáði. Hún hafi ekki séð til ákærða og F sem komu loks og fóru þær systur heim eftir þetta. Hún hafi séð einhverjar myndir sem ákærði sendi F, en hún hafi ekki skoðað þær í myndavél ákærða. F hafi ekki greint sér frá því að eitthvað hafi ekki verið í lagi í samskipunum við ákærða fyrr en fyrir stuttu síðan.

Fyrir liggur sálfræðivottorð F, dagsett 7. maí 2013. Tryggvi Sigurðsson sálfræðingur ritaði vottorðið. Í því er lýst einkennum kvíða og tilfinningalegra erfiðleika sem raktir eru til háttsemi sem í ákæru greinir. Tryggvi kom fyrir dóminn og staðfesti og skýrði vottorðið.  

Niðurstaða VI.1

Ákærði hefur borið um samskiptin við F sem hér um ræðir. Hann mundi ekki tilefni þess að skjámyndirnar voru teknar, en taldi þær geta hafa verið teknar fyrir slysni. Sá framburður ákærða er ótrúverðugur og verður ekki á honum byggt, enda í ósamræmi við það sem fram kemur í netsamskiptunum sem hér um ræðir og í andstöðu við vitnisburð F. Í samskiptunum fékk ákærði F, sem hann vissi að var 14 ára gömul, til að sýna sig eins og rakið er í þessum ákærulið. Er háttsemin sönnuð með netsamskiptunum sem liggja fyrir, með trúverðugum vitnisburði F og með öðrum gögnum málsins og varðar hún við þau lagaákvæði sem aðalkrafa ákæruvaldsins lýtur að í ákæru.

VI.2

Ákærði mundi eftir samskiptunum sem hér um ræðir. Hann kvað aðdragandann þann að þau F hefðu mælt sér mót. Hún hafi komið á staðinn ásamt móður sinni. Myndirnar sem voru teknar að ósk F og af fúsum og frjálsum vilja hennar og sjáist það vel á ljósmyndunum að sögn ákærða. Hann lýsti óskum F við myndatökuna og að hún hafi viljað að vöxtur sinn sæist á myndunum og lýsti ákærði þessu nánar. Ákærði var spurður um myndir af rassi hennar og kynfærum, er hún klæddist g-strengs nærbuxum. Ákærði kvaðst hafa tekið meira en 300 ljósmyndir af F þarna og myndirnar sem teknar eru með aðdrætti aftan á hana af rassi og kynfærum er hún var klædd í g-streng hafi verið teknar tilviljanakennt og óvart. Ekki hafi verið ásetningur sinn að taka þær myndir, en F hafi skoðað allar myndirnar og ekki tekið eftir þessari mynd frekar en ákærði sjálfur.

Niðurstaða VI.2

Ákærði bar um þessi samskipti F. Ljóst er af því sem rakið var að F reiknaði með því að teknar yrðu af henni ljósmyndir sem tengdust áhuga hennar á líkamsrækt og taldi hún myndirnar eiga að sýna líkamshluta svo sem maga og bak, eins og hún bar. Fyrir liggur að ákærði tók af henni myndir sem sýna rass og kynfæri eins og lýst er í þessum ákærulið. Ákærði brást trausti sem honum var sýnt er hann tók myndirnar af rassi og kynfærum F eins og lýst er í ákærunni. En framburður hans um tilurð myndanna er ótrúverðugur. F sá þessar myndir fyrst við rannsókn málsins og var mjög brugðið. Ákærði hefur með þessari háttsemi sinni gerst sekur um brot gegn þeim lagaákvæðum sem aðalkrafa ákæruvaldsins lýtur að, en ákærði hafði myndirnar í vörslum sínum í tölvu sem lagt var hald á 3. nóvember 2011.

VI.3

Ákærði kannast við þessi facebook samskipti. Hann kvað þau F hafa verið í netsambandi eftir myndatökurnar sem lýst var að framan og þar komi fram skýr vilji hennar um að teknar yrðu svona ljósmyndir.

Niðurstaða VI.3

Sannað er með framburði ákærða og fyrirliggjandi netsamskiptum og vitnisburði F að þessi samskipti áttu sér stað. Þau virðast hafa farið fram af fúsum og frjálsum vilja F og varðar þessi háttsemi því ekki við 209. gr. almennra hegningarlaga. Hins vegar vissi ákærði um aldur F, sem var aðeins 14 ára gömul, og varðar háttsemi ákærða þannig við 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga eins og lýst er í ákærunni.

VI.4

Ákærði neitar sök. Hann kvað samskiptin sýna að hann væri ekki að bjóða F myndatöku. Hann sé að greina henni frá myndatöku sem ákærði hefði heyrt af og hann svari spurningum F vegna þessa.

Niðurstaða VI.4

Ákærði neitar sök. Ekki er á því byggt í ákærunni að ákærði hafi sjálfur ætlað að greiða þessa fjárhæð fyrir myndatökuna sem um ræðir. Sakarefnið er að hann hafi sagt F að hún fengi peninga fyrir að sitja nakin fyrir eins og lýst er í ákærunni. Er sannað með framburði ákærða, netsamskiptunum sem liggja fyrir, og með vitnisburði F að ákærði hafi gerst sekur um háttsemina sem hér um ræðir og varðar brot hans við þau lagaákvæði sem aðalkrafa ákæruvaldsins lýtur að í ákærunni.

VII.

Hinn 27. október 2011 lagði É, faðir G, fram kæru á hendur ákærða vegna háttseminnar sem í þessum kafla ákæru greinir.

VII.1

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa verið í netsamskiptum við G á þessum tíma, þau hefðu rætt um myndatöku og ákærði kvaðst hafa tekið af henni örfáar ljósmyndir þar sem G klæddist úlpu. Þau hafi síðan ákveðið á netinu að hittast aftur sem þau gerðu, sbr. ákærulið 2 í þessum kafla ákæru. Þau hafi hist við [...]skóla þar sem þau hafi rætt saman og kysst og faðmast er þau kvöddust. Þau hafi síðan hálfpartinn klæmst í sms samskiptum í kjölfarið að sögn ákærða. Hann neitaði að hafa sýnt G yfirgang og lostugt og ósiðlegt athæfi. Samskipti þeirra á netinu hafi verið af fúsum og frjálsum vilja beggja, en hann kvaðst hafa talið G 16 eða 17 ára gamla. Útlit hennar gefi til kynna að hún hafi verið eldri en hún í raun var. Kynferðislegar spurningar milli þeirra séu eðlilegar í samskiptum kynjanna eins og hér um ræðir. Ákærði kvað boðin um 3.000 króna greiðslu hafi verið grín og það sjáist af samhenginu.

