Hæstiréttur íslands
Mál nr. 315/2003
Lykilorð
- Þjófnaður
- Fjársvik
- Umferðarlagabrot
- Ítrekun
- Hegningarauki
- Skilorðsrof
|
|
Fimmtudaginn 29. janúar 2004. |
|
Nr. 315/2003. |
Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Guðrúnu Halldóru Valsdóttur (Hilmar Ingimundarson hrl.) |
Þjófnaður. Fjársvik. Umferðalagabrot. Ítrekun. Hegningarauki. Skilorðsrof.
G var ákærð fyrir þjófnað, fjársvik og umferðarlagabrot og gekkst hún við sakargiftum. Rauf hún með brotum sínum skilorð eldri dóms, sem var tekinn upp og dæmdur með samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Var refsing hennar hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði með vísan til 71. gr., sbr. og 255. gr. þeirra laga. G var jafnframt svipt ökurétti og dæmd til greiðslu skaðabóta.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.
Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 1. ágúst 2003 í samræmi við yfirlýsingu ákærðu um áfrýjun en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess að staðfest verði niðurstaða hins áfrýjaða dóms að öðru leyti en því að refsing ákærðu verði þyngd.
Ákærða krefst þess að refsing hennar verði milduð og hún skilorðsbundin að öllu leyti eða að hluta.
Eins og fram kemur í héraðsdómi voru brot ákærðu samkvæmt ákærum 18. febrúar, 27. ágúst og 1. október 2002 framin áður en dómur frá 21. janúar 2002 var upp kveðinn. Brot samkvæmt þessum þremur ákærum voru 100 að tölu, þar af 98 fjársvikabrot, einn þjófnaður úr íbúð og eitt umferðarlagabrot. Nam andlag þessara brota um 600.000 krónum. Hins vegar voru brot samkvæmt ákærum 26. nóvember 2002 og 29. apríl 2003 18 að tölu, þar af þjófnaður í kjölfar innbrots í íbúðarhús, átta aðrir þjófnaðir, átta fjársvik og ein tilraun til fjársvika. Andlag þessara brota nam að lágmarki 300.000 krónum. Með fyrrnefndum dómi 21. janúar 2002 var ákærða dæmd fyrir þjófnað í fangelsi í 10 mánuði, þar af átta mánuði skilorðsbundið í þrjú ár. Ákærða hefur því rofið skilorð dómsins með brotum sínum, sem fjallað er um í ákærunum 26. nóvember 2002 og 29. apríl 2003, og verður því hinn skilorðsbundni hluti hans tekinn upp og dæmdur með í máli þessu, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, eins og gert var í hinum áfrýjaða dómi. Þar var refsing ákærðu fyrir þau brot sem mál þetta tekur til ákveðin fjórir mánuðir til viðbótar þeirri átta mánaða fangelsisrefsingu sem upp var dæmd. Við ákvörðun refsingar verður að líta til þess að brot ákærðu samkvæmt áðurnefndum fimm ákærum voru á annað hundrað, andlag þeirra nam nærri 1.000.000 krónum og hún hefur ekki bætt fyrir þau. Með brotunum, sem getið er í ákærum 26. nóvember 2002 og 29. apríl 2003, hefur hún ítrekað gerst sek um auðgunarbrot. Ber því við ákvörðun refsingar hennar einnig að vísa til 71. gr., sbr. og 255. gr. almennra hegningarlaga. Að öllu framangreindu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms er refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði.
Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sviptingu ökuréttar ákærðu og skaðabætur verða staðfest. Ákærða verður dæmd til að greiða allan sakarkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns á báðum dómstigum, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, sem verða ákveðin í einu lagi, eins og greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Ákærða, Guðrún Halldóra Valsdóttir, sæti fangelsi í 18 mánuði.
Ákvæði héraðsdóms um sviptingu ökuréttar ákærðu og skaðabætur skulu vera óröskuð.
