Hæstiréttur íslands
Mál nr. 428/2016
Lykilorð
- Kærumál
- Sakarefni
- Gerðardómur
- Frávísunarúrskurður staðfestur
Reifun
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og Helgi I. Jónsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.
Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 3. júní 2016, en kærumálsgögn bárust réttinum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. maí 2016, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var að hluta vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið í heild til efnismeðferðar. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar.
Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.
Í málinu liggur fyrir afrit kaupréttarsamninga sóknaraðilanna Aðalsteins Valdimarssonar og Bjarkar Garðarsdóttur sem þau gerðu við varnaraðilann LS Retail Holding ehf. 21. júní og 21. september 2010. Kaupréttarsamningar annarra sóknaraðila munu vera efnislega samhljóða þeim fyrrnefndu, að öðru leyti en því að fjárhæð kaupréttar mun hafa verið mismunandi eftir samningum. Í grein 1.6. í samningunum sagði að í viðauka með þeim hafi fylgt hluthafasamningur og hafi sóknaraðilar kynnt sér vandlega efni samningsins og fallist á skilmála hans. Af kaupréttarsamningunum má ráða að varnaraðilinn ALMC hf. var aðili að greinum 4.1.1., 4.2. og 4.3. og eru samningarnir undirritaðir af hálfu varnaraðilans því til staðfestingar.
Sóknaraðilar fengu útgefna réttarstefnu í máli þessu 14. september 2015. Um skaðabótakröfur þær, er sóknaraðilar hafa uppi á hendur varnaraðilum sameiginlega, segir í stefnunni að þær séu á því byggðar að í kaupréttarsamningum aðila hafi falist að varnaraðilum hafi borið að selja dótturfyrirtæki varnaraðilans LS Retail Holding ehf. á hæsta mögulega verði, án þess að aðrir hagsmunir mættu á nokkurn hátt „lita söluferli eða ákvarðanir um sölu og söluverð.“ Þessu til stuðnings vísuðu sóknaraðilar meðal annars til þess „að í kaupréttarsamningunum og hluthafasamkomulaginu sé gert ráð fyrir að allt sem gert sé í þessum efnum miðist við viðskipti við óskylda aðila. Þessar skyldur megi m.a. lesa út úr ákvæði 4.2. í kaupréttarsamningum („arms length basis“) og greinum 4 og 5 í hluthafasamkomulagi“. Samkvæmt þessu hafa sóknaraðilar hagað málatilbúnaði sínum á þann veg að við úrlausn skaðabótakrafna þeirra á hendur varnaraðilanum ALMC hf. reynir bæði á túlkun greinar 4.2. í kaupréttarsamningunum, sem sá varnaraðili er aðili að eins og áður greinir, og túlkun hluthafasamningsins, sem óumdeilt er að fyrrgreindur varnaraðili er aðili að. Svo sem rakið er í dómum Héraðsdóms Reykjavíkur 16. mars 2016 í málum nr. E-2785/2015 og E-3170/2015, sem staðfestir voru með dómum Hæstaréttar 6. maí 2016 í málum nr. 246 og 247/2016, á ágreiningur sem rekja má til réttinda og skyldna aðila samkvæmt kaupréttarsamningunum og hluthafasamningnum undir lögsögu gerðardóms samkvæmt nánari ákvæðum samninganna þar um. Að þessu gættu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Sóknaraðilum verður gert að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Sóknaraðilar, Aðalsteinn Valdimarsson, Björk Garðarsdóttir, Carsten Wulff, Daði Kárason, Eiður Már Arason, Guðni Vilmundarson, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Högni Hallgrímsson, Jörge Schmikale, Jóhann Sveinmar Sveinsson, Marý Björk Steingrímsdóttir, Matthías E. Matthíasson, Pétur Þór Sigurðsson, Rúnar Sigurbjartsson, Stefán Konráðsson og Sveinn Áki Lúðvíksson, greiði sameiginlega varnaraðilum, ALMC hf. og LS Retail Holding ehf., hvorum um sig, 250.000 krónur í kærumálskostnað.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. maí 2016.
Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar þann 11. maí 2016, var höfðað með réttarstefnu birti 17. september sl.
Stefnendur eru Aðalsteinn Valdimarsson, Suðurvangi 7 í Hafnarfirði, Björk Garðarsdóttir, Bollatanga 5 í Mosfellsbæ, Carsten Wulff, Præstevej 10A, 3480 Fredensborg í Danmörku, Daði Kárason, Kringlunni 63 í Reykjavík, Eiður Már Arason, Vallarhúsum 34 í Reykjavík, Guðni Vilmundarson, án tilgreinds heimilisfangs, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Mánabraut 15 í Kópavogi, Högni Hallgrímsson, Foldarsmára 20 í Kópavogi, Jörg Schmikale, Am Himberg 10, 23714 Malente í Þýskalandi, Jóhann Sveinmar Sveinsson, Fannafold 46 í Reykjavík, Marý Björk Steingrímsdóttir, Löngumýri 20 í Garðabæ, Matthías E. Matthíasson, Safamýri 37 í Reykjavík, Pétur Þór Sigurðsson, Svöluási 6 í Hafnarfirði, Rúnar Sigurbjartsson, 430 Hamilton Park Dr, Roswell, GA 30075 í Bandaríkjunum, Stefán Konráðsson Öldusölum 6 í Kópavogi og Sveinn Áki Lúðvíksson, Hörgslundi 10 í Garðabæ.
Stefndu eru LS Retail Holding ehf., Borgartúni 25 í Reykjavík og ALMC hf., Borgartúni 25 í Reykjavík.
Stefnendur gera þær dómkröfur á hendur stefnda LS Retail Holding ehf. að staðfest verði kyrrsetning sem sýslumaðurinn í Reykjavík gerði þann 7. september 2015 í reikningi stefnda LS Retail Holding ehf. í Íslandsbanka nr. 0515-38-711909, í kyrrsetningarmáli nr. K-18/2015, fyrir allt að 7.217.254 evrum og 25.533.099 krónum, vegna eftirfarandi krafna:
Aðalsteinn Valdimarsson: 402.000 evrur með dráttarvöxtum af 85.284 evrum frá 15. júní 2015 til greiðsludags og með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 316.716 evrum frá 15. júní 2015 til stefnubirtingardags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags, en til vara með dráttarvöxtum frá síðari tíma.
Björk Garðarsdóttir: 335.000 evrur með dráttarvöxtum af 71.070 evrum frá 15. júní 2015 til greiðsludags og með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 263.930 evrum frá 15. júní 2015 til stefnubirtingardags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags, en til vara með dráttarvöxtum frá síðari tíma.