Vitnið G lýsti samskiptunum við ákærða undir nafninu [...] á facebook á þessum tíma. Viðmælandinn hafi spurt hana ýmissa spurninga svo sem hversu gömul hún væri og hvort hún vildi koma í undirfata- myndatöku sem hún vildi ekki. Hann hafi þá beðið hana um að hitta sig þetta kvöld, sem hún gerði. Þar hafi ákærði tekið af henni nokkrar myndir. Hún hafi neitað ákærða er hann spurði hana hvort hún vildi láta mynda sig á undirfötum. Þær H, vinkona hennar, sem var með henni í för fóru heim eftir þetta. Hún hafi haldið áfram að ræða við ákærða á facebook langt fram á kvöld þar sem hann spurði hana alls konar óviðeigandi kynferðislegra spurninga og um kynlífsreynslu hennar. Hún mundi ekki hvort ákærði bað hana um að sýna sig í netmyndavél, eins og lýst er í ákærunni, en kvað allt koma fram í netsamskiptunum sem liggja fyrir og staðfesti hún að fyrirliggjandi netsamskipti sýndu samskipti þeirra ákærða sem hér um ræðir. Hann hafi beðið hana um að fara út um nóttina gegn 3.000 króna greiðslu. Þau hafi síðan hist daginn eftir. Þau hafi rætt saman og ákærði tók að káfa á henni og kyssa hana á munninn og á sama tíma fór hann að káfa á rassi hennar innanklæða. Hún kvaðst ekki hafa gefið ákærða neina vísbendingu um að hún vildi þetta og þetta hafi komið sér í opna skjöldu. Hún kvaðst hafa forðað sér strax og ákærði hætti káfinu.

G kvað þessa atburði hafa haft mikil áhrif á sig. Hún treysti fólki ekki og eigi erfitt með að kynnast nýju fólki. Hún lýsti aðstoð sem hún hefur notið frá aðilum sem tengjast henni fjölskylduböndum.

Vitnið O, móðir G, lýsti því er G kvaðst ætla að skjótast út með vinkonu sinni og hitta ljósmyndara. Hún kvað sér hafa fundist þetta skrýtið og hafi hún hringt í G og vildi fá að ræða við manninn sem vildi ekki ræða við hana að sögn G. G hafi komið heim fljótlega eftir þetta og hafi hún skoðað netsamskipti hennar og sá það að viðkomandi aðili var að klæmast við hana. Hún hafi prentað samskiptin út og komið til lögreglunnar. Hún viti að G hitti manninn daginn eftir og að hann hafi káfað á rassinum á henni og reynt að kyssa hana. Hún kvaðst áður hafa bannað henni að hitta manninn. Hún kvað G hafa liðið illa eftir þetta og hafi þetta haft slæm áhrif á skólagöngu hennar.

Vitnið É, faðir G, lýsti því er kona hans greindi honum frá þessum atburði er hann var staddur erlendis. Hann lýsti því er facebook samskipti ákærða og G voru prentuð út og færð lögreglunni. Hann kvað G lítið hafa rætt þennan atburð. Hún hafi þó greint sér frá því að ákærði hefði káfað á henni innanklæða og kysst hana á munninn.   

Niðurstaða VII.1

Ákærði neitar sök. Fram kemur í fyrirliggjandi netsamskiptum ákærða og G að hún greindi honum frá aldri sínum. Ákærði vissi því aldur hennar er hann hafði við hana netsamskiptin sem í þessum ákærulið greinir. Er sannað með netsamskiptum, með vitnisburði G og með stuðningi af vitnisburði foreldra hennar, en gegn neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um háttsemi þá sem hér um ræðir og varðar háttsemin við þau lagaákvæði sem í ákæru greinir.

VII.2

Ákærði kvað þau G hafa mælt sér mót við [...]skóla á þessum tíma. Ákærði kvaðst hafa kysst hana á munninn og sett hönd sína á rass hennar utanklæða. Ákærði vísaði til þess að áður en að þau hittust hafi hann spurt hana á netinu hvort það væri ekki í lagi að hann kyssti hana er þau hittust. G hafi samþykkt þetta og það komi fram í netspjalli þeirra.

Í endurriti netsamskipta ákærða og G frá þessum tíma kemur fram að framburður ákærða um kossinn er réttur.

Niðurstaða VII.2

Ákærði neitar sök. Vitnisburður G fær ekki þá stoð af öðrum vitnisburði eða gögnum málsins til að unnt sér að leggja hann til grundvallar niðurstöðunni gegn eindreginni neitun ákærða. Ber samkvæmt þessu að sýkna ákærða af þessum ákærulið.

VIII

Hinn 27. október 2011, kærði P, móðir H, ákærða fyrir háttsemina sem í þessum ákærulið greinir.

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa verið í netsamskiptum við H og hafa gert sér grein fyrir því að hún var 14 ára gömul. Hann kvaðst ekki kannast við samskiptin sem hér um ræðir og taldi gögn sem fylgja þessum ákærulið ekki prentuð af facebook af netinu og því ekki sýna netsamskipti þeirra H. Gögnin sem um ræðir geti eins verið word-skjal og skýrði hann þetta álit sitt um að gögnin gætu verið fölsuð. Spurður um efni samskiptanna eins og þau liggja fyrir kvaðst hann ekkert muna eftir þeim. Ákærði kannaðist við samskipti við H á samskiptasíðunni Tynichat.com. Þar hafi hann beðið H um að sýna sér nærbuxur sínar eftir að hún sagði að þær væru skrýtnar en hann kvaðst aldrei hafa beðið hana um að sýna á sér brjóstin.

Vitnið H lýsir samskiptum við ákærða á facebook. Strax og samskiptin hófust hafi ákærði leitað eftir því að hún sæti fyrir hjá honum. Hún kvaðst hafa farið með G, vinkonu sinni, sbr. ákærulið VI, er ákærði myndaði hana. Samskipti þeirra héldu áfram á facebook og kvað hún ákærða hafa farið ,,yfir strikið“ er hann bauð henni greiðslu fyrir kossa og tók að spyrja hana um kynlífsreynslu sína. Samskiptin hafi verið eins og lýst er í þessum ákærulið og hann hafi reynt að fá hana til að sýna á sér brjóstin eins og lýst er. Þá hafi ákærði boðið henni peninga eins og lýst er í ákærunni. H kvað sér hafa fundist lítið mál að sitja fyrir á sundfötum. Hefði komið til þess hefði móðir hennar verið viðstödd. Hún kvað sér hafa liðið illa eftir samskiptin við ákærða og lýsti hún því.

Vitnið P, móðir H, lýsti því að H hefði gert sér grein fyrir því að ekki gæti orðið af myndatöku nema með leyfi foreldra. Þær mæðgur hafi rætt þetta. Daginn eftir samskipti ákærða og H á facebook hafi H sýnt sér samskiptin í tölvunni, en samskiptin hafi fljótt orðið mjög dónaleg að hennar sögn. Hún kvaðst hafa hringt í lögreglu daginn eftir og spurt hvernig hún ætti að snúa sér í málinu. Hún hafi þá prentað út facebook-samskiptin og fært lögreglunni. Hún lýsti áhrifum sem samskipti H við ákærða höfðu á hana.

Niðurstaða VIII

Ákærði neitar sök. Samskiptin sem hér um ræðir liggja frammi, en P, móðir H, prentaði samskiptin út og færði lögreglunni. Samskiptin eru því ófölsuð, andstætt því sem ákærði hefur haldið fram. Upplýsingar um aldur H á þessum tíma komu fram í netsamskiptum hennar og ákærða. Er sannað með netsamskiptunum sem liggja frammi, með vitnisburði H og með stoð í vitnisburði P, en gegn neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um háttsemina sem hér um ræðir og er einkum litið til þess að H var aðeins 14 ára gömul er samskiptin átti sér stað. Brot ákærða eru rétt færð til refsiákvæða í ákærunni.

Ákæra dagsett 4. apríl 2013

Hinn 23. janúar 2013, lagði Q fram kæru á hendur ákærða vegna háttseminnar sem í þessum kafla ákærunnar greinir. Tekin var af henni vitnaskýrsla hjá lögreglunni sama dag.