Ákærða greiði allan sakarkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns á báðum dómstigum, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, samtals 230.000 krónur.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 4. júní 2003.
Mál þetta, sem dómtekið var 20. maí sl., er höfðað samkvæmt fimm ákærum. Fyrst með ákæru dagsettri 18. febrúar 2002 af lögreglustjóranum í Reykjavík á hendur ákærðu Guðrúnu Halldóru Valsdóttur, [ . . . ], fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreiðinni [ . . . ], þriðjudaginn 3. júlí 2001, um Háaleitisbraut í Reykjavík svipt ökurétti og óvær um að stjórna bifreiðinni örugglega vegna neyslu deyfandi lyfja og svo óvarlega að hún ók aftan á strætisvagninn BP-713 sem var kyrrstæður í biðstöð við Háleitisbraut á móts við Bláa turninum.
Þetta er talið varða við 1. mgr. 4. gr., 2. mgr. 44. gr. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 3. gr. laga nr. 57/1997.
Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993.
Hinn 13. september sl. var sakamálið nr. 2390/2002 sameinað þessu máli en þar er ákærðu gefið að sök með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum í Reykjavík 27. ágúst sl., eftirgreind brot framin í Reykjavík, nema annars sé getið, á tímabilinu frá 6. mars 2001 til 19. janúar 2002:
I.
Fjársvik með því að hafa, á tímabilinu 6. mars til 2. júlí svikið út í alls 103 skipti á eftirgreindum stöðum í Reykjavík, nema annars sé getið, vörur og þjónustu að andvirði alls kr. 286.242 með því að láta skuldfæra andvirðið heimildarlaust, ýmist símleiðis eða á vettvangi, á viðskiptareikninga annarra manna hjá Greiðslumiðlun hf., kt. 500683-0589, en ákærða hafði stolið viðskiptakortum af reikningshöfum:
A. Skuldfærslur af debetreikningi nr. 4567 1603 1303 6112, reikningi Ó, [ ] , fyrir andvirði alls kr. 130.363 á tímabilinu frá 23. júní til 2. júlí:
1) Þann 23. júní á bensínstöð Skeljungs hf. við Bústaðaveg kr. 2.900.
2) Sama dag á bensínstöð Skeljungs hf. í Suðurfelli kr. 2.159.
3) Þann 24. júní á veitingastaðnum Hróa Hetti, Hringbraut 119, kr. 1.030.
4) Sama dag í einni verslana Skífunnar hf. kr. 2.399.
5) Þann 25. júní í verslun 10-11 við Barónsstíg kr. 3.338.
6) Sama dag í verslun 11-11 við Grensás kr. 6.789.
7) Sama dag í verslun Hans Petersen, Kringlunni, kr. 1.590.
8) Sama dag í verslun 10-11, Grímsbæ við Bústaðaveg, kr. 1.904.
9) Sama dag í verslun 10-11, Arnarbakka 2, kr. 3.196.
10) Þann 28. júní í versluninni 4 Play Exotica, Hverfisgötu 82, kr. 2.900.
11) Sama dag í verslun 10-11, Arnarbakka 2, kr. 2.054.
12) Sama dag í afgreiðslu Olíufélagsins við Borgartún kr. 2.405.
13) Sama dag í verslun 10-11, Lágmúla 7, kr. 2.564.
14) Þann 29. júní hjá leigubifreiðastjóra nr. 182 á BSR kr. 1.120.
15) Sama dag í verslun Bónus, Laugavegi 59, kr. 1.161.
16) Sama dag í verslun 10-11, Austurstræti 18, kr. 2.134.
17) Sama dag hjá leigubifreiðastjóra nr. 82 hjá BSR kr. 1.230.
18) Sama dag á bensínafgreiðslu Olíufélagsins í Hveragerði kr. 2.762.
19) Sama dag hjá versluninni Toppmyndum, Arnarbakka, kr. 2.645.
20) Sama dag í versluninni Toppmyndum, kr. 1.200.
