Hæstiréttur íslands
Mál nr. 73/2003
Lykilorð
- Jarðalög
- Forkaupsréttur
|
|
Fimmtudaginn 18. september 2003. |
|
Nr. 73/2003. |
Dalabyggð(Sveinn Skúlason hdl.) gegn Ingiríði Ólafsdóttur(Einar Gautur Steingrímsson hrl.) |
Jarðalög. Forkaupsréttur.
I hugðist ráðstafa eignarhluta sínum í jörðinni V til þriggja nafngreindra einstaklinga og ritaði lögmaður hennar sveitarfélaginu D bréf af því tilefni þar sem áform þessi voru kynnt. Jafnframt var þess farið á leit við D að sveitarfélagið afsalaði sér forkaupsrétti skv. jarðalögum nr. 65/1976. Engin gögn um söluna fylgdu erindinu, en lögmaður I lagði fram ódagsett og óundirrituð drög að kaupsamningi þegar eftir því var leitað. Tilkynnti D að sveitarfélagið hygðist neyta forkaupsréttar í samræmi við ákvæði jarðalaga. Afturkallaði I þá beiðni sína til D. Taldi héraðsdómur, sem staðfestur var með vísan til forsendna hans, að í bréfi lögmanns I hafi erindi á grundvelli 6. gr. jarðalaga verið beint til D, samhliða ósk um að sveitarfélagið afsalaði sér fyrirfram forkaupsrétti, ef til umræddrar sölu jarðarinnar kæmi. Þar sem ekki hafi legið fyrir kaupsamningur um jarðarhlutann sem bindandi hafi verið fyrir I, hafi forkaupsréttur D samkvæmt jarðalögum ekki orðið virkur og var I því sýknuð af kröfu D í málinu.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Árni Kolbeinsson, Hrafn Bragason, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 25. febrúar 2003. Hann krefst þess aðallega að stefndu verði gert að gefa út afsal til sín fyrir 1/6 hluta í jörðinni Vatni í Dalabyggð með öllu því, sem þeim eignarhluta fylgir, að viðlögðum dagsektum til áfrýjanda að fjárhæð 15.000 krónur, sem falli á að liðnum 15 dögum frá uppsögu dóms, gegn greiðslu á 1.500.000 krónum með ársvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. desember 2001 til greiðsludags. Til vara krefst áfrýjandi þess að kveðið verði á um framangreinda skyldu stefndu gegn „greiðslu annarrar fjárhæðar með eða án vaxta allt að mati dómsins.“ Í báðum tilvikum krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefnda krefst þess að héraðsdómur verði staðfestur og sér dæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti.
Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.
Áfrýjanda verður gert að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Héraðsdómur skal vera óraskaður.
Áfrýjandi, Dalabyggð, greiði stefndu, Ingiríði Ólafsdóttur, 250.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dómur Héraðsdóms Vesturlands 9. desember 2002.
Mál þetta var höfðað 29. maí 2002 og dómtekið 29. nóvember sama ár. Stefnandi er Dalabyggð, Miðbraut 11 í Búðardal, en stefnda Ingiríður Ólafsdóttir, til heimils að Breiðagerði 9 í Reykjavík.
Stefnandi krefst þess að stefnda verði dæmd til að gefa út afsal til sín fyrir 1/6 hluta jarðarinnar Vatni í Haukadal í Dalabyggð með öllum gögnum og gæðum, sem fylgja jörðinni að engu undanskildu, gegn greiðslu kaupverðs að fjárhæð 1.500.000 krónur með ársvöxtum samkvæmt III. kafla laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá 7. desember 2001. Til vara er þess krafist að stefnda verði dæmd til að gefa út afsal fyrir jörðinni gegn greiðslu annarrar fjárhæðar með eða án vaxta, allt að mati dómsins. Jafnframt er þess krafist að skylda til útgáfu afsals verði að viðlögðum dagsektum til stefnanda að fjárhæð 15.000 krónur og að frestur til að fullnægja skyldunni verði fimmtán dagar frá uppkvaðningu dóms. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefndu.
Stefnda krefst þess að hún verði sýknuð af kröfum stefnanda. Þá krefst stefnda málskostnaðar að skaðlausu ásamt álagi samkvæmt 2. mgr. 131. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991.
I.
Jörðin Vatn í Haukadal í Dalabyggð er í óskiptri sameign og er stefnda eigandi að 1/6 hluta jarðarinnar. Einnig er jörðin í eigu bræðranna Hartvigs og Hermanns Jónssona að sama hlut, en ábúendur jarðarinnar, þau Sigurður Hrafn Jökulsson og Helga Halldóra Jónsdóttir, eiga 2/3 hluta hennar.
