Hæstiréttur íslands

Mál nr. 440/2001


Lykilorð

  • Fjársvik
  • Skjalafals


Þriðjudaginn 18

 

Þriðjudaginn 18. desember 2001.

Nr. 440/2001.

Ákæruvaldið

(Bogi Nilsson ríkissaksóknari)

gegn

Reginald Aghogho Mafemi

(Sveinn Andri Sveinsson hrl.)

 

Fjársvik. Skjalafals.

R var ákærður fyrir fjársvik og skjalafals með því að hafa, í þremur heimsóknum til Íslands, notað í heimildarleysi falsaðar eftirgerðir 16 kreditkorta annarra í 47 skipti til að blekkja með þeim í lögskiptum við kaup á vöru, þjónustu og til úttekta á reiðufé í bönkum og hafa í 46 af þessum skiptum falsað undirskriftir, sem viðskiptamenn hans máttu ætla að væru korthafanna, á úttektarmiða og að hafa auk framangreindra 47 skipta notað í eitt skipti númer 17. kreditkortsins sem hann gaf upp í síma við kaup á flugfarseðli sér til handa, en með framangreindum blekkingum hafði hann af viðskiptamönnum sínum samtals um 5.328.450 krónur. R játaði sakargiftir. Í dómi Hæstaréttar segir að brot J séu mörg, stórfelld og skipulögð. Með þeim hafi hann svikið út peninga og vörur að verðmæti á sjöttu milljón króna og falsað jafnframt í sömu skipti nafnritanir undir greiðslunótur. Sé ljóst að hann hafi komið hingað til lands gagngert í þessum tilgangi. Við ákvörðun refsingar R var litið til einbeitts brotavilja hans, sbr. 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og 1., 2., 4. og 8. tl. sama ákvæðis, svo og 1. mgr. 77. gr. sömu laga. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms um að R skyldi sæta fangelsi í 20 mánuði.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 28. nóvember 2001 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess að refsing ákærða verði þyngd.

Ákærði krefst þess að refsing hans verði milduð.

Við meðferð málsins í héraði játaði ákærði sakargiftir og var málið rekið þar og dæmt samkvæmt 125. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.

Ákærði var handtekinn í brottfararsal á Kelfavíkurflugvelli 14. september 2001 er hann hafði framvísað falsaðri eftirgerð kreditkorts og var hann þá á leið úr landi. Hafði hann þar í fórum sínum 145.000 íslenskar krónur, 3.000 bandaríkjadali og 30 ensk pund. Við handtöku kvaðst hann heita Fforde Igbensuyuruwe Mukoro og framvísaði vegabréfi með því nafni, en síðar kom í ljós að vegabréfið var falsað. Við rannsókn málsins kom fram að ákærði hafði komið til landsins 12. september sl. og einnig tvívegis skömmu áður, 15. ágúst og 3. september, og dvaldi hann í bæði skiptin í nokkra daga. Lögregla fann við leit í farangri hans 11. október sl. annað vegabréf með nafni Reginald Aghogho Mafemi. Sendi lögregla fingraför ákærða til breskra lögregluyfirvalda í því skyni að fá staðfestingu á hver hann væri. Í svarbréfi þeirra 1. nóvember sl. var upplýst að fingraförin kæmu heim og saman við fingraför Gregory Oraka Bazunu. Verjandi ákærða hafði hins vegar tilkynnt lögreglu með bréfi 25. október sl. að ákærði segði að rétt nafn sitt væri Reginald Aghogho Mafemi. Samkvæmt bréfi Interpol London hefur ákærði gengið undir þessu nafni auk ofangreindra tveggja nafna. Með sama bréfi fylgdu upplýsingar um sakaferil Gregory Oraka Bazunu og staðfesti ákærði við rannsókn málsins að sá sakaferill ætti við sig. Hefur ákærði samkvæmt þeim hlotið hátt í fimm ára fangelsisrefsingu með þremur refsidómum í Bretlandi á árunum 1992 til 2000, aðallega fyrir þjófnað og fjársvik, en auk þeirra hlaut hann dómi í Sviss á árinu 1991 fyrir fjársvik.

