Hæstiréttur íslands
Nr. 2018-84
Lykilorð
- Áfrýjunarleyfi
- Umferðarlagabrot
- Dómari
- Dómstóll
- Samþykkt
Reifun
test
Ákvörðun Hæstaréttar.
Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og Markús Sigurbjörnsson og Garðar Gíslason settur hæstaréttardómari.
Með beiðni 23. mars 2018 sem barst Hæstarétti 16. apríl sama ár leitar Guðmundur Andri Ástráðsson eftir að fá leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 23. mars 2018 í málinu nr. 6/2018: Ákæruvaldið gegn Guðmundi A. Ástráðssyni, á grundvelli 1. mgr., sbr. 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákæruvaldið telur að rök standi til þess að fallast á beiðnina.
Guðmundur Andri Ástráðsson telur skilyrði 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 fyrir veitingu áfrýjunarleyfis vera uppfyllt þar sem meðal dómara í málinu fyrir Landsrétti hafi verið dómari sem ekki sé með réttu handhafi dómsvalds með því að skipun viðkomandi í embætti hafi ekki verið lögum samkvæm. Ákæruvaldið fellst á að mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um það álitaefni, en telur að niðurstaða Landsréttar um refsingu og sviptingu ökuréttar Guðmundar Andra Ástráðssonar sé í samræmi við dóma í sambærilegum málum.
Að virtum gögnum málsins er beiðnin samþykkt.