I.1-3

Ákærði neitar sök og kvaðst ekki muna eftir Q. Hann kvaðst hafa óskað eftir því við yfirheyrslu hjá lögreglunni að fá að sjá myndir af henni frá árinu 2008, en honum hafi verið sýnd ljósmynd af henni sem tekin var fimm árum síðar eða á árinu 2013. Hann kvaðst ekki muna eftir henni er hann skoðaði ljósmyndina. Hann mundi ekki eftir neinum heimsóknum eða samskiptum við Q á þeim tíma sem í þessum ákæruliðum greinir.

Vitnið Q kvaðst hafa kynnst ákærða eftir að hafa hitt hann í samkvæmi er hún var 15 ára gömul. Það hafi verið í janúar 2008 að [...]. Þar hafi ákærði verið með rjómasprautu og skyndilega hafi hann sprautað úr henni milli brjósta Q. Hún kvaðst hafa orðið pirruð og ekki áttað sig á því sem hafði gerst. Hún hefði sagt ákærða að þrífa þetta. Hann hafi þá sleikt rjómann af brjóstum hennar. Í vinkona hennar hafi verið viðstödd er þetta átti sér stað.

Vitnið Q kvaðst hafa verið stödd að [...] í janúar 2008 á heimili Í, vinkonu sinnar, er ákærði hringdi. Hún kvaðst ekki hafa vitað hvernig ákærði komst yfir símanúmer hennar. Hann hafi spurt hvort hann mætti ekki koma í heimsókn þar sem hann væri í nágrenninu. Hún mundi ekki hvað gerðist en ákærði hafi boðið sjálfum sér í heimsókn og var hann kominn á staðinn innan fimm mínútna. Allt hafi orðið óþægilegt eftir komu ákærða. Þau hafi síðan þrjú lagst upp í rúm hjá Í og horft á sjónvarp. Ákærði ætlaði að stoppa stutt að hennar sögn. Hún lýsti því að um leið og þau settust upp í rúmið hafi ákærði tekið að káfa á henni. Hann hafi farið inn á hana og inn á nærbuxur hennar. Hún hafi reynt að segja honum að hætta, en Í hafi verið við hliðina á sér og hafi hún tekið eftir því að Í hafi liðið óþægilega vegna þessa. Q hafi reynt að færa sig fjær ákærða sem færði sig þá aftur nær henni, en á sama tíma hefði Í fært sig örlítið fjær. Að því kom að ákærði setti fingur sinn í leggöng hennar. Sama var hvað hún sagði, hann hafi haldið áfram og sagst geta fullnægt henni. Hún hafi ekki viljað þetta eins og rakið hefur verið. Hún mundi ekki hvað varð til þess að ákærði hætti, en hana minnti að hann hafi fengið símtal og einhver hefði komið og sótt hann. Hann hafi stoppað þarna í um 15 mínútur að hún taldi. Hún hafi farið heim til sín og ekki rætt þetta við nokkurn mann. Hún hafi skammast sín fyrir þetta.

Næst kvaðst Q hafa hitt ákærða er hann kom heim til hennar að [...] í lok janúar eða í byrjun febrúar 2008. Hún hafi verið heima ásamt foreldrum sínum er ákærði hringdi og spurði hvort hann mætti koma í heimsókn ásamt sameiginlegum kunningja þeirra. Q kvaðst ekki hafa það í sér að segja nei. Hún hafi fengið samþykki foreldra sinna fyrir komu ákærða og hafi hann komið ásamt Ó, vini þeirra, um 10 mínútum síðar. Hún hafi verið í herbergi sínu á efri hæðinni. Er þeir Ó komu hafi ákærði læst herberginu. Hún kvaðst hafa orðið hrædd og verið vör um sig. Þau hafi lagst upp í rúm og ákærði þá byrjað að tala á kynferðislegum nótum og lýsti hún því. Hún hafi sagt honum að hún vildi ekkert, hún hefði nýlokið blæðingum og Ó væri þarna og foreldrar hennar frammi. Ákærði hefði sagt að honum fyndist þetta í lagi. Hann hafi þvínæst farið undir sæng og togaði niður náttbuxur hennar. Eftir það átti hann við hana munnmök. Hún hafi stirðnað upp og ekkert hafi þýtt að andmæla ákærða, hann hafi gert það sem hann vildi. Eftir þetta hafi Ó lagst upp í rúm og þóst sofa, en hún kvað ákærða hafa gefið Ó merki um þetta. Ákærði hafi þessu næst sest á skrifborðsstól og lét hana eiga við sig munnmök, auk þess sem hann fróaði sér. Eftir þetta hafi ákærði látið á sig smokk og sagði henni að leggjast á gólfið sem hún gerði. Þá hafi hann haft við hana mök, auk þess sem hann hélt henni niðri og reyndi að setja lim sinn í endaþarm hennar. Hún kvaðst hafa reynt að sýna honum að hún væri ekki hrædd. Síðan hafi ákærði tekið af sér smokkinn og klínt sæði á brjóst hennar og vegginn, auk þess sem hann lét hana taka liminn upp í sig. Því næst klæðir hann sig og þeir Ó fóru. Hún kvaðst ekki hafa trúað því að Ó hafi verið sofandi er þetta átti sér stað.

Q lýsti miklum og slæmum afleiðingum þessa á sig. Hún lýsti skömm og að hún hefði ekki viljað ræða þetta. Það hafi hún í raun ekki gert fyrr en hún leitaði til Kristínar Jónsdóttur kvensjúkdómalæknis vegna vandamála í kynlífi. Kristín hafi spurt sig hvort hún hefði orðið fyrir kynferðislegu áreiti og greindi hún Kristínu þá frá þessum atburðum. Hún lýsti vinnu sinni og aðstoð við að ná bata vegna þessa.

Vitnið Í lýsti því er hún var í samkvæmi að [...] í janúar 2008. Hún kvaðst hafa verið að ræða við vinkonur sínar er hún sá Q ræða við ákærða sem sprautaði rjóma á milli brjósta Q. Hún sagði ákærða að þrífa þetta og hafi hann þá byrjað að sleikja rjómann af.

Í lýsti því er Q var í heimsókn hjá henni að [...] í janúar 2008. Ákærði hefði þá hringt og vildi fá að hitta Q sem sagðist vera hjá vinkonu sinni. Ákærði sagðist koma og stoppa stutt eftir að Q gaf honum upp heimilisfang hennar. Stuttu síðar kom ákærði og öll þrjú fóru upp í rúm að horfa á sjónvarpið. Hún lýsti því er ákærði tók að þukla á Q. Hann hafi farið inn á hana og hafi þetta verið mjög vandræðalegt fyrir sig. Hún kvaðst hafa séð er ákærði var kominn inn á Q ,,niðri“ og hafi hún sagt nei og gefið til kynna að hún vildi þetta ekki. Ákærði sinnti því ekki og hélt áfram. Hún kvað sig minna að þær Q hafi verið undir sömu sænginni, en ákærði undir annarri. Hún kvaðst hafa séð hönd ákærða hreyfast og hún hafi skynjað þetta svo að hann hafi sett fingur í kynfæri Q þar sem þau voru öll í rúminu, en hún sá hönd ákærða innanklæða í klofi Q. Hana minnti að þessu hefði lokið er sími ákærða hringdi og hann fór í burtu eftir það.

Vitnið Ó lýsti því er samkvæmi var á heimili hans að [...], í janúar 2008. Ákærði var þar auk Q og fleiri. Hann kvaðst lítið muna eftir þessu kvöldi en sig rámi í það að ákærði hefði sprautað rjóma á brjóst Q.

