Hæstiréttur íslands

Mál nr. 435/1999


Lykilorð

  • Lífeyrissjóður
  • Lífeyrisréttur
  • Laun
  • Gjafsókn


Fimmtudaginn 30

 

Fimmtudaginn 30. mars 2000.

Nr. 435/1999.

Haraldur Ásgeirsson

(Helgi V. Jónsson hrl.)

gegn

Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins

og til vara gegn

Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og

íslenska ríkinu

(Jón G. Tómasson hrl.)

 

Lífeyrissjóður. Lífeyrisréttur. Laun. Gjafsókn.

H gegndi embættisstörfum í þjónustu ríkisins frá 1945 til 1985, er hann hóf töku eftirlauna úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (L) á grundvelli launa fyrir starf sem forstöðumaður Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins (RB), er hann gegndi um 20 ára skeið. Höfðaði H mál gegn L og til vara L og íslenska ríkinu og krafðist þess að viðurkennt yrði að eftirlaun hans tækju mið af reglubundnum heildarlaunum eftirmanns hans hjá RB auk þess sem hann krafðist greiðslu vangoldinna eftirlauna. Ekki var talið að skilja bæri ákvæði 3. mgr. 12. gr. laga nr. 29/1963, sem í gildi voru meðan H átti aðild að sjóðnum sem starfsmaður, þannig að upphæð ellilífeyris skyldi vera hlutfall af öllum launum vegna starfsins hverju nafni sem þau nefndust. Var ekki fallist á að reglubundnar greiðslur fyrir yfirvinnu til forstjóra RB hafi eðlis síns vegna verið tengdar föstum embættislaunum með þeim hætti, að skylt væri að líta á þær sem hluta af launum fyrir dagvinnu, sem veitt hefðu rétt til eftirlauna. Var einnig litið til þess að framkvæmd reglna um iðgjöld L og ákvörðun eftirlauna úr sjóðnum hafi legið ljós fyrir allan þann tíma, sem hinar reglubundnu greiðslur voru við lýði. Hefðu greiðslurnar ótvírætt verið ákvarðaðar forstjóranum á þeim grundvelli að þær hefðu hvorki áhrif á iðgjöld né eftirlaun, og hafi svo einnig verið um hliðstæðar greiðslur til annarra ríkisstarfsmanna á sama tíma. Voru L og íslenska ríkið sýknuð af kröfum H.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein.

Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 26. október 1999, að fengnu leyfi Hæstaréttar samkvæmt 2. mgr. 153. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 7. gr. laga nr. 38/1994. Hann krefst þess aðallega, að viðurkennt verði, að eftirlaun hans frá aðalstefnda taki mið af reglubundnum heildarlaunum eftirmanns hans í starfi forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, og jafnframt að aðalstefnda verði gert að greiða sér vangoldin eftirlaun að fjárhæð samtals 5.779.219 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af þeim fjárhæðum og frá þeim dögum, sem tiltekið er í aðalkröfu hans fyrir héraðsdómi, og til greiðsludags. Til vara krefst hann þess, að báðir stefndu verði dæmdir til að greiða sér óskipt 5.779.219 krónur, með sömu dráttarvöxtum til greiðsludags og greindir eru í aðalkröfu. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál.

Stefndu krefjast þess hvor um sig, að þeir verði sýknaðir af kröfum áfrýjanda og þeim dæmdur málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara gera þeir kröfu um verulega lækkun á kröfum hans, meðal annars á grundvelli fyrningarreglna.

I.

Mál þetta varðar rétt áfrýjanda til eftirlauna úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins vegna embættisstarfa í þjónustu ríkisins frá árinu 1945, er hann var skipaður sérfræðingur við iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans, og til marsmánaðar 1985, er hann lét af starfi sem forstöðumaður Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Hefur áfrýjandi notið eftirlauna úr sjóðnum á grundvelli launa fyrir síðarnefnda starfið, sem hann gegndi um 20 ára skeið, frá því að hann hóf töku þeirra 1. apríl 1985. Greiðslur hans vegna á iðgjöldum til sjóðsins spanna yfir tímabilið frá 1. janúar 1946 til 31. ágúst 1980, þegar samanlagður starfsaldur hans og lífaldur hafði náð 95 árum. Fóru þær þannig fram á gildistíma laga nr. 101/1943, nr. 64/1955 og nr. 29/1963 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og var þeim lokið, er síðastnefndu lögunum var breytt með lögum nr. 47/1984. Áfrýjandi bendir á, að iðgjöld hans síðustu 3 árin hafi verið innt af hendi umfram skyldu, þar sem 30 ára greiðslutíma samkvæmt ákvæðum 4. mgr. 10. gr. laga nr. 29/1963 hafi þá verið náð, og hafi hann ekki átt frumkvæði að því að halda áfram greiðslum. Einnig vísar hann til þess, að honum hefði verið heimilt að óska lausnar úr starfi og hefja töku eftirlauna í apríl 1983. Með því að starfa fram yfir það, að greiðslu iðgjalda lauk og taka eftirlauna gat hafist, öðlaðist áfrýjandi aukinn lífeyrisrétt, sbr. þá 2. mgr. 12. gr. laga nr. 29/1963 og 2. gr. laga nr. 47/1984, sem breyttu ákvæðum hennar. Var eftirlaunaréttur hans við starfslokin í mars 1985 metinn 73,16%.

Kröfur áfrýjanda í málinu eru á því reistar, að eftirlaun hans allt frá 1985 séu vangoldin vegna þess, að þar sé ekki miðað við alla reglubundna þætti í launum eftirmanns hans í starfi forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, heldur í megindráttum við þau laun, er talin hafi verið ákvörðuð og greidd fyrir fasta dagvinnu á hverjum tíma. Sé þá einkum undan skilinn reglubundinn liður í launum eftirmannsins, sem honum hafi verið greiddur fyrir fasta yfirvinnu, er fylgdi starfinu, eða ómælda yfirvinnu, sem svo hafi gjarnan verið nefnd í daglegu tali. Lítur áfrýjandi svo á, að þessi launaliður hafi verið ákvarðaður með tilliti til venjulegrar vinnu í starfinu og í eðli sínu verið svo samofinn hinum ákvörðuðu launum fyrir dagvinnu, að ekki verði skilið þar á milli. Auk þess hafi gildandi lög um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins verið þess efnis á starfstíma hans sjálfs, að miða bæri eftirlaun við öll laun, er starfinu fylgdu, hvaða nafni sem nefnd væru. Vísar áfrýjandi þá einkum til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 29/1963, svo sem hún hljóðaði í öndverðu.

Fram er komið, að á árunum 1985-1992 hafi eftirmaður áfrýjanda tekið laun samkvæmt kjarasamningum milli fjármálaráðherra og Stéttarfélags verkfræðinga, eins og áfrýjandi gerði sjálfur næstu árin þar á undan, og starfinu verið raðað innan þeirra samninga. Hafi fjármálaráðuneytið þá ákvarðað honum greiðslu fyrir yfirvinnu með heimild í þessum kjarasamningum og með óbeinni stoð í úrskurðum Kjaradóms frá árinu 1963 og síðar um laun þeirra ríkisstarfsmanna, sem lögsaga hans náði til. Voru greiðslurnar miðaðar við tiltekinn einingafjölda eða fjölda vinnustunda á mánuði. Í mars 1992 hafi laun eftirmannsins verið felld undir svonefnda ráðherraröðun, sem heimil hafi verið eftir kjarasamningunum. Hafi því fylgt nokkur hækkun á dagvinnulaunum hans, en lækkun launa fyrir fasta yfirvinnu. Frá ársbyrjun 1993 hafi laun eftirmannsins heyrt undir kjaranefnd samkvæmt II. kafla laga nr. 120/1992 um Kjaradóm og kjaranefnd, og hafi fyrsta ákvörðun hennar um launakjör eftirmannsins verið tekin nokkru síðar. Auk fastra starfslauna hafi honum þar verið ákvörðuð greiðsla fyrir tiltekinn fjölda klukkustunda á mánuði fyrir alla yfirvinnu og álag, sem starfinu fylgdi. Hið sama hafi verið gert í síðari úrskurðum nefndarinnar, en hin síðustu ár hafi greiðslunni þó verið lýst svo, að hún væri fyrir yfirvinnu vegna starfsins, en starfsálags ekki getið. Auk einstakra ákvarðana sinna eða úrskurða hefur kjaranefnd sett almennar viðmiðunarreglur og ákvæði um starfskjör embættismanna, þar sem fjallað er meðal annars um yfirvinnu.

Fram er einnig komið, að áfrýjandi hafi sjálfur fengið greiðslur fyrir fasta yfirvinnu jafnhliða embættislaunum síðustu ár sín í starfi forstjóra, þ.e. frá ársbyrjun 1974, á grundvelli heimildar í þágildandi kjarasamningum. Hafi þær framan af svarað til 15 klukkustunda á mánuði, en síðan 25 stunda frá ársbyrjun 1982 til starfsloka. Af þessum greiðslum til áfrýjanda voru ekki greidd iðgjöld til aðalstefnda, eins og um getur í héraðsdómi, og hið sama var um áðurnefndar greiðslur til eftirmanns hans næstu árin. Var farið með þann þátt forstjóralaunanna að þessu leyti eins og aðrar greiðslur fyrir yfirvinnu í þjónustu ríkisins, hvort sem þær fóru fram eftir reikningi starfsmanna fyrir umbeðna vinnu eða samkvæmt ákvörðunum um reglubundnar greiðslur hliðstætt því, sem hér var. Er fram komið og óumdeilt, að þessi meðhöndlun á yfirvinnugreiðslum hafi verið samfellt við lýði á gildistíma allra þeirra laga um sjóðinn, sem fyrr var getið.

II.

Á það má fallast með áfrýjanda, að við úrlausn málsins þurfi að líta til þeirra laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, sem í gildi voru meðan hann átti aðild að sjóðnum sem starfsmaður, og þá meðal annars til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 29/1963, sem hann vísar einkum til og var orðuð svo í upphaflegri mynd, að upphæð ellilífeyris skyldi vera hundraðshluti af launum þeim, er á hverjum tíma fylgdu starfi því, er sjóðfélagi gegndi síðast. Hins vegar verður ekki fallist á þann skilning hans, að með þessu orðalagi hafi verið átt við öll laun vegna starfsins, hverju nafni sem nefnist. Fyrir liggur, svo sem áður er til vísað, að við gildistöku laganna var þetta skilið svo í samræmi við fyrri framkvæmd á greiðslum iðgjalda og eftirlauna, að laun í merkingu ákvæðisins tækju ekki til yfirvinnulauna. Var sá skilningur meðal annars lagður til grundvallar við meðhöndlun reglubundinna greiðslna fyrir yfirvinnu, sem ákveðnar voru með úrskurðum Kjaradóms á árunum 1963 og síðar. Fyrir liggur einnig, eins og fram kom í dómi Hæstaréttar 1. febrúar 1990, H. 1990.75, að ákvæðið var ekki talið verða fyrir efnisbreytingum, þegar orðan þess var breytt með 6. gr. laga nr. 98/1980 og síðar 4. gr. laga nr. 47/1984, en það færðist þá í 6. mgr. 12. gr. laganna. Eftir síðari breytinguna var kveðið svo að orði, að eftirlaun skyldu miðuð við föst laun fyrir dagvinnu og persónuuppbót samkvæmt kjarasamningum.

