Hæstiréttur íslands

Mál nr. 222/1998


Lykilorð

  • Skaðabætur
  • Fasteign
  • Gjafsókn


Fimmtudaginn 14



 

Fimmtudaginn 28. janúar, 1999.

Nr. 222/1998.

Þorgeir Jóhannsson

Ívar Páll Arason

Guðrún Jónsdóttir

Guðmundur Andrésson

Þórir Gíslason og

Árný Þorsteinsdóttir

(Ásgeir Magnússon hrl.)

gegn

Marín Guðveigsdóttur

(Ástráður Haraldsson hrl.)

og gagnsök

Skaðabætur. Fasteign. Gjafsókn.

M féll í tröppum íbúðarhúss og slasaðist. Mikil ísing var í tröppunum og var M undir áhrifum áfengis. Stefndi hún eigendum hússins til greiðslu bóta á þeim grunni að vanbúnaður eignarinnar hefði valdið slysinu. Sýknað þar sem ekki var talið að slysið yrði rakið til vanbúnaðar

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen.

Aðaláfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 26. maí 1998 og krefjast þess að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum gagnáfrýjanda, en til vara að kröfur verði lækkaðar. Þeir krefjast og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.

Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu 11. ágúst 1998 og krefst þess að aðaláfrýjendum verði sameiginlega gert að greiða sér skaðabætur að fjárhæð 2.035.711 krónur með tilgreindum vöxtum frá 13. mars 1994 til greiðsludags, svo og málskostnað fyrir Hæstarétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál.

I.

            Íbúðarhús aðaláfrýjenda að Digranesvegi 18 í Kópavogi er tvær hæðir auk neðstu hæðar, sem nefnd er kjallari í héraðsdómi. Húsið stendur í allbrattri brekku. Gengið er inn í íbúðir á efri hæðunum frá Digranesvegi. Til þess að komast frá götunni að neðstu hæð verður að fara niður tröppur með tíu þrepum. Samkvæmt uppdrætti af húsinu eru tröppurnar 130 cm á breidd. Liggja þær niður að dyrum á neðstu hæð frá steyptum palli nærri inngangi í íbúðir á efri hæðum.

Gagnáfrýjandi styður kröfu sínar ekki við að vanrækt hafi verið að bera sand eða gera aðrar sambærilegar ráðstafanir til að draga úr hálku á tröppum hússins. Eru kröfur gagnáfrýjanda eingöngu reistar á því að vanbúnaður húseignar aðaláfrýjenda hafi verið orsök slyssins.

Í fyrsta lagi telur gagnáfrýjandi að skort hafi á lýsingu við tröppurnar. Leggja verður til grundvallar, að slysið hafi orðið laust eftir klukkan sex síðdegis. Eftir málsgögnum var þá bjart af degi. Verður því ekki séð, að skortur á lýsingu hafi átt þátt í að gagnáfrýjandi hrasaði. Þegar af þeim sökum verður bótaskylda ekki lögð á aðaláfrýjendur með vísun til þessarar málsástæðu gagnáfrýjanda.

Í öðru lagi bendir gagnáfrýjandi á, að ílögn í tröppunum hafi verið skemmd. Um það segir í bréfi byggingarfulltrúans í Kópavogi 31. október 1994 að ílögn hafi höggvist lítillega upp. Ljósmyndir, sem gagnáfrýjandi lagði fyrir Hæstarétt og teknar voru í janúar 1999, staðfesta þetta og sýna að kvarnast hefur upp úr ílögn í sumum þrepanna. Ekki verða þó greindar neinar skemmdir í þrepinu, sem gagnáfrýjandi kveðst hafa misst fótanna í. Auk þess er ekkert komið fram um, að skemmdir á ílögn hafi aukið á ísingu eða hálku í tröppunum, en að færð umræddan dag verður vikið hér á eftir. Því er ekki haldið fram að ílögnin hafi verið lagfærð eftir slysið.

Í þriðja lagi heldur gagnáfrýjandi fram, að aðaláfrýjendur beri bótaábyrgð vegna þess að handrið var ekki á tröppunum, sbr. næsta kafla hér á eftir.

II.

Gagnáfrýjandi bar í lögregluskýrslu 2. júní 1994 að hálka hafi verið í tröppunum. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Kópavogi fóru Sævar Finnbogason lögreglumaður og Jóhannes Viggósson aðstoðarvarðstjóri á vettvang slysdaginn 13. mars 1994 klukkan 18.28. Í skýrslunni segir, að mikil ísing hafi verið á tröppunum. Fyrir dómi bar Sævar að mikil ísing hafi verið í tröppunum sjálfum og fyrir ofan þær og neðan. Mjög víða um bæinn hafi verið mikil ísing og aðstæður svipaðar og á slysstaðnum. Í framburði Jóhannesar segir að þarna hafi verið glerhálka og reyndar alls staðar í bænum.

Gagnáfrýjandi hafði oft komið í heimsókn til vinkonu sinnar, sem var leigjandi í íbúð á neðstu hæð hússins, og þekkti gagnáfrýjandi því vel aðstæður. Henni mátti því vera kunnugt að ekki var handrið á sjálfum tröppunum, sem liggja milli húss og bílskúrs frá inngangi að efri hæðum hússins niður að neðstu hæð, en að notast mætti við handrið á efri tröppum þegar farið er um fjögur til fimm efstu þrepin. Við þessar aðstæður bar gagnáfrýjanda að gæta ýtrustu varúðar.

Vinkonan, sem gagnáfrýjandi var á leið að heimsækja, bar fyrir héraðsdómi að gagnáfrýjandi hafi verið búin að hringja í sig sama dag og hún hafi bannað henni að koma, þar sem hún hafi heyrt að gagnáfrýjandi var ölvuð. Í frumskýrslu lögreglu segir að hún hafi verið mjög ölvuð. Áðurnefndir lögreglumenn báru og fyrir dómi um ölvun gagnáfrýjanda. Í bráðasjúkraskrá og öðrum gögnum slysadeildar Borgarspítalans frá slysdegi segir ennfremur að gagnáfrýjandi hafi verið ölvuð. Fyrir liggur að gagnáfrýjandi tók á þessum tíma ferns konar lyf við sjúkdómi, sem hún var haldin. Í vottorði læknis þess, sem stundaði gagnáfrýjanda eftir slysið, kemur fram að þessi lyf og áfengi þó í litlum mæli sé, geti farið illa saman.

Gagnáfrýjandi er ein til frásagnar um hvernig slysið bar að höndum. Fyrir héraðsdómi sagði hún sjálf svo frá, að þegar hún hafi verið í þriðja þrepi hafi sér skrikað fótur og hún fallið niður. Nánar aðspurð sagði hún, að hún hafi haldið í handriðið á efri tröppum, en sleppt handtakinu og þá fallið niður frá þriðja þrepi. Ljóst er þó af gögnum málsins að hún hefði getað notið stuðnings áfram af þessu handriði í næstu einni eða tveimur tröppum.

Þegar allt þetta er virt verður ekki talið að slysið verði rakið til vanbúnaðar húseignar aðaláfrýjenda.Verða þeir því sýknaðir af kröfum gagnáfrýjanda.

Eftir atvikum þykir mega fella málskostnað niður í héraði og fyrir Hæstarétti.

Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað er staðfest. Gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, eins og nánar greinir í dómsorði. Við ákvörðun málflutningsþóknunar handa lögmanni gagnáfrýjanda er tekið tillit til þess að gjafsókn fyrir Hæstarétti var samkvæmt gjafsóknarbréfi takmörkuð við aðalsök í málinu.

Dómsorð:

Aðaláfrýjendur, Þorgeir Jóhannsson, Ívar Páll Arason, Guðrún Jónsdóttir, Guðmundur Andrésson, Þórir Gíslason og Árný Þorsteinsdóttir, skulu vera sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Marínar Guðveigsdóttur, í máli þessu.

Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.

Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað er staðfest. Gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, 200.000 krónur.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 27. febrúar 1998

Mál þetta, sem tekið var til dóms þann 5. febrúar sl., var endurupptekið þann 18.  febrúar s.á. og endurflutt þann 20. s.m. og dómtekið á ný, en það hefur Marín Guðveigsdóttir, kt. 240940-4429, Asparfelli 10, Reykjavík, höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn Þorgeiri Jóhannessyni, kt. 250563-4779, Lokastíg 19, Reykjavík,  Ívari Páli Arasyni, kt. 211259-4939, Helluhrauni 8a, Reykjahlíð,  Guðrúnu Jónsdóttur, kt. 100946-2979, Digranesvegi 18, Kópavogi, Guðmundi Andréssyni, kt. 310548-2009, Galtarlæk, Skilmannahreppi, Borgarfirði, Þóri Gíslasyni, kt. 081237-2399, Hrauntungu 97, Kópavogi og Árnýju Þorsteinsdóttur, kt. 210528-4909, Digranesvegi 18, Kópavogi,  þinglýstum afsalshöfum húseignarinnar Digranesvegi 18, Kópavogi, með stefnu birtri 7. og 11. mars 1997.

Málið er ennfremur höfðað á hendur Katrínu Hilmarsdóttur, kt. 010554-4119, Digranesvegi 18, Kópavogi, til réttargæslu, en hún er þinglýstur kaupsamningshafi íbúðarinnar á efstu hæð við Digranesveg 18.

Málið var dómtekið að loknum aðalflutningi þess, 5. febrúar sl.  Í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins kom fram misræmi í málinu þegar Gísli Norðdahl, byggingarfulltrúi í Kópavogi, bar að byggingarsamþykkt hefði verið í gildi í Kópavogi þegar húsið nr. 18 við Digranesveg var byggt, en í málinu lá frammi bréf Gísla, þar sem hann hafði  haldið hinu gagnstæða fram. Dómari lagði fyrir lögmann stefnanda að varpa ljósi á það, hvort samþykktin hefði verið í gildi eða ekki og var málið endurupptekið í því skyni 18. febrúar s.á.  Gögnin voru lögð fram í því þinghaldi, en málið var síðan endurflutt um þennan þátt 20. febrúar s.á. og dómtekið á ný.

Með bréfi dómsmálaráðuneytisins, dags. 21. mars 1996, var stefnanda, Marín Guðveigsdóttur, veitt leyfi til gjafsóknar. Gjafsóknin er takmörkuð við rekstur málsins fyrir héraðsdómi og bundin því skilyrði að við rekstur málsins beri að gera þá réttarkröfu að málskostnaður verði tildæmdur gjafsóknarhafa eins og málið væri eigi gjafsóknarmál.

Dómkröfur stefnanda eru þessar:

Að stefndu, Þorgeir Jóhannesson, Ívar Páll Arason, Guðrún Jónsdóttir, Guðmundur Andrésson, Þórir Gíslason og Árný Þorsteinsdóttir,  þinglýstir afsalshafar húseignarinnar Digranesvegi 18, Kópavogi, verði dæmd óskipt til greiðslu skuldar að fjárhæð 2.035.711 kr. með 2% vöxtum skv. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 13. mars 1994 til 31. júlí 1995, en með dráttarvöxtum skv. III. kafla laga  nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Þess er krafist að dráttarvextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 31. júlí 1996. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, auk álags á málskostnað er nemi virðisaukaskatti.

Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefndu.

Dómkröfur stefndu eru þessar:

Að stefndu verði sýknuð af kröfu stefnanda og þeim tildæmdur málskostnaður að skaðlausu samkvæmt málskostnaðarreikningi, auk álags á málskostnað sem nemi virðisaukaskatti.

Til vara krefjast stefndu verulegrar lækkunar á fjárhæðum stefnukrafna og að málskostnaður verði felldur niður.

Sáttaumleitanir fyrir dómi báru  ekki  árangur.

Málavextir og málsástæður stefnanda

Stefnandi lýsir málsatvikum þannig að þann 13. mars 1994 hafi hún slasast illa þegar hún hafi fallið niður sjö þrep við kjallarainngang húseignarinnar Digranesvegur 18 í Kópavogi. Atvik að slysinu hafi verið þau að stefnandi hafi verið á leið í heimsókn til íbúa í kjallaraíbúð hússins að kvöldi 13. mars 1994. Stefnandi hafi þurft að ganga niður tröppur við húsið, en í tröppunum séu tíu þrep. Engin lýsing hafi verið til staðar við tröppurnar, ekkert handrið og auk þess hafði hoggist lítillega upp úr þrepunum, þannig að vatn hafi safnaðist þar víða fyrir. Er stefnandi hafi verið komin niður þrjú þrep hafi henni skrikað fótur og hún fallið niður allar tröppurnar með þeim afleiðingum að hægri lærleggur hennar hafi brotnað illa við mjaðmargrind, en því er nánar lýst í læknisvottorði sem liggur frammi í málinu.                  

Stefnandi hafi getað gert vart við sig með því að sparka í útidyrahurðina. Kallað hafi verið á lögreglu og sjúkrabíl, sem hafi flutt stefnanda á slysadeild. Stefnandi hafi gengið í gegn um erfiða læknismeðferð vegna slyssins, sem hafi staðið nær sleitulaust í átta mánuði. Ekki sé búist við að stefnandi nái fullum bata. Grétar Guðmundsson, læknir, hafi metið varanlega örorku og miska stefnanda á grundvelli skaðabótalaga og sé niðurstaða hans sú að stefnandi hafi hlotið 20% varanlega örorku og 13% varanlegan miska.

Stefnandi  hafi um árabil verið metin 75% öryrki af Tryggingastofnun ríkisins vegna geðsjúkdómsins manio-depressivu og tekið lyf í samræmi við það. Stefnandi tekur fram að sá sjúkdómur hafi engin áhrif haft á slysið og að hvorki sjúkdómurinn né lyfjagjöf sú sem honum fylgi hafi átt þátt í tjóni stefnanda. Hins vegar hafi umrætt slys haft mjög slæm áhrif á geðsjúkdóm stefnanda og hún hafi lengi eftir slysið verið til meðferðar á geðdeild Landspítalans að Hátúni 10 í Reykjavík.

Byggingarfulltrúinn í Kópavogi hafi kannað aðstæður á slysstað og hvort tröppurnar standist þær byggingarsamþykktir sem í gildi hafi verið á þeim tíma er húsið var byggt, þ.e. 1965 og 1966. Niðurstaða hans hafi m.a. verið sú að umbúnaður við tröppurnar væri ófullnægjandi, þar sem ekki væri handrið við þær eins og kveðið sé á um í 69. gr. byggingarsamþykktar fyrir Reykjavík, sem stuðst hafi verið í Kópavogi á þessum tíma. Þá hafi byggingarfulltrúinn bent á það að ílögn í tröppunum hefði hoggist upp.

Af hálfu stefnanda hafi öllum eigendum húseignarinnar verið ritað bréf þann 27. júní 1995, þar sem farið hafi verið fram á greiðslu skaðabóta. Með bréfi, dags. 31. júlí 1995, hafi bótaskyldu verið hafnað af hálfu húseigenda. Málssókn þessi sé því óhjákvæmileg.

Málavaxtalýsing stefndu

Af hálfu stefndu er málavöxtum lýst þannig:  Mál þetta sé risið af óhappi sem stefnandi máls beri að hún hafi orðið fyrir í kjallaratröppum fasteignar stefndu. Stefndu hafi fyrst fengið vitneskju um atvikið um mitt ár 1994, þegar stefnandi hafi ítrekað hringt í tvo af eigendum hússins og krafið þá um skaðabætur vegna óhappsins. Stefndu hafi síðan borist bréf frá lögmanni stefnanda, dags. 27. júní 1995, þar sem bótakrafa hafi verið ítrekuð. Í bréfinu hafi ekki komið fram hvenær slysið hafi átt sér stað og fátt hafi komið fram um óhappið og aðstæður á slysstað.

Af hálfu stefndu er því haldið fram, að málatilbúnaður stefnanda sé þannig, að eingöngu sé byggt á frásögn stefnanda sjálfrar og engin tilraun sé gerð til að færa sönnur á fullyrðingar hennar um aðstæður á slysstað. Tímasetning stefnanda virðist ónákvæm.

Af hálfu stefndu er því haldið fram að málsatvikalýsing sé í grundvallaratriðum ónákvæm og beinlínis röng. Sú fullyrðing stefnanda að óhappið hafi átt sér stað kl. 19.00 og að þá hafi verið rökkur fái ekki staðist. Samkvæmt dagbók lögreglu og upplýsingaskýrslu hafi hún verið kvödd á vettvang kl. 18.28 og því megi telja líklegt að óhappið hafi átt sér stað nokkru fyrir kl. 18.28 eð rétt eftir 18.00, en þá hafi enn verið bjart af degi, því ekki hafi farið að rökkva fyrr en kl. 19.22.

