Hæstiréttur íslands
Mál nr. 233/2008
Lykilorð
- Gjaldþrotaskipti
- Riftun
- Endurgreiðslukrafa
- Sératkvæði
|
|
Fimmtudaginn 18. desember 2008. |
|
Nr. 233/2008. |
Endurskoðun og uppgjör ehf. (Hróbjartur Jónatansson hrl.) gegn Þrotabúi Yms ehf. (Arnór Halldórsson, skiptastjóri) |
Gjaldþrotaskipti. Riftun. Endurgreiðslukrafa. Sératkvæði.
Þ krafðist riftunar meðal annars á greiðslu Y til E sem greidd var með þeim hætti að Þ, kaupandi fasteignarinnar að F, greiddi hina tilgreindu fjárhæð sem hluta kaupverðs fasteignarinnar, beint til E. Var fallist á með héraðsdómi að greitt hefði verið með óvenjulegum greiðslueyri, sbr. 134. gr. laga nr. 21/1991 laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Í málinu var deilt um hvenær umrædd greiðsla teldist hafa farið fram. Í dómi Hæstaréttar sagði að meginreglan væri sú að greiðsla á peningakröfu teldist hafa farið fram í skilningi 134. gr. laga nr. 21/1991 þegar hún væri komin til kröfuhafans. Þegar greitt væri fyrir milligöngu þriðja aðila skipti aftur á móti máli hvaða tengsl hann hefði við kröfuhafa. Ef þriðji maður væri umboðsmaður kröfuhafa eða tengdur honum með öðrum þeim hætti að það yrði að samsama hann kröfuhafa teldist greiðsla hafa farið fram þegar hún væri komin til þriðja manns. Í öðrum tilvikum teldist greiðsla almennt ekki hafa verið innt af hendi fyrr en greiðsla væri komin til kröfuhafa frá þriðja manni. Tengslin á milli Þ og E voru ekki þess eðlis að hún yrði samsömuð E við kaup hennar á fasteigninni að F. Yrði því að leggja til grundvallar að greiðslan hefði verið innt af hendi þegar hún kom til E frá Þ. Var E ekki talið hafa tekist sönnun um að hin umdeilda greiðsla hefði farið fram fyrir 28. febrúar 2006. Var krafa Þ því tekin til greina þar sem fyrrnefnd greiðsla var innt af hendi innan sex mánaða fyrir frestdag, sbr. 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Ekki voru lagaskilyrði á grundvelli fyrrnefnds lagaákvæðis til að rifta greiðslum Y til E vegna skulda sex annarra aðila við E, þar sem umræddu lagaákvæði er almennt ekki beitt þegar skuldari hefur greitt skuld annars aðila. Hins vegar var fallist á með Þ að þær greiðslur hefðu verið gjafagerningar, sbr. 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991, enda fékk Y ekki nein verðmæti í stað umræddra greiðslna. Var krafa Þ um riftun á þeim greiðslum því einnig tekin til greina. Samkvæmt 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 var E dæmt til að greiða Þ fjárhæð sem svaraði til allra framangreindra greiðslna.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 23. apríl 2008. Hann krefst sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur að því er málsaðila varðar. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti en til vara að málskostnaður verði látinn niður falla.
I
Málsástæðum aðila er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Svo sem þar kemur fram er óumdeilt að frestdagur við gjaldþrotaskipti á búi varnaraðila var 23. júní 2006. Stefndi byggir kröfu sína að hluta á 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti, þar sem fram kemur að rifta megi greiðslu skuldar á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag að tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Telur stefndi að greiðslan hafi verið óvenjuleg og að í skilningi ákvæðisins hafi fullnusta hennar átt sér stað 28. febrúar 2006, en þann dag gaf áfrýjandi út kvittanir til Yms ehf. um greiðslur á þeirri skuld, samtals að fjárhæð 3.258.000 krónur, sem stefndi krefst riftunar og endurgreiðslu á og tíunduð er í héraðsdómi.
Áfrýjandi telur á hinn bóginn að greiðsludagur hafi verið 27. október 2005. Með kaupsamningi þann dag seldi Ymur ehf. Þórunni Helgu Hauksdóttur, eiginkonu Guðmundar Sveinssonar fyrirsvarsmanns áfrýjanda, íbúð í fjölbýlishúsi að Fífumóa 9 á Selfossi. Umsamið kaupverð var 14.458.000 krónur og skuldbatt kaupandi sig til að greiða það í fernu lagi þannig:
„1. Með peningum við undirritun kaupsamnings til Frjálsa fjárfestingabankans hf. kr. 1.000.000
2. Með peningum við afhendingu til Frjálsa fjárfestingabankans hf. kr. 10.000.000
3. Með peningum við afsal kr. 200.000
4. Með peningum til Endurskoðunar og uppgjörs ehf. kt. 460199-2399 kr. 3.258.000“.
Þessi samningur var afhentur til þinglýsingar 31. október 2005. Með honum samþykkti Ymur ehf. fyrir sitt leyti að Þórunn skyldi greiða hluta kaupverðs íbúðarinnar með því að greiða skuld við áfrýjanda.
Ágreiningur aðila lýtur einkum að því hvenær greiðsla telst hafa farið fram á kröfu þeirri sem í málinu er krafist riftunar á. Meginreglan er sú að greiðsla á peningakröfu telst hafa farið fram í skilningi 134. gr. laga nr. 21/1991 þegar hún er komin til kröfuhafans. Þegar greitt er fyrir milligöngu þriðja aðila skiptir aftur á móti máli hvaða tengsl hann hefur við kröfuhafa. Ef þriðji maður er umboðsmaður kröfuhafa eða tengdur honum með þeim hætti að það verði að samsama hann kröfuhafa telst greiðsla hafa farið fram þegar hún er komin til þriðja manns. Í öðrum tilvikum telst greiðsla almennt ekki hafa verið innt af hendi fyrr en greiðsla er komin til kröfuhafa frá þriðja manni. Varðandi það hvort greiðsla teljist óvenjuleg er hins vegar miðað við form hennar þegar hún fer frá greiðanda.
Í málinu er ekki á því byggt að Þórunn Helga hafi haft umboð til þess að taka við greiðslu fyrir hönd áfrýjanda þannig að Ymur ehf. losnaði undan skuldbindingu sinni gagnvart honum við gerð kaupsamnings. Tengslin á milli Þórunnar Helgu og áfrýjanda, sem er einkahlutafélag, eru ekki þess eðlis að hún verði samsömuð áfrýjanda við kaup hennar á íbúð í fjölbýlishúsinu að Fífumóa 9 á Selfossi. Verður því að leggja til grundvallar að greiðslan hafi verið innt af hendi þegar hún kom til áfrýjanda frá Þórunni Helgu.
Hinn 28. febrúar 2006 gaf áfrýjandi út kvittun fyrir greiðslunni og segir þar „Ymur ehf ... hefur í dag greitt í reikning sinn kr. 1.226.575“. Sama dag var önnur kvittun gefin út vegna vaxtakostnaðar Yms ehf. að fjárhæð 17.657 krónur. Samtals voru því greiddar vegna Yms ehf. 1.244.232 krónur. Þá voru jafnframt gefnar út sex aðrar kvittanir vegna greiðslu á skuldum Rimabæjar ehf., Staðals ehf., VEÞ verktaka ehf., Hústaks sf., Edvarðs K. Sigurðssonar og Viðars J. Scheving. Um þær verður fjallað í næsta kafla dómsins. Samtals eru þessar kvittanir fyrir 3.258.000 krónum.
Við meðferð málsins í héraði beindi stefndi áskorun til áfrýjanda og Þórunnar Helgu, um að leggja fram bankakvittanir vegna greiðslu hennar til áfrýjanda til samræmis við útgefnar kvittanir að fjárhæð 3.258.000 krónur 28. febrúar 2006. Áfrýjandi hafnaði þessari áskorun.
Þar sem áfrýjanda hefur ekki tekist sönnun um að greiðsla 1.244.232 króna hafi farið fram fyrir 28. febrúar 2006 verður að taka kröfu stefnda til greina um riftun greiðslunnar þar sem hún var innt af hendi innan sex mánaða fyrir frestdag, sbr. 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991, enda er fallist á það með héraðsdómi að greitt hafi verið með óvenjulegum greiðslueyri og að greiðslan hafi ekki getað talist venjuleg eftir atvikum. Samkvæmt 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda fjárhæð sem svarar til þeirrar greiðslu sem hér um ræðir.