21) Þann 30. júní í versluninni Fröken Reykjavík, Austurstræti 24, kr. 1.490.
22) Sama dag í versluninni Fröken Reykjavík, kr. 1.180.
23) Sama dag í versluninni Top Shop, Lækjargötu 2a, kr. 4.990.
24) Sama dag í verslun 10-11, Austurstræti 17, kr. 2.299.
25) Sama dag í versluninni London kr. 2.620.
26) Sama dag á veitingastaðnum Nings, Suðurlandsbraut 6, kr. 2.880.
27) Sama dag í verslun 10-11 við Barónsstíg kr. 3.213.
28) Sama dag í versluninni Toppmyndum, Arnarbakka 2, kr. 1.950.
29) Sama dag í versluninni Toppmyndum, Arnarbakka 2, kr. 2.497.
30) Sama dag í Þinni verslun, Seljabraut 54, kr. 2.460.
31) Sama dag í Þinni verslun kr. 1.905.
32) Sama dag í bensínafgreiðslu Skeljungs hf., Suðurfelli, kr. 3.250.
33) Sama dag í verslun Skeljungs í Suðurfelli kr. 1.810.
34) Þann 1. júlí í Sveinsbakaríi, Arnarbakka 4-6, kr. 1.555.
35) Sama dag í verslun Hagkaupa, Smáratorgi, Kópavogi, kr. 3.810.
36) Þann 2. júlí í versluninni Nettó, Mjóddinni, kr. 2.000.
B. Skuldfærslur af greiðslukortareikningi nr. 4539 8500 0003 2243, reikningi BG, [ ] , á tímabilinu frá 6. mars til 11. apríl fyrir andvirði alls kr. 155.879 sem ákærða fékk skuldfærðar með því að gefa upp númer reikningsins ýmist símleiðis eða á vettvangi:
1) Þann 6. mars hjá þjónustuveri Landssímans, Ánanaustum 15, kr. 4.500.
2) Þann 23. mars í sundlaugunum í Laugardal kr. 4.500.
3) Sama dag í þjónustuveri Landssímans í Ánanaustum kr. 3.500.
4) Þann 27. mars á sama stað kr. 2.000.
5) Sama dag í söluturni að Bústaðavegi 130 kr. 4.070.
6) Í verslun 10-11, Laugalæk 2, kr. 3.010.
7) Sama dag í verslun 11-11, við Laugaveg kr. 2.833.
8) Þann 28. mars í afgreiðslu Landssímans í Ánanaustum kr. 1.500.
9) Sama dag hjá sendibifreiðastjóranum Oddi Jónassyni kr. 1.000.
10) Sama dag í þjónustuveri Tals hf., Síðumúla 28, kr. 500.
11) Sama dag í versluninni Boltamanninum, Laugavegi 23, kr. 17.580.
12) Sama dag í söluturni í Hraunbæ 120 kr. 2.895.
13) Sama dag í versluninni Toppmyndum við Arnarbakka kr. 2.990.
14) Þann 29. mars í versluninni Árbæjarblómi, Hraunbæ 102, kr. 2.000.
15) Þann 30. mars í þjónustuveri Landssímans í Ánanaustum kr. 3.500.
16) Sama dag á sama stað kr. 3.000.
17) Sama dag á veitingastaðnum Hróa Hetti, Smiðjuvegi 2, Kópavogi, kr. 2.805.
18) Sama dag í þjónustuveri Landssímans í Ánanaustum kr. 2.000.
19) Hjá Íslenska útvarpsfélaginu, Lynghálsi 5, kr. 4.365.
20) Þann 1. apríl hjá Landssímanum, Ánanaustum 15, kr. 3.000.
21) Sama dag á sama stað kr. 2.000.
22) Þann 4. apríl á sama stað kr. 2.000.
23) Sama dag á sama stað kr. 1.500.
24) Sama dag á veitingastaðnum Hróa Hetti, Smiðjuvegi 2, kr. 2.890.
