Hæstiréttur íslands

Mál nr. 314/2003


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Þriðjudaginn 19

 

Þriðjudaginn 19. ágúst 2003.

Nr. 314/2003.

Lögreglustjórinn í Reykjavík

(Böðvar Bragason lögreglustjóri)

gegn

X

(Kristján Stefánsson hrl.)

 

Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

 

Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. ágúst 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. ágúst 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 22. ágúst 2003. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar.

Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.

Í greinargerð sóknaraðila til Hæstaréttar kemur fram að lögreglu hafi tekist að tengja nokkra muni, sem voru haldlagðir við húsleit að [...], brotum sem varnaraðili er grunaður um og gerð er grein fyrir í úrskurði héraðsdóms. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. ágúst 2003.

      Árið 2003, föstudaginn 15. ágúst, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjatorg af Eggerti Óskarssyni héraðsdómara, kveðinn upp svofelldur úrskurður.

            Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X, verði á grunvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 22. ágúst 2003, kl. 16.00

 

      Í greinargerð lögreglu kemur fram að sl. nótt klukkan 00:25 hafi Y, X og Z verið handtekin vegna gruns um tilraun til innbrots í [...].  Hafi þau verið á bifreiðinni [...] og við leit í bifreiðinni hafi fundist verkfæri til innbrota.

[...]

Lögreglan í Reykjavík hefur nú til rannsóknar mörg innbrots- og þjófnaðarmál sem framin hafa verið með stuttu millibili á undanförnum dögum. Samkvæmt gögnum máls er rökstuddur grunur um að kærði og Z eigi aðild að þeim málum þrátt fyrir neitun kærða þar um. 

Rannsókn þessara mála er á frumstigi og eftir er að taka skýrslur af vitnum og kanna hvort og að hve miklu leyti munir sem fundust við húsleit að [...], sem lögregla telur að sé heimili kærða og Y, séu þýfi úr innbrotum þessum. 

Telja verður að kærði geti torveldað rannsókn málsins ef hann gengur laus.

Með vísan til framanritaðs og rannsóknargagna verður því fallist á að skilyrðum um gæsluvarðhald skv. a. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt. Ber því að taka kröfu lögreglunnar í Reykjavík til greina eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði.

 

Ú r s k u r ð a r o r ð

                X sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 22. ágúst 2003, kl. 16.00.

                                                                          Eggert Óskarsson