Ljóst er, að hinar reglubundnu greiðslur fyrir yfirvinnu til forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, sem honum voru ákvarðaðar árið 1974 og síðar, hafa verið ákveðnar með hliðsjón af því, að í starfinu voru fólgnar óhjákvæmilegar kröfur um vinnu umfram venjulegan dagvinnutíma, og eiga þær þannig samstöðu með öðrum yfirvinnugreiðslum. Verður ekki á það fallist, að greiðslurnar hafi eðlis síns vegna verið tengdar hinum föstu embættislaunum með þeim hætti, að skylt sé að líta á þær sem hluta af launum fyrir dagvinnu, er veitt hafi rétt til eftirlauna á grundvelli umræddrar lagagreinar. Er þá einnig til þess að líta, að framkvæmd reglna um iðgjöld til lífeyrissjóðsins og ákvörðun eftirlauna úr honum lá ljós fyrir allan þann tíma, sem hinar reglubundnu greiðslur voru við lýði. Er þannig ótvírætt, að greiðslurnar hafi verið ákvarðaðar forstjóranum á þeim grundvelli, að þær hefðu hvorki áhrif á iðgjöld né eftirlaun, og hafi svo einnig verið um hliðstæðar greiðslur til annarra ríkisstarfsmanna á sama tíma.

Að þessu athuguðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með skírskotun til forsendna hans að öðru leyti.

Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda greiðist úr ríkissjóði, svo sem um er mælt í dómsorði.

Dómsorð:

Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður.

Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.

Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, Haralds Ásgeirssonar, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, 250.000 krónur.

 

 

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 7. júní 1999.

Mál þetta, sem dómtekið var 12. maí sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Halldóri Jónssyni héraðsdómslögmanni fyrir hönd Haraldar Ásgeirssonar, kt. 040518-3479, Ægisíðu 48 í Reykjavík, aðallega á hendur Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, kt. 430269-6669, Bankastræti 7 í Reykjavík, en til vara á hendur Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og íslenska ríkinu, með stefnu, sem birt var 15. desember 1998.

Dómkröfur stefnanda eru gagnvart stefnda að viðurkennt verði að eftirlaun stefnanda taki mið af reglubundnum heildarlaunum eftirmanns hans í starfi forstjóra Rannsóknastofnun­ar byggingariðnaðarins og jafnframt að stefndi greiði stefnanda 5.779.219 kr. með drátt­arvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, með síðari breytingum, af 21.604 kr. frá 1.5.1985 til 1.6.1985 en af 38.483 kr. frá þeim degi til 1.7.1985, af 51.311 kr. frá þeim degi til 1.8.1985, af 65.745 kr. frá þeim degi til 1.9.1985, af 79.538 kr. frá þeim degi til 1.10.1985, af 93.951 kr. frá þeim degi til 1.11.1985, af 108.364 kr. frá þeim degi til 1.12.1985, af 122.777 kr. frá þeim degi til 1.1.1986, af 138.488 kr. frá þeim degi til 1.2.1986, af 153.334 kr. frá þeim degi til 1.3.1986, af 168.180 kr. frá þeim degi til 1.4.1986, af 183.025 kr. frá þeim degi til 1.5.1986, af 200.101 kr. frá þeim degi til 1.6.1986, af 216.167 kr. frá þeim degi til 1.7.1986, af 232.233 kr. frá þeim degi til 1.8.1986, af 260.216 kr. frá þeim degi til 1.9.1986, af 278.912 kr. frá þeim degi til 1.10.1986, af 297.607 kr. frá þeim degi til 1.11.1986, af 316.302 kr. frá þeim degi til 1.12.1986, af 334.998 kr. frá þeim degi til 1.1.1987, af 355.315 kr. frá þeim degi til 1.2.1987, af 375.233 kr. frá þeim degi til 1.3.1987, af 395.152 kr. frá þeim degi til 1.4.1987, af 415.071 kr. frá þeim degi til 1.5.1987, af 434.990 kr. frá þeim degi til 1.6.1987, af 454.909 kr. frá þeim degi til 1.7.1987, af 489.892 kr. frá þeim degi til 1.8.1987, af 513.211 kr. frá þeim degi til 1.9.1987, af 536.531 kr. frá þeim degi til 1.10.1987, af 561.536 kr. frá þeim degi til 1.11.1987, af 586.541 kr. frá þeim degi til 1.12.1987, af 611.546 kr. frá þeim degi til 1.1.1988, af 640.981 kr. frá þeim degi til 1.2.1988, af 671.004 kr. frá þeim degi til 1.3.1988, af 702.229 kr. frá þeim degi til 1.4.1988, af 733.453 kr. frá þeim degi til 1.5.1988, af 764.678 kr. frá þeim degi til 1.6.1988, af 798.207 kr. frá þeim degi til 1.7.1988, af 831.735 kr. frá þeim degi til 1.8.1988, af 865.264 kr. frá þeim degi til 1.9.1988, af 898.793 kr. frá þeim degi til 1.10.1988, af 932.231 kr. frá þeim degi til 1.11.1988, af 965.850 kr. frá þeim degi til 1.12.1988, af 999.378 kr. frá þeim degi til 1.1.1989, af 1.032.907 kr. frá þeim degi til 1.2.1989, af 1.066.435 kr. frá þeim degi til 1.3.1989, af 1.100.593 kr. frá þeim degi til 1.4.1989, af 1.134.540 kr. frá þeim degi til 1.5.1989, af 1.168.487 kr. frá þeim degi til 1.6.1989, af 1.202.435 kr. frá þeim degi til 1.7.1989, af 1.239.794 kr. frá þeim degi til 1.8.1989, af 1.274.879 kr. frá þeim degi til 1.9.1989, af 1.310.490 kr. frá þeim degi til 1.10.1989, af 1.346.101 kr. frá þeim degi til 1.11.1989, af 1.382.246 kr. frá þeim degi til 1.12.1989, af 1.418.391 kr. frá þeim degi til 1.1.1990, af 1.455.078 kr. frá þeim degi til 1.2.1990, af 1.491.764 kr. frá þeim degi til 1.3.1990, af 1.528.451 kr. frá þeim degi til 1.4.1990, af 1.565.138 kr. frá þeim degi til 1.5.1990, af 1.602.376 kr. frá þeim degi til 1.6.1990, af 1.639.614 kr. frá þeim degi til 1.7.1990, af 1.676.851 kr. frá þeim degi til 1.8.1990, af 1.714.089 kr. frá þeim degi til 1.9.1990, af 1.751.327 kr. frá þeim degi til 1.10.1990, af 1.788.564 kr. frá þeim degi til 1.11.1990, af 1.825.802 kr. frá þeim degi til 1.12.1990, af 1.863.040 kr. frá þeim degi til 1.1.1991, af 1.900.277 kr. frá þeim degi til 1.2.1991, af 1.937.515 kr. frá þeim degi til 1.3.1991, af 1.980.134 kr. frá þeim degi til 1.4.1991, af 2.019.497 kr. frá þeim degi til 1.5.1991, af 2.058.859 kr. frá þeim degi til 1.6.1991, af 2.099.233 kr. frá þeim degi til 1.7.1991, af 2.141.522 kr. frá þeim degi til 1.8.1991, af 2.181.896 kr. frá þeim degi til 1.9.1991, af 2.222.270 kr. frá þeim degi til 1.10.1991, af 2.262.644 kr. frá þeim degi til 1.11.1991, af 2.303.018 kr. frá þeim degi til 1.12.1991, af 2.343.392 kr. frá þeim degi til 1.1.1992, af 2.383.766 kr. frá þeim degi til 1.2.1992, af 2.424.140 kr. frá þeim degi til 1.3.1992, af 2.464.514 kr. frá þeim degi til 1.4.1992, af 2.484.499 kr. frá þeim degi til 1.5.1992, af 2.521.464 kr. frá þeim degi til 1.6.1992, af 2.549.940 kr. frá þeim degi til 1.7.1992, af 2.578.416 kr. frá þeim degi til 1.8.1992, af 2.607.861 kr. frá þeim degi til 1.9.1992, af 2.636.821 kr. frá þeim degi til 1.10.1992, af 2.665.781 kr. frá þeim degi til 1.11.1992, af 2.694.741 kr. frá þeim degi til 1.12.1992, af 2.723.701 kr. frá þeim degi til 1.1.1993, af 2.752.661 kr. frá þeim degi til 1.2.1993, af 2.781.622 kr. frá þeim degi til 1.3.1993, af 2.810.582 kr. frá þeim degi til 1.4.1993, af 2.839.542 kr. frá þeim degi til 1.5.1993, af 2.868.502 kr. frá þeim degi til 1.6.1993, af 2.897.462 kr. frá þeim degi til 1.7.1993, af 2.926.422 kr. frá þeim degi til 1.8.1993, af 2.955.382 kr. frá þeim degi til 1.9.1993, af 2.984.343 kr. frá þeim degi til 1.10.1993, af 3.013.303 kr. frá þeim degi til 1.11.1993, af 3.042.263 kr. frá þeim degi til 1.12.1993, af 3.071.223 kr. frá þeim degi til 1.1.1994, af 3.100.183 kr. frá þeim degi til 1.2.1994, af 3.129.143 kr. frá þeim degi til 1.3.1994, af 3.158.103 kr. frá þeim degi til 1.4.1994, af 3.187.064 kr. frá þeim degi til 1.5.1994, af 3.216.024 kr. frá þeim degi til 1.6.1994, af 3.245.887 kr. frá þeim degi til 1.7.1994, af 3.274.847 kr. frá þeim degi til 1.8.1994, af 3.303.807 kr. frá þeim degi til 1.9.1994, af 3.332.767 kr. frá þeim degi til 1.10.1994, af 3.361.727 kr. frá þeim degi til 1.11.1994, af 3.390.687 kr. frá þeim degi til 1.12.1994, af 3.434.566 kr. frá þeim degi til 1.1.1995, af 3.478.445 kr. frá þeim degi til 1.2.1995, af 3.522.324 kr. frá þeim degi til 1.3.1995, af 3.566.203 kr. frá þeim degi til 1.4.1995, af 3.610.082 kr. frá þeim degi til 1.5.1995, af 3.653.961 kr. frá þeim degi til 1.6.1995, af 3.697.840 kr. frá þeim degi til 1.7.1995, af 3.741.719 kr. frá þeim degi til 1.8.1995, af 3.785.598 kr. frá þeim degi til 1.9.1995, af 3.829.477 kr. frá þeim degi til 1.10.1995, af 3.873.356 kr. frá þeim degi til 1.11.1995, af 3.917.235 kr. frá þeim degi til 1.12.1995, af 3.961.114 kr. frá þeim degi til 1.1.1996, af 4.004.994 kr. frá þeim degi til 1.2.1996, af 4.061.379 kr. frá þeim degi til 1.3.1996, af 4.109.427 kr. frá þeim degi til 1.4.1996, af 4.157.475 kr. frá þeim degi til 1.5.1996, af 4.205.523 kr. frá þeim degi til 1.6.1996, af 4.253.571 kr. frá þeim degi til 1.7.1996, af 4.301.618 kr. frá þeim degi til 1.8.1996, af 4.349.666 kr. frá þeim degi til 1.9.1996, af 4.397.714 kr. frá þeim degi til 1.10.1996, af 4.445.762 kr. frá þeim degi til 1.11.1996, af 4.493.810 kr. frá þeim degi til 1.12.1996, af 4.541.858 kr. frá þeim degi til 1.1.1997, af 4.589.906 kr. frá þeim degi til 1.2.1997, af 4.637.953 kr. frá þeim degi til 1.3.1997, af 4.686.001 kr. frá þeim degi til 1.4.1997, af 4.734.049 kr. frá þeim degi til 1.5.1997, af 4.782.097 kr. frá þeim degi til 1.6.1997, af 4.830.145 kr. frá þeim degi til 1.7.1997, af 4.894.952 kr. frá þeim degi til 1.8.1997, af 4.945.267 kr. frá þeim degi til 1.9.1997, af 5.002.828 kr. frá þeim degi til 1.10.1997, af 5.060.389 kr. frá þeim degi til 1.11.1997, af 5.117.950 kr. frá þeim degi til 1.12.1997, af 5.175.511 kr. frá þeim degi til 1.1.1998, af 5.242.290 kr. frá þeim degi til 1.2.1998, af 5.309.069 kr. frá þeim degi til 1.3.1998, af 5.326.438 kr. frá þeim degi til 1.4.1998, af 5.376.747 kr. frá þeim degi til 1.5.1998, af 5.427.056 kr. frá þeim degi til 1.6.1998, af 5.477.365 kr. frá þeim degi til 1.7.1998, af 5.527.674 kr. frá þeim degi til 1.8.1998, af 5.577.983 kr. frá þeim degi til 1.9.1998, af 5.628.292 kr. frá þeim degi til 1.10.1998, af 5.678.601 kr. frá þeim degi til 1. 11.1998, af 5.728.910 kr. frá þeim degi til 1.12.1998 og af 5.779.219 kr. frá þeim degi til greiðsludags.

