Hæstiréttur íslands

Mál nr. 312/2008


Lykilorð

  • Ráðningarsamningur


Fimmtudaginn 29

 

Fimmtudaginn 29. janúar 2009.

Nr. 312/2008.

Álfasteinn ehf.

(Gísli M. Auðbergsson hdl.)

gegn

Dmitrijs Martinovs

(Hilmar Gunnlaugsson hrl.)

D sem hafði starfað fyrir Á ehf. stefndi félaginu til greiðslu vangreiddra launa. Taldi hann að félagið hafi ekki greitt laun að fullu og ekki orlofslaun, orlofsuppbót og desemberuppbót. Þá hafi félagið greitt dagvinnulaun vegna yfirvinnu. Fyrir Hæstarétti féllst Á ehf. á kröfur D um orlofslaun, orlofsuppbót og desemberuppbót, auk hluta þeirrar yfirvinnu sem D krafðist. Á ehf. hélt því hins vegar fram að félagið hefði greitt tvær innborganir inn á laun D, að draga ætti hækkaða húsaleigu frá launum D, að hluti yfirvinnu eins tímabils teldist til dagvinnu á því næsta og að ekki ætti að greiða full laun fyrir hluta tímans. Þá hafði Á ehf. uppi gagnkröfur á hendur D vegna brotthlaups úr starfi og notkunar á internettengingu. Lagt var til grundvallar að skriflegur ráðningarsamningur D hafi falið í sér ráðningu í fast starf og ætti hann því rétt á fullum launum fyrir dagvinnu án tillits til tímamælinga á viðverustundum hans. Ekki var fallist á að Á ehf. hafi verið heimilt að hækka húsaleigu einhliða. Talið var að málsástæða Á ehf. um að hluti yfirvinnustunda teldist til dagvinnu á næsta vinnutímabili hafi komið of seint fram, en hún hafi ekki verið höfð uppi í héraði, sbr. 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá var ósannað að stefndi hafi hlaupið með ólögmætum hætti úr vinnu, enda væri tjón vegna þess ósannað. Gagnkrafa vegna notkunar á internettengingu var ekki talin geta komið til frádráttar kröfu D gegn mótmælum hans, með vísan til 1. gr. laga um greiðslu verkkaups nr. 28/1930. Þá var talið ósannað að greitt hafi verið meira inn á kröfuna en D hafði viðurkennt. Voru kröfur D teknar til greina að fullu.

Ráðningarsamningur.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 6. júní 2008. Hann krefst sýknu af  kröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.

Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.

Fyrir Hæstarétti hefur áfrýjandi fallist á kröfu stefnda um orlofsuppbót, desemberuppbót og orlofslaun af ógreiddum launum svo og yfirvinnu vegna apríl, maí, júní og október 2006. Þá hefur hann einnig fallist á að greiða stefnda 16,17 yfirvinnustundir auk orlofs vegna júlí sama ár. Áfrýjandi hefur ekki gert skýra grein fyrir þeirri fjárhæð sem þessi viðurkenning tekur til en hún nemur samtals um 240.000 krónum. 

Skriflegur ráðningarsamningur stefnda hjá áfrýjanda 23. maí 2006 felur í sér ráðningu í fast starf og verður túlkaður á þann hátt að stefndi hafi átt rétt á fullum launum fyrir dagvinnu án tillits til tímamælingar á viðverustundum hans.

Áfrýjandi hefur hafnað að greiða stefnda 24,75 yfirvinnustundir í júlímánuði 2006 auk orlofs. Fyrir Hæstarétti byggir hann þessa afstöðu á þeirri málsástæðu að samkvæmt launaseðli fyrir þennan mánuð hefðu þessar yfirvinnustundir átt að falla undir launatímabilið 21. júlí til 20. ágúst 2006 og teljist þær til dagvinnu á því tímabili. Þessa sérstöku málsástæðu hafði áfrýjandi ekki uppi í héraði og kemur hún því ekki til álita, sbr. 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

Samkvæmt því sem að framan greinir en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.

Krafa stefnda um málskostnað fyrir Hæstarétti verður að öllu leyti tekin til greina eins og nánar segir í dómsorði.

Dómsorð:

         Héraðsdómur skal vera óraskaður.

         Áfrýjandi, Álfasteinn ehf., greiði stefnda, Dmitrijs Martinovs, 473.228 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.

 

Dómur Héraðsdóms Austurlands 23. apríl 2008.

I.

Mál þetta, sem dómtekið var 15. apríl sl., er höfðað með stefnu birtri 17. ágúst 2007.

Stefnandi er Dmitrijs Martinovs, kt. 010277-2219, Zentenes str. 12-63, LV-1069, Riga, Lettlandi.

Stefndi er Álfasteinn ehf., kt. 410304-2520, Iðngörðum, Borgarfirði eystri.

Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða honum skuld að fjárhæð 585.619 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 af 27.587 krónum frá 1. apríl 2006 til 1. maí 2006, af 104.067 krónum frá þeim degi til 11. maí 2006, af 121.863 krónum frá þeim degi til 1. júní.2006, af 69.137 krónum frá þeim degi til 1. júlí 2006, af 108.386 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 2006, af 5.455 krónum frá þeim degi til 1. október 2006, af 47.304 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2006, af 53.688 krónum frá þeim degi til 1. desember 2006, af 114.936 krónum frá þeim degi til 15. desember 2006, af 148.853 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2007, af 133.295 krónum frá þeim degi til 1. febrúar.2007, af 179.205 krónum frá þeim degi til 1. mars 2007, af 244.415 krónum frá þeim degi til 1. apríl 2007, af 291.449 krónum frá þeim degi til 1. maí 2007, af 369.704 krónum frá þeim degi til 11. maí 2007, af 532.886 krónum frá þeim degi til 1. júní 2007 og af 585.619 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist vaxtavaxta skv. 12. gr. s.l. er leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt framlögðu málskostnaðaryfirliti að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun.

Dómkröfur stefnda eru þær að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins.

II.

