Hæstiréttur íslands

Mál nr. 151/2012


Lykilorð

  • Skuldamál
  • Skuldajöfnuður
  • Samkeppni
  • Skaðabætur


                                     

Fimmtudaginn 25. október 2012.

Nr. 151/2012.

Dögun ehf.

(Helga Melkorka Óttarsdóttir hrl.)

gegn

Olíuverslun Íslands hf.

(Eyvindur Sólnes hrl.)

Skuldamál. Skuldajöfnuður. Samkeppni. Skaðabætur.

O hf. krafði D ehf. um greiðslu skuldar vegna úttekta D ehf. hjá O hf. á tilteknu tímabili. D ehf. taldi sig hins vegar eiga skaðabótakröfu á hendur O hf. sem kæmi til skuldajafnaðar við kröfuna. Var krafa D ehf. á því reist að hann hefði beðið tjón í viðskiptum sínum við O hf. þar sem hann hefði þurft að greiða hærra verð en ella fyrir gasolíu og skipagasolíu frá árinu 1994 til 2001 vegna ólögmæts samráðs O hf. og annarra olíufélaga um verðlagningu á olíuvörum. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði meðal annars að D ehf. hefði engin gögn lagt fram í málinu sem sýndu að O hf. hefði haft samráð við önnur olíufélög um verðlagningu í viðskiptum sem gagngert vörðuðu D ehf. Hann hefði ekki heldur vísað til gagna sem sýndu með viðhlítandi hætti að O hf. hefði haft samráð um verðlagningu gasolíu og skipagasolíu til útgerðarmanna. Var ekki talið að D ehf. hefði fært fyrir því fullnægjandi rök að verðsamráð O hf. og annarra olíufélaga hefði náð til skipagasolíu og gasolíu og honum því ekki tekist að leiða að því sönnur að O hf. hefði með saknæmri og ólögmætri háttsemi bakað sér bótaskyldu gagnvart D ehf. Var skuldajafnaðarkröfu D ehf. því hafnað og félaginu gert að greiða O hf. viðskiptaskuld sína.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Benedikt Bogason og Þorgeir Örlygsson.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 7. mars 2012. Hann krefst aðallega sýknu af kröfu stefnda, en til vara að krafa hans verði lækkuð. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti en til vara að málskostnaður verði felldur niður.

Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.

I

Eins og nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi áttu málsaðilar í umtalsverðum viðskiptum á árunum 1994 til 2005 sem fólust í því að áfrýjandi keypti af stefnda gasolíu, skipagasolíu, smurolíu og ýmsar aðrar rekstrarvörur, en áfrýjandi er útgerðarfyrirtæki sem gerir út skip til rækjuveiða og vinnur afurðirnar í verksmiðju sinni á Sauðárkróki. Samkvæmt viðskiptayfirliti stefnda nam verðmæti úttekta áfrýjanda á tímabilinu 30. nóvember 1995 til 31. janúar 2005 samtals 182.659.194 krónum, en inn á þá skuld hefur áfrýjandi greitt 169.330.021 krónu. Mismun þessara fjárhæða, 13.329.173 krónur, telur stefndi vera ógreiddar eftirstöðvar skuldar vegna úttektanna og er það sú fjárhæð sem hann krefur áfrýjanda um í málinu ásamt dráttarvöxtum. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms er á það fallist að viðskiptaskuld áfrýjanda við stefnda sé með hliðsjón af gögnum málsins réttilega tilgreind í héraðsdómsstefnu bæði hvað varðar höfuðstóls- og vaxtakröfu og verður hún því tekin til greina að fullu.

Í ljósi málatilbúnaðar áfrýjanda kemur þessu næst til skoðunar hvort hann eigi skaðabótakröfu á hendur stefnda sem komi til skuldajafnaðar við framangreinda greiðslukröfu. Krafa áfrýjanda um sýknu af eða lækkun á kröfu stefnda er á því reist að áfrýjandi hafi beðið tjón í viðskiptum sínum við stefnda, þar sem hann hafi þurft að greiða hærra verð en ella fyrir gasolíu og skipagasolíu frá árinu 1994 til 2001 vegna ólögmæts samráðs sem stefndi hafi á því tímabili átt við önnur olíufélög um verðlagningu á olíuvörum. Ágreiningslaust er að rúm 86% þeirra viðskipta sem málsaðilar áttu í á umræddu tímabili um eldsneyti eru vegna kaupa áfrýjanda á skipagasolíu og ríflega 13% vegna kaupa hans á gasolíu. Um sönnun fyrir samráði stefnda og fleiri olíufélaga vísar stefndi til ákvörðunar samkeppnisráðs 28. október 2004 og úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála 29. janúar 2005, en þar sé staðfest að stefndi og fleiri olíufélög hafi brotið gegn 10. gr. þágildandi samkeppnislaga nr. 8/1993 með víðtæku samráði sínu um verðlagningu á olíuvörum og skiptingu markaðar á hluta þess tíma sem viðskipti aðila áttu sér stað. Reisir áfrýjandi málatilbúnað sinn á því að umrætt samráð olíufélaganna hafi meðal annars náð til fyrrgreindra tveggja vörutegunda, gasolíu og skipagasolíu, og telur hann tjón sitt vegna samráðsins nema hærri fjárhæðum en sem nemur kröfu þeirri er stefndi sækir hann til greiðslu á.

II

Í ákvörðun samkeppnisráðs 28. október 2004 sem í öllum aðalatriðum var staðfest með úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála 29. janúar 2005 voru stefndi og tvö önnur olíufélög talin hafa brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga með samráði um verðlagningu á fljótandi eldsneyti, gasi, smurolíu og tengdum vörum. Þá töldust félögin og hafa brotið gegn fyrrnefndu lagaákvæði með samráði um aðrar aðgerðir sem gætu haft áhrif á verð þessara vara, með samráði um aðgerðir til að auka álagningu og bæta framlegð af sölu á fljótandi eldsneyti, með samráði um gerð tilboða í útboðum tiltekinna viðskiptavina og markaðsskiptingu, svo og verðsamráði vegna sölu til einstakra viðskiptavina, tiltekinna hópa viðskiptavina eða á einstökum landsvæðum.

Af dómi Hæstaréttar 6. maí 2010 í máli nr. 245/2009 leiðir að til þess að stefndi geti borið skaðabótaábyrgð gagnvart áfrýjanda vegna verðsamráðs stefnda og annarra olíufélaga verður áfrýjandi að leiða í ljós að stefndi hafi haft slíkt samráð annað hvort beinlínis um viðskipti við áfrýjanda eða almennt um verðlagningu á þeim vörum sem áfrýjandi keypti af stefnda á því tímabili sem hér skiptir máli. Fyrrgreind ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurður áfrýjunarnefndar voru reist á umfangsmikilli gagnaöflun samkeppnisstofnunar, sem meðal annars gerði húsleit hjá stefnda og fleiri olíufélögum við framkvæmd rannsóknarinnar. Með bréfi 6. júní 2005 til samkeppnisstofnunar óskaði áfrýjandi eftir aðgangi að ýmsum gögnum, þar á meðal skjölum og öðrum gögnum sem varða ákvörðun samkeppnisráðs 28. október 2004 og hafa að geyma upplýsingar um áfrýjanda sjálfan, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í svarbréfi stofnunarinnar 21. nóvember 2005 var samþykkt að veita áfrýjanda aðgang að ýmsum umbeðnum gögnum en jafnframt tekið fram að svo virtist sem ekki væri að finna í málinu gögn sem varði áfrýjanda.

Þrátt fyrir þá umfangsmiklu gagnaöflun sem fram fór við málsferð stjórnvalda á sviði samkeppnismála samkvæmt framansögðu hefur áfrýjandi engin gögn lagt fram í málinu sem sýna að stefndi hafi haft samráð við önnur olíufélög um verðlagningu í viðskiptum sem gagngert varða áfrýjanda. Á það má fallast með héraðsdómi, að ýmislegt í gögnum málsins um samskipti stefnda og annarra olíufélaga veiti óbeinar vísbendingar um samráð olíufélaganna sem almennt hafi náð til verðlagningar á fljótandi eldsneyti. Þrátt fyrir það hefur áfrýjandi ekki í málatilbúnaði sínum vísað til gagna sem sýna með viðhlítandi hætti, að stefndi hafi haft samráð um verðlagningu þessara vörutegunda til útgerðarmanna, hvort heldur er staðbundið á starfssvæði áfrýjanda eða á stærra markaðssvæði. Því verður ekki talið að áfrýjandi hafi með þeim almennu ályktunum sem hann dregur af fyrrgreindum ákvörðun samkeppnisyfirvalda fært fyrir því fullnægjandi rök að það verðsamráð stefnda og annarra olíufélaga, sem um ræðir í fyrrgreindum ákvörðunum samkeppnisyfirvalda, hafi náð til skipagasolíu og gasolíu. Áfrýjanda hefur samkvæmt þessu ekki tekist að leiða að því sönnur að stefndi hafi með saknæmri og ólögmætri háttsemi bakað sér bótaskyldu gagnvart áfrýjanda vegna viðskipta aðila á því tímabili sem hér skiptir máli. Verður því með vísan til 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála hafnað skuldajafnaðarkröfu áfrýjanda, sem felur í sér kröfu um sýknu eða lækkun dómkrafna stefnda, þegar af þeirri ástæðu að grundvöll bótaskyldu skortir. Verður því niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest um annað en málskostnað.

Eftir atvikum þykir rétt að hvor málsaðila beri sinn kostnað af rekstri málsins í héraði og fyrir Hæstarétti.

Dómsorð:

Hinn áfrýjaði dómur skal óraskaður um annað en málskostnað.

Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 9. desember 2011.

             Mál þetta var höfðað 21. mars 2005 og dómtekið 20. október 2011. Stefnandi er Olíuverslun Íslands hf., Sundagörðum 2, Reykjavík. Stefndi er Dögun ehf., Hesteyri 1, Sauðárkróki.

             Mál þetta er höfðað sem skuldamál, en stefndi hefur lýst yfir skuldajöfnuði við stefnukröfu með skaðabótakröfu vegna tjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir í viðskiptum við stefnanda vegna ólögmæts samráðs stefnanda og annrra olífélaga um verðlagningu á nánar greindum olíuvörum.

             Dómkröfur stefnanda eru að stefndi verði dæmdur til að greiða honum skuld að fjárhæð 13.329.173 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 og III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af: 7.091.040 krónum frá 28. febrúar 2001 til 5. mars 2001, af 6.391.040 krónum frá þeim degi til 20. mars 2001, af 5.691.040 krónum frá þeim degi til 31. mars 2001, af 8.249.505 krónum frá þeim degi til 17. apríl 2001, af 7.249.505 krónum frá þeim degi til 30. apríl 2001, af 8.005.696 krónum frá þeim degi til 25. maí 2001, af 7.305.696 krónum frá þeim degi til 30. maí 2001, af 6.605.696 krónum frá þeim degi til 31. maí 2001, af 7.774.766 krónum frá þeim degi til 25. júní 2001, af 6.774.766 krónum frá þeim degi til 30. júní 2001, af 9.717.330 krónum frá þeim degi til 2. júlí 2001, af 9.067.330 krónum frá þeim degi til 17. júlí 2001, af 8.067.330 krónum frá þeim degi til 23. júlí 2001, af 7.067.330 krónum frá þeim degi til 30. júlí 2001, af 6.367.330 krónum frá þeim degi til 31. júlí 2001, af 8.280.730 krónum frá þeim degi til 13. ágúst 2001, af 7.280.730 krónum frá þeim degi til 21. ágúst 2001, af 6.280.730 krónum frá þeim degi til 27. ágúst 2001, af 5.280.730 krónum frá þeim degi til 31. ágúst 2001, af 9.693.942 krónum frá þeim degi til 12. september 2001, af 8.693.942 krónum frá þeim degi til 20. september 2001, af 6.693.942 krónum frá þeim degi til 30. september 2001, af 8.544.432 krónum frá þeim degi til 1. október 2001, af 7.544.432 krónum frá þeim degi til 8. október 2001, af 6.744.432 krónum frá þeim degi til 15. október 2001, af 5.744.432 krónum frá þeim degi til 22. október 2001, af 4.944.432 krónum frá þeim degi til 31. október 2001, af 7.087.292 krónum frá þeim degi til 30. nóvember 2001, af 12.772.589 krónum frá þeim degi til 7. desember 2001, af 11.772.589 krónum frá þeim degi til 31. desember 2001, af 10.438.013 krónum frá þeim degi til 7. janúar 2002, af 9.541.015 krónum frá þeim degi til 22. janúar 2002, af 8.541.015 krónum frá þeim degi til 23. janúar 2002, af 7.041.015 krónum frá þeim degi til 31. janúar 2002, af 8.652.372 frá þeim degi til 7. febrúar 2002, af 7.652.372 frá þeim degi til 28. febrúar 2002, af 8.685.864 krónum frá þeim degi til 14. mars 2002, af 7.885.864 krónum frá þeim degi til 25. mars 2002, af 6.885.864 krónum frá þeim degi til 31. mars 2002, af 9.627.026 frá þeim degi til 11. apríl 2002, af 7.627.026 krónum frá þeim degi til 30. apríl 2002, af 10.368.526 krónum frá þeim degi til 1. maí 2002, af 9.755.055 krónum frá þeim degi til 15. maí 2002, af 8.755.055 krónum frá þeim degi til 22. maí 2002, af 8.255.055 krónum frá þeim degi til 31. maí 2002, af 9.766.498 krónum frá þeim degi til 13. júní 2002, af 8.766.498 krónum frá þeim degi til 25. júní 2002, af 7.766.498 krónum frá þeim degi til 30. júní 2002 af 10.095.543 krónum frá þeim degi til 10. júlí 2002, af 9.095.543 krónum frá þeim degi til 12. júlí 2002, af 7.595.543 krónum frá þeim degi til 19. júlí 2002, af 6.895.543 krónum frá þeim degi til 22. júlí 2002, af 6.195.543 krónum frá þeim degi til 31. júlí 2002, af 9.807.821 krónu frá þeim degi til 15. ágúst 2002, af 8.807.821 krónu frá þeim degi til 21. ágúst 2002, af 8.107.821 krónu frá þeim degi til 28. ágúst 2002 af 7.407.821 krónu frá þeim degi til 31. ágúst 2002, af 9.492.659 krónum frá þeim degi til 20. september 2002, af 4.492.659 krónum frá þeim degi til 30. september 2002, af 7.771.260 krónum frá þeim degi til 29. október 2002, af 7.271.260 krónum frá þeim degi til 31. október 2002, af 9.885.094 krónum frá þeim degi til 13. nóvember 2002, af 9.385.094 krónum frá þeim degi til 22. október 2002, af 8.885.094 krónum frá þeim degi til 30. nóvember 2002, af 9.203.030 krónum frá þeim degi til 1. desember 2002, af 8.404.365 krónum frá þeim degi til 5. desember 2002, af 7.904.365 krónum frá þeim degi til 31. desember 2002, af 7.012.436 krónum frá þeim degi til 10. janúar 2003, af 6.512.436 krónum frá þeim degi til 17. janúar 2003, af 6.012.436 krónum frá þeim degi til 20. janúar 2003, af 5.512.436 krónum frá þeim degi til 31. janúar 2003, af 5.518.129 krónum frá þeim degi til 17. febrúar 2003 af 5.018.129 krónum frá þeim degi til 28. febrúar 2003, af 5.021.459 krónum frá þeim degi til 12. mars 2003, af 4.521.459 krónum frá þeim degi til 31. mars 2003, af 4.538.636 krónum frá þeim degi til 10. apríl 2003, af 4.038.636 krónum frá þeim degi til 30. apríl 2003, af 4.460.407 krónum frá þeim degi til 15. maí 2003, af 3.760.407 krónum frá þeim degi til 30. maí 2003, af 3.060.407 krónum frá þeim degi til 31. maí 2003, 5.820.258 krónum frá þeim degi til 2. júní 2003, af 5.120.258 krónum frá þeim degi til 16. júní 2003, af 4.420.258 krónum frá þeim degi til 18. júní 2003, af 3.720.258 krónum frá þeim degi til 30. júní 2003, af 5.785.337 krónum frá þeim degi til 24. mars 2003, af 4.785.337 frá þeim degi til 28. júlí 2003, af 3.785.337 krónum frá þeim degi til 31. júlí 2003, af 6.177.956 krónum frá þeim degi til 18. ágúst 2003, af 5.177.956 krónum frá þeim degi til 25. ágúst 2003, af 4.577.956 krónum frá þeim degi til 31. ágúst 2003, af 7.825.957 krónum frá þeim degi til 8. september 2003, af 7.225.957 krónum frá þeim degi til 30. september 2003, af 9.283.267 krónum frá þeim degi til 16. október 2003, af 7.283.267 krónum frá þeim degi til 13. október 2003, af 6.283.267 krónum frá þeim degi til 24. október 2003, af 5.683.267 krónum frá þeim degi til 27. október 2003, af 5.641.070 frá þeim degi til 31. október 2003, af 8.688.803 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2003, af 8.153.677 krónum frá þeim degi til 4. nóvember 2003, af 7.153.677 krónum frá þeim degi til 10. nóvember 2003, af 6.153.677 krónum frá þeim degi til 30. nóvember 2003, af 7.309.358 krónum frá þeim degi til 9. desember 2003, af 5.309.358 krónum frá þeim degi til 31. desember 2003, af 4.909.127 krónum frá þeim degi til 15. janúar 2004, af 2.909.127 krónum frá þeim degi til 31. janúar 2004, af 2.924.281 krónu frá þeim degi til 11. febrúar 2004, af 1.924.281 krónu frá þeim degi til 29. febrúar 2004, af 1.950.907 krónum frá þeim degi til 22. mars 2004, af 450.907 krónum frá þeim degi til 31. mars 2004, af 1.362.536 krónum frá þeim degi til 28. apríl 2004, af 362.536 krónum frá þeim degi til 30. apríl 2004, af 2.864.651 krónu frá þeim degi til 31. maí 2004, af 5.773.611 krónum frá þeim degi til 10. júní 2004, af 4.773.611 krónum frá þeim degi til 25. júní 2004, af 4.759.717 krónum frá þeim degi til 30. júní 2004, af 8.819.140 krónum frá þeim degi til 31. júlí 2004, af 13.134.631 krónu frá þeim degi til 11. ágúst 2004, af 11.134.631 krónu frá þeim degi til 31. ágúst 2004, af 13.321.705 krónum frá þeim degi til 15. september 2004, af 9.314.702 krónum frá þeim degi til 24. september 2004, af 8.314.702 krónum frá þeim degi til 30. september 2004, af 11.998.569 krónum frá þeim degi til 31. október 2004, af 14.724.163 krónum frá þeim degi til 29. nóvember 2004, af 12.724.163 krónum frá þeim degi til 30. nóvember 2004, af 16.906.171 krónu frá þeim degi til 3. desember 2004, af 14.906.171 krónu frá þeim degi til 8. desember 2004, af 12.906.171 krónu frá þeim degi til 13. desember 2004, af 12.606.171 krónu frá þeim degi til 23. desember 2004, af 12.406.171 krónu frá þeim degi til 31. desember 2004, af 13.309.201 krónu frá þeim degi til 31. maí 2005 og af 13.329.173 krónum frá þeim degi til greiðsludags.

             Stefnandi krefst einnig vaxtavaxta samkvæmt 12. gr. laga nr. 38/2001 er leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti í fyrsta skipti 28. febrúar 2002 en síðan árlega þann dag. Þá krefst stefnandi málskostnaðar.

             Skilja verður dómkröfur stefnda á þann veg að hann krefjist aðallega sýknu af dómkröfum stefnanda en til vara að þær verði lækkaðar. Stefndi byggir kröfur sínar m.a. á því að hann eigi gagnkröfu til skuldajafnaðar, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Nánari grein verður gerð fyrir fjárhæð og forsendum gagnkröfu þegar gerð verður grein fyrir málsástæðum stefnda hér síðar.

I

             Í stefnu kemur m.a. fram að stefnandi reki olíuverslun, smásölu og annan skyldan rekstur á höfuðborgarsvæðinu og að sú skuld sem hann krefji stefnda um í málinu sé samkvæmt viðskiptayfirliti/reikningsyfirliti vegna vöruúttekta stefnda á tímabilinu nóvember 1995 til janúar 2005. Kemur fram í stefnu sundurliðun um mánaðarlegar úttektir stefnda hjá stefnanda á nefndu tímabili og að heildarúttektir stefnda hafi numið alls 182.659.194 krónum. Þá er gerð grein fyrir fjölmörgum innborgunum stefnda til stefnanda og er sú fyrsta sögð hafa átt sér stað 20. desember 1995 en sú síðasta 23. desember 2005 og innborganir taldar nema samtals 169.330.021 krónu á þessu tímabili. Eftir standi 13.329.173 krónur sem sé stefnufjárhæðin. Kemur einnig fram í stefnu að reikningar vegna úttekta séu dagsettir síðasta dag úttektarmánaðar en eindagi sé 25. næsta mánaðar eftir úttekt. Dráttarvextir reiknist frá dagsetningu reiknings ef ekki sé greitt fyrir eindaga. Dráttarvaxta sé krafist frá 28. febrúar 2001 enda séu dráttarvextir fyrir þann tíma fyrndir. Miðað sé við að fyrning dráttarvaxtakröfu hafi verið rofin með birtingu stefnu 28. febrúar 2005. Kemur þá fram að eftirstöðvar skuldarinnar hafi ekki fengist greiddar þrátt fyrir innheimtutilraunir og hafi því verið nauðsynlegt að höfða mál til greiðslu hennar.

             Í greinargerð stefnda er málsatvikum lýst með þeim hætti að viðskiptasamband málsaðila hafi byrjað á níunda áratug síðustu aldar. Hafi stefndi keypt af stefnanda gasolíu, skipagasolíu, smurolíu og ýmsar aðrar rekstrarvörur allt til ársins 2004. Frá árinu 1994 til ársloka 2001 hafi viðskipti stefnda við stefnanda vegna kaupa á gasolíu og skipagasolíu numið samtals 90.197.341 krónu. Stefndi sé útgerðarfyrirtæki sem hafi gert út skip til rækjuveiða og unnið afurðirnar í verksmiðju sinni á Sauðárkróki. Hafi stefndi starfrækt rækjuútgerð og vinnslu allt frá árinu 1985 og hafi í starfsemi sinni notað bæði skipagasolíu fyrir skip sem hann geri út og gasolíu fyrir rækjuverksmiðjuna. Afurðir sínar, þ.e. rækju, selji stefndi nær allar á erlenda markaði. Sé rækjan seld á heimsmarkaðsverði eins og það sé hverju sinni.

             Stefndi sé og hafi verið aðili að Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) í gegn um aðild sína að Útvegsmannafélagi Norðurlands.

             Viðskipti stefnanda og stefnda hafi verið með þeim hætti að stefndi hafi oft í mánuði hverjum keypt af stefnanda framangreindar vörur, allt eftir pöntunum hverju sinni. Samkvæmt samkomulagi stefnanda og stefnda, sem ekki hafi verið skriflegt, hafi stefndi verið í reikningsviðskiptum hjá stefnanda þannig að stefndi hafi reglulega greitt inn á viðskiptareikninginn.

             Viðskiptin hafi farið þannig fram að stefndi hafi tekið út vörur í reikning hjá stefnanda og hafi formlegur reikningur verið skrifaður af stefnanda fyrir hverja úttekt. Á honum hafi komið fram dagsetning reikningsins, þ.e úttektarinnar og gjalddagi. Gjalddagi hafi venjulega verið 25. dagur næsta mánaðar á eftir úttekt. Greiðsluseðill hafi verið sendur út mánaðarlega með tilgreindum gjalddaga þennan 25. dag mánaðarins á eftir úttekt. Á greiðsluseðli hafi reikningar úttektarmánaðarins verið sundurliðaðir og vextir færðir fram til loka síðasta mánaðar á undan án tilgreiningar á vaxtafæti og án þess að sundurliða nánar af hvaða upphæð vextir hafi verið reiknaðir. Ekkert sérstakt samkomulag hafi verið um vexti, en þessir mánaðarlega færðu vextir hafi verið lögboðnir dráttarvextir á hverjum tíma.

             Sum árin, þ.e. 1995, 2000, 2002 og 2004, hafi dráttarvextir verið felldir niður að hluta, eftir á, samkvæmt samkomulagi þar að lútandi, en engin regla hafi verið þar á. Fram hafi komið á reikningsyfirlitum stefnda þegar afslættir af vöxtum hafi verið veittir.

             Um mitt ár 2004 hafi stefndi byrjað samningaviðræður við stefnanda með það fyrir augum að ná samkomulagi um viðskiptakjör vegna áframhaldandi viðskipta og um uppgjör viðskiptareiknings. Meginástæða þess að stefndi hafi haft frumkvæði að viðræðum hafi verið að stefnandi hafi gerst brotlegur við samkeppnislög með ólögmætu samráði og að samráðið hafi valdið stefnda tjóni. Í lok árs 2004 hafi verið ljóst að samkomulag næðist ekki, utan það að stefnandi hafi samþykkt að veita 500.000 króna afturvirkan afslátt vegna eldsneytisviðskipta og 1.000.000 króna eftirgjöf á reiknuðum vöxtum. Önnur olíufélög hafi á þeim tíma boðið stefnda betri kjör en stefnandi, þ.e. fjögurra króna afslátt á hvern lítra gasolíu. Hafi stefndi þá ákveðið að hætta viðskiptum við stefnanda.

             Í ákvörðun samkeppnisráðs 28. október 2004 í máli nr. 21/2004 hafi ráðið komist að þeirri niðurstöðu að stefnandi og fleiri olíufélög hefðu brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 og haft samráð sín á milli, meðal annars um verðlagningu á skipagasolíu og gasolíu. Í ákvörðuninni komi einnig fram sú niðurstaða að þetta samráð hafi hækkað verð á umræddum vörum, m.a. vegna hækkunar framlegðar eða álagningar olíufélaganna. Ákvörðun samkeppnisráðs hafi verið staðfest hvað varði framangreind atriði með úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála 29. janúar 2005 í máli nr. 3/2004.

             Stefndi telji sig hafa keypt gasolíu og skipagasolíu af stefnanda um árabil á mun hærra verði en honum hefði boðist hefði ekki komið til ólögmætt samráð stefnanda og annarra olíufélaga. Hafi hann því orðið fyrir miklu tjóni vegna hins ólögmæta samráðs. Skaðabætur stefnda úr hendi stefnanda vegna þessa nemi hærri fjárhæð en stefnufjárhæðinni og kveðst stefndi lýsa yfir skuldajöfnuði skaðabótakröfu sinnar við stefnukröfu stefnanda.

             Kveður stefndi að í stefnu sé krafist greiðslu á viðskiptaskuld stefnda vegna vöruúttekta á tímabilinu nóvember 1995 til janúar 2005. Stefndi hafi keypt vörur af stefnanda á því tímabili en fjárhæð stefnukröfu, þ.e. viðskiptaskuldarinnar, sé ekki í samræmi við úttektir hans, útsenda reikninga stefnanda, viðskiptavenju stefnanda og stefnda og innheimtubréf stefnanda.

             Með bréfum 28. apríl og 4. maí 2005 hafi stefndi krafið stefnanda um greiðslu skaðabóta og vaxta vegna þess tjóns sem ólögmætt samráð stefnanda við olíufélögin Ker hf. og Skeljung hf. hafi valdið honum en engin svör hafi borist frá stefnanda.

