Hæstiréttur íslands

Mál nr. 707/2012


Lykilorð

  • Kærumál
  • Fjárnám


                                     

Mánudaginn 17. desember 2012

Nr. 707/2012.

 

Sturla Már Jónasson

(Saga Ýrr Jónsdóttir hdl.)

gegn

Íslandsbanka hf.

(Torfi Ragnar Sigurðsson hrl.)

 

Kærumál. Fjárnám.

Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu S um að fellt yrði úr gildi fjárnám Í hf. í sparisjóðsreikningi sem S var með hjá Í hf. Gildi aðfararheimildar samkvæmt skuldabréfi var ekki talið háð því að vitundarvottar gæfu upp kennitölu sína. Þá var það ekki talið brjóta gegn ákvæðum laga nr. 90/1989 um aðför, 71. gr. stjórnarskrárinnar eða 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki þótt fjármálastofnun benti á innstæðu viðskiptavinar hjá sjálfri sér sem andlag fjárnáms. Ekki var talið að gerðarþoli yrði sjálfur að benda á eign til fjárnáms. Ekki þótti sannað að andlag fjárnámsins hefði verið slysabætur sem væru undanþegnar fjárnámi.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Árni Kolbeinsson og Greta Baldursdóttir.

Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. nóvember 2012, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 13. nóvember 2012, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um ógildingu fjárnáms sem sýslumaðurinn í Keflavík gerði 31. maí 2012 í inneign sóknaraðila á sparifjárreikningi að fjárhæð 1.389.164 krónur. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess að framangreint fjárnám sem gert var að kröfu varnaraðila verði fellt úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.

Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og kærumálskostnaðar.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.

 Dómsorð:

          Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

          Sóknaraðili, Sturla Már Jónasson, greiði varnaraðila, Íslandsbanka hf., 200.000

krónur í kærumálskostnað.

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 13. nóvember 2012.

Með bréfi, sem móttekið var hjá Héraðsdómi Reykjaness 19. júlí 2012, krafðist sóknaraðili úrlausnar héraðsdóms um fjárnámsgerð sýslumannsins í Keflavík í máli nr. 034-2012-00839 sem fram fór hjá sóknaraðila 31. maí 2012 að kröfu varnaraðila. Málið var þingfest 4. september 2012 og tekið til úrskurðar 23. október sl.

Sóknaraðili er Sturla Már Jónasson, Háseylu 3, Reykjanesbæ, en varnaraðili er Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, Reykjavík.

Dómkröfur sóknaraðila eru þær að ógilt verði fjárnámsgerð sýslumannsins í Keflavík nr. 034-2012-00839, sem fram fór þann 31. maí 2012 að kröfu varnaraðila og lauk með fjárnámi að upphæð 1.389.164 krónur auk dráttarvaxta og áfallins kostnaðar frá 11. apríl 2012, í sparifjárreikningi sóknaraðila nr. 0542-04-250559. Þá krefst sóknaraðili þess að varnaraðila verði gert að greiða sóknaraðila málskostnað að viðbættum virðisaukaskatti.

Varnaraðili krefst þess að öllum kröfum sóknaraðila verði hafnað og staðfest verði framangreind aðfarargerð sýslumannsins í Keflavík frá 31. maí 2012. Þá krefst varnaraðili málskostnaðar úr hendi sóknaraðila.

I.

Samkvæmt gögnum málsins stofnaði félagið SM Jónasson ehf., sem var í eigu sóknaraðila, til skuldar við varnaraðila 4. desember 2009 með útgáfu skuldabréfs að fjárhæð 1.500.000 krónur. Sóknaraðili tókst á hendur sjálfskuldarábyrgð á láninu ásamt sambýliskonu sinni, Kristínu Fjeldsted. Af hálfu varnaraðila voru samþykktar skilmálabreytingar á skuldabréfinu 15. nóvember 2010, 30. maí 2011 og 28. september 2011. Þann 1. desember 2011 var SM Jónasson ehf. úrskurðað gjaldþrota. Varnaraðili hóf innheimtuaðgerðir hjá sóknaraðila og lauk þeim með fjárnámi í sparisjóðsreikningi nr. 0542-04-250559 sem sóknaraðili er með hjá varnaraðila.

II.

Af hálfu sóknaraðila er á því byggt að umrædd aðför sé ólögmæt þar sem framangreint skuldabréf, dags. 4. desember 2009, sé ekki aðfararhæft þar sem vottun sé ekki fullnægjandi, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1989, en kennitölu annars votts undirskriftarinnar vanti. Telja verði að það sé grundvallarskilyrði að slíkri undirskrift fylgi kennitala svo unnt sé að sannreyna hver umræddur vottur sé og hvort hann hafi í raun vottað undirskrift.