Carsten Wulff: 335.000 evrur með dráttarvöxtum af 71.070 evrum frá 15. júní 2015 til greiðsludags og með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 263.930 evrum frá 15. júní 2015 til stefnubirtingardags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags, en til vara með dráttarvöxtum frá síðari tíma.
Daði Kárason: 670.000 evrur með dráttarvöxtum af 142.141 evru frá 15. júní 2015 til greiðsludags með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 527.859 evrum frá 15. júní 2015 til stefnubirtingardags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags, en til vara með dráttarvöxtum frá síðari tíma.
Eiður Már Arason: 335.000 evrur með dráttarvöxtum af 71.070 evrum frá 15. júní 2015 til greiðsludags með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 263.930 evrum frá 15. júní 2015 til stefnubirtingardags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags, en til vara með dráttarvöxtum frá síðari tíma.
Guðni Vilmundarson: 335.000 evrur með dráttarvöxtum af 71.070 evrum frá 15. júní 2015 til greiðsludags með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 263.930 evrum frá 15. júní 2015 til stefnubirtingardags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags, en til vara með dráttarvöxtum frá síðari tíma.
Guðrún Edda Gunnarsdóttir: 335.000 evrur með dráttarvöxtum af 71.070 evrum frá 15. júní 2015 til greiðsludags með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 263.930 evrum frá 15. júní 2015 til stefnubirtingardags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags, en til vara með dráttarvöxtum frá síðari tíma.
Högni Hallgrímsson: 670.000 evrur með dráttarvöxtum af 142.141 evru frá 15. júní 2015 til greiðsludags með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 527.859 evrum frá 15. júní 2015 til stefnubirtingardags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags, en til vara með dráttarvöxtum frá síðari tíma.
Jörg Schmikale: 335.000 evrur með dráttarvöxtum af 71.070 evrum frá 15. júní 2015 til greiðsludags með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 263.930 evrum frá 15. júní 2015 til stefnubirtingardags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags, en til vara með dráttarvöxtum frá síðari tíma.
Jóhann Sveinmar Sveinsson: 335.000 evrur með dráttarvöxtum af 71.070 evrum frá 15. júní 2015 til greiðsludags með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 263.930 evrum frá 15. júní 2015 til stefnubirtingardags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags, en til vara með dráttarvöxtum frá síðari tíma.
Marý Björk Steingrímsdóttir: 335.000 evrur með dráttarvöxtum af 71.070 evrum frá 15. júní 2015 til greiðsludags með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 263.930 evrum frá 15. júní 2015 til stefnubirtingardags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags, en til vara með dráttarvöxtum frá síðari tíma.
Matthías E. Matthíasson: 670.000 evrur með dráttarvöxtum af 142.141 evru frá 15. júní 2015 til greiðsludags með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 527.859 evrum frá 15. júní 2015 til stefnubirtingardags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags, en til vara með dráttarvöxtum frá síðari tíma.
Pétur Þór Sigurðsson: 670.000 evrur með dráttarvöxtum af 142.141 evru frá 15. júní 2015 til greiðsludags með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 527.859 evrum frá 15. júní 2015 til stefnubirtingardags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags, en til vara með dráttarvöxtum frá síðari tíma.
Rúnar Sigurbjartsson: 335.000 evrur með dráttarvöxtum af 71.070 evrum frá 15. júní 2015 til greiðsludags með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 263.930 evrum frá 15. júní 2015 til stefnubirtingardags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags, en til vara með dráttarvöxtum frá síðari tíma.
Stefán Konráðsson: 335.000 evrur með dráttarvöxtum af 71.070 evrum frá 15. júní 2015 til greiðsludags með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 263.930 evrum frá 15. júní 2015 til stefnubirtingardags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags, en til vara með dráttarvöxtum frá síðari tíma.
Sveinn Áki Lúðvíksson: 335.000 evrur með dráttarvöxtum af 71.070 evrum frá 15. júní 2015 til greiðsludags með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 263.930 evrum frá 15. júní 2015 til stefnubirtingardags en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags, en til vara með dráttarvöxtum frá síðari tíma.
Málskostnaðarkrafa: 25.533.009 krónur.
Stefnendur krefjast þess að stefnda LS Retail Holding ehf. verði gert að greiða þeim eftirfarandi kröfur:
Aðalsteinn Valdimarsson: 85.284 evrur með dráttarvöxtum frá 15. júní 2015 til greiðsludags.
Björk Garðarsdóttir: 71.070 evrur með dráttarvöxtum frá 15.6.2015 til greiðsludags.
Carsten Wulff: 142.141 evra með dráttarvöxtum frá 15.6.2015 til greiðsludags.
Daði Kárason: 142.141 evra með dráttarvöxtum frá 15.6.2015 til greiðsludags.
Eiður Már Arason: 71.070 evrur með dráttarvöxtum frá 15.6.2015 til greiðsludags.
Guðni Vilmundarson: 71.070 evrur með dráttarvöxtum frá 15.6.2015 til greiðsludags.
Guðrún Edda Gunnarsdóttir: 71.070 evrur með dráttarvöxtum frá 15.6.2015 til greiðsludags.
Högni Hallgrímsson: 142.141 evra með dráttarvöxtum frá 15.6.2015 til greiðsludags.
Jörg Schmikale: 71.070 evrur með dráttarvöxtum frá 15.6.2015 til greiðsludags.
Jóhann Sveinmar Sveinsson: 71.070 evrur með dráttarvöxtum frá 15.6.2015 til greiðsludags.
Marý Björk Steingrímsdóttir: 71.070 evrur með dráttarvöxtum frá 15.6.2015 til greiðsludags.
Matthías E. Matthíasson: 142.141 evra með dráttarvöxtum frá 15.6.2015 til greiðsludags.
Pétur Þór Sigurðsson: 142.141 evra með dráttarvöxtum frá 15.6.2015 til greiðsludags.
Rúnar Sigurbjartsson: 71.070 evrur með dráttarvöxtum frá 15.6.2015 til greiðsludags.
Stefán Konráðsson: 71.070 evrur með dráttarvöxtum frá 15.6.2015 til greiðsludags.
Sveinn Áki Lúðvíksson: 71.070 evrur með dráttarvöxtum frá 15.6.2015 til greiðsludags.
Stefnendur krefjast þess að báðum stefndu verði gert að greiða stefnendum eftirfarandi fjárhæðir:
Aðalsteinn Valdimarsson: 331.800 evrur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. apríl 2015 en með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags eða til vara frá síðara tímamarki.