Af hálfu stefnanda komi ekki fram að hún hafi verið undir áhrifum áfengis. Hún beri hjá lögreglu að hafa verið undir geðrænum áhrifum, hún hafi drukkið pilsner en ekki verið ölvuð. Í skýrslu lögreglu komi hins vegar fram að stefnandi hafi verið mjög ölvuð umrætt sinn.

Þá sé því haldið fram í stefnu að bleyta hafi safnast fyrir í kjallaratröppunum. Í vottorði frá Veðurstofu Íslands komi fram að engin úrkoma hafi verið 13. mars 1994 og því fái þessi fullyrðing ekki staðist.

Það sé hins vegar rétt að lítillega hafi hoggist upp úr einstaka tröppu, en það eigi aðallega við um neðstu tröppurnar. Byggingarfulltrúinn í Kópavogi hafi hins vegar enga afstöðu tekið til ílagnar í bréfi sínu.

Í greinargerð stefndu kemur fram að tröppurnar séu milli íbúðarhússins annars vegar og bílskúrs og geymslu hins vegar. Fjarlægðin milli veggja íbúðarhússins annars vegar og bílskúrs og geymslu hins vegar sé ekki meiri en svo að sá sem gangi um  tröppurnar nái í vegg báðum megin. Tröppurnar séu yfirbyggðar að hluta. Þær geti ekki á neinn hátt talist hættulegar gangandi fólki, enda hafi ekki orðið annað óhapp í þeim en hér um ræðir á þeim þrjátíu árum síðan húsið var byggt. Af hálfu stefnanda sé því haldið fram að enginn stuðningur hafi verið til staðar í tröppunum. Þessu sé mótmælt af hálfu stefndu, þar sem handrið að tröppum að aðalinngangi hússins, sem liggi samhliða kjallaratröppunum, nýtist fyllilega þeim sem fari um kjallaratröppurnar.

Framburður aðila og vitna

Stefnandi gaf skýrslu fyrir dómi. Stefnandi kvaðst hafa farið með leigubifreið frá Umferðarmiðstöð Íslands í Kópavog sunnudaginn 13. mars 1994, eftir að hafa misst af rútu sem hún hafi ætlað að taka kl. 18.00 á Selfoss. Á Umferðarmiðstöðinni hafi hún drukkið einn pilsner. Stefnandi  neitaði að hafa verið undir áhrifum áfengis. Stefnandi taldi að klukkan hefði verið um 18.30 er hún kom í Kópavog, þar sem hún ætlaði að heimsækja Ásu Gunnarsdóttur, íbúa í kjallara hússins nr. 18 við Digranesveg. Stefnandi kvaðst hafa haldið í handrið stiga á efri hæð er hún gekk niður þrjár efstu tröppurnar, en þegar hún hafi orðið að sleppa því hafi henni skrikað fótur og hún rúllað niður allar tröppurnar, með þeim afleiðingum sem hér að framan hafi verið raktar. Hún kvaðst hafa sparkað í hurðina, til að vekja á sér athygli og Ása komið til dyra. Hún hafi boðið sér teppi og hringt á lögreglu. Enn hafi verið bjart í tröppunum er þetta var. Stefnandi kvaðst hafa misst meðvitund þegar hún kom út í sjúkrabifreiðina og muni atvik óljóst.

Stefnandi  kvaðst  taka þrjár tegundir af geðlyfjum að staðaldri, vegna geðsjúkdómsins manio-depressiva, en inntaka þeirra lyfja hefði ekki á nokkurn hátt áhrif á færni hennar til þess að ganga. Stefnandi, sem er kennari, kvaðst síðast hafa verið í vinnu í maí 1993, en eftir það hafi hún verið öryrki vegna geðsjúkdóms síns.

Stefnandi kvaðst hafa kynnst Ásu á Vogi 1990, hún hafi komið til hennar áður, en þær hafi ekki verið drykkjufélagar. Stefnanda var kynnt álit lækna og annarra vitna, þess efnis að hún hefði verið mjög ölvuð greint sinn. Stefnandi neitaði því alfarið.    

Stefnandi gaf skýrslu hjá lögreglu vegna slyssins, þann 2. júní 1994. Þar lýsti hún atvikum á sama hátt og hér að framan greinir, en þar kom fram að auki að við fallið hafi hægri lærleggur brotnað fyrir neðan kúlu og tvær aðgerðir verið gerðar vegna þess.

Hér á eftir verður rakið að aðgerðirnar áttu eftir að verða fleiri.

Vitnið Ása Gunnarsdóttir gaf skýrslu fyrir dómi. Vitnið kvað stefnanda hafa hringt í sig fyrr þennan dag, þann 13. mars 1994. Vitnið hafi heyrt að hún var ölvuð og bannað henni að koma. Vitnið kvað þær hafa þekkst vel frá 1990, stefnandi hafi oft komið í heimsókn til vitnisins, bæði undir áhrifum áfengis og án þess að vera það. Í umrætt sinn telji vitnið stefnanda hafa verið mjög ölvaða, það hafi séð það á henni og heyrt. Vitnið kvaðst ekki hafa séð þegar óhappið gerðist, þar sem ekki væri gluggi út úr íbúðinni að tröppunum. Hún hafi hins vegar verið tilbúin að hringja á lögreglu, þar sem hún hafi ekki ætlað að hleypa henni inn. Vitnið kvaðst hafa hvatt stefnanda til að fara vel með sig, en hún hafi farið í aðgerð og endurteknar aðgerðir vegna slyssins.

Vitnið var spurt að því hvort tröppurnar væru hættulegar. Vitnið kvað þær ekki vera góðar. Vitnið kvaðst stundum hafa hrasað í neðstu tröppunum án þess að slasa sig, en hún hafi verið svo heppin að koma alltaf niður á fæturna. Hvorki hafi verið ljós né handrið við tröppurnar, en vitnið hafi ekki gengið eftir að úr því væri bætt.

Aðspurð neitaði vitnið að hafa verið undir áhrifum áfengis. Hún kvaðst hafa verið í aðgerð 6. mars s.á. og þann 7. s.m. hafi hún farið á Vog og verið fram á föstudag. Vitnið kvaðst hafa verið á annarri löppinni þessa daga, hún hafi haft mikla verki, ekki getað hjálpað sér sjálf og alls ekki verið fær um að hjálpa öðrum. Hún hafi ekki getað lyft stefnanda upp. Vitnið kvaðst hafa hringt í eiginmann stefnanda og í samráði við hann hafi hún hringt í lögreglu, sem hafi komið um leið og sjúkrabílinn. Vitnið kvaðst hafa rætt við stefnanda og látið hana fá teppi, hún hafi reynt að hlúa að henni. Hún muni lítið hvort þær hafi rætt saman, en hún muni að hún hafi séð vel til.  

Vitnið Jóhannes Viggósson, aðstoðarvarðstjóri í lögreglunni í Kópavogi, gaf skýrslu fyrir dómi.

Vitnið kvaðst hafa farið í útkall 13. mars 1994, vegna konu sem hafi dottið í tröppum. Er lögregla kom á staðinn hafi konan legið fyrir neðan tröppurnar, fyrir utan þær dyr sem hún hafi ætlað um. Vitnið kvað alveg glerhálku hafa verið á stéttinni og um allan bæ. Honum hafi gengið illa að komast í samband við stefnanda, áfengisþef hafi lagt frá vitum hennar, hún hafi verið sárþjáð og getað gefið þá skýringu að hún hafi dottið. Sjúkrabifreið hafi komið á staðinn og hún hafi fengið viðeigandi meðferð.

Vitnið var spurt að því, hvort það væri ekki hugsanlegt að slysið hefði valdið framangreindum einkennum stefnanda. Vitnið svaraði því til að stefnandi hefði virst mjög ölvuð, fyrir utan megnan áfengisþef hafi málfar og ýmislegt bent til þess, en það sé ekki víst að ölvunin hafi verið eini orsakavaldurinn. 

Vitnið kvað mikla ísingu hafa verið í tröppunum og allur bærinn hafi verið ísilagður, glæra yfir öllu. Þarna hafi verið sérstakar aðstæður, skænisskel yfir bænum og allsstaðar mjög hált. Ekki hafi verið dimmt á vettvangi þarna milli 18.00 og 19.00.