25) Sama dag hjá versluninni Dalíu, Fákafeni 11, kr. 3.100.
26) Sama dag hjá Íslenska útvarpsfélaginu hf. kr. 981.
27) Þann 5. apríl hjá Landssímanum, Ánanaustum, kr. 3.500.
28) Sama dag hjá versluninni Beiðholtsblómum, Álfabakka 148, kr. 4.490.
29) Sama dag hjá versluninni Samkaupum, Vesturbergi, kr. 9.452.
30) Þann 6. apríl hjá sömu verslun kr. 886.
31) Sama dag hjá Landssímanum, Ánanaustum, kr. 3.500.
32) Sama dag hjá póstverslun Hagkaupa kr. 15.792.
33) Þann 7. apríl hjá Snælands Vídeói, Laugavegi 164, kr. 3.895.
34) Þann 9. apríl hjá Landssímanum, Ánanaustum, kr. 4.000.
35) Sama dag hjá Toppmyndum, Grímsbæ við Bústaðaveg, kr. 1.350.
36) Sama dag í söluturni við Bústaðaveg 130, kr. 1.845.
37) Sama dag hjá veitingastaðnum Hróa Hetti, Kópavogi, kr. 2.295.
38) Sama dag hjá Bláa Lóninu hf., Svartsengi, Grindavík, kr. 4.000.
39) Þann 10. apríl hjá Landssímanum, Ánanaustum, kr. 4.000.
40) Sama dag í Snælands Vídeói, Laugavegi 164, kr. 4.460.
41) Sama dag í Keiluhöllinni, Öskjuhlíð 1, kr. 3.200.
42) Þann 11. apríl í versluninni Hraðfilmunni, Eddufelli 2, kr. 3.680.
43) Sama dag í söluturni í Hamraborg 20a, Kópavogi, kr. 3.680.
II.
Fjársvik með því að hafa í félagi við E, [ ] , miðvikudaginn 22. ágúst 2001, fengið BS, leigubifreiðastjóra, til að aka með sig frá Reykjavík til Keflavíkur og aftur til Reykjavíkur þrátt fyrir að ákærða og E væru félaus og gætu ekki greitt ökugjaldið kr. 15.760.
Framangreind brot í I. og II. lið eru talin varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
III.
Þjófnað með því að hafa, laugardaginn 19. janúar 2002, stolið í íbúð að [ ] veski með um 12.000 krónum í reiðufé, farsíma, tveimur demantshringum, tveimur gullhringum, gullkeðju, tveimur hálsmenum, þremur úrum þar af einu úr gulli, fjórum geisladiskum, tveimur perlufestum og nokkrum eyrnalokkapörum samtals að verðmæti um kr. 270.000.
Þetta er talið varða við 244. gr. almennra hegningarlaga.
Þess er krafist, að ákærða verði dæmd til refsingar.
Í málinu krefjast eftirgreindir skaðabóta:
K, [ ] , kr. 5.915.
Sælkerabúðin hf., kt. 630394-2799, kr. 2.880 ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 30. júní 2001 en síðan dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga til greiðsludags.
BS, [ ] , kr. 20.000.
Á, [ ] , kr. 282.200.
Hinn 23. október sl. var sakamálið nr. 524/2002 sameinað þessu máli en þar er ákærðu gefið að sök með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum í Reykjavík 1. október sl., fjársvik með því að hafa, dagana 16. og 17. desember 2001, í 20 skipti svikið út vörur og þjónustu, alls að andvirði kr. 92.738, á eftirgreindum stöðum í Reykjavík, nema annars sé getið, með því að framvísa þar heimildarlaust debetkorti H, [ ] , nr. 5893 2111 7512 1732 hjá Europay og láta skuldfæra andvirði úttektanna á reikning H nr.[ ] hjá Sparisjóði Vélstjóra:
1) Í verslun 10/11 í Grímsbæ vörur að andvirði kr. 4.526.
2) Á bensínafgreiðslu Skeljungs hf. við Vesturlandsveg vörur að andvirði kr.
