Hæstiréttur íslands

Mál nr. 2/2011


Lykilorð

  • Kærumál
  • Framsal sakamanns


Miðvikudaginn 5. janúar 2011.

Nr. 2/2011.

Ákæruvaldið

(Kolbrún Benediktsdóttir settur saksóknari)

gegn

X

(Brynjólfur Eyvindsson hdl.)

Kærumál. Framsal sakamanna.

Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem ákvörðun dómsmála- og mannréttindaráðherra um framsal X til Póllands var staðfest.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar  Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. desember 2010 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. janúar 2011. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. desember 2010, þar sem staðfest var ákvörðun dómsmála- og mannréttindaráðherra 1. nóvember 2010 um að framselja varnaraðila til Póllands. Kæruheimild er í 24. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar.

Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs réttargæslumanns varnaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 13/1984, eins og í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

Kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs réttargæslumanns varnaraðila, Brynjólfs Eyvindssonar héraðsdómslögmanns, 180.000 krónur.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. desember 2010.

I

Málið barst dóminum 22. nóvember síðastliðinn og var þingfest 25. sama mánaðar.  Það var tekið til úrskurðar 15. desember síðastliðinn.

Sóknaraðili er ríkissaksóknari.

Varnaraðili er X, kennitala [...], [...], [...].

 Sóknaraðili krefst þess staðfest verði ákvörðun dómsmálaráðuneytisins frá 1. nóvember síðastliðinn um framselja varnaraðila til Póllands.

Varnaraðili krefst þess því verði hafnað framselja hann til Póllands og þóknun réttargæslumanns síns verði greidd úr ríkissjóði.

II

Í greinargerð ríkissaksóknara er gerð svofelld grein fyrir málavöxtum og lagarökum fyrir því orðið skuli við kröfu hans:  Þann 17. ágúst 2010 barst ríkisaksóknara, með bréfi dómsmálaráðuneytisins, beiðni pólskra dómsmálayfirvalda um framsal varnaraðila, sem er pólskur ríkisborgari, til fullnustu 10 mánaða fangelsisdóms.

Samkvæmt gögnum sem fylgdu framsalsbeiðninni var varnaraðili, með dómi Héraðsdóms í [...] uppkveðnum 28. ágúst 2006 sakfelldur fyrir brot á 1. mgr. 158. gr. og 1. mgr. 190. gr. pólskra hegningarlaga, með því hafa þann 1. apríl 2006 í [...] í Póllandi, í félagi við Y, veist A og slegið hann og sparkað í líkama hans með þeim afleiðingum A hlaut heilahristing og nefbrot.  Auk þess fyrir hafa á sama stað og tíma hótað A og B ofbeldi, lífláti og kveikja í húsi þeirra en hótanirnar voru til þess fallnar vekja með A og B ótta um líf sitt og heilbrigði.  Refsing var ákveðin fangelsi í 10 mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára og var varnaraðila gert greiða brotaþola PLN 500 í bætur innan þriggja mánaða frá því dómur var endanlegur.  Með ákvörðun sama héraðsdómstóls frá 19. september 2007 var ákveðið varnaraðili skyldi afplána dóminn þar sem hann hefði ekki greitt bæturnar til brotaþola innan hins 3 mánaða langa frests.

Varnaraðila var formlega kynnt framsalsbeiðnin þann 19. ágúst sl. hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.  Kvaðst hann kannast við framsalsbeiðnin ætti við hann en hafnaði henni.  Ríkissaksóknari sendi dómsmálaráðuneytinu umsögn, dags 16. september sl., þess efnis skilyrði framsals teldust uppfyllt, sbr. einkum 3., 9. og 12. gr. laga nr. 13/1984.  Þann 1. nóvember sl. féllst dómsmálaráðuneytið á beiðni pólskra dómsmálayfirvalda um framsal varnaraðila, sbr. 17. gr. laga nr. 13/1984.  Í ákvörðuninni er tekið fram persónulegar ástæður varnaraðila teljist ekki nægilegar til synja um framsal til Póllands á grundvelli 7. gr. laga nr. 13/1984.  Var varnaraðila kynnt ákvörðun dómsmálaráðuneytisins þann 12. nóvember sl.  Með bréfi, sem barst ríkissaksóknara 12. nóvember sl., krafðist varnaraðili úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um hvort skilyrði laga um framsal væru fyrir hendi, sbr. 14. gr. laga nr. 13/1984.“