Undir riftunarreglu 134. gr. laga nr. 21/1991 falla greiðslur á skuldum þess sem síðar verður gjaldþrota. Reglunni verður almennt ekki beitt þegar skuldari hefur greitt skuld annars aðila. Riftun á greiðslum Yms ehf. til áfrýjanda á 2.013.768 krónum vegna skulda Rimabæjar ehf., Staðals ehf., VEÞ verktaka ehf., Hústaks sf., Edvarðs K. Sigurðssonar og Viðars J. Scheving við áfrýjanda verður því ekki rift á grundvelli 134. gr. laga nr. 21/1991.
II
Í annan stað hefur stefndi vísað til 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 því til stuðnings að rifta beri þeim hluta greiðslunnar sem ætlað var til greiðslu skulda fyrrnefndra aðila við áfrýjanda. Telur hann að þar hafi verið um að ræða gjafagerning í skilningi ákvæðisins, enda hafi Ymur ehf. ekki fengið nein verðmæti í staðinn.
Eins og áður segir samanstóð fjárhæðin 3.258.000 krónur, sem Þórunn Helga skyldi greiða áfrýjanda, af skuld Yms ehf. við áfrýjanda að fjárhæð 1.244.232 krónur og skuldum annarra samtals að fjárhæð 2.013.768 krónur. Samkvæmt gögnum málsins og málflutningi aðila má að hluta rekja þá greiðslu til samkomulags þriggja eigenda Yms ehf. við Þórunni Helgu 26. maí 2004, þar sem vísað er til kaupsamnings um kaup Þórunnar Helgu á íbúð af ÞH verki ehf., en einn eigenda Yms ehf. var aðaleigandi þess félags. Í þeim samningi var gert ráð fyrir að Þórunn Helga skyldi greiða samtals 2.900.000 krónur af kaupverði íbúðarinnar til áfrýjanda. Kom fram við skýrslutöku í héraði að samningurinn 27. október 2005 hafi komið í stað samkomulagsins frá 26. maí 2004. Óumdeilt er að Ymur ehf. hafi með ráðstöfun fyrrnefndrar kaupsamningsgreiðslu greitt skuldir Rimabæjar ehf., Staðals ehf., VEÞ verktaka ehf., Hústaks sf., Edvarðs K. Sigurðssonar og Viðars J. Scheving við áfrýjanda samtals að fjárhæð 2.013.768 krónur. Hinn 28. febrúar 2006 gaf áfrýjandi út sex kvittanir til Yms ehf. vegna þeirra.
Eins og komist var að í kafla I hér að framan átti greiðsla á skuldum framangreindra aðila sér stað innan sex mánaða fyrir frestdag. Aðilar málsins eru sammála um að skilja beri kaupsamninginn frá 27. október 2005 svo að með honum hafi Ymur ehf. skuldbundið sig til að greiða tilgreindar skuldir framangreindra aðila við áfrýjanda. Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á að Ymur ehf. hafi fengið verðmæti fyrir greiðsluna en fyrir liggur í málinu að sumir þeirra aðila sem greitt var fyrir voru ógjaldfærir. Verður samkvæmt þessu fallist á með stefnda að um hafi verið að ræða gjafagerning í skilningi 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991. Leiðir þetta til þess að krafa stefnda um riftun á þessum hluta greiðslunnar, sem ósannað er að fullnægt hafi verið fyrr en 28. febrúar 2006, verður tekin til greina. Samkvæmt 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda fjárhæð sem svarar til þeirrar greiðslu sem hér um ræðir.
III
Samkvæmt öllu framansögðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur að því er snertir riftun á greiðslu Yms ehf. á skuld að fjárhæð 3.258.000 krónur og áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda þá fjárhæð. Stefna var birt áfrýjanda 3. júlí 2007. Er upphafsdagur dráttarvaxta miðaður við þann dag í hinum áfrýjaða dómi. Ekki eru efni til að taka til greina kröfu áfrýjanda um að miða upphafstíma dráttarvaxta við síðari dag. Verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms því staðfest.
Samkvæmt þessum málsúrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Héraðsdómur er óraskaður.
Áfrýjandi, Endurskoðun og uppgjör ehf., greiði stefnda, þrotabúi Yms ehf., 500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Sératkvæði
Jóns Steinars Gunnlaugssonar
I
Í atkvæði meirihlutans er lýst samningi 27. október 2005 þar sem Ymur ehf. seldi Þórunni Helgu Hauksdóttur, eiginkonu Guðmundar Sveinssonar fyrirsvarsmanns áfrýjanda, íbúð í fjölbýlishúsi að Fífumóa 9 á Selfossi. Skyldi Þórunn Helga inna hluta kaupverðsins af hendi með greiðslu til áfrýjanda að fjárhæð 3.258.000 krónur. Hér er um þá greiðslu að ræða sem stefndi krefst að rift verði og endurgreidd.
Áfrýjandi kveður Þórunn Helgu hafa innt greiðsluna af hendi strax 27. október 2005 með „færslu milli viðskiptareikninga“ hjá áfrýjanda. Við meðferð málsins í héraði beindi stefndi áskorun til beggja stefndu í héraði, áfrýjanda og Þórunnar Helgu, um að leggja fram bankakvittanir vegna greiðslu hennar til áfrýjanda til samræmis við útgefnar kvittanir að fjárhæð 3.258.000 krónur 28. febrúar 2006. Áfrýjandi hafnaði þessari áskorun þar sem gögnin væru þýðingarlaus fyrir úrlausn málsins. Fyrir lægi afstaða beggja, Þórunnar Helgu og áfrýjanda, um að greiðslan hefði verið innt af hendi með millifærslu 27. október 2005.
Með samningi sínum við Þórunni Helgu Hauksdóttur 27. október 2005 samþykkti Ymur ehf. fyrir sitt leyti að Þórunn skyldi greiða hluta kaupverðs íbúðarinnar með því að greiða skuldina við áfrýjanda. Fram kom hjá fyrrverandi fyrirsvarsmanni Yms ehf. fyrir dómi að helsta ástæðan fyrir því að samið var við Þórunni Helgu um sölu íbúðarinnar hafi verið að tryggja áfrýjanda greiðslu skuldarinnar. Hið sama kom fram hjá fyrirsvarsmanni áfrýjanda. Má því líta svo á að Þórunn Helga hafi komið fram sem fulltrúi áfrýjanda gagnvart Ymi ehf. þegar samið var um að hún skyldi greiða áfrýjanda nefndan hluta kaupverðs íbúðarinnar. Svo sem fyrr segir deila aðilar um hvenær telja beri að skuldin hafi verið greidd í skilningi 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Ákvæðið hefur þann tilgang að endurheimta í þrotabú greiðslur sem þrotamaður hefur innt af hendi á tilgreindum tíma fyrir frestdag og verður skýrt þannig að miða beri við þann dag er greiðsluverðmæti fer frá þeim sem greiðir. Í því tilviki sem hér um ræðir liggur fyrir að eftir 27. október 2005 hafði Ymur ehf. ekki lengur neitt að segja um framkvæmd greiðslunnar og engan atbeina þurfti frá félaginu til þess að ljúka henni. Framkvæmd hennar var alfarið í höndum Þórunnar Helgu, og eftir atvikum móttakanda hennar, áfrýjanda sjálfs. Óumdeilt er að Þórunn Helga gætti hagsmuna áfrýjanda í lögskiptum sínum við Ym ehf. Áfrýjandi og Þórunn Helga eru sammála um að líta svo á að greiðslan teljist hafa átt sér stað strax eftir gerð kaupsamningsins. Vegna þessara aðstæðna tel ég ekki unnt að líta svo á að greitt hafi verið 28. febrúar 2006 eins og stefndi vill miða við, þótt áfrýjandi hafi þann dag afhent Ymi ehf. kvittanir sem fólu í sér skriflegar staðfestingar á því að greiðslur Yms ehf og þeirra annarra aðila sem um ræðir hefðu farið fram. Gildir þá að mínum dómi einu þó að texti þessara kvittana hafi hljóðað um að Ymur ehf. hafi „í dag“ greitt í reikning sinn umræddar skuldir. Samkvæmt öllu þessu tel ég að líta verði svo á að Ymur ehf. hafi með gerð kaupsamningsins 27. október 2005 látið greiðsluna af hendi. Tel ég því að greiðslan hafi verið innt af hendi meira en 6 mánuðum fyrir frestdag og verði ekki rift með vísan til 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991.