3.612.
3) Á bensínafgreiðslu Skeljungs hf. við Suðurfell í tvö skipti vörur að andvirði
kr. 6.640.
4) Á bensínafgreiðslu Olís hf. í Mjódd vörur að andvirði kr. 4.166
5) Á bensínafgreiðslu Olíufélagsins hf. á Ártúnshöfða í tvö skipti vörur
andvirði kr. 7.334.
6) Í verslun 11/11 við Hraunbæ í tvö skipti vörur að andvirði alls kr. 7.068.
7) Á bensínafgreiðslu Skeljungs hf. í Smáranum í Kópavogi í þrjú skipti vörur
að andvirði alls kr. 7.462.
8) Á óþekktum stað vörur að andvirði kr. 1.000.
9) Í verslun 10/11 við Staðarberg vörur að andvirði kr. 8.877.
10) Í verslun 10/11, Seljavegi 2, vörur að andvirði kr. 4.497.
11) Á bensínafgreiðslu Skeljungs hf. við Bústaðaveg vörur að andvirði kr.
3.221
12) Í verslun Nýkaupa, Kringlunni, í tvö skipti vörur að andvirði kr. 5.575.
Þetta er talið varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Þess er krafist, að ákærða verði dæmd til refsingar.
Í málinu er af hálfu eftirgreindra krafist skaðabóta:
Skeljungs hf., kt. 590269-1749, kr. 20.660 ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 1. apríl en síðan dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga til greiðsludags.
10/11, kt. 450199-3629, kr. 13.403 ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 16.12.2001 en síðan dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga til greiðsludags.
Olíuverslunar Íslands hf., kt. 500269-3249, kr. 4.166 ásamt vöxtum frá 16.12.2001 samkvæmt 7. gr. vaxtalaga og síðan dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga til greiðsludags.
H, [ ] , krefst skaðabóta kr. 12.000 og miskabóta kr. 230.000.
Hinn 7. janúar sl. var sakamálið nr. 3679/2002 sameinað þessu máli en þar er ákærðu gefið að sök með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum í Reykjavík 26. nóvember sl. þjófnaður með því að hafa um helgina 2.-4. ágúst 2002 brotist inn í kjallaraíbúð að [ ] í Reykjavík og stolið myndbandstæki, síma, fjórum vínflöskum, geisladiskum, myndavél, geislaspilara, peysu og kvenveski að óvissu verðmæti.
Þetta er talið varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar.
Hinn 20. maí sl. var sakamálið nr. 1190/2003 sameinað þessu máli en þar er ákærðu gefið að sök með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum í Reykjavík 29. apríl sl., eftirtalin auðgunarbrot framin í Reykjavík, nema annað sé tekið fram:
I.
Þjófnaði:
1. Fimmtudaginn 14. mars 2002 stolið bol og buxum, samtals að verðmæti kr. 9.860, í versluninni Intersport, Smáralind í Kópavogi.
2. Að morgni laugardagsins 5. október 2002 í félagi við tilgreindan mann stolið farsíma, armbandsúri og veski sem í voru greiðslukort og ökuskírteini, samtals að verðmæti um kr. 200.000, í herbergi nr. 308 á Hótel Atlantis, Grensásvegi 14.
3. Fimmtudaginn 10. október 2002 stolið myndbandsspólu og dömurakvél, samtals að verðmæti kr. 5.998, í versluninni Hagkaup, Kringlunni.
4. Þriðjudaginn 17. desember 2002 stolið 2 pökkum af ljósaperum, pakka af eldspýtum og nærbuxum, samtals að verðmæti kr. 1.350, í versluninni Fjarðarkaup, Hólshrauni 1b, Hafnarfirði.