             Af hálfu stefnanda kom fram við munnlegan málflutning að í fyrsta lagi mótmælti hann almennri tilvísun stefnda til þess að í ákvörðun samkeppnisráðs og samkeppnisyfirvalda komi fram að olíufélögin og þar með talinn stefnandi hafi brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga með því að hafa haft samráð um verðlagningu á gasolíu og skipagasolíu. Hvergi komi fram í nefndum ákvörðunum samkeppnisyfirvalda að félögin hafi haft beint samráð um verðlagningu á skipagasolíu. Í nokkrum tilvikum komi fram vísbendingar um að félögin hafi í einstökum tilvikum haft með sér samráð um verðlagningu á gasolíu en um sé að ræða óljósar tilvísanir en ekki annað. Hvergi í ákvörðunum samkeppnisyfirvalda komi fram nafn stefnda eða tilvísun til viðskipta aðila þessa máls. Kveðst stefnandi mótmæla því að stefndi hafi keypt gasolíu og skipagasolíu af stefnanda á hærra verði en eðlilegt hafi verið. Stefnandi telji ósannað að stefndi hafi orðið fyrir tjóni sem rakið verði til háttsemi stefnanda. Þá kvaðst stefnandi mótmæla því að ekki sé samræmi milli fjárhæða stefnukröfu og úttekta stefnda.

II

             Fyrirliggjandi gögn í máli þessu eru misvísandi um það hvenær málið var höfðað. Í stefnu málsins kemur fram að hún sé útgefin 21. mars 2005 og þann dag er hún árituð um móttöku af lögmanni stefnda. Í stefnunni sjálfri kemur hins vegar fram að fyrning hafi verið rofin varðandi dráttarvaxtakröfu með birtingu stefnu 28. febrúar 2005 og stefnandi lagði fram í málinu birtingarvottorð sem ber með sér að vera vegna birtingar stefnu síðastnefndan dag fyrir fyrirsvarsmanni stefnda. Var ekki vikið að þessu misræmi við munnlegan málflutning. Þar sem stefndi hefur ekki borið brigður á að fyrning hafi verið rofin 28. febrúar 2005 hefur misræmið ekki efnislega þýðingu við úrlausn málsins og þótti því ekki ástæða til endurupptöku þess af umræddu tilefni.  Með hliðsjón af því að stefna málsins er dagsett 21. mars 2005 og árituð af lögmanni stefnda um viðtöku þann dag verður að líta svo á að mál þetta hafi verið höfðað þann dag en málið var þingfest 31. sama mánaðar. Greinargerð stefnda var lögð fram á dómþingi 7. júní sama ár. Úrskurður dómsins þar sem frávísunarkröfu stefnda var hafnað var kveðinn upp 4. nóvember sama ár. Við fyrirtöku málsins 18. sama mánaðar var þess óskað af hálfu stefnanda að málinu yrði fresta þar til niðurstaða lægi fyrir í máli stefnanda gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu en í því máli krefst stefnandi m.a. ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2004 sem kveðinn var upp 29. janúar 2005 að því er hann varðar. Bókað er í þingbók að lögmaður stefnda hafi samþykkt að málinu yrði frestað til 10. mars 2006 í þessu skyni. Þann dag voru lögð fram skjöl sem stefndi hafði fengið afhent frá samkeppnisyfirvöldum og aflað var í þágu þeirrar rannsóknar sem leiddi til ákvörðunar samkeppnisráðs 28. október 2004 í máli nr. 21/2004 og í kjölfarið úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2004 sem fyrr er vísað til. Á dómþingi 27. mars sama ár var lögð fram beiðni um dómkvaðningu matsmanns. Matsmaður var dómkvaddur á dómþingi 21. desember sama ár en fram að þeim tíma var málinu frestað nokkrum sinnum að ósk beggja málsaðila ýmist til að freista þess að leita sátta eða til að unnt væri að finna matsmann. Matsgerð var lögð fram á dómþingi 31. janúar 2008. Yfirmatsmenn voru dómkvaddir á dómþingi 16. maí sama ár, en á dómþingi 2. desember sama ár lagði stefnandi fram viðbót við matsbeiðni. Yfirmatsgerð var lögð fram á dómþingi 9. desember 2010. Dómsformaður fékk málinu úthlutað 1. september 2011 og fór aðalmeðferð fram 20. október sama ár og tóku meðdómendur sæti í dómi við upphaf hennar. Með framangreindum athugasemdum er að nokkru skýrður sá langi tími sem mál þetta hefur tekið í meðförum dómsins en að auki er þess að geta að málsaðilar virðast ítrekað hafa óskað eftir og fengið fresti til að leita sátta í málinu þó þær sáttaumleitanir hafi ekki skilað árangri.

III

             Í máli þessu byggir stefndi sýknukröfu sína einkum á því að hann hafi orðið fyrir tjóni í viðskiptum sínum við stefnanda þar sem hann hafi þurft að greiða hærra verð en ella fyrir gasolíu og skipagasolíu frá árinu 1994 til ársins 2001 vegna ólögmæts samráðs sem stefnandi hafi haft við tvö önnur olíufélög um verðlagningu m.a. á framangreindum olíuvörum. Þessu til sönnunar hefur stefndi lagt fram í heild sinni ákvörðun samkeppnisráðs nr. 21/1994 frá 28. október 2004, en umrædd ákvörðun er 966 blaðsíður. Þá hefur stefndi einnig lagt fram úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 29. janúar 2005 í máli nr. 3/2004 þar sem fyrrnefnd ákvörðun er endurskoðuð, en úrskurðurinn er 255 blaðsíður.

             Stefndi skoraði í málinu á stefnanda að leggja fram nánar tilgreind 136 skjöl sem vísað er til og fjallað um í ofangreindum ákvörðunum samkeppnisyfirvalda. Þá beindi stefndi einnig kröfu að Samkeppniseftirlitinu, Keri hf. (áður Olíufélaginu hf.) og Skeljungi hf. sama efnis og gerði þar einnig kröfu um að fá aðgang að þeim hluta ákvörðunar samkeppnisráðs sem ekki hafði verið birtur almenningi þar sem hann var talinn innihalda trúnaðarupplýsingar. Eftir að hafa leitað eftir afstöðu stefnanda, Kers hf. og Skeljungs hf. tók samkeppniseftirlitið ákvörðun um að afhenda stefnda þann hluta ákvörðunar samkeppnisráðs sem leynd hafði hvílt yfir og liggur það skjal fyrir í málinu. Þá ákvað samkeppniseftirlitið að afhenda stefnda 121 skjal af þeim 136 sem hann fór fram á að fá afhent og eru þessi skjöl öll meðal gagna málsins. Ekki voru talin skilyrði til afhendingar nánar tilgreindra 15 skjala og hefur stefnandi ekki orðið við áskorun stefnda um að leggja þau fram í málinu. Af hálfu stefnda var í greinargerð boðað að ef framangreindir aðilar, Samkeppnisstofnun, Skeljungur hf. og Ker hf. yrðu ekki við áskorun stefnda um að láta af hendi umbeðin gögn myndi stefndi leggja fram beiðni í samræmi við 2. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og gera kröfu um að dómari úrskurði um skyldu þeirra til að afhenda viðkomandi skjöl. Stefndi hafði ekki uppi þesskonar kröfu við meðferð málsins.

             Þá kom einnig fram í greinargerð stefnda áskorun til stefnanda um að leggja fram upplýsingar um olíuverð til skipa í Færeyjum, Noregi og Danmörku. Stefnandi lagði fram í málinu á dómskjali nr. 177 samanburð á einingaverði skipagasolíu til stefnda og erlendra viðskiptamanna frá janúar 1996 til desember 2001 og kom fram við munnlegan málflutning að stefnandi teldi sig að þessu leyti hafa orðið við áskorun stefnda.

IV

             Eins og fyrr er komið fram var dómkvaddur matsmaður 21. desember 2006 á grundvelli matsbeiðni stefnda. Í matsbeiðni er tilgreint að stefndi telji sig hafa keypt gasolíu af stefnanda á árunum 1994 til 2001 samtals að fjárhæð 90.197.341 króna. Fjárhæðin er sundurliðuð eftir árum en ekki eftir olíutegundum. Í matsbeiðni kemur m.a. fram að stefndi leggi til grundvallar að samkeppnisverð sé það verð sem hann hefði keypt umræddar vörur á ef ólögmætt samráð hefði ekki verið fyrir hendi. Þá kemur einnig fram að stefndi telji að eftirgreind fimm atriði feli í sér nálgun við samkeppnisverð: 1) Það verð sem erlendum skipum hafi boðist hér á landi árið 2001; 2) það verð sem skipagasolía og gasolía hafi verið seld á úti á hafi; 3) það verð sem stefnda hafi boðist eftir að samráðinu hafi lokið; 4) gögn frá olíufélögunum; 5) verð á sömu vörum í nágrannalöndunum, einkum Færeyjum. Óskaði stefndi eftir að matsmaður mæti hvert tjón stefnda, sem verið hafi í viðskiptum við stefnanda, hafi verið, vegna þess að hann hafi þurft að greiða hærra verð fyrir gasolíu vegna ólögmæts samráðs stefnanda og annarra olíufélaga frá árinu 1994 til ársloka 2001. Guðrún Johnsen hagfræðingur var dómkvödd til að meta ofangreind atriði og liggur matsgerð hennar fyrir í málinu. Matsmanni voru lögð til skjöl málsins frá 1 til 173. Stefnandi mun hafa komið á framfæri við matsmann dómskjölum nr. 174 til 177 en þau dómskjöl voru lögð fram við fyrirtöku málsins 6. mars 2006. Meðal framangreindra gagna var bréf lögmanns stefnanda til matsmanns þar sem hann hélt uppi sjónarmiðum sínum varðandi tiltekin atriði sem stefndi byggir á í greinargerð sinni.

             Í matsgerð, sem sögð er gerð í desember 2007, og lögð var fram í dómi 31. janúar 2008, kemur í upphafi fram að þau viðskipti málsaðila sem hér er fjallað um hafi á umræddu tímabili verið 2,2 milljónir lítra af skipagasolíu og 2,5 milljónir lítra af gasolíu. Þá kemur fram að matsmaður hafi valið þá aðferð að bera verð það sem stefndi keypti umræddar olíuvörur á saman við verð sem hefði staðið honum til boða á markaði þar sem full samkeppni ríkti. Valdi matsmaður Alaskamarkað til viðmiðunar og rökstuddi það val sitt í matsgerð, sem og í skýrslu sinni fyrir dómi. Kemur fram í niðurstöðukafla matsgerðar að matsmaður leggi í matinu til nákvæma greiningu á olíuverðsgögnum frá virtum alþjóðlegum gagnaveitum og opinberri upplýsingaþjónustu bandaríska ríkisins. Þetta leiði til mats á samkeppnisverði því sem að hefði ríkt á olíudreifingarmarkaði ef samkeppnisumhverfi hefði verið með hefðbundnum hætti á Íslandi á árunum 1994 til 2001. Þá kemur fram að það þyki sýnt, með viðurkenndum aðferðum hagfræðinga í málum sem þessum, að kjör stefnda á gasolíu og skipagasolíu í viðskiptum við stefnanda hafi verið allmiklu lakari en ef stefndi hefði átt þess kost að eiga viðskiptin á sambærilegum samkeppnismarkaði, en í fyrrnefndum viðskiptum hafi álagning verið um 73,9% á skipagasolíu en 52,5% að meðaltali. Á sambærilegum samkeppnismarkaði hefði stefndi gengið að kjörum sem bæru með sér 26,2% álagningu á gasolíutegundunum tveimur. Tjón stefnda hafi numið 20.367.110 krónum. Í niðurstöðu matsins kemur loks fram að þegar tekið sé tillit til þess að gögn um nákvæmt innkaupsverð á olíu til Íslands liggi ekki fyrir megi áætla að vikmörk á tjóni því sem hafi verið mælt séu um 600.000 til 700.000 krónur og tjónið liggi þá á bilinu 19,6 til 21,1 milljón króna.

             Stefnandi óskaði dómkvaðningar yfirmatsmanna. Kom m.a. fram í yfirmatsbeiðni að í matsgerð undirmatsmanns komi fram að matsmaður hafi valið þá leið að gera samanburð á öðrum sambærilegum markaði. Haldi undirmatsmaður því jafnframt fram að Alaskamarkaður fullnægi skilyrðum til samanburðar og sé því marktækur til að finna verð sem stefndi hefði með réttu átt að greiða. Kemur einnig fram í yfirmatsbeiðni að tilgangur matsins sé að kalla fram afstöðu yfirmatsmanna varðandi forsendur undirmatsmanns í matsgerð en stefnandi telji mjög hæpið að meta tjón stefnda út frá samanburði við verð og álagningu í Alaska þar sem aðstæður virðist ólíkar þeim markaðsaðstæðum sem séu á Íslandi. Ragnar Árnason og Birgir Þór Runólfsson hagfræðingar voru dómkvaddir til yfirmatsins og var yfirmatsgerð þeirra, sem dagsett er 20. nóvember 2010 lögð fram í dómi 9. desember sama ár.

             Hér í framhaldi eru teknar upp orðrétt spurningar sem varpað var til yfirmatsmanna og svör þeirra við þeim hverri fyrir sig.

1.          Er olíudreifingarmarkaðurinn í Alaska sambærilegur við hinn íslenska olíudreifingarmarkað?

Svar: Nei Olíudreifingarmarkaðurinn í Alaska er ekki sambærilegur við þann íslenska.

Við mat á þessari spurningu telur yfirmatsbeiðandi meðal annars rétt að athuga eftirfarandi:

1.1.    Hversu margar olíuhreinsunarstöðvar eru í Alaska og hvaða áhrif hefur fjöldi þeirra á birgðir og birgðakostnað olíudreifingaraðila?

Svar: Olíuhreinsunarstöðvar í Alaska eru sex talsins og framleiða fjórar fyrir almennan markað. Þessi fjöldi, hentug staðsetning þeirra og birgðastöðvar, minnka birgðaþörf og lækka birgðakostnað olíudreifingaraðila.

1.2.    Hvernig er dreifingarkostnaði háttað? Er til dæmis afhendingarkostnaði bætt ofan á það verð sem miðað er við í matsgerð?

Svar: Dreifing olíuvara í Alaska er með margvíslegum hætti og dreifingarkostnaður ugglaust sömuleiðis. Ljóst er að afhendingarkostnaður er í mörgum tilfellum innifalinn í verði.

1.3.    Eru verð sem miðað er við í matsgerð miðuð við sama afgreiðslumáta, þ.e. með bíl, báti eða leiðslu?

Svar: Olíuverð þau í Alaska sem miðað er við í undirmatsgerð (verð frá gagnagrunni EIA) eru meðaltöl ýmis konar afgreiðslumáta.

1.4.    Hverjar eru afkomutölur fyrir olíudreifingarfélög í Alaska?

Svar: Við höfum ekki getað aflað gagna um afkomutölur olíudreifingarfélaga í Alaska og teljum mjög erfitt að afla þeirra.

2.          Er líklegt að verðmyndun á olíudreifingarmarkaði á Íslandi sé sú sama og verðmyndun í Alaska miðað við að fákeppni ríki á öðrum markaði en virk samkeppni 67 aðila á öðrum markaði?

Svar: Nei. Það er ekki líklegt að svo sé.

3.          Fengist réttari niðurstaða ef fákeppnismarkaður, líkt hinum íslenska olíudreifingarmarkaði er borinn saman við annan sambærilegan fákeppnismarkað?

Svar: „Réttari“ niðurstaða gæti fengist ef fákeppnismarkaður líkur hinum íslenska er borinn saman við sambærilegan fákeppnismarkað. Það er þó ekki víst. Með tilliti til þess sem meta skal, þ.e. tjóns yfirmatsþola af of háu verði olíuvara vegna samráðs yfirmatsbeiðanda og annarra olíufélaga, teljum við að „réttara“ væri að miða við fákeppnismarkað sem væri sambærilegur að öðru leyti en því að þar væri ekki samráð til staðar.

4.          Er rökrétt við mat á meintu tjóni yfirmatsþola, þ.e. finna hvaða verð hann hefði í raun mátt eiga von á að greiða, að miða eingöngu við samanburð á verðmyndun í Alaska?

Svar: Nei. Með tilliti til hinnar miklu óvissu sem ávallt er við mat af þessu tagi teljum við hinn tiltekna samanburð ófullnægjandi og í þeim skilningi ekki „rökréttan“.

             Þann 3. desember 2008 var lögð fram viðbót við matsbeiðni og yfirmatsmenn einnig beðnir að svara þeirri spurningu hvort stefndi, sem verið hafi í viðskiptum við stefnanda, hafi orðið fyrir tjóni sem rekja megi til þess að félagið hafi þurft að greiða hærra verð fyrir gasolíu vegna ólögmæts samráðs stefnanda við önnur olíufélög frá árinu 1994 til ársloka 2001. Kemur fram í beiðni að spurning þessi sé að meginefni samhljóða spurningu sem lögð hafi verið fyrir undirmatsmann. Voru sömu yfirmatsmenn dómkvaddir til að svara þessari spurningu einnig og er eftirfarandi svar þeirra hluti af yfirmatsgerð:

             Þann takmarkaða samanburð sem fyrir liggur í undirmatsgerð og hér í þessari yfirmatsgerð teljum við ekki fullnægjandi til að draga haldbærar ályktanir um „rétta“ eða „hæfilega“ álagningu í þeim viðskiptum sem hér eru til umfjöllunar.

             Okkar mat er að til þess að unnt væri að komast að sæmilega áreiðanlegum niðurstöðum hvað þetta snertir væri nauðsynlegt að leggja í mjög viðamikla rannsókn. Slík rannsókn tæki sennilega allmörg mannár og er því langt umfram þau mörk sem þessari matsgerð eru sett.

             Vísbendingar þær sem við höfum undir höndum og raktar eru í megintexta þessarar matsgerðar benda ekki til þess að umrædd álagning hafi verið óhæfileg. Rétt er þó að ítreka að þessar vísbendingar eru langt frá því að vera nægilegar til að komast að afdráttarlausri niðurstöðu.

             Svar okkar miðað við þær forsendur sem raktar hafa verið er því: Hafi Dögun ehf. orðið fyrir tjóni í viðskiptum sínum við Olís sem rekja má til þess að félagið hafi þurft að greiða hærra verð fyrir gasolíu vegna ólögmæts samráðs Olís og annarra olíufélaga frá árinu 1994 til loka ársins 2001, þá verður það tjón ekki metið með gögnum, útreikningum og aðferðum undirmatsskýrslu.

             Sé sú forsenda í undirmati að álagning á skipagasolíu á Alaskamarkaði fyrir olíuvörur sé mælikvarði á „hæfilega álagningu“ tekin góð og gild, bendir matsaðferð í undirmati ekki til annars en að álagning Olís í viðskiptum við Dögun ehf. hafi verið hæfileg. Því er engin forsenda til að ætla að Dögun ehf. hafi orðið fyrir tjóni af ofangreindum tagi í olíuviðskiptum sínum við Olís.

             Í umfjöllun sinni um síðastnefnda spurningu fjalla yfirmatsmenn ítarlega um gögn og gagnavinnslu í undirmatsgerð. Draga þeir þá umfjöllun saman í niðurstöðu þar sem fram kemur að þeir telja að gögn þau frá EIA (Energy information administration) um olíuverð í Alaska sem notuð séu í undirmati til að meta „hæfilega“ álagningu á skipagasolíu og gasolíu séu afar ófullkomin af tveimur ástæðum. Þau séu í fyrsta lagi „götótt“ þar sem í þau vanti fjölda athugana fyrir einstaka mánuði. Þau séu samsöfnuð („aggregated“) fyrir olíutegundir og söluþrep og séu því ekki mælingar á þeirri verðlagningu sem málið snúist um, þ.e. verði á viðeigandi tegund skipagasolíu og gasolíu, eða mælingar á verði frá fyrsta heildsala (birgðastöð olíuhreinsunarstöðvar) til lokanotanda af hliðstæðu tagi og stefndi sé. Hvort tveggja valdi alvarlegum skekkjum, en hið síðara sennilega miklu meiri skekkjum því ekki verði séð að það hlutfall heildsölu/endursöluverðs (e. wholesale/resale) og verðs til iðnaðarnota (e. industrial) í gagnasafni EIA sé nokkur mælikvarði á þá álagningu sem leitað sé eftir í undirmatsgerð. Nokkurrar ónákvæmni gæti í mati á innflutningsverði stefnanda í undirmatsgerð. Virðist innflutningsverðið vanmetið um 5%-8% að meðaltali. Þessi skekkja sé þó óveruleg miðað við aðrar skekkjur í gagnavinnslunni. Verulegar skekkjur séu í tölulegu mati undirmatsskýrslu á viðskiptum stefnanda og stefnda. Stærsti hluti þeirra skekkja virðist vegna þess að olíutegundum sé ruglað saman í undirmatsskýrslu, þ.e. að undirmatsmaður víxlar söluverði á skipagasolíu og gasolíu flest árin. Heildartölur, þegar olíuviðskipti séu tekin saman í heild séu hins vegar miklu nær réttu lagi. Þegar á heildina sé litið telji yfirmatsmenn að gögn og gagnavinnsla í undirmatsskýrslu sé með þeim hætti að ekki verði á því byggt í málinu. Matið á álagningu á viðkomandi olíuvörur í Alaska sé byggt á sandi og sennilega fjarri réttu lagi. Hins vegar sé matið á heildarálagningu stefnanda gagnvart stefnda ekki stórkostlega fjarri lagi, þótt metin álagning á þær tvær olíutegundir sem um ræði (skipagasolíu og gasolíu) sé verulega skökk.

             Í yfirmatsgerð kemur fram að stefndi hafi alls keypt 4.735.201 lítra af olíu af stefnanda á umræddu tímabili, 4.050.683 lítra af skipagasolíu og 684.518 lítra af gasolíu, kostnaðarverð stefnanda hafi verið samtals 58.868.103 krónur en söluverð til stefnda hafi samtals numið 89.312.201 krónu. Álagning stefnanda í viðskiptum málsaðila hefur samkvæmt framansögðu numið samtals 30.444.098 krónum.

             Báðar matsgerðir eru settar fram með ítarlegum rökstuðningi og með þeim fylgja gögn eða tilvísanir til gagna sem þær eru byggðar á. Þá komu matsmenn fyrir dóminn, staðfestu matsgerðir sínar og svöruðu spurningum um efni þeirra. Verður nánar gerð grein fyrir efni matsgerða í niðurstöðukafla dómsins eins og þörf er til rökstuðnings fyrir niðurstöðu.

V

             Í stefnu kemur fram að stefnandi kveður umkrafða skuld vera samkvæmt viðskiptayfirliti/reikningsyfirliti vegna vöruúttekta á tímabilinu nóvember 1995 til janúar 2005 hjá stefnanda. Vöruúttektir stefnda séu eftirfarandi: í nóvember 1995, 898.031 króna; í desember 1995, 474.403 krónur; í janúar 1996, 617.962 krónur; í febrúar 1996, 1.389.676 krónur; í mars 1996, 1.546.488 krónur; í apríl 1996, 299.653 krónur; í maí 1996, 1.440.473 krónur; í júní 1996, 694.871 krónur; í júlí 1996, 1.860.388 krónur; í ágúst 1996, 747.452 krónur; í október 1996, 1.756.711 krónur; í nóvember 1996, 685.055krónur; í desember 1996, 1.167.142 krónur ; í janúar 1997, 250.912 krónur; í febrúar 1997, 1.088.729 krónur; í mars 1997, 1.667.186 krónur; í apríl 1997, 2.006.645 krónur; í maí 1997, 833.281 krónur; í júní 1997, 1.471.638 krónur; í júlí 1997, 1.501.638 krónur; í ágúst 1997, 550.883 krónur; í september 1997, 500.379 krónur; í október 1997, 1.636.030 krónur; í nóvember 1997, 1.422.324 krónur; í desember 1997, 1.621.730 krónur; í febrúar 1998, 2.083.236 krónur; í mars 1998, 1.300.964 krónur; í apríl 1998, 386.154 krónur; í maí 1998, 1.502.816 krónur; í júní 1998, 3.191.975 krónur; í ágúst 1998, 1.329.155 krónur; í september 1998, 1.816.081 krónur; í október 1998, 1.340.362 krónur; í nóvember 1998, 865.668 krónur; í desember 1998, 1.690.878 krónur; í janúar 1999, 418.902 krónur; í mars 1999, 351.525 krónur; í apríl 1999, 1.847.193 krónur; í júní 1999, 2.754.638 krónur; í ágúst 1999, 1.184.921 krónur; í september 1999, 1.198.646 krónur; í október 1999, 2.992.192 krónur; í nóvember 1999, 1.108.183 krónur; í desember 1999, 189.008 krónur; í janúar 2000, 335.300 krónur; í febrúar 2000, 510.992 krónur; í mars 2000, 2.348.078 krónur; í apríl 2000, 2.078.733 krónur; í maí 2000, 2.167.371 krónur; í júní 2000, 2.539.558 krónur; í júlí 2000, 2.266.168 krónur; í ágúst 2000, 2.653.354 krónur; í september 2000, 3.721.600 krónur; í október 2000, 2.736.072 krónur; í nóvember 2000, 3.481.242 krónur; í desember 2000, 936.295 krónur; í janúar 2001, 2.107.130 krónur; í febrúar 2001, 2.038.113 krónur; í mars 2001, 2.558.465 krónur; í apríl 2001, 756.191 krónur; í maí 2001, 1.169.070 krónur; í júní 2001, 2.942.564 krónur; í júlí 2001, 1.913.400 krónur; í ágúst 2001, 4.413.212 krónur; í september 2001, 1.850.490 krónur; í október 2001, 2.142.860 krónur; í nóvember 2001, 6.685.297 krónur; í desember 2001, 243.650 krónur; í janúar 2002, 1.611.357 krónur; í febrúar 2002, 1.033.492 krónur; í mars 2002, 2.741.162 krónur; í apríl 2002, 2.741.500 krónur; í maí 2002, 1.511.443 krónur; í júní 2002, 2.329.045 krónur; í júlí 2002, 3.612.278 krónur; í ágúst 2002, 2.084.838 krónur; í september 2002, 3.278.601 krónu; í október 2002, 2.613.834 krónur; í nóvember 2002, 317.936 krónur; í desember 2002, 180.305 krónur; í janúar 2003, 5.693 krónur; í febrúar 2003, 3.330 krónur; í mars 2003, 17.177 krónur; í apríl 2003, 421.771 krónu; í maí 2003, 2.765.449 krónur; í júní 2003, 2.765.079 krónur; í júlí 2003, 2.392.619 krónur; í ágúst 2003, 3.248.001 krónur; í september 2003, 2.057.310 krónur; í október 2003, 3.047.733 krónur; í nóvember 2003, 1.155.681 krónur; í desember 2003, 382.735 krónur; í janúar 2004, 15.154 krónur; í febrúar 2004, 26.626 krónur; í mars 2004, 911.629 krónur; í apríl 2004, 2.502.115 krónur; í maí 2004, 2.908.960 krónur; í júní 2004, 4.059.423 krónur; í júlí 2004, 4.315.491 krónur; í ágúst 2004, 3.809.574 krónur; í september 2004, 3.683.867 krónur; í október 2004, 2.725.594 krónur; í nóvember 2004, 4.182.008 krónur; í desember 2004, 903.030 krónur og í janúar 2005, 19.972 krónur, eða samtals 182.659.194 krónur.