Ó kvaðst hafa farið með ákærða á heimili Q stuttu síðar. Þau hafi verið þrjú og ekkert sérstakt að gera, en hann gæti hafa farið í tölvuna. Hann kvaðst hafa sofnað í heimsókninni til Q. Hann kvað ákærða og Q hafa verið sveitt er hann vaknaði og hann hafi talið að þau hefðu stundað kynlíf meðan hann svaf. Þeir ákærðu fóru stuttu eftir að hann vaknaði. Hann viti ekki hvað gerðist í herberginu á meðan hann svaf, en hann hafi aldrei rætt það við ákærða.

Fyrir liggur læknisvottorð Q, dagsett 15. febrúar 2013.  Kristín Jónsdóttir yfirlæknir ritaði vottorðið. Vottorðið er svofellt: ,,Hér með staðfestist að þau einkenni sem Q leitaði með til undirritaðrar í september sl. og nefnast á fræðimáli non-organic vaginismus og non-organic dyspareunia séu beintengd og afleiðing af kynferðisbroti sem átti sér stað þegar hún var 15 ára gömul. Um er að ræða krampa í leggöngum ásamt miklum verkjum í grindarbotni og verkjum á spangarsvæði og við leggangaop, sérstaklega við samfarir. Þetta er vel þekkt sem afleiðing af kynferðisafbrotum, jafnvel löngu eftir að afbrotið hefur átt sér stað. Síðan Q leitaði til undirritaðrar hefur meðferð gengið mjög vel, bæði sálfræðiviðtöl og meðferð hjá sjúkraþjálfara, ásamt viðtölum og skoðunum hjá undirritaðri sem staðfestir enn frekar að bein tengsl séu á milli ofbeldisins sem hún lenti í og einkennanna.“

Kristín Jónsdóttir kom fyrir dóminn og skýrði og staðfesti vottorðið. Hún kvað veikindi Q, sem lýst er í vottorðinu, tengjast atburðunum sem í ákæru greinir mjög sterkt og skýrði hún þetta nánar.

Fyrir liggur sálfræðivottorð Q, dagsett 14. febrúar 2013. Sólveig Erna Jónsdóttir sálfræðingur ritaði vottorðið. Í vottorðinu er svofelldur kafli: ,,Q, 20 ára gamalli konu, var vísað til undirritaðs sálfræðings í sálfræðilegt mat og áfallahjálp af Helgu Sól Ólafsdóttur, félagsráðgjafa á Kvennadeild LSH í byrjun október 2012 vegna meintrar nauðgunar sem átti sér stað um það bil fimm árum áður. Q hefur hlotið 11 viðtöl á tímabilinu 17. október 2012 til 28. janúar 2013 þar sem henni hefur verið veittur sálrænn stuðningur og formleg hugræn atferlismeðferð við einkennum áfallastreituröskunar og öðrum afleiðingum meints kynferðisbrots. Viðmót og hegðun Q benti allt til þess að hún hafi upplifað mikla ógn, bjargarleysi og hrylling þegar meint nauðgun átti sér stað og að afleiðingar áfallsins hafi verið alvarlegar. Niðurstöður greiningarmats á afleiðingum meintrar nauðgunar sýndu að Q þjáðist af áfallastreituröskun (Post-Traumatic Stress Disorder) í kjölfar meintrar nauðgunar. Sálræn einkenni hennar í kjölfar áfallsins samsvara einkennum sem eru vel þekkt hjá fólki sem hefur upplifað alvarleg áföll eins og nauðgun, líkamsárás, stórslys eða hamfarir. Niðurstöður sjálfsmatskvarða samsvara vel frásögnum hennar í viðtölum. Hún hefur ávallt virst hreinskilin og verið trúverður og samkvæm sjálfri sér.

Eins og áður hefur verið greint frá hefur Q sýnt jákvæð viðbrögð við hugrænni atferlismeðferð við afleiðingum meints kynferðisbrots þar sem hún hefur sýnt vaxandi getu til að takast á við minningar og hún uppfyllir ekki lengur greiningarskilmerki fyrir áfallastreituröskun. Þrátt fyrir þetta valda ákveðin einkenni henni ennþá vanlíðan og truflun í daglegu lífi. Þykir ljóst að áfallið hafði víðtæk áhrif á hana. Undirrituð gerir ráð fyrir að meðferðarvinna haldi áfram en ekki er hægt að segja með vissu hve langan tíma meðferð tekur eða hvort fullur bati náist.“

Sólveig Erna Jónsdóttir kom fyrir dóminn og skýrði og staðfesti vottorðið.

Niðurstaða I.1

Ákærði neitar sök. Sannað er með trúverðugum vitnisburði Q og Í og með stoð í vitnisburði Ó, en gegn neitun ákærða, að hann hafi framið þá háttsemi sem hér um ræðir og er brot ákærða rétt fært til refsiákvæðis í ákærunni.

Niðurstaða I.2

Eins og rakið var neitar ákærði sök og kannast ekki við nein samskipti við Q. Vitnið Q er trúverðug í frásögn sinni af þessum atburði og vitnisburður Í er einnig trúverðugur. Er efnislega samhljóða vitnisburður þeirra tveggja lagður til grundvallar niðurstöðunni gegn neitun ákærða. Er samkvæmt þessu sannað að ákærði hafi gerst sekur um háttsemina sem í þessum ákærulið greinir og er brot ákærða rétt fært til refsiákvæðis í ákærunni.

Niðurstaða I.3

Ákærði neitar sök og kannast ekki við nein samskipti við Q. Vitnisburður Q er trúverðugur. Langur tími er liðinn frá hinum meinta atburði og Q leitaði sér ekki aðstoðar fyrr en mörgum árum síðar en fram kom að ýmislegt annað en meint háttsemi ákærða samkvæmt þessum ákærulið kann að hafa valdið þeim veikindum sem lýst var að framan. Um þetta vísast m.a. til niðurstöðu næsta ákæruliðar að framan. Vitnið Ó bar að hann hefði ekki orðið neins var í greint sinn, utan að hann hafi talið er hann vaknaði að ákærði og Q hefðu stundað kynlíf meðan hann svaf. Að öllu þessu og öðrum gögnum virtum er það mat dómsins að vitnisburður Q fái ekki þá stoð af öðrum gögnum málsins sem þarf til að unnt sé að leggja hann til grundvallar niðurstöðunni gegn neitun ákærða. Samkvæmt þessu er háttsemin sem hér um ræðir ósönnuð og ber að sýkna ákærða af þessum ákærulið.

II.

Hinn 6. febrúar 2013 lagði R fram kæru á hendur ákærða vegna háttseminnar sem í þessum ákærulið greinir. Tekin var af henni vitnaskýrsla hjá lögreglunni sama dag.

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst kannast við R. Hann kvað þau hafa hist í Elliðaárdal á þessum tíma, en þau höfðu mælt sér mót á facebook. Þau hafi komið í Elliðaárdal hvort á sínum bíl, en ákveðið var að ákærði tæki af R ljósmyndir sem hann gerði. Ákærði kvað vel geta verið að þetta hafi verið 30. nóvember 2011, en þá dagsetningu má sjá af gögnum málsins. Eftir á fóru þau í bifreið ákærða þar sem R klæddi sig. Þau hafi rætt saman í bílnum og R hafi káfað á ákærða sem baðst undan því þar sem honum hafi fundist það óþægilegt þar sem hann hafi verið í sambandi við vinkonu R á þessum tíma. Þau hafi farið hvort sína leið eftir þetta. Hann kvað ekkert af því sem í ákæru greinir hafa átt sér stað. Þau R hafi lengi verið í sambandi á facebook og einnig eftir myndatökuna 30. nóvember 2011. Þá komu aldrei fram frá R ásakanir um að ákærði hefði brotið gegn henni á einhvern hátt.