Málavextir

Ágreiningslaust er að stefnandi hóf störf hjá stefnda í byrjun mars árið 2006, en skriflegur ráðningarsamningur milli aðila er dagsettur 29. desember 2005, sbr. dómskjöl nr. 6 og 7. Þar kemur fram að stefnandi var ráðinn í fullt starf (100%) og gert ráð fyrir að hann ynni 173,33 tíma í mánuði. Starfsheiti í ráðningarsamningi á dskj. nr. 6 er “worker in production and other connected tasks” en á dskj. nr. 7 “worker in making objects form metals and stone”. Um laun átti að fara eftir kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Austurlands er gilti frá 1. mars 2004 til 31. desember 2007. Dagvinnukaup stefnanda var samkvæmt ráðningarsamningnum 667 krónur á klukkustund, auk orlofs og greiða átti laun mánaðarlega inn á reikning stefnanda.

Hinn 23. maí 2007 gerðu aðilar með sér nýjan ráðningarsamning, sbr. dómskjal nr 8, og var hann óbreyttur frá fyrri samningi að öðru leyti en því að tímakaup stefnanda fyrir dagvinnu hækkaði í 800 krónur á klukkustund frá og með 1. maí það ár.

Í stefnu segir að framan af hafi starfssamband stefnanda og stefnda gengið þokkalega. Stefnandi hafi reyndar á tímabilinu apríl til júlí 2006 unnið umtalsverða yfirvinnu en stefndi hafi reiknað honum laun fyrir yfirvinnu á dagvinnukaupi, sbr. launaseðla á dómskjölum nr. 10-13. Staðgreiðslu hafi verið skilað af launum á þessu tímabili, sbr. dómskjal nr. 23. Laun hafi þó verið greidd endrum og eins eftir hentugleikum stefnda, sbr. dómskjal nr. 4, og alla jafna hafi stefnandi átt inni laun hjá stefnda.

Í stefnu segir og að í ágúst 2006 hafi stefnandi verið í launalausu orlofi. Í september hafi hann aðeins fengið greiddan hluta af fullum launum sínum og í október hafi það sama verið uppi og vorið á undan, þ.e. yfirvinna stefnanda hafi verið greidd á dagvinnukaupi. Í nóvember 2006 hafi stefnandi aðeins fengið greiddan hluta af fullum launum sínum. Um þetta vísar stefnandi til launaseðla á dómskjölum nr. 14-16. Greiðslufyrirkomulag launa hafi verið svipað og áður. Stefnandi hafi ekki fengið launaseðla vegna þessara mánaða fyrr en hann hafi gengið mjög hart á eftir þeim og ekki fyrr en skömmu eftir áramót 2006 og 2007. Engum gögnum virðist hafa verið skilað til skattstjóra vegna þessara mánaða og ekki staðgreiðslu, sbr. dómskjal nr. 23. Stefnandi hafi aldrei fengið launaseðil vegna desembermánaðar en þó hafi hann fengið greidd nánast full laun þann mánuðinn, sbr. útprentun úr staðgreiðsluskrá á dómskjali nr. 23.

Í stefnu segir að eftir áramót 2006 og 2007 hafi verulega farið að síga á ógæfuhliðina, enda hafi þá verið umtalsverður verkefnaskortur hjá stefnda. Stefnandi hafi í janúar, febrúar og mars aðeins fengið greitt fyrir brot af því fulla starfi sem hann hafi verið ráðinn til að sinna, sbr. launaseðla á dómskjölum nr. 17-19. Þessum launaseðlum, sem og launaseðlum vegna apríl og maí 2007 hafi ekki verið skilað fyrr en eftir íhlutun AFLs Starfsgreinafélags Austurlands hinn 14. júní 2007. Greiðsluháttur hafi verið sá sami og áður og ekki um það að ræða að staðgreiðslu væri skilað af launum stefnanda nema í janúar 2007. Í apríl 2007 hafi stefnandi síðan alla jafna unnið 12-14 klukkustundir á dag við opnun nýs útibús í Reykjavík en stefnandi hafi reiknað honum laun í 200 klukkustundir þann mánuðinn og allt á dagvinnukaupi. Í maí hafi sami hátturinn verið á og á tímabilinu janúar til mars 2007. Staðgreiðslu hafi heldur ekki verið skilað vegna þessara mánaða, sbr. dómskjal nr. 24, og greiðsluháttur launa sá sami og fyrr. Með uppsagnarbréfi, dags. 14. maí 2007, sbr. dómskjal nr. 22, hafi stefnanda síðan verið sagt upp störfum með eins mánaðar uppsagnarfresti. Að sögn stefnanda sé þar væntanlega átt við frá mánaðarmótum maí og júní 2007, sbr. kjarasamning. Ekki hafi komið til þess að stefnandi ynni á uppsagnarfresti í júnímánuði og krefjist hann ekki launa fyrir þann tíma. Í apríl 2007 hafi húsaleiga, sem stefnanda hafi borið að greiða stefnda og samkvæmt ráðningarsamningi skyldi nema 20.000 krónum, skyndilega verið hækkuð upp í 30.000,- og strax í maí sama ár í 45.000 krónur.

Stefnandi hafi að lokum aldrei fengið greitt það orlof sem reiknað hafi verið á laun hans og síðan haldið eftir. Hann hafi ekki heldur fengið greidda orlofs- eða desemberuppbót, sbr. kjarasamning.

Stefnandi kveðst hafa snúið sér til stéttarfélags síns, AFLs Starfsgreinafélags Austurlands, vegna vanefnda stefnda. Hafi félagið verið í miklum samskiptum við fyrirsvarsmann stefnda. Haldnir hafi verið sáttafundir en þeir verið án árangurs. Í júlímánuði 2007 hafi AFL vísað málinu því til lögmanns félagsins og þann 3. ágúst 2007 hafi stefnda verið sent innheimtubréf. Engin viðbrögð hafi verið við því bréfi og sé málshöfðun þessi stefnanda því nauðsynleg.

Við aðalmeðferð málsins var því lýst yfir af hálfu stefnanda að hann viðurkenndi að hafa tekið við innborgunum að fjárhæð 45.000 krónur hinn 4. maí 2007 og að fjárhæð 25.000 hinn 1. júní sama ár. Þá kom fram hjá stefnanda að greiðsla að fjárhæð 11.501 króna frá 14. maí 2007 væri vegna útlagðs kostnaðar af hans hálfu vegna kaupa á málmi í beltasylgjur, sbr. skýringar á dskj. nr. 39 og skýrslu fyrirsvarsmanns stefnda fyrir dómi. Stefnandi kvaðst hins vegar ekki kannast við að hafa tekið við innborgunum að fjárhæð 25.000 krónur hin 20. mars 2006 og að fjárhæð 20.000 krónur hinn 20. júlí sama ár upp í ógreidd laun.

