Hæstiréttur íslands
Mál nr. 656/2014
Lykilorð
- Niðurfelling máls
- Málskostnaður
|
|
Fimmtudaginn 12. mars 2015. |
|
Nr. 656/2014.
|
Íslenska ríkið og Útlendingastofnun (Einar Karl Hallvarðsson hrl.) gegn Aliagout Ahmed Suliman (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) |
Niðurfelling máls. Málskostnaður.
Eftir kröfu Í og Ú var mál þeirra á hendur A fellt niður fyrir Hæstarétti. Voru Í og Ú dæmd til að greiða A málskostnað fyrir réttinum að kröfu A.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson og Benedikt Bogason og Karl Axelsson settur hæstaréttardómari.
Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 7. október 2014. Með bréfi til réttarins 25. febrúar 2015 tilkynntu áfrýjendur að þeir féllu frá áfrýjun málsins. Af hálfu stefnda var með bréfi 6. mars sama ár gerð krafa um málskostnað fyrir Hæstarétti.
Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður málið fellt niður fyrir Hæstarétti.
Samkvæmt 2. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 verða áfrýjendur dæmdir til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Mál þetta er fellt niður.
Áfrýjendur, íslenska ríkið og Útlendingastofnun, greiði óskipt stefnda, Aliagout Ahmed Suliman, 600.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.