5. Sunnudaginn 29. desember 2002 stolið nærfötum að verðmæti kr. 999, í versluninni Hagkaup, Skeifunni.
6. Mánudaginn 6. janúar 2003 stolið matvörum samtals að verðmæti kr. 1.923, í versluninni Bónus, Iðufelli.
7. Mánudaginn 13. janúar 2003 stolið lyklum í versluninni Frank Michelsen, Laugavegi 15.
8. Sama dag stolið tveimur myndbandsspólum, samtals að verðmæti kr. 3.980, í versluninni ESSÓ, Geirsgötu 19.
Framangreind brot eru talin varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
II.
Fjársvik, með því að hafa laugardaginn 5. október 2002 svikið út vörur og þjónustu með því að framvísa greiðslukorti I, [ ] , sem ákærða hafði komist yfir ófrjálsri hendi, sbr. lið I.2, og látið skuldfæra vörurnar og þjónustuna heimildarlaust í reikning hjá I, sem hér segir:
1. Þjónustu að andvirði kr. 1.650 hjá bifreiðastöðinni BSR.
2. Vörur að andvirði kr. 4.776 í versluninni Hagkaup, Skeifunni.
3. Þjónustu að andvirði kr. 1.050 hjá bifreiðastöðinni Hreyfli.
4. Vörur að andvirði kr. 2.689 í versluninni Hagkaup, Skeifunni.
5. Þjónustu að andvirði kr. 700 hjá bifreiðastöðinni Hreyfli.
6. Vörur að andvirði kr. 5.444 í versluninni Hagkaup, Skeifunni.
7. Vörur að andvirði kr. 10.667 í sömu verslun.
8. Vörur að andvirði kr. 12.254 hjá Olíufélaginu.
Þetta er talið varða við 248. gr. almennra hegningarlaga.
III.
Tilraun til fjársvika aðfaranótt föstudagsins 17. janúar 2003 í versluninni Select við Fífuhvammsveg í Kópavogi, með því að framvísa heimildarlaust greiðslukorti JE, kt. [ ] , í því skyni að andvirði vöruúttekta að andvirði kr. 13.912 yrði skuldfært á reikning ES, en kortinu var hafnað þar sem það reyndist vera vákort.
Þetta er talið varða við 248. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga.
Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að ákærða verði dæmd til refsingar.
Verjandi ákærðu krefst vægustu refsingar er lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa.
Farið var með mál þetta samkvæmt 125. gr. laga nr. 19/1991 og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga.
Ákærða hefur nú játað öll brot samkvæmt framangreindum fimm ákærum. Með játningu hennar og öðrum gögnum málsins er sannað að ákærða er í öllum tilvikum sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök, þó með þeirri athugasemd að í ákæru frá 27. ágúst 2002 er um 79 tilvik að ræða samkvæmt ákærulið I A og B, en ekki 103 eins og í ákæru segir og fjárhæðin, sem heimildarlaust var skuldfærð samkvæmt þessum liðum, nemur 245.433 krónum, og einnig að samkvæmt ákæru frá 1. október sl. er ákært vegna 18 tilvika en ekki 20 og er verðmæti brotaandlags 63.978 krónur. Eru brot ákærðu rétt heimfærð til refsiákvæða í ákærum.