Vitnið R kvaðst hafa farið í myndatöku hjá ákærða í lok nóvember 2011, eftir að hafa komist í samband við hann á facebook. Ákærði hafi stöðugt spurt hvort hún vildi ekki fara í myndatöku hjá sér. Hún kvaðst hafa verið reiðubúin til að fara í nektarmyndatöku hjá honum og lýsti hún því hvernig hún hugsaði sér að það gæti farið fram. Hún kvað ekkert kynferðislegt hafa legið að baki þessu af sinni hálfu. Þau hafi mælt sér mót á facebook og hist við rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal á þeim tíma sem í ákæru greinir. Hún hafi tekið með sér teppi út úr bílnum þar sem hún fór úr fötunum fyrir myndatökuna. Ákærði hefði viljað að hún færi úr öllu, sem hún gerði ekki. Hún lýsti síðan myndatökunni sem þarna fór fram. Hún kvað jörð hafa verið snævi þakta og henni hafi verið orðið mjög kalt er ákærði bauð henni að koma inn í bíl sinn og hlýja sér. Þau hafi setið þar og rætt saman og allt verið í lagi uns ákærði tók að reyna að kyssa hana. Hún hefði vikið sér undan honum og sagst ekki vilja þetta, en hann haldið áfram. Hún kvað ákærða hafa tekið að rakka sig niður er hún neitaði honum og þau hafi áfram rætt saman á kynferðislegum nótum og lýsti hún því. Ákærði hefði síðan beðið hana um að skoða á honum liminn, sem hún kvaðst ekki hafa vilja gera. Hann hafi verið ágengur og tekið út á sér liminn og síðan tók hann í hönd hennar og setti á lim sinn og lét hana fróa sér. Hún hefði beðið hann um að hætta og girða buxurnar upp um sig. Hann hefði þá spurt hana hvort henni væri sama þótt hann fróaði sér sem hún sagði ekki vera og bað hann um að hætta. Að lokum hafi hún sagt honum að fara út úr bílnum og fróa sér sem hann gerði. Hún kvaðst hafa farið út úr bílnum stuttu síðar í nærbuxum einum klæða og hefði ákærði þá gripið í berar rasskinnar hennar meðan hann fróaði sér og hafði sáðlát eins og lýst er í ákærunni. Eftir þetta hélt hvort um sig í burtu á sinni bifreið. Hún kvaðst hafa haft samband við ákærða á facebook eftir þetta í því skyni að fá sendar myndir sem hann tók. R kvaðst hafa greint Ú, vinkonu sinni, frá þessum atburði tveimur vikum síðar. Þá hafi hún greint kærasta sínum frá þessu í desember síðastliðnum. Hann hafi kvatt hana til að kæra. R lýsti afleiðingum þessa atburðar á sig.

Vitnið W, unnusti R, lýsti því er hún greindi honum frá atburðinum sem hér um ræðir í febrúar síðastliðnum. R hafi farið í myndatöku hjá ákærða í Elliðaárdal. Eftir myndatökuna hafi þau rætt saman inni í bíl og R setið þar með teppi utan um sig. Þá hafi ákærði viljað að hún fróaði honum sem hún vildi ekki. W lýsti atburðinum sem gerðist eftir frásögn R og kemur flest hið sama fram hjá honum og R um atburðinn. W kvaðst hafa kvatt R til að kæra atburðinn.

Vitnið Ú kvaðst hafa vitað af ferð R í nektarmyndatöku hjá ákærða. R, vinkona sín, hefði greint sér frá atburðinum sem í þessum ákærulið greinir og R hafi liðið illa vegna þessa.

Vitnið Ý kvað R, vinkonu sína, hafa greint sér frá því er hún fór í myndatöku hjá ákærða. Hún kvaðst hafa séð myndirnar eftir þetta, en hún hafi ekki vitað hvað gerðist fyrr en R greindi henni frá þessu í byrjun þessa árs. Ý greindi frá mörgu hinu sama og lýst er í þessum ákærulið og hefur það eftir R.

Fyrir liggur sálfræðivottorð R, dagsett 6. maí 2013. Reynir Harðarson sálfræðingur ritaði vottorðið. Hann kom fyrir dóminn og skýrði og staðfesti vottorðið.

Niðurstaða II.

Ákærði neitar sök. Vitnisburður R er trúverðugur. Hún leitaði sér ekki aðstoðar fyrr en löngu eftir hinn meinta atburð og greindi ekki frá honum fyrr en allnokkru eftir. Hún hafði í millitíðinni verið í netsamskiptum við ákærða þar sem ekki  kom neitt fram sem síðar kom fram um þennan meinta atburð. Vitnisburður R fær ekki þá stoð í öðrum gögnum málsins sem þarf til að unnt sé að leggja hann til grundvallar niðurstöðunni gegn eindreginni neitun ákærða. Ber samkvæmt þessu að sýkna ákærða af þessum ákærulið.

III.

Hinn 15. janúar 2013 lagði Y, móðir S, fram kæru á hendur ákærða vegna háttseminnar sem hér um ræðir. Sama dag var tekin vitnaskýrsla af S hjá lögreglu.

III.1

Ákærði kvaðst kannast við S og vita að hún var 16 ára gömul á þeim tíma sem hér um ræðir. Hann hafi verið í netsamskiptum við hana á facebook eins og hér sé lýst. Ákærði kvaðst hafa dregið tilboð sitt um 100.000 króna greiðslu fyrir fram til baka, en hann hafi átt við það að hún gæti selt ljósmyndir sjálf á tiltekinni netsíðu. Þá kvaðst hann hafa dregið þetta tilboð sitt til baka er honum varð ljós aldur S. Sjá má merki um þetta í netsamskiptunum sem hér um ræðir. Ákærði kvaðst ekki muna eftir því að hafa fengið sendar átta myndir svo sem lýst er í ákærunni. Myndirnar hafi ekki verið vistaðar í tölvu hans.

Vitnið S kvaðst hafa byrjað samskipti við ákærða á facebook er hún var 14 ára gömul. Fyrst hafi verið rætt um að ákærði tæki venjulegar ljósmyndir af henni, en síðan hafi hann boðið sér 100.000 krónur fyrir nektarmyndatöku, en þetta hafi verið í desember síðastliðnum. Áður en til nektarmyndatöku kæmi hafi ákærði farið fram á það að hún sendi honum myndir af sér frá öllum hliðum þar sem hún klæddist aðeins nærbuxum. Hún kvaðst hafa sent ákærða átta myndir af þessum toga. Hún kvað ákærða hafa vitað aldur sinn. Hún kvað ákærða í desember síðastliðnum hafa boðið sér á facebook að sitja fyrir nakinni og að enginn myndi vita af myndatökunni og þá spurt hana um kynlífsreynslu hennar. Hún lýsti áhrifum þessa á sig. Sér líði illa vegna þessa og finnist hún hafa verið niðurlægð. Hún hafi leitað sér aðstoðar vegna þessa.

