Hæstiréttur íslands
Mál nr. 658/2010
Lykilorð
- Kærumál
- Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Þriðjudaginn 30. nóvember 2010. |
|
|
Nr. 658/2010. |
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Jón H.B. Snorrason saksóknari) gegn X (Sigurður Sigurjónsson hrl.) |
Kærumál. Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008.
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Páll Hreinsson og Viðar Már Matthíasson.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. nóvember 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 26. nóvember 2010, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 22. desember 2010 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími.
Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 26. nóvember 2010.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurði að, X, [...], [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 22. desember 2010, kl. 16.00.
Krafan er sett fram með vísan til c-liðar 95. gr. laga nr. 88, 2008 um meðferð sakamála
Kærði mótmælir kröfunni.
Í greinargerð lögreglustjóra segi að í morgun um kl. 05:23 hafi kærði X, kt. [...], og meðkærði Y, kt. [...], verið handteknir á bifreiðinni A við [...]veg í [...] grunaðir um að hafa í nótt brotist inn í fimm sumarhús í [...], nánar tiltekið í sumarhúsahverfum við [...] og [...]. Í bifreiðinni fannst þýfi úr umræddum bústöðum, þá veitti lögregla því athygli að þýfi var kastað út úr bifreiðinni við eftirför hennar. Á innbrotsvettvangi fundust skóför, sem koma heim og saman við skóför kærðu, sjá nánar meðfylgjandi rannsóknargögn.
Y hefur viðurkennt að hafa, að beiðni og eftir leiðbeiningum kærða X, ekið bifreiðinni að umræddum bústöðum þar sem þeir hafi brotist inn og stolið þar ýmsum verðmætum, eins og meðfylgjandi lögregluskýrslur bera með sér. Kærði X neitar hins vegar sök en kannast þó við að hann hafi verið farþegi í bifreið Y í nótt. Hann getur enga skýringu gefið á tilvist þeirra muna sem fundust í bifreiðinni og var stolið úr bústöðunum, hann kannast ekki við að þýfi hafi verið kastað út úr bifreiðinni er lögregla veitti þeim eftirför og þá hefur hann enga skýringu á þeim skóförum sem fundust á vettvangi. (mál nr. 033-2010-8493).
Auk þessa máls er kærði sterklega grunaður um eftirfarandi brot:
Fyrir fjársvik, með því að hafa miðvikudaginn 10. mars 2010, í versluninni [...], [...] í [...], reynt að svíkja út fartölvu að verðmæti 119.900 krónur, með því að gefa upp illa fengið kortanúmer á rafræna pöntun gegnum heimasíðu verslunarinnar, en upp komst um svik ákærða áður en hann fékk tölvuna afhenta. Kærði hefur í yfirheyrslu hjá lögreglu játað sök. (mál nr. 007-2010-15269)
Fyrir þjófnað, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 6. desember 2009 brotist inn í [...]skóla við [...]veg í Reykjavík, með því að spenna upp glugga, og stolið þaðan skjávarpa af gerðinni Epson. Kærði hefur í yfirheyrslu hjá lögreglu játað sök. (mál nr. 007-2009-76693)
Fyrir þjófnað, með því að hafa fimmtudaginn 26. nóvember 2009, í verslun [...], [...] í Reykjavík, stolið snyrtivörum, samtals að verðmæti 59.537 krónur, með því að stinga vörunum ofan í tösku, en öryggisverðir verslunarinnar komu í veg fyrir að ákærði kæmist út úr versluninni. Kærði hefur í yfirheyrslu hjá lögreglu játað sök. (mál nr. 007-2009-74567)
Fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot, með því að hafa að kvöldi þriðjudagsins 3. nóvember 2009, í félagi við annan mann, í heimildarleysi tekið bifreiðina B, þar sem hún stóð við [...] í [...], og ekið henni, án þess að hafa öðlast ökuréttindi, frá Reykjavík til Hvolsvallar og þaðan aftur til Reykjavíkur. Kærði hefur í yfirheyrslu hjá lögreglu játað sök. (mál nr. 007-2009-68862)
Fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot, með því að hafa að kvöldi mánudagsins 2. nóvember 2009, í félagi við annan mann, í heimildarleysi tekið bifreiðina C þar sem hún stóð á athafnasvæði [...] við [...] í Reykjavík og ekið henni, án þess að hafa öðlast ökuréttindi, um athafnasvæðið. Kærði hefur í yfirheyrslu hjá lögreglu játað sök. (mál nr. 007-2009-68635)
Fyrir þjófnað, með því að hafa mánudaginn 14. september 2009, í verslun [...] í [...], Reykjavík, í félagi við Z, stolið söfnunarbauk á vegum ABC barnahjálpar sem innihélt 1.029 krónur í reiðufé, með því að setja baukinn í vasa á úlpu. Kærði hefur í yfirheyrslu hjá lögreglu játað sök. (mál nr. 007-2009-56614)
Fyrir fjársvik, með því að hafa sunnudaginn 18. ágúst 2009, í verslun fyrirtækisins [...], [...] í [...], svikið út páfagauk, búr og fóður, samtals að andvirði 505.810 krónur, með því að gefa upp illa fengið kortanúmer í gegnum síma og falsa nafnið Z á greiðslukortakvittanir er ákærði mætti í verslunina til að sækja páfagaukinn. Kærði hefur í yfirheyrslu hjá lögreglu játað sök. (mál nr. 007-2009-50680)
Fyrir þjófnað, með því að hafa fimmtudaginn 25. mars 2010, í 164 skipti, stolið símainneignum frá fyrirtækinu [...], samtals að verðmæti 1.117.500 krónur, með því að versla inneignirnar í gegnum vefsíðu fyrirtækisins og gefa upp greiðslukortanúmerið [...], erlent greiðslukortanúmer sem kærði komst yfir með ólögmætum hætti. Kærði hefur í yfirheyrslu hjá lögreglu játað sök. (mál nr. 007-2010-19774)
Fyrir fjársvik, með því að hafa á tímabilinu 15. til 19. mars 2010, blekkt starfsfólk í verslunum með því að gefa upp greiðslukortanúmerið [...], erlent greiðslukortanúmer sem kærði komst yfir með ólögmætum hætti, og með því svikið út vörur í 32 verslunum, samtals að fjárhæð 413.594 krónur, og þannig látið skuldfæra andvirði varanna á greiðslukortareikninginn. Kærði hefur í yfirheyrslu hjá lögreglu játað sök. (mál nr. 007-2010-19774)
Fyrir fjársvik, með því að hafa á tímabilinu 5. til 10. mars 2010, blekkt starfsfólk í verslunum með því að gefa upp greiðslukortanúmerið [...], erlent greiðslukortanúmer sem kærði komst yfir með ólögmætum hætti, og með því svikið út vörur í 37 verslunum, samtals að fjárhæð 260.394 krónur, og þannig látið skuldfæra andvirði varanna á greiðslukortareikninginn. Kærði hefur í yfirheyrslu hjá lögreglu játað sök. (mál nr. 007-2010-19774)
Fyrir þjófnað, með því að hafa í apríl og maí á þessu ári brotist í auðgunarskyni inn í neðangreind 18 sumarhús í [...] og stolið þaðan ýmsum verðmætum (sjá nánar meðfylgjandi lögregluskýrslur):
1. sumarhús að [...]. (mál nr. 033-2010-3637)
2. sumarhús að [...]. (mál nr. 033-2010-3427)
3. sumarhúsið [...]. (mál nr. 033- 2010-3656):
4. sumarhús að [...]. (mál nr. 033-2010-3663):
5. sumarhús í landi [...]. (mál nr. 033-2010-3590)
6. sumarhús að [...]. (mál nr. 033-2010-3636)
7. sumarhús við [...]. (mál nr. 033-2010-3354)
8. sumarhúsið [...]. (mál nr. 033-2010-3432)
9. sumarhús að [...]. (mál nr. 033-2010-3506)
10. sumarhús að [...]. (mál nr. 033-2010-3670)
11. sumarhús við [...]. (mál nr. 033-2010-2419)
12. sumarhús að [...]. (mál nr. 033-2010-3397)
13. sumarhús að [...]. (mál nr. 033-2010-3651)
14. sumarhús að [...]. (mál nr. 033-2010-3633)
15. sumarhús að [...]. (mál nr. 033-2010-3657)
16. sumarhús við [...]. (mál nr. 033-2010-3498)
17. sumarhús að [...]. (mál nr. 033-2010-3667)
18. sumarhús að [...]. (mál nr. 033-2010-3667)
19. sumarhús að [...]. (mál nr. 033-2010-2432)
20. sumarhús að [...]. (mál nr. 033-2010-2442)
21. sumarhús að [...]. (mál nr. 033-2010-2394)
22. sumarhús að [...]. (mál nr. 033-2010-2366 og -2420).
