Hæstiréttur íslands

Mál nr. 438/2007


Lykilorð

  • Manndráp
  • Tilraun


         

Fimmtudaginn 7. febrúar 2008.

Nr. 438/2007.

Ákæruvaldið

(Ragnheiður Harðardóttir, vararíkissaksóknari)

gegn

X

(Sveinn Andri Sveinsson hrl.

 Berglind Svavarsdóttir hdl.)

 

Manndráp. Tilraun.

X skaut að eiginkonu sinni Y með haglabyssu á heimili þeirra. Y hlaut ekki alvarlega áverka en ljóst var að X hafði beitt skotvopninu á þann hátt að hann framdi lífshættulegan verknað og að hending ein réði því að ekki hlaust bani af. Með vísan til forsendna héraðsdóms var staðfest sú niðurstaða hans að ákærði hefði með verknaði sínum brotið gegn 211. gr. sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Var þar með hafnað málsvörn X að um voðaskot hefði verið að ræða. Við ákvörðun refsingar var litið til þess hversu einbeittur ásetningur ákærða til verknaðarins hefði verið og ekki var fallist á að hafa ætti hliðsjón af 2. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga við ákvörðun hennar. Að þessu virtu og með hliðsjón af ákvæði 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga var refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sex ár.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Markús Sigurbjörnsson og Páll Hreinsson.

Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 13. ágúst 2007 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvaldsins, sem krefst þess að refsing ákærða verði þyngd en héraðsdómur staðfestur um greiðslu skaðabóta.

Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins en til vara að refsing verði milduð. Hann krefst þess og að skaðabótakröfu verði vísað frá dómi en lækkuð ella.

Með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest sú niðurstaða hans að ákærði hafi með verknaði sínum brotið gegn 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verður þar með hafnað þeirri málsvörn hans að um voðaskot hafi verið að ræða.

Refsing fyrir brotið, sem ákærði er sakfelldur fyrir, skal samkvæmt framangreindum lagaákvæðum að lágmarki nema fimm ára fangelsi. Við ákvörðun hennar verður að líta til þess hversu einbeittur ásetningur ákærða til verknaðarins hafi verið, eins og gert er í niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. Ákærði fór með hlaðna haglabyssu, sem hann hafði sótt á neðri hæð hússins, á eftir konu sinni að útidyrum á efri hæð, þar sem hún leitaði útgöngu. Þar lauk eftirförinni með skoti úr byssunni þegar útidyrnar höfðu verið opnaðar. Á einhverju stigi frá því að ákærði ákvað að sækja byssuna, hvort sem hún þá var hlaðin eða hann hlóð hana, og þar til hann hleypti af henni svo nálægt konu sinni að höglin strukust við hægri öxl hennar, varð ásetningurinn til. Án tillits til þess hvort ásetningurinn hafi fyrst myndast þegar útidyrnar voru opnaðar verður að líta til þess að með því að beita skotvopni á þennan hátt framdi ákærði lífshættulegan verknað og ljóst er að hending ein réði að ekki hlaust bani af. Verður því ekki höfð hliðsjón af 2. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga við ákvörðun refsingar. Að þessu virtu, svo og ákvæði 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. 27/2006, er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi sex ár. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 9. júní 2007.

Ákvæði héraðsdóms um skaðabætur og sakarkostnað verða staðfest.

Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði.

Dómsorð:

Ákærði, X, sæti fangelsi sex ár. Til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist hans frá 9. júní 2007.

Ákvæði héraðsdóms um skaðabætur og sakarkostnað skulu vera óröskuð.

Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 538.229 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 373.500 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Daggar Pálsdóttur hæstaréttarlögmanns, 99.600 krónur.

 

 

 

 

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða 26. júlí 2007.

 

          Mál þetta, sem dómtekið var 20. júlí 2007, er höfðað með ákæru, útgefinni af ríkissaksóknara 2. júlí 2007, á hendur X, kt. [...], [...], fyrir eftirtalin hegningarlagabrot gagnvart eiginkonu sinni Y, framin á heimili þeirra að [...], að kvöldi föstudagsins 8. júní 2007:

 

1.                    Hótun um líkamsmeiðingar og að hafa stofnað lífi hennar í augljósan háska, þegar hann, í baðherbergi á efri hæð hússins, undir áhrifum áfengis, ógnaði henni með því að beina að henni hlaupi hlaðinnar haglabyssu.

 

2.                    Tilraun til manndráps, en til vara sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa skotið að henni úr umræddri haglabyssu þegar hún stóð í forstofu hússins, við útidyr, og var á leið út úr húsinu. Fór skotið gegnum peysu hennar við hægri öxl, auk þess sem hún hlaut tvær rispur í andlit.

 

          Brot samkvæmt 1. tölulið er talið varða við 233. gr. og 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en brot samkvæmt 2. tölulið við 211. gr., sbr. 20. gr. sömu laga, en til vara við 2. mgr. 218. gr. laganna.

          Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.

          Af hálfu Y, kt. [...], er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni skaða- og miskabætur að fjárhæð 3.000.000 kr., með vísan til 170. gr. laga nr. 19/1991 og 2. gr. og 26. gr. laga nr. 50/1993, auk dráttarvaxta og lögmannsþóknunar.

          Af hálfu Z, kt. [...], er krafist miskabóta að fjárhæð 500.000 kr., með vísan til 170. gr. laga nr. 19/1991 og 2. gr. og 26. gr. laga nr. 50/1993, auk dráttarvaxta og lögmannsþóknunar.

          Verjandi ákærða krefst þess aðallega að ákærði verði sýknaður, en til vara er þess krafist að ákærða verði gerð vægasta refsing er lög leyfa. Í báðum tilvikum er þess krafist að bótakröfum verði vísað frá dómi. Þá er krafist málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði.

I.

          Föstudagskvöldið 8. júní 2007, kl. 22.53, fékk lögreglan á Vestfjörðum tilkynningu um að maður hefði skotið að konu sinni á heimili þeirra að [...] í [...]. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var maðurinn með skotvopn innandyra en konan hafði komist undan og hlaupið í hús nr. 25. Vopnaðir lögreglumenn fóru á vettvang og gerðar voru öryggis­ráðstafanir til að tryggja öryggi nærstaddra. Hlúð var að brotaþola, Y, sem virtist ekki hafa hlotið alvarlega áverka, og hún flutt í sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Ísafirði. Meðan beðið var sérsveitar ríkislögreglustjóra varð lögregla vör við ákærða í húsinu. Lögreglumaður náði símasambandi við ákærða sem svo sleit samtalinu. Ákærði kom síðan út úr húsinu í stutta stund. Hlýddi hann ekki fyrirskipunum lögreglu um að leggjast niður og hraðaði sér aftur inn í húsið. Er sérsveitarmenn komu á vettvang náðu þeir tali af ákærða kl. 01.43, er hann kom í dyragættina, og með hvatningu þeirra fékkst ákærði til að koma til móts við þá og var hann yfirbugaður kl. 02.17 og handtekinn. Meðan lögregla var á vettvangi hafði skothvellur heyrst úr húsinu. Síðar fundust ummerki um skot á barnastól og gólfi á efri hæð hússins.