Stefnandi sundurliðar kröfur sínar með eftirfarandi hætti:

Mars´06

 

 

 

 

 

 

Laun, seðill

Orlof, seðill

Greitt, seðill

Laun, samn.

Orlof, samn.

Greitt í raun

45.356

4.613

42.857

45.356

4.613

15.000

 

 

 

 

 

 

 

 

Þennan mánuð vann Dmitrijs ekki allan mánuðinn svo gert er ráð fyrir að útreikningar Álfasteins

á launum séu réttir

 

 

 

 

 

Staðgreiðslu skilað af launum samkvæmt launaseðli.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

27.587

(mismunur á útborguðum launum skv. seðli og raungreiðslu)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Apríl´06

 

 

 

 

 

 

Laun, seðill

Orlof, seðill

Greitt, seðill

Laun, samn.

Orlof, samn.

Greitt í raun

123.395

12.549

105.248

129.627

13.183

0

 

 

 

 

 

 

 

 

Leiðrétting, tímar umfram 173,33 eru greiddir á yfirvinnukaupi en ekki dagvinnukaupi (11,67).

Yfirvinnukaup er 1,0385 af mánaðarlaunum (667*173,33=115.611) eða kr. 1.201.

 

Frá launum er dregin húsaleiga kr. 35.000 fyrir mars og apríl, kemur þó ekki fram á seðli

 

Staðgreiðslu skilað af launum samkvæmt launaseðli.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

70.248

(mismunur á útborguðum launum skv. seðli og raungreiðslu + húsaleigu, kr. 35.000)

6.232

(mismunur á launum skv. launaseðli og launum skv. ráðningar- og kjarasamningi)

17.796

(orlof 05.05-04.06)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Maí´06

 

 

 

 

 

 

Laun, seðill

Orlof, seðill

Greitt, seðill

Laun, samn.

Orlof, samn.

Greitt í raun

152.800

15.540

94.070

164.109

16.690

158.105

 

 

 

 

 

 

 

 

Leiðrétting, tímar umfram 173,33 eru greiddir á yfirvinnukaupi en ekki dagvinnukaupi (17,67).

Tímakaup hækkaði með nýjum ráðningarsamningi, kr. 800.

 

 

 

Yfirvinnukaup er 1,0385 af mánaðarlaunum (800*173,33=138.664) eða kr. 1.440.

 

Staðgreiðslu skilað af launum samkvæmt launaseðli.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

-64.035

(mismunur á útborguðum launum skv. seðli og raungreiðslu)

 

 

11.309

(mismunur á launum skv. launaseðli og launum skv. ráðningar- og kjarasamningi)

 

 

 

 

 

 

 

Júní´06

 

 

 

 

 

 

Laun, seðill

Orlof, seðill

Greitt, seðill

Laun, samn.

Orlof, samn.

Greitt í raun

142.800

14.523

88.505

146.109

14.859

52.565

 

 

 

 

 

 

 

 

Sama leiðrétting á yfirvinnutímum og í maí´06 (5,17).

 

 

 

Staðgreiðslu skilað af launum samkvæmt launaseðli.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

35.940

(mismunur á útborguðum launum skv. seðli og raungreiðslu)

 

 

3.309

(mismunur á launum skv. launaseðli og launum skv. ráðningar- og kjarasamningi)

 

 

 

 

 

 

 

Júlí´06

 

 

 

 

 

 

Laun, seðill

Orlof, seðill

Greitt, seðill

Laun, samn.

Orlof, samn.

Greitt í raun

171.400

17.431

104.423

197.589

20.095

244.453

 

 

 

 

 

 

 

 

Sama leiðrétting á yfirvinnutímum og í maí og júní'06 (40,92).

 

 

 

Staðgreiðslu skilað af launum samkvæmt launaseðli.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

-140.030

(mismunur á útborguðum launum skv. seðli og raungreiðslu)

 

 

26.189

(mismunur á launum skv. launaseðli og launum skv. ráðningar- og kjarasamningi)

 

 

 

 

 

 

 

Ágúst´06

 

 

 

 

 

 

Launþegi var í launalausu fríi í ágúst 2006.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

September '06

 

 

 

 

 

Laun, seðill

Orlof, seðill

Greitt, seðill

Laun, samn.

Orlof, samn.

Greitt í raun

77.000

7.831

52.759

77.000

7.831

0

 

 

 

 

 

 

 

 

Dimitrijs kom úr fríi og til vinnu 5. september

 

 

 

Þennan mánuð vann Dmitrijs ekki allan mánuðinn og gert er ráð fyrir að útreikningar Álfasteins

á launum séu réttir

 

 

 

 

 

Engri staðgreiðslu skilað af launum, sbr. staðgreiðsluskrá og launaseðil

 

 

 

 

 

 

 

 

 

52.759

(mismunur á útborguðum launum skv. seðli og raungreiðslu)

 

 

0

(mismunur á launum skv. launaseðli og launum skv. ráðningar- og kjarasamningi)

 

 

 

 

 

 

 

Október´06

 

 

 

 

 

 

Laun, seðill

Orlof, seðill

Greitt, seðill

Laun, samn.

Orlof, samn.

Greitt í raun

144.600

14.706

116.635

149.349

15.189

115.000

 

 

 

 

 

 

 

 

Sama leiðrétting á yfirvinnutímum og í maí, júní og júlí'06 (7,42).

 

 

Engri staðgreiðslu skilað af launum, sbr. staðgreiðsluskrá og launaseðil

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1.635

(mismunur á útborguðum launum skv. seðli og raungreiðslu)

 

 

4.749

(mismunur á launum skv. launaseðli og launum skv. ráðningar- og kjarasamningi)

 

 

 

 

 

 

 

Nóvember'06

 

 

 

 

 

 

Laun, seðill

Orlof, seðill

Greitt, seðill

Laun, samn.

Orlof, samn.

Greitt í raun

129.600

13.180

82.184

138.664

14.102

30.000

 

 

 

 

 

 

 

 

Tjónþoli var ráðinn í fullt starf, 173,33 tíma á mánuði. Krafist er greiðslu m.v. það.

 

Engri staðgreiðslu skilað af launum, sbr. staðgreiðsluskrá (en skv. launaseðli var skilað)

 

 

 

 

 

 

 

 

52.184

(mismunur á útborguðum launum skv. seðli og raungreiðslu)

 

 

9.064

(mismunur á launum skv. launaseðli og launum skv. ráðningar- og kjarasamningi)

 

 

 

 

 

 

 

Desember'06

 

 

 

 

 

 

Laun, stgr.