Vitnið var spurt að því, hvort áfengisþefur gæti myndast af pilsner. Vitnið svaraði því játandi, en meira vínmagn skilaði meiri áfengisþef. Hann hafi talið stefnanda mjög ölvaða og stutt það við málfar hennar og fleira, t.d. hafi verið erfitt að fá heila brú í sögu hennar. Vitnið var spurt að því, hvort sjokk gæti skapað þetta ástand og kvað hann mögulegt að það spilaði inn í. Lögreglan þyrfti oft að hafa afskipti af ölvuðu fólki og þá þyrfti að greina á milli þess, hvort fólk væri undir áhrifum áfengis eða einhvers annars. Því þyrfti áfengi ekki að vera eini orsakavaldurinn, það þyrfti læknisfræðilega þekkingu til að skera úr því.  

Vitnið kvað ekki vafa á því að stefnandi hefði verið þjáð. Hún hafi verið spurð um lyfjaneyslu, en þeir hafi ekki fengið svar við því.

Þeirra mat á ástandinu hafi verið að stefnandi væri ölvuð, hún hefði dottið og væri slösuð. Vitnið kvaðst ekki hafa verið með áfengismæli, en miðað við áfengisþef geti hann  fullyrt að stefnandi hafi verið undir áhrifum áfengis.

Vitnið Sævar Þór Finnbogason, aðstoðarlögregluvarðstjóri í Kópavogi, gaf skýrslu fyrir dómi. Vitnið kvað lögreglu hafa verið kallaða á staðinn þann 13. mars 1994. Er þeir hafi komið á vettvang hafi kona legið fyrir neðan tröppurnar. Hún hafi borið öll merki ölvunar og kvartað undan eymslum í mjöðm. Sjúkraflutningamenn hafi komið og flutt stefnanda á sjúkrabörum af staðnum á sjúkrahús. Stefnandi hafi verið mjög ölvuð að mati vitnisins. Hún hafi borið greinileg merki ölvunar, bæði varðandi tal og áfengislykt.

Vitnið var spurt, hvort það hefði verið ljóst af vettvangi hvar konan hefði dottið. Vitnið svaraði því neitandi, en kvað ísingu hafa verið allsstaðar, fyrir ofan tröppurnar, í þeim sjálfum og fyrir neðan þær.

Vitnið kvaðst hafa reynt að tala við stefnanda, sem hafi borið öll merki ölvunar, en hann hafi ekki fengið skýr svör hvar fallið hafi átt sér stað.  Áverkar geti hins vegar verið þess eðlis að fólk eigi erfitt með að tjá sig, en það hafi ekki farið milli mála að konan hafi líka verið búin að drekka áfengi. Vitnið kvaðst ekki geta fullyrt hvað mikið stefnandi hefði drukkið.

Vitnið kvað mikla ísingu hafa verið mjög víða, og það mikil ísing hafi verið í tröppunum að lögreglumennirnir hafi átt erfitt með að fóta sig í tröppunum til að komast að til að aðstoða stefnanda.

Í skýrslu sé tekið fram að engin lýsing sé á vettvangi og kvað vitnið það vera einn lið í vettvangsathugun.

Vitnið Gísli Norðdahl, byggingarfulltrúi í Kópavogi, gaf skýrslu fyrir dómi.

Í skýrslu vitnisins kom fram að byggingarsamþykkt hafi verið gerð í Kópavogi og frá henni gengið með lögformlegum hætti. Vitnið kvaðst ekki geta sagt til um það hvenær það hefði verið, skjalavörður Kópavogsbæjar gæti kannað það mál, en það væri vinna sem tæki einhvern tíma.

Í málinu lá frammi bréf dags. 31. október 1994 frá framangreindu vitni, þar sem það hafði fullyrt að engin byggingarsamþykkt hefði verið til í Kópavogi á þessum tíma, heldur hefði verið stuðst við ákvæði byggingarsamþykktar fyrir Reykjavík. Í ljósi þessara upplýsinga var málið endurupptekið og lagt fyrir lögmann stefnanda að afla upplýsinga um það hvort byggingarsamþykkt hefði verið í gildi í Kópavogi þegar húsið nr. 18 við Digranesveg var byggt. Lögmaður stefnanda aflaði þeirra gagna, fundargerða hreppsnefndar Kópavogskaupstaðar og bréfa frá oddvita hreppsins og félagsmálaráðuneytinu, þar sem fram kom að byggingarsamþykkt hafði verið samþykkt og auglýst lögum samkvæmt í júlí 1954 og því verið í gildi þegar húsið nr. 18 við Digranesveg var byggt á sjöunda áratugnum.

Örorkumat

Í málinu liggur frammi örorkumat, dags. 3. maí 1996, sem unnið er af Grétari Guðmundssyni, lækni, byggt á skýrslu lögreglu dags. 2. júní 1994 og læknisvottorði Brynjólfs Jónssonar, bæklunarskurðlæknis, dags. 5. maí 1995, en stefnandi kom til skoðunar og viðtals vegna matsins þann 30. apríl 1996.

Í örorkumatinu er í byrjun tekið upp úr vottorði Brynjólfs Jónssonar, en þar segir um komu stefnanda á slysadeild:

„Marín kveðst hafa dottið í tröppum og kvartaði um mikil óþægindi í hægri mjöðm. Gat hún ekki risið upp eða gengið. Það kom fram að Marín er 75% öryrki vegna manio-depressivs sjúkdóms, en hafði áður unnið sem kennari. Þá kom fram, að hún notaði við því ýmis lyf að staðaldri, svo sem Anafranil, Dalmadorm, Phenergan og Lithium.

Marín var lögð inn á Slysa-og bæklunardeild Borgarspítala og fór hún í aðgerð þann 13. mars 1994. Var í aðgerðinni brotið rétt og neglt með tveimur nöglum (a.m.Hanson). Aðgerðin gekk ágætlega og góð lega fékkst í brotið.

Fór hún til síns heima, var ráðlagt að stíga ekki í fótinn næstu vikurnar og einnig ráðlagt að ganga við hækjur.

Marín kom að nýju mánuði síðar, hafði þá brotið hreyfst til og hún fengið meiri óþægindi.

Gert var að nýju við brotið, naglar teknir og settur nýr nagli og plata (renninagli og spöng) í hægri mjöðm. Fékkst ágæt lega og heilsaðist Marín vel. Fram kom að hún hafði verið til meðferðar á Geðdeild Landspítala og legið þar inni dagana fyrir komu, vegna síns geðsjúkdóms og útskrifaðist hún heim þann 28. apríl 1994, en ráðgert var að hún færi áfram til meðferðar á Geðdeild Landspítalans að Hátúni 10.

 Ágætlega gekk eftir þessa neglingu og í október virtist brotið vera gróið. Hún hafði þó viss óþægindi frá mjöðminni og fannst naglar og plata, sem lá utan á lærleggnum, særa sig. Því var afráðið að fjarlægja það.

Í aðgerðinni þann 18. október 1994 var nagli og plata tekin. Hún fór heim samdægurs og leið ágætlega, en var ráðlagt að ganga við hækjur um tíma.

Við eftirlit þann 2. nóvember 1994 sýndust sár gróa vel, hún hafði góðar hreyfingar í mjöðminni, en var svolítið hölt. Henni var ráðlagt að ganga, hreyfa sig og æfa fótinn.

Þann 5. desember 1994 höfðu óþægindin komið til í mjöðminni og farið vaxandi. Í ljós kom að hún var til endurhæfingar í Hveragerði og þar voru myndir teknar af mjöðminni og sást þá að liðkúlan hafði byrjað að brotna niður. Það er að segja um þetta, að blóðrásartruflun hafði orðið í lærleggshálsinum og leitt til blóðþurrðar í liðhausnum (caput necrosis).

Marín var þá tekin inn til aðgerðar á Borgarspítala þann 16. desember og var gerð heil gerviliða aðgerð (sic) (total arthoplastic) á mjöðminni. Það tókst í alla staði vel og útskrifaðist hún þann 20. desember 1994 til síns heima. Sár greru vel og saumar voru teknir að tveimur vikum liðnum.

Hún gekk við hækjur fyrst eftir aðgerðina.

Við skoðun í kjölfarið, þann 11. janúar 1995 leið henni ágætlega, fóturinn virtist einum centimeter styttri, en hreyfing var góð og henni ráðlagðar æfingar og styrkingar á fætinum.

Við síðustu eftirgrennslan þann 3. maí 1995 var Marín í Hveragerði til endurhæfingar. Hún hafði viss óþægindi frá fætinum, aðallega minnkað gönguúthald, svolítinn stirðleika, hálfs til eins centimeters stytting á fætinum og kvaðst hafa skánað mjög síðast liðna (sic) mánuði.