Þess er krafist að dráttarvextir leggist við höfuðstól kröfunnar á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. maí 1986.  Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu ásamt virðisaukaskatti á málflutningsþókn­un eins og málið væri ekki gjafsóknarmál.

Til vara er þess krafist að stefndi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, og varastefndi, íslenska ríkið, verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda 5.779.219 kr. með dráttar­vöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, með síðari breytingum, af 21.604 kr. frá 1.6.1985 til 1.7.1985 en af 38.483 kr. frá þeim degi til 1.8.1985, af 51.311 kr. frá þeim degi til 1.9.1985, af 65.745 kr. frá þeim degi til 1.10.1985, af 79.538 kr. frá þeim degi til 1.11.1985, af 93.951 kr. frá þeim degi til 1.12.1985, af 108.364 kr. frá þeim degi til 1.1.1986, af 122.777 kr. frá þeim degi til 1.2.1986, af 138.488 kr. frá þeim degi til 1.3.1986, af 153.334 kr. frá þeim degi til 1.4.1986, af 168.180 kr. frá þeim degi til 1.5.1986, af 183.025 kr. frá þeim degi til 1.6.1986, af 200.101 kr. frá þeim degi til 1.7.1986, af 216.167 kr. frá þeim degi til 1.8.1986, af 232.233 kr. frá þeim degi til 1.9.1986, af 260.216 kr. frá þeim degi til 1.10.1986, af 278.912 kr. frá þeim degi til 1.11.1986, af 297.607 kr. frá þeim degi til 1.12.1986, af 316.302 kr. frá þeim degi til 1.1.1987, af 334.998 kr. frá þeim degi til 1.2.1987, af 355.315 kr. frá þeim degi til 1.3.1987, af 375.233 kr. frá þeim degi til 1.4.1987, af 395.152 kr. frá þeim degi til 1.5.1987, af 415.071 kr. frá þeim degi til 1.6.1987, af 434.990 kr. frá þeim degi til 1.7.1987, af 454.909 kr. frá þeim degi til 1.8.1987, af 489.892 kr. frá þeim degi til 1.9.1987, af 513.211 kr. frá þeim degi til 1.10.1987, af 536.531 kr. frá þeim degi til 1.11.1987, af 561.536 kr. frá þeim degi til 1.12.1987, af 586.541 kr. frá þeim degi til 1.1.1988, af 611.546 kr. frá þeim degi til 1.2.1988, af 640.981 kr. frá þeim degi til 1.3.1988, af 671.004 kr. frá þeim degi til 1.4.1988, af 702.229 kr. frá þeim degi til 1.5.1988, af 733.453 kr. frá þeim degi til 1.6.1988, af 764.678 kr. frá þeim degi til 1.7.1988, af 798.207 kr. frá þeim degi til 1.8.1988, af 831.735 kr. frá þeim degi til 1.9.1988, af 865.264 kr. frá þeim degi til 1.10.1988, af 898.793 kr. frá þeim degi til 1.11.1988, af 932.231 kr. frá þeim degi til 1.12.1988, af 965.850 kr. frá þeim degi til 1.1.1989, af 999.378 kr. frá þeim degi til 1.2.1989, af 1.032.907 kr. frá þeim degi til 1.3.1989, af 1.066.435 kr. frá þeim degi til 1.4.1989, af 1.100.593 kr. frá þeim degi til 1.5.1989, af 1.134.540 kr. frá þeim degi til 1.6.1989, af 1.168.487 kr. frá þeim degi til 1.7.1989, af 1.202.435 kr. frá þeim degi til 1.8.1989, af 1.239.794 kr. frá þeim degi til 1.9.1989, af 1.274.879 kr. frá þeim degi til 1.10.1989, af 1.310.490 kr. frá þeim degi til 1.11.1989, af 1.346.101 kr. frá þeim degi til 1.12.1989, af 1.382.246 kr. frá þeim degi til 1.1.1990, af 1.418.391 kr. frá þeim degi til 1.2.1990, af 1.455.078 kr. frá þeim degi til 1.3.1990, af 1.491.764 kr. frá þeim degi til 1.4.1990, af 1.528.451 kr. frá þeim degi til 1.5.1990, af 1.565.138 kr. frá þeim degi til 1.6.1990, af 1.602.376 kr. frá þeim degi til 1.7.1990, af 1.639.614 kr. frá þeim degi til 1.8.1990, af 1.676.851 kr. frá þeim degi til 1.9.1990, af 1.714.089 kr. frá þeim degi til 1.10.1990, af 1.751.327 kr. frá þeim degi til 1.11.1990, af 1.788.564 kr. frá þeim degi til 1.12.1990, af 1.825.802 kr. frá þeim degi til 1.1.1991, af 1.863.040 kr. frá þeim degi til 1.2.1991, af 1.900.277 kr. frá þeim degi til 1.3.1991, af 1.937.515 kr. frá þeim degi til 1.4.1991, af 1.980.134 kr. frá þeim degi til 1.5.1991, af 2.019.497 kr. frá þeim degi til 1.6.1991, af 2.058.859 kr. frá þeim degi til 1.7.1991, af 2.099.233 kr. frá þeim degi til 1.8.1991, af 2.141.522 kr. frá þeim degi til 1.9.1991, af 2.181.896 kr. frá þeim degi til 1.10.1991, af 2.222.270 kr. frá þeim degi til 1.11.1991, af 2.262.644 kr. frá þeim degi til 1.12.1991, af 2.303.018 kr. frá þeim degi til 1.1.1992, af 2.343.392 kr. frá þeim degi til 1.2.1992, af 2.383.766 kr. frá þeim degi til 1.3.1992, af 2.424.140 kr. frá þeim degi til 1.4.1992, af 2.464.514 kr. frá þeim degi til 1.5.1992, af 2.484.499 kr. frá þeim degi til 1.6.1992, af 2.521.464 kr. frá þeim degi til 1.7.1992, af 2.549.940 kr. frá þeim degi til 1.8.1992, af 2.578.416 kr. frá þeim degi til 1.9.1992, af 2.607.861 kr. frá þeim degi til 1.10.1992, af 2.636.821 kr. frá þeim degi til 1.11.1992, af 2.665.781 kr. frá þeim degi til 1.12.1992, af 2.694.741 kr. frá þeim degi til 1.1.1993, af 2.723.701 kr. frá þeim degi til 1.2.1993, af 2.752.661 kr. frá þeim degi til 1.3.1993, af 2.781.622 kr. frá þeim degi til 1.4.1993, af 2.810.582 kr. frá þeim degi til 1.5.1993, af 2.839.542 kr. frá þeim degi til 1.6.1993, af 2.868.502 kr. frá þeim degi til 1.7.1993, af 2.897.462 kr. frá þeim degi til 1.8.1993, af 2.926.422 kr. frá þeim degi til 1.9.1993, af 2.955.382 kr. frá þeim degi til 1.10.1993, af 2.984.343 kr. frá þeim degi til 1.11.1993, af 3.013.303 kr. frá þeim degi til 1.12.1993, af 3.042.263 kr. frá þeim degi til 1.1.1994, af 3.071.223 kr. frá þeim degi til 1.2.1994, af 3.100.183 kr. frá þeim degi til 1.3.1994, af 3.129.143 kr. frá þeim degi til 1.4.1994, af 3.158.103 kr. frá þeim degi til 1.5.1994, af 3.187.064 kr. frá þeim degi til 1.6.1994, af 3.216.024 kr. frá þeim degi til 1.7.1994, af 3.245.887 kr. frá þeim degi til 1.8.1994, af 3.274.847 kr. frá þeim degi til 1.9.1994, af 3.303.807 kr. frá þeim degi til 1.10.1994, af 3.332.767 kr. frá þeim degi til 1.11.1994, af 3.361.727 kr. frá þeim degi til 1.12.1994, af 3.390.687 kr. frá þeim degi til 1.1.1995, af 3.434.566 kr. frá þeim degi til 1.2.1995, af 3.478.445 kr. frá þeim degi til 1.3.1995, af 3.522.324 kr. frá þeim degi til 1.4.1995, af 3.566.203 kr. frá þeim degi til 1.5.1995, af 3.610.082 kr. frá þeim degi til 1.6.1995, af 3.653.961 kr. frá þeim degi til 1.7.1995, af 3.697.840 kr. frá þeim degi til 1.8.1995, af 3.741.719 kr. frá þeim degi til 1.9.1995, af 3.785.598 kr. frá þeim degi til 1.10.1995, af 3.829.477 kr. frá þeim degi til 1.11.1995, af 3.873.356 kr. frá þeim degi til 1.12.1995, af 3.917.235 kr. frá þeim degi til 1.1.1996, af 3.961.114 kr. frá þeim degi til 1.2.1996, af 4.004.994 kr. frá þeim degi til 1.3.1996, af 4.061.379 kr. frá þeim degi til 1.4.1996, af 4.109.427 kr. frá þeim degi til 1.5.1996, af 4.157.475 kr. frá þeim degi til 1.6.1996, af 4.205.523 kr. frá þeim degi til 1.7.1996, af 4.253.571 kr. frá þeim degi til 1.8.1996, af 4.301.618 kr. frá þeim degi til 1.9.1996, af 4.349.666 kr. frá þeim degi til 1.10.1996, af 4.397.714 kr. frá þeim degi til 1.11.1996, af 4.445.762 kr. frá þeim degi til 1.12.1996, af 4.493.810 kr. frá þeim degi til 1.1.1997, af 4.541.858 kr. frá þeim degi til 1.2.1997, af 4.589.906 kr. frá þeim degi til 1.3.1997, af 4.637.953 kr. frá þeim degi til 1.4.1997, af 4.686.001 kr. frá þeim degi til 1.5.1997, af 4.734.049 kr. frá þeim degi til 1.6.1997, af 4.782.097 kr. frá þeim degi til 1.7.1997, af 4.830.145 kr. frá þeim degi til 1.8.1997, af 4.894.952 kr. frá þeim degi til 1.9.1997, af 4.945.267 kr. frá þeim degi til 1.10.1997, af 5.002.828 kr. frá þeim degi til 1.11.1997, af 5.060.389 kr. frá þeim degi til 1.12.1997, af 5.117.950 kr. frá þeim degi til 1.1.1998, af 5.175.511 kr. frá þeim degi til 1.2.1998, af 5.242.290 kr. frá þeim degi til 1.3.1998, af 5.309.069 kr. frá þeim degi til 1.4.1998, af 5.326.438 kr. frá þeim degi til 1.5.1998, af 5.376.747 kr. frá þeim degi til 1.6.1998, af 5.427.056 kr. frá þeim degi til 1.7.1998, af 5.477.365 kr. frá þeim degi til 1.8.1998, af 5.527.674 kr. frá þeim degi til 1.9.1998, af 5.577.983 kr. frá þeim degi til 1.10.1998, af 5.628.292 kr. frá þeim degi til 1.11.1998, af 5.678.601 kr. frá þeim degi til 1.12.1998, af 5.728.910 kr. frá þeim degi til 1.1.1999 og af 5.779.219 kr. frá þeim degi til greiðsludags.