          Ákærði var yfirheyrður hjá lögreglu á laugardeginum. Í lögregluskýrslu segir að hann hafi skýrt svo frá að kvöldið áður hefði honum og eiginkonu hans, Y, orðið sundurorða. Y hafi verið nýkomin úr baði og hann verið á leið í bað. Hún hefði verið inni í svefnherbergi þeirra og haft í hótunum við ákærða um að fara af heimilinu. Viðbrögð hans hefðu verið blandin hræðslu og reiði. Þegar hún hafi verið inni í svefnherberginu hefði hann farið niður á neðri hæðina og sótt þangað haglabyssu. Hann hefði ekki munað vel eftir því hvort byssan var hlaðin eða ekki. Líklega hefði hann hlaðið hana þar sem hann væri ekki vanur að geyma hlaðna byssu í húsinu. Í fljótræði og hræðslu hefði hann farið upp með byssuna og séð hvar kona hans var á leiðinni út úr húsinu um aðaldyrnar. Hún hafi verið komin inn í forstofuna og hann farið á eftir henni með byssuna í hendinni. Hann hefði ætlað að stöðva hana svo hann gæti talað hana til. Mikil spenna hefði verið á þessu augnabliki. Hún hafi ætlað að opna útidyrahurðina og hurðin rekist í hægra kinnbein ákærða. Við þetta högg hefði hann hruflast og líklega rekið fingurinn í gikk byssunnar. Við það hefði skot hlaupið úr henni. Hann hefði misst byssuna á forstofugólfið við það að skotið hljóp úr byssunni. Ákærði kvaðst ekki hafa miðað á konu sína og það hefði ekki verið ætlun hans að skaða hana, heldur að stöðva hana. Hann kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis, en hann hefði drukkið þrjá til fjóra ½ líters bjóra og tvö rauðvínsglös frá kl. 22.00. Þá hefði hann neytt áfengis eftir atburð þennan og þar til hann gaf sig fram við lögreglu. Ákærði var inntur eftir því hvað hann hefði gert við skothylkið sem eftir varð í byssunni og kvaðst hann ekki muna það. Hann hlyti að hafa hent því, líklega í ruslið. Þá kannaðist ákærði ekki við að hafa hleypt af öðru skoti. Þegar borinn var undir ákærða framburður Y um atvik á baðherberginu, sbr. 1. tölulið ákærunnar, kannaðist ákærði ekki við að hafa verið með byssuna á baðherberginu. Þá kvaðst hann ekki muna eftir að hafa slegið í baðherbergishurðina en það væri hugsanlegt þar sem hann finni til í hnúa hægri handar. Þá kemur fram í lögregluskýrslunni að ákærði segist ekki geta rengt frásögn Y er hún lýsir því að hann hafi birst með haglabyssu í baðherbergisdyrunum og beint byssuhlaupinu að henni þar inni, því minni hans frá þessum tíma væri gloppótt. Hann muni þetta ekki svona en geti ekki rengt frásögn hennar. Í skýrslunni kemur fram að eftir yfirlestur hennar hafi ákærði gert þrjár athugasemdir við hana. Athugasemdir þessar lúta í fyrsta lagi að atvikum eftir að skotið hljóp af og hann fór niður á neðri hæðina, í öðru lagi að síðara skotinu á barnastólinn og í þriðja lagi um geymslustað riffils sem hann eigi.

          Samkvæmt lögregluskýrslu sem tekin var af ákærða 12. júní 2007 var hann beðinn að lýsa því hvernig hann gangi frá vopnum sínum eftir notkun. Ákærði hefði sagt að hann hefði notað byssuna síðast í desember. Vanalega kæmi hann með byssuna óhlaðna heim af veiðum. Hann myndi ekki betur en að hafa gert það í þessari síðustu veiðiferð. Aðspurður hefði hann sagt að hann myndi ekki til þess að hafa gleymt þessari reglu. Hafi byssan verið hlaðin er hann tók hana umrætt kvöld væri það í fyrsta skipti sem hann hefði komið með hlaðna byssu heim og geymt hana þannig.

          Ekki er ástæða til að rekja framburð ákærða hjá lögreglu frekar.

          Samkvæmt lögregluskýrslu sem Y gaf hjá lögreglu, á laugardeginum, greindi hún frá því að hún væri búin að vera gift ákærða í 29 ár og eigi þau fjögur börn. Sagði hún að aðdragandi umrædds atburðar væri í raun langur. Undanfarnar vikur og mánuði hefðu ásakanir ákærða ágerst um að hún væri honum ótrú. Hann væri haldinn sjúklegri afbrýðisemi, en ásakanir hans eigi alls ekki við rök að styðjast. Þessi afbrýðisemi og langvarandi áfengisneysla hans hefði leitt til þess að forsendur hjónabands þeirra væru brostnar og hefðu þau m.a. átt viðtal við prest vegna þessa. Hún hefði rætt við ákærða um skilnað. Hann hefði ekki tekið það í mál og hún gugnað á því að sækja um skilnað af vorkunnsemi við hann. Umrætt kvöld hafi hún verið nýbúin að láta renna í bað og setið fyrir framan tölvuna er ákærði kom heim úr vinnu. Hann hefði neytt áfengis eftir að heim kom og farið að ásaka hana um að vera honum ótrú. Hefði hann m.a. ásakað hana um að vera í samskiptum við aðra karlmenn í gegnum internetið. Hún hefði þreyst á þessum ásökunum og sagt honum að hætta. Hún hefði farið í bað, en hann hefði verið að koma og fara, með þetta sífellda tuð og ásakanir. Ákærði hefði ýmist verið á efri eða neðri hæð hússins. Eftir baðið hefði hún lagst upp í rúm og ákærði farið í bað. Hann hefði í sífellu verið að kalla til hennar ókvæðisorðum og verið með ásakanir. Hefði hún sagt honum að hún vildi ekki sofa við hlið hans vegna ásakana hans sem hún væri orðin þreytt á. Svo hefði hún staðið upp og klætt sig. Ákærði hefði þá stigið upp úr baðinu og ætlað að koma í svefnherbergið, nakinn og blautur, og hún skellt hurðinni aftur. Hefði hún heyrt einhvern skell frammi, eins og hann væri að fara niður á neðri hæðina. Þegar hún opnaði svefnherbergisdyrnar hefði hún runnið á gólfinu í bleytu, staðið upp og farið inn á baðherbergið til að ná í sokka. Þá hefði ákærði komið og staðið í dyragættinni og beint að henni haglabyssu. Henni hefði orðið hverft við og skellt hurðinni og hann orðið eftir frammi á ganginum. Ákærði hefði barið svo fast á dyrnar að hún hefði ekki þorað öðru en að opna. Hann hefði haldið áfram að beina byssuhlaupinu ákveðið að henni. Hefði hún beygt sig og verið í hnipri. Ákærði hefði gengið aftur fyrir hana og staðið með bakið í gluggann, en beint byssunni að henni allan tímann. Hefði hann verið nakinn er hann beindi byssunni að henni. Skyndilega hefði hann runnið til á gólfinu í bleytu og dottið. Hún hefði þá notað tækifærið, hlaupið út úr baðherberginu í átt að útidyrunum, og heyrt að ákærði var kominn á eftir henni. Hún kvaðst hafa tafist við að taka hurðina úr lás. Þegar hún var búin að opna og hefði staðið rétt fyrir innan þröskuldinn hafi hún fundið að ákærði stóð fyrir aftan hana í forstofunni, líklega forstofumegin við þröskuldinn, milli forstofunnar og holsins. Hún hefði séð útundan sér byssuhlaupið, sem henni fannst ákærði beina að sér. Rétt áður en hún hljóp út um dyrnar hefði hún heyrt skothvell við hægri vangann. Jafnframt hefði hún fundið fyrir höglum strjúkast við vanga sinn. Einnig hefði hún fundið fyrir miklum þrýstingi og púðurlykt. Þá hefði hún séð útundan sér eldglæringar úr hlaupinu og fengið hellu fyrir hægra eyra. Hún kvaðst hafa hraðað sér niður tröppurnar og farið í hús nr. 25, þar sem hringt var á lögreglu. Hefði hún verið frávita af hræðslu.

             II.

          Í málinu liggur fyrir vottorð Gunnars Steins Mánasonar læknis, frá 12. júní 2007, en hann var kallaður að [...] umrætt kvöld. Í vottorðinu segir að hann hafi skoðað Y sem hafi verið í nokkru uppnámi en þó í góðu jafnvægi og getað skýrt vel frá atvikum. Saga hennar hefði verið í góðu samhengi og skýr. Við taugaskoðun hafi ekki verið um nein brottfallseinkenni að ræða. Það hafi verið göt yfir axlarsvæði hægra megin á flíspeysu og peysu sem hún var í innundir henni. Það hefðu verið yfirborðskenndar húðrispur við hægra munnvik og hægra nasavæng og í þeim smáblóðdreggjar. Um hafi verið að ræða tvær rispur sem báðar væru grunnar, um ½ sm að lengd. Hún hefði kvartað um þyngslaverk í hægri öxl en skoðun verið eðlileg. Þá kemur fram í vottorðinu að læknirinn fór með Y á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins. Nánari skoðun hefði leitt í ljós góð lífsmörk, púls verið reglulegur (85 slög á mínútu), blóðþrýstingur 150/90, og öndun 16 á mínútu. Engin önnur áverkamerki hefðu fundist á Y. Hún hefði verið flutt á sjúkradeild til eftirlits og hvíldar. Hún hefði farið heim daginn eftir, við góða líkamlega líðan og í þokkalegu andlegu ástandi.

          Niðurstaða blóðrannsóknar sem gerð var á ákærða umrædda nótt var sú að magn alkóhóls í blóðsýni, sem tekið var kl. 03.25, mældist 3,20%. Samkvæmt því hefði ákærði verið ofurölvi er sýnið var tekið.  