Þá byggir sóknaraðili einnig á því að varnaraðili hafi misnotað sér aðstöðu sína með því að afla sér upplýsinga um innistæður á bankareikningi sóknaraðila, enda hafi slík skoðun varnaraðila verið óheimil. Sóknaraðili hafi ekki gefið leyfi til slíkrar skoðunar né heldur hafi hann vísað á umræddan bankareikning við fjárnámsgerðina eða veitt bankanum veð í umræddum reikningi sínum. Upplýsingar um fjárhagsstöðu einstaklinga hljóti að teljast til einkahagsmuna þeirra. Eigi einstaklingur að geta treyst því að starfsmenn fjármálastofnana framkvæmi ekki skoðun á bankareikningum né hagnýti sér upplýsingar, sem einungis viðkomandi fjármálastofnun búi yfir, nema með fyrirframgefnu samþykki. Þessi réttur sé m.a. verndaður í 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.

Þá byggir sóknaraðili á því að þrátt fyrir að varnaraðila sé heimilt að taka fjárnám í eignum sóknaraðila, sem hafi fjárhagslegt gildi, merki það ekki að varnaraðila sé heimilt að tiltaka þær eignir,  sem gera á fjárnám í, sem hann hafi með ólögmætum aðferðum aflað sér upplýsinga um að tilheyri sóknaraðila, vísi sóknaraðili ekki sjálfur á þær. Það sé almenn regla í kröfurétti að bönkum sé óheimilt að nota innistæður viðskiptavina sinna til skuldajöfnunar án samþykkis þeirra. Framangreind regla hafi verið staðfest í dómi Hæstaréttar nr. 373/1989. Í dómnum komi einnig fram að banka sé óheimilt að halda eftir innistæðum á reikningi viðskiptavinar síns vegna skuldar hans við bankann án þess að bankinn geti sýnt fram á að honum væri slíkt heimilt, t.d. með handveðssamningi eða samþykki viðskiptavinar. Með tilliti til framangreinds hljóti jafnframt að gilda sama regla varðandi fjárnám banka í reikningi viðskiptavinar þar sem bankinn sé með slíkum aðgerðum að halda eftir fé á reikningi viðskiptavinar síns.

Sóknaraðili byggir á því að starfsmenn varnaraðila séu bundnir þagnarskyldu um einkamálefni viðskiptamanna, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Í slíkri þagnarskyldu felist að ekki sé heimilt að láta þriðja aðila í té upplýsingar um málefni viðskiptamanna nema að skylt sé að veita slíkar upplýsingar samkvæmt lögum. Í lögum um aðför nr. 90/1989 sé ekkert kveðið á um skyldu eða heimild varnaraðila til að nýta sér eða veita upplýsingar sem hann hafi öðlast með þessum hætti. Verði því að telja að starfsmönnum varnaraðila hafi verið óheimilt að nýta sér upplýsingar um stöðu bankareiknings sóknaraðila við fjárnámsgerðina.

Þá vísar sóknaraðili til þess að inneign á nefndum bankareikningi séu skaðabætur vegna þriggja umferðarslysa sem Kristín Fjeldsted, sambýliskona sóknaraðila, hafi orðið fyrir. Skaðabætur vegna slysanna hafi verið greiddar árið 2009 og 2011. Kristín hafi lagt slysabætur að hluta inn á umræddan reikning en að hluta inn á annan reikning í eigu sóknaraðila sem síðan hafi verið millifærðar inn á reikning þann sem tekið hafi verið fjárnám í. Í 2. tl. 1. mgr. 41. gr. laga um aðför nr. 90/1989 sé mælt fyrir um að fjárnám megi ekki gera í skaðabótum gerðarþola vegna örorku á meðan þær tilheyri honum sjálfum. Undir þetta falli einnig bætur fyrir ófjárhagslegt tjón eins og miska en fjármunina megi rekja til sama tjónsatburðar. Skaðabætur fyrir ófjárhagslegt tjón njóti einnig verndar samkvæmt 1. mgr. 37. sömu laga og 18. gr. skaðabótalaga nr. 50/1953.

Sóknaraðili vísar til laga nr. 90/1989 um aðför, til skaðabótalaga nr. 50/1993 og til stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Málskostnaðarkrafa sóknaraðila byggist á 129.-131. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 94. gr. laga um aðför nr. 90/1989. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun er reist á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988 en að öðru leyti byggist krafan á 1. mgr. 92. gr. laga um aðför nr. 90/1989.

III.

Varnaraðili hafnar þeirri málsástæðu sóknaraðila að vottun á skuldabréfinu sé ófullnægjandi. Í 7. tl. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/1989 um aðför sé ekki skilyrði um að kennitölur votta þurfi að koma fram í vottun, einungis að undirritun skuldara sé vottuð, t.d. af tveimur vitundarvottum.

Varnaraðili hafnar þeirri málsástæðu sóknaraðila að varnaraðili hafi misnotað sér aðstöðu sína með því að afla sér upplýsinga um innistæðu á bankareikningi sóknaraðila. Varnaraðili sé fjármálafyrirtæki og eðli máls samkvæmt hafi varnaraðili upplýsingar um innlán og útlán viðskiptavina sinna. Varnaraðili hafnar því að brotið hafi verið gegn lögum með því að benda á innistæðu á reikningi sóknaraðila við fjárnámsfyrirtökuna.