III

Varnaraðili skýrir svo frá málavöxtum hann hafi komið til Íslands 2007 og unnið hér til skamms tíma.  Hann hafi hins vegar orðið hætta vinna vegna áfalls sem hann hafi orðið fyrir við andlát föður síns.  Vegna þessa hafi hann leitað til geðlæknis.  Hann kveðst ekki hafa komist í kast við lögin hér á landi og framangreint atvik eina lögbrot hans í Póllandi.  Varnaraðli kveður sér ekki hafa verið kunnugt um framangreinda ákvörðun pólska dómstólsins þegar hann kom til Íslands og hafi för hans hingað ekki verið til þess komast undan ákvörðuninni.  Hér á landi búi barnsmóðir hans og tvö börn og hafi hann komið hingað til vinna fyrir sér og sjá fjölskyldunni farborða.  Einnig hafi hann haft í huga afla tekna til greiða skaðabæturnar.  Hins vegar hafi hann ekki getað greitt bæturnar, meðal annars vegna þess hann hafi þurft greiða samlöndum sínum er útveguðu honum vinnu hér.  Kveður hann þá hafa hótað sér ofbeldi greiddi hann ekki umkrafið . 

Varnaraðili byggir á því honum ómögulegt efna greiðsluskyldu sína þar brotaþoli dáinn og því alls óvíst hvort eða hverjum beri greiða.  Af þessu leiðir hann geti ekki greitt bæturnar, fengið mál sitt endurupptekið og refsinguna dæmda skilorðsbundna.  Af þessu leiði málið í pattstöðu og beri synja um framsal með vísun til 7. gr. laga nr. 13/1984.  Í greininni segi synja megi um framsal efaðrar persónulegar aðstæðurmæli gegn því.

IV

Samkvæmt 1. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum er heimilt framselja mann ef hann er í erlendu ríki grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Þær upplýsingar og gögn sem kveðið er á um í 12. gr. laganna fylgja skuli framsalsbeiðni eru öll til staðar í máli þessu. 

Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 13/1984 er framsal á manni því aðeins heimilt ef verknaður eða sambærilegur verknaður getur varðað fangelsi í meira en 1 ár samkvæmt íslenskum lögum. Brot þau sem varnaraðili er grunaður um eru talin varða við 2. mgr. 218. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.  Refsing fyrir brot gegn fyrrnefnda ákvæðinu getur varðað allt 16 ára fangelsi, gegn því síðara allt 2 ára. Skilyrði 1. mgr. 3. gr. laga nr. 13/1984 um framsal varnaraðila eru því uppfyllt.  Þá liggur fyrir ákvörðun af hálfu dómstóls í Póllandi um varnaraðili skuli afplána refsinguna og er því einnig uppfyllt skilyrði 2. mgr. 3. gr. laganna.  Þá er ekkert það komið fram sem gefur ástæðu til ætla einhver þeirra atriða sem um getur í 5. mgr. 3. gr. laganna eigi við og er þeirri málsástæðu varnaraðila hafnað.  Loks er þess geta sök er ófyrnd og því uppfyllt skilyrði 9. gr. laganna.

Varnaraðili byggir á því brotaþoli látinn og því sér ómögulegt greiða skuld sína og þar með losna undan því sitja af sér refsinguna.  Mat á þessu á ekki undir dóminn eða íslensk yfirvöld.  Hér framan var komist því skilyrði 3. gr. laga nr. 13/1984 væru uppfyllt og verður þessari málsástæðu varnaraðila því hafnað.  Varnaraðili byggir og á því ákvæði 7. gr. laganna eigi koma í veg fyrir framsal hans.  Í framangreindri ákvörðun dómsmála- og mannréttindaráðherra er tekin rökstudd afstaða til þess hvort mannúðarástæður eigi leiða til þess kröfu um framsal verði hafnað.  Í ákvörðuninni er fjallað um þær ástæður, sem varnaraðili telur við eigi og hvernig þær horfa við samkvæmt skýringu á 7. gr.  Þetta mat ráðherra verður ekki endurskoðað, enda hafa ekki verið leiddar líkur því aðstæður varnaraðila hafi ekki verið metnar með réttum og málefnalegum hætti.

Samkvæmt framansögðu er kröfum varnaraðila hafnað og staðfest ákvörðun dómsmála- og mannréttindaráðherra frá 1. nóvember 2010 um að framselja hann til Póllands. 

Þóknun réttargæslumanns varnaraðila skal greidd úr ríkissjóði eins og nánar greinir í úrskurðarorði.

Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

Ákvörðun dómsmála- og mannréttindaráðherra frá 1. nóvember 2010 um framselja varnaraðila, X, til Póllands, er staðfest.

Þóknun réttargæslumanns varnaraðila, Brynjólfs Eyvindssonar hdl., 251.000 krónur meðtöldum virðisaukaskatti, skal greidd úr ríkissjóði.