Hinn 5. nóvember 2001 ritaði Helgi Birgissonar, hrl., bréf fyrir hönd stefndu til stefnanda vegna fyrirhugaðrar sölu á hluta hennar í jörðinni. Í bréfinu segir að stefnda hafi ákveðið að selja systkinunum Guðrúnu Kjartansdóttur, Höskuldi Kjartanssyni og Guðbrandi Kjartanssyni jaðarhlutann og er sveitarstjórn og jarðanefnd tilkynnt um þessa ráðstöfun með vísan til 6. gr. jarðalaga nr. 65/1976. Var þess jafnframt farið á leit að ráðstöfunin yrði samþykkt og að stefnandi lýsti því yfir að sveitarfélagið félli frá forkaupsrétti.
Nokkru eftir að bréfið barst stefnanda fór Jóhann Pétursson, formaður Jarðanefndar Dalasýslu þess á leit símleiðis við lögmanninn að fá sendan kaupsamning um jarðarhlutann og nánari upplýsingar um kaupendur. Með bréfi lögmannsins 21. nóvember 2001 voru stefnanda síðan send ódagsett og óundirrituð drög að kaupsamningi og afsali. Samkvæmt þessum drögum er kaupverð eignarhlutans 1.500.000 krónur og segir að fjárhæðin taki mið af fasteignamati jarðarinnar.
Með bréfi til stefnanda 25. nóvember 2001 fóru Sigurður Hrafn Jökulsson og Helga Halldóra Jónsdóttir, ábúendur jarðarinnar, þess eindregið á leit að þau fengju að nýta sér forkaupsrétt að hluta stefndu í jörðinni. Með bréfinu fylgdi ódagsett greinargerð ábúendanna þar sem fram kemur að lánamöguleikar þeirra séu skertir þar sem þau eigi ekki alla jörðina. Þau séu ungt fólk með stórt bú og ætli að leggja fyrir sig landbúnað sem ævistarf. Því sé mikilvægt að þeim sé gert kleift að stækka við sig, svo sem með því að skipuleggja sumarbústaðabyggð og ferðamannaþjónustu, en það sé ill mögulegt með fleiri eigendur að jörðinni.
Hinn 6. desember 2001 ritaði Jarðanefnd Dalasýslu Helga Birgissyni, hrl., bréf og tilkynnti honum að nefndin gæti ekki fallist á erindi hans vegna eindreginna óska ábúenda. Var einnig tekið fram að nefndin teldi hagsmunum sveitarfélagsins betur borgið með því að ábúendur fengju að leysa til sín jarðarhlutann. Því næst var lögmanninum tilkynnt með bréfi Dalabyggðar 7. sama mánaðar að erindi hans hefði verið tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar 20. nóvember það ár, en málinu frestað þar sem kaupsamningur lá ekki fyrir. Í bréfinu segir síðan að sveitarstjórn hafi nú borist kaupsamningur og álit Jarðanefndar frá 6 desember og með vísan til röksemda nefndarinnar ætli sveitarfélagið að nýta sér forkaupsrétt á jarðarhlutanum.
Í málinu liggur fyrir fundargerð sveitarstjórnar Dalabyggðar frá fundi 20. nóvember 2001, en þar segir svo um málefni það sem hér er til úrlausnar:
„Erindi frá Lögmönnum Klapparstíg, dags. 5. nóvember 2001, varðandi forkaupsrétt á jörðinni Vatni. Komið hefur fram áhugi hjá ábúanda á Vatni á þeim hluta jarðarinnar, sem um getur í erindinu. Sveitarstjóra var falið að kanna málið frekar í samráði við ábúenda. Jafnframt þar sem ekki liggur fyrir kaupsamningur var sveitarstjóra falið að óska eftir honum.“
Á fundi sveitarstjórnar 18. desember 2001 var bókað að fundargerð frá fyrri fundi 20. nóvember hefði verið lögð fram, samþykkt samhljóða og undirrituð. Í málinu liggur hins vegar fyrir yfirlýsing 17. október 2002 undirrituð af sjö sveitarstjórnarmönnum, en þar segir svo:
„...
Í tilefni af rekstri héraðsdómsmálsins nr. E-238/2002 í Héraðsdómi Vesturlands, Dalabyggð gegn Ingiríði Ólafsdóttur, skal staðfest af undirrituðum sveitarstjórnarmönnum, sem allir sátu fundinn [20. nóvember 2001], að á fundinum var tekin ótvíræð ákvörðun um að Dalabyggð neytti forkaupsréttar síns á hinum framboðna jarðarhluta. Af ókunnugum ástæðum mun bókun þeirrar ákvörðunar hafa fallið niður. Er hafið yfir allan vafa að með því samþykktum við allar eftirfarandi athafnir sveitarstjóra vegna aðgerða er tengjast þeirri ákvörðun.“
Með bréfum 7. og 10. desember 2001 tilkynnti Helgi Birgisson, hrl., stefnanda og Jarðanefnd Dalasýslu að erindi hans fyrir hönd stefndu væri afturkallað þar sem ekki yrði af fyrirhugaðri sölu jarðarhlutans. Einnig var áréttað að kaupsamningur hefði ekki verið gerður heldur einungis drög að samningi verið send, sem lögmaðurinn hefði tekið saman, eftir samtal við formann jarðanefndar.
