Hæstiréttur íslands
Mál nr. 119/2000
Lykilorð
- Kærumál
- Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
|
Mánudaginn 20. mars 2000. |
|
Nr. 119/2000.
|
Ákæruvaldið(Kolbrún Sævarsdóttir settur saksóknari) gegn Herbirni Sigmarssyni(Björgvin Jónsson hrl.) |
Kærumál. Gæsluvarðhald 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.
Úrskurður héraðsdóms um að H skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. mars 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. mars 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hafnað verði kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá fellst varnaraðili á varakröfu sóknaraðila um að hann sæti farbanni.
Sóknaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur, en til vara að varnaraðila verði gert að sæta farbanni.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Héraðsdómur barst ekki.