Hæstiréttur íslands
Mál nr. 396/1999
Lykilorð
- Kærumál
- Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
|
Föstudaginn 1. október 1999. |
|
Nr. 396/1999. |
Lögreglustjórinn í Reykjavík (Egill Stephensen saksóknari) gegn X (Björgvin Þorsteinsson hrl.) |
Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður l. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Gunnlaugur Claessen og Haraldur Henrysson.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. september 1999, þar sem sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 1. desember nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími.
Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. september 1999.
Lögreglustjórinn í Reykjavík krefst þess að X, [...] verði á grundvelli a liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 1. desember nk., kl. 16.00.
[...]
Niðurstaða.
Verið er að rannsaka meint brot gegn fíkniefnalöggjöfinni og varðaði háttsemi kærða ef sönnuð væri við 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þar sem hámarksrefsing er 10 ára fangelsi. Rannsókn máls þessa er á frumstigi og ráða má af rannsóknargögnum að rannsóknin sé bæði flókin og tímafrek, en hún teygir anga sína út fyrir landsteinana.
Kærði hefur viðurkennt [...]. Rannsóknargögn málsins benda sterklega til þess að hann sé tengdur frekari innflutningi og/eða dreifingu fíkniefna sem rannsókn máls þessa snýst um. Er því fallist á nauðsyn þess að kærði sæti gæslu svo koma megi í veg fyrir að hann torveldi rannsókn málsins, sem er, eins og að framan greinir, umfangsmikil og skammt á veg komin.
Með vísan til þessa svo og með vísan til a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 er fallist á kröfu lögreglustjórans í Reykjavík eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði.
Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.
Úrskurðarorð:
Kærði, X sæti gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 1. desember 1999 kl. 16.00.