Fyrir liggur sálfræðivottorð S, dagsett 19. desember 2012. Erla Björg Birgisdóttir sálfræðingur ritaði vottorðið. Hún kom fyrir dóminn og skýrði það og staðfesti.

Niðurstaða III.1

Ákærði neitar sök en kannast við þessi netsamskipti. Skýringar ákærða á því hvað hann átti við með peningagreiðslunni sem um ræðir eru ótrúverðugar og eru í andstöðu við samskiptin, séu þau lesin í heild. Sjá má af netsamskiptunum að S greinir ákærða frá aldri sínum 9. nóvember 2011. Ákærði vissi því hinn 26. nóvember 2012 að hún var 16 ára gömul. Með netsamskiptunum, sem um ræðir, með vitnisburði S og með framburði ákærða að hluta, þótt hann neiti sök, er sannað að ákærði viðhafði þá háttsemi sem í ákæru greinir og vissi þá um aldur S. Hefur ákærði með þeirri háttsemi sinni gerst sekur um brot sem varðar við lagaákvæðin sem í ákæru greinir.

III.2

Ákærði kannaðist við þessi samskipti við S, en hann neitaði því að hann hefði með samskiptunum sýnt henni lostugt og ósiðlegt athæfi. Hann tók fram hið sama og varðandi 1. tl. þessa ákærukafla að hann hefði stöðugt dregið úr samskiptunum við S sem hafi ítrekað haft frumkvæði að frekari samskiptum þeirra á netinu.

Niðurstaða III.2

Vísað er til niðurstöðu næsta ákæruliðar að framan um vitneskju ákærða um aldur S. Með því og með netsamskiptunum sem hér um ræðir og ákærði hefur kannast við og með vitnisburði S er sannað að ákærði hafi gerst sekur um háttsemina sem hér um ræðir og er brot ákærða rétt fært til refsiákvæða í ákærunni.

IV.

Hinn 18. janúar 2013, lagði Z, móðir T, fram kæru á hendur ákærða vegna háttseminnar sem í þessum ákærulið greinir. T gaf vitnaskýrslu hjá lögreglunni 29. s.m.

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa átt netsamskipti við T á þessum tíma, en hann hafi talið hana 18 ára gamla. Hann kvað áhugamál sitt, ljósmyndun, hafa verið orðið fyrirferðameira og sér hafi fundist eðlilegt að greiða fyrir eins og lýst er.

Vitnið T kvaðst hafa verið í samskiptum við ákærða á facebook og hafi hann boðið sér 100.000 króna fyrirframgreiðslu. Hún kvaðst strax hafa stöðvað samskiptin og orðið hrædd er ákærði bauð henni 100.000 krónur fyrir nektarmyndatöku, en hún var þá 16 ára gömul og það komi fram á facebook síðu hennar.

Niðurstaða IV.

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa talið T 18 ára gamla. T kvaðst hafa sagt ákærða að hún væri 15 ára gömul. Hvorki endurrit facebook samskipta né önnur gögn styðja vitnisburð T um þetta.

Gegn neitun ákærða er ósannað að hann hafi vitað að T var 16 ára gömul er samskiptin áttu sér stað. Verður þannig við það að miða að ákærði hafi talið hana 18 ára en með hliðsjón af því telur dómurinn háttsemina sem í ákæru greinir ekki vera saknæma og varða við lagaákvæðin sem þar greinir og ber samkvæmt því að sýkna ákærða af þessum ákærulið.

V.

Hinn 18. janúar 2013 kærði Þ, faðir U, ákærða vegna háttseminnar sem hér um ræðir. Tekin var skýrsla af U hjá lögreglu 23. s.m.

Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa verið í netsamskiptum við U á þessum tíma eins og lýst er í ákærunni. Hann neitaði að hafa gerst brotlegur við lög með þessum samskiptum og vísaði til sjónarmiða sem rakin voru varðandi næsta ákærulið að framan og kvað hið sama eiga við. Hann kvaðst hafa reiknað með því að U væri eldri, en hann mundi ekki hvort varð af myndatökunni.

Vitnið U lýsti netsamskiptum við ákærða sem hér um ræðir. Komið hafi fram hjá ákærða að hann leitaði að módeli til að sitja fyrir við nektarmyndatökur og hafi hann boðið henni 100.000 krónur. Hún hafi verið mótfallin þessu og sagt ákærða að hún væri ekki orðin 18 ára gömul og að hún væri aðeins 16 ára. Hann hafi samt haldið áfram að reyna að fá hana til að sitja fyrir hjá sér gegn greiðslu eins og rakið var. Hún kvaðst hafa gefið ákærða í skyn í lok samtalsins að hún væri mótfallin þessu spjalli þeirra. Hún kvaðst hafa orðið mjög stressuð vegna þessa máls og lýsti hún því. Sér hafi fundist það sem gerðist rangt.

Niðurstaða V.

Ákærði kannast við þessi samskipti en neitar sök. Fyrir liggur í netsamskiptum sem liggja frammi að U greindi ákærða frá því að hún væri ekki orðin 18 ára gömul. Sannað er með framburði ákærða að hluta, þótt hann neiti sök, og með netsamskiptunum og vitnisburði U að ákærði hafi framið háttsemina sem hér um ræðir og er brot hans rétt fært til refsiákvæðis í ákærunni.

VI.

Hinn 18. janúar 2013 kærði Æ, móðir V, ákærða fyrir háttsemina sem í þessum ákærulið greinir. Tekin var vitnaskýrsla af V fyrir dómi 22. s.m.

Ákærði neitar sök, en kvað þessi samskipti hafa átt sér stað. Þau V hafi verið í sambandi á facebook frá árinu 2011. Hann vísaði til þess að lágmarksaldur á facebook væri 15 ár og hann hafi því talið V eldri en hún raunverulega var, en hann mundi ekki eftir því hvort aldur hennar hafi beinlínis borið á góma.

Vitnið V kom ekki fyrir dóminn undir aðalmeðferðinni. Hún gaf skýrslu fyrir dómi 28. janúar 2013. Þar lýsti hún því er hún var í samskiptum við aðila sem notaði notandanafnið [...] á facebook. Þessi aðili hefði boðið henni að sitja fyrir gegn greiðslu eins og lýst er í þessum ákærulið.

Fyrir liggur læknisvottorð V, dagsett 30. apríl 2012. Bertrand Lauth barna- og unglingageðlæknir ritaði vottorði. Hann kom fyrir dóminn og staðfesti og skýrði vottorðið, en þar kemur fram að V eigi við flókinn vanda að stríða allt frá 8 ára aldri. Þá segir að ólíklegt sé að hún hafi orðið fyrir alvarlegum afleiðingum vegna brotanna, enda hafi hún strax fengið mikinn stuðning.

Niðurstaða VI.

Ákærði kannast við þessi samskipti, en neitar sök. Hann vísaði til þess að lágmarksaldur á facebook væri 15 ár. Fyrir liggur samkvæmt netsamskiptum ákærða og V þennan dag að hún greindi ákærða frá því að hún væri 13 ára gömul. Sannað er með framburði ákærða að hluta, þótt hann neiti sök, og endurriti netsamskiptanna sem um ræðir ásamt með vitnisburði V að ákærði hafi gerst sekur um háttsemina sem í þessum ákærulið greinir, en hann vissi á þessum tíma að V var 13 ára gömul. Er háttsemi ákærða rétt færð til refsiákvæðis í ákærunni.

