Hæstiréttur íslands

Mál nr. 470/2003


Lykilorð

  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991


Fimmtudaginn 11

 

Fimmtudaginn 11. desember 2003.

Nr. 470/2003.

Ríkislögreglustjóri

(Jón H. Snorrason saksóknari)

gegn

X

(Gylfi Thorlacius hrl.)

 

Kærumál. Gæsluvarðhald. A liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála með þeirri breytingu að gæsluvarðhaldinu var markaður skemmri tími.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. desember 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. desember 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. desember 2003. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar.

Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.

Í greinargerð sóknaraðila fyrir Hæstarétti kemur fram að eftir uppkvaðningu hins kærða úrskurðar [...]. [...] Með vísan til þessa verður fallist á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til gæsluvarðhalds yfir varnaraðila. Rannsókn málsins er hins vegar vel á veg komin og verður gæsluvarðhaldinu markaður sá tími, sem nánar greinir í dómsorði.

Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur.

Dómsorð:

Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til kl. 16 mánudaginn 15. desember 2003.

Kærumálskostnaður felur niður.

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykja­víkur 6. desember 2003.

Ríkislögreglustjóri hefur krafist þess að X, verði á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991 gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. desember nk. kl. 16.00.

Í greinargerð ríkislögreglustjóra kemur fram að embætti ríkis­lög­reglu­stjóra vinni nú, í samvinnu við [...], að rannsókn á meintum brotum kærða gegn 1. og 2. mgr. 202. gr. og 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga. Aðstoð embættisins byggi á beiðni sýslumannsins á grundvelli skyldna ríkis­lög­reglustjóra samkvæmt b. lið 1. mgr. 5. gr. lögreglulaga nr. 90, 1996, um að aðstoða lög­regluembættin.

[...]

          Rökstuddur grunur verður talinn vera um að kærði hafi framið brot gegn 1. og 2. mgr. 202. gr. og 4. mgr. 210. gr. almennra hegn­ing­ar­laga.  Rannsókn málsins er á byrjunarstigi.  Fallist er á það að hætta sé á að kærði gæti torveldar rannsókn málsins, svo sem með því að hafa áhrif á vitni, færi hann frjáls ferða sinna. 

Samkvæmt a lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála er fallist á kröfu ríkislögreglustjóra eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði.

Sigurður Hallur Stefánsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til föstu­dags­ins 19. desember 2003 kl. 16:00.