Þess er krafist að dráttarvextir leggist við höfuðstól kröfunnar á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. júní 1986.  Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu ásamt virðisaukaskatti á málflutningsþókn­un eins og málið væri ekki gjafsóknarmál.

Stefndu krefjast þess að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og að þeim verði dæmdur málskostnaður úr hans hendi að mati réttarins.  Til vara er gerð krafa um verulega lækkun stefnufjárhæðar.

 

I.

Stefnandi lýsir í stefnu málsatvikum þannig: „Stefnandi starfaði við iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskóla Íslands á árunum 1946-1960.  Árið 1965 tók hann við stöðu deildarstjóra byggingardeildar Atvinnudeildar Há­skólans og gegndi henni er hann varð forstjóri Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins við stofnun hennar sama ár.  Því starfi gegndi hann til ársins 1985 er hann lét af störfum vegna aldurs.  Stefnandi greiddi lífeyrissjóðsiðgjöld til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins frá 1946 til og með 1955 en flutti rétt sinn þá í Lífeyrissjóð Verkfræðingafélags Íslands, sbr. heimild í 19. gr. þágildandi laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 64/1955.  Í þann sjóð voru lífeyrissjóðsiðgjöld hans greidd frá 1956 til og með 1964.  Á árinu 1965 hóf stefnandi á ný að greiða í stefnda og 15. nóvember 1966 voru öll réttindi stefnanda í Lífeyrissjóði verkfræðingafélags Íslands flutt í stefnda ásamt vöxtum samkvæmt heimild í 5. gr. laga nr. 29/1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins ...  Af launum stefnanda sem forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins voru samkvæmt ofansögðu greidd iðgjöld í stefnda frá árinu 1965.  Skömmu eftir að iðgjaldagreiðslum skyldi lokið tók fjármálaráðuneytið einhliða þá ákvörðun að nefna hluta af föstum launum hans „ómælda yfirvinnu“ og hélst svo þar til hann lét af embætti.  Engin breyting hafði þó orðið á starfi stefnanda.  Stefnandi átti þess kost að hætta störfum í apríl 1983, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og átti þá rétt á árlegum ellilífeyri, sbr. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 29/1963.  Hann ákvað hins vegar að halda áfram starfi sínu um sinn og hætti í apríl 1985.  Samkvæmt 5. mgr. 12. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 49/1973, um breyting á lögum nr. 29 1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, frestaðist þá taka stefnanda á ellilífeyri þar til launagreiðslum lauk í apríl 1985.

Við starfslok var réttur stefnanda til töku ellilífeyris úr stefnda ákvarðaður 73,16% af launum eftirmanns hans, sbr. 12. gr. laga nr. 29/1963.  Eftir nokkurn tíma varð stefnandi þess áskynja að eftirlaun hans tóku einungis mið af þeim þætti launa eftirmanns hans í embætti sem nefndur var dagvinnulaun.  Hóf hann þá þegar tilraunir til að fá þessum grundvelli breytt, ...  Bar það fyrst árangur á árinu 1992 en þá hafði hann leitað aðstoðar lögmanns en auk þess fengið dygga aðstoð eftirmanns síns og iðnaðarráðherra.  Var grundvelli launaákvörðunar eftirmanns hans þá breytt þannig að um helmingur ómældrar eftirvinnu var færður inn í fjárhæð grunnlauna og þau hækkuð ...

Með bréfum, dags. 26. apríl og 28. júní 1996 óskaði stefnandi eftir staðfestingu fjár­málaráðherra á rétti stefnanda til að eftirlaun hans tækju mið af launum eftirmanns hans, þar með talinni „ómældri yfirvinnu“.  Erindi stefnanda var svarað með áðurnefndu bréfi ráðuneytisins 4. september 1996.  Var kröfum stefnanda hafnað með vísan til 6. mgr. 12. gr. laga nr. 29/1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, sbr. breytingu sem orðið hafði á þeirri lagagrein eftir að stefnandi hafði áunnið sér full lífeyrisréttindi, þ.e. með 4. gr. laga nr. 47/1984, um breyting á lögum nr. 29 frá 29. apríl 1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, sbr. lög nr. 49/1973, nr. 21/1975, nr. 28/1978 og nr. 98/1980.  Stefnandi leitaði til umboðsmanns Alþingis hinn 11. september 1996 og kvartaði yfir afstöðu fjármálaráðuneytisins.  Hinn 16. október 1997 lauk umboðsmaður áliti sínu í málinu, ...  Í álitinu vísar umboðsmaður til þess að lífeyrisréttindi stefnanda séu bæði endurgjald fyrir vinnu og til komin fyrir framlög hans sjálfs.  Þau séu og þess eðlis að við ákveðin skilyrði byggi einstaklingar afkomu sína í ríkum mæli á slíkum réttindum. Sé almennt viðurkennt að slík réttindi njóti verndar eignaréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 10. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, sem og annarra ákvæða sem við kunni að eiga, svo sem jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995.  Þessi aðstaða og sú vernd sem framangreind stjórnarskrárákvæði veittu áunnum lífeyrisréttindum stefnanda settu skorður við því að löggjafinn og stjórnvöld gætu með því einu að nefna launaákvarðanir annað en föst laun fyrir dagvinnu raskað hinni lögmæltu viðmiðun eftirlauna stefnanda. Umboðsmaður tók einnig fram að vegna þessara stjórnarskrárvernduðu réttinda og fyrirmæla laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins hefði ennfremur verið brýnt að föst laun eftirmanns stefnanda fyrir dagvinnu væru svo skýrt afmörkuð að unnt væri að miða eftirlaun stefnanda við þau.  Umboðsmaður Alþingis taldi fyrirliggjandi upplýsingar um laun eftirmanns stefnanda ekki vera með þeim hætti að hann gæti á grundvelli þeirra leyst úr því hvort eftirmaður stefnanda hefði í einhverjum mæli notið launagreiðslna fyrir dagvinnu umfram þær greiðslur sem á hverjum tíma hefðu verið skilgreindar sem föst laun fyrir dagvinnu.  Til að fá skorið úr eðli launagreiðslna þyrfti meðal annars að taka skýrslur af þeim sem að launaákvörðunum hefðu staðið og afla annarra sönnunargagna um málið.  Taldi umboðsmaður eðlilegra að dómstólar skæru úr ágreiningi sem þessum og vísaði í því sambandi til c-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.  Samkvæmt beiðni stefnanda og með vísan til d-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997 og 3. tölul. 10. gr. reglna nr. 82/1988, um störf og starfshætti umboðsmanns Alþingis, mælti umboðsmaður Alþingis með því við dóms- og kirkjumálaráðherra með bréfi, dags. 17. febrúar 1998, að hann veitti stefnanda gjafsókn til þess að bera málið undir dómstóla til úrlausnar, ...  Gjafsóknarleyfi til handa stefnanda var gefið út 26. maí 1998, ...

Í því skyni að undirbúa dómsmál óskaði stefnandi eftir því við fjármálaráðherra á fundi hinn 4. febrúar 1998 og með bréfi, dags. 11. febrúar 1998, ... að ráðuneyti hans legði fram öll gögn og tiltækar upplýsingar sem snertu launaákvörðun embættis forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins allt frá árinu 1977, þar á meðal minnispunkta og hvaðeina sem máli kynni að skipta um efnið.  Bréfið var ítrekað með bréfi, dags. 26. mars 1998, ...  Hluti umbeðinna gagna bárust með bréfi fjármálaráðuneytisins, dags. 26. mars 1998, ...  Þegar við móttöku gagnanna, hinn 31. mars 1998, vakti stefnandi athygli varastefnda á að öll umbeðin gögn hefðu ekki borist og var það ítrekað með bréfi, dags. 22. apríl 1998, ...  Gögn bárust svo, ... í upphafi maímánaðar 1998.  Í samræmi við niðurstöðu fundar með fjármálaráðherra og að lokinni frekari gagnaöflun hjá stefnda, ... var ráðuneytinu gefinn kostur á því með bréfi, dags. 2. júlí 1998, ... að leysa þann þátt ágreinings sem laut að vangreiddum eftirlaunum til stefnanda fyrir tímabilið 1985 til 1992, með greiðslu 2.520.670 kr. auk vaxta og kostnaðar.  Boði þessu var hafnaði með bréfi, dags. 27. ágúst 1998, ... með vísan til áðurnefnds bréfs ráðu­neytisins frá 4. september 1996.

Með 9. gr. laga nr. 120/1992, um Kjaradóm og kjaranefnd, var ákvörðun launa eftirmanns stefnanda færð til kjaranefndar.  Hinn 14. mars 1995 ákvað nefndin að auk fastra mánaðarlauna skyldi greiða eftirmanni stefnanda „30 klukkustundir á mánuði fyrir alla yfirvinnu og álag er starfinu fylgir“ frá og með 1. desember 1994.  Hinn 16. júlí 1997 ákvað nefndin að fella niður greiðslur fyrir fasta yfirvinnu en að greiða skyldi einingar fyrir alla yfirvinnu og álag sem starfi fylgdi.  Eftirmanni stefnanda voru ákvarðaðar 29 einingar jafnframt mánaðarlaunum.  Einingar þessar greiðast alla mánuði ársins, einnig í sumarleyfi.  Hinn 16. desember 1997 breytti kjaranefnd reglum sínum á þann veg að um­ræddar einingar skyldi greiða „fyrir alla yfirvinnu sem starfinu fylgir“.  Ekki var þó gerð breyting á því að einingar skyldi greiða alla mánuði ársins, einnig í sumarleyfi.  Í reglum kjaranefndar kemur jafnframt fram að sérstaklega skuli greitt fyrir tímamælda yfirvinnu þegar um hana er að ræða.  Hinn 13. febrúar 1998 var ákvörðun launa forstjóra Rann­sóknastofnunar byggingariðnaðarins breytt þannig að grunnlaun voru hækkuð en eining­um fækkað í 23 á mánuði.”