Vitnið Eyrún Eyþórsdóttir lögreglumaður lýsti upphafi rannsóknar þessa máls. Það hafi verið er foreldrar G og H komu til lögreglu með útprentun af netsamskiptum stúlknanna. Í kjölfarið var tölva ákærða haldlögð og rannsökuð og fannst í henni mikið magn mynda af unglingsstúlkum. Í framhaldinu tókst að finna út hverjar sumar þeirra voru og vatt rannsóknin þannig upp á sig og lýsti hún því.

Steinar Kristján Ómarsson lögreglufulltrúi kom fyrir dóminn og staðfesti lögregluskýrslur sem hann ritaði vegna málsins, einkum varðandi rannsókn á tölvum, símum, myndavélum og fleiri tækjum ákærða sem innihalda gögn.

Fyrir liggur sálfræðivottorð ákærða, dagsett 20. apríl 2012. Í vottorðinu er svofelldur kafli: ,,Niðurstöður þeirra sálfræðilegra prófa sem lögð voru fyrir X virðast í meginatriðum falla vel að hvort öðru sem og frásögnum hans og foreldra hans. Greind hans fellur innan eðlilegra marka á nær öllum þáttum en hafa má í huga að geta hans til að skilja félagslegar aðstæður og tengja saman orsakir og afleiðingar mældust verulega skert. Það kann að hafa áhrif á hvernig hann metur og hagar sig í samskiptum, einkum þar sem samskiptin hans fara fram að miklu leiti á netinu og veita honum að því virðist falska sýn á ábyrgð og öryggi. X bæði greinir frá og mælist með ýmis sálræn einkenni og ljóst er að upplifun hann af því að vera kærður, settur í einangrun og á því að eiga mögulega yfir höfði sér dóm veldur honum mikilli streitu og vanlíðan. Einnig virðast aðstæðurnar ýfa upp eldri reynslu hans af því að vera lagður í einelti og tilfinningar því tengdu sem gera honum erfitt um vik að aðgreina þessar tilfinningar og aðstæður með réttmæddum hætti. Það er, að hann upplifir að verið sé að ráðast á hann og á X erfitt með að mynda sér raunhæfa mynd um hvernig hegðun hans hefur spilað inn í þá atburðarrás sem hann stendur nú frammi fyrir þ.e. að vera kærður fyrir kynferðisbrot. Vegna vantrausts hann á öðrum gerir það honum erfitt um vik að mynda sterk félagsleg tengsl og virðist sem samskipti hans við aðra beri þess merki og eru því frekar yfirborðskennd. Slíkt má greina í þeim samskiptum sem hann hefur átt við stúlkur í gegnum netið.

Hér að framan hefur verið leitast við að gefa mynd af eiginleikum, ástandi og takmörkunum X. Það er mat undirritaðrar að þrátt fyrir að geðrænt ástand hans sé ekki gott sem stendur stafar það fyrst og fremst af þeim aðstæðum sem hann stendur nú frammi fyrir. X er ágætlega félagsmótaður en ekki félagslega sterkur og sýnir ekki af sér aðra áhættuhegðun en kynferðislega. Engar vísbendingar hafa komið fram í athugun undirritaðrar að X hafi afbrigðilegar kynlanganir en framsetning hans á kynferðislegum viðhorfum sínum bera vott um markaleysi í samskiptum og skert innsæi og ábyrgð. X hefur á undanförnum árum leitað sér aðstoðar sálfræðings sem og annarra stuðningsaðila sem hann telur að hafi komið sér að gagni. Hann er sem stendur í sálfræðiviðtölum. Undirrituð telur mikilvægt að X fái aðstoð við að takast á við tilfinningar sínar um vantraust sem og markaleysi í samskiptum við stúlkur einkum í gegnum netið.“

Anna Kristín Newton sálfræðingur ritaði vottorðið. Hún staðfesti það og skýrði fyrir dóminum.

Vitnið Å, faðir ákærða, kom fyrir dóminn. Hann lýsti atburðum í lífshlaupi ákærða sem koma einnig fram í sálfræðivottorði ákærða. Hann lýsti einelti sem ákærði hefur orðið fyrir og afleiðingum þess. Þá lýsti hann sjúkdómi sem ákærði er haldinn, en ekki þykir ástæða til að reifa vitnisburðinn um þetta. Þá lýsti hann ljósmyndaáhuga ákærða og samvinnu þeirra feðga á því sviði.

Vitnið Ä móðir ákærða kom fyrir dóminn og lýsti einelti sem ákærði hefur mátt þola og afleiðingum þess.

Ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Brot hans eru mörg og voru mörg til þess fallin að hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar eins og rakið hefur verið en margar stúlknanna sem ákærði braut gegn voru mjög ungar er brotin áttu sér stað. Ákærði hafði þannig yfirburðastöðu í aldri og þroska í samskiptunum við margar stúlknanna og nýtti hann sér þessa yfirburðastöðu sína.  Er ákærði framdi alvarlegasta brotið, sbr. ákæruliði I.2 í ákæru, dagsettri 4. apríl 2013, var hann aðeins 16 ára gamall. Með vísan til alls ofanritaðs og með vísan til 1., 2., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákvörðuð fangelsi í 4 ár og 6 mánuði.

Með vísan til 76. gr. almennra hegningarlaga skal draga frá refsivistinni gæsluvarðhald ákærða frá 4.-24. febrúar 2012 og óslitið frá 18. janúar 2013 til dagsins í dag.

Með vísan til 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a almennra hegningarlaga skal ákærði sæta upptöku á Hewlett Packard fartölvu sem hann notaði við framningu brota.

Miskabótakröfur samkvæmt báðum ákærum eru allar reistar á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Kröfurnar sem teknar eru upp í fyrri ákæruna voru allar birtar ákærða hjá lögreglunni 17. apríl 2012. Dráttarvextir á miskabætur samkvæmt fyrri ákærunni verða dæmdir frá 17. maí 2012 er mánuður var liðinn frá birtingu krafnanna fyrir ákærða. Við ákvörðun miskabóta er í öllum tilvikum tekið mið af afleiðingum sem háttsemi ákærða hafði í för með sér en eins og rakið var við ákæruliði beggja ákæra og liggja frammi sérfræðivottorð um þetta.

Miskabótakröfur í ákæru dagsettri 8. mars 2013.

Vegna ákæruliðar I

Ákærði greiði A 400.000 króna  miskabætur auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. október 2010 til 17. maí 2012 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Gunnhildi Pétursdóttur héraðsdómslögmanni 229.038 króna réttargæsluþóknun.

Vegna ákæruliðar II

Ákærði greiði B 500.000 króna miskabætur auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. október 2011 til 17. maí 2012 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði ¾ hluta 213.350 króna réttargæsluþóknunar  Gunnhildar Pétursdóttur héraðsdómslögmanns á móti 1/4 hluta sem greiðist úr ríkissjóði.

Vegna ákæruliðar III

Ákærði greiði C 500.000 króna miskabætur auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. júní 2011 til 17. maí 2012 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Gunnhildi Pétursdóttur héraðsdómslögmanni 260.413 króna réttargæsluþóknun.

Vegna ákæruliðar IV

Ákærði greiði D 600.000 króna miskabætur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 1. júlí 2011 til 17. maí 2012 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Jóhönnu Sigurjónsdóttur héraðsdómslögmanni 376.500 króna réttargæsluþóknun.

Vegna ákæruliðar V

Ákærði greiði E 300.000 króna miskabætur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. október 2011 til 17. maí 2012 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Gunnhildi Pétursdóttur héraðsdómslögmanni 257.275 króna réttargæsluþóknun.  