Orlof, stgr.

Greitt, rsk.

Laun, samn.

Orlof, samn.

Greitt í raun

127.800

12.997

80.156

138.664

14.102

106.578

 

 

 

 

 

 

 

 

Vantar launaseðil, heildarlaun fundin út frá staðgreiðsluskrá.

 

 

 

Tjónþoli var ráðinn í fullt starf, 173,33 tíma á mánuði. Krafist er greiðslu m.v. það.

 

Staðgreiðslu skilað af launum samkvæmt staðgreiðsluskrá (og þá væntanlega launaseðli).

Útborgun m.v. útreikning á rsk.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

-26.422

(mismunur á útborguðum launum skv. rsk.is og raungreiðslu)

 

 

10.864

(mismunur á launum skv. staðgreiðsluskrá og launum skv. ráðningar- og kjarasamningi)

33.917

(10/12 desemberuppbótar, kr. 40.700, launþegi hóf störf í mars)

 

 

 

 

 

 

 

 

Janúar'07

 

 

 

 

 

 

Laun, seðill

Orlof, seðill

Greitt, seðill

Laun, samn.

Orlof, samn.

Greitt í raun

50.000

5.085

27.246

138.664

14.102

70.000

 

 

 

 

 

 

 

 

Tjónþoli var ráðinn í fullt starf, 173,33 tíma á mánuði. Krafist er greiðslu m.v. það.

 

Staðgreiðslu skilað af launum samkvæmt launaseðli.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

-42.754

(mismunur á útborguðum launum skv. seðli og raungreiðslu)

 

 

88.664

(mismunur á launum skv. launaseðli og launum skv. ráðningar- og kjarasamningi)

 

 

 

 

 

 

 

Febrúar'07

 

 

 

 

 

 

Laun, seðill

Orlof, seðill

Greitt, seðill

Laun, samn.

Orlof, samn.

Greitt í raun

26.400

2.685

4.946

136.664

14.102

50.000

 

 

 

 

 

 

 

 

Tjónþoli var ráðinn í fullt starf, 173,33 tíma á mánuði. Krafist er greiðslu m.v. það.

 

Engri staðgreiðslu skilað af launum, sbr. staðgreiðsluskrá.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

-45.054

(mismunur á útborguðum launum skv. seðli og raungreiðslu)

 

 

110.264

(mismunur á launum skv. launaseðli og launum skv. ráðningar- og kjarasamningi)

 

 

 

 

 

 

 

Mars'07

 

 

 

 

 

 

Laun, seðill

Orlof, seðill

Greitt, seðill

Laun, samn.

Orlof, samn.

Greitt í raun

29.600

3.010

7.970

138.664

14.102

70.000

 

 

 

 

 

 

 

 

Tjónþoli var ráðinn í fullt starf, 173,33 tíma á mánuði. Krafist er greiðslu m.v. það.

 

Engri staðgreiðslu skilað af launum, sbr. staðgreiðsluskrá.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

-62.030

(mismunur á útborguðum launum skv. seðli og raungreiðslu)

 

 

109.064

(mismunur á launum skv. launaseðli og launum skv. ráðningar- og kjarasamningi)

 

 

 

 

 

 

 

Apríl'07

 

 

 

 

 

 

Laun, seðill

Orlof, seðill

Greitt, seðill

Laun, samn.

Orlof, samn.

Greitt í raun

160.000

16.272

121.186

177.069

18.008

70.000

 

 

 

 

 

 

 

 

Sama leiðrétting á yfirvinnutímum og í maí, júní, júlí og október'06 (26,67).

 

 

Engri staðgreiðslu skilað af launum, sbr. staðgreiðsluskrá.

 

 

 

Húsaleiga hækkar skyndilega frá kr. 20.000 samningi og venju í kr. 30.000.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

61.186

(mismunur á útborguðum launum skv. seðli og raungreiðslu + lagfærð leiga)

17.069

(mismunur á launum skv. launaseðli og launum skv. ráðningar- og kjarasamningi)

 

 

 

 

 

 

 

Maí'07

 

 

 

 

 

 

Laun, seðill

Orlof, seðill

Greitt, seðill

Laun, samn.

Orlof, samn.

Greitt í raun

114.400

11.634

63.099

114.400

11.634

70.000

 

 

 

 

 

 

(Greitt 1. júní og 4. maí)

Þennan mánuð vann Dmitrijs ekki allan mánuðinn og gert er ráð fyrir að útreikningar Álfasteins

á launum séu réttir

 

 

 

 

 

Engri staðgreiðslu skilað af launum, sbr. staðgreiðsluskrá.

 

 

 

Húsaleiga hækkar skyndilega frá kr. 20.000 samningi og venju í kr. 45.000.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

18.099

(mismunur á útborguðum launum skv. seðli og raungreiðslu + lagfærð leiga)

0

(mismunur á launum skv. launaseðli og launum skv. ráðningar- og kjarasamningi)

23.000

(orlofsuppbót)

 

 

 

 

163.182

(orlof 05.06-04.07)

 

 

 

 

11.634

(orlof 05.07)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

585.619

(samtals dómkröfur stefnanda)

 

 

 

Í stefnu segir að í máli þessu hafi stefnandi talið nauðsynlegt að halda kröfum sínum vegna hvers mánaðar aðskildum upp að vissu marki og sé það m.a. vegna skattareglna. Þannig séu kröfur stefnanda alla jafna tvíþættar vegna hvers mánaðar. Annars vegar sé um að ræða mismun á þeim launum, sem stefndi hafi reiknað stefnanda samkvæmt launaseðlum, og þær greiðslur sem raunverulega hafi borist stefnanda í þeim mánuði. Sé farin sú leið að tengja greiðslur í hverjum mánuði við laun sama mánaðar, enda engin leið að sjá hvaða laun stefndi hafi talið sig vera að greiða stefnanda í hvert og eitt skipti þar sem greiðslur séu mjög tilviljanakenndar. Stundum sé einstakur mánuður í mínus en þá hafi stefnandi fengið hærri greiðslur en reiknuð laun samkvæmt launaseðli innan þess mánaðar. Stefnandi telji eðlilegt að takmarka kröfur sínar við það að krefjast aðeins mismunar á nettó launum samkvæmt launseðli og útborgun, samanber ofangreint, enda hafi hann þá í höndum launaseðla og sönnun fyrir frádrætti opinberra gjalda. Þá sé hann, samkvæmt 22. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, ekki ábyrgur fyrir skilum á staðgreiðslu af þeim launum, jafnvel þótt stefndi hafi í einhverjum tilvikum ekki skilað staðgreiðslu af launum hans.

