Hæstiréttur íslands
Mál nr. 516/2008
Lykilorð
- Kærumál
- Farbann
|
|
Þriðjudaginn 23. september 2008. |
|
Nr. 516/2008. |
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu(Jón H. B. Snorrason, saksóknari) gegn X (Hilmar Ingimundarson hrl.) |
Kærumál. Farbann.
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Hjördís Björk Hákonardóttir og Páll Hreinsson.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. september 2008, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 18. september 2008, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram farbanni, þó ekki lengur en til 25. september 2008 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi.
Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 18. september 2008 í máli nr. R-467/2008:
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurði að X, f. [...].1978, verði bönnuð för frá Íslandi allt til fimmtudagsins 25. september nk. kl. 16.00.
Segir í greinargerð lögreglustjóra að þann 3. september sl. hafi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist upplýsingar um að þrír rúmenskir ríkisborgarar færu um landið og reyndu að svíkja út fjármuni í verslunum og bönkum. Var kærði í kjölfarið handtekinn, ásamt samferðamönnum sínum, þeim A, f. [...].1967 og B, f. [...].1980.
Með ákvörðun héraðsdóms Reykjavíkur 4. september sl. í máli nr. R-462/2008 var kærða bönnuð för frá Íslandi til dagsins í dag kl. 16.00.
Rannsókn málsins er lokið og verður ákvörðum um saksókn tekin á allra næstu dögum.
Að mati lögreglustjóra er kærði sterklega grunaður um aðild að fjórtán fjársvikabrotum, þ.e. að hafa dagana 2. og 3. september sl., í félagi við meðkærðu A og B, svikið út eða reynt að svíkja út fjármuni á neðangreindum stöðum:
|
Tilvik |
Dags. |
Tími |
Fyrirtæki |
Vettvangur: |
Sveitarfélag |
|
1 |
02.09.08 |
10:16 |
Landsbanki Íslands |
Austurstræti 11 |
Reykjavík |
|
2 |
02.09.08 |
12:53 |
Bónus |
Kauptúni 1 |
Garðabær |
|
3 |
02.09.08 |
13:09 |
Glitnir banki |
Fjarðargata |
Hafnarfjörður |
|
4 |
02.09.08 |
14:25 |
Húsasmiðjan |
Fitjar 1 |
Njarðvík |
|
5 |
02.09.08 |
14:29 |
Landsbankinn |
Hafnargata 57 |
Keflavík |
|
6 |
02.09.08 |
15:25 |
Glitnir banki |
Hafnargata 91 |
Keflavík |
|
7 |
02.09.08 |
17:40 |
Bónus |
Sunnumörk 2 |
Hveragerði |
|
8 |
02.09.08 |
18:20 |
Kjarval |
Selvogsbraut 1 |
Þorlákshöfn |
|
9 |
02.09.08 |
19:45 |
Tjaldmiðstöðin |
Laugarvatni |
Laugarvatn |
|
10 |
03.09.08 |
09:17 |
Kaupþing |
Þverholti 1 |
Mosfellsbær |
|
11 |
03.09.08 |
09:28 |
Glitnir banki |
Þverholti 2 |
Mosfellsbær |
|
12 |
03.09.08 |
10:30 |
Landsbankinn |
Suðurgötu 57 |
Akranes |
|
13 |
03.09.08 |
11:17 |
Kaupþing |
Brúartorgi 4 |
Borgarnes |
|
14 |
03.09.08 |
11:30* |
Íslandspóstur |
Borgarbraut 12 |
Borgarnes |
Kærði hefur neitað allri aðild. Á hinn bóginn liggur fyrir í rannsóknargögnum framburður samferðamanns kærða B þar sem hann kvaðst hafa í bankaútbúi Glitnis í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ svikið út 40 þúsund krónur. Þá kvaðst hann jafnframt hafa komið hingað til lands með kærða og A í því augnamiði að svíkja út fjármuni.
Í málinu liggur fyrir að kærði, sem er rúmenskur ríkisborgari, er hér á landi án allra tengsla við land og þjóð, atvinnu- og húsnæðislaus.
Í ljósi ofangreinds er það mat lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að skilyrðum b. liðar 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19, 1991, sé fullnægt, enda er kærði undir rökstuddum grun um að hafa framið verknað sem fangelsisrefsing er lögð við og ætla má, gangi hann frjáls ferða sinna, að hann kunni að koma sér undan málsmeðferð hjá lögreglu og dómstólum.
Niðurstaða.
Varnaraðili mótmælti farbannskröfunni fyrir dóminum og bar því einkum við að honum liggi á að komast til Englands þar sem hann eigi konu og börn sem hann þurfi að sjá fyrir.
Að mati dómara er fallist á með lögreglustjóra að fyrir hendi sé rökstuddur grunur um að kærði hafi í félagi við tvo samverkamenn gerst sekur um verknað sem fangelsisrefsing er lögð við og getur varðað við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þannig að því er slegið föstu að skilyrði b-liðar 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt. Er því fallist á kröfu lögreglustjóra eins og hún er fram sett og kærða bönnuð för frá Íslandi allt til fimmtudagsins 25. september nk. kl. 16.00.
Sveinn Sigurkarlsson héraðsdómari kveður upp úrskurðinn.
Úrskurðarorð
X fd. [...]1978, er gert að sæta farbanni, þó ekki lengur en til 25. september 2008 kl. 16:00.