Í tilefni af erindum lögmannsins var gerð svohljóðandi bókun á fundi sveitarstjórnar 18. desember 2001:
„Með vísan til bréfs Lögmann Klapparstíg, dags. 7. desember 2001, þar sem tilkynnt er að eigandi að 1/6 hluta jarðarinnar Vatn í Haukadal hafi ákveðið að draga til baka ákvörðun sína um sölu á hlutanum upplýsti sveitarstjóri að ábúandinn á jörðinni óski eftir því að afturköllunin verði fengin ógild. Sveitarstjórn samþykkti að heimila sveitarstjóra að verða við beiðni ábúandans eins og hann lagði málið fyrir.“
Með bréfi stefnanda 3. janúar 2002 var Helga Birgissyni, hrl., tilkynnt að stefnandi hefði ákveðið að fylgja eftir ákvörðun sinni um að neyta forkaupsréttar. Einnig var þess farið á leit að gefið yrði út afsal fyrir eigninni gegn greiðslu kaupverðs. Þessu erindi svaraði lögmaðurinn með bréfi 14. sama mánaðar, en þar tekur hann fram að stefnda hafi aldrei falið sér að bjóða stefnanda forkaupsrétt, enda hafi kaupsamningur ekki verið gerður um eignina. Í bréfinu er síðan rakið að lögmaðurinn hafi upphaflega eingöngu verið að kanna afstöðu sveitarstjórnar til þess að stefnda ráðstafaði jarðarhlutanum endurgjaldslaust til skyldmenna. Þá tekur lögmaðurinn fram að hann hafi ekki umboð frá stefndu til að selja jörðina eða ganga frá samningum um kaupverð eða aðra skilmála. Í tilefni af þessu bréfi ritaði stefnandi á ný bréf til lögmannsins 4. febrúar sama ár þar sem fyrri afstaða sveitarfélagsins er áréttuð.
II.
Stefnandi lýsir málatilbúnaði sínum svo að krafist sé efnda úr hendi stefndu á eignayfirfærslu til stefnanda á 1/6 eignarhluta hennar í jörðinni Vatni í Dalabyggð, sem stefnandi eigi forkaupsrétt á samkvæmt jarðalögum nr. 65/1976. Vísar stefnandi til þess að með tilkynningu lögmanns stefndu samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna hafi stefnanda verið boðinn lögbundinn forkaupsréttur, sbr. 1. mgr. 30. gr. sömu laga.
Stefnandi tekur fram að vegna eindreginna óska ábúenda jarðarinnar og með hagsmuni sveitarfélagsins í huga hafi verið tekin sú ákvörðun að nýta lögbundinn forkaupsrétt í þeim tilgangi að endurselja jarðarhlutann til ábúenda jarðarinnar. Þessi ákvörðun hafi verið tilkynnt lögmanni stefndu innan lögbundins frests, sbr. 1. mgr. 32. gr. laga nr. 65/1976 og við réttaráhrif þeirrar tilkynningar sé stefnda bundin.
III.
Stefnda telur að sýkna beri hana af kröfum stefnanda þar sem aldrei hafi verið tekin ákvörðun um að neyta forkaupsréttar. Þetta verði meðal annars ráðið af því að engin fundur hafi verið haldinn í sveitarstjórn frá því drög að kaupsamningi bárust stefnanda með bréfið 21. nóvember 2001 þar til lögmanni stefndu var tilkynnt með bréfi 7. desember sama ár að sveitarfélagið ætlaði að neyta forkaupsréttar. Heldur stefnda því fram að málatilbúnaður þessi hafi verið til þess fallinn að vekja hjá sér þá trú að tilkynning um að neyta forkaupsréttar hafi borist í tæka tíð innan 30 daga frestsins samkvæmt 32. gr. jarðalaga nr. 65/1976. Hefði stefnda því orðið fyrir réttarspjöllum ef ekki hefði verið gripið til þess ráðs að afla fundargerða sveitarfélagsins, sem leiða hið gagnstæða í ljós. Telur stefnda þetta það ámælisverðan málatilbúnað að leggja eigi álag á málskostnað, sbr. 2. mgr. 131. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991.
Verði allt að einu talið að stefnandi hafi á fundi 18. desember 2001 ákveðið að neyta forkaupsréttar þá sé ljóst að tilkynning til stefndu með bréfi til lögmanns hennar 3. janúar 2002 hafi komið fram að liðnum 30 daga frestinum, sbr. 1. mgr. 32. gr. laga nr. 65/1976.