Hún gengur staflaus og ekkert bendir til neinna aukaverkana eða erfiðleika á annan hátt tengda aðgerðinni.

Álit:

Lærleggshálsbrot þann 13. mars 1994. Negling og endurnegling leiddi þó ekki til árangurs og gera þurfti gerviliðaraðgerð í desember 1994. Marín hefur manio-depressivan sjúkdóm og getur það hafa haft einhver áhrif á gróandann, sérstaklega hvað varðar móttækileika fyrir ráðleggingum eftir aðgerðir, til dæmis erfiðleikum við að ganga ekki í fótinn eða hlífa honum, þótt ráðleggingar hafi eindregið verið á þann veginn. Gerviliðaraðgerð virðist hafa tekist vel, en Marín á enn svolítið í land með að ná fullu gönguþoli og styrk í fætinum, eftir erfiðleika síðastliðins árs.

Síðar á ævinni geta komið upp ýmis vandamál í kringum gerviliðinn, svo sem los eða sýkingar, þó líkur séu ekki sérlega miklar.

Búast má við að Marín þurfi einhverjar æfingar á tímabilum, eða aðra meðferð í kjölfar þessa mjamarbrots(sic), síðar á ævinni.

Örorka Marínar er því nokkur. “           

--------- ---------   ------------                            

Í niðurlagi dr. Grétar Guðmundssonar segir m.a. í kaflanum samantekt og umræða. „Við byltu í tröppum 13. mars 1994 brotnar Marín á hægri mjöðm og þarf eftir það að fara í samtals fjórar aðgerðir á mjöðminni. Hún er á þessum tíma með þráláta verki þótt henni líði skár á tímabilum og gat lítið komist um nema í hjólastól þar til tveim mánuðum eftir síðustu aðgerðina í febrúar 1995 þegar hún byrjaði að ganga um á tveimur hækjum, en þeim sleppti hún fyrir þremur vikum. Hún hrasar stuttu eftir það og  ökklabrotnar vinstra megin“ ...............................„Frá slysinu 13/3 '94 mátti Marín þola verulegar þjáningar vegna afleiðinga þess og endurtekinna aðgerða. Undirritaður telur að ekki hafi verið frekari bata að vænta eftir 16.5(sic) 1995 það er 1/2 ári eftir síðustu aðgerð. Mestan hluta þess tíma (frá 13/3'94-15/5'95) gat hún komist um án hjálpar eða með takmarkaðri aðstoð en var rúmföst nokkra daga í tengslum við slysið og aðgerðir.

Undirritaður telur varanlegan miska slasaða vegna afleiðinga umrædds slyss hæfilega metinn 13%-þrettán af hundraði-.

Það er ljóst að afleiðingar slyssins, burtséð frá öðrum vandamálum, munu há Marínu nokkuð í starfi. Það er hugsanlegt að hún geti með áframhaldandi námi bætt vinnugetu sína eitthvað, en það er ekki líklegt. Að mati undirritaðs er ekki líklegt, eða sanngjarnt að ætlast til, að Marín geti fundið sér annað starf sem henti henni betur og hún ráði betur við. Að mati undirritaðs þykir varanleg örorka vegna slyssins 13/3'94 hæfilega metin 20% tuttugu af hundraði-.

Niðurstaða:

Undirritaður telur að greiða skuli tjónþola, Marínu Ingibjörgu Guðveigsdóttur kt. 240940-4429, þjáningarbætur í 14 mánuði, frá slysinu og í 6 mánuði eftir síðustu aðgerð.

Varanlegur miski tjónþola vegna afleiðinga slyssins 13.3. 1994, er metinn 13%-þrettán af hundraði-.

Varanleg örorka tjónþola vegna afleiðinga slyssins, er metin 20%-tuttugu af hundraði-.

                                                   Grétar Guðmundsson læknir.“

 

Fjárkrafa stefnanda

Stefnandi byggir fjárhæð bótakröfu sinnar á reglum skaðabótalaga nr. 50/1993, fyrir breytingu þeirra með lögum 42/1996. Við bótaútreikning sé miðað við tekjur stefnanda á árinu 1993, skv. skattframtali, að viðbættum töpuðum lífeyrisréttindum, 6% á höfuðstól árstekna. Við vísitölutryggingu bóta, skv. 15. gr.  skaðabótalaga, sé miðað við lánskjaravísitölu, við setningu skaðabótalaga 3282 stig, á tjónsdegi 3343 stig og á útgáfudegi stefnu 3523 stig. Bótakrafa stefnanda sundurliðast svo:

1.                Bætur vegna varanlegrar örorku 20%, skv. 6. gr.            1.714.692  kr.

2.                Lækkun vegna aldurs 36%, skv. 9. gr.              617.289  kr.

3.                Verðbætur örorkubóta skv. 15. gr.     59.088  kr.

4.                Þjáningarbætur skv. 3. og 15. gr. frá 13. mars.

   1994 til 15. maí 1995 428 dagar án rúmlegu,

    sbr. örorkumat     321.000  kr.

5.                Bætur vegna varanlegs miska 13% skv. 4. og 15. gr.      558.220  kr.

                                             Samtals        2.035.711  kr.

Krafa um vexti af bótum byggi á 16. gr. skaðabótalaga, en krafa um dráttarvexti frá 31. júlí 1995 byggi á því að stefndu hafi hafnað bótaskyldu með bréfi til lögmanns stefnanda, sem dagsett sé þennan dag.

Málsástæður og lagarök stefnanda

Stefnandi byggir bótakröfu sína á því að tröppur við húsið nr. 18 við Digranesveg í Kópavogi hafi verið hættulega vanbúnar. Engin lýsing hafi verið til staðar á þeim tíma er slysið varð, þannig að þeir sem um tröppurnar færu yrðu varir við polla eða hálkubletti. Slysið hafi átt sér stað um kl. 19.00 þann 13. mars 1994, en þá hafi verið rökkur og því ógerningur fyrir stefnanda að greina hvar öruggt var að ganga í tröppunum og hvar ekki. Hér hafi því verið um vítavert gáleysi af hálfu stefndu að ræða sem eigendum húseignarinnar.

Jafnframt sé byggt á því af hálfu stefnanda að ílögn í tröppunum hafi verið skemmd, þannig að vatn hafi safnast fyrir í þeim. Því hafi myndast hálkublettir sem hafi skapað mikla hættu fyrir þá sem fóru um tröppurnar. Er slysið hafi átt sér stað hafi stefnandi ekki vegna rökkurs getað gert sér grein fyrir umræddum hálkublettum, enda hafi hún hvorki vitað né mátt vita að tröppurnar væru jafn hættulegar og raun bar vitni.

  Af hálfu stefnanda kom fram, þegar málið var endurupptekið, að byggingarsamþykkt fyrir Kópavog var sett með lögformlegum hætti með auglýsingu nr. 102/1954  í B-deild stjórnartíðinda 20. júlí 1954. 

Stefnandi byggi ennfremur á því að meta verði það stefndu til gáleysis að ekki hafi verið handrið við tröppurnar. Skýrt sé kveðið á um það í 29. gr. byggingarsamþykktar fyrir Kópavog, að tröppur sem þessar ættu að vera búnar slíkum öryggisbúnaði. Telur stefnandi að stefndu hafi átt að gera sér grein fyrir þessum vanbúnaði og nauðsyn þess að hafa handrið við tröppurnar.

Tjón stefnanda sé afleiðing af vanbúnaði fasteignarinnar, sem sé þinglýst eign stefndu, og beri stefndu óskipta ábyrgð á tjóninu gagnvart stefnanda. Stefnandi hafi ekki verið kunnug staðháttum og hafi ekki á neinn hátt gert sér grein fyrir þeirri sérstöku hættu sem henni hafi stafað af umræddum tröppum við húsið. Telur stefnandi að gera verði þá almennu kröfu til eigenda fasteigna að aðbúnaður þeirra sé slíkur að þeim sem um hana þurfi að fara stafi ekki hætta af, þó þeir sýni af sér eðlilega varkárni.

