Hæstiréttur íslands
Mál nr. 162/2003
Lykilorð
- Niðurfelling máls
- Málskostnaður
|
|
Fimmtudaginn 16. október 2003. |
|
Nr. 162/2003. |
Þrotabú Styrmis KE 11 ehf. (Benedikt Ólafsson hdl.) gegn Útgerðarfélaginu Tjaldi ehf. (Sigurbjörn Magnússon hrl.) |
Niðurfelling máls. Málskostnaður.
Mál Þ gegn Ú var fellt niður fyrir Hæstarétti að kröfu Þ en með samþykki Ú. Var Þ dæmt til greiðslu málskostnaðar.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen.
Styrmir KE 11 ehf. skaut málinu til Hæstaréttar 6. maí 2003. Með bréfum 6. og 7. október 2003 var réttinum tilkynnt að bú áfrýjanda hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 26. september sama árs og að ákveðið hafi verið af hálfu þrotabúsins að láta málið niður falla. Básafell hf., stefnandi í héraði, var sameinað Útgerðarfélaginu Tjaldi ehf. eftir uppkvaðningu héraðsdóms. Hefur síðarnefnda félagið tekið við aðild að þessu máli. Af hálfu stefnda var fallist á kröfu áfrýjanda um að málið yrði fellt niður, en gerð krafa um málskostnað fyrir Hæstarétti.
Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 164. gr. og 166. gr. þeirra, eins og þeim greinum var breytt með lögum nr. 38/1994, er málið fellt niður fyrir Hæstarétti.
Í samræmi við meginreglu 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 166. gr. sömu laga, verður áfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti svo sem í dómsorði segir.
Dómsorð:
Mál þetta er fellt niður.
Áfrýjandi, þrotabú Styrmis KE 11 ehf., greiði stefnda, Útgerðarfélaginu Tjaldi ehf., 100.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.