Í hverjum mánuði sé hins vegar krafist mismunar á heildarlaunum samkvæmt kjara- og ráðningarsamningi og heildarlaunum samkvæmt launaseðli. Af þeim launum hafi staðgreiðslu ekki verið skilað og stefnandi hafi ekki kvittun fyrir afdreginni staðgreiðslu (launseðil). Sé honum því ekki stætt á öðru en að krefjast heildarlauna á þeim tíma, enda hann þá persónulega ábyrgur fyrir skilum á staðgreiðslu með stefnda.

Í greinargerð stefnda er þeirri fullyrðingu stefnanda að hann hafi unnið mikla yfirvinnu hjá stefnda mótmælt sem rangri. Hið rétta sé að stefnandi hafi aldrei innt af hendi umsamdar dagvinnustundir. Stefndi kveður launaseðla á dskj. nr. 18- 21 vera bráðabirgðalaunaseðla, sem unnir hafi verið vegna sáttatilrauna stefnda og stéttarfélagsins Afls fyrir hönd stefnanda. Þeir hafi hvorki verið byggðir á tímaskráningu stefnda né stefnanda. Launaseðlarnir hafi verið endurgerðir í bókhaldskerfi stefnda með hliðsjón af tímaskráningu stefnda og  af þeim skilað launatengdum gjöldum.

Þá mótmælir stefndi þeirri fullyrðingu stefnanda að verkefnaskortur hafi verið hjá stefnda veturinn 2006 til 2007. Starfsemi stefnda sé þannig háttað að framleitt sé inn á lager, sem síðan gangi að mestu út á ákveðnum sölutímabilum. Á þessum tíma hafi auk þess legið fyrir stór viðskiptasamningur um aukna sölu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, svo og í nýrri verslun á Laugavegi. Hafi þannig verið mikil þörf á að framleiðslan gengi vel á þessum tíma.

Í greinargerð stefnda segir að eftir að ákveðið hafi verið að stefnandi skyldi vinna í starfsstöð stefnda í Reykjavík hafi orðið að útvega leiguhúsnæði fyrir stefnanda þar. Tekin hafi verið á leigu stúdíóíbúð og hafi umsamin leiga verið 45.000 krónur á mánuði. Við starfslok hafi stefndi ætlast til að stefnandi ynni áfram við fyrirtækið. Stefnandi hafi þó mætt afar illa og hafi stefnandi orðið að ráða nýjan starfsmann til að tryggja að verslunin í Reykjavík væri opin. Hafi og komið á daginn að stefnandi hafi alfarið svikist um að mæta til vinnu eftir uppsögnina. Í greinargerð stefnda segir að í starfsstöð stefnda í Reykjavík, sem sé verslun að Laugavegi 50, sé öryggiskerfi frá Securitas. Þar sé viðvera stefnanda í húsinu skráð með nákvæmum hætti. Þrátt fyrir starfslokin hafi stefnandi búið áfram í leiguíbúðinni fram í miðjan júní. Loks bendir stefndi á að á dskj. nr. 4 séu ótaldar fimm innborganir frá stefnda: Hinn 20. mars 2006, 25.000 krónur, hinn 20. júlí 2006, 20.000 krónur, hinn 4. maí 2007, 45.000 krónu, hinn 14. maí 2007, 11.501 króna og hinn 1. júní 2007, 25.000 krónur.

Stefndi bendir á að laun hjá fyrirtækinu séu gerð upp með þeim hætti að miðað sé við tímabilið frá og með 21. hvers mánaðar til 20. næsta mánaðar. Þau laun séu síðan greidd út 1. dag mánaðarins þar á eftir. Tekur stefndi fram að svona hafi þessu verið háttað þrátt fyrir að á launaseðlum sé launatímabilið tilgreint sem undangenginn almanaksmánuður. Laun vegna 21. mars til 20. apríl hafi t.d. verið greidd út 1. maí, en á launaseðli komið fram launatímabilið 1. til 30. apríl. Ástæða þessa fyrirkomulags sé sú að þannig hafi gefist svigrúm til að fara yfir tímaskráningar og koma upplýsingum um þær til bókhaldsstofu á Borgarfirði, sem annast hafi launabókhald og gert launaseðla fyrir stefnda. Kveðið hafi verið á um þetta fyrirkomulag í ráðningarsamningum starfsmanna, sbr. dskj. nr. 6.

III.

Málsástæður

Málsástæður stefnanda:

Stefnandi kveðst byggja á því að hann hafi verið ráðinn í fullt starf hjá stefnda, nánar tiltekið 173,33 tíma á mánuði, samanber nánar ráðningarsamninga á dómskjölum nr. 6-8. Ekki hefði verið hægt að segja stefnanda upp störfum eða gjörbreyta vinnuhlutfalli hans án skyldu til greiðslu fullra mánaðarlauna nema með eins mánaðar uppsagnarfresti miðað við mánaðarmót. Það liggi því í hlutarins eðli að ekki sé hægt að senda stefnanda heim úr vinnu með vísan til meints verkefnaskorts og losna þannig fyrirvaralaust undan skyldu til greiðslu launa fyrir fasta fulla vinnu stefnda. Stefnandi kveðst vísa á bug öllum ásökunum stefnda um vinnusvik eða annað sem röngum og ósönnuðum. Vísað sé til verkstjóraábyrgðar stefnda og þess að honum hafi þá borið að áminna stefnanda eða segja honum upp störfum með sannarlegum hætti, væri hann ekki að mæta til vinnu þrátt fyrir næg verkefni. Full laun stefnanda fyrir einn mánuð nemi 138.664 krónum eftir launahækkun 1. maí 2006. Stefnandi krefjist fullra launa vegna maímánaðar enda hafi hann þá unnið og verið tilbúinn að vinna á uppsagnarfresti. Hann krefjist ekki launa vegna júnímánaðar.