II
Svo sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi stóð fjárhæðin 3.258.000 krónur, sem Þórunn Helga skyldi greiða áfrýjanda, saman af skuld Yms ehf. að fjárhæð 1.244.232 krónur og skuldum annarra aðila sem tengdust Ymi ehf., samtals að fjárhæð 2.013.768 krónur. Samkvæmt gögnum málsins og málflutningi aðila má að hluta rekja þessa ráðstöfun til samkomulags þriggja eigenda Yms ehf. við Þórunni Helgu 26. maí 2004, þar sem vísað er til kaupsamnings sama dag um kaup Þórunnar Helgu á íbúð af ÞH verki ehf., en einn eigenda Yms ehf. var aðaleigandi þess félags. Í þeim samningi var gert ráð fyrir að Þórunn Helga skyldi greiða samtals 2.900.000 krónur af kaupverði íbúðarinnar til áfrýjanda. Af samkomulaginu er ljóst að til þeirra skulda sem þar var samið um heyrðu að minnsta kosti skuldir Staðals ehf. og Rimabæjar ehf. en þessi fyrirtæki eru bæði meðal þeirra skuldara sem greiðslan til áfrýjanda í samningnum 27. október 2005 átti að taka til. Kom fram við skýrslutöku í héraði að samningurinn 27. október 2005 hafi komið í stað þessa eldra samnings. Stefndi hefur vísað til 131. gr. laga nr. 21/1991 því til stuðnings að rifta beri þeim hluta greiðslunnar sem ætlað var að greiða skuldir annarra en Yms ehf. við áfrýjanda. Telur hann að þar hafi verið um að ræða gjafagerning í skilningi ákvæðisins, þar sem Ymur ehf. hafi með þessum hluta greiðslunnar tekið á sig að greiða skuldir annarra en ekki fengið verðmæti í staðinn.
Í stefnu til héraðsdóms vísaði stefndi til 131. gr. laga nr. 21/1991 um þessa kröfu. Eftir að úr því hefur verið leyst hér að framan að hin umdeilda greiðsla hafi átt sér stað fyrir sex mánaða tímabilið sem 1. mgr. 131. gr. miðar við kemur til úrlausnar hvort skilyrðum 2. mgr. 131. gr. sé fullnægt en þar er heimiluð krafa um riftun á gjafagerningi ef gjöfin var afhent sex til tólf mánuðum fyrir frestdag nema leitt sé í ljós að þrotamaður hafi þá verið gjaldfær og það þrátt fyrir afhendinguna.
Fyrir liggur að Ymur ehf. hafði ekki skuldbundið sig til að greiða skuldir hinna tengdu aðila við áfrýjanda fyrr en með samningnum við Þórunni Helgu Hauksdóttur 27. október 2005, enda hafði Ymur ehf. ekki verið aðili að samkomulaginu 26. maí 2004. Greiðslan nefndan dag var því umfram skyldu Yms ehf. Ekki er fram komið að Ymur ehf. hafi fengið verðmæti fyrir greiðsluna en fyrir liggur í málinu að sumir þeirra aðila sem greitt var fyrir voru ógjaldfærir. Ég er af þessum sökum sammála meirihluta dómara um að hér hafi verið um að ræða gjafagerning í skilningi 131. gr. laga nr. 21/1991.
Áfrýjandi hefur haldið því fram að Ymur ehf. hafi verið gjaldfær á þeim tíma sem greiðslan fór fram og að skilyrði 2. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991, sem að þessu lýtur, hafi því ekki verið fullnægt fyrir riftunarkröfu stefnda. Sönnunarbyrði um þetta hvílir á áfrýjanda. Samkvæmt ársreikningi Yms ehf. fyrir árið 2005 nam rekstrartap félagsins það ár 7.781.402 krónum. Áfrýjandi heldur því fram að með því að beita aðferð sem hann nefnir áfangauppgjörsaðferð hefði rekstrarhagnaður þetta ár orðið 5.417.297 krónur og hrein eign 4.800.529 krónur. Byggir hann þetta á útreikningum sem hann hefur sjálfur gert. Stefndi mótmælir þessu og telur að miða beri við ársreikninginn. Áfrýjandi hefur ekki aflað matsgerðar til sönnunar á staðhæfingu sinni um þetta. Er ekki unnt að fallast á að hann hafi með framangreindum hætti sýnt fram á að Ymur ehf. hafi verið gjaldfær á þeim tíma sem greiðslan átti sér stað. Leiðir þetta að mínum dómi til þess að taka ber til greina kröfu stefnda um riftun greiðslu á 2.013.768 króna af þeirri fjárhæð sem Ymur ehf. innti af hendi til áfrýjanda 27. október 2005 með samningnum við Þórunni Helgu Hauksdóttur. Samkvæmt 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 tel ég að dæma beri áfrýjanda til að greiða stefnda fjárhæð sem svarar til þessa hluta greiðslunnar og er því sammála niðurstöðu meirihlutans að því er þetta snertir.
III
Stefndi hefur loks haldið því fram að greiðslan 27. október 2005 hafi verið ótilhlýðileg í skilningi 141. gr. laga nr. 21/1991. Ef fallist yrði á þetta myndi það leiða til riftunar á þeim hluta greiðslunnar sem gekk til greiðslu skuldar Yms ehf. við áfrýjanda að fjárhæð 1.244.232 krónur, en í I. kafla að framan komst ég að þeirri niðurstöðu að þeirri greiðslu verði ekki rift á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Við mat á þessu verður haft í huga að um var að ræða greiðslu fyrir vinnuframlag áfrýjanda í þágu Yms ehf. Jafnframt verður litið til þess að áfrýjandi féllst á að trygging sú sem hann hafði haft í samningi ÞH verks ehf. við Þórunni Helgu frá maí 2004 félli niður um leið og samningurinn 27. október 2005 var gerður. Verður fallist á með áfrýjanda að þessi greiðsla skuldar Yms ehf. við hann geti ekki talist hafa verið ótilhlýðileg í merkingu lagaákvæðisins. Kröfu stefnda sem reist er á þessum grundvelli verður því hafnað.
IV
Samkvæmt öllu framansögðu tel ég að staðfesta beri hinn áfrýjaða dóm að því er snertir riftun á greiðslu Yms ehf. á skuld að fjárhæð 2.013.768 krónur og að dæma beri áfrýjanda til að greiða stefnda þá fjárhæð. Ég er sammála því sem segir í atkvæði meirihlutans um upphafstíma dráttarvaxta af kröfu stefnda.
Samkvæmt því sem að framan greinir og með vísan til 3. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála tel ég að dæma beri áfrýjanda til að greiða stefnda upp í málskostnað sem ákveða beri í einu lagi í héraði og fyrir Hæstarétti samtals 800.000 krónur.
Dómur Héraðsdóms Reykjaness 17. mars 2008.
Mál þetta, sem dómtekið var 27. febrúar sl. að lokinni aðalmeðferð, er höfðað með stefnu áritaðri um birtingu 3. júlí 2007.
Stefnandi er þrotabú Yms ehf., Síðumúla 35, Reykjavík, en stefndu eru Endurskoðun og uppgjör ehf., Hlíðasmára 6, Reykjavík, og Þórunn Helga Hauksdóttir, Bæjartúni 14, Kópavogi.
Dómkröfur stefnanda eru:
1. Að rift verði þeirri ráðstöfun sem fólst í greiðslu Yms ehf. til stefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf., hinn 28. febrúar 2006 á skuldum Yms ehf. að fjárhæð 1.244.232 krónur, skuldum Rimabæjar ehf. að fjárhæð 331.835 krónur, skuldum Staðals ehf. að fjárhæð 977.574 krónur, skuldum Edwards K. Sigurðssonar að fjárhæð 222.980 krónur, skuldum Viðars J. Scheving, að fjárhæð 383.958 krónur, skuldum VEÞ verktaka ehf. að fjárhæð 43.326 krónur og skuldum Hústaks sf. og/eða Edwards K. Sigurðssonar að fjárhæð 54.095 krónur, allt við stefnda Endurskoðun og uppgjör ehf., samtals að fjárhæð 3.258.000 krónur sem stefnandi telur að hafi verið greiddar með þeim hætti að stefnda Þórunn Helga Hauksdóttir, kaupandi fasteignarinnar að Fífumóa 9, efri hæð til vinstri á Selfossi, greiddi hina tilgreindu fjárhæð sem hluta kaupverðs fasteignarinnar, beint til Endurskoðunar og uppgjörs ehf. á grundvelli kaupsamnings dagsettum 27. október 2005.
2. Að stefndu verði in solidum aðallega dæmd til að greiða stefnanda 3.258.000 krónur en til vara lægri fjárhæð að mati dómsins, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. mars 2007 til greiðsludags.
3. Að stefndu verði dæmd til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt málskostnaðarreikningi.
Stefndu krefjast sýknu af öllum kröfum stefnanda og þess að stefnanda verði gert að greiða þeim málskostnað. Til vara krefjast þau þess að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og að málskostnaður verði felldur niður.
Með úrskurði, dagsettum 30. janúar 2008, var frávísunarkröfu stefndu hrundið og mælt fyrir um að ákvörðun um málskostnað biði efnisdóms.
I.