Stefnda tekur fram að hún hafi falið lögmanni sínum, Helga Birgissyni, hrl., að koma því í kring að hún gæti afhent eign sína Guðrúnu, Höskuldi og Guðbrandi Kjartansbörnum. Gengi það ekki eftir hafi ekki staðið til að afsala eigninni. Annað og meira hafi stefnda ekki falið lögmanni sínum. Þannig hafi hún hvorki falið honum að selja jörðina né að bjóða stefnanda að neyta forkaupsréttar. Allt sem gert hafi verið umfram það sem stefnda fól lögmanni sínum hafi ekki verði gert í hennar umboði og slíkar ráðstafanir hafi hún hvorki samþykkt fyrirfram né eftir á. Í þessu sambandi bendir stefnda á að fari umboðsmaður út fyrir umboð sitt skuldbindi það ekki umbjóðanda, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógildi löggerninga, nr. 7/1936. Þá tekur stefnda fram að ráðstafanir af þessu tagi falli ekki undir hefðbundið lögmannsumboð. Drög lögmannsins að kaupsamningi og afsali hefði hún þurft að samþykkja og því sé hún ekki skuldbundin að neinu leyti.
Stefnda telur að útilokað sé að líta svo á að Helgi Birgisson, hrl., hafi boðið stefnanda að neyta forkaupsréttar. Í því sambandi bendir stefnda á að bréf hans til stefnanda 5. nóvember 2001 lúti eingöngu að öflun samþykkis samkvæmt 6. gr. laga nr. 65/1976 og engu öðru. Þetta erindi sé enn óafgreitt en þess í stað hafi stefnandi kosið að neyta forkaupsréttar sem ekki hafi verið boðinn. Til nánari skýringar á muninum á því að leita eftir samþykki samkvæmt og 6. gr. laganna og bjóða fram forkaupsrétt vísar stefnda til Hrd. 1995/2958.
Stefnda heldur því fram að ýmsir annmarkar hafi verið á stjórnarathöfnum stefnanda. Fyrsti augljósi annmarkinn sé að tekið sé forkaupsrétti, sem ekki hafi verið boðinn. Í annan stað sé óafgreitt erindið, sem lagt var upp með af hálfu lögmanns stefndu, en þess í stað tekin ákvörðun sem ekki tengist neinu erindi. Enn fremur hafi andmælaréttar ekki verið gætt áður en ákvörðun er tekin. Þá hafi engin rannsókn farið fram á fyrirhuguðum notum viðtakanda jarðarinnar svo hægt væri að leggja mat á hvernig hagsmunum sveitarfélagsins yrði best borgið. Loks hafi sjónarmið þau sem stefnandi byggði á verið ólögmæt þar sem það samrýmist ekki ákvæðum jarðalaga að taka eignir úr landbúnaðarnotum og byggja þar sumarbústaði. Í því sambandi tekur stefnda fram að jarðanefnd hafi tekið afstöðu til að koma til móts við þessa ráðagerð ábúenda, en stefnandi hafi byggt afstöðu sína á þessum röksemdum jarðanefndar.
Loks telur stefnda að ekki sé hægt að fallast á kröfur stefnanda þar sem þær feli í sér afhengingu jarðarhlutans fyrir aðeins brot af raunvirði hans. Í þessu fælist því eignaupptaka sem gengi í berhögg við 72. gr. stjórnarskrárinnar.
IV.
Stefnandi höfðaði mál þetta til að fá útgefið afsal frá stefndu fyrir 1/6 hluta jarðarinnar Vatn í Dalabyggð. Krafan er reist á því að sveitarstjórn hafi á fundi sínum 20. nóvember 2001 tekið ákvörðun um að neyta forkaupsréttar á grundvelli 1. mgr. 30. gr. jarðalaga, nr. 65/1976.
Með bréfi Helga Birgissonar, hrl., 5. nóvember 2001 fyrir hönd stefndu var stefnanda tilkynnt um fyrirhugaða sölu jarðarhlutans með vísan til 6. gr. laga nr. 65/1976 og þess jafnframt óskað að sveitarfélagið samþykkti ráðstöfunina. Einnig var þess farið á leit að sveitarfélagið félli frá forkaupsrétti. Með erindinu fylgdu engin gögn, en með bréfi 21. sama mánaðar sendi lögmaðurinn stefnanda að beiðni formanns Jarðanefndar Dalasýslu óundirrituð og ódagsett drög að kaupsamningi og afsali. Í málinu nýtur ekki við frekari gagna um sölu jarðarhlutans. Að þessu virtu verður ekki talið að komist hafi á bindandi kaupsamningur um jarðarhlutann. Í samræmi við þetta verður ekki lagður annar skilningur í bréf lögmannsins en að verið sé að beina erindi til sveitarfélagsins á grundvelli 6. gr. laganna samhliða ósk um að sveitarfélagið afsali sér fyrirfram forkaupsrétti, ef til þess kæmi að stefnda ráðstafaði jörðinni til nafngreindra einstaklinga.