Björk Garðarsdóttir: 276.500 evrur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. apríl 2015 en með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags eða til vara frá síðara tímamarki.
Carsten Wulff: 553.000 evrur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. apríl 2015 en með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags eða til vara frá síðara tímamarki.
Daði Kárason: 553.000 evrur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. apríl 2015 en með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags eða til vara frá síðara tímamarki.
Eiður Már Arason: 276.500 evrur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. apríl 2015 en með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags eða til vara frá síðara tímamarki.
Guðni Vilmundarson: 276.500 evrur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. apríl 2015 en með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags eða til vara frá síðara tímamarki.
Guðrún Edda Gunnarsdóttir: 276.500 evrur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. apríl 2015 en með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags eða til vara frá síðara tímamarki.
Högni Hallgrímsson: 553.000 evrur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. apríl 2015 en með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags eða til vara frá síðara tímamarki.
Jörg Schmikale: 276.500 evrur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. apríl 2015 en með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags eða til vara frá síðara tímamarki.
Jóhann Sveinmar Sveinsson: 276.500 evrur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. apríl 2015 en með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags eða til vara frá síðara tímamarki.
Marý Björk Steingrímsdóttir: 276.500 evrur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. apríl 2015 en með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags eða til vara frá síðara tímamarki.
Matthías E. Matthíasson:553.000 evrur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. apríl 2015 en með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags eða til vara frá síðara tímamarki.
Pétur Þór Sigurðsson: 553.000 evrur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. apríl 2015 en með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags eða til vara frá síðara tímamarki.
Rúnar Sigurbjartsson: 276.500 evrur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. apríl 2015 en með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags eða til vara frá síðara tímamarki.
Stefán Konráðsson: 276.500 evrur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. apríl 2015 en með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags eða til vara frá síðara tímamarki.
Sveinn Áki Lúðvíksson: 276.500 evrur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. apríl 2015 en með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags eða til vara frá síðara tímamarki.
Stefnendur krefjast þess að stefndu verði sameiginlega (in solidum) gert að greiða stefnendum málskostnað að skaðlausu.
Stefndu hafa skilað greinargerðum þar sem einvörðungu eru hafðar uppi kröfur um frávísun málsins frá dómi svo sem heimilt er samkvæmt 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 7. gr. laga nr. 78/2015. Málið var tekið til úrskurðar að loknum málflutningi um þær kröfur þann 8. febrúar sl. Vegna forfalla dómara reyndist ekki unnt að kveða upp úrskurð innan lögbundins frests og var málið því endurflutt þann 11. maí sl. og tekið til úrskurðar að nýju að því loknu
I
Stefnendur voru starfsmenn LS Retail ehf., dótturfélags stefnda LS Retail Holding ehf. Ekki kemur fram í gögnum málsins hvort þeir eru enn starfandi hjá félaginu. Í lok árs 2010 gerðu stefnendur kaupréttarsamninga við stefnda LS Retail Holding. Ágreiningur málsins á rætur að rekja til réttinda og skyldna aðila samkvæmt þeim samningum og hluthafasamkomulagi, sem er fylgiskjal með kaupréttarsamningunum.
Stefndi LS Retail Holding er eignarhaldsfélag og eina eign þess er dótturfélagið LS Retail. Í samþykktum eignarhaldsfélagsins er kveðið á um að tilgangur þess sé eignarhald, meðferð og sala hluta í LS Retail ehf. sem sé eina eign þess. Stefndi ALMC hf. átti allt hlutafé í stefnda LS Retail Holding fram til loka árs 2013 þegar Aðalsteinn Valdimarsson innleysti 6,9% af 7,5% kauprétti sínum á hlutum í félaginu samkvæmt kaupréttarsamningi þar um, sem hann framseldi sama dag til Vita ehf., sem er einkahlutfélag að fullu í eigu Aðalsteins.
Kaupréttarsamningar stefnenda eru gerðir á árinu 2010. Í málinu liggja fyrir afrit af samningum Aðalsteins Valdimarssonar frá 21 júní það ár, ásamt þremur viðaukum dagsettum 15. febrúar 2011, 6. desember 2013 og 2. mars 2015, Bjarkar Garðarsdóttur og Carsten Wulff, sem báðir eru frá 21. september, auk tveggja viðauka við hvorn þeirra sem eru gerðir 25. mars 2011 og 2. mars 2015. Þá segir í stefnu að samningar Eiðs Más Arasonar, Guðna Vilmundarsonar, Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur, Jörg Schmikale, Jóhanns Sveinssonar, Marý Bjarkar Steingrímsdóttur, Rúnars Sigurbjartssonar, Stefáns Konráðssonar og Sveins Áka Lúðvíkssonar séu samhljóða samningnum við Björk en samningar Daða Kárasonar, Matthíasar E. Matthíassonar og Péturs Þórs Sigurðssonar séu samhljóða samningnum við Carsten Wulff. Kaupréttarsamningarnir eru efnislega samhljóða að því leyti sem máli skiptir við úrlausn þessa máls en fjárhæð kaupréttar er mismunandi.
Í 1. kafla samninganna, inngangskafla, segir m.a. að markmið allra samningsaðila sé að selja dótturfélagið innan fimm ára og jafnframt að vilji sé til að umbuna stefnendum ef virði félagsins eykst á þeim tíma. Þá er í inngangskaflanum vísað til viðauka 1 við samninginn, sem er hluthafasamningur milli stefnda ALMC og lykilstarfsmanna dótturfélagsins, þ.e. LS Retail, sem hafa nýtt sér kauprétt í félaginu. Segir í grein 1.6 að kaupréttarhafar hafi kynnt sér og fallist á skilmála hans. Jafnframt er tekið fram í grein grein 1.7 að við skýringar á kaupréttarsamningnum sé nauðsynlegt að líta til þess sem fram komi í inngangskaflanum, m.a. framangreinds hluthafasamnings.
Samkvæmt 3. kafla samninganna áttu stefnendur rétt á að kaupa hluti í LS Retail Holding. Nafnverð kaupréttar Aðalsteins var 75.000 kr. sem svara til 7,5% af hlutafé félagsins en kaupréttur samkvæmt öðrum samningum var ýmist 5000 eða 10.000 kr. að nafnverði. Í kaflanum er nánar gerð grein fyrir skilmálum og skilyrðum kaupréttarins.