Ákærða er fædd 14. september 1971. Hún hefur nokkurn feril umferðarlaga- og auðgunarbrota. Árið 1990 gekkst hún fyrst undir sátt vegna ölvunaraksturs, árið 1997 gekkst hún aftur undir sátt vegna ölvunaraksturs. Hún hlaut sektardóm fyrir ölvunar- og hraðakstur árið 1998 og gekkst tvisvar undir sátt vegna sviptingaraksturs á árinu 1999. Sama ár, hinn 23. apríl, var hún dæmd fyrir skjalfals og gert að sæta fangelsi í þrjátíu daga, en refsing var skilorðsbundin í tvö ár. Hinn 7. júlí 2000 hlaut hún dóm fyrir sviptingarakstur, var um að ræða skilorðsrof samkvæmt dómi frá 23. apríl 1999 og var sá dómur tekinn upp og henni ákveðið fangelsi í 60 daga, en dómurinn var skilorðsbundinn í þrjú ár. Hinn 19. júní 2001 var hún dæmd til greiðslu sektar vegna lyfjaaksturs og svipt ökurétti í sex mánuði. Á árinu 2001 var hún einnig dæmd þrisvar fyrir þjófnað, fyrst 16. febrúar til greiðslu sektar, þá 29. júní til átta mánaða fangelsisvistar, var um að ræða skilorðsrof á dóminum frá 7. júlí 2000 sem var tekinn upp og refsing ákveðin í einu lagi og skilorðsbundin í þrjú ár, auk þjófnaðar var um að ræða hylmingu og fíkniefnabrot, og loks 18. september, þar var um hegningarauka að ræða og var ákærðu ekki gerð sérstök refsing. Síðast hlaut ákærða dóm fyrir þjófnað 21. janúar 2002, þar var að hluta um hegningarauka að ræða og að hluta skilorðsrof, var skilorðsdómurinn frá 29. júní 2001 tekinn upp og ákærðu gerð tíu mánaða fangelsisrefsing, en átta mánuðir þar af voru skilorðsbundnir til þriggja ára.
Samkvæmt framangreindu hafa allir eldri skilorðsdómar verið teknir upp, en með brotum þeim, sem hér eru til meðferðar, hefur ákærða í flestum tilvikum rofið framangreind skilorð áður en viðkomandi dómur var dæmdur upp, á það einkum við skilorðsdóm frá 29. júní 2001 sem dæmdur var upp 21. janúar 2002. Þykir ekki ástæða til að rekja það að öðru leyti en varðar áhrif síðasta dómsins frá 21. janúar 2002. Ljóst er að þau tækifæri, sem ákærða hefur ítrekað fengið með skilorðsbundinni refsingu, hafa ekki haft áhrif á háttsemi hennar. Brot samkvæmt ákærum frá 18. febrúar, 27. ágúst og 1. október 2002 eru öll framin fyrir síðasta dóm. Brot samkvæmt ákæru frá 26. nóvember 2002 og 29. apríl 2003 eru öll framin eftir síðasta dóm. Refsing er því að hluta ákveðin sem hegningarauki samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga, en að hluta sem skilorðsrof og er hinn skilorðsbundni hluti dómsins frá 21. janúar 2002, átta mánuðir, því tekinn upp samkvæmt 60. gr. sömu laga og refsing ákveðin í einu lagi ýmist í samræmi við 77. eða 78. gr. sömu laga. Þau brot sem teljast skilorðsrof eru öll, að einu undanskildu, framin eftir að fyrsta ákæra máls þessa var þingfest. Er þar m.a. um að ræða innbrot á einkaheimili og átta þjófnaði og átta tilvik þar sem greiðslukort annars manns er misnotað. Í heildina er um að ræða yfir eitt hundrað tilvik þar sem vörur og þjónusta hafa verið svikin út og endurgjald heimildarlaust fært á reikning annars, auk þjófnaðarbrota og aksturs undir áhrifum lyfja. Við ákvörðun refsingar verður að líta til ítrekunaráhrifa samkvæmt 255. gr. almennra hegningarlaga. Heildarverðmæti brotaandlags eru um ein milljón króna og þar af um fjórðungur vegna skilorðsrofs á síðasta dómi. Hins vegar er einnig haft í huga að ákærða játaði flest brot sín greiðlega, og að hún hefur nú játað öll þau brot sem hún er hér ákærð fyrir. Hún er sjúklingur og neytandi, en hefur á þessu ári verið í meðferð og kveðst nú reglulega fá lyf og vera í stuðningshópi.
Þegar allt framangreint er virt ásamt því að brot þau er hún var síðast dæmd fyrir voru frekar smávægileg, en þar var að hluta til um skilorðsrof að ræða og að hluta til hegningarauka, þá þykir heildarrefsing ákærðu nú hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði. Í ljósi ítrekaðra skilorðsrofa þykir ekki koma til greina að skilorðsbinda refsinguna.