             Þá kveður stefnandi að inn á framangreinda skuld hafi verið greiddar eftirfarandi innborganir: 20. desember 1995, 898.031 króna; 31.desember 1995, 86.610 krónur; 22.janúar 1996, 387.794 krónur; 29. febrúar 1996, 617.962 krónur; 15. apríl 1996, 1.389.676 krónur; 30. apríl 1996, 17.371 króna; 14.maí 1996, 1.449.938 krónur; 22. maí 1996, 299.653 krónur; 4. júlí 1996, 1.440.473 krónur; 7. ágúst 1996, 695.824 krónur; 16. september 1996, 1.860.388 krónur; 10. október 1996, 747.452 krónur; 3. desember 1996, 1.623.231 króna; 10. janúar 1997, 685.055 krónur; 30. janúar 1997, 600.000 krónur; 4. febrúar 1997, 848.125 krónur; 15. apríl 1997, 250.912 krónur; 5. júní 1997, 1.229.779 krónur; 22. júlí 1997, 1.000.000 krónur; 25. júlí 1997, 500.000 krónur; 28. júlí 1997, 1.526.526 krónur; 5. september 1997, 1.000.000 krónur; 23. september 1997, 1.000.000 krónur; 26. september 1997, 613.643 krónur; 20. október 1997, 535.539 krónur; 12. desember 1997, 500.000 krónur; 23. desember 1997, 500.000 krónur; 29. desember 1997, 500.000 krónur; 1. janúar 1998, 166.436 krónur; 15. janúar 1998, 500.000 krónur; 30.01.1998 400.000 krónur; 23. febrúar 1998 500.000 krónur; 24. febrúar 1998 1.000.000 krónur; 1. mars 1998 32.729 krónur; 17. mars 1998 1.000.000 krónur; 17. apríl 1998 1.000.000 krónur; 30.apríl 1998 500.000 krónur; 11.maí 1998 1.000.000 krónur; 19. maí 1998 500.000 krónur; 26. maí 1998 1.000.000 krónur; 5. júní 1998 1.000.000 krónur; 10. júní 1998 500.000 krónur; 16. júní 1998 500.000 krónur; 8. júlí 1998 500.000 krónur; 15.júlí 1998 1.000.000 krónur; 28. júlí 1998 500.000 krónur; 24. ágúst 1998 1.000.000 krónur; 3. september 1998 500.000 krónur; 24. september 1998 500.000 krónur; 28. október 1998 1.000.000 krónur; 1. nóvember 1998 500.000 krónur; 25. nóvember 1998 1.000.000 krónur; 4. desember 1998 1.000.000 krónur; 20. janúar 1999 1.000.000 krónur; 25. febrúar 1999 500.000 krónur; 16. mars 1999 500.000 krónur; 27. apríl 1999 500.000 krónur; 14. maí 1999 500.000 krónur; 27. maí 1999 500.000 krónur; 31. maí 1999 500.000 krónur; 23. júní 1999 500.000 krónur; 29. júní 1999 1.000.000 krónur; 23. júlí 1999 1.000.000 krónur; 31. ágúst 1999 1.000.000 krónur; 8. október 1999 500.000 krónur; 28. október 1999 1.500.000 krónur; 4. nóvember 1999 500.000 krónur; 12. nóvember 1999 1.000.000 krónur; 7. janúar 2000 500.000 krónur; 7. mars 2000 400.000 krónur; 23.mars 2000 1.000.000 krónur; 18.apríl 2000 500.000 krónur; 27. apríl 2000 500.000 krónur; 3. maí 2000 500.000 krónur; 24. maí 2000 107.997 krónur; 14. júní 2000 500.000 krónur; 20. júní 2000 1.500.000 krónur; 30. júní 2000 500.000 krónur; 18. júlí 2000 500.000 krónur; 8. ágúst 2000 1.500.000 krónur; 28. ágúst 2000 500.000 krónur; 4. september 2000 600.000 krónur; 18. september 2000 1.500.000 krónur; 25. september 2000 1.000.000 krónur; 26. september 2000 1.000.000 krónur; 3. október 2000 1.000.000 krónur; 9. október 2000 1.000.000 krónur; 16. október 2000 1.000.000 krónur; 23. október 2000 1.100.000 krónur; 30. október 2000 1.000.000 krónur; 6. nóvember 2000 600.000 krónur; 13. nóvember 2000 1.000.000 krónur; 20. nóvember 2000 1.000.000 krónur; 27. nóvember 2000 500.000 krónur; 5. desember 2000 700.000 krónur; 12. desember 2000 800.000 krónur; 3. janúar 2001 1.000.000 krónur; 4. janúar 2001 1.000.000 krónur; 22. janúar 2001 1.000.000 krónur; 30. janúar 2001 800.000 krónur; 8. febrúar 2001 700.000 krónur; 13. febrúar 2001 800.000 krónur; 5. mars 2001 700.000 krónur; 20. mars 2001 700.000 krónur; 17. apríl 2001 1.000.000 krónur; 25. maí 2001 700.000 krónur; 30. maí 2001 700.000 krónur; 25. júní 2001 1.000.000 krónur; 2. júlí 2001 650.000 krónur; 17. júlí 2001 1.000.000 krónur; 23. júlí 2001 1.000.000 krónur; 30. júlí 2001 700.000 krónur; 13. ágúst 2001 1.000.000 krónur; 21. ágúst 2001 1.000.000 krónur; 27. ágúst 2001 1.000.000 krónur; 12. september 2001 1.000.000 krónur; 20. september 2001 2.000.000 krónur; 1. október 2001 1.000.000 krónur; 8. október 2001 800.000 krónur; 15. október 2001. 1.000.000 krónur; 2. október 2001 800.000 krónur; 30. nóvember 2001 1.000.000 krónur; 7. desember 2001 1.000.000 krónur; 31. desember 2001 1.578.226 krónur; 7. janúar 2002 896.998 krónur; 22. janúar 2002 1.000.000 krónur; 23. janúar 2002 1.500.000 krónur; 7. febrúar 2002 1.000.000 krónur; 14. mars 2002 800.000 krónur; 25. mars 2002 1.000.000 krónur; 11. apríl 2002 2.000.000 krónur; 1. maí 2002 613.471 krónur; 15. maí 2002 1.000.000 krónur; 22. maí 2002 500.000 krónur; 13. júní 2002 1.000.000 krónur; 25. júní 2002 1.000.000 krónur; 10. júlí 2002 1.000.000 krónur; 12. júlí 2002 1.500.000 krónur; 19. júlí 2002 700.000 krónur; 22. júlí 2002 700.000 krónur; 15. ágúst 2002. 1.000.000 krónur; 21. ágúst 2002 700.000 krónur; 28. ágúst 2002 700.000 krónur; 20. september 2002 5.000.000 krónur; 29. október 2002 500.000 krónur; 13. nóvember 2002 500.000 krónur; 22. nóvember 2002 500.000 krónur; 1. desember 2002 798.665 krónur; 5. desember 2002 500.000 krónur; 31. desember 2002 1.072.234 krónur; 10. janúar 2003 500.000 krónur; 17. janúar 2003 500.000 krónur; 20. janúar 2003 500.000 krónur; 17. febrúar 2003 500.000 krónur; 12. mars 2003 500.000 krónur; 10. apríl 2003 500.000 krónur; 15. maí 2003 700.000 krónur; 30. maí 2003 700.000 krónur; 31. maí 2003 5.598 krónur; 2. júní 2003 700.000 krónur; 16. júní 2003 700.000 krónur; 18. júní 2003 700.000 krónur; 30. júní 2003 700.000 krónur; 24. júlí 2003 1.000.000 krónur; 28. júlí 2003 1.000.000 krónur; 18. ágúst 2003 1.000.000 krónur; 25. ágúst 2003 600.000 krónur; 8. september 2003 600.000 krónur; 6. október 2003 2.000.000 krónur; 13. október 2003 1.000.000 krónur; 24. október 2003 600.000 krónur; 27. október 2003 42.197 krónur; 1. nóvember 2003 535.126 krónur; 4. nóvember 2003 1.000.000 krónur; 10. nóvember 2003 1.000.000 krónur; 9. desember 2003 2.000.000 króna; 31. desember 2003 782.966 krónur; 15. janúar 2004 2.000.000 króna; 11. febrúar 2004 1.000.000 krónur; 22. mars 2004 1.500.000 krónur; 28. apríl 2004. 1.000.000 krónur; 10. júní 2004 1.000.000 krónur; 25. júní 2004 13.894 krónur; 11. ágúst 2004 2.000.000 króna; 31. ágúst 2004 1.622.500 krónur; 15. september 2004 4.007.003 krónur; 24. september 2004 1.000.000 krónur; 29. nóvember 2004 2.000.000 króna; 3. desember 2004 2.000.000 króna; 8. desember 2004 2.000.000 króna; 13. desember 2004 300.000 krónur og 23. desember 2004 200.000 krónur, eða samtals 169.330.021 króna.

             Samkvæmt framansögðu standi því eftir 13.329.173 krónur sem sé stefnufjárhæðin. Þá kemur fram í stefnu að reikningar vegna úttekta sé dagsettir síðasta dag úttektarmánaðar en eindagi sé 25. næsta mánaðar eftir úttekt. Dráttarvextir reiknist frá dagsetningu reiknings ef ekki sé greitt fyrir eindaga. Dráttarvaxta sé krafist frá 28. febrúar 2001 enda séu dráttarvextir fyrir þann tíma fyrndir. Miðað sé við að fyrning dráttarvaxtakröfu hafi verið rofin með birtingu stefnu 28. febrúar 2005.

             Um lagarök að öðru leyti en að framan sé rakið vísi stefnandi til meginreglu kröfuréttarins um efndir fjárskuldbindinga en sú regla fái stoð í VI. og VII. kafla laga nr. 50/2000. Um gjalddaga kröfunnar sé einkum vísað til meginreglu 49. gr. sömu laga. Kröfu sína um málskostnað styðji stefnandi við 1. mgr. 130. gr. laga 91/1991 um meðferð einkamála og sé samkomulag um varnarþing sbr. 3. mgr. 42. gr. l. nr. 91/1991.

             Við munnlegan málflutning mótmælti stefnandi því að nokkuð væri óskýrt í stefnukröfu hans eða dráttarvaxtakröfu á þann hátt að krafa hans gæti talist ósönnuð og að sýkna ætti stefnda af kröfunni af þeim sökum. Ekki var byggt á því af hálfu stefnanda að sýknukrafa á þessum grunni væri of seint fram komin. Þá mótmælti hann því og að málatilbúnaður stefnanda gæfi tilefni til frávísunar málsins og vísaði um þetta til röksemda sem fram komi í úrskurði dómsins þar sem frávísunarkröfu stefnda hafi verið hafnað. Þá kom einnig fram að mismunur talna sem stefndi vísi til að sé milli innheimtubréfa og stefnu stafi eingöngu af því að í innheimtbréfum séu vextir meðtaldir í umkrafinni skuld en við stefnugerð séu þeir skildir frá höfuðstól kröfunnar. Krafa stefnanda sé í samræmi við þá viðskiptahætti sem tíðkast hafi í samskiptum aðila. Stefndi hafi tekið út vörur í hverjum mánuði en greiðsluseðill hafi verið sendur út á síðasta degi mánaðar vegna allra úttekta mánaðarins með gjalddaga 25. dag mánaðarins á eftir. Innborganir séu færðar á þeim degi sem þær eigi sér stað og komi til lækkunar höfuðstól. Af hálfu stefnanda var staðfest að kreditnótur hafi verið færðar sem innborganir á útgáfudegi og var af hálfu stefnanda á því byggt að ekki yrði séð á hvaða öðrum degi ætti að tilgreina umræddar færslur. Um kröfu stefnanda um að færa bæri niður höfuðstólsfjárhæð um 1.500.000 krónur vegna loforðs um afslátt, kvað stefandi að þetta hefði þegar verið gert. Um væri að ræða afslátt af vöxtum að fjárhæð 1.000.000 krónur og eftiráveittan afslátt af vörukaupum að fjárhæð 500.000 krónur, sem næmi þá með virðisaukaskatti 622.500 krónum. Þessar fjárhæðir, samtals 1.622.500 krónur séu kreditfærðar 31. ágúst 2004 eins og sjáist í stefnu og viðskiptayfirliti. Þá kvaðst stefnandi og vísa til þess að greiðsluseðlar hafi verið sendir mánaðarlega til stefnda en engin mótmæli hafi komið fram gegn hinni umkröfðu viðskiptaskuld fyrr en í greinargerð í máli þessu. Þá hafi stefndi engum andmælum hreyft við því að kreditnótur væru færðar með þeim hætti sem gert sé í viðskiptayfirliti fyrr en í greinargerð í máli þessu. Þar sem einungis sé krafist dráttarvaxta frá 28. febrúar 2001 geti ekki skipt máli hvenær þær kreditnótur og niðurfellingarfærslur sem dagsettar eru fyrir þann dag séu nákvæmlega færðar.

             Við munnlegan málflutning var því einnig mótmælt að stefndi ætti skaðabótakröfu á hendur stefnanda. Því var sérstaklega mótmælt að í málinu kæmist að skaðbótakrafa vegna ætlaðs tjóns sem væri hærri en samkvæmt a. lið í kröfu stefnda sem hann hafi sett fram í greinargerð sinni. Krafa samkvæmt nefndum a. lið nemi 16.235.521 krónu sem stefndi telji vera tjón sitt en þar sé um að ræða 18% af viðskiptum aðila á umræddu tímabili. Krafa samkvæmt b. lið sem nemi samtals 13.799.487 krónum sé í greinargerð sögð vera vegna dráttarvaxta sem stefnandi hafi fært á reikningsyfirlit stefnda frá 1996 til 2004. Stefnandi átti sig ekki á grundvelli þessa hluta kröfu stefnda en af hálfu stefnanda sé aðeins krafist dráttarvaxta frá 28. febrúar 2001, en hluti dráttarvaxta sé fyrndur. Stefnandi átti sig ekki á hvernig stefndi geti talist hafa orðið fyrir tjóni vegna dráttarvaxta sem hann hafi aldrei greitt. Umræddur kröfuliður sé einnig of óljós til að unnt sé að fallast á hann. Stefnandi mótmæli þeirri hækkun á dómkröfu sem felist í breytingu dómkrafna stefnda á dómskjali nr. 183 og telur að skaðabótakrafa stefnda geti ekki numið að höfuðstól hærri fjárhæð en 16.235.521 krónu sem sett hafi verið fram í greinargerð. Stefndi geti ekki breytt grundvelli þess hluta kröfu sinnar sem færður hafi verið undir lið b.

             Af hálfu stefnanda var sérstaklega vísað til dóms Hæstaréttar 6. maí 2010 í máli nr. 245/2009: Skeljungur hf., Ker hf. og Olíuverslun Íslands hf. gegn Dala-Rafni ehf. og gagnsök. En af forsendum þess dóms megi ráða að til að fallist verði á bótaskyldu vegna ólögmæts samráðs þurfi tjónþoli að leiða í ljós að um samráð hafi verið að ræða, annaðhvort beinlínis um viðskipti við hann eða almennt um verðlagningu á þeim vörum sem hann hafi keypt af ætluðum samráðsaðilum á tilteknu tímabili. Í yfirmatsgerð greini að heildarfjárhæð viðskipta aðila hafi numið 89.312.577 krónum, en þar af hafi viðskipti með skipagasolíu numið 77.207.342 krónum, eða rúmum 86% viðskiptanna, en viðskipti með gasolíu 12.105.235 krónum, eða rúmum 13% viðskiptanna. Viðskipti aðila hafi því að megninu til verið um skipagasolíu. Sé niðurstöðu undirmats breytt verulega að þessu leyti. Með yfirmatsgerð sé staðfest að þetta séu þær vörur sem keyptar hafi verið í viðskiptum aðila.

             Stefnandi byggi og á að krafa stefnda vegna ætlaðs tjóns fyrir 7. júní 1995 sé fyrnd, enda fallist hann ekki á að kröfur aðila séu af sömu rót runnar eins og áskilið sé í 2. mgr. 1. gr. þágildandi fyrningarlaga nr. 14/1905.

             Stefnandi vísaði og til þess að þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn samkeppnisyfirvalda sé hvergi í öllum þeim gögnum sem safnað hafi verið vísað til stefnda eða viðskipta aðila þessa máls. Stefnandi tók fram að hann hafi í dómsmáli krafist ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála og athugasemdir og greinargerðir sem olíufélögin öll hafi lagt fram í því máli skipti hundruðum síðna. Það sé því ekki svo að stefnandi og önnur olíufélög hafi fallist á framsetningu samkeppnisráðs eða áfrýjunarnefndarinnar, þrátt fyrir að félögin hafi gengist við brotum í afmörkuðum tilvikum.

             Það sé grundvallarregla skaðabótaréttarins að það hvíli á tjónþola, stefnda í þessu máli, að sanna að saknæm háttsemi hafi átt sér stað og að tjón verði rakið til þeirrar háttsemi. Það séu engar sérreglur í skaðabótarétti eða samkeppnisrétti sem dragi úr þeim kröfum í þessu máli. Þannig að á stefnda hvíli að sanna að stefnandi hafi af ásetningi eða með gáleysi gerst sekur um ólögmæta háttsemi í tengslum við viðskipti aðila á því tímabili sem bótakrafan taki til. Telur stefnandi að erfitt sé að festa hendur á því með hvaða hætti þau atvik sem nefnd séu í greinargerð stefnda tengist beinlínis viðskiptum eða viðskiptakjörum hans hjá stefnanda. Samkeppniseftirlitið hafi staðfest skriflega að ekki sé að finna gögn hjá því er varði stefnda en af áður tilvitnuðum Hæstaréttardómi megi ráða að til þess að stefnandi geti borið skaðabótaskyldu gagnvart stefnda verði stefndi að leiða í ljós að fyrir liggi að beinlínis hafi verið um samráð að ræða um viðskipti við hann eða almennt um verðlagningu á þeim vörum sem hann hafi keypt á umræddu tímabili. Í þessu máli séu viðskipti aðila að megninu til um skipagasolíu. Stefnandi kvað sjónarmiðum sem komi fram hjá stefnda um að samræmi hafi verið í verðbreytingum olíufélaganna hafa verið hafnað í sambærilegum málum fyrir Hæstarétti og kvaðst einnig benda á að um einsleita vöru væri að ræða og því ekki ólíklegt að um visst samræmi sé ávallt að ræða.

             Varðandi ætlað samkomulag um að gefa ekki afslátt af gasolíuverði þá sé sérstaklega mótmælt af hálfu stefnanda að þau atvik hafi haft einhver áhrif á viðskiptakjör til stefnda. Þarna sé um að ræða umfjöllun hjá samkeppnisyfirvöldum um að olíufélögin hafi sammælst um að selja ekki gasolíu á skipagasolíuverði. Væri hér um að ræða afslátt af gasolíuverði sem ekki hefði með verðlagningu á skipagasolíu að gera. Ekki lægi annað fyrir en stefndi hefði að mestu keypt skipagasolíu af stefnanda og ekki liggi annað fyrir en að það hafi verið á verði þeirrar vörutegundar.

             Varðandi umfjöllun um samráð varðandi verðlagningu á gasolíu til landnotkunar þá skuli minnt á það að þar sé heldur ekki að ræða um umfjöllun um skipagasolíu. Þar sé verið að ræða um atvik sem lúti að því að minnka mun á afslætti til bænda og verktaka. Þannig að stefnandi fái ekki séð að sú umfjöllun eða þau atvik geti með einhverjum hætti haft áhrif á verðlagningu til stefnda miðað við þau viðskipti sem farið hafi fram. Tilvísun stefnda til þessarar umfjöllunar hafi því að mati stefnanda enga þýðingu í málinu.

             Sama eigi við um ætlað samráð vegna gagnrýni LÍÚ á verðlagningu olíufélaganna. Þá byggir stefnandi á því að það verð sem LÍÚ hafi átt að fá hjá félaginu Malik, sem nefnt sé í greinargerð, geti ekki verið sambærilegt við það verð sem stefnandi hafi boðið. Ekki verði séð að ætlað samráð um viðbrögð við aðgerðum LÍÚ hafi tengst ákvörðun viðskiptakjara stefnda hjá stefnanda og að auki hafi þau atvik átt sér stað árið 2000 og geti þar af leiðandi ekki haft áhrif á verðlagningu fyrir þann tíma.

             Stefnandi kveðst ekki geta séð hvernig þau atvik sem stefndi lýsi í greinargerð sinni og varði verðlagningu í Færeyjum geti hafa haft áhrif á viðskiptakjör til stefnda. Það sama eigi við um umfjöllun í greinargerð er varði sölu til erlendra skipa. Byggi stefndi á að um það hafi verið samráð en stefnandi sjái ekki hvernig það samráð, teldist það hafa verið fyrir hendi, geti hafa haft áhrif á viðskiptakjör stefnda hjá stefnanda.

             Stefnandi kveðst mótmæla fullyrðingum um að hann hafi viðurkennt ólögmætt samráð er áhrif gefi hafa haft á viðskiptakjör stefnda, þótt stefnandi hafi viðurkennt að ýmislegt í háttsemi starfsmanna hans og þar með félagsins hafi verið í andstöðu við samkeppnislög. Hvergi sé í gögnum málsins að finna viðurkenningu á samráði á verðlagningu á gasolíu eða skipagasolíu. Það sé mat stefnanda að ekkert þeirra atvika sem vísað sé til í málatilbúnaði stefnda geti verið sönnun þess að stefnandi hafi viðhaft ólögmætt samráð sem hafi beinst gegn stefnda eða haft bein áhrif á viðskiptakjör stefnda. Stefnandi kveðst einnig hafna fullyrðingum stefnda um að hann hafi viðurkennt skaðabótaskyldu í málinu. Aðilar hafi átt í samningaviðræðum um viðskiptakjör og áframhaldandi viðskipti en ekki hafi falist í því viðurkenning á bótaskyldu.

             Stefnandi kvaðst og vísa til almennra reglna skaðabótaréttar um að á stefnda hvíli sönnunarbyrði fyrir því að hann hefi orðið fyrir tjóni, sem rekja megi til hinnar ætluðu saknæmu og ólögmætu háttsemi stefnanda.

             Í greinargerð stefnda sé vísað til gagna um hækkun framlegðar sem stefndi telji að sýni fram á að samráð hafi hækkað verð á skipagasolíu og gasolíu umfram samkeppnisverð. Þessum sjónarmiðum kveðst stefnandi hafna og vísar til þess að um þetta atriði, þ.e.a.s. ætlaða hækkun á framlegð vegna samráðs, sé deilt mjög harkalega í dómsmáli hans varðandi ógildingu á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í því máli liggi fyrir matsgerð sem einnig hafi verið lögð fram í þessu máli en þar sé komist að þeirri niðurstöðu að reiknaður ávinningur af sölu gasolíu vegna ætlaðs samráðs hafi í mesta lagi getað numið 371.000.000 króna eða 6% af framlegð tímabilsins 1998 til 2001, en að hann kunni að hafa verið enginn. Enginn ávinningur sé  talinn vera vegna áranna 1995, 1996 og 1997.            

             Í greinargerð stefnda sé vísað til fimm atriða er stefndi telji að feli í sér nálgun við svokallað samkeppnisverð en einnig sé vísað til þessara atriða í matsbeiðni. Stefnandi hafi komið á framfæri við matsmann sjónarmiðum sínum varðandi nefnd atriði og liggi bréf hans til undirmatsmanns fyrir í málinu og kveðst stefnandi vísa til þess. Matsmaður hafi hins vegar ekki byggt matsgerð sína á sjónarmiðum stefnda.

             Stefnandi hafi  í fyrsta lagi tekið saman yfirlit sem lagt sé fram í málinu til samanburðar á einingaverði til stefnda og til erlendra skipa á árunum1996 til 2001, en haldið hafi verið fram í greinargerð stefnda varðandi árið 2001 að verðmunur hafi verið að meðaltali um 8%. Í yfirlitinu sé tekið saman söluverð að frádregnum dreifingarkostnaði og greiðslum í flutningsjöfnunarsjóði og eftirágreiddum afslætti  til stefnda. Skorað hafi verið á stefnanda að leggja fram verð  til erlendra skipa og það hafi verið gert með framlagningu þessa yfirlits. Munurinn sé afar lítill en verðið sé hærra til erlendu skipanna. Þá eigi eftir að taka tillit til þess að meðalafgreiðsla til erlendu skipanna hafi verið 150.000 lítrar en meðalafgreiðsla til stefnda hafi verið um 7.000 lítrar. Þá sé einnig yfirleitt um staðgreiðsluviðskipti við erlend skip að ræða og því enginn fjármagnskostnaður eða greiðsluáhætta. Þessum athugasemdum hafi verið komið til matsmanns þannig að hann gæti haft þetta til hliðsjónar.

             Með framangreindu bréfi hafi þeim athugasemdum verið komið til skila að kostnaðargrunnur og verðmyndun eldsneytis sem selt sé á úthafinu með tankskipum sé með allt öðrum hætti en varðandi sölu til skipa í höfnum. Þjónustustig og gæðakröfur olíu séu ólíkar og vegna gæða séu það einungis stór úthafsveiðiskip sem gætu notað þessa olíu. Í bréfinu komi jafnframt fram röksemdir gegn því að miða við þessa einu ferð tankskipsins Malik sem hafi farið umhverfis Ísland fyrir jólin árið 2000 þegar öll fiskiskip hafi verið í höfn. Ekkert liggi fyrir í málinu um hvaða verð hafi verið í boði hjá Malik.

             Þá kveðst stefnandi mótmæla því að afsláttur til stefnda á þeim tíma sem viðskiptum aðila hafi lokið geti veitt vísbendingu í þessu máli. Í því sambandi sé vísað til vanskila stefnda. Stefnandi hafi boðið þriggja krónu afslátt en fjórar krónur hafi verið boðnar af öðrum aðila. Hér þurfi að hafa í huga að tilboð stefnanda til stefnda hafi byggst á að skuld hans yrði gerð upp með tilgreindum hætti með skuldabréfi eða slíku. Hjá öðru félagi hefði stefndi byrja á núlli og engin skuld og það hafi áhrif á þau kjör sem honum kunni að bjóðast þar. Þá vísar stefnandi til þess að stefndi hafi ekki vísað til neins atviks í sögu málsins fyrir þennan tíma þar sem stefndi hafi farið fram á einhvern afslátt eða önnur kjör eða uppgjör skuldarinnar, enda hafi stefndi aðallega verið að reyna að fá afgreiðslu þrátt fyrir að vera í umtalsverðum vanskilum. Þá vísar stefnandi til þess að engin merki sjáist til þess í málinu að stefndi hafi sóst eftir afslætti eða einhverju slíku. Hvernig sem verðlagningu hafi verið háttað þá liggi, að mati stefnanda, fyrir vísbendingar um það að rík samkeppni hafi verið um viðskipti við útgerðarfélög, enda um stórnotendur að ræða. Olíufélögin hafi alltaf haldið því fram að það hafi ríkt mikil samkeppni um viðskipti við útgerðarmenn og sjáist þess merki í skjölum málsins.

             Stefnandi kveðst mótmæla því að í málinu liggi fyrir upplýsingar um verð í Færeyjum og sé ætlaður verðmunur sem gerð sé grein fyrir í greinargerð byggður á vangaveltum starfsmanns Skeljungs hf. Kveðst stefndi hafna því að á þessu verði byggt. Þá bendir stefnandi á að undirmatsmaður hafi ekki kosið að gera samanburð við Færeyjamarkað.

             Stefnandi kveðst mótmæla því að fyrir liggi skrif fræðimanna sem gildi geti haft við úrlausn í málinu.