Kaupréttartímabilið var frá 1. mars til 30. apríl 2015 skv. grein 4.1. Með viðauka við samningana þann 2. mars 2015 var kaupréttartímabilið lengt til 30.apríl 2016. Í grein 4.2 er kveðið á um það að ef stefndi LS Retail Holding selur hlut sinn í dótturfélagi sínu, eða ef ALMC selur hluti sína í meðstefnda skuli greiða kaupréttarhöfum hlutfallslega fyrir gildan kauprétt, sem þegar sé fallinn til, miðað við mismun á söluverði og áætluðu verðmæti hlutanna skv. grein 3.4 í samningunum, svo sem nánar er gerð grein fyrir í nefndum ákvæðum samningsins.
Samningarnir eru gerðir á ensku. Í 11. gr. þeirra er svohljóðandi ákvæði um úrlausn ágreiningsmála: „This agreement shall be governed by the laws of Iceland. If a dispute arises relating to this agreement, its interpretation, individual articles or other matters which relate to the interaction between the parties to this agreement relating to their holding of shares or call options in the Company, the parties agree to attempt to settle such disputes in good faith. If such settlement cannot be reached, each party can submit such a dispute to arbitration. If a party wishes to submit a dispute to arbitration, he shall notify the disputing party in writing. The matter shall be decided by one (1) arbitrator who shall fulfil the conditions to be appointed as a Supreme Court judge. If the disputing parties cannot agree on an arbitrator, he shall be appointed by the chairman of the Reykjavik district court. The arbitration shall otherwise be in accordance with Act no. 53/1989 on contractual arbitrations. The parties to this agreement irrevocably accept the sole jurisdiction of the arbitration and wave their rights to access to general courts.“
Í þýðingu löggilts skjalaþýðanda er ákvæðið svohljóðandi: „Samningur þessi lýtur íslenskum lögum. Komi upp deila er tengist samningnum, túlkun hans eða einstakra ákvæða hans eða samskiptum aðilanna varðandi eignarhald á hlutum eða kauprétt í félaginu, eru aðilar sammála um að leitast við að leysa þann ágreining í góðri trú. Takist það ekki getur hvor aðili lagt deiluna í gerð. Vilji aðili gera svo skal hann tilkynna það deiluaðilanum skriflega. Úr deilunni skal skorið af einum (1) gerðarmanni sem fullnægja skal skilyrðum til að vera skipaður Hæstaréttardómari. Geti deiluaðilar ekki komið sér saman um gerðarmann skal hann skipaður af dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Að öðru leyti skal gerð fara fram samkvæmt lögum nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma. Aðilar að samningi þessum fallast hér með óafturkallanlega á að gerðardómur eigi einn dómsvald, og afsala sér rétti sínum til að leita til almennra dómstóla.“
Af þeim samningum sem lagðir hafa verið fyrir dóminn má ráð að þeir eru undirritaðir af stefnendum og stefnda LS Retail Holding ehf. auk þess sem stefndi ALMC hf. undirritar samningana „með tilliti til ákvæða 4.1.1, 4.2 og 4.3“, eins og segir í samningunum.
Stefnendur kveðast hafa unnið af elju hjá dótturfélaginu og sumir þeirra haldið aftur af launakröfum sínum í ljósi þess ávinnings sem þeir áttu í vændum á grundvelli kaupréttarsamninganna. Segja þau gengi fyrirtækisins hafa vaxið mikið á liðnum árum og að fleiri en einn aðili hafi sýnt verulegan áhuga á að kaupa félagið. Síðari hluta árs 2014 og í byrjun árs 2015 hafi borist þrjú tilboð í félagið, þar sem kaupverð hafi verið á bilinu 25 til 37,5 milljónir evra, og verðmat stjórnarmanns í dótturfélaginu hafi sýnt að vermæti þess gæti verið allt að 89,5 milljónir evra. Í málinu liggja fyrir gögn frá samningaviðræðum við ýmsa aðila sem sýnt höfðu áhuga á kaupum. Þrátt fyrir mikinn áhuga kaupenda á félaginu segja stefnendur að svo hafi farið að stjórn dótturfélagsins hafi slitið viðræðum við félagið Vector Capital, í lok febrúar 2015, með því að neita því um tveggja vikna frest til að ljúka skoðun á félaginu. Að sögn stefnenda hafi það félag boðið hæst í dótturfélagið og samningaviðræður við það verið á lokastigi þegar viðræðum hafi verið slitið.
Á hluthafafundi LS Retail Holding, þann 27. apríl sl., var samþykkt tilboð um að selja Anchorage Capital Group, eða heimiluðum framsalshafa, LS Retail fyrir 17.638.600 evrur. Kaupin voru samþykkt með atkvæðum ALMC hf., sem átti 93,1% hlut í félaginu gegn hörðum mótmælum Vita ehf., sem er í eigu Aðalsteins Valdimarssonar, sem átti 6,9% hlut í félaginu, en hann taldi kaupverðið vera mun lægra en það sem hægt hefði verið að fá fyrir félagið. Í hlutaskrá LS Retail ehf., hefur Hoxton (Lux) S.à r.l. nú verið skráður eigandi allra hluta í félaginu og dagsetning eigendaskipta er sögð vera 5. júní 2015. Aðrir stefnendur telja einnig að söluverð dótturfélagsins hafi verið langt undir markaðsverði.
Um miðjan júní sl. sendi stefndi LS Retail Holding stefnendum, að frátöldum Aðalsteini Valdimarssyni, drög að samningi um fjárhagsuppgjör á grundvelli kaupréttarsamninganna. Bauðst hann til að gera upp kaupréttarsamninga með eingreiðslu í stað þess að kaupréttarhafar innleystu kauprétt sinn. Uppgjörsfjárhæðin tók mið af söluverði dótturfélagsins til Anchorage að frádregnum kostnaði við söluna og var í samningsdrögunum kveðið á um að greiðslan væri heildar- og lokagreiðsla á skuldbindingum LSRH til stefnenda vegna kaupréttarsamningsins. Stefnendur höfnuðu því að ganga til samninga á þessum grundvelli. Í bréfi til stefnda LS Retail Holding, þann 24. júní sl., kemur fram að þeir telji sig eiga rétt til uppgjörs á grundvelli þess að dótturfélagið hafi verið selt á réttu verði sem þeir telji söluverðið ekki vera. Í bréfinu er því jafnframt lýst yfir að stefnendur séu reiðbúnir að gera upp kauprétt sinn miðað við matsverð dómkvaddra matsmanna á virði félagsins þegar salan fór fram. Stefnendur lögðu fram beiðni um dómkvaðningu matsmanna í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 29. júní sl. Stefndi LS Retail Holding hafnað hugmyndum stefnenda að uppgjöri á grundvelli matsgerðar með svarbréfi 29. júlí sl. og vísar m.a. til þess að Viti ehf. hafi höfðað mál gegn stefndu, m.a. til ógildingar á ákvörðun hluthafafundar um sölu dótturfélagins. Á meðan sá ágreiningur sé óútkljáður geti stefndi ekki tekið til skoðunar tillögur um uppgjör til stefnenda. Svo sem rakið er í málum E-2578/15 og E-3170/15 hefur stefndi LS Retail Holding lýst yfir riftun á kaupum Aðalsteins Valdimarssonar á hlutabréfum skv. kaupréttarsamningi hans, rift samningi hans um frekari kauprétt og afmáð félag hans, Vita ehf., af hlutaskrá félagsins. Þann 7. september sl. féllst sýslumaðurinn í Reykjavík á beiðni stefnenda um kyrrsetningu eigna stefnda LS Retail Holding. Kyrrsetningin nær til 7.217.254 evra og 25.533.099 króna á nánar greindum reikningi stefnda.