Ákærði hefur játað skýlaust þau brot, sem honum eru gefin að sök í ákæru og þar eru réttilega heimfærð til refsiákvæða. Brot hans eru mörg, stórfelld og skipulögð. Með þeim sveik hann út peninga og vörur að verðmæti á sjöttu milljón króna og falsaði jafnframt í sömu skipti nafnritanir undir greiðslunótur. Er ljóst að hann kom hingað til lands gagngert í þessum tilgangi. Við ákvörðun refsingar ákærða ber einnig að líta til einbeitts brotavilja hans, sbr. 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og 1., 2., 5. og 8. tl. sama ákvæðis, svo og 1. mgr. 77. gr. sömu laga. Þykir refsing ákærða með vísan til framangreinds hæfilega ákveðin í héraðsdómi 20 mánaða fangelsi og skal samfellt gæsluvarðhald hans frá 15. september 2001 koma til frádráttar refsingu hans.

Ákvæði héraðsdóms um upptöku, skaðabætur og sakarkostnaður skulu vera óröskuð.

Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins svo sem í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Héraðsdómur skal vera óraskaður, en þó þannig að til frádráttar refsingu ákærða, Reginald Aghogho Mafemi, komi samfellt gæsluvarðhald hans frá 15. september 2001.

Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 60.000 krónur.

 

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 13. nóvember 2001.

Málið er höfðað með ákæru Ríkislögreglustjórans, dagsettri 8. nóvember sl. á hendur „breskum ríkisborgara sem gengur undir eftirtöldum tveimur nöfnum,Gregory Oraka Bazunu, London, Englandi, fæddur 11. desember  1968 og Reginald Aghogho Mafemi, London, Englandi, fæddur 18. nóvember 1968, fyrir fjársvik og skjalafals, með því að hafa, í þremur heimsóknum til Íslands dagana 15. - 16. ágúst, 3. – 5. og 10. – 14. september 2001, notað í heimildarleysi falsaðar eftirgerðir 16 kreditkorta annarra í 47 skipti til að blekkja með þeim í lögskiptum við kaup á vöru, þjónustu og til úttekta á reiðufé í bönkum og hafa í 46 af þessum skiptum falsað undirskriftir, sem viðskiptamenn hans máttu ætla að væru korthafana, á úttektarmiða og að hafa auk framangreindra 47 skipta notað í eitt skipti númer 17. kreditkortsins sem hann gaf upp í síma við kaup á flugfarseðli sér til handa samanber lið X. hér á eftir, en með framangreindum blekkingum hafði ákærði af viðskiptamönnum sínum andvirði samtals kr. 5.328.450 sem sundurliðast sem hér greinir:

I.

 

Úttekt á VISA kreditkort nr. 4257 5700 0008 3570

Korthafi T. Friend, T.M. ltd. Grapnic House, 33. Nutbrook Street, London

 

Dags. :

Úttektarstaður :

Eðli úttektar :

Fjárhæð :

 

 

 

 

15.08.2001

Landsbanki Íslands, Leifsstöð

Peningaúttekt

97.000

 

 

Úttektir samtals í IKR:

97.000

 

II.

 

Úttekt á VISA kreditkort nr. 4257 5700 0541 6734

Korthafi A. R. Davis, Infogrames UK ltd., Landmarkhouse, Hammersmith Bndge Rood, London

 

Dags. :

Úttektarstaður :

Eðli úttektar :

Fjárhæð :

 

 

 

 

15.08.2001

Landsbanki Íslands, Leifsstöð

Peningaúttekt

97.000

 

 

Úttektir samtals í IKR:

97.000

 

III.

 

Úttektir á VISA kreditkort nr. 4509 4932 2011 1384

Korthafi Robert Wylie, Wallan, Victoria, Ástralíu

 

Dags. :

Úttektarstaður :

Eðli úttektar :

Fjárhæð :

 

 

 

 

15.08.2001

Landsbanki Íslands, Hótel Loftleiðum

Peningaúttekt

202.120

15.08.2001

Keikó/Club Clinton Aðalstræti 4b, R.

Veitingar - þjónusta

25.000

15.08.2001

Keikó/Club Clinton Aðalstræti 4b, R.

Veitingar - þjónusta

25.000

 

 

Úttektir samtals í IKR :

252.120

IV.