Af hálfu stefnanda var því haldið fram að ekkert benti til annars en að lögformlega hefði verið staðið að setningu framangreindrar byggingarsamþykktar, þó að ekki hafi verið leitað umsagnar sýslunefndar. Umsögn hennar hefði verið óþörf, þar sem félagsmálaráðuneytið hefði birt fyrirmyndina að samþykktinni með leiðbeiningarramma í auglýsingu nr. 97/1948. Félagsmálaráðuneytið hafi verið æðsti yfirmaður skipulagsmála og staðfestingar verið leitað þar, en auglýsingin nr. 102/1954 hafi síðan birst í B-deild stjórnartíðinda, 20. júlí 1954. Að mati stefnanda séu fram komnar réttarreglur sem fjalli um gerð húsbygginga og taki á atriði sem umdeilt sé í máli þessu, þ.e. hvort útitröppur skuli vera  með handriði eður ei. 

Af hálfu stefnanda var bent á að útitröppur þær er hér um ræðir séu mjög brattar, undanþáguákvæði 1. liðs 14. gr. geri ráð fyrir mati. Reikna megi með að ekki sé endilega gert ráð fyrir handriði í útitröppum sem séu ein, tvær til þrjár tröppur. Í tröppum sem þeim á Digranesvegi 18, sem séu mjög margar og mjög brattar, verði að telja að handrið falli undir lágmarksöryggisatriði. Húseigendur geti ekki firrt sig bótaábyrgð, með vísan til þess að byggingarfulltrúi hafi ekki, er húsið var tekið út, gert athugasemdir við það að tröppurnar væru án handriðs. Stefndu hafi ekki sýnt fram á að þeir hafi fengið undanþágu frá ákvæðum 14. gr. samþykktarinnar.

Lagarök stefnanda

Stefnandi byggir kröfu sína á meginreglum skaðabótaréttar um sakarábyrgð og ábyrgð húseigenda á vanbúnaði fasteignar svo og skaðabótalögum nr. 50/1993. Þá byggir stefnandi á ákvæðum byggingarsamþykktar fyrir Kópavog nr. 102/1954 sem í gildi hafi verið þegar eign stefndu var byggð og til síðari byggingarsamþykkta fyrir Kópavog.

Vaxtakröfu sína byggir stefnandi á 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987. Krafa um málskostnað styðjist við 129. og 130. gr. eml. nr. 91/1991 og krafa um virðisaukaskatt á málskostnað styðjist við lög nr. 50/1988. 

Málsástæður og lagarök stefndu

Stefndu byggja kröfu sína um sýknu á því að um óhappatilvik hafi verið að ræða, sem fyrst og fremst verði rakið til ölvunarástands stefnanda. Stefnandi hafi ekki á neinn hátt fært á það sönnur að stefndu beri ábyrgð á óhappi hennar samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarins.

Telja stefndu að tröppurnar við húsið nr. 18 við Digranesveg í Kópavogi hafi ekki verið hættulega vanbúnar. 

Af hálfu stefnanda hafi ekki verið sýnt fram á þýðingu lýsingar varðandi óhapp hennar, enda hafi enn verið bjart af degi þegar það átti sér stað. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á nein lagaákvæði er skyldi húseiganda til að lýsa upp fasteignir sínar.

Af hálfu stefndu sé byggt á því að óhappið hafi átt sér stað laust eftir kl. 18.00. Samkvæmt upplýsingum úr almanaki fyrir 1994 hafi sólsetur í Reykjavík þann 13. mars 1994 verið kl. 19.22 og myrkur kl. 20.09. Samkvæmt skilgreiningu á orðinu rökkur í Orðabók Menningarsjóðs sé rökkur tíminn frá sólsetri til myrkurs, í þessu tilviki tímabilið frá kl. 19.22 til 20.09. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands hafi hiti þann 13. mars 1994 kl. 18.00 verið mínus 2,7 stig. Skýjað (ekki alskýjað), skyggni 70 km, austanátt, 3 vindstig. Með tilliti til sólseturs, birtu, svo og veðurfars þann 13. mars 1994 hafi skyggni verið það gott, og veðrið það bjart kl. 18.00, að stefnandi hefði átt að sjá vel og greinilega þær tröppur sem hún ætlaði að ganga. Það hafi því enga þýðingu haft varðandi óhapp hennar hvort lýsing hafi verið til staðar eða ekki. Sú frásögn stefnanda að ógerningur hafi verið fyrir hana að greina hvar öruggt væri að ganga í tröppunum og hvar ekki sé því alröng.  

Stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn til að sanna þá fullyrðingu sína að vatn hafi safnast fyrir í tröppunum og að hálkublettir hafi verið þar. Enda þó svo hafi verið hafi stefnandi ekki sýnt fram á orsakasamhengi milli þess og óhappsins. Samkvæmt upplýsingaskýrslu lögreglu virðist hafa verið ísing á tröppunum, en samkvæmt áðurgreindu vottorði Veðurstofu Íslands hafi engin úrkoma verið þennan dag. Stefndu benda á að á hálku og rigningu sé reginmunur, ávallt sé hætta á ísingu í frosti. Það séu því líkur til þess að ísing hafi verið til staðar á öllu höfuðborgarsvæðinu þegar óhapp stefnanda átti sér stað. Ísing hafi því verið víða á götum, bílastæðum, gangstéttum og tröppum húsa. Það sé ljóst að stefndu geti ekki borið bótaábyrgð á óhappi sem rekja megi til slíkra aðstæðna. Ef ísing hafi verið til staðar hafi það gefið stefnanda fullt tilefni til að sýna sérstaka aðgæslu.

Það sé rétt hjá stefnanda að ílögn í einstaka tröppum hafi lítillega hoggist upp,  en það eigi aðallega við um neðri tröppurnar og hafi enga þýðingu varðandi óhapp stefnanda. Af hálfu stefnanda sé því haldið fram að henni hafi skrikað fótur í þriðju efstu tröppu. Enda þótt lítillega hafi hoggist upp úr einstaka tröppu séu þær á engan hátt hættulegar af þeim sökum, enda hafi stefnandi ekki sýnt fram á að svo hafi verið. Þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á orsakasamhengið milli þess að ílögn hafi lítillega hoggist upp og þess að hún hrasaði í tröppunum. Byggingarfulltrúinn í Kópavogi hafi í umsögn sinni ekki tekið afstöðu til ástands trappanna, þrátt fyrir skoðun sína á þeim.

Stefndu byggja á því að óhapp stefnanda verði ekki rakið til þess að sérstakt handrið hafi ekki verið til staðar þegar óhappið átti sér stað, enda hafi stefnandi ekki sýnt fram á að svo hafi verið. Þó að sérstakt handrið sé ekki til staðar við kjallaratröppur hússins nýtist handrið að tröppum fyrir aðalinngang hússins fullkomlega fyrir þá sem um efstu kjallaratröppurnar fari. Stefnandi geti því ekki borið fyrir sig að enginn stuðningur hafi verið til staðar er hún fór um tröppurnar.

Af hálfu stefndu var talið að byggingarsamþykktin nr. 102/1954 hefði ekki gildi, þar sem ekki hefði verið gætt lögmælts undirbúnings við setningu hennar. Af hálfu stefndu var vísað til 2. gr. laga nr. 19/1905 um byggingarsamþykktir, þar sem gert væri ráð fyrir að hreppsnefnd sendi byggingarsamþykktina til sýslunefndar til umsagnar, áður en hún væri send stjórnarráði til staðfestingar. Af gögnum þeim er lögð voru fram, við endurupptöku málsins, megi sjá að þetta hafi hreppsnefnd Kópavogs ekki gert. Þar sem ekki hafi verið lögformlega staðið að setningu byggingarsamþykktarinnar verði ekki litið á hana sem gilda réttarheimild. Ákvæði 2. gr. laga nr. 19/1905 sé skýrt og frá því lagaákvæði sé ekki hægt að víkja.

Væri hins vegar litið svo á, að samþykktin væri gild, þá sé ekki fortakslaust ákvæði sem skyldi húseiganda til að hafa handrið. Þó gert sé ráð fyrir í 3. lið. 29. gr. að á öllum stigum sé handrið, a.m.k. öðrum megin liggi stigi ekki að vegg, þá geri 14. gr. ráð fyrir að þetta sé háð mati hverju sinni. Úttekt byggingarfulltrúa hafi verið án nokkurra athugasemda. Þar sem ekki sé um fortakslaust ákvæði að ræða, verði ekki lögð sakarábyrgð á stefndu. Aðbúnaður við fasteign stefndu sé ekki hættulegur og ekki í  ósamræmi við það sem tíðkast hafi. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á orsakasamband, þ.e. ef handrið hefði verið fyrir hendi þá hefði ekkert tjón orðið.