Í máli þessu krefjast stefnendur staðfestingar á framangreindri kyrrsetningu auk þess sem gerðar eru efnislegar kröfur á hendur kyrrsetningarþola og ALMC hf., aðaleiganda hans. Kröfugerð stefnenda er annars vegar um tiltekna greiðslu til hvers þeirra um sig, sem byggir á ákvæði í grein 4.1 í kaupréttarsamningunum og miðast fjárhæð þessara krafna við söluverð LS Retail til Anchorage Capital, eða liðlega 17 milljónir evra. Hins vegar gera stefnendur kröfu um skaðabætur úr hendi beggja stefndu sem nemur mismun á þessu söluverði og því sem stefnendur telja vera rétt verð félagsins, miðað við sölu til ótengds aðila. Byggja þeir þessa kröfu á því að þeir eigi rétt til efndabóta á grundvelli samninga við stefndu, almennum reglum skaðabótaréttar auk ákvæða laga nr. 134/1994, um einkahlutafélög. Fjárhæð bótakröfu kveðast stefnendur byggja á því að markaðsverðmæti félagsins á söludegi hafi, samkvæmt mati óháðs löggilts endurskoðanda, verið 72.800.000 evrur. Svo sem áður greinir hafa stefnendur óskað dómkvaðningar matsmanna til að meta verðmæti félagsins.
Stefndu mótmæla málsástæðum og lagarökum stefnenda, sérstaklega þeim sem lúta að staðhæfingum um að dótturfélagið hafi verið selt á verði sem hafi verið undir markaðsverði og staðhæfa m.a. að tilboð kaupenda hafi verið eina óskilyrta kauptilboðið sem borist hafi í félagið. Þá má sjá í bréfaskiptum aðila að ágreiningur er uppi um það hvort stefnendur eigi rétt til kaupréttar á grundvelli áðurnefnds ákvæðis í grein 4.2 í kaupréttarsamningnum.
II
Svo sem áður greinir krefjast stefndu frávísunar málsins frá dómi. Byggja þeir frávísunarkröfu sínar í fyrsta lagi á því að mál þetta eigi ekki undir almenna dómstóla þar sem stefnendur hafi með bindandi hætti skuldbundið sig til að leysa úr ágreiningi málsins fyrir gerðardómi. Vísa þeir í því efni til ákvæða 11. gr. í kaupréttarsamningunum, en efni greinarinnar er rakið að framan. Ákvæðið sé gilt og bindandi. Ágreiningsefni þessa máls lúti að kauprétti stefnenda á hlutum í stefnda LS Retail Holding og túlkun samningsins og taki 11. gr. einmitt til slíks ágreinings, þ.m.t ágreinings um bótarétt stefnenda. Þá vísar stefndi ALMC hf. einnig til samhljóða ákvæðis í 9. gr. hluthafasamkomulagsins, sem er fylgiskjal með kaupréttarsamningnum. Ákvæðin kveði ekki á um heimild, heldur skyldu til að bera mál undir gerðardóm, vilji samningsaðilar á annað borð fela þriðja aðila úrslausn ágreinings á milli sín. Allir stefnendur málsins séu bundnir af ákvæðum þessara samninga og beri því með vísan til 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991, sbr. og 1. gr. sömu laga, og 1. og 2. gr. og 1. mgr. 3. gr. laga nr. 53/1989, um samningsbundna gerðardóma, að vísa máli þessu frá dómi í heild sinni.
Stefndu byggja á því að það breyti engu um framangreint afsal á rétti til að leita úrlausnar almennra dómstóla þótt málshöfðun þessi sé öðrum þræði til staðfestingar á kyrrsetningu sýslumannsins í Reykjavík. Málið heyrir allt að einu undir lögsögu gerðardóms en ekki almennra dómstóla. Aðilar að kyrrsetningarmálum hafi forræði á því hvort höfða þurfi mál til staðfestingar kyrrsetningu samkvæmt ákvæðum laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. Þeim er því einnig, eðli máls samkvæmt, heimilt að fela gerðardómi ákvörðunarvald um staðfestingu kyrrsetningar, svo sem þeir hafi gert með framangreindu ákvæði 11. gr. kaupréttarsamningsins. Önnur niðurstaða byði upp á augljósa möguleika á misnotkun heimildar til að krefjast kyrrsetningar í því skyni að koma úrlausn máls undan lögsögu gerðardóms yfir til almennra dómstóla. Slík niðurstaða bryti gegn samningsfrelsi aðila við val á úrræðum til lausnar á ágreiningi, sbr. og ákvæði 1. gr. og 1. og 2. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 1. og 2. gr. og 1. mgr. 3. gr. laga nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma. Stefndu mótmæla því að hagræði sé að því fyrir alla aðila að reka mál fyrir almennum dómstólum í stað gerðardóms og hafna því jafnframt að unnt sé að komast undan samningsbundinni gerðardómsmeðferð með því að auka við hóp stefndu í málinu. Hvað sem öðru líði verði að vísa frá dómi þeim dómkröfum sem ekki lúta að staðfestingu fyrirliggjandi kyrrsetningargerðar.
Í öðru lagi er frávísunarkrafan studd þeim rökum að málatilbúnaður stefnanda sé óljós og vanreifaður. Framsetning og uppsetning tölulegra dómkrafna sé úr hófi löng og óskiljanleg. Þá sé samhengi milli staðfestingarkröfunnar og efnislegra krafna í málinu óljóst, ef nokkurt, þar sem fjárhæðir í staðfestingarkröfunni séu ekki hinar sömu og samtala tölulegra krafna. Miðað við orðalag staðfestingarkröfunnar sé ekki krafist staðfestingar á því sama og kyrrsett var með kyrrsetningargerð sýslumanns. Enn fremur sé sá annmarki á málatilbúnaði stefnanda að mati stefndu að kröfur málsins eru byggðar á skýrslu um verðmæti umdeilds félags sem unnin hafi verið einhliða fyrir Vita ehf., sem ekki sé aðili þessa máls. Skýrslan geti aldrei orðið grundvöllur kröfugerðar stefnenda eða dóms í málinu enda hafi hún ekkert sönnunargildi. Málatilbúnaðurinn sé því í andstöðu við í 95. gr. laga nr. 91/1991, sbr. og 1. mgr. 80. gr. laganna, sem ekki sé unnt að bæta úr á síðari stigum.
Í þriðja lagi séu hvorki skilyrði fyrir samlagsaðild samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 né skilyrði um kröfusamlag samkvæmt 1. mgr. 27. gr. sömu laga fyrir hendi. Kröfur stefnanda á hendur LS Retail Holding ehf. annars vegar og ALMC hf. hins vegar byggja á ólíkum atvikum, aðstöðu og löggerningum. Þannig hafi stefnendur uppi kröfur á hendur LS Retail Holding um „nettun“ á grundvelli kaupréttarsamnings en skaðabótakröfu á hendur báðum stefndu. Engin heimild sé til að hafa slíkar kröfur uppi í einu og sama málinu.
III
Stefnendur mótmæla öllum málsástæðum stefndu og krefjast þess að frávísunarkröfum þeirra verði hrundið. Eðli málsins samkvæmt geti gerðardómur ekki staðfest kyrrsetningu og geti sú krafa aldrei komið fyrir gerðardóm. Þá byggja stefnendur á því að gerðardómsákvæði samninga þeirra fullnægi ekki form- og efniskröfum laga nr. 53/1989 auk þess sem ákvæðið beri að túlka þannig að heimilt sé en ekki skylt að leita til gerðardóms. Við túlkun þess beri jafnframt að líta til 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, en af þeim ákvæðum leiði að samningsákvæði, sem takmarki rétt manna til að leita úrlausnar mála hjá almennum dómstólum, beri að túlka þröngt. Þá geti ákvæðið aldrei tekið til krafna á hendur ALMC hf. þar sem það félag sé einungis aðili að tileknum ákvæðum kaupréttarsamningsins og 11. gr. sé ekki þar á meðal. Þá geti skaðabótakrafan ekki átt undir gerðardómsákvæðið, miðað við þann lagagrundvöll sem hún er reist á enda byggi hún ekki á kaupréttarsamningnum, heldur rétti til skaðabóta utan samninga.
Verði ekki fallist á framangreint, byggja stefnendur á því að forsendur samnings um gerðardóm séu brostnar þar sem gagnaðilar þeirra hafi ekki unnið í góðri trú og ekki hafi verið gætt s.k. armslengdarsjónarmiða við umdeilda sölu. Þá sé ákvæðið ekki samið af stefnendum og við samningu þess hafi núverandi aðstæður ekki verið fyrirséðar. Ákvæðið sé verulega íþyngjandi og kostnaðarsamt fyrir stefnendur sem séu launþegar og hafi ekki bolmagn til að standa straum af kostnaði við gerðardómsstörf. Vísa stefnendur í þessu sambandi til 36. gr. laga nr. 7/1936. Þá sé mikið óhagræði af því að reka mál til staðfestingar kyrrsetningu fyrir héraðsdómi en efnislegan ágreining fyrir gerðardómi. Þá sé ekki hægt að beita ákvæðum réttarfarslaga um vitnaskyldu og vitnakvaðningu fyrir dómi í málum fyrir gerðardómi, en mál þetta sé þess eðlis að líklegt sé að úrlausn þess velti á framburði vitna. Veiti gerðardómsmeðferð málsins því ekki fullnægjandi réttarvernd.
IV
Í máli þessu er höfð uppi krafa um staðfestingu kyrrsetningar í kyrrsetningarmáli K-18/2015, þar sem kyrrsettar voru 7.217.254 evrur og 25.533.099 krónur á reikningi í eigu stefnda LS Retail Holding og jafnframt hafðar uppi efnislegar kröfur sem kyrrsetningunni er ætlað að tryggja. Annars vegar krefjast stefnendur þess að stefndi LS Retail Holding greiði þeim samtals 1.506.690 evrur sem greiðslu samkvæmt kaupréttarsamningi vegna sölu LS Retail, dótturfélags stefnda, en sala félagsins var samþykkt á hluthafafundi stefnda LS Retail Holding þann 25. apríl sl. Hins vegar gera stefnendur kröfu um greiðslu skaðabóta óskipt úr hendi stefndu að samtals fjárhæð 5.861.800 evrur, vegna þess tjóns sem þeir telja sig hafa orðið fyrir þegar dótturfélagið var selt. Stefndi ALMC, sem er eigandi 93,1% hlutafjár í meðstefnda, samþykkti söluna á framangreindum hluthafafundi en hinn hluthafinn, Viti ehf. greiddi atkvæði gegn henni. Staðhæfa stefnendur að söluverðið hafi verið langt undir markaðsvirði dótturfélagsins.
Svo sem kveðið er á um í 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 hafa dómstólar vald til að dæma um hvert það sakarefni sem lög og landsréttur ná til nema það sé skilið undan lögsögu þeirra samkvæmt lögum, samningi, venju eða eðli máls. Samkvæmt tilvitnuðu ákvæði réttarfarslaga og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 53/1989, um samningsbundna gerðardóma, geta aðilar samið svo um að réttarágreiningur þeirra skuli lagður í gerð. Samkvæmt 2. gr. laganna verður ágreiningsefni sem á undir gerðardóm þó ekki vísað frá héraðsdómi nema krafa komi fram það að lútandi. Í máli þessu hafa stefndu uppi frávísunarkröfu.
Stefndu byggja frávísunarkröfu sína m.a. á því að aðilar máls hafi með bindandi hætti afsalað sér rétti til að fara með ágreining þessa máls fyrir dómstóla. Vísa þeir til ákvæða í 11. gr. kaupréttarsamninga við stefnendur sem gerðir voru á árinu 2010 og ákvæði 9. gr. hluthafasamkomulags sem er fylgiskjal með kaupréttarsamningnum. Beri því að vísa málinu frá dómi í heild sinni með vísan til 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 og 1. og 2. gr. laga nr. 53/1989, um samningsbundna gerðardóma.