 

Úttektir á VISA kreditkort nr. 4921 8191 5806 6622

Korthafi óþekktur

 

Dags. :

Úttektarstaður :

Eðli úttektar :

Fjárhæð :

 

 

 

 

15.08.2001

Rammagerðin, Hótel Loftleiðum

Vöruúttekt

38.604

15.08.2001

Keikó/Club Clinton Aðalstræti 4b, R.

Veitingar - þjónusta

3.000

16.08.2001

Landsbanki Íslands, Hótel Loftleiðum

Peningaúttekt

200.580

16.08.2001

Búnaðarbanki Íslands, Hótel Sögu

Peningaúttekt

200.000

16.08.2001

Landsbanki Íslands, v/ Hagatorg

Peningaúttekt

200.000

16.08.2001

Hótel Loftleiðir

Gisting o.fl.

27.130

16.08.2001

Landsbanki Íslands, Leifsstöð

Peningaúttekt

192.000

16.08.2001

Icelandair / Saga Boutique

Vöruúttekt

37.700

 

 

 

 

Úttektir samtals í IKR:

899.014

V.

 

Síma-úttekt og úttektir á VISA kreditkort nr. 4929 4051 1561 7004

Korthafi D. Crisp, Bretlandi

 

Dags. :

Úttektarstaður :

Eðli úttektar :

Fjárhæð :

 

 

 

 

03.09.2001

London  -  Icelandair

Símaúttekt –farseðill

112.134

03.09.2001

Icelandair / Saga Boutique

Veitingar /  vörur

26.200

04.09.2001

Landsbanki Íslands, Leifsstöð

Peningaúttekt

288.000

04.09.2001

Change Group Iceland. Leifsstöð

Peningaúttekt

195.300

 

 

Úttektir samtals í IKR :

621.634

 

VI

 

Úttekt á VISA kreditkort nr. 4943 4807 0025 4564

Korthafi M. Jacobs, Bretlandi

 

Dags. :

Úttektarstaður :

Eðli úttektar :

Fjárhæð :

 

 

 

 

04.09.2001

 Búnaðarbanki Íslands, Hótel Sögu

 Peningaúttekt

100.000

 

 

 

 

Úttektir samtals í IKR :

100.000

VII.

 

Úttektir á VISA kreditkort nr. 4929 4064 2469 4007

Korthafi Colin, Tipper, Bretlandi

 

Dags. :

Úttektarstaður :

Eðli úttektar :

Fjárhæð :

 

 

 

 

04.09.2001

Leonard, Kringlunni.

 Vöruúttekt

259.000

04.09.2001

Íslandsbanki hf. Kringlunni.

 Peningaúttekt

200.000

05.09.2001

Flugleiðir - Saga Boutique Leifsstöð

 Vöruúttekt

20.580

 

 

 

 

Úttektir samtals í IKR :

479.580

VIII.

 

Úttekt á VISA kreditkort nr. 4340 0914 8007 4491

Korthafi Charles A. Hobbs, Bandaríkjunum

 

Dags. :

Úttektarstaður :

Eðli úttektar :

Fjárhæð :

 

 

 

 

04.09.2001

Leonard, Kringlunni

Vöruúttekt

120.400

 

 

 

 

Úttektir samtals í IKR :

120.400

IX.

 

Úttektir á VISA kreditkort nr. 4552 6290 0784 7700

Korthafi Lennart Jarlgård, Svíþjóð

 

Dags. :

Úttektarstaður :

Eðli úttektar :

Fjárhæð :

 

 

 

 

05.09.2001

Hótel Saga

Gisting o.fl.

42.590

05.09.2001

BSR  -  leigubíll nr. 21

Leigubíll

7.500

05.09.2001

Fríhöfn  -  Flugstöð Leifs Eríkssonar

Motorola GSM sími

25.900

05.09.2001

Fríhöfn  -  Flugstöð Leifs Eríkssonar

Áfengi

10.320

 

 

 

 

Úttektir samtals í IKR :

86.310

X.

 

Síma-úttekt á VISA kreditkort nr. 4552 9975 0411 2286

Korthafi Melvin Rook, Bretlandi

 

Dags. :

Úttektarstaður :

Eðli úttektar :

Fjárhæð :

 

 

 

 

10.09.2001

London  -  Icelandair

Símaúttekt- farseðill

113.621

 

 

 

 

Úttektir samtals í IKR :

113.621

XI.

 

Úttektir á VISA kreditkort nr. 4202 5400 0004 9166

Korthafi Wesley C. Llewellyn, Bandaríkjunum

 

Dags. :

Úttektarstaður :

Eðli úttektar :

Fjárhæð :

 

 

 

 

13.09.2001

Tal hf., Kringlunni

Nokia 9210

114.900

13.09.2001

Íslandsbanki hf., Kringlunni

Peningaúttekt

304.680

 

 

 

 

Úttektir samtals í IKR :

419.580

XII.

 

Úttekt á VISA kreditkort nr. 4154 4000 6205 6344

Korthafi Luis Gaio Curvelo, Portúgal

 

Dags. :

Úttektarstaður :

Eðli úttektar :

Fjárhæð :

 

 

 

 

13.09.2001

Barnakot ehf., Kringlunni

Vöruúttekt

60.000

 

 

 

 

Úttektir samtals í IKR :

60.000

 

XIII.

 

Úttektir á VISA kreditkort nr. 4929 4285 2459 0000

Korthafi M. Macgregor, Bretlandi

 

Dags. :

Úttektarstaður :

Eðli úttektar :

Fjárhæð :

 

 

 

 

14.09.2001

Landsbanki Íslands, Hótel Loftleiðir

Peningaúttekt

302.730

14.09.2001

Landsbanki Íslands, Austurbæjarútibú

Peningaúttekt

198.360

 

 

 

 

Úttektir samtals í IKR :

501.090

XIV.

 

Úttekt á VISA kreditkort nr. 4532 2136 3023 2187

Korthafi Bositti, Giancarla, Italíu

 

Dags. :

Úttektarstaður :

Eðli úttektar :

Fjárhæð :

 

 

 

 

14.09.2001

 Landsbanki Íslands, Austurbæjarútibú

 Peningaúttekt

99.180

 

 

 

 

Úttektir samtals í IKR :

99.180

XV.

 

Úttektir á Mastercard kreditkort nr. 5409 6400 0100 9785

Korthafi Harry Scott Esq, Bretlandi

 

Dags. :

Úttektarstaður :

Eðli úttektar :

Fjárhæð :

 

 

 

 

13.09.2001

Valmiki - skóverslun, Kringlunni

Skófatnaður

43.455

13.09.2001

Penninn sf.  Kringlunni

Ferðataska og tússp.

18.958

13.09.2001

Leonard  Kringlunni

Dömuúr, Bvlgari

182.000

13.09.2001

Hugo Boss / H.G.S. ehf.

Herrafatnaður

92.380

14.09.2001

Búnaðarbankinn í Hótel Sögu

Peningaúttekt

302.790

14.09.2001

Skór ehf. / 38 Þrep Laugavegi 49, R

Skór o.fl.

83.300

14.09.2001

Heimilistæki  Kringlunni

Nokia 8890 sími

54.995

14.09.2001

Vínbúðin  í Kringlunni

Áfengi

20.430

14.09.2001

Hótel Saga / Radisson SAS

Gisting o.fl.

35.674

 

 

 

 

Úttektir samtals í IKR :

833.982

 

XVI.

 

Úttektir á Mastercard kreditkort nr. 5434 6806 5349 2742

Korthafi Jane C. Neville, Berkshire, Bretlandi

 

Dags. :

Úttektarstaður :

Eðli úttektar :

Fjárhæð :

 

13.09.2001

 Landsbanki Íslands, Leifsstöð

 Peningaúttekt

306.690

13.09.2001

 Landsbanki Íslands, Leifsstöð

 Peningaúttekt

203.000

 

 

 

 

Úttektir samtals í IKR :

509.690

 

XVII.

 

Úttektir á Mastercard kreditkort nr. 5473 6720  2304 8732

Korthafi Bradley Piper, Hampshire, Bretlandi

 

Dags. :

Úttektarstaður :

Eðli úttektar :

Fjárhæð :

 

14.09.2001

 Japis, Kringlunni

 CD diskar

24.090

14.09.2001

 Penninn, Kringlunni

 Ferðataska

9.600

14.09.2001

 Skífan, Kringlunni

 Vöruútt. CD-diskur

1.799

14.09.2001

 Asía, veitingahús, Laugarvegi 10

 Veitingar

2.760

 

 

 

 

Úttektir samtals í IKR :

38.249

 

 

 

 

Heildarúttektir samkvæmt liðum I. – XVII. samtals í IKR :

5.328.450

 

Brot ákærða samkvæmt framantöldum liðum I. – XVII. teljast varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

Brot ákærða samkvæmt framantöldum liðum I. – IX. og XI. - XVII. teljast varða við 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar fyrir framangreind brot.