Varnaraðili hafnar því að nokkuð af málsástæðum sóknaraðila geti leitt til þess að ógilda beri aðfarargerð þá sem deilt sé um í málinu.

Þá hafnar varnaraðili því að undanþága 2. tl. 1. mgr. 41. gr. aðfararlaga geti átt við í málinu. Hinir fjárnumdu fjármunir hafi verið á bankareikningi sóknaraðila en ekki sambýliskonu hans og því séu ekki uppfyllt skilyrði ákvæðisins um að fjármunir séu sérgreindir í vörslum sambýliskonu. Þá hafi sóknaraðili ekki sýnt fram á það með framlögðum gögnum að innistæða á reikningi sóknaraðila stafi frá sambýliskonu hans.

Varnaraðili vísar til 7. tl. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/1989 og 1. mgr. 41. gr. sömu laga. Málskostnaðarkrafa sóknaraðila byggist á 129.-131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 94. gr. laga nr. 90/1989. Krafa um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun sé reist á lögum nr. 50/1988.

IV.

 Sóknaraðili byggir á því aðför hafi verið ólögmæt þar sem umrætt skuldabréf hafi ekki verið aðfararhæft þar sem vottun á því ófullnægjandi en  kennitölu annars vottsins vanti. Samkvæmt 7. tl. 1. gr. aðfararlaga nr. 90/1989 er ekki sett það skilyrði fyrir gildi aðfararheimildar samkvæmt skuldabréfi vitundarvottar gefi jafnframt upp kennitölu sína. Verður aðfarargerðin því ekki ógilt af þessum sökum, enda ekki deilt um í málinu undirskriftir skuldara og ábyrgðarmanna séu réttar.

Samkvæmt 1. mgr. 37. gr. aðfararlaga gera fjárnám í peningum gerðarþola öðrum skilyrðum laganna uppfylltum. Hinir fjárnumdu peningar teljast nægilega tilgreindir á innistæðureikningi sóknaraðila hjá varnaraðila. Eðli málsins samkvæmt hefur varnaraðili upplýsingar um innistæður á bankareikningum viðskiptamanna sinna. Af hálfu löggjafans hefur ekki verið talin ástæða til takmarka heimildir fjármálastofnana slíkum upplýsingum eða leggja hömlur við því bent á slíka eign sem andlag fjárnáms. Því verður ekki fallist á með sóknaraðila varnaraðili hafi misnotað sér aðstöðu sína með því afla sér framangreindra upplýsingabrotið gegn friðhelgi einkalífs sóknaraðila, sbr. 71. gr. laga nr. 33/1944. Varnaraðili hefur því ekki aflað sér upplýsinga um fjárhag sóknaraðila með ólögmætum hætti.

málsástæða sóknaraðila gerðarþoli verði sjálfur benda á eign til fjárnáms við vissar kringumstæður á sér ekki stoð í aðfararlögum.

Ekki verður fallist á með sóknaraðila ábending varnaraðila um umrædda peningaeign til fjárnáms við aðfarargerð hjá sýslumanni brot á þagnarskylduákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, enda var varnaraðili ekki veita upplýsingar til þriðja aðila í skilningi ákvæðisins.

Sóknaraðili byggir á því hinir fjárnumdu peningar séu slysabætur sem Kristín Fjeldsted, sambýliskona sóknaraðila, hafi fengið frá tryggingafélagi og því séu bæturnar undanþegnar fjárnámi, sbr. 2. tl. 1. mgr. 41. gr. aðfararlaga. Í gögnum málsins kemur fram slysabætur voru lagðar inn á bankareikning Kristínar 9. nóvember 2009 og á árinu 2011. Í greinargerð sóknaraðila segir fjármunirnir hafi síðan hluta verið millifærðir yfir á reikning sóknaraðila en engin gögn hafa verið lögð fram þar lútandi eins og t.d. reikningsyfirlit sem sýnir færslur á reikninginum. Þá liggur ekkert fyrir í málinu um umræddar slysabætur hafi verið sérgreindar í vörslum sóknaraðila eins og áskilið er í framangreindu ákvæði aðfararlaga. Gegn mótmælum varnaraðila telst því framangreind málsástæða sóknaraðila ósönnuð.

Niðurstaða málsins er því kröfum sóknaraðila í málinu verður hafnað og aðfarargerð sýslumannsins í Keflavík frá 31. maí 2012 í málinu nr. 034-2012-00839 staðfest.

Eftir þessari niðurstöðu verður sóknaraðili dæmdur til greiða varnaraðila málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 350.000 krónur meðtöldum virðisaukaskatti.

Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.

Úrskurðarorð

Hafnað er kröfu sóknaraðila, Sturlu Más Jónassonar, um ógildingu á fjárnámi samkvæmt fjárnámsgerð nr. 034-2012-00839, fjárhæð 1.389.164 krónur, sem gerð var hjá sýslumanninum í Keflavík 31. maí 2012 kröfu varnaraðila, Íslandsbanka hf., í peningum á sparireikningi sóknaraðila hjá varnaraðila, nr. 0542-04-250559.

Sóknaraðili greiði varnaraðila 350.000 krónur í málskostnað.