Gerðardómsákvæðið í 11. gr. kaupréttarsamninganna er rakið í heild í atvikalýsingu. Samhljóða ákvæði er í 9. gr. hluthafasamkomulagins. Að mati dómsins uppfylla þessi ákvæði áskilnað laga nr. 53/1989, um samningsbundna gerðardóma, enda er um skriflegan samning að ræða þar sem fram kemur hverjir séu aðilar að samningunum og úr hvaða réttarágreiningi skuli leyst, sbr. 1. mgr. 3. gr. sömu laga. Þá veldur það ekki ógildi ákvæðanna þótt gert sé ráð fyrir því að einungis einn gerðardómsmaður sitji í dóminum. Er því hafnað málsástæðum stefnanda sem lúta að því að ákvæði framangreindra samninga jafngildi ekki gerðarsamningi í skilningi laga nr. 53/1989 eða uppfylli ekki kröfur til slíkra samninga samkvæmt sömu lögum. Þá er að mati dómsins vafalaust að gerðardómsákvæðin fela í sér skyldu en ekki einungis heimild til að leita úrlausnar gerðardóms um ágreining sem ákvæðin taka til. Í lokamálslið þeirra stendur: „The parties to this agreement irrevocably accept the sole jurisdiction to the arbitration and wave their rights to access to general courts.“ Samkvæmt orðanna hljóðan og í samræmi við þýðingu löggilts skjalaþýðanda felst í þessu ákvæði óafturkallanleg skuldbinding samningsaðila um að hlíta lögsögu gerðardóms og jafnframt afsal á rétti til að bera ágreining undir almenna dómstóla, enda falli ágreiningurinn undir gerðardómsákvæði samninganna. Er því hafnað málsástæðum stefnenda sem lúta að því að túlkunarreglur samningaréttar eða tilvísun til 70. gr. stjórnarskrárinnar eða 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu geti leitt til annarrar niðurstöðu.
Þá byggja stefnendur á því að ákvæði 11. gr. kaupréttarsamningsins geti ekki bundið stefnda ALMC, þar sem hann sé ekki aðili að þeim hluta samningsins. Ekki er álitamál að stefnendur og stefndi LS Retail Holding eru aðilar að samningnum. Þá er stefndi ALMC einnig aðili að samningnum, að því er varðar málsgreinar 4.1.1, 4.2 og 4.3. Grein 4.1 fjallar um rétt stefnanda sem kaupréttarhafa til greiðslna við sölu dótturfélagsins og mælir nánar fyrir um hvernig fjárhæðin skuli reiknuð. Ágreiningur málsins lýtur að þessum rétti stefnenda og ætluðum brotum beggja stefndu á rétti þeirra samkvæmt ákvæðinu. Fyrir utan Aðalstein Valdimarsson, voru stefnendur ekki hluthafar í stefnda LS Retail Holding ehf. Hins vegar er hluthafasamkomulagið viðauki við kaupréttarsamning þeirra, sbr. grein 1.6, og þar segir m.a. að stefnendur fallist á skilmála hans. Svo sem áður greinir er í gerðardómsákvæði í 9. gr. hluthafasamkomulagsins, samhljóða ákvæði 11. gr. kaupréttarsamningsins. Stefnendur byggja bótakröfu sína m.a. á því að ALMC hafi brotið gegn ákvæðum hluthafasamkomulagsins með því að selja dótturfélag meðstefnda á verði sem var að þeirra mati langt undir markaðsverði. Vísa þeir í því sambandi til skyldna ALMC til að gæta svokallaðra armslengdarsjónarmiða við ákvörðun um söluna. Með hliðsjón af framangreindu er það niðurstaða dómsins að stefnendur hafi einnig með áðurnefndum kaupréttarsamningi, og yfirlýsingu í grein 1.6 um að virða ákvæði hluthafasamkomulagsins, skuldbundið sig gagnavart stefnda ALMC til að leysa úr þeim ágreiningsmálum fyrir gerðardómi sem ákvæði 9. gr. hluthafasamkomulagsins og 11. gr. kaupréttarsamningsins kveða á um að skuli beint til þess úrlausnaraðila.
Um afmörkun þeirra ágreiningsefna, sem gerðardómi er ætlað að leysa úr, segir í gerðardómsákvæðunum að gerðardómi sé falið að leysa úr deilu sem „tengist samningnum, túlkun hans eða einstakra ákvæða hans eða samskiptum aðilanna varðandi eignarhald á hlutum eða kauprétt í félaginu“. Sá ágreiningur sem hér er til úrlausnar lýtur annars vegar að rétti stefnenda til greiðslu tiltekinnar fjárhæðar til hvers þeirra úr hendi stefnda LS Retail Holding. Þá kröfu byggja stefnendur á grein 4.2 í kaupréttarsamningunum. Er vafalaust að sú krafa fellur undir gerðardómsákvæði kaupréttarsamninganna sbr. framangreinda tilvitnun.
Hins vegar lýtur ágreiningurinn að ætluðu tjóni stefnenda og greiðslu skaðabóta vegna sölu dótturfélagsins. Í stefnu er sú krafa m.a rökstudd með því að við umdeilda sölu dótturfélagsins hafi ekki verið gætt s.k. armslengdarsjónarmiða, þar sem félagið hafi verið selt aðila tengdum stefnda ALMC hf. Byggja stefnendur á því að með þessu hafi stefndu brotið gegn nánar greindum ákvæðum í kaupréttarsamningunum og hluthafasamkomulaginu. Er krafan m.a. á því byggð að framangreind sala veiti stefnendum rétt til efndabóta og jafnframt rétt til skaðabóta samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar utan samninga. Ekki verður annað séð en þessi deila tengist beint samningum aðila, túlkun þeirra og eignarhaldi á hlutum í félaginu þar sem bæði kaupréttarsamningurinn og hluthafasamkomulagið fjalla um sölu áðurnefnds dótturfélags og réttindi og skyldur aðila tengdum þeirri sölu, og vísað er til þessara ákvæða sem rökstuðnings fyrir kröfu stefnenda. Fellur því ágreiningur þessi undir gerðardóm samkvæmt tilvitnuðum ákvæði í 11. gr. kaupréttarsamninganna og eftir atvikum undir 9. gr. hluthafasamkomulagsins. Er því niðurstaða dómsins sú að skuldbinding stefnenda til að leita úrlausnar gerðardóms eigi við um ágreining málsins gagnvart báðum stefndu.