Stefnandi kveðst byggja á því að þá mánuði sem hann hafi unnið yfirvinnu umfram fastar 173,33 klukkustundir beri honum að fá yfirvinnutíma greidda á yfirvinnukaupi sem þá nemi 1,0385 % af mánaðarlaunum (80% álagi á dagvinnutímakaup) en ekki á dagvinnulaunum. Um þetta kveðst stefnandi vísa m.a. til kafla 1.7. í kjarasamningi. Í aprílmánuði 2007 takmarki stefnandi kröfu sína við laun fyrir þá 200 tíma sem stefndi tilgreini á launaseðli, þrátt fyrir að hann hafi unnið mun meira.

Stefnandi kveðst byggja rétt sinn til eigi hærri frádráttar frá launum en 20.000 krónur á mánuði, þ.e. vegna húsaleigu, á ráðningarsamningi aðila, sbr. dómskjal nr. 6. Fyrirvaralaus hækkun stefnda á húsaleigu í 30.000 krónur í aprílmánuði 2007 og í 45.000 krónur í maímánuði sama ár hafi hvorki verið tilkynnt stefnanda, né hafi hann samþykkt að greiða þá leigu vegna húsnæðis, hvar svo sem það kynni að vera. Slík hækkun sé þar fyrir utan ekki í samræmi við húsaleigulög nr. 36/1994. Munnlegt samkomulag muni hafa verið um það milli stefnanda og stefnda að hann greiddi enga húsaleigu í Reykjavík en hann hafi engu að síður verið fús til að greiða sömu húsaleigu og samið hafi verið um í ráðningarsamningi.

Stefnandi kveðst byggja rétt sinn til orlofslauna á 5. kafla kjarasamnings, en í grein 5.1. komi fram að lágmarksorlof skuli vera 10,17%. Einnig sé vísað til laga nr. 30/1987, þá einkum 7. gr. laganna þar sem einnig sé fjallað um lágmarksorlof. Um gjalddaga orlofsins er vísað til venju um greiðslu þess um miðjan maímánuð (alla jafna 11. maí). Hafi stefndi lagt orlof eða hluta þess inn á svokallaðan orlofsreikning í nafni stefnanda sé skorað á hann að upplýsa um í hvaða banka sá reikningur sé og verði dómkröfur þá lækkaðar með tilliti til þess. Um útreikninga á orlofi vísar stefnandi til dómskjals nr. 3, en um sé að ræða 10,17% af heildarlaunum.

Stefnandi kveðst byggja kröfur sínar til desember- og orlofsuppbótar á kafla 1.4. í kjarasamningi. Um útreikninga á desember- og orlofsuppbót sé vísað til dómskjals nr. 3. Ekki sé krafist orlofsuppbótar í maí 2006, krafist sé 10/12 desemberuppbótar í desember 2006 þar sem stefnandi hafi hafið störf hjá stefnda í mars það ár. Krafist sé fullrar orlofsuppbótar í maí 2007, enda hafi stefnandi þá sinnt fullu starfi hjá stefnda á orlofstímabilinu.

Stefnandi kveðst byggja á almennum reglum vinnuréttarins og kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Austurlands er gilt hafi frá 1. mars 2004 til 31. desember 2007 og vísar sérstaklega til greina 1.4., 1.7. og 5. kafla samningsins. Einnig kveðst stefnandi byggja á 1. gr. laga nr. 55/1980, 22. gr. laga nr. 45/1987, lögum nr. 36/1994 og lögum 30/1987, einkum 7. grein. Stefnandi kveðst styðja kröfur um dráttarvexti, þ.m.t. vaxtavexti, við reglur III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, kröfu um málskostnað við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 og lög nr. 50/1988. Varðandi varnarþing er vísað til 33. gr. laga nr. 91/1991.

Kröfur um dráttarvexti, þ.m.t. vaxtavexti, kveðst stefnandi styðja við reglur III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 með síðari breytingum. Krafa um málskostnað styðjist við 129. og 1. mgr. 130. gr. laga 91/1991 um meðferð einkamála og krafa um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun sé reist á lögum númer 50/1988. Stefnandi kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur og beri honum því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. Varðandi varnarþing er vísað til 33. gr. laga nr. 91/1991.

Málsástæður stefnda.

Stefndi kveðst byggja sýknukröfu sína á því að krafa stefnanda sé greidd að fullu, m.a. með því að skuldajafna kröfum, sem stefndi kveðst eiga á hendur stefnanda, á móti launakröfum hans. Stefndur kveður fjárkröfur sínar á hendur stefnanda vera hæfar til að mæta launakröfum stefnanda með skuldajöfnuði.

Stefnandi kveður launaseðil á dskj. nr. 9 ekki vera úr launabókhaldi stefnda heldur minnisblað frá framkvæmdastjóra stefnda til bókhaldsstofunnar. Bókhaldsstofan hafi ekki gert sérstakan launaseðil fyrir tímabilið frá 21. febrúar til 20. mars 2006, en tekið þá daga, sem stefnandi vann á þessu tímabili (hóf störf 6. mars) inn á launaseðil á dskj. nr. 10. Launakrafa stefnanda sé því tvítalin að þessu leyti. Samkvæmt þeim launaseðlum, sem þá standi eftir, sbr. dskj. nr. 10 til 21, skyldu útborguð laun vera 868.271 króna. Fimm innborganir frá stefnda komi ekki fram í gögnum stefnanda eins og að framan greini og sé þar samtals um að ræða 126.501 krónu. Að þessum fimm innborgunum stefnda meðtöldum sé ljóst að stefndi hafi greitt stefnanda alls 1.108.202 krónur. Ljóst sé því að útborguð laun samkvæmt launaseðlum hafi verið greidd að fullu og gott betur. Stefndi kveður stefnanda hafa fengið 262.605 krónur ofgreitt, en stefnanda hafi ekki verið gagnstefnt til greiðslu þeirrar fjárhæðar í máli þessu. Stefndi kveðst hins vegar eiga fjárkröfur á hendur stefnanda, sem sé hæfar til að mætast með skuldajöfnuði. Stefnandi kveður þær vera eftirfarandi:

1. Krafa að fjárhæð 90.800 krónur vegna tjóns, sem stefnandi hafi valdið á bifreiðinni PA-759 í eigu stefnanda. Hinn 17. desember 2006 hafi stefnandi farið í einkaerindum á bifreið fyrirtækisins frá Borgarfirði til Egilsstaða. Stefnandi hafi ekið of hratt og óvarlega miðað við akstur og misst vald á bifreiðinni, sem hafnað hafi utan vegar. Talsverðar skemmdir hafi orðið á bifreiðinni, sem húftrygging bifreiðarinnar hafi bætt fyrir utan sjálfsábyrgð að fjárhæð 90.800 krónur. Samkvæmt sakarreglunni beri stefnandi bótaábyrgð gagnvart stefnda vegna þess tjóns.