Stefndu gera í greinargerð eftirfarandi athugasemdir við málavaxtalýsingu í stefnu:  „1.Á bls. 6 í stefnu segir: „Þrjátíu ára iðgjaldagreiðslum skyldi því ljúka á árinu 1978, sbr. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 29/1963 en lauk þó ekki fyrr en 4 árum síðar, hinn 1. ágúst 1980.” Hið rétta er að 30 ára iðgjaldagreiðslum hefði getað lokið 1. nóvember 1977, ...  Hefði þá lífeyrisréttur stefnanda orðið 4% lakari en varð.  Reglan um 30 ára iðgjaldagreiðslu á ekki erindi í málið þar sem stefnandi valdi 95 ára regluna og lauk iðgjaldagreiðsluskylda hans 31. ágúst 1980. ...

 

2. Í stefnu segir, að skömmu eftir að iðgjaldagreiðslum skyldi lokið, hafi fjármálaráðuneytið einhliða tekið þá ákvörðun að nefna hluta af föstum launum stefnanda „ómælda yfirvinnu” og hélst svo þar til hann lét af embætti.  Hér er ekki rétt farið með.  Ákvörðun um fastar yfirvinnugreiðslur til forstöðumanna ríkisins var tekin síðla árs 1974.  Fyrsta greiðslan fór fram í aukaútborgun í desember 1974 og var þá greitt fyrir alla mánuði ársins. ...

Ákvörðun um þessar greiðslur var tekin á grundvelli 10. gr. kjarasamnings frá 19. desember 1970, sbr. 15. gr. kjaradóms þann 30. nóvember 1965, um rétt forstöðumanna til að fá greiðslu sérstakrar þóknunar til viðbótar mánaðarlaunum, sbr. einnig kjaradóm frá 3. júlí 1963.  Höfðu slíkar greiðslur verið teknar upp fyrir 1974 til einhverra hópa forstöðumanna og dómara.  Tæpast verður umdeilt, að greiðslur þessar voru teknar upp vegna þrýstings frá viðkomandi aðilum um nauðsyn þess, að þeir fengju greidda yfirvinnu vegna anna í starfi.  Ákvörðunarvaldið var í hendi fjármálaráðuneytis samkvæmt samningsákvæðinu.  Einnig verður að leiðrétta fullyrðingu í stefnu um, að umrædd greiðsla hafi verið kölluð „ómæld yfirvinna”.

...

Í stefnu er ítrekað gefið í skyn, að stefnandi hafi engar aukagreiðslur fengið í starfi sínu meðan á greiðsluskyldu hans í LSR hafi staðið.  Þetta er rangt.  Stefnandi fékk aukagreiðslur allt frá ársbyrjun 1974, fyrst 15 klst. á mánuði, en 25 klst. á mánuði frá 1. janúar 1982 og til starfsloka 31. mars 1985, eða samtals í 11 ár og 3 mánuði.  Stefnandi ávann sér réttindi hjá LSR til starfsloka, 31. mars 1985, en án iðgjaldagreiðslna frá 1. september 1980.

 

3. Þá segir í stefnu, að grundvelli launaákvörðunar eftirmanns stefnanda hafi verið „breytt þannig að um helmingur ómældrar eftirvinnu var færður inn í fjárhæð grunnlauna og þau hækkuð.” ekki verður séð, að þessi staðhæfing sé kröfu stefnanda til framdráttar og því er mótmælt, að lífeyrismál stefnanda hafi verið hvatinn að breytingu, sem gerð var á launum eftirmanns stefnanda, ...  Þessi ákvörðun hafði hins vegar áhrif á eftirlaun stefnanda til hækkunar.”

 

II.

Aðalkröfu sína kveðst stefnandi byggja í fyrsta lagi á því að stefnandi hafi með iðgjaldagreiðslum í stefnda áunnið sér rétt samkvæmt lögum nr. 29/1963 til ellilífeyris sem nemi „hundraðshluta af launum þeim, er á hverjum tíma fylgja starfi því, sem sjóðfélaginn gegndi síðast.“  Upplýst sé að eftirmaður stefnanda í starfi forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins hefur fengið reglubundnar aukagreiðslur fyrir starfið án þess að þær hafi verið lagðar til grundvallar útreikningi á lífeyrisgreiðslum til stefnanda. Hafa þessar aukagreiðslur verið kallaðar „ómæld yfirvinna“, „föst yfirvinna“ og nú „einingar“.  Stefnandi telur að 4. gr. laga nr. 47/1984, sem breytti 6. mgr. 12. gr. laga nr. 29/1963 á þá lund að eftirlaun skuli einungis miða við „föst laun fyrir dagvinnu ...“ eftirmanns eigi ekki við um lífeyrisrétt hans og hafi því ekki áhrif á þau, enda hafi stefnandi verið búinn að ávinna sér réttindi sín þegar lögin tóku gildi.  Sé á því byggt að lögin hafi ekki stjórnskipulegt gildi að þessu leyti gagnvart stefnanda.

Stefnandi kveðst byggja á því að þær reglubundnu aukagreiðslur, sem eftirmaður hans hefur notið vegna stöðu sinnar, séu í raun hluti fastra launa hans og eigi þar með að mynda stofn til útreiknings lífeyris stefnanda. Engin breyting hafi orðið á starfi forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins þegar því fyrirkomulagi var komið á sem fólst í greiðslu „ómældrar eftirvinnu“ eða fastrar eftirvinnu „samkvæmt reikningi“.  Þá sé stefnanda ekki kunnugt um að sérstakar breytingar hafi orðið á starfssviði eftirmanns hans síðan.  Þannig hafi engin sérstök breyting orðið á starfinu þegar launaákvarðanir féllu undir kjaranefnd og ekki heldur í desember 1997 þegar kjaranefnd breytti reglum sínum síðast.  Stefnandi kveðst líta svo á að lögbundin réttindi hans til tiltekinna eftirlauna séu varin gegn einhliða ákvörðunum stjórnvalda um að gefa föstum launum forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins mörg heiti með þeim afleiðingum að eftirlaun taki ekki eðlilegum breytingum til hækkunar eins og launin sjálf hafi gert.

Í öðru lagi kveðst stefnandi byggja á því að jafnvel þótt lögum nr. 47/1984 hefði verið ætlað að taka til réttinda allra sjóðfélaga, ætti samt sem áður að túlka þau þannig að miða skuli eftirlaun stefnanda við reglubundin heildarlaun eftirmanns hans.  Myndu lagaákvæðin að öðrum kosti verka með afturvirkum íþyngjandi hætti á stefnanda án þess að séð yrði að löggjafinn ætlaðist til þess auk þess sem slík beiting gengi í berhögg við eignarrétt stefnanda, sem varinn var af 67. gr. stjórnarskrárinnar, nú 72. gr., sbr. stjórnskipunarlög nr. 97/1995.  Sé á því byggt að ákvæði laga nr. 47/1984 uppfylla ekki grunnskilyrði fyrir eignarréttarskerðingu um að lagaheimild sé skýr og afdráttarlaus og að almenningsþörf krefjist skerðingar.  Ákvæði laga nr. 47/1984 og lögskýringargögn með þeim benda eindregið til þess að litið hafi verið svo á að afturvirkni laganna hefði fyrst og fremst ívilnandi áhrif á sjóðfélaga, utan þá sem höfðu „spilað á kerfið“ (Alþt. 1983-1984, d. 6334), með því að auka starfshlutfall sitt og þar með lífeyrisréttindi stuttu fyrir starfslok, en jafnvel þeir hafi átt kost á að tryggja réttindi sín, sbr. 1. gr. laga nr. 47/1984.  Löggjafinn hafi hins vegar litið svo á að afturvirk beiting 4. gr., sem breytti 6. mgr. 12. gr. laga nr. 29/1963, væri ívilnandi, sbr. 2. mgr. 9. gr. (gildistökuákvæði).  Af þessu leiðir að lögin geyma ekki sjálf ákvæði um íþyngjandi afturvirkni.  Ber því að leggja til grundvallar að þeim hafi ekki verið ætlað að skerða rétt stefnanda.

Stefnandi kveðst byggja á því að ekki hafi verið nauðsynlegt að skerða réttindi sjóðfélaga á þeim tíma sem hér um ræðir, t.d. með því að stefnda hafi verið ómögulegt að standa undir skuldbindingum sínum þrátt fyrir ábyrgð varastefnda.

Um eignarréttindi stefnanda í sjóðum stefnda megi vísa til þess að stefnandi fékk engar aukagreiðslur í starfi forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins meðan greiðsluskylda hans samkvæmt lögum var gild og hafi hann því þann tíma ávallt greitt iðgjöld í stefnda og áður Lífeyrissjóð Verkfræðingafélags Íslands miðað við heildarlaun og launagreiðandi hans greiddi mótframlag á sama grundvelli.

Rétt sé að taka fram að gögn frá varastefnda hafa nú leitt í ljós að dregið var af launum stefnanda vegna iðgjalda í stefnda eftir að greiðsluskyldu lauk árið 1976 samkvæmt lögum nr. 29/1963.  Þá hafi komið í ljós að einungis voru greidd iðgjöld af skráðum grunnlaunum stefnanda en ekki af heildarlaunum eftir að greiðslur vegna „ómældrar yfirvinnu“ hófust í árslok 1977.  Þetta kveður stefnandi engin áhrif hafa á stefnukröfur þessa máls, enda hafi iðgjöld í stefnda þá innheimst umfram lagaskyldu og án samráðs við stefnanda, sem treyst hafi réttum afdrætti launa og hafi verið grunlaus um að ekki væri greitt af heildarlaunum eða að athugasemdalaus viðtaka launa samkvæmt launaseðlum gæti skert þann rétt sem hann hafði unnið sér.  Hér beri að líta til þess að fyrirkomulag um greiðslu fastrar eftirvinnu hafi hafist í lok áttunda áratugarins og hafi menn í svipaðri stöðu og stefnandi því almennt greitt iðgjöld af heildarlaunum fyrir þann tíma og að eftirlaunaþegar hafi tekið lífeyri sem hlutfall af heildarlaunum eftirmanna sinna.  Þessu fyrirkomulagi hafi verið ætlað að mæta kröfum ríkisstarfsmanna um hækkun launa en hækkun hafi ekki mátt vera sýnileg, væntanlega til að komast hjá almennu launaskriði og að láta eftirlaunaþega ekki njóta hækkunarinnar.

Hér skiptir og máli að stefnandi hafi að fullu greitt fyrir sín lífeyrisréttindi með peningum, annars vegar með eigin framlagi, 4,25% og hins vegar með framlagi launagreiðanda samkvæmt kjarasamningi, 6%, eða alls með 10,25% af launum.  Á dskj. nr. 20 megi sjá lauslegan útreikning á inneign hans í sjóðnum miðað við 5% vaxtafót sem teljist eðlilegur í þessu samhengi.  Fram komi að í árslok 1998 nemur reiknuð inneign stefnanda 8,32 árslaunum.

Aðalkröfu sína kveðst stefnanda byggja í þriðja lagi á því að þær reglubundnu greiðslur, sem eftirmaður hans í starfi njóti, séu í reynd inntar af hendi fyrir dagvinnu, enda komi hvergi fram sérstök skylda til að vinna meira en sem nemur hefðbundinni dagvinnu eða að eftir slíku hefði verið gengið.  Eigi þetta við um allar tegundir umræddra aukagreiðslna hvaða nafni sem þær nefnast, enda hafi þær ávallt verið greiddar allt árið, einnig í orlofum, sbr. t.d. ákvörðun kjaranefndar um „einingar“.

Enda þótt dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að nægileg lagaheimild sé til þeirrar skerðingar sem stefnandi hefur mátt þola, sé samt sem áður ljóst að ekki er uppfyllt það grundvallarskilyrði þágildandi 67. gr. en nú 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. stjórnskipunar lög nr. 97/1995, að fullt verð komi fyrir.  Sé þess því krafist til vara að stefnanda verði bætt það tjón sem hann hefur orðið fyrir vegna skerðingar lífeyrisréttar síns.

Varakrafa byggi í fyrsta lagi á því að löggjafinn hafi með 4. gr. laga nr. 47/1984 skert áunnin réttindi stefnanda til töku lífeyris úr stefnda en ljóst sé að lífeyrisréttindi séu varin af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Um réttindi stefnanda vísist til þess sem áður er komið fram.  Ef ákvæðum 4. gr. laga nr. 47/1984 verði beitt með þeim hætti að stefnandi teljist hafa misst rétt sinn til eftirlauna, miðað við þann mælikvarða sem réð iðgjaldagreiðslum í stefnda á sínum tíma, sé ljóst að um skerðingu eignarréttar sé að ræða og að þá skerðingu verði stefnandi að fá bætta að fullu.  Beri hér að leggja til grundvallar að einungis örfáir einstaklingar, ef nokkrir, séu í sömu stöðu og stefnandi með ávinnslu lífeyrisréttar miðað við heildarlaun á starfsferli sínum.  Ótækt sé að lítill hópur manna verði látinn sæta skerðingu umfram aðra sjóðfélaga, sbr. nú þá stjórnskipulegu vernd sem felst í jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar, sbr. nú 65. gr. hennar.  Í þessu sambandi verði að líta til þess að réttindaskerðingin sé beinlínis til hagsbóta fyrir stefnda og þar með varastefnda sem beri ábyrgð á skuldbindingum stefnda.  Hér sé byggt á því að skaðabótaskylda hvíli á hlutlægum grundvelli.

Í öðru lagi sé byggt á því að varastefndi, eða aðilar sem hann ber ábyrgð á, hafi með saknæmum og ólögmætum hætti bakað stefnanda tjón með því að föstum launum hans, og síðar eftirmanns hans, hafi verið gefin mismunandi heiti í því skyni að skerða lífeyrisgreiðslur til stefnanda og annarra í svipaðri stöðu.  Í þessu sambandi megi benda á stöðu annarra fyrrum forstjóra hjá rannsóknastofnunum atvinnuveganna og enn fremur það að varastefndi féllst á sínum tíma á kröfur stefnanda að hluta, um að hækka grunnlaun eftirmanns hans án þess að hækka heildarlaun, einmitt á þeim grundvelli að m.a. jafnræðisregla hefði verið brotin á stefnanda.  Þá hafi varastefndi, eða aðilar sem hann ber ábyrgð á, vísvitandi flækt mál stefnanda með röngum fullyrðingum í bréfi til stefnanda, dags. 4. september 1996, um tilefni launabreytingar hjá eftirmanni hans á árinu 1992.  Enda þótt hið sanna kæmi í ljós í gögnum meðfylgjandi bréfi fjármálaráðuneytisins, dags. 26. mars 1998, (dskj. nr. 10), hafi starfsmenn varastefnda samt sem áður, og „að gaumgæfilega athuguðu máli“, áréttað umræddar fullyrðingar í bréfi til stefnanda, dags. 27. ágúst 1998 (dskj. nr. 17).  Varastefndi beri ábyrgð á tjóni stefnanda samkvæmt þessu en einnig stefndi sem framfylgdi ákvörðunum varastefnda.

Stefnandi skýrir aðaldómkröfu sínar þannig: Gert er ráð fyrir að stefndi hafi átt að greiða um hver mánaðamót 73,16% af samtölu dagvinnulauna eftirmanns stefnanda og fastra eða reglubund­inna aukagreiðslna hans.  Á dskj. nr. 3 koma greiðslur þessar fram með útskýringum og gögnum og er dráttarvaxtaútreikningur miðaður við lögbundinn gjalddaga í upphafi hvers mánaðar.  Í varakröfu er um sömu fjárhæðir að ræða en með dráttarvaxtaútreikning miðað við fyrsta dag næsta mánaðar á eftir.

Kröfur sínar kveðst stefnandi byggja á lögum nr. 29/1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum, reglum stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, með síðari breytingum, einkum 65. gr. og 72. gr. hennar, ólögfestum reglum stjórnskipunar- og eignarréttar, sakarreglunni og ólögfestum reglum um hlutlæga skaðabótaábyrgð.  Kröfur um dráttarvexti og vaxtavexti styðjast við reglur III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987.  Kröfur um málskostnað við XXI. kafla laga nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr., og til hliðsjónar XX. kafla sömu laga um gjafsókn.

 

III.

Stefndu telja að stefnandi byggi kröfugerð sína á því að hann eigi rétt til lífeyrisgreiðslna af öllum launum sem fylgt hafa á hverjum tíma starfi því sem hann síðast gegndi, jafnt af föstum dagvinnulaunum sem reglubundnum aukagreiðslum, hvort sem þessar aukagreiðslur hafa verið nefndar „ómæld yfirvinna“, „föst yfirvinna“ eða „einingar“. Þetta eigi að gilda frá því að hann hóf töku lífeyris.

Stefndu halda því fram að skýr og afdráttarlaus ákvæði 6. mgr. 12. gr. laga nr. 20/1963, sbr. 6. gr. laga nr. 98/1980, sbr. 4. gr. laga nr. 47/1984 og sbr. nú 2. mgr. 24. gr. laga nr. 1/1997, standi því í vegi að stefnandi eigi þessa kröfu. Röksemdir og lagasjónarmið stefndu eru með eftirfarandi hætti rakin í greinargerð:

„1. Allt frá því að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins var stofnaður með lögum nr. 72/1919 og fram til gildistöku laga nr. 1/1997 hafa iðgjöld aldrei verið reiknuð af yfir­vinnu, hvorki mældri eða ómældri. Lífeyrisréttindi hafa þar af leiðandi aldrei verið reiknuð af slíkum launum. Laun sem iðgjöld hafa ekki verið reiknuð af geta ekki orðið grundvöllur að útreikningi lífeyris.

2. Aukagreiðslur sem stefnandi og eftirmaður hans í starfi hafa fengið í formi ómældrar yfirvinnu, fastrar yfirvinnu eða eininga eru fyrir yfirvinnu. Er í því sam­bandi sérstaklega bent á gr. 1.2 í reglum Kjaranefndar, sbr. dskj. nr. 27, sbr. einnig 12. gr, laga nr. 120/1992 um Kjaradóm og Kjaranefnd.

3. Iðgjöld hafa aldrei verið greidd til LSR af yfirvinnugreiðslum fyrr en eftir gildi­töku laga nr. 1/1997, enda hefur engin heimild verið til þess. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 1/1997 er réttindaávinnsla stefnanda varðveitt í B-deild sjóðsins, en um rétt stefnanda til lífeyris úr þeirri deild fer samkvæmt 24. gr. laganna.

4.   Í stefnu er því haldið fram m.a., að fastar yfirvinnugreiðslur "séu í reynd inntar af hendi fyrir dagvinnu enda komi hvergi fram sérstök skylda til að vinna meira en sem nemur hefðbundinni dagvinnu". Þessari fullyrðingu er mótmælt. Ekki er vitað til þess, að aðrir forstjórar ríkisfyrirtækja hafi ekki talið sér skylt eða nauðsynlegt að vinna meira en sem nemur hefðbundinni dagvinnu. Er um þetta einnig vísað til ákvæða í kjarasamningum um skyldu launþega til að vinna yfirvinnu.

5. Aukagreiðslur í formi fastrar eða ómældrar yfirvinnu eða í formi eininga eru og hafa alla tíð verið fyrir yfirvinnu. Í því sambandi skiptir ekki máli um fyrirkomulag eða heiti á greiðslum, sem ekki segir til um vinnuskyldu. Því er vísað á bug fullyrðingum í stefnu um, að varastefndi hafi með saknæmum og ólögmætum hætti bakað stefnanda tjón með því að gefa föstum launum hans og síðar eftirmanns hans mismunandi heiti í því skyni að skerða lífeyrisgreiðslur til stefnanda.

6.   Það er rangt sem segir í stefnu, að stefnandi hafi verið búinn að ávinna sér réttindi sín hjá lífeyrissjóðnum, þegar lög nr. 47/1984 tóku gildi. Stefnandi ávann sér lífeyrisréttindi til starfsloka 31. mars 1985. Enn verður ekki hjá því komist að mót­mæla rangri staðhæfingu í stefnu þess efnis, að ákvæði laga nr. 47/1984 hafi verkað "með afturvirkum íþyngjandi hætti á stefnanda". Bent er á, að með 4. gr. laga nr. 47/1984 var engin efnisbreyting gerð varðandi það ágreiningsefni, sem hér er til umfjöllunar. Með tilvitnaðri 4. gr. var gerð breyting á útreikningi lífeyrisprósentu. Vísa stefndu í þessu efni til dóma Hæstaréttar frá 30. júní 1987 í málinu nr. 47/1986 og frá 1. febrúar 1990 í málinu nr. 330/1988. Í dómum þessum er í reynd skorið úr því ágreiningsefni, sem hér er til umfjöllunar, sbr. einnig álit umboðsmanns Alþingis í málinu nr. 85/1997. Til hliðsjónar er einnig dómur Hæstaréttar frá 6. júní 1996 í málinu nr. 314/1995, sbr. einnig dómur Hæstaréttar frá 2. apríl 1998 í málinu nr. 298/1997.

7. Af hálfu stefndu er því mótmælt, að ákvæði laga 47/1984 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins gangi á svig við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, svo sem haldið er fram í stefnu. Raunar hefur þegar verið bent á, að hvorugt var fyrir hendi, að stefnandi hafi hafið töku lífeyris fyrir gildistöku laganna eða hitt, að efnisbreyting hafi verið gerð með 4. gr. laga nr. 47/1984 um ágreiningsefni þessa máls. Óþarfar eru því hugleiðingar af hálfu stefndu um heimildir löggjafans til lagabreytinga, sem áhrif geta haft réttindi einstaklinga án þess að það varði bótaskyldu, enda séu breytingarnar gerðar á málefnanlegum forsendum og jafnræðis sé gætt.

8. Ástæða er einnig til að mótmæla fullyrðingu um "að einungis örfáir ein­staklingar, ef nokkrir, eru í sömu stöðu og stefnandi með ávinnslu lífeyrisréttar miðað við heildarlaun á starfsferli sínum." Þvert á móti voru starfsmenn ríkis og sveitar­félaga, og raunar eflaust allur þorri launþega, í þeim sömu sporum allt fram til síðustu ára að greiða iðgjald einungis af föstum dagvinnulaunum, en ekki af aukagreiðslum, og þiggja síðan lífeyri í samræmi við það. Ítrekuðum fullyrðingum stefnanda um, að hann hafi engar aukagreiðslur þegið í starfi forstjóra Rannsóknarstofnunar byggingar­iðnaðarins meðan á iðgjaldagreiðsluskyldu hans stóð er enn mótmælt sem röngum.

9. Vakin er athygli á lið 4.2 í bréfi fjármálaráðuneytis á dskj. nr. 29 um vinnu stefnanda í liðlega 8 ár eftir að hann lét af starfi forstjóra RB. Stefnandi hafði fengið greidda fasta yfirvinnu í liðlega 11 ár, er hann lét af starfi forstjóra og síðan í 8 ár til viðbótar og hafði aldrei greitt iðgjald til LSR af yfirvinnunni. Þetta hlaut honum að vera ljóst. Fullyrðing í stefnu um, að stefnandi "hafi verið grunlaus um að ekki væri greitt af heildarlaunum" er með ólíkindum í ljósi framanritaðs.

10. Mótmæla verður þeirri órökstuddu staðhæfingu í stefnu, að fjármálaráðherra, eða aðilar sem hann beri ábyrgð á, hafi "vísvitandi flækt mál stefnanda með röngum fullyrðingum. " Verður að ætla, að stefnandi geri betur grein fyrir þessari staðhæfingu við flutning málsins, en eins og lesa má úr lið 4.2 á dskj. nr. 29 virðist stefnandi hafa notið velvildar vinnuveitanda síns.“

Varðandi fjárhæð stefnukröfu segir:

„1. Um athugasemdir við útreikning stefnukröfunnar er vísað til liðar 1 í bréfi fjár­málaráðuneytis á dskj. nr. 29, sbr. fskj. nr. 3.

2.   Fallist dómurinn á, að stefnandi eigi rétt á vangreiddum lífeyri, er þess krafist, að til frádráttar komi, að stefnandi greiddi ekki 4,25% iðgjald af yfirvinnugreiðslum.

3.   Fallist dómurinn á, að stefnandi eigi rétt til frekari greiðslna úr LSR en hann hefur fengið benda stefndu á og bera fyrir sig, að kröfur stefnanda, sem eldri eru en fjögurra ára við birtingu stefnu er fyrndar, sbr. 3, gr. í lögum nr. 14/1905.“

 

IV.

Svo sem áður sagði lét stefnandi af störfum sem forstjóri Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins árið 1985 og hóf að taka eftirlauna úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins 1. apríl það ár.  Með bréfi 26. janúar 1988 til fjármálaráðherra óskaði hann eftir breytingu á launaskráningu eftirmanns hans þannig að lífeyrir hans yrði „eðlilegt hlutfall af launatekjum forstjóra Rb, eins og lög nr. 29/1963 mæla fyrir."  Ekki voru talin skilyrði til að verða við þessari ósk stefnanda.

Greint hefur verið frá að stefnandi leitaði álits umboðsmanns Alþingis af þessu tilefni 11. september 1996.  Umboðsmaður Alþingis gerði í áliti sinu grein fyrir viðmiðun við útreikning lífeyris þannig:

 Í 6. mgr. 12. gr. laga nr. 29/1963, sbr. 4. gr. laga nr. 47/1984, sem í gildi var, þegar Haraldur hóf töku lífeyris, var kveðið svo á, að upphæð ellilífeyris skyldi vera hundraðshluti af þeim föstu launum fyrir dagvinnu og persónuuppbót samkvæmt kjarasamningum, sem á hverjum tíma fylgdu stöðu þeirri fyrir fullt starf, er sjóðfélagi gegndi síðast.  Hélst þetta óbreytt, er nefnd 12. gr. var breytt með 3. gr. laga nr. 7/1990, að því við bættu, að upphæð ellilífeyris skyldi jafnframt taka mið af orlofsuppbót samkvæmt kjarasamningum, sem á hverjum tíma fylgdi stöðu þeirri, sem sjóðfélaginn gegndi síðast.  Áður en þessi regla, þ.e. hin svokallaða eftirmannsregla, var tekin í lög, hafði greiðsla lífeyris verið miðuð við meðaltal af launum sjóðfélaga síðustu 10 starfsár hans, sbr. 12. gr. laga nr. 101/1943, sbr. síðar lög nr. 64/1955.  Um ástæður þess að viðmiðun eftirlauna var breytt með 12. gr. laga nr. 29/1963 sagði í athugsemdum við frumvarp það, sem varð að þeim lögum, að þróun launamála hafi verið ríkisstarfsmönnum óhagstæð og þess vegna hafi „fjölmargir tekið þann kost að auka tekjur sínar með aukavinnu.  En slíkar tekjur hafa ekki áhrif á lífeyri úr lífeyrissjóðum, enda væri nær ógerlegt að innheimta iðgjald af þeim."  (Alþt. 1962-1963, A- deild, bls. 1429).  Í skýringum við 12. gr. sérstaklega segir jafnframt, að gert sé ráð fyrir, „ að ellilífeyrir breytist á tilsvarandi hátt og laun" (Alþt. 1962-1963, A-deild, bls. 1432).  Síðari breytingar auka persónuuppbót við stofn iðgjalda og viðmiðun eftirlauna árið 1984 og orlofsuppbót árið 1990.

Með I. kafla laga nr. 141/1996, um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins, voru gerðar umtalsverðar breytingar á efni og skipan laga nr. 29/1963, með síðari breytingum.  Voru þau síðar endurútgefin sem lög nr. 1/1997.  Þar hefur framangreint ákvæði verið fært í 2. mgr. 24. gr. og því breytt þannig, að það tekur nú aðeins til útreiknings á lífeyri sjóðfélaga við starfslok, en samkvæmt nýju ákvæði 3. mgr. 24. gr. skulu breytingar á lífeyrisgreiðslum, eftir að taka lífeyris hefst, miðaðar við meðalbreytingar á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu, sbr. 2. mgr., eins og Hagstofa Íslands reiknar þær út mánaðarlega, í stað hinnar einstaklingsbundnu viðmiðunar áður.  Samkvæmt 35. gr. laga nr. 1/1997 eiga þó þeir sjóðfélagar, sem hafa töku eftirlauna við gildistöku laga nr. 141/1996 hinn 1. janúar 1997, val um hvorri viðmiðuninni útreikningur lífeyrisgreiðslna til þeirra skuli fylgja samkvæmt nánari ákvæðum í samþykktum stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.  Í 72. gr. þessara samþykkta frá 14. janúar 1997 er þessi réttur áréttaður og hlutaðeigandi sjóðfélögum gert að ákveða fyrir 1. desember 1997, á hvorn veginn þeir kjósa að útreikningi breytinga á lífeyri þeirra sé hagað, sbr. 73. gr. samþykktanna.  Sjóðfélagi, sem kýs að halda sig við eftirmannsregluna óbreytta, getur þó valið hinn kostinn síðar skv. 75. gr. samþykktanna, en val um það er bindandi upp frá því.

Báðir þessir kostir miðast við hlutfall af föstum launum fyrir dagvinnu, annar við upphaf lífeyrisútreiknings, en hinn með viðvarandi hætti.  Beiting þeirra er valkvæð gagnvart áunnum réttindum þeirra sjóðfélaga, sem hafið höfðu töku eftirlauna fyrir gildistöku laga nr. 141/1996.  Þeir eiga val um, hvorn kostinn þeir velja, allt eftir því, sem hver og einn telur vera sér hagfelldara.  Í ljósi þess að kvörtun Haraldar snýr að framkvæmd eftirmannsreglunnar og nánar tiltekið ákvörðun þeirrar viðmiðunar, sem framangreindir kostir byggjast báðir á, hvor með sínum hætti, á hann eftir sem áður lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um þann hluta málsins.

 

Í lokakafla álits umboðsmanns Alþingis (Mál nr. 1897/1996) segir m.a. svo:

 

Lífeyrisréttindi þau, sem um er fjallað i þessu máli, hafa þá sérstöðu, þrátt fyrir að þau séu bæði endurgjald fyrir vinnu og til komin fyrir fjárframlög sjóðfélaga, að inntak þeirra, þ.e. viðmiðun lífeyrisins, þegar kemur að greiðslu hans, hefur verið lögbundið.  Þá hafa lífeyrisréttindi í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins jafnframt þá sérstöðu, að ríkissjóður ábyrgist greiðslu þeirra skuldbindinga, sem leiða af greiðslu á hinum lögmælta lífeyri, án tillits til þess, að hvaða marki fjárframlög og ávöxtun þeirra duga til að standa undir lífeyrisgreiðslum.  Þannig hefur ekki að lögum verið samhengi á milli iðgjaldagreiðslna til sjóðsins annars vegar og þeirra skuldbindinga sem honum er ætlað að standa undir hins vegar.

Samkvæmt því, sem rakið er í kafla IV.1, hefur Haraldur átt kröfu til þess frá því hann hóf töku eftirlauna, að upphæð ellilífeyris hans miðaðst viðákveðinn hundraðshluta „af þeim föstu launum fyrir dagvinnu", sem á hverjum tíma hafa fylgt stöðu þeirri fyrir fullt starf, er Haraldur gegndi síðast, þ.e. forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins.  Af gögnum þeim, sem fyrir mig hafa verið lögð um ákvarðanir launa til handa forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, eftir að Haraldur lét af því starfi, verður ráðið, að fyrirkomulag og heiti á launum, sem greidd hafa verið til viðbótar því, sem nefnt hefur verið föst laun fyrir dagvinnu, hafi verið mismunandi.  Þannig hafa slíkar greiðslur t.d. verið felldar undir heitin „ómæld yfirvinna", „föst yfirvinna" eða eins og segir í ákvörðun kjaranefndar frá 28. desember 1995 „30 klukkustundir á mánuði fyrir alla yfirvinnu og álag er starfinu fylgir".  Í ákvörðun nefndarinnar frá 16. júní sl. er skírskotað til síðastnefndrar greiðslu sem fastrar yfirvinnu og ákveðið að í stað hennar skuli greiddur ákveðinn fjöldi „eininga".

Ég tel rétt að vekja athygli á því, að samkvæmt tölulið 1.2 í reglum, sem kjaranefnd setti hinn 16. júní sl., og í báðum framangreindum launaákvörðunum hennar eru mánaðarlegar greiðslur fyrir alla yfirvinnu  og álag, sem starfi fylgir, felldar saman í eina greiðslu.  Af þeim sökum liggur hvorki ljóst fyrir, hvort einhver hluti er greiddur fyrir hvort þessara tilefna um sig né hversu stór hluti álagsgreiðslunnar tilheyrir föstum kjörum fyrir dagvinnu, en eðli máls samkvæmt verður svokallað álag í starfi vart alltaf bundið við yfirvinnu sérstaklega.  Af þessu leiðir síðan, að sá hluti greiðslunnnar sem tilheyrir föstum kjörum fyrir dagvinnu, myndar ekki stofn til útreiknings lífeyris.