Byggingaryfirvöld í Kópavogi hafi aldrei gert neinar athugasemdir við frágang á umræddum kjallaratröppum. Ákvæði 14. gr. sé ekki fortakslaust og því verði sakarábyrgð ekki lögð á stefndu. 

Aðbúnaður við fasteign stefndu sé ekki hættulegur og ekki í ósamræmi við það sem tíðkast hefur. Aðalatriði málsins sé hins vegar að ekki sé sannað orsakasamband, þ.e. ef handrið hefði verið til staðar þá hefði ekkert tjón orðið. Því beri að sýkna stefndu.

Varakrafa stefndu

Stefndu byggja varakröfu sína á því að um eigin sök stefnanda hafi verið að ræða þegar óhapp hennar varð 13. mars 1994. Stefnandi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þar sem hún var á ferð mjög ölvuð um vetur í frosti, þegar ástæða sé fyrir gangandi fólk að sýna sérstaka aðgát vegna ísingarhættu, jafnvel þó að allsgáð sé. Þá séu líkur fyrir því að stefnandi hafi ekki gert allt sem hún hafi getað til þess að draga úr líkamstjóni sínu. Þá er bent á það að stefnandi hafi ítrekað eftir þetta óhapp lent í slysi. Í læknisvottorði dr. med. Brynjólfs Jónssonar, dags. 5. maí 1995, komi fram að negling og endurnegling hafi ekki leitt til árangurs, þannig að þörf hafi verið á gerviliðaraðgerð í desember 1994. Stefnandi hafi manio-depressivan sjúkdóm og það geti hafa haft einhver áhrif á gróandann, sérstaklega hvað varðar móttækileika fyrir ráðleggingum eftir aðgerðir, t.d. þeim erfiðleikum að stíga ekki í fótinn eða hlífa honum, þótt ráðleggingar hafi eindregið verið á þann veg.

Þá byggja stefndu kröfu sína á því að stefnandi hafi ekki orðið fyrir fjártjóni, þar sem hún hafi verið 75% öryrki fyrir óhappið og á fullum örorkubótum.

   

Lagarök stefndu

Stefndu byggja kröfur sínar á því að hér hafi fyrst og fremst verið um óhappatilvik að ræða, sem þeir beri enga ábyrgð á samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar. Byggt sé á því að fasteign stefndu hafi ekki verið vanbúin eða hættuleg gangandi fólki og þar af leiðandi falli óhapp stefnanda utan reglna skaðabótaréttar um ábyrgð húseigenda. Þá er byggt á því að óhapp stefnanda verði fyrst og fremst rakið til eigin sakar hennar, vegna ölvunarástands og aðgæsluleysis umrætt sinn. Byggt er á 2. gr. laga nr. 19/1905 um byggingarsamþykktir.

Krafa um málskostnað styðjist við 129. og 130. gr. eml. nr. 91/1991 og krafa um virðisaukaskatt á málskostnað við lög nr. 50/1988.

Niðurstaða

Dómurinn gekk á vettvang ásamt lögmönnum aðila, stefnanda og réttargæslustefnda og kynnti sér aðstæður. Um er að ræða kjallaratröppur, svo sem lýst hefur verið, er liggja milli bílskúrs og húss. Samhliða liggja tvær til þrjár tröppur að íbúð á efri hæð, en þar er handrið. Hægt er að styðja sig við það handrið þegar gengið er niður þrjár efstu kjallaratröppurnar.

Í málinu er m.a. deilt um gildi byggingarsamþykktar.

Með auglýsingu nr. 97/1948, sem birt var í B-deild stjórnartíðinda þann 18. ágúst 1948, birti félagsmálaráðuneytið fyrirmynd að byggingarsamþykkt fyrir kaupstaði og kauptún, með vísan til laga nr. 19/1905 og laga nr. 55/1921. Í 2. gr. laga nr. 19/1905 er gert ráð fyrir að hreppsnefnd sendi byggingarsamþykkt til sýslunefndar til umræðu. Sýslunefnd geti síðan samþykkt hana óbreytta, eða breytt henni, en þá verði að leggja breytingarnar fyrir hreppsnefnd á ný, eftir það sé samþykktin send stjórnarráðinu, þ.e. óháð því hvort breytingarnar séu samþykktar af hreppsnefnd.

Þar sem félagsmálaráðuneytið hafði með auglýsingu nr. 97/1948 birt fyrirmynd að byggingarsamþykktum og hreppsnefndin í Kópavogi hafði stuðst við hana í öllum greinum, sbr. auglýsingu nr. 102/1954, verður ekki talið að það valdi ógildi hennar þó að ekki hafi verið leitað umsagnar sýslunefndar, svo sem gert hafði verið ráð fyrir er hreppsnefndirnar sjálfar stóðu að samningu byggingarsamþykkta. Verður því litið svo á að hún sé gild réttarheimild í máli því sem hér er til umfjöllunar. Samkvæmt núgildandi byggingarreglugerð nr. 177/1992, sem gildir fyrir landið allt, eru samskonar ákvæði og í eldri samþykktum, en þar segir í VIII. kafla 8.2.1.37. „Handrið skal að jafnaði setja báðum megin meðfram útidyratröppum, kjallaratröppum og öðrum tröppum á aðkomuleiðum að húsum........“     

Í málinu liggur fyrir að í 3. lið 29. gr. byggingarsamþykktar, þeirrar er í gildi var þá er húsið nr. 18 við Digranesveg í Kópavogi var byggt, er gert ráð fyrir að handrið sé á öllum stigum. Í 29. gr. samþykktarinnar er gerð nákvæm grein fyrir því hvernig stigi skuli gerður, þ.e. breidd hans, ganghæð, breidd þrepa og fleira. Í  9. lið 29. gr. segir: „Útitröppur skulu ávallt vera gerðar úr steini eð steinsteypu og ekki vera hærri en 1,50m. Að öðru leyti gilda sögu (sic.) reglur um gerð þeirra og stiga, en byggingarnefnd má leyfa að víkja frá þeim, ef ástæða þykir til (sbr. 14. gr. 1. og 2. lið).“

Í 1. lið 14. gr. segir: „Útitröppur skulu að öllum jafnaði gerðar úr steinsteypu eða steini eða álíka haldgóðu efni. Á þeim sé handrið sem þörf krefur, til þess að umferð sé hættulaus (sbr. 30. gr.):“

Á haustmánuðum 1994, skoðaði byggingarfulltrúinn í Kópavogi, Gísli Norðdahl,  tröppurnar, en hann sagði m.a. í umsögn sinni: „Niðurstaða skoðunar er sú að þrepin eru byggð í samræmi við reglur en handrið vantar. Ekki er lagt mat á ásand trappanna“

Tröppurnar eru 10 án stigapalls og því brattar. Verður að telja að þær falli undir þá skilgreiningu 14. gr. byggingarsamþykktarinnar, þ.e. að þörf sé á handriði til þess að umferð um þær sé hættulaus. Ekki verður fallist á það með stefndu að athugasemdalaus úttekt byggingarfulltrúa firri þá bótaábyrgð. Verður því lagt til grundvallar bótaábyrgðar stefndu að fasteign þeirra hafi verið vanbúin að þessu leyti, enda hafa stefndu ekki sýnt fram á að þau hafi fengið undanþágu frá framangreindu ákvæði.

Samkvæmt vottorði Veðurstofu frá 13. mars 1994 var hitastig -2,7°C kl. 18.00 þennan dag. Í lögregluskýrslu og framburðarskýrslu lögreglumanna, sem komu á vettvang, kom fram að svo mikil ísing hafi verið á vettvangi að þeir hafi átt erfitt með að fóta sig í tröppunum. Allur bærinn hafi verið ísilagður.

Fram hefur komið hjá stefnanda, að ástæða slyssins sé sú að tröppurnar við húsið hafi verið vanbúnar, þar hafi ekki verið lýsing, hoggið hafi verið upp úr þeim og ekkert handrið til þess að styðja sig við.

Lögregla og sjúkralið var kvatt á vettvang kl. 18.28 og hefur slysið því orðið skömmu fyrir þann tíma. Kl. 18.00 var skýjað en skyggni 70 km samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. Í málinu liggja ennfremur fyrir upplýsingar úr almanaki fyrir árið 1994, þar sem fram kemur að sólsetur í Reykjavík þennan dag var kl. 19.22 og myrkur kl. 20.09.  Þegar litið er til þessa verður ekki fallist á það að birtuskilyrði hafi verið slæm á slysstað, enda bar stefnandi sjálf fyrir dómi að birta hefði verið í tröppunum.