          Einnig liggja fyrir myndir sem lögreglan á Vestfjörðum tók við rannsókn málsins á heimili ákærða og við það. Þannig voru m.a. teknar myndir þar sem ákærði var við sviðsetningu, í forstofu á heimili hans, látinn halda á byssunni undir vinstri hendi, með hlaupið fram, og standa fyrir aftan uppstillta brúðu. Einnig liggja fyrir myndir af förum eftir skot á trjágróðri og á húsi nr. 27 við [...] og meintri skotstefnu úr haglabyssu ákærða. Þá liggja fyrir myndir af fatnaði brotaþola. Á framanverðri hægri ermi flíspeysu, 14 sm frá kragabrún og 2 sm frá saumfari, er óreglulegt og tætt gat sem er 2 sm breitt og 6 sm langt. Við enda þess er um 3 mm langt gat. 1,7 sm utar er gat að sömu stærð. Vinstra megin við téðan saum er óreglulega tætt gat um 2,5x3,5 sm. Hægra megin á peysunni eru skemmdir í rennilás og svartur blettur sem gæti verið púðurblettur. Tennurnar vantar á lásinn á 4,5 sm svæði sem er 9 sm frá rennilásenda. Jafnframt var tekin mynd af  áverkum í andliti brotaþola. Einnig liggur fyrir mynd af ákærða sem sýnir áverka í andliti hans, lítið sár á hægri kinn.

          Rannsókn var gerð á tæknistofu ríkislögreglustjóra á fatnaði brotaþola, hagla­byssu ákærða og höglum sem hald var lagt á. Byssan er af gerðinni WINCHESTER®MODEL 37A 12GA (hlaupvídd 12). Í skýrslu Boga Jóhanns Bogasonar aðstoðaryfirlögregluþjóns kemur fram að til að skjóta af byssunni þurfi að draga upp utanáliggjandi hamar, stinga fingri inn fyrir gikkbjörg og er þá hægt að hleypa af með því að þrýsta á gikkinn. Enginn öryggishnappur er á byssunni en ef hamarinn er ekki dreginn upp er ekki hægt að hleypa af þótt þrýst sé á gikkinn. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar var gikkþungi, sem þarf til þess að hleypa af, eðlilegur, hvorki of léttur né of þungur. Byssan hleypi ekki af við að falla í gólf eða við áslátt. Þá segir að haglaskoti hefði verið hleypt af á mjög skömmu færi þannig að haglaskotin fóru í gegnum hægri ermi á flíspeysu brotaþola og strukust við rennilás peysunnar. Ætlaður púðurblettur var á fatnaði brotaþola.

III.

          Ákærði var hinn 9. júní 2007 úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, allt til 15. júní. Gæsluvarðhald var svo með úrskurði hinn 13. júní sl. framlengt á grundvelli almannahagsmuna. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 321/2007 var sá úrskurður staðfestur. Gæsluvarðhald var aftur framlengt þar til dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til 14. ágúst nk., og var það staðfest í dómi Hæstaréttar í máli nr. 349/2007.

          Ákærði gekkst undir geðrannsókn sem Sigurður Páll Pálsson geðlæknir gerði. Í skýrslu hans, dags. 12. júlí 2007, kemur m.a. fram að ýmis próf voru lögð fyrir ákærða. Í niðurstöðum segir að geðlæknirinn telji ákærða sakhæfan. Þá segir geðlæknirinn að erfitt sé að trúa því beinlínis að ákærði hafi ætlað sér að valda konu sinni skaða. Líklegra sé að hann hafi í örvinglan, miklum hugaræsingi og undir áhrifum áfengis, ógnað konu sinni til að fá hana til að hætta við að yfirgefa heimilið. Fyrir atburðinn hafi ákærði verið þreyttur, kvíðinn og spenntur og haft veruleg einkenni þunglyndis. Undir­liggjandi væru einnig tortryggnis­hugsanir og viss afbrýðisemi. Undirliggjandi geðslag hans á verknaðarstundu gæti hafa verið sveiflukennt. Á móti komi að hann hafi verið ölvaður. Ákærði eigi sýnilega langt í land með að vinna úr því áfalli að konan sé að yfirgefa hann. Einnig skilji hann ekki enn fyllilega hegðun sína umrætt kvöld. Ákærði iðrist þess sárlega að hafa ógnað konu sinni, taki á því fulla ábyrgð og hafi mikla sektarkennd. Hann þurfi nú umtalsverða sálgæslu til að vinna úr þessu og sætta sig við það. Geðlæknar þurfi að meta hann reglulega til að fá úr því skorið hvort hann hafi vægan geðhvarfasjúkdóm (Bipolar II).

IV.

          Verður þá rakinn framburður ákærða og vitna fyrir dómi.

          Ákærði skýrði svo frá að hann og kona hans hefðu verið að kýta um vinnu hennar. Hún vinni annan hvern laugardag, en hann hefði reiknað með að hún fengi frí í vinnunni. Hún hefði verið æst yfir því að hann væri alltaf að tala um vinnuna. Hún hefði farið í bað og hann farið niður og fengið sér bjór. Hann hefði svo farið upp og hún verið búin í baði og verið á leið í rúmið. Hann hefði þá farið í bað og þau verið að kýta. Hann hefði verið leiður á því að fara ekki í frí og gera eitthvað. Ákærði sagði að hún hefði orðið pirruð á þessu, en hún væri „fljót upp“. Þegar hún væri í þessum ham gæti hann ekkert tjónkað við hana. Hann kvaðst hafa staðið upp úr baðinu er hún hefði hótað því að fara bara út. Hann hefði farið úr baðinu og gengið að baðherbergishurðinni. Hún hefði skellt hurðinni á hann. Ákærði kvaðst þá hafa þurrkað sér aðeins, farið niður og ráfað um, en hann hefði verið óstyrkur yfir því að hún vildi fara út, fara frá honum. Það hefði komið spenna í hann. Hann hefði farið aftur upp og hún þá verið komin inn á baðherbergið. Hann hafi ætlað að biðja hana um að tala við sig. Þetta þyrfti ekki að vera svona og hann hefði viljað fá útskýringu á því hvað væri að. Af hverju þessi æsingur væri. Þá hefði hún ýtt á hann, skellt hurðinni og læst. Þá hefði ákærði farið niður aftur, ráfað þar um, og verið sár yfir því að hún vildi fara. Ákærði kvaðst ekki muna hvort hann hefði drukkið meira. Hann hefði farið fljótt upp aftur og bankað á hurðina, en verið orðinn svolítið æstur. Hún vildi ekki opna og hann hefði kýlt í hurðina. Honum hefði orðið mjög um þetta, en hann hefði verið nýbúinn að mála. Það hefði farið í hann að hafa skemmt hurðina. Hann hefði farið niður í bílskúr þar sem hann geymir stundum bjór í ísskáp. Byssa hans hefði verið niðri í skáp. Venjulega geymi hann byssuna í lokuðum stokk sem enginn vissi um nema hann og kona hans. Ákærði greindi frá því að á rjúpnaveiðitímabilinu hefði hann sagt konu sinni að hann ætlaði ekki að skjóta rjúpu. Hann hefði misst áhugann á því síðustu tvö árin og lítið farið í fyrra. Svo hefði sonur hans suðað um að fara með honum að veiða. Ákærði hefði ákveðið að fara með syninum eitt sinn. Ákærði hefði haft lítinn tíma og þeir farið í Seljadal. Hann hefði hlaðið byssuna og í fljótfærni ekki gengið almennilega frá henni er hann kom heim. Hann hefði sett hana til hliðar inni í skáp þar sem svefnpokar og ýmislegt er geymt. Ákærði kvaðst hafa gleymt byssunni inni í skápnum og hún búin að vera þar í nokkra mánuði. Sonur þeirra hefði svo farið í ferðalag í vor og náð í svefnpoka. Læsingin á skápnum hefði verið léleg og það þurft að skella honum. Ákærði kvaðst hafa farið umrætt kvöld í ísskápinn sem var niðri og á leið sinni upp hefði hann séð í hornið á byssupokanum. Þar sem hann gæti aldrei „ráðist á konuna“ sína eða „stoppað“ hana „í einhverju rugli“, hefði hann tekið byssupokann upp, opnað hann og tekið byssuna úr honum. Er hann hefði gengið upp hafi kona hans verið að koma út úr baðherberginu. Hann hefði haldið á byssunni og beðið hana að tala við sig og labbað inn ganginn. Hún hefði alveg ærst er hún hefði séð hvað hann var með í höndunum. Ákærði sagði að kona sín hefði gengið hratt fram ganginn og að útidyrahurðinni, en læsingin væri þannig að lyfta þurfi snerlinum upp til að opna. Ákærði kvaðst hafa gengið á eftir henni að dyrunum. Henni hefði gengið illa að opna hurðina. Hann hefði haldið utan um konu sína og beðið hana um að tala við sig. Hann lýsti því hvernig hann hefði haldið á byssunni með vinstri hendi, upp að bringu sinni, þannig að hlaupið sneri upp, líkt og hann hefði gert á ganginum er kona hans kom úr baðherberginu. Hann kvaðst hafa verið orðinn mjög sár og leiður yfir því að hún ætlaði að hlaupa út. Hann hefði ætlað að reyna að stöðva hana. Ákærði kvaðst hafa lyft snerlinum á útidyrahurðinni fyrir konu sína er hann sá að hún átti erfitt með að opna hana. Hann hefði sleppt takinu og farið aftur fyrir. Kona hans hefði svo rifið upp hurðina sem skelltist á andlit hans. Hann hefði henst til, byssan fallið og skotið hlaupið af henni. Ákærði lýsti þessu svo nánar þannig að hann hefði haldið við lásinn á byssunni og þegar hann hefði fengið hurðina í sig þá hafi skotið farið af við öxlina á konu hans. Ákærði kvaðst hafa tryllst þar sem hann hélt að þetta hefði farið í hana alla, eða einhvers staðar í hana. Hann hefði hlaupið á eftir henni út á tröppur til að kalla í hana. Hún hefði hlaupið niður tröppurnar og hann farið inn aftur. Hann kvaðst hafa farið niður og út bílskúrsmegin til að leita að henni. Hann hefði kallað á eftir henni en hvergi séð hana. Svo hefði hann farið upp aftur og leitað að henni og kallað. Hann hefði svo farið inn, tekið upp byssuna og lagt hana við stigann. Hann hefði verið í sjokki, rótað til í bílskúrnum til að finna annað skot og sett skot í byssuna aftur. Svo hefði hann ráfað um uppi og skot hlaupið í gólfið. Hann kvaðst hafa hrokkið í kút, farið niður með byssuna, drukkið þar koníakspela og beðið eftir lögreglunni. Hann hefði svo heyrt í gjallarhorni að konan sín hefði ekki orðið fyrir skaða og hann gengið út.