             Þá kveður stefnandi að hann hafi ekki fellt sig við niðurstöðu undirmats og því farið fram á dómkvaðningu yfirmatsmanna til að fara yfir forsendur og niðurstöður undirmatsgerðar. Í yfirmatsgerð komi fram að gögn og forsendur undirmats hafi verið yfirfarin. Yfirmatsmenn hafi ekki talið markaðina sambærilega en þeirra niðurstaða hafi einnig verið að það sé erfitt að finna sambærilegan markað. Niðurstaða yfirmatsmanna sé hins vegar að markaðirnir sé það ósambærilegir að vart sé hægt að byggja niðurstöðu á samanburði þeirra. Þá geri yfirmatsmenn athugasemdir við að í undirmati sé ekki verið að bera saman sömu vörutegundir og þar af leiðandi ekki sömu álagningu. Talnarunur sem beitt hafi verið í undirmati væru ekki nægilega skýr gögn til að þær gætu orðið grundvöllur samkeppnisverðs. Það hafi einnig komið í ljós að innkaupsverð stefnanda hafi í undirmati verið ákvarðað 5 til 8% of hátt. Í yfirmatinu liggi hins vegar fyrir kostnaðarverðið staðfest af endurskoðendum. Þetta muni ekki öllu en það séu 8% sem þetta muni í skipagasolíu en 5% í gasolíu. Niðurstaðan sé einnig sú að vörutegundum hafi verið víxlað og í yfirmati hafi þannig komið fram rétt niðurstaða um það hvað hafi verið keypt mikið af skipagasolíu og gasolíu. Einnig hafi komið fram að mistök hafi verið gerð varðandi útreikning á álagningu þar sem annars vegar hafi verið miðað við verð með virðisaukaskatti en hins vegar án hans. Í yfirmatinu komi fram réttar niðurstöður um viðskiptin og álagninguna. Hafni yfirmatsmenn því þar að unnt sé að leggja undirmat til grundvallar þar sem það sé haldið verulegum göllum. Yfirmatsmenn hafi staðfest niðurstöðu sína fyrir dómi. Þá kom fram að ef réttum gögnum væri beitt en notast við aðferð undirmats yrði niðurstaðan sú að ekkert tjón hefði orðið og álagning sé sambærileg á Íslandi og í Alaska á nefndu tímabili. Á þessum grundvelli telji stefnandi að stefndi hafi ekki sannað að hann hafi orðið fyrir tjóni og yfirmatsgerð bendi til þess að ekkert tjón hafi orðið.

             Stefnandi kveðst hafna því að fyrir hendi séu aðstæður í þessu máli til að dæma bætur að álitum og vísar til þeirrar meginreglu skaðabótaréttar að það sé tjónþoli sem þurfi að sanna umfang tjóns. Það sé einungis í þröngum undantekningatilvikum sem dómstólar hafi talið sér fært að dæma bætur að álitum. Sanna þurfi að tjón hafi orðið en erfitt að sanna umfang þess. Í þessu máli liggi ekki fyrir sönnun þess að tjón hafi orðið. Stefnandi telji ljóst að skilyrði fyrir að bætur séu dæmdar að álitum séu ekki uppfyllt í málinu. 

             Stefnandi kveðst mótmæla tilvísun stefnda til 7. gr. vaxtalaga varðandi dráttarvexti og hafi stefnda ávallt mátt vera ljóst að það væru að reiknast dráttarvextir af viðskiptaskuld hans.

VI

             Í greinargerð sinni krafðist stefndi aðallega frávísunar málsins en að því frágengnu krafðist hann sýknu og að viðurkennd yrði skuldajafnaðarkrafa hans á hendur stefnanda að fjárhæð 30.035.008 krónur auk vaxta. Þá krafðist hann vaxta og vaxtavaxta á 12 mánaða fresti af inneign stefnda hjá stefnanda í lok hvers árs samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 sbr. 7. gr. laga nr. 25/1987, af 355.719 krónum frá 31. desember 1994 til 31. desember 1995, af 1.628.035 krónum frá þeim degi til 31. desember 1996, af 1.207.789 krónum frá þeim degi til 31. desember 1997, af 3.558.440 krónum frá 1. janúar 1999 til 31. desember 1999, af 3.858.433 krónum frá þeim degi til 31. desember 2000, af 3.659.437 krónum frá þeim degi til 31. desember 2001, af 5.795.359 krónum frá þeim degi til 31. desember 2002, af 8.422.271 krónu frá þeim degi til 31. desember 2003, af 10.525.580 krónum frá þeim degi til 31. desember 2004 og af 2.625.580 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krafðist stefndi þess að stefnukröfur yrðu lækkaðar. Þá krafðist stefndi málskostnaðar en til vara að hann verði felldur niður.

             Á dómþingi 8. júní 2011 lagði stefndi fram skriflega breytingu á kröfugerð sinni og krefst nú sýknu og viðurkenningar á skuldajafnaðarkröfu vegna þess tjóns sem hann hafi orðið fyrir vegna ólögmæts samráðs, aðallega að fjárhæð 30.035.008 krónur, til vara að fjárhæð 21.000.000 krónur og til þrautavara lægri fjárhæðar að álitum. Í öllum tilvikum krefst stefndi vaxta og vaxtavaxta á 12 mánaða fresti af inneign stefnanda í lok hvers árs samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 7. gr. laga nr. 25/1987 um vexti af sömu fjárhæðum og á sömu tímabilum og greinir í upphaflegri kröfu og rakið er hér að framan. Þá gerði stefndi kröfu um málskostnað með sama hætti og að framan er lýst.

             Á fyrrnefndu dómþingi er bókað eftir lögmanni stefnda um kröfugerðina að hin nýja kröfugerð sé í raun í samræmi við greinargerð stefnda. Aðalkrafan, varakrafan og þrautavarakrafan séu krafa um sýknu á grundvelli gagnkröfu til skuldajafnaðar, en byggðar á mismunandi málsástæðum, þ.e. aðalkrafan byggi á því að tjón vegna verðsamráðs nemi að minnsta kosti 18% af viðskiptum aðila frá 1994 til 2001 auk dráttarvaxta, varakrafan byggi á undirmatsgerð og þrautavarakrafan byggi á því að hann eigi rétt að skaðabótum að álitum. Þrautaþrautavarakrafan sé um verulega lækkun dómkrafna.

             Við munnlegan málflutning krafðist stefndi sýknu þar sem málatilbúnaður stefnda væri óskýr. Byggði hann kröfu sína á sömu sjónarmiðum og hann hafði uppi í greinargerð til stuðnings frávísunarkröfu.  

             Í greinargerð vísaði stefndi til þess, til stuðnings frávísunarkröfu, að ómögulegt sé að gera sér grein fyrir því hvernig stefnukrafan sé samsett auk þess sem ákveðnir þættir séu augljóslega ekki rétt fram settir. Séu viðeigandi fylgiskjöl, svo sem reikningar, ekki lagðir fram af stefnanda og sé engin leið að gera sér grein fyrir því um hvaða vörur sé að ræða. Þá beri framlögðum hreyfingalista stefnanda um úttektir hvorki saman við innheimtubréf stefnanda né við viðskiptayfirlit stefnda frá því í árslok áranna 2002, 2003 og 2004.

             Þá kveður stefndi að grundvöllur stefnufjárhæðar, þ.e. listi yfir úttektir annars vegar uppreiknaðar með vöxtum og innborganir hins vegar án vaxta, sé andstæður viðskiptavenju aðila. Hafi stefndi haft viðskiptareikning hjá stefnanda og hafi vextir verið reiknaðir á viðskiptaskuld eins og hún hafi verið á hverjum tíma samkvæmt viðskiptareikningi. Í kröfugerð stefnanda sé hins vegar krafist dráttarvaxta frá hverri og einni úttekt en innborgana í engu getið. Hið rétta hefði verið að líta til niðurstöðutölu heildarskuldar á viðskiptareikningi á hverjum tíma en ekki til einstakra úttekta með vöxtum og innborgana án vaxta. Skuld stefnda við stefnanda á hverjum tíma hafi langt frá því verið svo há sem heildarúttektum hafi numið enda hafi reglulega verið greitt inn á viðskiptareikninginn. Leiði þetta einnig til þess að dráttarvaxtakrafan sé rangt fram sett í stefnu.

             Hreyfingalisti sem stefnandi leggi fram vegna viðskipta við stefnda, sé skjal sem stefndi hafi ekki áður séð. Hreyfingalisti þessi sé notaður til að ákvarða stefnufjárhæðina. Tilgreindum innborgunum í stefnu beri hins vegar ekki saman við raunverulegar innborganir samkvæmt hreyfingalista þar sem í stefnu séu leiðréttingar og kreditnótur einnig tilgreindar sem innborganir án nokkurra skýringa. Séu eftirfarandi kreditnótur og leiðréttingar að minnsta kosti ranglega tilgreindar sem innborganir: 86.610 krónur þann 31. desember 1995 (leiðrétting vegna fyrri færslna); 17.371 krónur þann 30. apríl 1996 (niðurfelling vaxta vegna fyrri mánaðar); 166.436 krónur þann 1. janúar 1998 (bakfærsla á ranglega bókuðum reikningi á Loðskinn hf.); 32.729 krónur þann 1. mars 1998; 107.997 krónur þann 24. maí 2000 (niðurfelling á vöxtum); 578.226 krónur þann 31. desember 2001; 896.998 krónur þann 7. janúar 2002; 613.471 króna þann 1. maí 2002 (uppdæling á olíu úr m/s röst); 798.665 krónur þann 1. desember 2002 (niðurfelling á vöxtum); 1.072.234 krónur þann 31. desember 2002; 5.598 krónur þann 31. maí 2003; 42.197 krónur þann 27. október 2003; 535.126 krónur þann 1. nóvember 2003; 782.966 krónur þann 31. desember 2003; 13.894 krónur þann 25. júní 2004; 1.622.500 krónur þann 31. ágúst 2004 og 7.003 krónur þann 1. september 2004.

             Leiði þetta til þess að stefnufjárhæðin sé að minnsta kosti sem þessum fjárhæðum nemi of há þegar að því komi að ákvarða dráttarvexti og grundvöll þeirra, enda sé um leiðréttingar eða kreditfærslur að ræða sem koma ættu til frádráttar fjárhæðum af of háum höfuðstól.

             Af öllu þessu leiði að kröfugerð stefnanda sé ekki nægilega ákveðin og ljós, hvorki hvað snerti form né efni, til að unnt verði að leggja dóm á hana. Stefnda sé því ómögulegt að gæta hagsmuna sinna og verjast kröfunni með fullnægjandi hætti vegna óljóss málatilbúnaðar stefnanda. Eins og fyrr greinir byggði stefndi á því við munnlegan málflutning að framangreind sjónarmið ættu að leiða til þess að hann yrði sýknaður af dómkröfum stefnanda.

             Þá byggir stefndi á því í greinargerð sinni að lækka beri stefnufjárhæðina um 1.500.000 krónur með vísan til óskilyrts og bindandi loforðs forsvarsmanns stefnanda sem gefið hafi verið 18. október 2004 um lækkun skuldarinnar sem þeirri fjárhæð nemi. Sé sú fjárhæð ekki tilgreind sem innborgun á hreyfingalista.

             Stefndi kveðst og mótmæla dráttarvaxtakröfu stefnanda þar sem forsendur hennar séu rangar. Eins og viðskiptasambandi stefnanda og stefnda hafi verið háttað hafi verið reiknaðir vextir á viðskiptaskuldina frá og með gjalddaga sem hafi verið 25. dagur næsta mánaðar á eftir úttekt. Dráttarvaxtakrafa stefnanda sem byggi á því að greiða skuli dráttarvexti af öllum úttektum frá og með úttektardegi hverrar úttektar standist því ekki, enda sé þá miðað við úttektardag en ekki gjalddaga og ekkert tillit tekið til innborgana eða vaxta af þeim. Þá sé ekkert tillit tekið til þess að iðulega hafi reikningar verið greiddir fyrir 25. dag næsta mánaðar á eftir úttekt þannig að dráttarvexti hafi aldrei átt að greiða þar sem staðið var í fullum skilum með greiðslu.

             Þá hafi áður verið vikið að því að eins og stefnufjárhæðin sé tilgreind, þ.e. með lista yfir úttektir og svokallaðar innborganir, þá sé grunnur dráttarvaxtaútreiknings rangur enda sé höfuðstóllinn of hár þar sem leiðréttingar, kreditfærslur og fleira sem tilgreint sé sem innborganir hefði átt að draga frá höfuðstólnum.

             Við munnlegan málflutning vísaði stefndi auk þess til 7. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og taldi að beita ætti greininni til að færa niður dráttarvaxtakröfu stefnanda ef til kæmi.

             Stefndi kveðst að frágenginni framangreindri kröfu byggja sýknukröfu sína á því að hann eigi skaðabótakröfu á hendur stefnanda til skuldajafnaðar við stefnukröfuna. Sú skaðabótakrafa sé hærri en nemi skuld hans við stefnanda og nemi að minnsta kosti 30.035.008 krónum auk vaxta.  Kveðst stefndi lýsa yfir skuldajöfnuði á móti kröfum stefnanda, sbr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Séu skilyrði þess til staðar þar sem báðar kröfurnar, þ.e. stefnukrafa og skaðabótakrafa stefnda, séu peningakröfur, báðar séu af sömu rót, milli sömu aðila og gjaldkræfar. Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda sé skaðabótakrafa vegna viðskipta á árinu 1994 og fyrri hluta árs 1995 fullgild til skuldajafnaðar.

             Sé skaðabótakrafa stefnda þannig tilkomin að stefnandi, Skeljungur og Ker hf. (OHF) hafi haft víðtækt ólögmætt samráð um sölu á gasolíu og skipagasolíu á tímabilinu 1994 til ársloka 2001, sem valdið hafi stefnda tjóni sem nemi hærri fjárhæð en stefnufjárhæðinni. Beri af þeim sökum að sýkna stefnda.

             Tjón stefnda felist í því að stefndi hafi greitt hærra verð fyrir skipagasolíu og gasolíu frá stefnanda en hann hefði gert ef hið ólögmæta samráð hefði ekki komið til. Þar sem stefndi hafi keypt umræddar vörur af stefnanda á hærra verði vegna hins ólögmæta samráðs krefjist hann þess að stefnandi bæti honum tjónið. Hafi viðskipti stefnda við stefnanda frá 1994 til ársloka 2001 numið 90.197.341 krónu. Hafi tjón stefnda vegna viðskipta við stefnanda á því tímabili að minnsta kosti numið 30.035.008 krónum auk vaxta miðað við eftirfarandi forsendur:

Keypt gasolía

Tjón stefnda

Reikningsfærðir

Leiðr. staða

kr.

(18%)

kr.

dráttarvextir

          OLÍS

kr.

viðskiptar. 31/12

ár hvert

kr.

1994

1.976.217

355.719

 

355.719

1995

7.068.424

1.272.316

 

1.628.035

1996

9.227.933

1.661.028

76.835

1.207.789

1997

10.816.883

1.947.039

491.182

-107.359

1998

11.528.292

2.075.093

524.673

3.558.440

1999

8.996.119

1.619.301

687.969

3.858.433

2000

18.748.704

3.374.767

1.880.630

3.659.437

2001

21.834.769

3.930.258

2.615.348

5.795.359

2002

 

 

2.395.995

8.422.271

2003

 

 

2.663.240

10.525.580

2004

 

 

2.463.615

1.125.506

Samt

90.197.341

16.235.521

13.799.487

             Skaðabótakrafa stefnda sundurliðist þannig:

a.                   Skaðabótakrafa vegna tjóns af verðsamráði nemi að minnsta kosti 18% af viðskiptum stefnda við stefnanda frá 1994 til ársloka 2001, eða 16.235.521 króna.

b.                   Skaðabótakrafa vegna dráttarvaxta sem stefnandi hafi fært á reikningsyfirlit stefnda 1996 – 2004 nemi samtals 13.799.487 krónum en stefndi hafi nánast verið skuldlaus við stefnanda allt þetta tímabil.

             Skaðabótakrafa stefnda sé því samtala framangreindra fjárhæða eða 30.035.008 krónur.

             Þá geri stefndi kröfu um greiðslu vaxta, og vaxtavaxta á 12 mánaða fresti, af inneign sinni í lok hvers árs, eftir að tillit hafi verið tekið til skaðabótakröfu vegna hins ólögmæta samráðs og lækkunar stefnufjárhæðar um 1.500.000 krónur. Krafist sé vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 7. gr. laga nr. 25/1987 um vexti af þeim fjárhæðum og á þeim tímabilum sem nánar eru rakin þegar gerð var grein fyrir kröfum stefnda hér fyrr.

             Kveður stefndi að hið ólögmæta samráð olíufélaganna hafi meðal annars birst sem almennt samráð um verðlagningu og hækkun framlegðar, samráð um að gefa ekki tiltekinn afslátt af gasolíuverði, sérstök hækkun á gasolíuverði 1997, sérstök hækkun á verði gasolíu til landnotkunar 2000, samráð um að hafa áhrif á verð í Færeyjum, samráð gegn eigin innflutningi LÍÚ og ólögmætt samráð um verðbreytingar á gasolíu og skipagasolíu frá 1993 til ársloka 2001. Kveðst stefndi gera röksemdir samkeppnisráðs og áfrýjunarnefndar samkeppnismála fyrir ólögmæti aðgerða stefnanda að sínum.

             Árin 1993 - 1996

             Hafi stefnandi, Skeljungur og OHF haft með sér samvinnu um allar verðbreytingar á eldsneyti á árunum 1993-1996 en stefnandi og OHF hafi viðurkennt ólögmætt samráð á þessu tímabili. Hafi forstjóri stefnanda sagt að ekki væri ósennilegt að fram á árið 1997 hafi meginreglan verið sú að olíufélögin hafi ræðst við í tengslum við hverja verðbreytingu, borið saman útreikninga sína og komist að sameiginlegri niðurstöðu, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar 4. desember 2002. Þá hafi framkvæmdastjóri fjármálasviðs OHF, sem ábyrgð hafi borið á verðlagningu eldsneytis, sagt að meginreglan fram á árið 1997 hafi verið sú að félögin hafi borið saman bækur sínar áður en verðbreytingar hafi verið ákveðnar, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar 3. desember 2002. Auk þess hafi fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá stefnanda, Kristján B. Ólafsson, sem borið hafi ábyrgð á verðlagningu eldsneytis fram til ársins 1997, staðfest að olíufélögin hafi átt í reglubundnu samstarfi í verðlagningarmálum á meðan hann bar ábyrgð á málaflokknum, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar 20. nóvember 2002. Fram komi á minnisblaði framkvæmdastjóra hjá Skeljungi, sem dagsett sé 26. apríl 1993, að á árinu 1993 hafi forstjóri stefnda og framkvæmdastjóri stefnanda meðal annars rætt um olíuafgreiðslu á Sauðárkróki.

             Niðurstaða samkeppnisráðs hafi verið að olíufélögin hafi haft samvinnu um allar verðbreytingar á eldsneyti frá 1993-1996, enda hafi það verið viðurkennt af stefnanda og OHF. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi staðfest niðurstöðu samkeppnisráðs og talið að olíufélögin hefðu haft með sér víðtækt samráð um verðlagningu á eldsneytisvörum sínum á árunum 1993-1996 og að gögn málsins bentu ekki til að um einstök afmörkuð tilvik væri að ræða. Stefndi kveðst taka undir ofangreint í ljósi framangreindra yfirlýsinga sem hann telji að sanni ólögmætt samráð olíufélaganna á árunum 1993-1996.

             Í greinargerð stefnda kemur og fram að, Skeljungur og OHF hafi haft með sér víðtækt samráð um verðbreytingar á eldsneyti á tímabilinu frá 1997-2000. Eigi þetta einnig við allt árið 2001 þrátt fyrir tímabundið „verðstríð“ félaganna í maí 2001. Hafi Samkeppnisráð komist að þeirri niðurstöðu að olíufélögin hafi haft með sér víðtækt samráð um verðbreytingar á eldsneyti þessi ár. Þá vísar stefndi í framantilvitnuð orð Kristjáns B. Ólafssonar, sem auk þess sem að framan er rakið hafi staðfest að á tímabilinu 1997-2000 hafi ekkert breyst í þessu samstarfi félaganna, en þetta komi fram í fundargerð Samkeppnisstofnunar 20. nóvember 2002. Stefndi vísar varðandi samráðstilvik á hverju þessara ára fyrir sig til eftirtalinna gagna, sem hann sundurgreinir eftir árum:

             Árið 1997

  1. Hann 7. janúar 1997 hafi framkvæmdastjóri fjármálasviðs stefnanda sent tölvupóst til framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá OHF og hafi efni hans verið sagt vera gasolía. Í tölvupóstinum komi fram að forstjóri stefnanda „var að spyrja hvort við hefðum haldið fund um tiltekin mál, þ.e. ákveðið var á forstjórafundi að við færum í málið. Þú hefur væntanlega fengið það verkefni að boða til fundarins. Bið þig að hafa samband við hentugleika.“, sbr. afritaðan tölvupóst frá OHF 7. janúar 1997.
  2. Hinn 16. janúar 1997 komi fram í tölvupósti innan OHF: „Hækkar um kr. 1000 á tonn eða um 0.93 aura. Hjá Olís á morgun en hinum á laugardag.“, sbr. afritaðan tölvupóst frá OHF 16. janúar 1997.

3.       Hinn 19. janúar 1997 komi fram í tölvupósti innan OHF að forstjóri stefnanda hafi talið álagningu lakari á MD olíu heldur en flotaolíu og svartolíu, sbr. afritaðan tölvupóst frá OHF 19. janúar 1997.

  1. Hinn 23. janúar 1997 hafi framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá stefnanda sent tölvupóst til forstjóra stefnanda en þar komi fram að framkvæmdastjórinn hefði rætt um verð á eldsneyti við framkvæmdastjóra fjármálasviðs OHF.
  2. Hinn 24. febrúar 1997 hafi forstjóri stefnanda greint frá því að forstjóri Skeljungs hf. hafi hringt í hann og boðað til forstjórafundar til þess að ræða samvinnu félaganna um sölu á eldsneyti á úthafinu og fleira, sbr. afritaðan tölvupóst frá stefnanda 24. febrúar 1997.
  3. Hinn 25. febrúar 1997 hafi framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá stefnanda sent tölvupóst til meðal annars forstjóra stefnanda og hafi efni hans verið verðlagsmál. Þar komi fram að framkvæmdastjórinn hafi talað við fram­kvæmda­stjóra fjármálasviðs hjá OHF og að OHF hafi ekki, varðandi gasolíuverð, áhyggjur af verðmun milli afgreiðsluforma, sbr. afritaðan tölvupóst frá stefnanda 25. febrúar 1997.

7.       Hinn 21. mars 1997 hafi framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá stefnanda sent tölvupóst til forstjóra félagsins. Í tölvupóstinum hafi komið fram að framkvæmdastjóri markaðssviðs OHF hafi hringt vegna gasolíuverðs og væri helst að spá í útgerðina. Forstjóri stefnanda hafi svarað tölvupóstinum og sagt: „Minni á umræðuna um að ná framlegð upp um ca 0,70 per líter í öllum tegundum, sem „allir“ hafa tekið undir. Megum ekki missa þetta fína tækifæri til lagfæringa, sem varla skapast aftur í bráð. Látið mig vita ef þið fáið ekki undirtektir svo ég geti þá tekið málið upp á öðrum vettvangi áður en endanleg ákvörðun er tekin.“, sbr. afritaðan tölvupóst frá stefnanda 21. mars 1997.

8.       Hinn 27. maí 1997 hafi framkvæmdastjóri markaðssviðs smásölu hjá stefnanda sent tölvupóst til framkvæmdastjórnar félagsins og bent á að samkvæmt upplýsingum frá Morgunblaðinu væri verð á gasolíu að hækka og nú væri tækifærið til að hækka verð á díselolíu í tönkum vegna landnotkunar en láta bátaverð vera óbreytt. Með því móti væri hægt að festa hærra verð á diesel til landnotkunar í sessi. Þetta væri búið að undirbúa á öðrum vettvangiog ætti að ganga í gegn núna. Forstjóri stefnanda hafi svarað og spurt hvort umræða væri um hækkun um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri fjárfestingar og áhættustýringar hjá stefnanda hafi svarað og greint frá því að hann hefði rætt við aðstoðarforstjóra Skeljungs hf. um hækkun á eldsneyti um mánaðamótin, sbr. afritaðan tölvupóst frá stefnanda 27. maí 1997.

9.       Hinn 30. maí 1997 hafi framkvæmdastjóri markaðssviðs smásölu hjá stefnanda sent tölvupóst til forstjóra stefnanda og sagst hafa heyrt um verðhækkun á bensíni. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs stefnanda hafi svarað og sagt að starfsfélagi hans hjá OHF ætlaði að fresta hækkuninni. Forstjóri stefnanda hafi svarað með eftirfarandi hætti: Ótrúlegt hvað þetta ferli er alltaf þungt hjá þeim.“, sbr. afritaðan tölvupóst frá stefnanda 30. maí 1997.

10.    Forstjórar olíufélaganna hafi hist þrisvar í júní 1997 og hafi þar meðal annars verið rætt um verðlagsmál, sbr. minnisblað forstjóra OHF.

             Árið 1998

  1. Hinn 27. apríl 1998 hafi innkaupastjóri á eldsneyti hjá OHF sent tölvupóst til aðstoðarforstjóra Skeljungs hf. og framkvæmdastjóra fjárfestingar og áhættustýringar hjá stefnanda og tilkynnt að fresta þyrfti fundi, sem halda átti daginn eftir, um 30 mínútur. Sama dag og fundur félaganna hafi verið haldinn hafi framkvæmdastjóri fjármálasviðs ritað eftirfarandi orðsendingu til forstjóra OHF: Menn eru á því að gera ekkert í bensíni, svartolíu og gasolíu en lækka flotaolíu og flotadísel um kr. 0,50 með VSK. Ég hringi í þig á fimmtudagsmorguninn út af þessu.“, sbr. orðsendingu 28. apríl 1998.
  2. Fjölmargir tölvupóstar milli OHF, Skeljungs hf. og stefnanda þar sem olíufélögin hafi ákveðið sameiginlega verð eldsneytis sem selt hafi verið til Úthafsolíu ehf. sem þau hafi átt í sameiningu, sbr. afritaða tölvupósta frá Skeljungi hf. 4. maí 1998-23. júlí 1998.
  3. Forstjórar olíufélaganna hafi hist þrisvar í maí 1998 og þar hafi meðal annars verið rætt um verðlagsmál, sbr. til dæmis minnispunkta forstjóra OHF 8. maí 1998.
  4. Hjá Skeljungi hf. hafi fundist skjal, samið 24. maí 1998, sem beri heitið framlegðartölur 1998 og í skjalinu segi að samráðsnefnd olíufélaganna hafi ákveðið framlegðartölur fyrir 1998, sbr. afritað tölvuskjal frá Skeljungi hf., síðast vistað 24. maí 1998.
  5. Forstjórar olíufélaganna hafi hist á fundi í júlí 1998 og þar hafi meðal annars verið rætt um verðlagsmál, sbr. afritaða tölvupósta frá stefnanda 8. júlí 1998.
  6. Fulltrúar olíufélaganna hafi hist á fundum 29. október og 11. nóvember 1998 og þar hafi meðal annars verið rætt um verðlagsmál, sbr. afritaðan tölvupóst frá stefnanda 30. október 1998 og ódagsett skjal sem hafi fundist hjá stefnanda.
  7. Forstjórar olíufélaganna hafi hist á fundum í desember 1998 þar sem meðal annars hafi verið rætt um verðlagsmál, sbr. afritaðan tölvupóst frá stefnanda, 10. desember 1998.

             Árið 1999

  1. Forstjórafundur hafi verið haldinn 18. janúar 1999 og hafi þar meðal annars verið rætt um verðlagsmál, sbr. minnispunkta forstjóra OHF 18. janúar 1999.
  2. Hinn 31. mars 1999 hafi framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hjá OHF sent tölvupóst til forstjóra OHF. Efni tölvupóstsins hafi verið verðbreyting en í tölvupóstinum komi meðal annars fram: Ég lét Samúel [stefnandi] og Gunnar Karl [Skeljungur] vita. Gunnar var sáttur við þetta en Samúel varð arfafúll yfir þessu og sagði að hann væri ekki viss um hvort þeir hættu við að hækka!!! Ég sagði að við myndum fullkomlega sætta okkur við að þeir hækkuðu hjá sér strax ef það væri það sem þeir vildu.“, sbr. afritaðan tölvupóst frá OHF 31. mars 1999.
  3. Tölvupóstar milli stefnanda og Skeljungs hf. þar sem komi fram að fulltrúar félaganna hafi komið sér saman um verð á flugeldsneyti, sbr. afritaðan tölvupóst frá Skeljungi hf. 6. ágúst 1999.
  4. Tölvupóstur innan stefnanda sanni viðræður milli stefnanda og Orkunnar um verðlagningu, sbr. afritaðan tölvupóst frá stefnanda 2. september 1999.
  5. Tölvupóstar innan OHF og stefnanda, dags. 30. september 1999, sanna að olíufélögin hafi haft samráð um verðhækkun á eldsneyti þann 30. september 1999. Hafi Samkeppnisráð komist að þeirri niðurstöðu að olíufélögin hefðu haft samráð um verðhækkun á eldsneyti hinn 30. september 1999 og hafi áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfest þá niðurstöðu.