Samkvæmt stefnu eru helstu málavextir þeir að bú Yms ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 17. október 2006 og var frestdagur við skiptin 23. júní 2006. Innköllun var birt fyrra sinni hinn 3. nóvember 2006 og lauk kröfulýsingarfresti 3. janúar 2007. Skiptafundur til þess að fjalla um lýstar kröfur var haldinn 24. janúar sama ár og sýnist ljóst að ekkert komi til greiðslu almennra krafna sem lýst var í búið.
Skiptastjóri kannaði hvort einhverjar ráðstafanir væru riftanlegar. Komu þá í ljós kvittanir, dagsettar 28. febrúar 2006, fyrir því að Ymur ehf. hefði greitt þær skuldir sem tilgreindar eru í dómkröfum. Félagið hafði selt með kaupsamningi dagsettum 27. október 2005, og stefnda Þórunn Helga keypt, 94,8 m2 íbúð að Fífumóa 9, efri hæð til vinstri á Selfossi, fastanr. 226-9547. Kaupverðið var 14.458.000 krónur. Hluti umsamins kaupverðs, þ.e. 3.258.000 krónur, skyldi samkvæmt samningnum greiddur „með peningum til Endurskoðunar og uppgjörs ehf., kt. 460199-2399“. Þess utan skyldu 11.000.000 króna greiddar í tvennu lagi með peningum til Frjálsa fjárfestingarbankans og 200.000 krónur „með peningum við afsal“. Skuldir sem greiddar voru með þessum hætti tengjast allar þeim Viðari J. Scheving og Edward K. Sigurðssyni, enda voru þeir ýmist sjálfir skuldarar eða eigendur þeirra félaga sem voru í viðkomandi skuld við stefnda Endurskoðun og uppgjör ehf. Sátu þeir m.a. í stjórnum Yms ehf., Staðals ehf., VEÞ verktaka ehf. og Rimabæjar ehf.
Stefndi Endurskoðun og uppgjör ehf. hafði um nokkurra ára skeið unnið við bókhald og endurskoðun fyrir Ym ehf. Starfsmenn og eigendur stefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf. eru hjónin Guðmundur Sveinsson, stofnandi, stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins, og stefnda Þórunn Helga Hauksdóttir sem er prókúruhafi fyrirtækisins. Fyrirtækið sá einnig um bókhald fyrirsvarsmanna Yms ehf., Viðars og Edwards, sem og fyrir Rimabæ ehf., Staðal ehf. og VEÞ verktaka ehf.
Rimabær ehf. og Staðall ehf. skulduðu til langs tíma háar fjárhæðir vegna vangoldinna staðgreiðslu- og tryggingagjalda sem og vegna vangoldins virðisaukaskatts til margra ára en fyrirsvarsmenn félaganna voru dæmdir til refsingar fyrir það í febrúar 2007. Sömuleiðis voru iðgjöld til lífeyrissjóða í vanskilum. Gerður var fjöldi árangurslausra fjárnáma hjá Staðli ehf. á árunum 2004 og 2005 og hjá Rimabæ ehf. á árinu 2004. Ymur ehf. greiddi ekkert til stefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf. um nokkurra ára skeið, Rimabær ehf. hafði ekkert greitt síðan í mars 2004 og Staðall hafði ekkert greitt frá því í janúar 2003. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að á þeim tíma er kaupsamningurinn var gerður, hafi fjármálum Yms ehf. verið þannig háttað að aðaleign félagsins voru fjórar íbúðir að Fífumóum 9 á Selfossi, sem voru veðsettar Frjálsa fjárfestingarbankanum, og hafi því Ymur ehf. neyðst til þess að framselja bankanum allar kaupsamningsgreiðslur vegna þeirra eigna nema þá einu greiðslu sem mál þetta er risið út af.
Þann 26. maí 2004 gerðu Þórarinn Kjartansson, Edward K. Sigurðsson, Viðar J. Scheving og stefnda Þórunn Helga með sér samkomulag um greiðslu á skuldum Staðals ehf. við stefnda Endurskoðun og uppgjör ehf. og vinnu við uppgjör og skattframtöl áranna 2003 og 2004 fyrir Staðal ehf. og Rimabæ ehf. ásamt reikningslegri aðstoð. Er um það samið að ÞK verk ehf. selji samkvæmt kaupsamningi sama dag stefndu Þórunni Helgu nánar tilgreinda íbúð að Fífumóa 3 á Selfossi og að hluti greiðslna vegna kaupsamningsins eigi að greiðast til stefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf. Var ódagsettur kaupsamningur undirritaður samkvæmt samkomulaginu og í honum kemur fram að greiða átti samtals 2.900.000 krónur til stefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf. Þann 2. nóvember 2005 var framangreindum kaupsamningi rift með samkomulagi stefndu Þórunnar Helgu og ÞK verk ehf. vegna þess að afhending eignarinnar dróst.
Kvittanir, dagsettar 28. febrúar 2006, sýna að Ymur ehf. greiddi stefnda Endurskoðun og uppgjöri ehf. eftirtaldar skuldir:
|
Skuldari: |
fjárhæð greiðslu: |
|
Ymur ehf. 490102-2050 |
kr. 1.226.575 |
|
Ymur ehf. 490102-2050 |
kr. 17.657 |
|
Rimabær ehf., 431201-2670 |
kr. 331.835 |
|
Staðall ehf., 650996-2169 |
kr. 977.574 |
|
Edward K. Sigurðsson, 060958-5649 |
kr. 222.980 |
|
Viðar J. Scheving, kt. 111156-5309 |
kr. 383.958 |
|
VEÞ verktakar ehf. 440604-2930 |
kr. 43.326 |
|
Hústak sf, Edwards K Sig, 060958-5649 |
kr. 54.095 |
|
Samtals |
kr. 3.258.000 |
Skiptastjóri þb. Yms ehf. rifti greiðslunni með bréfi til stefndu dagsettu 9. mars 2007, en við áskorun í bréfinu um greiðslu framangreindrar fjárhæðar var ekki orðið.
Stefnda Þórunn Helga stefndi þrotabúi Yms ehf. til útgáfu afsals vegna umræddrar eignar og var málið þingfest hinn 19. júní 2007 í Héraðsdómi Reykjavíkur en það mál er í fresti þar til dómur gengur í þessu máli.
Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslur þau Viðar J. Scheving, fyrrum fyrirsvarsmaður Yms ehf., Guðmundur Sveinsson, fyrirsvarsmaður stefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf., og stefnda Þórunn Helga Hauksdóttir. Verður gerð grein fyrir framburði þeirra eins og þurfa þykir hér á eftir.
II.
Stefnandi byggir riftunarkröfu sína í fyrsta lagi á því að almenn skilyrði riftunar séu óumdeilanlega fyrir hendi í málinu. Nái riftun fram að ganga sé ljóst að möguleikar kröfuhafa á að fá fullnustu krafna sinna aukist og jafnframt liggi fyrir að greiðsla til stefnda á skuld hafi ekki verið í samræmi við greiðslur til annarra kröfuhafa og hafi því leitt til mismununar kröfuhafa og orðið félaginu til tjóns. Miðað sé við að greiðslan hafi verið innt af hendi 28. febrúar 2006, þ.e. innan sex mánaða miðað við frestdag.
Þá sé greiðslan öll riftanleg þar sem um hafi verið að ræða óvenjulegan greiðslueyri í skilningi laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti og fleira, hvort heldur um sé að ræða afhendingu fasteignar upp í skuld eða andvirði hennar með þeim hætti sem kaupsamningurinn mælir fyrir um. Greiðslan sé því riftanleg með vísan til ákvæða 1. mgr. 134. gr. gjaldþrotaskiptalaga.
Þess utan byggir stefnandi á því að greiðslan hafi verið riftanleg með vísan til ákvæða 131. gr. gjaldþrotaskiptalaga að því marki sem lýtur að öðrum framangreindum aðilum en Ymi ehf., enda liggi hvergi fyrir að stefndi Endurskoðun og uppgjör ehf. hafi þurft að láta Ym ehf. fá nokkurt gagngjald fyrir hinar riftanlegu greiðslur. Verði því ekki hjá því komist að líta á viðkomandi greiðslur sem gjöf til stefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf. eins og á stóð.
Stefnandi vísar til þess að uppfyllt séu hlutlæg skilyrði 1. mgr. 134. gr. gjaldþrotaskiptalaga nema skilyrðið um að greitt hafi verið fyrr en eðlilegt var. Af gögnum málsins sé ljóst að um sé að ræða greiðslu á skuld og/eða gjöf Yms ehf. til Endurskoðunar og uppgjörs ehf., samtals að fjárhæð 3.258.000 krónur. Um þetta vísar stefnandi til kaupsamningsins milli Yms ehf. og stefndu Þórunnar Helgu þar sem fram komi að tilgangur ráðstafananna hafi m.a. verið að greiða viðkomandi skuldir við stefnda Endurskoðun og uppgjör ehf. Loks liggi fyrir að greiðslan hafi ekki verið venjuleg eftir atvikum þar sem upphaflega hafi verið um að ræða peningakröfu sem síðar hafi verið innt af hendi með fasteign.