          Aðspurður sagði ákærði að byssan hefði verið hlaðin er hann tók hana umrætt sinn. Þegar borinn var undir ákærða framburður hans hjá lögreglu, þess efnis að hann skilji almennt aldrei eftir hlaðna byssu, kvaðst hann alltaf ganga frá byssum sínum nema í þessu eina tilviki þar sem hann hafi verið orðinn of seinn í vinnu og svo gleymt byssunni. Ákærði kvaðst hafa sagt frá þessu með veiðiferðina hjá lögreglu. Inntur eftir ástæðu þess að hann tók byssuna kvaðst hann hafa ætlað að ræða við konu sína. Aðspurður hvort hann hafi ætlað að hræða hana með byssunni eða ógna henni með henni svaraði hann játandi að hann hefði ætlað að hræða hana. Hann kvaðst hafa verið svo ruglaður að halda að hann gæti stöðvað hana og beðið hana um að tala við sig um ástæðu þess að hún ætlaði að hlaupa út. Borinn var undir ákærða framburður Y hjá lögreglu um að hún hefði verið inni í baðherberginu og séð hann koma inn á baðherbergið með byssu, hún hefði orðið ofsahrædd og lokað hurðinni á hann. Ákærði kvaðst ekki muna eftir þessu. Hann kannaðist hins vegar við að hafa kýlt í hurðina og hönd sín verið bólgin eftir það. Ákærði neitaði því að hafa farið með byssuna á baðherbergið eða beint henni þar að Y. Þegar framburður Y var borinn undir ákærða, um að hún hefði komist út úr baðherberginu er hann rann til í bleytu, svaraði hann: „Nei, ég man ekki eftir þessu.“ Hann kvaðst hafa mætt henni á ganginum, með byssuna, þegar hún hefði farið hlaupandi fram. Ákærði neitaði því að hafa brotið hurðina með byssuskeftinu. Hann taldi að hann muni atvik vel.

          Um frágang á vopnum sínum kvaðst hann hafa geymt skotin á stað þar sem erfitt væri að komast að þeim og ekki þar sem vopnin eru geymd. Borinn var undir ákærða framburður hans hjá lögreglu um að hann hefði líklega hlaðið byssuna á neðri hæðinni, en hann myndi ekki vel eftir því hvort hann hefði hlaðið byssuna þar eða tekið hana hlaðna. Um þennan framburð sagði ákærði að hann hefði sagt hjá lögreglu að byssan hlyti að hafa verið hlaðin. Hann hefði haldið að ekkert skot væri í byssunni. Yfirheyrandi hefði margspurt sig og staglast á þessu.

          Ákærði kvaðst ekki hafa staðið og haldið á byssunni eins og hann gerir á sviðsettri mynd sem liggur fyrir í málinu. Lögreglan hefði viljað að hann stillti sér svona upp. Ef hann hefði staðið svo langt frá Y, eins og á myndinni, hefði skotið farið um hana alla og á efri hæðina á húsinu á móti. Hann kvaðst hafa staðið mikið nær Y er hurðin fór í hann. Y hefði verið alveg við hurðina og hún örugglega verið í hnipri þar sem hún hefði verið hrædd vegna byssunnar. Hann hefði fengið hurðina í sig og byssan fallið niður. Ákærði kvaðst ekki hafa séð þetta, en hann hefði verið mikið nær henni og byssuhlaupið verið alveg við öxl hennar. Ákærði kvaðst ekki muna hvernig Y hefði beygt sig og gat ekki lýst því nákvæmlega hversu langt hann hefði staðið frá henni. Nánar um það hvernig hann hefði haldið á byssunni kvaðst hann hafa haldið henni uppréttri, haldið utan um konu sína, og opnað dyrnar. Er hann hefði sleppt takinu á konu sinni og bakkað aftur í sárindum yfir því að hún ætlaði út, hefði hurðin skollið á kinn hans, byssan fallið niður og skot reitt af. Ákærði kvaðst hafa fengið áverka í andlit við það að hurðin skall á hann. Ákærði sagði að hann hefði haldið á byssunni í vinstri hendi og hann væri rétthentur.

          Um áfengisneyslu sína umrætt sinn kvaðst ákærði hafa komið heim milli klukkan níu og tíu um kvöldið. Hann hefði svo drukkið fjóra eða fimm bjóra, bæði stóra og litla. Hann kvaðst ekki hafa fundið til mikilla áfengisáhrifa er umrætt atvik átti sér stað. Hann hefði ekki verið reikull og haft góða stjórn á hreyfingum. Eftir umrætt atvik hefði hann hins vegar drukkið koníak.

          Ákærði greindi frá því að kona hans hefði eitt sinn áður farið af heimilinu. Hann kvaðst ekki hafa skilið af hverju og ekki getað hugsað til þess að hún færi aftur. Spennan hefði því orðið mikil. Ákærði kvaðst ekki muna eftir því að hafa rætt við lögreglumann í síma þar sem hann hafi þá verið búinn að drekka mikið. Hann kvaðst vera vanur veiðimaður. Þá sagði ákærði að það hefði ekki verið ætlun sín að skjóta af byssunni og gera konu sinni mein.

          Um framburð ákærða hjá lögreglu sem fram kemur í lögregluskýrslu frá 9. júní 2007, þess efnis að hann geti ekki rengt frásögn Y um að hann hafi birst með haglabyssu í baðherbergisdyrunum og beint byssunni að henni þar inni, sagði hann að ekki væri rétt haft eftir sér í skýrslunni. Hann hefði sagt með ákveðnum hætti að þetta hefði ekki verið svona. Ákærði sagði að verjandi sinn á rannsóknarstigi hefði lesið skýrsluna yfir fyrir sig þar sem ákærði hefði verið í slæmu ástandi og ekki getað einbeitt sér. Ákærði kvaðst vera lesblindur. Það hefði þurft að breyta skýrslunni nokkrum sinnum, eða þrisvar sinnum. Þetta hefði misfarist og ekki verið tekið út.