Upptökukrafa

Gerð er krafa um að ákærða verði gert, með vísan til 3. töluliðar 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19, 1940, að þola með dómi upptöku á peningaseðlum að fjárhæð USD 15.000,00, GBP 30,00 og IKR 145.000,00 sem ákærði bar á sér og fundust í farangri hans og haldlagðir voru af lögreglu eftir handtöku hans 14. september 2001.

Bótakröfur

1.                                                           Kreditkort hf. krefjast, með vísan til 1. mgr. 170. gr. laga nr. 19, 1991, að ákærði verði dæmdur til að greiða þeim skaðabætur vegna úttekta á veitingum og varningi kr. 569.441,00 og vegna peningaúttekta kr. 812.480,00 eða samtals kr. 1.381.921,00, auk dráttarvaxta frá 2. október 2001 til greiðsludags, ásamt innheimtuþóknun, kr. 119.640, ásamt áföllnum kostnaði.

2.                                                           VISA Ísland – Greiðslumiðlun hf. krefst, með vísan til 1. mgr. 170. gr. laga nr. 19, 1991, að ákærði verði dæmdur til að greiða þeim skaðabætur sem nema að hámarki kr. 3.946.529,00 vegna hugsanlegra bótakrafna sem fram kunna að koma síðar frá úrgefendum VISA korta erlendis fyrir hönd þeirra viðskiptamanna þeirra sem eiga kort sem fölsuð hafa verið og fundust í fórum ákærða.  Mál:  035-2001-1446.

Ákærði er í gögnum málsins ýmist nefndur Reginald Aghogho Mafemi eða Gregory Oraka Bazunu.  Hann var með tvö bresk vegabréf þegar hann var handtekinn hvort á sitt nafnið.  Hann kveður sitt rétta nafn vera Reginald Aghogho Mafemi og segist hann vera fæddur í Lundúnum 18. nóvember 1968, breskur þegn.

Kreditkort hf. hafa lækkað bótakröfu sína í 1.050.712 krónur auk dráttarvaxta frá 2. október 2001 til greiðsludags.”

Málavextir

Ákærði hefur skýlaust játað það brot sem hann er saksóttur fyrir.  Hefur hann orðið sekur um athæfi það sem lýst er í ákærunni og réttilega er þar fært til refsiákvæða.  Brot ákærða er stórfellt og skipulagt.  Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 20 mánuði.  Frá refsingunni ber að draga gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 15. september sl., samtals 59 daga.

Samkvæmt 3. tl. 69. gr. almennra hegningarlaga ber að dæma ákærða til þess að þola upptöku á þeim peningum sem hald var lagt á hjá honum.

Ákærði hefur samþykkt bótakröfu Kreditkorta hf.  Ber að dæma hann til þess að greiða fyrirtækinu 1.050.712 krónur í skaðabætur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38,2001, frá 2. október 2001 til greiðsludags.

Ákærði krefst þess að bótakröfu Visa Ísland - greiðslumiðlunar hf. verði vísað frá dómi.  Krafa þessi er óljós um kröfufjárhæðina og í henni er fyrirvari vegna hugsanlegra bótakrafna.  Ber að vísa henni frá dómi.

Dæma ber ákærða til þess að greiða allan sakarkostnað, þar með talin réttargæslu- og málsvarnarlaun til Sveins Andra Sveinssonar hrl., 250.000 krónur.

Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn.

DÓMSORÐ:

Ákærði, Reginald Aghogho Mafemi, öðru nafni Gregori Oraka Bazunu, sæti fangelsi í 20 mánuði.  Frá refsingunni dregst 59 daga gæsluvarðhaldsvist ákærða.Ákærði sæti upptöku á 15.000 bandaríkjadölum, 30 sterlingspundum og 145.000 krónum.

Ákærði greiði Kreditkortum hf. 1.050.712 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 2. október 2001 til greiðsludags.

Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin réttargæslu- og máls­varnarlaun til verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar hrl., 250.000 krónur.