Þá er á því byggt að greiðslan hafi á ótilhlýðilegan hátt orðið stefndu til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa og sé riftanleg með vísan til 141. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Greiðslan hafi verið ótilhlýðileg m.a. vegna grandsemi stefndu um ógjaldfærni Yms ehf. og vitneskju um að félagið væri að greiða kröfur sem væru því óviðkomandi. Grandsemi og ótilhlýðanleiki ráðstöfunarinnar komi m.a. til af því að stefndu hafi bæði góða þekkingu á rekstri og efnahag allra framangreindra aðila vegna aðkomu að bókhaldi, framtali og ársreikningsgerð fyrir þá. Gagnvart stefndu Þórunni Helgu sé sérstaklega byggt á því að hún hafi með saknæmum og ólögmætum hætti bakað stefnanda tjón með gerðum sínum. Hafi hún verið virkur þátttakandi í því að ná frá Ym ehf. viðkomandi greiðslu enda þótt ljóst væri að þar með væri kröfuhöfum mismunað.
Stefnandi byggir endurgreiðslukröfu sína gagnvart stefnda Endurskoðun og uppgjöri ehf. á 1. mgr. 142. gr. gjaldþrotaskiptalaga að því leyti sem riftunarkrafan byggist á 134. gr. laganna en gagnvart báðum stefndu sé endurgreiðslukrafan byggð á ákvæðum 3. mgr. 142. gr. sömu laga að því leyti sem riftunarkrafan byggist á 141. gr. laganna. Þá byggir stefnandi kröfu sína á hendur báðum stefndu einnig á reglum íslensks fjármuna- og skaðabótaréttar, þ. á m. almennu sakarreglunni.
Endurgreiðslukröfu sína á hendur stefndu Þórunni Helgu byggir stefnandi til viðbótar á því að með riftanlegri ráðstöfun hafi hún valdið stefnanda tjóni sem henni sé skylt að bæta samkvæmt reglum íslensks réttar um skaðabætur utan samninga. Hún hafi ekki, frekar en meðstefndi, verið í góðri trú um gjaldfærni félagsins á þeim tíma sem kaupsamningurinn var gerður en hún og fyrirsvarsmaður meðstefnda eru hjón. Er vísað til stöðu hennar sem stofnanda og starfsmanns stefnda, Endurskoðunar og uppgjörs ehf., og þess að hún hafi vitað eða mátt vita um tilgang ráðstöfunarinnar og ótilhlýðileika, enda hafi hún þekkt slík viðskipti af eigin raun. Hafi hún því verið meðábyrg um að baka félaginu það tjón sem það varð fyrir með því að taka við þeim greiðslum sem um ræðir á þeim tímapunkti þegar félagið hafði engin efni á því og alls enga ástæðu til að greiða gamlar skuldir annarra aðila. Sé enda á því byggt að á þeim tíma sem kaupsamningurinn var gerður og allt til þess er hann var efndur, og reyndar löngu áður og æ síðar, hafi Ymur ehf. verið í fjárhagsvandræðum og hafi svo einnig verið ástatt um aðra þá aðila sem þegar hafa verið nefndir. Með vísan til alls þessa sé jafnframt byggt á því að umrætt kaupsamningsákvæði um greiðslu á skuldum Yms ef. og annarra framangreindra aðila við stefnda, Endurskoðun og uppgjör ehf., sé ógilt, ógildanlegt eða að víkja megi því til hliðar með vísan til ákvæða III. kafla samningalaga nr. 7/1936, aðallega 33. gr. og 36. gr.
Þá byggir stefnandi á því að geti stefnda Þórunn Helga ekki sýnt fram á að hún hafi í raun innt af hendi þá greiðslu til meðstefnda, Endurskoðunar og uppgjörs ehf., sem framangreindar kvittanir segja til um, þ.e. 3.258.000 krónur, í samræmi við kaupsamninginn, verði hún talin skulda þá fjárhæð og beri henni því að greiða stefnanda hana sem ógreidda skuld. Í því tilviki skuli stefndi Endurskoðun og uppgjör ehf. dæmt til þess að greiða þá fjárhæð in solidum með henni því ótækt sé að félagið geti byggt á öðru en því, gagnvart stefnanda, að framangreindar kvittanir séu full lögsönnun fyrir því að Endurskoðun og uppgjör ehf. hafi fengið 3.258.000 krónur með þeim hætti sem framangreindur kaupsamningur miðaði að.
Um lagarök fyrir riftunarkröfum sínum vísar stefnandi til ákvæða 131. gr., 1. mgr. 134. gr. og 141. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og reglna íslensks réttar um skaðabætur utan samninga. Kröfu um endurgreiðslu byggir stefnandi á 142. gr. gjaldþrotaskiptalaga sem og reglum íslensks réttar um skaðabætur utan samninga, þ. á m. almennu sakarreglunni en einnig á reglum íslensks fjármunaréttar um greiðslu skulda. Þá er byggt á ákvæðum III. kafla laga nr. 7/1936, aðallega 33. og 36. gr. Kröfu um dráttarvexti og upphafsdag dráttarvaxta byggir stefnandi á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, einkum 1. mgr. 6. gr., 12. gr. og 4. mgr. 5. gr. Kröfu um málskostnað reisir stefnandi á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá sé stefndu stefnt saman í málinu á grundvelli 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991.
III.
Sýknukröfu sína byggir stefnda Þórunn Helga á því að hún hafi ekki tekið við neinni greiðslu úr hendi Yms ehf. og því verði að hafna dómkröfum stefnanda um riftun og endurgreiðslu. Þá byggir stefnda á því að hún hafi að öllu leyti staðið við samning sinn við Ym ehf. og greitt til Endurskoðunar og uppgjörs ehf. eins og um var samið.
Að öðru leyti og eftir því sem við á, kveður stefnda byggt á sömu málsatvikum, málsástæðum og lagarökum og greinir í greinargerð meðstefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf.
IV.
Af hálfu stefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf. er vísað til þess að málsástæður stefnanda séu nokkuð ómarkvissar og málatilbúnaður allur fremur reikull. Eftir því sem séð verði, sé ýmist byggt á því að framsal á kaupsamningsgreiðslunum í samningi stefndu Þórunnar Helgu og Yms ehf. frá 27. október 2005 teljist greiðsla með óvenjulegum greiðslueyri innan 6 mánaða frests eða að um sé að ræða gjöf til stefnda, ellegar að greiðslan sé ótilhlýðileg vegna grandsemi stefnda um ógjaldfærni stefnanda. Að auki sé byggt á því að „umrætt kaupsamningsákvæði um greiðslu á skuldum Yms og annarra framangreindra aðila við Endurskoðun og uppgjör sé ógilt, ógildanlegt eða víkja megi því til hliðar með vísan til ákvæða III. kafla samningalaga nr. 7/1936, aðallega 33. gr. og 36. gr.“
Stefndi hafnar hvoru tveggja því að framsal á kröfum Yms ehf. á hendur stefndu Þórunni Helgu teljist vera óvenjulegur greiðslueyrir eða að sú greiðsla hafi átt sér stað innan 6 mánaða frestsins sem tilgreindur er í 1. mgr. 134.gr. eins og stefnandi byggir á. Framsal á greiðslunni hafi átt sér stað þann 26. október 2006 eins og sjáist á framlögðu framsali og kaupsamningi Yms ehf. og Þórunnar Helgu, dagsettum 27. október 2005. Hafi framsalið verið kunngjört þriðja manni með þinglýsingu samningsins þann 1. nóvember 2005 og var þannig tryggt að betri réttur fengist með fullnustugerð í kaupverðið sbr. 140 gr. gjaldþrotaskiptalaga. Miða beri því við það tímamark er Ymur ehf. ráðstafaði greiðslunni enda var gjalddagi greiðslunnar þann dag sem kaupsamningurinn var undirritaður og eignaðist stefndi þá kröfuna á hendur Þórunni Helgu og útrýmdi betri rétti þriðja manns. Með framsalinu og kaupsamningnum hafi skuldara verið tilkynnt um framsalið og Ymur ehf. bundið við þá ráðstöfun þegar skuldari hafði játast undir að greiða stefnda umrædda greiðslu.
Þá hafi greiðslan frá stefndu Þórunni Helgu til stefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf. farið fram á gjalddaga þann 27. október 2005 með færslu milli viðskiptareikninga hjá stefnda. Það sé misskilningur hjá stefnanda að líta svo á að sá dagur sem stefndi kvittaði fyrir greiðslum til Yms ehf. og annarra umræddra aðila, þann 26. febrúar 2006, hafi verið sá dagur sem stefnda Þórunn Helga greiddi til stefnda.