2. Krafa að fjárhæð 675.000 krónur vegna ólögmæts brotthlaups úr vinnu. Mánuðina janúar til mars 2007 hafi stefnandi nánast ekkert mætt til vinnu hjá stefnda. Þá hafi stefndi ekkert mætt til vinnu á uppsagnarfresti, þ.e. frá miðjum maí og út júní 2007. Stefndi hafi af þessum sökum orðið að ráða aðra starfsmenn og kveðst stefndi meta það svo að á fyrra tímabilinu hafi stefnandi með þessum hætti svikið sig um þriggja mánaða laun og eins og hálfs mánaðar laun í seinna skiptið. Tjón sitt meti stefndi á 150.000 krónur á mánuði.

3. Krafa að fjárhæð 61.000 krónur vegna notkunar á veraldarvef. Stefnandi hafi haft aðgang að veraldarvefnum á heimili sínu á Borgarfirði í gegnum síma, sem skráður hafi verið á stefnda. Stefndi hafi gert honum reikning að fjárhæð 61.000 krónur vegna þessa, sem ekki hafi fengist greiddur. Kostnaður þessi sé á engan hátt hluti af kjörum stefnanda, heldur kostnaður, sem honum beri að endurgreiða stefnda.

Þá kveðst stefndi byggja á því að ráðningarsamningur málsaðila hafi gert ráð fyrir sveigjanlegum vinnutíma, en skila hafi þurft ákveðnum tímafjölda í dagvinnu á mánuði. Allan þann tíma, sem stefnandi hafi starfað hjá stefnda, hafi hann ekki náð að skila umsömdum vinnustundafjölda. Kveðst stefndi telja með vísan til almennra reglna kröfuréttarins að þegar stefnandi flytji vinnustundir á milli launatímabila beri ekki að greiða fyrir þá tíma með yfirvinnukaupi heldur dagvinnukaupi.

Um lagarök vísar stefndi til almennra reglna samninga- og kröfuréttar, svo og til óskráðra reglna um skuldajöfnuð.

IV.

Niðurstaða

Óumdeilt er að stefnandi réð sig til starfa hjá stefnda samkvæmt skriflegum ráðningarsamningi, dagsettum 29. desember 2005, og hóf störf hjá stefnda 6. mars 2006. Þá er óumdeilt að stefnandi var ráðinn í fullt starf, þ.e. gert var ráð fyrir að hann ynni 173,33 tíma á mánuði í dagvinnu. Loks er óumdeilt að umsamið tímakaup var í byrjun 667 krónur á klukkustund auk orlofs eða þar til nýr ráðningarsamningur var gerður 23. maí 2006, en samkvæmt honum hækkaði tímakaup í dagvinnu í 800 krónur á klukkustund frá og með 1. maí 2006. Um laun skyldi fara eftir kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Austurlands, sem tók gildi 1. mars 2004.

Enginn ágreiningur er með málsaðilum að því er varðar vinnuskýrslur stefnanda á dskj. nr. 43 og launaseðla á dskj. nr. 9 til 16 og 47, en þessi gögn eru vegna tímabilsins frá 6. mars til 20. desember 2006. Við munnlegan málflutning var því lýst yfir af hálfu stefnda að framlagðir launaseðlar vegna mars og apríl 2006 væru réttir og að ekki væri rétt svo sem fram kæmi í greinargerð að launaseðill vegna apríl 2006 væri einnig vegna launa í mars sama ár.

Ljóst er að í mánuðunum apríl, maí, júní, júlí og október 2006 vann stefnandi yfirvinnu, þ.e. skilaði vinnustundum umfram umsamdar 173,33 dagvinnustundir á mánuði. Ósannað er að svo hafi um samist að vinnustundir umfram 173,33 klukkustundir á mánuði skyldu flytjast á milli mánaða og reiknast á dagvinnukaupi. Samkvæmt kafla 1.7 í kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Austurlands, sem gilti um laun stefnanda, bar stefnda þvert á móti að greiða yfirvinnuálag fyrir unna yfirvinnu. Þá hefur stefndi viðurkennt að hafa ekki greitt stefnanda orlof, orlofsuppbót og desemberuppbót samkvæmt gildandi kjarasamningi. Eru kröfur stefnanda vegna yfirvinnu, orlofs, orlofsuppbótar og desemberuppbótar vegna þessa tímabils teknar til greina að fullu.

Stefndi heldur því fram að á tímabilinu janúar til mars 2007 hafi stefnandi lítið mætt til vinnu. Samkvæmt vinnuskýrslum á dskj. nr. 31, sem unnar eru af fyrirsvarsmanni stefnda, skilaði stefnandi aðeins 14 vinnustundum í janúar, 11 vinnustundum í febrúar og 27 vinnustundum í mars. Stefnandi hafi þannig ekki skilað umsömdu vinnuframlagi þrátt fyrir að næg verkefni hafi verið hjá fyrirtækinu á þessum tíma. Stefndi heldur því hins vegar fram að mikill verkefnaskortur hafi verið hjá stefnda allt frá því í nóvember 2006 og einnig hafi skort hráefni, svo sem silfur. Kom fram í skýrslu stefnanda hér fyrir dómi að í desember 2006 hafi hann beðið fyrirsvarsmann stefnda um að panta silfur, sem hafi verið á þrotum, en fyrirsvarsmaðurinn hafi tjáð honum að hann gæti það ekki þar sem ekki væri búið að greiða síðustu pöntun. Kvaðst stefnandi þá hafa boðist til að leggja út fyrir kaupum á silfrinu. Þessi frásögn stefnanda fær stuðning í dskj. nr. 39, þ.e. millifærslu stefnda á 11.501 krónu til stefnanda vegna efnis í belti. Hefur fyrirsvarsmaður stefnda einnig staðfest að um greiðslu á útlögðum kostnaði stefnanda hafi verið að ræða vegna kaupa hans á málmi í beltasylgjur.

Stefnandi hefur viðurkennt að mæting hans til vinnu hafi versnað frá og með nóvember 2006, en það hafi verið af áðurgreindum ástæðum, þ.e. vegna verkefna- og hráefnisskorts. Stefnandi kvaðst þó hafa haldið áfram að mæta til vinnu og fylla út vinnuskýrslur. Kvað hann vinnuskýrslur á dskj. nr. 31 ekki vera réttar frá og með janúar 2007.