Sé raunin sú, að laun þess, sem lífeyrisgreiðslur eru miðaðar við, þ.e. eftirmanns lífeyrisþega, séu greidd fyrir eitthvað annað en dagvinnu, t.d. yfirvinnu í skilningi 2. mgr. 17. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sbr. áður 31. gr. samnefndra laga nr. 38/1954, er ljóst , að lífeyrisþeginn á ekki kröfu til að ellilífeyrir hans miðist við þann hluta launa eftirmannsins. ...

Þess verður hins vegar að gæta, eins og áður sagði, að réttindi þau, sem hér um ræðir, lífeyrisréttindi, eru bæði endurgjald fyrir vinnu og til komin fyrir fjárframlög sjóðfélaga.  Þau eru og þess eðlis, að við ákveðin skilyrði byggja einstaklingar afkomu sína í ríkum mæli á slíkum réttindum.  Er almennt viðurkennt, að slík réttindi teljist eign í stjórnskipulegri merkingu og njóti sem slík verndar eignarnámsákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 10. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, sem og annarra ákvæða er við kunna að eiga, svo sem jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995.

Þessi aðstaða og sú vernd, sem framangreind stjórnarskrárákvæði veita áunnum lífeyrisréttindum Haraldar, setja skorður við því að lögjafinn og þau stjórnvöld, sem falið er að fara með launaákvarðanir á hverjum tíma, geti með því einu að nefna launagreiðslur annað en föst laun fyrir dagvinnu, þegar engu að síður er verið að greiða fyrir vinnu unna í dagvinnu, raskað hinni lögmæltu viðmiðun ellilífeyris Haraldar.  Vegna þeirra stjórnarskrárvernduðu réttinda, sem lýst hefur verið hér að framan, og fyrirmæli laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins hefur ennfremur hvílt sú skylda á þeim stjórnvöldum, sem farið hafa með áðurnefndar launaákvarðanir, að gæta þess við töku þeirra ákvarðana og túlkun þeirra lagaheimilda, sem þær byggjast á, að föst laun eftirmanns Haraldar fyrir dagvinnu væru svo skýrt afmörkuð, að unnt væri að miða ellilífeyri Haraldar við þau.  Er það ákvæði 3. mgr. fyrra ákvæðis til bráðabirgða við lög nr. 120/1992, að menn haldi þegar áunnum lífeyrisrétti, eins og nánar greinir í því ákvæði, í góðu samræmi við þessa stjórnskipulegu vernd.  Í ljósi þeirrar niðurstöðu, sem hér fer á eftir, tel ég þó ekki ástæðu til að fjalla nánar um þýðingu þessa lagaákvæðis fyrir lífeyrisréttindi Haraldar.

Fyrirliggjandi upplýsingar um ákvarðanir um laun eftirmanns Haraldar og ellilífeyrisgreiðslur til hans eru ekki með þeim hætti, að ég geti á grundvelli þeirra leyst úr því, hvort eftirmaður Haraldar hafi í einhverjum mæli notið launagreiðslna fyrir dagvinnu umfram þær greiðslur, sem á hverjum tíma hafa verið skilgreindar sem föst laun fyrir dagvinnu.  Áður er fram komið, að fyrirkomulag launagreiðslna til eftirmanns hefur verið mismunandi og ýmist ráðist af samningum, sem gerðir hafa verið fyrir milligöngu fjármálaráðuneytisins, eða einhliða ákvörðunum stjórnvalda, eftir að lögum var breytt í því skyni.  Til að skorið verði úr því, fyrir hvaða vinnu hefur verið greitt með hinum einstöku aukagreiðslum umfram það, sem nefnt hefur verið föst laun fyrir dagvinnu á hverjum tíma, þarf meðal annars  að taka skýrslur af þeim, sem að launaákvörðunum hafa staðið hverju sinni, og afla annarra sönnunargagna um málið.  

 

V.

Niðurstaða:

Í aðilaskýrslu kvaðst stefnandi fallast á tölulega útlistun stefndu nú.  Með öðrum orðum væri ekki lengur um tölulegan ágreining að ræða eftir að ný gögn höfðu komið fram af hálfu stefndu eftir að málinu hafði verið stefnt fyrir dóm.  Lögmaður stefndu spurði stefnanda um hvaða tíma væri að ræða þar sem segir í 2. mgr. á bls. 6 í stefnu: „Eftir nokkurn tíma varð stefnandi þess áskynja að eftirlaun hans tóku einungis mið af þeim þætti launa eftirmanns hans í embætti sem nefndur var dagvinnulaun."  Stefnandi kvaðst ekki muna það.

Magnús Pétursson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, kom fyrir rétt sem vitni.  Lögmaður stefnanda spurði vitnið, hvert hefði verið tilefni launabreytinga, sem urðu á árinu 1992, á launum forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins.  Vitnið kvað breytinguna helst hafa verið fólgna í því að í stað þess að forstjórinn tæki laun eftir kjarasamningi stéttarfélags verkfræðinga, tók hann nú laun eftir því sem kallað hefur verið ráðherraröðun.  Hann sagði að breyting þessi hefði ekki staðið í beinu sambandi við kröfur stefnanda til frekari eftirlauna.  Hann kvaðst ekki minnast þess að starf og staða forstjórans hefði átt að breytast þó að ný viðmiðun yrði á launagreiðslum.

Fyrrverandi fjármálaráðherra, Friðrik Klemens Sophusson, bar m.a. fyrir rétti að hann hefði áreiðanlega mótmælt því að stefnandi fengi afturvirkan rétt til eftirlauna vegna breytinga á launum forstjóra Rannsóknastofnunar byggingar-iðnaðarins 1992, þótt hann minntist þess ekki, að það hafi komið til tals milli hans og stefnanda.  Hann kvaðst ekki muna, hvort starf forstjórans hafi átt að aukast eða taka einhverjum breytingum samhliða launabreytingunni.

Hákon Ólafsson, forstjóri Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, sagði í vitnisburði sínum m.a. að stefnandi hefði á fundi með honum, ráðherra og ráðaneytisstjóra, þar sem ákvörðun var tekin um að laun forstjórans yrðu miðuð við ráðherraröðun, mælst til að fá afturvirk rétt til eftirlauna í samræmi við þá ákvörðun.  Ráðherra hefði ekki viljað ljá máls á því. Hann sagði að engin breyting hefði orðið á starfi sínu við þær breytingar á viðmiðun launagreiðslna sem átt hefðu sér stað.

Stefnandi byggir á því að reglubundnar aukagreiðslur, sem eftirmaður hans hafi notið vegna stöðu sinnar, hafi raunar verið hluti fastra launa hans og eigi þar með að mynda stofn til útreiknings lífeyris stefnanda.  Lögbundinn réttur hans til eftirlauna hafi verið skertur, eins og stefnandi segir, með ákvörðun stjórnvalda um að gefa hluta af föstum launum forstjóra Rannsóknastofnununar byggingariðnaðarins mörg heiti þannig að eftirlaun hans hafi ekki hækkað með eðlilegum hætti eins og launin sjálf hafi gert.

Ekki er deilt um að stefnandi hefur fengið lífeyrisgreiðslur frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins frá 1. apríl 1985 og að greiðslur til hans frá sjóðnum hafi þá verið reiknaðar 73,16% af föstum launum forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins fyrir svokallaða dagvinnu.  Frá þeim tíma hafi lífeyrisgreiðslur til stefnanda breyst í samræmi við breytingar á föstum dagvinnulaunum forstjórans eins og þau voru samkvæmt samningi stéttarfélags verkfræðinga þar til í apríl 1992.  Og frá 1. apríl 1992 hafi laun forstjórans verið ákvörðuð af ráðherra í samræmi við ákvörðun kjaradóms og lífeyrisgreiðslur til stefnanda verið ákvarðaðar í samræmi við þær breytingar.  Ekki hefur verið sýnt fram á að þessar ákvarðanir um lífeyrisgreiðslur hafi brotið í bága við sett lagaákvæði.  Það sem eftir stendur er raunar, hvort ákv. 4. gr. laga nr. 47/1984 um breytingu á 6. mgr. 12. gr. laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 29/1963 gildi gagnvart stefnanda stjórnskipulega séð eða ekki.  Verður nú vikið að því.

Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 330/1988 frá 1. febrúar 1990 segir m.a.: Skýr og afdráttarlaus ákvæði 6. mgr. 12. gr. laga nr. 29/1963 um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, sbr. 4. gr. laga nr. 47/1984, sem lögð eru til grundvallar í hinum áfrýjaða dómi, standa því í vegi, að kröfur og málsástæður áfrýjanda að öðru leyti geti náð fram að ganga.  Með þessum orðum Hæstaréttar er tekið undir þar sem segir í  áfrýjuðum héraðsdómi:  Er stefnandi hóf töku lífeyris, var í gildi um launagrunn þann, sem miða skyldi lífeyri við, 3. mgr. 12. gr. laga nr. 29/1963.  Þar var ákveðið, að upphæð ellilífeyris skyldi vera hundraðshluti af launum þeim, er á hverjum tíma fylgir starfi því er sjóðfélagi gegndi síðast.  Ákvæði þetta verður að túlka þannig, að það taki einungis til fastra launa fyrir dagvinnu, enda benda lögskýringargögn til þess, að sú breyting, sem gerð er á orðalagi ákvæðisins í 4. gr. laga nr. 47/1984, sé gerð til áréttingar ríkjandi lögskýringu ákvæðisins, en þar segir, að upphæð ellilífeyris sé hundraðshluti af þeim föstu launum fyrir dagvinnu og persónuuppbót samkvæmt kjarasamningum, er á hverjum tíma fylgir stöðu þeirri fyrir fullt starf, er sjóðfélaginn gegndi síðast.

Þarna var þá úr því skorið, að með því að ákveðinn hluti launa ríkisstarfsmanns fékk heitið föst laun fyrir dagvinnu, og iðgjaldagreiðslur voru að mestu takmarkaðar við þann hluta, var mótaður grunnur til viðmiðunar lífeyrissjóðsgreiðslum, sem Hæstiréttur mat lögmætan.  Hvernig stóð á þessum lagaákvæðum hefur ekkert að segja fyrir niðurstöðu þessa máls.  En nánast er ómögulegt að ætla að stefnandi, frekar en aðrir þeir sem greiddu iðgjöld eins og hann, hafi ekki vitað um þetta, auk þess sem það hefur enga þýðingu, hvort menn gerðu sér þetta ljóst eða ekki.  Gildi laganna var ekki bundið við slíkt eftir að þau voru birt á lögmætan hátt.

Samkvæmt þessu verður stefndi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, og varastefndi, íslenska ríkið, sýknuð af kröfum stefnanda.

Rétt þykir að málskostnaður falli niður.  Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, eins og nánar er greint í dómsorði.

Páll Þorsteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn.

Dómsorð:

Stefndi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, og varastefndi, íslenska ríkið, skulu sýknuð af kröfum stefnanda, Haralds Ásgeirssonar.

Málskostnaður milli aðila fellur niður.

Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Halldórs Jónssonar héraðsdómslögmanns, samtals með virðisaukaskatti 950.000 kr.