Ljóst sé því að þegar af þeim ástæðum að Ymur ehf. ráðstafaði greiðslunum þann 26. október 2005 til stefnda, meira en 8 mánuðum fyrir frestdag og fullnægði skilyrðum 140. gr. laga nr. 21/1991, sbr. og það að greiðslan átti sér stað þann 27. október 2005 frá stefndu Þórunni Helgu til stefnda, komi riftun skv. 1. gr. 134. gr. laga nr. 21/1991 ekki til álita.
Stefndi mótmælir því ex tuto að greiðslan hafi verið óvenjulegur greiðslueyrir. Sá greiðsluháttur, að framselja greiðslu samkvæmt kaupsamningi við stefndu Þórunni Helgu, hafi verið umsaminn í samkomulagi frá 26. maí 2004 sem tók til hinna nafngreindu einstaklinga og félaga á þeirra vegum og það hafi því verið upphaflegur umsaminn greiðslumáti að stefnda Þórunn Helga skyldi ráðstafa kaupverði íbúðar að hluta til lúkningar eldri og áfallandi skulda við stefnda. Framsalið teljist því venjulegur greiðslueyrir í skilningi 134. gr., að minnsta kosti hvað varðar þær greiðslur sem stofnuðust eftir gerð framangreinds samkomulags. Allt sem unnið var af stefnda eftir þann tíma, hafi verið gert á grundvelli samkomulagsins og þess greiðslumáta sem þar var samið um.
Stefndi kveður fráleitar þær staðhæfingar stefnanda að greiðslan hafi verið innt af hendi með fasteign. Ymur ehf. hafi greitt með framsali á peningakröfu sem var gjaldkræf þann sama dag og framsalið fór fram en það jafngildi peningagreiðslu.
Stefndi vísar til þess að af málatilbúnaði stefnanda verði ekki annað séð en hann byggi kröfu sína um riftun samkvæmt 131. gr. gjaldþrotaskiptalaga á 1. mgr. ákvæðisins, sbr. það að greiðslan, „gjöfin“, hafi verið innt af hendi þann 28. febrúar 2006. Stefndi mótmæli því að greiðslan hafi átt sér stað innan 6 mánaða fyrir frestdag eins og áður er komið fram. Verði því riftun ekki fram komið hvað sem öðru líður.
Stefndi bendir á að af hálfu stefnanda sé ekki vikið að því í stefnu að byggt sé á ákvæðum 2. mgr. 131. gr. gjaldþrotaskiptalaga og komi 2. mgr. ákvæðisins því ekki til greina við úrlausn málsins. Ex tuto sé þó bent á eftirtalin atriði. Því sé mótmælt að umrædd greiðsla sé gjöf í skilningi 131. gr. laganna. Í fjármunarétti sé gjafahugtakið skilgreint þannig að það sé loforð um afhendingu eignar án þess að fyrir komi endurgjald auk þess sem vilji loforðsgjafans standi ótvírætt til þess að gefa verðmætin. Í gjaldþrotarétti sé byggt á því, til viðbótar framangreindu, að um örlætisgerning sé að ræða, að tilgangurinn sé að gefa fjármuni á kostnað annarra kröfuhafa. Með engum hætti hafi stefnandi sýnt fram á það að tilgangur með framsalinu hafi verið sá að gefa stefnda fé. Þvert á móti liggi fyrir í málinu að framsalinu hafi verið ætlað að greiða skuldir við stefnda eins og nánar sé tilgreint í samkomulaginu frá 26. maí 2004.
Í þessu máli hátti svo til að þeir einstaklingar, sem áttu og ráku Ym ehf., starfræktu ýmis önnur félög og milli félaganna voru ýmis viðskipti sem m.a. leiddu til þess að einstaklingarnir og félögin áttu kröfur á Ym ehf. og öfugt. Á því tímamarki sem samkomulagið frá í maí 2004 var gert, hafi hlutaðeigandi einstaklingar og félög átt ýmsar kröfur á Ym ehf. m.a. vegna sölu á lóðum á Selfossi til félagsins og ýmissa verksamninga. Þá hafi tíðkast að lán gengju á milli félaganna. Sú ákvörðun að Ymur ehf. skyldi taka að sér greiðslu á skuldum nefndra einstaklinga og félaga hafi því helgast af tíðkanlegum viðskiptum þessara aðila innbyrðis. Fer því þess vegna fjarri að samninginn frá 26. maí 2004 og framsalið sem byggist á því megi skoða sem einhvers konar örlætisgerning til stefnda, enda hafi Ymur ehf. eignast, ef því var að skipta, kröfur á hendur viðkomandi einstaklingum og félögum sem nam framsalsgreiðslunum.
Stefndi bendir á að ekkert liggi fyrir um að Ymur ehf. hafi verið ógjaldfært þann 27. október 2005 þegar greiðslan fór fram. Hafa ber í huga að samkvæmt óendurskoðuðum ársreikningi 2005 sem Bókhaldsstofan Viðvik sf. vann, sé tap ársins sagt vera 7.781.402 krónur. Þessi ársreikningur sé unninn skv. svokallaðri verklokaaðferð sem þýðir að byggingaframkvæmdir félagsins voru eignfærðar á byggingartímanum sem ófullgert verk. Þessi uppgjörsaðferð gerir ráð fyrir tekjufærslu þegar öllum framkvæmdum sé lokið og skiptir þá ekki máli hvort kaupsamningar hafi verið gerðir áður en verkinu er að fullu lokið. Óseldar íbúðir félagsins séu samkvæmt þessu eignfærðar á kostnaðarverði en byggingarkostnaður sem áður var eignfærður sé gjaldfærður samtímis tekjufærslu í verklok miðað við markaðsverð íbúðanna. Skattframtöl miðist við verklokaaðferð.
Svonefnd áfangaaðferð gefi réttari mynd af stöðu félags hverju sinni en þá uppgjörsaðferð sé kveðið á um í ársreikningalögum nr. 3/2006. Með þeirri aðferð séu eignir eignfærðar á markaðsvirði í samræmi við framvindu verks og byggingakostnaður gjaldfærður um leið og hann fellur til. Í árslok 2005 hafi verið búið að ljúka 89,57% af verkinu og einungis 10,43% þess eftir samkvæmt hreyfingalista ársins 2006. Þar af leiðandi hafi áfangaaðferðin gefið réttari mynd af eignastöðu Yms ehf. í árslok 2005 en verklokaaðferðin sem bókhaldsstofan viðhafði. Með því að beita áfangauppgjörsaðferð í félaginu vegna ársins 2005 nemi hagnaður félagsins 5.417.297 krónum og hrein eign 4.800.529 krónum.
Sú ákvörðun bókhaldsstofunnar að beita ekki áfangaaðferðinni við ársreikningagerð 2005 hafi fyrst og fremst þá þýðingu að losna við að leiðrétta skattframtal félagsins til verklokaaðferðar. Hins vegar sýni ársreikningur, sem gerður er samkvæmt verklokaaðferð, ekki raunverulega fjárhagsstöðu félags á því tímabili sem ársreikningurinn tekur til. Með vísan til þessa fari því fjarri að félagið hafi verið ógjaldfært á þeim tíma sem greiðslan var innt af hendi.
Stefndi hafnar því að skilyrði séu til þess að rifta greiðslunni á grundvelli 141. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Grundvallarskilyrði riftunar á þeim grunni séu þau að greiðslan hafi verið ótilhlýðileg, að félagið hafi orðið ógjaldfært vegna ráðstöfunarinnar og að stefndi hafi verið grandsamur um slæma fjárhagsstöðu félagsins þegar greiðslan fór fram.
Í fyrsta lagi þurfi að líta til þess að samið hafi verið um greiðsluna 26. maí 2004 og ljóst sé að á þeim tíma var félagið fyllilega gjaldfært. Í öðru lagi hafi Ymur ehf. ekki orðið ógjaldfært vegna ráðstöfunarinnar þann 26. október 2005 eins og sýnt hafi verið fram á með framlögðum ársreikningi 2005 gerðum með áfangauppgjörsaðferðinni. Í þriðja lagi hafi stefndi enga vitneskju haft um fjárhag félagsins árið 2005 umfram aðra kröfuhafa þess, þar sem hann hafði ekki lengur á hendi reikningslega aðstoð við félagið og hafði ekki aðgang að bókum félagsins. Mótmælir stefndi því að framlagt bréf frá ársreikningaskrá til skiptastjóra í þb. Yms ehf. sé vísbending um aðkomu stefnda að bókhaldi eða endurskoðun félagsins árið 2005. Til marks um það að stefndi taldi fjárhagsstöðu félagsins góða í október 2005, sé bent á að hann féllst á að leysa ÞK verk ehf. frá þeim skuldbindingum sem fólust í framsali á greiðslum til stefnda samkvæmt kaupsamningi stefndu Þórunnar Helgu og ÞK verktaka ehf. frá árinu 2004 og fallast í staðinn á greiðslur samkvæmt kaupsamningi Yms ehf. og stefndu Þórunnar Helgu. Þá hafi stefndi treyst á yfirsýn Frjálsa fjárfestingarbankans yfir fjármál Yms ehf. og talið að samþykki bankans fyrir framsalinu staðfesti trausta fjárhagsstöðu félagsins.