Ákærða er sakfelld fyrir að aka bifreið undir áhrifum lyfja hinn 3. júlí 2001. Samkvæmt matsgerð Lyfjafræðistofnunar Háskóla Íslands fundust í blóði hennar fimm tegundir lyfja sem með samverkandi verkun hafa slævandi áhrif á miðtaugakerfið og var hún ekki talin hafa verið fær um að stjórna bifreið með öruggum hætti. Ákærða kveðst hafa tekið lyfin samkvæmt ávísun læknis og er það ekki vefengt, en það breytir engu um að henni var óheimill akstur vegna lyfjanotkunar. Ökuferðin endaði með því að ákærða ók aftan á strætisvagn og var barn í bifreiðinni. Skal ákærða svipt ökurétti í sex mánuði frá birtingu dóms þessa að telja.
Bótakröfur
Ákærða hefur samþykkt eftirtaldar bótakröfur og skal hún greiða þær þannig: K, kt. [ ], 5.915 krónur; Sælkerabúðinni hf., kt. 630394-2799, 2.880 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 30. júní 2001 en dráttarvöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. janúar 2003 til greiðsludags; Skeljungi hf., kt. 590269-1749, 20.660 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 1. apríl 2002 en dráttarvöxtum frá 7. janúar 2003 samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu til greiðsludags; 10/11, kt. 450199-3629, 13.403 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 16. desember 2001 en dráttarvöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. janúar 2003 til greiðsludags; og Olíuverslun Íslands hf., kt. 500269-3249, 4.166 krónur ásamt vöxtum frá 16. desember 2001 samkvæmt 7. gr. vaxtalaga en dráttarvöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. janúar 2003 til greiðsludags.
Bótakröfum BS, kt. [ ] , Á, kt. [ ] , og H, kt. [ ] , hefur verið mótmælt sem vanreifuðum. Kröfur þessar þarfnast því frekari gagnaöflunar og reifunar. Þar sem hér er um játningarmál að ræða sem rekið er samkvæmt 125. gr. laga nr. 19/1991 verður því ekki frestað frekar í þessu skyni og er framangreindum skaðabótakröfum vísað frá dómi samkvæmt 5. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991.
Ákærða skal greiða allan sakarkostnað, þar með er talin málsvarnarþóknun skipaðs verjanda hennar Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns. Mál þetta hefur orðið óvenju umfangsmikið og tafsamt og þinghöld í því mörg, ákvarðast þóknun verjanda 60.000 krónur.
Hjördís Hákonardóttir héraðsdómari kvað upp dóminn.
D ó m s o r ð :
Ákærða, Guðrún Halldóra Valsdóttir, skal sæta fangelsi í 12 mánuði.
Ákærða er svipt ökurétti í sex mánuði frá birtingu dómsins að telja.
Ákærða skal greiða allan sakarkostnað, að meðtalinni málsvarnarþóknun skipaðs verjanda hennar, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 60.000 krónur.
Ákærða skal greiða eftirtöldum aðilum skaðabætur:
K, kt. [ ] , 5.915 krónur.
Sælkerabúðinni hf., kt. 630394-2799, 2.880 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 30. júní 2001 en dráttarvöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. janúar 2003 til greiðsludags.
Skeljungi hf., kt. 590269-1749, 20.660 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 1. apríl 2002 en dráttarvöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. janúar 2003 til greiðsludags.
10/11, kt. 450199-3629, 13.403 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 16. desember 2001 en dráttarvöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. janúar 2003 til greiðsludags.
Olíuverslun Íslands hf., kt. 500269-3249, 4.166 krónur ásamt vöxtum frá 16. desember 2001 samkvæmt 7. gr. vaxtalaga en dráttarvöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. janúar 2003 til greiðsludags.
Bótakröfum BS, kt. [ ] , Á, kt. [ ] , og H, kt. [ ] , er vísað frá dómi.