             Árið 2000

  1. Afritaðir tölvupóstar frá Skeljungi hf. 17. janúar 2000 og 4. febrúar 2000 sanni samskipti stefnanda og Orkunnar í verðlagsmálum.
  2. Samráð olíufélaganna um verðlagningu á steinolíu í mars 2000, sbr. afritaður tölvupóstur frá Skeljungi hf. 11. febrúar 2000.
  3. Afritaðir tölvupóstar frá OHF, afritað tölvuskjal frá OHF með yfirskriftinni „Fulltrúi forstjóra Skipurit“, afritað tölvuskjal frá Skeljungi hf. Verb 1-4-00.xlssanni að olíufélögin hafi sammælst um verðhækkanir á bensíni sem gengu í gildi 1. apríl 2000. Samkeppnisráð telji að olíufélögin hafi sammælst um verðhækkanir á bensíni sem gengu í gildi 1. apríl 2000 og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi staðfest þá niðurstöðu.
  4. Afritaðir tölvupóstar frá stefnanda, Skeljungi hf. og OHF 28. apríl sanni að olíufélögin hafi sammælst um verðhækkanir á eldsneyti sem gengu í gildi 1. maí 2000. Samkeppnisráð telji að olíufélögin hafi sammælst um verðhækkanir á eldsneyti sem gengu í gildi 1. maí 2000 og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi staðfest þá niðurstöðu.
  5. Afritaðir tölvupóstar frá stefnanda, Skeljungi hf. og OHF 14., 28. og 30. júní 2000 sanni að olíufélögin hafi sammælst um verðhækkanir á eldsneyti sem gengu í gildi 1. júlí 2000. Þess megi geta að samkeppnisráð hafi komist að þeirri niðurstöðu að olíufélögin hafi sammælst um verðhækkanir á bensíni sem gengið hafi í gildi 1. júlí 2000 og hafi áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfest þá niðurstöðu.
  6. Hinn 29. ágúst 2000 hafi framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá OHF og framkvæmdastjóri fjárfestingar og áhættustýringar hjá stefnanda hist á fundi. Með gögnunum hafi fundist ódagsett handskrifað skjal, en daginn eftir hafi öll olíufélögin breytt verði á eldsneyti með þeim hætti er komið hafi fram á skjalinu. Samkeppnisráð telji að olíufélögin hafi haft samráð um umrædda verðhækkun og hafi áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfest þá niðurstöðu.

             Árið 2001

  1. Samkvæmt tölvupósti milli starfsmanna stefnanda megi ráða að stefnandi, OHF og Skeljungur hafi haft með sér samráð í janúar 2001 um verð á eldsneyti til OW Icebunker, sbr. afritaðan tölvupóst frá stefnanda 9. janúar 2001.
  2. Hinn 13. mars 2001 hafi forstjórar stefnanda og OHF hist og samkvæmt bókun í dagbók forstjóra stefnanda hafi eitt af umræðuefnum þeirra verið verð.
  3. Hinn 29. mars 2001 hafi framkvæmdastjóri fjárfestingar og áhættustýringar hjá stefnanda sent tölvupóst til forstjóra stefnanda en efni tölvupóstsins hafi verið verðlagsmál. Í tölvupóstinum komi meðal annars fram: „Ég þurfti óvænt að skjótast heim. Verðútreikningurinn er á borðinu þínu. Ég hitti BB [Bjarni Bjarnason, OHF] í hádeginu í dag.“, sbr. afritaðan tölvupóst frá stefnanda 29. mars 2001. Af þessum tölvupósti og öðrum gögnum telji samkeppnisráð að samráð hafi verið haft um verðhækkun á eldsneyti hinn 1. apríl 2001 og styðji áfrýjunarnefnd samkeppnismála þá niðurstöðu.
  4. Hinn 14. júní 2001 hafi meðal annars forstjórar stefnanda og OHF hist á fundi. Samkvæmt minnispunktum forstjóra OHF hafi meðal annars verið rætt um verðlagsmál.
  5. Af tölvupóstum frá Skeljungi hf., OHF og stefnanda 30. og 31. október 2001, megi ráða að olíufélögin hafi haft samráð um verðbreytingu á eldsneyti mánaðamótin október/nóvember 2001. Þess megi geta að samkeppnisráð hafi komist að þeirri niðurstöðu að olíufélögin hafi haft samráð um ofangreinda verðbreytingu og hafi áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfest þá niðurstöðu.
  6. Afritaðir tölvupóstar frá stefnanda, Skeljungi hf. og OHF 27. og 30. nóvember 2001 sanni að olíufélögin hafi sammælst um verðbreytingar á eldsneyti í kringum mánaðamótin nóvember/desember 2001. Samkeppnisráð telji að olíufélögin hafi haft með sér samráð um verðbreytingar á eldsneyti í kringum mánaðamótin nóvember/desember 2001 og hafi áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfest þá niðurstöðu.

             Þá kemur fram í greinargerð stefnda að í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála komi fram að nefndin líti svo á að olíufélögin hafi haft með sér víðtækt samráð um verðlagningu á eldsneytisvörum sínum öll framangreind ár og að gögn málsins bendi ekki til að þar hafi verið um einstök tilvik að ræða. Stefndi kveðst taka undir það í ljósi framangreindra gagna sem sanni ólögmætt samráð olíufélaganna á árunum 1997 til 2001. Færi framangreind gögn óyggjandi sönnur á að frá árinu 1994 til og með 2001að minnsta kosti hafi stefnandi, Skeljungur og OHF haft með sér verðsamráð sem náð hafi meðal annars til gasolíu og skipagasolíu.

             Þessu til staðfestingar sé sú staðreynd að mikið samræmi hafi verið í dagsetningum tilkynninga olíufélaganna um verðbreytingar á gasolíu og skipagasolíu. Framan af tímabilinu hafi verðbreytingar verið sjaldgæfari en á bensíni og hafi alloft átt sér stað á öðrum tíma. Á árunum 1999–2001 hafi verðbreytingar verið algengari og oft á sama tíma og verðbreytingar á bensíni. Nánast fullkomið samræmi hafi verið í verði og verðbreytingum allt tímabilið sem með tilliti til framangreindra gagna staðfesti verðsamráð olíufélaganna. Þetta samráð stefnanda og annarra olíufélaga brjóti í bága við 10. gr. samkeppnislaga, sem meðal annars meini samráð á milli keppinauta um verð en það hafi orðið til þess að verð á gasolíu og skipagasolíu hafi hækkað umtalsvert.

             Frá maí til ágúst 1997 hafi verið umræða milli olíufélaganna um hækkun á gasolíu. Á forstjórafundi 18. júní 1997 hafi verið ákveðið að hækka gasolíu, sbr. minnisblað forstjóra OHF sem beri heitið Forstj.fundur 18.06.97“. Hafi ákvörðunin verið áréttuð á fundi olíufélaganna í nóvember 1998. Þetta samráð stefnanda og annarra olíufélaga brjóti í bága við 10. gr. samkeppnislaga, sem meðal annars meini samráð á milli keppinauta um verð, en það hafi orðið til þess að verð á gasolíu og skipagasolíu hafi hækkað umtalsvert.

             Á fundi 11. nóvember 1998, þar sem viðstaddir hafi verið framkvæmdastjóri markaðssviðs smásölu hjá Skeljungi hf., sölustjóri á stórnotendasviði hjá OHF og framkvæmdastjóri markaðssviðs smásölu stefnanda, hafi meðal annars verið rætt um gasolíu, sbr. afritaðan tölvupóst frá Skeljungi hf. ásamt viðhenginu Leiðsluverð.doc. Af skjalinu megi ráða að ákveðið hafi verið að reyna að minnka mismun leiðsluverðs og diesel. Í ákvörðun samkeppnisráðs komi meðal annars fram að ákveðið hafi verið að hækka verð á gasolíu til landnotkunar (leiðsluverð). Enn fremur segi í ákvörðuninni að hér hafi verið um að ræða áréttingu á þeirri stefnumörkun olíufélaganna að draga úr notkun heimatanka og beina viðskiptavinum inn á þjónustustöðvar félaganna í því skyni að auka framlegð félaganna. Hafi áfrýjunarnefnd samkeppnismála fallist á rök samkeppnisráðs um að fundir olíufélaganna 29. október og 11. nóvember 1998 hafi veitt rækilega vísbendingu um að þau hafi haft með sér verulegt og náið samstarf í verðlagsmálum á þessum tíma. Þetta samráð stefnanda og annarra olíufélaga brjóti í bága við 10. gr. samkeppnislaga, sem meðal annars meini samráð á milli keppinauta um verð, en það hafi orðið til þess að verð á gasolíu og skipagasolíu hafi hækkað umtalsvert.

             Í ákvörðun samkeppnisráðs sé fjallað um fjölmörg sönnunargögn fyrir því að stefnandi, Skeljungur og OHF hafi haft samráð um að gefa ekki tiltekinn afslátt af gasolíu, þ.e. að selja gasolíu ekki á skipagasolíuverði og að selja skipagasolíu ekki til landnota. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi staðfest niðurstöðu samkeppnisráðs hvað þetta varði. Ljóst sé að þetta hafi haft bein áhrif til hækkunar á viðskiptakjörum stefnda. Þessu til frekari stuðnings séu eftirfarandi gögn:

  1. Handskrifað minnisblað þáverandi framkvæmdastjóra markaðssviðs OHF með yfirskriftinni „Fundur Skelj/Olís/Esso“, frá 10. ágúst 1994. Samkvæmt ákvörðun samkeppnisráðs lýsi minnisblaðið fundi hans með framkvæmda­stjórum fjármálasviða hjá stefnanda og Skeljungi hf. og komi þar meðal annars fram að félögin hafi fjallað um hvort tiltekinn togari eigi að fá gasolíu á skipagasolíuverði.
  2. Í bréfi frá framkvæmdastjóra markaðssviðs stefnanda til starfsmanns stefnanda. 9. september 1994 sé staðfest að OHF fallist á ofangreint.
  3. Í símbréfi frá framkvæmdastjóra fjármálasviðs stefnanda til starfsmanna Skeljungs hf. og OHF 18. janúar 1996 hafi verið óskað eftir viðhorfi þeirra til þess að tilteknu skipi yrði seld gasolía á skipagasolíuverði.
  4. Í fundargerð framkvæmdastjórnar OHF 6. febrúar 1996 segi að Skeljungur hafi orðið „uppvís“ að því að selja gasolíu á skipagasolíuverði.
  5. Í tölvupósti frá forstjóra Skeljungs hf. 25. september 1999 segi meðal annars: „Það kom fram á fundi með EB og GM í gær, að þeir væru sem næst búnir að afleggja að afgreiða gasolíu til kúnna sem skipagas eða SD, F-5. Kæmu kúnnar á SD/MD inná hafnir, þar sem bara væri gasolía þá þýddi ekki um að tala annað verð en gasolía, eða þá keyrt væri í þá. Þetta VERÐUM við að skoða einkum á stærri stöðum, t.d. Akranesi og víðar. Við erum sennilega að toppa hin félögin í eftirgjöfum og afsláttum.“ „EB” sé tilvísun til Einars Benediktssonar, forstjóra stefnanda, og GM” til Geirs Magnússonar, forstjóra OHF.
  6. Í tölvupósti frá forstjóra Skeljungs hf. 21. maí 1998 til samstarfsmanna sinna fjalli forstjórinn um afslætti og vísi meðal annars til þess að þegar OHF og Olís selji gasolíu sem skipagasolíu þá sé það gert á „réttum verðum“, eins og það sé orðað. Hafi forstjórinn viljað að Skeljungur setti sér verklagsreglur um þetta.
  7. Í fundargerð Samkeppnisstofnunar vegna fundar með forstjóra og fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðssviðs OHF 15. apríl 2002 komi fram að framkvæmdastjóri markaðssviðs segði að ein leið til að ná viðskiptum væri að bjóða gasolíu á skipagasolíuverði og að öll olíufélögin hafi að einhverju leyti beitt þessu. Það hafi hins vegar verið rætt milli olíufélaganna að bjóða ekki gasolíu á skipagasolíuverði „og sameiginlegur skilningur hefði ríkt meðal þeirra að gera það ekki“.
  8. Í fundargerð Samkeppnisstofnunar vegna fundar með forstjóra OHF og fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðssviðs stórnotenda 16. apríl 2002 komi fram að forstjóri OHF og framkvæmdastjóri fjármálasviðs kannist við að olíufélögin hafi gert athugasemdir hvert við annað þegar gasolía hafi verið seld á skipagasolíuverði.
  9. Fundargerð Samkeppnisstofnunar vegna fundar með forstjóra stefnanda, framkvæmdastjóra markaðssviðs stórnotenda og framkvæmdastjóra fjárfestingar og áhættustýringar 4. desember 2002 en forstjóri stefnanda hafi, aðspurður um hvort að sameiginlegur skilningur hefði ríkt um að slíkur afsláttur á gasolíu væri óheimill, að „áður fyrr hafi sennilega verið um einhvern óskráðan en sameiginlegan skilning félaganna að ræða. Almennt hafi verið um það að ræða að menn pirruðust út í það þegar dýrari vara var seld á verði ódýrari vöru. Slík tilvik hafi þó oft tengst tæknilegum vandkvæðum við birgðahald. Sagði EB að sig minnti að slíkar ásakanir hafi fyrst komið fram þegar Skeljungur hf. seldi útgerðaraðilum á Hellissandi gasolíu á skipagasolíuverði, þar sem félagið hafði ekki tanka á svæðinu til að geyma þar skipagasolíu.“
  10. Afritaðir tölvupóstar frá Skeljungi hf. 1. mars 1999 og 18. maí 1999 ásamt afrituðum tölvupóstum frá stefnanda 10. september 1999 og 25. september 2001 sanni að stefnandi og OHF hafi kvartað við hinn ef dýrari olía hafi verið boðin á verði ódýrari olíu.

             Framangreind gögn veiti óyggjandi sannanir fyrir því að frá árinu 1994 að minnsta kosti og til ársloka 2001 hafi stefnandi, Skeljungur og OHF haft með sér samkomulag um að gefa ekki afslátt af gasolíuverði með því að selja hana á skipagasolíuverði og að skipagasolía yrði ekki seld á skipagasolíuverði til viðskiptavina á landi. Sé ljóst að þetta samráð brjóti í bága við 10. gr. samkeppnislaga, sem meðal annars meini samráð á milli keppinauta um verð, og að það hafi orðið til þess að verð á gasolíu hafi hækkað umtalsvert.

             Stefndi kveður gögn málsins gefa til kynna að unnið hafi verið að framgangi þess að hækka verð á gasolíu til landnotkunar á árinu 1999, sbr. minnispunkta forstjóra OHF frá fundi með forstjórum hinna olíufélaganna 18. janúar 1999 en þar hafi verið bókað: „Tankaverð. Ekki komin niðurstaða frá GM. Einnig megi nefna fundargerð OHF frá 8. mars 1999 en þar komi fram að framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hafi meðal annars rætt um verð til bænda og sagt að þeir borgi bílverð fyrir gasolíu þótt því fylgi mikill kostnaður að koma til þeirra olíunni auk þess að fá heimatanka endurgjaldslaust. Þá sé rætt um möguleika á því að hækka verð á gasolíu til þessara viðskiptavina og sagt að þessu „sé hægt að breyta en þá þarf stefnumarkandi ákvörðun að koma til og öll olíufélögin þurfa að vera með í þessu.“

             Sýni gögn málsins að olíufélögin hafi náð að framkvæma samkomulag sitt hinn 1. mars 2000, sbr. og niðurstöðu samkeppnisráðs:

  1. Hinn 28. febrúar 2000 hafi verið bókað í dagbók framkvæmdastjóra fjármálasviðs OHF að hann eigi fund með framkvæmdastjóra fjármálasviðs OHF og framkvæmdastjóra fjárfestingar og áhættustýringar hjá stefnanda, sbr. dagbók Bjarna Bjarnasonar 28. febrúar 2000. Daginn eftir hafi framkvæmdastjóri fjárfestingar og áhættustýringar hjá stefnanda sent eftirfarandi tölvupóst til framkvæmdastjóra markaðssviðs stórviðskipta og smásölu hjá stefnanda: „Þar sem verið er að minnka verðmun á diesel og gasolíu um 50 aura, þá þarf að breyta afsláttarkjörum þeirra sem hafa verið í af tank á stöð kerfinu, þannig að afslátturinn minnkar úr 5 kr. í 4,5 kr.“, sbr. afritaðan tölvupóst frá stefnanda 29. febrúar 2000. Sama dag hafi verið haldinn fundur í framkvæmdastjórn OHF þar sem eftirfarandi hafi verið bókað í fundargerð: „Rætt var um verðþróun á eldsneyti og þörf fyrir hækkanir 1.3. Ákveðið var að skoða möguleika á að draga úr hækkun á svartolíu og minnka mun á verði til bænda og verktaka annars vegar og dæluverði hins vegar.“, sbr. fundargerð framkvæmdastjórnar OHF 29. febrúar 2000.
  2. Daginn eftir, 1. mars 2000, hafi öll olíufélögin hækkað verð á eldsneyti. Í ákvörðun samkeppnisráðs segi að um árabil hafði verðmunur á milli almenns gasolíuverðs (leiðslu/tankaverð) og gasolíu frá söludælu (diesel) verið 5 krónur sem hafi þýtt að þeir sem keypt hafi gasolíu á leiðsluverði hafi í raun fengið 5 krónur í afslátt miðað við verð á bensínstöðvum. Í ofangreindri verðbreytingu hafi öll olíufélögin minnkað þennan mun um 50 aura. Sá munur hafi haldist allt til 1. ágúst 2001 en þá hafi félögin minnkað muninn um 50 aura til viðbótar.
  3. Forstöðumaður innkaupadeildar eldsneytis hjá Skeljungi hf. hafi hinn 29. febrúar sent tölvupóst innan Skeljungs hf. og greint frá því að verðbreytingar yrðu daginn eftir. Framkvæmdastjóri markaðssviðs smásölu hafi svarað með eftirfarandi hætti: „Gamli okrarinn!“. Forstöðumaðurinn hafi svarað um hæl og sagt „Nágranna okkar vantar greinilega aura þeir eru alveg óðir í hækkunum! Við bara neyðumst til að synda með straumnum...“, sbr. afritaða tölvupósta frá Skeljungi hf.29. febrúar 2000 og 1. mars 2000.

             Ofangreind gögn auk handskrifaðs minnisblaðs frá OHF 6. apríl 2000, tölvupósts frá Heimi Sigurðssyni til Thomasar Möller og Margrétar Guðmundsdóttur 10. maí 2000 og tölvupósta milli Thomasar Möller og Heimis Sigurðssonar 24. maí 2000 sanni að með verðbreytingunni 1. mars 2000 hafi olíufélögin verið að hrinda í framkvæmd umræddu samkomulagi.

             Þess megi geta að samkeppnisráð hafi komist að þeirri niðurstöðu að með verðbreytingunni 1. mars 2000 hafi olíufélögin verið að hrinda í framkvæmd umræddu samkomulagi. Hafi áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfest þá niðurstöðu. Þetta samráð stefnanda og annarra olíufélaga brjóti í bága við 10. gr. samkeppnislaga, sem meðal annars meini samráð á milli keppinauta um verð, en það hafi orðið til þess að verð á gasolíu og skipagasolíu hafi hækkað umtalsvert.

             Í ákvörðun samkeppnisráðs sé gerð grein fyrir því að olíufélögin hafi lengi haft samráð um svör við gagnrýni LÍÚ um að verðlagning á eldsneyti væri óeðlilega há. Megi nefna sem dæmi að LÍU hafi sent bréf til olíufélaganna í ágúst 1995 þar sem óskað hafi verið upplýsinga um hvort lækkunar væri að vænta á olíuverði til fiskiskipa. Hjá forstjóra stefnanda hafi fundist svarbréf forstjóra Skeljungs hf. til LÍÚ, dagsett 17. ágúst 1995. Gögn málsins sýni að í desember 2000 hafi olíufélögin haft samráð um hvernig þau skyldu bregðast við nýrri samkeppni frá LÍÚ í sölu á eldsneyti til fiskiskipa.

  1. Í tölvupósti frá forstjóra stefnanda til forstjóra Skeljungs hf. og OHF 15. júní 2000 segi að í hann hefði hringt nýr framkvæmdastjóri LÍÚ og fram hefði komið að framkvæmdastjóranum hefði ekki tekist að ná í forstjóra OHF og Skeljungs hf. Erindi framkvæmdastjórans hafi verið að ræða aðgerðir til að lækka verð á eldsneyti til skipa. Í tölvupóstinum segi meðal annars „... gaf hann upp boltann um að honum þætti ekki óeðlilegt að félögin skoðuðu þetta hugsanlega saman á forsendum Úthafsolíu ehf. Þar sem þannig var að hans hálfu komið komment um að þeim þætti ekki óeðlilegt að félögin hefðu samráð um málið lét ég koma fram að þar sem við færum með formennsku í Úthafsolíu ehf., myndi ég hafa frumkvæðið að því að við hittumst til að ræða málið. Þótt ég sé þeirrar skoðunar að við ættum að flýta okkur hægt í þessu máli held ég að æskilegt væri að við hittumst fljótlega til fyrstu umræðu.“
  2. Samkvæmt dagbók forstjóra stefnanda, færslu dagsettri 26. júní 2000, hafi forstjórar olíufélaganna hist á fundi hjá stefnanda þann 26. júní 2000 til að ræða um erindi LÍÚ.
  3. Samkvæmt tölvupósti innan stefnanda 6. júlí 2000 hafi forstjórar olíufélaganna hitt framkvæmdastjóra LÍU hinn 6. júlí 2000. Fram komi að LÍÚ hafi óskað eftir viðræðum við olíufélögin eða Úthafsolíu ehf. um hugsanlega afgreiðslu á eldsneyti til fiskiskipa innan efnahagslögsögunnar að 12 mílum eða jafnvel 4 mílum. Enn fremur hafi framkvæmdastjórinn nefnt dæmi um að útgerðarmaður hafi fengið tilboð um mun lægra verð á hafi en unnt væri að fá á landi en samkvæmt frásögn forstjóra stefnanda sé ljóst að forstjórar olíufélaganna hafi reynt að sannfæra framkvæmdastjórann um að verðið hér á landi væri eðlilegt. Auk þess komi fram að niðurstaða fundarins hafi verið að olíufélögin myndu kanna þetta og frekari viðræður myndu eiga sér stað.
  4. Samkvæmt dagbók Friðriks Stefánssonar hjá Skeljungi, færslur 22. og 29. september 2000, sé ljóst að hinn 22. september hafi fulltrúar olíufélaganna hist hjá stefnanda og rætt málefni LÍÚ og hinn 29. september hafi þeir hitt fulltrúa LÍÚ. Í tölvupósti sem framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hjá stefnanda hafi sent starfsbræðrum sínum hjá OHF og Skeljungi, hafi komið fram að LÍU væri komið með hugmyndir frá öðrum og þetta þyrftu olíufélögin að ræða, sbr. afritaðan tölvupóst frá OHF 22. september 2000.
  5. Hinn 26. október 2000 hafi framkvæmdastjóri LÍÚ sent tölvupóst til forstjóra olíufélaganna og sagt það koma á óvart að olíufélögin hefðu ekki svarað beiðni hans um að skoða málið frekar, sbr. afritaðan tölvupóst frá Skeljungi 26. október 2000. Forstjóri Skeljungs hafi áframsent þennan tölvupóst til aðstoðarforstjóra síns og framkvæmdastjóra markaðssviðs stórviðskipta hjá félaginu og sagt að hann hafi talið það standa næst stefnanda að svara LÍÚ. Síðan hafi hann sagt að það þurfi „að sparka í liðið og sammælast hvað gert verði.“, sbr. afritaðan tölvupóst frá Skeljungi 27. október 2000.
  6. Samkvæmt afrituðum tölvupóstum frá OHF 9. og 15. nóvember 2000 sé ljóst að OW Icebunker hafi upplýst olíufélögin um erindi LÍÚ til sín.
  7. Samkvæmt fundargerð Samkeppnisstofnunar 4. desember 2002 segi fyrirsvarsmaður stefnanda aðspurður um viðræður olíufélaganna við erlend fyrirtæki um að hindra aðgerðir LÍÚ: („JH sagði að aðdragandi að þessu máli hafi verið sá að framkvæmdastjóri LÍÚ hafi í upphafi verið á fullu að reyna að fá íslensku olíufélögin að samningaborði við sig. Þegar hann var ekki sáttur við niðurstöðuna hafi hann snúið sér til OWI. Hann hafi brugðist illur við þegar honum hafi verið tjáð að sú þjónusta sem LÍÚ sæktist eftir væri ekki í samræmi við skilgreindan tilgang OWI, sem væri að selja olíu til skipa á hafi úti, utan lögsögu Íslands. Hafi hann þá leitað til Malik. JH kvaðst þekkja ágætlega til bæði á meðal úthafssölufyrirtækja og hjá LÍÚ. Hafi hann fregnað að samtökin hafi fengið tilboð frá Malik. Hafi menn hjá OWI haft áhyggjur af því að framtak LÍÚ gæti endanlega keyrt verðstrúktúr í þessum viðskiptum niður í svaðið. EB bætti við að hann sæi ekkert óeðlilegt við það að framkvæmdastjóri OWI reyndi að fiska upp aðgerðir keppinauta sinna. Almennt kvaðst EB telja að ekkert væri tortryggilegt við viðbrögð olíufélaganna við framtaki LÍÚ, en hins vegar hafi málflutningur og framganga LÍÚ verið óábyrg. Kvaðst hann ekki geta skilið ef samkeppnislög fælu í sér þá kröfu að olíufélögunum hafi verið óheimilt að verða við beiðni um að hitta forsvarsmenn LÍÚ og bera af sér ítrekaðar rangfærslur samtakanna.“
  8. Hinn 13. desember hafi OW Icebunker sent tölvupóst til olíufélaganna og greint þeim frá að LÍÚ hefði náð samningum við fyrirtækið Malik. Sölustjórinn hjá OHF hafi framsent tölvupóstinn 14. desember 2000 til forstjóra OHF og sagt að LÍÚ hefði lofað að verðið frá Malik yrði 5 krónum lægra en listaverð OHF og að nú þyrftu íslensku olíufélögin að fara að móta afstöðu til þess hvernig þau ætluðu að bregðast við þessu, sbr. afritaða tölvupósta frá OHF 13. og 14. desember 2000. Daginn eftir hafi framkvæmdastjóri markaðssviðs stórviðskipta hjá Skeljungi hf., framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hjá stefnanda og framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda og sölustjóri á því sviði hjá OHF hist. Hafi sölustjóri OHF sent tölvupóst til forstjóra OHF þar sem hann hafi lýst niðurstöðu fundarins með eftirfarandi hætti: „Niðurstaða fundar KK [Kristján Kristinsson, OHF], RB [Ragnar Bogason, OHF], JH [Jón Halldórsson, stefnandi] og FS [Friðrik Stefánsson, Skeljungi hf.]: Menn haldi haus og láti þetta mál ekki trufla sig. Við höfum ekki frumkvæði að því að vekja athygli á þessu við viðskiptamenn okkar með útskýringum umfram það sem fram hefur komið áður. Menn láti ekki hafa sig út í neinn verðslag heldur haldi sínu striki og ákvarði verð um næstu mánaðamót út frá sömu forsendum og hingað til. Annað væri vatn á myllu þeirra sem segja okkur fylgja hentistefnu í verðlagningu. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með því hverjir það eru sem munu kaupa olíu úr skipinu. Mjög líklegt er að fréttamenn muni hlaupa upp til handa og fóta þegar fréttist af skipinu og vera með uppákomu þegar farið verður að landa úr því. Talsmenn Ohf verði aðspurðir vel undirbúnir til að útskýra hvernig stendur á verðmun milli okkar listaverðs og þess verðs sem selt verður á úr skipinu. Þar gildir að sjálfsögðu að nota rökin um birgðaverð, þjónustustigið, birgðaöryggi og aðgengi að olíunni hvar sem er á landinu.“, sbr. afritaðan tölvupóst frá OHF 15. desember 2000.
  9. Samkvæmt fundargerð Samkeppnisstofnunar 15. apríl 2002 staðfesti Kristján Kristinsson að á fundi olíufélaganna 15. desember 2000 hafi fulltrúar olíufélaganna ákveðið sameiginlega að ekki væri ástæða til að bregðast við þessu framtaki LÍÚ með því að lækka verð. Framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hjá OHF hafi staðfest að olíufélögin hafi rætt saman um viðbrögð við innkomu LÍÚ og komist að þeirri niðurstöðu að engin forsenda væri fyrir þau að lækka verð vegna þessa, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar 16. apríl 2002.