Loks byggir stefndi sýknukröfu sína á aðildarskorti að því er varðar kröfu um riftun á greiðslum á öðrum reikningum en þeim sem Ymur ehf. skuldaði stefnda. Stefnanda hafi borið að beina öðrum riftunarkröfum að hlutaðeigandi aðilum þar sem grundvöllur greiðslnanna hafi verið samningar Yms ehf. og hlutaðeigandi aðila um greiðslu í þágu hinna síðarnefndu. Hafi þeir notið greiðslunnar og beri því að beina kröfunum að þeim.
Varakröfu sína um að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega byggir stefndi á ákvæðum 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991. Þar segi að sá sem hafði hag af riftanlegri ráðstöfun þrotamanns verði ekki dæmdur til að greiða þrotabúi hærri fjárhæð en sem nemur tjóni þess. Fyrst beri að líta til þess að stór hluti af vinnu stefnda fyrir Ym ehf. og skylda aðila sem greidd var féll til eftir 26. maí 2004 og telst því innan umsamins greiðslumáta. Í þessu sambandi ber og að líta til þess að vegna samkomulagsins fékk Ymur ehf. áframhaldandi þjónustu frá stefnda til og með framtalsskilum 2004. Hafi félaginu verið nauðsyn að fá endurskoðunarþjónustu við lögbundin framtalsskil og teljist verulega ósanngjarnt að taka ekki tillit til þeirrar vinnu sem stefndi lét af hendi við félagið, eigendur þess og önnur félög eigendanna frá 26. maí 2004 við ákvörðun um fjárhæð endurgreiðslu til stefnanda ef því er að skipta.
Þá liggur fyrir að samkvæmt kaupsamningi stefndu Þórunnar Helgu og Yms ehf. skyldi afhending fara fram í nóvember 2005 en hún hafi hins vegar ekki farið fram fyrr en í febrúar 2006. Þá hafi komið fram gallar í íbúðinni, m.a. leki í þvottahúsi auk þess sem í ljós hefur komið að húsið var ekki byggt samkvæmt samþykktum teikningum. Stefnda Þórunn eigi því kröfur á hendur stefnanda vegna þessa og verði að taka tillit til þeirra við mat á tjóni stefnanda. Ekki liggi fyrir hversu háar fjárkröfur sé um að ræða.
Þá ber að mati stefnda að líta til þess að stefnandi á kröfur á hendur þeim félögum og einstaklingum sem nutu greiðslu Yms ehf. til stefnda og beri að draga þær frá kröfum á hendur stefnda. Að því marki sem fjárkröfurnar séu ekki innheimtanlegar nú, verði að miða við greiðslugetu þeirra við upphaf gjaldþrotaskipta stefnanda.
Af hálfu stefnda er tölulegri kröfugerð stefnanda og sér í lagi dráttarvaxtakröfu hans mótmælt og þess krafist að verði áfelli, verði dráttarvextir dæmdir frá dómsuppsögudegi.
Um málskostnað vísar stefndi til laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, aðallega 130. greinar laganna.
V.
Fyrir liggur að Ymur ehf. og stefnda Þórunn Helga Hauksdóttir gerðu með sér kaupsamning 27. október 2005 um að stefnda Þórunn Helga keypti af Ymi ehf. íbúð að Fífumóa 9 á Selfossi fyrir 14.458.000 krónur. Er mælt fyrir um það í kaupsamningnum að hluta kaupverðsins, þ.e. 3.258.000 krónur, eigi að greiða með peningum til stefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf. Er fram komið og ómótmælt að með umþrættri ráðstöfun greiddi Ymur ehf. stefnda Endurskoðun og uppgjöri ehf. skuldir Yms ehf. og þeirra aðila sem áður eru nefndir en þeir voru allir í skuld við stefnda. Verður því ekki fallist á það með stefnda Endurskoðun og uppgjöri ehf. að hann eigi ekki aðild að málinu sem leiði til sýknu.
Stefnandi byggir riftunarkröfu sína á ákvæðum 131. gr., 1. mgr. 134. gr. og 141. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., endurgreiðslukröfur á ákvæðum 142. gr. sömu laga og reglum íslensks réttar um skaðabætur utan samninga og reglum um greiðslu skulda auk þess sem hann vísar til ákvæða samningalaga, aðallega 33. og 36. gr. Af hálfu stefndu er öllum kröfum stefnanda hafnað.
Í 134. gr. laga nr. 21/1991 eru orðuð þrjú skilyrði sem leiða til þess að rifta megi óvenjulegum greiðslum á skuld síðustu sex mánuði fyrir frestdag. Einungis eitt skilyrðanna þarf að vera uppfyllt til þess að riftun fái framgang, allt að því gefnu að greiðslan sé ekki, þrátt fyrir allt, venjuleg eftir atvikum. Það er ekki skilyrði fyrir beitingu riftunar samkvæmt greininni að riftunarþoli hafi verið grandsamur.
Óumdeilt er að frestdagur var 23. júní 2006. Hins vegar er ágreiningur um það með aðilum hvenær umþrætt greiðsla samkvæmt kaupsamningnum frá 27. október 2005 fór fram. Af hálfu stefnanda er á því byggt að greiðslan hafi verið innt af hendi 28. febrúar 2006 eins og framlagðar kvittanir beri með sér, en af hálfu stefndu er á því byggt að greiðslan hafi farið fram á kaupsamningsdegi með millifærslu af reikningi stefndu Þórunnar Helgu inn á reikning stefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf.
Stefnda Þórunn Helga bar hér fyrir dóminum að hún hefði greitt greiðslur samkvæmt kaupsamningnum sama dag og hann var undirritaður, þ.e. 27. október 2005, og að þá hafi allt verið gert upp og vaxtareiknað. Engir vextir hefðu fallið til eftir þann tíma. Fyrirsvarsmaður stefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf., Guðmundur Sveinsson, bar á sama veg fyrir dóminum. Í skýrslu hans kom fram að þegar kaupsamningurinn var gerður hafi allar kröfur í bankanum á hendur tilgreindum félögum verið felldar niður en skuld tilgreindra aðila hefði verið færð yfir á stefndu Þórunni Helgu. Íbúðin hafi hins vegar ekki verið tilbúin fyrr en í febrúar 2006 og því hafi kvittanir ekki verið afhentar fyrr.
Engin gögn liggja frammi í málinu til sönnunar fullyrðingum stefndu Þórunnar Helgu og fyrirsvarsmanns stefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf. um að greiðslur hafi verið inntar af hendi samkvæmt kaupsamningnum þann 27. október 2005 og hefur stefnandi mótmælt því að svo hafi verið. Einu gögnin um greiðslu samkvæmt samningnum eru hins vegar áðurnefndar kvittanir, dagsettar 28. febrúar 2006, sem stílaðar eru á nafn Yms ehf. Er óumdeilt að þær greiðslur sem þar eru tilgreindar, eru þær sömu og vísað er til í kaupsamningnum að fjárhæð 3.258.000 krónur. Að þessu virtu og framlögðum gögnum er það niðurstaða dómsins að líta beri til framlagðra gagna í málinu og miða við að greiðslan hafi átt sér stað þann 28. febrúar 2006 og þar með innan sex mánaða frá frestdegi 23. júní sama ár. Breytir engu um þá niðurstöðu þótt fram hafi komið hjá vitninu Viðari J. Scheving, stefndu Þórunni Helgu og fyrirsvarsmanni stefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf. fyrir dóminum að kaupsamningurinn hafi átt rætur í áðurgreindu samkomulagi frá því í maí 2004. Þá verða ákvæði 140. gr. laga nr. 21/1991 ekki talin eiga við í máli þessu.
Við mat á því hvort um er að ræða óvenjulegan greiðslueyri verður að líta til þess í hvaða formi greiðslan fór frá skuldaranum en ekki í hvaða mynd hún barst kröfueiganda. Þá skiptir ekki máli þótt greiðslan breyti um form á leið sinni til kröfuhafans eða hafi farið í gegnum þriðja mann.