Samkvæmt 30. gr. laga nr. 65/1976 á sveitarstjórn viðkomandi sveitarfélags forkaupsrétt að jarðarhluta, sem ráðstafað á með sölu. Með forkaupsrétti er í samræmi við almennar reglur átt við rétt aðila til að kaupa eign, sem eigandi selur, venjulega með sömu skilmálum og í kaupsamningi eigandans og viðsemjenda hans, en slíkur réttur verður virkur um leið og eigandinn er bundinn af kaupsamning við þriðja mann. Þar sem ekki hafði komist á skuldbindandi kaupsamningur um jarðarhluta stefndu gat ekki reynt á forkaupsrétt stefnanda. Áform stefnandi um að nýta sér slíkan rétt gáfu hins vegar sveitarfélaginu beint tilefni til að synja beiðni stefndu um fyrirfram afsal forkaupsréttar og gera jafnframt þá kröfu að rétturinn yrði boðinn með tæmandi upplýsingum um söluverð og aðra skilmála þegar eignin hefði verið seld í samræmi við 1. mgr. 32. gr. laganna. Þegar af þessari ástæðu verður stefnda sýknuð af kröfum stefnanda.
Eftir þessum úrslitum verður stefnandi dæmdur til að greiða stefndu málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir. Ekki þykja næg efni til að dæma álag á málskostnað.
Benedikt Bogason, héraðsdómari, kveður upp dóm þennan.
D Ó M S O R Ð:
Stefnda, Ingiríður Ólafsdóttir, er sýkn af kröfum stefnanda, Dalabyggðar.
Stefnandi greiði stefndu 380.000 krónur í málskostnað.
mál nr. E-238/2002:
Dómur Héraðsdóms Vesturlands 9. desember 2002.
Mál þetta var höfðað 29. maí 2002 og dómtekið 29. nóvember sama ár. Stefnandi er Dalabyggð, Miðbraut 11 í Búðardal, en stefnda Ingiríður Ólafsdóttir, til heimils að Breiðagerði 9 í Reykjavík.
Stefnandi krefst þess að stefnda verði dæmd til að gefa út afsal til sín fyrir 1/6 hluta jarðarinnar Vatni í Haukadal í Dalabyggð með öllum gögnum og gæðum, sem fylgja jörðinni að engu undanskildu, gegn greiðslu kaupverðs að fjárhæð 1.500.000 krónur með ársvöxtum samkvæmt III. kafla laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá 7. desember 2001. Til vara er þess krafist að stefnda verði dæmd til að gefa út afsal fyrir jörðinni gegn greiðslu annarrar fjárhæðar með eða án vaxta, allt að mati dómsins. Jafnframt er þess krafist að skylda til útgáfu afsals verði að viðlögðum dagsektum til stefnanda að fjárhæð 15.000 krónur og að frestur til að fullnægja skyldunni verði fimmtán dagar frá uppkvaðningu dóms. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefndu.
Stefnda krefst þess að hún verði sýknuð af kröfum stefnanda. Þá krefst stefnda málskostnaðar að skaðlausu ásamt álagi samkvæmt 2. mgr. 131. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991.
I.
Jörðin Vatn í Haukadal í Dalabyggð er í óskiptri sameign og er stefnda eigandi að 1/6 hluta jarðarinnar. Einnig er jörðin í eigu bræðranna Hartvigs og Hermanns Jónssona að sama hlut, en ábúendur jarðarinnar, þau Sigurður Hrafn Jökulsson og Helga Halldóra Jónsdóttir, eiga 2/3 hluta hennar.
Hinn 5. nóvember 2001 ritaði Helgi Birgissonar, hrl., bréf fyrir hönd stefndu til stefnanda vegna fyrirhugaðrar sölu á hluta hennar í jörðinni. Í bréfinu segir að stefnda hafi ákveðið að selja systkinunum Guðrúnu Kjartansdóttur, Höskuldi Kjartanssyni og Guðbrandi Kjartanssyni jaðarhlutann og er sveitarstjórn og jarðanefnd tilkynnt um þessa ráðstöfun með vísan til 6. gr. jarðalaga nr. 65/1976. Var þess jafnframt farið á leit að ráðstöfunin yrði samþykkt og að stefnandi lýsti því yfir að sveitarfélagið félli frá forkaupsrétti.
Nokkru eftir að bréfið barst stefnanda fór Jóhann Pétursson, formaður Jarðanefndar Dalasýslu þess á leit símleiðis við lögmanninn að fá sendan kaupsamning um jarðarhlutann og nánari upplýsingar um kaupendur. Með bréfi lögmannsins 21. nóvember 2001 voru stefnanda síðan send ódagsett og óundirrituð drög að kaupsamningi og afsali. Samkvæmt þessum drögum er kaupverð eignarhlutans 1.500.000 krónur og segir að fjárhæðin taki mið af fasteignamati jarðarinnar.