          Aðspurður hvernig framburður hans fyrir dómi, um að hann muni atvik vel, komi heim og saman við það sem hann sagði hjá lögreglu, um að minni hans um atvik væri gloppótt, kvaðst hann ekki hafa verið í góðu ástandi við yfirheyrslu hjá lögreglu. Hann hefði verið spurður aftur og aftur þótt hann hefði verið búinn að svara og hann spurður hvort hann myndi þetta ekki.   

          Ákærði kvaðst ekki hafa talið að hann ætti við mikinn vanda að stríða með áfengisneyslu, en hún hefði eitthvað verið farin að aukast. Hann hefði fengið sér bjór nánast á hverju kvöldi eftir vinnu og á föstudagskvöldum hefði meira verið um drykkju en annars. Drykkja hans hefði farið nokkuð eftir því hvort þau hefðu verið að kýta. Ákærði kannaðist ekki við að hann hefði verið haldinn afbrýðisemi. Þá sagði hann að aldrei hefði komið til átaka milli þeirra hjóna eða þau rifist. Ákærði sagði að hún hefði eitt sinn farið af heimilinu, eftir að hún hafði ökklabrotnað, en það hefði ekki verið vegna ósættis. Hann kvaðst ekki hafa skilið af hverju hún fór. 

          Vitnið, Y, skýrði svo frá að hún hefði komið heim að lokinni vinnu, en sonur þeirra hefði farið í bíó klukkan níu. Ákærði hefði svo komið heim milli klukkan níu og hálftíu. Þá hefði hún verið búin að láta renna í bað. Vitnið sagði að erfitt væri að segja til um aðdraganda þess að þau fóru að þræta, aðallega um vinnu hennar. Þetta hefði ekki verið eina kvöldið sem þrætur hefðu verið milli þeirra, heldur væri þetta margra ára vandamál. Sérstaklega síðustu mánuði um vinnu hennar og meint ástar­samband við vinnuveitanda hennar. Umrætt kvöld hefðu þau verið að þræta, eins og venjulega. Hann hafi verið búinn að neyta áfengis og talað um vinnu hennar. Hún hefði reynt að gera sem minnst úr þessu, en það hefði verið lítið sofið nóttina áður. Einnig vegna einhvers svona. Eftir að hafa farið í bað hefði hún farið beint upp í rúm. Svo hefði ákærði farið í bað og hann kallað fram. Hún hefði sagst ekki nenna að hlusta á ruglið í honum og stungið fingrum í eyrun. Hún kvaðst samt hafa heyrt til hans og orðið á endanum þreytt á þessu. Hún hefði staðið upp og sagt að hún ætlaði ekki að sofa við hlið hans. Svo hefði hún staðið upp og byrjað að klæða sig. Þá hefði ákærði staðið upp úr baðinu, farið fram á gang og sagt eitthvað. Hún hefði þá skellt svefnherbergishurðinni og heyrt hann ganga fram ganginn. Hún kvaðst hafa opnað hurðina og gengið fram berfætt. Allt hefði verið blautt eftir ákærða er hann fór úr baðinu og hún dottið aftur fyrir sig. Hún hefði staðið upp og ætlað að halda áfram en þá munað eftir sokkunum á baðherberginu. Hún hefði snúið við og sótt sokkana. Er hún sneri sér við og ætlaði fram hefði ákærði staðið í dyrunum með haglabyssu og miðað henni á sig. Henni hefði brugðið svo mikið að hún öskraði og skellti baðherbergishurðinni á hann. Svo hefði hann hamast á hurðinni og hurðin gengið til. Vitnið kvaðst þá hafa opnað hurðina, svo ákærði bryti hana ekki. Hún hefði ekki tekið eftir því fyrr en daginn eftir að hurðin brotnaði. Ákærði hefði komið inn á baðherbergið og hún beygt sig niður og öskrað, viti sínu fjær. Ákærði hefði gengið inn með byssuna, miðað henni á vitnið og staðið fyrir aftan baðkarið. Gólfið hefði verið blautt eftir ákærða og hann dottið aftur fyrir sig með byssuna í fanginu og brotið klósettrúllustatíf. Vitnið hefði þá rokið upp og hlaupið öskrandi fram á gang. Vitnið sagði að hurðin væri þannig að það væri ekki hægt að opna hana beint. Hún hefði verið að hamast við að opna hurðina þegar ákærði kom aftan að henni. Ákærði hefði verið kominn í forstofuna um leið og hún opnaði hurðina. Vitnið sagði að um leið og hún opnaði og steig yfir þröskuldinn hefði skotið hlaupið af. Hún kvaðst hafa hlaupið berfætt niður tröppurnar og inn í hús nr. 25. Vitnið kvaðst hafa séð útundan sér eldglæringar í hlaupinu og fundið púðurlykt. Þá hefði hún fengið suð í eyrað. Hún sagði að þetta hefði gerst mjög hratt.

          Nánar aðspurð um atvik í forstofunni, hvort komið hefði til átaka þar eða ákærði  haldið utan um hana, neitaði hún því að hann hefði gert það. Hann hefði eitthvað fálmað til hennar en hann hefði haldið á byssunni. Um það hvernig ákærði hefði haldið á byssunni kvaðst vitnið minnast þess að hann hefði haldið henni á venjulegan hátt, nánar tiltekið með byssuhlaupið fram, en hún hefði séð byssuna í miðunarhæð. Hann hefði ekki haft byssuna við öxlina heldur haldið henni ofarlega, undir handarkrikanum. Vitnið kannaðist ekki við að hurðin hefði skollið í andlit hans, en þetta hefði gerst mjög hratt. Vitnið kvaðst ekki geta sagt til um hvort ákærði hefði notað áhald, eins og byssuskeftið, til að berja á baðherbergishurðina, eða hvort hann hefði notað hnefann.

          Vitnið sagði að ákærði hefði haft mjög fastar reglur um frágang skotvopna og að hann geymdi aldrei hlaðnar byssur. Einnig hefði hann brýnt fyrir börnum þeirra að ganga aldrei með hlaðna byssu og hlaða hana ekki fyrr en maður sæi bráðina. Skotfæri hefðu verið geymd í bakpoka í bílskúrnum og í hillu.

          Um áfengisdrykkju ákærða sagði vitnið að hann hafi verið búinn að drekka töluvert umrætt sinn. Hann hefði haft stjórn á hreyfingum og haldið jafnvægi. Aðspurð sagði vitnið að ákærði væri lesblindur.

          Vitnið, sem er 174 sm á hæð, kvaðst hafa verið eitthvað hokin þegar hún hefði farið út um hurðina enda væri það í samræmi við eðlileg varnarviðbrögð. Vitnið sagði að erfitt væri að átta sig á því hversu langt ákærði stóð frá henni. Það gæti hafa verið einn eða einn og hálfur meter. Hann hefði ekki verið langt fyrir aftan hana. Ákærði hefði reynt að stöðva hana við að fara út þannig að hann hefði eitthvað fálmað til hennar. Um það hvort hann hefði átt við hurðina sagði vitnið að hún hefði verið með hendurnar á hurðar­húninum og lásnum. Þannig hefði það verið hún sem átti við hurðina. Um áverka á kinn ákærða sagði vitnið að hún gæti ekki séð hvernig hurðin hefði getað farið í ákærða því hann hefði verið með byssuna í hendi. Ef þetta hefði gerst þannig hefði ákærði verið við hlið hennar, en það hefði hann ekki verið. Vitnið kvaðst ekki muna hvort ákærði hafi verið með áverka í andliti.

          Varðandi samskipti vitnisins og ákærða, fram að umræddu atviki, sagði vitnið að hann hefði alla tíð verið mjög afbrýðisamur og það ágerst síðustu ár. Hann hefði ásakað hana um að vera með vinnuveitanda hennar. Þá sagði vitnið að ákærði hefði drukkið a.m.k. eina til tvær kippur af bjór yfir daginn. Auk þess hefði hann stundum neytt rauðvíns og annars áfengis. Vitnið sagði að ákærði hefði slegið hana vikuna áður í öxlina og sagt: „Á ég kannski að ná í byssuna?“. Vitnið kvaðst hafa hugsað um að fara eftir þetta en ekki orðið af því. Í mars síðastliðnum hefði hún farið af heimilinu, vegna þess ástands sem var, en hún hafi verið búin að fá nóg. Þá hafi hann einnig verið búinn að slá hana í öxlina. Ákærði hefði beðið um eitt tækifæri enn og þau rætt við prest. Einnig hefðu þau ákveðið að fá ráðgjöf hjá sálfræðingi og farið tvisvar sinnum, en svo hefði ástandið versnað.

          Um afleiðingar umrædds atviks kvaðst vitnið hafa fengið tvær skrámur í andlitið. Þetta hefði verið mikið áfall. Henni fyndist sér hafa gengið ágætlega að takast á við þetta, en það væri stressandi að hugsa um þetta. Vitnið kvaðst hafa sótt um skilnað og hún ætli að leita til sálfræðings.

          Vitnið, Hlynur Snorrason, lögreglufulltrúi hjá lögreglustjóranum á Vestfjörðum, sem stýrði rannsókn málsins, sagði að af ummerkjum á vettvangi, á heimili ákærða, hefði verið greinilegt að eitthvað hefði gengið á. Hlutir hefðu verið úr lagi gengnir og dottið um koll. Þá sagði vitnið að bleyta hefði verið á baðherbergisgólfinu. Aðspurður, hvort eitthvað hefði verið aflagað inni á baðherberginu, svo sem klósettrúllustatíf, kvaðst vitnið ekki minnast þess.

          Vitnið kvaðst ekki treysta sér til að fullyrða um fjarlægð ákærða frá Y er skotið hljóp af byssunni, en miðað við áverka á yfirhöfn hennar virtist byssuhlaupið hafa verið mjög stutt frá henni. Nánar aðspurður gat vitnið sér þess til að um minna en 50 sm væri að ræða, eða nokkra sentimetra, því hagladreifingin hefði greinilega ekki verið að neinu marki er þau fóru í peysuna. Þá greindi vitnið frá því að mynd af ákærða, þar sem hann heldur á byssu í forstofu hússins, hefði verið sviðsett í því skyni að finna út í hvaða hæð byssan gæti hafa verið miðað við áverka á peysunni. Ákærði hefði ekki haldið því fram að hann hefði haldið þannig á byssunni eða að hann og Y hefðu verið staðsett með þeim hætti sem myndin sýnir. Vitnið sagði að ummerki hefðu ekki fundist í forstofunni um notkun byssunnar, hvorki forhlað, högl, né tóm patróna.

          Vitnið sagði að byssuskeftið hefði verið borið saman við brotið á baðherbergis­hurðinni og að leiða mætti líkur að því að byssuskeftið passi við brotið. Ákærði hefði hins vegar neitað því að hafa notað byssuna. Þá sagði vitnið að ekki hefði verið að sjá áverka á byssuskaftinu, en það væri gúmmí á því sem gæfi eftir við högg. Einnig sagði vitnið að ytra byrði hurðarinnar væri þunnt og gæfi fljótt eftir við högg.

          Um ástand ákærða við yfirheyrslu hjá lögreglu sagði vitnið að ákærði hefði virst eiga erfitt með að lýsa atburðum. Það væri eins og hann hefði ekki alveg munað atvik þar sem hann hefði verið ölvaður. Hann hefði verið rólegur en mikið í mun að vita um afdrif konu sinnar. Vitnið sagði að ákærði hefði verið fremur óstöðugur í framburði. Oft hefði hann komið með lýsingu á atburðarrás og er hann var spurður hvort hann hefði munað þetta með þessum hætti hefði hann dregið framburð sinn til baka. Þá hefði þurft að biðja hann aftur um að lýsa atburðarrás. Stundum hefði hann farið út fyrir efnið. Vitnið sagði jafnframt að ekki hefði verið bókað orðrétt eftir honum í lögregluskýrslu, heldur í þriðju persónu. Verjandi ákærða, sem var viðstaddur skýrslutökur, hefði lesið skýrslurnar orðrétt upp fyrir ákærða. Hefðu ákærði og verjandi hans verið sáttir við skýrslur eftir að athugasemdir þær hefðu verið gerðar sem fram koma í skýrslunum. Aðspurður, hvort ákærði hefði greint frá veiðiferð með syni sínum, sagði vitnið að ákærði hefði sagt að hann hefði síðast farið á rjúpu í desember. Vitnið mundi ekki til þess að hann hefði nefnt son sinn í því sambandi. Það ætti þá að koma fram í skýrslunni. Um það hvort ákærði hefði rætt um það hvernig hann hefði gengið frá byssunni eftir þessa veiðiferð sagði vitnið að ákærði hefði greint frá því að hann myndi ekki eftir því að hafa nokkru sinni komið heim með hlaðna byssu og hann tryði því að hann hefði gengið frá byssunni eins og hann væri vanur. Vitnið sagði að yfirheyrslurnar hefðu verið að hluta til erfiðar að því leyti að ákærði talaði oft um hluti sem ekki skiptu máli. Vitnið taldi að engu sem máli skiptir hefði verið sleppt í lögregluskýrslum, enda hefði verjandi þá gert athugasemdir við það. Vitnið sagði að ákærði hefði við skýrslutöku ekki kannast við að hafa brotið baðherbergishurðina. Þegar ákærða var sýnd mynd, þar sem byssuskeftið var borið við hurðaropið, hefði hann ekki kannast við það, en talað um að hann hefði hugsanlega slegið með hnúanum í hurðina, án þess að ákærði myndi eftir því. Þá hefði ákærði eitthvað talað um að hann væri aumur í hendinni. Vitnið kvaðst ekki hafa séð sjáanlega áverka á hendi ákærða.  

          Vitnið, Bjarni Jóhann Bogason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglu­stjóra, skýrði frá rannsókn sem hann gerði á umræddu skotvopni og fatnaði Y. Fram kom hjá vitninu að könnuð hefði verið virkni haglabyssunnar og átaksþungi til að athuga hvort byssan hleypti af við að verða fyrir slætti eða ef hún félli í gólf með svokallaðan hana spenntan. Ekki hefði hlaupið af byssunni öðruvísi en svo að tekið væri í gikkinn. Ekki hefði verið prufuskotið úr byssunni þar sem ekki lægi fyrir með hvaða haglategund hefði verið skotið, en bikar og tómt skothylki hefðu ekki fundist. Um ástæðu þess að þetta hefði ekki fundist sagði vitnið að hugsanlegt væri að ákærði hefði fjarlægt það eða að þetta hefði tapast af einhverri annarri ástæðu. Vitnið sagði að byssan hefði virkað eðlilega. Til að gera vopnið virkt þurfi að spenna upp svokallaðan hana sem er ofarlega á skeftinu. Draga þurfi hann upp með þumalfingri eða hendi. Nánar tiltekið þurfi að toga hann niður. Síðan sé tekið í gikkinn.

          Um fatnað Y sagði vitnið að göt hefðu verið á hægri ermi flíspeysu og bút vantað í rennilás hennar. Peysan gæti hafa verið frárennd að öllu leyti eða að hluta þannig að rennilásinn við hægri boðung hefði legið við ermina og tennurnar úr rennilásnum farið af. Sýni hefðu verið tekin af svörtum ögnum, en púðurrannsókn hefði ekki verið gerð. Þá hefði flís fundist í prjónaðri peysu sem Y var í innan undir flíspeysunni. Þar innan undir var hún í hvítri peysu sem dökkar agnir fundust á, samsvarandi þeim stað þar sem götin voru á flíspeysunni.

          Vitnið var inntur eftir því hvort hægt væri að leggja mat á fjarlægðina milli ákærða og Y. Sagði vitnið að í skýrslu sinni kæmi fram að þetta hefði verið á skömmu færi. Þar sem prufuskot hefði ekki verið skotið væri ekki hægt að fullyrða um það í sentimetrum. Samkvæmt heimild um flug haglaskota og forhlaðs eða bikars, sem lögð hefur verið fyrir réttinn, væri þetta líklega innan við meter. Vitnið sagði að um leið og bikarinn kæmi út um hlaupið, með haglaskotunum, þá þrýstust hliðar bikarsins sundur og hann aðskildi sig frá höglunum og þau dreifðust. Gatið á peysunni hafi verið það lítið að það bendi til að þetta hafi verið á mjög skömmu færi og að forhlaðið, eða bikarinn, hafi farið í gegn með haglahleðslunni. Vitnið kvaðst hafa rannsakað högl og forhlað sem fundust inni í húsinu. Heilleg högl, sem fundust, samsvöruðu haglastærð nr. 5. Högl sem fundust á næsta húsi hefðu verið sömu stærðar.

          Aðspurður taldi vitnið að fullljóst væri að skot úr haglabyssu af meters færi, í búk eða höfuð, væri banvænt. Fram kom að höglin dreifist eftir því sem fjarlægðin er meiri. Hins vegar færi hættusvið haglaskota eftir stærðinni og hleðslunni. Hættusvið haglaskots væri talið nokkur hundruð metrar. Hættan væri að sjálfsögðu mest næst byssunni. Hvort haglabyssuskot valdi meiri skaða en t.d. 22 kalíbera riffilskot, af svona færi, taldi vitnið að minni skaði væri af riffilskotinu þar sem þar væri um að ræða eitt skot en í haglaskoti, af þeirri gerð sem tekið var til skoðunar, væru þau um 130.

          Vitnið, Björn Jóhannesson hæstaréttarlögmaður, verjandi ákærða á rannsóknar­stigi, sagði að ákærði hefði verið í mjög miklu uppnámi er lögregluskýrslur voru teknar af honum. Það hefði verið eins og hann ætti erfitt með að átta sig á atburðunum. Vitnið kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir því í hversu miklu uppnámi hann var fyrr en nokkrum dögum eftir skýrslutökur. Þá væri eins og ákærði væri að átta sig á hlutunum. Vitnið kvaðst hafa lesið skýrslurnar upp fyrir ákærða að beiðni hans. Vitnið sagði að ákærði hefði við skýrslutöku staðfastlega neitað því að hann hefði ógnað konu sinni á baðherberginu með byssu. Framburður Y hefði verið borinn undir ákærða, sem hafi ekki verið í stakk búinn til að taka afstöðu til framburðar hennar. Ákærði hefði sagt sem svo að hann gæti í raun ekki tjáð sig sérstaklega um framburð hennar. Aðspurður sagði vitnið að fram hefði komið að ákærði fór að veiða rjúpu og hann sett byssuna í skáp í bílskúrnum. Þá sagði vitnið að mikið hefði verið rætt um það við skýrslutökur hvort byssan hefði verið hlaðin er ákærði tók hana. Ákærði hefði sagt að hann myndi ekki nákvæmlega hvort hún hefði verið hlaðin eða hann hlaðið byssuna, en þá hefði verið farið út í það hvernig hann hefði venjulega gengið frá byssunni eftir veiðar. Ákærði hefði sagt að venjulega geymdi hann ekki skot í byssunni en gæti ekki fullyrt hvort skot hefði verið í byssunni eða hann hlaðið hana í umrætt sinn. Vitnið sagði að ákærði hefði oft við yfirheyrslur kvartað um eymsli og bólgu í hendi og gefið þá skýringu að hann hefði slegið í baðherbergis­hurðina. Hefði ákærði sýnt vitninu að hann væri bólginn.

          Vitnið, A, kvaðst hafa verið í stofunni heima hjá sér, að [...], er hún heyrði hvell og óp í Y. Hún hefði komið á heimili vitnisins og beðið um að hringt yrði á lögreglu því ákærði hefði skotið á eftir henni. Aðspurð, hvort ákærði hefði ógnað Y í húsinu áður en skotið hljóp af, sagði vitnið að Y hefði sagt að hann hefði verið með byssuna en hún  hefði ekki trúað því að hann væri með hana hlaðna. Ekki hefði komið fram hvar hann hefði verið með byssuna. Vitnið kvaðst hafa séð áverka á Y, á kinn og nasavæng.

          Vitnið, B, sem býr að [...], kvaðst hafa verið á heimleið er hann heyrði haglabyssuskot. Svo hefði hann heyrt angistaróp og séð manneskju hlaupa frá einu húsi og í annað við [...]. Vitnið kvaðst hafa farið inn í það hús. Y hefði verið þar í miklu uppnámi og sagt að hún hefði horft í byssuhlaupið, eða séð eldglæringar. Aðspurður kvaðst vitnið ekki muna til þess að hún hefði greint frá atvikum inni í húsinu. Vitnið kvaðst hafa séð hrufl á kinn hennar.

          Vitnið, C, greindi frá því að hann hefði verið að horfa á sjónvarpið í stofu heima hjá sér, að [...], er hann hefði heyrt rosaleg læti, eins og „kínverji“ hefði verið sprengdur. Í sömu andrá hefði heyrst eins og dyr opnuðust og lokuðust. Vitnið kvaðst hafa séð manneskju hlaupa niður tröppurnar, eins og hún beygði sig niður. Eftir skamma stund hefði vitnið sé ákærða koma fram á pallinn á stuttbuxum, eins og hann væri að athuga eitthvað. Hann hefði svo farið inn og komið aftur út, klæddur. 

          Einnig komu fyrir dóm vitnin, Pétur Björnsson varðstjóri,  Jón Bjarni Geirsson aðalvarðstjóri og Þorkell Lárus Þorkelsson varðstjóri. Ekki er ástæða til að rekja framburð þeirra sérstaklega.

V.

          Ákærði hefur neitað sök. Framburður ákærða og konu hans, Y, er í meginatriðum á sama veg um atvik fyrst eftir að ákærði kemur heim umrætt kvöld að lokinni vinnu. Þannig ber þeim saman um að þrætur hafi verið milli þeirra um vinnu hennar. Hún hafi farið í bað og hann farið í bað á eftir henni. Hún hefði lagst til hvílu í svefnherberginu sem er næst baðherberginu. Hefðu þau átt orðaskipti milli herbergjanna og hún sagst ætla að fara af heimilinu. Frásögn ákærða og Y um það sem gerist síðar er hins vegar með mismunandi hætti.

          Um atvik á baðherberginu, sem 1. töluliður ákæru tekur til, eru ákærði og Y ein til frásagnar. Stendur hér orð á móti orði. Y hefur borið um það að hún hafi staðið upp úr rúminu og byrjað að klæða sig. Ákærði hafi þá farið úr baðinu og hún skellt svefnherbergishurðinni. Svo hefði hún opnað og sótt sokka sína á baðherberginu. Hefði ákærði þá birst í baðherbergisdyrunum og miðað haglabyssu á hana. Hún hefði skellt hurðinni og ákærði hamast á henni þar til hún opnaði. Hann hefði farið inn á baðherbergið og miðað byssunni á hana. Er ákærði hefði runnið til í bleytu hafi hún notað tækifærið og hlaupið að útidyrunum. Ákærði kannast við að Y hafi verið á bað­herberginu og skellt hurðinni á hann. Hann hefur hins vegar neitað því að hafa þá verið með byssuna og ógnað Y með henni inni á baðherberginu. Þótt leiða megi líkur að því að brotið á hurðinni sé eftir byssuna gæti það allt eins verið eftir það að ákærði kýldi í hurðina. Fær sú frásögn hans stoð í framburði Hlyns Snorrasonar lögreglufulltrúa og verjanda ákærða á rannsóknarstigi um að hann hafi talað um að hann væri aumur í hendinni. Dómurinn fór á vettvang þar sem ákærði bar hnefa sinni við brotið á hurðinni. Svo virðist sem hurðin sé veikbyggð og ekki þurfi mikið að koma til svo hún brotni. Verður því ekki staðhæft af ummerkjum að hann hafi verið með byssuna á baðherberginu. Eins og hér stendur á og gegn neitun ákærða er ekki komin fram nægileg sönnun um að ákærði hafi hótað Y líkamsmeiðingum eða stofnað lífi hennar í háska með því að ógna henni með byssunni á baðherberginu. Samkvæmt þessu ber að sýkna ákærða af 1. tölulið ákærunnar, sbr. 45. gr. og 46. gr. laga nr. 19/1991.

          Óumdeilt er að skot hljóp af haglabyssu ákærða í forstofunni. Ákærði hefur hins vegar borið því við að það hafi verið óviljaverk. Fyrir dómi kvaðst hann hafa farið með byssuna á eftir konu sinni að útidyrunum til að reyna að stöðva hana. Hann hefði haldið utan um hana og beðið hana um að tala við sig. Hann hefði haldið byssunni upp að sér með vinstri hendi og hlaupið snúið upp. Svo hefði hann aðstoðað konu sína við að opna hurðina með því að lyfta snerlinum. Hann hefði sleppt takinu og farið aftur fyrir. Kona hans hefði rifið upp dyrnar, sem skelltist í andlit hans. Hann hefði henst til, byssan fallið og skotið hlaupið af henni, en hann hefði haldið við lásinn á byssunni.