             Veiti framangreind gögn óyggjandi sönnur fyrir því að olíufélögin hafi haft samráð sín á milli með að lækka ekki verð vegna aðgerða LÍÚ. Brjóti þetta samráð í bága við 10. gr. samkeppnislaga, sem meðal annars meini samráð á milli keppinauta um verð, og hafi það orðið til þess að verð á gasolíu varð hærra en ella. Samkeppnisráð hafi komist að þeirri niðurstöðu að ofangreindar aðgerðir félaganna færu gegn 10. gr. samkeppnislaga og hafi áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfest þá niðurstöðu.

             Þá telji stefndi rétt að geta samvinnu olíufélaganna um að hækka verð eldsneytis í Færeyjum. Gögn málsins sanni að stefnandi, ásamt hinum olíufélögunum, hafi beitt sér í að hækka verð á eldsneyti til íslenskra skipa í Færeyjum. Hafi samkeppnisráð komist að þeirri niðurstöðu að olíufélögin hefðu haft ólögmætt samráð frá árinu 1998 í því skyni að reyna að halda uppi verði gagnvart skipum sem keypt hafi eldsneyti á Íslandi. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi staðfest þá niðurstöðu. Þetta samráð stefnanda og annarra olíufélaga brjóti í bága við 10. gr. samkeppnislaga sem meðal annars meini samráð á milli keppinauta um verð, en það hafi orðið til þess að verð á gasolíu og skipagasolíu hafi hækkað umtalsvert.

             Stefndi kveður að margnefnd olíufélög, þeirra á meðal stefnandi, hafi haft með sér ólögmætt samráð um sölu á skipagasolíu og gasolíu á tímabilinu 1994 til ársloka 2001 og hafi stefnandi í meginatriðum viðurkennt aðild sína að hinu ólögmæta samráði. Stefnandi hafi greint frá því að olíufélögin hafi haft með sér reglulegt samráð vegna verðbreytinga fram á árið 1997 og frá verðsamráði vegna svonefndra heimatanka, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar með forstjóra stefnanda 4. desember 2002 og fundargerð Samkeppnisstofnunar með fyrrverandi framkvæmdastjóra fjármálasviðs stefnanda 20. nóvember 2002.

             Þá hafi forstjóri stefnanda greint frá því við Samkeppnisstofnun að seinni hluta árs 1996 og á árinu 1997 hafi fulltrúar allra þriggja olíufélaganna verið að þrýsta hver á annan með hugmyndum um verðhækkanir. Hafi forstjórinn þrýst á þann starfsmann stefnanda sem annaðist verðlagningu um að beita sér gagnvart hinum félögunum fyrir verðhækkun veturinn 1996-1997, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar 4. desember 2002. Forstjórinn hafi enn fremur aðspurður greint frá skjali frá maí 1998, sem fjalli um samstarf olíufélaganna um að auka framlegð, og hefði hann á þessum tíma átt kost á því að ræða við forstjóra hinna félaganna um slaka afkomu og lága framlegð hefði hann væntanlega gert það, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar 4. desember 2002. Hefði forstjóri stefnanda greint frá því að forstjóri OHF hefði hringt í sig í maí 2001 og „skammað“ sig fyrir að hækka ekki verð, og að hann hefði hringt í Skeljung og „skammað“ Skeljung fyrir að hækka ekki verð, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar 4. desember 2002.

             Þá hafi stefnandi enn fremur greint frá umræðum forstjóra olíufélaganna um aðgerðir til að stuðla að hækkun framlegðar, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar með fyrrverandi framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá stefnanda 20. nóvember 2002 og að olíufélögin hafi sammælst um að leggja á afgreiðslugjöld á viðskiptavini vegna dreifingar á eldsneyti og taka upp gjöld vegna tanka og annars búnaðar í eigu olíufélaganna á árunum 1997-1998, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar með forstjóra OHF og fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðssviðs OHF 15. apríl 2002 og fundargerð Samkeppnisstofnunar með forstjóra stefnanda 4. desember 2002. Þá hafi stefnandi greint frá því að olíufélögin hafi haft sama vilja til að takmarka afslætti og að olíufélögin hafi kvartað yfir veitingu afsláttar í ágúst 1998, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar með forstjóra stefnanda 4. desember 2002.

             Þá hafi stefnandi staðfest að hafa setið samráðsfund með OHF og Skeljungi í október 1998, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar með framkvæmdastjóra markaðssviðs smásölu hjá stefnanda og að það hafi sennilega verið um einhvern óskráðan en sameiginlegan skilning olíufélaganna að ræða að bjóða ekki gasolíu á skipagasolíuverði, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar með forstjóra stefnanda 4. desember 2002. Þá hafi stefnandi greint frá fyrirkomulagi samstarfs félaganna vegna beiðni LÍÚ um verðlækkun, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar 4. desember 2002 og að olíufélögin hafi rætt um viðbrögð við gagnrýni LÍÚ og fjallað um verðlagningu á skipagasolíu til íslenskra skipa í Færeyjum, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar 4. desember 2002. Þá komi fram að stefnandi hafi talið upplýsingaskipti olíufélaganna vera óeðlilega mikil, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar 4. desember 2002 og hafi hann greint frá upplýsingaskiptum olíufélaganna um sölu hvers annars á eldsneyti, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar 4. desember 2002 og um sölu á smurolíu, sbr. fundargerð Samkeppnisstofnunar 4. desember 2002.

             Viðræður stefnanda og stefnda á síðari hluta árs 2004 og samþykki stefnanda fyrir afslætti eða skaðabótum hafi komið til vegna hins ólögmæta samráðs. Feli þær viðræður í sér viðurkenningu stefnanda á hinu ólögmæta samráði og því að til bótaskyldu hafi stofnast.

             Af öllu framansögðu sé ljóst að stefnandi hafi viðhaft ólögmæta háttsemi sem hafi leitt til tjóns stefnda þar sem hann hafi þurft að kaupa eldsneyti á hærra verði en ella. Þeim sönnunargögnum sem samkeppnisyfirvöld byggi niðurstöður sínar á hafi ekki verið hnekkt, auk þess sem samráðið hafi einnig verið viðurkennt af forsvarsmönnum stefnanda.

             Hvað snerti tjón stefnda kveður hann að á árunum 1994 til ársloka 2001 hafi hann keypt gasolíu og skipagasolíu fyrir 90.197.341 krónu af stefnanda. Einsýnt sé að samráð olíufélaganna sem lýst sé að framan hafi hækkað verð á þeim vörum umfram það verð sem hefði ríkt á samkeppnismarkaði og hafi þar með valdið stefnda tjóni. Vegna eðlis ólögmæts samráðs sé alla jafna nokkrum vandkvæðum bundið að ákvarða fjárhæð tjóns þótt viðurkennt sé og staðfest af rannsóknum að ólögmætt samráð valdi tjóni. Hafi megintilgangur olíufélaganna með hinu ólögmæta samráði verið að hækka verð, álagningu og framlegð af olíuvörum.

             Því til áréttingar megi nefna að forstjóri stefnanda, Einar Benediktsson, hafi í skýrslu til Samkeppnisstofnunar 4. desember 2002 viðurkennt að það hafi verið vilji hjá olíufélögunum að stuðla að verðlagssamstarfi til að bæta afkomu og framlegð. Í kjölfar þess að forstjóri Skeljungs hafi sent tölvupóst 6. júní 1997 til undirmanna sinna og lýst yfir áhyggjum af dvínandi framlegð í sölu á einkum gasolíu, skipagasolíu og SD olíu, hafi aðstoðarforstjóri félagsins svarað og meðal annars bent á eftirfarandi: „Frá Esso/Olís hefur komið þrýstingur um lækkun á gasolíu/skipagasolíu en ég hef reynt að eyða slíkum hugleiðingum vegna lélegrar afkomu tegundanna fyrstu mánuði ársins sem gildir að sjálfsögðu einnig fyrir hin félögin.“

             Í ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála sé komist að þeirri niðurstöðu að ávinningur stefnanda af hinu ólögmæta samráði hafi numið 2.083 milljónum króna á tímabilinu 1996 til ársloka 2001. Þessi ávinningur sé ávöxtur margra ára samráðs félaganna meðal annars um verðhækkun á gasolíu og skipagasolíu. Hafi stefnandi verið talinn hafa haft mesta ávinninginn af samráðinu af olíufélögunum þremur. Eins og gögn málsins beri með sér hafi stefnandi verið tilbúinn til að greiða tiltekna fjárhæð í skaðabætur til stefnda og hafi hann með því viðurkennt bótaskyldu vegna þess tjóns sem hið ólögmæta samráð hafi valdið stefnda. Sú fjárhæð sem þar hafi verið boðin hafi hins vegar verið fjarri því að bæta raunverulegt tjón stefnda vegna samráðsins.

             Sé ljóst að markmið olíufélaganna um hærra verð og álagningu hafi náðst. Þá bendi sönnunargögn fyrir samráðinu eindregið til þess að verð hafi hækkað umtalsvert og verið allverulega yfir samkeppnisverði. Almennt verði að gera ráð fyrir því að samráð keppinauta á markaði hafi í för með sér hærra verð en ella, enda í samræmi við reynslulögmál og rannsóknir fræðimanna og úrlausnir erlendra dómstóla á þessu sviði.

             Samkvæmt gögnum frá stefnanda hafi framlegð hans hækkað verulega á tímabilinu 1993 til ársloka 2001 og sanni framangreind umfjöllun að samráð olíufélaganna þriggja hafi hækkað verð á skipagasolíu og gasolíu umfram samkeppnisverð.

             Samkeppnisverð sé það verð sem stefndi hefði keypt umræddar vörur á ef hið ólögmæta samráð hefði ekki verið fyrir hendi. Nauðsynlegt sé því að leiða líkur að því hvert samkeppnisverðið hefði verið til að ákvarða fjárhagslegan skaða stefnda af samráðinu.

             Stefndi kveður eftirfarandi fimm atriði feli í sér nálgun að samkeppnisverði:

             (1)        Það verð sem erlendum skipum hafi boðist hér á landi árið 2001.

             (2)        Það verð sem skipagasolía og gasolía hafi verið seld á úti á hafi.

             (3)        Það verð sem stefnda hafi boðist eftir að samráðinu lauk.

             (4)        Gögn frá stefnanda, Skeljungi og OHF.

             (5)        Verð á sömu vörum í nágrannalöndunum, einkum Færeyjum.

             Það verð sem erlendum skipum hafi boðist hér á landi árið 2001 gefi vísbendingu um hæsta verð sem umræddar vörur hefðu verið seldar á ef hið ólögmæta samráð hefði ekki verið fyrir hendi. Þó þurfi til viðbótar að taka tillit til þess, að lækkaða verðið til erlendu skipanna hafi einnig verið samráðsverð.

             Skipti þar meginmáli að um sömu söluaðila sé að ræða, þ.e. stefnanda, Skeljung og OHF, sömu sölustaði, sömu vöru og svipaða kaupendur. Eini munurinn hafi verið að olíufélögin hafi litið svo á að samkeppni væri um sölu til erlendra skipa og hafi því lækkað verð til að mæta þeirri samkeppni en þó enn með samráði sín á milli í samkeppni við erlendan aðila sem hafi boðið olíu úr birgðaskipi á sjó og hafi því búið við verulega hærri kostnað en íslensku olíufélögin sem hafi selt sína olíu úr tönkum í landi. Megi hér vísa til gagna sem fjallað sé um í ákvörðun samkeppnisráðs því til sönnunar.

             Nauðsynlegt sé að hafa í huga að olíufélögin hafi gert með sér samkomulag 30. júlí 1993 og svo aftur í lok apríl 1995 um að halda uppi verði til erlendra skipa. Það samkomulag hafi í meginatriðum falið í sér að verð til erlendra skipa yrði í samræmi við opinbert listaverð olíufélaganna. Hafi verið skipuð sérstök nefnd starfsmanna olíufélaganna sem hafi annast framkvæmd á samkomulaginu. Á árunum 2000 og 2001 hafi hins vegar verið svo komið að óhófleg verðlagning olíufélaganna hafi leitt til þess að þau hafi misst viðskipti í sífellt meira mæli. Þannig segi m.a. í tölvupósti frá starfsmanni Skeljungs, Þorsteini Péturssyni, til hinna í nefndinni, þ.e. Ingólfs Kristmundssonar, starfsmanns stefnanda og Kristjáns Kristinssonar, starfsmanns OHF, dags. 21. febrúar 2001:

„Nú er mál að linni varðandi verð til erlendra skipa. Okkar verð policy gengur ekki lengur í harðnandi heimi viðskipta og aukinnar samkeppni á miðunum. Við erum að missa af hverri sölunni til þessara skipa, þau koma hingað til lands til löndunar og áhafnaskipta en taka ekki bunkers vegna þess að verðin eru út úr myndinni hjá okkur. Dæmin eru mörg og bara það sem snýr að Skeljungi í þessum mánuði eru eftirfarandi ....“

             Samkvæmt ákvörðun samkeppnisráðs séu svo talin upp þrjú dæmi um skip sem hafi ákveðið að taka frekar olíu í hafi, þar sem verð þar hafi verið mun hagstæðara. Jafnframt segi að í tölvupóstinum hafi verið lögð til ný aðferð til að ákveða verð. Í staðinn fyrir listaverð yrði notað „meðal plattsverð cargoes CIF NWE/ARA high síðustu viku“ og að lagt yrði álag (premia) ofan á það verð að upphæð 80 USD/tonn. „Platts“ sé söluverð á eldsneyti á Rotterdam markaði. Fram komi að samkvæmt þessum nýja útreikningi myndi verðið á þessum tíma hafa verið um 325 USD/tonn en 360 USD/tonn samkvæmt listaverði. Samkvæmt því sé lækkað samráðsverð” 10% lægra en verð til stefnda og samkeppnisverð enn lægra en hið nýja lækkaða samráðsverð”.

             Sama dag sé sendur innanhússtölvupóstur hjá OHF, frá Kristjáni Kristinssyni til Geirs Magnússonar forstjóra og Ragnars Bogasonar framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs o.fl., dags. 21. febrúar 2001. Í honum segi orðrétt:

„Enn og aftur kemur upp sú staða að við, með okkar listaverð á olíu, erum algjörlega ósamkeppnisfærir við verð á olíu úti á sjó, hvað þá í löndunum í kringum okkur. Þau erlendu skip sem koma hér taka ekki dropa af olíu ef þau komast hjá því. Félögin hafa vegna þessa misst af sölu í febrúar upp á einhverjar milljónir lítra. Ef við ætlum að fá einhverja sölu til okkar verðum við að binda verðið við Platts með premiu, t.d. 80 USD/tonn. Það er nóg að gefa út verð í byrjun viku sem miðast við Platts í vikunni á undan. Ef þetta verður tekið upp, þá verður þetta að gilda í báðar áttir, líka í hækkandi heimsmarkaðsverði.“

             Samkvæmt ákvörðun samkeppnisráðs svari forstjóri OHF þessu og óski eftir því að hin nýja aðferð verði skoðuð nánar. Svar starfsmanns OHF sé eftirfarandi sbr. tölvupóst Kristjáns Kristinssonar til Geirs Magnússonar forstjóra, Ragnars Bogasonar framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs o.fl., dags. 23. febrúar 2001:

„Það er engin spurning að við verðum að taka þetta upp. Það er einnig vilji fyrir því hjá hinum félögunum og við munum hafa þann hátt á að fá

uppgefið Platts meðaltal vikunnar á undan og bætum ofan á það 80 USD.“

             Ofangreind gögn sanni að verð á Íslandi hafi verið langt yfir samkeppnisverði og að olíufélögin hafi með auðveldum hætti getað lækkað verð um meira en 10% og samt haft góða framlegð af viðskiptunum.

             Að lokum þyki rétt að nefna tölvupóst sem starfsmaður OHF, Kristján Kristinsson, hafi sent öðrum meðlimum í framkvæmdanefndinni, þ.e. Þorsteini Péturssyni, Skeljungi, og Ingólfi Kristmundssyni, starfsmanni stefnanda, dags. 8. mars 2001, sem minnst sé á í ákvörðun samkeppnisráðs. Þar segi orðrétt:

„Annar hvor ykkar hefur farið heldur illa með mig núna. Þið hafið gefið verð í Merike sem er í Hafnarfjarðarhöfn skv. s.k. samkomulagi, en ég gaf þeim listaverð – afslátt, sem er nokkuð vel fyrir ofan hitt verðið.

Þegar talað var um samkomulag þá var aldrei meiningin að þau verð væru látin til Íslendinga, sem eru ekkert með skipin hér í höfnum, nema í kringum áramótin áður en þau fara á fjarlæg mið. ...

Það er nóg að þurfa að búa við það að erlendir útgerðamenn fari að leka í kollega sína hér þótt við séum ekki að veifa þessu framan í Íslendinga. Nú sit ég uppi með það að vera hinn mesti okrari og veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér út úr þessu. Mér er skapi næst að hætta nú þegar þessu sk. samkomulagi fyrst byrjunin lofar ekki betra en þetta.“

             Í svari stefnanda, þ.e. tölvupósti frá Ingólfi Kristmundssyni, starfsmanni stefnanda til starfsmanna OHF og Skeljungs, þ.e. Kristjáns Kristinssonar og Þorsteins Péturssonar, dags. 8. mars 2001, segi að ekki hafi verið gefið upp verð í þetta skip og fyrirtækið leggi sömu „merkingu í s.k. samkomulag þ.e. að það eigi einungis við um skip sem eru erlend og hafa möguleika á að taka í hafi.“

             Þessi samskipti staðfesti að það verð sem stefnda og öðrum íslenskum aðilum hafi boðist hafi verið verulega hærra en samkeppnisverð. Einsýnt sé að þennan verðmun árin 1998 til 2001, sem olíufélögin sjálf hafi reiknað út samkvæmt þessum gögnum, megi að öllu leyti yfirfæra á tímabilið 1994 til 1997 enda hafi samkomulag olíufélaganna verið um að halda uppi verði til erlendra skipa í fullu gildi á þeim tíma.

             Stefndi árétti að þrátt fyrir að verð til erlendra skipa sem keypt hafi olíu hér á landi hafi verið lægra en verð til stefnda þá hafi olíufélögin einnig haft samráð um sölu til þessara aðila. Það verð sem þeim hafi boðist árið 2001 hafi því einnig verið yfir samkeppnisverði, eins og sjá megi af umfjöllun um verð í Færeyjum.

             Í öðru lagi miði stefndi við verð Úthafsolíu ehf. og OW Icebunker á skipagasolíu og gasolíu við sölu á hafi úti. Í mars 1997 hafi olíufélögin stofnað fyrirtækið Úthafsolíu ehf. (enska heiti félagsins hafi verið Icebunker) og hafi hlutverk þess m.a. verið dreifing og sala á eldsneyti og smurolíu til skipa á hafi úti. Hafi olíufélögin þrjú átt Úthafsolíu ehf. að jöfnu. Í febrúar 2000 hafi Úthafsolía ehf. runnið saman við erlendan keppinaut, O.W. Bunkers Ltd. Hafi nýtt fyrirtæki verið stofnað, OW Icebunker, sem sé að jöfnu í eigu Úthafsolíu ehf. og O.W. Bunkers Ltd. Tilgangur hins nýja félags sé að dreifa og selja m.a. eldsneyti til skipa á hafi úti, en fyrirtækið hafi einnig selt eldsneyti í íslenskum höfnum.

             Stefndi telji að með sama hætti og við sölu til erlendra skipa megi taka mið af sölu á skipagasolíu og gasolíu á hafi úti til að finna samkeppnisverð. Þar hafi söluaðilar verið þeir sömu og í sumum tilfellum sömu viðskiptavinirnir. Aðstæður hafi hins vegar verið ólíkar að tvennu leyti, þ.e. að vörurnar hafi verið seldar úr skipum og að samkeppni hafi ríkt um þessa sölu.

             Hvað varði ólíkan sölustað þá hafi forstjóri stefnanda upplýst á fundi með Samkeppnisstofnun, dags. 4. desember 2002, að ef félögin hefðu átt að hefja sölu á hafi úti, hefði orðið um að ræða viðbót við dreifingarkostnað. Samkvæmt því hefði verð á hafi úti átt að vera hærra en í landi vegna hærri dreifingarkostnaðar, einkum við rekstur tankskips.

             Staðreyndin hafi hins vegar verið sú að verð skipagasolíu á hafi úti hafi verið lægra en verð til stefnda. Því til sönnunar séu gögn sem fjallað sé um í ákvörðun samkeppnisráðs, en einnig vísist til þess sem áður hafi verið sagt um sölu til erlendra skipa. Samkvæmt olíufélögunum sjálfum þá hafi verð til erlendra skipa afgreitt í höfn á Íslandi verið hærra en verð úti á sjó, sbr. innanhússtölvupóst OHF dags. 21. febrúar 2001. Verð til stefnda hafi síðan verið enn hærra en til erlendra skipa afgreitt í höfn og þar af leiðandi mjög verulega hærra en verð úti á sjó.

             Hinn 14. desember 2000 komi fram í tölvupóstsamskiptum starfsmanna OHF, m.a. Kristjáns Kristinssonar, Geirs Magnússonar og Ragnars Bogasonar, að LÍÚ hefði sagt að verðið frá Malik, en LÍÚ hafði náð samningum um kaup af olíu af því félagi, yrði 5 kr. lægra en listaverð OHF og nú þyrftu „íslensku olíufélögin“ að fara að móta afstöðu til þess hvernig þau ætluðu að bregðast við þessu.

             Í ákvörðun samkeppnisráðs komi fram að verð allra olíufélaganna á skipagasolíu í desember árið 2000 hafi verið 30,38 krónur hver lítri án virðisaukaskatts. Samkvæmt því hafi samkeppnisverð úr tankskipi verið 16% lægra en verð til stefnda.

             Þrátt fyrir að verð úr tankskipi á hafi úti hafi verið 16% lægra en verð til stefnda, þá liggi fyrir að olíufélögin hafi einnig haft samráð um sölu til skipa á hafi úti, þar sem þau hafi átt sameiginlegt sölufélag sem hafi annast söluna. Auk þess hafi reglulega verið haft samband við keppinauta þeirra í þessari sölu. þ.e. Bergen Bunkers, Malik og Arktisk Marin. Einsýnt sé því að þetta verð hafi einnig verið yfir samkeppnisverði. Þá vísist til ummæla forstjóra stefnanda sjálfs um að dreifingarkostnaður hafi verið hærri við sölu á hafi úti. Samkvæmt því hefði verðið átt að vera hærra en í landi. Ljóst sé því að tjón stefnda samkvæmt þessum mælikvarða sé lægra en hið raunverulega tjón hans.

             Í þriðja lagi miði stefndi við það verð, þ.e. þann afslátt, sem honum bjóðist í dag, þ.e. 4 kr. per líter af listaverði gasolíu. Stefndi telji að miða megi við að samráði olíufélaganna sé að mestu leyti lokið og því megi ætla að verð á skipagasolíu og gasolíu sé í dag að mestu leyti í samræmi við samkeppnisverð. Stefndi árétti að hér sé um afslátt frá listaverði að ræða þannig að um samanburðarhæfar tölur sé að ræða, enda sé grundvöllur útreiknings listaverðs olíufélaganna miðað við Platts verð í Rotterdam sá sami í dag og áður var, þó án hins ólögmæta samráðs.

             Afsláttur um 4 kr. per líter af listaverði í dag í samkeppnisumhverfi svari til um 16% af meðalverði ársins 2004 (kr. 25,30 per líter) og um helmingi meðalálagningar (kr. 8,09).

             Í fjórða lagi miði stefndi við verð á sömu vörum í nágrannalöndunum, einkum Færeyjum.

             Aðstæður í Færeyjum séu samanburðarhæfar við markaðsaðstæður hér á landi. Skipti þar meginmáli að landfræðileg staðsetning og flutningstími frá Norðurlöndunum sé svipaður og á Íslandi, auk þess sem samsetning markaðarins sé svipuð, þ.e. fá olíufélög og svipaður kaupendahópur. Meginmunurinn á þessum tveimur mörkuðum hafi verið sá að í Færeyjum hafi ríkt virk samkeppni og hafi útgerðaraðilar notið þess í lægra verði.

             Í ákvörðun samkeppnisráðs sé sagt frá innanhússtölvupósti hjá Skeljungi, dags. 26. október 2001, frá Reyni A. Guðlaugssyni til m.a. Kristins Björnssonar og Gunnars Karls Guðmundssonar. Í honum segi m.a.:

„Ef Færeyjar eru með 20 USD álagningu ættu verðin hjá þeim í dag að vera um 21 kr/ltr (listaverð 29 kr/ltr) ... (1,66 DKK/ltr) en listaverð hér eru í dag 30,26 (2,40 DKK/ltr). Statoil segist (sic) markmið þeirra í Færeyjum sé að vera 1,50–2,00 kr/ltr hærri en verðin í Danmörku. Best að fá Hákun til að staðfesta þetta.”

             Samkvæmt þessu hafi verðmunurinn á samráðsverði á Íslandi og samkeppnisverði í Færeyjum verið rúmlega 9 kr.

             Neðangreindur samanburður á samkeppnisverði á gasolíu í Færeyjum, þ.e. Platts í Rotterdam auk álagningar upp á USD 20 á MT (MT eða 1 tonn=1168 lítrar) sbr. framangreind ummæli starfsmanns Skeljungs, og því verði sem stefnda hafi boðist hjá stefnanda á samráðstímanum sýni að meðaltali 29% mun. Þannig megi ætla að stefndi hefði átt kost á að kaupa gasolíu á 29% lægra verði hefði hið ólögmæta samráð ekki komið til.

Dagsetning

Rotterdam verð*

Listaverð Olís

Færeyjaverð

(+20 USD á Rotterdam)

Mismunur

 

USD/MT

USD/líter

ISK/USD

ISK/líter

ISK/líter

ISK/lítra

 

8.3.1998

130,64

0,112

73,31

8,20

14,7

9,45

36%

7.4.1998

134,86

0,115

72,78

8,40

14,7

9,65

34%

7.5.1998

137,33

0,118

71,46

8,40

14,7

9,63

35%

6.6.1998

121,38

0,104

71,21

7,40

14,3

8,62

40%

6.7.1998

116,5

0,100

72,12

7,19

14,3

8,43

41%

5.8.1998

110,92

0,095

71,19

6,76

13,49

7,98

41%

4.9.1998

118,31

0,101

71,24

7,22

13,49

8,44

37%

4.10.1998

124,79

0,107

69,01

7,37

13,09

8,55

35%

3.11.1998

113

0,097

69,85

6,76

13,09

7,95

39%

3.12.1998

96,88

0,083

69,97

5,80

12,29

7,00

43%

7.1.1999

106,2

0,091

69,72

6,34

12,29

7,53

39%

6.2.1999

98,5

0,084

70,68

5,96

12,29

7,17

42%

8.3.1999

109,25

0,094

72,5

6,78

12,29

8,02

35%

7.4.1999

130,5

0,112

73,15

8,17

12,29

9,43

23%

7.5.1999

134,8

0,115

73,47

8,48

13,49

9,74

28%

6.6.1999

120,13

0,103

75,07

7,72

13,49

9,01

33%

6.7.1999

151,21

0,129

75,26

9,74

13,9

11,03

21%

5.8.1999

163,64

0,140

72,59

10,17

14,7

11,41

22%

4.9.1999

183,13

0,157

72,73

11,40

15,98

12,65

21%

4.10.1999

186,58

0,160

71,23

11,38

17,11

12,60

26%

3.11.1999

189,94

0,163

71,63

11,65

17,11

12,88

25%

3.12.1999

212

0,182

73,38

13,32

17,11

14,58

15%

7.1.2000

218

0,187

72,34

13,50

19,6

14,74

25%

6.2.2000

228,45

0,196

74,01

14,48

19,6

15,74

20%

7.3.2000

245,94

0,211

74,17

15,62

20,4

16,89

17%

6.4.2000

214,25

0,183

73,57

13,50

20,4

14,75

28%

6.5.2000

220,21

0,189

77,1

14,54

20,4

15,86

22%

5.6.2000

231,97

0,199

75,46

14,99

20,8

16,28

22%

5.7.2000

254,13

0,218

76,87

16,73

22,01

18,04

18%

4.8.2000

252,39

0,216

80,91

17,48

23,29

18,87

19%

3.9.2000

322,17

0,276

80,78

22,28

25,46

23,66

7%

3.10.2000

306,964

0,263

83,5

21,94

27,63

23,37

15%

2.11.2000

294,25

0,252

85,59

21,56

30,28

23,03

24%

2.12.2000

292,433

0,250

86,59

21,68

30,28

23,16

24%

7.1.2001

238,714

0,204

84,3

17,23

27,87

18,67

33%

6.2.2001

243,464

0,208

85,17

17,75

26,59

19,21

28%

8.3.2001

229,821

0,197

85,87

16,90

26,1

18,37

30%

             *Gasolía (MGO) Platts í Rotterdam CIF NWE (10 daga meðalverð/MT)

             Í ákvörðun samkeppnisráðs sé fjallað um tilraunir olíufélaganna til að hækka verð í Færeyjum. Þar séu tilgreind ýmis gögn sem sýni að verð í Færeyjum hafi verið mun lægra en á Íslandi.

             Samkvæmt innanhússtölvupósti hjá OHF, dags. 16. nóvember 1999 frá Herberti Herbertssyni til Geirs Magnússonar, komi fram að listaverð í Færeyjum hafi verið 1,75 DKK eða um 17,50 kr. miðað við gengi á þeim tíma. Listaverð á Íslandi á þessum tíma hafi verið kr. 23,10 hjá öllum olíufélögunum skv. yfirliti í ákvörðun samkeppnisráðs. Verðmunurinn hafi því numið kr. 5,60/líter eða um 24%.

             Í ákvörðun samkeppnisráðs komi fram, eins og fyrr segi, að olíufélögin hafi beitt sér fyrir því að verð í Færeyjum yrði hækkað. Tölvupóstar frá Skeljungi milli Þorsteins Péturssonar, Lúðvíks Björgvinssonar, Reynis A. Guðlaugssonar og Friðriks Stefánssonar, dags. 13. september 2000 og 2. nóvember 2000, gefi til kynna að þetta hafi að einhverju leyti gengið eftir. Samkvæmt honum hafi verð á skipagasolíu í Færeyjum þann 13. september 2000 verið 24 kr. á lítra. Hinn 2. nóvember hefði lítrinn hins vegar hækkað í 26,16 kr. Komið hafi fram hjá starfsmanni Skeljungs að honum hafi þótt þetta verð í Færeyjum nokkuð hátt miðað við verðið í Skandinavíu og vonast til að Færeyingarnir væru „bara að hífa upp verðin hjá sér.“ Í september árið 2000 hafi listaverð allra olíufélaganna, og verð til stefnda, verið kr. 31,70 og í nóvember kr. 37,70/líter. Samkvæmt því hafi verðmunurinn numið kr. 7,70 til kr. 11,54 eða 24 til 30,6%.

             Í innanhússtölvupósti frá Skeljungi, dags. 17. september 2001, frá Þorsteini Péturssyni til Friðriks Stefánssonar og Kristins Björnssonar, sé sagt frá tilboði Shell og Statoil í Færeyjum í gasolíu fyrir tvö skip Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Hraðfrystihúsið hafi keypt af Statoil sem boðið hafi lægra. Í tölvupóstinum komi jafnframt fram að verðmunur á skipagasolíu hér á landi og í Færeyjum hafi verið orðinn um 9 kr. á lítra. Á þessum tíma hafi listaverð olíufélaganna og verð til stefnda verið kr. 31,70/líter. Hafi verðmunurinn numið 28%.

             Í fundargerð OHF, undir fyrirsögninni „Minnisatriði frá fundi með Statoil 18. október 2001“ sé lýst fundi OHF og stefnanda með Statoil þann dag. Samkvæmt henni hafi m.a. verið rætt um verðlag í Færeyjum og Statoil greint frá því að olíufélögin hafi fengið mjög alvarlegar ásakanir í fjölmiðlum vegna um 30% verðmismunar í Færeyjum og á Íslandi. Samkvæmt fundargerðinni hafi olíufélögin ítrekað við Statoil að þessi verðmunur yrði að minnka.

             Kemur fram í greinargerð að stefndi skori á stefnanda að leggja fram yfirlit yfir verð á gasolíu til skipa í Færeyjum, Noregi og Danmörku. Þá kveður stefndi að í ákvörðun samkeppnisráðs sé fjallað um fund forstjóra olíufélaganna þriggja þann 20. maí 1998. Samkvæmt tölvupósti forstjóra stefnanda, dags. 20. maí 1998, frá Einari Benediktssyni til m.a. Jóns Halldórssonar, hafi forstjóri OHF verið á fundinum með yfirlit yfir verð á gasolíu til skipa í Færeyjum, Noregi og Danmörku. Hafi forstjóri stefnanda beðið starfsmenn sína að afla samskonar upplýsinga og því sé ljóst að stefnandi hafi slíkt yfirlit í sínum vörslum.

             Stefndi telji ljóst að meginástæða lægra verðs í Færeyjum hafi verið að þar hafi ekki verið samráð milli söluaðila skipgasolíu og gasolíu. Nokkuð sem olíufélögin hafi átt erfitt með að skilja, sbr. eftirfarandi innanhússtölvupóst frá Skeljungi, dags. 17. september 2001, frá Þorsteini Péturssyni til Friðriks Stefánssonar og Kristins Björnssonar:

„Ég legg til að nú verði haft samband við forstjóra Danska Shell af okkar hálfu og Olíufélagið hafi samband við Statoil í Noregi, og ræða alvarlega verðmyndun þessara félaga í Færeyjum. Það virðist ríkja algjört stríð á milli þessara aðila í Færeyjum og þeir geti ekkert talað saman. Þess vegna þarf að fara þessa leið. Ég er með fund á morgun hérna í húsi, með manni frá Olíufélaginu og Olís, varðandi erlendu söluna. Ég gæti þrýst á hann að ræða þessi mál við Geir.“

             Í ákvörðun samkeppnisráðs sé sagt frá fundargerð frá OHF, með fyrirsögninni „Minnisatriði frá fundi með Statoil 18. október 2001.“ Í henni sé lýst fundi OHF og stefnanda með Statoil 18. október 2001. Samkvæmt henni hafi m.a. verið rætt um verðlag í Færeyjum og Statoil greint frá því að olíufélögin hafi fengið mjög alvarlegar ásakanir í fjölmiðlum vegna um 30% verðmunar í Færeyjum og Íslandi. Hafi Statoil verið sagt vera versti keppinautur olíufélaganna að þessu leyti. Statoil hafi svarað og sagt að dótturfyrirtæki þess í Færeyjum keypti ekki olíu inn á lægra verði en íslensku olíufélögin. Hafi þá verið tekið fram af hálfu OHF og stefnanda að annað hvort væri Statoil að segja ósatt eða fyrirtækinu væri ekki sagt satt. Statoil hafi þá tekið fram að dótturfyrirtækið í Færeyjum mætti lækka verð, en það yrði að skila viðunandi framlegð. Statoil hafi síðan spurt hvort dótturfyrirtæki þess væri e.t.v. að bjóða niður verð til viðskiptavina íslensku olíufélaganna til þess að ná viðskiptum. Síðan segi í fundargerðinni:

„S[Statoil] var sagt, að þetta væri mjög alvarlegt mál. Hér væri verið að byggja ný skip, sem koma með fisk til Íslands og kaupa olíu í Færeyjum.

Olíufélögin sögðust ekki geta þolað þetta, olíufélögin hefðu verið í vandamálum vegna þessa í mörg ár og ef Statoil ætlaði sér að byggja upp viðskiptin eða halda þeim yrði þetta að breytast. Statoil yrði að taka þetta alvarlega annars myndi Statoil eyðileggja markaðinn hér. ... S hringdi til Færeyja og ræddu um það að S í Færeyjum ætti ekki að trufla markaðinn hér. S í F segir, að þeir hafi ekki áhuga á að trufla sérstaklega ísl. markaðinn – til Fuglafjarðar kæmu mörg ísl. skip og kaupa kost og olíu. S í F segir, að þeir beiti ekki neinum brögðum til að ná skipum í viðskipti, en viðurkennir að aukin sókn ísl. skipa hafi verið að undanförnu til Færeyja. S í F segist ekki bjóða ísl. togurum betra verð, en einstaklingar fá í öðrum afgreiðslum og verðin væru hærri en í Noregi [og] Skotlandi. Ef skip koma úr Barentshafi verður S í F að bjóða verð sem er samkeppnisfært við verð þangað sem skipin ætla svo sem í Grimsby.“ (leturbreytingar stefnda)

             Stefndi telji þetta sanna að verð í Færeyjum hafi ekki verið undir kostnaðarverði, eins og olíufélögin hafi haldið fram fyrir samkeppnisyfirvöldum. Þar hafi einfaldlega verið virk samkeppni. Þá hafi verð í Færeyjum verið hærra en í Danmörku, Noregi og Bretlandi. Megi hér m.a. vísa í innanhússtölvupóst hjá Skeljungi, dags. 26. október 2001, þar sem fjallað sé um verð á skipagasolíu og sagt að markmið Statoil „í Færeyjum sé að vera 1,50-2,00 kr/ltr. hærri en verðin í Danmörku.“

             Að lokum vilji stefndi benda á að rannsóknir fræðimanna staðfesti að verðsamráð hækki verð. Samkvæmt umfangsmikilli nýlegri rannsókn sé verð að meðaltali 18% hærra vegna ólögmæts samráðs á innanlandsmarkaði. Hér megi einnig vísa til rannsókna bandarískra yfirvalda, OECD o.fl.

             Framangreind umfjöllun leiði eftirfarandi í ljós um það tjón sem ólögmætt samráð stefnanda og annarra olíufélaga hafi valdið vegna kaupa stefnda á skipagasolíu og gasolíu:

1)                   Verð til erlendra skipa árið 2001: Sé miðað við „lækkað samráðsverð“ nemi tjónið 10% miðað við fjárhæð viðskipta.

2)                   Verð til skipa á hafi úti: Sé miðað við verð úr tankskipum þá nemi tjónið 16% miðað við fjárhæð viðskipta.

3)                   Kjör sem stefnda bjóðist í dag: Sé miðað við meðalverð ársins 2004 og 4 kr. afslátt á líter þá nemi tjónið 16% miðað við fjárhæð viðskipta.

4)                   Verð í nágrannalöndunum:

a.     Dæmi frá 2001 sýni fram á 29% tjón miðað við fjárhæð viðskipta.

b.     Miðað við að 20 USD álag á tonn hafi verið eðlileg álagning á árunum 1998-2001 nemi tjónið 29% miðað við fjárhæð viðskipta.

c.     Dæmi frá september 2000 sýni fram á 24% tjón miðað við fjárhæð viðskipta.

d.     Dæmi frá nóvember 2000 sýni fram á 31% tjón miðað við fjárhæð viðskipta.

e.     Dæmi frá september 2001 sýni fram á 28% tjón miðað við fjárhæð viðskipta.

5)                   Rannsóknir fræðimanna: Að meðaltali 18% tjón miðað við fjárhæð viðskipta.

             Þær fjórar mæliaðferðir sem stefndi beiti og hafi rökstutt leiði allar til sömu niðurstöðu, þ.e. að það verð sem stefndi hafi greitt fyrir gasolíu frá stefnanda frá 1994 til ársloka 2001 hafi verið umtalsvert yfir samkeppnisverði. Stefndi leggi áherslu á að hér sé um fjórar ólíkar mæliaðferðir að ræða, en niðurstaða þeirra og erlendra rannsókna um samkeppnisverð sé sú sama, þ.e. að ætla megi að verðhækkun vegna samráðsins hafi verið á bilinu 16-29%.

             Viðurkennt sé að ólögmætt samráð valdi tjóni og rannsóknir fræðimanna bendi til þess að samkeppnisverð sé að meðaltali 18% lægra en samráðsverð. Stefndi telji hóflegt og í samræmi við mæliaðferðir til nálgunar samkeppnisverðs að miða við að tjón hans vegna hins ólögmæta samráðs hafi numið a.m.k. 18% af olíuverðinu í gasolíuviðskiptum hans við stefnanda. Tjón stefnda í gasolíuviðskiptum við stefnanda frá 1994 til ársloka 2001 telji hann því hóflega endurkrafið með kr. 30.035.008 auk vaxta, sem sé hærri upphæð en skuld stefnda við stefnanda.

             Til vara gerir stefndi þá kröfu að kröfur stefnanda verði stórlækkaðar. Verði niðurstaða dómara sú að skaðabótakrafa stefnda nemi ekki jafnhárri fjárhæð og skuld stefnda við stefnanda verði krafa stefnanda lækkuð sem skaðabótunum nemi.

             Þá geri stefndi kröfu um greiðslu vaxta og vaxtavaxta á 12 mánaða fresti, af inneign stefnda hjá stefnanda í lok hvers árs samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 7. gr. laga nr. 25/1987 um vexti, sbr. það sem nánar sé rakið hér að framan. Að öðru leyti sé vísað til málsástæðna vegna sýknukröfu.

             Stefndi kveðst mótmæla dráttarvaxtakröfu stefnanda og vísa um það til málsástæðna fyrir frávísunarkröfu og sýknukröfu.

             Stefndi árétti að tjón hans hafi myndast samtímis einstökum kaupum hans á skipagasolíu og gasolíu af stefnanda. Skaðabótakrafa stefnda hafi því stofnast samhliða kröfum stefnanda og sé skuldajöfnuður virkur frá þeim dagsetningum. Viðskiptaskuld stefnda við stefnanda sé lægri en tjóninu nemi og verði að taka tillit til þess í útreikningi vaxta.

             Að lokum mótmæli stefndi öðru því í málatilbúnaði stefnanda sem sé hagsmunum hans í óhag.

             Við munnlegan málflutning gerði stefndi einnig grein fyrir varakröfu sinni sem er um sýknu og viðurkenningu á skuldajafnaðarkröfu að fjárhæð 21.100.000 krónur með sömu vöxtum og af sömu fjárhæðum og að framan er lýst. Kveðst stefndi byggja kröfuna á niðurstöðu undirmatsmanns en kveðst hafnað því að unnt sé að leggja niðurstöðu yfirmatsmanna til grundvallar í málinu. Kveður stefndi að undirmatsmaður hafi byggt á þekktri og viðurkenndri aðferð við mat á tjóni í samráðsmálum og ekkert sé komið fram sem hnekki því mati.

             Byggir stefndi á því að yfirmatsgerð sé haldin bæði form- og efnisgöllum. Yfirmatsgerð uppfylli ekki skilyrði 64. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála enda séu þar ekki tekin til endurmats atriði sem áður hafi verið metin. Megi ráða þetta af spurningum sem beint hafi verið til yfirmatsmanna. Eigi þetta sérstaklega við þær spurningar sem í upphafi hafi verið settar fram í yfirmatsbeiðni. Spurning sú sem bætt hafi verið við komist næst því að fela í sér eitthvert endurmat á þeirri spurningu sem beint hafi verið til undirmatsmanns. Hins vegar komist yfirmatsmenn ekki að niðurstöðu varðandi þá spurningu heldur segi aðeins að álitamálið sé að þeirra mati of umfangsmikið til að unnt sé að svara spurningunni í einni matsgerð. Þeir svari því ekki þeirri spurningu sem fyrir þá hafi verið lögð. Þá byggi stefndi á því að í yfirmatsgerð sé ekki gerð tilraun til að hrekja það sem segi í undirmatsgerð um líkindi markaðanna í Alaska og á Íslandi. Er á því byggt af hálfu stefnda að leggja beri niðurstöðu undirmats til grundvallar og það falli undir sönnunarmat dómsins, sem skipaður sé sérfróðum meðdómanda, að meta sjálfstætt þær forsendur sem matsgerðir byggi á.

             Þá var við munnlegan málflutning fært fram af  hálfu stefnda að til greina gæti komið að dæma bætur að álitum. Vísaði stefndi um þetta m.a. til dóms Hæstaréttar 30. apríl 2008 í máli nr. 309/2007, en í því máli hafi bætur verið dæmdar að álitum í sambærilegu máli.

             Þá kom einnig fram við munnlegan málflutning að stefndi leggi til grundvallar að þau gögn sem liggi fyrir í málinu nægi til að meta fjártjón hans vegna hins ólögmæta samráðs og eigi það við hvort sem galli verði talinn á undirmati eða ekki. Stefndi telji ekki nauðsyn á öflun frekari matsgerða til að sanna tjón sitt. Það sé á endanum hlutverk dómsins að komast að niðurstöðu ef ekki um bætur á grundvelli undirmatsgerðar þá í öllu falli bætur að álitum.

             Stefndi kveðst í greinargerð vísa til almennra reglna skaðabóta- og kröfuréttar og 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu um vexti af skaðabótakröfum, sbr. 7. gr. laga nr. 25/1987 um vexti. Þá vísi stefndi til 10. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda.              Málskostnaðarkröfu kveðst stefndi styðja við 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og rétt til að hafa uppi gagnkröfu við 1. mgr. 28. gr. sömu laga.

VII

             Aðilar máls þessa deila ekki um að þeir hafi átt í viðskiptasambandi frá árinu 1994 og allt til byrjunar ársins 2005. Lýsa þeir viðskiptum sínum mjög með sama hætti þannig að oft í mánuði hafi stefndi tekið út vörur hjá stefnanda og reikningar hafi verið gefnir út fyrir hverri vöruúttekt en þeir dagsettir síðasta dag hvers mánaðar. Í lok mánaðar hafi verið sendur greiðsluseðill vegna úttekta mánaðarins en eindagi hafi jafnan verið 25. dagur næsta mánaðar. Dráttarvextir hafi verið reiknaðir frá útgáfudegi greiðsluseðils ef ekki hafi verið greitt fyrir eindaga. Fær framangreind lýsing stoð í gögnum sem málsaðilar hafa hvor um sig lagt fram og verður ekki séð að ósamræmis gæti þar. Þá verður ekki séð af þeim gögnum sem liggja fyrir um samningaviðræður aðila á árinu 2004 að ágreiningur hafi verið með þeim um fjárhæðir eða vaxtareikning á viðskiptaskuld stefnda.

             Í málinu hefur stefnandi lagt fram viðskiptayfirlit til stuðnings stefnukröfu sinni, en ekki einstaka reikninga. Er stefnukrafa hans byggð á úttektum stefnda samkvæmt nefndu viðskiptayfirliti frá 30. nóvember 1995 og allt til 31. janúar 2005 og nemur 13.329.173 krónum. Eru í stefnu tilgreindar vöruúttektir stefnda í hverjum mánuði á fyrrgreindu tímabili sem sagðar eru nema alls 182.659.194 krónum. Þá eru tilgreindar innborganir stefnda á sama tímabili og hefur komið fram við meðferð málsins að þar á meðal eru einnig kreditreikningar sem gefnir hafa verið út sem og afslættir sem stefndi samdi um eftirá en samkvæmt því sem greinir í stefnu nema þessar fjárhæðir samtals 169.330.021 krónu og þar sagt að mismunur þeirrar fjárhæðar og 182.659.194 króna sé 13.329.173 krónur sem sé stefnufjárhæðin.  Stefndi hefur andmælt stefnukröfu og krafðist við munnlegan flutning málsins sýknu vegna óskýrleika kröfunnar. Ber stefndi því í fyrsta lagi við að stefnandi hafi ekki lagt fram neina reikninga og því sé honum erfitt að taka afstöðu til kröfunnar. Þá vísar hann til þess að í gögnum málsins komi fram misvísandi upplýsingar um fjárhæð kröfunnar. Vísar hann einkum til innheimtbréfa stefnanda til stefnda í þessu tilliti sem og til afrita af greiðsluseðlum sem sýni stöðu kröfunnar í lok áranna 2002, 2003 og 2004. Þá mótmælir stefndi vaxtakröfu stefnanda sérstaklega og kveður hana ekki í samræmi við viðskiptavenju milli aðila. Heldur stefndi því fram að í stefnu sé vaxta krafist af hverri úttekt en ekki af heildarúttekt mánaðar eins og rétt hefði verið. Þá telur stefndi einnig að rangt sé af stefnanda að telja kreditfærslur innborganir en það skekki vaxtakröfuna. Réttara væri að láta kreditnótur lækka höfuðstól þeirra reikninga sem þeim hafi verið ætlað að leiðrétta.

             Stefnandi hafnar því að um óskýrleika eða misræmi sé að ræða í stefnukröfu og kveður tölulegan mismun höfuðstóls skýrast af því að í innheimtubréfum sem og í afritum af framangreindum greiðsluseðlum komi fram fjárhæðir með áföllnum vöxtum, en í stefnu sé vaxta krafist sérstaklega eins og lög geri ráð fyrir og því séu þeir ekki innifaldir í höfuðstólsfjárhæð. Þá mótmælir stefnandi því að krafa um vexti sé í ósamræmi við viðskiptavenju milli aðila. Vaxta sé krafist frá 28. febrúar 2001 en stefnandi leggi til grundvallar að vextir frá fyrri tíma séu fyrndir. Eftir þann tíma sé vaxta krafist af úttektum hvers mánaðar miðað við síðasta dag mánaðar en höfuðstóll sé færður niður við hverja innborgun.

             Fyrir liggur að aðilar þessa máls áttu í föstu viðskiptasambandi um árabil. Ekki verður fallist á með stefnda að krafa stefnanda sé ósönnuð þó að hún sé einkum studd viðskiptayfirliti. Hefur stefndi enga tilraun gert til að setja fram rökstudd andmæli við stefnukröfunni, en ekki er unnt að fallast á það með honum að eins og hér standi á geti vörnum hans talist verða áfátt þó hver og einn reikningur sé ekki lagður fram af hálfu stefnanda. Sundurliðun fjárhæða sem kemur fram í stefnukröfu er í fullu samræmi við hið framlagða viðskiptayfirlit og einnig verður ekki annað séð en að framsetning kröfunnar sé í fullu samræmi við viðskiptavenju milli aðila sem stefndi hefur sjálfur lýst í greinargerð sinni. Fá fullyrðingar stefnda um ósamræmi bæði að því er varðar höfuðstól kröfunnar sem og tilgreiningu vaxtadagsetninga ekki stoð í stefnu eða öðrum gögnum málsins. Verður ekki annað séð en að vaxta sé krafist í samræmi við lýsingar aðila á viðskiptavenju aðila og að fjárhæðir séu réttilega færðar niður á þeim degi sem innborgun á sér stað. Þá hefur stefndi ekki rökstutt með fullnægjandi hætti af hvaða ástæðu miða eigi við aðra dagsetningu þegar kreditreikningar eru færðir en stefnandi gerir og þá í framhaldi af því hvaða dagsetningu ætti þá að miða við í hverju einstöku tilviki. Þá liggur og fyrir að stefnandi krefur um dráttarvexti frá 28. febrúar 2001 en telur eldri dráttarvexti fyrnda. Byggir hann á því að fyrning hafi verið rofin með birtingu stefnu 28. febrúar 2005. Af hálfu stefnda eru ekki bornar brigður á þessa staðhæfingu og því ekki efni til að fjalla frekar um grundvöll hennar, þótt fyrir liggi að stefna þessa máls er fyrst gefin út 21. mars 2005. Í samræmi við það að ekki virðist ágreiningur með málsaðilum um framangreint verður lagt til grundvallar að fyrning hafi verið rofin 28. febrúar 2005.

             Þá liggur fyrir að inn á viðskiptayfirlit stefnda var færð innborgun samtals að fjárhæð 1.622.500 krónur þann 31. ágúst 2004 og kemur fram á viðskiptayfirliti að um sé að ræða kreditnótu að fjárhæð 622.500 krónur og bakfærða vexti að fjárhæð 1.000.000 krónur. Samræmist þetta því sem kemur fram í rafbréfi frá stefnanda til stefnda sem stefndi hefur vísað til sem grundvallar fyrir loforði stefnanda um afslátt að þessari fjárhæð, en 500.000 krónur að viðbættum virðisaukaskatti nema 622.500 krónum. Er því fallist á með stefnanda að þegar hafi verið tekið tillit til þessa afsláttar í viðskiptum aðila og er því hafnað kröfu stefnda um að stefnukröfu skuli færa niður um 1.500.000 krónur.

             Með vísan til þess sem að framan greinir eru ekki efni til annars en að fallast á að viðskiptaskuld stefnda við stefnanda sé réttilega tilgreind bæði að því er varðar höfuðstóls- og vaxtakröfu í stefnu máls þessa og verður hún tekin til greina að fullu.

             Meginþungi þeirra varna sem stefndi hefur teflt fram í máli þessu lýtur að því að sýkna beri hann af stefnukröfu þar sem hann eigi skaðabótakröfu á hendur stefnanda sem sé hærri stefnukröfunni. Um heimild til að hafa uppi slíka kröfu vísar hann til 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Er því lýst hér að framan þegar gerð var grein fyrir málatilbúnaði stefnda hvernig hann hefur sett fram kröfur sínar og á hvaða grunni hann byggir þær.

             Í tilvitnaðri lagagrein er kveðið á um að varnaraðila máls sé rétt að hafa uppi gagnkröfu til skuldajafnaðar án þess að gagnstefna ef skilyrði fyrir skuldajöfnuði eru fyrir hendi. Er kveðið á um að gagnkröfuna skuli hafa uppi í greinargerð en sjálfstæður dómur geti ekki gengið um hana.

             Af framangreindu leiðir að sé krafa höfð uppi á grundvelli þessarar heimildar þá er um sýknukröfu að ræða sem byggð er á þeirri málsástæðu að stefndi eigi gagnkröfu á hendur stefnanda sem tæk sé til skuldajafnaðar. Kemur því ekki til greina að viðurkenna slíka kröfu umfram það sem fælist í sýknudómi af stefnukröfu málsins. Fær því ekki staðist sú framsetning kröfugerðar sem stefndi hefur byggt á í málinu og lýst er nánar hér að framan. Í ljósi bókunar stefnda í því þinghaldi þegar hann lagði fram breytta kröfugerð sína og eins því að stefnandi hefur ekki mótmælt málatilbúnaði stefnda að þessu leyti þykir þessi ágalli á kröfugerð ekki varða öðru en því að litið verður á kröfugerð stefnda sem aðalkröfu um sýknu, en varakröfu um lækkun á stefnukröfum. Er þá litið á mismunandi framsetningu krafna stefnda sem málsástæður fyrir framangreindum kröfum.

             Eins og ítarlega er rakið hér að framan telur stefndi að hann hafi orðið fyrir tjóni sem rekja megi til þess að stefnandi hafi með því að eiga ólögmætt samráð um verðlagningu við tvö önnur olíufélög selt honum skipagasolíu og gasolíu á hærra verði en verið hefði á samkeppnismarkaði á tímabilinu frá 1994 til 2001. Telur stefndi að hann hafi orðið fyrir tjóni sem nemi mismuni þess verðs sem hann greiddi og svokallaðs samkeppnisverðs. Leitast stefndi við í málinu að sýna fram á hvert nefnt samkeppnisverð sé og þannig hvert hafi verið tjón hans. Stefndi hefur og rakið í löngu  máli hvernig hann telur sýnt fram á að stefnandi hafi viðhaft ólögmæta og saknæma háttsemi með nefndu verðsamráði og vísað um þetta til úrlausna samkeppnisyfirvalda sem liggja fyrir í málinu og um þetta fjalla.

             Stefnandi byggir á hinn bóginn einkum á því að ósannað sé að stefndi hafi orðið fyrir tjóni af framangreindum sökum. Mótmælir hann því einnig að fyrir liggi sönnun þess að stefnandi hafi haft samráð um verðlagningu á þeim vörum sem stefndi keypti af honum og hafnar því að nokkur viðurkenning liggi fyrir um slíkt af sinni hálfu. Kveður stefnandi að í öllum málatilbúnaði stefnda sé ekkert fært fram sem renni stoðum undir það að stefnandi hafi valdið honum tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti.

             Í samræmi við almennar reglur einkamálaréttarfars ber sá málsaðili sem heldur því fram að hann eigi kröfu á gagnaðila sinn sönnunarbyrði fyrir þeirri fullyrðingu sinni. Ber honum því að sýna fram á að krafan sé til og þá í framhaldi að hún sé þess efnis sem hann heldur fram. Eins og ljóst er af því sem að framan er rakið byggir stefndi á að hann eigi skaðabótakröfu á hendur stefnanda. Frumforsenda þess að unnt sé að fallast á að fyrir hendi geti verið skaðabótakrafa er að sýnt sé að sá sem hefur kröfuna uppi hafi orðið fyrir tjóni. Vilji sá hinn sami krefjast þess að annar bæti honum tjónið verður tjónþolinn einnig að sýna fram á að orsakasamband sé á milli tjónsins og tiltekinnar saknæmrar og ólögmætrar háttsemi þess sem krafinn er um bætur, eða einhverra sem hann ber ábyrgð á, og þarf einnig að sýna fram á að tjónið geti talist sennileg afleiðing af þeirri háttsemi.

             Í samræmi við það sem hér að framan greinir ber stefndi sönnunarbyrði fyrir því að hann hafi orðið fyrir tjóni í viðskiptum sínum við stefnanda. Verður stefndi að leiða þetta í ljós áður en metið er hvort sýnt sé að tjóninu hafi verið valdið með saknæmri og ólögmætri háttsemi starfsmanna stefnanda. Ber að mati dómsins að aðgreina framangreint atriði skýrlega frá því að stefnda bæri að sanna fjárhæð þess tjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir og að til greina geti komið að ákvarða tjón hans að álitum ef sönnun um fjárhæð telst af einhverjum sökum erfiðleikum bundin eða jafnvel ómöguleg.

             Í máli þessu liggja fyrir, eins og fyrr er lýst, niðurstöður samkeppnisyfirvalda um að stefnandi og tilgreind önnur olíufélög hafi haft með sér samráð um verðlagningu á olíuvörum og brotið þannig gegn 10. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993. Hafi brotin varað a.m.k. frá 1. mars 1993 til 18. desember 2001. Voru brotin m.a. talin felast í samráði um verðlagningu á fljótandi eldsneyti, gasi, smurolíu og tengdum vörum og samráði um aðrar aðgerðir sem geti haft áhrif á verð þessara vara; samráði um aðgerðir til að auka álagningu og bæta framlegð af sölu á m.a. fljótandi eldsneyti; samráði um markaðsskiptingu og eftir atvikum verðsamráði vegna sölu til einstakra viðskiptavina, tiltekinna hópa viðskiptavina eða á einstökum landsvæðum. Fyrir liggur að stefnandi hefur í dómsmáli krafist ógildingar á framangreindum ákvörðunum en dómur er ekki fallinn.

             Báðir málsaðilar hafa vísað til dóms Hæstaréttar 6. maí 2010, í máli nr. 245/2009: Skeljungur hf., Ker hf. og Olíuverzlun Íslands hf. gegn Dala-Rafni ehf. og gagnsök, en í því máli krafðist útgerðarfélag skaðabóta vegna viðskipta við ofangreind olíufélög. Kemur m.a. fram sú almenna ályktun í forsendum dómsins að til þess að umrædd olíufélög gætu borið skaðabótaskyldu gagnvart bótakrefjanda yrði hann annað hvort að leiða í ljós að félögin hafi beinlínis haft samráð um viðskipti við hann eða almennt um verðlagningu á þeim vörum sem hann hafi keypt af þeim á umræddu tímabili. Varðandi skipagasolíu var talið að bótakrefjanda hefði hvorugt tekist. Voru olíufélögin sýknuð af kröfu hans um skaðabætur vegna kaupa hans á þessari vörutegund. Var vísað til þess í dóminum að þrátt fyrir umfangsmikla öflun gagna við málsmeðferð stjórnvalda á sviði samkeppnismála, sem bótakrefjandi hefði að nokkru fengið aðgang að hefði hann ekkert lagt fram í málinu sem sýni að olíufélögin hafi sérstaklega haft samráð um viðskipti við hann. Taldist hann heldur ekki hafa vísað til gagna eða rökstutt á annan hátt svo viðhlítandi teldist að olíufélögin hafi gagngert haft samráð um verðlagningu gasolíu til útgerðarmanna, hvort heldur staðbundið í Vestmannaeyjum eða á stærra landsvæði. Hafi bótakrefjandi að mestu látið við það sitja að draga almennar ályktanir af ákvörðun samkeppnisráðs. Stefnandi  vísar til dómsins og telur að aðstæður séu með sama hætti í máli þessu og málatilbúnaður stefnda með sömu annmörkum. Stefndi á hinn bóginn telur að honum hafi tekist að færa fram þær röksemdir og þau gögn sem á hafi skort í ofangreindu máli þannig að krafa hans verði að réttu tekin til greina.

             Óumdeilt er í máli þessu að í gögnum sem samkeppnisyfirvöld öfluðu vegna rannsóknar sem lá til grundvallar framangreindum ákvörðunum komi nafn stefnda hvergi fyrir og að ekki er þar vísað sérstaklega til viðskipta málsaðila þessa máls.

             Stefndi tíundar í greinargerð sinni að hann hafi keypt af stefnanda á árunum 1994 til 2001 skipagasolíu og gasolíu fyrir samtals 90.197.341 krónu, en í greinargerð er ekki gerður greinarmunur á magni eða verði hvorrar olíutegundar fyrir sig. Hins vegar er gerð grein fyrir heildarviðskiptum hvers árs á nefndu tímabili. Af því sem rakið er úr forsendum framangreinds Hæstaréttardóms má ráða að ekki séu efni til að leggja það sjálfkrafa til grundvallar með vísan til margnefndra úrlausna samkeppnisyfirvalda að stefnandi og önnur olíufélög hafi haft ólögmætt samráð um verðlagningu allra tegunda fljótandi eldsneytis og að nauðsynlegt sé að sýna fram á að samráð hafi átt sér stað, í það minnsta almennt, um verðlagningu á þeim vörum sem bótakrefjandi keypti á tilteknu tímabili. Þá verður og að hafa í huga að verðmunur kann að vera á sömu vöru eftir því hvernig afhending hennar fer fram og getur þetta haft áhrif á verð til tiltekinna hópa viðskiptavina. Fyrir liggur að stefndi í þessu máli á það sameiginlegt með bótakrefjanda í ofannefndu Hæstaréttarmáli að stunda skipaútgerð. Kemur fram í greinargerð að stefndi sé útgerðarfyrirtæki og geri út skip til rækjuveiða og að aflinn sé unninn í rækjuverksmiðju félagsins á Sauðárkróki. Hafi stefndi keypt skipagasolíu á skip sín en notað gasolíu í verksmiðjunni. Í yfirmatsgerð kemur fram að ríflega 86% þeirra viðskipta sem um sé deilt í máli þessu varði skipagasolíu en ríflega 13% gasolíu. Þetta er önnur niðurstaða en í undirmati og hefur stefndi borið brigður á þessu niðurstöðu yfirmats og mótmælir reyndar gildi yfirmatsgerðar í heild sinni en nánar verður vikið að matsgerðum hér síðar.

             Stefndi hefur lagt fram mikið magn gagna sem hann hefur aflað frá samkeppnisyfirvöldum og þau öfluðu í tengslum við ofangreinda rannsókn sína. Hefur stefni vísað til fjölmargra samskipta starfsmanna stefnanda og annarra olíufélaga í tölvupóstum og öðrum gögnum sem hann kveður sýna fram á að stefnandi hafi haft ólögmætt samráð um verðlagningu á skipagasolíu og gasolíu sem hafi leitt til hærra verðs til stefnda á þessum vörutegundum. Eru þessar tilvísanir stefnda ítarlega raktar hér fyrr í þessum dómi og vísast til þess. Þá rekur stefndi einnig ummæli sem höfð eru eftir tilteknum starfsmönnum stefnanda í skýrslutökum sem þessir menn gáfu fyrir samkeppnisyfirvöldum. Fallast verður á með stefnanda að nokkuð skorti á að þær fjölmörgu tilvísanir stefnda sem tilgreindar eru séu tengdar við sakarefni máls þessa með fullnægjandi hætti. Á hinn bóginn verður að telja að þó að samskipti þau sem stefndi vísar til séu um margt óljós og veiti í mesta lagi óbeinar vísbendingar um að samráð stefnanda við önnur olíufélög hafi almennt náð til verðlagningar á skipagasolíu og gasolíu að þá er um það að ræða að félögin höfðu að einhverju marki samskipti sem lúta að umræddum vörum og er fallist á með stefnda að þetta veiti nokkur líkindi fyrir því að hann kunni að hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskipta við stefnanda. Hins vegar eru þessar vísbendingar ekki nægilega sterkar til að fullyrt verði að svo hafi í raun verið og þarf meira að koma til svo stefndi teljist hafa fært fram fullnægjandi sönnur fyrir þeirri fullyrðingu sinni. Ekki er unnt að fallast á með stefnda, gegn andmælum stefnanda, að sannað sé að samningaviðræður aðila á árinu 2004 feli í sér viðurkenningu á sök af hálfu stefnanda. Er ekkert í þeim samskiptum milli aðila sem lögð hafa verið fram í málinu sem styður sérstaklega þessa fullyrðingu en sjá má að samningaviðræður aðila hófust nokkru áður en ákvörðun samkeppnisráðs var tekin að áliðnum október 2004.

             Hvað sem líður framangreindum fullyrðingum stefnda um að ólögmætt samráð stefnanda við önnur olíufélög hafi átt sér stað að því er varðar þær vörutegundir sem hann samkvæmt framansögðu keypti af stefnanda hlýtur grundvallaratriði málsins að vera hvort sýnt þyki að stefndi hafi orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna og að sú fullyrðing hans standist að hann hafi vegna ólögmætrar háttsemi þurft að greiða hærra verð fyrir umræddar vörur en ella. Er fallist á með stefnda að leiða þurfi í ljós eða gera líklegt hvert hefði verið það verð sem greitt hefði verið í viðskiptum með viðkomandi vörutegundir á markaði þar sem samkeppni ríkti, eða svokallað samkeppnisverð. Í þessu felst að mati dómsins að bera þarf saman með skipulögðum hætti verð sem stefndi í raun greiddi við hið ætlaða samkeppnisverð. Er það mat dómsins að þrátt fyrir hugleiðingar í greinargerð stefnda og tilvísanir til þar nánar greindra gagna um vísbendingar um hvert verð hafi verið í nánar tilgreindum öðrum viðskiptum með sömu eða svipaður vörur að stefndi hafi ekki í greinargerð sinni sett fram haldbærar röksemdir og upplýsingar sem með fullnægjandi hætti gætu byggt undir mat á samkeppnisverði á umræddu tímabili. Er hér um að ræða tilvísanir og hugleiðingar stefnda í greinargerð um hvert hafi verið verð til erlendra skipa á árinu 2001, það verð á skipagasolíu og gasolíu á hafi úti, það verð sem stefnda hafi boðist eftir að samráði hafi lokið, verð á sömu vörum í nágrannalöndum, sem og hugleiðingar byggðar á nánar greindum gögnum sem stafi frá stefnanda og tveimur öðrum olíufélögum. Er framangreindar tilvísanir ekki til þess fallnar að gefa heildstæða mynd af verðþróun í viðskiptum aðila í samhengi við hvert „rétt“ verð hefði þá átt að vera. Liggur enda fyrir að dómkvaddir matsmenn leituðu ekki fanga í þeim sjónarmiðum eða þeim tölulegu gögnum sem stefndi setti fram varðandi ákvörðun samkeppnisverðs.

             Eins og áður er vikið að óskaði stefndi dómkvaðningar matsmanns til að meta ætlað tjón hans af umræddum viðskiptum. Liggur matsgerðin fyrir í málinu og er niðurstaða hennar sú að stefndi hafi orðið fyrir tjóni sem liggi á bilinu 19.600.000 krónur til 21.100.000 krónur. Byggir niðurstaðan á samanburði matsmanns á verði á því sem hann taldi sömu vörutegundir á öðrum markaði þar sem samkeppni ríkti. Valdi matsmaður Alaskamarkað og rökstuddi það val sitt í matsgerð sinni og fyrir dómi. Fyrir liggur að matsmaður lagði grunn að matsgerð sinni með sjálfstæðum hætti og verður ekki séð að hann hafi nema að litlu leyti stuðst við þau sjónarmið sem stefndi lagði til grundvallar í matsbeiðni að fælu í sér vísbendingar um samkeppnisverð.

             Þá liggur fyrir yfirmatsgerð tveggja matsmanna. Hefur stefndi borið brigður á hana og telur hana haldna bæði form- og efniságöllum. Niðurstaða yfirmatsmanna er rakin hér að framan og er vísað til þess. Voru í fyrsta lagi lagðar fyrir yfirmatsmenn spurningar sem lutu að því að endurskoða tilteknar forsendur sem lagðar voru til grundvallar í undirmatsgerð og lutu einkum að atriðum sem varða hvort og þá að hvaða marki Alaskamarkaður sé fallinn til samanburðar við að leiða í ljós hvert samkeppnisverð hefði átt að vera í viðskiptum aðila þessa máls. Er ekki unnt að fallast á með stefnda að með þessu sé farið í bága við réttarfarsreglur. Í yfirmatsgerð eru færð fram rök fyrir því hvers vegna yfirmatsmenn telja Alaskamarkað illa fallinn til samanburðar við hinn íslenska. Á hinn bóginn fara þeir einnig með nákvæmum hætti í gegnum gagnavinnslu í undirmatsgerð í því skyni að staðreyna niðurstöður undirmats. Eins og nánar er rakið hér að framan leiddi framangreind yfirferð til þess að yfirmatsmenn töldu nauðsynlegt að endurvinna niðurstöðu undirmats í samræmi við það sem þeir töldu réttari upplýsingar. Kemur fram í yfirmatsgerð ítarleg og rökstudd gagnrýni á meðferð undirmatsmanns á gögnum sem og rökstuðningur fyrir því hvers vegna þau gögn sem yfirmatsmenn nota séu að þeirra mati haldbetri til að fá niðurstöðu í samanburði á þessum tveimur mörkuðum. Þá kveða yfirmatsmenn upp úr með það, með afdráttarlausum hætti, að ef fallist sé á þá ályktun sem komi fram í undirmati að markaðirnir séu samanburðarhæfir að þá bendi samanburðarhæf gögn ekki til þess að stefndi hafi orðir fyrir tjóni í þeim viðskiptum sem fjallað er um í máli þessu.

             Hvað sem líður fullyrðingum yfirmatsmanna um að umræddir tveir markaðir séu ósamanburðarhæfir liggur fyrir í máli þessu ítarleg og rökstudd niðurstaða þeirra sem hnekkir undirmatsgerð. Hefur stefndi ekki fært fram nokkrar þær röksemdir sem hnekkt geti framangreindri niðurstöðu yfirmats eða dregið úr vægi þess. Breytir engu þó að yfirmatsmenn hafi ekki lýst afdráttarlausri niðurstöðu sinn um það hvort stefndi hafi orðið fyrir tjóni. Eins og fyrr er rakið ber stefndi sönnunarbyrði fyrir því að hann hafi orðið fyrir tjóni er leiði til þess að hann eigi þá skaðabótakröfu á hendur stefnanda sem hann heldur fram. Í ljósi niðurstöðu yfirmatsgerðar, sem ekki hefur verið hnekkt, er það mat dómsins að stefnda hafi ekki tekist slík sönnun. Kemur við þær aðstæður ekki til greina að dæma stefnda bætur að álitum.

             Samkvæmt öllu framansögðu og með vísan til 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 er hafnað kröfu stefndu um sýknu eða lækkun dómkrafna stefnanda þar sem hann hefur ekki rennt fullnægjandi stoðum undir þá fullyrðingu sína að hann eigi gagnkröfu á hendur stefnanda sem tæk sé til skuldajafnaðar.

             Eins og fyrr hefur verið rakið verður stefndi því dæmdur til að greiða stefnanda stefnukröfu ásamt vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. Engin efni eru til annars en að dæma stefnda til greiðslu dráttarvaxta eins og krafist er.

             Rétt þykir eins og hér stendur á að neyta heimildar til að dæma stefnda til að greiða hluta málskostnaðar stefnanda, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 350.000 krónur í málskostnað.

             Málið dæma Halldór Björnsson og Ásmundur Helgason héraðsdómarar og Tryggvi Pálsson hagfræðingur. Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála en dómsuppsaga hefur dregist nokkuð vegna embættisanna dómsformanns.

D Ó M S O R Ð

             Stefndi Dögun ehf. greiði stefnanda, Olíuverslun Íslands hf., 13.329.173 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, af 7.091.040 krónum frá 28. febrúar 2001 til 5. mars 2001, af 6.391.040 krónum frá þeim degi til 20. mars 2001, af 5.691.040 krónum frá þeim degi til 31. mars 2001, af 8.249.505 krónum frá þeim degi til 17. apríl 2001, af 7.249.505 krónum frá þeim degi til 30. apríl 2001, af 8.005.696 krónum frá þeim degi til 25. maí 2001, af 7.305.696 krónum frá þeim degi til 30. maí 2001, af 6.605.696 krónum frá þeim degi til 31. maí 2001, af 7.774.766 krónum frá þeim degi til 25. júní 2001, af 6.774.766 krónum frá þeim degi til 30. júní 2001, af 9.717.330 krónum frá þeim degi til 1. júlí 2001, en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til 2. júlí 2001, af 9.067.330 krónum frá þeim degi til 17. júlí 2001, af 8.067.330 krónum frá þeim degi til 23. júlí 2001, af 7.067.330 krónum frá þeim degi til 30. júlí 2001, af 6.367.330 krónum frá þeim degi til 31. júlí 2001, af 8.280.730 krónum frá þeim degi til 13. ágúst 2001, af 7.280.730 krónum frá þeim degi til 21. ágúst 2001, af 6.280.730 krónum frá þeim degi til 27. ágúst 2001, af 5.280.730 krónum frá þeim degi til 31. ágúst 2001, af 9.693.942 krónum frá þeim degi til 12. september 2001, af 8.693.942 krónum frá þeim degi til 20. september 2001, af 6.693.942 krónum frá þeim degi til 30. september 2001, af 8.544.432 krónum frá þeim degi til 1. október 2001, af 7.544.432 krónum frá þeim degi til 8. október 2001, af 6.744.432 krónum frá þeim degi til 15. október 2001, af 5.744.432 krónum frá þeim degi til 22. október 2001, af 4.944.432 krónum frá þeim degi til 31. október 2001, af 7.087.292 krónum frá þeim degi til 30. nóvember 2001, af 12.772.589 krónum frá þeim degi til 7. desember 2001, af 11.772.589 krónum frá þeim degi til 31. desember 2001, af 10.438.013 krónum frá þeim degi til 7. janúar 2002, af 9.541.015 krónum frá þeim degi til 22. janúar 2002, af 8.541.015 krónum frá þeim degi til 23. janúar 2002, af 7.041.015 krónum frá þeim degi til 31. janúar 2002, af 8.652.372 frá þeim degi til 7. febrúar 2002, af 7.652.372 frá þeim degi til 28. febrúar 2002, af 8.685.864 krónum frá þeim degi til 14. mars 2002, af 7.885.864 krónum frá þeim degi til 25. mars 2002, af 6.885.864 krónum frá þeim degi til 31. mars 2002, af 9.627.026 frá þeim degi til 11. apríl 2002, af 7.627.026 krónum frá þeim degi til 30. apríl 2002, af 10.368.526 krónum frá þeim degi til 1. maí 2002, af 9.755.055 krónum frá þeim degi til 15. maí 2002, af 8.755.055 krónum frá þeim degi til 22. maí 2002, af 8.255.055 krónum frá þeim degi til 31. maí 2002, af 9.766.498 krónum frá þeim degi til 13. júní 2002, af 8.766.498 krónum frá þeim degi til 25. júní 2002, af 7.766.498 krónum frá þeim degi til 30. júní 2002 af 10.095.543 krónum frá þeim degi til 10. júlí 2002, af 9.095.543 krónum frá þeim degi til 12. júlí 2002, af 7.595.543 krónum frá þeim degi til 19. júlí 2002, af 6.895.543 krónum frá þeim degi til 22. júlí 2002, af 6.195.543 krónum frá þeim degi til 31. júlí 2002, af 9.807.821 krónu frá þeim degi til 15. ágúst 2002, af 8.807.821 krónu frá þeim degi til 21. ágúst 2002, af 8.107.821 krónu frá þeim degi til 28. ágúst 2002 af 7.407.821 krónu frá þeim degi til 31. ágúst 2002, af 9.492.659 krónum frá þeim degi til 20. september 2002, af 4.492.659 krónum frá þeim degi til 30. september 2002, af 7.771.260 krónum frá þeim degi til 29. október 2002, af 7.271.260 krónum frá þeim degi til 31. október 2002, af 9.885.094 krónum frá þeim degi til 13. nóvember 2002, af 9.385.094 krónum frá þeim degi til 22. október 2002, af 8.885.094 krónum frá þeim degi til 30. nóvember 2002, af 9.203.030 krónum frá þeim degi til 1. desember 2002, af 8.404.365 krónum frá þeim degi til 5. desember 2002, af 7.904.365 krónum frá þeim degi til 31. desember 2002, af 7.012.436 krónum frá þeim degi til 10. janúar 2003, af 6.512.436 krónum frá þeim degi til 17. janúar 2003, af 6.012.436 krónum frá þeim degi til 20. janúar 2003, af 5.512.436 krónum frá þeim degi til 31. janúar 2003, af 5.518.129 krónum frá þeim degi til 17. febrúar 2003 af 5.018.129 krónum frá þeim degi til 28. febrúar 2003, af 5.021.459 krónum frá þeim degi til 12. mars 2003, af 4.521.459 krónum frá þeim degi til 31. mars 2003, af 4.538.636 krónum frá þeim degi til 10. apríl 2003, af 4.038.636 krónum frá þeim degi til 30. apríl 2003, af 4.460.407 krónum frá þeim degi til 15. maí 2003, af 3.760.407 krónum frá þeim degi til 30. maí 2003, af 3.060.407 krónum frá þeim degi til 31. maí 2003, 5.820.258 krónum frá þeim degi til 2. júní 2003, af 5.120.258 krónum frá þeim degi til 16. júní 2003, af 4.420.258 krónum frá þeim degi til 18. júní 2003, af 3.720.258 krónum frá þeim degi til 30. júní 2003, af 5.785.337 krónum frá þeim degi til 24. mars 2003, af 4.785.337 frá þeim degi til 28. júlí 2003, af 3.785.337 krónum frá þeim degi til 31. júlí 2003, af 6.177.956 krónum frá þeim degi til 18. ágúst 2003, af 5.177.956 krónum frá þeim degi til 25. ágúst 2003, af 4.577.956 krónum frá þeim degi til 31. ágúst 2003, af 7.825.957 krónum frá þeim degi til 8. september 2003, af 7.225.957 krónum frá þeim degi til 30. september 2003, af 9.283.267 krónum frá þeim degi til 16. október 2003, af 7.283.267 krónum frá þeim degi til 13. október 2003, af 6.283.267 krónum frá þeim degi til 24. október 2003, af 5.683.267 krónum frá þeim degi til 27. október 2003, af 5.641.070 frá þeim degi til 31. október 2003, af 8.688.803 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2003, af 8.153.677 krónum frá þeim degi til 4. nóvember 2003, af 7.153.677 krónum frá þeim degi til 10. nóvember 2003, af 6.153.677 krónum frá þeim degi til 30. nóvember 2003, af 7.309.358 krónum frá þeim degi til 9. desember 2003, af 5.309.358 krónum frá þeim degi til 31. desember 2003, af 4.909.127 krónum frá þeim degi til 15. janúar 2004, af 2.909.127 krónum frá þeim degi til 31. janúar 2004, af 2.924.281 krónu frá þeim degi til 11. febrúar 2004, af 1.924.281 krónu frá þeim degi til 29. febrúar 2004, af 1.950.907 krónum frá þeim degi til 22. mars 2004, af 450.907 krónum frá þeim degi til 31. mars 2004, af 1.362.536 krónum frá þeim degi til 28. apríl 2004, af 362.536 krónum frá þeim degi til 30. apríl 2004, af 2.864.651 krónu frá þeim degi til 31. maí 2004, af 5.773.611 krónum frá þeim degi til 10. júní 2004, af 4.773.611 krónum frá þeim degi til 25. júní 2004, af 4.759.717 krónum frá þeim degi til 30. júní 2004, af 8.819.140 krónum frá þeim degi til 31. júlí 2004, af 13.134.631 krónu frá þeim degi til 11. ágúst 2004, af 11.134.631 krónu frá þeim degi til 31. ágúst 2004, af 13.321.705 krónum frá þeim degi til 15. september 2004, af 9.314.702 krónum frá þeim degi til 24. september 2004, af 8.314.702 krónum frá þeim degi til 30. september 2004, af 11.998.569 krónum frá þeim degi til 31. október 2004, af 14.724.163 krónum frá þeim degi til 29. nóvember 2004, af 12.724.163 krónum frá þeim degi til 30. nóvember 2004, af 16.906.171 krónu frá þeim degi til 3. desember 2004, af 14.906.171 krónu frá þeim degi til 8. desember 2004, af 12.906.171 krónu frá þeim degi til 13. desember 2004, af 12.606.171 krónu frá þeim degi til 23. desember 2004, af 12.406.171 krónu frá þeim degi til 31. desember 2004, af 13.309.201 krónu frá þeim degi til 31. maí 2005 og af 13.329.173 krónum frá þeim degi til greiðsludags.

             Stefndi greiði stefnanda 350.000 krónur í málskostnað.