Með bréfi til stefnanda 25. nóvember 2001 fóru Sigurður Hrafn Jökulsson og Helga Halldóra Jónsdóttir, ábúendur jarðarinnar, þess eindregið á leit að þau fengju að nýta sér forkaupsrétt að hluta stefndu í jörðinni. Með bréfinu fylgdi ódagsett greinargerð ábúendanna þar sem fram kemur að lánamöguleikar þeirra séu skertir þar sem þau eigi ekki alla jörðina. Þau séu ungt fólk með stórt bú og ætli að leggja fyrir sig landbúnað sem ævistarf. Því sé mikilvægt að þeim sé gert kleift að stækka við sig, svo sem með því að skipuleggja sumarbústaðabyggð og ferðamannaþjónustu, en það sé ill mögulegt með fleiri eigendur að jörðinni.
Hinn 6. desember 2001 ritaði Jarðanefnd Dalasýslu Helga Birgissyni, hrl., bréf og tilkynnti honum að nefndin gæti ekki fallist á erindi hans vegna eindreginna óska ábúenda. Var einnig tekið fram að nefndin teldi hagsmunum sveitarfélagsins betur borgið með því að ábúendur fengju að leysa til sín jarðarhlutann. Því næst var lögmanninum tilkynnt með bréfi Dalabyggðar 7. sama mánaðar að erindi hans hefði verið tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar 20. nóvember það ár, en málinu frestað þar sem kaupsamningur lá ekki fyrir. Í bréfinu segir síðan að sveitarstjórn hafi nú borist kaupsamningur og álit Jarðanefndar frá 6 desember og með vísan til röksemda nefndarinnar ætli sveitarfélagið að nýta sér forkaupsrétt á jarðarhlutanum.
Í málinu liggur fyrir fundargerð sveitarstjórnar Dalabyggðar frá fundi 20. nóvember 2001, en þar segir svo um málefni það sem hér er til úrlausnar:
„Erindi frá Lögmönnum Klapparstíg, dags. 5. nóvember 2001, varðandi forkaupsrétt á jörðinni Vatni. Komið hefur fram áhugi hjá ábúanda á Vatni á þeim hluta jarðarinnar, sem um getur í erindinu. Sveitarstjóra var falið að kanna málið frekar í samráði við ábúenda. Jafnframt þar sem ekki liggur fyrir kaupsamningur var sveitarstjóra falið að óska eftir honum.“
Á fundi sveitarstjórnar 18. desember 2001 var bókað að fundargerð frá fyrri fundi 20. nóvember hefði verið lögð fram, samþykkt samhljóða og undirrituð. Í málinu liggur hins vegar fyrir yfirlýsing 17. október 2002 undirrituð af sjö sveitarstjórnarmönnum, en þar segir svo:
„...
Í tilefni af rekstri héraðsdómsmálsins nr. E-238/2002 í Héraðsdómi Vesturlands, Dalabyggð gegn Ingiríði Ólafsdóttur, skal staðfest af undirrituðum sveitarstjórnarmönnum, sem allir sátu fundinn [20. nóvember 2001], að á fundinum var tekin ótvíræð ákvörðun um að Dalabyggð neytti forkaupsréttar síns á hinum framboðna jarðarhluta. Af ókunnugum ástæðum mun bókun þeirrar ákvörðunar hafa fallið niður. Er hafið yfir allan vafa að með því samþykktum við allar eftirfarandi athafnir sveitarstjóra vegna aðgerða er tengjast þeirri ákvörðun.“
Með bréfum 7. og 10. desember 2001 tilkynnti Helgi Birgisson, hrl., stefnanda og Jarðanefnd Dalasýslu að erindi hans fyrir hönd stefndu væri afturkallað þar sem ekki yrði af fyrirhugaðri sölu jarðarhlutans. Einnig var áréttað að kaupsamningur hefði ekki verið gerður heldur einungis drög að samningi verið send, sem lögmaðurinn hefði tekið saman, eftir samtal við formann jarðanefndar.
Í tilefni af erindum lögmannsins var gerð svohljóðandi bókun á fundi sveitarstjórnar 18. desember 2001:
„Með vísan til bréfs Lögmann Klapparstíg, dags. 7. desember 2001, þar sem tilkynnt er að eigandi að 1/6 hluta jarðarinnar Vatn í Haukadal hafi ákveðið að draga til baka ákvörðun sína um sölu á hlutanum upplýsti sveitarstjóri að ábúandinn á jörðinni óski eftir því að afturköllunin verði fengin ógild. Sveitarstjórn samþykkti að heimila sveitarstjóra að verða við beiðni ábúandans eins og hann lagði málið fyrir.“
Með bréfi stefnanda 3. janúar 2002 var Helga Birgissyni, hrl., tilkynnt að stefnandi hefði ákveðið að fylgja eftir ákvörðun sinni um að neyta forkaupsréttar. Einnig var þess farið á leit að gefið yrði út afsal fyrir eigninni gegn greiðslu kaupverðs. Þessu erindi svaraði lögmaðurinn með bréfi 14. sama mánaðar, en þar tekur hann fram að stefnda hafi aldrei falið sér að bjóða stefnanda forkaupsrétt, enda hafi kaupsamningur ekki verið gerður um eignina. Í bréfinu er síðan rakið að lögmaðurinn hafi upphaflega eingöngu verið að kanna afstöðu sveitarstjórnar til þess að stefnda ráðstafaði jarðarhlutanum endurgjaldslaust til skyldmenna. Þá tekur lögmaðurinn fram að hann hafi ekki umboð frá stefndu til að selja jörðina eða ganga frá samningum um kaupverð eða aðra skilmála. Í tilefni af þessu bréfi ritaði stefnandi á ný bréf til lögmannsins 4. febrúar sama ár þar sem fyrri afstaða sveitarfélagsins er áréttuð.
