Hæstiréttur íslands

Mál nr. 367/1998


Lykilorð

  • Lyfjaverð
  • Stjórnvaldsákvörðun
  • Fyrning
  • Vextir


                                                                                                                 

Fimmtudaginn 4. mars 1999.

Nr. 367/1998.

Tryggingastofnun ríkisins

(Sigrún Guðmundsdóttir hrl.)

gegn

Sigurði G. Jónssyni

(Jóhannes Sigurðsson hrl.)

Lyfjaverð. Stjórnvaldsákvörðun. Fyrning. Vextir.

Sams konar mál og mál nr. 343/1998.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Arnljótur Björnsson, Hjörtur Torfason, Markús Sigurbjörnsson og Jónatan Þórmundsson prófessor.

Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 1. september 1998. Hann krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess að tildæmdar fjárhæðir verði lækkaðar og málskostnaður látinn falla niður.

Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.

Mál þetta er samkynja tuttugu og fimm málum sem dæmd eru samhliða. Um rökstuðning fyrir niðurstöðu þessa máls vísast til forsendna í málinu nr. 343/1998, Tryggingastofnun ríkisins gegn Werner Rasmussyni, að öðru leyti en því að stefndi átti ekki sæti í lyfjaverðlagsnefnd. Stefndi telur skerðingu á greiðslum til sín frá með greiðslu 17. mars 1990 til og með greiðslu 17. apríl 1996 nema alls 25.711.036 krónum og er ekki um það deilt. Héraðsdómsstefna var birt 6. ágúst 1997 og verður áfrýjandi dæmdur til að greiða þann hluta kröfu stefnda, sem gjaldféll eftir 6. ágúst 1993, eða 16.042.704 krónur með þeim vöxtum sem um getur í dómsorði.

Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, svo sem greinir í dómsorði.

                                                    Dómsorð:

Áfrýjandi, Tryggingastofnun ríkisins, greiði stefnda, Sigurði G. Jónssyni, 16.042.704 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 4. apríl 1997 til greiðsludags og samtals 60.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.