Í skýrslu sinni fyrir dóminum kvað Viðar J. Scheving, fyrirsvarsmaður Yms ehf., skýringuna á því að skuldir félagsins og þeirra aðila, sem tilgreindir eru í kaupsamningnum, við stefnda Endurskoðun og uppgjör ehf. voru greiddar með þeim hætti að selja stefndu Þórunni Helgu íbúðina að Fífumóa 9 í stað þess að greiða með peningum, vera þá að Ymur ehf. hafi þá ekki haft nægilegt fé handbært til greiðslu skulda. Jafnframt kemur fram í gögnum málsins að fyrirtækin Staðall ehf. og Rimabær ehf. áttu í fjárhagserfiðleikum á þessum tíma. Sannað er með framburðum fyrirsvarsmanns stefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf. og Viðars hér fyrir dóminum, að Ymur ehf. fékk ekkert í sinn hlut fyrir greiðslur sínar á skuldum annarra aðila við stefnda Endurskoðun og uppgjör ehf. að fjárhæð rúmlega 2 milljónir króna.
Í áðurgreindu samkomulagi frá 26. maí 2004 milli Þórarins Kjartanssonar, Edwards K. Sigurðssonar, Viðars J. Scheving og stefndu Þórunnar Helgu, sem snýst um greiðslu á skuldum Staðals ehf. við stefnda Endurskoðun og uppgjör ehf. og vinnu við uppgjör og skattframtöl áranna 2003 og 2004 fyrir Staðal ehf. og Rimabæ ehf., var samið um að greiðsla færi fram með þeim hætti að ÞK verk ehf. seldi stefndu Þórunni Helgu með kaupsamningi sama dag íbúð í Fífumóa 3 á Selfossi. Sú ráðstöfun, sem í þessu máli er krafist riftunar á, er samkvæmt framlögðum kvittunum greiðsla á skuldum fleiri aðila en fyrrgreint samkomulag gerir ráð fyrir, þ.e. á skuldum Yms ehf., Rimabæjar ehf., Staðals ehf., Edwards K. Sigurðssonar, Viðars J. Scheving og VEÞ verktaka ehf. Verður því ekki fallist á það með stefnda Endurskoðun og uppgjöri ehf. að ráðstöfun samkvæmt kaupsamningnum frá 27. október 2005 hafi verið umsamin milli aðila þessa máls með áðurgreindu samkomulagi.
Að öllu framanrituðu virtu þykir ljóst að framangreindar ráðstafanir eigi rót sína að rekja til slæmrar fjárhagsstöðu Yms ehf. og þeirra aðila, sem félagið átti að greiða skuldir fyrir, á þeim tíma þegar greiðslan fór fram og að þær hafi átt að tryggja kröfur stefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf. Ekkert er fram komið í málinu sem gefur tilefni til þess að álykta að þessi greiðslumáti geti virst venjulegur eftir atvikum. Sönnunarbyrði fyrir því að greiðslan hafi eftir atvikum verið venjuleg hvílir á stefndu sem bera hallann af þeim sönnunarskorti. Í ljósi alls framanritaðs er fallist á það með stefnanda, að með því að ráðstafa 3.258.000 krónum af andvirði íbúðarinnar að Fífumóa 9, sem Ymur ehf. seldi stefndu Þórunni Helgu, með þeim hætti sem áður greinir til greiðslu á skuldum félagsins og annarra aðila við stefnda Endurskoðun og uppgjör ehf., verði að telja að umþrætt greiðsla hafi farið fram með svo óvenjulegum hætti að henni megi rifta með vísan til ákvæða 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991.
Stefnandi gerir þá kröfu með vísan til 142. gr. laga nr. 21/1991 að stefndu verði in solidum gert að greiða honum 3.258.000 krónur en til vara lægri fjárhæð að mati dómsins með nánar tilgreindum dráttarvöxtum. Endurgreiðslukrafa á hendur stefnda Endurskoðun og uppgjöri ehf. er byggð á ákvæðum 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 en krafan á hendur báðum stefndu er byggð á ákvæðum 3. mgr. sömu lagagreinar að því leyti sem riftunarkrafan byggist á 141. gr. laganna, eins og það er orðað í stefnu. Þá er endurgreiðslukrafan á hendur báðum stefndu byggð á reglum íslensks fjármuna- og skaðabótaréttar. Þar sem riftun hefur verið heimiluð með vísan til ákvæða 1. mgr. 134. gr. laganna, verður hér ekki fjallað sérstaklega um málsástæður stefnanda sem byggðar eru á framangreindri 3. mgr. 142. gr. laganna.
Í áðurnefndu ákvæði 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 segir að ef riftun fer fram með stoð í 131.-138. gr. laganna, skuli sá sem hafði hag af riftanlegri ráðstöfun eða fullnustugerð greiða þrotabúinu fé sem svarar til þess sem greiðsla þrotamannsins hefur orðið honum að notum, þó ekki hærri fjárhæð en sem nemur tjóni þrotabúsins. Hafi hann fengið peninga greidda eða hafi greiðsla þrotamannsins verið seld og greiðsla fengist fyrir hana í peningum skiptir notkun peninganna engu um kröfu þrotabúsins.
Með framlögðum kvittunum hefur verið sýnt fram á, að skuldir þeirra aðila sem áður eru tilgreindir, eru uppgerðar við stefnda Endurskoðun og uppgjör ehf. og hefur stefndi því haft hag af ráðstöfuninni. Tjón þrotabúsins nemur þeirri fjárhæð sem greidd var eftir kvittununum og nam 3.258.000 krónum og verður stefnda Endurskoðun og uppgjöri því þegar af þeirri ástæðu gert að greiða stefnanda þá fjárhæð.
Stefndi hefur mótmælt dráttarvaxtakröfu stefnanda og sérstaklega upphafstíma þeirra. Eins og mál þetta er vaxið telur dómari að miða beri upphafstíma dráttarvaxta við þann dag þegar málið var höfðað eða 3. júlí 2007, sbr. ákvæði 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.
Endurgreiðslukrafa stefnanda á hendur stefndu er, auk ákvæðanna í 3. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 að því leyti sem riftunarkrafan byggist á 141. gr. sömu laga, einnig byggð á almennum reglum fjármuna- og skaðabótaréttar eins og áður segir. Í framburði stefndu Þórunnar Helgu hér fyrir dóminum kom fram að hún er eiginkona eiganda stefnda Endurskoðunar og uppgjörs ehf. og starfar hjá félaginu við gerð reikninga og skjalavörslu. Hins vegar kvaðst hún aldrei hafa unnið við bókhald Yms ehf., Rimabæjar ehf., Staðals ehf., Edwards K. Sigurðssonar, Viðars Scheving og VEÞ verktaka ehf. Vitnið Viðar J. Scheving bar fyrir dóminum að stefnda hefði í störfum sínum útbúið greiðslureikninga fyrir framangreind félög og hafi því vitað um langtímagreiðsluerfiðleika þessara aðila en tók engu að síður fram að stefnda hefði þó ekki verið í daglegu sambandi við vitnið vegna þessa. Að þessu virtu verður ekki fullyrt að stefnda Þórunn Helga hafi haft þá vitneskju um fjárhagsstöðu Yms ehf. á þeim tíma sem kaupsamningur þeirra í milli var gerður, að hún verði talin bera ábyrgð á tjóni stefnanda samkvæmt almennu sakarreglunni. Í ljósi framlagðra kvittana verður stefnda jafnframt sýknuð af kröfu stefnanda um greiðslu skuldar samkvæmt kaupsamningnum.
Loks verður í ljósi áðurgreindrar niðurstöðu dómsins um að heimila riftun á umþrættri greiðslu, ekki fjallað sérstaklega um þær málsástæður sem lúta að beitingu ákvæða III. kafla samningalaga nr. 7/1936.
Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að dæma stefnda Endurskoðun og uppgjör ehf. til þess að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 850.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Rétt þykir að málskostnaður milli stefnanda og stefndu Þórunnar Helgu Hauksdóttur falli niður.
Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan.
D ó m s o r ð :
Stefnda, Þórunn Helga Hauksdóttir, er sýkn af kröfum stefnanda, þrotabús Yms ehf.
Rift er greiðslu Yms ehf. á skuld Yms ehf., Rimabæjar ehf., Staðals ehf., Edwards K. Sigurðssonar, Viðars J. Scheving, VEÞ verktaka ehf. og Hústaks sf., allt við stefnda Endurskoðun og uppgjör ehf., samtals að fjárhæð 3.258.000 krónur.
Stefndi, Endurskoðun og uppgjör ehf., greiði stefnanda 3.258.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 3. júlí 2007 til greiðsludags.
Stefndi, Endurskoðun og uppgjör ehf., greiði stefnanda 850.000 krónur í málskostnað að meðtöldum virðisaukaskatti.
Málskostnaður milli stefnanda og stefndu, Þórunnar Helgu, fellur niður.