Engin gögn liggja fyrir um það í málinu að af hálfu stefnda hafi verið gerðar athugasemdir við vinnuframlag stefnanda í janúar, febrúar og mars 2007. Þvert á móti hefur það komið fram að fyrirsvarsmaður stefnda fól stefnanda að undirbúa opnun verslunar stefnda í Reykjavík í apríl 2007 og síðan að annast verslunina einn síns liðs í framhaldinu. Þá verður ekki annað ráðið af skýrslum vitnanna Romans Jans Myszewski og Karls Sveinssonar en að stefnandi hafi verið við vinnu hjá stefnda í janúar, febrúar og mars 2007. Fram kom reyndar hjá vitnum þessum að stefnandi hafi yfirleitt ekki komið til starfa fyrr en eftir hádegi, en hér verður að hafa í huga að vinnutími stefnanda var sveigjanlegur, sbr. dskj. nr. 6. Vegna náinna tengsla vitnisins Matthildar Þórðardóttur við fyrirsvarsmann stefnda þykir ekki unnt að leggja skýrslu hennar til grundvallar í málinu, enda er hún í ósamræmi við framburð áðurgreindra vitna. Þá er til þess að líta að yfirlit fyrirsvarsmanns stefnda á dskj. nr. 31 yfir unnar vinnustundir stefnanda frá og með janúar 2007 er hvorki í samræmi við launaseðla á dskj. 17-21, sem stefndi framvísaði án fyrirvara hjá stéttarfélagi stefnanda, né launaseðla, sem stefndi gaf út síðar, sbr. dskj. nr. 30. Með hliðsjón af öllu framangreindu er ekki unnt að leggja vinnuskýrslur á dskj. nr. 31 til grundvallar í málinu. Þykir ósannað að stefnandi hafi ekki skilað fullu vinnuframlagi á þessum tíma vegna ástæðna, sem hann beri ábyrgð á.

Með hliðsjón af öllu framangreindu þykir stefnandi eiga kröfu á full dagvinnulaun í samræmi við framlagðan ráðningarsamning í nóvember og desember 2006 og í janúar, febrúar og mars 2007. Með sömu rökum og áður greinir ber stefnda og að greiða stefnanda orlof, orlofsuppbót og desemberuppbót samkvæmt gildandi kjarasamningi fyrir tímabilið frá 1. janúar til 14. maí 2007, svo og yfirvinnuálag fyrir unna yfirvinnu í apríl sama ár.

Í ráðningarsamningi er samið um að húsaleiga að fjárhæð 20.000 krónur dragist frá launum stefnanda. Var stefnda óheimilt að hækka einhliða húsaleigu stefnanda, fyrst um 10.000 krónur í apríl 2007 og síðan um 25.000 krónur í maí sama ár, án þess að segja upp umsömdum starfskjörum stefnanda, og er því ekki fallist á að hækkun þessi komi til frádráttar launum stefnanda.

Af hálfu stefnda er þess krafist að gagnkröfur, sem hann kveðst eiga á hendur stefnanda, komi til frádráttar launakröfum stefnanda. Stefnandi kveður gagnkröfur sínar vera í fyrsta lagi vegna tjóns, sem stefnandi hafi valdið á bifreið fyrirtækisins og í öðru lagi vegna notkunar stefnanda á internettengingu stefnda. Gegn mótmælum stefnanda og með vísan til 1. gr. laga nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups er ekki fallist á að kröfur þessar komi til frádráttar launakröfum stefnanda. Í þriðja lagi kveðst stefndi eiga gagnkröfu á hendur stefnanda vegna ólögmæts brotthlaups hans úr vinnu hjá stefnda mánuðina janúar, febrúar og mars 2007 og á uppsagnarfresti frá miðjum maí og út júní 2007. Eins og að framan greinir þykir ósannað að stefnandi hafi hlaupist með ólögmætum hætti úr vinnu hjá stefnda í janúar, febrúar og mars 2007. Þá hefur stefnandi ekki krafist launa á uppsagnarfresti og er tjón stefnda vegna brotthlaups hans úr vinnu á uppsagnarfresti með öllu ósannað.

Gegn mótmælum stefnanda eru innborganir stefnda inn á laun til stefnanda að fjárhæð 25.000 krónur hinn 20. mars 2006 og að fjárhæð 20.000 krónur hinn 20. júní sama ár ósannaðar. Stefnandi hefur hins vegar viðurkennt innborganir að fjárhæð 45.000 krónur hinn 4. maí 2007 og að fjárhæð 25.000 krónur hinn 1. júní sama ár og hefur verið tekið tillit til þeirra í endanlegri kröfugerð stefnanda.

Með vísan til alls framangreinds eru endanlegar kröfur stefnanda teknar til greina að fullu með dráttarvöxtum eins og krafist er, en kröfugerð stefnanda hefur ekki verið mótmælt tölulega af hálfu stefnda.

Með hliðsjón af málsúrslitum ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað að fjárhæð 573.696 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.

Dóm þennan kveður upp Ragnheiður Bragadóttir dómstjóri.

Dómsorð:

Stefndi, Álfasteinn ehf., greiði stefnanda, Dmitrijs Martinovs, 585.619 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 af 27.587 krónum frá 1. apríl 2006 til 1. maí 2006, af 104.067 krónum frá þeim degi til 11. maí 2006, af 121.863 krónum frá þeim degi til 1. júní.2006, af 69.137 krónum frá þeim degi til 1. júlí 2006, af 108.386 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 2006, af 5.455 krónum frá þeim degi til 1. október 2006, af 47.304 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2006, af 53.688 krónum frá þeim degi til 1. desember 2006, af 114.936 krónum frá þeim degi til 15. desember 2006, af 148.853 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2007, af 133.295 krónum frá þeim degi til 1. febrúar.2007, af 179.205 krónum frá þeim degi til 1. mars 2007, af 244.415 krónum frá þeim degi til 1. apríl 2007, af 291.449 krónum frá þeim degi til 1. maí 2007, af 369.704 krónum frá þeim degi til 11. maí 2007, af 532.886 krónum frá þeim degi til 1. júní 2007 og af 585.619 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Dráttarvextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta skipti 1. apríl 2007.

Stefndi greiði stefnanda 573.696 krónur í málskostnað.