II.
Stefnandi lýsir málatilbúnaði sínum svo að krafist sé efnda úr hendi stefndu á eignayfirfærslu til stefnanda á 1/6 eignarhluta hennar í jörðinni Vatni í Dalabyggð, sem stefnandi eigi forkaupsrétt á samkvæmt jarðalögum nr. 65/1976. Vísar stefnandi til þess að með tilkynningu lögmanns stefndu samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna hafi stefnanda verið boðinn lögbundinn forkaupsréttur, sbr. 1. mgr. 30. gr. sömu laga.
Stefnandi tekur fram að vegna eindreginna óska ábúenda jarðarinnar og með hagsmuni sveitarfélagsins í huga hafi verið tekin sú ákvörðun að nýta lögbundinn forkaupsrétt í þeim tilgangi að endurselja jarðarhlutann til ábúenda jarðarinnar. Þessi ákvörðun hafi verið tilkynnt lögmanni stefndu innan lögbundins frests, sbr. 1. mgr. 32. gr. laga nr. 65/1976 og við réttaráhrif þeirrar tilkynningar sé stefnda bundin.
III.
Stefnda telur að sýkna beri hana af kröfum stefnanda þar sem aldrei hafi verið tekin ákvörðun um að neyta forkaupsréttar. Þetta verði meðal annars ráðið af því að engin fundur hafi verið haldinn í sveitarstjórn frá því drög að kaupsamningi bárust stefnanda með bréfið 21. nóvember 2001 þar til lögmanni stefndu var tilkynnt með bréfi 7. desember sama ár að sveitarfélagið ætlaði að neyta forkaupsréttar. Heldur stefnda því fram að málatilbúnaður þessi hafi verið til þess fallinn að vekja hjá sér þá trú að tilkynning um að neyta forkaupsréttar hafi borist í tæka tíð innan 30 daga frestsins samkvæmt 32. gr. jarðalaga nr. 65/1976. Hefði stefnda því orðið fyrir réttarspjöllum ef ekki hefði verið gripið til þess ráðs að afla fundargerða sveitarfélagsins, sem leiða hið gagnstæða í ljós. Telur stefnda þetta það ámælisverðan málatilbúnað að leggja eigi álag á málskostnað, sbr. 2. mgr. 131. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991.
Verði allt að einu talið að stefnandi hafi á fundi 18. desember 2001 ákveðið að neyta forkaupsréttar þá sé ljóst að tilkynning til stefndu með bréfi til lögmanns hennar 3. janúar 2002 hafi komið fram að liðnum 30 daga frestinum, sbr. 1. mgr. 32. gr. laga nr. 65/1976.
Stefnda tekur fram að hún hafi falið lögmanni sínum, Helga Birgissyni, hrl., að koma því í kring að hún gæti afhent eign sína Guðrúnu, Höskuldi og Guðbrandi Kjartansbörnum. Gengi það ekki eftir hafi ekki staðið til að afsala eigninni. Annað og meira hafi stefnda ekki falið lögmanni sínum. Þannig hafi hún hvorki falið honum að selja jörðina né að bjóða stefnanda að neyta forkaupsréttar. Allt sem gert hafi verið umfram það sem stefnda fól lögmanni sínum hafi ekki verði gert í hennar umboði og slíkar ráðstafanir hafi hún hvorki samþykkt fyrirfram né eftir á. Í þessu sambandi bendir stefnda á að fari umboðsmaður út fyrir umboð sitt skuldbindi það ekki umbjóðanda, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógildi löggerninga, nr. 7/1936. Þá tekur stefnda fram að ráðstafanir af þessu tagi falli ekki undir hefðbundið lögmannsumboð. Drög lögmannsins að kaupsamningi og afsali hefði hún þurft að samþykkja og því sé hún ekki skuldbundin að neinu leyti.
Stefnda telur að útilokað sé að líta svo á að Helgi Birgisson, hrl., hafi boðið stefnanda að neyta forkaupsréttar. Í því sambandi bendir stefnda á að bréf hans til stefnanda 5. nóvember 2001 lúti eingöngu að öflun samþykkis samkvæmt 6. gr. laga nr. 65/1976 og engu öðru. Þetta erindi sé enn óafgreitt en þess í stað hafi stefnandi kosið að neyta forkaupsréttar sem ekki hafi verið boðinn. Til nánari skýringar á muninum á því að leita eftir samþykki samkvæmt og 6. gr. laganna og bjóða fram forkaupsrétt vísar stefnda til Hrd. 1995/2958.