Vegna ákæruliðar VI

Ákærði greiði F 500.000 króna miskabætur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. október 2011 til 17. maí 2012 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Gunnhildi Pétursdóttur héraðsdómslögmanni 210.213 króna réttargæsluþóknun.       

Vegna ákæruliðar VII

Ákærði greiði G 250.000 króna miskabætur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 24. október 2011 til 17.maí 2012 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði helming 241.588 króna réttargæsluþóknunar Gunnhildar Pétursdóttur héraðsdómslögmanns á móti helmingi sem greiðist úr ríkissjóði.

Vegna ákæruliðar VIII

Ákærði greiði H 250.000 króna miskabætur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 24. október 2011 til 17. maí 2012 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Gunnhildi Pétursdóttur héraðsdómslögmanni 194.525 króna réttargæsluþóknun.       

Miskabótakröfur í ákæru dagsettri 4. apríl 2013.

Sömu sjónarmið eiga við og rakin voru að ofan vegna miskabóta samkvæmt fyrri ákærunni. Sem fyrr reiknast dráttarvextir frá því er mánuður var liðinn frá birtingu miskabótakrafna.

Vegna ákæruliðar I

Ákærði greiði Q 1.500.000 króna miskabætur. Er við ákvörðun miskabóta til Q tekið mið af alvarlegum afleiðingum af háttsemi ákæra, sbr. og læknisvottorð sem rakið var þar um. Ákærði greiði vexti samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. febrúar 2008 til 11. apríl 2013 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði 2/3 hluta 194.525 króna réttargæsluþóknunar Gunnhildar Pétursdóttur héraðsdómslögmanns á móti 1/3 hluta sem greiðist úr ríkissjóði.

Vegna ákæruliðar II

Eftir niðurstöðu þessa ákæruliðar ber að vísa bótakröfu R frá dómi. 194.525 króna réttargæsluþóknun Gunnhildar Pétursdóttur héraðsdómslögmanns greiðist úr ríkissjóði.

Vegna ákæruliðar III

Ákærði greiði S 300.000 króna miskabætur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 1. desember 2012 til 22. apríl 2013 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Jóhönnu Sigurjónsdóttur héraðsdómslögmanni 376.500 króna réttargæsluþóknun.

Vegna ákæruliðar IV

Eftir niðurstöðu þessa ákæruliðar ber að vísa bótakröfu T frá dómi. 213.350 króna réttargæsluþóknun Gunnhildar Pétursdóttur héraðsdómslögmanns greiðist úr ríkissjóði.

Vegna ákæruliðar V

Ákærði greiði U 100.000 króna miskabætur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 18. desember 2012 til 22. apríl 2013 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Jóhönnu Sigurjónsdóttur héraðsdómslögmanni 200.800 króna réttargæsluþóknun.

Vegna ákæruliðar VI

Ákærði greiði V 100.000 króna miskabætur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 21. desember 2012 til 22. apríl 2013 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Gunnhildi Pétursdóttur héraðsdómslögmanni 185.113 króna réttargæsluþóknun.

Ákærði greiði 593.655 krónur í útlagðan sarkostnað ákæruvaldsins.

Ákærði greiði 4/5 hluta af 5.283.550 króna málsvarnarlaunum Jónasar Þóris Jónassonar hæstaréttarlögmanns á móti 1/5 hluta sem greiðist úr ríkissjóði, en málsvarnarlaunin eru fyrir vinnu verjandans á rannsóknarstigi málsins og undir dómsmeðferð.  

Tekið hefur verið tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun þóknunar lögmanna.

Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir aðstoðarsaksóknari flutti málið fyrir ákæruvaldið.

Dóminn kveða upp héraðsdómararnir Guðjón St. Marteinsson, sem dómsformaður, Barbara Björnsdóttir og Halldór Björnsson.

Dómsorð:

Ákærði, X, sæti fangelsi í 4 ár og 6 mánuði. Frá refsivistinni skal draga gæsluvarðhald ákærða frá 2.-24. febrúar 2012 og óslitið frá 18. janúar 2013 til dagsins í dag.

Upptæk er dæmd Hewlett Packard fartölva.

Ákærði greiði eftirtöldum aðilum miskabætur auk vaxta:

A 400.000 krónur auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. október 2010 til 17. maí 2012 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Gunnhildi Pétursdóttur héraðsdómslögmanni 229.038 króna réttargæsluþóknun.

B 500.000 krónur auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. október 2011 til 17. maí 2012 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði ¾ hluta 213.350 króna réttargæsluþóknunar Gunnhildar Pétursdóttur héraðsdómslögmanns á móti 1/4 hluta sem greiðist úr ríkissjóði.

C 500.000 krónur auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. júní 2011 til 17. maí 2012 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Gunnhildi Pétursdóttur héraðsdómslögmanni 260.413 króna réttargæsluþóknun.

D 600.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 1. júlí 2011 til 17. maí 2012 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Jóhönnu Sigurjónsdóttur héraðsdómslögmanni 376.500 króna réttargæsluþóknun.

E 300.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. október 2011 til 17. maí 2012 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Gunnhildi Pétursdóttur héraðsdómslögmanni 257.275 króna réttargæsluþóknun. 

F 500.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. október 2011 til 17. maí 2012 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Gunnhildi Pétursdóttur héraðsdómslögmanni 210.213 króna réttargæsluþóknun.           

G 250.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 24. október 2011 til 17.maí 2012 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Gunnhildi Pétursdóttur héraðsdómslögmanni 241.588 króna réttargæsluþóknun.

H 250.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 24. október 2011 til 17. maí 2012 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Gunnhildi Pétursdóttur héraðsdómslögmanni 194.525 króna réttargæsluþóknun.           

Q 1.500.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. febrúar 2008 til 11. apríl 2013 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði 2/3 hluta 194.525 króna réttargæsluþóknunar Gunnhildar Pétursdóttur héraðsdómslögmanns á móti 1/3 hluta sem greiðist úr ríkissjóði.

S 300.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 1. desember 2012 til 22. apríl 2013 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Jóhönnu Sigurjónsdóttur héraðsdómslögmanni 376.500 króna réttargæsluþóknun.

U 100.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 18. desember 2012 til 22. apríl 2013 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Gunnhildi Pétursdóttur héraðsdómslögmanni 200.800 króna réttargæsluþóknun.

V 100.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 21. desember 2012 til 22. apríl 2013 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Gunnhildi Pétursdóttur héraðsdómslögmanni 185.113 króna réttargæsluþóknun.

Bótakröfu R er vísað frá dómi. 194.525 króna réttargæsluþóknun Gunnhildar Pétursdóttur héraðsdómslögmanns, skipaðs réttargæslumanns R,  greiðist úr ríkissjóði.

Bótakröfu T er vísað frá dómi. 213.350 króna réttargæsluþóknun Gunnhildar Pétursdóttur héraðsdómslögmanns, skipaðs réttargæslumanns T, greiðist úr ríkissjóði.

Ákærði greiði 593.655 krónur í útlagðan skarkostnað ákæruvaldsins.

Ákærði greiði 4/5 hluta af 5.283.550 króna málsvarnarlaunum Jónasar Þórs Jónassonar hæstaréttarlögmanns á móti 1/5 hluta sem greiðist úr ríkissjóði, en málsvarnarlaun verjandans eru fyrir vinnu málsins á rannsóknarstigi og undir dómsmeðferð.

Tekið hefur verið tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun þóknunar lögmanna.