Kærði hefur í skýrslutökum hjá lögreglu viðurkennt að hafa brotist inn í ofangreind sumarhús
Fyrir þjófnað, með því að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 8. nóvember 2010 brotist í auðgunarskyni inn í neðangreind 7 sumarhús í [...] og stolið þaðan ýmsum verðmætum (sjá nánar meðfylgjandi lögregluskýrslur):
1. sumarhús að [...]. (mál nr. 013-2010-3020)
2. sumarhús að [...]. (mál nr. 013-2010-3020)
3. sumarhús að [...]. (mál nr. 013-2010-3020)
4. sumarhús að [...]. (mál nr. 013-2010-3020)
5. sumarhús í [...]. (mál nr. 013-2010-3020)
6. sumarhús í [...]. (mál nr. 013-2010-3020)
7. sumarhús við [...] (mál nr. 013-2010-3020)
Kærði hefur í skýrslutökum hjá lögreglu viðurkennt að hafa brotist inn í ofangreind sumarhús
Þá er kærði undir rökstuddum grun um misnotkun á greiðslukortanúmerum, en í byrjun nóvember sl. barst lögreglu upplýsingar um að kærði X hefði undir höndum mikið magn greiðslukortaupplýsinga. X var yfirheyrður vegna málsins 9. nóvember sl. í kjölfarið á handtöku vegna annarra mála og viðurkenndi hann að hafa talsvert magn greiðslukortaupplýsinga á sínum snærum. Vildi hann að öðru leyti lítið tjá sig um málið, en opnað pósthólf sitt ([...]) og framvísaði miklu magni af skjölum sem send höfðu verið í pósthólfið frá [...]. Þessi gögn eru nú varðveitt af lögreglu og var þeim eytt úr pósthólfi X, en þó er ekki útilokað að þau séu komin í umferð víðar.Við nánari rannsókn kom í ljós að umræddum gögnum var stolið af gagnagrunni [...] sem er þjónustu- og ráðgjafafyrirtæki og kemur m.a. að markaðs- og skoðanakönnunum, auk þess að hringja út og safna styrktaraðilum fyrir hin ýmsu málefni. Þarna er reyndist einnig vera mikið af viðkvæmum og persónurekjanlegum upplýsingum sem tengdar er könnunum á vegum [...]. Þá eru þarna greiðslukortaupplýsingar frá alla vega 1700 einstaklingum sem hafa greitt fasta upphæðir í styrki til [...], [...] og hugsanlega fleiri félagasamtaka.
Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að í september síðastliðinn vann X í þrjú skipti hjá [...], en var fljótlega sagt upp vegna lélegrar mætingar. Allt bendir til þess að á þessum tíma hafi X náð að brjótast inn á gagnagrunn fyrirtækisins.
Á þessu stigi er óvitað um umfang fjársvikanna og er [...] að kanna hve mörg greiðslukortanúmer um ræðir og hve mikið hefur verið svikið út á þau. Talsvert mikil vinna er framundan í því hjá enda um mikið magn greiðslukortaupplýsinga að ræða.
Kærði fékk skilorðsbundna frestun ákæru í 2 ár þann 16. júní 2008, gekkst undir sátt hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2009 vegna þjófnaðar og fékk 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í 2 ár, þann 10. júní 2009 vegna þjófnaðar.
Með vísan til brotaferils kærða á undanförnum vikum og mánuðum er það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærði muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna.
Rannsókn flestra mála kærða er lokið og er stefnt að því að taka ákvörðun um saksókn innan þess tíma sem hér er krafist.
Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og c.-liðar 1. mgr. 95. gr. laga 88/2008 um meðferð sakamála er þess krafist að krafan nái fram að ganga
Niðurstaða:
Það er mat dómara að lögreglustjóri hafi sýnt fram á að ákærði hefur stundað síbrotastarfsemi og verður að telja allar líkur á að hann haldi því áfram verði ekki tekið í taumana. Hefur því verið sýnt fram á að skilyrði c.-liðar 1. mgr. 95. gr. laga 88/2008 um meðferð sakamála sé uppfyllt. Verður því fallist á kröfu lögreglustjóra eins og hún er fram sett og nær hún því fram að ganga.
Úrskurð þennan kveður upp Sveinn Sigurkarlsson héraðsdómari.
Ú r s k u r ð a r o r ð:
X, kt. [...], skal sæta gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 22. desember 2010, kl. 16.00.