          Fyrir liggur rannsókn á haglabyssu þeirri sem ákærði var með. Samkvæmt henni gat skot ekki farið af við það að byssan yrði fyrir slætti eða ef hún félli í gólf með svokallaðan hamar, eða „hana“, spenntan. Til að gera vopnið virkt þarf að spenna upp hamarinn með handafli og taka svo í gikkinn. Vitnið, Bogi Jóhann Bogason aðstoðar­yfirlögregluþjónn, hafði byssuna með sér er hann kom fyrir dóminn. Undir leiðsögn hans meðhöndluðu dómarar skotvopnið. Byssan sjálf er nokkuð þung og nokkurt átak þarf til að spenna hamarinn. Að mati dómsins er útilokað að hamarinn spennist upp fyrir slysni eða af tilviljun. Þannig er fullvíst að hann geti ekki spennst upp við það að rekist sé óvart í hann. Þá telur dómurinn, eftir að hafa skoðað aðstæður á vettvangi og meðhöndlað vopnið í forstofunni, að framburður ákærða um atvik fái ekki staðist. Miðað við lengd byssunnar, sem er 123,5 sm, eða 85 sm frá hlaupi að gikki, og það hvernig hurðin opnast inn, frá vinstri til hægri, verður að ætla að ákærði hafi staðið mun aftar en hann heldur fram. Enn fremur verður að líta til þess að framburður hans er í ósamræmi við rannsókn á skotstefnu byssunnar.    

          Nokkurt misræmi er í framburði ákærða fyrir dómi og hjá lögreglu. Þannig hefur framburður hans um frágang á skotvopninu verið á reiki. Hjá lögreglu 9. júní sl. kvaðst hann ekki muna hvort byssan var hlaðin eða ekki. Líklega hefði hann hlaðið hana á neðri hæðinni miðað við venjulegan frágang sinn á skotvopnum sínum. Samkvæmt lögreglu­skýrslu frá 12. júní sl. kvaðst ákærði ekki muna betur en hann hefði komið með byssuna óhlaðna heim úr síðustu veiðiferð sinni. Fyrir dómi sagði hann hins vegar að byssan hefði verið hlaðin þar sem hann hefði farið með hana hlaðna heim af veiði með syni sínum og í fljótfærni ekki gengið almennilega frá henni. Ákærði var vanur veiðimaður og virðist hafa verið mjög gætinn með skotvopn sín. Þá er framganga ákærða eftir atvikið ekki í samræmi við það að voðaskot hafi hlaupið úr byssunni. Framburður Y, sem áður hefur verið rakinn, hefur hins vegar verið staðfastur og í samræmi við rannsóknargögn. Er hann trúverðugur. Er framburður ákærða þess efnis að um voðaskot hafi verið að ræða að engu hafandi.

          Með hliðsjón af rannsóknargögnum málsins, framburði vitnanna Boga Jóhanns Bogasonar aðstoðar­yfirlögregluþjóns, Hlyns Snorrasonar lögreglufulltrúa og Y, fyrir­liggjandi læknisvottorði, auk athugunar dómsins á vettvangi og athafna ákærða eftir atvikið, er sannað að ákærði skaut af haglabyssu sinni vitandi vits. Eiginkona hans var mjög nálægt er hann hleypti af, en fram kom fyrir dómi að hættan af haglabyssu er mest næst henni. Skýringar ákærða eru ótrúverðugar eins og áður segir og verður að meta atvik svo að ákærði hafi ætlað sér að skjóta eiginkonu sína, en að sá ásetningur hafi ekki myndast fyrr en útidyrnar höfðu verið opnaðar og hafi ásetningur ekki verið einbeittur. Verður ákærði sakfelldur fyrir brot gegn 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

VI.

          Eins og rakið hefur verið sætti ákærði geðrannsókn. Er ekkert fram komið sem bendir til þess að 15. gr. eða 16. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eigi við um andlega hagi ákærða er hann framdi brot sitt og telst hann því sakhæfur.

          Við ákvörðun refsingar er einkum að líta til þess að brot ákærða beindist að lífi og heilsu konu hans. Ákærði skaut með haglabyssu af stuttu færi og var verknaður hans því stórhættulegur og hending ein að ekki hlaust bani af. Enda þótt líkamlegir áverkar hafi verið litlir hlýtur verknaður sem þessi að hafa mikil áhrif á líf hennar. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann ekki áður sætt refsingu. Eins og áður hefur komið fram þykir ásetningur hans ekki hafa verið styrkur og einbeittur. Ekkert verður fullyrt um hvað honum gekk til með verknaði sínum en svo virðist sem hann hafi gripið til byssunnar í örvæntingu yfir því að kona hans hafi ætlað að yfirgefa heimilið. Að öllu þessu virtu og með hliðsjón af 2. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur og hálft ár. Með vísan til 76. gr. almennra hegningarlaga skal gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 9. júní 2007 koma til frádráttar refsingu.

VII.

          Af hálfu brotaþola, Y, er krafist miskabóta að fjárhæð 2.000.000 króna, auk dráttarvaxta og lögmannsþóknunar. Við aðalmeðferð málsins var af hálfu brotaþola fallið frá kröfu um bætur að fjárhæð 1.000.000 króna fyrir tímabundið atvinnutjón. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Ber ákærði skaða­bóta­ábyrgð á því tjóni brotaþola sem rekja má til hinnar refsiverðu háttsemi. Brotaþoli á rétt á miskabótum úr hendi ákærða vegna árásarinnar á grundvelli 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga, sbr. lög nr. 37/1999. Við ákvörðun bóta er til þess að líta að brotaþoli hefur orðið fyrir tilraun til manndráps af hendi eiginmanns síns á heimili þeirra. Ljóst er að verknaður sem þessi er til þess fallinn að valda þeim sem fyrir verður andlegri áþján. Fyrir dómi lýsti hún því að þetta væri áfall. Það væri „stressandi“ að hugsa um þetta og að hún ætli að leita sálfræðings. Verður ákærði dæmdur til greiðslu miskabóta sem þykja hæfilega ákveðnar 1.000.000 króna. Dráttarvextir skulu reiknast frá dómsuppsögu. Brotaþola var skipaður réttargæslu­maður, enda lagaskilyrði til þess uppfyllt, og fer um lögmannsþóknun samkvæmt því.

          Af hálfu Z, sem er sonur ákærða, er krafist miskabóta að fjárhæð 500.000 krónur, auk dráttarvaxta og lögmannsþóknunar. Ákvæði XX. kafla laga nr. 19/1991 er ætlað að gefa brotaþola kost á að koma að bótakröfu í opinberu máli vegna hagræðis sem í því felst. Verður bótakröfu sonar ákærða, sem ekki var viðstaddur er ákærði framdi brot sitt, vísað frá dómi.

VIII.

             Með vísan til 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála verður ákærði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, alls 1.436.235 kr. Samkvæmt heildar­yfirliti um sakarkostnað er um að ræða útlagðan kostnað, samtals 421.497 kr., vegna áverkavottorðs, blóð- og þvagsýnis og geðrannsóknar. Þá er ferðakostnaðar vitna samtals 43.560 kr. Tilnefndur verjandi ákærða á rannsóknarstigi, Björn Jóhannesson hrl., var síðar skipaður til að gegna því starfi. Hann var síðar leystur undan skyldum sínum og Sveinn Andri Sveinsson hrl. skipaður verjandi ákærða. Verður þóknun þeirra beggja því ákveðin af dómnum. Þóknun Björns Jóhannessonar hrl. þykir hæfilega ákveðin, með hliðsjón af tímaskýrslu, 220.116 kr., að meðtöldum virðisauka­skatti. Þóknun Sveins Andra Sveinssonar hrl. er hæfilega ákveðin, með hliðsjón af tímaskýrslu, 472.602 kr., að meðtöldum virðisauka­skatti. Kostnaður vegna aksturs verjandans er 19.500 kr. Þóknun réttar­gæslu­manns telst hæfilega ákveðin, með hliðsjón af tímaskýrslu, 258.960 kr., að meðtöldum virðisaukaskatti.

             Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Daði Kristjánsson, settur saksóknari.

Sandra Baldvinsdóttir, settur héraðsdómari, Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri og  Jón Finnbjörnsson héraðsdómari kváðu upp dóminn.

 

D ó m s o r ð:

          Ákærði, X, sæti fangelsi í fjögur og hálft ár. Til frádráttar refsingu komi gæsluvarðhald ákærða sem hann hefur sætt frá 9. júní 2007.

          Ákærði greiði Y 1.000.000 króna, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá dómsuppsögu til greiðsludags.

          Bótakröfu Z er vísað frá dómi.

          Ákærði greiði 1.436.235 krónur í sakarkostnað, þar með talin 220.116 króna þóknun skipaðs verjanda hans, Björns Jóhannessonar hæstaréttarlögmanns, 472.602 króna þóknun skipaðs verjanda hans, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, og 258.960 króna þóknun réttargæslumanns brotaþola, Ásu A. Kristjánsdóttur héraðsdómslögmanns.