Af hálfu stefnanda hefur verið bent á það að hoggist hafi upp úr tröppunum og þær því verið hálli en ella. Við vettvangsgöngu mátti sjá að hoggist hafði upp úr tröppunum, en þar sem ekkert hefur komið fram í málinu um að úrkoma hafi verið þennan dag verður ekki fallist á það með stefnanda að tröppurnar hafi verið hættulegri fyrir þær sakir.

Það liggur hins vegar fyrir, og er rakið hér að framan, að ekkert handrið er til að styðjast við þegar gengið er niður kjallaratröppurnar, að því frátöldu að hægt er að teygja sig í handrið sem liggur að tröppum á efri hæð og styðjast við það í þremur efstu tröppunum. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að hún hafi misst fótanna í þriðja þrepi og rúllað niður tröppurnar, þegar hún hafi orðið að sleppa handriðinu á efri tröppunum, með þeim afleiðingum sem hér að framan greinir.

Stefnandi hefur neitað að hafa verið undir áhrifum áfengis greint sinn. Þegar litið er til framburðar lögreglumanna er komu á vettvang, skýrslna lækna er tóku á móti stefnanda við komu á slysadeild og framburðar Ásu Gunnarsdóttur, sem hún var að heimsækja, sem öll hafa fullyrt að stefnandi hafi verið undir áhrifum áfengis umrætt sinn, verður að telja sannað að hún hafi verið undir einhverjum áhrifum áfengis, þó ekki verði með neinni vissu sagt hve miklum. Ekki er hægt að útiloka að skýringu á einhverjum viðbrögðum hennar eftir slysið megi rekja til slyssins sjálfs, þ.e. hún hafi fengið einhverskonar áfall svo og til geðsjúkdóms hennar, en vitnin hafa stutt framburð sinn tilvísun til einkenna tengdum áfengisneyslu, svo sem megnri áfengislykt, þvöglumæli,  óskýrleika og fleira. 

Samkvæmt framansögðu verður talið að slys stefnanda verði að hluta til rakið til vanbúnaðar fasteignar stefndu og að hluta til eigin sakar, þar sem telja verður sannað með vísan til þess sem hér að framan er rakið, að stefnandi hafi verið undir áhrifum áfengis. Rétt þykir að takmarka bótarétt stefnanda á hendur stefndu vegna ölvunarástands hennar, þannig að stefndu bæti stefnanda tjón hennar að hálfu, en sjálf beri hún það að hálfu.

Af hálfu stefndu var þess kafist að bótafjárhæð væri verulega lækkuð kæmi til þess að stefndu yrðu dæmd bótaskyld. Stefndu gerðu athugasemd við það að lagðar væru til grundvallar útreikningi bóta, tekjur stefnanda almanaksárið fyrir slys. Stefndu töldu eðlilegt að við bótaútreikning yrði tekið mið af 1. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993 og miðað við tekjur síðustu 12 mánuði fyrir slys, en ekki almanaksárið fyrir slys eins og gert væri af hálfu stefnanda. Ennfremur var vísað til þess að stefnanda hefði ekki tekist að færa sönnur á skaðabótaábyrgð stefndu. Stefnandi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og beri því eigin sök vegna ölvunar. Þá séu líkur fyrir því að stefnandi hafi ekki gert allt til að draga úr líkamstjóni sínu, sbr. umsögn dr. Brynjólfs Jónssonar, í læknisvottorði 5. maí 1995. Þá byggja stefndu á því að stefnandi hafi ekki orðið fyrir fjártjóni,  þar sem hún hafi verið 75% öryrki fyrir óhappið og á fullum örorkubótum.

Af hálfu stefnanda er bent á að stefnandi, sem úrskurðuð hafi verið 75% öryrki fyrir slys, sæti mati á því á tveggja ára fresti.

Stefnanda vísar til 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993 þar sem gert væri ráð fyrir að tekið sé tillit til óvenjulegra aðstæðna, svo sem væri hjá stefnanda, og því unnt að ganga út frá öðru viðmiði en tekjum síðustu 12 mánaða fyrir slys, þegar grundvöllur fyrir útreikningi bóta fyrir varanlega örorku væri lagður. Bótakrafa hefði verið hærri ef mið hefði verið tekið af kennaralaunum stefnanda. Þá hefðu stefndu ekkert gert til að hnekkja matinu.

Í 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga er gert ráð fyrir að unnt sé að meta árslaun sérstaklega þegar óvenjulegar aðstæður séu fyrir hendi, t.d. breytingar á tekjum eða atvinnuhögum. Aðstæður stefnanda voru einmitt þannig, vegna þess að á árinu 1993 um vorið varð hún að hætta kennslu af heilsufarsástæðum og við það breyttust því bæði tekjur hennar og atvinnuhagir. Þykir því ekki óeðlilegt eða ósanngjarnt að taka mið af tekjum hennar almanaksárið fyrir slys, svo sem heimilt er samkvæmt framangreindu ákvæði 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Slysið varð 13. mars 1994. Ef miðað hefði verið við 12 mánaða regluna hefði útreikningur miðast við tímabilið 13. mars 1993 til 13. mars 1994, en þar sem ákveðið er að miðað við almanaksárið fyrir slys, er miðað við tekjur stefnanda frá 1. janúar 1993 til 31. desember s.á.   

Það hefur verið rakið ítarlega hér að framan að stefnandi þurfti að ganga í gegnum langa og erfiða læknismeðferð vegna óhappsins þann 13. mars 1994, sem hafði bæði áhrif á líkamlegt og andlegt heilsufar hennar. Að mati Grétars Guðmundssonar, læknis muni fötlun hennar eftir slysið há henni nokkuð í starfi og ekki líklegt eða sanngjarnt að ætlast til að stefnandi geti fundið sér annað starf sem henti henni betur og hún ráði betur við.

Þrátt fyrir andmæli stefndu gegn framlögðu örorkumati og tjónsútreikningi hefur af þeirra hálfu ekki verið leitast við að hnekkja þeim gögnum og verður matið og útreikningur sem á matinu byggist því lagður til grundvallar niðurstöðu í málinu, enda verður ekki annað séð en að hann sé í samræmi við ákvæði skaðabótalaga. 

Bótakrafa stefnanda sundurliðast svo:

Bætur vegna varanlegrar örorku 20%

1.714.692  kr.

Lækkun vegna aldurs 36%

-617.289  kr.

Verðbætur örorkubóta

59.088  kr

Þjáningarbætur frá 13. mars 1994 til 15. maí 1995

428 dagar án rúmlegu

321.000  kr.

Bætur vegna varanlegs miska 13%

558.220  kr.

Samtals

2.035.711  kr.

Í samræmi við sakarskiptingu ber stefndu að greiða stefnanda óskipt helming þeirrar fjárhæðar, 1.017.855,50 kr.

Stefnandi krefst þess að dráttarvextir séu reiknaðir frá 31. júlí 1995, þegar stefndu höfnuðu bótakröfu stefnanda. Þegar stefndu höfnuðu bótaskyldu í júlí 1995 lá ekki fyrir endanlegt tjón stefndu, því örorkumat var ekki gert fyrr en í apríl 1996. Þykir rétt að bótafjárhæð stefnanda beri vexti skv. 16. gr. laga nr. 50/1993 frá 13. mars 1994 til dómsuppsögudags, en eftir það beri hún dráttarvexti skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987.

Samkvæmt framansögðu verða stefndu dæmd til að greiða stefnanda óskipt  1.017.855,50 kr. með vöxtum, eins og  í dómsorði greinir. 

Málskostnaður fellur niður. 

Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda, 445.793 kr. greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun lögmanns stefnanda, Jóhanns Halldórssonar hdl., 426.413 kr. og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts.

Dóminn kvað upp Halla Bachmann Ólafsdóttir, settur héraðsdómari.

Dómsorð:

Stefndu, Þorgeir Jóhannesson,  Ívar Páll Arason, Guðrún Jónsdóttir, Guðmundur Andrésson, Þórir Gíslason, og Árný Þorsteinsdóttir, greiði stefnanda Marín Guðveigsdóttur óskipt 1.017.855,50 kr. með 2% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 13. mars 1994 til 27. febrúar 1998, en með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags.

Málskostnaður fellur niður.

Allur gjafsóknarkostnaður 445.793 kr. greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun lögmanns stefnanda, Jóhanns Halldórssonar hdl., 426.413 kr. og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts.