Hæstiréttur íslands

Mál nr. 397/2009


Lykilorð

  • Niðurfelling máls
  • Dómsátt
  • Málskostnaður
  • Gjafsókn


Fimmtudaginn 30. september 2010.

Nr. 397/2009.

K

(Jón Magnússon hrl.)

gegn

M

(Dögg Pálsdóttir hrl.)

og gagnsök

Niðurfelling máls. Dómsátt. Málskostnaður. Gjafsókn.

Mál K gegn M var fellt niður að ósk málsaðila, sem jafnframt voru sammála um að leggja það í dóm um málskostnað. Talið var rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti félli niður og að gjafsóknarkostnaður M fyrir réttinum greiddist úr ríkissjóði.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnlaugur Claessen.

Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 14. júlí 2009. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 23. september 2009. Með bréfi 20. september 2010, barst réttinum sátt milli aðila þar sem því er lýst yfir að samkomulag hafi tekist milli þeirra um að fella málið niður fyrir Hæstarétti að öðru leyti en því að það gengi til dóms um málskostnað. Þau krefjast hvort um sig málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi hins, en gagnáfrýjandi gerir þá kröfu fyrir sitt leyti án tillits til gjafsóknar, sem honum hefur verið veitt hér fyrir dómi.

Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála með áorðnum breytingum er málið fellt niður fyrir Hæstarétti.

Rétt er að málskostnaður falli niður fyrir Hæstarétti.

Um gjafsóknarkostnað gagnáfrýjanda fer samkvæmt því, sem í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Mál þetta er fellt niður.

Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.

Allur gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda, M, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 300.000 krónur.