Þá er hafnað þeirri málsástæðu stefnenda að forsendur gerðardómsákvæðisins séu brostnar. Vísast um það efni til niðurstöðu héraðsdóms, sem staðfest var með dómi Hæstaréttar þann 6. maí sl., í máli nr. 247/2016, en þar var sömu málsástæðu teflt fram og varða sömu atvik. Svo sem þar er rakið verður að telja ósannað að samningsforsendur aðila sem stefnendur vísa til séu brostnar. Þá er heldur ekki fallist á það með stefnendum að víkja beri gerðardómsákvæðunum hliðar með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Að mati dómsins hefur ekki verið sýnt fram á að atvik, aðstæður eða staða samningsaðila þegar samningarnir voru gerðir, eða komu síðar til, hafi verið með þeim hætti að skilyrði fyrir því að ógilda gerðardómsákvæði samninganna séu fyrir hendi. Fyrir liggur að kostnaður af úrlausn ágreinings fyrir gerðardómi fellur á deiluaðila. Hins vegar getur það út af fyrir sig ekki verið ógildingarástæða á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 149/2010.
Loks er ekki heldur fallist á það með stefnendum að gerðardómsmeðferð ágreinings aðila komi í veg fyrir að stefnendur geti aflað sönnunargagna í málinu en í því efni vísa stefnendur til þess að ekki verði mögulegt að afla vitnaskýrslna fyrir dómi verði leyst úr málinu fyrir gerðardómi. Svo sem rakið er í úrlausn dómsins, sem staðfest var með framangreindum dómi Hæstaréttar, er að mati dómsins mögulegt að afla gagna og taka skýrslu fyrir héraðsdómi jafnvel þótt mál sé rekið fyrir gerðardómi og vísast í þessu sambandi til m.a. 77. gr. laga nr. 91/1991 og athugasemdum við 7. gr. frumvarps til laga nr. 53/1989, um samningsbundna gerðardóma, þar sem vakin er athygli á heimild í 103. gr. A þágildandi réttarfarslaga sem hafði að geyma sambærilegt úrræði og nú er í 77. gr. gildandi laga um meðferð einkamála.
Með vísan til alls framangreinds er fallist á það með stefndu að ágreiningur máls þessa eigi undir gerðardóm, að því er varðar þær efniskröfur sem hann hefur uppi í málinu og verður því að vísa þeim kröfum frá dómi.
Málatilbúnaður stefnenda, eftir þessa niðurstöðu dómsins er því sá að þeim kröfum, sem kyrrsetningunni er ætlað að tryggja, hefur verið vísað frá dómi þar sem niðurstaða dómsins er sú að úrlausn ágreinings um þær heyri undir gerðardóm. Kemur þá til úrlausnar hvort einnig beri að vísa frá kröfu um staðfestingu kyrrsetningarinnar. Stefndi LS Retail Holding, sem er gerðarþoli í kyrrsetningarmálinu, krefst frávísunar staðfestingarkröfunnar jafnt og annarra krafna með vísan til gerðardómsákvæðis í kaupréttarsamningnum.
Í VI. kafla laga nr. 31/1990, um kyrrsetningu, lögbann o.fl. er fjallað um mál til staðfestingar kyrrsetningu. Svo sem segir í 1. mgr. 36. gr. skal, innan tiltekinna tímamarka, höfða mál með útgáfu réttarstefnu til héraðsdóms til staðfestingar kyrrsetningar nema gerðarþoli hafi lýst því yfir við gerðina að hann uni við hana án málshöfðunar. Hafi mál ekki áður verið höfðað um kröfu gerðarbeiðanda skal í einu lagi höfða mál um hana og til staðfestingar gerðinni, sbr. 2. mgr. 36. gr. Kröfugerð stefnanda, að fenginni úrlausn dómsins um frávísun efnislegra krafna hans, er ekki í samræmi við þessar reglu, þar sem einvörðungu stendur eftir krafa um staðfestingu á kyrrsetningargerðinni. Sá annarmarki veldur þó, einn og sér, ekki frávísun frá dómi, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 541/2005 frá 1. júní 2006.
Stefndi byggir kröfu um frávísun þessa kröfuliðar á því að aðilar máls hafi forræði yfir því hvort höfða þurfi mál til staðfestingar á kyrrsetningu samkvæmt lögum nr. 31/1990 og þeim sé því heimilt að fela gerðardómi ákvörðunarvald um það atriði og það hafi þeir gert með áðurnefndum gerðardómssamningi. Á þetta er ekki fallist. Í lögum nr. 31/1990 er að finna lögbundna leið til að viðhalda kyrrsetningargerð. Öfugt við það sem almennt gildir í einkamálaréttarfari hafa aðilar máls ekki fullt forræði á því hvenær mál er höfðað og með hvaða hætti það er gert. Af ákvæðum 39. gr. má ráða að afleiðingar þess að höfða ekki staðfestingarmál fyrir héraðsdómi eru þær að kyrrsetningagerð fellur úr gildi. Málsmeðferð fyrir gerðardómi um gildi kyrrsetningar eða staðfestingu gerðardóms á kyrrsetningu verður ekki jafnað til staðfestingar dómstóls um gildi gerðarinnar. Verður kröfu um staðfestingu á kyrrsetningu því ekki hafnað á framangreindum grundvelli.
Af þessum sökum er ekki tilefni til að vísa frá dómi þeim kröfuliðum í stefnu sem lúta að staðfestingu kyrrsetningar, jafnvel þótt niðurstaða dómsins sé sú að ágreining um úrlausn þeirra réttinda, sem kyrrsetningarkrafan beinist að, verði að leysa úr fyrir gerðardómi. Ekki er fallist á að framsetning þeirra krafna sé óljós eða málið vanreifað þannig að það varði frávísun. Með sömu rökum er hafnað kröfu um frávísun á kröfu stefnenda á staðfestingu kyrrsetningar vegna málskostnaðar. Samkvæmt því sem að framan hefur verið rakið er öllum kröfum stefnenda vísað frá dómi, að undanskilinni þeirri sem lýtur að staðfestingu á kyrrsetningu samkvæmt kyrrsetningargerð K-18/2015. Sú krafa sætir úrlausn héraðsdóm sem kann eftir atvikum að verða frestað þar til ágreiningur um efnislegan ágreinings málsins hefur verið til lykta leiddur af umsömdum úrlausnaraðila.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kvað upp þennan úrskurð.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu stefndu um frávísun frá dómi á kröfu um staðfestingu kyrrsetningargerðar Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu nr. K-18/2005 sem fór fram þann 7. september 2015. Öðrum kröfum stefnenda er vísað frá dómi. Ákvörðun um málskostnað bíður efnisdóms í málinu.