Stefnda heldur því fram að ýmsir annmarkar hafi verið á stjórnarathöfnum stefnanda. Fyrsti augljósi annmarkinn sé að tekið sé forkaupsrétti, sem ekki hafi verið boðinn. Í annan stað sé óafgreitt erindið, sem lagt var upp með af hálfu lögmanns stefndu, en þess í stað tekin ákvörðun sem ekki tengist neinu erindi. Enn fremur hafi andmælaréttar ekki verið gætt áður en ákvörðun er tekin. Þá hafi engin rannsókn farið fram á fyrirhuguðum notum viðtakanda jarðarinnar svo hægt væri að leggja mat á hvernig hagsmunum sveitarfélagsins yrði best borgið. Loks hafi sjónarmið þau sem stefnandi byggði á verið ólögmæt þar sem það samrýmist ekki ákvæðum jarðalaga að taka eignir úr landbúnaðarnotum og byggja þar sumarbústaði. Í því sambandi tekur stefnda fram að jarðanefnd hafi tekið afstöðu til að koma til móts við þessa ráðagerð ábúenda, en stefnandi hafi byggt afstöðu sína á þessum röksemdum jarðanefndar.
Loks telur stefnda að ekki sé hægt að fallast á kröfur stefnanda þar sem þær feli í sér afhengingu jarðarhlutans fyrir aðeins brot af raunvirði hans. Í þessu fælist því eignaupptaka sem gengi í berhögg við 72. gr. stjórnarskrárinnar.
IV.
Stefnandi höfðaði mál þetta til að fá útgefið afsal frá stefndu fyrir 1/6 hluta jarðarinnar Vatn í Dalabyggð. Krafan er reist á því að sveitarstjórn hafi á fundi sínum 20. nóvember 2001 tekið ákvörðun um að neyta forkaupsréttar á grundvelli 1. mgr. 30. gr. jarðalaga, nr. 65/1976.
Með bréfi Helga Birgissonar, hrl., 5. nóvember 2001 fyrir hönd stefndu var stefnanda tilkynnt um fyrirhugaða sölu jarðarhlutans með vísan til 6. gr. laga nr. 65/1976 og þess jafnframt óskað að sveitarfélagið samþykkti ráðstöfunina. Einnig var þess farið á leit að sveitarfélagið félli frá forkaupsrétti. Með erindinu fylgdu engin gögn, en með bréfi 21. sama mánaðar sendi lögmaðurinn stefnanda að beiðni formanns Jarðanefndar Dalasýslu óundirrituð og ódagsett drög að kaupsamningi og afsali. Í málinu nýtur ekki við frekari gagna um sölu jarðarhlutans. Að þessu virtu verður ekki talið að komist hafi á bindandi kaupsamningur um jarðarhlutann. Í samræmi við þetta verður ekki lagður annar skilningur í bréf lögmannsins en að verið sé að beina erindi til sveitarfélagsins á grundvelli 6. gr. laganna samhliða ósk um að sveitarfélagið afsali sér fyrirfram forkaupsrétti, ef til þess kæmi að stefnda ráðstafaði jörðinni til nafngreindra einstaklinga.
Samkvæmt 30. gr. laga nr. 65/1976 á sveitarstjórn viðkomandi sveitarfélags forkaupsrétt að jarðarhluta, sem ráðstafað á með sölu. Með forkaupsrétti er í samræmi við almennar reglur átt við rétt aðila til að kaupa eign, sem eigandi selur, venjulega með sömu skilmálum og í kaupsamningi eigandans og viðsemjenda hans, en slíkur réttur verður virkur um leið og eigandinn er bundinn af kaupsamning við þriðja mann. Þar sem ekki hafði komist á skuldbindandi kaupsamningur um jarðarhluta stefndu gat ekki reynt á forkaupsrétt stefnanda. Áform stefnandi um að nýta sér slíkan rétt gáfu hins vegar sveitarfélaginu beint tilefni til að synja beiðni stefndu um fyrirfram afsal forkaupsréttar og gera jafnframt þá kröfu að rétturinn yrði boðinn með tæmandi upplýsingum um söluverð og aðra skilmála þegar eignin hefði verið seld í samræmi við 1. mgr. 32. gr. laganna. Þegar af þessari ástæðu verður stefnda sýknuð af kröfum stefnanda.
Eftir þessum úrslitum verður stefnandi dæmdur til að greiða stefndu málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir. Ekki þykja næg efni til að dæma álag á málskostnað.
Benedikt Bogason, héraðsdómari, kveður upp dóm þennan.
D Ó M S O R Ð:
Stefnda, Ingiríður Ólafsdóttir, er sýkn af kröfum stefnanda, Dalabyggðar.
Stefnandi greiði stefndu 380.000 krónur í málskostnað.